Hjólhesturinn 26. árg. 1. tbl. mars. 2017

Page 1

FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN Hjólhesturinn, 1. tölublað 26. árg. mars 2017 - Frítt

„Ég ætla að fá hjóladellu.“ Ferðasögur. Dýrvitlausar ferðir. Sjálfvirki hjólasendillinn. Nytjahjól. Gullöld hjólreiða. „Engin hjól á mánudögum.“ Litríkar lykilleiðir. Þemaleiðir. Fréttapunktar.


Hjóla ði

Athu ga

hi

Uppgö tv

Fór að

Hjóla ði

Reyndi a

Hjólað il

ð rjóðar k me i

Kom he i

Tók mé r

inu ól

hj

Hjólað ií

ötunum arif sp

Söng á

Hjóla ði

Heilsað i Hjólað iú

Hjólað ií

Hjólað im

Skrifað iu

li

Hvatti vin

m

lífinu nn

Stoppa ði

áður

Hjólað i fr

á bekk og su f pá

ar nn

Prófað iö

á ið

ir eft

en nokk gra u en

áð tíma ur rn

Hjólað im

áfangastað

Hjólað iú

Skrapp á

n an

Gæti breytt lífi þínu!

koma út hjóla að

itt m

að til

ð

dist með m a ylg

élagsm amf ið ás

nni kti

ús

si hjól en uví ðr

fe hjóla rðina m

na innu / skól ív

g vin o hjólað tta

ila lag með sp

bjöllunni óla hj

hjá líkamsræ am

linu á kaffih hjó

hversu langt ði

g sem é g i stí að

ekki teki fði ð ha

hlustaði á f u og

söng gla

þéttbýl ið yrir tf

tað sem ég h ás

hóp eð

færi á 15 m í ég

krökkum eð

gningunni í ri

nd su

i aldrei kom afð

vöruve mat rsl

un

tum nú

li

á reiðh rum jó öð

Nánar á hjólreiðar.is

Öflugt fræðslustarf Fjallahjólaklúbbsins og Landssamtaka hjólreiðamanna // Páll Guðjónsson og tækni samgönguhjólreiða með góðum styrkjum frá Reykjavíkurborg og mikilli vinnu. Þeir verða áfram í dreifingu í ár og meðan byrgðir endast. Við tókum þetta svo skrefi lengra síðasta sumar og hjóluðum um með þennan sér­útbúna kynningarvagn á hverfa­ hátíðir og ýmsa viðburði, dreifðum bæklingum og svöruðum margvíslegum spurningum. Hvarvetna var tekið vel á móti okkur. Það verður vonandi framhald á þessu í sumar og þá líklega auglýst eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa á Facebook eða póstlistanum okkar. Endilega skráið ykkur á póstlistann og fylgist með á samfélagsmiðlunum. Við höfum líka látið bæklingana og Hjólhestinn liggja frammi á sundstöðum, kaffihúsum og víðar. Endilega komið við í klúbbhúsinu okkar og takið bæklinga og Hjólhestinn og hjálpumst öll að við að dreifa fróðleiknum og kynna klúbbinn.

Árið 2011 varð verkefnið Hjólreiðar.is til í samvinnu Fjallahjólaklúbbsins og Lands­ samtaka hjólreiðamanna undir stjórn Páls Guðjónssonar. Bæði félögin eiga sér mikla sögu eins og sést á heimasíðum beggja og bæði hafa þau að markmiði að efla hjólreiðar. Hjólreiðar.is snýst um það markmið: að reyna að „selja“ hjólreiðar og taka saman á einn stað hnit­miðaðar upplýsingar fyrir þá sem eru að byrja eða eru bara forvitnir. Við reynum að fá þá sem ekki hafa prófað hjólið lengi til að taka þátt í Hjólabingó leiknum og leysa 24 verkefni. Eftir það ætti öllum að vera ljóst hversu auðveldur og þægilegur fararmáti það er að hjóla. Þeir sem tileinka sér síðan hjólreiðar gætu uppskorið hreysti, hamingju, æsku og langlífi. Við höfum gefið út fræðslubæklinga frá 2011 á ýmsu formi og 2016 tókst okkur að gefa út tvo nýja bæklinga um kosti hjólreiða 2


Klúbbhúsið Brekkustíg 2 Opið hús flest fimmtudagskvöld frá kl. 20, alltaf eitthvað í gangi. Viðgerðaraðstaða á neðri hæðinni, kaffi og spjall uppi. Fylgist með dagskránni á vef klúbbsins og skráið ykkur á póstlistan til að fá tilkynningar um viðburði sem oft eru skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.

Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK 1. tölublað 26. árgangur, mars 2017 Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is FB: facebook.com/fjallahjolaklubburinn Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður, ritstjóri og umbrot: Páll Guðjónsson. Próförk: Áslaug Ólafsdóttir Myndir flestar frá greinahöfundum. Forsíðumynd: Auður Jóhannsdóttir Athugið: Skoðanir greina­höf­unda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins.

Afslættir til félagsmanna Allar helstu hjólaverslanir veita félags­mönnum ÍFHK veglegan afslátt gegn fram­vísun félags­ skírteinis og einnig tugir annarra aðila með útivistarvörur, ljósmynda­vörur, rafvörur, tónlist, málningu og m.fl. Skoðið listann á vef klúbbsins: fjallahjolaklubburinn.is Markmið félagsins er að auka notkun reiðhjóla og vinna að bættri aðstöðu hjólreiða­f ólks til samgangna þó við störfum undir þessu gamalgróna nafni. Náin samvinna er við Lands­samtök hjólreiðamanna en allir félagar ÍFHK, Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, Hjóla­ mönnum og Hjólreiðafélagi Akureyrar eru jafnframt í LHM.

© 2017 Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið efni.

Félagsgjaldið er aðeins 2500 kr. 3500 kr. fyrir fjölskyldur, 1500 kr. fyrir yngri en 18 ára. Einfaldar leiðbeiningar á heimasíðu fjallahjolaklubburinn.is > klúbburinn > Gangið í klúbbinn 33


Helgar- og sumarleyfisferðir 2017 13.-14. maí ætlum við að endurvekja Eurovision ferðina. Gist í bústað við Úlf­ ljóts­vatn, grillað og heimsmálin rædd í heita pottinum og þeir sem vilja geta horft á Euro­ vision. Leiðin er að mestu á malbiki, ca 10 km á malarvegi. Það eru ágætis brekkur til að reyna sig í, bæði upp og niður. Fín leið fyrir fólk til að vega og meta getu sína, þetta eru 50 km, sama leið hjóluð til baka. Trússbíll fylgir hópnum og ef einhver sér ekki fram á að komast upp bröttustu brekkuna, þá er minnsta málið að hoppa inn í bíl og fá far upp á topp. Allir sem hafa eitthvað hjólað geta tekið þátt í þessari ferð. Fararstjóri er Hrönn. Erfiðleikastig 6.

2.-5. júní verður einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja prófa að hjóla með tjald og allan farangur á hjólinu. Lagt af stað frá Reykjavík, hjólað þaðan yfir að Þingvallavatni, síðan er farinn nettur hringur niður á Suðurland og vestur á Reykjanes. Þetta eru 3 nætur og 4 hjóladagar. Gist í tjaldi. Fararstjórar eru Björn og Auður. Erfiðleikastig 8. 24.-25. júní verður Snæfellsnesið heimsótt og ægifögur náttúran skoðuð. Gist verður á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi og hjólaðar léttar dagleiðir í nágrenninu á laugardag og sunnudag. Ferðaryk laugardagsins skolað

4


af í sundlauginni og við munum fara út að borða um kvöldið. Kvöldvaka á tjaldsvæðinu, sungin ættjarðarlög og sagðar hetju og hreystisögur. Ekta útilegustemming í þessari ferð. Fararstjóri er Örlygur. Erfiðleikastig 5.

Þetta er ferð með allan farangur, tjöld og mat. Hjólin þurfa að vera nokkuð góð og búnaður til að bera farangurinn á að vera á bögglabera eða í vagni, má ekki vera á bakinu. Fararstjóri er Friðjón. Erfiðleikastig 9.

7.-9. júlí. Það er önnur harðjaxlaferð hjá okkur þessa helgi. Haldið frá Þingvöllum að kvöldi föstudags upp Uxahryggi áleiðis að Kaldadal. Beygjum af leið og höldum í Lundareykjadal. Tjaldstæði / gist þar sem okkur þykir hentugast, úti í náttúrunni. Daginn eftir er haldið að Kleppjárnsreykjum og Reykholti. Gist að lokum í Húsafelli. Daginn eftir er haldið upp Kaldadal alveg þar til komið er til Þingvalla aftur. Þeir allra hörðustu geta hjólað alla leið til Reykjavíkur.

22.-23. júlí. Vík í Mýrdal. Hjólaðar eru dagleiðir í nágrenni Víkur. Við munum skoða Þakgil, Litlu Heiði og Reynisfjöru. Dagleiðirnar eru stuttar, 30 km, að mestu á möl og það er töluvert um brekkur. Gist á tjaldsvæðinu í Vík og farið út að borða um kvöldið. Góð aðstaða á tjaldsvæðinu, skáli þar sem hægt er að snæða inni, hita vatn og rista brauð. Fararstjóri er Hrönn. Erfiðleikastig 6. Athugið að fólk er á eigin ábyrgð í ferðum Fjalla­hjólaklúbbsins og ekki tryggt hjá okkur.

5


En hvað svo? Það má vel vera að það verði fleiri ferðir, ef þú ert með hugmynd, hafðu þá samband, netföng og símanúmer stjórnar er að finna á heimasíðunni okkar, www.‌f jallahjolaklubbur‌‌i nn.‌is. Við erum með kerru sem getur tekið 18 reiðhjól og erum alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. Aukaferðir verða auglýstar með góðum fyrir­ vara á póstlista ÍFHK og facebook síðunni. Helgar­f erðirnar eru opnar öllum félags­­­ mönnum ÍFHK.

Þriðjudagskvöldferðir Brottför er öll þriðjudagskvöld frá maí­­ byrjun til ágústloka frá Fjölskyldu og hús­ dýra­garðinum, kl. 19:30. Fyrsta ferðin verður 3. maí, þá verður hjólað út í Klúbb­húsið í vesturbæ og bakaðar vöfflur. Stígakerfið vex og dafnar og það er ákaflega gaman að finna nýja silkimjúka malbiksræmu til að þjóta eftir. Komdu með okkur eitthvert þriðju­dags­ kvöldið í sumar, jafnvel öll, þá áttu möguleika á að hljóta mætinga­bikarinn, blóm og konfekt. Það þarf ekki að vera félagi í ÍFHK til að taka þátt í þriðjudags­kvöldferðunum.

Spjall á facebook Við erum með spjallhóp á facebook, hann heitir Fjallahjólaklúbburinn og þar er hægt að finna ferðafélaga og fá ráðleggingar um hvaðeina sem fólki dettur í hug þegar klúbburinn, reiðhjól og ferðalög eru annars vegar.

6


Klúbbhúsið okkar Á Brekkustíg 2 er ágætis aðstaða fyrir 20-30 manns á efri hæðinni, þar sitjum við í mesta bróðerni, sötrum kaffi, ræðum heimsmálin, hjólamálin og þjóðmálin. Það verða haldin kompukvöld, myndasýningar, kaffihúsakvöld, viðgerðanámskeið og ýmsar óvæntar uppákomur. Á jarðhæð er viðgerðaraðstaða fyrir félags­­fólk. Öll áhöld til viðgerða eru til staðar en ætlast er til þess að fólk geri við sjálft og gangi fallega um aðstöðuna.

7


Ég ætla að fá hjóladellu Auður Jóhannsdóttir og keypti hjól af ódýrustu gerð og hjálm. Nú var að standa við stóru orðin. Hjólað í vinnuna var byrjað. Ég þurfti að labba upp hálfa Arnarneshæðina fyrsta daginn. Á leið upp Kópavogshálsinn hélt ég að nú væri komið að því; ég myndi ekki lifa af alla leiðina upp. Ég hundskammaði sjálfa mig. „Hvað er að þér Auður, af hverju kanntu ekki að þegja, af hverju lofar þú svona upp í ermina á þér!“ Og brekkurnar ekki búnar, ég gat ekkert hjólað upp brekkuna milli lífs og dauða. Ég var algerlega búin á því. Ég hjólaði nú samt daglega og seinnipart vikunnar gat ég hjólað upp brekkurnar, hægt en ég komst upp. Framfarirnar voru ótrúlega hraðar. Ég man enn hvernig mér leið þegar ég náði þeim áfanga að hjóla fram úr öðrum hjólamanni, þvílíkur sigur, ég var ekki lengur sú sem hjólaði hægast.

Ég var orðin algert sófadýr og stefndi hraðbyri í ógöngur með heilsuna. Ég vissi að ég þyrfti að taka mig á. Einn daginn tilkynnti ég því manninum mínum að ég yrði að gera breytingar á lífinu og ég væri bara þannig gerð að til þess að ég næði að standa með mér þyrfti ég að fá dellu. Hjól væri örugglega besti kosturinn fyrir mig, því við hjónin hefðum jú hjólað mikið á yngri árum; „Bjössi, ég ætla að fá hjóladellu“. Þetta var í byrjun maí 2012. Daginn eftir var Hjólað í vinnuna til umræðu á vinnustaðnum. Ég hélt nú að ég ætlaði að vera með! Ég sendi meira að segja tölvupóst á alla með yfirlýsingu um að ég myndi taka þátt og hjóla alla dagana. Ég sem hafði ekki hreyft mig árum saman; ég sem bjó í Hafnarfirði og vann á þeim tíma í Borgartúni. Átti bara eftir að kaupa hjól. Sem ég gerði, ég fór í Húsasmiðjuna

Á leið upp á Trékyllisheiði 2016 8


Úr fyrstu hjólaferðinni 2013 Ég setti mér markmið og fann mér app sem hentaði mér og mældi alla hreyfingu, sem í mínu tilviki var fyrst og fremst að hjóla. Fyrsta árið var markmiðið að hjóla 2012 km. Ég náði því og aðeins betur. Að ná markmiði sínu er góð hvatning til að halda áfram. Nokkrum hjólum og um tuttugu þúsund kílómetrum síðar er ég enn að hjóla og enn að setja mér markmið. Skil bara ekki af hverju við hættum að hjóla á sínum tíma. Þessi della breytti nefnilega lífi okkar hjóna, því maðurinn minn ákvað að hann þyrfti líka á dellu að halda. Ég hjóla í vinnuna flesta daga ársins, en nú mun styttra en í Borgartúnið og mér leiðist orðið að keyra bíl. Þó eigum við ágætis bíl sem er oft gagnlegur. Ég gekk í Fjallahjólaklúbbinn. Það var áskorun að fara í fyrstu ferðina með ÍFHK en það var gæfuspor. Í klúbbnum

Hjólað í vinnuna sama hvernig færðin er 2015

höfum við hjónin eignast góða vini. Við hjólum og ferðumst saman auk þess að njóta góðs félagsskapar í klúbbhúsinu. Þau eru nefnilega með sömu dellu. Við seldum gamla fellihýsið okkar og keyptum þess í stað tjald sem passar á hjólið Núna skoðum við hjónin Ísland töluvert á hjóli. Bíllinn fær alveg að koma með en hjólið er í aðalhlutverki. Við höfum farið á marga staði sem við komumst ekki með fellihýsið. Ég er búin að hjóla upp á fjall, nei fjöll og í sumar ætla ég upp á nokkur í viðbót, með tjaldið á bögglaberanum. Við höfum farið í þrjár hjólaferðir erlendis og erum á leið í þá fjórðu. Sonur okkar sem þá var á unglingsaldri kom með okkur í tvær ferðir; þetta er nefnilega afskaplega fjölskyldu­ vænn ferðamáti. Við höfum skipulagt allar ferðirnar sjálf og farið algerlega á eigin vegum,

Jaðarinn 2015 9

Fyrsta skipti sem ég gat hjólað að Kleifarvatni 2013


Hjólað á Vigdísarvelli 2015 bara fjölskyldan en einnig með góðum vinum, gist í tjaldi og séð heiminn með allt öðrum augum en áður. Borgin mín breyttist. Ég uppgötvaði að það er ekkert mál að hjóla úr Hafnar­ firði í vesturbæinn í Reykjavík. Það er bara hressandi. Ef einhver hefði sagt mér áður en ég fékk delluna að ég myndi segja þetta, hefði ég sagt viðkomandi að fara og mæla sig; hann væri með hita. Að hjóla er raunhæfur

valkostur á Íslandi og það er ekkert mál að taka hjólið með í flug. Þannig er það bara.

Óskum eftir fleirum í raðir Dr. Bæk

Hjólavottun vinnustaða...

Hefur þú þokkalega þekkingu á reið­ hjólum og laghentur í léttu viðhaldi þeirra? Hefur þú næmi til að miðla þeirri þekkingu til annarra sem eiga hjól og koma með þau til ástandsskoðunar? Við bjóðum þjónustu Dr. Bæk, sem ástandsskoðar reiðhjól á vorin. Nú eru nokkrir þrautreyndir Doktorar starfandi en okkur vantar nýjar hendur í okkar raðir. Þjónusta Dr. Bæk hefur þróast upp úr grasrótarstarfi Fjallahjólaklúbbsins og Lands­ samtaka hjólreiðamanna og er rekið í dag undir merkjum Hjólafærni á Íslandi. Heimasíðan er www.hjolafaerni.is

...er tæki til að markvisst innleiða bætta hjól­­reiðamenningu. Fulltrúar fyrirtækja fylgja skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir stigagjöf; gull, silfur eða brons. Með þessum hætti hvetur vottunin vinnustaði til að bæta aðbúnað fyrir bæði viðskiptavini og starfs­­menn sem leiðir til þess að fleiri velji umhverfis­­væna og heilbrigða ferðamáta í daglegu lífi. Öll fyrirtæki og stofnanir geta sótt um hjóla­­vottun vinnustaða. Sama af hvaða stærð þau eru og hvar þau eru stödd á landinu. Hjóla­vottun vinnustaða fer einkar vel með sam­göngu­stefnum fyrirtækja. Heimasíðan er www.hjolavottun.is Sendu fyrirspurn á Sesselju Traustadóttur, fram­­k væmda­s týru Hjólafærni á Íslandi: hjolafaerni@hjolafaerni.is eða hringdu í s. 864 2776 ef þú vilt vita meira.

Úti að leika með góðum vinum 2016

10


Sjálfvirki hjólasendillinn - Páll Guðjónsson hjólandi fara um og hámarkshraði verður líklega um 40 km / klst. Sjálfvirki hjólasendillinn er enn bara á teikniborðinu, og þó, því hægt er að fá frumgerð með fulla virkni til prófunar í rann­ sóknar­verkefni sem er aðeins 4.5 sm á breidd og lítur út eins og tússtafla, sjá mynd. Sjálfvirki hjólasendillinn væri eins og stærri og fjölhæfari útgáfa af litlu vöruvögnunum frá Starship Technologies sem eru hönnuð til að sendast með pakka eða mat í 3.-5. km. radíus frá sendistöð. Þeir fara yfirleitt um á röskum gönguhraða en geta náð 16 km./klst. hraða og gætu því verið 15-30 mínútur á leiðinni. Í samvinnu við Just Eat hafa þeir síðustu mánuði verið að keyra út mat í Greenwich. Veitingastaðurinn setur matinn í vagninn, vagninn sendir viðskiptavininum skilaboð þegar hann leggur af stað og önnur með tengli sem opnar vöruhólfið þegar hann er kominn á áfangastað. Sjá lastmilerobotics.com

Margir sjá framtíð samgöngumála snúast um sjálfkeyrandi bíla en persónulega myndi mér ekki líða vel á götunum innan um þessi tölvustýrðu apparöt enda hef ég ekki enn rekist á tölvu sem ekki gerir mistök eða bara eitthvað allt annað en hún á að gera, svona stöku sinnum amk. Einnig er verið að prófa að senda vörur til viðskiptavina með drónum. Ekki líst mér á þau háværu tól svífandi um og auka enn á umferðarniðinn. En nú er líka verið að hanna sjálfkeyrandi farartæki á mun mannlegri skala. Það eru sjálfkeyrandi rafmagnshjól á tveimur hjólum. Þau eru há uppá sýnileikann, mjó svo þau taki ekki heila akrein, með stór dekk til að takast á við ójöfnur og með farangurspláss á stærð við skottið í Toyota Prius, nógu stórt fyrir stærstu pakka Amazon. Þau geta haldið sér uppréttum þegar þau stoppa með agnarlitlum hreyfingum líkt og fólk gerir á fixie hjólum. Þau ættu að komast svo til allstaðar þar sem gangandi og

11


LITIRNIR LITIRNIR LITIRNIR

Gamla höfnin

Laugarnes

Litríkar lykilleiðir og þemahringir

Sun

LITIRNIR

staskjól

Rauðarárvík

LITIRNIR

E

E

E

E

E

E

E

E

Páll Guðjónsson Höfði

E

E

E Tjörnin E

E

E

E

E

Laugardalur

Reykjavík og hin sveitafélögin á höfuð­ borg ar­s væðinu er u byr juð að merkja Vatnsmýri lykil­leiðir í samræmi við litakóða sem Reykjavíkurflugvöllur valdir hafaDomestic verið Air fyrir Terminalmismunandi leiðir. Litirnir voru valdir með því að litgreina myndir sem þóttu einkenna hverja Perlan leið. Þorsteinn R. Hermannsson kynnti þessar merkingar á hjólaráðstefnu Lands­­ samtaka Öskjuhlíð hjólreiðamanna og Hjóla­f ærni á EÍslandi E E E í Samgönguviku og má horfa á erindið E E E á E E E E E lhm.‌is/upptokur2016/1131 ker E E E E jaf Með þessu rætist langþráður draumur jör E E E E ður Nauthólsvík því eitt af því fyrsta sem fólk hefur E orð E E á E þegar það byrjar að hjóla og kanna stígakerfi ssvogu höfuðborgarsvæðisins er aðFoþað séroft erfitt að átta sig á hvert hvaða leið liggur og hversu Kársnestá langt sé þangað. En það eru fleiri merki meðfram hjóla­ nes leiðum og þau tengjast túristakortinu Engey Þar eru merktar Reykjavík loves cycling. nokkarar hringleiðir með mismunandi þemu.

12

Akurey

E

Engey

E E E E E

Hólmar

Örfirisey

Eiðsví

r ja

nd

su

Sundahöfn

E

Engey

E

E

E Tjörnin E

E

E

E

Elliðavogur

Laugardalur

HúsdýraEngey garður

Flybus Umferðarmiðstöð Bus Terminal

Fjölskyldugarður

CENTREVatnsmýri CIRCLE - 18 KM - REYKJAVÍK

Hólmar

Reykjavíkurflugvöllur Örfirisey Domestic Air Terminal

Örfirisey

E E

E

E

E

E

E

E

E

E

Höfði

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

8E

E

Lágafell

á

Víkin

E

E

E

E

E

E

E

Ko

úlf ss

ta

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E GraE

E

E

E

E

fa

E

Fossvogur

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

- 6 KM - HAFNARFJÖRÐUR Hraunsholt

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

rp Ko

E

E

E Tjörnin E

E

E

E

E

E

E

E

E

E E

Álfhóll

Laugarnes Höfði

Úlfarsfell

E

Ko

rp

uto

6

rg

Laugardalur Gra

Kópavogsdalur

far

vo g

Skautahöll ÍR

Flybus Umferðarmiðstöð Bus Terminal

ur

Húsdýragarður

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E E E E Sundahöfn

E

E

E

E

E

E

E

E

Úlfar

Úlfa

r

Korpúlfsstaðaá

Ko

rp

uto

6

rg

Graf

E

Sundahöfn G

2 E

E

E

E

E

E

E

E

E

5á E

E

E

E

rs ÚlfEa

E

E

E

E

E

E

ELeirdalur E E

VíðidalurE

E

E

rafarl ækur

Hnoðraholt

3

E

EGufuneshöfði Rauðavatn E E Reynisvatn

Reykjavíkurflugvöllur Domestic Air Terminal Nónhæð

r

Korpúlfsstaðir

E

E

Vatnsmýri rlæku r

E

E

E

rlæku r

Egilshöll

E

E

E

Fjölskyldugarður

Höfði

E

E E

Grafa

ár

E E

Egilshöll

Þinghóll E E E

E E Rauðarárvík

7

E E

lliða

Nónhæð

Rauðarárvík

Korpúlfsstaðaá

uto

G

E

Fossvogsdalur

E

E

12 Elliðaár E

E

Víkin Perlan E E E E E E

E

HnoðraholtReynisvatnE

E

E

E

Hafravatn

E

Laugardalur

ACTIVITY CIRCLE - 11 KM - KÓPAVOGUR E

E

E

Öskjuhlíð E E ELeirdalur E E

Vetrarmýri

Grafarholt

Elliðavo

Kársnestá

E

E

E E

rp

E

E E

Elliðavogur

E E

E E

1E

Laugarnes

nd

E E

Fossvogsdalur

Viðey

Reykjalundur Gufuneshöfði

a Gr Re

CIRCLE nes

E E

E E E E Kópav E og E E E ur

E

Fjölskyldugarður

Korpúlfsstaðir

E

E

Arnarnesvogurrvogur

E

E

su

E

E

E

Grafa

ur

r ja

4

Nauthólsvík

E

E

ey

Hraunsholt

E

E

E

ur rð g a ur asa vík Gr ykja Re

5

E Tjörnin E

E

ð Vi

Elliðavogur

E

E

E

nd

d

Perlan

E

E

E

su

un Gufuneshöfði

E

E

Viðey

Húsdýragarður

Frostaskjól

E

vo g

r ja

rs

Arnarnesvogur

Öskjuhlíð

E E nald

Skautahöll

E

far

Sundahöfn

Laugardalur Gamla höfnin

Gamla höfnin

Gra

Örfirisey

Leiruvogur

Eiðsvík

Fossvogur

Flybus Umferðarmiðstöð Bus Terminal

s uin narts

álgahraun

E

E E

Vatnsmýri

d ík

E

E

E E

Reykjavíkurflugvöllur Domestic Air Terminal

-keE E E r c EjafjöEr E ður n

E

E E

Kársnestá

ja

a

E

E E

ur rð g a ur asa vík Gr ykja Re

ey

Við

Sundahöfn tuni­ Bessastaðanes ain

E

E E

Elliðavogur

Eiðisvík

E

E E

ða

n

E

E

E

ey

E

E

Leiruvogur

ð Vi

E

3

E

E

Eiðsví k Kópavogsdalur

E Viðey E E Tjörnin E Valhúsahæð E

Hólmar

E E

Nauthólsvík

nd

fjEö E E r Eu E E ð r

su

E

h

E

Rauðarárvík

vogur

Kaldakvísl

r ja

rEja

E

8

ÞinghóllLeirvogur

Laugarnes

Öskjuhlíð

2

E

LEISURE CIRCLE - 18 KM - REY

ey

eum the OnBakkavík and

1

Geldinganes

Ske

E

E

E

ð Vi

Gamla höfnin

vo g

E

Viðey

Kó p a

Perlan

t the ops, Nesstofa ain mar and ostaskjól Bakkatjörn

ir Le

E

Gufuneshöfði

Var

usic e in on nts. d ng.

E

ur rð g a ur asa vík Gr ykja Re

Skautahöll

Korpúlfsstaðaá

Egilshöll

E

Akurey

Korpúlfsstaðir

á

E

ða

E

ta

E

Höfði

lfs s

E

rp ú

E

Ko

E

Víkin

ey

Laugarnes

Rauðarárvík

E

Leiruvogur

k

ð Vi

Eiðisvík

Frostaskjól

12

Miðborgar­hringurinn sést á kortinu hér og Fjölskyldudæmi um merkið á mynd. Á kortinu ergarður fjallað lítillega um athyglisverða staði á leiðinni. Um Seltjarnar­nes er Vitahringurinn, í Hafnarfirði Álfa­hringurinn, í Garðabæ Söguhringurinn, Sveita­hringurinn er í Mosfellsbæ og í Kópa­ vogi er Hreyfingarhringurinn þar sem meðal annars má finna það sem á kortinu er kallað „Stairway to heaven“. Kortin eru eingöngu á E E E Eensku E E en við fengum leyfi til að birta þau á EHjólreiðar.is E E og þar verður textinn á íslensku E E E enda margir spenntir fyrirGeldinganes að kanna svona E E E þema­ l eiðir. Vonandi ruglast fólk ekki á þessari E E E miklu litagleði. Viðey Umhverfis- og skipulagssvið Reykja­víkur­ borgar ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðsFossvogsdalur stóðu í vetur fyrir fundarröðinni Borgin, heimkynni okkar. Á fundinum á Kjarvalsstöðum 14. mars var fjallað um borg fyrir hjólandi Álfhóll vegfarendur og Geldinganes fór Hjálmar þar yfir nokkra

12

Akurey

12

Húsdýragarður

Flybus Umferðarmiðstöð Bus Terminal

Gamla höfnin

ur rð g a ur asa vík Gr ykja Re

Skautahöll 12

4

Rauðhólar Gufuneshöfði Gra f

COUNTRY CIRC


1

B

A

C

D

E

F

G

L

M

N

Re y Kó kja pa vík vo urb gs o bæ rg r

Ü

E E

E E

E E

E

Höfði

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

Úlfarsfell Laugardalur

E E E E

E E E E

E E E E

E E E E

E E E E

E E E E

E E E E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

5 Graf

Öskjuhlíð E E

Ske

6

rjaf jörð

E E

ur

Kópavogur

E E E E

E E E E

E E E E

E E E E

E E E E

E E E E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

Hafravatn

Bessastaðir Kópav

Lambhúsatjörn

Garðabær

ogur

Kópavogsd

Reynisvatn

r

Rauðavatn

r Hafnafjarðarbæ Garða bær

Álftanes

gur

Re y Kó kja pa vík vo urb gs o bæ rg r Elliðaá

Fossvogsdalur

7

arvo

E E E E

E E

Fossvogur

alur

Mosfells bær Reykjav íkurborg

r bæ r gs vo bæ pa rða Kó Ga

4

Reykjavíkurborg

Viðey

Reykjavík Seltjarnarnes

Víðidalur

8 E E E E

E E E E

E E E E

E E E E

E E E E

E

E

E

E

E

E

E

E

Rauðhólar

E E

r bæ r gs vo bæ ða Gar

r bæ r gs vo bæ pa rða Kó Ga

rfj örð

PANTONE

ur

Heiðmörk Friðland Nature preserve

Hafnarfjörður

Hafnafjarðarbær Garðabær

Elliðavatn Æskilegt er að merkið sé notað í lit og bæði á ensku og íslensku þar sem á við.

Vífilsstaðavatn

10

PANTONE 287

PANTONE 1795

11

12

Rey Kó kjav pa ík vo urbo gs bæ rg r

pa

[ Ferðamálastofa ]

9

fna

Take Take the the bus bus nd nd pay pay with with he he app app

K

Viðeyjarstofa

3

Ha

Travel n Reykjavik he smart way

J

Mosfellsbær

Geldinganes

Elliðavogur

ykjavík Loves Cycling Guide is published by Visit vík in cooperation with the municipalities of Garðabær, jörður, Kópavogur, Mosfellsbær and Seltjarnarnes.

I

N

rist Information Centre

ræti 2, 101 Reykjavík 354) 590 1550 isitreykjavik.is visitreykjavik.is ook.com/visitreykjavik ram – visitreykjavik - @visitreykjavik

H

Akurey

2

Seltjarnarn esbær

secrets most people do not know about kjavík are all the beautiful cycling routes into ure within the city that bring you to places not chable by car.

s brochure lays out the best theme­based ing routes that the Reykjavík area has offer. To name but a few, you can choose ween a cycling route in nature, or experience most important cultural sites in Reykjavík taking the culture cycling route. Study this chure­and­find­your­own­ideal­way­to­connect­ peaceful nature, the history or the culture of world‘s­coolest­capital.

Design: Jósep Gíslason

ou are the outdoor type, your visit to Reykja­ s incomplete without experiencing the city by cle. From the city centre to the greener parts picturesque views of the mountains and the – you will take in some of the most impor­ sights of Reykjavík on one of these theme­ ed Reykjavík bicycle rides.

© 2015 www.visitreykjavik.is

eykjavík Loves Cycling

E

E

E

E

E

E

E

E

E

0

0,5

1

Mosfellsbær C – Reykjavík C

Strandleið

Hafnarfjörður C – Garðabær C – Kópavogur C – Rvk. Borgartún

Hafnarfjörður C – Garðabær A – Kópavogur A – Rvk. Mjódd

Reykjavík A – Reykjavík C 2

3

4

Connection route

Lykilleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu

Ýmsar tengileiðir

0

1

CMYK - fjórlitur

2 km

Heimildir: LUKR, IS50v Dags: Apríl 2016

CYAN 100% / MAGENTA 80% / YELLOW 0% / BLACK 15%

punkta úr Aðalskipulaginu og hjólreiða­ áætlun borgarinnar #Hjólaborgin en þessar litamerkingar aðalleiða eru partur af þeirri áætlun. Einnig nefndi hann nokkrar fram­ kvæmdir sem eru framundan á árinu: CYAN 0% / MAGENTA 100% / YELLOW 100% / BLACK 0%

Mosfellsbær C – Reykjavík C

Svarthvítt

Hafnarfjörður C – Garðabær C – Kópavogur C – Rvk. Borgartún Reykjavík A – Reykjavík C

Á svörtum grunni

CYAN 100% / MAGENTA 80% / YELLOW 0% / BLACK 15%

CYAN 0% / MAGENTA 100% / YELLOW 100% / BLACK 0%

Mosfellsbær C – Reykjavík C

Strandleið

0

Framkvæmdir í Reykjavík 2017 Hafnarfjörður C – Garðabær C – Kópavogur C – Hafnarfjörður C – Garðabær A – Kópavogur A – Rvk. Mjódd Sérstök áherslaRvk.á Borgartún Elliðaárdalinn. Síðasta sumar voru opnaðar nýjar brýr yfir ána til Reykjavík A – Reykjavík C Ýmsar tengileiðir móts við gömlu Rafstöðina og hjólaleiðin upp 0 1 2 km Heimildir: LUKR, IS50v á Höfðabakka var löguð verulega. Í sumar á Dags: Apríl 2016 um útfærslur merkinga lykilleiða: D ÆMIDæmi UM ÚTFÆRSLUR MERKINGA að leggja sérgreindan hjólreiðastíg hinu megin við árnar þar sem gamli reiðvegurinn er. Það verður haldið áfram með Bústaðaveginn þar sem miklar framkvæmdir hafa verið. Það verður haldið áfram að gera hjólastígaDÆMI UM ÚTFÆRSLUR MERKINGA meðfram Kringlumýrarbraut. Litli búturinn í Fossvoginum til móts við Nesti verður lagfærður, þar sem bæjarmörk Reykjavíkur og Kópavogs lig gja. Við Rauðagerði verður settur sérstakur stígur samhliða því að sett verður hljóðmön. Við Suðurlandsbraut verður lagður sér­ greindur hjólastígur frá Glæsibæ og alveg inn að Elliðaám. Einnig verður hugað að viðhaldi á núverandi stígum.

Lyki höfu

16

15

13


Það er gaman að hjóla í góðum félagsskap Guðný Arngrímsdóttir að þessu hafði ég aðallega hjólað ein og vissi því ekkert hvernig ég stæði getulega gagnvart hóp sem þessum. En svo kom að því... Ég sá auglýsta Þórs­ merkur­ferð og helgin var á lausu hjá mér. Ég sendi tölvupóst á fararstjóra, vildi vita hvort þetta væru bara tómir harðjaxlar, hvort ég ætti eitthvað í þetta lið. Eftir smá umhugsun ákvað ég að ég ætti að ráða vel við þessa vegalengd, skráði mig í ferðina og ákvað að hitta hópinn við Seljalandssfoss en þar átti að byrja að hjóla. Eins og alltaf þegar maður stígur út fyrir þægindarammann þá var ekki alveg laust við smá spennu. Ég þekkti engann í hópnum og

Fyrsta ferðin sem ég fór í með Fjalla­ hjólaklúbbnum var Þórsmerkurferð haustið 2013. Þá hafði ég vitað af klúbbnum í einhvern tíma en ekki látið verða af því fyrr að slást í hópinn. Ég hafði horft á einhverjar ferðir áður og hugsað með mér að þetta gæti verið eitthvað skemmtilegt en ekki látið verða af því fyrr að láta vaða. Ég bjó þá úti á landi og hafði mest verið að hjóla ein á mínu heimasvæði. Hafði reyndar í mörg ár verið með hjólafestingar á bílnum og tekið hjólið með mér vítt og breytt um landið og hjólað þegar ég ferðaðist um landið. En ég hafði aldrei áður farið í eiginlega hjólaferð. Fram

14


vissi í raun ekkert út í hvað ég var að fara. Það var þó auðvelt að þekkja ferðafélagana úr ferðamannhópnum, það voru þessi sem voru með bílana hlaðna af hjólum Auk þess var kerra Fjallahjólaklúbbsins með í för en hún fylgdi okkur inn í mörkina ásamt trússbíl. Það er skemmst frá því að segja að ferðin

félagana og spjalla saman um allt mögulegt tengt og ótengt hjólum og hjólreiðum og í þessum félagsskap hef ég eignast nokkra af mínum bestu vinum. Við hjólum saman hvenær sem færi gefst, för um í ferðir klúbbsins og skipuleggjum okkar eigin ferðir innan­lands og utan.

var hrikalega skemmtileg og mikið ævintýri og ég hef farið í flestar ferðir Fjallahjólaklúbbsins síðan og tekið virkan þátt í starfinu. Ég bý enn úti á landi, þó ég hafi aðeins fært mig nær, og hef því ekki haft tök á að mæta mikið í þriðjudagsferðirnar á sumrin en reyni að mæta sem oftast á opin hús á fimmtudagskvöldum ásamt því að taka þátt í lengri ferðum hvenær sem færi gefst. Það er alltaf gaman að hitta

Ef þú hefur gaman af að hjóla þá endilega skoðaðu þennan félagsskap, gakktu í klúbbinn, skelltu þér með í ferð og kíktu við hjá okkur á Brekkustíg 2 á fimmtudagskvöldum. Allir ættu að geta fundið ferð við sitt hæfi, rólegar ferðir á þriðjudagskvöldum, yfir sumartímann, til viðbótar við fjölbreyttar og miskrefjandi helgarferðir. Fjallahjólaklúbburinn er fyrir alla hvar á landinu sem þeir búa.

15


Dýrvitlausar ferðir Ómar Smári Kristinsson Einn af kostunum við að hjóla á Íslandi er sá að eiga ekki á hættu að vera drepinn og étinn af villidýrum. Það er einna helst að flugur éti hjólreiðamenn en hjólreiðamenn éta örugglega enn meira af flugum. Meira að segja pöddu­vandamálið er minna hér en í flestum öðrum löndum heims. Líður hjólreiðafólk um landið í sælu­ kenndri sátt við saklaus dýrin? Ekki er það nú alveg svo, allavega það sem til friðar dýranna heyrir. Meirihluti þjóðarinnar þekkir dýr landsins útum bílrúður. Þegar fólk sem elst upp í bílum fer að hjóla, kemur svolítið merkilegt í ljós. Rólyndis skepnur sem láta sér það lynda að vera í nálægð við hávær, þung, hrað­skreið, illþefjandi og stórhættuleg ferlíki sem bílar eru, tapa ró sinni þegar friðsamur, hægfara og hljóðlátur hjólreiðamaður nálgast. Þarna er eitthvað óvenjulegt á ferðinni, kannski í veiðihug, fyrst það fer svona hljóð­ lega um. Auðvitað eru dýrin jafn misjöfn og tegundirnar eru margar og rúmlega það. Eflaust mætti skrifa lærðar atferlisfræðilegar bækur um upplifanir hinna ýmsu tegunda dýra af hjólreiðafólki. Ég hef ekki vit á því en ætla að lýsa nokkrum upplifunum.

Fuglar: Ég hef aldrei heyrt þess getið að fugl hafi orðið fyrir reiðhjóli. Samt láta þessi kvikindi stundum einsog þau hafi séð andskotann þegar friðsamur hjólreiðamaður nálgast. Þegar heilu skararnir fælast fer maður ósjálfrátt að hugsa um fæðuöflun, orkunotkun og annað sem máli skiptir í viðkvæmu lífi dýranna. Þau hefðu betur slappað af og sparað orkuna fyrir sig og unga sína. Stundum les maður rómantískar lýsingar hólreiðafólks um friðsæld og fuglasöng. Ég gæti trúað að ef sá söngur yrði þýddur yfir á mannamál, væri meiningin þessi: Varúð, hættulegasta dýr í heimi er á ferðinni og ætlar að læðast að okkur! Hundar: Þeir mega þó eiga það, greyin, að þeim er uppsigað við bíla. En þeir eru enn leiðinlegri þegar þeir elta hjólreiðafólk. Í bíl er maður a.m.k. lokaður frá þeim. Hestar: Þeir eru forvitnar skepnur og hafa gaman af hjólreiðafólki. Stundum skokka þeir með langtímum saman. Þá kann ég vel að meta skurði og girðingar sem skilja okkur að. Ég hef kynnst nokkrum sem hafa gerst of ágengir, ekki síst ef eitthvað gott var í nestistöskunni. En þeir eru líka styggir, margir hverjir. Þegar ég mæti ríðandi manni hef ég tamið mér að breytast í myndastyttu, a.m.k. þegar við notum sama slóða eða stíg. 16


ein kind kom auga á mig í tveggja kílómetra fjarlægð og gaf merki um hættuástand. Ætli Dalamenn séu almennt góðir sauðfjárbændur? Það er þvílíkur skapgerðarmunur á sauðfé frá einum bæ til annars. En svo er féð líka misjafnlega vant mannfólki sem ekki er pakkað inn í járn og gler. Í Skutulsfirði væri hægt að klappa vegfénu á kollinn um leið og hjólað er framhjá því. Það er orðið vant skokkandi og hjólandi Ísfirðingum og húsbændur þess eru yfirvegaðir og rólegir. Í næsta firði, Álftafirði, er allt annað uppi á teningnum. Styggðarskjátur. Enda er algengt að þær láta líf sitt í bílslysum sem er nær óþekkt í Skutulsfirði. Niðurstaðan af þessari óvísindalegu upplifunargrein er þessi: Verum dugleg að hjóla útum allt. Úr því að dýrunum tókst að venjast bílaumferðinni, með öllum sínum framangreindu ókostum, þá á þeim að takast að venjast okkur hjólreiðafólkinu líka. Staðbundin dæmi sanna það.

Kýr: Ekki veit ég hvað býr í kýrhausnum. Kýrnar eru ekki síður forvitnar en hross. En þegar þær taka á rás veit ég ekki hvort um er að ræða kapphlaup, hræðslukast eða leikgleði. Einu sinni kom ég 150 nautgripa hjörð í Landeyjum á þvílíkt skrið að hjörðin hefði endað uppi í Fljótshlíð, hefðu ekki blessaðir skurðirnir og girðingarnar hindrað hana. Í þeirri sömu ferð veitti álíka stórt hrossastóð mér samfylgd. Einhverjir ormar hafa látist í hófa- og klaufatraðki þann daginn. Sauðfé: Þessir vegbúar Íslands eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Sumum sauðkindum er nokkuð sama þó einhver sé hjólandi í grennd við þær. Þær eiga það til að hlaupa á undan manni nokkra kílómetra áður en þær fá þá snilldar hugmynd að fara út af veginum. Í Dölunum er mikið af styggu sauðfé. Þar hef ég náð að trylla heilan bústofn, vegna þess að

17


Nytjahjól – óteljandi tækifæri í þéttbýli Sesselja Traustadóttir TRIO BIKE, E-cargo hjólið. Lengri vega­ lengdir, brekkur og mótvindur skipta engu máli – hjólið heldur þægilegum meðalhraða og BionX rafhleðslukerfið veitir til og með mótstöðu á leið niður brekkur, svo að minna slit verður á bremsum hjólsins. Hleðslutækið er á stærð við fartölvuhleðslutæki, svo auðvelt er að hafa það með í lengri ferðum. Nagla­ dekkin hafa reynst prýðilega í hálku og eftir 51 cm snjóinn í Reykjavík í vetur, var gaman að reyna hvernig hreinsun gatna/stíga/vega­móta kæmi út fyrir ferðalög á nytjahjóli. Hreinsunar­ deild borgarinnar stóð sig einstaklega vel við að opna stærri stígaleiðir og gatnamót en

Nytjahjól er samheiti fyrir það sem á ensku er kallað cargobike, rickshaw, delivery bike, delivery tricycle – sumir kalla þau hreinlega Christianiu­hjól, sem er aðeins eitt vörumerki af mörgum þeirra sem framleiða nytjahjól. Um árabil hefur Hjólafærni unnið með Bullit hjól í sínu starfi og í vetur bættist nýtt hjól í flota Hjólafærni; TRIO BIKE, sem er eins og Bullitinn en með rafmótor sem veitir stuðning upp í 25 km hraða. Með hjólinu kom einnig barnastóll og stórt flutningsbox, auk þess sem það er rúmgóður kassi á flutnings­ palli hjólsins. Fyrstu mánuðirnir hafa lofað góðu með

Á mynd efst eru Sesselja Traustadóttir, greinarhöfundur, Bryndís Hreiðarsdóttir og Gréta Finnbogadóttir. Farþegahjól undir merkjum Hjólað óháð aldri eru sérlega vinsæl á hjúkrunarheimilum um land allt. Við hreinsun strandlengjunnar í vetur, sýndi sig að nytjahjólið eru frábær kostur við að flytja það sem safnaðist í ruslagáminn. 18


auðvitað er þetta ekkert óskafæri fyrir flutning á reiðhjólum – ekki frekar en að athafna sig á sendibílum með snjóruðninga um allt. Stærðin á þessum hjólum er breytileg og notkun þeirra sömuleiðis. Þau eru ýmist til farm- eða farþegaflutninga. Eins sjáum við ör-fyrirtæki verða til; íshjól – auglýsingahjól – kaffisöluhjól o.s.frv. Víða erlendis bjóðast TAXA hjól, eða leiguhjól með ökumanni. Ef sú þjónusta byðist á Íslandi, er ekkert til í innlendum lögum né reglugerðum sem nær yfir slíka starfsemi (febrúar 2017). Hér á Íslandi þekkjum við best til slíkra hjóla í gegnum Hjólað óháð aldri og eru þrettán slík hjól komin á hjúkrunarheimili um allt land. Þar reynir ekki á neinar reglugerðir, því enginn gjaldtaka er . Í flestum borgum fer meginafhending vara fram utan við miðbæinn. Það á líka við um Reykjavík. Svo hefst skutlið. Þá er talið að um 51% af slíku skutli geti farið fram á nytja­hjóli. Hugsa sér ef við gætum losnað við helminginn af allri vörubílaumferðinni úr miðbænum! Einhverjum gæti þótt fengur í því. Í Amsterdam er DHL komið með vöru­ pramma á völdum stöðum, þangað sem stórar sendingar fara. Þaðan er þeim skipt niður og skutlað um bæinn á nytjahjólum, einkum þar sem byggð er hvað þéttust. Nytjahjólin eru einkar lipur í þéttri byggð, auðvelt að finna þeim stæði og henta sérstaklega vel til vöru­

afhendinga í götum sem lokaðar eru fyrir bílaumferð. Með því að bera saman upphafsverð, rekstrarkostnað og endursöluverð eftir fimm ár á milli bíla og nytjahjóla, er útkoman sláandi. Nýr bíll á 3 milljónir lækkar um helming í verði á þessum tíma og þá fljúga 1.5 millur út um gluggann auk hinnar árlegu rekstrarmillu sem bílar þurfa. Nytjahjólin kosta um hálfa milljón og eftir fimm ára notkun er eðlilegt að söluverð sé ca. 150.000 kr. Eðlilegur árlegur viðhaldskostnaður gæti verið í kringum 40.000 krónur. Er hægt að hugsa sér skemmtilegri eða uppbyggilegri brúðargjöf handa hjóna- og hjólaefnum framtíðarinnar? Getur einhver hugsað sér glaðari barnabörn en þau sem koma á kassahjólinu, hjólandi með foreldrum sínum í heimsókn til afa og ömmu?! Verð og virði nytjahjóla er á því róli að flestir ættu að hafa ráð á því að eignast slíkt farartæki. Vatnsheld föt og hlífðarbox á hjólinu, gera það brúklegt árið um kring. Og fyrir þessa örfáu, ómögulegu daga á ári, er löngu búið að safna fyrir leigubíl, við njótum þess líka að ganga eða fara saman í strætó. Amma og afi muna sendlahjólin frá því í gamla daga,og því erum við komin hringinn á ný. Nytjahjól fleyta okkur inn í framtíðina með fortíðina að leiðarljósi og þægindarúrbótum sem henta einkar vel í nútímanum.

Þessi naut þess að ferðast um Grafarvoginn síðastliðið haust.

Pósturinn í Kaupmannahöfn Einfaldar lausnir mótaðar eftir þörfum 19


Skiptabakki Haukur Eggertsson út á Kjalveg. Þrír vaskir félagar náðu mér áður en ég kom að vegamótum, og kvaddi ég þá þar, en lagði norður á bóginn, á meðan þeir fóru suður, eða biðu eftir bílunum sem tækju þá til Reykjavíkur. Ferðinni var heitið áleiðis svokallaðan Eyfirðingaveg, en beygja af honum norður, ofan í Skagafjörð, um Skipta­bakka og Goðdalafjall. Þrátt fyrir að seint væri liðið á sumar var Kjalvegur í nokkuð góðu standi, og hjólreiðar á honum eru svo sem engin sérstök skemmtun, enda er í 1. tbl. 2015 í Hjólhestinum grein um það hvernig hægt er að forðast sjálfan Kjal­veginn á Kjalhjólaferðum. En eftir röska 20 km, þegar að rétt er farið að halla til norðurs, verður á hægri hönd hlið og skilti sem benda á Ingólfsskála. Fór ég þar í gegn, og eftir nokkur hundruð metra er komið að Blöndu. Ég hafði nokkrum árum fyrr, eins og segir frá í áðurnefndri grein, vaðið Blöndu skammt ofan ármóta við Seyðisá, þar sem hún átti að vera orðin vatnsmeiri, t.d. væri Eyfirðingakvísl þá komin í hana. Ég hafði einnig áður komið (á bíl) að ánni hér á efra vaðinu, þar sem hún rann lygn og iðulítil. Nú var hins vegar nokkur gangur á henni, enda hafði verið sól og hiti allan seinni part

Helgina 19. til 21. ágúst s.l. var haldin hin nokkuð árlega hjólaferð Flug­björgunar­ sveitarinnar í Reykjavík. Keyrt var á föstu­ dags­kvöldi, á tveimur bílum, upp í Kerlingar­ fjöll (Ásgarð), þar sem félagar á vegum björgunarveita gista frítt á tjaldstæðinu. Á laugar­deginum var hjólað, ásamt fylgdarbíl, í brakandi sól og þur rki rangsælis um Kerlingarfjöll, með viðkomu hjá Kerlingunni, upp hjá Leppistungum (ógreinilegur slóði) í skálann Klakk þar sem var gist og grillað. Á sunnu­ deginum var ögn úrkoma og þoka um morguninn, og því farin svokölluð neðri leið. Hjólað var niður úr þokunni skammt ofan við Kisubotna og síðan áfram framhjá Setri og aftur í Kerlingarfjöllin. Fínn tveggja daga hringur. Ég hafði hins vegar fengið útivistarleyfi tveimur dögum lengur og hugðist nýta þá til að fara lítt kannaðar hjólaslóðir í spáðri sunnanátt. Þegar að Setrinu var komið, á sunnudeginum, leysti ég því bílstjórann af, sem glaður hjólaði síðasta spölinn í Ásgarð, og keyrði í Ásgarð. Skipti þar út ýmsum búnaði, ákvað að vera léttur fyrir hjólaburð yfir árnar framundan, setti hjólatöskurnar á hjólið og hjólaði af stað, tjald- og prímuslaus, áleiðis

20


hana. Með skoðun loftmynda eftir að heim var komið, kom í ljós að hún hafði breytt farvegi sínum og rann nú í Blöndu ofan vaðsins og því hafði ég þegar „vaðið þær báðar“. Áfram hélt ferðin og 4 km síðar var komið að Svörtukvísl, sem var lítill farartálmi þó svo að ég þyrfti að fara í vaðskóna, og gat ég reitt/ lyft hjólinu yfir þar sem dýpið var meira en fet. Eftir tæpa 4 km enn var komið að tærum bergvatnslæk með grónum bökkum undir Álfta­brekkuhorni. Þarna hafði ég hugsað mér náttstað í gönguskíðaferð, sem hafði endað fyrir aldur fram í Kerlingarfjöllum árið áður, og aftur nú, hefði ég náð yfir Blöndu kvöldið áður. Þess í stað snæddi ég nú hádegisverð, lagði mig og fyllti á vatnsbrúsa, enda fyrsta tæra vatnið síðan á Kjalvegi daginn áður. Skipti svo yfir í hjólaskóna áður en haldið var lengra. Tóku nú við melar með gróðri og lækjum öðru hverju, í um 5 km, þar til komið var að Neðri-Þverkvísl sem er ein af þremur megin­kvíslum Ströngukvíslar. Hún breiddi úr sér í mörgum kvíslum sem auðvelt var að fara yfir. Hélt ég síðan áfram hjólandi í vaðskónum enda ekki nema tæpir 4 km í Efri-Þverkvísl. Hún var nokkru vatnsmeiri, en rann einnig í grunnum kvíslum. Voru nú 2 km í sjálfa Ströngukvísl.

dagsins. Ég gerði eina hálfvolga tilraun til að kanna kraftinn og gekk nokkra metra út í, en ákvað að öruggara yrði að bíða til morguns, einn á ferð, og gista þarna á Blöndubökkum. Snæddi ég nú kvöldverð sem samanstóð af samlokum með rækjusalati, og lagðist til svefns í varpokanum. Morguninn eftir skein sól enn í heiði. Ég snæddi jógúrt í morgunverð og fylgdist með hvort að enn væri að vaxa eða minnka í ánni. Á tíunda tímanum hélt ég út á þjóðveg, stöðvaði þar bíl með rússnesku pari, sem féllst vinsamlegast á að fylgjast með mér vaða ána og tóku meira að segja kvikmynd af verknaðinum, sem þau deildu svo með mér síðar. Áin náði upp í nára, en straumurinn var vel viðráðanlegur. Fyrst fór ég með farangur og sótti síðan hjólið. Þvoði og skolaði fætur, lestaði hjól og lagði af stað í vaðskónum og léttum sunnan þey, inn í friðlandið í Guðlaugs­ tungum. Ekki yrði aftur snúið. Slóðin var góð og greið og nokkuð skýrari en ég hafði átt von á. Stutt var síðan einhver tröllajeppi hafði farið þarna um. Leiðin lá upp á Skiptahól og handan hans sýndu kort Eyfirðingakvísl, litlu minni en Blöndu sjálfa, 2 km handan Blönduvaðs. Hún reyndist hins vegar vera svo smár lækur að ég gat hjólað yfir

21


Strangakvísl, eins og hinar þverár hennar tvær, flæddi einnig í mörgum kvíslum eftir flötum eyrum, en dýpið meira og straumurinn þyngri. Auðvitað var farið að líða lengra á daginn, og kann það að hafa haft einhver áhrif; en samt mun auðveldari en Blanda, enda vaðið mun breiðara. Einnig var leiðin upp á bakkann brattari. Var nú meiriháttar árvolki í þessum leiðangri lokið að kalla. Komið var út úr friðlandinu, og skv. korti átti að vera vegaslóði á vinstri hönd (til norðurs) um svokallaða Hraungarða niður að Aðalmannsvatni (Bugavatni). Fór sá slóði fram hjá mér, sem var lítill skaði þar sem ég ætlaði ekki að fara hann. Áfram var nú haldið í um 10 km, yfir minniháttar jökulsprænur og bergvatnskvíslir, fram hjá Eyfirðingahólum, og þar átti ég að finna slóða til vinstri, sem myndi bera mig að Skipta­bakka. En slóðinn lét á sér standa. Ég var nú kominn að vestustu kvíslum VestariJökulsár og Ingólfsskáli farinn að blasa við í 5 km fjarlægð, en þangað átti leiðin ekki að liggja. Ég snéri við, og leitaði gaumgæfilega

og fann að lokum afar ógreinilega slóð í norðurátt, líklegast bara eftir einn bíl. Elti ég hann og týndi á köflum, en þar sem farið var yfir harða mela var nokkuð auðvelt að hjóla þá, þó svo að líklegast hefði svokallað feitt hjól rúllað enn betur. Sá ég fljótlega að ég hafði ekki farið nógu langt til baka, og skipti yfir á næsta hrygg til vesturs. Fann þar nokkuð veigameiri slóð, sem átti til að kvíslast og týnast. Ekki hjálpaði til að þoku lagði nú upp á móti mér. Ákvað ég því að fá mér nesti áður en ég mætti þokunni. Hjólaði ég nú norður á bóginn, stundum á slóða og stundum á algjörum vegleysum (en vel hjólanlegum samt). Kom að lokum að mun gerðarlegri slóða sem engin leið var að týna. Ferðin sóttist andlega seint í þokunni; Erfitt að átta sig á því hvernig miðaði nema með því að horfa á kílómetramælinn. Eftir tæpa 20 km fór að halla meira til norðurs, drunur Jökulsár á hægri hönd og og síðar framundan er vegurinn sveigði til vesturs. Farið var yfir litla bergvatnsá og komið niður úr þokunni. Vissi ég nú að skammt væri í

22


skálann að Skiptabakka. Eftir 100 m var komið að vegamótum og síðan röskir 300 m til suðurs í skálann. Skálinn er í umsjá 4x4 deildarinnar í Skaga­­firði, og er, eins og flestir jeppaskálar, lúxusskáli. Þarna myndi ekki væsa um mig um nóttina. Ég lét meira að segja freistast til að kanna hvort ég kæmi rafmagninu á með því að ræsa díselvél úti í hesthúsi til þess að virkja vatns­kerfið, en þar sem eitthvað torkennilegt ljós blikkaði á henni, líklegast þess efnis að það vantaði smurningu, ákvað ég að láta gott heita. Eldaði mér nú kvöldverð í veglegum skálanum, en varð að láta heita sturtu eiga sig vegna rafmagnsleysisins. Lagðist svo til svefns eftir yfirferð á frekar rýru lesefni skálans (mér leiðast tímarit um snjósleða). Morguninn eftir var enn sunnanátt, en skýjað. Leiðin lá enn í norður. Jökulsá drundi á hægri hönd í þröngu gili, sem vert er að skoða. Eftir um 10 km lá um 2 km löng slóð niður til hægri að gömlum torfgangnamannakofa, kenndum við Hraunlæk, en við hlið hans er nú risinn nýr, glæstur og læstur skáli, sem skv. heimildum mun vera í umsjón Goðdalabænda. Tók ég þennan afleggjara til að rannsaka húskost sem best. Áfram hélt ég aðra 20 km norður á bóginn, áður en það fór að halla vel ofan í Skagafjörðinn. Fékk nú gammurinn að geysa, aðeins var stoppað stöku sinnum til að opna hlið og snæða nesti. Eftir skamma

stund var komið niður á þjóðveg. Beygt var til vinstri og haldið norður á bóginn, sem leið lá, vestan Vatna. Góður meðvindur var þannig að ég tímdi ekki að stoppa til að pumpa í dekkin fyrr en ég var búinn að tapa hraðanum á leið upp á hól nokkurn og malbikið farið að blasa við. Var nú pumpað vel í dekkin og áfram haldið. Tíminn í strætóinn í Varmahlíð var rúmur og eftir tæpa 20 km á malbikinu beygði ég til austurs Vindheimaveg til að baða mig í Reykjalaug. Eftir að yfir brú er komið og upp á næstu hæð er farinn vegur til hægri og honum fylgt framhjá hestamannasvæðinu að Vindheimamelum, að bílastæði og síðan göngustíg (hjólanlegum), framhjá tignarlegum Reykjafossi, yfir laxastiga á brú og alla leið að lauginni. Þetta er hin fínasta laug örstutt frá árbakkanum, en var nokkuð þétt setin erlendum ferðamönnum, sem gerði lítið til. Eftir gott bað, var síðasti spölurinn til Varmahlíðar hjólaður, þar sem hesthúsað var pylsum og kóki á meðan beðið var eftir strætó sem flutti mig í bæinn. Ekki mætti ég bíl eða fólki í hálfan annan ferðadag, frá Blöndu og niður á þjóðveg í Skaga­ firði. Þó að 2 millj. ferðamanna heimsæki nú Ísland, er enn að finna fjölda fáfarinna slóða, ef maður horfir útfyrir helstu leiðir eins og Kjalveg, Nyrðra-Fjallabak og Sprengisand. Fáar slóðir eru samt fáfarnari á Íslandi en hinn jökulvatnaprýddi Eyfirðingavegur norðan Hofsjökuls.

23


Mikael Colville-Andersen í heimsókn Páll Guðjónsson ÍFHK en hann hitti líka óformlega ýmsa framá­menn í borginni og það er aldrei að vita hverju það kann að skila. Það er mikilvægt að hjólreiðar hafi aðlaðandi ímynd og þar hefur Mikael unnið þrekvirki. Hann er áhugaljósmyndari og setur myndir sínar á Flickr.com. Dag nokkurn árið 2006 tók hann mynd á leið í vinnuna, ekkert merkileg mynd en skemmtileg; kona á hjóli klædd í pils og með töskuna á böggla­beranum. Hann fékk strax sterk viðbrögð við myndinni og þá sérstaklega frá Bandaríkjunum. „Hvernig getur hún hjólað í pilsi?“ Það kom í ljós að víða um heim höfðu hjólreiðar fjar­ lægst almenning þannig að þær voru orðnar eitthvað fjarlægt og jaðarsett fyrirbæri. Hvergi sáust myndir af venjulegu fólki að hjóla í sínum venjulegu fötum og síst konur, hvað þá vel til hafðar konur. Cycle Chic mynda-

Mikael Colville-Andersen, sem hefur verið leiðandi í starfi sínu við að hvetja til aukinna hjólreiða um heim allan, kom til landsins í vetrarfrí í ársbyrjun. Hann er þekkur fyrir afdráttarlausar skoðanir sínar sem birtast á Copenhagenize blogginu og í fyrirlestrum víða um heim. En Copenhagenize er ekki bara blogg heldur líka ráðgjafafyrirtækið Copenhagenize Design Company sem hefur starfað með borgum víðsvegar um heim og hjálpað þeim að innleiða lausnir sem danir hafa þróað síðustu áratugi og hafa sannað sig því að hlutdeild hjólreiða í Kaupmannahöfn er með því mesta sem gerist. Í bíl-miðuðum borgum þykja þetta í fyrstu afar framandi hug­ myndir en árangurinn lætur ekki á sér standa þegar rétt er staðið að hönnun aðbúnaðar og leiða fyrir hjólandi. Við hittum hann nokkur úr stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna og

24


bloggið varð til, copenhagencyclechic.com, og í framhaldinu spruttu upp tengd myndablogg í tugum landa og borga um allan heim. Margir hafa fundið sér fyrirmyndir í myndunum, náð að tengjast hjólreiðum og myndin sem varð upphafið að þessu hefur verið kölluð myndin sem kom milljón hjólum á göturnar. Þessi bylgja náði líka til Íslands og má sjá myndabloggið okkar á hjólreiðar.is. Mikael er ötull talsmaður hjólreiða og skeleggur andstæðingur þeirra sem berjast leynt eða ljóst gegn þeim. Hann kallar það „culture of fear“ eða hræðslumenningu þegar gert er meira úr hættum hjólreiða en efni standa til og horft stíft framhjá öllum kostum þeirra. Fyrirlestur hans á TEDxCopenhagen 2010 má sjá á YouTube og ætti að vera skylduáhorf fyrir alla sem láta sig málefni hjólandi varða. Hann vill hjólaleiðir sem eru aðskildar frá umferð bíla- og gangandi. Það gerir hjólreiðar öruggari og aðlaðandi.

Það var gaman að hitta manninn og spjalla við hann um heima og geima en þó aðallega hjólreiðar enda erum við um margt á sömu línu þegar kemur að málefnum hjólreiða í borgarumhverfinu og hvaða leiðir er best að fara til að gera þær aðgengilegar sem flestum. Við ræddum að sjálfsögðu hvað við hefðum verið að gera hér á Íslandi og leyst honum t.d. afar vel á Hjólabingó leikinn. Sagðist hvergi hafa séð neitt svipað og vildi gjarnan kynna hann á Copenhagenize. Einnig varð hann frekar hissa þegar við sögðum að öll vinna LHM og ÍFHK væri unnin í sjálfboðavinnu og í raun væri ekki nein manneskja á landinu í 100% starfi í því að vinna sérstaklega að málefnum hjólandi. Hann er mikill Íslandsvinur, hafði ungur lesið íslendingasögurnar og daginn eftir var efst á óskalistanum að skoða Snorralaug. Hann er líka snjall grafískur hönnuður eins og sjá má á dæmunum sem hér fylgja.

25


Evrópsk samgönguvika Ásbjörn Ólafsson formaður LHM Evrópska samgönguvikan er haldin 16.22. september ár hvert og er tileinkuð vist­ vænum samgöngum (e. sustainable mobility). Heimasíða verkefnisins er www.mobility­week. eu og er henni stýrt og stjórnað af „evrópsku samgöngustofnuninni“. Á síðasta ári tók 51 land þátt og þar af nokkur sem ekki eru hluti af evrópska efna­ hags­­svæðinu t.a.m. nokkur lönd í SuðurAmeríku, Rússland, Úkraína, Suður-Kórea, Mexíkó og Bandaríkin. Alls tóku 2.427 borgir og bæir þátt sem er metþátttaka. Þátttaka borga og bæja í „eldri“ Evrópu­sambands­ löndunum er almennt aðeins að minnka en í nýju löndunum er hún að aukast. Veitt eru verðlaun þeim borgum og bæjum sem standa sig best í vistvænum samgöngumálum. Í „Europeanmobilityweek“ herferðinni felst tækifæri til að kynna vistvænar sam­ göngur fyrir hinum almenna borgara, útskýra þær áskoranir sem borgir og bæir standa frammi fyrir, breyta hegðun og taka fram­ förum í þá átt að skapa og efla vistvænar samgöngu­­áætlanir í Evrópu. Frá 2002 hefur herferðinni verið ætlað að hafa áhrif á samgöngumynstur (e. mobility) og samgöngur í þéttbýli ásamt því að bæta heilsu og lífsgæði borgaranna. Í herferðinni gefast borgurunum tækifæri til að kanna hvaða hlutverki götur bæjarins gegna í raun og veru og til að kanna raunverulegar lausnir til að takast á við viðfangsefni bæja, t.d. loftmengun. Sveitarfélög eru eindregið hvött til að nota samgönguvikuna til að prófa nýja samgöngu­ máta og fá viðbrögð frá borgurun­um. Vikan er einnig gott tækifæri fyrir hagsmunaaðila til að koma saman og ræða um mismunandi þætti aðgengis (e. mobility) og loftgæða, finna nýjar lausnir til að draga úr notkun bifreiða og

þar með losun, og til að prófa nýja tækni eða nýtt vinnulag. Á föstudegi í samgönguviku undanfarin ár hafa Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi í samstarfi við fjölmarga aðila staðið fyrir ráðstefnunni „Hjólum til framíðar“. Frá árinu 2008 hafa fjögur til sjö íslensk sveitarfélög tekið þátt í vikunni en umsjón með herferðinni hérlendis er í höndum umhverfis­­­r áðuneytisins. Með þátttöku færðu aðgang að markaðsvænu efni sem er hægt að þýða og nota í herferðinni. Í fyrra var slagorðið „smart mobility – stronger economy“ þýtt sem snjallar samgöngur – betri hagur. Árið 2015 var slagorðið „Choose. Change. Combine“ og árið 2014 var það „our streets, our choice“. Árið 2015 notuðum við slagorðið „Do the right mix“ sem var þýtt sem Blandaðu flandrið. Nú í ár verður slagorðið „Sharing gets you further“ sem verður þýtt sem Förum lengra samferða. Það er í raun ekki til gott íslenskt orð fyrir „sharing“ sem vísar auðvitað einnig til þess að hægt er að deila götunni og/eða gangstígunum. Einnig mætti hugsa sér að deila bílum í meira mæli nú eða jafnvel húsnæði (það myndi minnka upp­­byggingarþörf hótelrýmis). Bíllausi dagurinn (22. september) er hluti af þessari viku en alls var götum í 953 borgum og bæjum lokað í tilefni dagsins. Herferðin byggist á hvatningarverkefnum og varanlegum aðgerðum (e. permanent measures). Hjá þátttökuborgunum voru 7.386 áætlanir framkvæmdar. Algengastar voru (í þessari röð): umbætur á hjólaleiðum, umbætur fyrir gangandi, umbætur á aðstöðu fyrir hjólandi, setning hvatningarherferða, aðgerðir til hraðalækkunar í nágrenni skóla, 26


Reiðhjól talin við skóla landsins Árni Davíðsson, stjórnarmaður í LHM Núna í vetur standa Landssamtök hjól­reiða­­ manna fyrir verkefni þar sem sjálf­boðaliðar telja reiðhjól við grunnskóla og framhaldsskóla landsins. Af því tilefni óska samtökin eftir þátttöku almennings í verkefninu. Markmið verkefnisins er að safna upp­ lýsingum um hjólreiðar í skólum um land allt. Einnig að kanna aðstöðu til hjólreiða og áhrif veðurs og færðar á hjólreiðar barna í grunnog framhaldsskólum. Þessar upplýsingar eru í dag hvorki til fyrir landið né fyrir flest sveitarfélög. Það er í raun mjög lítið vitað um hjól­reiðar barna og engar ferðavenjukannanir hafa verið gerðar fyrir landið allt. Tölfræðilegar upplýsingar verða teknar saman um þessi mál og birtar á vef Lands­ amtakanna og vísað til þeirra í umfjöllun samtakanna. Þær verða líka aðgengilegar öllum sem vilja fjalla um þetta málefni. Nú þegar hefur verið talið í 40 skólum um land allt, í flestum oftar en einu sinni. Samtals hefur verið talið í 90 skipti. Meðalfjöldi reiðhjóla í skólum í þessum 90 talningum voru 45 hjól en miðgildið var 21 hjól. Hámarksfjöldi talin í einum skóla voru um 210 hjól í Lang­ holtsskóla í Reykjavík 2. september 2016 en þar eru nemendur um 640 í 1.-10. bekk, sem þýðir að þriðjungur nemenda komu á reiðhjólum í skólann þann dag. Árstíðasveiflur og áhrif veðurs á hjólreiðar sjást líka mjög vel í mörgum skólum. Í Nesskóla í Neskaupstað þar sem eru 210 nemendur voru 40 reiðhjól

Fjöldi reiðhjóla talin við Nesskóla í Neskaupstað 40 40 35 30 25

27 23

20

20 11

15 10 5

2

3

3

0

5. október en 3 reiðhjól 19. desember eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Við hvetjum alla sem vilja leggja verk­ efninu lið að taka þátt. Núna er að koma sá árstími þegar hjólreiðar aukast á ný eftir hálku, snjó og vetrarveður og verður gaman að fylgjast með næstu mánuði. Til að taka þátt má einfaldlega nota þennan tengil: https://goo.gl/Ak993r. Gott er ef sjálfboðaliðar telja a.m.k. einu sinni í mánuði og það er allt í lagi að byrja núna á vormánuðum. Grunnupplýsingar eins og nemendafjölda og fjölda hjólastæða þarf bara að skrá einu sinni fyrir hvern skóla. Skólum og framhaldsskólum er að sjálfsögðu velkomið að taka þátt eða hafa samband. Saman getum við safnað mikilvægum upp­ lýsingum um hjólreiðar barna og haft áhrif á það að börnin okkar fái að tileinka sér þennan holla og skemmtilega lífsstíl. Þá er skemmtilegt að setja myndir af reiðhjólum við skóla á samfélagsmiðla eins og Twitter, Instagram eða Facebook með myllumerkinu #reiðhjólviðskóla og #samgönguhjólreiðar. Nánari upplýsingar: Póstfang LHM: lhm@lhm.is Heimasíða LHM: www.lhm.is

framhald: stækkun göngurýmis, lækkun gangstétta, breikkun gangstétta, fjarlæging hannaðra (e. architectonic) hindrana og uppbygging hjólastóla­rampa. Ég hvet alla til að taka þátt í þessari viku af heilum hug. 27


Hjólaferð um Strandir Friðjón G. Snorrason Fyrir allnokkrum árum kenndi ég hópi björgunar­­sveitarmanna á Ströndum fjalla­ mennsku. Þetta voru kappar frá Hólmavík, Drangs­nesi og alveg norður í Norðurfjörð. Ég sá það strax að þarna voru miklir kúnst­ nerar á ferð. Þeir voru lífsglaðir, gerðu óspart grín að hvor öðrum og virtust alveg hafa þurft að hafa fyrir því að hafa ofan af fyrir sér. Síðan þá hefur þetta svæði verið mér hugleikið. Alltaf þótt það spennandi og leitað tækifæris til að hjóla þar um. Ekki er verra að það skuli vera einangrað yfir vetrar­ tíðina;gerir það jafnvel enn áhuga­verðara. Strandir kallast svæðið sem nær frá botni Hrútar­­fjarðar norður eftir austanverðum Vest­­­f jarðar­­­k jálkanum. Þær er u meðal landsins afskekktustu svæða og lokast iðulega inni þegar snjór hylur landið. Síðastliðið sumar var loks ákveðið að fara

vestur í nokkra daga ævintýraferð. Ferðin var sett á dagskrá Fjallahjólaklúbbsins og öllum boðið að koma með. Klúbburinn stendur fyrir allskyns ferðum, bæði léttum og erfiðum, og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þessi ferð var hugsuð fyrir þá sem vilja komast í ferð þar sem hver og einn undirbýr sig og sitt hjól fyrir nokkurra daga átök. Þar má helst ekkert klikka því ekki eru nein hjólreiðaverkstæði á þessu svæði og fólk þarf helst að hafa alla varahluti með sér ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Sömuleiðis þarf hver og einn að hafa mat til ferðarinnar og allan búnað til þess að gista hvar sem dagurinn endar. Sértæk ferðahjól verða oftast fyrir valinu, sterkbyggð og flestir þættir þeirra gerðir til að endast og bresta ekki þegar á reynir. Fjallahjól eru líka hentug í svona brölt en þegar hjól er valið þá þarf sömuleiðis að gera ráð fyrir að það geti borið búnaðinn sem til þarf. Flestir

28


notast við fram- og afturtöskur en einnig hafa vagnar notið vinsælda. Hvort tveggja var með í för í þessari ferð og virkaði prýðis vel. Þetta heillar suma, aðra minna en mikilvægast er að sem flestir prófi að ferðast um á hjóli. Maður fær alveg nýja sýn á landið. Við vorum sex félagar úr Fjalla­h jóla­ klúbbnum sem ætluðum að ferðast saman um þessar afskekktu slóðir. Ég nýtti mér lands­ byggða­ferðir Strætó og kom um kvöldið til Hólma­víkur. Nóg var að ferðamönnum eins og svo víða og allmargir aðrir hjólreiðamenn fyrir á tjaldsvæðinu. Manni kemur þetta alltaf jafn mikið á óvart, hve víða og hversu margir erlendir ferðamenn koma hingað með hjól og fara sumir í hvern krók og kima á okkar fallega landi. Nánast alveg sama hvert farið er, alltaf er einhver á hjóli með tjald. En nú var ég partur af þessum hópi og ég kunni alveg prýðilega við það.

Við hjóluðum frá Hólmavík og fyrir Drangs­n es daginn eftir. Þar virtist svo til slokkna á umferðinni, mun færri á ferð og hægt að hjóla eins og maður ætti veginn, skuldlausan. Þegar fáir bílar eru til að hrekja mann út í kant, þá gefst tími til að horfa í kringum sig, hlusta og njóta þess að vera til. Við sem vorum saman þarna, ræddum um hvaða dýralíf gæti orðið á vegi okkar. Í mínum huga komu upp villtir refir, ernir á flugi, jú og ísbirnir, þeir eiga það til að mæta á svæðið. Við vorum ekki búin að hjóla út Steingríms­fjörðinn þegar við heyrðum þessi einkennilegu hljóð rjúfa þögnina. Fjörðurinn var spegilsléttur og enginn vindur. Óvenjulegt. Þarna var hvalur með kálf, sjálfsagt að eltast við æti og þegar þeir komu upp til að anda og jafnvel stökkva, þá heyrðist merkilega vel í þeim. Við stoppuðum og nutum þessa.

29


Þetta hafði ég aldrei upplifað áður og aldrei verið svona nærri þegar þeir leika sér svona í veðurblíðunni. Áfram héldum við og brátt komum við í Drangsnes sem er skemmtilegt þorp og eins og skylda er, þá fer maður í bæjarverslunina. Þar er allt sem þú þarft til sölu. Ég hnaut um nammibarinn. Hann samanstóð af sex tegundum og afgreiðslukonan hafði á orði að reykvísk ungmenni sem ættu leið um, þætti úrvalið full lítið. Vegurinn á Ströndum var mun betri en ég hafði búist við. Betri en mig minnti. Þetta er malarvegur sem eftir að komið er fyrir Drangsnes liggur ýmist niðri í fjöru eða í bröttum hlíðum. Kannski ekki fyrir lofthrædda en á reiðhjóli tekur maður minna eftir því. Þá er hugurinn upptekinn við að taka ekki of fast í frambremsuna eða koma

sjálfum sér og þessu alltof þunga hjóli upp yfir seinustu bröttu brekkuna. Við fundum okkur náttstað á fallegum stað í Kaldbaksvík. Þar er engin bær en á hjóli kemst maður bara ákveðið langt og ekki alltaf hægt að enda hvern dag í kaupstað. Við slógum upp tjöldum á stórkostlegum stað. Sumir fóru í sjósund og létu amstur dagsins líða úr sér, á meðan hinir lágu með fætur upp í loft. Þetta gefur lífinu lit og fallegir næturstaðir eru eitthvað sem maður man lengi vel. Annars var einhver sumarbústaðar­­eigandi alveg brjálaður yfir því að við værum þarna. Kallaði í sífellu að þetta væri bannað en kom aldrei til okkar til að ræða málin eða reka okkur alveg í burtu. Við létum sem ekkert væri og fórum ekki fet. Seinna heyrðum við frá heima­­mönnum að þegar aðrir en heima­

30


eins hrjúft og borgarinnar. Öllu er reddað. Ég hafði ekið til Norðurfjarðar nokkrum árum fyrr og alltaf var svæðið í kringum Gjögur ofarlega í huga mér. Þessi gróna slétta sem þar er. Sérstakt, því almennt er þetta svæði umlukið bröttum fjöllum en Gjögur leyfir manni aðeins að anda og horfa til allra átta. Mig hafði lengi langað til að ná þessu á mynd en oft getur verið erfitt að fanga mikil­fenglegt landslag á eina ljósmynd. Á ferðalögum er ég með gamlar en góðar filmu­vélar og reyni að mynda það sem fyrir er. Svo líða oft nokkrar vikur áður en ég fæ að sjá útkomuna. Myndirnar fá að fylgja með hér og dæmi nú hver fyrir sig. Hluti leiðarinnar sem ákveðin hafði verið, átti að fara um illfæra heiði sem nefnist Tré­k yllis­heiði. Bara nafnið er klætt dulúð.

menn eignast jarðirnar, þá er allt girt af og öllu harðlæst. Öllum bannað að fara um svæðin og allt merkt sem einkaeign. Leiðinleg þróun. Norðan Hólmavíkur eru nokkrar afar skemmti­­­l egar bæjarþyrpingar. Drangsnes, Gjögur, Norðurfjörður og Trékyllisvík. Mis­ munandi stór þorp en e.t.v. er Djúpavík þeirra þekktast. Þorpið stendur við fallegan foss, Djúpavíkurfoss, innarlega í Reykjarfirði og í kyrrlátu veðri er hvergi fallegra. Þar var sett á stofn síldarsöltunarstöð sem hóf fram­­leiðslu árið 1917. Seinna var þar reist fullkomin síldarverksmiðja sem stendur enn, en eingöngu sem minnisvarði um löngu liðna tíma. Tvisvar í ferðinni snæddum við á hótelinu í Djúpavík og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Viðmót landsbyggðarinnar er sjaldan

31


verið með GPS, þá hefði ég á köflum verið sannfærður að við værum að fara í hringi. En allar hetjusögur eru sjálfsagt hálfgert rugl á köflum. Við börðumst í þessu allan daginn. Þegar við stóðum fyrir ofan Djúpavík og horfðum yfir Reykjarfjörðinn, ákváðum við að taka slóða sem lægi niður í þorpið. Við einfaldlega nenntum ekki meir; þetta var orðið gott í bili. En þetta var ekki búið enn. Slóðinn var alveg ferlegur og mikið basl að fara með fullklyfjað reiðhjól þarna niður. Þegar við komum í tjaldstað, var klukkan orðin eitt að nóttu. Við höfðum lagt af stað klukkan átta að morgni. Seinna heyrðum við að suðurhluti heiðar­ innar væri mun betri en norðurhlutinn og vart hægt að líkja þeim saman. Við tókum

Við höfðum heyrt að vegurinn væri ekki góður ef veg skyldi kalla og hann ætti það til að hverfa stundum. Hann væri stórgrýttur og raunar verulega vondur. Fyrir suma hljómar þetta spennandi en skiljanlega ekki alla. Við lögðum á heiðina af hálsinum milli Ingólfsfjarðar og Norðurfjarðar. Eitthvað hafði rignt dagana fyrir svo vegurinn var víða blautur og hafði jarðvegurinn eitthvað runnið til. Þær hugmyndir um heiðina sem við höfðum gert okkur í hugarlund stóðust fullkomlega og meira til. Þetta var nú meiri vitleysan. Ég hef aldrei áður farið um verri veg á hjóli og sjálfsagt er leit að öðru eins. Þetta var endalaust klungur, um stóra og hvassa steina, upp og niður endalaust. Það lá þoka á hluta heiðarinnar og ef við hefðum ekki

32


hlutverk og næst væri kannski að heimsækja Strandir þegar vetur konungur hefur hertekið svæðið. Allt fær þá nýja mynd. En þetta svæði lætur engan ósnortinn. Náttúran og frelsið sem þarna býr er alveg einstakt. Ég hvet alla til að fara þarna um og ekki er verra ef fleiri þora á reiðhjóli; þá færðu allt beint í æð og þó þú komir líkamlega þreyttur heim, þá er andinn endurnærður. Þokkalegt reiðhjól, töskur eða vagn, útiföt og kannski tjald - meira þarftu ekki.

ekki sénsinn og fórum svo til sömu leið til Hólmavíkur aftur. Ég minntist á dýralífið sem við von­ uðumst til að yrði á vegi okkar. Ekki vorum við sviknir af því. Hvalir og ernir á fyrstu metrunum gáfu okkur von. Seinna komu selir og refir til sögunnar. Allaf gaman að sjá dýrin í sýnu náttúrulega umhverfi. Þegar heim var komið fengum við fréttir af því að ísbjörn hefði verið skotinn þessa sömu helgi. Alveg í fanta formi og eflaust til í að elta uppi villtan hjól­reiða­mann og smakka aðeins á honum. Hann er jú í útlöndum! Sem betur fer ákvað hann að koma að landi hinu megin flóans í þetta sinn. Strandir stóðu fullkomlega undir mínum væntingum. Auðvitað leikur gott veður stórt

Sjáumst á vegum út! Friðjón G. Snorrason Fleiri myndir á: www.photographybyfridjon.com

33


Gullöld hjólreiða Leifur Reynisson „Fárviðri. Ofsarok og rigning. Sást ekki í skip á ytri höfn fyrir sjódrifi. Ég fór af stað kl. rúmlega sjö á hjóli. Nokkuð mikill stormur var og er ég bremsaði þá ætlaði vindur að feykja mér af veginum. Setti mig tvisvar af hjólinu en það kom ekki að sök.“ Þannig lýsir Sveinn Mósesson ferð sinni til vinnu í dagbók þann 15. janúar 1942 en hann varð að taka daginn snemma því leiðin lá frá austanverðum Digraneshálsi til Reykjavíkur og því um langan veg að fara og veðrið sjaldan fyrirstaða. Óhætt er að fullyrða að reiðhjólið hafi

verið þarfasti þjónn frumbyggja Kópavogs í upphafi byggðar. Samgöngur voru lélegar þegar þeir fyrstu settust að laust fyrir 1940 og þar sem flestir sóttu vinnu til Reykjavíkur var um fátt annað að ræða en að hjóla. Almennings­s amgöngur voru bágbornar, bifreiða­eign munaður fárra og tímafrekt að fara fótgangandi. Reiðhjól urðu fljótt mikið þarfaþing eftir að þau bárust fyrst til landsins undir lok 19. aldar enda fjölgaði þeim hratt eftir aldamótin. Segja má að gullöld hafi ríkt í hjól­reiðum á millistríðsárunum því þá höfðu menn almennt efni á að koma sér upp hjóli enda voru þau fábrotnari en nú þekkist. Með vaxandi þéttbýli og fjölbreyttara atvinnulífi urðu greiðar samgöngur sífellt mikilvægari. Ísland var að breytast úr sveitasamfélagi, þar sem vinnan fór að mestu fram heima við, í iðnaðarsamfélag þar sem flestir stunduðu launavinnu utan heimilis. Kópavogur var dæmigerður fyrir þær samfélagsbreytingar enda höfðu langflestir fr umbyg gjarnir lífsviðurværi sitt annars staðar. Kópavogur hefði varla byg gst jafn snemma upp hefði reiðhjólið ekki komið við sögu. Saga bræðranna Finnjóns og Sveins Mósessona er dæmigerð í því sambandi en þeir settust að í Kópavogi snemma árs 1939. Þeir voru málarar og öfluðu sér verkefna víða en sóttu vinnu einkum til Reykjavíkur. Sveinn bjó við Digranesblett 21, sem seinna varð Álfhólsvegur 135, en Finnjón var við Digranesblett 6, sem síðar varð Nýbýlavegur 62. Þeir fóru flestra sinna ferða á hjóli og það gat verið mjög tafsamt að komast á áfangastað þegar illa viðraði og færð var slæm. Þegar verst

Sveinn Mósesson 1929 34


lét var ekki um annað að ræða en ganga eins og fram kemur í eftirfarandi færslum í dagbók Sveins frá árinu 1939. 19. febrúar: „Mikill snjór í kvöld, sá mesti sem komið hefur síðan við fluttum á bústað 21 Álfhólsvegi. Ég gekk í bæinn...“ 20. febrúar: „Sama veður og í gær. Ég gekk í bæinn í morgun.“ 21. febrúar: „Líkt veður og í gær. Ég gekk báðar leiðir. Varð samferða Finna í morgun.“ Þess má geta að leið Sveins var nokkuð örðugri en Finnjóns (sem var kallaður Finni) þar sem hann þurfti að fara lengri leið um veglausa brekku Digraness. Sveinn átti einnig til að sækja vinnu langt fyrir utan bæinn. Eitt sinn sinnti hann störfum við Sogið í Grímsnesi og hjólaði báðar leiðir. Kona Sveins, Guðdís Guðmundsdóttir, var einnig ötul við hjólreiðar þó ekki þyrfti hún að sækja vinnu utan heimilis. Þau hjón brugðu gjarnan undir sig hjóli sér til upplyftingar. Oftast voru það bæjarferðir þar sem þau tóku hús á fólki, sóttu samkomur, brugðu sér í verslanir og nutu bæjarlífsins. Slíkar ferðir voru nokkuð algengar á millistríðsárunum og eins að fólk færi lengri leiðir á hjóli til að njóta útiveru og skoða sig um. Víst er að reiðhjólið jók mjög möguleika manna til að fara lengri leiðir og skoða sig um enda talaði Sveinn um að hjólinu hefði fylgt mikið frelsi. Nokkuð sem foreldrar hans og eldri kynslóðir höfðu ekki getað leyft sér á ungdómsárum sínum en Sveinn fæddist í sveit í Dýrafirði árið 1907. Á þeim tíma var aðeins hægt að fara hratt yfir á hestbaki en ekki áttu allir kost á því enda þótti ekki eins mikil ástæða til ferðalaga þá og síðar varð. Guðdís og Sveinn fóru í nokkrar hjól­ reiða­­ferðir austur fyrir fjall þar sem foreldrar Guðdísar bjuggu í Ölfusinu. Ferðalagið var vitaskuld torsóttara en í dag þar sem vegurinn var alsettur holum og hlykkjum. Þurfti nánast að krækja fyrir hvern klett og á stöku stað var vegurinn sérstaklega grófur. Þá voru reiðhjólin þyngri og gírum ekki fyrir að fara. Þurfti

fólk yfirleitt að teyma hjólið upp Lögbergs­ brekkuna og Hveradalabrekkuna, svo ekki sé talað um Kambana en þar þótti einnig öruggara að teyma hjólið niður brekkuna, þó ekki væri nema til að hlífa bremsunum. Tveir áninga­staðir voru á leiðinni þar sem hægt var að þiggja veitingar Lögberg og Kolviðarhóll. Guðdís og Sveinn tóku yfirleitt með sér nesti en stundum þótti þeim gott að líta inn fyrir og gæða sér á rjúkandi kaffi. Finnjón fór einnig í lengri hjólreiðaferðir en ekki er mér jafn kunnugt um þær og ferðir Guðdísar og Sveins. Þó er vitað að hann hjólaði oftar en einu sinni upp í Hvalfjörð með trönur, pensla, liti og léreft þar sem hann málaði myndir sér til hugarhægðar. Sveinn fékkst einnig við að teikna og mála í frístundum en þeir bræður voru mjög listrænir. Á þessum árum átti fólk ekki kost á léttum og skjólgóðum útivistarfötum eins og nú þekkist. Eftir því sem ég kemst næst hjóluðu Finnjón, Guðdís og Sveinn í fremur hefðbundnum fatnaði. Finnjón og Sveinn voru gjarnan í svokölluðum sportfötum þegar

Finnjón Mósesson 35


þeir frílystuðu sig á hjólinu en þau samanstóðu af útvíðum buxum og jakka auk sixpensara. Guðdís klæddist pilsi enda tíðkuðu konur það lítt að fara í buxur á þessum árum. Yst fata var notast við frakka og kápur væri veðrið ekki þeim mun betra. Finnjón, Guðdís og Sveinn virðast hafa lagt hjólinu að mestu á stríðsárunum. Vel­ megun stríðsins hafði í för með sér bættar almennings­samgöngur og aukna bifreiðaeign enda fór þeim mjög fækkandi sem notuðust við reiðhjól. Þegar líða tók á hernámsárin fór Sveinn yfirleitt með strætisvagni eða þáði bílfar til vinnu. Skömmu eftir stríð eignaðist hann eigin bifreið. Hjólreiðaferðir til skemmtunar lögðust einnig af hjá þeim hjónum. Bíllinn hafði náð yfirhöndinni. Á undraskömmum tíma heyrðu hjólreiðar full­o rðinna til undantekninga. Veltiár stríðsins breyttu því eins og svo mörgu öðru. Mörg ár áttu eftir að líða þar til hjólreiðar fullorðinna urðu algengar aftur en þá var það fremur val um lífstíl heldur en nauðsyn eins og áður hafði verið.

Engin hjól á mánudögum Reiðhjólið hafði fljótt mikil áhrif á sam­ göngur landsmanna eftir að það barst hingað fyrst rétt fyrir aldamótin 1900. Samfélagið tók miklum breytingum á þessum árum með vaxandi þéttbýli en sveitamenn streymdu á mölina sem aldrei fyrr. Mönnum var mikil­ vægara en áður að komast leiðar sinnar því flestir þurftu að sækja vinnu utan heimilis, ólíkt því sem viðgekkst í sveitinni, og þá var gott að geta farið hratt yfir án þess að kosta miklu til. Reiðhjól urðu mjög almenn um og upp úr 1920 en á þeim árum voru tvö fyrirtæki stofnuð sem um árabil voru hvað þekktust fyrir að sinna þörfum hjólreiðamanna – Fálkinn og Örninn. Bæði fyrirtækin voru stofnuð af dönskum manni, Harald Gudberg að nafni, en hann var lærður reiðhjólasmiður. Gudberg flutti hingað til lands árið 1916 og setti sama ár

Kolviðarhóll um 1950 36


næstkomandi. Þá svaraði Gudberg: „Ég vil ekki lofa neinni afhendingu á mánudegi, þér að segja, því ég er svolítið „overtroisk“ skilurðu, en það verður að hafa það. Meistari minn var það líka og lofaði engu á mánudegi. Ég skal t.d. segja þér frá einu atviki þessu til staðfestingar. Það var árið 1921, þá kom til mín maður og pantaði hjá mér hjól handa syni sínum. Það var sama hvað ég sagði við piltinn sem átti að fá hjólið. Hjólið vildi hann fá afhent á mánudegi. Það var engu tauti við hann komið. Ég man þetta eins og það hefði gerst í dag. Jæja, hjólið fékk hann. En viti menn. Klukkan eitt eftir hádegi hjólar hann inn Laugaveg; þegar hann er kominn á móts við Klapparstíg verður hann fyrir bíl. Drengurinn meiddist eitthvað og hjólið gereyðilagðist. Síðan hef ég ekki afgreitt hjól á mánudegi.“

á fót reiðhjólaverkstæðið Fálkann. Hann seldi fyrirtækið árið 1924 þegar hann flutti til Danmerkur vegna heilsubrests en ári síðar sneri hann aftur til Íslands og stofnaði Örninn. Gudberg var „prinsippmaður“ og ein megin­regla hans var að afgreiða aldrei hjól á mánu­dögum og byggðist sú afstaða á biturri reynslu eins og sjá má á eftirfarandi sögu sem Sveinn Mósesson skrifaði í dagbók sína, en frá honum segi ég nánar í annarri grein í þessu blaði. Sveinn greinir hér frá ferð sinni í Örninn þar sem hann hugðist kaupa reiðhjól fyrir son sinn. „Vorið 1955 fór ég í Örninn hjá Gudberg og pantaði „gearhjól“ handa Reyni. Ég óskaði eftir að fá hjólið afgreitt í vikunni, en því gat Gudberg ekki lofað, vegna þess að það voru margar pantanir fyrirliggjandi. Fór ég þá fram á að fá hjólið afgreitt á mánudaginn

Reynir Sveinsson á hjóli sínu við Nýbýlaveg í Kópavogi. 37


Hefur þig dreymt um að ferðast á hjóli? Fimmtudaginn 4. maí býður Fjalla­hjóla­ klúbburinn til kvöldhittings í létt spjall um hjólaferðir, búnað og undirbúning ferða. Við munum deila reynslu okkar af hjólaferðum hér á landi sem og erlendis. Fyrst og fremst munum við miðla upplýsingum um ferðir þegar ferðast er með allan farangur á hjólinu og gist í tjaldi. Þriðju helgina í maí fylgjum við spjallinu eftir með léttri hjólaferð, hjólað verður með allan búnað og gist í tjaldi eina nótt. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þann/þá sem hefur langað til að ferðast á hjóli en ekki látið verða af því. Í þessum ferðum greiðir hver og einn sinn kostnað; tjaldsvæði og nesti. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar þegar nær dregur. Fylgist með á heimasíðunni okkar fjallahjolaklubburinn.is, á póstlistanum og Facebook. Okkur hlakkar til að sjá ykkur sem flest, Auður, Björn, Guðný og Þórður

38


3.-23. maí

Notum NOTUM virkan VIRKAN FERÐAMÁTA Hjólum - Göngum ferðamáta Hjólum - Göngum - Hlaupum - Tökum strætó Hlaupum - Tökum strætó

Vertu með!

Skráning og upplýsingar á hjoladivinnuna.is


40


Millions discover their favorite reads on issuu every month.

Give your content the digital home it deserves. Get it to any device in seconds.