Namsvisir haust2016 lett

Page 1

náms vísir FARSKÓLINN – MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

HAUST 2016

1


Starfsfólk Farskólans Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri bryndis@farskolinn.is

& 455 6014 / 894 6012

Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón nám-skeiða, kennsla o.fl.

Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

johann@farskolinn.is

& 455 6011 / 893 6011

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfundabúnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla, Markviss og fleira.

Halldór B. Gunnlaugsson verkefnastjóri

halldorb@farskolinn.is

& 455 6013

Umsjón með námskeiðum, háskólanámi, heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla, Markviss og fl.

Gígja Hrund Símonardóttir þjónustustjóri

gigja@farskolinn.is

& 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrifstofustörf og umsjón með námskeiðum.

Sandra Hilmarsdóttir verkefnisstjóri og ráðgjafi sandra@farskolinn.is & 455 6160

Ráðgjöf, hvatning til náms og umsjón með námskeiðum Farskólans og fl.

Stjórn Farskólans skipa: Þórarinn Sverrisson, Ingileif Oddsdóttir, Herdís Klausen, Erla Björk Örnólfsdóttir og Þóra Sverrisdóttir. Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans: Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Skagahreppur, Akrahreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Aldan – stéttarfélag Skagafirði, Verslunarmannafélag Skagfirðinga, Starfsmannafélag Skagafjarðar, Stéttarfélagið Samstaða Húnavatnssýslum, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum, Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki, Fisk Seafood Sauðárkróki og Skagaströnd og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra.

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsvísir Farskólans Útgefandi: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Samantekt efnis og myndir: Starfsfólk Farskólans Hönnun & prentun: Nýprent ehf.

2

Hvernig náum við að fanga athygli þína? Vorönnin var nokkuð annasöm í Farskólanum, starfsfólki til mikillar ánægju. Haldin voru 43 námskeið sem rúmlega fimm hundruð þátttakendur sóttu. Vorönnin einkenndist af því hversu mörg námskeið voru haldin fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana á svæðinu. Á komandi skólaári verður áfram lögð áhersla á starfstengd námskeið. Sem dæmi má nefna Grunnmenntaskólann, sem væntanlegir námsmenn í fisktækni munu einnig sækja. Nám fyrir Félagsliða, sem taka mun fjórar annir. Væntanlegt nám í svæðisleiðsögn og námskeið sem haldin eru í samvinnu SSNV og Farskólans og ætluð eru frumkvöðlum og fólki í atvinnurekstri. Síðan verður framhald á íslenskunámskeiðum fyrir fólk af erlendu bergi brotið og námskeið fyrir væntanlega jarðlagnatækna og dyraverði. Við í Farskólanum veltum því fyrir okkur hvernig best sé að ná athygli íbúanna á Norðurlandi vestra? Hvernig er best að auglýsa námskeiðin okkar? Það kemur fyrir á hverju ári að námskeið fara fram hjá fólki vegna þess að það skoðaði ekki Námsvísinn okkar og það finnst okkur ekki gott að heyra. Það styttist í að auglýsingar á pappír heyri sögunni til og verði á rafrænu formi. Hvenær best er að stíga það skref að auglýsa námskeiðin eingöngu á heimsíðu Farskólans og á samfélagsmiðlum eins og Facebook er ekki gott að segja, en sá tími kemur. Starfsfólk Farskólans vill gjarnan eiga í sem bestum samskiptum við íbúa á Norðurlandi vestra. Við í Farskólanum heimsækjum fyrirtæki og stofnanir og hittum fólk þar. Gestir og gangandi eru einnig velkomnir til okkar hvenær sem er; til að ræða við okkur hugmyndir að nýjum námskeiðum, skoða frekara nám í formlega skólakerfinu eða til að hitta ráðgjafa Farskólans. Starfsfólk Farskólans er einnig með viðveru í Námsverum á svæðinu eftir þörfum og þar má einnig heimsækja okkur. Munið að langflest námskeið eru í boði um allt Norðurland vestra. Því miður er ekki hægt að tímasetja öll námskeiðin á öllum stöðunum. Fyrst könnum við áhuga ykkar og ef fyrirspurnir og skráningar berast okkur þá leitum við aftur til leiðbeinenda til að kanna hvenær þeir geta komið til okkar og verið á fleiri stöðum með námskeiðin sín. Þótt námskeið sé skráð á einum ákveðnum stað þá er um að gera að láta vita ef áhugi er fyrir hendi á öðrum stað og þá fer boltinn að rúlla. Komið og verið með okkur í vetur, það er gott námskeiðsár framundan.

Fyrir hönd starfsfólks Farskólans.

Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri


Grunnmenntaskólinn - 1. hluti LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir leiðbeinendur á vegum Farskólans.

Um vottaðar námsleiðir FA Vottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins eru styrktar af Fræðslusjóði og þess vegna er hægt að bjóða þær á hagstæðu verði. Vottaðar námsleiðir FA eru viðurkenndar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og þær má meta til eininga á framhaldsskólastigi. Hjá Farskólanum hefur Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra metið námið til eininga. Námslýsingar má sjá á vef FA (www.frae.is). Námsleiðirnar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir fullorðið fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi. Áhersla er lögð á að hægt sé að stunda námið með vinnu, að kennsluhættir henti fullorðnu fólki, að námið sé hagnýtt og í takt við þarfir námsmanna og atvinnulífsins.

Félagsliðabrú LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir leiðbeinendur á vegum Farskólans.

25.000 KR HVER ÖNN FJÓRAR ANNIR. NÁMIÐ HEFST HAUSTIÐ 2016.

Félagsliðabrú er skipulögð fyrir einstaklinga sem eru orðnir 22 ára og hafa a.m.k. 3 ára starfsreynslu á viðeigandi starfssviði. Að auki þurfa þeir að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila sem sjá um námskeiðahald. Umfang námskeiða þarf að vera 220 - 230 stundir og skal það teljast jafngilda um 17 einingum af sérgreinum félagsliðabrautar. Þeir sem ekki hafa starfsreynslu eru einnig velkomnir í námið og geta þá lokið sérgreinum Félagsliðabrautar í Farskólanum. Formlegt nám við framhaldsskóla er metið í samræmi við ákvæði aðalnámskrár framhaldsskóla sé það sambærilegt við það nám sem er í boði á brúnni. LÝSING: Innihald námsins er félags-, sál- og uppeldisgreinar sem og sérgreinar á sviði fötlunar og öldrunarþjónustu. Sérhæfingin er sjö einingar á hvoru sviði og geta nemendur tekið bæði sviðin ef þeir kjósa. Nemendur sem ljúka félagsliðabrú hljóta starfsheitið félagsliði. NÁMSÞÆTTIR: Aðstoð og umönnun, Félagsleg virkni, Félagsfræði, Fjölskyldan og félagsleg þjónusta, Gagnrýnin hugsun og siðfræði, Lyf og líkamleg umönnun, Næringarfræði, Samskipti og samstarf, Þroskasálfræði, Geðsálfræði, Skyndihjálp og Upplýsingatækni. VALGREINAR: Öldrun og Öldrun og samfélag eða Fötlun og Fötlun og samfélag. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg og í námsverum á Norðurlandi vestra. Kennt verður með fjarkennslusniði eða í gegnum tölvuna. HVENÆR: Námið hefst 12. september. Námið er fjórar annir. NÁMSMAT: Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka. TIL ATHUGUNAR: Ráðgjafi Farskólans, Sandra Hilmarsdóttir, veitir allar nánari upplýsingar um námið.

62.000 KR (31.000 KR HAUSTÖNNIN) 150 KEST. Á HAUSTÖNN 2016 OG 150 KEST. Á VORÖNN 2017.

Hefur þú ekki lokið framhaldsskóla? Viltu byrja aftur í skóla? Grunnmenntaskólinn er góður grunnur að meira námi. Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustunda nám fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. Lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám. LÝSING OG MARKMIÐ: Að loknu námi í Grunnmenntaskólanum hefur þú: • byggt upp góðan grunn í íslensku, ensku, stærðfræði og tölvum. • aukið sjálfstraust þitt til náms. • þjálfað sjálfstæð vinnubrögð í námi. • þjálfað þig í að vinna með örðum. • styrkt stöðu þína á vinnumarkaði. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg og í námsverum í gegnum fjarfundabúnað og tölvur. HVENÆR: Námið hefst 12. september. FJÖLDI: Námið hefst um leið og lágmarksþátttöku er náð. NÁMSMAT: Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka. TIL ATHUGUNAR: Grunnmenntaskólinn er einnig ætlaður þeim námsmönnum sem hafa skráð sig í Fisktækninám haustið 2016.

Opin smiðja – Beint frá býli LEIÐBEINANDI:

Sérfræðingar á vegum Farskólans.

30.000 KR. 80 KLST. EÐA 120 KEST.

MARKMIÐ OG ÁHERSLUR: Viðmið er að þátttakendur öðlist grunnþekkingu í meðhöndlun matvæla í tengslum við „Beint frá býli“ hugmyndafræðina. Að þátttakendur öðlist skilning og getu til að vinna að vöruþróun og einfaldri framleiðslu á matvælum. Þátttakendur taka virkan þátt í gerð uppskrifta, útreiknings á næringargildi, framlegð og rýrnun ásamt því að geta framleitt vöruna. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg, námsverum og í kennslueldhúsi. HVENÆR: Á haustönn 2016. FJÖLDI: Lágmarksfjöldi er 10 þátttakendur. NÁMSMAT: Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Jarðlagnatækni LEIÐBEINANDI:

Sérfræðingar á vegum Farskólans.

62.000 KR. 200 KLST. EÐA 300 KEST.

Námið er ætlað verkamönnum, flokksstjórum, verkstjórum og verktökum, sem vinna við nýlagnir, endurbætur, viðhald og viðgerðir rafstrengja, vatnslagna, hitalagna, fjarskiptalagna og fráveitna í jörð. HVAR: Á Sauðárkróki og fjarkennt til Hvammstanga, Blönduóss og Skagastrandar. HVENÆR: Í desember 2016, janúar og febrúar 2017. Kennt aðra hverja viku (sex vikur) frá kl 8:30 – 17:00. FJÖLDI:10 þátttakendur. NÁMSMAT: Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka. LÝSING:

3


Persónuleg færni & samskipti

Sam SFR ogstaða, Kjölur g

Félagsmenn stéttarfélaga eiga rétt á styrkjum vegna náms eða námskeiða sem þeir stunda. Aldan stéttarfélag á aðild að eftirtöldum sjóðum: Landsmennt fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði, Sveitamennt fyrir starfsmenn sveitafélaga, Sjómennt fyrir sjómenn og Ríkismennt fyrir ríkisstarfsmenn.

Nú er tækifæri til að skella sér í námið sem þig hefur alltaf langað í! Kynntu þér málið á skrifstofu stéttarfélaganna

BORGARFLÖT 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 5433

Menntun er málið – átt þú rétt á styrk? Viltu sækja þér aukna fræðslu, framhalds- og háskólanám, tungumálanám, tölvunámskeið, aukin ökuréttindi tómstundanám og allt starfstengt nám, auk ýmissa annarra námskeiða ? Ef þú ert félagsmaður í Stéttarfélaginu Samstöðu og hefur greitt til félagsins í a.m.k. sex mánuði af síðustu tólf áttu rétt á styrk úr starfsmenntasjóðum þeim sem Samstaða er aðili að. Leitaðu upplýsinga hjá félaginu um réttindi þín .

& 452 4932 og 451 2730

4

Einelti hér – getur ekki verið! LEIÐBEINANDI: Anna Lóa Ólafsdóttir,

reiðir skeiðið námfélagsm fyrir enn

12.900 KR .

náms- og starfsráðgjafi.

3 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu er farið í samskipti almennt og ábyrgð hvers og eins í tengslum við þau. Þá er farið yfir skilgreiningar á einelti og kynferðislegri áreitni, hvað beri að varast og hvers konar samskiptatækni sé til þess fallin að minnka líkur á að einelti eða kynferðislegt áreitni nái að hreiðra um sig. Þá er bent á hvernig hægt er að breyta því sem þarf að breyta í eigin fari til að auka líkur á góðu andrúmslofti hvort sem er á vinnustaðnum eða í einkalífinu. Það er ekkert sem heitir „ég er bara svona og því verður ekki breytt“, heldur þurfum við að ákveða hverju þarf að breyta og setja breytingaferlið í gang. Lagt er mat á reynslusögur varðandi erfið vinnustaðamál og hvort þar sé um einelti eða samskiptavanda að ræða. HVAR: Í námsverum Farskólans. HVENÆR: Sauðárkróki 5. okt., kl. 16:00 -19:00, Blönduósi 6. okt., kl. 13:00 -16:00 og Hvammstanga 6. okt., kl. 17:00 - 20:00. FJÖLDI: 12 þátttakendur.

Námskeið fyrir fólk með vefjagigt LEIÐBEINENDUR: Arnór Víkingsson gigtarlæknir, Eggert Birgisson sálfræðingur og Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur.

30.000 KR . 7 KLST.

LÝSING: Námskeiðið er á vegum Þrautar ehf. - miðstöðvar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma um nýjungar í þekkingu, skimun/greiningu og meðferð við vefjagigt (Fibromyalgia syndrome) og tengdum sjúkdómum. Ávinningur þinn: • Aukin þekking á helstu einkennum, skimun og greiningarferlum við grun um vefjagigt. • Aukin þekking á einkennum og eðli miðlægrar verkjanæmingar. • Aukin þekking á fjölbreytileika einkenna frá taugakerfi, stoðkerfi og innri líffærum. • Aukin þekking á þætti andlegrar heilsu í vefjagigt. • Aukin þekking á meðferðarúrræðum sem til eru. FYRIR HVERJA: Námskeiðið er opið öllum. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg. HVENÆR: Föstudaginn 7. október frá klukkan 15:00 – 18:00 og laugardaginn 8. október frá klukkan 10:00 – 14:00. TIL ATHUGUNAR: Innifalið í verði er þátttaka fyrir einn aðstandanda og námsgögn. Skráning á thraut@thraut.is eða í síma 555 7750. Einnig má skrá sig hjá Farskólanum í síma 455 6010.


FYRIR SJÚKRALIÐA

Víravirki - Byrjendanámskeið

„Þegar lífið virðist einskisvert“ – þunglyndi og kvíðaraskanir 28.350 KR .

LEIÐBEINANDI: Salbjörg Bjarnadóttir,

verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu.

LEIÐBEINANDI: Júlía Þrastardóttir,

gullsmíðameistari.

10 KLST., EIN HELGI.

LÝSING: Fjallað verður um kvíða, depurð, þunglyndi og hvaða áhrif áföll geta haft á líf og líðan einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Rætt verður um helstu orsakir, einkenni, afleiðingar, horfur og von. Auk þess verður rætt um að enginn sé eyland og hvernig sjúkdómar hafi áhrif á nærsamfélagið. HVAR: Í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2016. FJÖLDI: 12 - 14 þátttakendur.

Tölvuöryggi - Vilta vestrið 4.500 KR .

LEIÐBEINANDI:

Pétur Ingi Björnsson, kerfisstjóri

1,5 KLST

LÝSING: Alla daga erum við að nota tæki og tól sem við höfum þurft að læra á. Sum þeirra eru hættulegri en önnur og því beitum við þeim af varkárni. Sama gildir um upplýsingatækni og netsamskipti, þótt erfitt geti verið að sjá þar hætturnar fyrir. Með góðum vinnureglum og verkfærum má afstýra mörgum óhöppum á hraðbrautum upplýsingasamfélagsins. LÝSING: Farið verður m.a. yfir það hversu auðvelt er að hakka tölvur og heimasíður. Hvað er vírus, rafrænt einelti og fleira. Hvernig er best að haga sér meðal úlfa í sauðagærum. HVAR: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi HVENÆR: Á haustönn 2016 ATHUGASEMD: Gerum fyrirtækjum og stofnunum tilboð í námskeiðspakkann.

LEIÐBEINANDI:

Myndlistarkonan Sossa.

Trésmíði fyrir konur dóttir, húsgagnasmíðameistari og kennari.

Vinnustofa í olíumálun með Sossu 26.100 KR. 15 KEST. EÐA 10 KLST.

Vinnustofa í olíumálun fyrir þá sem hafa nokkra grunnþekkingu og reynslu í myndlist. LÝSING: Áhersla er lögð á að þátttakendur vinni að verkefnum sínum langa helgi. Sossa fer yfir mismunandi tækni og notkun olíulita í myndlist með áherslu á notkun spaða. HVAR: Í Árskóla á Sauðárkróki. HVENÆR: Helgina 15. og 16. október frá kl. 10:00–15:00. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Þátttakendur taka með sér liti og striga (40 x 50 eða 50 x 60), pennsla og spaða. Haft verður samband við þátttakendur þegar nær dregur. Kannið rétt ykkar varðandi endurgreiðslur hjá stéttarfélagi ykkar. Sjá: www.sossa.is.

9 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu er farið í allar helstu undirstöðuaðferðir við vinnu á víravirki. Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð, en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum. Byrjendur byrja á að smíða einn hlut, annað hvort blóm eða kross og fara þannig í gegnum ferlið frá A–Ö. Efni í einn hlut er innifalið og gott er að koma með glósubók og penna. HVAR: Í Farskólanum á Sauðárkróki og í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Helgina 1. og 2. október á Sauðárkróki. Laugardag kl. 13:00–18:00 og sunnudag kl. 10:00–15:00. Hálftími í hádegishlé. ATH. námskeiðið er í boði á öllu Norðurlandi vestra og verða dagsetningar ákveðnar þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 6 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Það þarf ekki að koma með nein verkfæri. Eina sem er nauðsynlegt er full krukka af þolinmæði og haldapoki af gleði og jákvæðni. Sjá nánar á: www.djuls.is.

LEIÐBEINANDI: Karítas Sigurbjörg Björns-

Gagn & gaman

39.000 KR.

33.700 KR. 14 KLS.T.

LÝSING: Á námskeiðinu smíða þátttakendur 2–3 hluti úr viði eftir sinni eigin hönnun. Þátttakendur læra helstu aðferðir við smíði í rennibekk og gera t.d. kertastjaka eða lampafót (eða annan hlut eftir eigin höfði) með rennijárnum og sandpappír. Þátttakendur læra helstu aðferðir við tálgun smáhluta með tálguhnífum og handvélum. Einnig gera þátttakendur tertufat eða annan platta sem hægt er að nota Fab Lab til að skreyta. Unnið er með margs konar viðartegundir og fá þátttakendur að kynnast yfirborðsmeðhöndlun þeirra s.s. litun, lökkun og að olíubera. Að námskeiði loknu hafa þátttakendur öðlast þekkingu og færni til að halda áfram að smíða heima. HVAR: Í verknámshúsi FNV á Sauðárkróki. HVENÆR: Kennt verður í fjögur skipti, á þriðjudögum og fimmtudögum milli 18:00–21:30. Námskeiðið hefst þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 8 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Viður og annað efni sem notað er við smíði hlutanna er innifalið í verði námskeiðsins.

5


Postulínsmálun 22.700

LEIÐBEINANDI:

Fanney Gísladóttir.

KR.

12 KEST. EÐA 8 KLST.

Fanney kennir þátttakendum grunnatriði postulínsmálunar; um efnin og blöndun þeirra. Þátttakendur mála á hluti undir leiðsögn Fanneyjar. HVAR: Í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi. Námskeiðið er í boði um allt Norðurland vestra þar sem brennsluofnar eru til staðar. HVENÆR: Helgina 8. og 9. október. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Innifalið í námskeiðinu eru litir, aðgangur að penslum og öðru sem þarf við málunina. Hægt verður að kaupa postulín til að mála á hjá Fanneyju. Kannið rétt ykkar varðandi endurgreiðslur hjá stéttarfélagi ykkar. Samstaða, SFR og Kjölur LÝSING:

Námskeið um Guðrúnu frá Lundi LEIÐBEINENDUR: Kristín Sigurrós Einarsdóttir,

greiðir námskeiðið fyrir félagsmenn

12.900 KR.

blaðamaður og svæðisleiðsögumaður og Marín Guðrún Hrafnsdóttir, bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar frá Lundi.

3 KLST.

Fyrirlestrar um jarðskjálfta á Norðurlandi 9.900 KR.

LEIÐBEINANDI: Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur.

2 KEST.

Jarðskjálftar hafa valdið tjóni á Norðurlandi, eins og sagan kennir okkur. T.d. við Kópasker 1976, í Skagafirði 1963, á Dalvík 1934, í Kelduhverfi 1885, við Siglufjörð 1838 og við Skjálfanda 1872 og 1755. Upptök þessara skjálfta eru í Tjörnesbrotabeltinu sem liggur meðfram norðurströndinni, frá Öxar-firði til Skagafjarðar. Með sívökulu eftirliti og rannsóknum má draga úr tjóni sem jarðskjálftar á þessu svæði geta valdið fólki, samfélögum og mannvirkjum. Í fyrirlestrinum verður sagt frá mikilvægum rannsóknarniðurstöðum og uppbyggingu slíks eftirlits. HVAR: Í námsverum Farskólans á Norðurlandi vestra. LÝSING:

HVENÆR:

Sauðárkrókur: 18. okt., kl. 19:00 - 21:00. Blönduós: 19. okt., kl. 19:00 - 21:00. Hvammstangi: 20. okt., kl. 19:00 – 21:00. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Bókband - grunnnámskeið 45.000 KR.

LEIÐBEINANDI:

Magnús Friðriksson, bókbindari.

16 KLST.

Bækur skoðaðar og farið létt yfir sögu bókbandsins, bækur losaðar í sundur og gert við ef þarf, saurblöð brotin og límd, saumun. Áhöld sem nemandi þarf að koma með: Skæri, beittur vasahnífur, blýantur, fjórar bækur u.þ.b. 19– 22 sm á hæð, ekki límdar kiljur. HVAR: í Farskólanum á Sauðárkróki. HVENÆR: 15. og 16. október kl. 9:00 – 17:00. FJÖLDI: 5 þátttakendur. Sam SFR ogstaða, K greið jölur LÝSING:

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja kynna sér ævi og verk Guðrúnar frá Lundi og tengja við líflega og oft óvægna bókmenntaumræðu sem einkenndi 6. og 7. áratug síðustu aldar. LÝSING: Farið verður yfir æviferil Guðrúnar með það að leiðarljósi að þátttakendur fái innsýn í tíðaranda horfins heims. Umfjöllunarefni skáldsagna Guðrúnar verða skoðuð og rýnt í viðtökur og vinsældir og reynt að glöggva sig á hvað það er sem geri það að verkum að hún slær enn sölu- og vinsældamet. HVAR: Í Farskólanum á Sauðárkróki og í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR:

Sauðárkrókur: 1.nóv., kl. 19:00 - 22:00. Blönduós: 2. nóv., kl. 19:00 - 22:00. Hvammstangi: 3. nóv., kl. 19:00 – 22:00. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Skráðu þig núna! Hringdu í síma 455 6010, sendu okkur póst á farskolinn@farskolinn.is eða skráðu þig bara á www.farskolinn.is 6

Veðurfræði og útivist LEIÐBEINANDI:

Einar Sveinbjörnsson. veðurfræðingur.

ir skeiðið námfélagsm fyrir enn

9.900 KR. 4 KLST.

Kennd verða áhrif fjalla og landslags á veður, einkum vinda, úrkomu og skýjafars. Farið er í megineinkenni veðurfars á Íslandi á öllum árstímum, hvernig hiti og vindur breytist með hæð. Þá er fjallað um jöklaveðráttu, skafrenning og megingerðir þoku. Leiðbeiningar eru gefnar um aðgengilegar veðurspár, hverjar gagnast vel og hverjar síður fyrir ferðalanga í misjöfnu veðri. HVAR: í Farskólanum á Sauðárkróki. HVENÆR: 26. október kl 18:00. TIL ATHUGUNAR: Námskeiðið er í boði um allt Norðurland vestra. LÝSING:


Styrkur þinn til náms

Þín leið til fræðslu

Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni.

Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni.

Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is

Landsmennt

Sveitamennt

Menntun skapar tækifæri

Átt þú rétt á styrk ?

Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Ríkismennt

Sjómennt

Skipholti 50 b, 3.hæð • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is

7


VIÐTAL við Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóra FISK Seafood

„Fyrirtæki þurfa að hafa meira frumkvæði að samstarfi...“ Vorið 2016 útskrifuðust 18 fisktæknar frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra eftir tveggja ára nám. Fisktækninámið var samstarfsverkefni Farskólans, FNV, Fisktækniskóla Íslands í Grindavík og FISK - seafood ehf. Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK hefur staðið eins og klettur á bak við sitt fólk í náminu og hvatt það til dáða.

Farskólinn tók stutt viðtal við Jón um Fisktækninámið og starfsmenntamál innan fyrirtækja. Jón er fæddur á Sauðárkróki árið 1954. Hann er giftur Lindu Hlín Haraldsdóttur og eiga þau fjögur börn. Jón er fyrst spurður um æskuárin: „Ég ólst upp á Sauðárkróki, en var á hverju sumri í sveit í Baldurs-

heimi í Mývatnssveit, nánast frá fæðingu og fram að fermingu. Ég gekk í Barnaskóla Sauðárkróks og Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og útskrifaðist síðan úr Samvinnuskólanum vorið 1973“. Hver eru þín helstu áhugamál? „Auk vinnutengdra áhugamála, fygist ég talsvert með íþóttum, einkum frjálsum svo og fótbolta“, segir Jón. „Ég

Frá útskrift fisktækna frá FNV vorið 2016. Jón Eðvald er þriðji frá hægri í neðstu röð. MYND: PÉTUR INGI

8

hef einnig gaman að því að fara í gönguferðir, en mætti gjarnan gera meira af því“. Hvaða störfum hefur þú helst sinnt í gegnum tíðina? „Ég tók að mér starf skrifstofustjóra Vegagerðar ríkisins á Norðurlandi vestra vorið 1973. Starfaði sem fulltrúi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga og í framhaldi af því sem bæjarritari hjá Sauðárkróks-


kaupstað. Eftir það gerðist ég sveitarstjóri í Mývatnssveit og síðan bæjarstjóri í Ólafsfirði. Ég flutti síðan aftur til Sauðárkróks og starfaði í 5 ár við byggingafyrirtæki, sem ég átti ásamt föður mínum og bróður. Árið 1988 réði ég mig til Kaupfélags Skagfirðinga í ýmis verk og til stóð að um eins árs verkefni væri að ræða, en eins og stundum gerist að þá vill teygjast úr hlutunum, þannig að ég er viðloðandi það fyrirtæki enn þann dag í dag“, segir Jón og bætir við: „Þann 1. ágúst síðastliðinn eru tuttugu ár síðan ég tók við starfi framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar Skagfirðings hf., sem í dag heitir FISKSeafood ehf. og er í 100% eigu Kaupfélags Skagfirðinga“. Hverjar eru áherslur ykkar hjá FISK varðandi fræðslu starfmanna? „Fyrirtækið lítur það jákvæðum augum að starfsmennirnir bæti sína þekkingu á sem flestum sviðum. FISK hefur í ákveðnum tilfellum hvatt sína starfsmenn á ýmsan hátt til þess að sækja sér viðbótarþekkinu“, segir Jón. Um fisktækninámið segir Jón: „FISK tók þá ákvörðun fyrir nokkru að leggja aukna áherslu á landvinnslu í sinni starfsemi. Aukin landvinnsla kallar á ýmsar breytingar bæði hvað varðar nýja tækni og breytta starfshætti . Fyrirtækið hafði því frumkvæði að því að kanna hvaða möguleikar væru í boði til þess að auðvelda starfsmönnum að takast á við ný verkefni“. Ertu ánægður með hvernig til tókst í fisktæknináminu? „Já, ég er mjög ánægður með hvernig til tókst og dáist að dugnaði starfsfólksins að bæta þessu námi við venjulegan starfsdag í fjórar annir. Ég tel að þetta nám nýtist starfsmönnum vel og þar með fyrirtækinu“, segir Jón og bætir við að hann hafi haft sérstaklega

gaman af kynningu þeirra á raunverulegum verkefnum sem þau höfðu unnið í fyrirtækinu, en þar komu fram margar mjög góðar hugmyndir og tillögur. Skiptir nám eins og Fisktækni máli fyrir fyrirtæki eins og FISK? „Já, slíkt nám skiptir miklu máli, þar sem þeir sem lokið hafa slíku námi eru miklu meðvitaðri um hvað ber að varast og hvað ber að leggja áherslu á við framleiðslu fyrsta flokks matvæla“, segir Jón. Jón telur það ekki spurningu að auka þurfi samstarf atvinnulífsins og skólanna verulega frá því sem nú er. „Þá tel ég að hægt sé að nýta þá fjármuni sem veittir eru til fræðslumála í gegnum fræðslusjóðina og fræðslumiðstöðvar mun betur en gert er í dag. Samstarfið við Farskólann og FNV hefur verið mjög gott og starf þeirra mjög mikilvægt í okkar samfélagi. Fyrirtækin þurfa að hafa meira frumkvæði að samstarfi og í mínum huga er það einstakt tækifæri, ekki síst úti á landi að nýta þá aðstöðu sem oft er til í fyrirtækjunum til kennslu og eða raunverulegum verkefnum nemenda, sem unnin eru í fyrirtækjunum eða í samstarfi við þau“, segir Jón. Telur þú að Farskólinn geti komið meira að starfsmenntamálum innan fyrirtækja? „Já, það er engin spurning“, segir Jón. „Ekki síst til þess að auðvelda starfsmönnum að takast á við nýja tækni og verkefni og einnig í námskeiðahaldi er snýr að starfsemi viðkomandi fyrirtækja“. Hvernig telur þú best fyrir símenntunarmiðstöð eins og Farskólann að nálgast stjórnendur fyrirtækja? „Ég tel að besta aðferðin sé að fara í fyrirtækin og kynna sér hvar skóinn kreppir og fara yfir það með stjórnendum á hvern hátt skólarnir geta komið að liði“, segir Jón að lokum.

Námskeið fyrir atvinnulífið Á haustönn 2016 bjóða Farskólinn og SSNV upp á fjögur námskeið þátttakendum að kostnaðarlausu. Tilgangur samstarfsins og námskeiðanna er að styðja við og efla frumkvöðla, ferðaþjónustuaðila og aðra sem reka eða hafa áhuga á að stofna til fyrirtækjareksturs á svæðinu.

Boðmiðlun – markaðsleg samskipti LEIÐBEINANDI:

Magnús Bjarni Baldursson, sérfræðingur hjá SSNV.

NÁMSKEIÐIÐ ER Í BOÐI SSNV OG FARSKÓLANS. 8 KLST., FJÖGUR SKIPTI.

Boðmiðlun (e. communication) er einhver mikilvægasti þáttur markaðsstarfs. Vægi vandaðrar boðmiðlunar hefur aukist umtalsvert síðustu ár í ljósi breytinga á fjölmiðlaumhverfi. LÝSING: Fjallað verður um mótun og gerð markaðsefnis. Hvaða vettvangur birtinga hentar hverju sinni. Hvernig meta megi árangur í tengslum við markmið boðmiðlunar. Þá verður einnig fjallað um samþættingu skilaboða í markaðsskyni til lengri og skemmri tíma, ásamt aðferðum við almannatengsl. FORKRÖFUR: Engar HVAR: Í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2016. FJÖLDI: 12 - 14 þátttakendur. AÐ AUKI: Boðið verður upp á vinnustofur (valfrjálst) í kjölfar námskeiðisins, þar sem þátttakendur vinna að sínum verkefnum.

Markaðssetning - framhaldsnámskeið LEIÐBEINANDI:

Magnús Bjarni Baldursson, sérfræðingur hjá SSNV.

NÁMSKEIÐIÐ ER Í BOÐI SSNV OG FARSKÓLANS. 8 KLST., FJÖGUR SKIPTI.

LÝSING: Fjallað verður um mikilvæga þætti markaðsstarfs og hvaða aðferðir henta hverju sinni. Farið í markaðsrannsóknir, markhópagreiningar, stjórnun viðskiptasambanda, vöru- og þjónustuþróun, samkeppnisgreiningu og markmiðasetningu markaðsstarfs. Þátttakendum verður kennt að beita hagkvæmum aðferðum við ofangreind verkefni þannig að hægt sé að beita þekktum og viðurkenndum aðferðum við markaðsstarf. FORKRÖFUR: Engar forkröfur eru gerðar fyrir þetta námskeið utan þátttöku í fyrra námskeiði SSNV og/eða einhver reynsla á sviði markaðsstarfs. HVAR: Í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2016. FJÖLDI: 12 - 14 þátttakendur.

9


Matur og vín

Merki og vörumerki í markaðssetningu fyrirtækja LEIÐBEINANDI:

Magnús Bjarni Baldursson, sérfræðingur hjá SSNV.

NÁMSKEIÐIÐ ER Í BOÐI SSNV OG FARSKÓLANS. 8 KLST., FJÖGUR SKIPTI.

LÝSING: Merki eða vörumerki er gjarnan helsta eign fyrirtækja. Kenndar eru aðferðir við mótun merkis, hvaða þættir skipta máli í þeim efnum og hvernig byggja megi vörumerki upp smám saman og skynsamlega. Hvaða eiginleikar merkja eru eftirsóknarverðir og eru gjarnan notaðir við markaðssetningu. Nefnd verða dæmi um árangur merkja í markaðsskyni og hvernig þeim hefur vegnað til lengri og skemmri tíma. Sjá nánar á heimasíðu Farskólans. FORKRÖFUR: Engar. HVAR: Í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2016. FJÖLDI: 12 - 14 þátttakendur.

Að gera markaðsáætlun LEIÐBEINANDI:

Magnús Bjarni Baldursson, sérfræðingur hjá SSNV.

NÁMSKEIÐIÐ ER Í BOÐI SSNV OG FARSKÓLANS. 8 KLST., FJÖGUR SKIPTI.

LÝSING: Markaðsáætlun getur verið afar hagnýt við markaðssetningu. Kennd verður áætlanagerð í markaðsstarfi. Einnig verður kennd framkvæmd áætlunar, hvernig forgangi er háttað við starfið og til hvaða ráðstafana sé hægt að grípa þegar framvinda er ekki í samræmi við væntingar. Sjá nánari lýsingu á heimasíðu Farskólans. FORKRÖFUR: Engar. HVAR: Í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2016. FJÖLDI: 12 - 14 þátttakendur. AÐ AUKI: Þátttakendum býðst mögulega liðsinni SSNV við gerð eigin markaðsáætlunar í kjölfari námskeiðisins. Þannig verði þátttakendur frekar sjálfbærir við áætlanagerð í markaðsstarfi.

Dyravarðanámskeið LEIÐBEINEDUR:

Sérfræðingar á sviði dyravörslu.

51.000 KR. 13 KLST.

Á námskeiðinu verða kynnt lög og reglugerðir, samskipti við lögreglu, skýrslugerð (atvikaskráning), samskipti og framkoma við gesti, sjálfsvörn, fíkniefni, skyndihjálp og brunavarnir ásamt notkun á handslökkvibúnaði. HVAR: Í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2016. FJÖLDI: Lágmark 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Fræðslusjóðir styrkja þetta námskeið. Fyrirtæki geta sótt um styrki til að halda námskeið fyrir sína starfsmenn. Nánari upplýsingar hjá Farskólanum. LÝSING:

10

Veigar garðsins - Námskeið í víngerð úr rabarbara og berjum LEIÐBEINANDI:

Valborg Einarsdóttir, garðyrkjufræðingur.

13.000 KR. 4 KLST.

LÝSING: Allt um heimavíngerð, frá ræktun til víngeymslu. Þátttakendur öðlast færni í að útbúa sitt eigið vín, svo sem úr rabarbara, myntu, túnfíflum, rauðrófum, rifs- og sólberjum auk berja sem vaxa villt hérlendis. Þá verður fjallað um heimagerða snafsa, líkjöra og rjómalíkjöra sem allir geta útbúið. Þátttakendur fá allar leiðbeiningar og uppskriftir útprentaðar auk þess sem í boði verður að smakka á veigum garðsins. HVAR: Í námsverum Farskólans. HVENÆR: 22. september, kl. 17:00 - 21:00 á Sauðárkróki og 24.september, kl. 9:00 – 13:00 á Blönduósi og 24. september á Hvammstanga, kl. 14:00 - 18:00. FJÖLDI: 12 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Til að undirbúa sig fyrir námskeiðið eru væntanlegir þátttakendur hvattir til að taka upp rabarbarann um leið og hann er fullþroskaður, þvo, sneiða í u.þ.b. 2 -3 cm bita og frysta. Ber má þvo og frysta. Nægjanlegt er að skola af myntu og frysta síðan.

Bjórskóli Bjórakademíunnar LEIÐBEINANDI:

Hinrik Carl Ellertsson, matreiðslumeistari.

11.800 KR. 2 KLST.

LÝSING: Skemmtilegt, en fyrst og fremst fræðandi námskeið þar sem er farið í gegnum sögu bjórsins ásamt því að fara á skilgreinilegan máta í gegnum bruggferli. Hráefnið er tekið fyrir og útskýrt hvaða áhrif mismunandi hráefni hefur á framleiðslu bjórsins. Að lokum er hinn verklegi partur námskeiðsins þar sem smakkaðir eru 6 mismunandi bjórstílar og farið í gegnum hvað einkennir þá og hvar munurinn á þeim liggur. HVAR: Í námsveri Farskólans á Sauðárkróki. HVENÆR: Föstudaginn 7. október, kl.17:00 - 19:00. FJÖLDI: 15 þátttakendur.

Viskí – pörun við mat LEIÐBEINANDI:

Snorri Guðvarðsson.

7.900 KR. 3 KLST.

LÝSING: Eingöngu fjallað um skosk viskí. Stutt til jóla og rétti tíminn til að spá í hvernig njóta má viskís yfir hátíðirnar. Pörun við mat, súkkulaði og fleira er skemmtileg pæling. Bæði einmöltungar og blandað viskí með á þessu námskeiði. HVAR: Í Farskólanum á Sauðárkróki. HVENÆR: 21. október, kl. 19:00 – 22:00. TIL ATHUGUNAR: Námskeiðið er í boði um allt Norðurland vestra.


TT Framandi og freistandi námskeið!

MARKMIÐ:

LEIÐBEINANDI:

17.000 KR.

Yesmine Olsson.

4–5 KLST.

Skemmtilegt og framandi matreiðslunámskeið þar sem Yesmine mun sýna galdurinn á bak við einstaklega braðgóða rétti innblásna frá indverskri, arabískri og tælenskri matargerð. Farið verður í gegnum helstu kryddin, notkun þeirra og grunnaðferðir við matreiðslu. Á námskeiðinu verða matreiddir nokkrir réttir sem byggðir eru á uppskriftum úr metsölu- og verðlaunabókum Yesmine. HVAR: Í Árskóla. HVENÆR: 20. október, kl. 17:00-21:30. FJÖLDI: 15 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Námskeiðið er í boði um allt Norðurland vestra ef næg þátttaka næst í kennslueldhúsum grunnskólanna. LÝSING:

• • • • • •

Að auka færni í að tala, skilja og skrifa íslensku. Að kynnast íslensku samfélagi í gegnum fræðslu og heimsóknir. Að öðlast meira sjálfstraust í samskiptum og samvinnu. Að læra um sögu og menningu Íslendinga. Að þjálfast í tölvuvinnslu. Að gera góða ferilskrá og þjálfa atvinnuleit á netinu.

Sauðárkróki. HVENÆR: Byrjar í lok september, þegar lágarksfjölda þátttakenda er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Landnemaskólinn er ein af námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. HVAR:

Fjölmennt Fullorðinsfræðsla fatlaðra Smíðanámskeið LEIÐBEINANDI:

Atli Óskarsson.

Íslenska

Blönduós - Hvammstangi Íslenska fyrir lengra komna : Level 2–3 Blönduósi – Sigrún Þórisdóttir, á Hvammstanga

36.000

KR.

40 KLST.

LÝSING: Í Íslensku fyrir útlendinga er boðið upp á þrjú þyngdarstig. Á öllum stigum er lögð mikil áhersla á talað mál. Emphasis on spoken Icelandic. Texts for beginners and the topics deal with the daily life in the community and Iceland. Three levels: Level 1 (60 lessons) is for complete beginners. Level 2 (60 lessons) and level 3 (60 lessons) are for more advanced students. Level 3 includes Icelandic grammar. HVAR: Á Blönduósi og Hvammstanga. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Íslenska og samfélagið – Landnemaskólinn LEIÐBEINANDI:

Sara Níelsdóttir.

Langar þig að læra að smíða eða efla færni þína í smíðum? Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur í smíði og þá sem hafa prófað áður að smíða. Þátttakendur spreyta sig á notkun handverkfæra sem notuð eru við smíðar, til dæmis þjöl, sandpappír, sporjárn, hamar og hefil. Þeir læra að beita þeim og umgangast á réttan hátt. Þátttakendur smíða litla gripi til dæmis koll, brauðbretti, fuglahús, lyklahús eða annað sem þeim dettur í hug í samráði við leiðbeinanda. HVAR: Verknámshús FNV. HVENÆR: Haustönn 2016. FJÖLDI: 4 - 5. LÝSING:

Íslenskunám haustið 2016 Fyrirtækjum og stofnunum er bent á að Farskólinn getur skipulagt tungumálanámskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir; allt eftir þörfum starfseminnar.

LEIÐBEINANDI: Hörður Ríkharðsson, á

25.000 KR. 20 KLST. (10 VIKUR).

Leirnámskeið LEIÐBEINENDUR:

Ásta Búadóttir og Kristín Pálsdóttir.

LÝSING: Landnemaskólinn er fyrir innflytjendur sem búa á Íslandi og vilja verða betri í íslensku og læra meira um íslenskt samfélag og menningu. Námið hvetur fólk til að verða virkari í samfélaginu auk þess sem nemendur byggja upp tengslanet og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.

8 KLST. (4 SKIPTI).

Dansnámskeið Ragndís Hillmarsdóttir.

80 KLST.

KR.

LÝSING: Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði í leirmótun, svo sem að móta í leir, glerja og brenna. Einnig verður farið í litanotkun og skreytingar á leir. Þátttakendum gefst tækifæri til að móta og búa til ýmsa list- og nytjahluti úr leir svo sem skálar, kertastjaka og styttur. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2016.

LEIÐBEINANDI:

25.000 KR.

10.500

7.000

KR.

10 KLST.

Hefur þú gaman að því að dansa? LÝSING: Skemmtilegt dansnámskeið þar sem markmiðið er að njóta líðandi stundar og gefa þátttakendum tækifæri á að kynnast alls konar dansi svo sem zumba, kántrí, salsa og freestyle. Lögð verður áhersla á að aðlaga námskeiðið að þörfum þátttakenda eftir því sem kostur er. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2016.

11


Svæðisleiðsögn Spennandi starfstengt nám á Norðurlandi vestra. Svæðisleiðsögn í samvinnu við Menntaskólann í Kópavogi og Fræðslunet Suðurlands. Markmið: Að búa námsmenn undir svæðisbundna ferðaleiðsögn á Norðurlandi vestra. Námið: 22 eininga nám sem skiptist á tvær annir og samanstendur af kjarnagreinum (17 einingar) og svæðisbundinni leiðsögn (5 einingar). Námið hefst um miðjan september og lýkur í maí 2017. Inntökuskilyrði: Námsmenn þurfa að vera 21 árs við upphaf náms, hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám eða reynslu að baki. Gott vald á einu erlendu tungumáli er nauðsynlegt. Fyrirkomulag: Kennt verður á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum auk vettvangs- og æfingaferða. Námið verður að hluta til samkennt með fjarkennslusniði. Verð: 290.000 kr. Áhugasamir: Hafi samband við Farskólann í síma 455 6010 (Halldór eða Bryndís) eða á netfangið: farskolinn@farskolinn.is. Einnig verður hægt að skrá sig á heimasíðu Farskólans. Ávinningur: Námið er matshæft inn í Leiðsöguskóla MK og veitir svæðisbundin leiðsöguréttindi.

Hagnýtar upplýsingar um Farskólann Skrifstofa á Sauðárkróki Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Við Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010

Námsver og námsstofur: Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Sigríður Tryggvadóttir Sími 692 8440 Blönduós Kvennaskólinn, Árbraut 31. Umsjón: Þekkingarsetrið á Blönduósi & 452 4030 / 899 927, Katharina Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Björn Ingi Óskarsson Sími 452 2747 / 868 8774 Sauðárkrókur Við Faxatorg Farskólinn Sími 455 6010

12

Ókeypis náms- og starfsráðgjöf hjá Farskólanum Upplýsingar – Ráðgjöf – Raunfærnimat Ólafur Bernódusson náms- og starfsráðgjafi og Sandra Hilmarsdóttir, ráðgjafi, sjá um að veita aðstoð og ráðgjöf til þeirra sem þess óska. Til að panta tíma eða fá frekari upplýsingar um náms- og starfsráðgjöfina er velkomið að hafa samband í síma 455 6010, 455 6160 eða á netfangið sandra@farskolinn.is

Heimasíða Farskólans: www.farskolinn.is Kíkið á okkur á Facebook: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.