Jólatónleikar Söngfjelagsins 2 Sópran . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Alt . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Tenór . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Bassi . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Gestir og stjórnandi 4 Kyrie . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Helgiljóð . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Oy hodyt son kolo vikon . . . . . . . . 7 Þú plataðir mig . . . . . . . . . . . . 8 Leijoo loi lae loi 11 Hymn to Freedom . . . . . . . . . . . 11 Heima . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 Þökk sé þessu lífi . . . . . . . . . . . 12 Sei . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Tutira mai 13 Fávís draumur um frið . . . . . . . . . 14 Himinn yfir . . . . . . . . . . . . . . 15 Ong namo guru dev . . . . . . . . . . 16 Verði fegurð, ást og friður / Thula sizwe 17 SÖNGFJELAGIÐ Undir friðarsól - Jólatónleikar í Langholtskirkju 11. desember 2022
        Jólatónleikar Söngfjelagsins eru árviss viðburður á aðventunni; óhefðbundin og glæsileg veisla fyrir eyru jafnt sem augu . Söngfjelagið leggur metnað sinn í að kynna tónlist frá ýmsum heimshornum og syngja hana á frummálinu eða í vönduðum þýðingum með aðstoð innlendra og erlendra listamanna . Þema tónleikanna í ár er bæn okkar allra um frið á jörðu eins og fram kemur í yfirskrift tónleikanna „Undir friðarsól“. Það er bein vísun í Helgiljóð sem Olga Guðrún Árnadóttir samdi fyrir Söngfjelagið árið 2016 Það er föst hefð að á hverju ári frumflytur kórinn jólalag sem samið hefur verið sérstaklega fyrir hann Í ár verður frumflutt nýtt jólalag eftir hinn landskunna söngfjelaga Hjörleif Hjartarson og er það fimmta jólalagið sem Hjörleifur semur fyrir kórinn
          Kórstjóri er Hilmar Örn Agnarsson, listræna ráðgjöf veitti finnski kórstjórinn Sanna Valvanne og hljómsveitarstjóri er Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir . Píanóleikari á æfingum og aðstoðarkórstjóri er Iveta Licha .
          
    JÓLATÓNLEIKAR SÖNGFJELAGSINS
        Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Ásdís P. Blöndal, Ásta Ólafsdóttir, Berglind Sigurðardóttir, Björg Vilhjálmsdóttir, Edda Jónsdóttir, Erla Karlsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Guðrún Bachmann, Helga Kristín Haraldsdóttir, Hlíf Böðvarsdóttir, Iðunn Thors, Ingibjörg Brynjarsdóttir, Kamilla Alfreðsdóttir, Klara Hjálmtýsdóttir, Kolbrún Hjálmtýsdóttir, Margrét Blöndal, Sigrún Steingrímsdóttir, Stefanía Stefánsdóttir, Unnur Carlsdóttir, Valgerður Benediktsdóttir
          ALT
          Birna Sigrún Hallsdóttir, Dagný Hængsdóttir, Elínborg Ragnarsdóttir, Emma Laigle, Fríða Bjarney Jónsdóttir, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Hulda Kolbrún Guðjónsdóttir, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, Lára Guðrún Agnarsdóttir, Lilja Steingrímsdóttir, Margrét Sveinbjörnsdóttir, Nína Björk Jónsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Sigríður Zoega, Sigrún Björnsdóttir, Sæunn Þorsteinsdóttir, Tanya Sleiman, Þorgerður Aðalgeirsdóttir, Þóra Másdóttir, Þórdís Tómasdóttir
          TENÓR
          Björn Gunnarsson, Eggert Jóhannsson, Eyjólfur Már Sigurðsson, Frosti Friðriksson, Hjörleifur Hjartarson, Jón Björnsson, Trausti Valdimarsson, Þórarinn Jónsson
          BASSI Árni Möller, Gunnar Stefánsson, Hjálmar Sveinsson, Jakob Falur Garðarsson, Jón Karl Helgason, Kristján Sigurðsson, Magnús Valur Pálsson, Pétur Ástvaldsson, Zophonías Oddur Jónsson, Þorkell Logi Steinsson, Þorsteinn Geirharðsson
          SÓPRAN
        GESTIR
          Alexandra Chernyshova sópran
          Andri Freyr Hilmarsson gítar
          Arnmundur Ernst Backman söngur og gítar Birgir Bragason kontrabassi
          Erik Quick slagverk Kjartan Valdemarsson píanó Margrét Kristín Blöndal söngur
          Natasha S ljóðalestur Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir fiðla og básúna Snorri Helgason gítar
          Valmar Väljaots fiðla og harmonikka Iveta Licha píanóleikari á æfingum og aðstoðarkórstjóri
          STJÓRNANDI
          Hilmar Örn Agnarsson
          Sérstakar þakkir: Sanna Valvanne, Háteigsskóli, Seltjarnarneskirkja
          GESTIR OG STJÓRNANDI
        GÖMUL SÖGN
          Jólalag Söngfjelagsins 2020–2021
          Lag: Hjörleifur Hjartarson og Ásgeir Ásgeirsson Ljóð: Hjörleifur Hjartarson Úts.: Einar Jónsson og Ásgeir Ásgeirsson
          Er dvelur jörð í dimmum vetrarskugga og djúpri þögn Þá gegnum hugann gengur tíðum aftur ein gömul sögn, um lítið barn sem borið var í heiminn um blakka nótt og móður þess sem lágt í lambhúskofa tók léttasótt .
          En þessi saga er sögð var fyrir löngu og sögð er enn hún fjallar á sinn undarlega máta um alla menn . Hún geymir þúsund ára veikar vonir um vörn og hlíf og bæn til handa börnum allra tíma um betra líf .
          Hún gerist endurtekið allar nætur um allan heim . Það fæðast börn, og fyrirheit og vonir æ fylgja þeim Er tilgangslaust menn takast á og stríða um trú og sið hvert lítið barn mun boða mikinn fögnuð og bæn um frið
          KYRIE Miskunnarbæn frá rétttrúnaðarkirkjunni í Úkraínu
        Jólalag Söngfjelagsins 2016, tileinkað
          Haraldsdóttur
          Lag og ljóð: Olga Guðrún Árnadóttir Úts.: Hróðmar I. Sigurbjörnsson
          Ilmur í húsi, af gjöfum gnótt, glaðir söngvar hljóma, hátíð fer að höndum skjótt, henni skal fagnað með sóma
          Veit þá í heimi þér enginn af, einni í þínum hörmum, sem velkist yfir viðsjált haf með varnarlaust barn þitt í örmum?
          Ó, systir mín kæra, ég sorg þína finn, hún sækir mér að hvörmum .
          Nú læt ég, María, á kertinu mínu ljósið skína bjart svo landi náirðu og komist til mín gegnum myrkrið svart .
          Ég legg á borðið og bý um rúmið, blítt þér veiti skjól svo barnið fái að vakna að morgni undir friðarsól .
          Komin er hátíðar heilög stund, hennar þýði rómur kallar oss á kærleiksfund, kliðandi er bjöllunnar ómur
          Grátur þinn, systir, á grimmri slóð geymir sama kjarna: heimsins mesta helgiljóð er hjartsláttur mannanna barna .
          HELGILJÓÐ
        Ingibjörgu
        Oy khodyt’ son, kolo vikon . A drimota kolo plota . Pytayetsya son drimoty: De zh my budem nochuvaty?
          De khaton’ka teplesen’ka, De dytynka malesen’ka, Tudy pidem nochuvaty I dytynku kolysaty
          Tam budem spochyvaty, I dytynku prysypl’yaty: Spaty, spaty, sokol’yatko, Spaty, spaty, holubyatko .
          Íslensk endursögn: Draumurinn á leið framhjá glugganum, svefninn gengur meðfram garðinum . Draumurinn spyr svefninn: „Hvar viltu næðis njóta?“
          „Þar sem kotið er hlýtt og hvítvoðungurinn smár, þangað förum við og ruggum honum í svefn .
          Þar njótum við næðis og syngjum yfir vöggunni: Sofðu, sofðu, litli fálki, sofðu, sofðu, dúfan smá
          OY
        Þjóðlag
        HODYT SON KOLO VIKON
        frá Úkraínu
        
              
              
            
            ÞÚ PLATAÐIR MIG
          (Ty Zh Mene Pidmanula, Pidvela) Þjóðlag frá Úkraínu Íslenskur texti: Hjörleifur Hjartarson
          Hann: Á mánudaginn mér þú hést að mæta, og sagðist til í flest en síðan ekkert sýndir þig, þú plataðir og píndir mig
          Svei, þú hefur svindlað á mér svo að ég er alveg frá mér Það er ekki hollt fyrir ungan mann Þú ert að gera mig geðveikan .
          Hún: Það segirðu satt ég plataði þig, það segirðu satt ég píndi ég þig . Það er ekki hollt fyrir ungan mann, ég er að gera þig geðveikan .
          Hann: Á þriðjudaginn þú bauðst mér 40 kossa í faðmi þér en síðan ekkert sýndir þig, þú plataðir og píndir mig . Svei, þú hefur …
          Hún: Það segirðu satt …
          Hann: Á miðvikudaginn mæltir þú við myndum sækja saman kú en síðan ekkert sýndir þig, þú plataðir og píndir mig Svei, þú hefur …
          Hún: Það segirðu satt …
          Hann:
          Á fimmtudag var vilji þinn að koma með á konsertinn en síðan ekkert sýndir þig, þú plataðir og píndir mig Svei, þú hefur …
          Hún: Það segirðu satt …
          Hann: Á föstudaginn æ og ó þú ætlaðir með í berjamó en síðan ekkert sýndir þig, þú plataðir og píndir mig . Svei, þú hefur …
          Hún: Það segirðu satt …
          Hann: Á laugardag þú lofaðir mér að leiða mig við arma þér en síðan ekkert sýndir þig, þú plataðir og píndir mig . Svei, þú hefur …
          Hún: Það segirðu satt …
          Hann: Á sunnudaginn sögðumst við saman ætla í brúðkaupið en síðan þú ekkert sýndir þig, þú plataðir og píndir mig Svei, þú hefur …
          Hún: Það segirðu satt …
          Þjóðlag frá Úkraínu Úts.: Mykola Leontovych
          Shchedryk, shchedryk, shchedrivochka, Pryletila lastivochka, Stala sobi shchebetaty, Hospodaria vyklykaty: Vyidy, vyidy, hospodariu, Podyvysia na kosharu, Tam ovechky pokotylys, A yahnychky narodylys V tebe tovar ves khoroshyi, Budesh maty mirku hroshei, V tebe zhinka chornobrova, Khoch ne hroshi, to polova . V tebe zhinka chornobrova .
          Íslensk endursögn:
          Gjöfula nótt, gjöfula nótt, nýárssöngur: Lítil svala flaug inn í kotið og vakti húsbóndann með sönglandi tísti:
          „Komdu út, komdu út, bóndi góður, vitjaðu fjárhúsanna, þar eru ærnar bornar og lömbin komin á stjá . Búfénaður þinn dafnar, þú kemst í álnir þegar þú selur gripina Þú átt fagra dökkbrýnda eiginkonu og þroskað kornið á akrinum gefur vel í aðra hönd Þú átt fagra dökkbrýnda eiginkonu ”
          SHCHEDRYK
        
              
              
            
            LEIJOO LOI LAE LOI
          Samískur friðaróður til náttúru og manns Úts.: Sanna Valvanne
          HYMN TO FREEDOM
          Söngur friðarhreyfingar Martins Luther King Lag: Oscar Peterson Ljóð: Harriette Hamilton
          When every heart joins every heart and together yearns for liberty that’s when we’ll be free
          When every hand joins every hand and together molds our destiny that’s when we’ll be free .
          Any hour, any day, the time soon will come when men will live in dignity that’s when we’ll be free .
          When every man joins in our song and together singing harmony that’s when we’ll be free .
          HEIMA Úr bókinni Máltaka á stríðstímum eftir rússnesku skáldkonuna Natasha S. sem hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2022 Ljóð: Natasha S. Stef: Snorri Helgason
          
              
              
            
            ÞÖKK SÉ ÞESSU LÍFI
          Lag: Violeta Parra Þýðing: Þórarinn Eldjárn
          Þökk sé þessu lífi hve það var mér örlátt af því hlaut ég augun opna ég þau bæði sé og sundurgreini svart frá hinu hvíta og efst í hæðum sé ég himin þakinn stjörnum í mannhafinu manninn sem ég elska
          Þökk sé þessu lífi hve það var mér örlátt af því hlaut ég hjarta hrærist það að rótum er ég sé hvern ávöxt elur hugsun mannsins og allt sem gott er svo víðsfjarri því vonda er lít ég í þín augun undurskæru .
          Þökk sé þessu lífi hve það var mér örlátt hlaut ég af því hlátur hlaut ég einnig tregann til að greint ég gæti gleðina frá harmi þetta tvennt sem elur alla mína söngva og söngvar mínir eru ykkar söngvar, og söngvar mínir eru ykkar söngvar og söngvar allra eru sömu söngvar
          Sei, sei arúma ama Sei, ma-a na duhor do jarome La illaha illalla Muhammed dari surila
          TUTIRA MAI
          (Stöndum saman, öll sem eitt) Lag: Wiremu Te Tau Huata Ljóð: Þjóðkvæði maóría frá Nýja-Sjálandi Úts.: Sanna Valvanne
          Tūtira mai ngā iwi, tātou tātou e Tūtira mai ngā iwi, tātou tātou e Whai-a te marama-tanga, me te aroha - e ngā iwi! Ki-a ko tapa tahi, Ki-a ko-tahi rā Tātou tātou e Tā-tou tā-tou e! Hi aue hei !!! Íslensk endursögn
          Stöndum saman, öll sem eitt sameinuð, sameinuð . Stöndum saman, öll sem eitt sameinuð, sameinuð Sækjumst eftir þekkingu og kærleika hjá öðrum – öllum Samstillum huga okkar verum samstíga, sameinuð, sameinuð!
          SEI Íslömsk
        bæn og lækningasöngur frá Senegal
        
              
              
            
            FÁVÍS DRAUMUR UM FRIÐ
          Jólalag Söngfjelagsins 2022 (frumflutningur)
          Lag og ljóð: Hjörleifur Hjartarson Úts.: Haraldur V. Sveinbjörnsson
          Mig dreymir um betri og blíðari heim sem börnin sín elskar og hlúir að þeim . Um heim sem er laus við hungur og stríð og ber í sér vonina um bjartari tíð
          Mig dreymir um veröld án vopna og stríðs sem vakin af hrópum hins þrúgaða lýðs af bróðerni deilir, umhyggju og ást af ómældum gæðum til þeirra sem þjást
          Ég veit að í alheimi er engin sú þjóð sem ala vill börn sín við hatur og blóð . Þau hýsa þá von sem hjartanu er næst og hvar sem er von geta vonirnar ræst .
          Ég er kannski fávís, en veit ég á von, því víst er að hver sem á dóttur og son á fávísan draum um frið handa þeim og frjálsan og blíðan og réttlátan heim .
          
              
              
            
            HIMINN YFIR
          Jólalag Söngfjelagsins 2017
          Lag: Daníel Þorsteinsson
          Ljóð: Stefán frá Hvítadal
          Sólin blessuð sígur rauð til viðar glóa á lofti gullin ský, grátklökk áin niðar
          Haustið nálgast, hríð og vetrar rosinn, senn er ekki sólar von, senn er áin frosin
          Lóan horfin lokið söngvafulli, rökkvar hér, en suðræn sól sveipar hana gulli . Ógnar myrkrið oss á norðurströndum, innra grætur óðfús þrá eftir suðurlöndum .
          Eigum vér þá aðeins myrkar nætur, enga þrá né innri hvíld, engra rauna bætur?
          Himinn yfir, huggast þú, sem grætur . Stjörnur tindra, geislar guðs, gegnum vetrarnætur .
          Vetrarnóttin varla mun oss saka, fyrst að ljósin ofan að yfir mönnum vaka
          
              
              
            
            ONG NAMO GURU DEV Indversk mantra
          Ong namo guru dev namo
          .
          Ég hneigi mig fyrir andlega kennaranum innra með mér .
          ACROSS THE UNIVERSE
          Lag og ljóð: John Lennon og Paul McCartney Úts.: Haraldur V. Sveinbjörnsson
          Words are flowing out like endless rain into a paper cup
          They slither wildly as they slip away across the universe
          Pools of sorrow, waves of joy are drifting through my opened mind
          Possessing and caressing me
          Jai guru deva, om-m-m-m
          Nothing’s gonna change my world…
          Images of broken light which dance before me like a million eyes
          They call me on and on across the universe Thoughts meander like a restless wind inside a letterbox
          They tumble blindly as they make their way across the universe Jai guru deva, om-m-m-m
          Nothing’s gonna change my world…
          Sounds of laughter shades of life are ringing Through my open ears inciting and inviting me
          Limitless undying love which shines around me like a million suns
          It calls me on and on across the universe Jai guru deva, om-m-m-m
          Nothing’s gonna change my world…
          
              
              
            
            VERÐI FEGURÐ, ÁST OG
          FRIÐUR / THULA SIZWE
          (Hope for Resolution)
          Suður-afrískur friðarsöngur frumfluttur fyrir Nelson Mandela og F.W. de Klerk 1998 Evrópskur sálmur frá 4. öld og afrískt þjóðlag Úts.: Paul Caldwell og Sean Ivory Íslenskur texti: Hjörleifur Hjartarson
          Verði fegurð, ást og friður Fæðist von um allan heim Sátt og eining meðal manna megi lífið færa þeim Alltaf rísi annar dagur öðrum betri og víki stríð eilíflega, alla tíð .
          THULA SIZWE
          Thula sizwe, ungabokhala, uJehovah wakho uzokunqobela .
          Íslensk endursögn
          Þjóð mín, gráttu ekki Drottinn verndar okkur . Við öðlumst frelsi . Drottinn verndar okkur .