Hjólhesturinn 31. árg. 1. tbl. mars. 2022

Page 1

FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN Hjólhesturinn, 1. tölublað 31. árg. mars 2022 - Frítt

Vestfjarðaleiðin Hjólað að eldgosinu Reiðhjól - rannsóknir og reynsla COP26 - opið bréf til stjórnvalda Þriðjudagskvöldferðirnar, dagsferðir og ferðalög


Öflugt gefandi starf sjálfboðaliða // Páll Guðjónsson Innihald þessa Hjólhests endurspeglar þá öflugu starfsemi sem unnin er bæði innan Fjalla­hjólaklúbbsins og Landssamtaka hjól­ reiðamanna sem ÍFHK er aðili að og annarra aðildar­f élaga LHM eins og Hjólafærni á Íslandi. Undir hatti LHM eru líka félög með öfluga starfsemi í hjólasportinu. Klúbburinn hefur í yfir tvo áratugi staðið fyrir léttum byrjendavænum hjólaferðum um borgina og nágrenni á þriðjudagskvöldum, opnar öllum. LHM og Hjólafærni hafa gripið boltann og skipulagt svipaðar ferðir yfir vetrarmánuðina oft með tilteknu þema tengdu samgönguhjólreiðum, skipulagi eða menningu, t.d. var í vor var farin ein ferð í mánuði með bókmenntalegu ívafi í samstarfs­ verkefni með Borgarbókasafninu. Árið 2021 ákvað ferðanefndin að hafa dagsferð í hverjum mánuði yfir sumartímann. Fyrsta dagsferðin var raunar farin í mars þegar eldgos hófst skyndilega í Geldingadölum og sú síðasta í nóvember þegar við hjóluðum um Selfoss og Hellisskóg. Við gefum myndum úr þesssum ferðum gott pláss hér en mikið fleiri myndir úr þessum og öðrum ferðum er að finna á heimasíðu klúbbsins auk myndbanda sem ekki verður miðlað á pappír. Gríðarleg vinna var unnin á vettvangi LHM um árabil tengd nýjum umferðarlögum, þar sem ýmislegt náðist fram en sumt hvarf svo án skýringa þegar nýjar og nýjar útgáfur frumvarpsins voru lagðar fram í áralöngu ferli málsins. Einn punkturinn sneri að því að löggjafinn kallaði ekki farartæki reiðhjól sem ekki eru reiðhjól, heldur skilgreina þau

sér og segja að ákvæði laganna um reiðhjól ættu líka við þau tæki eftir aðstæðum. Nú er nýtt ráðuneyti að skoða afleidd vandamál þessu tengd og enn er LHM að senda inn tillögur eins og lesa má hér. Einnig reynum við að benda á gildi vandaðra rannsókna og reynslu þegar kemur að ákvarðanatöku eins og lauslega er fjallað um hér. Kosti hjólreiða þekkja þeir sem reynt hafa og fjöldi rannsókna hafa leitt þá í ljós. Fjölda þeirra hef ég safnað saman á vefinn hjolreidar. is ásamt góðum ráðum fyrir þá sem eru að byrja að nota reiðhjólið sem samgöngu­ máta, s.s. ítarlegri yfirferð um hvernig auka má öryggi sitt með tækni samgöngu­h jól­ reiða. Einnig er þar fjöldi mynda sem sýna almenning hjóla um á Íslandi dags daglega og líka í hinni skemmtilegu skrúðreið sem Tweed Ride Reykjavík hefur staðið fyrir vor hvert. Klúbbhúsið hefur líka þurft ást og umhyggju í gegnum árin að utan sem innan og við búin að koma okkur vel fyrir. Við horfum fram á frjálsari tíma laus undan samkomu­ takmörkunum og vonandi fáum við að vera þar áfram. Öll þessi starfsemi byggir á þrotlausri vinnu sjálfboðaliða sem leggja hönd á plóg eftir bestu getu og alltaf er pláss fyrir nýtt fólk og nýjar hugmyndir. Verið því ófeimin við að bjóða fram starfskrafta ykkar og koma til samstarfs við okkur í Fjallahjólaklúbbnum og eða önnur félög, því eins og stundum gerist lendir mikil vinna á fáa duglega einstaklinga sem vel gætu þegið aðstoð og endurnýjun. En umfram allt komið og takið þátt. 2


Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK 1. tölublað 31. árgangur, mars 2022 Eldri Hjólhesta má lesa á heimasíðunni.

Klúbbhúsið Brekkustíg 2 Viðgerðaraðstaða á neðri hæðinni, kaffi og spjall uppi þegar við erum með opið hús 1. og 3. fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Fylgist með dagskránni á vef klúbbsins og skráið ykkur á póstlistann til að fá tilkynningar um viðburði sem eru oft skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.

Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is FB: facebook.com/fjallahjolaklubburinn Ábyrgðarmaður, ritstjóri og umbrot: Páll Guðjónsson. Próförk: Páll Guðjónsson Myndir flestar frá greinahöfundum. Forsíðumynd: Hrönn Harðardóttir

Afslættir til félagsmanna Allar helstu hjólaverslanir veita félags­mönnum ÍFHK veglegan afslátt gegn fram­vísun félags­ skírteinis og einnig tugir annarra aðila með útivistarvörur, ljósmynda­vörur, rafvörur, tónlist, málningu og m.fl. Skoðið listann á vef klúbbsins:

Athugið: Skoðanir greina­höf­unda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins.

fjallahjolaklubburinn.is Markmið félagsins er að auka notkun reiðhjóla og vinna að bættri aðstöðu hjólreiða­f ólks til samgangna þó við störfum undir þessu gamalgróna nafni. Náin samvinna er við Lands­­samtök hjólreiðamanna en allir félagar ÍFHK, Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, Hjóla­ mönnum, Hjólreiðafélagi Akureyrar auk Reiðhjólabænda eru jafnframt í LHM.

© 2022 Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið efni.

Félagsgjaldið er aðeins 2500 kr. 3500 kr. fyrir fjölskyldur, 1500 kr. fyrir yngri en 18 ára. Einfaldar leiðbeiningar á heimasíðu fjallahjolaklubburinn.is > klúbburinn > Gangið í klúbbinn 33


Helgar- og sumarleyfisferðir 2022 9. - 10. apríl – Svínadalur Gist verður á hótel Laxárbakki, 4 saman í studioíbúð. Kostnaður um 5000 kall. Hægt að vera einn í herbergi, þá kostar það 12 þúsund. Við höfum eldhús til umráða, á staðnum er heitur pottur og veitingastaður. Á laugardag hjólum við um Svínadalinn, 40 km en hægt er að stytta sér leið ef fólk þreytist. Á sunnudag verður hjólaður stuttur hringur um Melahverfið og kíkt á fossana í Laxá, svona úr því laxveiðitímabilið er ekki byrjað.

16. - 19. júní – Hvammstangi Við ætlum að taka 3ja daga hjólaferð um Hvammstanga og nærsveitir. Ferðirnar eru allar léttar, um 25-30 km og möguleiki á að taka tvo túra á dag. Eða dóla í sundlauginni og sóla sig. Gisting á tjaldsvæðinu eða hjá ættingjum, vinum, á hóteli eða eins og hverjum og einum sýnist. 15. júlí – Árnes Gist á tjaldsvæðinu í Árnesi, það er verslun/veitingastaður rétt hjá og sundlaug. Léttar hjólaleiðir sem henta öllum. Á laugardag verður hjólað upp í Laxárdal, kannski hittum við á Pizzuvagninn sem verður staðsettur þar seinnipartinn.

13. - 15. maí – Eurovision Við ætlum að hafa gaman saman um þessa helgi, en nánari útfærsla liggur ekki fyrir. Það verður hjólað og gist í góðum bústað, helst með heitum potti. Svo það sé hægt að ræða landsins gagn og nauðsynjar, úrslit Eurovision og ekki síst úrslit sveitarstjórnakosninganna.

4


12. - 14. ágúst – Vesturland Við ætlum að gista á tjaldsvæðinu Akranesi. Á laugardag munum við hjóla í kring um Akrafjall, sem er leið 20 í Hjólabók nr 2 eftir Ómar Smára. Eftir hjóladaginn munum við skola af okkur í Guðlaugu, sjósundsaðstöðunni. Förum svo út að borða um kvöldið. Á sunnudag verður hjólaður 20 km hringur um Eyrarfjall í Hvalfjarðasveit.

2022 – Dagsferðir Við munum halda áfram að fara í dagsferðir með litlum fyrirvara. Þær verða auglýstar á Facebook og stundum er bara dags fyrirvari, því við viljum hafa gott veður í túrnum. Við munum fara í óbyggðir en líka í nágranna sveitarfélögin, hjóla um bæinn, kíkja í sund, á kaffihús eða veitingastað. Ferðirnar eru léttar en það getur farið allur dagurinn í þær með keyrslu, nestispásum, sundferðum fyrir utan hjólaleið dagsins. Á teikniborðinu eru eftirtaldar dagsferðir og í lok árs verða þær án efa mun fleiri. • Hveragerði – skógur og hverasvæði fyrir ofan bæinn. 10-15 km. • Þorlákshöfn – bærinn, malbikaður stígur út úr bænum og ströndin til baka. 1525 km. • Melasveit – 30 km á malarvegi og slóðum. • Dyrafjöll (Hengillinn) – 11 km á grófum malarslóðum og með dágóða hækkun, en líka ágætis lækkun. • Heiðmörk – óþrjótandi möguleikar á nærandi útivist.

2022 – Utanlandsferð Engin var utanlandsferðin 2021 út af dottlu, en við stefnum ótrauð á Móseldalinn seinni hlutann í ágúst. Við munum leigja reiðhjól, dagleiðir verða hóflegar og dótið okkar trússað á milli gististaða. Ferðin verður auglýst rækilega þegar nær dregur. ------------------------------------Mynd: Anna Magnúsdóttir úr ferðinni Höskuldarvellir - Spákonuvatn - Sogin 2­ 021.

5


Takið þátt í starfinu Klúbburinn rekur sig ekki sjálfur en þegar margir leggja hönd á plóg verður þetta allt auðveldara og skemmtilegra. Ertu með hugmynd að nýju verkefni eða viltu taka við og leiða hefðbundin verkefni klúbbsins? Saman búum við yfir mikilli reynslu og erum til í að prófa nýja hluti. Það er enginn starfsmaður á launum til að vinna verkin svo okkur vantar ekki bara hugmyndir heldur líka fólk til að framkvæma þær. Endilega hafið samband ef þið eruð með tillögur eða viljið koma inn í starfið með virkum hætti. Við erum grasrótarsamtök og ekki mikið fyrir að flækja hlutina fyrir okkur.

Fylgist með Við er um með viðburðaalmanak á heima­­­síðunni þar sem við skráum viðburði í klúbbhúsinu, hjólaferðir á höfuð­­borgar­ svæðinu, lengri ferðalög og einnig áhugaverða viðburði skipulagða af öðrum en okkur. Við sendum einnig fréttapósta á póst­ listann okkar þegar eitthvað er á döfinni, endilega skráið ykkur á hann á forsíðu heima­ síðunnar, fjallahjolaklubburinn.is. Einnig er gott að „líka við“ Facebook síðu klúbbsins fyrir minni tilkynningar og einnig er spjall­grúppa á Facebook með nafni klúbbsins þar sem félagsmenn mega spyrja og spjalla um allt milli himins og jarðar.

6


Þriðjudagskvöldferðir Brottför öll þriðjudagskvöld frá Mjódd, kl. 19:30, frá ­­byrjun maí og út ágúst. Fyrsta ferðin verður 3. maí, þá verður hjólað út í Klúbb­húsið í vesturbæ og bakaðar vöfflur. Stígakerfið vex og dafnar og það er ákaflega gaman að finna nýja silkimjúka malbiksræmu til að þjóta eftir. Komdu með okkur eitthvert þriðju­dags­ kvöldið í sumar, jafnvel öll, þá áttu möguleika á að hljóta mætinga­bikarinn, blóm og konfekt. Það þarf ekki að vera félagi í ÍFHK til að taka þátt í þriðjudags­kvöldferðunum. Myndir: Hrönn Harðardóttir og Geir Harðarson.

Klúbbhúsið okkar Á Brekkustíg 2 er ágætis aðstaða fyrir 20-30 manns á efri hæðinni, þar sitjum við í mesta bróðerni, sötrum kaffi, ræðum heimsmálin, hjólamálin og þjóðmálin. Það verða haldin kompukvöld, myndasýningar,, viðgerðanámskeið og ýmsar óvæntar uppá­ komur sem við kynnum á póstlistanum okkar eða Facebook síðu klúbbsins. Á jarðhæð er viðgerðaraðstaða fyrir félags­­­­fólk. Öll áhöld til viðgerða eru til staðar en ætlast er til þess að fólk geri við sjálft og gangi fallega um aðstöðuna.

7


Hrönn Harðardóttir

Eldgos

Um miðjan mars var ég full af samúð. Til Grindvíkinga, sem hristust með reglulegu millibili. Hlutir féllu úr hillum og fólki varð ekki svefnsamt. Ég, búandi í Reykjavík hristist líka og þótti mér stundum nóg um. Því skipulagði ég hjólaleið um Þingholtið. Norna­r eið, sem myndi vekja drekann á holtinu svo hann gæti barist við óvættinn á Reykjanesi. Þetta svínvirkaði, um það leiti sem hjólaleiðin rann úr prentaranum, hætti skjálfta­­virknin og eldgos hófst í Geldingadölum við Fagra­dalsfjall. Ég missti af gosinu í Eyjafjallajökli. Var þá með lítil börn og ekki í nógu góðu formi til að geta gengið upp að jöklinum. Ég ætlaði sko ekki að missa af þessu gosi. Lagðist yfir kort til að meta hvort ég gæti hjólað áleiðis, en ég hef ekki getu í 1520 km göngu. Er kannski bannað að fara að gosinu? En þegar vefmyndavélar fóru í loftið

seinnipartinn, sá ég að það var fullt af fólki við gosið. Svo ég snaraði hjólinu upp á bíl og ók að Grindavík. Þaðan hjólaði ég Suðurstandaveg, niður að Nátthaga, inn eftir dalnum og dröslaði hjólinu alla leið upp á Borgarfjall. Hélt að þar væri gosið og ég myndi ná góðri mynd af mér á reiðhjóli með gosið í baksýn. Nei, úps, vitlaust fjall, ég þurfti niður brekku og upp aðra, snarbratta. Ég hefði aldrei getað dröslað hjólinu upp þá brekku, svo ég skildi við það á Borgarfjalli. Sem betur fer, því það var komið myrkur þegar ég kom loksins að gosinu, 45 mínútum síðar. Ég hefði eytt óþarfa orku í að taka hjólið með upp síðustu brekkuna og ekkert sjálfs-myndafæri. Þegar ég kom aftur niður á Suður­strandar­ veg og hjólaði fram hjá fólki sem átti eftir að ganga 5 km inn að Grindavík, þá heyrði ég öfundar­dæs hægri vinstri. „Get ég fengið 8


far?“ kallaði ung stúlka. Ég held að það hafi verið í fullri alvöru, enda var hún þá búin að ganga 15 km í erfiðu landslagi og síðustu 5 km urðu mörgum ofviða. Þá var gott að vita af Björgunarsveitarfólki sem stóð pliktina og aðstoðaði slasaða og örmagna, alla þá 5 mánuði sem gosið stóð. Að sitja í 10 metra fjarlægð frá eldspúandi gíg verður ekki lýst með orðum. Stórkostlegt. Svo magnað að nokkr um dögum síðar fór ég aftur, og þá með nokkrum félögum úr Fjalla­h jólaklúbbnum. Enda búin að finna auðveldari leið sem var á færi flestra sem vildu fara upp að gosinu. Ég lá yfir veðurspánni og ákvað að flýta ferðinni um nokkra klukkutíma, það spáði snjókomu seinnipartinn. Við vorum í bongóblíðu og Þjóðhátíðarveðri í Geldingadal. Náðum niður og meira að segja góðri nestispásu áður en hríðin skall á. Alls fór ég 9 sinnum að eldstöðvunum, fór nýja leið í hvert sinn. Í annað sinn með Fjalla­hjólaklúbbnum, þá fórum við hjólandi frá Grindavík, slóða upp frá bænum og skoðuðum landslagið á leiðinni í leiðinni. Þá var hraun nýrunnið í Nátthaga og fossinn niður úr Meradölum var hvílíkt augnakonfekt. Gígurinn hafði

þá stækkað verulega og dagurinn einstök upplifun. Mig grunar raunar að þyrlan hafi verið ræst út einu sinni vegna mín. Ég fór þá hjólandi meðfram Langahrygg að Mera­dölum, skildi hjólið eftir þar og gekk yfir að StóraHrút. Hélt að ég myndi sjá hraun­­rennslið úr gígnum þaðan, en nei, bara svart hraun eins langt og augað eygði. Svo gekk ég til baka að hjólinu. Það var töluverð umferð af þyrlum og flugvélum og mig grunar að einhver þeirra hafi sent tilkynningu, að það væri einhver rammvilltur að ganga frá gos­s töðvunum í átt að Höskuldarvöllum, ekki bílastæðunum. Ég kem að hjólinu og ákveð að halda áfram för minni austur fyrir gosstöðvarnar, eins langt og slóðinn náði. Hjóla fram hjá Björgunarsveitarbíl sem var kominn að Meradölum, en þar var engin umferð gangandi, svo ég var að furða mig á veru þeirra þar. Kemur ekki þyrla landhelgisgæslunnar alveg að mér og stoppar í loftinu í 50 metra fjarlægð. Ég gat rétt ímyndað mér samskiptin: „Stjórnstöð, var konan í gulu vesti? Já, hún er fundin, hættu aflýst, þetta er bara hún Hjóla-Hrönn. Hún bjargar sér.“ 9


Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna

Bréf til ríkisstjórna á COP26: Leiðtogar ríkja þurfa að skuldbinda sig til að efla hlutdeild hjólreiða til að draga úr kolefnislosun og ná loftslags markmiðum fljótt og með skilvirkum hætti. Heimurinn þarfnast stóraukinna hjólreiða ef okkur á að takast að vinna gegn hamfara­ hlýnun. Ef ríkisstjórnir bregðast ekki hratt og örugglega við til að draga úr kolefnislosun í samgöngum munu framtíðar­kynslóðir fá í arf heim sem er óvistlegri og hættulegri. Þess vegna skorum við undirrituð, 300 samtök um allan heim sem vinna að auknum og bættum hjólreiðum, á allar ríkisstjórnir og leiðtoga sem sækja þessa 26. ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (COP 26) í Glasgow til að skuldbinda sig til að fá fleiri til að hjóla í löndum sínum. Rík­ is­stjórnir geta gert þetta með því að byggja meira af hágæða hjól­r eiða­innvið­u m, sam­ þætta hjól­reiðar við almenn­ings­sam­g öng­ur, bæta öryggi og með því að innleiða stefnur sem hvetja fólk og fyr­ir­tæki til þess að skipta út bíl­ferðum fyrir hjól­reiðar og aðra ferða­ máta eins og göngu og almenn­ings­sam­göng­ur. Hornsteininn í stefnu heimsins, þjóðríkjanna og staðbundinna yfirvalda til að ná kolefnishlutleysi verður að vera að hvetja til og skapa aðstæður sem nýtast virkum samgöngum. Á heimsvísu losa samgöngur um 24% af CO2 frá bruna eldsneytis. Umferð bíla veldur um ¾ af þeirri losun, og þessi losun fer hratt vaxandi. Til viðbótar við þá ósjálfbæru losun CO2 frá umferð sem veldur hamfarahlýnun, menga bílar andrúmsloftið sem aldrei fyrr og áætlað er að mengunin leiði árlega til ótímabærra andláta um sjö millióna manna á heimsvísu.

Skýrsla Milliríkjanefndar um loftslags­ breytingar (IPCC) “Global Warming of 1.5°C” tiltekur hjólreiðar sem leið til að tryggja örugga og sjálfbæra veröld fyrir alla í nútíð og framtíð. Hjólreiðar menga ekki og losa engan koltvísýring og þær skila samfélögum víðfemum jákvæðum áhrifum á félagsauð og efnahag þjóða og samfélaga. Hjólreiðar er ein besta og árangursríkasta leið mannkyns til að draga úr losun kolefnis og ná kolefnishlutleysi. Nýjar rannsóknir á lífsferilsgreiningum ferðamáta sýna að losun CO 2 minnkar um 14% með hverri ferð á reiðhjóli og um 62% fyrir hverja bílferð sem menn sleppa. Ef maður skiptir út bíl fyrir reiðhjól sparast um 150 g af CO2 á kílómeter. Raf farangurs reiðhjól minnka losun kolefnis um 90% miðað við dísel flutningabíl. Að skipta út bíl fyrir göngu eða hjólreiðar í borgum í aðeins einn dag í viku getur minnkað kolefnisfótspor manns um hálft tonn af CO2 á ári. Að samþætta virka ferðamáta við aðra ferðamáta eins og almenningssamgöngur getur styrkt og aukið við sparnað í losun kolefnis. Jörðin okkar er hætt komin. Við þurfum að stórauka hlutdeild reiðhjóla í ferðum í borgum og sveitum til að ná kolefnis­hlutleysi. Nú er nauðsyn að ríkisstjórnir og stjórn­völd heiti pólitískum og fjárhagslegum stuðningi við auknar hjólreiðar, öruggari hjólreiðar og til að þær verði aðgengilegar fyrir alla óháð stétt eða stöðu í öllum löndum, borgum og héruðum. Við hvetjum allar ríkisstjórnir og leiðtoga á COP 26 til að: Lýsa yfir skuld­ bindingu til að auka hlutdeild hjólreiða heima fyrir. Þetta geta þau gert með því að: 10


• Hvetja til allskonar hjólreiða eins og t.d. reiðhjóla ferðamennsku, sport hjólreiða, deilireiðhjóla, æfingahjólreiða og hjólreiða til samgangna í vinnu og skóla. • Viðurkenna hjólreiðar sem áhrifaríka leið til að draga úr losun koltvísýrings með því að hafa skýra mælikvarða sem draga fram að skýr tengsl eru á milli aukinna hjólreiða og færri bílferða og minni losunar CO2. • Að búa til og fjármagna hjólreiðaáætlun í löndum sínum og safna tölulegum upplýsingum um hjólreiðar til að skilja hvar þörf er á betri innviðum og hvar þörf er á hvatningu til hjólreiða. • Að leggja áherslu á að byggja örugga innviði fyrir reiðhjól af háum gæðum og með hvatningu og ívilnunum fyrir samfélög og stéttir sem hafa sögulega haft minni aðgang að hjólreiðum. • Að skapa beinar ívilnanir fyrir fólk og fyrirtæki til að skipta út bílum fyrir reiðhjól í daglegum ferðum. • Að skapa samlegðaráhrif með almennings­ samgöngum og skapa skilyrði fyrir samþættingu ólíkra ferðamáta til að ferða þörfum fólks sé fullnægt án aðkomu einkabíla.

• Að skuldbinda sig sameiginlega til að ná hnattrænu markmiði um hærri hlutdeild hjólreiða í ferðum. Auknar hjólreiðar í fáum löndum dugar ekki til að draga úr losun koltvísýrings á heimsvísu. Öll lönd verða að leggja sitt af mörkum og það verður að fylgjast með því á vettvangi SÞ. Það er engin leið fyrir stjórnvöld að draga úr losun CO2 nógu hratt til að forðast ver ulega hamfarahlýnun án þess auka hlutdeild hjólreiða verulega. Hjólreiðar bjóða eina bestu þekktu lausnina sem við búum nú þegar við til að tryggja að plánetan okkar verði byggileg fyrir komandi kynslóðir. Undirritað af 300 samtökum hjólreiða­ manna um allan heim (10. nóv. 2021). F.h. stjórnar Landssamtaka hjólreiðamanna, Árni Davíðsson, formaður. Þetta opna bréf var sent frá ECF, Evrópu­­­samtökum hjólreiðamanna sem Lands­­samtök hjólreiðamanna er aðili að, og Fjallahjólaklúbburinn ásamt flestum samtökum hjólreiðafólks á Íslandi eru aðilar að LHM. Þýðing Árni Davíðsson og Páll Guðjónsson.

11


Hrönn Harðardóttir

Úthlíð - ferðamennska að vetri Þessi pistill er um ferðamennsku að vetrarlagi. Eða þegar allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis. Við ákváðum að skella okkur í bústað í Úthlíð eina fallega helgi í janúar. Þar eð bústaðurinn var pantaður í október, var engin leið að vita hvort við gætum eitthvað hjólað þessa helgi. En þá má fara í stuttar gönguferðir og dóla sér í heita pottinum. Elda saman, spila á spil, syngja og spila á gítar. Vegir eru alltaf ruddir og því hægt að skipuleggja hringleið við hæfi. Eða hjóla 10-

20 km í eina átt og svo sömu leið til baka. Það gleymist alltaf eitthvað þegar fólk fer í ferðalög. Geir ætlaði að taka með snjóskóflu. Ég ætlaði að taka með snjóskóflu ef Geir myndi gleyma sinni. Ég gleymdi snjóskóflunni. Engin skófla í bústaðnum. Ekki nóg með það, haldiði að hún HjólaHrönn hafi ekki gleymt hjólabuxunum sínum. En þá kom María til bjargar með auka buxur. Ekki tilhlökkun að vera í sömu gallabuxunum alla helgina, það yrði vellyktandi í bílnum á heimleiðinni eða hitt þó heldur. Til að komast

12


upp í sumarbústaðahverfið að vetrarlagi þarf að vera á góðum bíl með góð dekk. Siggi og María komust ekki upp, það var komin glæra hálka og bílar stopp þvers og kruss. Svo Geir fór nokkrar aukaferðir að sækja fólk og farangur. Meira að segja keyrði hann bíl fyrir heilan saumaklúbb sem var búinn að gera tvær tilraunir til að komast upp brekkuna. Jú, jú, þetta varð að lokum hjólaferð, en hluti af dagskránni er að koma sér á staðinn. Það tók okkur bara og aðeins klukkutíma að finna bústaðinn. Og það tókst að lokum með því að para saman okkar staðsetningu og bústaðarins á netinu. Má ég stinga upp á bókstafa- og númerakerfi og skilti við afleggjarana hvaða bústaðir eru hvar. Þess vegna þurftum við að keyra fram og til baka að leita að samferðafólki okkar og lóðsa upp í bústaðinn. Ekki séns í helvíti að rata þetta

í myrkrinu. Samt höfðum við útbúið kort af leiðinni, en þegar afleggjarar eru ekki eða illa merktir, þá dugar slíkt skammt. Þegar allir voru mættir og búnir að koma sér fyrir var ákveðið að prófa heita pottinn. Hófst þá leitin að tappanum, eða réttara sagt handfanginu sem myndi loka fyrir rennslið úr pottinum. Það tók ekki nema klukkutíma og 3 aðila. Samt voru leiðbeiningar í bústaðnum. Það var hleri við hliðina á pottinum (ekki undir honum eins og sagði í leiðbeiningunum) sem hafði fennt yfir. Þegar fara átti í pottinn var hann allt of heitur, kalda vatnsslangan virkaði ekki en það var nóg af snjó til að moka ofan í. Svo við komumst loks ofan í pottinn og dóluðum þar fram eftir kvöldi. En þegar sú er þetta ritar ætlaði inn í hús rann hún til í vatnspolli, fótleggurinn (með gervihné) bögglaðist saman og afraskur byltunnar var

13


bólgið og verkjað hné. Verst að sú fallna var fararstjórinn, og því óheppilegt að vera ekki hjóla- eða göngufær næsta dag. Laugardagur rann upp, bjartur og fagur. Fararstjórinn ekki göngufær en það er nú þannig með hjólreiðarnar, þær eru ívið léttari (gosh, þar fór harðjaxlalúkkið fyrir lítið) og eftir dagsferð á reiðhjóli hafði bólgan runnið að mestu úr hnénu. Plan D var nefnilega nokkurra kílómetra gönguferð. Ef það væri ófært til hjólreiða, en að vetrarlagi þarf að hafa þann varnagla í huga. Þegar við ætluðum að taka hjólin niður af bílunum kom í ljós að allir lásar voru frosnir og engin leið að opna þá. Eftir að Geysir café reddaði volgu vatni, þá tókst okkur að þýða lásana. Heitt vatn, hitabrúsi, lásasprey og plastpokar er komið á vetrar útbúnaðarlistann. Ekki tók betra við, bæði gírar og bremsur á hjólunum voru frosin. Sem betur fer var hjólaleið dagsins að mestu á jafnsléttu og því gekk að vera á hálfbremsulausu hjóli. En gírarnir eru annað mál. María þurfti að hætta við hjólaferðina, af því hjólið hennar var frosið fast í lágum gír. Elfa var ekki búin að fá hjólið sitt afhent og því fóru þær tvær í gönguferð um Geysissvæðið. Ávallt að hafa plan B, C og D þegar ferðast er að vetrarlagi. Talandi um plan B. Stundum verða óhöpp til góðs. Þegar við komum að bíl Sigga sem hafði verið skilinn eftir niðri við þjóðveg, þá kom í ljós að

gluggi hafði verið skilinn eftir galopinn. Eins gott, því hurðarnar voru svo gaddfreðnar að hann varð að skríða inn um gluggann. Verst hvað hann var snöggur að því, afrekið náðist ekki á myndband. Planið var að hjóla 26 km hring út frá Geysi, en hér verður lenging upp á 15 km að skrifast á vanþekkingu fararstjóra á svæðinu, við misstum af brúnni. Sem betur fer kom önnur brú, annars værum við kannski enn á Flúðum. Við byrjuðum hringinn í blússandi meðvindi og svo datt hann niður í dúnalogn og við kláruðum hringinn í brakandi blíðu og gríðarlega fallegu útsýni. Algjörlega andstætt öllum lögmálum, en það er algengara að hann snúi sér, þannig að maður byrjar hringleið í mótvindi og endar í mótvindi. Bústaðurinn sem við leigðum af stéttarfélagi var hrikalega flottur og vel útbúinn. Jafnvel full vel. Lögðust allir á eitt við að finna út hvernig ætti að kveikja á eldavél og ofni. Sko. Í bústöðum ættu að vera einföld tæki. Ofn. Hitastig og tegund (blástur, undireða yfirhiti og grill). Tveir hnappar takk. Ekki 8 með alls konar útfærslum og virkni eftir því hvort hnappi er snúið til hægri eða vinstri. Við ætluðum ekki að skjóta geimflaug til tunglsins, bara hita læri, ofnbaka grænmeti og laga sósu. Okkur gekk líka illa að kveikja og slökkva ljósin. Fullt af slökkvurum, fullt af dimmerum og kúnstin að para þetta saman,

14


þannig að bústaðurinn væri upplýstur eða öll ljós slökkt, úff. En það hafðist nú allt saman að lokum og við gæddum okkur á góðum mat og guðaveigum við rómantíska birtu. „Gleymdirðu fetaostinum?“ er fyrsta spurning sem vaknar iðulega hjá samferðafólki þegar eldamennska hefst. Ótrúlegt en satt, feta osturinn gleymdist, en eitt árið gleymdist fetaosturinn bara og aðeins í 4 ferðum. Sérkennilegt karma sem hún Hjóla-Hrönn glímir við þegar feta-ostur er annars vegar. Næsta dag hafði snjóað mikið og því ófært til hjólreiða. Svo við, stelpurnar fórum saman í göngu á meðan karlpeningurinn lá á meltunni eftir morgunmatinn. Það var í anda helgarinnar að við villtumst á göngunni, þó að það væri tekinn stuttur hringur, enduðum í vitlausum afleggjara og þurftum að brjótast í gegn um skafla til að komast að bústaðnum okkar. Svo var þrifið og reynt að passa að ekkert yrði skilið eftir. Þó gleymdist USB lykill í sjónvarpinu með myndböndum frá

hjólatúrum fyrri ára. Sem og albúm með slysamyndum. Ekkert endilega hjólatengdum, svakalegasta myndin var eftir fall niður stiga á Landspítalanum. En sumar blóðugar og því ekki gott ef litlir krakkar væru að fikta í fjarstýringunni og eitthvað... já, sem þau hafa alveg örugglega séð áður, og miklu verra, á tímum tækni og aukins aðgengis. Allir komust heilu höldnu niður úr Úthlíðinni, en á bakaleiðinni þegar Siggi tók fram úr okkur sáum við að það vantaði framgjörðina á hjólinu hans. Bíddu, datt hún undan? Var þetta enn eitt atriðið á Murphy‘s law listanum? Með öðrum orðum: Allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis. En nei, Siggi tók hana sjálfur af, svo hjólið myndi ekki taka niðri í sköflunum á leiðinni. Þá var þessari skemmtilegu vetrarferð lokið og við byrjuð að plana næstu ferð. Myndir: Hrönn Harðardóttir og Anna Magnúsdóttir

15


Sesselja Traustadóttir Hjólafærni á Íslandi

Hjólavottun vinnustaða, mjúk aðgerð fyrir bjartari framtíð Góð hjólastæði fyrir gesti, gott aðgengi fyrir starfsmenn, viðgerðaraðstaða, samg­ öngu­­­­samningar og stefnumótun eru á meðal þess sem gefur stig í Hjólavottun vinnu­­ staða; vottun sem varð til upp úr samfélags­­­ verkefninu Hjólum.is þar sem grasrót, stofnanir og fyrirtæki fóru samhent í aðgerðir til að efla hjólreiðamenningu á Íslandi árið 2015. Í dag eru rétt um 80 vinnustaðir búnir að fara í gegnum gátlistann; efla og bæta á sínum vinnustað. Einhverjir hafa byrjað í brons og hækkað sig síðan upp; gátlistinn er öllum opinn á heimasíðunni hjolavottun.is og hvort sem vinnustaðir ljúka formlegri vottun eða taka bara til sín tilmæli úr listanum; þá erum við öll að græða þegar farið er í slíkar aðgerðir. Þær eru til þess fallnar að skapa betra samfélag og bjartari framtíð. Hjólafærni á Íslandi sinnir vottuninni. Ferlið er einfalt. Fulltrúi á vinnu­s taðnum hleður niður gátlistanum. Skoðar hann og metur stöðuna á sínum vinnustað. Í kjölfarið er fundað; oftast á skjánum eftir að Covid tók yfir í samfélaginu en líka nær­fundir þegar því er viðkomið. Þetta er um klukkutíma­ fundur þar sem farið er í gegnum gátlistann; ráðgjöf þar sem það á við og unnið að góðum lausnum. Hjólafærni leggur til samgöngu­

könnun sem hverjum og einum er frjálst að gera að sínum spurningalista. Einnig dæmi um samgöngustefnu sem auðveldar öðrum vinnu­stöðum eftirleikinn. Hjólavottun vinnustaða styður Heims­ markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir og samfélög, 11. kafli. Hjólavottunin styður fleiri heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, t.d. 7. kaflann um sjálfbæra orku, 3. kaflann um heilsu og vellíðan, 10. kaflann um aukinn jöfnuð, 13. kaflann um aðgerðir í loftslagsmálum, 15. kaflann um líf á landi auk þess að styðja við 17. kaflann – samvinnu um markmiðin. Samkvæmt gátlista Hjólavottunar vinnu­ staða er hægt að útskrifast með Platínum (91 – 100 stig), Gull (75 – 90 stig), Silfur (50 – 74 stig) og Brons (25 – 49 stig) vottun. Platínum vottun er fyrir þá bestu. Þegar starfsmenn og stjórn fyrirtækisins hafa unnið saman að því að gera vinnustaðinn svo útbúinn að allir sjá að þangað er best að koma á hjóli, gangandi eða í strætó hvort heldur er fyrir gesti eða starfsmenn. Gull hjólavottun vinnustaða er skýr sögn um metnaðarfull skref fyrirtækja, sem vilja hlúa að góðri reiðhjólamenningu. Þar er öllu jafna góð aðstaða fyrir starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins. Þar er hugað að 16


samgöngu­stefnu og gjarna boðnir samningar um samgöngugreiðslur til starfsmanna. Silfur hjólavottun vinnustaða er til merkis um nokkuð skýran vilja innan fyrirtækisins til að vilja hlúa að góðri hjólreiðamenningu en vantar herslumuninn á að ná gullvottun. Með ráðgjöfinni sem fylgir hjólavottuninni er yfirleitt hægt að ná í gullvottun án mjög kostnaðar­­samra aðgerða. Brons hjólavottun vinnustaða segir til um að allmörgu sé enn ábótavant, áður en vinnustaðurinn teljist mjög hjólavænn – en það besta er að búið er að sækja um hjóla­ vottunina, sem eru skýr skilaboð um að fyrir­ tækið vilji gera betur. Ráðgjöfin sem fylgir vottuninni, verður vonandi til þess að á næstu misserum fer fyrirtækið úr Brons og vonandi alla leið í Gull vottun. Hjólavottaður ferðamannastaður er þróunar­­verkefni sem var unnið í samvinnu við Farfugla – HiHostel og Hjólafærni á Íslandi. Gátlistar hafa verið reyndir og lógóið sem fylgir þessum flokki hjólavottunar er grænn. Tvö tjaldsvæði á landinu hafa náð þessari

vottun. Tjaldsvæðið í Laugardal í Reykjavík og Tjaldsvæðið í Grindavík. Hjólafærni hefur einnig unnið að hjóla­ vænum grunn- og leikskólum og hefur þegar hannað fjólublátt lógó hjólavottunar fyrir það verkefni. Grunnskólar á Akranesi og í Grindavík hafa stefnt að því að ná að verða Hjólavænir grunnskólar en hafa enn ekki náð þeim árangri sem þarf. Hjólavottun var búin til af Hjólum.is, sem er samfélagslegt samstarfsverkefni Hjólafærni á Íslandi, Landsbankans, Vínbúðarinnar, Varðar, Rio Tinto, Landsvirkjunar, Reykja­ víkur­borgar og TRI. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur­ borgar hefur styrkt Hjólavottun vinnustaða og Umhverfisstofnun hefur kveðið á um að stofnanir í ríkisrekstri sem eru í Grænum skrefum, eigi að framfylgja viðmiðum vottun­ arinnar. Myndir: Hafró útskrifaðist með gull núna í febrúar. Vorið 2021 voru fjórar starfs­stöðvar Eflu vottaðar. HA útskrifaðist sumarið 2020.

17


Hrönn Harðardóttir

Dagsferðir Fjallahjólaklúbbsins 2021 Árið 2021 ákváðum við að hafa dagsferð í hverjum mánuði yfir sumartímann. Fyrsta dagsferðin var raunar farin í mars þegar eldgos hófst skyndilega í Geldingadölum og sú síðasta í nóvember þegar við hjóluðum um Selfoss og Hellisskóg. Við ætlum að halda þessu áfram á þessu ári. Keyra kannski 1-2 tíma eitthvert, hjóla í 3-4 tíma, fá okkur að borða, kíkja í sund og

keyra svo aftur heim. Fylgstu með okkur á Facebook, dagsferðirnar verða auglýstar þar með stuttum fyrirvara. Veður skiptir þar mestu máli því við viljum hafa skaplegt veður, helst sól og meðvind allan tímann. Þú getur meira að segja haft áhrif, hver sem er getur skellt inn hugmynd á umræðuhópinn. Við mætum á bílum og með hjólagrindur. Þetta voru ferðirnar á síðasta ári:

18


Mars 2021 Eldgosið í Geldingadölum. Covid var í uppsveiflu, og því bárum við grímur í bílnum. Hjóluðum frá Ísólfsskálabrekku, inn í Nátthaga og gengum þaðan upp á Borgarfjall og áfram yfir í Geldingadali. Þá var kominn kaðall sem hjálpaði helling við uppgönguna,

en var kannski ekki svo heppilegur með tilliti til sóttvarna. Hjólaleiðin var létt en gönguferðin töluvert erfiðari. En uppskeran, maður lifandi. Myndir í opnu: Hrönn Harðardóttir og Mona Guttormssen.

19


Maí 2021 Aftur gosið í Geldingadölum, en nú hjólað frá Grindavík um slóða og vegleysur til að fá meira hjólerí út úr deginum. Hrönn, sérdeilis áhugamaður um eldgos sá um þessar ferðir. Myndir í opnu: Hrönn Harðardóttir og Auður Jóhannsdóttir.

20


21


Júní 2021 Árni hjólafærnimeistari skipulagði 70 km hring, þar sem hjólað var yfir allar helstu göngu- og hjólabrýr á höfuðborgarsvæðinu, 21 talsins. Myndir í opnu: Hrönn Harðardóttir og Anna Magnúsdóttir

22


Júlí 2021 Nú, hvurslags. Engin dagsferð þennan mánuðinn. Kannski af því allir flúðu höfuðborgina og fóru austur eða norður á land í veðurblíðuna þar. Ágúst 2021 Engidalur. Örn, reynslubolti í okkar röðum hefur oft hjólað og gengið inn í Engidal. Lögðum bílunum við Hellisvirkjun og hjóluðum þaðan inn í Engidal. Leiðin er ekki löng en torfær á köflum. En ákaflega fallegt í bakgarði höfuðborgarinnar.

23


hjóluðum við frá Keflavíkurvegi. Þetta svæði mætti gera aðgengilegra fyrir almenning, hvílík náttúrufegurð steinsnar frá byggð. Á meðan við vorum á Höskuldarvöllum varð jarðskjálfti þar upp á 3.1 á Richter skalanum. Við fundum ekki fyrir honum. Samt varð hann nánast undir fótum okkar. Við vorum í nestispásu, sátum uppi við borholu sem hefur væntanlega setið á manngerðum „púða“ til að minnka líkur á að rör brystu ef það kæmi jarðskjálfti. Myndir í opnu: Hrönn Harðardóttir.

Október 2021 Einhver skjálftavirkni gerði vart við sig á Höskuldarvöllum, líkur jukust á eldgosi þar og því ákváðum við að fara og skoða svæðið áður en það hyrfi undir hraun. Akvegurinn er skelfilegur, einungis fær jepplingum og þaðan öflugri bílum og því

24


Nóvember 2021 Hellisskógur er leynd perla hinu megin við brúna á Selfoss. Þangað hjóluðum við, kíktum á hellinn sem er í miðjum skóginum, aftur til baka og skoðuðum einstaklega vel heppnaðan miðbæ Selfoss. Fengum okkur að borða, skruppum í sund og svo var haldið heim á leið.

25


Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna

Reiðhjól - rannsóknir og reynsla Velo City ráðstefnan 2021 fór fram í Lissabon í september s.l. Höfundur fór á ráðstefnuna ásamt tveimur öðrum íslendingum, Sesselju Traustadóttir frá Hjóla­f ærni og Katrínu Halldórsdóttur frá Vega­g erðinni. Ráðstefnan er án efa stærsta ráð­stefnan um hjólreiðar í heiminum og er skipulögð af Evrópusamtökum hjól­reiðamanna ECF, sem Landssamtök hjól­reiðamanna eiga aðild að. Hún er haldin í mismunandi borgum og verður næst 14.-17. júní í Ljubljana í Slóveníu[1]. Á ráðstefnunni er fjallað um allt sem viðkemur hjólreiðum bæði niðurstöður strangra vísinda og reynsluvísinda alstaðar úr heiminum. Í mörgum vísindagreinum hefur verið sýnt fram á félagslega, heilsufarslega, efna­ hagslega og umhverfislega kosti hjólreiða fyrir samfélagið. Ótvíræðir kostir fylgja auknum hjólreiðum þar sem mannvirki fyrir hjól­reiðar eru tiltölulega ódýr í samanburði við flesta aðra samgöngukosti og þau hafa langa endingu ef þau eru rétt byggð í upphafi. Hjól­reiðar hafa jákvæð heilsuáhrif, þær draga úr umferðartöfum í þéttbýli og hlutfallslega færri slys verða þar sem bílar og og virkir

vegfarendum lenda saman þegar virkir vegfarendur eru sýnilegri í umferðinni með auknum fjölda gangandi og hjólandi. Auk þess leiða þær til bættra lífsgæða í þéttbýli með því að draga úr umferð bíla. Þegar umhverfið er hannað með þarfir allra vegfarenda í huga en ekki bara bílstjóra verður umhverfið í borgum meira aðlaðandi og vistlegra. Tengsl íbúa við nágrennið verður betra, þar þrífst meiri þjónusta og minni þörf verður fyrir lengri ferðir. Aukin hlutdeild hjólreiða dregur líka úr loftmengun í borgum og gróður­ húsaáhrifum samgangna. Hjólreiðar draga úr orku­notkun, hávaða frá umferð og þær nýta takmarkað pláss í borgum betur en flestir aðrir samgöngumátar. Í vísindagreinum hefur líka verið bent á nokkra ókosti sem geta fylgt hjólreiðum. Líkur á slysum og öryggi hjólreiða, er einna helst það sem dregið er fram í þessum greinum en einstaka greinar hafa líka bent á hættu af loftmengun ef hjólað er í menguðum borgum. Þetta er þó ekki einhlítt. Í sumum greinum hefur komið í ljós að bílstjórar í menguðum borgum fá í sig meiri loftmengun 26


en hjólreiðamenn enda eru bílstjórar staddir beint aftan við útblástursrörið í næsta bíl en oft eru hjólreiðamenn aðeins til hliðar eða jafnvel á sérstökum hjólastígum í grænna umhverfi þar sem loftmengun er minni. Nokkrar áhrifamiklar greinar hafa borið saman lífslíkur þeirra sem hjóla til vinnu við lífslíkur þeirra sem t.d. aka bíl úr og í vinnu. Í ljós hefur komið að þeir sem hjóla bæta árum við lífið og lífi við árin þar sem þeir lifa bæði lengur og hafa betri heilsu fram eftir aldri. Jákvæð áhrif hjólreiða í Danmörku og Hollandi á heilsu eru talin um 21 föld umfram áhrif af slysum og hugsanlegum áhrifum loftmengunar. Mögulega eru þessi áhrif eitthvað mismunandi eftir löndum en ef

menn fara varlega er engin ástæða til annars en að telja að þau geta verið svipuð á Íslandi. Í ljós kemur líka að þar sem best er búið að hjólreiðum er hlutfall kvenna og karla tiltölulega jafnt meðal hjólreiðamanna en þar sem illa er búið að hjólreiðum veigra konur sér við að hjóla vegna þess að þær upplifa sig óöruggar og meta hættuna af umferð of mikla. Þar verður hlutfall karlmanna mun hærra. Markmið okkar á Íslandi ætti því að vera að ná jöfnu hlutfalli kvenna og karla sem hjóla með því að bæta aðstöðu til hjólreiða og gera umhverfið aðlaðandi og öruggt. Velo City 2021 var haldin í Lissabon. Portúgal er stærsti framleiðandi reiðhjóla í Evrópu.

27


Í greinum hefur líka komið fram að klassískar ástæður fyrir að hjóla ekki, eins og vont veður, árstíðir, hitastig, úrkoma og brekkur hafa áhrif en þó mun minna en menn halda og í flestum löndum eru dæmi um hátt hlutfall hjólreiða þótt aðstæður í viðkomandi borg séu ekki hvetjandi til hjólreiða að öllu leyti. Það virðist eins og skipulag borga, fjarlægðir milli staða og aðstaða til hjólreiða hafi mun meiri áhrif en þessir klassísku þættir. Það virðist einna helst að hæðótt landslag fæli frá hjólreiðum en þar koma rafmagnsreiðhjól þó sterkt inn til að draga úr fælingarmættinum. Þrátt fyrir marga kosti hjólreiða kemur í ljós að hlutdeild hjólreiða í samgöngum er mjög misjöfn milli landa og milli borga innan landa. Enskumæland löndin Bretland, Bandaríkin, Kanada og Ástralía eru með sérstaklega lága hlutdeild hjólreiða með um 1-2% ferða farna á reiðhjóli. Þar vekur sérstaka athygli að flestar borgir í Kaliforníu og Ástralíu, sem alla jafna mundu vera talin ákjósanleg til hjólreiða með sumarveðri nánast árið um kring og slétt landslag, hafa líka svona lága hlutdeild hjólreiða. Þar ræður bílvænt skipulag væntanlega mestu, sem

skapar miklar fjarlægðir og hættulegt umhverfi fyrir hjólreiðar ásamt slæmum aðbúnaði fyrir hjólreiðar á þessum stöðum. Það vekur líka athygli að þessi lönd eru líka þau þar sem tiltölulega lítið hefur verið gert fyrir hjólreiðar, hjólreiðar eru hættulegri á hjólaðan km en í flestum löndum Evrópu, og mest áhersla er lögð á einkavarnir hjólandi með hjálmum og búnaði frekar en að skapa hjólandi öruggt umhverfi. Hlutdeild hjólreiða í ferðum í Evrópu er 10% í Þýskalandi, 18% í Danmörku og 27% í Hollandi. Það er þó talsverður munur eftir borgum í þessum löndum. Þessi lönd hafa í flestum borgum og jafnvel milli borga öruggar og hentugar leiðir fyrir hjólandi. Skipulag borganna og þéttleiki hafa greinilega mikil áhrif á hlutdeild mismunandi ferðamáta. Borgir, þar sem hjólreiðar eru þægilegasti ferðamátinn og sá fljótlegasti, er u líkleg ar til að hafa háa hlutdeild hjólreiða. Það fer þá líka saman við fjölda og staðsetningu bílastæða sem eru aðgengileg bílstjórum á miðsvæðum eða þar sem mesti fjöldi fólks ferðast til og frá vinnu og skóla. Í borgum með háa hlutdeild hjólreiða eða háa hlutdeild ferða með almenningssamgöngum eru bílastæði oft í útjaðri svæðanna og fjöldi bílastæða sem er aðgengilegur er kannski bara 20-30% af fjölda starfa á viðkomandi

Höfundur á Velo City 2021. Leiguhjólin í Lissabon er u þægileg. Hluti þeirra er u rafmagnshjól með aðstoð.

28


stað auk þess sem öll bílastæði eru með gjaldskyldu. Borgir með marga háskóla og marga nemendur eru oft borgir með háa hlut­deild hjólreiða. Þéttar háskólaborgir og háskóla­ svæði eru þau svæði sem oft hafa einna hæst hlutfall hjólreiða í viðkomandi löndum. Þannig eru til háskólasvæði í Bandaríkjunum þar sem hjólreiðar eru miklar og Cambridge og Oxford eru borgir í Bretlandi þar sem hlutdeild hjólreiða er langt umfram lands­ meðaltal. Afstaða íbúa til hjólreiða fer saman við hlutdeild hjólreiða. Afstaðan mótast af mjög mörgum þáttum en þar sem neikvæð afstaða er ríkjandi er líka minna hjólað. Þar sem afstaðan er jákvæð er oftast meira hjólað og fólk hefur jákvæðar fyrirmyndir í fjölskyldum og umhverfi sínu sem væntanlega hefur áhrif á afstöðu þeirra til hjólreiða. Í ljós hefur líka komið að sögulegar skýringar hafa mikil áhrif á hlutdeild hjólreiða. Í löndum og borgum þar sem menn hafa litið á reiðhjólið sem leikfang

Hjólastígarnir í Lissabon eru þægilegir og flestir tvístefnustígar. og æfingatæki er hlutdeildin oft lág en þar sem menn hafa lítið á reiðhjólið sem fullgilt samgöngutæki er hlutdeild hjólreiða í ferðum hærri. Greinilegt er líka að afstaða yfirvalda hefur líka haft mikið að segja fyrir þróun hjólreiða á viðkomandi svæði. Í borgum þar sem skipulagsyfirvöld hafa haldið fast við hefðbundið samgöngumynstur á fyrri hluta 20. aldar með göngu, hjólreiðum og

Í skoðunarferð á Velo City var skoðað torg í biðstöðu í Lissabon. Stólpar sem afmarka

bíllausa svæðið gefa eftir ef hjólað eða ekið er á þá.

29


Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna

Stefnumótun varðandi smáfarartæki í umferðinni Innviðarráðherra skipaði starfshóp til að kortleggja stöðu smáfarartækja í umferðinni og vinna tillögur að úrbótum, m.a. til að tryggja umferðaröryggi og bæta innviði fyrir nýjan ferðamáta. Starfshópurinn á að skila af sér tillögum fyrir 1. júní n.k. Smáfarartæki eru nú einkum rafmagnshlaupahjól sem líka eru kallaðar rafskútur. Það er er stefnt að því að sumarið 2022 liggi fyrir tillögur að breytingum á regluverki smáfarartækja, ásamt áherslum og aðgerðum um örugga notkun, búnað og umhverfi smáfarartækja hér a landi sem samræmist þessum markmiðum. Starfshópurinn á að eiga samráð við opinbera aðila og einkaaðila svo og almenning. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) hafa komið eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri við starfshópinn.

1. Aðgerðir sem starfshópurinn leggur til má ekki verða til þess að draga úr möguleikum hjólreiða t.d. með því að skerða réttindi þeirra sem nota reiðhjól, auka skyldur á þennan hóp eða leggja frekari tálmanir í vegi hjólreiða. 2. Smáfarartæki ýmiskonar eru skil­g reind í 3. grein, 30. tölulið, c. lið í umferðar­ lögum. LHM leggja eindregið til að þau verði sett undir sérstaka skilgreiningu, Smáfarartæki. Um þau geta gilt ákvæði um reiðhjól ef ef ekki er annað tekið fram um þau í umferðarlögum. 3. Rafskútur og rafreiðhjól frá leigum er illa lagt á stígum og gangstéttum um allan bæ og getur stafað hætta af þeim fyrir þá sem hjóla um stígana. LHM leggja til að settar verði reglur um lagningu leiguhjóla og að ekki megi skilja þau eftir þar sem þau eru fyrir og valdi hættu á stígum. Í framkvæmd má skilgreina margar aðgengilegar leigustöðvar með rafrænum girðingum (þar sem notast er við GPS-staðsetningar leiguhjóla) þar sem skilja verður þessi tæki eftir en ella að borga aukagjald. 4. Slysahætta af smáfarartækjum virðist einkum tengjast notkun fullorðina á leiguhjólum undir áhrifum áfengis- og vímuefna. LHM leggur til að spornað verði gegn því vandamáli með því að takmarka útleigu á hjólum á ákveðnum svæðum á ákveðnum tímum. Það er t.d. að hætta útleigu þeirra í miðborginni um helgar frá kl. 21-06.

Rafmagnshlaupahjólum frá leigu­fyrirtækjum er oft illa lagt á stígum og gang­stéttum þar sem þau geta skapað hættu fyrir þá sem hjóla.

30


5. Slysahætta virðist einnig tengjast notkun barna á rafskútum. LHM leggur til að spornað verði gegn því vandamáli með því að setja aldursmörk á notkun rafskúta í umferðarlögum. Þar mætti miða við t.d. 13 ára aldur. 6. Hraði smáfarartækja er takmarkaður við hraðann 25 km á klst. Þau hafa flesta þá eiginleika sem reiðhjól hafa í umferðinni og því leggur LHM til að í umferðarlögum gildi sömu reglur um þau og fyrir reiðhjól. Til dæmis verði umferð þeirra heimiluð á götum.

7. Það virðist algengt í tilfelli rafskúta og léttra bifhjóla í flokki I að stýringar sem takmarka hraða þeirra við 25 km á klst. hafi verið aftengdar. Hafa þarf skýrar reglur í löggjöfinni sem heimilar lögreglu að taka slík tæki úr umferð þar til þau hafa verið lagfærð og sekta ökumenn þeirra fyrir brot. Lögregla þarf að útvega sér búnað til að kanna hámarkshraða slíkra ökutækja í umferðinni.

Framhald: Reiðhjól - rannsóknir og reynsla almenningssamgöngum sem meginþunga samgangna, hafa ganga, hjólreiðar og almenningssamgöngur haldið stærri hlutdeild. Í mörgum þeirra var byrjað að skipuleggja fyrir bílinn um 1960 en upp úr olíukreppunni snéru menn fljótlega við blaðinu og tóku upp fyrri stefnu. Í borgum þar sem borgaryfirvöld köstuðu þessu fyrir roða og skipulögðu fyrir bílinn upp úr miðri öldinni og héldu því síðan áfram fram á þennan dag hefur bíllinn náð stærri hlutdeild og haldið henni. Reykjavík er gott dæmi um þannig borg en það er ekki fyrr en eftir 2008 sem stjórnvöld víkja raunverulega af þeirri stefnu að reyna að útrýma öðrum samgöngumátum en bílnum með meiri útþenslu borgarinnar, aukinni umferð og verri samgöngum fyrir alla nema á bíl. Vísindagreinar geta gefið góðar vís­ bendingar um hvað gæti verið líklegt til að auka hjólreiðar og virkar samgöngur. Þar má telja:

• Jákvæð hvatning þar sem stutt er við breytingu í hugarfari. • Jákvæðar fyrirmyndir, venjulegt fólk í venjulegum fötum. • Þéttari byggð frekar en dreifð. • Blönduð byggð með aðgengilegri þjónustu innan seilingar. • Öruggir stígar með sléttu yfirborði, góðri lýsingu og góðri þjónustu sumar sem vetur. • Örugg gatnamót þar sem virkir veg­far­ endur eru settir jafnfætis eða framar bílum. • Aðlaðandi umhverfi, gróðursælt og skjól. • Göng og brýr með sléttu yfirborði og góðri lýsingu og sýn í gegnum göng. • Minni umferð bíla í umhverfinu - minni loft­m engun - minni hávaði og meira öryggi. • Samfellt gatnanet en þar sem eru botn­ langar þá er samfellt net stíga úr botni þeirra með merkingum. • Þjónusta á áfangastað með upplýstum og skýldum hjólastæðum. • Samtvinnun almenningssamgangna og virkra samgangna. [1] https://www.velo-city2022.com/en/ 31


Hrönn Harðardóttir

Klúbbhúsið málað, aftur og aftur Þegar ein beljan... Klúbbhúsið okkar í Vesturbæ stendur alveg við gangstétt á hornlóð. Og er greinilega ekki heimili. Fyrir vikið verðum við leiðinlega mikið fyrir barðinu á veggjakroturum. Eftir mörg lög af yfirmálun í mismunandi litatónum var kominn tími á að mála allt húsið og biðum við eftir vorinu til að geta framkvæmt það. Fyrir vikið var húsið orðið æði sjoppulegt og útúrkrotað af ja, ætli það sé ekki helst unga fólkið og þá í yngri kantinum, sem ferðast um á reiðhjólum og rafmagnshlaupahjólum

og eru enga stund að koma sér í burtu ef til þeirra sést. Ég sé ekki alveg fyrir mér jakkafataklæddan forstjóra stunda þessa iðju. Eða iðna húsmóður í Vesturbænum. Svo við þessu er ekkert að gera, eða jú, það eru náttúrulega ýmsar leiðir færar. Í fyrsta lagi, mála húsið abstrakt með 100 litum. Efast um að nágrannarnir yrðu hrifnir af því. Í öðru lagi, fá listamann til að mála mynd á einn eða fleiri veggi. Því miður er líka krotað yfir þess háttar myndir og þá þarf að viðhalda listaverkinu, svo við ákváðum að hafa húsið

32


áfram einlitt, í stöðluðum lit, pósthúsrauðu. Reyna að vera duglegri að mála yfir, finna heppilega daga að vetrarlagi þar sem hægt er að mála. Húsið sjálft er það hátt, að það þarf vinnupalla til að ná upp í rjáfur. Liturinn dofnar með árunum og því verða óhjákvæmilega skil. Spurning að mála feik kannt í 3ja metra hæð og vona að krassarar haldi sig þar fyrir neðan. Núna er allt húsið málað frá gangstétt að þaki og vonandi náum við að halda því fallegu um ókomna tíð. Neðst til hægri sést hvernig húsið var í niðurníðslu þegar við tókum við því 1999 og þá var það rétt fokhelt að innan. Myndir: Hrönn Harðardóttir og Páll Guðjónsson tók gömlu myndina 1999.

33


Ómar Smári Kristinsson

Vestfjarðaleiðin - Cycling Westfjords Nú eru Vestfirðirnir komnir í tísku. Lonely Planet var að velja þá sem einn af girnilegustu áfangastöðum í heimi, árið 2022. Árið 2020 varð til svokölluð Vestfjarðaleið í kjölfar þess að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Þetta er skilgreind ferðamannaleið sem ferðaþjónustan á Vestfjörðum hefur unnið að með Vestfjarðastofu í fararbroddi. Það er ekki síst hjólreiðaferðamennskan sem er í sviðsljósinu. Nú þegar er búið að uppgötva svæðið sem vettvang fyrir hetjulegar keppnir. Vesturgatan er löngu orðin þekkt en fyrir skemmstu er Skutulsfjörður kominn á kortið hjá Enduro-fólki. Um þá blómlegu starfsemi má lesa í síðasta hefti Hjólhestsins. Nýlega voru heimskunnir hjólreiðamenn á ferðinni um Vestfirði og heilluðust af þeim og létu það álit sitt rækilega í ljós á miðlum sínum. Þekktastur þeirra er Bandaríkjamaðurinn Chris Burkard. Hann er ævintýramaður

sem tekur ljósmyndir og kvikmyndir og er talsmaður umhverfisvænna ferðamáta og spennandi náttúr uupplifanna. Lael Wilcox er meðal þekktustu og sigursælustu keppnis­­manneskjum heims. Þau, ásamt þremur félögum, hjóluðu Vestfjarðaleiðina í septemberbyrjun 2021. Afraksturinn er heil ósköp af ferðalýsingum í orðum og ljósmyndum auk kvikmyndar. Önnur kvik­ mynd um hjólreiðar á Vestfjörðum er nýkomin út. Hún er um ferðalag hjólreiðakonunnar Jenny Graham um kjálkann. Halldóra Björk Norðdahl heitir kona ein á Ísafirði. Hún er á réttum stað og réttri stund, svo að halda mætti að þessi vestfirska hjólaþróun öll hafi verið hönnuð með hana í huga. Hún útskrifaðist nýlega frá ferðamálabrautinni á Hólum. Loka­ verkefnið hennar þar fjallaði um upplifun reiðhjóla­ferðamanna á Vestfjörðum. Líkt og 34


hún sjálf, heilluðust viðmælendur hennar af Vestfjörðum sem stað til að hjóla á, þrátt fyrir - og líka vegna - erfiðra vega og veðurs. Halldóru fannst að sem flestir ættu að fá að kynnast svæðinu sem áfangastað fyrir hjólreiðar. Hún fór að setja saman hugmyndir. Svo kom Vestfjarðaleiðin til sögunnar. Halldóra hjólaði með manni sínum um Jakobsveginn á Spáni um þetta sama leyti. Sú ferð ýtti undir hugmyndaflugið. Verkefnið fór að taka á sig mynd. S vo n a e r ve r ke f n i ð : Boðið er upp á þrjár mis­ erfiðar Vestfjarða­leiðir fyrir hjólreiðafólk. Þær eru hring­ leiðir um Vestfirði og Dali, líkt og Vestfjarðaleiðin sem vestfirsku ferðaþjónarnir skil­greindu, nema að þessar leiðir eru hannaðar með hjólreiðafólk í huga. Það má segja að um áskorun eða leik sé að ræða. Fólk þarf að skrá sig til leiks og borga vissa þóknun, eitthvað nálægt 15.000 krónum (skrifað í landi verðbólgu snemma árs 2022). Þau sem ljúka við sína áskorun fá viðurkenningarskjal og nafn þeirra birtist á heimasíðu verkefnisins. Það er hvati

sem notaður er til að trekkja fólk til leiks. Þátttakendur fá auk þess pakka í ferðanesti; eitthvað gott að maula á leiðinni, sérhannað hjólakort af svæðinu og gagnlega létta gripi. Auk þess fá hjólararnir sérstök kjör hjá ýmsum ferðaþjónum á svæðinu og ráð og aðstoð frá aðstandendum verkefnisins og bandamönnum þeirra. Hjólararnir ferðast með Cycling Westfjords-merki, þannig að þeir þekkist. Þetta er ekki keppni að öðru leyti en því að fólk þarf að ljúka við hringinn til að öðlast sína viðurkenningu. Hversu langan tíma það tekur skiptir engu máli. Enginn er að reka á eftir – það er best að hafa fólk sem lengst á svæðinu svo það geti notið sérstöðu þess og eytt peningunum sínum þar. Þátttakendur þurfa bara að muna eftir að taka ljósmyndir á vissum stöðum til að sanna að þeir hafi verið þar. GPS-ferlar eru einnig æskilegir, án þess að vera skilyrði. Kynningarkort af Vestfjarðaleiðinni af vef Vestfjarðastofu: www.vestfirdir.is Fyrir ofan sést merki verkefnisins.

35


Þetta eru leiðirnar, þær þurfa ekki að vera nákvæmlega svona. Markmiðið er að safna

visst mörgum stigum til að verða Smyrill, Fálki eða Örn.

Hringleiðirnar sem fólki stendur til boða geta verið mismunandi – fólk þarf að ná visst mörgum stigum til að fá sína viðurkenningu. En til að gefa hugmynd um hversu langar og krefjandi þær eru, þá eru hér lýsingar með dæmigerðri lengd og hækkun leiðanna þriggja: Smyrill. Þetta er auðveldasta leiðin. Hún fylgir akvegum að öllu leyti, þ.á m. göngunum. Göngin spara brattar og erfiðar leiðir yfir heiðar. Hlutfall bundins slitlags er hærra á smyrils-leiðinni en á hinum tveimur. Það skyldi samt enginn ætla að þetta sé einhver hægðar­ leikur; samtals er leiðin heilir 809 km að lengd og uppsöfnuð hækkun er 11.300 metrar. Fálki. Þessi leið er bæði leng ri og erfiðari en Smyrillinn. Í staðinn fyrir að hjóla Dýrafjarðargöngin þurfa fálkarnir að paufast yfir Hrafnseyrarheiðina. Þeim er einnig gert að fara lengri leiðir, svo sem að fara fyrir Mjóafjörð í Djúpi í stað þess að þvera fjörðinn á brúnni og að hjóla Gilsfjörð. Enn meira munar um að taka auka hring­ leið í Kaldrananeshreppi með viðkomu á Drangsnesi. Eins lengist leiðin og hlutfall malarvega ríflega við að hjóla Fellsströnd og Skarðsströnd. Í heild sinni er fálka-hringleiðin 1.044 km löng og uppsafnaða hækkunin er 14.830 metrar. Örn. Þessi leið er fullorðins, eins og sagt er. Fálkar og Smyrlar fylgja akvegum. Það er tæpast hægt að segja að það eigi við um Ernina í öllum tilvikum. Þeir fara gamlar

leiðir sem leystar hafa verið af hólmi með nýjum. Sumar þeirra eru orðnar illfærar eða ófærar vélknúnum farartækjum, svo sem Þing­ manna­heiði, leiðin milli Langadals og Þorska­ fjarðar­heiðar og vegurinn yfir Breiða­dalsheiði. Framhaldið af síðastnefndum er jafnvel enn erfiðara, en það er línuvegur sem liggur frá Botns­­heiði yfir í Syðridal hjá Bolungarvík. Á sumum stöðum þurfa Ernir að vaða óbrúaðar ár og læki. Þannig er það á Svalvogahringnum (Vesturgötunni / leiðinni fyrir nes) og í Hauka­­ dalsskarði í Dölum. Leiðin er alls 1.200 km að lengd og uppsöfnuð hækkun er 19.400 metrar. Leiðirnar sem dregnar eru á kortin hér að ofan eru meira til viðmiðunar en að þær séu ófrávíkjanlegur sannleikur. Leikurinn gengur, sem fyrr segir, út á að safna stigum. Fólk fær visst mörg stig fyrir að mæta á ákveðna staði og sanna það með ljósmynd. Staðirnir gefa mismörg stig eftir því hve erfiðir þeir eru viðureignar. Þéttbýlisstaðirnir gefa auk þess mörg stig. Það er gert til að tryggja íbúum þar góða gesti (viðskiptavini). Dæmi um mis­ munandi stigagjöf eru Vestfirsku Alparnir, milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Smyrlarnir fá ekkert stig fyrir að fara göngin, Fálkarnir fá 20 stig fyrir að hjóla yfir Hrafnseyrarheiði en Ernirnir raka inn 30 stigum fyrir að fara fyrir nes (Svalvogahringinn). Allir fá svo sín 30 stig hver þegar þeir koma til Þingeyrar. Ernir og Fálkar fá 10 stig hvor fyrir að hjóla inn í botn Dýrafjarðar og svo aftur í Önundarfirði en 36


Fremst í greininni sést kort í vinnslu og hér fyrir ofan er nærmynd af því. Á kortinu eru upplýsingar um þjónustuna á svæðinu og vegakerfið; bratta, umferðarþunga og tegund vega. Svörtu punktarnir tákna staðina sem fólk á að stoppa á og taka myndir af og hversu

mörg stig þeir gefa. Þar sem eru hvítir rammar utan um staðarheiti eru sérkjör í boði fyrir þátttakendur. Útsjónar­samir ferðalangar geta sparað sér allt þátttöku­g jaldið ef þeir eru duglegir við að nýta sér afslættina.

Smyrlarnir halda beinustu leið yfir brýr til að komast í sín næstu 30 stig á Flateyri. Ef fólk þekkir hvorki Vestfirðina, íslenska veðrið né sjálft sig í þeim aðstæðum, getur verið ráðlegt að byrja á Smyrlinum. Ef það tekst og fólk langar í meira getur það „hækkað sig í tign“ og farið af stað aftur til að safna þeim stöðum / stigum sem upp á vantar til að verða Fálki eða Örn. Þá þarf það að skrá sig aftur til leiks. Það þarf ekki að ljúka heilum hring í einni lotu. Það má deila áskoruninni niður á nokkur skipti; jafnvel nokkur ár, án

þess að greiða nýtt startgjald. Aðeins eitt gjald er fyrir hverja áskorun með tilheyrandi viðurkenningarskjali. Hægt er að fá aðstoð aðstandenda verkefnisins til að sérhanna leið sem hentar þátttakendum. Halldóra er nú þegar búin að klæðskerasauma leiðir fyrir nokkra viðskiptavini. Stigataflan: Smyrill: 300 stig. Fálki: 450 stig. Örn: 600 stig. 37


Loks er það fjórða leiðin, einnig kennd við fugl, sem er óbreytanleg. Það er Kría. Hún er sér á parti. Hún er keppni sem haldin verður dagana 28. júní til 3. júlí 2022. Leiðin er 930 km og verður hjóluð í fjórum áföngum, sem þýðir að keppendur þurfa að fara vel yfir 200 km á dag. Þeir þjóta. Þeir eiga samt líka að fá að njóta, því næstsíðasti dagurinn er hvíldardagur auk þess sem á hverjum legg eru menningarstopp (söfn, kaffihús, laugar o.fl.) og er tímatakan stoppuð á meðan. Það má eiginlega segja að Chris Burkard hafi fært Vestfirðingum þessa keppni að skilnaði eftir að hafa hjólað hringinn með félögum sínum. Þau komust að því að þetta væri frábær keppnisleið og Chris hafði orð á því opinberlega. Eftir sátu Halldóra og félagar hennar með þann dóm og ákváðu að gera alvöru úr orðum hans. Nokkur orð að lokum um félaga Halldóru, fólkið sem hjálpaði henni að láta drauminn rætast:

Tyler Wacker er bandarískur samgöngu­ verk­fræðingur sem stundar nám við Háskóla­ setur Vestfjarða á Ísafirði. Hann var fyrsti maðurinn til að hjóla Vestfjarðaleiðina, í þ.m. eftir að hún varð skilgreind sem slík. Þeirri rann­sóknar­­vinnu miðlaði hann til Burkhards og félaga. Tyler á þannig sinn þátt í því að gera Vestfirði heimsfræga í hjóla­kreðsunni. Hann greip hugmyndina um keppnina á lofti og hefur verið ötull við að skipuleggja hana. Hann hefur verið öllum duglegri við að fylla heima­síðu verkefnisins af upplýsingum og inni­haldi í samstarfi við sam­nemanda sinn úr háskólasetrinu, Lynnee Jacks og Ingvar Ómars­son sem allir íslenskir unnendur hjól­ reiða­­sports þekkja að góðu. Tyler hefur sinnt hjóla­viðgerðum á Ísafirði frá því hann mætti á svæðið og er með hugmyndir um varanlegt verk­stæði. Nánar má lesa um kappann í síðasta hefti Hjólhestsins, þar sem hann lýsir seinni hluta hjólaferðalags síns frá San Francisco til Ísafjarðar.

Ómar Smári Kristinsson og Halldóra Björk Norðdahl uppi á Hestakleifarfjalli, milli Botnsheiðar og Bolungarvíkur, að rökræða

hvernig best sé að merkja leiðina þar yfir fyrir Ernina. Ljósmynd: Kristinn Jónsson. 38


Auk Tylers hefur Nanný Arna Guðmunds­ dóttir verið duglegust að hjálpa Halldóru við að finna fjármagn til verkefnisins. Nanný er flink í þeim geira, enda rekur hún ferða­ þjónustu­­fyrirtækið Borea Adventures með manni sínum. Meðal þess sem það fyrirtæki býður upp á er reiðhjólaleiga. Nanný er hjólreiða­kona mikil. Loks er það ég, höfundur þessarar greinar. Ég hannaði lógóið og er að teikna kort og fleira. Ég hef verið nokkurs konar klappstýra og hef miðlað af reynslu minni um slóðana utan alfaraleiðarinnar.

Cycling Westfjords-teymið: Dóra, Smári, Nanný og Tyler. Myndirnar eru á heimasíðu verkefnisins, www.cyclingvestfjords.com.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkti Cycling Westfjords.

8. júní 2021. Tyler Wacker er hér rétt norðan við Búðardal, hálfnaður með Vest­f jarða­ leiðina. Ómar Smári Kristinsson tók myndina. Hann var á leið í Hjólabókaverkefni þegar hann mætti Tyler.

Smyrill, Fálki og Örn fara stundum sömu leiðir og stundum ekki. Allir koma þeir við í þorpum og bæjum. Ljósmynd: Ómar Smári Kristinsson.

39


4.-24. maí

NOTUM VIRKAN

FERÐAMÁTA

Vertu með!

Skráning og upplýsingar á hjoladivinnuna.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.