Hjólhesturinn 30. árg. 1. tbl. mars. 2021

Page 8

Takið þátt í starfinu Klúbburinn rekur sig ekki sjálfur en þegar margir leggja hönd á plóg verður þetta allt auðveldara og skemmtilegra. Ertu með hugmynd að nýju verkefni eða viltu taka við og leiða hefðbundin verkefni klúbbsins? Saman búum við yfir mikilli reynslu og erum til í að prófa nýja hluti. Það er enginn starfsmaður á launum til að vinna verkin svo okkur vantar ekki bara hugmyndir heldur líka fólk til að framkvæma þær. Endilega hafið samband ef þið eruð með tillögur eða viljið koma inn í starfið með virkum hætti. Við erum grasrótarsamtök og ekki mikið fyrir að flækja hlutina fyrir okkur.

Fylgist með Við er um með viðburðaalmanak á heima­­­síðunni þar sem við skráum viðburði í klúbbhúsinu, hjólaferðir á höfuð­­borgar­ svæðinu, lengri ferðalög og einnig áhugaverða viðburði skipulagða af öðrum en okkur. Við sendum einnig fréttapósta á póst­ listann okkar þegar eitthvað er á döfinni, endilega skráið ykkur á hann á forsíðu heima­ síðunnar, fjallahjolaklubburinn.is. Einnig er gott að „líka við“ Facebook síðu klúbbsins fyrir minni tilkynningar og einnig er spjall­grúppa á Facebook með nafni klúbbsins þar sem félagsmenn mega spyrja og spjalla um allt milli himins og jarðar.

8


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.