Sjo%cc%81naukinn%2008 %20tbl %202011

Page 1

Sjónaukinn 8. tbl.

26. árg.

2011

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

23. febrúar - 1. mars Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Nettómótið 2011 Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur í samvinnu við Nettó og Reykjanesbæ standa fyrir sínu árlega körfuboltamóti í Reykjanesbæ helgina 5. og 6. mars 2011. Þetta er jafnframt 21. mót félaganna. Sjá nánar á heimasíðu Umf. Kormáks. Mótið er fyrir drengi og stúlkur í minnibolta fædd árið 1999 og síðar. Leikið verður á 13 völlum, 2 x 12 mínútur hver leikur. Mótsgjald: Gjald fyrir hvern þátttakanda er kr. 5.000.

Skráning: Umf. Kormákur ætlar að senda lið á þetta frábæra mót. Skráning er hjá Oddi Sigurðarsyni í síma 898 24 13 og kormakur@simnet.is.

Athugið að síðasti skráningardagur er 23. febrúar, kl. 23:59. Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Verkefnastjórnun í skapandi greinum námskeið Lumar þú á góðri hugmynd eða verkefni sem þú vilt vinna að? Námskeið um uppbyggingu verkefna og fyrirtækja í skapandi greinum á Norðurlandi vestra. Þátttakendur sækja námskeiðið á grundvelli verkefnis sem þeir vilja vinna að og er gert ráð fyrir virkri þátttöku þeirra á námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Ása Richardsdóttir, B.A. í alþjóðasamskiptum og með diplóma í menningarstjórnun.

Inntak: Fjallað verður um hugmyndavinnu og skipulagningu verkefna, fjármögnun, markaðssetningu, alþjóðlega tengslamyndun og samstarf. Námsefni er fléttað saman við verkefni þátttakenda og þau þróuð í samstarfi námskeiðshópsins og leiðbeinanda.

Staður og tími: Sauðárkrókur, fimmtudagur 31. mars kl. 14 - 18, föstudagur 1. apríl, kl. 10 - 16, laugardagur 2. apríl, kl. 10 - 14. Námskeiðið er 20 kennslustundir.

Verð: 15:000 kr Upplýsingar í síma 455-6010 www.farskolinn.is. Skráningar Rannveig@farskolinn.is

og á heimasíðu Farskólans: skal senda á netfangið

Umsóknarfrestur er til 3. mars Til athugunar: Við skráningu þurfa þátttakendur að senda neðangreindar upplýsingar: Nafn, netfang, síma, stofnun/fyrirtæki/félag og svara eftirfarandi spurningum. 1. Hvert er verkefnið þitt og á hvaða sviði skapandi greina er það? (hámark 50 orð) 2. Verði verkefnið að veruleika, hver verður lokaútkoma þess? (hámark 70 orð)


Fyrirhugað er að halda alþjóðadag í marsmánuði á vegum RKÍ Hvammstangadeildar. Markmiðið er að kynnast menningu erlendra íbúa Húnaþings vestra, t.d. matargerð, tónlist, munum, ljósmyndum, kvikmyndum, handverki, leikjum, sögum, dans, fatnaði og hvað sem fólki dettur í hug. Til þess að þessi dagur heppnist sem best er mikilvægt að sem flestir sjái sér fært að taka þátt. Efniskostnaður við matargerð verður kostaður af RKÍ Hvammstangadeild. Við hvetjum alla erlenda íbúa svæðisins til þess að setja sig í samband við okkur í tölvupósti á hvammstangadeild@gmail.com fyrir 1. mars. Undirbúningsnefndin, Rakel og Sæunn

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er árlega haldinn fyrsta föstudag í mars og bjóðum við því öllum sem áhuga hafa í Melstaðarkirkju föstudaginn 4. mars 2011 kl. 20.30. Efnið, sem samanstendur af bænum, upplýsingum um landið, tónlist og myndum, kemur að þessu sinni frá Chile í Suður-Ameríku. Undirbúningsfundur verður haldinn fimmtudaginn, 24. febrúar 2011, kl. 20.30 í safnaðarheimili á Melstað. Einnig má hafa samband við Henrike Wappler, s. 8923977, ef tíminn hentar ekki.


Á döfinni Tími kl. 20:30 kl. 13:00 kl. 22:00 kl. 14:00 kl. 15:00

kl. 19:30 kl. 20:30 kl. 20:00 kl. 20:00

Hvað - Hvað

tbl.

24. febrúar Undirb.f. fyrir Alþj. Bænadag kvenna Melstað 26. febrúar Fræðslufundur Hlíðarbæ Eyjafirði Reimum dansskóna - Vertinn 27. febrúar Sögufélagið Húnvetningur - Gauksmýri Félagsvist í Víðihlíð 28. febrúar Heyrnartækjaþjónusta Hvammstanga 1. mars Blak í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga 4. mars Alþjóðlegur bænadagur kvenna Melstaðarkirkju 7. mars Reiðtímar Þytsheimum Ísólfur Líndal 14. mars Reiðtímar Þytsheimum Ísólfur Líndal 9. apríl Söngvarakeppni Húnaþings vestra

Sjónaukinn fyrir þig og þína til styrktar íþróttastarfi ungmenna

8 8 8 8 8 7 8 8 7 7 3


BLAK-BLAK-BLAK Kæru Húnvetningar Nú er komið að því að við spilum blak! Blakæfingar hefjast þriðjudaginn 1. mars kl. 19:30 - 20:30 Allir velkomnir, konur og karlar, ungir sem aldnir, vanir og óvanir.

Hlökkum til að sjá ykkur Vigdís og Elsa Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Jæja þá byrjar ballið! Reimið á ykkur dansskóna næsta laugardag hjá okkur verða 2 good, ekta pöppadúett úr bænum Miðaverð aðeins kr. 500, ath. ekki posi við dyrnar. 2 fyrir 1 lítill milli kl. 22 og miðnættis.

Nýtt tilboð 12“ pizza með 2 álegg, lítill franskar og 2 ltr. Sprite Aðeins kr. 1.590

Njótið vel


Sjónaukinn á internetinu slóðin er: www..simnet.is/umf.kormakur Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Þjónusta í boði Hvað

Þjónustuaðili

Námskeið Páskaslátrun 5. apríl Nýtt Pizzatilboð Alþjóðadagur Til sölu Aukin Ökuréttindi Starfsmann vantar Sumarvinna Nudd Tilbo› og opnutími Gifsplötur til sölu Jarðstraumskönnun

Farskólinn - Verkstjórn í sk. greinum Sláturhús KVH Vertinn Hvammstangadeild RKÍ Fífusund 7 Hvammstanga Ökuskóli Norðurlands vestra Vertinn Ferðir ehf. Brekkulæk Víðigerði - Árborg Vertinn Hvammstanga Sigurður vinnumaður Bryndís Pétursdóttir

tbl.

Sjónaukinn í þína þágu, til styrktar íþróttastarfi ungmenna

8 8 8 8 7 7 7 7 6 6 6 6


Sögufélagið Húnvetningur efnir til fundar á Gauksmýri á sunnudaginn 27. febrúar kl. 15:30. - Fyrirlesari er Bragi Guðmundsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Aðalfundur félagsins er kl. 14 og kaffi verður framreitt kl. 15. Allir velkomnir. - Vefsíða: http://sogufelag.blogcentral.is/

Félagsvist! Spiluð verður félagsvist í Víðihlíð sunnudaginn 27. febrúar kl. 15:00 Alltaf jafn gaman að hittast og spila. Kvenfélagið Freyja

Fræðslufundur um landbúnað og aðalfundur FUBN Fræðslufundur um landbúnaðarmál verður haldinn í Hlíðarbæ í Eyjafirði 26. febrúar næst komandi kl. 13:00. Sérfræðingar úr ýmsum geirum landbúnaðarins halda fyrirlestra um sín fagsvið og opið verður fyrir umræður eftir hvern fyrirlestur. Hvetjum alla sem hafa áhuga á landbúnaði, unga sem aldna, bændur sem og aðra, til að mæta og hlýða á fróðleg erindi. Aðalfundur félags ungra bænda á Norðurlandi verður haldinn í Hlíðarbæ í Eyjafirði 26. febrúar næstkomandi kl 16:00 strax að loknum fræðslufundinum. Nýir félagar velkomnir. Stjórn F.U.B.N


Páskaslátrun! Sauðfjárslátrun verður þriðjudaginn 5. apríl Vekjum athygli á 10% verðhækkun fyrir lömb og veturgamalt og 100% fyrir fullorðið. Verðhækkun miðast við verð frá viku 39 haustið 2010.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband á skrifstofu í síma 455-2330 eða Steinbjörn í síma 893-5070. Einnig er hægt að senda í vefpósti á magnus@skvh.is.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.