Fjarðarfréttir 18. maí 2023 - Hafnfirsk æska - 6. tbl. 21. árg

Page 1

Æskulýðs- og íþróttafélögin og Hafnarfjarðarbær bjóða upp á fjölbreytt starf í sumar sem ætti að uppfylla kröfur flestra.

Í boði eru námskeið í skemmri tíma og æfingar í allt sumar svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Skoðið vel það sem í boði er og foreldrar eru hvattir til

að hvetja börnin sín til að taka þátt og jafnframt að prófa eitthvað nýtt. Hafnarfjörður er ævintýraheimur út af fyrir sig með sitt magnaða umhverfi frá fjöru til fjalla og börn og fullorðnir hvattir til að njóta þess í leik og göngu um okkar fallega bæjarstæði.

Í þessu blaði er sumarstarf fjölmargra félaga kynnt en blaðið er gefið út í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa Hafnarfjarðar.

Njótum sumarsins og hins glæsilega starfs sem í boði er í Hafnarfirði!

Gleðilegt hafnfirskt sumar!

SKANNAÐU

Skilafrestur: 5. júní

Nýjar verslanir í Firði

www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. maí 2023 | 6. tbl. 21. árg. Upplag 10.000 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili í Hafnarfirði Finndu okkur á www.fjardarfrettir.is öflugur fréttavefur Hafnfirsk
SÉRBLAÐ UM SUMARSTARF Í BOÐI BÆJARHRAUN 10 – HAFNARFIRÐI FASTEIGNASALA SÍÐAN 1983 HRAUNHAMAR.IS SÍMI: 520-7500 www.errea.is Ljósm.: Guðni Gíslason /FJORDUR Kíktu við!
Reykjavík Design & Mini Mi • NOMA
Ís stofan
Svens
Gluggar & garðhús/Álkerfi
æska
Tantastic
Ino Woods í hjarta Hafnarfjarðar NÆSTA BLAÐ fimmtudaginn
8. júní
Útivistarperlan Hvaleyrarvatn

Svipmyndir úr öflugu æskulýðsstarfi

Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason

Ritstjórn og auglýsingar: sími 896 4613 fjardarfrettir@fjardarfrettir.is

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Póstdreifing

ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866

www.fjardarfrettir.is

www.facebook.com/fjardarfrettir.is

Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

leiðarinn

Æskulýðs- og íþróttafélögin í Hafnarfirði halda úti öflugu starfi á sumrin auk þess sem Hafnarfjarðarbær býður upp á námskeið en margt er í boði.

Í blaðinu má finna tilboð frá fjölmörgum félögum en bæjarbúar eru hvattir til að leita á heimasíðum félaganna eða á tómstundavefnum ef upplýsingar er ekki að finna hér.

Hafnarfjarðarbær styður vel við bakið á starfi þessara félaga til þess að börn og ungmenni geti tekið þátt í uppbyggjandi starfi sem eflir bæði líkamlega og andlega heilsu.

Útivist og hreyfing er nauðsynleg öllum, á hvaða aldri sem er, og ekki síst á uppvaxtarárunum. Ekki aðeins eflir hún líkamlega hreysti heldur styrkir einnig andlega líðan. Foreldrar eru hvattir til að njóta útivistar með börnum sínum sem er ekki síður nauðsynleg en gönguferð með hundinn! Útivistarsvæði innan bæjarins og gríðarstórt uppland bæjarins býður upp á ótrúlega möguleika til útiveru en Ratleikur Hafnarfjarðar er tilvalin leið til að kynnast bæjarlandi Hafnarfjarðar en leikurinn nýtur sívaxandi vinsælda meðal allra aldurshópa. Hann er þó sérstaklega góður fjölskylduleikur.

Guðni Gíslason ritstjóri.

2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2023
Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni
Gíslason Ljósm.:
Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni
Guðni Gíslason
Gíslason Ljósm.:
Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Hafnarfjarðarbær

Í

Sumarnámskeið

ALLT SUMAR

SKEMMTILEGUSTU NÁMSKEIÐ SUMARSINS ALLAR UPPLÝSINGAR INNÁ WWW.BFH.IS

Hjólabrettanámskeið

Hjólabrettanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna 6-13 ára. Námskeiðið fer fram í húsakynnum félagsins að Flatahrauni 14 og á útsvæðum

BMXnámskeið

BMXnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna farið verður yfir grunnatriði BMX iðkunar og þeim sem lengra eru komnir verður leiðbeint í flóknari æfingar. Allt námskeiði er utandyra

Fjallahjólanámskeið

Brettafélag Hafnarfjarðar býður uppá þrjú fjallahjólanámskeið

í sumar fyrir byrjendur og lengra komna krakka á aldrinum 9-13

ára. Námskeiði allt utandyra og alla daga verður mæting upp í Brettahús (Flatahraun 14) eða í upplandi Hafnarfjarðar

WWW.BFH.IS Flatahraun 14 BFH@BFH.IS

SIGLINGAKLÚBBURINN

ÞYTUR OPIÐ HÚS

Fimmtudaga kl. 17-22

laugardaga kl. 10-13

ÓKEYPIS – Allir velkomnir!

www.sailing.is

Er hleðsla rafbíla hausverkur í húsfélaginu?

Við aðstoðum við að leysa málið með hagsmuni húsfélagsins að leiðarljósi

Hlutlaus úttekt og ráðgjöf fyrir húsfélög um fyrirkomulag rafbílahleðslu og framkvæmdaáætlun.

Útvegum og berum saman tilboð og aðstoðum við styrkjaumsóknir.

Sumarnámskeið

Sumarnámskeið

Hafnarfjarðarbæjar

Fjölbreytt námskeið og sumartómstund standa börnum og ungmennum á aldrinum 6-13 ára til boða í Hafnarfirði sumarið 2023. Fagleg þjónusta með uppeldisgildi frítímastarfs að leiðarljósi. Mikil áhersla er lögð á sköpun, samveru, útiveru, hreyfingu og leiki. Þátttökugjaldi er stillt í hóf.

Nánari upplýsingar: hfj.is/sumarnamskeid

4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2023 STUÐ STUÐ 0 STUÐ 1 » Þarf stærri heimtaug? » Hvaða lausn hentar best? » Er kerfið búið álagasstýringu? » Sjálfvirkt greiðslu- og innheimtukerfi?
thjonusta@eignaumsjon.is | eignaumsjon.is

FH FRÁLSAR / ATHLETICS SUMARNÁMSKEIÐ

FH FRJÁLSAR / ATHLETICS SUMARNÁMSKEIÐ

1. gaman

2. vinátta

Frábær sumarnámskeið í boði fyrir alla krakka í 1. til 4. bekk

Fyrsta námskeið hefst 12. júní

fh.is/frjalsar

Hægt að tengja saman við önnur námskeið FH

Námskeið og æfingar í boði

fyrir 5. bekk og eldri

leikir

TÆKNINÁMSKEIÐ

í boði fyrir krakka

fædda 2008-2012:

12. - 16. júní

19. - 23. júní

24. - 28. júní

Krakkar fæddir 2013-2017:

1. námskeið 12. - 16. júní

2. námskeið 19. - 23. júní

3. námskeið 26. - 30. júní

4. námskeið 3. - 7. júlí

5. námskeið 10. - 14. júlí

6. námskeið 16. - 11. ágúst

7. námskeið 14. - 18. ágúst

Ath. Ef krakkar skrá sig á tvö námskeið (8 dagar eða meira) er hægt að nýta frístundaafslátt.

www.fjardarfrettir.is 5 FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2023
Skráning á sportabler.com/shop/fh/frjalsar Nánari upplýsingar á fh.is/frjalsar

Oft fyrstu kynni ungmenna af launuðu starfi

Vinnuskóli Hafnarfjarðar er hugsaður sem fyrsti vinnustaður ungmenna þar sem þau fá að upplifa það að vera á vinnumarkaði og læra að vera hluti af honum í öruggu starfsumhverfi. Þetta eru oft þeirra fyrstu kynni af launuðu starfi og þau fá að taka þessi fyrstu skref undir góðri handleiðslu og með sínum jafnöldrum. Bergþór Snær Gunnarsson er umsjónarmaður Vinnuskóla Hafnar-

Vinnuskólinn snýst ekki aðeins um vinnuna sjálfa

fjarðar sumarið 2023 en hann hefur unnið í vinnuskólanum í fjögur ár og unnið sig upp í starfi, úr flokkstjóra í verkstjóra í umsjónarmann. Hann hefur yfirumsjón með framkvæmd og fyrirkomulagi vinnuskólans og sér um að skipuleggja starfið ásamt fleiru frábæru fólki. Bergþór er með Bs. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands.

„Vinnuskólinn snýst ekki aðeins um vinnuna sjálfa heldur er hann líka hugsaður til að virkja ungmenni félagslega, hjálpa þeim að halda rútínu og draga úr félagslegri einangrun á sumrin. Við í Vinnuskólanum leggjum mikið upp úr því að það sé gaman í vinnunni og brjótum upp vinnudagana með jafningjafræðslu, höldum keppni um best hreinsaða beðið og svo er sumarhátíð Vinnuskólans undir lok sumars gulrótin en af henni vill enginn missa,“ segir Bergþór. „Ég var sjálfur í vinnuskólanum öll mín sumur sem unglingur og fannst það virkilega góður staður til þess að fá mína fyrstu reynslu á vinnumarkaði. Það er nefnilega eitt sem einkennir Vinnuskólann að hann verðlaunar þeim sem standa sig vel og því auðvelt að vinna sig upp í eftirsóttustu störfin ef maður stendur sig vel.“

ÖLL Á ALDRINUM 14-17

ÁRA FÁ VINNU Í VINNUSKÓLANUM

Öll hafnfirsk ungmenni á aldrinum 14-17 ára sem sækja um hjá Vinnuskólanum fá vinnu. „Eftir því sem ungmenni eldast og eru orðin reynslumeiri geta þau sótt um fjölbreyttari vinnustaði.“ Allir sem eru á sínu fyrsta ári í unglingadeild fá vinnu í almennum

Hestamannafélagið Sörli er í samstarfi við tvo aðila um reiðnámskeið í sumar; Reiðskóla Íshesta og

Hestaíþróttaklúbbinn

Fákar og fjör

REIÐSKÓLINN hjá Íshestum er starfræktur á félagssvæði Sörla og hefur samstarfið verið í mörg ár og notið mikilla vinsælda meðal ungra bæjarbúa.

hópi í sínu skólahverfi. Strax ári seinna stendur þeim til boða að sækja um á leikjanámskeiðum, listahópi, jafningjafræðslu og fleira. „Við getum að sjálfsögðu ekki orðið að óskum allra en þarna spilar einmitt inn í að duglegir starfsmenn eiga auðveldara með að vinna sig upp. Síðan erum við með fjölbreytt störf í boði fyrir 18 ára og eldri en því miður er ekki hægt að tryggja öllum í þeim aldurshópi vinnu hjá Vinnuskólanum,“ segir Bergþór.

EITT HELSTA VERKEFNI VINNUSKÓLANS ER AÐ

HALDA BÆNUM HREINUM OG FALLEGUM

Vinnuskólinn býður upp á mörg mismunandi störf t.d. vinnu í almennum hópum, hjá íþróttafélögum, í listahópi, í jafningjafræðslu, á söfnum, á leikjanámskeiðum og leikskólum. Aldurstakmörk eru á ákveðna starfsstaði og í ákveðin verkefni og meira í boði eftir því sem ungmennin eldast. Eitt helsta verkefni Vinnuskólans ár hvert er að halda Hafnarfirði hreinum og fallegum. Almennir hópar eru starfandi víðsvegar um bæinn, morgunhópur í miðbænum og nokkrir hópar fyrir 18 ára og eldri sem sjá t.d. um slátt og gróðursetningu blóma.

Hann verður því að sjálfsögðu með sama sniði og undan farin ár. Í reiðskólanum er einungis verkleg kennsla sem fer fram í gegnum leik og starf með hestunum.

Foreldrum er síðan boðið að koma á sýningu í reiðhöll Sörla síðasta kennsludag. Námskeiðin hafa verið afar vinsæl og mjög vel sótt í gegnum tíðina.

Skráning og frekari upplýsingar: www.ishestar.is/reidskoli-ishesta-og-sorla/

FÁKAR OG FJÖR - Síðustu sumur hefur Sörli einnig verið í samstarfi við þær Sif og Karen sem hafa nú um árabil rekið hestaíþróttaklúbbinn Fákar og fjör. Þær sjá um reiðkennslu á sumarnámskeiðum sem verða kennd í yndislegu umhverfi á Álftanesi. Námskeiðin eru sannkölluð ævintýranámskeið og henta vel fyrir bæði byrjendur og krakka sem hafa stundað hestamennsku eða eiga jafnvel eigin hest og geta komið með hann.

Skráning og frekari upplýsingar á fésbókarsíðunni Reiðskólinn Fákar og fjör.

6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2023
Gíslason KYNNING
Bergþór Snær Gunnarsson, umsjónarmaður Vinnuskóla Hafnarfjarðar Ljósm.:
Guðni

Golfskóli Keilis

Fyrir stráka og stelpur fædd 2011 og yngri

Markmið skólans er að fyrstu kynni af golfi eru

jákvæð og það er gaman að leika golf

12 ára og yngri

1 12. - 16. júní kl. 9:00 - 12:00

Fimm dagar (mán. til fös.)

Verð: 15.000 kr.

3 10. - 14. júlí kl. 9:00 - 12:00

Fimm dagar (mán. til fös.)

Verð: 15.000 kr.

5 24. - 27. júlí kl. 9:00 -12:00

Fjórir dagar (mán. til fim.)

Verð: 12.000 kr.

2 26. - 30. júní kl. 9:00 - 12:00

Fimm dagar (mán. til fös.)

Verð: 15.000 kr.

4 17. - 19. júlí kl. 9:00 - 12:00

Þrír dagar (mán. til mið.)

Verð: 9.000 kr.

6 8. - 11. ágúst kl. 9:00 - 12:00

Fjórir dagar (þri. til fös.)

Verð: 12.000 kr.

7 14. - 16. ágúst kl. 9:00 - 12:00

Þrír dagar (mán. til mið.)

Verð: 9.000 kr.

golfleikjanámskeiðunum verður viðkomandi með aukaaðild að Golfklúbbnum Keili. Innifalið er aðgangur að Sveinskotsvelli.

Með að taka þátt á

Umsjón með golfleikjaskólanum hefur Karl Ómar Karlsson

íþróttastjóri Keilis og veitir hann allar nánari upplýsingar á

netfangið kalli@keilir.is

Einnig eru flokkstjórar og leiðbeinendur á vegum Keilis

frá hópi afrekskylfinga.

Skráning hefst 1. maí rafrænt á skráningarformi á

https://www.sportabler.com/shop/gk

Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna inn á keilir.is undir liðnum íþróttastarf og golfleikjaskóli.

www.fjardarfrettir.is 7 FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2023

Sumaríþróttaskóli

Sumarið 2023 bjóða Haukar upp á námskeið við Skráning á öll námskeið fara

Fjölgreinaskólinn

6-12 ára / 2011-2016

Aðrar íþróttir innan félagsins prófaðar og leitast eftir að allir finni eitthvað við sitt hæfi

Leikjaskólinn

6-12 ára / 2011-2016

Fjölbreytt dagskrá. Farið verður í sundferðir, ratleiki, hjólatúra og leiki

Fótboltaskólinn

6-12 ára / 2011-2016

Fótboltaæfingar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Farið í allskonar æfingar og leiki

8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2023
Vika Fjölgreinaskólinn 2011-2016 Leikjaskólinn 2011-2016 Fótboltaskólinn 2011-2016 Körfuboltaskólinn 2011-2016 Handboltaskólinn 2011-2016 12.-16. júní kl. 9-12 Kl. 13-16 Kl. 9-12 Kl. 9-12 Kl. 19.-23. júní kl. 9-12 Kl. 13-16 Kl. 9-12 Kl. 9-12 Kl. 26.-30. júní kl. 9-12 Kl. 13-16 Kl. 9-12 3.-7. júlí Kl. 9-12 10.-14. júlí Kl. 9-12 17.-21. júlí Kl. 9-12 24.-28. júlí Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað 31. júlí-4. ágúst Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað 8.-11. ágúst (4 dagar) kl. 9-12 Kl. 13-16 Kl. 9-12 Kl. 9-12 Kl. 14.-17. ágúst (4 dagar) kl. 9-12 Kl. 13-16 Kl. 9-12 Kl. 9-12 Kl.

Sumaríþróttaskóli Hauka

allra hæfi, bæði fyrir byrjendur og lengra komna

Körfuboltaskólinn

6-12 ára / 2011-2016

Körfuboltaæfingar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Farið í allskonar æfingar og leiki

Handboltaskólinn

6-12 ára / 2011-2016

Handboltaæfingar bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Farið í allskonar æfingar og leiki

Íþróttaleikskólinn

5 ára / 2017

Kynning á íþróttum innan félagsins og leikir á svæðinu

Nánari upplýsingar um öll námskeið má finna á heimasíðu félagsins, Haukar.is undir liðnum sumaríþróttaskóli

Einnig erum við á Facebook facebook.com/iþrottaskolihauka

www.fjardarfrettir.is 9 FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2023
fram í
Handboltaskólinn 2011-2016 Íþróttaleikskólinn 2017 9-12 9-12 Lokað Lokað Lokað Lokað 9-12 Kl. 9-12 9-12
fara
gegnum Sportabler

Valdeflandi vettvangur fyrir ungt hafnfirskt listafólk

Skapandi sumarstörf Hafnarfjarðarbæjar eru stökkpallur fyrir framtíðina

Síðan 2021 hefur Hafnarfjarðarbær starfrækt Skapandi sumarstörf í annarri mynd en áður var. Nú sækir ungt fólk á aldrinum 18-25 ára, eitt eða í hóp, um þátttöku með ákveðna hugmynd eða verkefni í huga. Hefur þessi nýja nálgun verið í þróun síðustu tvö ár og gefist einstaklega vel.

Við val á verkefnum er horft til ýmissa þátta eins og gæði umsóknar, tengingar við Hafnarfjörð og fjölbreytileika listforma. Klara Elíasdóttir er verkefnastjóri Skapandi sumarstarfa og hefur verið síðustu tvö árin. Margrét Gauja Magnúsdóttir deildarstjóri ungmennahúsa Hafnarfjarðar kemur að vali verkefna og hýsingu þeirra yfir sumartímann.

SNÝST UM AÐ ÖFLUGT

UNGT LISTA FÓLK FINNI

SÍNA RÖDD OG SÍNA LEIÐ

„Ellefu einstaklingar fá ráðningu og tækifæri til að láta ljós sitt skína með framkvæmd á eigin hugmynd og verkefni. Hópurinn fylgir hugmynd sinni eftir í átta vikur, er á launum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar og með aðsetur í Ungmennahúsinu Hamrinum. Öll verkefnin hingað til hafa raungerst og verið bæjarbúum til sóma,“ segir Margrét Gauja. Verkefnin hafa hlotið viðurkenningar og tilnefningar meðal annars til Edduverðlaunanna og unnið Íslensku tónlistarverðlaunin og Jólasögu Borgarbókasafnsins. Framhaldsskólar hafa sett upp leiksýningar byggðar á leikritum sem samin hafa verið hjá Skapandi sumarstörfum og hafa menningarhús og stofnanir bæjarins; Bæjarbíó, Hafnarborg

Klara Elíasdóttir (standandi) með hópi í skapandi sumarstörfum.

og Bókasafn Hafnarfjarðar fengið að njóta hæfileika þessa unga fólks.

„Þessi tækifæri til sköpunar og mótunar á list sinni hafa gert listafólkinu

Allir geta tekið þátt!

kleift að sækja um listaskóla erlendis, til kynninga á verkefnum sem opnar á annað samstarf og samlegð milli verkefna. Skapandi sumarstörf eru

valdeflandi vettvangur fyrir ungt fólk til að finna rödd sína innan sköpunar og koma henni á framfæri undir dyggri handleiðslu Klöru Ósk Elíasdóttur“.

HEKLISGERÐI, HUGARHEIMUR UNGS FLÓTTAFÓLKS OG FJÖLLIST UM HULDUFÓLK

Skapandi sumarstörf sumarið 2023 lofa góðu. Hellisgerði verður 100 ára í ár og í tilefni þess verður ung handverkskona með prjóna graffití og breytir garðinum í Heklisgerði. Ný tónlist verður samin, gefin út og flutt um allan bæ í allt sumar. Blað tileinkað ungu fólki verður gefið út, gerð stuttmynd um hugarheim ungs flóttafólks og þversnið af íbúum bæjarins gerð skil á sérstökum vef. Önnur spennandi verkefni snúa að fjöllist um huldufólk bæjarins, málun myndlistaverka og dansverkum gerð skil með ljósmyndun. Hafnarfjörður mun iða af sköpun í sumar, af verkum og verkefnum sem mun skila sér svo margfalt til bæjarbúa, en síðast en ekki síst, til unga listafólksins okkar til framtíðar litið.

Markmiðið með leiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu upplandi Hafnarfjarðar og um leið að vekja athygli á þeim fjölmörgu perlum sem leynast í okkar næsta nágrenni.

Ratleikur

10 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2023
Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason
Margrét Gauja Magnúsdóttir, deildarstjóri ungmennahúsa Hafnarfjarðar.
HÖNNUNARHÚSIÐ 4613 Ratleikurinnstendur september Eftir velþegið merkjunum skilað þjónustuverbæjarins Ráðhúsinu. Látiðgjarnanvita Facebooksíðunni þiðhafið merki HEILSUBÆRINN Hafnar örður ratleikur.fjardarfrettir.is facebook.com/ratleikur Vinsamlegast færið merkið EKKI úr stað! RATLEIKUR HAFNARFJARÐAR 2023 Aðalstyrktaraðili: RAT-026 26
https:/ratleikur.fjardarfrettir.is Rat leikur Hafnarfjarðar
2023 HEILSUBÆRINN Hafnar örðurHEILSUBÆRINN ratleikur.fjardarfrettir.is facebook.com/ratleikur RATLEIKUR HAFNARFJARÐAR RAT-026 26 26. FRÍTT KORT Rat leikur Hafnarfjarðar Sumarið 2023 HEILSUBÆRINN Hafnar örður HEILSUBÆRINN ratleikur.fjardarfrettir.is facebook.com/ratleikur HAFNARFJARÐAR 2023 RAT-026 26 26. FRÍTT KORT
Stendur til 25. september
Sumarið
Ratleikur Hafnarfjarðar
Ratleikskortin verða tilbúin í fyrri hluta júní KYNNING

Sumarnámskeið með fimleikum, klifri, parkour og taekwondo í

bland við leiki og fjör

Fimleikafjör, klifurfjör og

taekwondofjör einnig í boði

Hálfs dags námskeið, fyrir og eftir hádegi. Skráning og

frekari upplýsingar á vefverslun Sportabler

fbjork.is

Frístundastyrkur

Frístundastyrkur

Fyrir

6-18 ára!

Mánaðarlegur styrkur Hafnarfjarðarbæjar til lækkunar á þátttökugjöldum að upphæð kr. 4.500.- fyrir öll börn og ungmenni 6-18 ára. Vakin er athygli á því að yfir sumartímann (júní, júlí og ágúst) má nýta mánaðarlega styrkupphæð til niðurgreiðslu á sumarnámskeiðum sem eru í átta daga eða lengur innan sama mánaðar.

Nánari upplýsingar: hfj.is/fristundastyrkur

www.fjardarfrettir.is 11 | FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2023 Sumarfjör

Ný ísbúð í Ný ísbúð í

Hafnarfirði Hafnarfirði

OOpnunartilboð pnunartilboðfimmtudag til sunnudags fimmtudag til sunnudags

18-21 maí 18-21 maí

50% af öllu

Heimalagaður ís úr vél Rocky Road

Yfir 12 tegurndir af heimalöguðum kúluís

Virka daga 14:00 - 23:00

Helgar 12:00 - 23:00

Bæjarhraun 2

Snowie ísréttir

12 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2023
Popping Boba

SUMAR SUNDNÁMSKEIÐ

SKRÁNINGAR Á

UNDIRBÚUM BÖRN FYRIR SUNDFERÐIR

Ræktaðu í sumar

Ræktaðu í sumar

þínar eigin matjurtir

Matjurtagarðar Hafnarfjarðarbæjar í Öldutúni og á Víðistöðum eru fyrir alla bæjarbúa. Ræktendur mæta með efni til ræktunar og fá aðgang að vatni og minni verkfærum. Hægt er að hefjast handa við gróðursetningu að eigin vali í lok maí.

Tryggðu þér garð gegn vægu gjaldi!

Margrét Lea á heimsmeistaramót

Margrét Lea Kristinsdóttir, Fimleikafélaginu Björk, keppti á dögunum á EM í áhaldafimleikum og náði þeim glæsilega árangri að vinna sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Belgíu í september.

Margrét Lea er ein fremsta fimleikakona landsins og æfir að meðaltali um 21 klukkustund á viku.

Að sögn Margrétar gekk undirbúningurinn fyrir tímabilið mjög vel en hún meiddist sem setti strik í reikninginn rétt fyrir mót. „Ég var mjög spennt fyrir keppnistímabilinu en ég lenti í smá óhappi rétt fyrir Evrópumótið og meiddi mig í ökklanum sem gerði undirbúninginn erfiðan, síðan á fyrstu æfingunni úti meiði ég mig á hinum ökklanum og var ekki viss hvort ég gæti keppt á öllum áhöldum,“ sagði Margrét Lea.

Árangurinn var því ótrúlega góður og ljóst að hugarfarið hefur komið henni langt „Ég er ánægðust með að hafa ekki gefist upp því það skilaði mér sæti á HM sem var markmið tímabilsins.“ Það verður spennandi að fylgjast með Margréti undirbúa sig fyrir Heimsmeistaramótið og óskum við henni góðs gengis.

Margrét Lea Kristinsdóttir.

Nánari upplýsingar: hfj.is/matjurtagardur

Skákdeild Hauka endurvakin

19 krakkar kepptu á Vorskákmóti Hauka

Skákdeild Hauka, sem nýlega var endurvakin stóð fyrir Vorskákmóti þar sem 19 krakkar tóku þátt.

Í stúlknaflokki vann Helma Heiðarsdóttir og í öðru sæti varð Sigurrós Hansen. Mjög efnilegar stúlkur og duglegar.

Yngri flokkinn vann Jonatan Szaro, í öðru sæti varð Ari Leó Ólafsson og í þriðja sæti varð Magnús Þór Magnússon.

Adam Alchouch Alchaer sigraði í eldri flokkinn, og á mótinu í heild en í

öðru sæti varð Marinó Georg Konstantínsson og í þriðja sæti varð Sigurður Ýmir Þorbergsson. Þremenningarnir skipuðu efstu sætin í mótinu í heild.

Allir keppendur stóðu sig vel og voru til fyrirmyndar og flestir voru að keppa á sínu fyrsta skákmóti.

Starfsemi skákdeildarinnar fer aftur af stað í haust.

www.haukar.is/skak

14 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2023
www.tomstund.is

Knattspyrnuskóli FH

Tíu námskeið!

1. námskeið: 12. - 16. júni

2. námskeið: 19. - 23. júni

3. námskeið: 26. - 30. júní

4. námskeið: 3. - 7. júlí

5. námskeið: 10. - 14. júlí

6. námskeið: 17. - 21. júlí

7. námskeið: 24. - 28. júlí

8. námskeið: 31. júlí - 4. ágúst

9. námskeið: 8. - 11. ágúst - 4 dagar

10. námskeið: 14. - 18. ágúst

Skólinn er frá 9-12 alla daga fyrir krakka fædda 2016-2013

og kl. 10-12 fyrir krakka fædda 2012-2010. Gæsla kl. 8-9.

Boltaskólinn

fyrir krakka fædda 2017-2020

kl. 9-12. Gæsla kl. 8-9

1. námskeið: 10. - 14. júlí

2. námskeið: 17. - 21. júlí

3. námskeið: 31. júlí - 4. ágúst

4. námskeið: 8-11. ágúst - 4 dagar

Rafíþróttir

12. júní - 18. ágúst | 5 daga námskeið 20 námskeið í boði

7-16 ára (aldursskipt fyrir og eftir hádegi)

Pizzuveisla í lok námskeiða | Verð 17.990 kr.

Reykjavíkurvegur 50, Hafnarfirði

Yfirþjálfari, ragnarmar@fh.is gefur nánari upplýsingar

Handboltaskóli FH

Í sumar mun handknattknattleiksdeild FH bjóða upp á handboltaskóla fyrir krakka á aldrinum 6 – 13 ára (1. -7. bekk) í Kaplakrika. Kennt verður í báðum sölum og verður hópaskipt eftir aldrei og námskeiðið sniðið eftir getu þátttakenda. Námskeiðið er hvoru tveggja tilvalið fyrir lengra komna til að auka handbolta getu sína og sem og fyrir nýja iðkendur að prófa handbolta. Fjölmargir þjálfara og leikmenn handknattknattleiksdeildar FH munu kenna á námskeiðinu.

Handboltaskóli FH sumarið 2023

1. námskeið: 12. – 16. júní

2. námskeið: 19. – 23. júní

3. námskeið: 26. – 30. júní

4. námskeið: 31. júlí – 4. ágúst

5. námskeið: 8. - 11. ágúst*

6. námskeið: 14. - 18. ágúst

Námskeiðin eru frá kl. 13 til 16. Nánari upplýsingar um Handboltaskólann má finna á Sportabler verslun og fh.is

Sportabler

Skannaðu kóðann til að sjá öll námskeið hjá FH

Nánar á www.fh.is

www.fjardarfrettir.is 15 FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2023
16 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2023 www.ibh.is Fjölbreytt hafnfirsk íþróttastarfsemi

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Fjarðarfréttir 18. maí 2023 - Hafnfirsk æska - 6. tbl. 21. árg by Fjarðarfréttir - Issuu