landvist

Page 1

BORGHILDUR ÓSKARSDÓTTIR

LANDVIST sýning og saga í stóra-klofa On Land, exhibition and narrativeLANDVIST sýning og saga í stóra-klofa On Land, exhibition and narrative


Landvist Sýning og saga í Stóra-Klofa 2020 © Borghildur Óskarsdóttir http://borghildur.com Hönnun og megintexti: Borghildur Óskarsdóttir Útlit og aðstoð: Björg Vilhjálmsdóttir, www.bjorgvilhjalms.is Prófarkalestur: Guðrún Óskarsdóttir Ensk þýðing: Anna Yates (nema annað sé tekið fram) Prentun: Prentmet Oddi Pappír: Munken Polar 120g innsíður, 300g kápa Letur í meginmáli: Garamond Regular 11pt. á 14,5pt. fæti ISBN 978-9935-25-183-1 Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda. Reykjavík, maí 2022


Efnisyfirlit/Contents Landvist 2020/On land 2020 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .6

Sólveig Aðalsteinsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76

Forsaga/Background . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Hannes Lárusson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80

Fyrri verk mín í Landsveit og á Rangárvöllum . . . . . . . . . . . . . 12

Þorbjörg Jónsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84

/My previos works in Landsveit and on Rangárvellir . . . . . . . . . . 12

Eygló Harðardóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 88

Sáning fræja/On Land as sowing of seeds . . . . . . . . . . . . . . . . 16

Leifur Ýmir Eyjólfsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92

Vettvangsferð/Field trip . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18

Guðjón Ketilsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96

Útskorna timburstoðin/The carved wooden post . . . . . . . . . . . . 21

Hildur Hákonardóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100

Skálinn, smíðaverkstæði og geymsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28

Pétur Thomsen . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .104

/The Shed, workshed and storage . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28

Borghildur Óskarsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .108

Uppmæling/Survey and plans of buildings . . . . . . . . . . . . . . . 34

Opnun Sýningar/The exhibition opening . . . . . . . . . . . . . . . . 113

Tiltekt/preparatory stages . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37

Opið almenningi allar helgar í ágúst . . . . . . . . . . . . . . . . . . 149

Veiran/Coronavirus . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37

/Open every weekend in August . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .149

Skipulag sýningar/Plan of exhibition space . . . . . . . . . . . . . . . 46

Lokahóf/Finale . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 157

Uppsetning sýningar/Setting up the exhibition . . . . . . . . . . . . . 55

Umsjón sýningarinnar/Organisers of the exhibition . . . . . . . . . .168

Ósk Vilhjálmsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68

Ljósmyndir/Photographs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 168

Margrét H. Blöndal . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72

Þakkir/Thanks . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .169


Landvist 2020

On land 2020

Sú hugmynd, að setja upp myndlistarsýningu í gömlum af­ lögðum skepnu­húsum í Stóra-Klofa, varð til í samtali mínu við eigendur jarðarinnar sumarið 2018. Í kjölfrið var stefnt að samsýningu í júní 2020.

The idea of staging an art show in old, disused farm buildings at Stóri-Klofi arose during a conversation with the owners of the property in the summer of 2018. The aim was to hold a group show in June 2020.

Fyrirhuguð sýningarrými auk útisvæðis voru annars vegar 500 m² refaskáli og hins vegar 100 ára gamalt grjóthlaðið fjárhús ásamt hlöðu.

The prospective exhibition spaces were, in addition to an outside area, a 500m2 former fox-farming shed and a hundred-year-old stone sheepshed, along with a barn which had remained unused and untouched for more than half a century.

Líklegt er að Jón Höskuldsson ömmubróðir minn hafi komið að byggingu fjárhússins en hann bjó í Stóra-Klofa um það leyti. Refaskálinn var byggður 1982 en á þeim tíma var mikil uppsveifla í loðdýrarækt hér á landi. Refaræktin í Stóra-Klofa stóð þó einungis yfir í fáein ár. Skálinn var síðan nýttur sem geymsla fyrir ýmis konar hluti, tól og tæki. Mér varð strax ljóst að þarna fælust miklir möguleikar. Stórkostlegur staður með útsýni yfir gamalgróið hraun og til Skarðsfjalls, Búrfells, Heklu og fleiri fjalla. Öll sveitin, náttúran og húsin eru því sem næst óhreyfð frá gömlum tíma. Tilfinning fyrir nærveru skepnanna er þar enn til staðar; refahár, ullartjásur á grjóti og framandi lykt af dýrum í loftinu og enn eru þar hundar og skrautlegar hænur með rogginn hana í fararbroddi. Umhverfið allt býr yfir margvíslegum vísunum í fortíð en einnig til framtíðardrauma.

6 Landvist

It is not unlikely that my great-uncle, Jón Höskuldsson, was involved in building the sheepshed, as he lived at Stóri-Klofi at that time. The fox shed, on the other hand, was built in 1982, when fur-farming was booming in Iceland. But the fox-farming enterprise lasted only a few years at Stóri-Klofi, after which the building was used to store various equipment and tools. I realised at once that the place offered great potential for creative artists. A marvellous location, with views to the north over age-old lava fields and to mountains such as Skarðsfjall, Búrfell and Hekla. The whole of the rural area, its nature and the buildings themselves are almost untouched since olden times. The sense of the proximity of animals is everywhere: fox hairs, tufts of wool, and the exotic scent of beasts in the air; there are still dogs, and hens, commanded by a proud cockerel. The surroundings evoke the past, and also dreams of the future.


Landvist 7


Forsaga

Background

Landsveitin var mér löngu kunn og kær þegar sú hugmynd kviknaði að setja upp sýningu í Stóra-Klofa.

I had long known and loved the Landsveit district when the idea of putting on a show at Stóri-Klofi came up.

Ég kom fyrst í sveitina um síðustu aldamót með föður mínum, Óskari B. Bjarnasyni, en hann hafði mikinn áhuga á ættfræði og einnig að skoða þá staði og landsvæði sem formæður hans og forfeður voru frá. Í fyrstu var það af skyldurækni sem ég hjálpaði pabba við að koma handskrifuðu ættargrúski hans á tölvutækt form. En áhugi minn kviknaði þegar allt þetta horfna fólk var komið í samhengi við landið og náttúruna og samfélag þess tíma. Áður höfðum við pabbi ferðast um Flóann og leitað þar uppi staði og hús sem tengdust fjölskyldu hans í föðurætt. En nú beindist áhuginn að Ragnhildi Höskuldsdóttur móður hans í Landsveit og Reynifellsættinni svokölluðu. Margir bæir í Landsveit sem koma við sögu móðurfjölskyldu pabba, eru nú í eyði. Það má rekja til harðnandi veðráttu á seinni hluta 19. aldar og sand- og vikurstorma sem rifu upp og eyddu jarðveginum. Þá urðu margir að leysa upp heimili og flýja jarðir sínar. En einnig var háð mikil barátta gegn sandinum svarta. Beittu menn við það nýjum aðferðum, hlóðu varnargarða og sáðu fræjum melgresis, sem er sú planta, með sínum djúpu sterku rótum, sem dugar best við uppblæstrinum.

I first went into the country there at the turn of this century with my father, Oskar B. Bjarnason, who took a keen interest in genealogy, and also in exploring the places and regions where his ancestors had lived. Initially it was with a feeling of duty that I helped Dad put his hand-written genealogical notes into computerised form. But my own interest was born later, when I could place those lost people in the context of the land and nature and society of that time. Dad and I has previously travelled in the Flói district, searching out places and buildings connected with his paternal family. On this occasion our focus was on his mother, Ragnhildur­ Höskulds­ dóttir of Landsveit, and the Reynifell Clan. Many farmsteads in Landsveit where members of Dad’s maternal family used to live are now abandoned. That is attributable to increasingly harsh weather conditions in the latter half of the 19th century, as well as storms of sand and pumice which eroded the soil and laid the land waste. At that time, many found themselves compelled to leave the land to seek a better life elsewhere. But a valiant battle was fought against encroachment by the black volcanic sand. New methods were used: defensive dykes were built and lymegrass was sown to bind the loose sand by putting down deep, strong roots.

Pabbi vissi að Þór Jakobsson veðurfræðingur var að safna saman og skrásetja ættir formæðra sinna og forfeðra í Landsveitinni. En einn þráður þeirrar ættar er þráðurinn okkar pabba. Við Þór erum fjórmenningar frá Guðrúnu Einarsdóttur og Jóni „ríka“ Finnbogasyni í Mörk á Landi.

8 Landvist

Dad had heard that meteorologist Þór Jakobsson was collecting and recording information on the genealogy of his ancestors in Landsveit; and one of the branches of that clan is my branch, and Dad’s. Þór and I are third cousins, descended from Guðrún Einarsdóttir and Jón Finnboga­son “the Rich“ of Mörk in the Land district.


Minnisblöð úr fórum föður míns/My father was interested in genealog y

Mörk var einn af þeim bæjum sem fór í eyði í sandstorminum mikla 1882, en við tóftir gamla bæjarins stendur nú sumarbústaður Þórs og Jóhönnu Jóhannesdóttur konu hans. Nokkur af gömlu býlum Landsveitarinnar eru enn í byggð, þar á meðal Stóri-Klofi þar sem amma mín fæddist.

Mörk was one of the farms that were laid waste in a great sandstorm in 1882 and abandoned. By the ruins of the old farmhouse, Þór and his wife Jóhanna Jóhannesdóttir have built a summerhouse. Some of the old farms in Landsveit are still inhabited, including Stór-Klofi, where my grandmother was born. Landvist 9


10 Landvist


Skírnarvottorð Ragnhildar ömmu

Landvist 11


Fyrri verk mín í Landsveit og á Rangárvöllum

My previos works in Landsveit and on Rangárvellir

Þræðir á Landi Sýning (drög) vorið 2014 í Artóteki, sýningarsal Bókasafns Reykjavíkur. Endanlegt verk var síðan sett upp um sumarið, sjö töflur við sjö tóftir. Ein taflan við Reynifell á Rangárvöllum, hinar vítt um Landsveit: Mörk, Gamla-Klofa, Stóra-Klofa, Gamla-Skarðssel, Skarðsel við Þjórsá og Skarfanes. Töflurnar eru áletraðar ættarþræði og sögu sveitarinnar. Reyndar fékk ég ekki leyfi landeiganda Skarðs til að setja töflur við tvær tóftir, í hans landi.

Threads on Land Exhibition (draft) in the spring 2014 at Artótek, the exhibition space at Reykjavík City Library. The final work was then installed that summer, 7 stone slabs erected at the ruins of 7 homes: one at Reynifell in Rangárvellir, the others scattered around Landsveit: at Mörk, Gamli-Klofi, Stóri-Klofi, Gamla-Skarðssel, Skarðsel by the Þjórsá river, and Skarfanes. The slabs tell of the genealogical connections and history of the region. At Skarð, however, I did not receive the landowner’s permission to erect slabs at two sites on their property.

Sæng með gömlu veri Tvær videomyndir klipptar saman; annars vegar texti úr skiptabók, skrifaður 1859 í Mörk á Landi: „vegna skiptar félagsbús Jóns sál. Finnbogasonar og eftirlifandi konu Guðrúnar Einarsdóttur“ hins vegar landslag umhverfis Mörk. Á sýningunni, Hér og nú þrjátíu árum seinna, Kjarvalsstöðum, 2015. Umhverfismat Stórar ljósmyndir af tóftum Skarðssels sem eru í hættu vegna virkjana- framkvæmda í Þjórsá. Keramikskálum komið fyrir í tóftum Skarðssels. Sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur 2016. Þjórsá Tvö videoverk, innsetning og þula. Sýning í Listasafni Árnesinga 2018.

Quilt with an Old Cover Two videos are spliced together: on the one hand a text from a probate inventory written in 1859 at Mörk in the Land district “with respect to probate on the farm estate of the late Jón Finnbogason and his surviving wife Guðrún Einarsdóttir,” and on the other footage of the landscape around Mörk, filmed in the summer of 2015. Environmental Impact Assessment Photograpes. Ceramic bowls are placed within the ruins of Skarðssel, which are now at risk due to hydropower development in the Þjórsá river. Exhibition at Reykjavík City Hall 2016. Þjórsá Two videos, installation and chant. Exhibition at LÁ Art Museum, Hvera­gerði, 2018.

12 Landvist


Þræðir á Landi 2014

Sæng með gömlu veri 2015

Umhverfismat vegna Skarðssels við Þjórsá 2016

Þjórsá 2018

Landvist 13


Eftir að pabbi dó

After Dad died

Pabbi dó haustið 2007 en ég hélt áfram ferðum mínum í Landsveitina. Ég setti mig í samband við Þór Jakobsson og hann kom mér í kynni við eigendur Stóra-Klofa, þau Ruth Árnadóttur sjúkraliða og Grétar Skarphéðinsson húsameistara og dóttur þeirra Margréti ferðamálafrömuð sem býr í Stóra-Klofa.

My dad died in 2007 but I continued to visit Landsveit. I got in touch with Þór, and he introduced me to the owners of Stóri-Klofi, physiotherapist Ruth Árnadóttir and builder Grétar Skarphéðinsson, and their daughter Margrét, a tourism entrepreneur, who lives in Stóri-Klofi.

Eftir þau kynni var ég komin heim í „sveitina mína“ og leitin að ummerkjum bústaða forfeðranna varð auðveldari. Þór kallar ættina Reynifellsætt og rekur hana aftur til Guðrúnar Erlendsdóttur og Þorgils Þorgilssonar, sem settust að á Reynifelli á Rangárvöllum árið 1760. Ruth er af Reynifellsætt og erum við frænkur í fimmta lið. Formóðir og forfaðir hennar í Landsveit eru Margrét Árnadóttir og Árni Finnbogason á Galtalæk, en hann var bróðir Jóns í Mörk, langafa míns. Faðir Ruthar, Árni Árnason, var einn af þeim sem helguðu líf sitt uppgræðslu og háðu harða baráttu gegn uppblæstrinum.

14 Landvist

After making their acquaintance I felt I had come home to “my country,” and the quest for traces of my ancestors’ homes became easier. Þór calls the clan the Reynifell Clan, which he traces back to Guðrún Erlendsdóttir and Þorgils Þorgilsson, who settled at Reynifell in 1760. Ruth is also a member of the Reynifell Clan, and we are fourth cousins. Her ancestors in Land­sveit were Margrét Árnadóttir and Árni Finnbogason of Galta­ lækur, the brother of Jón Finnbogason of Mörk. Ruth’s father Árni Árnason, was one of the local people who devoted their lives to combating desertification by reesta­blishing vegetation cover.


Við Ruth Árnadóttir í kirkjugarðinum í Gamla-Klofa/Me and Ruth In the old graveyard Landvist 15


16 Landvist

Sáning fræja

On Land as sowing of seeds

Verkefnið LANDVIST sá ég fyrir mér sem sáningu fræja. Nú þegar sandurinn hefur verið græddur upp og jarðvegur Landsveitar orðinn frjósamur er kominn tími til að huga að listmenningu. Ég hringdi í nokkra myndlistarmenn, sem ég áleit líklega til að finna hér spennandi áreiti til sköpunar. Allir tóku vel í hugmyndina.

I first conceived of the project On Land as sowing of seeds. The soil of Landsveit is fertile, and now that vegetation has been established on the once-barren sands, it is time to think of sowing seeds of art culture. I called some artists who I thought would be likely to find interesting stimuli here for artistic creation. All were receptive to the idea.

Fyrstu drög og undirbúningur sýningar í Stóra-Klofa var hópvinna tveggja fjölskyldna. Annars vegar voru það Margrét fyrrnefndur ábúandi í Stóra-Klofa og foreldrar hennar Ruth og Grétar. Hins vegar ég og mín fjölskylda; Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt og dætur okkar, Björg grafískur hönnuður og Ósk myndlistarmaður og hennar maður Hjálmar Sveinsson heimspekingur. Einnig var með í ráðum dótturdóttir mín Borghildur Indriðadóttir arkitekt.

The first draft and preparation for the exhibition at StóriKlofi was a group effort by two families. On the one hand were Margrét at Stóri-Klofi, mentioned above, and her parents, Ruth and Grétar; on the other, my family and I: my husband, architect Vilhjálmur Hjálmarsson, our daughters Björg, graphic designer and Ósk, artist, and her husband, philosopher Hjálmar Sveinsson. Also involved was my granddaughter, architect Borghildur Indriðadóttir.

Á sama tíma og hugmyndir um sýninguna þróuðust fór ósýnileg ógn að gera vart við sig í samfélaginu, þ.e. heims­ faraldurinn Covid-19, bráðsmitandi veira, kórónuveiran, sem leggst á fólk og getur verið lífshættuleg. Við sem vorum að undirbúa sýninguna urðum uggandi. Sú hugsun kom upp að kannski yrði að hætta við en síðan var ákveðið að fresta ferlinu um einn mánuð og sjá til. Við færðum opnun sýningar fram til 25. júlí, og sendum boðsbréf til listamannanna 5. maí 2020. Þeir eru, auk mín: Eygló Harðardóttir, Guðjón Ketilsson, Hannes Lárusson, Hildur Hákonardóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Margrét H. Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Thomsen, Sólveig Aðalsteins­dóttir og Þorbjörg Jónsdóttir.

At the same time as our ideas about the exhibition were evolving, an invisible peril made its appearance in society – the Covid-19 pandemic. The highly-infectious coronavirus was proving a threat to life and health. As we made our preparations for the exhibition, we became apprehensive. We thought that we might have to cancel our plans, but decided to postpone the process for one month and then re-assess. We postponed the opening until 25 July, and sent out our invitations to the artists on 5 May 2020. The artists are, in addition to myself: Eygló Harðardóttir, Guðjón Ketilsson, Hannes Lárusson, Hildur Hákonardóttir, Leifur Ýmir Eyjólfs­son, Margrét H. Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Thomsen, Sólveig Aðalsteinsdóttir and Þorbjörg Jónsdóttir.


Landvist 17


18 Landvist

Vettvangsferð í Stóra-Klofa

Field trip

Farin var vettvangsferð í Stóra-Klofa 13. maí. Margrét tók á móti okkur á hlaðinu við íbúðarhús sitt, en þar eru einnig hlaðnir veggir gömlu bæjarhúsanna. Hún sagði hópnum söguna um flutning bæjarins Klofa haustið 1879 þegar Höskuldur langafi minn og Arndís langamma hörfuðu undan sandstormi og landeyðingu ofar í sveitinni og endurbyggðu bæinn á þessum stað. Í nýreista bænum fæddist amma mín Ragnhildur, 20. jan. 1880.

A field trip was made to Stóri-Klofi on 13 May 2020. Margrét welcomed us outside her home, where the stone walls of the old turf farmhouse remain standing. She told us the story of how the farmstead was moved in the autumn of 1879, when my great-grandparents Höskuldur and Arndís fled sandstorms and desertification, choosing this site to rebuild their home, Klofi. My grandmother Ragn­h ildur was born in the newly-built farmhouse on 20 January 1880.


Landvist 19


20 Landvist


Útskorna timburstoðin

The carved wooden post

Margrét bauð okkur inn í litlu stofuna sína í Stóra-Klofa í kaffi og lummur. Við sátum þétt og hræðsla við kórónuveiruna virtist ekki til staðar. Margrét dró fram útskorna timburstoð og sagði stoðina tengja okkur, Margréti og mig. Hún sagði söguna um Hafstein miðil sem kom í heimsókn í Stóra-Klofa um miðja síðustu öld, að hann hefði tekið stoðina, lagt við enni sitt og upplýst að hún hefði verið hægri stólpi í prédikunarstól Klofakirkju.

Margrét invited us into her cosy livingroom at Stóri- Klofi for coffee and the little pancakes called lummur. We all sat closely together, with no apparent fear of the coronavirus. Producing a carved wooden post, Margrét said that it was a connection between us, Margrét and me. She told the story of a clairvoyant named Hafsteinn who visited Stóri-Klofi in the mid-20th century. He took the post, placed it against his forehead, and declared that it had been the right-hand post of the pulpit of Klofi Church.

Landvist 21


Eftir kaffið var sýningarsvæðið skoðað, en það er norðan Landvegar. Fyrst var farið í gamla fjárhúsið, sem er merkileg heimild um liðinn tíma og augljóslega spennandi verkefni fyrir myndlistarmenn að takast þar á við gróf náttúruefnin og návist fortíðar.

22 Landvist

After the coffee break we explored the exhibition area, which is to the north of the Land road. First we went to the old sheep­ shed, an evocative relic of past times, which would clearly be an attractive prospect for artists to interact with the rough­ hewn natural building material and the proximity of the past.


Landvist 23


24 Landvist


Landvist 25


Frá fjárhúsinu er um 5 mín. gangur í Skálann, stóran stálgrindarhjall, klæddan bárujárni og báruplasti /About five minutes’ walk from the sheepshed is the Shed, a large steel-framed structure, clad in corrugated iron and corrugated plastic

26 Landvist


Sólveig Aðalsteinsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir og Margrét Grétarsdóttir

Landvist 27


28 Landvist

Skálinn, smíðaverkstæði og geymsla

The Shed, workshed and storage

Fremst er svæði sem Grétar hefur afmarkað sem smíðaverkstæði en það sem blasti við þar fyrir innan kom fólki á óvart. Opið rýmið var þétt raðað ólíkum hlutum, stórum og smáum, allt frá tauströngum, dýnum og húsgögnum yfir í hjólhýsi, báta og olíutanka. Gólfið var moldargólf blandað vikri, en á norðurgafli Skálans, stór vængjahurð sem opnast mót víðáttu ósnertrar náttúru.

At the front is an area used by Grétar as a workshop, but what lay beyond took us by surprise. The big open space was crammed with the most diverse objects, large and small, from bolts of cloth, mattresses and furniture to caravans, boats and oil tanks. The earth floor is mixed with pumice, but in the north wall of the Shed are large double doors, which open to face out into wide, untouched nature.

Grétar upplýsti að margt af því sem þarna var, eins og bátar og hjólhýsi, yrði fjarlægt fljótlega, það væri þarna til geymslu yfir veturinn. En þar fyrir utan voru staflar af öllu mögulegu og merkilegu sem Grétar hefur á löngum starfstíma bjargað frá því að lenda á ruslahaugum, eftir endurgerð húsakynna ýmissa fyrirtækja samkvæmt nýrri tísku. Hann bauð okkur að nýta allt þetta í verkin okkar eða á annan hátt á meðan sýningin stæði yfir.

Grétar told us that a lot of the stuff in the Shed would soon be removed, as it was stored there for the winter. But in addition to those things were stacks of all sorts of curiosities that Grétar has salvaged, during his long career as a builder, from being discarded onto scrapheaps, after the renovation of various business premises in keeping with the latest trends. He said we were welcome to use these materials in our works, or for other purposes, during the exhibition.


Leifur Ýmir Eyjólfsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Margrét Grétarsdóttir og Hildur Hákonardóttir Landvist 29


30 Landvist


Margrét Blöndal, Eygló Harðardóttir, Leifur Ýmir og Sólveig

Landvist 31


32 Landvist


Landvist 33


Uppmæling húsa/Survey and plans Fjárhúsið og hlaðan/The Sheepshed

A

B

Stóri Klofi í Landsveit Rangárþing ytra fjárhús og hlaða

fjárhús C

GRUNNMYND

A

hlaða

C

B

AUSTLÆG HLIÐ

VEGGHÆÐ VEGGHÆÐ

SNEIÐING B-B

VESTLÆG HLIÐ

SNEIÐING C-C

SUÐLÆG HLIÐ

TEIKNISTOFAN OÐINSTORGI VH ehf Verkefni: STÓRI KLOFI LANDSSVEIT RANGÁRÞING YTRA Heiti:

FJÁRHÚS OG HLAÐA

Hönnun: Uppmæling: Grátar N.Skarphéðinsson húsasmíðameistari NORÐLÆG HLIÐ SNEIÐING A-A

Arkitekt Vilhjálmur Hjálmarsson

VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON kt. 290638-4379 ÓÐINSGÖTU 7, REYKJAVÍK M. T.

GSM: 8634685

1:100, VH

Dags. JANÚAR 2020

34 Landvist

arkitekt faí vilhjalmur@to.is

Nr.

1254-1-1


Skálinn/The Shed

A 14

13

12

11

10

9

8

7

6

GRUNNMYND

14

13

12

11

10 LANGSNEIÐING

5

4

3

2

1

5

4

3

2

1

A

9

8

7

6

skálinn

SNEIÐING A-A

VESTLÆG HLIÐ

Stóri Klofi í Landsveit

Rangárþing ytra

skálinn

AUSTLÆG HLIÐ

Arkitekt Vilhjálmur Hjálmarsson

Landvist 35


Vilhjálmur Hjálmarsson (Villi) og Hjálmar Sveinsson 36 Landvist


Sáning fræja

On Land as sowing of seeds

Tiltekt

preparatory stages

Við vorum með einn sameiginlegan tiltektardag og mættu þeir sem höfðu tök á. Síðan voru það aðallega fjölskyldurnar tvær, undir stjórn Grétars, sem unnu við að gera refaskálann að Skála myndlistar, með afmörkuðum kaffikrók og upplýsinga­borði næst vængjahurðinni stóru. Eitt af því sem var heillandi við Skálann var gólfið; Um 40 ár eru síðan Skálinn var reistur og ljós vikur borinn þarna inn, sem nú var niðurtroðinn og blandaður mold. Mig langaði til að hressa uppá gólfið og fékk Svein Sigurjónsson bónda á Galtalæk til að sækja bílhlass af vikri úr námu móts við Búrfell. Vikrinum var sturtað framan við vængjahurðina, mokað uppí hjólbörur, keyrt inn og dreift um gólf Skálans. Þetta er ljósi vikurinn (H-1104). sem lagðist yfir hálft Ísland í Heklugosinu árið 1104.

We assigned a day for cleaning up on site, and those who were able took part. Otherwise it was mostly the two families, under Grétar’s leadership, who transformed the former fox-farming shed into the Art Shed, with a café corner and information desk near the large double doors. One of the charming features of the shed is its floor: earth mixed with pumice, now dark and compacted. About forty years have passed since the pumice was laid down there, and I wanted to freshen up the floor. Farmer Sveinn Sigurjónsson at Galtalækur kindly fetched a lorry-load of light-coloured pumice, from the quarry opposite Mt. Búrfell. The pumice was tipped outside the doors, shovelled into wheelbarrows, then spread over the shed floor. This is the pumice from the eruption of Mt. Hekla the year 1104.

Veiran

Coronavirus

Nú breiddist Kórónuveiran út um heiminn og vegna hennar var lítil von um komur erlendra ferðamanna til landsins. En ríkisstjórn Íslands hvatti Íslendinga til að ferðast innan­­lands og við sem stóðum að sýningunni urðum bjartsýn.

At that time the coronavirus was spreading like wildfire around the world, so there were few tourists in Iceland. But in Iceland decisive action had limited the impact of the virus, and by the summer the government was encouraging Icelanders to “staycation” and travel around their own country. So we were optimistic about the prospects for our exhibition.

Landvist 37


Ýmsir hjálpuðu til, þar á meðal frændur mínir af Reynifellsætt. Bjarni, Hólmgeir og Ólafur Guðmundssynir, Pétur Ársælsson og Sigurður tengdasonur hans. Á myndinni eru einnig Grétar og Villi. /Various people helped, including my cousins from the Reynifell-clan.

38 Landvist


Pétur og Ólafur

Landvist 39


Þorbjörg, Margrét Grétarsdóttir og Guðjón Ketilsson

40 Landvist


Grétar og Hjálmar

Landvist 41


42 Landvist


Ruth tekur hópmynd/Ruth takes a photo: Ósk, Borghildur, Sólveig, Leifur Ýmir, Eygló og Margrét Blöndal Landvist 43


Gluggatjöld sem áður prýddu sali Hótels Sögu/Curtains from Hotel Saga in Reykjavík

44 Landvist


Tjöldin sniðin til og endurnýtt í áklæði/Cutting the curtains to size

Landvist 45


Skipulag sýningar/Plan of exhibition space

Skálinn/The Shed

Úti á túni/Out in the field Fjárhúsið/The Sheepshed

46 Landvist


Landvist 47


48 Landvist


Bás byggður fyrir vídeó Þorbjargar/Setting up a screen for Þorbjörg’s video Landvist 49


50 Landvist


Landvist 51


Sauðburður á Hellum, nágrannabæ Stóra-Klofa; videótökustaður Óskar /Lambing time at the neighbouring farm of Hellar, where Ósk’s video was made

52 Landvist


Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, sonur Óskar og aðstoðamaður/Ósk’s son and assistant

Landvist 53Uppsetning sýningar /Setting up the exhibition


Ósk og Piotr í kaffikróknum en Piotr hjálpaði til við að smíða og setja upp skilveggi/Ósk and Piotr in the café space. He helped make and install partitions

56 Landvist


Vilhjálmur Yngvi setur upp videó Óskar í hlöðunni/Vilhjálmur Yngvi sets up Ósk’s video in the sheepshed

Landvist 57


Margrét Blöndal undirbýr verkið sitt. Með henni eru Sveindís Eir og Haraldur Áss systurbörn hennar og hundurinn Blossi. /Margrét Blöndal prepares her work. With her are her niece and nephew Sveindís Eir and Haraldur Áss and Blossi the dog.

58 Landvist


Þorbjörg prufukeyrir videómynd sína/Þorbjörg test-drives her video

Landvist 59


Hildur með sínu aðstoðarfólki Hólmfríði Árnadóttur og Gísla Sigurðssyni/Hildur with assistants

60 Landvist


Pétur Thomsen og kona hans Karen Ósk Sigurðardóttir/Pétur Thomsen with his wife

Landvist 61


Villi, Sólveig, Eygló og Björg Vilhjálmsdóttir

62 Landvist


Report on the exhibition in daily Morgunblaðið

Landvist 63


Grétar gerir við lekt þakið/Grétar repairs the leaky roof

64 Landvist


Landvist 65Listamennirnir staðirnir og verkin /Artists, places and works


Ósk Vilhjálmsdóttir Verkið KIND, er vídeóinnsetning í aflagðri hlöðu innaf 100 ára gömlu fjárhúsi. Á myndbandinu sést yfir öxlina á mér þar sem ég teikna í fjárhúsinu á Hellum. Kindurnar í básum, með nýborin lömb sín. Gjörningurinn er kannski í ætt við gjörninga fyrri alda, þar sem skepnur voru málaðar á veggi í djúpum hellum. Við vitum ekki alveg hvers vegna. Var þetta tilraun til að skilja dýrin eða að ná samandi við þau? Jafnvel einhvers konar yfirráðum? Ég hef lengi haft áhuga á sambandi manns og náttúru, hvernig við hemjum og temjum, sníðum og stjórnum (td. verkin PUMPA og LAND UNDIR FÓT). Samband manns og kindar er ævafornt. Við þekkjum goðsagnir um fjárhirða úr biblíusögum, fjárhirðar hafa verið til í um 10.000 ár, frá því sauðfé var tamið í MiðAusturlöndum, fjárhirsla er ein elsta starfsgrein mannsins (fé = skiptimynt). Sambandið gamalt og gróið, náið, jafnvel innilegt en reyndar á forsendum þess sem hefur stjórnina, yfirhöndina. KIND þýðist sem „tegund“ og „blíður“ á ensku, „barn“ á þýsku.

The work KIND (SHEEP/CHILD in German) is a video installation in a disused shed attached to a 100-year-old sheepshed. The video shows the view over my shoulder as I am drawing in the sheepshed at Hellar. Sheep in stalls with their new-born lambs. Perhaps my performance piece has something in common with performances of past centuries, when animals were painted on the walls of deep caves. We don’t quite know why. Was it an attempt to understand the animals, or establish contact with them? Or control? I have long been interested in the relationship between humanity and nature – how we contain and domesticate, lay down rules and take control (e.g. my works PUMPA and LAND UNDIR FÓT). The relationship between humans and sheep is ancient. We know legends of shepherds from the Bible. Shepherds have existed for about 10,000 years, since the sheep was domesticated in the Middle East. Herding sheep is one of the oldest professions. In Icelandic the word fé (sheep) also means money (like the English fee). The relationship is old-established, even intimate. Yet it is always on the terms of the one who is in control, has the upper hand. Transl. Anna Yades

68 Landvist


Landvist 69


70 Landvist


Landvist 71


Margrét H. Blöndal Verkið er samsett úr stultum og skilti. Stulturnar eru málaðar þannig að þær hafa tilvísanir m.a. í vegvísa, mælistikur, punktalínur eða hnit.

The work consists of a pair of stilts and a sign. The stilts are painted in patterns of various colors suggesting e.g. a parameter, coordinates, dotted lines or road signs.

Etv er þarna hugmynd um að geta stikað yfir landið, þjóðsagnatilvísun, það að geta hafið sig upp, skipt um sjónarhorn og komist yfir farartálma (Sveinbjörn átti stöng og stökk).

The idea might propose pacing over the country, the possibility to shift focus or to overcome barriers (folklore reference).

Á skiltinu eru ljósmyndir af tveimur dýrum að fóta sig. Er maðurinn mesti refurinn?

72 Landvist

The sign includes two creatures in the act of finding their paths or balance. Transl. Margrét H. Blöndal.


Landvist 73


74 Landvist


Landvist 75


Sólveig Aðalsteinsdóttir Ég teikna inn í rýmið sjálfstæða skúlptúra Verkin eru unnin úr víðigreinum í þeim tíma­glugga sem gefst þegar safinn streymir upp bol og greinar snemm sumars, en þá er hægt að beygja og tengja saman greinarnar án þess þær brotni. Greinar sem í eðli sínu eru opnar og vaxa út í loftið eru tengdar saman í lykkju eftir að berkinum hefur verið flett af. Ég lít á verkið sem þrívíða teikningu í rými. Ásæðan fyrir staðarvalinu svona hátt uppi er að verkið er fíngert og mesta sjónræna róin/friðurinn er uppi við loftið þannig svífa þessar þrívíðu teikningar yfir og tengjast saman í sýningar­r ýminu.

Within the space I draw autonomous sculptures The works are made of willow branches, during the window of opportunity when the sap rises up into the trunk and branches in early summer, when the branches can be bent and connected without breaking. Branches which are by nature open, growing into space, are connected into a loop after removing the bark. I see the work as a three-dimensional drawing in space. The reason for placing it so high up is that the work is delicate, and the greatest visual calm/ peace is to be found up near the roof Thus these three-dimensional drawings float above the space and interact. Transl. Anna Yades

76 Landvist


Landvist 77


78 Landvist


Landvist 79


Hannes Lárusson When deciphering art works, the given approach could be described by an autonomous brainstorming feat; “seen before, read before, heard before”. If a given art work evokes the before-euphoria in all three categories, the consumer can safely swallow, digest and get rid of the piece with a five star gesture and a smiley. In the time-based, site- specific work, Kiosk, the seen before would be the Female fig leaf, 1950 by Marcel Duchamp, except in Kiosk the male fig leaf is presented. The read before might be recognized in a rephrased or a textual concentrate squeezed from Hannah Arendt’s Eichmann in Jerusalem: A Report on the Banality of Evil, 1963. The heard before might be of a seminude protagonist with a haiku written on oversized toes, an image of a human brain painted on nude buttocks, and chocolate brains and coffee given away in a Kiosk made from worn out plywood, evoking the account of the defeated sovereign in Shakespeare’s King Lear.

80 Landvist


Landvist 81


82 Landvist


Landvist 83


Þorbjörg Jónsdóttir Án titils Í verkum mínum nýti ég mér vídjó og kvik­ mynda­­miðilinn til að beina augum að því smáa; því sem maður tekur kannski ekki strax eftir þegar komið er á ákveðinn stað. Í verkinu sem ég vann fyrir sýninguna LANDVIST skoða ég staðina sem sýningin er haldin á, nánar tiltekið gamla fjárhúsið og Skálann. Allt efnið í vide­oinu er tekið upp á þessum stöðum. Ég myndaði hvernig birtan féll í gegnum göt í bárujárnsþaki, og smáatriðin í hrauninu í hleðslunni á fjósveggnum; spegilmyndir á gömlu gleri. Nærmyndir af öllu þeim heillandi hlutum sem voru í skálanum; yfirgefið eða geymt til betri tíma. Öllum stöðum fylgir saga. Á undan mér hafa aðrir verið hér og kannski horft á ljósið falla á hraun í gegnum gat á bárujárnsþaki.

84 Landvist

Untitled In my work I use the moving image to examine the small things that we don’t see right away when we arrive at a new place. In this piece I examine the location where the exhi­bition takes place, specifically the old sheepfold and the large hall. All the content in the video is shot on site. I filmed the light seeping through the holes of the corrugated iron roof; the details of the lava rocks that make up the wall. Reflections on a piece of old glass. Close-ups of all the intriguing things that are in there, left behind or stored for another time. All places hold a history. Before me there have been others, perhaps also looking at the light seeping through the holes in the lava wall.


Landvist 85


86 Landvist


Landvist 87


Eygló Harðardóttir Miðill er bókverk í öskju, í einu eintaki. Verkið er málað að hluta í Stóra-Klofa undir gömlum tóftum. Málaðir hringir í mismunandi litum eru 177.

Mediums is a book presented in a case. Single copy. The piece was painted in part in Stóri-Klofi under old turf ruins. 177 painted rings in varying colors.

Hugmyndin að verkinu kviknaði á vinnufundi í Stóra-Klofa við frásögn Margrétar ábúanda, þar sem hún sýndi okkur listamönnunum útskorna fjöl sem Hafsteinn miðill hafði lagt við enni sitt og gat þá numið og upplýst að væri kirkjufjöl.

The concept was sparked by a story told by Stóri-Klofi resident Margrét. She showed us a carved timber board that a medium by the name of Hafsteinn had once laid his head upon and thus could intuit and convey that it was a board from a church.

Inntak bókverksins er marglaga miðill sem birtist í efnivið þess, vinnuaðferð og lestri áhorfandans.

The content of the book is a layered medium that is revealed in its materiality, construction and in the reading of the observer.

Sagan um samband efnis og anda varð kveikja að efnivið verksins sem eru litir úr sögulegum litarefnum og indigó litaður bómullarpappír, allt handgerður efniviður sem hefur verið notaður í aldaraðir í myndlýsingar.

The history of the spirits connection with the material inspired the chosen materials of the piece. Historically authentic dyes and indigo pigmented cotton paper, hand made materials that have been used through the ages in visual presentation.

Upplifun áhorfandans er sjónræn frásögnin ekki línulaga; mögulegt er að blaða í bókverkinu og lesa í hringina.

The observer’s experience is visual the narrative non-linear; browsing the book and discerning its rings. Transl. Vilhjálmur Ólafsson

88 Landvist


Landvist 89


90 Landvist


Landvist 91


Leifur Ýmir Eyjólfsson Sjálfbærni/skúlptúr, 2014-2020 Rafmagnsdrifinn jeppi með kúlu, hleðslukapal og díselrafstöð.

Sustainability/sculpture, 2014-2020 Electric jeep with hitch bar, Charging cable and diesel power generator.

Heillandi tilhugsun er að vera sjálfbær á hverjum stað fyrir sig, með meiri innlendri framleiðslu á öllu því helsta sem við þurfum.

It is a charming thought, being sustain­ able everywhere you go, with increased domestic production of essentials.

Tilbreytingarleysið sem því fylgir verður þó fljótt leiðinlegt og hvað ... ef við hefðum engan svartan pipar eða oregano?

92 Landvist

Still, the uniformity that follows is draining. so, what ... if we don’t have black pepper and oregano? Transl. Vilhjálmur Ólafsson


Landvist 93


94 Landvist


Landvist 95


Guðjón Ketilsson Kyrralíf – Sögur Efniviður úr nærumhverfi staðarins. Á sýningunni LANDVIST í Stóra Klofa mótaði ég kyrra­ lífs­mynd úr þeim þrívíða efnivið sem ég fann þar á stað­ num. Þessir fundnu hlutir; húsgögn og óskil­g reinan­legir bútar, geyma minningar ábúenda og sögu liðinna atburða á nokkuð langri tímalínu. Hver hlutur ber í sér sögu. Mitt hlutverk við gerð verksins fólst í að skapa hlutunum annað samhengi með því að velja þá saman og raða þeim upp, koma þannig á samtali og spennu á milli hversdagslegra hluta. Með þeim hætti velti ég fyrir mér merkingu hlutanna á ýmsum tímum og afstöðu okkar til þeirra, sem getur í senn verið hlutbundin og óhlutbundin.

96 Landvist

Still Life – Stories, 2020 Found local materials, 170 x 265 x 127 cm. At the LANDVIST exhibition at Stóri Klofi, I shaped a still life image from three dimensional material I found in the area. These found objects; furniture and undefined snippets, store memories of occupants and the history of past events on the site during a fairly long timeline. Each object has a story. My role in making the work was to create an alternative context for the objects by selecting them and arranging them together, thus establishing a conversation and tension between everyday objects. By doing so, I consider the meaning of objects at various times and how we approach them, which can at once be subjective and objective.


Landvist 97


98 Landvist


Landvist 99


Hildur Hákonardóttir Hrís Birkið er landnámsjurt, sem gjarnan helgar sér svæði sem hafa farið illa, t.d. vegna eldgosa, skógarelda og flóða eða af manna völdum og dýra.

The birch The birch is a pioneer species that restores wasteland resulting from volcanic eruptions, flooding and fires caused by men or overgrazing by animals.

Landnámsmennirnir brenndu birki­skógana og sauðkindin nagaði nýgræðinginn. Nú stendur eftir sam­t íningur af lággróðri sem við köllum hrís.

The first settlers burned down the birchwoods and the sheep ate the new shoots. What remains is a hybrid, a mixture of the original trees and the dwarf birch, sometimes called hrís.

Gerðu þér birkisprota og veifaðu honum þegar þig vantar nýja sýn á gamalt vandamál eða þegar sköpunarferli þitt hefur stíflast.

100 Landvist

Carve for yourself a wand from a birch tree and wave it about when you need a fresh look at an old problem or if your creative impulse is stifled.


Landvist 101


102 Landvist


Landvist 103


Pétur Thomsen Landnám Aðgerðir mannsins undanfarnar aldir hafa breytt heiminum svo mikið að farið er að tala um nýtt jarð­ sögulegt tímabil, Anthropocene. Fólksfjölgun, ofurborgir, gríðarlegur bruni jarðefnaeldsneytis og rask á lífríki eru meðal þeirra þátta sem hafa haft áhrif á hlýnun jarðar. Vegna þessara varanlegu áhrifa mannsins á lífhvolfið; jarðskorpuna, lofthjúpinn og höfin, er farið að tala um Mannöldina eða Anthropocene. Sumir rekja upphaf Anthropocene allt aftur til upphafs land­búnaðar fyrir um 12.000 árum, aðrir tala um að vendi­­punktur­inn hafi verið upphaf iðnbyltingarinnar eða jafnvel enn nær í tíma þegar fyrsta kjarnorkusprengjan var sprengd, Trinity, í júlí árið 1945. Aðal viðfangsefnið í verkum mínum hefur verið samband mannsins við náttúruna frá ýmsum sjónarhornum. Það er sannfæring mín að listamenn geti haft mikið fram að færa í umræðunni um eitt mest aðkallandi málefni samtímans. Í seríunni Landnám/Settlement set ég mig í hlutverk rannsakandans út í felti í skjóli nætur, rannsakandi mis­munandi notkun á landi: námur, skógrækt, jarðnýtingu og ræktun. Með það að markmiði að skoða áhrifin sem þessi notkun hefur á náttúruna. Útkoman eru stórar landslagsljósmyndir teknar í vetrar­ myrkri norðursins, lýstar upp að hluta með stúdíó ljósum.

104 Landvist

Settlement Men’s interference with Earth’s crust and his activities for the last centuries, some say thousands of years, are driving Earth to an irreversible change in its biosphere. So much that we are talking about a new geological epoch, the Anthropocene. The era of men, where our action, living habits and system has separated man from other animals as a superior being. Some trace the beginning of this “era” to the commencement of agriculture about 12.000 years ago, others define the turning point being the industrial revolution or even as close in time as the explosion of the first atomic bomb, called the Trinity in 1945. In my work, my focus point has been men’s attempt to dominate nature and its transformation into environment. In my latest series Landnám/Settlement, I am observing or rather operating as an investigator out in the field during the winter nights, investigating different aspects of land use in the south of Iceland: mines, tree plantation and farmers use of land. Using photographic flash equipment to partially light up the dark northern night of the Icelandic winter. The result is an ongoing series of large-scale images showing for example mines on Mt Ingólfsfjall, the ditches that drain the moorland in the interests of agriculture in the south of Iceland and the reforestation with invasive tree species of otherwise treeless fields of Iceland.


Landvist 105


106 Landvist


Landvist 107


Borghildur Óskarsdóttir Leirker í og með vikri H-1104 Kerin urðu til í stemningu staðar og stundar

Clay pots in and with pumice H-1104 The pots came into being in the ambiance of place and time

efnis

of material

flæði tilfinninga fyrir náttúru og fornri menningu

the flow of feelings for nature and ancient culture

en þá hafði ég nýlega og fyrir tilviljun fengið í hendur leirtegund sem auðveldaði flæðið

but I had recently by chance acquired a type of clay which facilitated the flow Transl. Anna Yades

108 Landvist


Landvist 109


110 Landvist


Landvist 111Opnun Sýningar /The exhibition opening


Fréttablaðið 24. júlí 2020 114 Landvist


25. júlí 2020

Landvist 115


Nokkrir sýningargestir við gamla fjárhúsið, þar á meðal:/Some visitors at the exhibition, including: Unnur Jensdóttir, Kristín Reynisdóttir, Björg Þórhallsdóttir, Áshildur og Bergljót Haraldsdætur, Stefán Snær Grétarsson, Ólafur Axelsson og Helga Guðmundsdóttir

116 Landvist


Brynhildur Þorgeirsdóttir

Landvist 117


Opnun sýningarinnar/The exhibition On Land opens

118 Landvist


Landvist 119


Áshildur, Björg og Sigríður Melrós Ólafsdóttir

120 Landvist


Landvist 121


122 Landvist


Karl Blöndal, Stefanía Þorgeirsdóttir og Ósk

Landvist 123


Gestum boðið vatn, kaffi, te, kleinur og ostastangir/Guests were offered water, coffee, tea, doughnuts and cheese straws. Gunnhildur Una Jónsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Björg Vilhjálmsdóttir

124 Landvist


Landvist 125


Spáð í söluvarning Hannesar í Kíosknum/Examining Hannes’ merchandise. Kristín Reynis, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Áshildur og fleiri. 126 Landvist


Landvist 127


Ég læt verkin tala, býð gesti velkomna og kynni listamenn/I allow the works to speak, welcoming guests and introducing the artists

128 Landvist


Meðal gesta:/Among the guests: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Andrés Valdimarsson, Áróra Bergsdóttir, Sólveig, Magga Blöndal, Megas, Halldór Blöndal, Sveindís Þórisdóttir og Þorgils Baldursson

Landvist 129


Arngunnur Ýr Gylfadóttir, Birgir Jóakimsson (Biggi) og Bergljót. Arngunnur var ein gesta með grímu. Aðrir virtust ekki hafa áhygg jur af Covid. /Arngunnur was the only guest who wore a mask. The rest appeared not to be worried about Covid. 130 Landvist


Feðgarnir Leifur Ýmir og Birgir Eilífur skoða Hannes/Father and son examine Hannes

Björg og Hulda Ragnhildur Hjálmarsdóttir

Ruth fremst, fjær sjást Þorgeir Þorgeirsson og Páll Matthíasson

Landvist 131


Bókverk Eyglóar opnað, skoðað og snert, enda gestum boðið að hanfjatla að vild/Opening, examining and touching Eygló’s book work. Unnur, Inga Jónsdóttir, Ásta Arnardóttir, Eygló og Bergur Felixson. 132 Landvist


Harpa og Ásta Arnardætur, Brynhildur á milli þeirra. Hrafn Hallgrímsson stendur álengdar.

Landvist 133


Seinna um daginn, þegar flestir gestir voru horfnir á braut, fórum við sem stóðum að sýningunni og aðstoðarfólk okkar að huga að kvöldverði fyrir þátttakendur og þeirra nánustu vini og fjölskyldur. Matreiðslan fór fram víða um svæðið, þó að mestu í litla eldhúsinu í Stóra-Klofa en þaðan þurfti að keyra eða hlaupa með matinn í Skálann. Allt gekk þetta upp undir ágætri stjórn Margrétar og Óskar.

134 Landvist

The team holding the event, and our assistants, were still darting back and forth between the Shed and the farmhouse kitchen at Stór-Klofi, making preparations for dinner under the supervision of Ósk and Margrét.


Hreiðar Hermannsson og Margrét

Landvist 135


136 Landvist


Villi, Jón Sveinsson, Gunna, Margrét og Borghildur Landvist 137


138 Landvist


Landvist 139


140 Landvist


Birgir, Ríkharður, Eygló, Elsa Dóróthea og Sólveig

Björg, Elsa Dóróthea og Sigga Melrós

Hannes, Friðbjörg, Þórhildur (dótturdóttir Hildar), Hildur, Leifur Ýmir og Áslaug Lilla (móðir Leifs)

Landvist 141


Óvænt skemmtiatriði, tónleikar Halldórs Áss og Sveindísar Eirar/Impromptu entertainment

142 Landvist


Ásta, Hulda Ragnhildur, Björg Þórhallsdóttir, Gríma Irmu- og Geirsdóttir, Irma Erlingsdóttir, Megas, Harpa, Sólveig, Hjálmar og Ósk

Landvist 143


Margir höfðu gist á Landhóteli nóttina eftir opnun og mættu næsta morgun, ásamt fleirum, í sögugöngu að Gamla-Klofa með Margréti Grétarsdóttur.

144 Landvist

After the opening, many guests had stayed the night at Landhotel, and returned the following morning, along with other visitors, for a history walk to Gamli-Klofi (Old Klofi) with Margrét Grétarsdóttir.


Landvist 145


Eftir gönguna var boðið uppá miðdegisverð. Hjálmar Sveinsson heimspekingur hélt fallegt erindi um sögu sveitarinnar og stýrði síðan dagskránni.

The history walk was followed by lunch. Philosopher Hjálmar Sveinsson gave a fine address about the history of the district, and went on to chair the proceedings.

Nokkrir listamenn sögðu frá verkum sínum á sýningunni: Eygló Harðardóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Margrét Blöndal, Ósk Vilhjálms­dóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir.

Several artists spoke about their works in the exhibition: Eygló Harðardóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Margrét Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir and Sólveig Aðalsteinsdóttir.

146 Landvist


Meðal gesta:/Among guests: Guðfríður Lilja og Sveindís dóttir hennar, Jón Pálsson frá Saurbæ, Jóhanna á Dalsá, Björg Þórhallsd., Ruth, Hilmar Örn Agnarsson, Margrét Grétars, Borghildur, Vilhelmína Þorvarðardóttit, Hreiðar og Stefán Franklin

Landvist 147Opið almenningi allar helgar í ágúst /Open every weekend in August


Margrét og sonur hennar Grétar Steinn sitja yfir sýningunni/Margrét and her son Grétar Steinn on duty at the exhibition

150 Landvist


Þriðja ágúst tilkynnti sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason að önnur bylgja kórónuveirunnar væri hafin. Sýningin var opin um helgar út ágústmánuð og aðsókn ágæt. Sú bylgja varð væg og stóð stutt yfir.

On 3 August Chief Epidemiologist Þórólfur Guðnason declared that a second wave of the Coronavirus was under way in Iceland. The exhibition was open at weekends until the end of August, and attracted many visitors. That wave, fortunately, proved mild and was rapidly brought under control.

Landvist 151


Margrét og Blossi taka á móti gestum/Receiveing visitors: Högni Egilsson, Snæfríður Ingvarsdóttir og Ingvar Magnússon frá Bjalla

152 Landvist


Kristján Örn Jónsson

Landvist 153


Ég fékk dótturson í heimsókn, Vilhjálm Ólafsson/My grandson came visiting

154 Landvist


Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Jórunn Sigurðardótti og Hanna G. Sigurðardóttir. Fremst á myndinni er dóttir Hönnu, Helga Sóley Magnúsdóttir.

Landvist 155Lokahóf/Finale


Lokahóf Landvistar og Suðurlandstvíæringur

On Land finale and South Iceland Biennale

Ráðstefna fyrir áhugafólk innan skapandi greina var haldin laugardagsmorguninn 5. sept. á Landhóteli. Þar var Suðurlands­t víæringur kynntur, nýtt verkefni, sem snýst um áframhaldandi starfsemi skapandi greina í Stóra-Klofa. Ósk er hugmyndasmiðurinn og er í samstarfi við Margréti Grétarsdóttur og fleiri í sambandi við verkefnið.

A symposium for people in the creative sector was held at Landhotel on Saturday 5 September. A presentation was given about the South Iceland Biennale, a new project regarding ongoing creative activities at Stóri-Klofi. The idea originated with Ósk Vilhjálmsdóttir, who is working on it with Margrét Grétarsdóttir and others.

Eftir hádegi fóru ráðstefnugestir í skoðunarferð um Landsveitina en mættu síðan í Stóra-Klofa, í sameiginlega veislu Landvistar og Suðurlandstvíærings.

In the afternoon the participants in the symposium went on a tour of Landsveit and on to Stóri-Klofi for a dinner jointly held by On Land and the South Iceland Biennale.

Margrét bauð gesti velkomna, Gunnar Hersveinn heim­ spekingur las hugleiðingu, ég þakkaði listamönnum fyrir þeirra framlag. Ósk þakkaði Ruth og Grétari fyrir höfðinglegar móttökur og hjálp við að gera sýninguna mögulega og sagði síðan frá fyrirhuguðum Suðurlandstvíæringi.

Margrét welcomed the guests, then philosopher Gunnar Her­ sveinn talked about the exhibition, I thanked the artists for their contributions and Ósk thanked Ruth and Grétar for their generous welcome and assistance in making the exhibition possible. She then spoke about the South Iceland Biennale.

158 Landvist


Landvist 159


Veitingar voru í boði Suðurlandstvíærings. /Refreshments courtesy of the South Iceland Biennale. Meðal gesta/Among guests: Aðalheiður Guðmundsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Gunnar Hersveinn, Höskuldur Harri, Lee Lorenzo, Friðbjörg, Haukur Ingi Jónasson, Katrín Ólína, Elísabet Gunnarsdóttir, Sigrún Birgisdóttir, Pétur Tomsen, Óskar Arnórsson, Karen Ósk, Ingibjörg Jóhannesdóttir og Hjálmar.

160 Landvist


Ingibjörg

Landvist 161


162 Landvist


Margrét sýnir gestum útskornu timburstoðina sem langafi minn og langamma tóku með sér úr Klofakirkju þegar þau tóku niður bæinn sinn og kirkjuna 1879 og endurbyggðu bæinn þar sem hann nú stendur. Margrét sagði einnig söguna af Hafsteini miðli, sem upplýsti að stoðin væri úr gömlu Klofakirkju.

Margrét shows visitors the carved wooden post which my great-grandparents took with them from Klofi Church when they dismantled their farmstead and the church in 1879, to rebuild the farmhouse in its present location. She also told the story of Hafsteinn the clairvoyant, who declared that the wooden post had come from the old church at Klofi.

Landvist 163


Gunnar Hersveinn heimspekingur flutti erindi um listina og landið/Philosopher Gunnar Hersveinn gave a talk about the art and the country

164 Landvist


Systurnar Margrét og Arna Grétarsdætur skemmtu gestum/Sisters Margrét and Arna Grétarsdoters sang and played the guitar

Landvist 165


166 Landvist


Landvist 167


Umsjón sýningarinnar Landvist í Stóra-Klofa /Organisers of the exhibition Borghildur Indriðadóttir, arkitekt og myndlistarmaður Borghildur Óskarsdóttir, myndlistarmaður Björg Vilhjálmsdóttir, hönnuður Eygló Harðardóttir, myndlistarmaður Grétar Skarphéðinsson, húsasmíðameistari Guðjón Ketilsson, myndlistarmaður Hannes Sigurðsson, myndlistarmaður Hildur Hákonardóttir, myndlistarmaður Hjálmar Sveinsson, heimspekingur Leifur Ýmir Eyjólfsson, myndlistarmaður Margrét H. Blöndal, myndlistarmaður Margrét Grétarsdóttir, ferðamálafrömuður, ábúandi í Stóra-Klofa Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður Pétur Thomsen, myndlistarmaður Ruth Árnadóttir, sjúkraþjálfi, eigandi jarðarinnar Sólveig Aðalsteinsdóttir, myndlistarmaður Vilhjálmur Hjálmarsson, arkitekt Þorbjörg Jónsdóttir, myndlistarog kvikmyndagerðarmaður

168 Landvist

Ljósmyndir /Photographs Anna Birna Ragnarsdóttir Björg Vilhjálmsdóttir Björk Viggósdóttir Borghildur Óskarsdóttir Eygló Harðardóttir Freyja Steingrímsdóttir Jón Sveinsson Kristín Reynisdóttir Ósk Vilhjálmsdóttir Sigrún Birgisdóttir Sólveig Aðalsteinsdóttir Stefán Snær Grétarsson Vilhjálmur Hjálmarsson


Þakkir

Thanks

Ég þakka listamönnunum, sem sköpuðu ný verk, sérstaklega hugsuð fyrir staðinn, húsin og náttúruna.

I thank the artists who made new, location-specific works for the place, the buildings and the nature.

Ég þakka Margréti, Ruth og Grétari fyrir stuðning þeirra, velvilja og hjálp í verkefninu Landvist sem og gagnvart fyrri verkum mínum í Landsveit.

Special thanks to Margrét, Ruth and Grétar for their support, goodwill and assistance on the On Land project.

Eins þakka ég Þór og Jóhönnu í Mörk og Sigurbjörgu og Sveini á Galtalæk fyrir að taka vel á móti mér og verkefnum mínum í Landsveit. Ég þakka Villa, manninum mínum, sem hefur verið stoð mín og stytta í gegnum öll þessi verkefni. Og ég þakka dætrum okkar, Ósku og Björgu og Hjálmari tengdasyni, Borghildi dótturdóttur, Gunnu systur og frændum mínum af Reynifellsætt, þeim Óla, Bjarna, Geira og Pétri. Einnig þakka ég „Magnúsi og vinum“ og öllum mínum barnabörnum fyrir hjálp og áhuga á verkefninu. Ég þakka þeim sem tóku ljósmyndir og gáfu mér leyfi til að birta í þessari bók. Ég hugsa til pabba og er honum þakklát.

I also thank Þór and Jóhanna of Mörk and Sigurbjörg and Sveinn of Galtalækur for welcoming my art in Landsveit. I thank my husband Villi, who has been my closest ally and support throughout all my projects. And I thank our daughters, Ósk and Björg, our son-in-law Hjálmar, our granddaughter Borghildur, my sister Gunna, and my relatives in the Reynifell Clan: Óli, Bjarni, Geiri and Pétur. And I thank all my grandchildren for their help and interest in the projects. Thanks to all those who took photos and gave me the permission to use in this book. I think of my father with gratitude. Borghildur Óskarsdóttir, 7. Marz, 2022.

Borghildur Óskarsdóttir, 7. mars, 2022.

Landvist 169


ISBN 978- 9935-25-183-1


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.