Page 1

Sjónaukinn 16. tbl 29. árg 16.- 22. apr 2014

Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Hestafimleikakrakkar Hestamannafélagsins Þyts

Vilja þakka fyrir frábæran stuðning sem þeim var veittur í flösku og dósasöfnun sem þau stóðu fyrir í síðustu viku. TAKK FYRIR OKKUR!!


Á döfinni Hvað-Hvar kl.18:00 kl.19:00 kl.20:00 kl.20:30 kl.15:00

kl.15:00 kl.18:00 kl.20:30 kl.21:00 kl.11:00 kl.14:00 kl.18:00 kl.20:30

Þriðjudaginn 15. apríl Aðalfundur verslunarmannadeildar Aðalfundur Umf. Kormáks Gömlu dansarnir í Nestúni Málefnafundur N-lista Miðvikudaginn 16. apríl Snyrting hjá Helen Sveitastjórnarfundur Fimmtudaginn 17. apríl Snyrting hjá Helen Laugardaginn 19. apríl Páskabingó Kvenfélagsins Freyju Þriðjudaginn 22. apríl Aðalfundur matvæladeilda Samstöðu Miðvikudaginn 23. apríl Aðalfundur Umf. Víðis Vortónleikar Lóuþrælanna Fimmtudaginn 24. apríl Kormákshlaup Laugardaginn 26. apríl Saumanámskeið Kidka Þriðjudaginn 29. apríl Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu Aðalfundur Melstaðarsóknar

Sjónaukinn Fyrir þig og þína

15 15 15 15 14 16 14 15 16 16 16 16 15 15 16


Helgihald um bænadaga og páska í Breiðabólsstaðarprestakalli Skírdagur 17. apríl. Hvammstangakirkja. Tónlistarmessa kl. 20.00. Stundin er blanda af föstum messuliðum og mikilli kórtónlist sem fangar friðarandann í aðdraganda páska. Föstudagurinn langi 18. apríl. Hvammstangakirkja. Passíusálmalestur kl. 13.00. Þverskurður samfélagsins stígur á stokk og les passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar. Föstudagurinn langi 18. apríl. Hvammstangakirkja. Helgistund við krossinn kl. 17.00 Páskadagur 20. apríl. Hvammstangakirkja. Hátíðarmessa kl. 8.00. Morgunverðarhlaðborð í boði sóknarnefndar að messu lokinni. Páskadagur 20. apríl. Sjúkrahússkapella. Hátíðarmessa. Kl. 14.00. Með ósk um kyrrðarríka bænadaga og gleðilega páska Sóknarprestur


Húsfreyjurnar í Hamarsbúð tilkynna hér með að engin Sumarhátíð Bjartar nætur – Fjöruhlaðborð verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi á þessu ári. Fréttablað með upplýsingum um viðburði á vegum Húsfreyjanna 2014 verður dreift með vorinu.

Aðalfundur matvæladeildar Stéttarfélagsins Samstöðu verður haldinn að Klapparstíg 4 Hvammstanga 22. apríl 2014 kl. 18.00 Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin

Aðalfundur deildar starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum í Stéttarfélaginu Samstöðu, verður haldinn í sal Samstöðu, Þverbraut 1, Blönduósi, mánudaginn 28. apríl nk. kl. 17:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

Aðalsafnaðarfundur Melstaðarsóknar Aðalsafnaðarfundur Melstaðarsóknar verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl í safnaðarheimilinu á Melstað kl 20:30 Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf Sóknarnefnd


Melstaðarprestakall Helgihald um hátíðarnar Skírdagur: Ferming í Melstaðarkirkju kl. 11. Fermd verða : Bjarni Ole Apel Ingason, Svertingsstöðum, Hanna Bára Apel Ingadóttir, Svertingsstöðum, Karítas Aradóttir, Bergsstöðum. Skírdagur kl. 16.30: Messa á sjúkrahúsinu. Altarisganga. Föstudagurinn langi kl. 20.30: Föstuvaka í Víðidalstungukirkju. Páskadagur kl. 11: Hátíðamessa66 Melstað. Presthjónin bjóða upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Páskadagur kl. 14: Hátíðamessa Prestbakka. Samvera í safnaðarheimili á eftir. Annan páskadag kl. 11: Ferming í Staðarbakkakirkju. Fermd verður: Inga Þorey Þórarinsdóttir, Staðarbakka. Annan páskadag kl. 14: Ferming Staðarkirkju. Fermdur verður: Gunnar Þorgeir Guðnason, Melum.

Óskum ykkur gleðilegra páska! Það væri gaman að sjá ykkur! Guðni Þór og starfsfólk kirknanna


Íþróttamiðstöðin Hvammstanga Opnunartími um páskana Skírdagur ......................................................opið kl. 10 - 14 Föstudagurinn langi .....................................opið kl. 10 - 14 Laugardagur .................................................opið kl. 10 - 14 Páskadagur ............................................................. LOKAÐ Annar í páskum .............................................opið kl. 10 - 14 Sumardagurinn fyrsti ....................................opið kl. 10 - 14

Gleðilega páskahátíð Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar

Kæru Húnvetningar Lionsklúbburinn Bjarmi gengur í hús á miðvikudag og fimmtudag í dymbilviku og býður páskaliljur til kaups til styrktar líknar- og menningarstarfi í héraðinu. Heim að sækja lýð og land lionsmenn í Bjarma hér kíkja við með bros í bland blómaskrúð að færa þér. Lionsklúbburinn Bjarmi


Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra Sveitarstjórn Húnaþings samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl sl. að auglýsa eftir umsóknum um úthlutun styrkja úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Markmið Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu. Áherslur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra lúta að verkefnum sem stuðlað geta að auknum umsvifum, betri afkomu og rekstri fyrirtækja og þróun og nýsköpun í atvinnulífi í Húnaþingi vestra. Styrkir sem veittir eru úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra eru fyrst og fremst verkefnaog framkvæmdastyrkir, ekki rekstrarstyrkir eða styrkir til að mæta opinberum gjöldum eða greiða skuldir. Væntanlegum umsækjendum og öðrum áhugasömum er bent á að úthlutunarreglur, umsóknareyðublað og fleiri gögn er varða Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hunathing.is Nánari upplýsingar veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í síma 455-2400 eða á netfanginu skuli@hunathing.is Umsóknir skulu berast til sveitarstjóra Húnaþings vestra á sérstöku umsóknareyðublaði eigi síðar en 30. apríl nk. Hvammstangi 14. apríl 2014 Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.


SVEITARSTJÓRNARFUNDUR 235. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn miðvikudaginn 16. apríl 2014 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhúss. Upplýsingar um dagskrá fundarins er að finna á heimasíðu Húnaþings vestra, www.hunathing.is Skúli Þórðarson, sveitarstjóri

Auglýsingar verða að hafa borist fyrir kl. 21:00 á mánudagskvöldum Netfang: sjonaukinn@simnet.is

Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig með nærveru sinni, með söng, undirleik og fallegum orðum í Nestúni sl. laugardag. Þakka einnig af alhug veittan stuðning við „Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga“ Þá fær hún Jónína og hennar fólk sérstakar þakkir fyrir alla aðstoðina. Guð blessi ykkur öll. Ragnar Benediktsson, Barkarstöðum.


Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga, sem fram eiga að fara laugardaginn 31. maí 2014, er hafin hjá sýslumanninum á Blönduósi, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi. Opið er alla virka daga frá kl. 09:00 – 15:00 eða eftir nánara samkomulagi. Eftirtaldir hafa verið skipaðir hreppsstjórar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar: Húnaþing vestra: Guðrún Ragnarsdóttir, Bakkatúni 2, Hvammstanga, s-893-7700. Sveitarfélagið Skagaströnd: Lárus Ægir Guðmundsson, Einbúastíg 2, Skagaströnd, s-864-7444. Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði sem finna má á “www.kosning.is” eigi síðar, mánudaginn 26. maí 2014. Á kjördag verður opið hjá sýslumannsembættinu á Blönduósi frá kl. 16:00 – 18:00. Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins. Blönduósi, 14. apríl 2013 Bjarni Stefánsson Sýslumaður á Blönduósi.

Vortónleikar Karlakórsins Lóuþræla verða í Félagsheimilinu á Hvammstanga, síðasta vetrardag, 23. apríl 2014 og hefjast kl. 21:00 Karlakórinn Lóuþrælar


Aðalfundur Umf.Víðis Aðalfundur Umf.Víðis verður haldinn miðvikudagskvöldið 23.apríl næst komandi kl.20:30 í Víðihlíð Venjuleg aðalfundarstörf Stjórn Umf.Víðis

Flugnaeyðing Verð á ferðinni með flugnaeyðingu í byrjun maí. Minni á garðaúðun, trjáklippingar og sláttuþjónustu í sumar Björn Þorgrímsson s. 6162016

Kormákshlaup 2014 Umf. Kormákur stendur fyrir fjórum götuhlaupum nú á næstunni. Keppt verður í sex flokkum karla og kvenna. Keppt verður um þrenn verðlaun í hverjum flokki. Til að eiga möguleika á verðlaunum fyrir sæti þurfa keppendur að taka þátt ´´i þrem hlaupum af fjórum og ræður þá tími í þrem hlaupum röð keppenda. Allir þátttakendur fá viðurkenningu fyrir þátttöku.

Hlaupið fer frá Félagsheimilinu Hvammstanga Fyrsta hlaup er á sumardaginn fyrsta 24. apríl kl.11


Opnunartími um páskana Miðvikud. 16.Apríl Skýrdagur Föstudagurinn langi

09.00 - 19.00 09.00 - 19.00 09.00 - 19.00 13.00 - 18.00 Lokað

Lokað

Lokað

Lokað

Lokað

Lokað

Lokað

Lokað

Laugard. 19.Apríl 11.00 - 18.00 12.00 - 16.00

Lokað

12.00 - 16.00

Páskadagur

Lokað

Lokað

Lokað

lokað

Annar í páskum

Lokað

Lokað

Lokað

Lokað

Alla aðra daga er hefðbundinn opnunartími

Félagsnúmerið okkar í getraunum er

530 Umf. Kormákur


Minnum á Aðalfund Umf. Kormáks Verður haldinn þriðjudaginn 15. apríl næst komandi kl 19:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga, Kormáksherbergi (undir svölum að sunnan). Dagskrá fundar: Ársskýrsla. Ársreikningur Kosningar Önnur mál. Allir velkomnir! Stjórn Umf. Kormáks

Auglýsendur ATHUGIÐ! Auglýsingar verða að hafa borist fyrir kl. 21:00 mánudagskvöldum Vinsamlegast skilið auglýsingum inn fyrir tilsettan tíma. Netfang: sjonaukinn@simnet.is

Sjonaukinn16 tbl 2014  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/sjonaukinn16.tbl.2014.pdf

Advertisement