Sjo%cc%81naukinn%2016 %20tbl %202010

Page 1

Sjónaukinn 15. tbl.

25. árg.

2010

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

21. - 28. apríl Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Sumardagurinn fyrsti Dagskráin hefst kl. 14:00 með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu Hvammstanga. Dagskrá Skrúðganga Bingó Sumarkaffi í boði Sparisjó›sins. Sjá nánar í opnu Uppskeruhópur Umf. Kormákur 2011 Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Meistaranám iðnaðarmanna, almennur hluti, verður í boði á næsta skólaári, ef næg þátttaka fæst. Gert er ráð fyrir að nám fari fram síðdegis og kennt verði í gegnum fjarfundabúnað utan Skagafjarðar. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Nánari upplýsingar og skráning í síma 455-8000. Skólameistari.

Félagar í Félagi eldri borgara V-Hún. Fundur verður með félagsmálastjóra, í Nestúni, föstudaginn 23. apríl 2010, kl. 14. Rætt um málefni aldraðra. Stjórnin.

Aðalfundur Hrossaræktarfélags Þorkelshólshrepps fyrir árin 2008 og 2009 verður í Víðihlíð mánudagskvöldið 26. apríl kl 20:30. Dagskrá fundarins. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin.

Félagsmenn í Stéttarfélaginu Samstöðu Munið aðalfund Stéttarfélagsins Samstöðu þriðjudaginn 27. apríl kl. 20:00, í sal Samstöðu á Þverbraut 1 Blönduósi. Stjórn Stéttarfélagsins Samstöðu


Fermingarmessa Fermingarmessa í Hvammstangakirkju sunnudaginn 25. apríl nk. kl. 13.30. Fermd verða: Adam Elí Sveinsson, Klapparstíg 3. Eyþór Logi Ágústsson, Kirkjuvegi 12. Gunnar Hugi Guðjónsson, Garðavegi 29. Hannes Ingi Másson, Hlíðarvegi 15. Heiðrún Marý Björnsdóttir, Neðri-Þverá. Kristófer Smári Gunnarsson, Lækjargötu 3. Allir velkomnir Sóknarprestur

HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Almennur sveitarfundur. Sveitarstjórn Húnaþings vestra boðar til almenns fundar um málefni sveitarfélagsins í Félagsheimilinu Hvammstanga mánudaginn 26. apríl nk. kl. 20:30 Fundurinn er opinn öllum íbúum sveitarfélagsins. Sveitarstjóri.



Kormákshlaup 2010 Umf. Kormákur gengst fyrir fjórum götuhlaupum á næstunni. Keppt verður í sex flokkum karla og kvenna. Keppt verður um þrenn verðlaun í hverjum flokki. Til að eiga möguleika á verðlaunum fyrir sæti þurfa keppendur að taka þátt í þrem hlaupum af fjórum og ræður þá tími í þrem hlaupum röð keppenda.

Allir þátttakendur fá viðurkenningu fyrir þátttöku

Hlaupið verður frá Félagsheimilinu Hvammstanga sumardaginn fyrsta 22. apríl kl. 11:00 laugardaginn 24. apríl kl. 11:00 laugardaginn 1. maí kl. 11:00 laugardaginn 8. maí kl. 11:00 verðlaunaafhending að því loknu.

Hlaupvegalengdir Aldursflokkar Karlar Konur Fædd 2003 og síðar 300m 300m Fædd 2000 - 2002 600m 600m Fædd 1997 - 1999 800m 800m Fædd 1994 - 1996 800m 800m Fædd 1984 - 1993 800m 800m Fædd 1983 og fyrr 800m 800m Mætið tímanlega til skráningar! - Allir með ungir sem aldnir þeir sem hlaupa 800m keppa um bikar sem gefinn var af Göngufélaginu Brynjólfi til minningar um Bjarka Heiðar Haraldsson. Skal keppandi taka þátt í a.m.k. 3 hlaupum af 4, en einstakur tími ræður úrslitum samkv. stigtölfu FRÍ.

MUNIÐ að koma með gömlu númerin, Stjórn Umf. Kormáks

Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Hátíðahöld í tilefni sumardagsins fyrsta Dagskrá: Kl. 11:00 Kormákshlaup, sjá nánar í auglýsingu þar um.

Kl. 14:00 Skrúðganga frá Félagsheimilinu Hvammstanga með viðkomu við Sjúkrahúsið.


Að lokinni skrúðgöngu hefst hefðbundin dagskrá í Félagsheimilinu Hvammstanga þar sem Veturkonungur afhendir Sumardísinni veldissprotann. Nokkrar umferðir verða spilaðar af Bingó án endurgjalds í boði fyrirtækja í Húnaþingi. Í tilefni sumarkomu býður Sparisjóðurinn Hvammstanga, í samstarfi við Umf. Kormák, öllum íbúum Húnaþings vestra og Bæjarhrepps í sumarkaffi í Félagsheimilinu Hvammstanga, sumardaginn fyrsta frá því skrúðgöngu lýkur til kl. 17:00. Fjölmennum á hátíðahöldin okkar allra Góða skemmtun

Umf. Kormákur Uppskeruhópur Umf. Kormáks 2011


Lillukórinn Söngskemmtun Félagsheimilinu Hvammstanga laugardaginn 1. maí 2010 kl. 21:00. Fjölbreytt söngskrá Kórstjóri Ingibjörg Pálsdóttir Undirleikari og stjórnandi Elínborg Sigurgeirsdóttir

Kaffihlaðborð að hætti Lillukórsins Aðgangseyrir kr. 2.000 Frítt fyrir 14 ára og yngri Verið velkomin


Snyrting Verð með snyrtiþjónustu að Árbakka 3 Laugarbakka, 23. og 24. apríl kl. 10:00-22:00 báða dagana. Upplýsingar í símum 568 0009 og 865 8161. Helen Hrólfsson snyrtifræðingur

Kaupfélag Vestur Húnvetninga

LOKAÐ Sumardaginn fyrsta þann 22. apríl.

Knattspyrnubúningar Ákveðið hefur verið að gefa iðkendum kost á að kaupa knattspyrnukeppnisbúning eins og þann sem keyptur var síðast liðið sumar fyrir keppnislið okkar. Áhugasamir sendi tölvupóst þar um í netfangið kormakur@simnet.is. Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Knattspyrnuþjálfari Umf. Kormákur auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir yngri flokka (18 ára og yngri) í sumar. Starfið felst í umsjón með æfingum og að fara með liðin á mót. 12 ára og yngri hafa undan farin ár farið á mót á Blönduósi og Króksmót á Sauðárkróki. 11 - 18 ára hafa farið á Unglingalandsmót sem nú verður í Borgarnesi um Verslunarmannahelgina. 3. flokkur (15-16 ára) bæði stúlkna og drengja eru skráð til keppni á Íslandsmóti 7 manna liða, svo og 5. flokkur stráka(11-12 ára). Einnig vantar foreldra til að vera þjálfunum til halds og trausts. Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Eðvaldsson í síma 8917865 eða magnusedvalds@ismennt.is Umsóknir skal skilað fyrir 25. apríl 2010 í netfangið kormakur@simnet.is eða bréflega til Umf. Kormáks, Pósthólf 97, 530 Hvammstanga. Stjórn Umf. Kormáks Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga að fara laugardaginn 29. maí 2010 er hafin hjá sýslumanninum á Blönduósi, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi. Opið er alla virka daga frá kl. 09:00 - 15:00 eða eftir nánara samkomulagi. Eftirtaldir hafa verið skipaðir til að gegna starfi hreppsstjóra vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu: Húnaþing vestra: Helena Halldórsdóttir, Gundartúni 14, Hvammstanga, skv. samkomulagi / s-893-9328. Höfðahreppur: Lárus Ægir Guðmundsson, Einbúastíg 2, Skagaströnd, skv. samkomulagi / s-864-7444. Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 15:00, þriðjudaginn 25. maí 2010. Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins. Blönduósi, 20. apríl 2010 Bjarni Stefánsson sýslumaður

Móðir okkar

Svanborg Guðmundsdóttir er látin Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum vináttu og hlýhug við andlát og útför hennar, sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna Dvalarheimilins Hvammstanga Helga Árnadóttir Ragnar Árnason og fjölskyldur


Sumarkaffi Sparisjóðsins Sumardaginn fyrsta í Félagsheimilinu Hvammstanga Hefst að lokinni skrúðgöngu og lýkur kl. 17:00

Allir velkomnir Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.