Hjólhesturinn 30. árg. 1. tbl. mars. 2021

Page 1

FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN Hjólhesturinn, 1. tölublað 30. árg. mars 2021 - Frítt

Hjólað yfir Kjöl Tweed skrúðreið Fjallahjólaæðið í Skutulsfirði Hjólað frá San Fransico til Ísafjarðar Þriðjudagskvöldferðirnar og ferðalög Klúbbhúsið - vatnstjón og endurbætur Hjólaferð um Þingeyjarsýslu með einn 4 ára


Alda Jóns og og fataskápurinn

Stjórnarfundur í Austurbugt 1999

Þróttheimar

Ferðanámskeið í Austurbugt

Ritstjórinn að störfum 1999

Fokhelt klúbbhús á Brekkustíg 1999

Hjólhesturinn 30 ára // Páll Guðjónsson Þessi Hjólhestur markar ákveðin tímamót því þrjátíu ár eru frá því fyrsti Hjólhesturinn kom úr. Klúbburinn var orðinn tveggja ára þegar útgáfa Hjólhestsins hófst en hann var sprækur, því sum árin kom hann út fimm sinnum. Blöðin voru allt frá 68 bls.niður í að vera svo lítil að vera bara kölluð „laufblöð“. Það hefur margt breyst á þessum 30 árum því í upphafi var textinn prentaður í misgóðum nálaprenturum, klipptur til á pappír og teikningar stækkaðar eða minnkaðar í ljósritunarvélum, allt límt saman á pappír og fjölritað. Nú fáum við texta og myndir í tölvupóstum og hugtökin að klippa og líma hafa allt aðra merkingu í tölvuvinnu nútímans. Klúbburinn er kenndur við fjallahjólin sem voru mikil bylting á sínum tíma, ekki síst þegar kom að ferðamennsku á reiðhjólum sem alltaf hefur verið sterkur þáttur í starfi klúbbsins. En þau nýttust ekki síður innan­

bæjar því við stofnun voru bara nokkur ár frá því að hjólreiðar á gangstéttum voru leyfðar. Og þar sem bílaumferðin var farin að þrengja að umferð hjólandi hrökkluðust margir upp á gang­stéttarnar en þurftu þá að hoppa upp og niður háa kanta við hver gatnamót því flágar tíðkuðust ekki þá og þá gagnaðist að hafa dempara. En á þessum 32 árum hefur klúbburinn vaxið frá því að hafa pósthólf sem heimilis­fang og fataskáp sem heimili meðan við hittumst mánaðarlega í Þróttheimum og horfðum dáleidd á ljósmyndir úr ferðalögum varpað upp á tjald úr slidessýningarvél. Seinna fluttum við í Austurbugt þar sem við höfðum lítið herbergi á leigu, aðgang að fundarsal og plássi þar sem við gátum yfirfarið hjólin okkar. Það húsnæði þurfti að víkja fyrir Hörpu en við fengum þá inni í núverandi húsnæði varla fokheldu og lögðu margir hönd á plóg við að standsetja það í núverandi horf. 2


Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK 1. tölublað 30. árgangur, mars 2021 Eldri Hjólhesta má lesa á heimasíðunni.

Klúbbhúsið Brekkustíg 2 Viðgerðaraðstaða á neðri hæðinni, kaffi og spjall uppi þegar við erum með opið hús 1. og 3. fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Fylgist með dagskránni á vef klúbbsins og skráið ykkur á póstlistann til að fá tilkynningar um viðburði sem eru oft skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.

Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is FB: facebook.com/fjallahjolaklubburinn Ábyrgðarmaður, ritstjóri og umbrot: Páll Guðjónsson. Próförk og þýðing: Páll Guðjónsson Myndir flestar frá greinahöfundum. Forsíðumynd: Hrönn Harðardóttir

Afslættir til félagsmanna Allar helstu hjólaverslanir veita félags­mönnum ÍFHK veglegan afslátt gegn fram­vísun félags­ skírteinis og einnig tugir annarra aðila með útivistarvörur, ljósmynda­vörur, rafvörur, tónlist, málningu og m.fl. Skoðið listann á vef klúbbsins:

Athugið: Skoðanir greina­höf­unda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins.

fjallahjolaklubburinn.is Markmið félagsins er að auka notkun reiðhjóla og vinna að bættri aðstöðu hjólreiða­f ólks til samgangna þó við störfum undir þessu gamalgróna nafni. Náin samvinna er við Lands­­samtök hjólreiðamanna en allir félagar ÍFHK, Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, Hjóla­ mönnum og Hjólreiðafélagi Akureyrar eru jafnframt í LHM.

© 2021 Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið efni.

Félagsgjaldið er aðeins 2500 kr. 3500 kr. fyrir fjölskyldur, 1500 kr. fyrir yngri en 18 ára. Einfaldar leiðbeiningar á heimasíðu fjallahjolaklubburinn.is > klúbburinn > Gangið í klúbbinn 33


Þriðjudagskvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins Hrönn Harðardóttir

Sumarið 2020 var svolítið öðru vísi. Í miðjum heimsfaraldri héldum við okkar striki með þriðjudagskvöldferðirnar. Enda dásamlegt að hjóla um höfuðborgina og nágrennið. Við ákváðum að breyta um brott­ farar­stað og fara frá Mjódd í stað Fjölskylduog hús­dýra­g arðsins. Við rákumst á gamalt plan og ákváðum að fylgja því að mestu. Þess vegna var farið oftar í Heiðmörk og úthverfi en áður. Það munar um kílómetrana frá

Húsdýragarðinum að Mjódd, að maður tali nú ekki um brekkuna. Þar eð sú er þetta ritar býr í Smáíbúðahverfinu rétt hjá Laugar­dalnum, þá var þessi brekka hjóluð á hverjum einasta þriðjudegi í sumar. En hún var þá tekin um kl. 19 og svo var smá pása við Mjóddina áður en við hjóluðum út í kvöldið. Fyrsta ferðin var í Klúbbhúsið samkvæmt hefð. Þar fengum við okkur kaffi og heima­ bakað góðgæti. Smám saman lengdust og

4


þyngdust kvöldferðirnar. Það var farið upp að Reynisvatni og út á Bessastaði og allt þar á milli. Sumrinu lauk svo eins og það hófst, með hófi í Klúbbhúsinu, þar sem Stein­grímur Jónsson var krýndur mætingarmeistari 2020, en hann mætti í 15 af 17 ferðum. Við ætlum að dobbla Steina til vera forystusauður með okkur, Árna og Tryggva þetta sumarið. Þetta verður eitthvað. Fyrir mig persónulega var sumarið sérlega ánægjulegt, því Kolmar, sonur minn mætti í 13 ferðir. Það er nú ekki oft sem unga fólkið nennir að hanga með foreldrum sínum, en hann er mjög áhugasamur um sam­g öngu­ hjólreiðar og vildi læra á þær fjöl­­mörgu

leiðir sem hægt er að fara í nágrenni höfuð­ borgarinnar. Heiðmörkin og skógar­stígarnir þar vöktu sérstakan áhuga hjá honum og ljóst að hann mun fikra sig lengra í hjóla­ mennskunni. Hann er líka kominn með bíl­ próf, en kýs fremur að hjóla eða ganga það sem hann þarf að fara. Fyrsta þriðjudagskvöldferðin í ár verður 4. maí 2021. Við munum hittast í Mjódd, á milli Lands­bankans og Bakara­meistarans. Brottför kl. 19:30. Svo verður farið vikulega eftir það út ágúst. Myndir frá 2020: Hrönn Harðardóttir.

5


Helgar- og sumarleyfisferðir 2021 Vegna covid er dagskráin gefin út með fyrirvara. Við munum hlíta ráðleggingum Landlæknis og sóttvarnayfirvalda, ferðir verða farnar eða hætt við, allt eftir því hvernig ástandið í veirumálum verður vikurnar á undan. Við munum gefa út nákvæmari lýsingu á hverri ferð þegar nær dregur.

11 - 13 júní Snæfellsnes Hjólaferðin hefst á laugardegi kl. 10:00 Þeir sem vilja reyna á sig hjóla frá Stykkis­ hólmi, þá endar dagleiðin í 60 km. Hinir hittast við vegamótin og hjóla þaðan yfir í Berserkja­hraun og stytta hjóladaginn um 20 km. Það verður farið í sund og svo út að borða. Hver og einn sér um sína gistingu, en flestir gista á tjaldsvæðinu, þar sem við verðum með kvöldvöku, gleði og glaum. Ef einhver á gítar eða önnur hljóðfæri væri það frábært. Á sunnudeginum tökum við saman tjöld og annan farangur og keyrum suður í átt að Borgarnesi. Stoppum á leiðinni og hjólum upp að Hítarvatni, en þar er náttúran ægifögur. 30-40 km á malarvegi. Menn muna kannski eftir Hítardal úr fréttunum, en þar féll skriða úr hlíðinni hinu megin í dalnum. Helginni lýkur svo með hefðbundnu hamborgaraáti áður en menn skilja... ja, ekkert knús og kossar að þessu sinni, munum 2ja metra regluna og einstaklings­bundnar sóttvarnir.

21 - 23 maí Eurovisionferð Samkvæmt hefð verður farið í hjólaferð þessa helgi. En kannski breytum við út af vananum og förum í bústaðinn á föstudegi. Hjólum þaðan 30-50 km á laugardegi og tökum svo Eurovision gleði um kvöldið. Áfram Daði og Gagnamagnið. Ef við förum hefðbundnu leiðina, frá Norðlingaholti yfir Hengilinn, þá mun fylgdarbíll fylgja hópnum, taka pjönkur og hægt að fá skutl upp bröttustu brekkuna. Það verður örugglega heitur pottur og góð aðstaða.

6


16 - 18 júlí Laugaland Fjölskylduferð, þar sem fólk ræður hvort það hjólar eða ekki. Þeir sem vilja taka hjólin með og það verður hjólaðar auðveldar dagleiðir laugardag og sunnudag. Hinir fara í göngu, sund, eða flatmaga í sólbaði, allt leyfilegt þessa helgi. Klúbburinn mun skaffa gasgrill, hver fjölskylda sér um sinn mat. Muna að taka með borðbúnað, tjaldstóla og borð. Við verðum jafnvel með lítið upphitað partýtjald sem fólk getur setið inni í þegar kólna tekur á kvöldin.

Ágúst / september - Móseldalur Þó að það sé ekki útlit fyrir ferðamennsku í útlöndum, þá viljum við samt halda þessum áformum inni. Planið er að hjóla niður Mósel­dalinn á einni viku. Auðveldar dagleiðir og möguleiki á að taka útúrdúra og gera dag­ leiðirnar meira krefjandi. Gistum 2-4 saman í herbergi m. morgunmat. Dagsetning liggja ekki fyrir, né ferðalýsing, og ferðin verður jafnvel ákveðin með stuttum fyrirvara. Mánaðarleg dagsferð Við ætlum að taka upp lengri dags­ ferðir í nágrenni höfuðborgarinnar. Þessar ferðir verða auglýstar með stuttum fyrir­­vara í Facebook grúppunni okkar, Fjalla­hjóla­ klúbburinn - umræðuhópur. Við byrjum í maí og verðum fram í september, jafnvel fram á haustið ef undirtektir og þátttaka verður góð. Það verða ekki fastar dagsetningar á þessum ferðum, við ætlum að láta veður og vinda ráða för okkar, en við ætlum að reyna að fara eina ferð í hverjum mánuði.

13 - 15 ágúst Vestmannaeyjar Vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að fara enn og aftur til eyja. Hver og einn velur sér gistingu, en flestir gista á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal. Þar er mjög góð inniaðstaða fyrir tjaldgesti. Við munum fara í sund, út að borða, tékka á næturlífinu og hjóla þvers og kruss um eyjuna fögru. Stefnum á að taka ferjuna til Vestmannaeyja á föstudegi og til baka síðustu ferð á sunnudegi.

7


Takið þátt í starfinu Klúbburinn rekur sig ekki sjálfur en þegar margir leggja hönd á plóg verður þetta allt auðveldara og skemmtilegra. Ertu með hugmynd að nýju verkefni eða viltu taka við og leiða hefðbundin verkefni klúbbsins? Saman búum við yfir mikilli reynslu og erum til í að prófa nýja hluti. Það er enginn starfsmaður á launum til að vinna verkin svo okkur vantar ekki bara hugmyndir heldur líka fólk til að framkvæma þær. Endilega hafið samband ef þið eruð með tillögur eða viljið koma inn í starfið með virkum hætti. Við erum grasrótarsamtök og ekki mikið fyrir að flækja hlutina fyrir okkur.

Fylgist með Við er um með viðburðaalmanak á heima­­­síðunni þar sem við skráum viðburði í klúbbhúsinu, hjólaferðir á höfuð­­borgar­ svæðinu, lengri ferðalög og einnig áhugaverða viðburði skipulagða af öðrum en okkur. Við sendum einnig fréttapósta á póst­ listann okkar þegar eitthvað er á döfinni, endilega skráið ykkur á hann á forsíðu heima­ síðunnar, fjallahjolaklubburinn.is. Einnig er gott að „líka við“ Facebook síðu klúbbsins fyrir minni tilkynningar og einnig er spjall­grúppa á Facebook með nafni klúbbsins þar sem félagsmenn mega spyrja og spjalla um allt milli himins og jarðar.

8


Þriðjudagskvöldferðir Brottför öll þriðjudagskvöld frá Mjódd, kl. 19:30, frá ­­byrjun maí og út ágúst. Fyrsta ferðin verður 4. maí, þá verður hjólað út í Klúbb­húsið í vesturbæ og bakaðar vöfflur. Stígakerfið vex og dafnar og það er ákaflega gaman að finna nýja silkimjúka malbiksræmu til að þjóta eftir. Komdu með okkur eitthvert þriðju­dags­ kvöldið í sumar, jafnvel öll, þá áttu möguleika á að hljóta mætinga­bikarinn, blóm og konfekt. Það þarf ekki að vera félagi í ÍFHK til að taka þátt í þriðjudags­kvöldferðunum. Myndir: Hrönn Harðardóttir og Geir Harðarson.

Klúbbhúsið okkar Á Brekkustíg 2 er ágætis aðstaða fyrir 20-30 manns á efri hæðinni, þar sitjum við í mesta bróðerni, sötrum kaffi, ræðum heimsmálin, hjólamálin og þjóðmálin. Það verða haldin kompukvöld, myndasýningar,, viðgerðanámskeið og ýmsar óvæntar uppá­ komur sem við kynnum á póstlistanum okkar eða Facebook síðu klúbbsins. Á jarðhæð er viðgerðaraðstaða fyrir félags­­­fólk. Öll áhöld til viðgerða eru til staðar en ætlast er til þess að fólk geri við sjálft og gangi fallega um aðstöðuna.

9


Haukur Eggertsson

Hjólað um Þingeyjarsýslu Við feðgar (4 og 45 ára) áttum, þegar landið var kóflaust, laugardaginn 13. júní 2020, erindi í fermingarveizlu norður í Húnavatnssýslur. Þar sem hálendið hafði ekki opnað og veðurspár voru samdóma um að veður yrði skást á landinu norðaustanverðu, ákváðum við að nýta ferðina og taka með okkur reiðhjól og vagn. Fengum við far með systur minni til veizlu en far frá veizlu til Akureyrar með móðurbróður mínum, sem einnig sótti ferminguna; gistum hjá honum aðfaranótt sunnudags. Á sunnudagsmorguninum vistuðum við okkur upp til nokkurra daga í Bónus við Miðhúsabraut og renndum okkar síðan niður brekkurnar í átt að flugvellinum. Hugmyndin var að sneiða sem mest framhjá hringveginum og ætluðum við því að fara gömlu brýrnar yfir Vaðlana og þaðan beint upp í brekkurnar í norðurátt. Kom nú í ljós að Akureyrarflugvöllur hafði nýlega verið lengdur til suðurs og við það hafði verið lokað fyrir

umferð að vestustu brúnni. Hins vegar var ný brú í smíðum, að mestu tilbúinn, en þó voru tengingar við hana ófrágengnar. Ákváðum við feðgar að láta þetta ekki stöðva okkur, tókst að drösla búnaði upp á og af brú, og halda síðan áfram austur yfir Vaðlana. Beygðum síðan örstutt til suðurs inn Eyjafjarðarveginn austanverðan en síðan strax aftur til vinstri upp og norður hlíðina að Leifsstöðum, lækkuðum okkur síðan ögn niður áður en beygt var til hægri og norður veg 828 í átt að Varðgjá og honum síðan fylgt alla leið niður á hringveg, og honum fylgt í rúma 200 metra að hringtorginu við Vaðlaheiðargöngin. Héldum við síðan „gamla“ hringveginn norður í átt að Víkurskarði. Umferð var lítil, bæði vegna skorts á erlendum ferðamönnum sem og vegna þess að flestir Íslendingarnir fara nýju göngin. Þessi leið er almennt frekar leiðinleg til aksturs í mikilli umferð, mikið um blindhæðir, sem gerir t.d. framúrakstur erfiðan. Nú höfðum 10


við þennan vegarkafla að mestu fyrir okkur sjálfa á hjólinu og þokkalega sunnanátt í bakið. Eftir um 6 km beygðum við til suðurs niður að Mógili og héldum þaðan sveitarveg niður að Svalbarðseyri, en þangað rak mig ekki minni til að hafa komið áður, þrátt fyrir að hafa keyrt alloft framhjá. Eftir að hafa skoðað okkur ögn um í þorpinu snæddum við nesti við Svalbarðseyrarkirkju, og héldum síðan aftur upp á hringveg, einum km norðar en þar sem við höfðum yfirgefið hann. Við höfðum hugleitt að fara um Helgafell og Dálksstaði og sleppa við annan kílómetra, en vissum ekki hvað yrði af girðingum og

skurðum á leiðinni þar á milli. Héldum við nú enn norður og beygðum síðan, af hringvegi, til vinstri í átt að Grenivík. Stoppuðum næst við Laufás. Eggert ákvað reyndar að leggja sig á meðan ég skoðaði torfbæina og safnið, en síðan fengum við okkur nesti í sólinni áður en haldið var lengra norður á bóginn. Hjóluðum yfir Fnjóská og beygðum síðan til vinstri í átt að Höfða eftir um 6 km. Við bæinn Hlíð lentum við í fjárrekstri og tókum að okkur fyrirstöðu við veginn, en þegar allt fé var komið heim á bæ, fengum við leiðbeiningar um hvar væri að finna vegarslóða sem lægi vestur fyrir Þengilshöfðann. Vorum þó

11


varaðir við að hann kynni að vera drullugur eða mjúkur á köflum. Hjóluðum nú upp í hlíðar höfðans, klifum lítinn hól, þar sem hreyfiþörf okkar feðga hafði verið mismikið sinnt. Kom nú að mér að leggja mig í sól og skjóli á meðan Eggert kannaði landið. Eftir ögn dott héldum við áfram veginn og var farið að kvölda þegar við renndum okkur niður í Grenivík. Spurðum til vegar að tjaldstæði hvar við tjölduðum og fórum síðan í háttinn eftir að hafa gert leiksvæði nokkur skil. Um nóttina og fram eftir degi rigndi á okkur. Enginn matsölustaður var á Grenivík, en lítil verslun þar sem við bættum einhverri ögn við af mat. Yfirgáfum við því ekki Grenivík fyrr en klukkan var farin að ganga fimm. Héldum þjóðveg niður að Fnjóská og síðan inn Dalsmynnið. Var sunnanátt og því heldur þyngra en daginn áður. Snæddum nesti og köstuðum steinum í Fnjóská, en við Sólvang fórum við af þjóðvegi og tókum (eld)gamla þjóðveginn áleiðis að Fornhólum. Þegar þangað kom hugleiddum við að halda áfram gamla veginn að Sigríðarstöðum, en skv. loftmyndum var brúin yfir Merkjarána farin og áin hvítfyssandi í hlíðinni, eftir hita og rigningar. Þar sem langt var liðið á kvöld

ákváðum við því að fara upp á hringveg. Engin umferð var á hringveginum þarna, seint á mánudagskveldi og eftir 6 km beygðum við inn að Stóru-Tjarnarskóla og tjölduðum þar nálægt leiksvæðinu, eftir að hafa gert því nokkur skil. Upphaflegt plan hafði verið að tjalda við Barnafoss, en ljóst var að við næðum ekki þangað á jafn stuttum degi. Þriðjudagsmorguninn var bjartur og fagur og vindur af austri. Eftir morgunverð könnuðum við svæðið og fundum leynikofa inni í skógi. Hjóluðum síðan niður á hringveg og austur Ljósavatnsskarðið um 1 km áður en við beygðum veg suður fyrir Ljósavatn. Skömmu eftir að komið var framhjá Vatnsenda er farið yfir læk og þar beygðum lítt farna slóð til austurs í átt að bænum að Ljósavatni, þegar við nálguðumst bæinn fylltist vegaslóðinn af vatni úr Ljósavatnsá, sem var í vexti, leiddum við því hjólið upp að gamalli og nánast ónýtri brú þar skammt fyrir ofan. Komumst heilu á höldnu yfir brúna. Snæddum nesti við gömlu kirkjuna, ræddum lengi við bónda um mikinn húsakost á staðnum, og héldum síðan niður á hringveg og fylgdum honum röskan kílómetra áður en við beygðum í norður í átt að Hriflu. Hentum steinum ofan af brúnni yfir Djúpá.

12


Héldum síðan í vestur yfir að veginum norður Kinn og fylgdum honum áleiðis norður en síðan yfir Skjálfandafljót á brú og þaðan áfram norður. Fengum vatn á Húsabakka og snæddum nesti á Núpsvöllum. Beygðum síðan norður Aðaldalsveg en eftir hálfan annan km fórum við til hægri inn á eldri veg sem liggur framan af samsíða nýja veginum en sneiðir svo austur fyrir Húsavíkurflugvöll í gegnum sumarhúsabyggð. Fórum við síðan yfir gömlu brúna yfir Laxá og hentum þaðan steinum í ána. Fylgdum við síðan þjóðvegi til Húsavíkur, fengum okkar hamborgara og ís í sjoppu, hoppuðum á ærzlabelg áður en við héldum á tjaldstæðið. Veðrið lék enn við okkur á miðvikudaginn, sem bar upp á 17. júní. Eftir að hafa tekið ögn þátt í hátíðarhöldum, farið í sund, snætt og verslað, héldum við, síðdegis, nýja veginn áleiðis að Þeistareykjum en við Höfuðreiðarmúlann skiptum við yfir, tæpa 2 km, eftir gamla veginum að Sæluhúsmúla og þaðan að Sæluhúsi hvar við gistum. Strax þar þurftum við að fara um skafla og drullu. Þarna hafði ég gist 20. júní 2012, þ.e. fyrir 8 árum og 2 dögum betur, en þá hafði verið snjólaust á heiðinni. Sópuðum við út flugum, viðruðum

kofann og elduðum okkur síðan fiskibollur með kartöflustöppu áður en farið var í háttinn eftir stuttan hjóladag. Fimmtudaginn skein enn sól en vindur var af suðri. Héldum við nú austur Reykjaheiði en síðan áfram heiðarveg til austurs. Af þessum heiðarvegi eru ótal slóðir til norðurs, hver að sínum bæ, og ekki auðvelt að átta sig á hverjum. Framan af var talsvert af sköflum þ.a. Eggert þurfti oft að fara út úr vagninum að hjálpa pabba sínum að ýta. Vorum við fyrstir þarna á ferð þetta vorið, og leiðin því ótroðin. En veður var eins best var á kosið og áfram seiluðumst við. Þarna verða hjólförin á köflum nokkuð djúp, og því reyndist oft best að vera með hjólið hægra megin í vinstra farinu, vinstra vagnhjólið vinstramegin í sama fari, en hægra vagnhjólið uppi á kilinum. Eins gaman og er að hjóla svona þétta moldarslóða vagnlaus, þá bíður það ekki upp á mikinn hraðakstur með vagninn. Eftir að hafa notið heiðarinnar lengi dags, komum við þvert á t gatnamót Tókum við þaðan slóðina norður í átt að Eyvindarholti. Sú leið nýtir að hluta gamla Bláskógarveginn, og hafði ég gælt við að halda hann síðan áfram að Undirvegg og stytta þannig leiðina

13


í Ásbyrgi um 4 km. Ég hafði hjólað þann kafla 8 árum áður, og í minningunni, hafði sá kafli Bláskógavegar ekki verið alslæmur (þó að hann versnaði mikið þegar vestar dró), en þegar Eyvindarholtsvegurinn yfirgaf Bláskógarveginn, var ljóst að sú leið yrði ekki farin til gagns með barn í vagni. Héldum við því niður á Hringveg, komum við á Hóli, enda vatnslausir orðnir, snæddum þar nesti og héldum í Ásbyrgi þar sem við tjölduðum nálægt leikvelli, í fullmiklu skjóli en líka of miklum mývargi. Var Eggert því í skjóli í vagninum á meðan faðir hans tjaldaði. Föstudaginn tókum við rólega. Upphaflegt plan hafði verið að fara í Vesturdal og tjalda þar og skoða Hljóðakletta, halda síðan áfram niður á þjóðveg, mögulega með viðkomu við Eilífsvötn; en í ljós kom að í gangi var vegavinna á Dettifossvegi vestari (sem er hundleiðinlegt á hjóli og enn leiðinlegra með vagn) og tjaldstæðið ekki opið (sem við hefðum svo sem ekki sett fyrir okkur). Gönguleiðin í Vesturdal er ekki heppileg fyrir vagn, þó svo hún sé fín til hjólunar. Réðum við því ráðum okkar á meðan við snæddum í Ásbyrgisbúðinni og vistuðum okkur upp, kíktum á gestastofuna, lékum

okkur á leikvellinum, kíktum á Botnstjörn, endur og skóginn. Upp úr kl. 19 var komið nýtt plan, við lögðum af stað, héldum eftir þjóðvegi austur yfir Jökulsá og fórum síðan lokaðan eystri Dettifossveg til suðurs. Spáð var stífri sunnanátt daginn eftir þ.a. við vildum nýta hafgolu til að koma okkur aðeins suður á bóginn. Eftir ca. 12 km á Dettifossvegi beygðum við til vesturs að Hafursstöðum og síðan áfram vegslóða áleiðis að Forvöðum. Tjölduðum svo í litlu rjóðri um hálfum km áður en komið væri að Vígabjargi. Um kvöldið gengum við á Vígabjarg, litum á Grettisbælið og skoðuðum okkur um. Forvöð er einn af mínum allra uppháhaldsstöðum, lítil töfraveröld sem svo fáir heimsækja. Við höfðum staðinn algjörlega út af fyrir okkur. Á laugardag var spáða stífa sunnanáttin komin. Við nutum hennar þó í byrjun á meðan við hjóluðum tæpa 8 km aftur upp á þjóðveginn. Við snæddum nesti í skjóli í lítilli laut, rétt áður en við komum upp á þjóðveg og héldum síðan suður á bóginn, bæði á fótinn og gegn vindinum. Sé mótvindur almennt slæmur, versnar hann til muna með vagninn sem tekur á sig glettilega mikinn vind. Mestallan þennan dag hjólaði ég í 1x1 til 1x3

14


gír af 3x9, var að erfiða á 5 til 6 km hraða, en við þurftum að halda 30 km í suður áður en síðustu 6 km væru farnir í austur til að geta tjaldað við vatn við Hólaselskíl. Við tókum útsýnisstopp (og hvíld) við Hafragilsfoss, annað eins sem og nestisstopp við Dettifoss áður en við héldum suður. Ég var orðinn svo úrvinda og orkulaus að þegar bara voru eftir 7 km í náttastað urðum við að stoppa í vindinum og elda okkur fiskibollur, í berangurslegu hálfskjóli til þess að ég gæti lokið deginum. Ég held að ég hafi aldrei haft jafn mikið fyrir 30 km á þjóðvegi og gerði þennan dag. En að lokum sveigði vegurinn til austurs og hraðamælirinn fór að slá í 10 til 12 km og við fundum ágætt tjaldstæði við kílinn. Við fórum ekki í kvöldgöngu. Á sunnudag var komin stíf austanátt. Við ætluðum að taka Strætó við hringveg síðdegis, en leið okkar lá í SSA til að byrja með, og því engin hraðakstur í upphafi. Við vorum orðnir matarlitlir, vegna mikillar orkueyðslu gærdagsins og því hafði ég mikinn hug á að komast í mat á Grímsstöðum. Þar var hins vegar allt lokað þegar við komum, en eldri hjón sem voru þarna á bíl stoppuðu okkur til að láta okkur vita af því. Þetta voru

ábúendur, og voru á leið á Nýja hól að huga að þrílembu sem var með meidd lömb. Þar sem ég hafði aldrei komið að Nýja hóli og jafnframt velliðtækur smalamaður, varð úr að við feðgar skelltum okkur með gegn því að fá hádegismat heima hjá þeim á eftir. Þegar til átti að taka reyndist eitt lambið dáið, en hin í þokkalegu standi þ.a. ekki þurfti að taka ána heim. Héldum við því aftur í Grímsstaði þar sem við snæddum lambalæri og gæsaregg. Héldum við síðan niður á Þjóðveg og var þá enn eftir tæp klst. í strætó. Þar sem austanáttin var stíf, stóðumst við því ekki mátið að þeysa í vestur. Þó að rúmlega 30 km hraði á malbiki sé ekki mikið, þá á fjallahjóli með farangur og barn í vagni, er það nokkuð vel af sér vikið, og fimmfaldur meðalhraði stórs hluta gærdagsins. Fórum við nú á örskotastundu 12 km að nýja Dettifossafleggjaranum, tókum þar í sundur hjól, vagn og farangur og biðum strætós. Við tók 9 tíma ferðlag með rútum niður í Mjódd. 340 km á 8 dögum, þar af a.m.k. 2/3 nýhjólaðir, mestmegnis sól, þ.a. sólarvörnin kláraðist, en rigning eina nótt og einn fyrrihluta. Þetta var jafnframt lengsta innanlandshjólreiðaferðalag okkar feðga saman.

15


Klúbbhúsið á floti Hrönn Harðardóttir Það hefur kólnað jafnt og þétt í Klúbbhúsinu í gegn um árin, en við höfum bætt það upp með gasofnum og hitablásurum. Í október var skellt í lás þegar ástandið í covid málum fór versnandi hérlendis. Var engin starfsemi í 4 mánuði. En þegar við ætluðum að opna aftur í janúar, þá búmms, gaf sig heitavatnslögn eða ofn eða eitthvað og sjóðandi heitt vatn flæddi um gólf og gufa þéttist í loftinu sem lak síðan niður með veggjunum, ofan á húsgögn, pappír, tímarit og bæklinga sem voru á efri hæðinni. Það var svo sem löngu orðið tímabært að hringja á pípara og það var gert, enda skapaðist neyðarástand þegar lögnin gaf sig. Það hafði verið grimmdarfrost í nokkra daga og því vill frjósa í leiðslum ef það er enginn hiti á ofnunum. Það var skipt um ofna og þeim fjölgað. Nú er kominn baðstofuhiti á

loftið og allt annað ástand í Klúbbhúsinu. En það var ekki nóg að skipta út ofnum, við þurftum líka að skipta út blöndunar­ tækjum og klósetti. Og fjarlægja dúkinn af gólfinu uppi, því spónaplöturnar voru renn­ blautar. Sem betur fer vatnsvarðar og því þurfti ekki að skipta um þær. En úr því við vorum byrjuð á viðhaldinu, þá ákváðum við að halda áfram, styrkja gólfið og laga hillur sem höfðu losnað. Okkur fór meira að segja að dreyma um kamínu á efri hæðina... en ætli það verði ekki að bíða betri tíma. Í stjórn og Húsnefnd eru níu manns og mættum við flest til að kanna ástandið, bera kassa með prentefni að ofnunum, svo þeir myndu þorna fyrr, fjarlægja dúkinn af gólfinu, 16


sem reyndist smá maus, því ofan á honum hvíldi heil eldhúsinnrétting. Það gekk upp og var hann breiddur út í ca meters hæð ofan á stóla til að þorna. Við tókum allt út úr eldhús­innréttingunni, svo það mætti þrífa hana almennilega, allt tauefni var sett í þvott og þurrk. Við ætlum að bíða aðeins með að leggja dúkinn á gólfið, leyfa því að þorna almennilega. Aðalfundur er á dagskrá

25 febrúar og við munum flykkjast aftur í Klúbbhúsið fyrir þann tíma, raða inn í eldhús­ innréttinguna, raða upp stólum og borðum, koppum og kirnum og gera húsið huggulegt og klárt. Eftir aðalfund verður opið hús með hefðbundnum hætti tvisvar í mánuði og engin spurning, að það er hlýtt og mun betra Klúbbhús sem tekur á móti ykkur. Myndir: Hrönn Harðardóttir og Geir Harðarson

17


Tyler Wacker Hjólað frá San Fransico til Ísafjarðar Aðeins ein vika leið frá því ég kláraði 11.000 kílómetra ferð þvert yfir Bandaríkin og þar til ég var staddur á Keflavíkurflugvelli að setja saman nýtt hjól og að hefja aðra ferð. Nokkrum mánuðum áður, í lok mars 2020, hafði ég gert hlé á stóru hjólaferðinni minni um Bandaríkin til að leita skjóls fyrir heimsfaraldrinum heima hjá foreldrum mínum í Texas. Nú finnst manni þetta hafa gerst fyrir löngu síðan. Innan nokkurra daga þar fékk ég tölvupóst um að ég hefði verið samþykktur inn í meistaranám í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Það var mikill léttir að vita hver næstu skrefin í lífinu yrðu því ég hafði hætt öllu. Ég hafði sagt upp starfi mínu sem samgönguverkfræðingur til að hjóla umhverfis Bandaríki Norður Ameríku með upphaf og endi ferðar í San Francisco. Ég hafði þegar hjólað yfir fimm þúsund kílómetra frá San Francisco til San Diego og svo hálfa leið þvert yfir landið til Louisiana áður en heimsfaraldurinn neyddi mig til að taka þá erfiðu ákvörðun að gera hlé á ferðalaginu og taka mér frí til að meta aðstæður.

Eftir tíu vikur í einangrun var hvorki nægur tími né rétt veðurskilyrði til að ljúka hring mínum um Ameríku svo ég breytti ferðaplönum mínum og ætlaði nú að hjóla frá Texas til Minnesota og ljúka formlega yfirreið minni um Bandaríkin í Boston. Þar sem ég ferðaðist nú meðan COVID faraldurinn geysti hjólaði ég einn og tjaldaði einn á hverju kvöldi. Ég hætti að nota Warm Showers heimagistingarnetið sem ég hafði notið svo mikið fyrir heimsfaraldurinn. Ég bar alltaf grímu á öllum opinberum stöðum þó það væri ekki lagaskylda. Ég setti í algjöran forgang að tryggja öryggi mitt. Þó maður upplifði nokkrar einmana nætur fékk ég að upplifa heimaland mitt með þeim hætti sem ég hefði ekki getað ímyndað mér. Árnar og vötnin urðu sturturnar mínar og uppþvottavélar og ég hafði tjaldsvæðin alveg út af fyrir mig. Eftir 126 daga á hjólinu mínu kláraði ég ferðalag mitt í Boston á þriðjudegi í sömu viku og flugið mitt til Íslands var bókað. Ótrúlegt en satt var niðurstaða COVID prófs mín á landamærunum neikvæð. Þó ég 18


að fara í annað COVID próf eftir fimm daga í einangrun. Sóttvarnareglurnar voru nægilega sveigjanlegar til að mér var heimilt að hjóla til Ísafjarðar, svo lengi sem ég takmarkaði samskipti mín við aðra, færi ekki í sundlaugar og væri með grímu á opinberum stöðum ef ég þurfti að fara inn. Eftir að ég fékk neikvæða niðurstöðu úr seinna prófinu hófst för mín. Fyrsta deginum var ætlað að vera nánast upphitun, hvað varðar vegalengdina. Þó ég hefði hjólað að minnsta kosti 100 kílómetra dag hvern í Bandaríkjunum vissi ég að ég þyrfti að endurmeta lengd dagleiða á Íslandi, taka tillit til umhverfisins og gera ráð fyrir möguleikanum á öfgafullu veðri. Fyrsta daginn hjólaði ég um 60 kílómetra frá flugvellinum til Reykjavíkur. Þegar ég lauk við ferðina mína yfir Bandaríkin kvaddi ég trausta Surly Long Haul Trucker hjólið mitt og sendi það heim til foreldra minna. Specialized Rockhopper fjallahjól útbúið til ferðalaga með bögglaberum var nýtt fyrir mér og hafði beðið mín í Boston ,í kjallara vinar míns, í kassanum og tilbúið fyrir flug. Ég setti hjólið saman og gerði allt klárt í Bike Pit á flugvellinum og það eina sem eftir var var að fá loft í dekkin, en á þeirri stundu ákvað litla pumpan mín að læsast og neita að pumpa. Þó Bike Pit sé búið pumpu og verkfærum tókst mér ekki að

hefði farið varlega á ferð minni yfir Bandaríkin hafði ég samt hitt nokkra vini og átt samskipti við ókunnuga við ákveðnar aðstæður og það var líka enn svo mikil óvissa tengd veirunni. Þarna í byrjun ágúst tóku gildi á Íslandi nýjar reglur tengdar COVID þar sem þess var krafist að fólk færi í sýnatöku fyrir fyrra COVID próf áður en flugvöllurinn væri yfirgefinn, og síðan

Við upphaf ferðar í San Francisco, við vatnaskilin í 1.937m hæð, á tjaldstæði og Bandaríkin kvödd í Boston.

19


pumpa almennilega í dekkin, líklega vegna þess að ventillinn var of stuttur. Eftir að hafa spurt nokkra ókunnuga af handahófi hvort þeir væru með hjólapumpu í bílunum sínum (sem þeir voru auðvitað ekki með) komu fleiri ferðalangar í Bike Pit sem gátu lánað mér pumpu sem virkaði. Við spjölluðum og bárum saman ferðaplön okkar grímuklæddir að sjálfsögðu og síðan hélt ég leiðar minnar. Samhliða þjóðveginum fann ég malar­veg og gat þannig forðast bílaumferðina í smá stund og prófað nýja hjólið mitt á malar­vegi. Það reyndist höndla ójöfnurnar vel. Böggla­ berarnir voru enn fastir þegar ég kom aftur á malbik svo ég hélt áfram fullviss um að geta treyst nýja hjólinu. Áður en langt um leið sá ég Hallgrímskirkju bera við sjón­ deildar­­hringinn. Þar sem ég var að flytja til Ísafjarðar í að minnsta kosti ár var ég með ýmislegt fleira í farangrinum en hægt væri að ferðast með alla leiðina á reiðhjóli. Ég hjólaði fyrsta daginn með bakpoka fullan ýmsu sem ég þurfti til að hefja nýtt líf á Íslandi, en var óþarfi á hjólaferðalagi. Bekkjarfélagi minn var staddur í Reykjavík og hafði boðist til að taka aukafarangurinn minn með sér vestur, boð sem ég þáði með þökkum. Næstu fimm daga var förinni heitið frá Reykjavík til Ísafjarðar þar sem nýtt heimili beið mín. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast, en öfugt við þær stuttbuxur og stuttermaboli sem ég klæddist á ferð minni um Bandaríkin þá þurfti ég aðeins skjólbetri

fatnað á Íslandi. Því eins og ég hef lært er ekki slæmt veður á Íslandi, bara rangur fatnaður. Regnfötin mín hafði ég aðeins notað tvisvar í Bandaríkjunum en ég hafði á tilfinningunni að þetta yrði hversdagsfatnaður minn hér á Íslandi. Þegar ég lagði af stað á öðrum degi þurfti ég að læra að opna og loka rennilásunum Í The Bike Pit á Keflavíkurflugvelli og í regngallanum á Borgarnesi.

20


með þykku vatnsheldu hönskunum mínum og að ná í símann minn til að taka nokkrar myndir án þess að missa hann. Ég hafði skipulagt leiðina eftir þjóðvegi 1 að þjóðvegi 60 og að fara síðan leið 61 eftir Ísa­fjarðardjúpi til Ísafjarðar. Ég hafði ekki skipulagt mikið meir en hvaða vegum ég vildi fara og um það bil hvar ég vildi tjalda á hverju kvöldi. Nokkrum dögum fyrir komuna til Íslands komst ég að því að reiðhjól voru ekki leyfð í Hvalfjarðargöngunum. Hjólandi þurftu að taka yfir 50 kílómetra krók í kringum Hvalfjörð. Þar sem ég hafði þegar áætlað að hjóla að minnsta kosti 75 kílómetrar án þessa króks, ákvað ég að reyna að húkka mér far í gegnum göngin, ég hafi rekist á frásögn á bloggsíðu frá einhverjum sem hafði gert það með góðum árangri fyrir COVID. Með þumalfingurinn á lofti óku bílar framhjá mér fólkið horfði á mig eins og ég væri brjálaður. Eftir um það bil þrjátíu mínútur stöðvaði ein manneskja til að athuga hvort þau gætu hjálpað en við ákváðum að bíllinn þeirra væri of lítill fyrir hjólið mitt. Vonlítill færði ég mig nær göngunum þar sem bílar gátu hægt á sér og farið inn í nærliggjandi bílastæði stoppað með öruggum hætti. Eftir 30 mínútur stoppaði maður að nafni Björn og dró reiðhjólafestingu út úr bílnum sínum og bauð mér far. Ég setti á mig grímu og við ræddum hvaðan á Íslandi hann væri og framtíðaráform mín á Ísafirði meðan við ókum eftir göngunum. Það var aðeins

nokkurra mínútna akstur. Ég sagðist myndi láta hann vita næst þegar ég var á svæðinu því auðvitað skuldaði ég honum nú kaffi eða bjór fyrir hjálpina. Ég kláraði hjólaferð dagsins í Borganesi eftir langan rigningardag með þó merkilega viðráðanlegum vindi. Það rigndi alla nóttina en um leið og regnið minnkaði pakkaði ég tjaldinu. Á þriðja hjóladeginum hér kynntist ég íslenskri veðráttu fyrir alvöru. Fyrst fékk ég einn besta meðvind allra tíma, en það breyttist fljótt í að læra hvernig maður hallar sér upp í öflugan vindinn til að halda jafnvægi. Ég var að verða örmagna á þessari nýju stellingu þegar ég sá kamar við veginn. Ég leitaði skjóls þar inni meðan ég borðaði Clif Bar orkustykki og endurheimti getuna til að hugsa. Þegar vegurinn sveigði til norðurs fékk ég aftur meðvind og kláraði leiðina til Stykkishólms. Eftir ábendingu frá staðarmanni sem ég Við Hvalfjarðargöng og skjólgóði kamarinn.

21


hitti fyrir tilviljun breytti ég leið minni frá því að hjóla alla leið til Ísafjarðar yfir í að taka ferjuna yfir Breiðafjörð. Það myndi spara mér eina dagleið á hjólinu og mér gæfist færi á að hjóla meira um Vestfirði. Eitt af því góða við að hjóla um Íslandi er hversu lítið það er og hversu margir koma til að hjóla um landið. Það er óhjákvæmilegt að þú hittir aðra hjólaferðalanga á leið þinni, sama hvert þú ferð. Eftir að litla þorpið Stykkishólmur var kannað um morguninn steig ég um borð í ferjuna á fallegum sólríkum degi. Þegar ferjan stoppaði við litlu eyjuna Flatey í miðjum Breiðafirði gengu fjórir aðrir hjólreiðamenn í bátinn. Ég hafði farið um borð á þilfarinu í Stykkishólmi en á Brjánslæk þurfti ég að bera hjólið niður stiga til að komast á þurrt land. Við hjólreiðamennirnir hjálpuðumst að við að handlanga hjólin niður. Við komumst að því að við vorum allir á leið í Flókalund þar sem við ætluðum að gista, það voru auðveldir 5 kílómetrar þangað. Það voru rúmir þrír mánuðir liðnir síðan ég hafði hjólað með

annarri manneskju, hvað þá fjórum! Við hjóluðum saman í Flókalund og kölluðum okkur Alþjóðlegu hjólalestina þar sem ég var frá Bandaríkjunum, tveir voru frá Þýskalandi, einn frá Ítalíu og einn frá Ástralíu. Ég átti í erfiðleikum með svefn þessa nótt því vindurinn hafði tekið sig upp og virtist vera að reyna að brjóta tjaldið mitt í tvennt. Tjaldið lagðis næstum saman þegar vindstrengirnir léku um það en þess á milli náði það að rísa aftur. Vindáttin breyttist um klukkan eitt um morguninn og lenti núna þvert á hliðina á tjaldinu og það var viðbúið að það tjaldið myndi ekki þola átökin ef ekkert yrði að gert. Ég þurfti því að snúa tjaldinu um níutíu gráður í 40 hnúta vindhviðum í byrtu frá höfuðljósinu mínu. Þegar ég losaði tjaldhælana fannst mér eins og vindurinn myndi rífa tjaldið úr höndunum á mér og Stykkishólmur, ferjan, tjaldstæðið í Flókalundi og alþjóðlega hjólalestin „The International Gravy Train“

22


feykja því út á haf, en sem betur fer tókst mér að festa tjaldið aftur tryggilega og náði nokkurra tíma svefni. Þegar ég vaknaði hafði veðrið snúist á versta veg, mótvindur og ísköld rigning. Restin af Alþjóðlegu hjólalestinni ákvað að taka sér frí þennan dag en ég gat ekki beðið eftir að komast á nýja heimilið mitt. Ég ætlaði að reyna að komast að Dynjanda og athuga þar hvort ég gæti hjólað lengra þennan dag. Þar sem ég hjólaði upp fjallaskarðið læddist þokan inn svo ég sá aðeins nokkra metra fram fyrir mig. Rigningin breytti malarveginum í forarpytt og dekkin jusu aur yfir töskurnar og mig. Ég

hefði kannski átt að fjárfesta í brettum. Eftir því sem ég komst hærra þreyttist ég meir í mótvindinum. Í hvert sinn sem ég hélt að ég hefði náð toppnum varð ég fyrir vonbrigðum þegar ný brekka upp á við tók við af hverri brekku niður á við. Að lokum þegar ég var á leið niður langa brekku að Dynjandafoss opnuðust himnarnir og við blasti einn fallegasti staður í náttúrunni sem ég hafði nokkurn tíma séð. Sólarljósið endurspeglaði gullgræna liti af fjöllunum og ég fór að heyra í fossinum. Ég var alveg örmagna þegar ég kom þangað en ég komst að því að salernin voru ólæst og upphituð. Ég tók nestistöskuna mína

23


einungis hjóla- og göngufólk sem mátti tjalda þarna. Þetta var lang erfiðasti dagur sem ég hafði nokkurn tíma upplifað á hjóli. Það er erfitt að lýsa síðasta degi ferðarinnar heim. Fyrir það fyrsta var þetta lokadagur rúmlega átta mánaða ferðalags. Ég fór frá San Francisco 18. janúar 2020 og nú var ég að koma til lítils samfélags á Vestfjörðum 8. ágúst 2020. Þó að það sé kannski ekki langur

inn og át allar granóla stangirnar sem ég átti eftir. Ég dvaldi á baðherberginu í að minnsta kosti klukkutíma áður en ég hafði endurheimt nægan styrk til að reyna að ganga að fossinum. Fyrsta tilraun mín tókst ekki svo ég fór aftur í salernisskálann til að hlýja mér. Það hafðist í annarri tilraun en ég tók þessu sem merki um að ég hefði hjólað nóg þennan dag. Ég var sá eini sem tjaldaði þarna þessa nótt enda

24


tími hafði margt breyst í heiminum á þessum tíma og einnig innra með mér frá því ég fór frá fyrrum heimili mínu. Heimurinn var að upplifa sinn fyrsta stóra heimsfaraldur frá Spænsku veikinni 1918, George Floyd var myrtur á götum Minneapolis og Trump forseti hélt áfram að blekkja Bandaríkjamenn um að hann hefði stjórn á COVID. Ferð mín um Bandaríkin og Ísland leyfði mér að upplifa þessi lönd á þann hátt sem mig hafði alltaf dreymt um, en það virtist léttvægt í samanburði við það sem restin af heiminum var að upplifa. Mér hafði einhvern veginn tekist með heppni og sterku stuðnings­neti að klára þetta. Ég hjólaði upp og yfir Hrafns­ eyrarheiði, fór niður á Þingeyri fullur orku úr tvöföldum ostborgara og kaffi. Gemlu­ fallsheiði kom og fór. Þegar ég kom inn Önundar­­fjörð hélt ég að erfiðasta fjallaskarðið biði mín áður en ég sæi Ísafjörður. En þar

sem ég hjólaði leiðina upp komu í ljós göng sem ekki voru með „Engin hjól“ skilti. Þegar ég kom inn í göngin og kveikti á ljósunum lá leiðin niður á við og leiðin sóttist vel. Ísafjörður blasti við þegar ég kom úr göngunum og tárin streymdu niður andlitið. Ég var kominn heim.

25


2019

Unnar Reynisson

Sjáumst í Tweed Ride Hef ég meðal annars keypt og gert upp antík reiðjól og smíðað hliðarvagn á Reid-hjólið góða. Enda er Tweed Ride þess eðlis að það er alltaf hægt að fara skrefinu lengra, breyta einhverju eða bæta einhverju við. Þegar Tweed Ride er lokið er ég strax farinn að hlakka til næsta Tweed Ride að ári. Ég hef auk þess að fara sjálfur dregið þrjá af vinum mínum með og veit ég ekki betur en þeir hafi skemmt sér mjög vel. En hvað er svo þetta Tweed Ride? Tweed Ride er skrúðreið um miðborg Reykjavíkur á klassískum reiðhjólum og í sígildum fatnaði í anda bresks hefðarfólks. Hjóluð er skemmtileg leið um miðborg Reykjavíkur og í lokin eru veitt verðlaun fyrir fallegasta hjólið, best klæddu dömuna og best klædda herrann.

Vorið 2014 keypti ég mér nýtt reiðhjól og hafði þá ekki átt hjól í rúman áratug. Hjólið sem varð fyrir valinu var frá ástralska reiðhjólaframleiðandanum Reid sem gerir reiðhjól í klassískum götuhjóla-stíl. Nokkru síðar spurði konan mín mig hvort ég hefði ekki áhuga á Tweed Ride. „Tweed Ride?“ spurði ég „Hvað er það?“ Hún sagði mér það og ég varð mjög spenntur, fannst þetta virkilega áhugavert og langaði að prófa. Var Tweed Ride þá á dagskrá strax helgina eftir. Ég var því miður upptekinn í vinnu þessa helgi og gat ekki tekið þátt. Árið eftir, 2015, tók ég þátt í fyrsta sinn og hef ekki misst af einu einasta Tweed Ride síðan þá. Ég hef stöðugt bætt við og lagt mig meira fram hvað varðar útbúnað á hjólið, fatnað og aukahluti. 26


2016

2020

Fyrsta skrúðreiðin var haldin í Reykjavík árið 2012, að breskri fyrirmynd en allra fyrsta Tweed Ride skrúðreiðin var haldin í London 2009. Tweed Ride hefur verið haldið víðar um heiminn en í London, Reykjavík og Akureyri. Má þar helst nefna Sankti Pétursborg í Rússlandi, Portland í Bandaríkjunum, Viktoríu í Kanada, Dunedin í Nýja-Sjálandi, Varsjá í Póllandi og Kaupmannahöfn í Danmörku. Þó að áhersla sé lögð á klassísk hjól og fatnað er það það ekki skylda og hefur fólk verið á fjallahjólum sem hafa verið skreytt

þannig að þau líti út fyrir að vera klassísk reiðhjól. Það geta allir verið með og tekið þátt í Tweed Ride. Skrúðreiðin er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og vekur mikla athygli allsstaðar þar sem þátttakendur hjóla um miðbæ Reykjavíkur. Tweed Ride 2021 verður haldið þann 5. júní næstkomandi og hvet ég alla sem hafa áhuga á að vera með að skrá sig á www.tweedride.is. Sjáumst í Tweed Ride. Unnar Reynisson Ljósmyndir: Páll Guðjónsson / hjolreidar.is

2019 27


Ómar Smári Kristinsson

Fjallahjólaæðið í Skutulsfirði

Bútur úr útivistarkorti Skutulsfjarðar, 2021. Bláu línum kortsins hefur fjölgað ört á milli ára og mun gera það áfram. Brátt mun þurfa að gera sér kort fyrir hjólabrautirnar. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.

Þetta gerðist einsog sprenging. Allt í einu er Ísafjörður einn heitasti staður landsins fyrir fólk sem rennir sér niður fjöll á reiðhjólum. Hvernig stendur á því? Það þarf aðallega tvennt til. Annars vegar er það rétta landslagið. Það er til staðar í fjalllendinu uppaf Skutulsfirði, þar sem höfuðstaður Vestfjarða er. Þar er allskonar halli á brekkunum og vegir og slóðar liggja uppá heiðar. Hins vegar þarf rétta fólkið til að koma auga á möguleikana í landslaginu og gera eitthvað í málunum. Þetta fólk er líka til. Það þurfti samt eitthvað til að koma skriðunni af stað. Það eru mörg ár síðan einhver gaur byrjaði að mynda braut neðst í Hnífunum og kom sér þar upp nokkrum stökkpöllum. Fyrir fáeinum árum kom til sögunnar annar gaur, Óliver Hilmarsson, kallaður braut­r yðjandi, sem hafði sama áhugamál.

Hann og fleira áhugafólk fór vinna í braut sem þau sáu fyrir sér, alla leið ofan frá Botns­ heiði og niður alla Hnífa, um 6 km leið. Áhuginn er bráðsmitandi. Vinir, kunningjar og fjölskyldumeðlimir brautryðjendanna, fólk með áhuga á fjallahjólreiðum, voru fljótlega komin á bólakaf í stígagerðina. Þetta fólk hefur verið kjarninn í félagsskapnum æ síðan, þó hópurinn hafi stækkað. Hlutirnir gerðust furðu hratt. Árið 2017 gaf Ísafjarðarbær leyfi fyrir brautinni. Árið eftir var brautin komin í það horf að hægt var að halda á henni keppni á hjóla­ 28


Hópur uppi á Botnsheiði; Heiðinni. Ljósmynd: Óliver Hilmarsson.

Hjólaviðgerðamaður bæjarins, Viðar Kristins­ son er m.a.s. löggiltur smiður. Útsjónar­semi hefur alla tíð einkennt fólkið á bakvið verk­ efnið. Fyrirtæki sem eiga hentug vinnutæki hafa alveg fengið að lána þau til góðra verka. Skriðan var komin af stað. Tungudalur og hálendið upp af honum blasir við frá Hnífunum. Hugmyndaríkt fólk með sama áhugamál er fljótt að koma auga á fleiri tækifæri. Til dæmis lá í augum uppi að það þyrfti að búa til tengingu frá brautinni niður í Tungudal og stígakerfið þar. Auðveldari leið en að steypa sér niður Hnífana. Þarmeð var komið Y-braut þar sem fólk gat haft val.

móti í samstarfi við Enduro –Ísland og vestfirsku Hlaupahátíðina. Þetta tókst þó að félagsskapurinn ætti hvorki peninga né verkfæri. Það lögðu allir til með sér vinnu sína, tíma sinn og verkfærin sín. Fólk varð sér úti um spýtur með ýmsum klókindum, svo hægt væri að smíða brýr, stökkpalla og beygju. Það eru lagtækir smiðir í hópnum. Fyrir neðan Hnífa, þar sem ævintýrið hófst. Ljósmynd: Daníel Jakobsson.

29


Efsti hlutinn, sá sameiginlegi, fékk nafnið Heiðin (2,5 km). Framhaldið niður Hnífana heitir einfaldlega Hnífar (rúmir 3 km til að byrja með, 3,6 km núna). Tengingin niður í Tungudal heitir Tungan (1,7 km miðað við stystu skilgreiningu). Og áfram hélt það. Árið 2019 bættust við brautirnar Bunan, Hrossið og Múlinn. Öll nöfnin tengjast örnefnum sem til staðar eru. Bunan og Hrossið þykja reyndar líka lýsa eiginleikum leiðanna ágætlega. Þessar þrjár leiðir mynda nærri samfellt rennsli lengst ofan frá Sandfelli (454 m.y.s.) niður á láglendi. Síðar átti eftir að tengja þessar leiðir enn betur saman og bjóða upp á tilbrigði við hana. Tilbrigði við þessa salíbunu varð til um svipað leiti og fékk nafnið Vestfirðingurinn. Þegar hér var komið sögu hafði dálítið mikilvægt gerst. Í apríl 2019 gekk þessi frekar óformlegi áhugamannahópur, sem þá

hafði hlotið nafnið Hnífar, í Vestra. Vestri er íþrótta­­samband á Vestfjörðum. Þarmeð varð til Hjólreiðadeild Vestra. Þá fór í fyrsta skipti að sjást peningur. Sótt var um í allskonar fram­ kvæmda­­sjóði, uppbyggingarsjóði og allskonar. Í maí 2019 fékk félagið til umráða stærðar­­innar landskika á iðnaðarsvæði sem hafði verið í hálfgerðu reiðileysi. Þar var í skyndingu komið upp æfingasvæði. Það hefur frá upphafi verið mikið notað. Brautir voru gerðar úr grjóti og timbri og mótaðar beint í land. Hvort þetta svæði stendur til boða til fram­tíðar er enn óvíst, en það er óskandi, því áhrifin af því eru mikil. Börn og unglingar hafa notað svæðið einna mest, enda hafa þau helst verið höfð í huga þegar brautir hafa verið búnar til. Lífið er ekki bara vinna. Stundum er líka hjólað. Ljósmynd: Helga Björt Möller.

30


Málið er nefnilega það að Hjólreiða­ deild Vestra er sérlega barnvænt (púkavænt) samfélag. Ef það á að vera framtíð í þessu sporti, þá þarf að sá til þess réttu fræjunum. Það er óspart gert með æfingum og nám­ skeiðum fyrir börn og unglinga. Dugandi heima­­menn eru fengnir til að þjálfa og kenna en líka eru keyptir til verksins atvinnumenn úr öðrum héruðum. Æfingasvæði fyrir ungviðið hafa verið sett upp innanbæjar, svo úr hefur orðið hin fínasta torgstemmning. Líka hefur verið haldið viðgerðanámskeið undir berum himni. Fólk skemmtir sér saman. Ungmennin fá líka að keppa. Haldið var svokallað ung­ dúró­mót, sem er skylt orðinu enduro. Þá er keppt með sérleiðafyrirkomulagi á fjórum leiðum. Nýjasta brautin í leiðaneti ísfirsku fjalla­hjólaranna er sérstaklega hönnuð fyrir börn og byrjendur. Efsti hluti hennar heitir Ung­dúró og framhaldið heitir Heimreiðin. Hún endar niðri í stígakerfi bæjarins.

Hér er verið að búa til beygjur í Ungdúróbrautina. Ljósmynd: Helga Björt Möller. Fullorðna fólkið hefur líka fengið námskeið þar sem fagfólk kennir endurokúnstir. Það hefur líka fengið leiðbeiningu í notkun Eyrarhjólanna svokölluðu. Á þeim hjólum er rúntað með íbúa dvalarheimilisins Eyrar. Námskeið var líka haldið fyrir fólk sem ætlar að taka að sér að leiða hjólaæfingar. Það var meira að segja kominn styrkur til að senda manneskju á þjálfaranámskeið til Wales. Svo þarf að halda kunnáttunni við. Samhjól heitir það þegar farið er á föstum tímum, einu sinni til tvisvar í viku í brautirnar. Stundum slæðast nýliðar með og þá fá þeir tilsögn.

Unnið við brautina í Múlanum. Af öllum brautunum í Skutulsfirði liggur að meðaltali mest vinna bak við hvern metra í þessari bröttu og hlykkjóttu skógarbraut. Samskipti Hjólreiðadeildar Vestra og Skógræktarfélags Ísafjarðar hafa verið með ágætum. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að Kristján (maðurinn í grænu treyjunni) er í báðum félögum? Ljósmynd: Óliver Hilmarsson.

Breyttir tímar. Áður voru ekki til spýtur og allir unnu. Nú er til nóg af spýtum en flestir horfa á einn vinna. Það er annar löggiltur smiður í hjólagenginu, Addó á flugvellinum. Ljósmynd: Heiða Jónsdóttir.

31


Stjórn Hjólreiðadeildar Vestra í þungum þönkum á Húsinu. Ljósmyndir: Helga Björt Möller.

Prufuferð í Bununni. Í henni sannaðist að það er frekar maðurinn en reiðhjólið sem gerir gæfumuninn í fjallabruni. Hér fer fjallagarpurinn Kévin Dubois á kostum.

Það er hægt að skemmta sér við fleira en að hjóla. Það er líka hægt að segja hjóla­ ferða­sögur og planleggja næstu ævintýri. Þau eru orðin ófá kvöldin sem hjólararnir hafa fjöl­mennt á öldurhús bæjarins og fundað um hitt og þetta og haldið myndasýningar frá svaðil­förum um heiminn. Umræðuefnið á fundunum er ótæmandi. Þar eru meðal annars lögð drög að merkingum og kortlagningum brautanna, fleiri námskeið skipulögð og keppnir ákveðnar, skipst á upplýsingum um hvernig er hægt að krækja í pening eða smíða­ timbur og hvað skuli framkvæma. Það er ekki bara talað, heldur líka gert.

Nú er búið að smíða kerru sem tekur 8 hjól og það er búið að gera skiltastanda mikla sem eiga að bera kort af hjólasvæðunum. Kortin verða svo teiknuð þegar ljóst verður hversu umfangsmikið leiðakerfið verður að lokum. Það er enn verið að leggja brautir. Hjól­reiðadeildin hefur lagt orku í að safna þeim leiðum sem komnar eru inn á Trailforks síðuna. Kynningar og námskeið hafa verið haldin í tengslum við það. Vinnan við Trailforks og margt annað á sér líka stað á netinu. Fésbókarsíða félagsins, sem var stofnuð sumarið 2018, er stærsti fundurinn. Þar eru öll mál rædd. Ekki síst á kóvítis árinu þegar barirnir hafa verið lokaðir. Á fésinu má gjarnan sjá einhvern félaga segjast vera að skreppa í hina eða þessa brautina og

Frá ungdúrómóti sumarið 2020. Ljósmyndir: til vinstri Helga Björt Möller og til hægri Heiða Jónsdóttir.

32


hvort einhver vilji vera samferða. Stjórnin er dugleg að segja frá öllu sem verið er að gera og pæla. Allt er opið og lýðræðislegt. Þar eru samhjól, námskeiðin, æfingarnar, vinnu­ dagarnir, fundirnir og myndakvöldin auglýst. Þar fara fram vangaveltur um kaup á efni og græjum, hvað kollegarnir á öðrum stöðum eru að gera og hvernig staðið skal að næstu keppni og svo framvegis og svo framvegis.

Eina vaðið, sem því nefni má kalla, í brautakerfinu í Skutulsfirði er þetta hér á Tunguá. Það er í brautinni sem kallast Tungan. Ljósmynd: Anna María Daníelsdóttir. Bunað niður með Buná; Bunan. Ljósmynd: Óliver Hilmarsson.

33


Vindur er val

Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna Vindur er oft nefnd sem ástæða þess að fólk hjólar ekki meira en það gerir. Að sönnu getur stundum verið vindasamt á Íslandi og það getur verið sviptivindasamt á sumum þjóð­ vegum í grennd við fjöll. En er vindur eins mikil hindrun fyrir hólreiðar og menn ímynda sér? Hvað geta veðurmælingar sagt okkur um vind á Íslandi og hvernig er hann í samanburði við hjólaborgina Kaupmannahöfn? Veðurstofan hefur um langt árabil safnað veður­upplýsingum, þar á meðal á mörgum stöðum um vindstyrk. Hvað geta þær upp­ lýsingar sagt okkur um vindafar? Til þess ætla ég að sýna nokkrar myndir sem ég hef tekið saman úr gögnum um meðalvind yfir árið á nokkrum veðurstöðvum hér heima og erlendis. Í því sambandi verð ég að hrósa Veðurstofunni fyrir að hafa slík gögn aðgengileg fyrir almenning en það virðist ekki jafn auðvelt að nálgast sambærileg gögn erlendis.

Meðalvindur er nokkuð breytilegur milli veðurstöðva (1. mynd). Það eru til veðurstöðvar sem virðast í eðli sínu skjólsælar eins og t.d. Akureyri, Kirkjubæjarklaustur og Teigarhorn á Íslandi og það kemur sjálfsagt fáum á óvart að stöðvar erlendis eru margar skjólsælar eins og t.d. inn til landsins í Svíþjóð. Aðrar eru vindasamar og er þar Stórhöfði vindasamastur. Sama má segja um aðrar stöðvar eins og t.d. Fagurhólsmýri og Keflavíkurflugvöll en það kemur kannski á óvart að margar stöðvar erlendis við sjávar­ síðuna eru ekki síður vindasamar eins og t.d. Måseskär á vesturströnd Svíþjóðar. 1. mynd. Meðalvindur á ári á nokkrum veður­ stöðum yfir mislöng tímabil. Reykjavík og Akureyri árin 1949-2019, Keflavíkurflugvöllur árin 1953-2019. Miðlína=miðgildi, kassi 50% gilda, strik 25% gilda, punktar=útgildi.

34


3. mynd. Meðalvindur á ári yfir árabilið 19492019 í Reykjavík. Lína aðhvarfslíkans er sýnd.

Reykjavík, Akureyri og Keflavíkurflugvöll frá um 1950-2019 ásamt styttra tímabil fyrir Kaupmannahöfn og Kastrup. Á 3. mynd má sjá þessa breytingu með skýrum hætti fyrir Reykjavík með aðhvarfslínu á punktana. Meðalvindur í Reykjavík hefur farið úr 6.8 m/s á áratugnum 1950-59 í 3.9 m/s á áratugnum 2010-19. Meðalvindur í Keflavík var 6.8 m/s á áratugnum 1950-59 og var sömuleiðis 6.8 m/s á áratugnum 2010-19. Síðastliðna tvo áratugi hefur meðalvindur í Reykjavík verið á pari við meðalvind í okkar

Á flestum veðurstöðvum er árs meðal­ vindur aðeins breytilegur milli ára og á einhverjum má sjá skörp skil sem sennilega má rekja til breytinga í mælingum. Á nokkrum stöðvum má líka sjá munstur í breytingu á árs meðalvindi. Ein slík og sú sem sennilega sýnir skýrasta munstrið er Reykjavík. Þar hefur árs meðalvindur breyst frá því að vera sambærilegur við Keflavíkurflugvöll árin eftir 1950 til þess að vera sambærilegur við veðurstöðina fyrir Kaupmannhöfn árin eftir 2000. Á 2. mynd má sjá þessa þróun fyrir

2. mynd. Ársmeðalvindur á fimm veður­ stöðvum yfir árabil.

35


fornu höfuðborg Kaupmannahöfn (4. mynd). Árs meðalvindurinn í Reykjavík virðist meira að segja komin um 1 m/s niður fyrir flugvöll Kaupmannahafnar í Kastrup. Gamla góða afsökunin að það sé ekki hægt að hjóla vegna þess að það sé ekki logn eins og í Köben virðist því ekki lengur gild. Árs meðalvindur í Reykjavík er nú um 3 m/s minni en á Keflavíkurflugvelli en var sambærilegur fyrir um 60-70 árum. Hvaða breytingar hafa orðið í Reykjavík og á höfuð­b orgarsvæðinu sem hafa ekki orðið á Keflavíkurflugvelli á þessum tíma? Það virðist blasa við að það er berangrið sem hefur þurft að láta á sjá á höfuðborgarsvæðinu en ekki á Keflavíkurflugvelli. Byggðin sem hefur risið á höfuðborgarsvæðinu og ekki síður gróðurinn sem hefur verið ræktaður í görðum og á skógræktarsvæðum hefur aukið viðnám yfirborðsins gagnvart vindi. Þetta má greinilega sjá á myndum frá Hringbraut þar sem sú fyrri var tekin fyrir 1955 og sú síðari er tekin í ár (5. og 6. mynd). Hrýfi yfirborðs landsins hefur aukist og það hefur dregið úr vindinum og umhverfið er orðið skjólsælla og að flestra mati vistlegra líka. Þetta sýnir okkur hverju við getum áorkað til að minnka

vind og bæta lífsgæði í nærumhverfinu. Það virðist blasa við að ef við viljum hafa skjólsælt umhverfi ættum við að þétta byggð og auka ræktun í þéttbýlinu og í kringum það. Með því móti færum við Kaupmannahöfn til Íslands. Lands­samtök hjólreiðamanna, sem vinna að bættri aðstöðu til hjólreiða, leggja áherslu á það í sínum málflutningi, að við stíga og götur verði unnið gegn vindi með gróðursetningum og góðu skipulagi, því vindur og hvassviðri getur sannarlega verið óvinur hjólreiða og annarra virkra samgöngumáta. Fyrir höfuðborgarsvæðið virðist ljóst að við getum enn minnkað vind. Vindur er mjög breyti­legur innan höfuðborgarsvæðisins og víða er enn berangur sem má rækta á tré og runna. Í þessari ræktun má hafa fjölbreytni og fram­vindu gróðurs að leiðarljósi og byrja með fljót­sprottnum tegundum með hægsprottnum langlífari tegundum innanum sem vaxa upp í skjóli þeirra. Eftir því sem þær vaxa úr grasi má síðan taka hinar fljótsprottnari og eru þá hæg­s prottnar tegundir eftir sem oft þurfa litið viðhald til langframa. Við ráðum hvort við veljum berangur eða skjól. Vind eða logn. Það er ekki bara á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er draga úr vindi. Það á við um

Til vinstri mynd 5. Við Hringbraut 1955. Úr “Myndir frá Reykjavík”, Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1955. Ljósmynd Haraldur Teitsson. Til hægri mynd 6. Við Hringbraut 2020. Ljósmynd Árni Davíðsson. 36


4. mynd. Árs meðalvindur á fimm veður­ stöðvum eftir árið 2000. Akureyri, Kefla­ víkur­­­flugvöllur og Reykjavík yfir 20 ára tímabil 2000-2019, Kastrup yfir árin 2004-2006 og 2012-2019 og Kaupmannahöfn yfir árin 20072011. Miðlína=miðgildi, kassi 50% gilda, strik 25% gilda, punktar=útgildi.

Heimildir: [1] Ísland. Veðurstofan. Tímaraðir fyrir valdar veðurstöðvar. https://www.vedur.is/ vedur/vedurfar/medaltalstoflur/ [2] Svíþjóð. Vindstatistik för Sverige 19612004. https://www.smhi.se/publikationer/ vindstatistik-for-sverige-1961-2004-1.10007 [3] Danmörk. Vejr- og klimadata Danmark Årsoversigt. https://www.dmi.dk/vejrarkiv/

flest þéttbýli á landinu. Hvað við viljum er pólitísk spurning. Boltinn er þar með komin á vallarhelming stjórnmálanna.

37


Hjólað um Kjöl - Grétar William Guðbergsson Kjölur, 28. – 30. júlí 2020 Við Guðrún Hreinsdóttir vorum búin að tala um að hjóla Kjöl við tækifæri. Þ.e.a.s. ef góð veðurspá væri framundan og við í fríi. Mig minnir að hugmyndin hafi komið eftir að ég keyrði Kjöl á leiðinni heim eftir hálendis­ ferðina 2019. Svo laugardaginn 25. júlí, að mig minnir, hringdi hún í mig og sagði að það væri góð spá framundan og hvort ég væri ekki til í að fara. Ég hélt það nú. Ég hafði svo sam­band við Kolbrúnu Sigmundsdóttir og Jón Torfason til að athuga stöðuna á þeim. Þau voru á leið í bæinn, að vestan og voru að sjálf­sögðu til í að koma með. Brottfarardagur var ákveðinn 28. júlí og við ætluðum að hjóla suður sem er þægilegri leið þó að hækkunin sé aðeins meiri.

Við lögðum snemma af stað úr bænum. Félagi okkar, hann Gústav Sveinsson, keyrði okkur norður á mínum bíl. Jón og Guðrún fóru kvöldið áður með bílinn hans að Geysi þar sem til stóð að klára ferðina. Það var tekið smá stopp á Blönduósi til að næra sig og héldum svo áfram og fórum aðeins inn á veginn inn á Kjöl, Svínvetningabraut, við Hring­veginn og gerðum okkur klár. Það tók smá tíma að koma öllu dótinu á hjólin. Um korter yfir tólf lögðum við svo að stað. Það var gott ferðaveður frekar milt, skýjað og nánast logn. Leiðin var í heildina um 187 km sem við höfðum skipt upp í þrjá jafn langar dagleiðir, rúmlega 60 km hver. Fyrstu nóttina stóð til að gista við Hanskafell. Þar

38


rennur lækur hjá þannig að við ættum að hafa vatn. Seinni nóttina var ætlunin að tjalda undir Innri-Skúta. En eins og oft vill verða gekk áætlunin ekki alveg eftir en hvað um það. Mesta hækkunin er fyrstu 20 km eða svo. Það er sérstaklega ein brekka sem er nokkuð löng og brött á köflum. Meira en fjórir og hálfur km. og yfir 250 m. hækkun. Stuttu eftir að við kláruðum hana tókum við nestispásu, rétt við inntak Blönduvirkunar neðan við Gilsárlón, enda ekki vanþörf á eftir öll átökin. Þegar hér var komið við sögu hafði létt til og sólin farin að skína. Síðan héldum við áfram í rólegheitum enda lá okkur ekkert á. Vegurinn var fínn og ekki mikil umferð. Ég hjólaði fremstur en tók ég svo eftir því að hin voru stopp. Ég var ekkert að stressa mig á þessu, fór bara út fyrir veg og beið. Lagði mig aðeins í smá laut. Í ljós kom að framgírarnir hjá Jóni voru með eitthvað vesen. Ekki var hægt að redda því þarna á staðnum og héldum við því för okkar áfram. Þegar klukkan var farin að nálgast hálf sex og við orðin meira og minna vatnslaus, komum við að vatni eða tjörn sem Galtaból heitir. Þar gátum við fyllt á brúsana og samanbrjótanlegan vatnsdúnk sem Jón var með. Stuttu síðar komum við að Blöndulóni. Þar liggur vegurinn töluverðann spotta á stíflu eða varnargarði. Þegar við vorum komin upp á Áfangafell voru sumir orðnir frekar þreyttir og nokkuð liðið á daginn. Klukkan

að verða hálf átta og ennþá tölvert í áætlaðan næturstað. Þannig að það var ákveðið að ef við finndum fljótlega góðan stað til að tjalda á þá myndum við stoppa þar. Það leið ekki langur tími þangað til við fundum þannig stað. Neðst í brekkunni frá Áfangafelli, Áfangi. Þar eru hús, en það var mannlaust fyrir utan var eitt tjald sem þýskur hjólamaður var í. Þar sem engin var á staðnum, var engin til að spyrja hvort við mættu tjalda svo við bara tjölduðum. Þessi dagur endaði í tæpum 49 km. á tæplega átta tímum. Veður var fínt þegar við lögðum af stað næsta morgun um níu leitið. Framundan var góður dagur að við töldum. Þar sem við fórum ekki alla leið að áætluðum næturstað fyrsta daginn sáum við fram á langan dag, yfir sjötíu km. að næsta áætlaða næturstað. Vegurinn var ennþá fínn tiltölulega sléttur með eina og eina holu inn á milli, en eftir um tíu km. versnaði vegurinn og þvottabretti tóku við. Já þetta voru þvottabretti dauðans og þannig var það allan daginn. Eftir um fimmtán km. og eins og hálfs tíma ferð komum við að fyrsta svefnstað áætlunarinnar við Hanskafell. Lækurinn, Hanskafellsá, sem við höfðum gert ráð fyrir var vatnslaus og uppþornaður enda búinn að vera töluverður þurrkur undanfarið. Kannski eins gott að við tjölduðum ekki þar vegna vatnsleysisins en á Áföngum var vatn í krana. Við héldum áfram í smá stund áður en áðum í um tuttugu mínútur. Við héldum svo

39


bara áfram og ekkert markvert gerðist svo sem á leiðinni. Við brúnna yfir Seyðisá hittum við tvo á fjórhjólum og ræddum við við þá í smá stund. Svo sá ég fullt af tjaldhælum liggjandi á veginum, sem ég hirti. Þetta voru flottir hælar en ekki gott fyrir þá sem töpuðu þeim. Eftir rúma fjóra tíma og meira en 36 km. komum við svo inn á Hveravelli. Þar fengum við okkur að borða og fórum á salernið. Á þessum tímapunkti sáum við fram á að við myndum aldrei ná að Innri-skúta til að tjalda á skikkanlegum tíma. Við ætluðum bara að halda áfram þangað til við finndum góðan stað þegar færi að kvölda. Við mættum einum aðframkomnum þjóðverja á hjóli, það sást að hann var alveg búinn á því. Hann var að koma frá Hvítárnesi. Hann spurði hvort við vissum hvað væri langt að Hveravöllum. Við sögðum honum að það væru um fimm km. ef ég man rétt. Nú var hæsti punktur ferðarinnar fram­ undan og við töldum okkur sjá hann, nokkrum sinnum, enda vorum við orðin nokkuð þreytt á sífeldri hækkun. Ekki það að þessi dagleið er nokkuð þægileg upp á það að gera. Ekki mikil hækkun en þvottabrettin voru skelfileg. Að lokum komum við á hæsta punktinn og þá lá þetta allt meira og minna niður á við, þvílíkur léttir. En þó voru ekki allar brekkur upp í móti búnar, því fór fjarri. Við komu að skilti sem sýndi sveitafélagsmörk Bláskógabyggðar, Biskups­tungur og Húnavatnshreppar. Það var

miklu sunnar en ég hefði talið. Mér datt ekki einu sinni í hug að þessi sveitarfélög lægu saman. Skiltinu hef ekki tekið eftir þegar ég hef verið á ferð í bíl enda tekur maður eftir miklu meiru þegar maður er í rólegheitum á hjóli eða gangandi. Þegar hér var komið við sögu var klukkan að verða sjö og við farin að huga að góðum stað til að tjalda á en það var bara auðn svo langt sem augað eygði. En svo sáum við græna torfu sem við gætum að öllum líkindum tjaldað á í beygju og fyrir neðan smá brekku og gekk það eftir. Staðurinn er í tæplega tveggja km. fjarðlægð frá afleggjaranum inn í Kerlingafjöll. Vel gekk að tjalda og allt það, við fengum okkur svo að borða áður en við skriðum inn í tjöldin. Það voru um sjö km. að áætluðu tjaldstæði við Innri-Skúta. Þess má geta að Gíslaskáli er skammt frá þar sem við tjölduðum en við föttuðum það ekki fyrr en eftir á um kvöldið. Við hefðum eflaust getað farið þangað og tjaldað. Þó veður hafi verið gott þennan dag var frekar lágskýjað þannig að ekki sást í toppa t.d. Kerlingafjalla og Hrútfellsjökuls. Þessi dagur endaði í rúma 65 km á um ellefu og hálfum tímum. Nú rann upp síðasti dagur ferðarinnar. Enn var lágskýjað, en fínt veður að öðru leiti. Ég sýð yfirleitt egg fyrir svona ferðir og steiki beikon heima fyrir morgunmatinn. En ekki fór Kjalvegur vel með soðnu eggin mín. Nei, þau voru orðin að eggjahræru með skurnina

40


í molum innan um eggin. Ekki hafði ég lyst á þeim, en rebbi eða krummi hafa vonandi nýtt sér þau. Við héldum af stað í síðasta áfanga ferðar­ innar fyrir hálf níu. Framundan var um sjötíu og þriggja km. leið, samkvæmt uppfærðri áætlun, en að mestu niður á móti. Helsta brekkan upp í móti lá upp á Bláfellsháls. Þó þurftum við að hækka okkur aðeins til að byrja með, upp að Innri–Skúta. Til að byrja með var vegurinn frekar slæmur líkt og daginn áður, en þegar leið á daginn lagaðist hann töluvert. Ekkert markvert gerðis svo sem þangað til við komum að Árbúðum. Þar var í boði kjötsúpa, ásamt brauði, sem við fengum okkur. Mikið var hún góð. Svo kom inn par frá Sviss og fór stelpan að máta peysur. Guðrún og Kolla gátu nátturlega ekki látið það afskiptalaust og mæltu með einni peysunni umfram aðra, sem mig minnir að stelpan hafi svo keypt. Þegar við komum út er bíll fastur í Svartá fyrir neðan skálann. Nýr Vitara, sem er ekki neinn jeppi lengur, bara jepplingur sem sat fastur á grjóti að því að virtist. Svissneska parið var á Land Cruiser með svefnhúsi og með spil sem þau kunnu ekkert á því foreldrar stelpunar áttu bílinn. Þannig að það var hringt til Sviss til að fá upplýsingar um hitt og þetta varðandi búnaðinn á bílnum. Síðan fór hann yfir ána. Við Jón vorum búnir að benda honum á að betra væri að draga bílinn til baka frekar en yfir ána til okkar, þá væri minni

hætta á skemmdum, en hann fór samt yfir ána og náði að losa bílinn. Eftir þetta héldum við áfram veginn, sem var orðinn mun betri. Rétt áður en farið er niður að Hvítá er smá hæð þar sem er gott útsýni yfir svæðið í kring svo við stoppuðum aðeins þar til að njóta útsýnisins. Þá kom Vitaran sem festi sig í ánni. Við spjölluðum aðeins við fólkið og í ljós kom að bíllinn hafði ekkert skemmst. Við fórum yfir Hvítá og komum svo að síðustu stóru brekkunni uppí móti, Bláfellsháls. Það teigðist aðeins á hópnum upp hana. Þetta eru yfir 180 m. hækkun á um átta km. En síðan tók fjörið við, góð brekka niður Bláfellshásinn framundan. Yfir þrjú hundrum metra lækkun á tæpum sex km. Vegurinn var nokkuð góður þarna og hægt að láta sig bruna niður. Það hefði verið draumur ef hann hefði verið malbikaður. Ég hefði þó ekki viljað hjóla upp brekkuna, hún var ein ástæða þess að við hjóluðum leiðina suður í stað norðurs. Auk þess að styttra er að skutla bíl á suðurlandi fyrir heimferðina. Nú var aðeins ein smá brekka upp í móti eftir, eftir að farið er yfir Grjótá. En hún var nú ekki neitt miðað við það sem á undan var gengið. Þess má geta að Grjótá var þurr, ekkert vatn í henni bara pollur undir brúnni. Við hittumst öll efst eftir þessa brekku og ákváðum, að mig minnir, að það myndi vera frjálst fall að Geysi þar sem við ætluðum að ljúka ferðinni. Þaðan er ekkert voðalega langt


í malbik, en þó lengra en við ætluðum, mikið var nú gott að komast á það. Nú var kominn töluverður mótvindur þannig að leiðin að Gullfossi ætlaði aldrei að taka enda en hafðist þó að lokum. Við Guðrún vorum töluvert á undan Kollu og Jóni og þurftum því að bíða þar í smá stund. Þegar þau komu var ákveðið að þarna myndi ferðin enda nema fyrir okkur Jón. Við brunuðum niður á Geysi til að ná í bílinn. Það voru um tíu km. Við vorum búin að ákveða að fá okkur að borða á Gullfossi þegar við kæmum til baka með bílinn. Ætluðum að fá okkur almennilegan mat. En þegar við komum þangað, rúmlega hálf sjö, var búið að loka! Þá var ákveðið að við færum á veitingastað á Laugarvatni. En eftir langa bið og eftir að hafa komist að því að biðin myndi verða miklu lengri nenntum við ekki að bíða þar lengur

og enduðum á því að fá okkur pylsur og ís á bensístöðinni. Þessi dagur endaði í rúma 63 km og tæpa sjö tíma á Gullfoss. Auk þess bættust um tíu km hjá okkur Jóni sem tók um tuttugu mínútur að hjóla, ef ég man rétt. Heildarvegalengdin var 177 km að Gullfossi og þá um 187 km hjá okkur Jóni niður að Geysi. Þetta var fín og skemmtileg ferð þó vegur­ inn hefði mátt vera betri. Þegar ég keyrði hann árið áður fann ekki fyrir því hvernig vegur­inn var. En það er ekkert að marka það á þungum bíl á stórum dekkjum sem búið er að hleypa úr og keyrt þannig að maður finni ekki fyrir þvottabrettunum. En gaman að vera búin að ákveða eitthvað svona og láta veður stjórna því hvort farið verður eða ekki. Ef ég myndi fara þetta aftur myndi ég taka þetta á fjórum dögum og gista á Hveravöllum, sem er nokkurn vegin í miðju leiðarinnar. Svo mætti jafnvel bæta degi við og fara í Kerlingarfjöll.

42


Íslenski Fjallahjólaklúbburinn hefur hlotið styrk uppá kr 450.000.- í verk­ efninu: Vorviður. Vorviður er átaksverkefni í loftslags­málum og landnýtingu sem gerir félaga­samtökum kleift að taka land í fóstur og græða það skógi. Einhverjum kann ef til vill að finnast hjólaklúbbur vera kominn út fyrir sitt verksvið eða tilgang með því að taka þátt í svona nokkru. Má vera, en náttúru og umhverfisvernd kemur jú öllum við og viðhorf til náttúruverndar breytist hratt. Stjórn ÍFHK tekur þessu verkefni fagnandi og hvetur félagsmenn til að taka til hendinni með okkur í vor á gróðursetningar­dögunum sem verða auglýstir síðar.

Samkomulag var gert um úthlutun 3 hektara landssvæðis í landi Skógræktar Hafnar­­fjarðar í Klifsholti. Landssvæðið er við mörk Garðabæjar, skammt frá Búrfellsgjá og sést til hægri á loftmyndinni fyrir ofan og á ljósmyndinni frir. Styrkurinn dugar fyrir ca 2800 bakka­ plöntum í allt svæðið. Því til viðbótar verða settir niður græðlingar og molta borin á þar sem þarf. Tegundaval og skipulag verður unnið í samvinnu við Skógrækt Hafnafjarðar. Samningurinn um landið er bundinn í eitt ár, með möguleika á framlengingu um eitt ár í senn. Fjölnir Björgvinsson.

43


5.-25. maí

NOTUM VIRKAN Hjólum - Göngum FERÐAMÁTA Hjólum - Göngum - Hlaupum - Tökum strætó Hlaupum - Tökum strætó

Vertu með!

Skráning og upplýsingar á hjoladivinnuna.is


Millions discover their favorite reads on issuu every month.

Give your content the digital home it deserves. Get it to any device in seconds.