__MAIN_TEXT__

Page 1

náms vísir HAUST 2019

FARSKÓLINN – MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

1


Starfsfólk Farskólans Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri bryndis@farskolinn.is & 455 6014 / 894 6012

Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón námskeiða, kennsla o.fl. Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

johann@farskolinn.is & 455 6011 / 893 6011

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfundabúnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla, Markviss og fleira. Halldór B. Gunnlaugsson verkefnastjóri halldorb@farskolinn.is & 455 6013

Skipulagning og umsjón með námskeiðum, háskólanámi, heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla, Markviss og fl. Gígja Hrund Símonardóttir þjónustustjóri gigja@farskolinn.is & 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrifstofustörf, umsjón með námskeiðum og Innu. Sandra Hilmarsdóttir verkefnastjóri og ráðgjafi sandra@farskolinn.is & 455 6160

Ráðgjöf, raunfærnimat, hvatning til náms og umsjón með námskeiðum Farskólans og fl.

Stjórn Farskólans skipa: Guðmundur Finnbogason, Ingileif Oddsdóttir, Erla Björk Örnólfsdóttir, Bryndís Lilja Hallsdóttir og Rakel Runólfsdóttir. Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans: Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Skagahreppur, Akrahreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Aldan – stéttarfélag Skagafirði, Verslunarmannafélag Skagfirðinga, Starfsmannafélag Skagafjarðar, Stéttarfélagið Samstaða Húnavatnssýslum, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum, Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki, Fisk Seafood Sauðárkróki og Skagaströnd og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra.

Náms- og starfsráðgjöf hjá Farskólanum er ókeypis!

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsvísir Farskólans Útgefandi: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Samantekt efnis og myndir: Starfsfólk Farskólans Hönnun & prentun: Nýprent ehf.

2

Hver er þessi umtalaði markhópur? Árið 2018 voru haldin 106 námskeið í Farskólanum. Kennslustundir voru 1.899 og nemendastundir voru 20.234. Þátttakendur voru 1.335 að tölu og þar af voru karlar 255 og konur 1.079. Annars má lesa allt um starfið 2018 inni á heimasíðu Farskólans, eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Eins og undanfarin ár er megináherslan í starfi Farskólans á svokallaðan markhóp framhaldsfræðslunnar eða fullorðið fólk á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið formlegau námi úr framhaldsskóla. Þessum hópi er okkur ætlað að sinna sérstaklega. Farskólinn hefur til dæmis haldið tíu námskeið fyrir þennan hóp, þar sem fólk kemur og lærir ensku, dönsku, stærðfræði og íslensku. Þegar þessi hópur hefur lokið námi hjá Farskólanum þá fara margir í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og halda áfram námi, til dæmis í húsasmíði, rafiðnum eða jafnvel til stúdentsprófs. Þannig vinna skólarnir tveir saman að því að fjölga tækifærum til náms á Norðurlandi vestra. Það má til fróðleiks segja frá því, að árið 2013 höfðu 41% af íbúum á Norðurlandi vestra á aldrinum 25-65 ára eingöngu lokið grunnskólaprófi. Árið 2018 mældist þessi hópur 34%. Þessar tölur hljóta að segja okkur eitthvað um árangurinn af starfi Farskólans. Það kemur oft fyrir að í kjölfar eins námskeiðs fæðast nýjar hugmyndir að námskeiðum. Gott dæmi um þetta er Matarsmiðjan – Beint frá býli. Nú hafa verið haldnar tvær matarsmiðjur og sú þriðja fer af stað um leið og þátttaka er orðin næg. Í kjölfar þessara smiðja spruttu upp námskeið í úrbeingu á kind, fars-, pylsu og bjúgnagerð, söltun og reykingu og hrápylsugerð. Við höldum áfram að bjóða bændum og öðrum áhugasömum upp á fleiri námskeið og nú eru það pate- og kæfugerð, úrbeining á folaldi, ostagerð og fl. Síðastliðið vor fjölgaði íbúum á Norðurlandi vestra þegar hópur af Sýrlendingum flutti til Hvammstanga og Blönduóss. Þessi hópur hefur þegar hafið nám í íslensku og mun halda íslenskunámi áfram næstu misserin. Á Blönduósi eru einnig hópur af Pólverjum sem sest hafa hér að og þeir stefna að íslenskunámi frá og með haustinu. Að skipulegga og halda utan um íslenskunámskeiðin er krefjandi verkefni svo ég tali nú ekki um það að kenna nýbúum íslensku. Til allrar hamingju höfum við fram til þessa haft góða íslenskukennara á svæðinu. Að kenna útlendingum íslensku er líklega með mest krefjandi verkefnum sem kennarar takast á við. Það er margt í deiglunni næstu misserin hjá Farskólanum. Fyrir utan námskeiðahald bjóðum við fólki að koma í náms- og starfsráðgjöf. Ráðgjöfin getur falið í sér einfalt viðtal um nám en einnig getur hún snúist um áhugasviðsgreiningu, gerð feril- og færnimöppu og fleira. Þessi þjónusta verður áfram ókeypis fyrir þá sem hennar njóta. Í þessu blaði er viðtal við Tjörva Geir Jónsson en hann fór í raunfærnimat í pípulögnum og sér ekki eftir því. Fylgist með okkur á Facebook. Við ætlum að vera dugleg við að setja inn fréttir og ljósmyndir af þeim verkefnum sem eru í gangi hverju sinni. Verið velkomin í Farskólann; skólann ykkar. Við tökum vel á móti ykkur. Fyrir hönd starfsfólks. Bryndís Þráinsdóttir


Vottaðar námsleiðir

Almennar bóklegar greinar

Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins Vottaðar námskrár FA eru fyrst og fremst ætlaðar fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið formlegu framhaldsskólanámi. Námskrárnar eru fjölbreyttar og eru ætlaðar til að mæta jafnt þörfum þeirra sem þær sækja sem og þörfum atvinnulífsins. Nánar má lesa um námskrárnar,

sem eru fjölmargar, á vef FA: www.frae.is.

Skrifstofunám – MIKILL OG GÓÐUR TÖLVUGRUNNUR LEIÐBEINENDUR:

72.000 KR.

LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

200 KLST.

Ertu að huga að frekara námi? Ertu ef til vill í helgarnámi í iðngreinum og vantar grunnfögin? Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er kannski svarið. LÝSING: Helstu námsgreinar eru: Íslenska, danska, enska og stærðfræði. Kennt verður samkvæmt áfanga-lýsingum FNV. Lögð er áhersla á notalegt andrúmsloft, að þátttakendur læri að læra. Engin formleg próf en verkefnum skilað til kennara bæði í kennslustundum og heima. Námið hefst um leið og þátttöku er náð. Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum í fullt nám. Nánari upplýsingar á heimasíðu Farskólans.

57.000 KR.

Ýmsir.

160 KLST.

Viltu vinna á skrifstofu eða vantar þig grunn í tölvufærni? LÝSING: Í þessu námi leggjum við áherslu á að nemendur læri að læra (námstækni), efli sjálfstraust sitt og starfsfærni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra yfir á almenn skrifstofustörf. Meðal kennslugreina er: Bókhald, tölvubókhald, verslunarrekningur, word - ritvinnsla, Excel – töflureiknir, gerð kynningarefnis, streitustjórnun og margt fleira. Námið hefst um leið og næg þátttaka hefur náðst. Sjá nánar á heimasíðu Farskólans – www.farskolinn.is

Matarsmiðja – Beint frá býli LEIÐBEINENDUR:

34.000 KR.

Ýmsir.

80 KLST.

Ertu að velta fyrir þér að vinna að vöruþróun eða einfaldri matvælaframleiðslu? Ef þú svarar þessu játandi þá er matarsmiðjan nám fyrir þig.

Náms- og starfsráðgjöf Sandra Hilmarsdóttir sinnir ráðgjöf hjá Farskólanum. Þú getur leitað til hennar hvort sem þú ert að hugsa um: Nám eða störf Þarft aðstoð við að gera þína eigin ferilskrá Skrifa kynningarbréf með starfsumsókn Vilt auka sjálfstraustið Greina áhugasvið þitt. Síminn hjá Söndru er 455 6160.

LÝSING: Veitt er innsýn í helstu verkferla er snúa að einfaldri matvælaframleiðslu. Gerð uppskrifta, útreikningur á næringargildum, framlegð og rýrnum ásamt því að geta framleitt vöruna.

Námsver og námsstofur:

Hagnýtar upplýsingar um Farskólann Skrifstofa á Sauðárkróki Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Við Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010

Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Vigdís Lillý Sigurjónsdóttir Sími 896 1345 / 451 2607 Blönduós Kvennaskólinn, Árbraut 31. Umsjón: Textílmiðstöð Íslands, Þekkingarsetrið á Blönduósi & 452 4030 / 899 9271 Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Ólafur Bernódusson Sími 452 2772 / 899 3172 Sauðárkrókur Við Faxatorg Umsjón: Jóhann Ingólfsson og Halldór B. Gunnlaugsson Farskólinn & 455 6010 / 893 6011

3


Ostagerð (2 dagar) LEIÐBEINANDI:

Guðni Hannes Guðmundsson, mjólkurfræðingur.

Námskeið fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu Allt hráefni sem notað er á eftirtöldum námskeiðum er innifalið í verði þeirra. Þátttakendur taka afurðirnar með sér heim að námskeiði loknu. Námskeiðin eru styrkt og niðurgreidd af SSNV.

Úrbeining á kind LEIÐBEINANDI:

32.900 KR.

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

8 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verður að mestu farið í verklegan hluta ostagerðar og hentar það bæði byrjendum jafnt þeim sem hafa sótt ostanámskeið áður. Til ostagerðarinnar verða notaðir lifandi gerlar og gert er ráð fyrir því að þátttakendur fari með ost heim eftir báða dagana. Einnig verður sýnikennsla í skyrgerð; kennt hvernig hægt er að töfra fram ljúffengar ostarúllur gerðar úr tilbúnum hráefnum, búið til ostasnakk, karamella úr ostamysunni og reynslusögum miðlað til þátttakenda. HVAR OG HVENÆR: 19. og 20. október í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. FJÖLDI: 8 þátttakendur. TÍMI: Kl. 9:00–17:00.

Heit og kaldreyking á fiski, kjöti og villibráð LEIÐBEINANDI:

Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

10.900 KR. 4 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu fær hver þátttakandi sinn skrokk og úrbeinar hann undir leiðsögn. Að námskeiði loknu þekkja þátttakendur nokkrar leiðir við frágang og fullvinnslu afurða. Þátttakendur eiga sinn grip og taka hann með sér heim. HVAR OG HVENÆR: Í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. Námskeið 1 verður haldið 26. september. Námskeið 2 verður haldið 3. október. Námskeið 3 verður haldið 10. október. FJÖLDI: 6 þátttakendur. TÍMI: Kl. 9:00–17:00.

LÝSING: Farið verður yfir muninn á heit- og kaldreykingu og þann undirbúning sem hvor aðferð kallar á. Prófað verður að reykja fisk, kjöt og villibráð. Einnig verður farið yfir mismunandi útbúnað og aðferðir við að heitreykja. HVAR OG HVENÆR: 24. október í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. FJÖLDI: 8 þátttakendur. TÍMI: 13:00–17:00.

Fars-, pylsu- og bjúgnagerð

Hrápylsugerð

LEIÐBEINANDI:

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari. LÝSING: Á námskeiðinu verður farið í gegnum ferlið við að útbúa fars, pylsur og bjúgu. HVAR OG HVENÆR:

17. október í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. TÍMI: 9:00–16:00. FJÖLDI: 6 þátttakendur.

4

7 KLST.

37.900 KR.

19.900 7 KLST.

LEIÐBEINANDI:

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari. LÝSING: Á námskeiðinu verða kenndar grunnaðferðir við hrápylsugerð og útbúnar nokkrar tegundir af pylsum. HVAR OG HVENÆR: 31. október í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. FJÖLDI: 6 þátttakendur. TÍMI: Kl. 9:00–16:00.

18.900 KR 7 KLST.


Að þurrka og grafa kjöt LEIÐBEINANDI:

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

Betri nýting á folalda- og hrossakjöti 12.900 KR. 5 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verður farið í gegnum ferlið við að þurrka og grafa kjöt. HVAR OG HVENÆR: 7. nóvember í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. FJÖLDI: 8 þátttakendur. TÍMI: Kl. 13:00–18:00.

Söltun og reyking LEIÐBEINANDI:

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

11.900 KR. 4 KLST.

LÝSING: Á þessu námskeiði verður farið í mismunandi söltunaraðferðir, sprautun, pæklun og þurrsöltun. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Þátttakendur fá að spreyta sig. HVAR OG HVENÆR: 14. nóvember í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. FJÖLDI: 8 þátttakendur. TÍMI: Kl. 13:00–17:00.

Pate- og kæfugerð LEIÐBEINANDI:

Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

17.900 KR. 6 KLST.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til hinar ýmsu gerðir af pate og kæfum, bæði úr lifur og kjöti. Þátttakendur taka afurðir námskeiðsins með sér heim að námskeiði loknu. HVAR OG HVENÆR: 21. nóvember í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. FJÖLDI: 6 þátttakendur. TÍMI: 10:00–16:00. LÝSING:

Úrbeining á folaldi LEIÐBEINANDI:

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

37.900 KR. 7 KLST.

Hver þátttakandi fær hálfan folaldaskrokk og úrbeinar hann undir leiðsögn. Sýndar verða mismunandi leiðir á frágangi og fullvinnslu afurða. Þátttakendur eiga sinn grip og taka með sér heim. HVAR OG HVENÆR: 23. janúar 2020 í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. FJÖLDI: 6 þátttakendur. TÍMI: Kl. 9:00–16:00. ATHUGIÐ: Hálfur folaldaskrokkur innifalinn í verði. LÝSING:

10.900 KR.

LEIÐBEINANDI:

Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

4 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verður farið yfir meðferð og eldun á folalda- og hrossakjöti. Farið verður yfir þá mörgu mismunandi möguleika sem þetta frábæra, en vannýtta hráefni, býður upp á. Þátttakendur elda sjálfir nokkra rétti undir handleiðslu matreiðslumeistara. Að lokum munu þátttakendur snæða afraksturinn saman. Námskeiðið er ætlað öllum áhugamönnum um matseld. HVAR OG HVENÆR: 30. janúar (staðsetning nánar auglýst síðar). FJÖLDI: 8 þátttakendur. TÍMI: Kl. 17:00–21:00.

Umhirða dráttarvéla og annarra tækja til bæja og sveita LEIÐBEINANDI: Rúnar Jónsson, tæknimaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga

10.900 KR. 4 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verður farið yfir hvað þarf að huga að varðandi viðhald á dráttarvélum, heyvinnslutækjum og öðrum tækjum.

Meðal annars verður farið yfir: a) Mikilvægi þess að velja réttar olíur og smurefni. b) Hvenær og hvernig á að skipta um olíu á mótor og drifum. c) Hvenær á að skipta um síur. d) Þrif á vélum og tækjum. Einnig verður farið yfir hluti sem gott er að hafa í huga til að fyrirbyggja og greina bilanir. a) Hlustaðu á vélina, hún getur sagt frá því ef eitthvað er að bila. b) Aðvörunarljós í mælaborði véla, hvað þýða þau og má halda áfram? c) Rafkerfi, hleðsla og rafgeymar og áhrif á tæki. Loks verður tekin stund í almenna umræðu og reynt að svara þeim spurningum sem brenna á þátttakendum. HVAR OG HVENÆR:

Sauðárkrókur: 4. febrúar kl. 19:00–23:00. Blönduós/Skagaströnd: 5. febrúar kl. 19:00–23:00. Hvammstangi: 6. febrúar kl. 19:00–23:00. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

5


Þú ákvaðst að fara í raunfærnimat í pípulögnum haustið 2018 hjá Farskólanum. Hvar fréttir þú af þeim möguleika? „Ætli ég hafi ekki bara séð auglýsingu í Sjónhorninu frá Farskólanum og ég vissi líka af fólki sem hafði farið í raunfærnimat“, segir Tjörvi. Tjörvi segir að sér hafi gengið vel í raunfærnimatinu. „Ég fékk metnar 37 einingar og allan samningstímann“, bætir hann við. Getur þú mælt með því að fólk sem telji sig eiga erindi fari í raunfærnimat? „Tvímælalaust, þetta er algjör snilld“, segir Tjörvi.

VIÐTAL við Tjörva Geir Jónsson

„Ég fékk metnar 37 einingar og allan samningstímann“

Tjörvi skráði sig í nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum haustið 2018. Kennt var tvisvar í viku í fimm klukkustundir í senn. Þær greinar sem kenndar voru voru enska 1 og 2, stærðfræði 1 og 2, íslenska 1 og 2 og danska. Hvernig gekk þér í náminu? „Það gekk vel, mun betur en ég þorði að vona. Ég hafði lúmskt gaman af þessu öllu“, segir Tjörvi.

Tjörvi Geir og Þorgerður á góðri stund. MYND: facebook.

Haustið 2018 hófst hjá Farskólanum námskeiðið „Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum.“ sem er samtals 300 kennslustundir. Fimmtán einstaklingar tóku þátt í námsleiðinni. Einn af þeim var Tjörvi Geir Jónsson á Sauðárkróki sem starfar við pípulagnir. Tjörvi er alinn upp á Sauðárkróki og er 36 ára gamall. Foreldrar hans eru Jón Geirmundsson, pípulagningarmeistari og Anna Björk Arnardóttir. Unnusta Tjörva er Þorgerður Eva Björnsdóttir og eiga þau tvær dætur; Viktoríu Rán sem er sex ára og Kamillu Rán sem er níu mánaða. Hvernig var þín skólaganga? „Skólaganga mín var stutt eftir grunnskóla. Ég fór einn vetur eða tvær annir í Fjölbrautaskóla

6

Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Ég lærði ekki neitt, skemmti mér mikið og sá að það væri best að drífa sig á vinnumarkaðinn“, segir Tvörvi. Við hvað hefur þú helst unnið í gegnum tíðina? „Sumarið 2000 vann ég hjá Trésmiðjunni Ýr en svo um haustið, sama ár, byrjaði ég í sútunarverksmiðjunni Loðskinn og var þar til ársins 2004. Þá byrjaði ég að vinna hjá JG lögnum til ársins 2008 en þá fluttum við suður og konan fór í skóla,“ segir Tjörvi og bætir við að hann hafi haldið áfram að pípa hjá Svenna í Borgarlögnum þar til hann og Þorgerður fluttu aftur norður árið 2013. „Kaupfélagið fékk heiðurinn af því að ráða mig í vinnu í pípulagningadeild KS“, bætir hann við.

Getur Farskólinn bætt þetta nám á einhvern hátt? „Námið er fínt eins og það er“, segir Tjörvi. „Það skilaði sér ótrúlega vel, þó það væri farið hratt yfir sögu“. Getur þú mælt með því að fullorðið fólk sem ekki hefur lokið ofangreindum námsgreinum í framhaldsskóla fari í námið hjá Farskólanum? „Já, algjörlega. Þetta námskeið er fínt fyrir svona tossa eins og mig, sem nenntu ekki að læra neitt á sínum tíma“, segir Tjörvi. Hefur þú hugsað þér að halda áfram í námi? „Ætli maður stefni ekki á að klára námið í pípulögnum og henda sér í sveinspróf“, segir Tjörvi. Hvað gerir þú helst í þínum frístundum? „Hvaða frístundum, ég er pípari!“ segir Tjörvi brosandi að lokum .


Námskeið í samstarfi við stéttarfélög

Konfektgerð 12.900 KR.

LEIÐBEINANDI:

Hulda Einarsdóttir og Heimir Eggerz Jóhannsson.

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félagsmönnum sínum á námskeið (þeim að kostnaðarlausu). Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

3 KLST.

LÝSING: Margar aðferðir eru notaðar við konfektgerð. Ýmist er það steypt í mót, mótað í kúlur, sett í form eða skorið í bita sem eru svo hjúpaðir með súkkulaði og skreyttir með ýmsu skrauti sem viðkomandi líst vel á. Þátttakendur læra helstu aðferðir við konfektgerð og útbúa sitt eigið konfekt eftir sínum smekk og áhuga. Hægt er að leika sér með ýmis hráefni við konfektgerð, t.d. marsipan, núggat, kókosmassa og áfengi. Hráefnið, tækin og öll gögn sem til þarf verða á staðnum en þátttakendur þurfa að hafa með sér dós, bauk eða ísbox fyrir konfektið til að taka með heim. HVAR OG HVENÆR:

Listin að breyta hverju sem er LEIÐBEINANDI: Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

19.900 KR.

Hvammstangi: 29. nóvember kl. 18:00–21:00. Blönduós/Skagaströnd: 28. nóvember kl. 18:00–21:00. Sauðárkrókur: 27. nóvember kl. 18:00–21:00.

4 KLST.

Ef þú ert eins og flest fólk hefur þú líklega gert fáeinar tilraunir til að breyta lífi þínu til batnaðar, hvort sem um er að ræða heilsuna, fjárhaginn, samband þitt við makann eða markmið tengd starfinu. Þér hefur líklega verið sagt að viljinn sé allt sem þurfi og að marktækar breytingar hefjist á viljastyrk. Áralangar rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að viljastyrkurinn er bara einn af mörgum áhrifavöldum og að það eru sex þættir sem hafa áhrif á hegðun okkar og daglegar ákvarðanir. Fyrsti þátturinn varðar persónulega hvatningu. Annar þátturinn snýst um persónulega hæfni. Þriðji áhrifaþátturinn varðar félagslega hvatningu Fjórði þátturinn, félagsleg hæfni, er mikilvægur þar sem fólk í hópi eða samfélagi mun þurfa að aðstoða hvert annað ef það ætlar að ná árangri. Fimmti þátturinn er hvatning úr umhverfinu, t.d. með því að ákveða viðeigandi umbun. Síðasti þátturinn er skipulagsleg hæfni Hægt er að verða áhrifavaldur í eigin lífi með því að nota alla sex ofangreinda þætti áhrifa.

LÝSING:

HVAR OG HVENÆR:

Hvammstangi: 14. nóvember kl. 18:00–22:00. Blönduós/Skagaströnd: 13. nóvember kl. 18:00–22:00. Sauðárkrókur: 12. nóvember kl. 18:00–22:00.

Meðlæti með öllum mat LEIÐBEINANDI:

Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari.

13.900 KR. 3 KLST.

Ert þú fastur/föst í því að bjóða upp á sama meðlætið ár eftir ár og færð jafnvel hjálp frá Ora? Á þessu námskeiði kynnast þátttakendur grænmeti, notkun á baunum, sætum kartöflur ofl. Við reynum einnig að finna nýjan spennandi vinkil á notkun á blómkáls, hvítkáls, broccoli o.fl. Þá verður farið yfir hvað er hægt að gera við grænmeti og ávexti sem getur komið í stað kjöts og fisks. Loks verður farið yfir hvað er hægt að gera við ýmsar tegundir grænmetis til að fá tilbreytingu í t.d. ketófæði og grænkerafæði og skoðaðar hugmyndir um matreiðslu miðausturlanda, austurlenska matreiðslu og matreiðslu frá Miðjarðarhafinu.

LÝSING:

HVAR OG HVENÆR:

Hvammstangi: 3. október kl. 17:00–20:00. Blönduós/Skagaströnd: 2. október kl. 17:00–20:00. Sauðárkrókur: 1. október kl. 17:00–20:00.

Verslunarmannafélag Skagafjarðar

Fyrir fyrirtæki og stofnanir Vissir þú að Farskólinn tekur að sér að skipuleggja fræðslu og námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir um allt Norðurland vestra. Við leggjum áherslu á að styðja stjórnendur og fyrirtæki við þarfagreiningar fyrir fræðslu, stefnumörkun og uppbyggingu mannauðs í takt við stefnu fyrirtækisins með fræðslu að leiðarljósi. Við bjóðum meðal annars upp á: •

Stök námskeið og námskeiðsraðir sniðnar að ykkar þörfum. • Heildstæðar fræðsluáætlanir byggðar á þarfagreiningu fyrirtækja. • Þarfagreiningar fyrir fræðslu, hvort sem er fyrir fyrirtækið í heild sinni eða einstaka deildir/svið. • Náms- og starfsráðgjöf fyrir starfsfólk. Farskólinn býður upp á náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum, starfsmönnum og fyrirtækjum að kosnaðarlausu. • Aðstoð við að sækja um styrk í fræðslu- og starfsmenntasjóði.

Vertu í sambandi og við finnum lausnina fyrir þig! Frekari upplýsingar gefa: Halldór & 455 6013, halldorb@farskolinn.is eða Jóhann & 455 6011, johann@farskolinn.is

7


Starfstengd námskeið Félagsmenn Sameyki, Kjalar og starfsmenn ríkis og sveitarfélaga í Samstöðu og Öldunni eiga þess kost að sækja eftirtalin þrjú námskeið frítt. Sjá nánari lýsingar á heimasíðu Farskólans.

Að auka seiglu og stjórna eigin líðan LEIÐBEINANDI: Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi

35.000 KR.

hjá Þekkingarmiðlun, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.

4 KLST.

LÝSING: Við þurfum öll á seiglu að halda til að ná okkur eftir bakslög og takast á við daglegar hindranir. Rannsóknir sýna að við getum breytt því hvernig okkur líður með því að breyta hugsunum okkar því að það sem stjórnar hegðun okkar er ekki það sem gerist í kringum okkur heldur hvernig við túlkum það sem gerist. Þetta kallast hugræn atferlismeðferð eða HAM. Hægt er að auka seigluna með því að breyta hugsunum okkar. Á námskeiðinu er farið í sjö þætti seiglu, hvernig þeir birtast og hvaða áhrif þeir hafa á einstaklinga og árangur. Sjá nánar á heimasíðu Farskólans. Meðal þess sem er tekið fyrir á námskeiðinu: • Sjö þættir seiglu • Hugræn atferlismeðferð • Mat á aðstæðum og orsökum • Áhrif hugsana á hegðun • Núvitundaræfingar • Tæki og tól til að auka seiglu • Að vinna með styrkleika og veikleika

Fyrirlestrar, hagnýt verkefni, umræður og virk þátttaka. FYRIRKOMULAG: Tveggja daga námskeið, samtals sjö klukkustundir. Sauðárkrókur: 11. og 18. nóvember kl. 18:00–21:30. Blönduós/Skagaströnd: 10. og 17. nóvember kl. 14:30 –18:00. Hvammstangi: 10. og 17. nóvember kl. 10:00–13:30.

Frá vorfundi Farskólans.

8

Verkefnastjórnun – fyrstu skrefin LEIÐBEINANDI:

37.000 KR.

Sveinbjörn Jónsson M.Sc. í verkfræði og MPM.

4 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu er farið í grunninn á verkefnastjórnun. Áhersla er á undirbúning og eftirfylgni verkefna til að tryggja árangur. Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hvernig hægt er að beita verkefnastjórnun á lítil sem stór verkefni. Fjallað verður um: • Skilgreiningu á hvað er verkefni og hvað er verkefnastjórnun. • Undirbúning verkefna og ræs. • Hvernig skilgreina á markmið verkefna og hvernig árangur er metinn. • Uppsetning verkefnis: Hvernig tíma- og kostnaðaráætlanir líta út. • Eftirfylgni verkefnisáætlunar. • Skil og lúkning verkefna.

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og umræðum. Tekin verða fyrir hagnýt og raunveruleg verkefni sem flestir ættu að geta samsvarað sig við. Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá EHÍ hafi þeir staðist námskeiðið. HVAR OG HVENÆR: Á Sauðákróki 18. september. TÍMI: Kl. 13:00–17:00.

Árangursrík samskipti LEIÐBEINANDI: Gyða Kristjánsdóttir,

sérfræðingur hjá Hagvangi.

49.000 KR. 7 KLST.

LÝSING: Námskeiðið miðar að því að styrkja samskipti á vinnustað. Farið er yfir áhrifaríka samskiptaþætti, áhrif tilfinninga og viðbrögð til þess að efla samstarf og afköst. Unnið er með sjálfstraust, áhrifaríka samskiptatækni, endurgjöf og lausn ágreinings. Lögð verður áhersla á hvernig takast eigi á við erfið starfsmannamál og farið yfir árangursríkar leiðir til að takast á við áskoranir sem upp koma s.s. samskiptavanda og óánægju. Markmið námskeiðsins er fyrst og fremst að efla einstaklinga í sinni samskiptafærni og láta þá hafa ákveðin verkfæri til að byggja upp áhrifaríkt samstarf. HVAR OG HVENÆR: Á Sauðárkróki, 25. september og 16. október. Tveggja daga námskeið. TÍMI: Kl. 13:00–16:30 báða dagana.


Menntun er málið – átt þú rétt á styrk?

Tölvunámskeið

Viltu sækja þér aukna fræðslu, framhalds- og háskólanám, tungumálanám, tölvunámskeið, aukin ökuréttindi tómstundanám og allt starfstengt nám, auk ýmissa annarra námskeiða ?

Starfsmenn ríkis og sveitarfélaga í Öldunni og Samstöðu fá þessi námskeið frítt.

Tölvuöryggi LEIÐBEINANDI: Hermann Jónsson, Microsoft sérfræðingur.

29.000 KR. 3 KLST.

LÝSING: Það finnast margar hættur á netinu og margt ber að varast. En sem betur fer er ýmislegt sem við getum gert til þess að tryggja öryggi okkar og lært að forðast hætturnar. Á þessu námskeiði förum við yfir öryggismál almennt og lærum hvað við getum gert til að tryggja öryggi okkar. Námskeiðið miðast við að notendur séu með Windows 10 stýrikerfið. • Hvernig passa ég upp á að stýrikerfið mitt sé öruggt? • Hvað eru tölvuvírusar og hvernig á að verjast þeim? • Hvað er „malware" og hvernig á að verjast þeim? • Hvað er „ransomware" og er hægt að verjast því? • Hvernig þekkjum við falskar vefsíður? • Hvernig má þekkja falska tölvupósta? • Hvernig geri ég þráðlausa netið mitt öruggara?

Ef þú ert félagsmaður í Stéttarfélaginu Samstöðu og hefur greitt til félagsins í a.m.k. sex mánuði af síðustu tólf áttu rétt á styrk úr starfsmenntasjóðum þeim sem Samstaða er aðili að. Leitaðu upplýsinga hjá félaginu um réttindi þín .

& 452 4932 og 451 2730

Fyrirlestrar og sýnikennsla. HVAR OG HVENÆR:

Hvammstangi: 18. október kl. 16:00 - 19:00, Sauðárkrókur: 22.október, kl. 13:00 - 16:00, Blönduós/Skagaströnd: 22. október, kl 17:00 - 20:00.

Allt um office 365 – verkfæri og möguleikar LEIÐBEINANDI: Hermann Jónsson, Microsoft sérfræðingur.

37.000 KR. 7 KLST.

Farið almennt í Office 365, OneDrive for Business, tölvupóst, Share Point, Delve, Yammer, Planner, Skype og Teams. Hugtök forrita og virkni útskýrð vandlega. Námskeiðið er blanda af fyrirlestri, sýnikennslu og verkefnavinnu þátttakenda. LÝSING:

Félagsmenn stéttarfélaga eiga rétt á styrkjum vegna náms eða námskeiða sem þeir stunda. Aldan stéttarfélag á aðild að eftirtöldum sjóðum: Landsmennt fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði, Sveitamennt fyrir starfsmenn sveitafélaga, Sjómennt fyrir sjómenn og Ríkismennt fyrir ríkisstarfsmenn.

Nú er tækifæri til að skella sér í námið sem þig hefur alltaf langað í! Kynntu þér málið á skrifstofu stéttarfélaganna

HVAR OG HVENÆR:

Hvammstangi: 19.október kl. 9:00–16:00. Blönduós/Skagaströnd: 20.október, kl. 9:00–16:00. Sauðárkrókur: 21.október, kl. 9:00–16:00.

BORGARFLÖT 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 5433

9


Fjölmennt

FULLOR Ð FRÆÐS INSFATLAÐ LA S FÓLK S

– haustið 2019

Námskeiðin fyrir skjólstæðinga Fjölmenntar eru í boði um allt Norðurland vestra. Fleiri námskeið verða auglýst þegar líður á haustið.

Smíðanámskeið með Atla LEIÐBEINANDI: Atli M. Óskarsson,

húsasmíðameistari og framhaldsskólakennari.

16.500

KR.

16 KLST. EÐA 8 SKIPTI

Atli mun leiðbeina þátttakendum við að meðhöndla þau tæki og tól sem notuð eru til að smíða einfaldan hlut. Smíðaverkefni ákveðin í samráði við leiðbeinanda. Þátttakendur hanna hlutinn og smíða. HVAR: Í Verknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. HVENÆR: Á haustönn 2019. Nánari tímasetning ákveðin í samráði við þátttakendur. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: 6. TIL ATHUGUNAR: Þar sem áhugi á námskeiðinu er mikill og fjöldi þátttakenda er takmarkaður verður annað námskeið haldið á vorönn 2020 fyrir nýjan hóp. LÝSING:

Mósaík námskeið LEIÐBEINANDI: Ásta Búadóttir,

matreiðslumeistari og myndlistarkona.

11.500

Tækjaleikfimi - Þreksport 12.000

KR.

Snorri Guðvarðsson.

10.000 KR 2 KLST. EÐA 3 KEST.

LÝSING: Í fyrri hluta námskeiðsins förum við í sögu japansks viskís með áherslu á Nikka, en í þeim seinni verða skoðaðar viskíbúðir og netverslanir eins og t.d. Cadenhead´s, Royal Mile Whiskies, Milroy´s, SMWS, Loch Fine og ýmsar fleiri „nammibúðir“. Allt til að létta okkur lífið og gera það skemmtilegra! HVAR OG HVENÆR:

Á Sauðárkróki, föstudaginn 4. október 2019 kl. 19:00–22:00. TIL ATHUGUNAR: Námskeiðið er í boði um allt Norðurland vestra.

LEIÐBEINANDI:

9.200 KR.

Ásta Búadóttir, metreiðslumeistari og kennari.

3 KLST.

Glút­enóþol og glút­enof­næmi eru tvennt ólíkt. Ein­ stak­ling­ar sem eru með glút­enof­næmi mega hvorki né geta borðað mat­vöru sem inni­held­ur glút­en eða snef­il af glút­eni því að það get­ur verið þeim lífs­hættu­legt - og þar ligg­ur hinn stóri mun­ur. Farið verður yfir þessa þætti; óþol og ofnæmi. Dag­lega borðum við brauð, kex, pítsur, kök­ur og fleira sem inni­held­ur korn, en fyr­ir þá sem eru með glút­enof­næmi er glútenlaust mataræði nauðsynlegt. Helstu viðfangsefni verða: Brauð- og kökubakstur, auk pastagerðar. HVAR OG HVENÆR: Á Sauðárkróki, Blönduósi/Skagaströnd og Hvammstanga, á haustönn 2019. Haft verður samráð við þátttakendur um nánari tímasetningu. LÝSING:

12 KLUKKUSTUNDIR

LÝSING: Á námskeiðinu verður unnið að því að bæta þol og styrkja líkamann ásamt því að gera liðkandi æfingar. Þátttakendur vinna í tækjasal, hita upp á þrekhjólum og hlaupabretti. Í lok hvers tíma eru gerðar teygjuæfingar. Markmiðið er að þátttakendur bæti styrk og þol og fái áhuga á að stunda líkamsrækt og æfingar við hæfi. HVAR: Þreksport á Sauðárkróki. HVENÆR: Á haustönn 2019. Haft verður samband við þátttakendur varðandi nánari tímasetningu. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: 6 þátttakendur.

10

LEIÐBEINANDI:

KR.

6 KLST. EÐA 3 SKIPTI

Þátttakendur búa til mót sem síðan er steypt í. Steyptir verða pottar, vasar og kertastjakar sem hægt er að nota bæði inni og úti. Munirnir sem steyptir verða eru síðan skreyttir með mósaík og málaðir. HVAR: Í Iðjunni á Sauðárkróki. HVENÆR: Á föstudögum. Nánari tímasetning ákveðin í samráði við þátttakendur. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: 5 - 6 þátttakendur.

Guðrún Helga Tryggvadóttir, íþróttakennari.

Viskínámskeið – „Keisarinn og kaupmennirnir“

Eldað án glútens – glútenlaust fæði

LÝSING:

LEIÐBEINANDI:

Gagn og gaman

Starfsmenn Farskólans taka þátt í að hreinsa bæinn í sumarbyrjun.


Lærðu íslensku – Study Icelandic

LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

Icelandic courses are based on the Curriculum of Icelandic for Foreigners published by the Ministry of Education, Science and Culture.

Íslenska 1 / Icelandic 1 LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

44.900 KR. 40 KLST. EÐA 60 KEST.

LÝSING: Námskeiðið er ætlað byrjendum þar sem þátttakendur læra íslenska stafrófið, framburð og grunnorðaforða. Þátttakendur æfa tal, skilning, lestur og ritun einfaldra setninga með áherslu á talþjálfun með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Einföld málfræði er kynnt í tengslum við námsefnið. Kunnátta þátttakenda er metin í lok námskeiðsins og þeim veitt ráðgjöf um næstu skref í íslenskunámi sínu. Nauðsynlegt er að ljúka 75% mætingu til að fá útskriftarskírteini This is a course for beginners where students learn the Icelandic alphabet, pronunciation and basic vocabulary. Students practice speaking, understanding, reading and writing basic sentences through diverse learning methods. Basic grammar is introduced in relation to the learning material. Participants will be evaluated at the end of the course and advised on further Icelandic studies. Attendance required: 75%. HVAR: Á Hvammstanga, Blönduósi/Skagaströnd og Sauðárkróki. HVENÆR: Á haustön 2019. Nánari tímasetning ákveðin í samráði við þátttakendur. FJÖLDI: 8 (Eight participants are required).

Íslenska 2 / Icelandic 2 LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

Íslenska 3 / Icelandic 3

Íslenska 4 / Icelandic 4 Ýmsir.

40 KLST. EÐA 60 KEST.

LÝSING: Þetta námskeið er framhald af fyrsta stigi og hentar einnig þeim sem hafa öðlast grunnfærni í íslensku. Orðaforði er aukinn með það að markmiði að nemendur verði færir um að nota einfaldar setningar sem tengjast daglegu lífi. Tal, skilningur, lestur og skrift er æft með áherslu á daglegt mál með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Aukið er við málfræðikunnáttu á skipulagðan hátt í tengslum við námsefnið. Kunnátta þátttakenda er metin í lok námskeiðsins og þeim veitt ráðgjöf um næstu skref í íslenskunámi sínu. Nauðsynlegt er að ljúka 75% mætingu til að fá útskriftarskírteini. If you have finished the first level or acquired the basics in Icelandic you can pass on to level 2. At level 2 vocabulary is expanded with the aim of students becoming capable of using simple sentences relating to everyday life. Speaking, understanding, reading and writing are practiced with the emphasis on speaking through diverse learning methods. Further grammar is strategically added to what was learned in level 1. Participants will be evaluated at the end of the course and advised on further Icelandic studies. Attendance required: 75%. HVAR: Þetta námskeið (Íslenska 2) er óstaðsett. HVENÆR: Á haustönn 2019. FJÖLDI: 8 (Eight participants are required).

40 KLST. EÐA 60 KEST.

LÝSING: Námskeiðið er framhald af íslensku 2 og hentar einnig þeim sem hafa öðlast grunnfærni í íslensku sem nemur fyrsta og öðru stigi. Orðaforðinn er aukinn og tengist samfélagslegum þáttum daglegs lífs á Íslandi. Sjálfstraust nemenda til að tjá sig á íslensku eykst með áframhaldandi þjálfun í að tala, skilja, lesa og rita íslensku með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Framhald er á málfræðináminu á grunni þess sem nemendur hafa þegar lært í íslensku 1 og 2. Kunnátta þátttakenda er metin í lok námskeiðsins og þeim veitt ráðgjöf um næstu skref í íslenskunámi sínu. Nauðsynlegt er að ljúka 75% mætingu til að fá útskriftarskírteini. If you have finished level 2 then Icelandic 3 is your next step in your learning process. Level 3 is also suitable for students who have acquired the basics in Icelandic up to this point. Vocabulary is still expanded with selected topics relating to practical social aspects of life in Iceland. Students grow in their confidence to speak, using simple syntax, as they continue to practice their speaking, understanding, reading and writing in Icelandic through diverse learning methods. Grammar is taken further on the basis of what has been learned in level 1 and 2. Participants will be evaluated at the end of the course and advised on further Icelandic studies. Attendance required: 75%. HVAR: Á Hvammstanga og Sauðárkróki. HVENÆR: Á haustönn 2019. FJÖLDI: 8 (Eight participants are required).

LEIÐBEINENDUR:

44.900 KR.

44.900 KR.

44.900 KR. 40 KLST. EÐA 60 KEST.

LÝSING: Þetta námskeið er framhald af þriðja stigi og hentar einnig þeim sem öðlast hafa sterkan grunn í íslensku. Enn er aukið við orðaforða með umfjöllunarefnum sem tengjast því að búa á Íslandi og samfélagsumræðunni á hverjum tíma. Beitt er fjölbreyttum kennsluaðferðum með það að markmiði að auka sjálfstraust nemenda til að tjá sig á íslensku, auk þjálfunar í lestri og ritun. Aukið er við málfræðikunnáttu á grunni þess sem nemendur hafa þegar lært.* Kunnátta þátttakenda er metin í lok námskeiðsins og þeim veitt ráðgjöf um næstu skref í íslenskunámi sínu. Nauðsynlegt er að ljúka 75% mætingu til að fá útskriftarskírteini. If you have a strong base in Icelandic or finished the third level then Icelandic 4 is the right step to take. At level 4 an expansion of vocabulary is continued through diverse and more demanding topics relating to current events and other relative matters. Diverse learning methods are applied with the aim of maximizing students’ confidence in speaking and understanding as well as reading and writing. Grammar is added on the basis of what students have already learned.* Participants will be evaluated at the end of the course and advised on further Icelandic studies. Attendance required: 75%. HVAR: Blönduós/Skagaströnd. HVENÆR: Á haustönn 2019. FJÖLDI: 8 (Eight participants are required).

11


Styrkur þinn til náms

Þín leið til fræðslu

Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni.

Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni.

Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is

Landsmennt

Sveitamennt

Menntun skapar tækifæri

Átt þú rétt á styrk ?

Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Ríkismennt 12

Sjómennt

Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is

Profile for Johann Ingolfsson

Námsvísir haust 2019  

spennandi námskeið í boði

Námsvísir haust 2019  

spennandi námskeið í boði

Advertisement