Fjarðarfréttir 30. mars 2023

Page 1

Gott aðgengi forsenda lifandi miðbæjar Hafnarfjarðar

Bílastæðamál

Bílastæðamál í miðbænum eru í brennidepli núna og á fundi bæjarráðs sl. fimmtudag var sviðsstjóra falið að vinna erindisbréf fyrir starfshóp sem skoðar bílastæðamál í miðbænum.

Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar, segir nauðsynlegt að taka bílastæðin föstum tökum því lausn á bílastæðamálum sé forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar.

Segir hann að bæta þurfi aðgengi að verslun og þjónustu í miðbæ Hafnarfjarðar og auka framboð bílastæða með stýringu á umferð og mögulega með byggingu bílastæðakjallara eða bílastæðahúss.

EKKI NÝ UMRÆÐA

Það er reyndar ekki nýtt af nálinni að athygli sé vakin á bílastæðamálum í miðbænum. Í desember 2002 lagði formaður miðbæjarnefndar til að byggt yrði bílastæðahús við Linnetsstíg og í september 2015 lögðu Miðbæjarsamtökin til að klukkuskífur yrðu teknar upp í miðbænum til að stýra notkun á bílastæðum.

Þá sagði í skýrslu og tillögum starfshóps um skipulag í miðbæ Hafnarfjarðar frá 25.01.2021: „Finna þarf viðunandi lausn er varða bílastæði“.

Einnig segir þar um miðbæi, að þeir þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði til að vaxa og dafna:

• Miðbær þarf að vera aðgengilegur, snyrtilegur og öruggur.

• Hann verður að hafa sterkan staðaranda þar sem yfirbragð byggðar, verslun og þjónusta styrkja þessa ímynd.

• Einhvers konar faglegt eftirlit eða stjórnun verður að vera til staðar.

• Miðbær þarf að vera skemmtilegur og veita upplifun.

Ljóst sé að ef fyrirhugað er að byggja upp miðbæ Hafnarfjarðar þannig að hann uppfylli öll þessi skilyrði þá þurfi að auka framboð og stýra notkun bílastæða og tryggja góða aðkomu gesta og gangandi.

GJALDTAKA VERÐI TEKIN UPP Í MIÐBÆNUM

Í greinargerð með aðalskipulagi miðbæjarins frá 2001 eru sögð 832 bílastæði í miðbænum, við Strandgötu, Linnetsstíg og Fjarðargötu. Af því eru um 100 stæði í bílastæðakjallara Fjarðar.

Guðmundur Bjarni segir enga stýringu vera á notkun bílastæðanna. „Þau eru notuð sem langtímastæði af starfsfólki í miðbæ Hafnarfjarðar, íbúum í miðbænum, ferðalöngum á leið í frí, af þeim sem ferðast með almenningssamgöngum til Reykjavíkur og Keflavíkur og til geymslu á endurvinnslugámum og sorpgámum.“

Guðmundur Bjarni bendir á að enginn hafi eftirlit með að misnotkun á bílastæðum eigi sér stað þó sums staðar hafi verið sett upp skilti sem takmarki tímalengd stöðu á bílastæðum.

Telur hann nauðsynlegt að sett verði upp sjálfvirkt kerfi og myndavélar við innkeyrslu á svæðið og gjaldtaka tekin upp. Þó þannig að viðskiptavinir fái að leggja frítt í skamman tíma en eftir það verði hóflegt gjald tekið. Segir hann að taka þurfi tillit til íbúa á svæðinu í samræmi við ákvæði í eignaskiptarsamningum og hann vill að boðið verði upp mánaðaráskrift að bílastæðum.

Fjarðarfréttir fjallaði um bílastæðamál í miðbænum 12. mars 2021 þar sem m.a. kom fram að samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar frá 2017 hafi lítil áhrif haft og þrátt fyrir umræður hafi virst sem enginn hafi þorað að taka ákvörðun um gjaldtöku eða aðra notkunarstýringu á bílastæðum í miðbænum.

www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. mars 2023 | 4. tbl. 21. árg. Upplag 10.000 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili í Hafnarfirði Finndu okkur á NÆSTA BLAÐ fimmtudaginn 4. maí Skilafrestur auglýsinga er 28. apríl BÆJARHRAUN 10 – HAFNARFIRÐI FASTEIGNASALA SÍÐAN 1983 HRAUNHAMAR.IS SÍMI: 520-7500 www.errea.is TIL LEIGU á besta stað í Firði Til leigu er 100 m² verslunarrými í verslunarmiðstöðinni Firði Upplýsingar gefur Guðmundur, gudmundur@fjordur.is | 615 0009 /FJORDUR Nýjar verslanir í Firði Kíktu við! • Reykjavík Design & Mini Mi • Svens • Gluggar & garðhús • Álkerfi.is í hjarta Hafnarfjarðar
í brennidepli í miðbæ í mikilli þróun Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar. Ljósm.: Guðni Gíslason Framhald á bls. 13

Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason

Ritstjórn og auglýsingar: 896 4613 fjardarfrettir@fjardarfrettir.is

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Póstdreifing

ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866

www.fjardarfrettir.is

www.facebook.com/fjardarfrettir.is

Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

leiðarinn

Miklar væntingar eru til uppbyggingar í miðbænum og því er sorglegt að sjá hvað hægt hefur gengið að marka skýra framtíðarsýn fyrir miðbæinn. 22ja ára gamalt deiliskipulag er í gildi fyrir miðbæinn en síðan þá hefur 24 sinnum verið gerðar breytingar á því, og í raun í hvert sinn sem eitthvað hefur verið byggt. Það hlýtur að segja að deiliskipulagið, leikreglurnar séu löngu úreltar enda undarlegar leikreglur ef breyta á reglunum í hverjum leik. Því miður varð ekki úr heildarendurskoðun miðbæjarskipulagsins, metnaðarfullu starfi til að marka framtíðarsýn sem bæjarbúar gætu verið stoltir af. Þess í stað var einn hluti tekinn í einu og greinilega ætlunin að skipuleggja miðbæinn í bútum hversu gæfulegt sem það kann að vera. Í raun er ekki búið að taka ákvörðun um það hvort byggja eigi nýtt ráðhús eða stækka út í húsnæði Íslandsbanka sem hefur verið að minnka starfsemi sína verulega í Hafnarfirði. Auðvitað ættu þar að koma verslanir á jarðhæð eða önnur lifandi þjónusta við gesti miðbæjarins. Ráðhúsið mætti byggja framan við Fjörð sem kennileiti fyrir bæinn og láta Strandstíginn fara í gegnum húsið. Bílastæðamálin hafa líka verið lengi í skoðun og nú hefur enn einn starfshópurinn verið skipaður. Engin stjórn er á því hvernig fólk leggur, ekkert eftirlit og fólk gerir það sem því sýnist og er lagning bíla á gangstétt fyrir framan skrifstofu bæjarstjóra í gegnum síðustu áratugi gott dæmi um það. Það er til lítils að stofna Bílastæðasjóð ef allt fé sem innheimt er af húsbyggjendum sem ekki útbúa nægilega mörg bílastæði, fer beint í almennan rekstur. Það er ekki hægt að taka endalaust svæði undir bílastæði og því löngu ljóst að leysa þarf bílastæðamál með bílakjöllurum og jafnvel bílastæðahúsi.

Það er vonandi að eitthvað fari að gerast og að skipulagsyfirvöld fari að átta sig á því að það færist ekki mikið líf í miðbæinn með því að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir. Það hefur löngu sannað sig að fólk sem starfar í miðbænum notar þjónustu þar og er mun sýnilegra en íbúarnir sem setjast upp í sína bíla og hverfa á braut, ekki síst þar sem bílakjallarar eru. Hótel, verslanir, veitingahús, þjónustuaðilar og menningarstarfsemi er það sem fólk vill sjá og upplifa í miðbænum. Gleðilega páska.

Guðni Gíslason ritstjóri.

Auglýsingar

sími 896 4613

gudni@fjardarfrettir.is

Blaðaauglýsingar Vefauglýsingar

Guðrúnarkviða frumsýnd í Gaflaraleikhúsinu

Eyrún Ósk Jónsdóttir er höfundur og leikur öll hlutverkin í sýningunni

Á morgun, föstudag, verður einleikurinn Guðrúnarkviða frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu. Guðrúnarkviða er eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur sem einnig leikur öll hlutverkin í sýningunni. Samnefnd bók eftir Eyrúnu kom út árið 2020 hjá Bjarti og Veröld og vakti hún mikla athygli og fékk góða dóma.

Eyrún ætti að vera Hafnfirðingum vel kunn en hún hefur sent frá sér fjölda bóka og sett upp og skipulagt hina ýmsu listaviðburði hér í Hafnarfirði, m.a gjörninga, listaverkasýningu, leikrit og ljóðaviðburði. Þá hefur hún að undanförnu sent frá sér mörg hlaðvarpsleikrit með hafnfirska listahópnum, Listahópurinn Kvistur.

Guðrúnarkviða fjallar um Guðrúnu sem vaknar í kistu í eigin jarðarför en kann ekki við að trufla athöfnina. ,,Þetta er svona kolsvartur tragískur gamanleikur um meðvirkni. Guðrún hefur alla tíð reynt að láta lítið fyrir sér fara og aldrei viljað vera með vesen. Þegar hún svo vaknar upp í eigin jarðarför áttar hún sig á að hún hefur allt sitt líf verið að þóknast væntingum annarra og getur ekki hugsað sér að trufla þó að líf hennar liggi nú við,“ segir Eyrún.

Eyrún skrifaði verkið fyrst sem leikrit, áður en það kom út sem bók, og sýndi tvær sýningar í Lífsgæðasetrinu í lok árs 2019. Verkið var upphaflega leikstýrt af Hildi Kristínu Thorstensen og það var svo Ólafur Torfason sem samdi tónlistina fyrir leikritið. Einleikurinn átti síðar að fara á svið vorið 2020 og á hinar ýmsu leiklistarhátíðir sumarið 2020 en því var öllu aflýst sökum samkomu­

banns. Þá átti að setja það á svið 2021 en aftur kom til samkomubanns og hátíðum aflýst að nýju.

Verkið er nú enduruppsett í samstarfi við Gaflaraleikhúsið og með aðstoð Bjarkar Jakobsdóttur. ,,Það er mikil gleði að þetta skuli loks verða að veruleika. Og alveg frábært að fá tækifæri til að þróa verkið frekar með aðstoð Bjarkar Jakobsdóttur. Maðurinn minn er auðvitað ánægðastur allra að verkið sé nú að fara í sýningu en hann hefur þurfta að þola að við höfum verið að geyma líkkistu heima hjá okkur í þrjú ár,“ segir Eyrún.

Gaflaraleikhúsið hefur frá upphafi lagt metnað sinn í að sýna ný áhugaverð verk eftir íslenska höfunda og hafnfirska höfunda. Sýningar verða 31. mars og 1. apríl kl. 20.00 og er um klukkutíma að lengd. Hægt er að panta miða á Tix.is

Laugardagur 1. apríl: Fermingar kl. 11 og 13.

Pálmasunnudagur: Fermingar kl. 10, 12 og 13.30.

Skírdagur: Ferming kl. 11.

Föstudagurinn langi: Samvera við krossinn kl. 17. Dagskrá í tali og tónum sem tengist atburðum föstudagsins langa.

Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta og páskaeggjaleit fyrir börnin kl. 8 árdegis. Morgunverður í safnaðarheiminu á eftir.

2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023
www.frikirkja.is

FERMINGAR 2024

Opið er fyrir skráningar í fermingarfræðslu næsta vetrar.

Skemmtileg upplifun og lifandi fræðsla

Skráning: frikirkja.is | Facebook: Fermingarhópur 2024

FERMINGARDAGAR 2024

pálmasunnudagur 24. mars | skírdagur 28. mars | laugardagur 13. apríl 2024

sumardagurinn fyrsti 25. apríl | laugardagur 4. maí | sjómannadagurinn 2. júní

FRÍKIRKJAN Í HAFNARFIRÐI

www.fjardarfrettir.is 3 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023

Vill byggja eldsneytisstöð við Tinhellu

Festi hf. sem rekur m.a. N1, Krónuna og Elko hefur sótt um leyfi til að byggja eldsneytisstöð með bensíni, dísel, dísel litað og metan að Tinhellu 1, á horni Tinhellu og Breiðhellu. Einnig er gert ráð fyrir sölu á AD­Blue vökva og

rúðuvökva. Umsóknin var tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulags­ og byggingarfulltrúa sl. fimmtudag en afgreiðslu málsins var frestað þar sem gögn voru ófullnægjandi.

Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum

Útfararþjónusta

í yfir 70 ár

óskað

Deiliskipulag

í kynningu

Smella þarf þrisvar sinnum á síðu bæjarins til að finna

Þær eru ekki áberandi á vef bæjarins, auglýsingarnar um breytingar á deiliskipulagi í Hafnarfirði. Smella þarf á „Framkvæmdir“, síðan á „Skipulag“ og síðan á „Skipulag í kynningu“ til að sjá auglýsingarnar. Þar eru engar skýringarmyndir, aðeins formlegar tillögur sem

oft eru á mjög þungum PDF skjölum sem notandinn þarf að hlaða niður. Skipulagbreytingar eru mjög sjaldnar auglýstar hér í bæjarblaðinu Fjarðarfréttum en eru birtar að mestu í Fréttablaðinu sem ekki er dreift inn á heimili í Hafnarfirði.

Eftirfarandi auglýsingar má finna núna á vef bæjarins:

• Deiliskipulagsbreyting, Kapelluhraun 2. áfangi - Álhella.

Auglýst: 23.3.2023. Athugasemdarfrestur til: 4.5.2023

• Endurskoðun á deiliskipulagi Hraun vestur, miðbær ­ Hverfisgata 22 ­ Deiliskipulagsbreyting.

Auglýst: 6.3.2023. Athugasemdarfrestur til: 27.4.2023

• Endurskoðun á deiliskipulagi Setbergs ­ Skipulagslýsing

Auglýst: 9.3.2023 - Athugasemdarfrestur til: 6.4.2023

• Sléttuhlíð ­ tillaga að breytingu á deiliskipulagi ­ Deiliskipulag

Auglýst: 23.2.2023. Athugasemdarfrestur til: 11.4.2023

Auglýsingar

sími 896 4613 gudni@fjardarfrettir.is

Styrkir vegna hljóðvistar

Hljóðeinangrun glugga í íbúðarhúsnæði við umferðargötur

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna aðgerða á gluggum húsa við umferðarþungar götur. Styrkir eru veittir til endurbóta á hljóðeinangrun glugga á þeim hliðum húss þar sem hljóðstig reiknast 65 dB(A) eða hærra.

Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl

Nánar á hafnarfjordur.is

4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023
til aðstandenda og
ræðum skipulag sé þess
Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455
Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
Jóhanna Eiríksdóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | u tfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Lóðin Tinhella 1 á mótum Tinhellu og Breiðhellu. Ljósm.: Guðni Gíslason
Blaðaauglýsingar
Vefauglýsingar

PÖNNUTILBOÐ ALLA DAGA

STÓR PIZZA 1.590

www.fjardarfrettir.is 5 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023 PIZZA HUT STAÐARBERGI 2–4, HAFNARFIRÐI
PEPPERONI • HAWAII • MARGARITA EF ÞÚ SÆKIR

Karen Hrönn las til sigurs

Glæsilegur lestur 7. bekkinga í Stóru upplestrarkeppninni

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Víðistaðakirkju 21. mars og kepptu 18 nemendur 7. bekkja grunnskólanna í Hafnarfirði til úrslita í upplestri.

Ingibjörg Einarsdóttir var kynnir og stjórnandi hátíðarinnar en hátíðin hófst með flutningi Talkórs nemenda 4. bekkjar Áslandsskóla og ávarpi forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni.

Emil Arthúr Júlíusson, sigurvegari keppninnar 2022 kynnti skáld keppninnar en í 1. umferð lásu nemendur kafla úr bókinni Blokkin á heimsenda eftir þær Arndísi og Huldu Sigrúnu.

Þá las Lazar Velemir ljóð á serbnesku og eftir stutt hlé flutti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri ávarp.

Vilhjálmur Hauksson, sem varð í 2. sæti keppninnar í fyrra kynnti svo ljóðskáld keppninnar en í 2. umferð lásu nemendur ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og höfðu úr 10 ljóðum að velja.

Í 3. umferð lásu nemendurnir svo ljóð að eigin vali og þá fékk dómnefndin það erfiða verkefni að raða í efstu þrjú sætin.

Viðja Elísabet Magnúsdóttir, nemandi í Tónlistarskóla Hafnarfirði lék svo á flygil fyrir viðstadda áður en úrslitin voru kynnt.

TÓNLISTARSMIÐJA Í ÁSTJARNARKIRKJU

fyrir byrjendur sem lengra komna, 14-75 ára

Allar stundir eru opnar. Verið hjartanlega velkomin!

Í þriðja sæti var Reynir Örn Sigrúnarson úr Setbergsskóla, í öðru sæti var Soffía Karen Björnsdóttir úr Hraunvallaskóla og sigurvegari í ár var Karen Hrönn Guðjónsdóttir úr Áslandsskóla.

Ellý og

Sunna Björk sigruðu

Söngkeppni félagsmiðstöðvanna

Söngkeppni Hafnarfjarðar var haldin í Bæjarbíói Hafnarfjarðar. Níu einstaklingar og einn hópur tók þátt í keppninni sem er keppni milli félagsmiðstöðva grunnskólanna í Hafnarfirði.

Stóðu þau sig öll mjög vel og fengu mjög góð viðbrögð frá áheyrendum í salnum sem voru vel með á nótunum.

Þau Ísak Gunnarsson úr Ásnum og Ellen María Arnarsdóttir úr Verinu stóðu sig einnig mjög vel sem kynnar kvöldsins.

Dómarar keppninnar voru Sigurður Þorri Gunnarsson, tónlistarstjóri Rásar 2, Kjalar Marteinsson Kollmar, söngvari og lagahöfundur og Silja Rós Ragnarsdóttir, söngkona og lagahöfundur og fengu þau það erfiða verkefni að velja sigurvegara í keppninni og gáfu sér góðan tíma í það sem jók á spennu viðstaddra.

Til mikils var að vinna því tveir flytjendur eru valdir áfram í Söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöll í byrjun maí.

Sigurvegar í ár voru Ellý Hákonardóttir úr Ásnum sem söng lagið Strange og Sunna Björk Magnúsdóttir úr Hrauninu sem söng frumsamið lag, Blue butterfly.

Í 3. sæti varð Marta Manuela Estevez úr Öldunni sem söng lagið Summertime Sadness.

Í 2. sæti varð Hrafnhildur Björk Ragnarsdóttir úr Hrauninu sem söng lagið Hopelessly Devoted To You.

6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023
Soffía Karen Björnsdóttir úr Hraunvallaskóla, Reynir Örn Sigrúnarson úr Setbergsskóla og sigurvegari keppninnar Karen Hrönn Guðjónsdóttir úr Áslandsskóla ásamt skólastjórum. Marta Manuela Estevez, Ellý Hákonardóttir, Sunna Björk Magnúsdóttir og Hrafnhildur Björk Ragnarsdóttir. Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason

FLÜGGER HAFNARFIRÐI ER 20 ÁRA!

www.fjardarfrettir.is 7 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023
30% afsláttur af öllum vörum Afslátturinn gildir 27.mars til og með 1.apríl 2023.

Um 7 hektara sinubruni á Óttarsstöðum

Slökkviliði tókst að forða að hús brynnu - Hrörlegt fjárhús varð þó eldi að bráð

Alls brann sina á um 7 ha svæði (70 þúsund fermetrar) í landi Óttarsstaða sl. föstudag.

Slökkvilið var kallað út upp úr hádegi en þá hafði eldur kviknað skammt frá bílastæðum austan við Óttarsstaði. Þar hafði skólahópur Menntaskólanum í Kópavogi verið á ferð með kennara til að sækja hráefni til matargerðar. Einhverjir nemendanna voru með eldfæri sem þeir fóru óvarlega með. Gaus upp eldur sem nemendurnir náðu

ekki að hemja og átti hann eftir að loga í nær sólarhring enda var vindur nokkur.

Slökkvilið með aðstoð björgunarsveita og fl. voru fram á nótt að slökkva í sinubrunanum sem hafði breiðst nokkuð hratt út.

Hafði tekist að forða öllum byggingum frá bruna og þá helst Óttarsstöðum eystri og vestari og Eyðikoti sem í dag er íbúðarhús. Eitt fjárhús sem var orðið mjög lúið varð þó eldinum að bráð.

Morguninn eftir var ennþá smá eldur vestast á svæðinu í gjótum og stekk við Hádegishól auk þess sem reyk lagði frá svæðinu um 260 m SV frá stekknum. Virtist eldurinn vera staðbundinn enda næstum logn á svæðinu. Stekkurinn þar sem mesti reykurinn sást er um 1.300 metrum frá vegarslóðanum að Lónakoti og voru litlar líkur á að eldurinn næði þangað þó það hafi verið nefnt af viðbragðsaðilum.

Um kl. 11 morguninn eftir kom slökkvibíll og bílar með dælur á svæðið og ætlunin var að freista þess til að slökkva í síðustu glæðum.

Mikil sina er á svæðinu enda gömul heimatún en engin beit hefur verið þar í langan tíma. Það virtist bjarga húsum að vel var slegið í kringum þau auk þess sem hraunkantar hindruðu eitthvað útbreiðslu eldsins. Fór eldurinn þó t.d. mjög nálægt sumarhúsinu að Eyðikoti og mátti litlu muna að eldurinn læstist í sjálft húsið.

Eldurinn hefur farið mjög nálægt Eyðikoti en þar sem grasið var þjappað eftir göngu fólks fór eldurinn ekki.

8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023
Óttarsstaðir vestari Óttarsstaðir-eystri Eyðikot Stekkurinn
Ljósm.:
Loftmynd af svæðinu sem sýnir umfang brunans. Hvíti hringurinn sýnir svæði þar sem enn rauk frá á öðrum degi.
Guðni
Gíslason Það voru ekki aðeins atvinnumenn sem börðust við eldinn. Sumarhúsið að Eyðikoti slapp naumlega við eldinn. Aðstæður voru nokkuð erfiðar til slökkvistarfa.
Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason SJÁ NÁNAR:
Fjárhúsið sem brann.

Kjósum um Carbfix í Straumsvík

Árið 2007 fór fram íbúakosning um stækkun álversins í Straumsvík. Framkvæmd kosninganna var góð og niðurstaða fékkst í málið sem staðið hefur til þessa dags. Sú hefur ekki alltaf verið raunin í sambærilegum kosningum, að sátt myndast um niðurstöðuna.

Nú vinnur Carbfix að því að byggja móttöku­ og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna af efninu á hverju ári, sem m.a. annars verður flutt inn til landsins, með því að dæla því niður í jörðina þar sem það steinrennur með tíð og tíma.

Í matsskýrslu vegna áætlananna og í máli fulltrúa Carbfix kemur fram starfseminni fylgir hætta á aukinni jarðskjálftavirkni á svæðinu. Jafnframt

31. MARS

Drepfyndinn einleikur eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur sem einnig leikur öll hlutverk í sýningunni.

Síðasta frumsýning í Víkingastræti Sýningar: 31. mars og 1. apríl kl. 20.00 Miðasala á tix.is

fela þær í sér hafnargerð og svo sé vitnað í formann bæjarráðs þá er kostnaður við uppbygginguna níu milljarðar.

Hér er komið tilefni til að efna til nýrra íbúakosninga um uppbyggingu í Straumsvík. Það er eðlilegt að bæjarbúar séu spurðir að því hvort þeir séu fylgjandi starfsemi á svæðinu sem felur í sér jarðskjálftahættu svo nærri byggð. Þá er mikill kostnaður vegna hafnargerðarinnar einnig umdeilanlegur.

2007 höfnuðu Hafnfirðingar frekari þungaiðnaði á Straumsvíkursvæðinu. Ef til stendur að breyta þeirri ákvörðun er eðlilegt að spyrja bæjarbúa álits.

Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði

Laus störf hjá

www.fjardarfrettir.is 9 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023
hfj.is/atvinna
Hafnarfjarðarbæ
Auglýsingar í bæjarblaðinu • Blaðaauglýsingar • Vefauglýsingar sími 896 4613 gudni@fjardarfrettir.is Eru forsendur útgáfu. Vilt þú tryggja óháðan fréttamiðil?
Davíð Arnar Stefánsson
GUÐRÚNARKVIÐA FRUMSÝNING
www.gaflaraleikhusid.is

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur áhyggjur af Hafnarfirði

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kennir Samfylkingu um erfiða fjárhagsstöðu

Bæjarstjórn Hafnarfjaraðr hefur borist bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem lagt var fram á fundi bæjarráðs 23. mars sl.

Þar segir: „Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar fyrir A­hluta..“

UPPFYLLIR EKKI SKILYRÐI

Þar er m.a. lágmarksviðmið að framlegð sé 11% miðað við 110% nettóskuldir sem hlutfall af tekjum sem gert er ráð fyrir á fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir 2023. Hafnarfjarðarbær gerir aðeins ráð fyrir 8,9% framlegð sem er undir viðmiðum eftirlitsnefnarinnar.

Þá er gerð krafa að rekstrarniðurstaða sé yfir núlli en skv. fjárhagsáætlun bæjarins er gert ráð fyrir að hún verði 1,5%.

Þrátt fyrir bráðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórn er heimilt að víkja frá

skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 bendir EFS sveitarstjórn á að árið 2026 þurfi að uppfylla framangreind skilyrði.

Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum. Sveitarstjórn er jafnframt hvött til að hafa samband við eftirlitsnefnd óski hún eftir upplýsingum eða leiðbeiningum.

ÁHYGGJUEFNI FYRIR BÆJARBÚA

Í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarráði segir:

„Enn og aftur eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur að fá viðvörunarbréf frá stjórnvöldum þar sem gerð er athugasemd við lausatök þeirra við fjármálastjórn í bænum. Meirihlutinn fékk einnig viðvörunarbréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2021 sem lagt var fram í bæjarráði þann 28. júlí sl. Þetta er áhyggjuefni fyrir bæjarbúa

samkvæmt fjárhagsáætlun 2023, ásamt lágmarksviðmiði EFS miðað við nettó skuldir hlutfalli við tekjur.

þessarar hagræðingarkröfu fjárhagsáætlunar þegar tæpir þrír mánuðir eru liðnir af árinu.“

SMÁVÆGILEG FRÁVIK

Þrátt fyrir bráðbirgðaákvæði VII sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórn er heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framangreind skilyrði.

Sveitarstjórn ber ábyrgð á fjárhag sveitarfélags og skal gera EFS viðvart telji hún að fjármál sveitarfélags eða einstakar fjárhagslegar ráðstafanir séu ekki samræmi við sveitarstjórnarlög eða fjármál sveitarfélags stefni að öðru leyti óefni. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar

og nauðsynlegt að snúa við þessari óheillaþróun. Í þessu samhengi er minnt á hagræðingarkröfu upp á 500 milljónir í fjárhagsáætlun þessa árs.

Enn bólar ekkert á tillögum á útfærslu

Umhverfisvaktin

Aðeins 12 áhugasamir hópar komast að

Öllum félögum, samtökum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að taka

þátt í Umhverfisvaktinni og sjá um hreinsun á skilgreindu landsvæði gegn fjárstyrk. Hafnarfirði er skipt upp í tólf svæði.

Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl

Nánar á hafnarfjordur.is

Í meirihluta fulltrúa Sjáflstæðisflokks og Framsóknarflokks segir: „Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur lagt mikla áherslu á að ná tökum á gríðarlega erfiðri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar eftir áralanga óstjórn Samfylkingarinnar í bænum. Bæjarfélagið var um árabil undir sérstöku eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og þurfti í raun að bera allar fjárhagslegar ákvarðanir undir nefndina. Árið 2017 losnaði Hafnarfjarðarbær síðan undan því oki og skuldaviðmið og aðrir fjárhagslegir þættir hafa snarbreyst til betra horfs. Í ábendingum núna um smávægileg frávik frá viðmiðun um framlegð bendir eftirlitsnefndin á að árið 2026 þarf að uppfylla það skilyrði. Meirihlutinn stefnir ótrauður áfram að því að styrkja fjárhag sveitarfélagsins með ráðdeild og ábyrgð í rekstri.“

Níu deildu með sér 2 milljónum til húsverndar

Menningar­ og ferðamálanefnd samþykkti á fundi sínum 22. mars að veita samtals 2 milljónum kr. í styrki til viðhalds og endurbóta eldri húsa, Eftirtaldir fengu styrki: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, Kirkjuvegur 3, 350.000 kr.

Anna Jónsdóttir, Merkurgata 9B, 250.000 kr.

Auðun Helgason, Lækjargata 3, 250.000 kr.

Sigurjón Elíasson, Lækjargata 8, 250.000 kr.

Davíð Arnar Stefánsson, Suðurgata 38, 200.000 kr.

Davíð Snær Sveinsson, Suðurgata 35B, 200.000 kr.

Hilmar Þór Jóhannsson, Hverfisgata 63, 200.000 kr.

Svanhvít Gunnarsdóttir, Kirkjuvegur 5, 200.000 kr.

Ófeigur Hreinsson, Suðurgata 25, 100.000 kr.

Ekki kemur fram í fundargerð í hvað styrkirnir eru ætlaðir.

Hafnarfjarðarbær auglýsti í janúar eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins væri að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa í Hafnarfirði og veitir styrki til viðhalds og endurbóta.

Erfitt er að finna upplýsingar á vef bæjarins um tilvist húsverndarsjóðs eða nánari úthlutunarreglur úr þeim sjóði. Hann finnst ekki með því að nota leitartólið á vefnum en þegar skoðaðar eru samþykktir bæjarins má finna „Samþykkt um styrki til húsverndar í Hafnarfirði“ þó skjalið heiti samt „Reglugerd­husverndarsjods­Hafnarfjardar.pdf“

Eru reglurnar samþykktar af menningar­ og ferðamálanefnd en ekki

staðfestar af bæjarstjórn. Hvergi er að finna samþykktir um húsverndarsjóð Hafnarfjarðar né er að finna í fjárhagsáætlun fyrir 2023 framlag til styrkjanna eins og segir í Samþykkt um styrki til húsverndar.

10 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023
Hafnarfjarðarbær b.t. bæjarstjórnar Strandgötu 6 220 Hafnarfirði Reykjavík 28. febrúar 2023 Efni: Fjárhagsáætlun 2023 Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar fyrir A-hluta samkvæmt neðangreindri töflu. töflunni fyrir neðan má sjá rekstrarniðurstöðu, framlegð og veltufé frá rekstri fyrir sveitarfélagið
forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum Sveitarstjórn er jafnframt hvött til að hafa samband við eftirlitsnefnd óski hún eftir upplýsingum eða leiðbeiningum. Eftirlitsnefndin óskar eftir að bréfið verði lagt fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu. Fyrir hönd Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga Þórir Ólafsson formaður Gústav Aron Gústavsson
3
Kirkjuvegur Kirkjuvegur 5 Ljósm.:
Ljósm.:
Guðni Gíslason
Guðni Gíslason

Keilir eflir barna­ og unglingastarfið

Þjálfurum fjölgað til að geta tekið við fleiri börnum og ungmennum í golf

Um 200% fjölgun hefur verið undanfarin ár í barna­ og unglingastarfi hjá Golfklúbbnum Keili að sögn Karls Ómars Karlssonar, íþróttastjóra Keilis en hann er staddur á Spáni í 62 manna hópi á vegum Keilis en 35 krakkar eru þar í æfingabúðum.

„Vegna þessa áhuga hefur Keilir ákveðið fjölga þjálfurum og efla þannig starfið til muna,“ segir Karl.

ÞRÍSKIPT STARF

„Það má segja að barna­ og unglingastarfið skiptist í þrennt, við erum með Golfleikjaskólann á sumrin fyrir 5­11 ára krakka og hefst hann strax eftir að skóla lýkur í vor. Svo erum við með almennar æfingar fyrir börn frá leikskólaaldri til 21 árs ungmenna. Þar eru æfingar 10­11 mánuði ári og tvisvar til þrisvar í viku. Auk þess er hægt að taka þátt í afreksefnastarfi og afreksstarfinu fyrir keppnishópana í golfi. Keppnishópar eru allt frá 9 ára aldri og upp í fullorðna.“

FRÁBÆR AÐSTAÐA

Aðspurður segir Karl að æfingaaðstaðan á Hvaleyrinni sér gríðarlega

góð. „Á veturnar er frábær aðstaða hjá okkur í Hraunkoti en þar eru fullkomnir golfhermar, púttvöllur og félagsaðstaða,“ segir Karl og bætir við að úti undir skýli sé líka mjög góð aðstaða á

skv. mottusvæði sem hægt er að slá kúlu út á völl í skjóli fyrir vindum. Segir hann að þar sé hægt að æfa fjölbreytt högg og hafa leiðsögn kennara.

BJÓÐA KYNNINGAR Í VOR

Golfklúbburinn Keilir ætlar í vor að bjóða nemendum 4., 5. og 6. bekkja grunnskóla í Hafnarfirði að koma í heimsókn í Hraunkotið með umsjónarkennara til að fá kynningu á golfíþróttinni. Umsjónakennarar þessa bekkjardeilda í Hafnarfirði geta haft samband við Keili og fengið golfkynningu í 2­3 klst. í maí og fyrir skólalok. Eftir það verður nemendum boðið til að mæta á golfæfingar í nokkur skipt sér að kostnaðarlausu.

Hvetur Karl umsjónarkennara til að hafa samband við sig sem fyrst. Senda má fyrirspurnir á kalli@keilir.is

Útiæfingasvæðið í Hraunkoti þar sem hægt er að æfa mismunandi högg þó úti blási.

www.fjardarfrettir.is 11 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023
Ísak Jasonarson, einn af þjálfurum Keilis með áhugsömum kylfingum á mottuæfingasvæðinu Ungir kylfingar æfa að slá eins nálægt og holu mögulegt er. Góð aðstaða er til að leiðbeina kylfingum með mismunandi högg. Ljósm.: Guðni Gíslason
Ljósm.:
Ljósm.: Guðni Gíslason Guðni Gíslason

Smáragarður byggir 3.600 m² hús fyrir Kambstál við Tinhellu

Fyrsta skóflustungan að nýju verksmiðjuhúsi fyrir Kambstál ehf var tekin sl. föstudag að Tinhellu 3­9 í Hafnarfirði.

Kambstál var stofnað árið 2018 af Árna B. Halldórssyni, en er í dag í meirihluta eigu Norvik hf.

Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í vinnslu á steypustyrktarjárni á Íslandi með því að klippa og beygja járn í tölvustýrðum vélum fyrir byggingariðnaðinn. Með því að fá járnið sent klippt og beygt á verkstað þá minnkar sóun mikið og vinnutími á verkstað styttist talsvert. Kambstál tekur einnig að sér samsetningar og flytur þá einingar tilbúnar á verkstað.

Fyrsta skóflustungan var tekin sl. föstudag

Einnig er boðið upp á alla fylgihluti fyrir kambstál ásamt ýmsum lausnum varðandi uppsteypu.

Fyrirtækið er í dag með starfsemi að Íshellu 1 og hefur vaxið mjög hratt og er þörf á stærra húsnæði. Fasteignafélagið Smáragarður mun byggja 3.600 fermetra húsnæði sem er hannað með þarfir Kambstáls í huga. „Öll aðstaða verður mun betri, brúkranar verða í húsinu ásamt stærri lager og betra útisvæði. Öll aðstaða til fram­

leiðslu verður mun betri í nýja húsnæðinu,“ segir Birgir Örn Friðjónsson, framkvæmdastjóri Kambstáls. Í dag starfa 15 manns hjá Kambstáli.

Þau sem tóku skóflustunguna voru, Guðmundur H. Jónsson, stjórnarformaður Kambstáls og Smáragarðs, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Árni B. Halldórsson stofnandi Kambstáls.

Bjartir dagar - hugmyndir

Óskað er eftir hugmyndum að dagskrá Bjartra daga sem fagna 20 ára afmæli í ár. Hátíðin í ár hefst á sínum upprunalega tíma 1. júní en ekki síðasta vetrardag eins og undanfarin ár.

Umsóknarfrestur um örstyrki er 20. apríl nk.

12 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023
á hafnarfjordur.is
Nánar
Ljósm.:
Starfsfólk Kambstáls og fulltrúar Smáragarðs ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar.
Guðni Gíslason
Birgir Örn Friðjónsson, Guðmundur H. Jónsson og Árni B. Halldórsson. Guðmundur H. Jónsson, Rósa Guðbjartsdóttir og Árni B. Halldórsson.
Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason
Lóð Kambstáls er við Tinhellu 3-9, gegnt malbinarstöðinni Colas.
Ljósm.: Guðni Gíslason

Bílastæðamál

Framhald af forsíðu

FRAMTÍÐIN

Ekkert varð úr heildarendurskoðun deiliskipulags miðbæjar Hafnarfjarðar sem þó hafði verið lögð töluverð vinna í og í þess stað var farið í að endurskoða miðbæjarskipulagið í áföngum. Fyrsti áfangi þess var endurskipulagning á svæði sem nefndur er reitur R1 og afmarkast af Strandgötu, Austurgötu og Linnetsstíg. Ljóst er að íbúum mun fjölga mikið á því svæði og bílastæðum fækka verulega. Sama er líklegt að gerist á reit R2 sem afmarkast af Fjarðargötu, Strandgötu og Linnetsstíg. Verði þar ekki gerð krafa um bílastæðahús mun bílastæðum fækka þar verulega líka.

60-70% FJÖLGUN GESTA

Guðmundur Bjarni segir að nú sé hafin vinna við mikla stækkun Fjarðar með fjölmörgum íbúðum, hótelíbúðum, bókasafni og verslunum.

„Þegar allt er tekið til má áætla að fjölgun gesta í miðbænum geti verið 60­70% og fjölgun starfsmanna um 10­20%. Því þarf að bæta við að lágmarki 200­250 bílastæðum,“ segir Guðmundur Bjarni sem fagnar því að vilji sé til þess hjá bæjaryfirvöldum að skoða bílastæðamálin í miðbænum.

Lions gaf Hrafnistu æfingatæki

Páskatónleikar

Boðunarkirkjan Álfaskeiði 115 Hafnarfirði

8. apríl kl. 15:00

Minnumst síðustu kvöldmáltíðar, Krossfestingar og upprisu Jesú Krists í tali og tónum.

Flutt verða einsönglög, dúettar og kvartettar sem tengjast páskahátíðinni á einn eða annan hátt

Flytjendur: Elín Ósk Óskarsdóttir, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir, Reynir Bergmann Pálsson, Jóhann Grétarsson, Kjartan Ólafsson. Magnea Sturludóttir forstöðumaður fræðir okkur um tilurð páskana.

Meðleikarar og hljómsveit: Kjartan Ólafsson, Jóhann Grétarsson, Geir Jón Grettisson, Konráð Félsted og Elín Ósk Óskarsdóttir. Kynnir á tónleikunum er Þórdís Malmquist.

Allir hjartanlega velkomnir

er það eitt af mjög mörgum sem þeir hafa gefið sjúkraþjálfunardeild Hrafnistu við Hraunvang.

Enginn aðgangseyrir

www.fjardarfrettir.is 13 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023
Lionsklúbbur Hafnarfjarðar kom færandi hendi á Hrafnistu í lok febrúar. Gaf klúbburinn NuStep æfingatæki og Frá vinstri:Magnús Jónsson, Úlfur Atlason formaður, Jón Rúnar Jónsson, Magnúst Ingjaldsson. Á hjólinu er Halldór Svavarsson. Víða á eftir að byggja í miðbænum, þar sem nú eru bílastæði. Miðbæjarskipulagið frá 2001. Ljósm.: Guðni Gíslason

Að æfa hestaíþróttir

Félagshús Sörla

Frá árinu 2017 hefur Hestamannafélagið Sörli rekið félagshesthús með það að markmiði að auka nýliðun í hestamennsku á faglegan og heilbrigðan hátt undir stjórn leiðbeinenda, yfirþjálfara og framkvæmdastjóra félagsins.

Þessi starfsemi hefur notið mikilla vinsælda en skipulagt starf er meðal barna og unglinga þar sem að þau geta æft íþróttina óháð því hvort þau eiga hest eða ekki. Fram til loka ársins 2021 var félagshúsið rekið í leiguhúsnæðum víðsvegar á Sörlasvæðinu en nú fer starfsemin fram í húsnæði sem áður var í eigu Íshesta að Sörlaskeiði 24. Samstarf Sörla og Íshesta hefur gengið mjög vel og er aðstaðan einstaklega góð fyrir bæði menn og dýr en um er að ræða hesthús fyrir 33 hesta, litla reiðskemmu, gerði og góða æfinga­ og kennsluaðstöðu fyrir börn og unglinga.

Helga Katrín Grímsdóttir er ein af þeim fjölmörgu börnum sem hafa fengið tækifæri til að æfa hestaíþróttir með tilkomu félagshússins. Hún er í sjötta bekk og veit ekkert skemmtilegra en að æfa hestaíþróttir. Helga Katrín byrjaði að æfa hestaíþróttir hjá Sörla fyrir þremur árum. Hvorki foreldrar hennar, né aðrir nánir aðstandendur stunda íþróttina en langafi hennar átti hesta. Helga Katrín hefur eignast góða vini í félagshúsinu, bæði mannfólk og hesta. Helga Katrín segir foreldra sína vera mjög ánægða með að hún æfi hestaíþróttir og að þau séu dugleg að hvetja hana áfram. Skemmtilegast þykir henni að æfa hindrunarstökk og að keppa. Helga Katrín fékk hryssuna Spá frá Hafnarfirði að láni hjá vinkonu sinni Maríu Rúnarsdóttur og keppti í

SKÁK

fyrsta sinn í hestaíþróttum á vetrarleikum Sörla sem fram fóru þann 25. febrúar sl. Helga Katrín og Spá gerði sér þá lítið fyrir og sigraðu í sínum flokki. Aðspurð um hver markmið hennar séu varðandi hestaíþróttina segist Helga Katrín ætla að nota fermingapeningana til að kaupa sér hest og halda áfram að æfa hestaíþróttir og að keppa.

FYRIR BYRJENDUR

Skákdeild Hauka hefur aftur barnastarf fyrir byrjendur á grunnskólaaldri þriðjudagunn 4. apríl

Kennt verður apríl/maí og byrjar svo aftur í haust. Miðað er við að nemendur kunni mannganginn.

Kenndar verða byrjanir, endatöfl og taktík fyrir byrjendur.

Kennt verður í Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum á þriðjudögum á milli kl 17.00 og 18.30.

Kennari er Jóhann Arnar Finnsson. Skráning og fyrirspurnir fara fram á netfanginu haukarskak@simnet.is (Hægt er að koma með fyrirspurnir en ekki skráningu í síma 821 1963 Auðbergur)

Hlökkum til að sjá ykkur!

Skákdeild Hauka

GG verk bauð lægst

Tæplega þrír milljarðar fyrir 8.700 m² í Firði

Stjórn Sörla hvetur foreldra og börn að kynna sér starfsemina í félagshúsi Sörla þar sem öll börn geta stundað þessa frábæru íþrótt með því að senda tölvupóst á felagshus@sorli.is María Rúnarsdóttir, ritari stjórnar hestamannafélagsins Sörla.

Tilboð voru opnuð á þriðjudag í bygginu um 8.700 m² viðbyggingar við verslunarmiðstöðina Fjörð. Alls bárust 3 tilboð í verkið og átti GG­verk lægsta tilboðið, tæpa 2,9 milljarða kr. sem var 9,9% yfir kostnaðaráætlun.

Íslenskar aðalverktakar áttu tilboð upp á 3,1 milljarð og ÞG verk átti tilboð upp á tæpa 3,3 milljarð sem var 24% yfir kostnaðaráætlun.

Eftir er að meta tilboðin og semja við þanna sem átti hagstæðasta tilboðið.

Hvað fær fólk til að gera svona?

Svona var umborfs við Krýsvíkurveginn gegnt Hrauntungustígnum á sunnudagsmorgun. Rusl lá á víð og dreif í vegkantinum og greinilegt að einhver hafði hent þessu viljandi. Viðkomandi hefur ekki farið inn á hliðarslóða til að ekki sæist til hans eins og ýmsir skussar hafa gert. Þarna er ekki einu sinni útskot til að stoppa.

Þarf Sorpa að vera opin lengur?

Sorpa er þarna skammt frá, en allnokkur dæmi er um að umhverfissóðar losi sig við rusl á nágrenninu þegar þeir koma að lokaðri stöðinni.

Íbúi sem sendi þessar myndir segir að reynandi væri að hafa a.m.k. einn ruslagám utan við Sorpu á lokunartíma til að minnka líkur á sóðaskap sem þessum eða stöðina opna lengur.

14 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023
Helga María á Spá ásamt Maríu eigenda hestsins. Draslið í vegkanti Krýsuvíkurvegar. Dúfnakofarnir og Vellir í fjarska.

Einbýlishúsalóðir í Áslandi 4

Úthlutun

lóða í fyrsta áfanga uppbyggingar í Áslandi 4 gengur vel. Örfáar lóðir eru enn lausar til úthlutunar fyrir áhugasama. Ásland 4

Opið er fyrir umsóknir á mínum síðum Nánar á hafnarfjordur.is

Deiliskipulag vegna hótelstækkunar samþykkt

Íbúum finnst ekki tekið tillit til þeirra viðhorfa - Útsýni verulega skert

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum fyrir hálfum mánuði að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina

Víkingastræti 2, þar sem Gaflaraleikhúsið stendur núna.

Gert er ráð fyrir miklu stærra húsi á lóðinni og mun hærra húsi en þar hefur verið og þykir nágrönnum sem freklega sé gengið á þeirra rétt.

Í mars var tillögu um 2.481 m² byggingu hafnað en skv. deiliskipulagstillögunni sem nú verður auglýst til athugasemda er gert ráð fyrir 3.510 m² húsi.

Það er hæðin á húsinu sem fer fyrir brjóstið á íbúum á Hamrinum en skv. skýringaruppdráttum er aðalþak hæstu byggingarinnar um 8,2 m hærra en þakhæð núverandi bygging og verður 14,1 m. Skv. meðfyljgandi myndum stendur svo þakstrýta þar upp úr.

30 ára

Hugmyndir að útliti nýja hússins við hlið núverandi hótels við Víkingastræti.

Hér

leikskóli

Hlíðarberg fagnaði 30 ára afmæli sínu

Leikskólinn Hlíðarberg fagnaði 30 ára afmæli sínu fyrir skömmu. Buðu börnin foreldrum í afmælisveislu og að sjálfsögðu var afmæliskaka og kaffi.

Krakkarnir höfðu gert glæsilegar kórónur og skreytt sig í framan og á veggjum héngu listaverk tileinkuð afmælinu.

Hlíðarberg var fyrsti leikskólinn í Setbergshverfinu en Hlíðarendi fagnaði 25 ára afmæli sínu sama dag.

www.fjardarfrettir.is 15 FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023
er náttúruperla í suðurhlíðum Ásfjalls.
má sjá hversu stór nýbyggingin er miðað við núverandi byggingu þar sem Gaflaraleikhúsið er núna. Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason Kakan var greinilega girnileg.

VÅRKÄNSLA vor·sjensla

Hvernig hljómar IKEA?

16 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 30. MARS 2023
© Inter IKEA Systems B.V. 2023

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Fjarðarfréttir 30. mars 2023 by Fjarðarfréttir - Issuu