Glugginn 1.tlb. 2019

Page 1

Fréttabréf Íbúðalánasjóðs 1.tbl. 2019

Glugginn

Glugginn

Stofnframlög, húsnæðisbætur, Bríet og fræðslufundir ÍLS

Fréttabréf til sveitarfélaga

Breytt hlutverk Íbúðalánasjóðs Á undanförnum árum og misserum hefur hlutverk Íbúðalánasjóðs verið að breytast þar sem stofnunin ber nú ábyrgð á framkvæmd húsnæðismála, í stað þess að vera fyrst og fremst lánasjóður. Í janúar síðastliðnum var starfsemi sjóðsins skipt í tvo starfsþætti. Annars vegar í húsnæðisstofnun sem ber ábyrgð á stjórn og framkvæmd húsnæðismála og hins vegar í ÍLS sjóð sem mun halda utan um fjármálaumsýslu sem tengist fyrri starfsemi sjóðsins sem lánastofnun. Undir húsnæðisstofnun munu starfa þrjú svið þ.e. húsnæðissvið, greininga- og áætlunarsvið og húsnæðisbótasvið.

Húsnæðissvið mun hafa umsjón með húsnæðisstuðningi hins opinbera s.s. úthlutun stofnframlaga, lána til einstaklinga og veitingu lána til óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þá mun sviðið veita almenningi fræðslu og ráðgjöf um húsnæðismál. Greininga- og áætlanasvið mun bera ábyrgð á húsnæðisáætlunum, samstarfi við sveitarfélög, uppbyggingu húsnæðisgrunns og birtingu upplýsinga um húsnæðismál. Sviðið mun annast rannsóknir og greiningu gagna sem marka grunn að stefnumörkun á húsnæðismarkaði á landinu. Húsnæðisbótasvið mun


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.