Sjonaukinn24 tbl 2013

Page 1

Sjónaukinn 24. tbl 28.árg 12.-18.. júní 2013

Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Unglingalandsmótið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina Keppt verður í eftirtöldum greinum: Fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfubolti, motokross, skák, taekwondo og starfsíþróttir

Keppnisgreinar má sjá betur á heimasíðu mótsins eða á http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot

Afþreying fyrir unga sem aldna Skráning fer fram á netfanginu kormakur@simnet.is eða hjá Tótu í síma 8690353 SKRÁIÐ YKKUR SEM ALLRA FYRST.

USVH - Umf. Kormákur


Á döfinni Tími kl.15:00 Kl.17:00 Kl.13:30

kl.14:00 kl.10:00 kl.10:00

kl.20:00 kl.10:00

kl.21.00

Hvað-Hvar Fimmtudagur 13. júní Sveitastjórnarfundur Útsala hjá Sláturhúsinu Síðasti skráningardagur á Smábæjarleika Kökubasar hestafimleika hóps Föstudagur 14. júní Réttindagæslumaður fyrir fólk með fötlun Laugardagur 15. júní Fjölskyldudagur og Firmakeppni Þyts Fjáröflun Kormáks– Gróðursetning Sunnudagur 16. júní Fjáröflun Kormáks– Gróðursetning Mánudagur 17. júní Oddný í Sporði sextug 17.júní Hátíðarhöld Þriðjudagur 18. júní Kormákur/Hvöt-Skallagrímur Ferð eldri borgara um Suðurland Miðvikudagur 19. júní Ferð eldri borgara um Suðurland Föstudagur 21. júni Púttmót á Hvammstanga Laugardagur 22.júní Bjartar nætur– Fjöruhlaðborð Smábæjarleikar Arion Banka á Blönduósi Sunnudagur 23. júní Smábæjarleikar Arion banka á Blönduósi Föstudagur 28. júní Upprekstur hrossa í Kirkjuhvammi leyfður

tbl 24 24 24 24 24 24 24 24 24 24 24 20 20 21 24 23 23 23


Réttindagæslumaður fyrir fólk með fötlun Verður á Hvammstanga 14. júní Viðtals pantanir í síma 8581959 eða Á netfangið gudrun.palmadottir@rett.vel.is Guðrún

Körfuboltaæfingar fram að unglingalandsmóti Æfingarnar eru í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga Körfuboltaæfingarnar eru fyrir ungmenni fædd 1995 til og með 2002. þjálfari Oddur Sigurðarson Æfingar eru mánudaga og miðvikudaga kl. 19:00 til 21:00.

Starfsmaður óskast! Hefur þú áhuga á að vinna skemmtilegt og krefjandi starf? Í boði er hlutastarf við liðveislu í Húnaþingi vestra. Liðveisla felur í sér að rjúfa félagslega einangrun einstaklings með fötlun til að hann geti notið samfélagsins á líkan hátt og einstaklingar á svipuðum aldri. Um er að ræða 4 tíma á dag virka daga á neðangreindum tímabilum: 18. – 24.júní, 10. – 24.júlí og 9. – 23.ágúst. Hægt er að taka að sér öll tímabilin eða hluta af þeim.

Vinnutími er eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til 12.júní. Upplýsingar gefur Sæunn í síma 8970816 eða 4552415. Umsóknum skal skilað inn á netfangið saeunn@hunathing.is


Frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Meistaranám iðnaðarmanna, almennur hluti, verður kennt á næsta skólaári ef næg þátttaka fæst. Gert er ráð fyrir að nám fari fram síðdegis og kennt verði í gegnum fjarfundabúnað utan Skagafjarðar. Umsóknarfrestur er til 25. júní. Nánari upplýsingar og skráning í síma 455-8000. Skólameistari.

Þjónusta í boði- óskast Hvað

Þjónustuaðili

tbl

Starfsmaður óskast Atvinna ATHUGIÐ Refir Meistaranám iðnaðarmanna Mercedes Benz til sölu Útihúsnæði óskast Verkstjóri Hvammst Sumarhús lausar vikur Girðingaþjónusta Starsmaður óskast Íþróttaæfingar Fjarnám fyrir alla

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra Grunnskóli Húnaþings vestra Húnaþing vestra Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra Þorbjörn Kanína ehf. Vegagerðin Stéttarfélagið Samstaða Girðingaþjónusta Ingþórs Grettisból Laugarbakka Sumaræfingar Umf. Kormáks fjarmenntaskolinn.is

24 24 24 24 23 23 22 22 22 22 22 22

Sjónaukinn fyrir þig og þína Til styrktar íþróttastarfi barna og ungmenna Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Útsala! Útlitsgallað lambakjöt verður á tilboði fimmtudaginn 13. júní í Sláturhúsi KVH á milli 17 og 18 á meðan birgðir endast.

Fyrstir koma fyrstir fá! EKKI POSI Á STAÐNUM!


ATVINNA Starf laust til umsóknar við Grunnskóla Húnaþings vestra. 50% starf skólaliða á Laugarbakka. Frá og með 15. ágúst 2013 Vinnutími: þriðjudaga frá 8:00 – 12:00, fimmtudaga og föstudaga frá 8:00 – 16:00 Frekari upplýsingar veitir skólastjóri Sigurður Þór Ágústsson í síma 455 29 11 eða í tölvupósti siggi@hunathing.is Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf og umsagnaraðila, ásamt leyfisbréfum berist á skrifstofu Húnaþings vestra,Hvammstangabraut 5 530Hvammstanga eða á netfangið siggi@hunathing.is. Eldri umsóknir skulu endurnýjaðar. Umsóknarfrestur er til 24. júní 2013

Kormákur/Hvöt - Skallagrímur Þá er komið að því fyrsti heimaleikur Kormáks/Hvatar í meistaraflokki karla á nýjum og glæsilegum Hvammstangavelli

þriðjudaginn 18. júní klukan 20:00 Kormákur/Hvöt - Skallagrímur Hvammstangavöllur Frítt á völlinn í boði Sláturhúss KVH

Allir á völlinn


Smábæjaleikar Arion banka á Blönduósi 22. – 23. júní 2013 Flokkaskipting 4.-5.-6. fl. karla 4.-5.-6. fl. kvenna 7. flokkur blandað Ath. keppt er í 7 manna bolta nema í 6. – 7. flokki en þar er leikið í 5 manna liðum. -Mótið er ætlað minni bæjarfélögum. Almennar upplýsingar Þátttökugjald er 8.500 krónur fyrir keppendur. Innifalið í verði Gisting í eina eða tvær nætur, allar máltíðir, sundferð og öll önnur afþreying á vegum mótsins. Skráning á mótið er hjá Benjamín í síma 7772789 eða benjaminfreyr@simnet.is

Síðasti skráningardagur er FIMMTUDAGURINN 13. JÚNÍ


17. júní hátíðahöldin á Hvammstanga verða á hátíðarsvæðinu sunnan við Félagsheimilið á Hvammstanga og hefjast þau klukkan 14:00 DAGSKRÁ: -Hátíðarræða -Ávarp fjallkonunnar - Hjólböruboðhlaup -Hjólabraut fyrir yngstu kynslóðina




Frá Húsfreyjunum Sumarhátíð Bjartar nætur– Fjöruhlaðborð í Hamarsbúð er haldin laugardaginn 22. júní n.k. Matseðillinn verður á www.nordanatt.is þegar nær dregur. Takið daginn frá. Nánar auglýst í næsta Sjónauka og á www.nordanatt.is Heitur Pottur Til Sölu ! Lítið notaður og vel með farinn rafmagnspottur , framleiddur í Kanada. Upplýsingar í síma 690-8050 Vignir.

Afmæli Þann 17. júní verður Oddný í Sporði sextug. Í tilefni þess er vinum og vandamönnum boðið að samgleðjast afmælisbarninu milli kl 15 og 20 í Ásbrekku Hvammstanga (heima hjá Bubba og Sonju). Hlökkum til að sjá ykkur. Oddný og fjölskylda.

Félagsnúmerið okkar í Getraunum er

Umf. Kormákur Getraunir til að vinna


Ferð eldri borgara um Suðurland 18.-19. júní 2013. Farið verður frá Nestúni 18. júní kl. 10:00. Komið við á Laugarbakka. Fargjaldið kr. 27.000 fyrir félaga en kr. 30.000 fyrir aðra. Greiðist við upphaf ferðar. Einnig er hægt að greiða inn á reikning, 180645-4979 -26- 381, fyrir 18. júní. Ferðanefnd.

Kökubasar Kökubasar verður í andyri KVH föstud. 14.júní nk. og hefst kl 13.30. Allur ágóði rennur í ferðasjóð Hestafimleikahóps Kathrin Schmitt. Enginn posi á staðnum. Hlökkum til að sjá sem flesta. Ferðahópurinn

Athugið Af gefnu tilefni er vakin athygli á því að með öllu er óheimilt að fara að þekktum tófugrenjum í sveitarfélaginu eða spilla þeim með einhverjum hætti. Á tímabilinu frá 1. maí til og með 31. júlí ár hvert er einungis ráðnum veiðimönnum í umboði sveitarfélagsins heimilar veiðar á ref og tekur sú heimild einungis til þess svæðis sem þeir eru ráðnir til. Hvammstangi 10. júní 2013 Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.


Knattspyrnuæfingar Æfingar eru á æfingavellinum í Kirkjuhvammi. Æfingar hófust 3. júní Frá og með 3.júní til og með 14.júní. Ungmenni fædd 2004 og síðar Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudag kl.13:00 Ungmenni fædd 2000-2003 Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl.14:00 Þjálfari: Benjamín Freyr Oddsson

Engar æfingar 17. júní Frá og með 18. júní Ungmenni fædd 2004 og síðar Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00 Ungmenni fædd 2000-2003 Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:00 3. og 4. flokkur kk og kvk (7.-10.bekkur) Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl.19:00-20:00 Þjálfarar: Magnús og James Faulkner

Æfingagjöld yngri flokka sumarið 2013 fyrir allar æfingar á vegum Kormáks Börn fædd 2001 og síðar 10.000kr Ungmenni fædd 2000 og fyrr 15.000kr

Skylda að koma í viðeigandi fatnaði á æfingar.


Fjölskyldudagur og firmakeppni Þyts verður haldinn laugardaginn 15. Júní 2013 á Hvammstanga og hefst kl. 14:00. Dagskrá er eftirfarandi: Pollaflokkur Barnaflokkur Unglingaflokkur Kvennaflokkur Karlaflokkur Stórskemmtilegir leikir Grill og gaman Vonumst til að sem flestir komi og eigi skemmtilegan dag saman. Firmakeppnisnefnd

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR 217. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 13. júní 2013 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhúss. Upplýsingar um dagskrá fundarins er að finna á heimasíðu Húnaþings vestra, www.hunathing.is Skúli Þórðarson, sveitarstjóri


Hátíðarmessa á þjóðhátíð Þjóðbúningamessa verður á Melstað 17. júní kl. 11 árdegis. Allir sem geta eru hvattir til að mæta þjóðmenningarlega klæddir. Að venju kemur hópur hestamanna ríðandi til kirkjunnar. Sameiginlegur kór Hvammstanga- og Melstaðarsókna syngur undir stjórn Pálínu F. Skúladóttur. Einnig er haldið upp á að endurbótum kirkjunnar vegna nýja orgelsins er lokið í bili, og heimsækir vígslubiskup Hólastiftis sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir kirkjuna af því tilefni og flytur hátíðapredikun. Fyrir altari þjóna sr. Guðni, sr. Magnús og sr. Gylfi Jónsson, Hólum í Hjaltadal. Samvera í safnaðarheimili eftir messu og fólk má hafa með sér veitingar á hlaðborðið. Prestar og sóknarnefnd

ATHUGIÐ! Auglýsingar VERÐA AÐ HAFA BORIST FYRIR kl. 21:00 Á MÁNUDAGSKVÖLDI. Netfang: sjonaukinn@simnet.is sími: 869-0353

Sjónaukinn Fyrir þig og þína


FJÁRÖFLUN - GRÓÐURSETNING Hvernig væri að skella sér í útivistargallann og planta niður nokkrum trjám og leggja þannig barna- og unglingastarfi Kormáks lið? Helgina 15 - 16 júní ætlum við að hafa sameignlega fjáröflun fyrir allt barna- og unglingastarf Kormáks með því að gróðursetja fjölda trjáa í Barkarstaðaskógi í Miðfirði. Byrjum kl. 10:00 báða dagana. Nú er um að gera að taka þátt og efla starfið hjá okkur, því fleiri plöntur sem fara niður þeim mun meiri peningur safnast. Nú þurfum við nauðsynlega á ykkar hjálp að halda. Hægt er að mæta í nokkra tíma, hálfan dag, annan daginn eða báða dagana. Allt er þetta gert til að styrkja starfið, því það er markmiðið að geta lækkað æfingagjöld og/eða keppnisgjöld í framtíðinni. Öllum er velkomið að taka þátt, iðkendur, foreldrar, fjölskyldur, áhugafólk um skógrækt eða þeir sem hafa áhuga að leggja okkur lið. Best er að skrá sig á kormakur@simnet.is eða í síma 892-2584 svo við sjáum fjöldann. Vonandi getum við átt skemmtilega helgi saman á fallegum stað og gróðursetjum þúsundir plantna til stuðnings barna- og unglingastarfi Kormáks. Hlökkum til að sjá sem flesta

Kveðja Stjórn umf. Kormáks


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.