Finndu okkur á
Fimmtudagur 1. júní 2017 | 21. tbl. 15. árg.
Upplag 10.500 eintök.
Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði
Fólkið í Firði tekur vel á móti þér! Verið velkomin í verslunarmiðstöðina Fjörð – í hjarta Hafnarfjarðar Mottó Fjarðar er að veita sem persónulegasta og þægilegasta þjón ustu, segir Guðmundur Bjarni Harðars son framkvæmdastjóri verslunarmið stöðvarinnar Fjarðar en starfsfólk verslunarmiðstöðvarinnar stillti sér upp í rúllustiganum til myndatöku fyrir Fjarðarfréttir.
Yfir 50 fyrirtæki eru í Firði og þar af um 30 á verslunarhæðunum tveimur. Það er oftar en ekki eigandinn sjálfur sem stendur bak við búðarborðið og veitir bestu þjónustu. Vörurnar eru sérvaldar og fást oftast nær á góðu verði samanborið við aðrar verslunar mið stöðvar.
Gott aðgengi er fyrir alla í Firði, næg bílastæði og bílakjallari og engir stöðumælar. Í Firði má finna fjölbreytt úrval verslana og þjónustufyrirtækja, banka, matsölustaði, póstþjónustu, rakara stofur, snyrtistofu, apótek, matvöru
verslun, gleraugnaverslun, bakarí, kaffihús og finna má gott úrval af fatnaði, skóm, skartgripum, leik föng um, gjafavörum og fleiru. Og svo er hægt að láta þvo og bóna bílinn í bíla kjallaranum.
Lifandi laugardagur
www.fjordur.is – ný heimasíða!
Fylgstu með Firði á Facebook
Ljósm.: Guðni Gíslason
Sirkus Íslands kemur í heimsókn á laugardagnn og verður með andlits málun kl. 13-15. Einnig verður boðið upp á „bubblebolta“ kl. 14-15. Götumarkaður verður í Firði og Þórður mætir með nikkuna. Lifandi og spennadi tilboð í verslunum.