Þekktu merkin

Page 1

Þekktu merkin!

Le iðar Leiðarvísir um orkumerkingar fyrir seljendur

Efnisyfirlit

01 Orkumerkimiðinn 02 Skyldur 03 Vörur 04 Að skilja merkingar

4 8 10 12

Þvottavélar 14

Sambyggðar þvottavélar og þurrkarar 15

Þurrkarar 16

Bakarofnar til heimilisnota 17

Gufugleypar 18

Uppþvottavélar 19

Kælitæki 20

Sjónvörp og rafrænir skjáir 21

Rýmishitarar (ofnar) 22

Ljósgjafar 23

05 Hvernig sýna skal merkingar 24

Orkumerkingar orkutengdra vara

Evrópusambandið innleiddi reglur um orkumerkingar á tíunda áratug síðustu aldar. Orkumerkingarnar hjálpa neytendum að taka upplýstar ákvarðanir út frá orkunýtni, orkunotkun og afköstum vöru í dæmigerðri notkun. Með því að velja orkunýtnar vörur stuðla neytendur að minni losun skaðlegra gróðurhúsalofttegunda.

3

Orkumerkimiðinn

Í upphafi náðu orkumerkingar yfir takmarkaðan fjölda heimilistækja. Slíkar merkingar hafa færst verulega í vöxt og orkumerkingar ná nú yfir breitt úrval af vörum (sjá lista yfir vörur á bls. 10 í þessum leiðarvísi).

Orkumerkingar hafa leitt til verulega betri orkunýtni vara sem falla undir reglugerðir um orkumerkingar orkutengdra vara.

Orkumerkingin og vöruupplýsingablaðið:

• Styðja við sölu á orkunýtnum vörum.

• Auka traust neytenda á söluaðilum og verslun.

• Hjálpa neytendum að gera upplýst kaup.

• Veita upplýsingar um orkunotkun vörunnar og hvernig það leiðir til lægri rafmagnskostnaðar.

• Eru lagaleg krafa, fylgt eftir af markaðseftirlits stjórnvöldum.

4 01
5 1990 100% 30% 2010 Orkunotkun Vissir þú að nú nota ísskápar og frystar þriðjungi minni orku en á tíunda áratugnum sem að hluta til má rekja til tækninýjunga vegna orkumerkinga?
6 á orkumerkingum? byggir vörukaup sín 85% neytenda Vissir þú að:

Kostir orkumerkinga Hlutverk HMS

Orkumerkingar hjálpa neytendum að taka upplýstar ákvarðanir:

Orkumerkingar sýna hlutlausar og sambærilegar upplýsingar um orkunotkun, umhverfisþætti og afköst.

Kröfur um visthönnun orkutengdra vara og orkumerkingar byggjast á samræmdri löggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu sem innleidd var hér á landi með lögum nr. 42/2009 um visthönnun vöru sem tengist orkunotkun og lögum nr. 72/1994 um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun og reglugerðum sem byggja á þessum lögum.

Orkumerkingar hjálpa neytendum að velja vörur sem nota minni orku og aðrar auðlindir sem leiðir til minni kostnaðar við notkun.

Tilgangur laga um orkumerkingar er að stuðla að því að orka sé notuð með skynsamlegum og hagkvæmum hætti með því að tryggja að neytendur hafi greiðan aðgang að samræmdum upplýsingum um orkunotkun, svo og áhrif á umhverfi auk annars er varðar rekstur þeirra. Lög um orkumerkingar vara skulu tryggja samræmi í merkingum og stöðluðum upplýsingum um vörur sem tengjast orkunotkun innan Evrópska efnahagssvæðisins og frjálst flæði á slíkum vörum á sameiginlegum innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

ney tendur

7
Þekking seljenda bætir þjónustu við neytendur

Löggjöfin

Skyldur framleiðenda og seljenda

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1369 leggur skyldur á framleiðendur og seljendur. Hún er studd af reglugerðum fyrir hverja vöru sem tilgreina þær upplýsingar sem eiga að koma fram á orkumerkimiðanum. Hún kemur í stað tilskipunar 2010/30/ESB.

Framleiðendur verða að útvega seljanda:

• Nákvæma, prentaða miða og vöruupplýsingablöð fyrir hverja vöru.

• Prentaða miða innan fimm virka daga sé þess óskað.

• Framleiðandi útvegar vöruupplýsingablað á prenti eða rafrænu formi fyrir viðeigandi vöru sem inniheldur oftast tæknilegar upplýsingar um vöruna. Þessar upplýsingar eru yfirleitt í upplýsingahefti vörunnar eða á heimasíðu framleiðanda.

Vöruupplýsingablað inniheldur tæknilegar upplýsingar. Það inniheldur einnig aðrar upplýsingar varðandi vöru eins og orkunýtingu. Framleiðanda er skylt að setja þessar upplýsingar í EPREL-vörugagnagrunninn og setja vöruupplýsingablaðið á heimasíðu sína.

8 02

Seljendur verða að:

• Sjá til þess að hver tegund sem sýnd er á sölustað beri merkimiða utan á framhlið vörunnar eða ofan á henni þannig að hann sjáist greinilega.

• Útvega prentað, eða sýnt vöruupplýsingablað vöru sé þess óskað.

• Krefjast merkimiða eða vöruupplýsingablaðs frá birgja ef þau vantar eða þau eru röng.

• Starfa með markaðseftirlitsstjórnvöldum og bæta úr athugasemdum vegna vara sem standast ekki kröfur.

Mikilvægar breytingar boðaðar með reglugerðinni um orkumerkingar

Frá og með janúar 2019 var framleiðendum skylt að skrá tæknilegar upplýsingar allra tækja sem þeir selja, þar á meðal orkumerkimiðann og vöruupplýsingablaðið, í EPREL-vörugagnagrunninn. Þessi gagnagrunnur varð svo aðgengilegur almenningi. Þann 1. mars 2021 kom samræmdur orkumerkimiði með kvarðanum A til G. Byrjað var á uppþvottavélum, kælitækjum, þvottavélum, sambyggðum þvottavélum og þurrkurum, sjónvörpum, rafrænum skjáum og ljósgjöfum. Von er á fleiri vöruflokkum með nýja kvarðanum.

9

Hvaða vörur ber að orkumerkja?

Orkumerkimiðinn nær til flokks vara sem eru notaðar eða keyptar til heimilisnota. Þessi leiðarvísir fjallar um vörur sem seljandi selur beint til neytenda.

1

Skylt er að orkumerkja eftirtaldar vörur: 1. Þvottavélar og sambyggðar þvottavélar og þurrkara 2. Þurrkara 3. Sjónvörp og rafræna skjái

6. Bakarofna til heimilisnota

til heimilisnota

10 03
3
4. Kælitæki 5. Gufugleypa
2
7. Uppþvottavélar
8. Ljósgjafa 9. Rýmishitara

Vörur sem lúta reglugerð Evrópusambandsins um orkumerkingar en er ekki fjallað um í þessum leiðarvísi:

• Katlar fyrir eldsneyti í föstu formi

• Kæli- eða frystiskápar sem notaðir eru í atvinnuskyni

• Kælitæki sem notuð eru við beina sölu

• Loftræstieiningar

• Loftræstisamstæður og viftur

• Varmadælur

• Vatnshitarar og geymslutankar

11
4 5
6 7 9 8

Orkumerkingar útskýrðar

Orkumerkimiðar eru fjölmargir og hver og einn hefur að geyma sérstakar upplýsingar fyrir hvern vöruflokk.

Hér á eftir fara útskýringar á orkumerkimiðum fyrir hvern vöruflokk fjallað er um í þessum leiðarvísi.

• Það eru tvær tegundir af orkumerkimiðum:

• „Eldri“ orkumerkimiði með bláa jaðarrönd sem hefur orkunýtniflokk A+ og hærra

• Orkumerkimiði með kvarðanum A til G sem hefur enga jaðarrönd

Allar orkumerkingar innihalda eftirfarandi upplýsingar:

• Nafn eða vörumerki birgis

• Tegundarauðkenni birgis

• Orkunýtniflokk

Á sumum merkimiðum, en ekki öllum, er getið um árlega orkunotkun. Þar er tekið fram hversu margar kílóvattstundir varan notar á ári, á klukkustund eða í hverri lotu út frá tilgreindum forsendum. Til að áætla kostnað þarf að margfalda fjölda kílóvattstunda með einingarverði raforku.

12 04
15 kg A ++ + A ++ A A B C D + 2010/1061 dB dB A + Brand name ABC 12345 212 7,0 58 77 ABCDEFG 10600 Orkunotkun í kílóvattstundum á ári. Til að reikna út rafmagnskostnað vörunnar á ársgrundvelli þarf að margfalda þá tölu með einingarverði raforku. Orkunýtniflokkur Tegundarauðkenni birgis Nafn eða vörumerki birgis

Þvottavélar

Miðinn á að sjást greinilega utan á framhlið eða ofan á vörunni.

Nafnafköst í kílóum fyrir eco-kerfið.

Lengd eco-kerfisins við nafnafköst í klst:mín. Þeytivinduafkastaflokkur.

Vegin vatnsnotkun á hverja þvottalotu í lítrum.

Hávaðamengun sem berst í lofti á þeytivindustigi, gefin upp sem dB(A).

14
Að skilja merkingar kg A ++ + A++ A A B C D + dB A + Brand name ABC 12345 212 7,0 58 ABCDEFG 10600 A B C D E F G Brand Name ABC 12345 2019/2014 B 48 kWh 49 L 3:43 BA CD XY dB 100 8,5 kg ABCDEFG 49 L ABCDEFG BA CD 3:43 8,5 kg

Miðinn á að sjást greinilega utan á framhlið eða ofan á vörunni.

Nafnafköst fyrir heila lotu (vinstra megin) og þvottalotu (hægra megin).

Lengd lotu við nafnafköst fyrir heila lotu (vinstra megin) og þvottalotu (hægra megin).

Vatnsnotkun á hverja þvottalotu í lítrum. Þeytivinduafkastaflokkur. Hávaðamengun sem berst í lofti á þeytivindustigi eco-kerfisins og gildi í dB(A).

15
Að skilja merkingar A B C D E F G A B C D E F G C D ABCDEFG 2019/2014 Insert here product QR code Brand Name ABC 12345 7 kg 80 L 6:30 5 kg 45 L 3:28 A B CD XY dB 326 kWh 69 kWh 100 100 7 kg 5 kg 80 L 45 L 6:30 3:28 ABCDEFG ABCD XY dB
Sambyggðar þvottavélar og þurrkarar

Að skilja merkingar

Þurrkarar

Miðinn á að sjást greinilega utan á framhlið eða ofan á vörunni.

Langflestir þurrkarar ganga fyrir rafmagni en einnig eru framleiddir þurrkarar sem ganga fyrir gasi. Tímalengd lotu miðað við staðlað bómullarkerfi og fulla hleðslu.

Nafnafköst gefin upp í kg miðað við staðlað bómullarkerfi og fulla hleðslu.

Hávaðamengun í dB.

Þéttingarafkastaflokkur.

16
ENERGIA · · ENERGIJA · ENERGY · ENERGIE ENERGI 20../. kWh/annum dB kg kg min/cycle* kel ohjelma ciklus ciklas · cikls yclus · cykl · ciclu program · torkomgång * A ++ + A++ A A B C D + 392/2012 B Zanussi ZDC8203W 560 1388 ,0 64 ABCDEFG
kg
dB 64 ABCDEFG
min/cycle* 138
kg 8,0

Að skilja merkingar

Bakarofnar til heimilisnota

Miðinn á að sjást greinilega utan á framhlið, ofan á vörunni eða í nálægð við hana þannig að það sé auðgreinanlegt og vel sjáanlegt að þetta sé merkimiðinn sem tilheyrir viðkomandi tegund án þess að þurfa að lesa tegundarheiti og tegundarnúmer á merkimiðanum. Einnig þarf að vera merkimiði fyrir hvert hólf. Á markaði kunna að vera eldri tegundir sem bera eldri útgáfur merkimiðans.

Nýtanlegt rúmmál hólfs í lítrum.

L 66 kWh/cycle*

kWh/cycle* 0.00

Orkunotkun á hverja lotu í kWh fyrir hefðbundna hitunarvirkni og (ef hún er fyrir hendi) blásturshitun hólfs miðað við staðlað magn.

17
A +++ A ++ A + L 65/2014 kWh/cycle* kWh/cycle* ogr el A Brand name ABC 12345 0.00 0.88 66
Gefur til kynna að um gasofn sé að ræða. 0.88
L 66

Gufugleypar

Miðinn á að sjást greinilega framan á, ofan á eða í nálægð við tækið þannig að það sé auðgreinanlegt og vel sjáanlegt að þetta sé merkimiðinn sem tilheyrir viðkomandi tegund án þess að þurfa að lesa tegundarheiti og tegundarnúmer á merkimiðanum.

Athugið: Reglur um orkumerkingar gufugleypa tóku gildi frá og með janúar 2015. Ekki er skylt að orkumerkja gufugleypa sem framleiddir voru fyrir þann tíma. Slíkar vörur má selja án orkumerkinga. Hins vegar er skylt að orkumerkja vörur sem komu í verslun eftir þann tíma, óháð því hvenær varan var framleidd. Leiki vafi á þessu ætti alltaf að athuga hvenær framleiðandi afhenti vöruna.

Orkunýtniflokkur vökvastreymis.

Afkastaflokkur fitusíunar.

Nýtniflokkur lýsingar.

Hávaðamengun í dB.

18
Að skilja merkingar 65/2014 kWh/annum dB A Brand nameA BC 12345 59 63 ABCDEFG ABCDEFG ABCDEFG ABCDEFG ABCDEFG ABCDEFG dB63

Miðinn á að sjást greinilega utan á framhlið eða ofan á vörunni.

19
Uppþvottavélar Að
A B C D E F G Brand Name ABC 12345 2019/2017 B 167 kWh 6,7 L 13 x 6:30 A BC D 38 dB 100 6,7 L ABCDEFG 6,7 13 X XY dB
skilja merkingar

Miðinn á að sjást greinilega utan á framhlið eða ofan á vörunni.

20
A B C D E F G Insert here product QR code SUPPLIER’S NAME MODEL IDENTIFIER 2019/2016 208 L 372 L ABC D 41 dB 265 kWh/annum B 208 L 372 L XY dB ABC D
Kælitæki
skilja merkingar

Að skilja merkingar

Sjónvörp og rafrænir skjáir

Miðinn á að sjást greinilega á framhlið tækisins, ofan á því eða þannig að hann sjáist greinilega og sé án alls vafa tengdur tiltekinni tegund. Að því tilskildu að kveikt sé á skjánum þegar hann er til sýnis fyrir viðskiptavini í tengslum við sölu, er heimilt að rafræni merkimiðinn sem er til sýnis á skjánum, komi í stað prentaða merkimiðans. Þegar tegund skjás er til sýnis á sölustað, án nokkurrar einingar til sýnis fyrir utan kassann, þá á á merkimiðinn, sem er prentaður á kassann eða er festur við hann, að vera sýnilegur.

Orkunotkun, þegar kveikt er á búnaði, í kílóvattsstundum á 1000 klukkustundum, við sýningu efnis í HDR.

Hornalína sýnilegs skjás í cm og tommum og lárétt og lóðrétt upplausn myndeinda.

21
Insert here product QR code SUPPLIER’S NAME MODEL IDENTIFIER 2019/2013 155 kWh/1000h A B CDEF G 175 kWh /1000h 3840px 2160 px 65cm A B C D E F G B

Rýmishitarar (ofnar)

Miðinn á að sjást greinilega utan á framhlið eða ofan á vörunni.

Athugið: Reglur um orkumerkingar rýmishitara tóku gildi frá og með janúar 2018. Ekki er skylt að orkumerkja rýmishitara sem framleiðandi afhenti fyrir þann tíma. Slíka vörur má selja án orkumerkinga. Leiki vafi á þessu ætti alltaf að athuga hvenær framleiðandi afhenti vöruna.

kW 2,8

Bein varmaafköst í kW.

kW 5,8

Óbein varmaafköst fyrir staðbundna rýmishitara með varmaflutningi yfir í vökva í kW.

22
A+ A B C D E F G 2015/1186
kW ENERGIA · · ENERGIJA · ENERGY ENERGIE A ++ A + A + Brand name ABC 12345
Að skilja merkingar
kW
2,8 5,8

Að skilja merkingar

Ljósgjafar

Allir ljósgjafar, sem eru ekki í umlykjandi vöru, beri á sölustað merkimiða, þannig að merkimiðinn eða orkuflokkurinn sjáist greinilega. Merkingar mega vera í lit og svarthvítar.

23
5 kWh/1000h Vegin orkunotkun í kílóvattstundum á 1.000 klst. Brand Name ABC 12345 A B C D E F G kWh/1000h 2019/2015 B 5 Insert here product QR code Brand Name ABC 12345 A B C D E F G 2019/2015 B kWh/1000h 5 Insert here product QR code

Hvernig sýna skal merkingar

Þessi hluti leiðarvísisins lýsir því hvar orkumerkingar eiga að vera staðsettar á öllum vöruflokkum til að fylgja viðkomandi reglugerð og hverju litið er eftir þegar skoðað er hvort vara standist kröfur við markaðseftirlit.

Algengustu mistök seljenda eru að sýna ekki merkimiða sem framleiðandi lætur í té. Ef framleiðandinn hefur ekki gert það skal biðja hann samstundis. Framleiðanda ber að afhenda hann innan fimm virkra daga.

Hvort sem það er gert í gegnum þjálfun, sérstaka verkferla eða „vana“ ætti að vera mögulegt að ná góðum árangri í að hafa réttar og rétt staðsettar orkumerkingar í öllum vöruflokkum.

Þegar vara er komin í verslun, hvort sem hún er í umbúðum eða ekki, þar sem neytandi getur keypt vöruna er litið svo á að hún sé komin á sölustað og ætti þá að vera merkt.

24 05
Merkimiða vantar

Röng framsetning merkimiðans

50

Merkimiði er óskýr

Handskrifaður merkimiði

Rangt útlit merkimiða

Rifinn eða skemmdur merkimiði

Röng staðsetning merkimiða

Nýi og gamli merkimiði báðir á tækinu

25

Undantekningar frá reglunni

Vörur notaðar til sýnis

Ef tiltekin gerð vöru er eingöngu notuð til útstillingar þarf hún ekki að vera orkumerkt. Sé þessi gerð hins vegar til sölu á viðkomandi sölustað þarf hún að vera orkumerkt.

Vörur í umbúðum

Seljendur sýna oft vörur í umbúðum eins og „Black Friday“. Þegar vara í umbúðum er sýnd án greinilegrar orkumerkingar verður seljandi að sjá til þess að umbúðalaust eintak af sömu vöru með orkumerkingu sé einnig til sýnis.

26

Hvað skal gera ef merki miði er ekki útvegaður

Í þeim tilfellum þar sem framleiðandinn útvegar ekki viðeigandi orkumerkimiða innan fimm virkra daga er hægt að búa til orkumerkimiða með því að nota European Commission´s EU Energy Label Generator. Þar geta allir búið til viðeigandi orkumerkimiða vöru í samræmi við reglugerðir um orkumerkingar.

Til að búa til réttar orkumerkingar þarf viðeigandi upplýsingar frá vöruupplýsingablaði birgis eða frá heimasíðu hans.

Fyrir bakarofns til heimilisnota þarf til dæmis:

• Nafn eða vörumerki birgis

• Tegundarauðkenni birgis

• Orkunýtniflokk

• Nýtanlegt rúmmál hólfs í lítrum

• Orkunotkun á hverja lotu gefin upp í kWh/lotu (hefðbundin)

• Orkunotkun á hverja lotu gefin upp í kWh/lotu (blásturshitun)

• Hér má nálgast European Commission´s EU Energy Label Generator: https://ec.europa.eu/energy/eepf-labels_en?redir=1

27

Hér má nálgast European Commission´s

EU Energy Label Generator:

https://ec .europ a.eu/energy/en/eepf-labe ls

https://ec.europa.eu/energy/eepf-labels_en?redir=1

Athugið: Nýju orkumerkimiðarnir eru búnir til í EPREL-vörugagnagrunninum, þar á meðal QR-kóðar.

440 6400

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.