Fjarðarfréttir 4. maí 2023 - 5. tbl., 21. árg.

Page 1

www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. maí 2023 | 5. tbl. 21. árg. Upplag 10.000 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili í Hafnarfirði Finndu okkur á NÆSTA BLAÐ fimmtudaginn 18. maí Skilafrestur auglýsinga er 12. maí Sérblað um framboð af íþróttaog æskulýðsstarfi BÆJARHRAUN 10 – HAFNARFIRÐI FASTEIGNASALA SÍÐAN 1983 HRAUNHAMAR.IS SÍMI: 520-7500 SJÁ NÁNAR Á BLS 2 VIGGA & SJO F Ö S T U D A G I N N 5 . M A Í 1 8 : 0 0 - 2 1 : 0 0 VÖRUKYNNINGAR, HAPPDRÆTTI & TILBOÐ Í VERSLUNUM! BJARNI ARA ELVIS PRESLEY Hafnfirsk æska AUGLÝSINGAR sími 896 4613 gudni@fjardarfrettir.is Blaðaauglýsingar Vefauglýsingar

DISKÓTEKIÐ DÍSA

VÖRUKYNNINGAR

VIGGA & SJONNI

PLIÉ LISTDANSSKÓLI

ELVIS PRESLEY

LIÉ LISTDANSSKÓLI

ÁRTÚNSBARKINN, BJARNI ARA

ÖRU HAPPDRÆTTI

D A G S K R Á PILÉT

LISTDANSSKÓLI í beinni FYLGSTU MEÐ Á @FJORDUR

NOMA

Opnar 5. maí – Flott tilboð í gangi

Verslunin NOMA er með fjölbreytt og fallegt úrval frá Bath and Body Works & Victoria‘s Secret sem í meira en 20 ár hafa boðið upp á fjölbreytta ilmi sem framkalla bros, ferskleika og góða tilfinningu. Þú færð alltaf góð gæði og vandaðar og fallegar vörur sem gleðja þig og aðra. ertu ávallt velkomin og njóttu þess besta með okkur.

Verslunin er opin kl. 10-18 virka daga og kl. 11-16 laugardaga.

Álkerfi & Gluggar og garðhús

Vandaðir gluggar og svalalokanir

Gluggar & garðhús og Álkerfi.is eru sérhæfð í framleiðslu og smíði á gluggum, sólskálum, svalalokunum og handriðum úr vönduðum, viðhaldsfríum efnum sem standast ströngustu gæðakröfur, endingu og íslenska veðráttu. Þjónusta bæði einstaklinga sem og verktakafyrirtæki í stærri framkvæmdum við fjölbýlishús og stærri byggingar. www.solskali.is - alkerfi.is

Ólafur Eyjólfsson hjá Álkerfi og Gluggum og garðhúsum.

Svens

Sérverslun með tóbaksvörur

Verslun Svens í Firði er 10. verslun fyrirtækisins sem sérhæfir sig í sölu á tóbaksvörum.

Verslunin er á jarðhæðinni sunnan megin.

www.svens.is

Ís stofan

Ítalskur kúluís, mjúk ís og krap

Mini Mi & Reykjavík Design

Verslun með vandaðar vörur

Glæný ísbúð, Ís stofan, býður upp á mjög fjölbreytt úrval af ís. Þar má fá ítalskan kúluís, mjúkís og fjölbreytt

úrval af krapi og að sjálfsögðu bragðaref og aðra spennandi ísa. Ísbúðin er á jarðhæðinni, norðanmegin.

Hönnunarverslunin Reykjavík Design og barnavöruverslunin Mini Mi hafa sameinast í þrjú hundruð m² glæsilegu verslunarrými á annarri hæð í Firði. Mini Mi býður upp á fjölbreytt og vandað vöruúrval fyrir yngri kynslóðina á

frábæru verði. Reykjavík Design er lífsstíls- og hönnunarverslun sem selur fallegar vörur fyrir heimilið og margvíslegar gjafavörur.

www.rvkdesign - www.minimi.is

Stofan fasteignasala

Fasteignasala Hafnarfjarðar á 2. hæð í Firði

Stofan er þjónustudrifin og framsækin fasteignasala sem leggur áherslu á öfluga upplýsingagjöf, eftirfylgni, gagnsæi og vellíðan viðskiptavina sinna.

Stofan er í eigu hjónanna Guðnýjar Óskar Sigurgeirsdóttur og Atla Þórs Albertssonar.

www.stofanfasteignir.is

Tantastic

Bókaðu tíma í sprey tan!

Tantastic, snyrtistofan er flutt í Fjörð og býður upp á 10 mismunandi liti í brúnkusprautun og aðstoð við að finna lit sem hentar. Stakur tími á aðeins 4.490 kr. og boðið upp á tímakort og mánaðar áskrift.

www.tantastic.is

Ino Woods

Viðhaldsfrítt pallaefni og klæðningar

Ino Woods býður m.a. upp á WPC pallaefni, girðingarefni, útveggjaklæðningar og fl. úr viði og PVC plasti sem er ónæmt fyrir raka og litir dofna ekki í sólinni. Artiomas Maminas er forsvarsmaður Ino Woods Iceland. Opnað verður á mánudag á 2. hæð í Firði og opið virka daga kl. 10-16.

www.fjardarfrettir.is 3 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023
Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason
Ný fyrirtæki í Firði
Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason

Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason

Ritstjórn og auglýsingar: 896 4613

fjardarfrettir@fjardarfrettir.is

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Póstdreifing

ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866

www.fjardarfrettir.is

www.facebook.com/fjardarfrettir.is

Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

leiðarinn

Eitt af stærstu verkefnum hverrar sveitarstjórnar eru skipulagsmál. Allt annað byggist á að það sé vel unnið, gert ráð fyrir fjölbreyttu framboði af íbúðum og iðnaðarhúsnæði, skólum, þjónustu, afþreyingu og ekki síst góðu útivistarsvæði.

Sennilega eru skipulagsmál sem Hafnfirðingar deila mest um og sýnist sitt hverjum. Enginn vill missa sitt útsýni eða önnur gæði og fjárfestar vilja fá sem mest út úr sínum lóðum og skeyta stundum lítt um hvaða afleiðingar það hefur í för. En verra er þegar bæjarstjórn samþykkir slíka græðgi þó óneitanlega fáist meiri skatttekjur af aukinni nýtingu lóða.

Að dæla niður koldíoxíði hlýtur að teljast mjög jákvætt og flestir eru því fylgjandi hér í Hafnarfirði hafi það ekki óæskilegar afleiðingar. Á sama tíma og bæjaryfirvöld dásama slíka umhverfisvernd er verið að úthluta lóðum til mengandi starfsemi. Grófi iðnaðurinn er að flytjast úr nágrannasveitarfélögunum til Hafnarfjarðar. Undir slíka starfsemi þarf stórar lóðir og nýtingarhlutfall þeirra er lágt og skatttekjur því hlutfallslega lágar.

Maður veltir því fyrir sér hvort heildarmyndin sé eitthvað óskýr eða jafnvel rugluð og til að sjá hana þurfi að kaupa einhverja áskrift.

Fagrar áætlanir á blaði eru lítils virði ef ekki er eftir þeim farið.

Að mörgu er að hyggja í stóru verkefni eins og Coda terminal verkefninu þar sem dæla á niður gríðarlegu magni og til þess þarf að nota ennþá meira af grunnvatni sem þó á mest að skila sér aftur skv. áætlunum. Í dag er kynnt að boraðar verði holur á nokkrum lóðum skammt frá Reykjanesbrautinni en hvað verður síðar? Hversu langt inn í hraunið verður farið eða verður búið að byggja geymsluhúsnæði og ryðja ósnortið hraun undir grófan iðnað, hraun sem hefur að geyma sögur liðinna alda.

Ekki er hægt að búast við að allar fornminjar verði varðveittar en dapurt er að sjá þær eyðilagðar vegna áhugaleysis þeirra sem bera ábyrgð á að halda utan um söguna. Umhverfið okkar er gríðarlega dýrmætt og mikilvægt að það fái viðunandi virðingu og verði ekki kastað á glæ fyrir skammtíma gróða.

En upplýsandi umræða og góð kynning er forsenda góðs samtals við bæjarbúa. Eflum kynningarstarfið. Við getum gert betur.

Guðni Gíslason ritstjóri.

Auglýsingar

sími 896 4613 gudni@fjardarfrettir.is

Blaðaauglýsingar Vefauglýsingar

Laugardaginn 6. maí:

FERMINGAR kl. 10, 12 og 13.30.

Sunnudaginn 7. maí:

SUNNUDAGASKÓLI kl.11

Sunnudaginn 14. maí:

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ

Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar verður á Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leiðir skrúðgöngu frá kirkjunni kl. 11.

Skemmtun á Thorsplani og boðið upp á grillaðar pylsur.

FRÍKIRKJAN

4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023
Sr. Einar og sr. Margrét Lilja, prestar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði
Í HAFNARFIRÐI

TVÆR

Þú kaupir eina pizzu, ostafylltar hvítlauksbrauðstangir og 2 l af gosi og færð aðra pizzu sömu stærðar með – ef þú sækir. Greitt er fyrir dýrari pizzuna.

www.fjardarfrettir.is 5 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023
PIZZA HUT STAÐARBERGI 2–4, HAFNARFIRÐI

Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892

Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað

Hringdu aftur eftir þrjár vikur

„Hringdu aftur eftir þrjár vikur og þá skulum við sjá hvort að þú fáir tíma hjá heimilislækni í júní“. Þetta var svarið sem viðkomandi fékk eftir að hafa beðið í símanum í tvo tíma.

Frásögnin er ekki tilbúningur. Þetta er raunveruleikinn þegar kemur að því að fá tíma hjá heimilislækni í Hafnarfirði. Hvað ef viðkomandi nær ekki í gegn eftir þrjár vikur? Þarf hún þá að bíða enn lengur?

Aðalsmerki Sovétríkjanna sálugu voru langar biðraðir. Því miður eru biðraðir að verða eitt af aðalsmerkjum íslenska heilbrigðiskerfisins. Reyndar köllum við biðraðir nú biðlista þar sem við þurfum ekki að húka úti við í öllum veðrum. Við bíðum núna í símanum.

Erla setti Íslandsmet í

maraþonhlaaupi

Hljóp 61 árs á 3,30.28 klst. í London!

Erla Eyjólfsdóttir í Hlaupahópi FH keppti í Lundúnarmaraþoninu fyrir skömmu og bætti þar 8 ára gamlan tíma sinn og kom í mark á 3,30.28 klst. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir það að Erla er á 62. aldursári.

Með afrekinu sló hún 10 ára gamalt Íslandsmet í aldursflokknum 60-64 um tæpar 4 mínútur.

Varð Erla 13. í sínum aldursflokki og í hópi 8% fremstu kvenna í hlaupinu en alls voru keppendur 48.606.

Það er algjört forgangsmál að bæta aðgengi Hafnfirðinga að heilsugæslu. Lengi hafa verið uppi áform um byggingu þriðju heilsugæslustöðvarinnar í Hafnarfirði sem yrði á Völlunum. Þau áform eru nú áratug seinna enn einungis áform og góður ásetningur, það er kunnuglegt stef.

Það er mikilvægt að bæta aðgengi að heilsugæslu með því að hafa frumkvæði að því að byggja hér upp heilsuklasa í

Hamranesinu. Bæjaryfirvöld verða að róa að því öllum árum til að laða til okkar aðila að reka heilsugæslu og heilsuklasa þar sem sjúkraþjálfun, kírópraktor og fleiri, sem vinna að heilsueflingu, sjái sér hag í því að vinna saman að bættri þjónustu, aðgengi og heilsu íbúa Hafnarfjarðar.

Við þurfum að fara að hugsa út fyrir kassann og koma heilsugæslu og heilsuvernd inn í 21. öldina. Staðan eins og hún er nú, er ekki boðleg. Það er skylda okkar sem sitjum í bæjarstjórn að koma þessum málum í betra horf. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar.

Karólína Helga Símonardóttir varabæjarfulltrúi Viðreisnar.

AÐALFUNDUR

Aðafundur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar þriðjudagskvöldið 16. maí kl. 20.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Dagskrá skv. lögum safnaðarins

Safnaðarstjórn

www.frikirkja.is

6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023
Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir
w Auðbrekku 1, Kópavogi
Útfararstofa Íslands www.utforin.is
Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | u tfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Auglýsingar sími 896 4613 gudni@fjardarfrettir.is • Blaðaauglýsingar • Vefauglýsingar
Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w
Karólína Helga Símonardóttir Jón Ingi Hákonarson Ljósm.: Þorbjörg Ósk Pétursdóttir

ERTÞÚ KLÁR F Y R I R EUROVISION?

www.fjardarfrettir.is 7 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023
8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023 heilsa GYM Kortin gilda í líkamsrækt Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug og ÁRSKORT Í LÍKAMSRÆKT Á TILBOÐSVERÐI Sem gera aðeins 3.333 Árskort eldri borgara, öryrkja Sem gera aðeins 2.250 Innifalið í verði er tími með íþróttafræðingi
www.fjardarfrettir.is 9 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023 Hægt er að fara í aðrar GYM heilsustöðvar utan Hafnarfjarðar gegn greiðslu aðgangseyris í sund á viðkomandi stað. www.gymheilsa.is líkamsrækt og sund í og í sund í Sundhöll Hafnarfjarðar LÍKAMSRÆKT OG SUND TILBOÐSVERÐI AÐEINS 39.990.3.333 kr. á mánuði. og grunnskólanema 26.990.2.250 kr. á mánuði. Eingreiðsla Eingreiðsla íþróttafræðingi sem kennir á tækin.

Mikil eyðilegging í bruna í Drafnarslipp

Lögreglan leitaði fjögurra ungmenna vegna stórbrunans við Drafnarslipp

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

óskaði sl. þriðjudag eftir að ná tali af fjórum ungmennum í tengslum við rannsókn hennar á bruna í Drafnarslippnum sl. mánudagskvöld. Þau voru á ferli við Drafnarslippinn.

MIKILL ELDUR SEM

MAGNAÐIST HRATT

Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um 20.30 í gærkvöldi um að eldur væri í byggingu sem áður hýsti Skipamíðastöð Drafnar við Strandgötu. Allt lið slökkviliðsins var sent á vettvang til að slökkva svo kom næturvaktin til aðstoðar og var slökkviliðið á staðnum til kl. 3 í nótt en þá hafði tekist að slökkva allt.

Mikinn reyk lagði upp frá slippnum og mátti sjá hann víða að á höfuðborgarsvæðinu. Örlítill andvari var af austan og lagði reykinn því ekki yfir byggð.

Eldurinn virðist hafa komið upp í stórri skemmu þar sem bátar voru áður smíðaðir í en þetta er hátt stálgrindarhús áfast við gömlu trésmiðjuna en það er hús sem skv. heimildum Fjarðarfrétta voru húseiningar sem fengust frá hernum á sínum tíma.

Gríðarlegur eldur var í skemmunni og ljóst að þó húsið væri autt og ekki hafi verið rafmagn í því í heilt ár var mikill eldsmatur í einangrun, gömlum raflögnum og einhverju drasli sem þar var.

Slökkviliðið reyndi að verja bygginguna sem er samföst skemmunni

en hafði ekki árangur sem erfiði og allt brann þar nánast sem brunnið gat.

ALLT ÓNÝTT HJÁ VÉLBOÐA

Í því húsi hefur um langt skeið verið starfrækt vélsmiðjan Vélboði sem hefur m.a. hannað og smíðað ýmis tæki fyrir landbúnaðinn. Í rústunum mátti sjá ýmist tæki og tól og gamla Land Rover bifreið sem hafði orðið eldinum að bráð.

Haraldur Reynir Jónsson, sem í gegnum félag sitt á húsnæðið, sagði í samtali við Fjarðarfréttir að það hafi verið ömurlegt að horfa upp á þetta brenna en Haraldur er staddur erlendis. Hann segir að sem betur fer hafi enginn slasast og engar skemmdir orðið á nærliggjandi eignum.

ÞRIÐJI BRUNINN

Er þetta þriðja húsnæðið á hafnarsvæðinu í eigu Haraldar sem brennur á

síðustu áratugum, fyrst brann gamla Flensborg, vestan við Íshúsið og fyrir fáum árum brann húsnæði fiskmarkaðshúsið við Fornubúðir.

Fleiri myndir má sjá á fjardarfrettir.is og á Facebook síðu Fjarðarfrétta.

Í húsnæði Vélboða mátti m.a. sjá þennan brunna Land Rover.

Styrkir bæjarráðs

Fyrri úthlutun 2023

Ár hvert veitir bæjarráð félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins. Umsóknir eiga að berast rafrænt í gegnum Mínar síður á hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí

Nánar á hafnarfjordur.is

10 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023
Drafnarslippur. Stóra skemman er frá 1970 og samliggjandi hús sem brann frá 1962. Fjölmargir fylgdust með þessu mikla sjónarspili. Eyðileggingin er algjör. Tóm skemman brann þar til í raun stálgrindin ein stóð eftir.
Ljósm.:
Ljósm.:
Ljósm.: Guðni Gíslason
Ljósm.:
Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason
Guðni Gíslason
Guðni Gíslason

Spurningar settar við mikla móttöku á koldíoxíði til niðurdælingar

Ýmsar spurningar vöknuðu og fólk vildi tryggingu áður en farið væri af stað í niðurdælingu

Kynningarfundur vegna skipulagsmála vegna stækkunar hafnarinnar í Straumsvík og nýs iðnaðarsvæðis sunnan Reykjanesbrautar vegna áforma Carbfis um niðudælingu á koldíoxíði var haldinn í síðustu viku.

Þokkalega var mætt á fundinn, um hálffullur salur í Bæjarbíói og skv. heimildum horfðu um 50 manns á fundinn allann.

Í kynningu á fundinum var tekið fram að fjallað yrði um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna aðstöðu og aðkomu að Straumsvíkurhöfn auk umferðaskipulags. Samhliða yrðu kynntar breytingar á deiliskipulagi Straumsvíkurhafnar og lóðar Rio Tinto við Straumsvík. Í þessum deiliskipulögum er gerð nánari grein fyrir nýjum umferðartengingum, iðnaðarlóðum og uppbyggingarheimildum á svæðinu. Jafnframt er gerð grein fyrir skipulagslegum breyt-

ingum er lúta að fyrirhugaðri starfsemi Carbfix hf. á lóð Rio Tinto við Straumsvík.

Eftir skipulagskynninguna voru áform Carbfix um kolefnisbindingu á svæðinu kynnt.

AÐALSKIPULAGI BREYTT

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 1. febrúar 2023 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem ætlað var að gefa möguleika á að bæta hafnaraðstöðu í Straumsvíkurhöfn, bæta tengingar milli Straumsvíkurhafnar og iðnaðarsvæða sunnan Reykjanesbrautar og almennt að bæta umferðaskipulag við Kapelluhraun.

Afmörkun Straumsvíkurhafnar (H4) stækkar úr 24ha í 25,1ha. Höfnin er stækkuð til að hægt sé að leggja nýjan tengiveg á landfyllingu að höfninni. Ný hafnartenging er afmörkuð á uppdrátt frá nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut á móts við skolpdælustöðina að iðnaðarsvæði I5.

Þá er ný tengibraut afmörkuð milli iðnaðarsvæða I3 og I4 sem tengir norðursvæði um undirgöng undir Reykjanesbraut og tengist hringtorgi við

Krýsuvíkurgatnamót. Breyting er gerð á fyrirkomulagi göngu- og hjólastíga.

Í deiliskipulagstillögu iðnaðarsvæðis á lóð Ísals sunnan Reykjanesbrautar er gert ráð fyrir iðnaðarhverfi í samræmi við breyttar áherslur í aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Er þetta 52 ha lóð í Kapelluhrauni þar sem gert er ráð fyrir mengandi og lítt mengandi iðnaði auk nokkurra lóða fyrir Coda Terminal verkefni Carbfix, móttöku og förgunarstöð fyrir koldíoxíð (CO2).

UMFERÐARMÁL

Nokkur umræða myndaðist um umferðarmál og fengust loðin svör. Ný

SJÓN ER SÖGU RÍKARI

undirgöng á móts við skolpdælustöðina eiga ekki skv. tillögunum að tengjast Reykjanesbraut og léttir því ekkert á nýlegum mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg þar sem mikil umferð þungaflutningabifreiða er. Þá er heldur ekki að sjá að gert sé ráð fyrir að vegtenging frá mislægum gatnamótum við Straumsvík muni tengjast við núverandi iðnaðarhverfi en leiðin þangað er lokuð við Kvartmílubrautina. Nánari upplýsingar má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar þar sem finna má m.a. upptöku af fundinum og öll gögn.

www.fjardarfrettir.is 11 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023
FJÖLSKYLDAN Á AUSTURGÖTU 47 Í HAFNARFIRÐI BJÓÐUM YKKUR VELKOMIN Í PLASTLAUSU
OPIÐ VIRKA DAGA 11-18 OG LAUGARDAGA 11-17
MÁ FINNA
KJÖTVÖRUR, FISK,
MATARBÚÐIN NÁNDIN matarbudin.is VIÐ
MATARBÚÐINA NÁNDIN
Í VERSLUN OKKAR
VÖRUR BEINT FRÁ BÝLI, MJÓLKURVÖRUR,
ÁVEXTI, GRÆNMETI, BAKKELSI, SÆLGÆTI, NÝSTEIKTAR KLEINUR

Glæsileg sviðssetning í Setbergsskóla

Setbergsskóli frumsýndi um liðna helgi nýja uppsetningu af söngleiknum

Mamma Mia eftir Catherine Johnson sem byggður er á lögum sænsku hljómsveitarinnar ABBA.

Í Mamma Mia kynnumst við Sophie Sheridan sem er við það að fara að gifta sig. En áður en hún gerir það þarf hún að leysa úr mestu ráðgátu sem hefur herjað á hana: spurninguna um hver er pabbi hennar. Það er þó hægara sagt en gert enda koma 3 til greina!

Vel hefur verið vandað til verks og framsetningin glæsileg og það voru stoltir foreldrar sem fylgdust með þessu skemmtilega leikriti.

Leikstjórn söngleiksins var í höndum Guðrúnar Heiðu Sigurgeirsdóttur og Maríu Gunnarsdóttur. Aðstoðarleikstjóri var Jóna Sigríður Gunnarsdóttir

en allir nemendur og foreldrar nemenda í 10. bekk Setbergsskóla komu á einn eða annan þátt að verkefninu.

50 ára Bandalag kvenna gaf bleikan bekk

Bandaleg kvenna í Hafnarfirði varð 50 ára í október sl. Hafa þær gert ýmislegt til að fagna þessum tímamótum og sl. fimmtudag hittist stór hópur kvenna í Byggðasafninu þar sem þær fræddust um þemasýningu þar og heimsóttu Beggubúð en þaðan áttu margar góðar minningar frá.

Í tilefni afmælisins færði Bandalag

kvenna Hafnarfjarðarbæ forláta bekk sem staðsettur hefur verið fyrir utan Bókasafn Hafnarfjarðar.

Bekkurinn er fagurbleikur með áletrun og vígði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri bekkinn með því að klippa á borða og setjast í hann.

Bandalag kvenna í Hafnarfirði varð 50 ára í október sl.

12 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023
Eftir það bauð bæjarsjóri til móttöku í anddyri Bæjarbíós þar sem hinar prúðbúnu konur þáðu góðar veitingar. Í stjórn Bandalags kvenna eru Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, formaður, Elfa Sif Jónsdóttir og Erla Kristinsdóttir Prúðbúnar kvenfélagskonur í aðildarfélögum Bandalags kvenna
Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri vígir nýja bekkinn. Helga Ragnheiður formaður fylgist með.
Settu upp nýja uppsetningu á söngleiknum Mamma Mia
Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason

Kvenfélag Fríkirkjunnar

í Hafnarfirði 100 ára

Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði var stofnað á sumardaginn fyrsta sem þá var 23. apríl árið 1923.

Það var Ólafur Ólafsson fyrsti prestur kirkjunnar sem hvatti til stofnunar Kvenfélagsins en þess má geta að Ólafur hafði verið alþingismaður og var í hópi þeirra fyrstu sem börðust fyrir kosningarétti kvenna.

Í raun má segja að Ólafur hafi nánast verið feministi svo harðlega gagnrýndi hann misrétti kynjanna. Í grein frá þessum tíma segir hann fyrir rúmum 100 árum:

„Þegar lög mannfélagsins fara að skipta með kynjunum, þá skammta þau karlkyninu réttindin, kvenkyninu skyldurnar, karlkyninu frelsið, kvenkyninu þrældóminn, karlkyninu menntunina og þekkinguna, kvenkyninu fáfræðina og vanþekkinguna. Og alltaf er sama viðkvæði, alltaf sama ástæðan: Af því að þú ert kvenmaður, en hann er karlmaður.

...það er líkast því sem sumum karlmönnum finnist kvenfólk aldrei nógu auðmjúkt, nógu niðurlútt, nógu undirgefið...“ sagði Ólafur í þessari mögnuðu grein.

Já, þetta er bakgrunnurinn, kvenfélagið verður til sem vettvangur til þess að gera konur sterkari og sýnilegri í samfélaginu.

Og fyrsta verkefnið sem Kvenfélagið kostaði var ljósaleiðing í kirkjuna eins og það var orðað sem er táknrænt verkefni svo mörg ljós sem þetta félag hefur tendrað í samfélagi okkar hér í Hafnarfirði á 100 árum með sínum góðu verkum. Sagan verður ekki rakin hér en það er alveg ljóst að auk þess að styrkja góð málefni og efla félagsleg samskipti kvenna þá fór kvenfélagið snemma að standa fyrir skemmtunum t.d. útiskemmtunum á Víðistaðatúni og til er falleg ljósmynd af slíkum viðburði frá 1934.

Þá tók kvenfélagið þátt í því að halda sumargleði á sumardaginn fyrsta árið 1934 ásamt bræðrafélaginu og þar kemur fram að gleðinni ljúki með dansi og innan sviga stendur: Góð músik, Jazz.

Já það var jazz dansleikur í boði bræðrafélags og kvenfélagsins árið 1934, stuð á kirkjufólkinu.

Ég leyfi mér að fullyrða að gleðin hafi fylgt Kvenfélaginu allt frá upphafi.

Enn í dag er Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði félagsskapur gleðinnar og þar ber kannski hæst árlegan jólafund Kvenfélagsins þar sem á annað hundrað konur koma saman og skemmta sér innilega.

Kvenfélagið hefur verið ein af burðarásum í starfi Fríkirkjunnar allt frá upphafi og það er bjart framundan enda

fjölgar í félaginu á milli ári og aldursbilið breitt.

Kvenfélagskonur héldu upp á afmælisdaginn með því að þiggja boð forseta Ísland til Bessastaða og áttu þar ánægjulega stund. Bræðrafélag kirkjunnar tók svo á móti konunum í Golfskála Keilis og báru bræðurnir á borð dýrindis veitingar. Það var mikið hlegið, sögur sagðar og sungið fram eftir kvöldi.

Fyrir hönd safnaðarins þakka ég Kvenfélaginu fyrir alla gleðina og gjafirnar til kirkjustarfsins í gegnum árin 100.

Höfundur er Fríkirkjuprestur.

föstudaginn

5. maí

Fögnum sumrinu saman!

Opið til kl. 21

20% afsláttur

Léttar veitingar

Heiðar Jónsson

mætir 19.30-21

Hlökkum til að sjá ykkur !

www.fjardarfrettir.is 13 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023 v/Kaldárselsveg 555 6455 - 894 1268 www.grodrarstod.is
runnar í garðinn þinn
Tré og
Sr. Einar Eyjólfsson
Linnetsstíg 2, Hafnarfirði | Sími 555 4295 | Erum á Facebook
Kvenfélagskonur heimsóttu forseta Íslands á afmælisdeginum.
Konukvöld

Nýsköpunarsetur tekur til starfa í haust

Í haust er stefnt að því að opna Nýsköpunarsetur á allri jarðhæðinni í Menntasetrinu við Lækinn, staðsett á skólabraut 3. Bæjarstjóri afhenti þeim lykla að húsnæðinu í janúar sl. en starfsemin er á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Verkefnastjórar eru þær Margrét Lena Kristensen og Sólveig Rán Stefánsdóttir sem báðar eru lærðir líffræðingar. Margrét Lena hefur einnig alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun og hefur komið að stofnun nýsköpunarfyrirtækja og Sólveig Rán hefur starfað sem stundakennari í raungreinum og þróað þematengd verkefni á unglingastigi í grunnskóla.

BRENNANDI ÁHUGI

Þær segja að ástríða þeirra sé að vinna að nýsköpun en vinna við nýsköpun hafi breytt þeirra lífi og sýn á heiminn. Þær Margrét og Sólveig tóku t.a.m þátt í nýsköpunarkeppni 2020 undir merkjum Hack The Crisis Iceland

ásamt einum til viðbótar og urðu í fyrsta sæti með nýskapandi lausn í heilbrigðisþjónustu. Þær vilji gjarnan gera þessa reynslu aðgengilega öllum, því skapandi umhverfi sé svo gefandi. Markmiðið er að setrið verði afl sem geti hrint af stað jákvæðum breytingum Markmið með stofnun setursins er að auka aðgengi íbúa Hafnarfjarðar að skapandi rými sem styður við hugmyndir og nýsköpun í heimabyggð og styrkja í leiðinni skapandi hugsun.

Opið öllum áhugasömum

Segja þær að setrið eigi að vera suðupunktur nýsköpunar í Hafnarfirði og að það sé fyrir alla, allt frá leikskólabörnum til eldri borgara. Í Nýsköpunarsetrinu verður aðgengi fyrir skólahópa og aðra íbúa að nýjustu tækni og búnaði, búnaði sem allir skólar hafa aðgang að. Setrið verði þá með tengingar við skóla, hin ýmsu fyrirtæki, félög og önnur setur, og þannig verði hægt að styðja einstaklinga

og hópa með faglegri leiðsögn og stuðning frá sérfræðingum.

Fjölbreytt og lifandi aðstaða verður í setrinu og má þar nefna fyrirlestrasali fyrir kynningar og viðburði „fín-” og „grófsmiðjur“ en í smiðjunum verða alls kyns tæki og tól sem hægt verður að fá aðgang að.

HLÚÐ AÐ FORVITNI SEM

BÚI Í OKKUR ÖLLUM

Margrét og Sólveig segja mikilvægt að virkja forvitni og sköpunarþörf fólks og nýsköpunarsetrið við Lækinn verði vettvangur þess.

Þannig vilja þær ná til fjölbreytts hóps fólks, kennara allra skólastiga, almennings, frumkvöðla og einnig til fyrirtækja og félagasamtaka. Þá er stefnt að því að bjóða upp á einstaklings ráðgjöf en einnig fyrirlestra og námskeið í stofnun fyrirtækja, „prótótýpu“gerð, bókhaldi, tækniþjálfun, þrívíddarprentun, framkomu og vefsíðugerð svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður til verkfærakista full af þekkingu sem leik- og grunnskólar hafa aðgang að, en í henni er að finna ýmis verkfæri og hugmyndir að nýskapandi verkefnum fyrir skólastarf.

Fyrst um sinn verði áhersla lögð á leik- og grunnskóla og að efla nýsköpun þvert á allar greinar með það að markmiði að auka kennslu nýsköpunar og verk- og tæknigreina í skólum.

NÝSKÖPUNARKEPPNI

FYRIR 8. BEKKINGA

Stefnt er að því að vera með nýsköpunarkeppni fyrir nemendur í 8. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar. Nefnist keppnin Hakkið og er þar vísað til keppna sem á enskri tungu kallast hackathon. Þetta er lausnakeppni þar sem keppendur þurfa að greina vandamál, leita að lausn, skipuleggja, prófa og kynna niðurstöðuna. Margrét og Sólveig segja þetta vera draumaverkefni á fallegum stað við tjörnina og hlakka þær mikið til að opna húsið aftur fyrir öllum íbúum Hafnarfjarðar, ungum sem öldnum. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarsetrið við Lækinn er að finna á Facebooksíðunni Nýsköpunarsetrið við Lækinn. Einnig er hægt að senda þeim tölvupóst á margretk@hafnarfjordur.is og solveigs@hafnarfjordur.is.

Söluhús eða skemmtiatriði á 17. júní

Viltu taka þátt í hátíðarhöldunum?

Hafnarfjarðarbær óskar eftir áhugasömum aðilum til þess að 1) leigja söluhús á 17. júní, þá helst með sölu á mat og drykk og 2) vera með skapandi og skemmtilegt atriði. Vertu með!

Umsóknarfrestur er til 17. maí á ith@hafnarfjordur.is

Nánar á hafnarfjordur.is

14 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023
Sólveig Rán Stefánsdóttir og Margrét Lena Kristensen Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason Nýsköpunarsetrið bætist við öfluga starfsemi í Menntasetrinu við Lækinn, gamla Lækjarskóla.
www.fjardarfrettir.is 15 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023
helgina! Helgartilboð gilda 4.– 7. maí Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Safnaðu inneign og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupaappinu 40% afsláttur af eitt sett vörum 5.–7. maí Apptilboð, afsláttur í formi inneignar Gott verð! 269kr/pk 329 kr/pk 5 stk. Nettó vínarpylsur Selhella Opið 09–21 Miðvangur Opið 10–21
Allt fyrir

Gríptu tækifærið

Kjúklingabyssa með kartöfluskífum, maísstöngli og piri-piri sósu

1.395,-

Bragðaðu á glænýjum tímabundnum réttum á veitingastað IKEA – gríptu tækifærið!

Veitingastaðurinn er opinn 11-19:30 alla daga Skoðaðu aðra afgreiðslutíma á IKEA.is

Ýsa í orly með frönskum, hrásalati og remúlaði

1.395,-

16 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2023
© Inter IKEA Systems B.V. 2023

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Fjarðarfréttir 4. maí 2023 - 5. tbl., 21. árg. by Fjarðarfréttir - Issuu