Helstu sjúkdómar í mikilli hæð yfir HÁFJALLAKVILLARsjávarmáli

HÁFJALLAKVILLAR © Tómas Guðbjartsson 2022 Teikningar: Árni Árnason Útlit: Björg, bjorgvilhjalms.is Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda. ISBN Reykjavík978-9935-25-243-22022
TÓMAS GUÐBJARTSSON HELSTU SJÚKDÓMAR Í MIKILLI HÆÐ YFIR HÁFJALLAKVILLARSJÁVARMÁLI
. . 23 Þættir sem auka hættu á hæðarveiki 25
. . . . . 18 HÆÐARLUNGNABJÚGUR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 HÆÐARHEILABJÚGUR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 HVAÐ GERIST Í LÍKAMANUM VIÐ HÆÐARVEIKI? . . . . . . . . . 22 Háfjallaveiki og hæðarheilabjúgur 22 Hæðarlungnabjúgur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 HVERJIR FÁ HÆÐARVEIKI? . . . . . . . . . . . . . .
UMEFNISYFIRLITHÖFUNDA.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 FORMÁLI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 HELSTU HÁFJALLAKVILLAR 8 HVAR ER ALGENGAST AÐ FÁ HÆÐARVEIKI? . . . . . . . . . . . 10 Fjórtán hæstu fjöll jarðar 12 Hæstu borgir heims 12 Íbúafjöldi 12 Aðrar borgir og bæir í mikilli hæð 12 Íbúafjöldi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Tíu hæstu skíðasvæði heims 13 EÐLILEG HÆÐARAÐLÖGUN . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Everest sigrað án viðbótarsúrefnis 15 HÁFJALLAVEIKI 17 Helstu einkenni og teikn . . . . . . . . . . . . . . . .
HVERNIG FYRIRBYGGJA MÁ HÆÐARVEIKI . . . . . . . . . . . . 26 Háfjallaveiki og hæðarheilabjúgur 26 Almennar ráðleggingar 26 Lyf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 Hvernig lyf er asetasólamíð? 28
HÆÐARLUNGNABJÚGUR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 MEÐFERÐ HÁFJALLAVEIKI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Almennar ráðleggingar 30 Lyf og önnur meðferð við háfjallaveiki . . . . . . . . . . . . . . 30 Meðferð hæðarlungnabjúgs 31 Meðferð hæðarheilabjúgs 31 AÐRIR HÁFJALLAKVILLAR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Svefntruflanir 32 Háfjallahósti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Meltingartruflanir 33 Augnkvillar 34 Kal 35 Háfjallaleiðangur í 2500–6000 metra hæð 36 Háfjallaleiðangur í yfir 6000 metra hæð . . . . . . . . . . . . . 36 LYFJALISTAR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36
er prófessor í geðlæknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á geðsviði Landspítala. Að loknu læknaprófi stundaði hann sérnám í geðlækningum og lauk meistaraprófi í faraldsfræði í London. Engilbert hefur reynslu af fjallgöngum og fjallaskíðaferðum, bæði hér heima og erlendis, og hefur m.a. gengið á Kilimanjaro og Monte Rosa. Gunnar Guðmundsson er læknir á lungnadeild Landspítala og prófessor í lyflæknisfræði við læknadeild HÍ. Hann lauk læknanámi á Íslandi, sérnámi í lyf- og lungnalækn ingum í Iowa í Bandaríkjunum og doktorsprófi við læknadeild HÍ. Gunnar var á yngri árum í björgunarsveit og hefur mikla reynslu af fjallgöngum hér heima en líka í Evrópu, Afríku, Bandaríkjunum og Nepal. Auk þess hefur Gunnar um árabil verið ráðgjafi ís lenskra fjallgöngumanna í leiðöngrum þeirra á hæstu fjöll jarðar.
Magnús Gottfreðsson er prófessor í smitsjúkdómalækningum og yfirlæknir á Landspít ala. Eftir læknanám við HÍ hélt hann til Norður-Karólínu þar sem hann lauk sérnámi í lyflækningum og smitsjúkdómalækningum. Magnús hefur klifið fjölda fjalla hérlendis og í Ölpunum en einnig Kilimanjaro og er auk þess reyndur fjalla- og maraþonhlaupari. Ólafur Már Björnsson er augnlæknir og starfar hjá Sjónlagi í Glæsibæ. Hann stundaði sérnám í augnlækningum í Osló en hafði áður lokið læknanámi á Íslandi. Ólafur hefur gengið í grunnbúðir Everest og á að baki fjölda fjallaskíða- og gönguferða í Ölpunum og hér heima. Hann er jafnframt mikill áhugamaður um ljósmyndun. Tómas Guðbjartsson er prófessor í skurðlækningum og yfirlæknir á skurðdeild Landspítala. Hann lauk læknanámi og doktorsprófi við HÍ en stundaði sérnám í í almenn um skurðlækningum og hjarta- og lungnaskurðlækningum í Lundi og Boston. Tómas hefur gengið á Kilimanjaro, Mont Blanc, Monte Rosa og Mount Rainer en hefur auk þess tekið þátt í fjölda háfjallaskíðaleiðangra í Evrópu og Norður-Ameríku. Jafnframt hefur hann um árabil starfað sem fjallaleiðsögumaður og læknisfræðilegur ráðgjafi íslenskra háfjallaleiðangra erlendis.
6 Háfjallakvillar UM EngilbertHÖFUNDASigurðsson
Háfjallakvillar 7
FORMÁLI Í þessu kveri er fjallað um helstu sjúkdóma sem geta gert vart við sig í mikilli hæð yfir sjávarmáli; jafnt háfjallaveiki, sem er algengasta birtingarform hæðarveiki, sem og lífs hættulega sjúkdóma eins og hæðarlungnabjúg og hæðarheilabjúg. Hæðaraðlögun er útskýrð í stuttu máli, þ.e. eðlileg viðbrögð líkamans við súrefnisskorti, en jafnframt vikið að öðrum algengum háfjallakvillum eins og svefn- og meltingartruflunum, snjóblindu og kali. Farið er yfir meðferð helstu kvillanna og aftast er listi yfir þau lyf sem hentugt er að hafa með í háfjallaferðir erlendis. Kverið er samið af fimm læknum sem allir eru áhugamenn um útivist og hafa tekið þátt í háfjallaleiðöngrum erlendis. Sömu höfundar birtu árið 2019 yfirlitsgrein um hæðarveiki í Læknablaðinu og er hluti textans byggður á henni en efnistök þó sniðin frekar að almenningi en heilbrigðisstarfsfólki. Auk þess hefur verið bætt við töflum og myndefni allt endurgert. Björg Vilhjálmsdóttir hönnuður og Árni Árnason teiknari eiga heiðurinn að hönnun kversins sem er prentað á vatnsþolinn pappír og í stærð sem ætti að fara vel í bakpoka. Sérstakar þakkir fær Ferðafélag Íslands sem styrkti útgáfuna en líka 66° Norður, Fjallakofinn og Everest án nokkurra skilyrða varðandi innihald eða efnistök. Reykjavík, 15. september 2022 Fyrir hönd höfunda, Tómas Guðbjartsson ritstjóri
Þegar komið er yfir 2500 metra hæð yfir sjávarmáli geta ýmsir kvillar sem tengjast þunnu lofti gert vart við sig, oftast innan fáeinna daga. Áhættan ræðst einkum af hæð og hraða hækkunar og geta einkennin verið mjög fjölbreytileg og komið fram í ýmsum líffærum og líffærakerfum. Áður en þessir kvillar gera vart við sig hefur líkaminn brugð ist við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli sem kallast hæðaraðlögun (acclimatization). Viðbrögð líkamans duga þó ekki alltaf til, eða þau geta orðið of kröft ug, og þá getur hæðarveiki (high altitude illness) gert vart við sig. Langalgengasta birtingarform hennar er háfjallaveiki (acute mountain sickness, AMS) en lífshættulegur hæðarheilabjúgur (high altitude cerebral edema, HACE) og hæðarlungnabjúgur (high altitude pulmonary edema, HAPE) geta einnig komið fram. Orsök hæðarveiki er súrefn isskortur og ófullnægjandi hæðaraðlögun, en hvert birtingarform hennar verður ræðst af viðbrögðum líkamans. Algengustu einkenni háfjallaveiki eru höfuðverkur, þreyta, slappleiki, ógleði og lystarleysi, en svefntruflanir og meltingaróþægindi eru sömuleiðis algengar kvartanir. Algengustu einkenni hæðarlungnabjúgs eru hins vegar mikil mæði og þróttleysi en við hæðarheilabjúg eru jafnvægistruflanir og ruglástand mest áber andi auk þess sem meðvitund getur minnkað. Loks eru háfjallakvillar sem tengjast há fjallaferðum en ekki má rekja beint til súrefnisskorts, eins og kal og niðurgangur. Einkenni Mismunandi birtingarforma Hæðarveiki
8 Háfjallakvillar HELSTU
HÁFJALLAKVILLAR
Hæðarlungnabjúgur (HAPE)ÞreytaHitiHóstiMæði Háfjallaveiki Ógleði/uppkösSvefntruflanirÞreyta(AMS)Svimit Hæðarheilabjúgur Slæmur(HACE)höfuðverkurKlaufskaRuglÓskýrhugsun
Háfjallakvillar 9 ALGENGUSTU EINKENNI HÁFJALLAVEIKI ERU HÖFUÐVERKUR, ÞREYTA, SLAPPLEIKI, ÓGLEÐI OG LYSTARLEYSI

Sífellt fleiri Íslendingar sækja í göngu- og skíðaferðir, fjallaklifur og fjallahjólaferðir er lendis þar sem haldið er upp í meira en 2500 metra hæð. Þar á meðal eru hæstu svæði jarðar eins og Himalajafjöll þar sem finna má öll 20 hæstu fjöll jarðar, en einnig Andes fjöll í Suður-Ameríku, Klettafjöll í Norður-Ameríku og Alparnir í Evrópu. Einnig liggja nokkrar stórborgir í mikilli hæð og þegar lent er á flugvöllum í slíkri hæð gefst enginn tími fyrir hæðaraðlögun. Dæmi um þetta er borgin La Paz í Bólivíu en hún stendur í 3640 metra hæð yfir sjávarmáli og er jafnframt hæsta höfuðborg í heimi. Mörg skíða svæði liggja einnig hátt og algengt er að fólk finni fyrir háfjallaveiki, sérstaklega þegar komið er út úr efstu lyftunum.
10 Háfjallakvillar NOKKRAR STÓRBORGIR LIGGJA Í MIKILLI HÆÐ OG ÞEGAR LENT ER Á FLUGVÖLLUM Í SLÍKRI HÆÐ GEFST ENGINN TÍMI FYRIR HÆÐARAÐLÖGUN HÁFJALLAVEIKI HÁFJALLAHEILABJÚGUR HÁFJALLALUNGNABJÚGUR HVAR ER ALGENGAST AÐ FÁ HÆÐARVEIKI?

Háfjallakvillar 11 AFSTÆÐ HÆÐ NOKKURRA FJALLA ACONCAGUA(8848EVERESTM)(6962M)KILIMANJARO(5895M)MONTBLANC(4808M) (1515HEKLAM)

12 Háfjallakvillar Fjórtán hæstu fjöll jarðar sem jafnframt eru þau fjöll sem ná yfir 8000 metra hæð 1. Everest 8848 m Himalajafjöll (Nepal/Kína) 2. K2 8611 m Karakoram (Pakistan/Kína) 3. Kangchenjunga 8586 m Himalajafjöll (Nepal/Indland) 4. Lhotse 8516 m Himalajafjöll (Nepal/Kína) 5. Makalu 8485 m Himalajafjöll (Nepal/Kína) 6. Cho Oyu 8201 m Himalajafjöll (Nepal/Kina) 7. Dhaulagiri 8167 m Himalajafjöll (Nepal) 8. Manaslu 8163 m Himalajfjöll (Nepal) 9. Nanga Parbat 8126 m Himalajafjöll (Pakistan) 10. Annapurna 8091 m Himalajafjöll (Nepal) 11. Gasherbrum I 8080 m Karakoram (Pakistan/Kína) 12. Broad Peak 8051 m Karakoram (Pakistan/Kína) 13. Gasherbrum II 8035 m Karakoram (Pakistan/Kína) 14. Shishapangma 8027 m Himalajafjöll (Kína) Hæstu borgir heims Íbúafjöldi La Rinconada (Perú) 5100 m 50.000 El Alto (Bólivía) 4150 m 1.100.000 Potosi (Bólivía) 4090 m 240.000 Shigatse (Tíbet) 3840 m 100.000 Juliaca (Perú) 3825 m 225.000 Oruro (Bólivía) 3706 m 235.000 Lhasa (Tíbet) 3600 m 550.000 Aðrar borgir og bæir í mikilli hæð Íbúafjöldi Dingboche (Nepal) 4350 m 200 La Pax (Bólivía) 3640 m 1.900.000 Namche Bazaar (Nepal) 3440 m 1700 Cusco (Perú) 3400 m 430.000 Leadville (Bandaríkin) 3094 m 2.900 Lukla (Nepal) 2860 m 230 Machu Picchu (Perú) 2430 m 0 Mexíkóborg (Mexíkó) 2240 m 21.300.000 Denver (Bandaríkin) 1564 m 716.000
Háfjallakvillar 13 HELSTU HÁFJALLASVÆÐI JARÐAR Tíu hæstu skíðasvæði heims 1. Jade Dragon Snow Mountain (Kína) 4700 m 2. Gulmarg (Indland) 3980 m 3. Breckenridge (Bandaríkin) 3914 m 4. Zermatt (Sviss) 3899 m 5. Loveland (Bandaríkin) 3871 m 6. Tochal (Íran) 3850 m 7. Chamonix (Frakkland) 3842 m 8. Elbrus (Rússland) 3840 m 9. Telluride (Bandaríkin) 3831 m 10. Aspen Snowmass (Bandaríkin) 3813 m

MÖRG SKÍÐASVÆÐI LIGGJA HÁTT OG ALGENGT ER AÐ FÓLK FINNI FYRIR HÁFJALLAVEIKI ÞEGAR KOMIÐ ER ÚT ÚR EFSTU LYFTUNUM
HÆÐARAÐLÖGUN
Við sjávarmál er hlutfall súrefnis í innöndunarlofti 21% og hið sama á við á tindi Kili manjaro (5895 m) og toppi Everestfjalls (8848 m). Á hinn bóginn lækkar loftþrýstingur í veldisfalli með aukinni hæð og í stað 760 mm kvikasilfurs (ígildi 1013 millibara, eða 101,3 kPa) við sjávarmál er hann aðeins helmingur þess (50 kPa) á tindi Kilimanjaro (5895 m) og þriðjungur (34 kPa) á Everestfjalli, hæsta fjalli jarðar. Magn súrefnis í ákveðnu rúmmáli andrúmslofts á tindi Everest er því aðeins um þriðjungur þess sem er í sama rúmmáli við sjávarmál. Þegar komið er yfir 2500 metra hæð getur súrefnisskortur gert vart við sig en ein kenni geta komið fyrir í lægri hæð hjá einstaklingum sem t.d. eru með hjarta- og lungnasjúkdóma. Til að nýta sem best það súrefni sem er í boði setur líkaminn af stað hæðaraðlögun. Þetta er flókið lífeðlisfræðilegt ferli sem hefst um leið og komið er í aukna hæð en getur tekið vikur og mánuði að ná fullri verkun. Þannig lifir einstaklingur innan við hálftíma á tindi Everest án undangenginnar hæðaraðlögunar en eftir sex til átta vikur í mikilli hæð geta sérstaklega þjálfaðir fjallgöngumenn klifið hæstu tinda jarð ar án viðbótarsúrefnis.

14 Háfjallakvillar EÐLILEG

Everest sigrað án viðbótarsúrefnis Þann 8. maí 1978 urðu Peter Habeler og Reinhold Messner fyrstir allra til að komast á hæsta tind jarðar, Everestfjall, án viðbótarsúrefnis. Leiðangurinn var þaulskipulagður og þykir eitt mesta afrek allra tíma í fjallamennsku. Áhersla var lögð á léttan búnað en þannig komust þeir hraðar yfir en áður hafði þekkst á Everestfjalli. Margir höfðu fullyrt fyrir leiðangurinn að ekki væri lífeðlisfræðilega mögulegt að ná tindinum án viðbótarsúrefnis, enda súrefni þar aðeins þriðjungur þess sem er við sjávarmál. Þetta afsönnuðu þeir félagar en síðan hafa á þriðja hundrað fjallgöngumenn leikið afrek þeirra eftir. Reinhold Meissner átti síðar eftir að ná fyrstur allra á 14 hæstu tinda jarðar án viðbótarsúrefnis. Flest líffæri líkamans aðlagast aukinni hæð með aðlögun, en viðbrögð lungna, hjarta og blóðs vega þyngst. Við lækkun á súrefnismagni í blóði örvast viðtakar í æðum til heila sem senda boð til hans um að auka öndunartíðni og dýpka innöndunina, sem hvort tveggja eykur loftskipti (gas exchange) í lungum.
Háfjallakvillar 15 LOFTÞRÝSTINGUR LÆKKAR Í VELDISFALLI MEÐ AUKINNI HÆÐ . ÞESS VEGNA FÆKKAR SÚREFNISSAMEINDUM Í HVERJUM LÍTRA INNÖNDUNARLOFTS ÞEGAR HÆRRA ER FARIÐ


Andrúmsloft snauttSúrefnis-blóð frá hægra hjarta til lungna vinstraríktSúrefnis-blóðfrálungumtilhjarta LUNGNABLAÐRA LOFTSKIPTI Í LUNGUM FARA FRAM Í LUNGNABLÖÐRUM (ALVEOLI) ÞAR SEM SÚREFNI BERST INN Í LUNGNABLÓÐRÁSINA OG KOLTVÍSÝRINGUR SKILST ÚT
og djúpa öndun veldur því að magn koltvísýrings (CO2) í blóði lækkar og sýrustig (pH) blóðsins hækkar. Oföndunin (hyperventilation) lýsir sér aðallega með dofa í fingrum og í kringum munn. Einnig getur mæði komið fram við minni áreynslu en áður. Samtímis eykur hjartað afköst sín (cardiac output) með því að hraða á sér (hraðari púls) og auka samdrátt hjartavöðvans. Hvort tveggja styttir flutningstíma á súrefni til vefja eins og heila og vöðva. Smám saman slást nýrun í leikinn og bregðast við hækkun sýrustigs í blóði. Það gera þau með því að auka útskilnað á basanum bíkarbonati í blóði, og tekur það nýrun yfirleitt nokkra daga að leiðrétta sýrustigið til fulls. Jafnframt eykur líkaminn framleiðslu á þvagi sem getur aukið á vökvaskort. Nýrun auka einnig framleiðslu á rauðkornavaka (erythropoietin), hormóni sem hvetur nýmyndun á rauðum blóðkornum í merg. Nær seytrun rauðkornavaka hámarki eftir tvær til þrjár vikur sem veldur hækkun á blóðrauða (haemoglobin). Mikilvægur hluti hæðaraðlögunar er að lækkun súrefnis í blóði veldur því að rauð blóð korn eiga auðveldara með að losa súrefni í vefjum. Auk þess myndast hormón sem örvar nýmyndun æða í vefjum þar sem skortur er á súrefni. Við það eykst blóðflæði og framboð súrefnis til vefja. Loks breytast efnaskipti í hvatberum (mitochondria), sem eru

16 HáfjallakvillarÞessiaukna

frumanna, til að tryggja sem besta nýtingu á súrefni í þeim. Til að byrja með nær hæðaraðlögun að halda í við minna súrefni í innöndunarlofti en þegar komið er yfir 5000 metra hæð fer súrefnismettun í blóði að falla hraðar en nemur hæðaraðlögun lík amans. Eftir það fellur súrefnismettun mun hraðar með aukinni hæð, áhrifin á líkamann verða meiri og hættan á hæðarveiki eykst. Til þess að þola slíka hæð þarf margra vikna hæðaraðlögun, en fjallgöngumenn sem leggja til lokaatlögu við Everest og aðra tinda yfir 8000 metrum yfir sjávarmáli eru oft með blóðrauða í kringum 190 g/L, borið saman við 140 g/L við eðlilegar aðstæður.
HÁFJALLAVEIKI Bráð háfjallaveiki er samsafn einkenna þar sem höfuðverkur er aðaleinkenni en önnur einkenni einnig oft til staðar. Háfjallaveiki er mjög algengt vandamál en rannsóknir frá Klettafjöllum Norður-Ameríku og Ölpunum hafa sýnt að rúmlega fimmti hver þeirra sem nær 2500–2900 metra hæð finnur fyrir einkennum og var tíðnin rúmlega 40% þegar komið var yfir 3000 metra hæð og næstum 60% þegar komið var yfir 5000 metra hæð. HÁFJALLAVEIKI

Háfjallakvillar 17


orkustöðvar
ER OFTAST UNDANFARI HÆÐARHEILABJÚGS OG HÆÐARLUNGNABJÚGS Háfjallaveiki(AMS) Hæðarheilabjúgur(HACE) Hæðarlungnabjúgur(HAPE)



Hæðarlungnabjúgur
18
Hæðarheilabjúgur Höfuðverkur (svarar illa verkjalyfjum), Slingur (ataxia), breytt uppköst meðvitund (rugl), skert viðbrögð
Skert hreyfigeta, þurr hósti, mæði í Hraður hjartsláttur í hvíld hvíld, blóð í hráka, andnauð (>100 slög á mínútu), hröð öndun (> 25/mín), blámi á fingrum
einkenna geta einnig stafað af öðrum sjúkdómum en háfjallaveiki. Því er stuðst við ákveðin skilmerki þar sem einkenni hafa mismunandi vægi. Er oftast stuðst við alþjóðleg skilmerki sem kennd eru við Lake Louise í Kanada.
meðal Höfuðverkur (svarar verkjalyfjum), Engin sértæk lystarleysi, svefntruflanir, sundl alvarleg Höfuðverkur (svarar illa verkjalyfjum), Engin sértæk mikil ógleði, uppköst og mikil þreyta
Helstu einkenni og teikn háfjallaveiki, hæðarheilabjúgs og hæðarlungnabjúgs
EINKENNI TEIKN Bráð háfjallaveiki væg Höfuðverkur, lystarleysi, Engin sértæk ógleði, svefntruflanir
HáfjallakvillarMörgþessara
Háfjallakvillar 19 HÖFUÐVERKUR 0 Enginn 1 Vægur 2 Meðal 3 Svo slæmur að þolandi verður óvirkur MELTINGARÓÞÆGINDI 0 Góð matarlyst 1 Léleg matarlyst eða ógleði 2 Meðalslæm ógleði eða uppköst 3 Slæm ógleði og uppköst sem gera þolanda óvirkan ÞREYTA OG/EÐA SLAPPLEIKI 0 Hvorki þreyta né slappleiki 1 Væg þreyta/slappleiki 2 Meðalslæm þreyta/slappleiki 3 Mikil þreyta/slappleiki SVIMI / JAFNVÆGISTRUFLANIR 0 Hvorki svimi né jafnvægistruflanir 1 Vægur svimi/jafnvægistruflanir 2 Meðalslæmur svimi/jafnvægistruflanir 3 Slæmur svimi/jafnvægistruflanir sem gera þolanda óvirkan HÁFJALLAVEIKI-VIRKNISKOR Ef þú fannst fyrir einhverjum einkennum háfjallaveiki, hver voru áhrifin á virkni þína? 0 Engin 1 Einkenni til staðar en þau höfðu ekki áhrif á virkni eða ferðaáætlun 2 Einkenni urðu til þess að ég gat ekki haldið uppgöngu áfram óstuddur eða þurfti að halda niður 3 Flytja varð mig brátt í lægri hæð Skilmerki Lake Louise fyrir háfjallaveiki
20

LEKA HÁRÆÐAR LUNGNA SEST Í LUNGNABLÖÐRUR LOFTSKIPTI UM LUNGUN
Að auki er til staðar eitt eða fleiri af eftirtöldum einkennum: óþægindi frá meltingarvegi (lystarleysi, ógleði eða uppköst), sundl, þrekleysi og þreyta. Svefnleysi er hins vegar ekki lengur meðal skilyrða fyrir greiningu háfjallaveiki, enda hefur verið sýnt fram á að allt að 40% einstaklinga með háfjallaveiki finni ekki fyrir svefntruflunum.

HáfjallakvillarEinstaklingur
Þessi hættulegi sjúkdómur er mun sjaldgæfari en háfjallaveiki en í 5500 metra hæð er tíðnin í kringum 5% og ræðst mest af hraða hækkunar. Lungnabjúgur er það form hæðarveiki sem talið er að dragi flesta fjallgöngumenn til dauða og geta einkenni gert vart við sig á tveimur til fjórum dögunum eftir að komið er yfir 3000 metra hæð. Orsökin er vökvasöfnun í lungum en fyrstu einkenni eru þurr hósti, áreynslumæði og þróttleysi við klifur eða þegar gengið er upp halla. Með aukinni vökvasöfnun í lungum, sem veldur VIÐ HÆÐARLUNGNABJÚG
OG BJÚGVÖKVI
HÆÐARLUNGNABJÚGUR
SEM SKERÐIR
með eiginlega háfjallaveiki er því alltaf með höfuðverk en verður einnig að hafa nýlega komist yfir 2500 metra hæð yfir sjávarmáli og hafa ekki náð hæðaraðlögun.
Að jafnaði koma einkenni fram 6–10 klukkustundum eftir komu í mikla hæð en geta hafist allt að einni klukkustund eftir komu eða einum til tveimur dögum síðar. Án frekari hækkunar ganga einkenni oftast til baka á einum til þremur dögum.
HÆÐARHEILABJÚGUR
Hæðarheilabjúgur er líkt og lungnabjúgur lífshættulegt form hæðarveiki. Orsökin er talin vera truflun á vökvajafnvægi smærri æða í heila sem stafar af ófullnægjandi hæðaraðlögun. Einkenni koma oftast ekki fram fyrr en komið er yfir 3000 metra hæð. Fyrst verður oftast vart óstöðugleika við gang en við lengra genginn heilabjúg sést jafnvægistruflun sem síðan getur þróast hratt í sljóleika og jafnvel skerta áttun og meðvitund. Meðal áhættuþátta er fyrri saga um hæðarveiki, ófullnægjandi aðlögun og mikil líkamleg áreynsla. Hæðarheilabjúgur er sjaldgæfari en hæðarlungnabjúgur og er tíðnin 0,5–1% þegar komið er í 4000–5000 metra hæð. Oftast eru einkenni bráðrar háfjallaveiki, eins og höfuðverkur og ógleði, undanfari heilabjúgs og jafnvel einkenni hæðarlungnabjúgs. Þó er einnig þekkt að heilabjúgur þróist án slíkra undanfara. ER FLÓKIÐ FYRIRBÆRI EN Í ALVARLEGRI TILFELLUM EYKST ÞRÝSTINGUR INNI Í HÖFUÐKÚPUNNI

Háfjallakvillar 21 fallandi súrefnismettun, sést oft vaxandi mæði við göngu á jafnsléttu, jafnvel andnauð. Einnig getur hráki orðið froðukenndur og blóðlitaður. Mikilvægt er að hafa í huga að algeng einkenni háfjallaveiki, eins og höfuðverkur og ógleði, koma aðeins fram í um helmingi tilfella í aðdraganda hæðarlungnabjúgs og á fyrstu stigum getur verið erfitt að greina hann frá loftvegasýkingum sem eru mjög algengar í mikilli hæð.
HÆÐARHEILABJÚGUR

EINKENNI HÆÐARVEIKI SKARAST LÍKT OG MEINGERÐ SÖMU SJÚKDÓMA, NEMA HVAÐ MEINGERÐ HÆÐARLUNGNABJÚGS (HLB) ER AÐEINS FRÁBRUGÐIN FYRIR HÁFJALLAVEIKI (HFV) OG HÆÐARHEILABJÚG (HHB) MeingerðEinkenni HÁFJALLAVEIKI HÁFJALLAVEIKIHLB HLB HHB HHB
22 Háfjallakvillar HVAÐ GERIST Í LÍKAMANUM VIÐ HÆÐARVEIKI?

Meingerð háfjallaveiki er flókið fyrirbæri sem rekja má til viðbragða líkamans við súr efnisskorti. Meingerð hæðarlungnabjúgs er aðeins frábrugðin meingerð háfjallaveiki og hæðarheilabjúgs sem sumir telja að líta megi á sem svæsið form háfjallaveiki. Töluverð skörun er á helstu birtingarformum hæðarveiki, enda þótt hæðarlungnabjúgur geti gert vart við sig án einkenna háfjallaveiki. Háfjallaveiki og hæðarheilabjúgur Enn er margt á huldu um hvað það er sem ræsir þetta flókna sjúkdómsferli en svo virðist sem þeir sem fái háfjallaveiki séu að jafnaði með lægri súrefnismettun í blóði en hinir sem eru einkennalausir. Ýmsir þættir eru taldir koma við sögu, eins og dempuð aukning í öndunartíðni þegar súrefnisþrýstingur lækkar, skert loftskipti í lungum vegna bjúgs og óeðlilegrar vökvasöfnunar í líkamanum, auk fleiri þátta. Ljóst er að súrefnis skortur kallar fram oföndun sem lækkar koltvísýring í blóði, sem aftur veldur víkkun á æðum til heila. Þetta eykur blóðflæði til heilans en í alvarlegum tilfellum af háfjallaveiki og hæðarheilabjúg eykur háræðaleki bjúgmyndun í heilanum og þrýstingurinn inni í höfuðkúpunni eykst.


Hjá þessum einstaklingum er talið að súrefnisskortur valdi staðbundnum lungnahá þrýstingi sem veldur auknu blóðflæði til annarra svæða lungans, háræðaleka og síðan bjúg í lunganu.
Háfjallakvillar 23
Hæðarlungnabjúgur

HVERJIR FÁ HÆÐARVEIKI?
MIKLU MÁLI SKIPTIR Í HVAÐA HÆÐ YFIR SJÁVARMÁLI ER SOFIÐ TIL AÐ FORÐAST HÆÐARVEIKI
Sterkasti áhættuþáttur hæðarveiki er hröð hækkun í mikilli hæð. Fyrri saga um hæðar veiki er einnig þekktur áhættuþáttur, sérstaklega ef um var að ræða hæðarlungna bjúg, en meira en helmingur einstaklinga með sögu um hæðarlungnabjúg veikist að nýju með svipuðum einkennum sé farið aftur í sömu hæð. Einnig skiptir miklu máli í hvaða hæð yfir sjávarmáli er sofið. Ekki er munur á tíðni hæðarveiki eftir kynjum, en aldur skiptir hins vegar máli. Þannig eru einstaklingar milli fimmtugs og sjötugs í minni hættu að fá háfjallaveiki en þeir sem yngri eru en þegar komið er yfir 70 ára aldur eykst hættan á ný. Ofáreynsla og sýkingar, sérstaklega í öndunarfærum, eru þekktir áhættuþættir fyrir hæðarlungnabjúg.

24
HáfjallakvillarMikiðáreynsluþol

og líkamleg þjálfun eru ekki verndandi fyrir hæðarveiki og margt bendir til að keppnismenn í þolgreinum íþrótta, eins og í maraþonhlaupi og sundi, séu ekkert síður útsettir en aðrir. Þar að auki hafa rannsóknir á nokkrum af fremstu há fjallagörpum sögunnar, meðal annars Reinhold Messner, sýnt að þeir eru ekki með meira áreynsluþol en afreksmenn í ýmsum þolgreinum íþrótta. Margt bendir til þess að erfðir geti að einhverju leyti skýrt mismunandi næmi fyrir sjúk dómnum. Þannig eru þjóðflokkar í Tíbet sem búið hafa öldum saman í mikilli hæð mun síður næmir fyrir hæðarveiki en Kínverjar sem fluttu til Tíbets af láglendi á síðastliðnum áratugum. Erfðir hæðarveiki og viðbrögð líkamans við súrefnisskorti eru flókið fyrirbæri og margt enn á huldu. Erfðabreytileikum í nokkrum genum hefur verið lýst en sterkust eru tengslin við svokallað ACE-gen sem stýrir framleiðslu á boðefni sem stjórnar æða samdrætti í líkamanum. MUNUR Á TÍÐNI HÆÐARVEIKI EFTIR KYNJUM . ALDUR SKIPTIR HINS VEGAR MÁLI
EKKI ER

MARGT BENDIR TIL ÞESS AÐ ERFÐIR GETI AÐ EINHVERJU LEYTI SKÝRT MISMUNANDI NÆMI FYRIR HÆÐARVEIKI
Í meðallagi Einstaklingur með fyrri sögu sem hækkar sig í 2500–2800 metra á einum degi. Engin saga um hæðarveiki og hækkar sig í meira en 2800 metra á einum degi.
Mikil Einstaklingur með fyrri sögu sem hækkar sig í meira en 2800 metra á einum degi.

ÁHÆTTA LÝSING

Allir einstaklingar með fyrri sögu um háfjallaheilabjúg.
Allir einstaklingar sem fara í meira en 3500 metra hæð á einum degi.
Með hæð er átt við þá hæð sem einstaklingur sefur í Ofangreint á við einstaklinga sem hafa ekki fengið neina hæðaraðlögun
Lítil Einstaklingur með enga fyrri sögu sem hækkar sig í minna en 2800 metra hæð. Einstaklingur sem tekur tvo daga í að komast í 2500–3000 metra og hækkar sig í svefnstað um minna en 500 metra á dag og tekur aukadag til aðlögunar fyrir hverja 1000 metra hækkun.
Allir einstaklingar sem hækka sig um meira en 500 metra á dag (hækkun í svefnstað) í hæð yfir 3000 metrum en með aukadegi fyrir aðlögun fyrir hverja 1000 metra hækkun.
Allir einstaklingar sem hækka sig um meira en 500 metra á dag (hækkun í svefn stað) í hæð yfir 3000 metrum en með enga aukadaga fyrir aðlögun.
Mjög hröð uppganga. Dæmi: Kilimanjaro á innan við sjö dögum. Þættir sem auka hættu á hæðarveiki
Háfjallakvillar 25
26 Háfjallakvillar HVERNIG
Almennar ráðleggingar Hér gildir hin gullna regla fjallamennskunnar, að gefa sér nægan tíma til hæðaraðlögunar, sem alltof oft vill gleymast. Varast skal að halda beint frá sjávarmáli upp í meira en 2700–3000 metra hæð yfir sjávarmáli. Best er að dvelja yfir nótt í meðalhæð, t.d. í 2500–2800 metra hæð, áður en lengra er haldið upp á við. Eftir það er mælt með því að hækkun sé ekki meiri en 500–600 metrar á dag milli svefnstaða, og að tekinn sé hvíldardagur fyrir hverja 1000–1200 metra hækkun. Oft skiptir hæð yfir sjávarmáli á næturstað meira máli en sú hæð sem gengið er upp í yfir daginn. Þannig ná flestir hæðaraðlögun með því að lækka sig í hæð í næturstað eftir dagsgöngu. Gott er að ganga rólega og reyna ekki of mikið á sig. Þetta á sérstaklega við um þá sem áður hafa fengið hæðarveiki. ALGENGASTA SÉRHÆFÐA LYFIÐ SEM NOTAÐ ER TIL AÐ FYRIRBYGGJA HÆÐARVEIKI ER ASETASÓLAMÍÐ
Ýmsum aðferðum má beita til að fyrirbyggja hæðarveiki, bæði almennum ráðleggingum en einnig lyfjum. Fjallað er sérstaklega um háfjallaveiki og hæðarheilabjúg saman en einnig um fyrirbyggjandi meðferð við lungnabjúg. HÁFJALLAVEIKI

OG HÆÐARHEILABJÚGUR
FYRIRBYGGJA MÁ HÆÐARVEIKI

Fyrirbyggja HFV, HHB Um munn Meðferð HFV, HHB Um munn, Í æð eða í vöðva Íbúprófen Fyrirbyggja HFV Um munn Nífedipín Fyrirbyggja HLB Um munn Meðferð HLB Um munn Tadalafil Fyrirbyggja HLB Um munn Sildenafil Fyrirbyggja HLB Um munn Salmeteról Fyrirbyggja HLB Innöndun
Asetasólamíð
Lyf Helstu lyf sem notuð eru til að fyrirbyggja og meðhöndla hæðarveiki má sjá í töflunni að neðan. Öll lyfin ber að skammta í samráði við lækni. Parasetamól og bólgueyðandi lyf eins og íbúfen og celecoxíb hafa góð áhrif á háfjalla höfuðverk, en mest notaða sérhæfða lyfið er asetasólamíð. Lyf Ábending Inntaka
Háfjallakvillar 27 HFV; háfjallaveiki, HHB; hæðarheilabjúgur, HLB; hæðarlungnabjúgur
Fyrirbyggja HFV, HHB Um munn Meðferð HFV, HHB Um munn Dexametasón
28 Háfjallakvillar

Hvernig lyf er asetasólamíð (Diamox®) og hversu áhrifaríkt er það? Lyfið var þróað sem glákulyf en það dregur úr endurupptöku bíkarbónats og saltsins natríum í nýrum. Það veldur því losun á bíkarbónati í þvagi sem sýrir blóðið (metabolic acidosis). Til að leiðrétta sýrustig í blóði bregst líkaminn við með því að auka súrefnisupptöku í lungum. Virkni lyfsins er breytileg eftir rannsóknum en nýlegar slíkar virðast benda til þess að það dragi úr tíðni háfjallaveiki um allt að helming. Á móti kemur að einstak lingar sem taka lyfið finna meira fyrir náladofa og kolsýrðir drykkir eins og gosdrykkir bragðast illa. ASETASÓLAMÍÐS ER TILTÖLULEGA EINFÖLD
BYGGING

Háfjallakvillar 29 Það er ákvörðun hvers og eins að taka asetasólamíð en ekki er talið nauðsynlegt að allir sem halda í mikla hæð þurfi þess til að fyrirbyggja hæðarveiki. Þeir sem hafa áður fengið meira en aðkenningu af háfjallaveiki ættu þó að íhuga slíka meðferð til að minnka líkur á einkennum hæðarveiki. Þeim sem ætla að ferðast frá sjávarmáli upp í meira en 3000 metra hæð til næturgistingar án hæðaraðlögunar ættu að íhuga að taka lyf eins og asetasólamíð sem draga úr líkum á hæðar veiki. Byrjað er að taka lyfið sólarhring fyrir hæðaraukningu og hætt þegar aftur er komið niður fyrir 2500 metra, eða ef staldrað er við í sömu hæð í meira en 4–5 sólarhringa. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir súlfalyfjum ættu að forðast asetasólamíð vegna mögulegs krossofnæmis. Til að ganga skugga um að lyfið þolist vel er oft mælt með því að prófa lyfið við sjávarmál um tveimur vikum fyrir áætlaða Dexametasónnotkun.er
sykursteralyf og getur minnkað líkur á heilabjúg með því að draga úr leka í háræðum heila. Lyfið á aðeins að nota sem fyrirbyggjandi meðferð í samráði við lækni, t.d. ef asetasólamíð þolist ekki eða frábendingar eru fyrir notkun þess. Ekki er ráðlegt að taka sykurstera í meira en 10 daga samfleytt vegna hættu á aukaverkunum, og mikilvægt er að hafa í huga að einkenni hæðarveiki geta komið fram aftur þegar lyfjagjöf er hætt. Ýmis önnur lyf hafa verið rannsökuð með tilliti til þess hvort þau fyrir byggi hæðarveiki, t.d. magnesíum sítrat og Ginkgo Biloba, en flestar rannsóknir styðja ekki virkni þeirra.
HÆÐARLUNGNABJÚGUR
Að jafnaði gilda sömu fyrirbyggjandi leiðbeiningar um hæðarlungnabúg og fyrir bráða háfjallaveiki. Þó er sérstaklega mælt með því að forðast of mikla áreynslu, sérstaklega hjá þeim sem eru með öndunarfærasýkingu. Einstaklingar sem áður hafa fengið hæðar lungnabjúg ættu að hækka sig mjög varlega og hafa samband við lækni áður en þeir halda í mikla hæð. Notkun svokallaðra fosfódíesterasahemla eins og tadalafils og sild enafils, sem fyrst og fremst eru notaðir við ristruflunum, á sjaldnast við í fyrirbyggjandi tilgangi nema þó í einstaka tilvikum hjá sjúklingum sem áður hafa fengið hæðarlungna bjúg og þá aðeins í samráði við lækni.
Mikilvægast er að fara strax niður í minni hæð og skal það alltaf gert ef aðstæður leyfa. Ef einkenni eru væg má íhuga að halda kyrru fyrir. Oft dugir lækkun um 500–1000 metra til að draga verulega úr einkennum. Eftir hvíld og frekari hæðaraðlögun má reyna uppgöngu á ný ef einkenni voru væg. Mælt er gegn því að þeir sem hafa fengið heila- og/eða lungnabjúg reyni frekari uppgöngu. Alltaf er lögð áhersla á að drekka vel og svala þorstanum jafnóðum, sem forðar vökvatapi og dregur úr einkenn um háfjallaveiki. Ofvökvun er þó óæskileg, enda getur hún valdið lækkun á saltinu natríum í blóði sem getur valdið einkennum sem líkjast háfjallaveiki. Lyf og önnur meðferð við háfjallaveiki Lyf má nota ein og sér ef einkenni eru væg eða ef aðstæður leyfa ekki lækkun í minni hæð, t.d. vegna veðurs eða náttmyrkurs. Helstu lyfin sem notuð eru hjá sjúklingum með alvarleg einkenni háfjallaveiki eru sýnd í töflu á bls. 27. Nota má verkjalyf eins og para setamól í fullum skömmtum, íbúfen eða celecoxíb við vægum einkennum, sérstaklega
Almennar ráðleggingar
HÁFJALLAVEIKI
30 Háfjallakvillar MEÐFERÐ

HÁÞRÝSTIPOKAR GETA KOMIÐ AÐ NOTUM VIÐ BRÁÐA HÆÐARVEIKI EN ERU SJALDAN TIL STAÐAR

Sildenafil var upphaflega rannsakað sem lyf við háum blóðþrýstingi en virkaði ekki nægilega vel. Hinsvegar vildu margir karlar ekki hætta að taka lyfið þegar rannsóknum á því lauk. Þannig uppgötvaðist virkni þess á ristruflanir. Þessi lyf auka framleiðslu á nituroxíði (NO) í lungnaslagæð um sem veldur útvíkkun þeirra æða án þess að hafa áhrif á blóðþrýsting annars staðar í líkamanum. Þannig eru þau notuð við hæðarlungnabjúg og lungnaháþrýstingi af óþekktum orsökum. Takmarkaðar rannsóknir eru til á virkni þeirra við hæðarlungnabjúg, en samt nægar til þess að hægt sé að mæla með notkun þeirra. Meðferð hæðarheilabjúgs Mikilvægast er að koma sjúklingnum sem fyrst neðar í fjallið og eins neðarlega og aðstæður leyfa. Á það alltaf við nema ytri aðstæður hamli niðurferð. Við slíkar aðstæður getur súrefnisgjöf verið viðeigandi, sé súrefni í boði, en sama á við um háþrýstipoka. Stundum er gripið til dexametasóns í töfluformi, í æð eða vöðva, ef aðstæður leyfa.
Háfjallakvillar 31 höfuðverk. Asetasólamíð er best að gefa sem fyrst eftir að einkenni koma fram en til vara má í samráði við lækni nota kröftugri lyf eins og dexametasón. Asetasólamíð er mest notað fyrir þá sem eru með væga háfjallaveiki. Ef einkenni lagast eftir að lyfjagjöf hefst er ekki endilega þörf á að fara í lægri hæð. Dexametasón er hins vegar frekar notað ef um er að ræða háfjallaveiki á miðlungs- eða háu stigi. Aldrei er mælt með því að halda í meiri hæð fyrr en einkenni eru gengin yfir. Súrefnisgjöf í nef dregur fljótt úr einkennum en er sjaldan i í boði, enda súrefnishylki fyrirferðarmikil og þung í burði. Í sumum skálum eru til háþrýstipokar (Gamow-pokar) sem sjúklingurinn fer í og þrýsting ur er þá hækkaður með fót- eða handdrifnum dælum. Samsvarar notkun þeirra allt að 3000 metra hæðarlækkun. Meðferð hæðarlungnabjúgs Hér er sérlega mikilvægt að halda með sjúklinginn niður í minni hæð en háþrýstipoki getur komið að góðum notum þegar flutningi niður verður ekki komið við. Súrefnis gjöf, til dæmis 1–2 lítrar/mín sem gefnir eru með súrefnisbeisli í nös, er áhrifarík, en er sjaldnast í boði í mikilli hæð. Hægt er í samráði við lækni að gefa fosfódíesterasahamla eins og tadalafil eða sildenafil sem lækka þrýsting í lungnaæðum, en það gera einnig nífedipíntöflur. Mælt er gegn notkun þvagræsilyfja og morfíns við hæðarlungnabjúg, enda geta þvagræsilyf aukið á vökvaskort í líkamanum.
Hvernig virka stinningarlyf á hæðarlungnabjúg?
32 Háfjallakvillar AÐRIR SvefntruflanirHÁFJALLAKVILLAR
SVEFNTRUFLANIR ERU MEÐ ALGENGARI KVÖRTUNUM ÞEGAR KOMIÐ ER Í MIKLA HÆÐ
Einstaklingar sem finna fyrir miklum svefntruflunum þrátt fyrir asetasólamíð geta tekið svefnlyf eins og zolpidem sem síður bælir öndun en önnur svefnlyf.
Þær eru með algengari kvörtunum þegar komið er í mikla hæð og geta stafað af ýmiss konar umhverfishljóðum sem trufla svefn, en einnig af framandi svefnaðstæðum eins og þegar sofið er í tjaldi eða þéttsetnum skála. Súrefnisskortur er talinn aðalástæðan fyrir þessum svefntruflunum sem meðal annars lýsir sér með óreglulegri og bilkvæmri öndun (periodic breathing). Hún er algeng í mikilli hæð en lagast oft með asetasólamíði.
Háfjallahósti Algengt er að fá hósta þegar komið er í mikla hæð en þar verða hóstaviðbrögð næm ari. Í mikilli hæð verður öndun einnig hraðari og loftið þurrara sem þurrkar öndunar vegina og getur valdið hósta. Þetta á sérstaklega við hjá þeim sem hafa astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. Einnig er oft mikið ryk í lofti á háfjöllum og bakteríu- og veirusýkingar berast auðveldlega á milli einstaklinga í þröngum rýmum eins og tjaldi. Hvíld og lækkun í minni hæð er áhrifarík til að draga úr vandamálinu, en kódeinlyf eru oft reynd til að stilla hósta.

Breytingar á mataræði og meltingu fylgja gjarnan ferðalögum til annarra menn ingarheima. Á háfjöllum er hreinlætisaðstaða og aðgengi að fersku vatni oft af skornum skammti og erfitt að halda mat ferskum. Hægt er að drepa bakteríur með suðu, sé hægt að koma því við. Þá er unnt að grípa til síunar, en iðraveirur geta borist í gegnum síur og sú aðferð er því ekki fyllilega örugg. Klór- og joðtöflur hafa einnig verið notaðar til að drepa sýkla, en þá þarf vatnið að vera sæmilega tært og helst búið að sía það áður. Þessu til viðbótar má hreinsa vatn án utanaðkomandi efna, t.d. með notkun lampa sem gefa frá sér útfjólublátt ljós, eða með notkun sólarorku. Algengt er að fá niðurgang í háfjallaferðum og oft fylgja kviðverkir. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að drekka nóg af vökva með sykri og söltum.
Ekki er mælt með sýklalyfjum við niðurgangi á fjöllum nema augljóst sé að um alvarlega bakteríusýkingu sé að ræða. Er þá oft oftast gripið til sýklalyfs sem heitir síprófloxasín. Óþarfa sýklalyfjataka raskar hins vegar oft eðlilegri þarmaflóru líkamans, sem aftur getur valdið frekari meltingaróþægindum og eykur hættu á að sýklalyfjaónæmar bakteríur taki sér bólfestu í meltingarfærum. Vindgangur er algengt vandamál og getur bæði tengst breyttu mataræði en einnig því að hraðari öndun verður til þess að meira er gleypt af lofti.


Háfjallakvillar 33 NIÐURGANGUR OG UPPKÖST ERU TÍÐIR KVILLAR Í MIKILLI HÆÐ
Meltingartruflanir
Helsti augnkvilli í mikilli hæð er bráð hornhimnubólga (acute keratitis), oft kallað snjó blinda. Orsökin er mikil UV-geislun í hæð ásamt þurru og köldu lofti. Hornhimnubólga lýsir sér með verk í augum, roða, aðskotahlutstilfinningu, aukinni táramyndun, ljósfælni og skertri sjón. Oft líða nokkrir klukkutímar frá geislun þar til einkenni koma fram, en þau ganga oftast til baka á einum til þremur dögum. Meðferð er fólgin í notkun gervi tára og stundum sýklalyfjadropum með bólgueyðandi sterum. Hægt er að verjast snjó blindu með notkun jöklagleraugna sem verja hornhimnuna gegn UVA- og UVB-geislum. Súrefnisskortur getur valdið augnbotnaskemmdum (high altitude retinopathy) og blæð ingum í augnbotninum sem aðeins sjást þegar komið er yfir 4000 metra hæð. Oft fylgir þessum blæðingum sjónskerðing sem er í flestum tilfellum afturkræf, en þessir sjúk lingar eru einnig oft með hæðarheilabjúg.

Augnkvillar
SNJÓBLINDA ER BÓLGA Í HORNHIMNU AUGANS OG GETUR VALDIÐ TÍMABUNDINNI BLINDU
34 Háfjallakvillar
Við frostskemmdir í húð myndast kal og er talað um yfirborðskal þegar efsta lag húðar frýs, en djúpt kal þegar skemmdirnar ná dýpra niður í vefina. Þeir líkamshlutar sem eru viðkvæmastir fyrir kali eru andlit, nef, eyru, hendur og fætur, en þar er yfirborð hlutfallslega stórt og ekki til staðar stórir vöðvar sem hita vefina. Við yfirborðskal verður húðin hvít eða grá og aum við snertingu. Kalni hlutinn er kaldur og stífur viðkomu, á meðan vefir undir húðinni haldast mjúkir. Einkennin eru aðallega stingir og sársauki. Við djúpkal er húðin enn kaldari og harðari viðkomu og gefur ekki eftir við þrýsting. Húðlitur er hvítur eða gráhvítur. Sársauki er ekki eins áberandi og við yfirborðskal og með tímanum geta myndast blöðrur. Meðferð kalsára felst í því að koma einstaklingi úr kulda á heitan stað, en jafnframt fjarlægja fatnað og annað sem þrengt getur að sárinu. Mikilvægt er að fyrirbyggja að kalsvæðið frjósi aftur, en þó er ekki mælt með því að nudda það. Beita má ýmiss konar hitun eftir því sem aðstæður leyfa, eins og að stinga líkamshlutum í hlýrri holhönd eða nára eða nota volgan og rakan klút. Í framhaldinu er síðan notuð upphitun í 37–39 gráðu heitu vatni í 15–60 mínútur, þ.e. þegar aðstæður leyfa. Mikilvægt er að gefa verkjalyf því kali fylgir oft töluverður sársauki. Síðan eru settar þurrar og hreinar umbúðir yfir til að fyrirbyggja sýkingar.


Háfjallakvillar 35 KAL Á FINGRUM ER ALVARLEGUR FYLGIKVILLI HÁFJALLAFERÐA
Kal
Háfjallaleiðangur í 2500–6000 metra hæð • Parasetamól • Parkódín • Íbúfen • Asetasólamíð • Augnsmyrsl með sýklalyfi • Síprófloxasín • Sildenafil/adenafil Háfjallaleiðangur í yfir 6000 metra hæð • Parasetamól • Parkódín • Íbúfen • Asetasólamíð • Augnsmyrsl með sýklalyfi • Síprófloxasín • Sildenafil/tadenafil • Dexametasón LYFJALISTAR
36 Háfjallakvillar
Háfjallakvillar 37 Höfundar fyrir framan Landspítalann Frá vinstri: Ólafur Már Björnsson, Gunnar Guðmundsson, Magnús Gottfreðsson, Engilbert Sigurðsson og Tómas Guðbjartsson ritstjóri Myndina tók Kristinn Ingvarsson Hér er QR-kóði til að hlaða Háfjallakverinuniðurá síma eða tölvu og er miðað við að hver kóði sé aðeins notaður af einum einstaklingi.

ÍHÁFJALLAKVILLARþessukverierfjallað um helstu sjúkdóma sem geta gert vart við sig í mikilli hæð yfir sjávarmáli; jafnt háfjallaveiki, sem er algengasta birtingarform hæðarveiki, sem og lífshættulega sjúkdóma eins og hæðarlungnabjúg og hæðarheilabjúg. Hæðaraðlögun er útskýrð í stuttu máli, þ.e. eðlileg viðbrögð líkamans við súrefnisskorti, en jafnframt vikið að öðrum algengum háfjallakvillum eins og svefn- og meltingar truflunum, snjóblindu og kali. Farið er yfir meðferð helstu kvillanna og aftast er listi yfir þau lyf sem hentugt er að hafa með í háfjallaferðir erlendis. ISBN 978-9935-25-243-2



