Page 1

Sjónaukinn 46. tbl.

24. árg.

2009

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

18. - 24. nóvember Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Loka spilakvöld KB 2009 19. nóv. kl. 20:30 Félagsheimilinu Ásbyrgi Kvenfélagið Iðja

Jólamarkaður - söluborð Fyrirhugað er að halda hinn árlega jólamarkað í Félagsheimilinu á Hvammstanga helgina 28.-29. nóvember 2009. Vegna góðar undirtekta er ætlunin að hafa markaðinn opinn bæði laugardag og sunnudag og hafa viðburðaríkari dagskrá en áður hefur verið. Hvetjum sem flesta til að panta sér borð, sem eins og áður eru leigð á mjög sanngjörnu verði. Pantanir og frekari upplýsingar í síma 869-6327 eða á netfangið: jolamarkadur@gmail.com fyrir 20. nóvember.

Basar ! Verður á sjúkrahúsinu á Hvammstanga föstudaginn 20. nóvember frá kl. 14 til 16. - Komið og gerið góð kaup. Iðjuhópurinn


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Atvinnurekendur og forsvarsmenn stofnana í Húnaþingi vestra. Sveitarstjórn Húnaþings vestra boðar atvinnurekendur og forsvarsmenn stofnana í sveitarfélaginu til viðræðna um stöðu atvinnumála. Fundurinn verður haldinn á Café Síróp þriðjudaginn 24. nóvember nk. kl. 20:30. Sveitarstjóri.

Frá Stéttarfélaginu Samstöðu. Stéttarfélagið Samstaða auglýsir breyttan opnunartíma skrifstofu félagsins á Hvammstanga. Frá 1. desember n.k. verður skrifstofan opin frá kl. 10:30 14:00 alla virka daga. Opið verður í hádeginu Stéttarfélagið Samstaða

Hæhæ! Lánum út kremvöru og baðvörukörfur til prufu, einnig er hægt að panta snyrtivörukynningu. Erum með vörur fyrir alla, konur og karla. Hafðu samband, nánari upplýsingar í síma 848 48 09

Sonja og Bubbi sjálfstæðir dreifingaraðilar Herbalife


Ábendingar til stjórnar USVH vegna tilnefningar til íþróttamanns USVH fyrir árið 2009 Í samræmi við 1.grein reglugerðar um íþróttamann USVH er hér með óskað eftir ábendingum frá íbúum Húnaþings vestra um íþróttafólk sem sýnt hefur góðan árangur í sinni keppnisgrein árið 2009. Ábendingarnar skulu berast stjórn USVH fyrir 1. desember næstkomandi. Hægt er að skila inn ábendingum á skrifstofu USVH að Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga, eða með tölvupósti á netfangið usvh@usvh.is Reglugerð um íþróttamann USVH 1.grein Árlega skulu aðildarfélög USVH hvert um sig tilnefna að hámarki 3 íþróttamenn til kjörs á íþróttamanni ársins. Stjórn USVH getur einnig tilnefnt allt að 6 íþróttamenn til viðbótar og skal auglýst eftir ábendingum sem skulu berast stjórn fyrir 1. des ár hvert. Greinagerð skal fylgja hverri tilnefningu. Þar skal koma fram nafn einstaklingsins og allur árangur skráður nákvæmt. Tilnefningum skal lokið fyrir 10. desember ár hvert og skulu þær kynntar aðildarfélögunum minnst viku fyrir kjör. Afhending viðurkenninga skal fara fram í síðasta lagi á héraðsþingi USVH ár hvert. 2. grein Rétt til tilnefninga eiga þeir sem urðu 16ára á árinu og eldri sem eiga lögheimili í Húnaþingi vestra eða stundar æfingar og keppnir undir merkjum USVH eða aðildarfélaga. 3. grein Til íþrótta teljast allar greinar íþrótta samkvæmt lögum ÍSÍ að meðtöldum starfsíþróttum þeim sem keppt er í á Landsmóti UMFÍ. 4. grein Íþróttamaður ársins fær í verðlaun farandgrip sem hann varðveitir í eitt ár. Farandgripurinn vinnst aldrei til eignar. Einnig fær hann áritaðan grip til eignar, til minja um heiðurinn. Að auki fær Íþróttamaður USVH verðlaunafé. 5. grein Stjórnarmenn USVH og stjórnarmenn aðildarfélaga USVH kjósa íþróttamann ársins. Hver þátttakandi kýs þrjá menn í 1. 2. og 3 sæti. Útreikningur: 1. sæti 4 stig 2. sæti 2 stig og 3 sæti 1 stig. Ef einstaklingarnir verða jafnir þá ræður fjöldi atkvæða í sæti úrslitum.


Tónlistarskóli V.-Hún. Hvammstangabraut 10, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 451 - 2456

Jólatónleikar 2009 Félagsheimilinu Hvammstanga Nemendur Elinborgar, Ólafar, og Ingibjargar, spila þriðjudaginn 8. des. kl. 17. Nemendur Mörtu og Jans spila miðvikudaginn 9. des. kl.17:00. Nemendur Daníels Geirs spila föstudaginn 11. des kl. 17:00.

Grunnskólanum á Borðeyri Nemendur á Borðeyri spila fimmtudaginn 10. des. kl. 13:00 17. des.verður síðasti kennsludagur fyrir jól. Á jólatónleikum skólans mun foreldrafélagið verða með kakóveitingar og eru foreldrar beðnir að koma með kaffibrauð með sér. 5. janúar 2010 verður fyrsti starfsdagur Tónlistarskólans eftir jól þá er foreldradagur. Kennsla hefst 6. janúar. Fertugasta starfsári skólans er að ljúka í tilefni af því voru haldnir tvennir afmælistónleikar. Söngtónleikar í janúar ásamt kórum í sýslunni og söngfólki úr Bæjarhreppi og tónleikar fyrrverandi nemenda og kennara 31. okt. s.l. Steingrímur Sigfússon fæddur á stóru Hvalsá, var frumkvöðull að stofnun Tónlistarskólans á sínum tíma. Við skólann hafa starfað sjö skólastjórar og tuttugu og einn kennari. Síðastliðið haust fækkaði nemendum skólans og þurfti því að segja öllum 100% ráðnum kennurum upp í minna starfshlutfall frá og með áramótum 2010 einnig samþykkti ég undirrituð launalækkun til ársins 2011. Í kjölfar þessarra atburða hafa Jan Michelski og Marta Marek Michalska ákveðið að starfa ekki lengur en út haustönn 2009 við Tónlistarskóla V-Hún. Er þeim hér með þakkað kærlega fyrir störf sín á undanförnum árum.

Guðmundur Hólmar kemur til starfa í janúar 2010 og mun kenna á gítar. Nýjar umsóknir um nám á vorönn þurfa að berast til skólastjóra fyrir 1. des. n.k. í síma 864-2137 eða á netfangið borg@simnet.is.

Sjo%cc%81naukinn%2046 %20tbl %202009  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2046.%20tbl.%202009.pdf