Fjarðarfréttir 8. júní 2023 - 7. tbl. 21. árg.

Page 1

T A X F R E E FJORDUR.IS

Hjúkrunarheimili Lóðarhafi mun semja um rekstur

Væntanlegur lóðarhafi Hringhamars 43 mun semja um rekstur 80 rýma hjúkrunarheimilis og heilsugæslu skv. auglýsingu Hafnarfjarðarbæjar eftir tilboðum í uppbyggingu á lóðinni. Þar má byggja allt að 5 hæða hús og er skilafrestur tilboða 14. júlí nk.

fjardarfrettir.is

Nánar má lesa um þetta og miklu fleira á fréttavefnum fjardarfrettir.is

NÆSTA BLAÐ fimmtudaginn

www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. júní 2023 | 6. tbl. 21. árg. Upplag 10.000 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili í Hafnarfirði Finndu okkur á www.fjardarfrettir.is öflugur fréttavefur BÆJARHRAUN 10 – HAFNARFIRÐI FASTEIGNASALA SÍÐAN 1983 HRAUNHAMAR.IS SÍMI: 520-7500 www.errea.is
6. júlí Skilafrestur: 3. júlí F J O R D U R . I S FJORDUR
T A X F R E E R E E 10.júní Taxfree jafngildir 19,35% afslætti

Verslunarmiðstöð í hjarta Hafnarfjarðar

stækkar

Vöruúrvalið eykst stöðugt í Firði

Það eru umbótatímar í Firði, framkvæmdir við stækkun verslunarmiðstöðvarinnar eru hafnar og á næstu

Úrvalið fyrir börnin stóraukið!

árum má búast við stóraukinni starfsemi í verslunarmiðstöðinni með komu Bókasafns Hafnarfjarðar og fleiri aðila.

Leikfangaland

Ein stærsta leikfangaverslun landsins, Leikfangaland, býður upp á fjölbreytt úrval af leikföngum fyrir ýmsan aldur. Verslunin hefur notið mikilla vinsælda í Firði og netverslunin

leikfangaland.is hefur einnig notið sífellt aukinna vinsælda.

Leikfangaland er fjölskyldufyrirtæki sem er rekið af alúð af fólki sem hefur langa reynslu af verslun með leikföng.

Verslunarmiðstöðin fær betri tengingu við Strandgötuna sem vonandi verður til að efla þessa aðal miðbæjar­

verslunargötu bæjarins. Fjörður verður enn fjölskylduvænni staður en hann er þegar í dag.

Lindex

Nýjasta verslunin í Firði er Lindex sem opnuð er í dag, fimmtudag á jarðhæðinni en þetta er 9. verslun Lindex en hinar verslanirnar eru í Reykjavík,

Kópavogi, Reykjanesbæ, á Selfossi, Egilsstöðum og Akureyri. Lindex býður upp á föt og fylgihluti fyrir konur, snyrtivörur og föt fyrir börn upp í 14 ára aldur.

Mikið úrval er af leikföngum í Leikfangalandi á 1. hæðinni í Firði

Reykjavík Design

Verslunin MiniMi var opnuð í Firði á síðasta ári með vandaða vagna og kerrur fyrir börn og ýmsa fylgihluti. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og úrvalið af barnavörum hefur aukist mikið síðan þá. Fyrirtækið hefur nú sameinast Reykjavík Design í rúmgóðu húsnæði á

2. hæð í Friði og verður nýtt heiti á versluninni kynnt á næstunni. Veróníka Von Harðardóttir stofnandi leggur metnað í að bjóða vandaðar vörur og auk vagna og bílstóla má fá ýmislegt í barnaherbergið, fatnað og fjölbreyttar vörur fyrir börn.

2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2023
KYNNING
www.fjardarfrettir.is 3 FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2023
Opnar í Firðinum!

Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason

Ritstjórn og auglýsingar: sími 896 4613 fjardarfrettir@fjardarfrettir.is

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Póstdreifing

ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866

www.fjardarfrettir.is

www.facebook.com/fjardarfrettir.is

Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

leiðarinn

Nú þegar sumarið er loks að skella á með hlýindum og gróðurinn blómstrar, þyrpast bæjarbúar út og njóta sín innanbæjar eða í fjölbreyttu upplandi Hafnarfjarðar. Íbúar á tveimur jafnfljótum eru hins vegar oft meðhöndlaðir sem annars flokks og margar hindranir verða á vegi þeirra. Detti einhverjum í hug að framkvæma eitthvað er eins og gangstéttar og stígar séu sjálfsögð geymslusvæði og ekki skipti neinu þó gangandi hafi enga aðra leið en út á miðja götu. Þetta á líka við um opinbera aðila, stórfyrirtæki og aðra sem maður hefði haldið að kynnu til verka. Í dag finnst bæjaryfirvöldum t.d. sjálfsagt að engin göngu­ eða hjólaleið sé meðfram nýju Ásvallabrautinni þó gortað hafi verið af slíku við gerð brautarinnar. Nú er í tísku að malbika yfir steyptar gangstéttir í stað þess að laga og þá geta myndast háir kantar og líkt við malbikunarframkvæmdir á götum þá sitja gangbrautir eftir í lægðinni og fyllast af vatni í rigningatíð. Já, það er skoðun mín að gangandi og hlaupandi séu útundan í Hafnarfirði. Stefnuleysi virðist ríkja og samráð við íbúana er lítið. Gönguleiðir eru hvergi merktar í bænum eins og t.d. hjólaleiðir, en víða eru gönguleiðir inn úr botnlöngum t.d. í hrauninu í bænum, algjörlega ómerktar. Er ekki rétt að ganga í þetta verk?

Guðni Gíslason ritstjóri.

Tímamótasamningur um rekstur sporhunda

Þriggja ára samningur við ríkislögreglustjóra um rekstur sporhunda var undirritaður

Í aðdraganda aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar sl. fimmtudag var skrifað undir tímamótasamning milli Björgunarsveitarinnar og Ríkislögreglustjóra um rekstur sporhunda. Hefur sveitin þjálfað sporhunda óslitið frá árinu 1960 og á í dag tvo hunda, þær Urtu og Pílu. Samningurinn er mikil viðurkenning fyrir sporhundastarf sveitarinnar en í gegnum árin hefur sporhundahópur sveitarinnar unnið að ýmsum verkefnum beint fyrir lögregluna. Samningurinn hefur þegar tekið gildi og gildir til þriggja ára.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri undirritaði samninginn og sagði við tilefnið að samningurinn hafi verið lengi í umræðunni og sagði að þessi sérhæfing sveitarinnar sem enginn annar hefði, væri ómetanleg. Væri styrkurinn, þó hann væri ekki hár, mikil viðurkenning á starfi sveitarinnar.

Þakkaði hún um leið björgunarsveitunum fyrir ómetanlegt starf í þágu þjóðfélagsins.

Sjá nánar á fjardarfrettir.is

4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2023
Ljósm.: Guðni Gíslason
Ingvar Smári Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögrelgustjóri og Guðjún Rúnar Sveinsson formaður BSH.
www.fjardarfrettir.is 5 FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2023 · · · · Opin hús | Hátíðir | Göngur | Heilsa | Söngur | Sýningar Kynntu þér fjölbreytta dagskrá: hfj.is/bjartirdagar Bjartir dagar í Hafnarfirði v/Kaldárselsveg 555 6455 - 894 1268 www.grodrarstod.is Tré og runnar í garðinn þinn

90 útskrifuðust frá Flensborg

Þreyttu hjólapróf

VSB verkfræðistofa og Samgöngustofa hafa sett saman hjólapróf fyrir nemendur í grunnskólum og 6. bekkur í Öldutúnsskóla var fyrsti hópur til þess að taka prófið. Krakkarnir tóku skriflegt próf þar sem þau svöruðu 20 spurningum um umferðarreglur hjólreiðafólks. Í verklega prófinu var kannað hvort þau myndu eftir þessum reglum þegar þau hjóluðu um 2ja km leið þar sem þau fóru í gegnum ákveðnar þrautir.

upp sjálftraust hjá krökkunum til þess að ferðast um á reiðhjóli. Að prófi loknu útskrifast krakkarnir með hjólaskírteini.

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði 27. maí sl. 90 nemendur af fimm brautum skólans; 8 af félagsvísindabraut, 24 af raunvísindabraut, 7 af viðskipta­ og hagfræðibraut, 5 af starfsbraut og 46 af opinni braut. 35 þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans.

Hæstu einkunn hlaut Krummi Týr Gíslason með 9,88 og Erla Rúrí Sigurjónsdóttir var semidúx Flensborgarskólans með einkunnina 9,86.

Í ræðu sinni sagði skólameistari um hugmyndir um sameiningu Tækni­

skólans og Flensborgarskólans að ef aðgerðirnar snérust um hagræðingar þá megi benda á þá hagræðingu sem felist í því að sameina ekki Flensborgarskólann við Tækniskólann.

„En með minni nýbyggingu Tækniskólans sparast um 4­5 milljarðar. Þar með biði Flensborgarskólinn betur en fjármálaráðuneytið og þannig geti ráðherra barna­ og menntamála komið til móts við breyttar áherslur í menntamálum almennt og stutt betur við skólaþjónustu.“

Upplifðu ævintýri á sínu fyrsta skátamóti

Hjólaprófið er fyrst og fremst hugsað sem skemmtileg þjálfun og æfing fyrir krakkana með það að meginmarkmiði að fá fleiri til þess að hjóla og byggja

Verkefnið er rannsóknarverkefni sem er styrkt af Sóley, styrktarsjóði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Hafnarfjarðar­

hlaupið í dag

Drekaskátar, flestir 8­9 ára, fjölmenntu á Drekaskátamót á Úlfljótsvatni um liðna helgi. Stærsti hópurinn kom úr Skátafélaginu Hraunbúum en hafnfirsku skátarnir voru nær allir á sínu fyrsta ári í skátastarfi og spennan var mikil. Tóku skátarnir þátt í fjölbreyttum verkefnum með skátum úr öðrum félögum. Hraunbúarnir komu sér upp glæsilegri tjaldbúð þar sem þau undu sér vel við að tálga og syngja hin ýmsu skátalög. Stolt höfðu þau komið sér upp tjöldum með smá aðstoð áhugasamra foreldra. Spenningurinn fyrstu nóttina var mikil enda voru

margir hinna ungu skáta að gista í fyrsta sinn ein í tjaldi, langt frá foreldrum sínum og voru sum komin á fætur um miðja nótt. En laugardagurinn var viðburðarríkur, mikið gengið og leikið svo seinni nóttina sváfu allir þar til þeir voru vaktir með gítarspili kl. 8.

Það voru þreyttir en ánægðir krakkar sem pökkuðu saman á sunnudeginum eftir að hafa gætt sér á kjötsúpu og eldbökuðum pítsum. „Skemmtilegasta helgi lífs míns,“ sagði einn skátinn.

Opið á sunnudögum

Frjálsíþróttadeild FH stendur í dag fyrir fyrsta Hafnarfjarðarhlaupinu, 10 km götuhlaupi sem hefst kl. 20 í dag. Eru bæjarbúar hvattir til að vera við hlaupaleiðina og hvetja hlauparana sem koma víða að. Hlaupið verður frá Thorsplani og suður Strandgötu, um Suðurgötu, Lækjargötu, Tjarnarbraut, Álfaskeið, Helluhraun, Hjallahraun, Breiðvang, Norðurvang, Garaðahraunsveg, Garðaholtsveg, Garðaveg, Herjólfsgötu, Vesturgötu og aftur að Thorsplani.

Reikna má með að þeir hröðustu klári á rúmum 30 mínútum en að þeir síðustu verði að koma í mark um klukkustund síðar.

Verkfall á

sundstöðum

Verkfall félaga í Starfsmannafélagi

Hafnarfjarðar lamar starfsemi sundstaða í bænum um óákveðinn tíma á meðan ekki semst en BSRB fer með samningsumboð félagsins og Samband íslenskra sveitarfélag fer með samningsumboð Hafnarfjarðarbæjar. Deilan virðist í hörðum hnút en aðallega er nú deilt um upphafstíma nýs samnings sem BSRB vilji að verði sambærilegur og hjá öðrum í sambærilegum störfum.

Veitingahúsið Krydd í Hafnarborg er nú opið á sunnudögum frá hádegi og sagði Örn Guðmundsson að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og mikið að gera.

Nýjar sýningar

Á hafi kyrrðarinnar er yfirskrift nýrrar sýningar í Hafnarborg þar sem verða sýnd bæði ný og eldri verk þar sem Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson tvinnar saman aðferðum vefnaðar og málaralistar auk útsaumsverka, nýrra blekteikninga og vatnslitaverka.

Hikandi lína er yfirskrift sýningar Elísabetar Brynhildardóttur þar sem hún fjallar um tímann, tilfinninguna og skynjunina að baki teikningarinnar og þeirri aðgerð að teikna.

Mozart við júnísól

Tónleikar Camerarctica á Björtum dögum verða sunnudaginn 11. júní kl. 21 í Fríkirkjunni. Það eru klassískir sumartónar sem hljóma á þessum tónleikunum Camerarctica á bjartasta tíma ársins.

Ókeypis er fyrir nemendur en miðasala er á tix.is

6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2023
Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason Vatnasafaríið var gríðarlega vinsælt.
Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason
Skátarnir stóðu sig vel í gróðursetningu trjáa eftir góða leiðsögn.
www.fjardarfrettir.is 7 FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2023 Rat leikur Hafnarfjarðar Sumarið 2023 HEILSUBÆRINN Hafnar örðurratleikur.fjardarfrettir.is facebook.com/ratleikur HAFNARFJARÐAR 2023 RAT-023 26 26. FRÍTT KORT Allir geta tekið þátt! Markmiðið með leiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu landi upplands Hafnarfjarðar og um leið að vekja athygli á þeim fjölmörgu perlum sem leynast í okkar næsta nágrenni. Ratleikskortin má fá á sundstöðum, í bókasafninu, ráðhúsinu, á bensínstöðvum, í Fjarðarkaupum og víðar. Fylgstu með á www.facebook.com/ratleikur Stendur til 25. september Ratleikur https:/ratleikur.fjardarfrettir.is
Hafnarfjarðar
2023 HEILSUBÆRINN Hafnar örður HEILSUBÆRINN ratleikur.fjardarfrettir.is facebook.com/ratleikur HAFNARFJARÐAR 2023 RAT-023 26 26. FRÍTT KORT HÖNNUNARHÚSIÐ EHF 896 4613 Ratleikurinn stendur til 25. september 2023. Eftir það er vel þegið að merkjunum sé skilað þjónustuver bæjarins Ráðhúsinu. Látið gjarnan vita á Facebooksíðunni ef þið hafið tekið merki og skilað. fréttamiðill Hafn irðinga HEILSUBÆRINN Hafnar örður ratleikur.fjardarfrettir.is facebook.com/ratleikur Vinsamlegast færið merkið EKKI úr stað! RATLEIKUR HAFNARFJARÐAR 2023 Aðalstyrktaraðili: RAT-023 26 Ratleikur Hafnarfjarðar HEILSUBÆRINN Hafnar örður Miðvikudaginn 14. júní kl. 17 að Norðurhellu 2 Öll áhugasöm hvött til að mæta Framkvæmd og fyrirkomulag í Hafnarfirði Nánari upplýsingar: hfj.is/nyflokkunSpjall
Rat leikur
Sumarið
Spjall um nýtt sorpflokkunarkerfi

IKEA festival

Komdu og vertu með í sannkölluðu festival-fjöri fyrir framan IKEA verslunina. Gerðu þér glaðan dag með fjölskyldunni og nýttu þér tilboð á sumarvörum og á veitingastað IKEA.

Skoðaðu dagskrána á IKEA.is

Verslun opin 11-20 alla daga IKEA.is

8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2023
© Inter IKEA Systems B.V. 2023
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.