Hjólhesturinn 31. árg. 1. tbl. mars. 2022

Page 15

þannig að bústaðurinn væri upplýstur eða öll ljós slökkt, úff. En það hafðist nú allt saman að lokum og við gæddum okkur á góðum mat og guðaveigum við rómantíska birtu. „Gleymdirðu fetaostinum?“ er fyrsta spurning sem vaknar iðulega hjá samferðafólki þegar eldamennska hefst. Ótrúlegt en satt, feta osturinn gleymdist, en eitt árið gleymdist fetaosturinn bara og aðeins í 4 ferðum. Sérkennilegt karma sem hún Hjóla-Hrönn glímir við þegar feta-ostur er annars vegar. Næsta dag hafði snjóað mikið og því ófært til hjólreiða. Svo við, stelpurnar fórum saman í göngu á meðan karlpeningurinn lá á meltunni eftir morgunmatinn. Það var í anda helgarinnar að við villtumst á göngunni, þó að það væri tekinn stuttur hringur, enduðum í vitlausum afleggjara og þurftum að brjótast í gegn um skafla til að komast að bústaðnum okkar. Svo var þrifið og reynt að passa að ekkert yrði skilið eftir. Þó gleymdist USB lykill í sjónvarpinu með myndböndum frá

hjólatúrum fyrri ára. Sem og albúm með slysamyndum. Ekkert endilega hjólatengdum, svakalegasta myndin var eftir fall niður stiga á Landspítalanum. En sumar blóðugar og því ekki gott ef litlir krakkar væru að fikta í fjarstýringunni og eitthvað... já, sem þau hafa alveg örugglega séð áður, og miklu verra, á tímum tækni og aukins aðgengis. Allir komust heilu höldnu niður úr Úthlíðinni, en á bakaleiðinni þegar Siggi tók fram úr okkur sáum við að það vantaði framgjörðina á hjólinu hans. Bíddu, datt hún undan? Var þetta enn eitt atriðið á Murphy‘s law listanum? Með öðrum orðum: Allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis. En nei, Siggi tók hana sjálfur af, svo hjólið myndi ekki taka niðri í sköflunum á leiðinni. Þá var þessari skemmtilegu vetrarferð lokið og við byrjuð að plana næstu ferð. Myndir: Hrönn Harðardóttir og Anna Magnúsdóttir

15


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.