Namsvisir haust2015

Page 1

náms vísir FARSKÓLINN – MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

HAUST 2015

1


Starfsfólk Farskólans Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri bryndis@farskolinn.is

& 455 6014 / 894 6012

Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón námskeiða, kennsla o.fl.

Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

johann@farskolinn.is

& 455 6011 / 893 6011

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfundabúnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla og fleira.

Halldór B. Gunnlaugsson verkefnastjóri

halldorb@farskolinn.is

& 455 6013

Umsjón með námskeiðum, háskólanámi, heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla og fl.

Gígja Hrund Símonardóttir þjónustustjóri

gigja@farskolinn.is

& 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrifstofustörf og umsjón með námskeiðum.

Sandra Hilmarsdóttir

verkefnisstjóri og námsog starfsráðgjafi. sandra@farskolinn.is & 455 6160

Náms- og starfsráðgjöf, hvatning til náms og umsjón með námskeiðum Farskólans og fl.

… Raunfærnimat og nám fyrir þá sem vilja starfa sem leikskólaliðar og stuðningsfulltrúar … Skólaárið 2014–2015 voru námsmenn Farskólans samtals 691 að tölu. Kennslustundir voru 1471 og nemendastundir voru 15.700. Á síðasta skólaári átti Farskólinn meðal annars í farsælu samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Háskólann á Bifröst um ýmis fræðsluverkefni í tengslum við tilraunaverkefnið „Menntun núna í Norðvesturkjördæmi“. Helstu verkefni voru, raunfærnimat í slátrun og fisktækni. Fisktækninám í samstarfi við FNV og námskeiðsröð fyrir þá sem starfa innan ferðaþjónustunnar á svæðinu okkar ásamt ótal heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir. Ekki þýðir að horfa lengi í baksýnisspegilinn heldur skal horft fram á veginn. Enn sem fyrr sinnir Farskólinn því hlutverki sínu að bjóða upp á fræðslu tengda störfum fólks. Í þessum Námsvísi er áherslan á námskeið sem koma atvinnulífinu að góðu gagni. Sem dæmi má nefna námskeið fyrir sjúkraliða, tveggja ára nám fyrir þá sem starfa í leik- og grunnskólum, nám fyrir skrifstofufólk, tölvunám og Fisktækninám. Nú í haust fer fram raunfærnimat á móti leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Jafnhliða því hefst tveggja ára nám fyrir þá sem vilja verða leikskólaliðar og stuðningsfulltrúar. Nemendur koma af öllu

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsvísir Farskólans Útgefandi: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Samantekt efnis og myndir: Starfsfólk Farskólans Hönnun & prentun: Nýprent ehf.

2

Stjórn Farskólans skipa: Þórarinn Sverrisson, Ingileif Oddsdóttir, Herdís Klausen, Erla Björk Örnólfsdóttir og Þóra Sverrisdóttir.

Norðurlandi vestra og verður fjarkennt til námsveranna á svæðinu. Námið tekur tvö ár og því lýkur með formlegum hætti vorið 2017. Enn er hægt að skrá sig í námið. Það má ekki gleyma tómstundanámskeiðunum. Reynsla okkar í Farskólanum er sú að fyrstu skref fullorðinna í námi eru oft í gegnum tómstundanámskeiðin. Í þessum Námsvísi eru nokkur dæmi um tómstundanámskeið. Ef þú ætlar í nám þá er gott að muna eftir starfsmenntasjóðnum þínum. Flestir sjóðir niðurgreiða námskeiðin. Það er líka gott að skrá sig sem fyrst enda fylgja því engar skuldbindingar. Starfsfólk Farskólans hringir í þig þegar ljóst er að námskeið fer af stað. Í þessum Námsvísi tökum við það skref að auglýsa lengd námskeiða í klukkustundum en það gerum við þar sem námsmenn í Farskólanum eru fullorðnir og starfandi á vinnumarkaði þar sem stundir eru mældar í klukkustundum. Nánari upplýsingar um námskeið má finna á heimasíðunni okkar og Facebook. Komdu og vertu með okkur í liði í vetur

Fyrir hönd starfsfólks Farskólans. Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri

Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans: Húnaþing vestra - Húnavatnshreppur -Skagahreppur -Akrahreppur - Sveitarfélagið Skagafjörður - Aldan, stéttarfélag, Skagafirði Verslunarmannafélag Skagfirðinga - Starfsmannafélag Skagafjarðar Stéttarfélagið Samstaða, Húnavatnssýslum - Hólaskóli – Háskólinn á Hólum - Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki - Fisk Seafood, Sauðárkróki og Skagaströnd - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra


Um vottaðar námsleiðir FA Vottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins eru styrktar af Fræðslusjóði og þess vegna er hægt að bjóða þær á hagstæðu verði. Vottaðar námsleiðir FA eru viðurkenndar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og þær má meta til eininga á framhaldsskólastigi. Hjá Farskólanum hefur Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra metið námið til eininga. Námslýsingar má sjá á vef FA (www.frae.is). Námsleiðirnar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir fullorðið fólk með stutta formlega skólagöngu. Áhersla er lögð á að hægt sé að stunda námið með vinnu, að kennsluhættir henti fullorðnu fólki, að námið sé hagnýtt og í takt við þarfir námsmanna og atvinnulífsins. Allar nánari upplýsingar má fá hjá verkefnastjórum Farskólans í síma 455 6010 eða á heimasíðu skólans.

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú – fjarnám LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir

34.250 KR.

FYRIR HVERJA ÖNN FJÓRAR ANNIR

Vinnur þú í leikskóla eða grunnskóla? Viltu auka færni þína? Í samstarfi við SÍMEY – símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar bjóðum við upp á leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Námið er ætlað þeim sem starfa í leik- eða grunnskólum. Námsmenn þurfa að vera orðnir 22 ára og hafa að baki að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu af störfum úr leik- eða grunnskóla við uppeldi, umönnun og menntun barna. Námsmenn sem ljúka leikskólaliða- eða stuðningsfulltrúabrú hljóta starfsheitin leikskólaliði og stuðningsfulltrúi. LENGD: Um 50 eininga nám á framhaldsskólatigi. Námið er fjórar annir. NÁMSÞÆTTIR: Fötlun 103, Hegðun og atferlismótun 103, Leikur sem náms- og þroskaleið, Íslenskar barnabókmenntir 633, Listir og skapandi starf 103, Samskipti og samstarf 103, Sálfræði 2013, Siðfræði 102, Skyndihjálp 101, Uppeldisfræði 103 og 203, Þroski og hreyfing, Kennslustofan og nemandinn. NÁMSMAT: Símat og verkefnavinna. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg og í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Fimmtudagar og tveir föstudagar frá klukkan 17:00 – 21:00. Námið hefst á staðlotu 4. og 5. september á Sauðárkróki. TIL ATHUGUNAR: Undanfarið misseri hefur þörfin fyrir þetta nám verið könnuð með heimsóknum á vinnustaði. Nánari upplýsingar veitir Farskólinn í síma 455 6010. Hægt er að sækja um styrk til viðkomandi stéttarfélags.

Sterkari starfsmaður – tölvur og samskipti 29.000

LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir sérfræðingar

KR.

150 KEST. EÐA 100 KLST.

Þetta er gott námskeið fyrir byrjendur í tölvum. Farið er í öll helstu tölvuforrit auk þess sem áhersla er lögð á sjálfstyrkingu, frumkvæði og eflingu í starfi og leik auk ýmissa annarra þátta. LÝSING OG MARKMIÐ: Að loknu námskeið hefur þú byggt upp góðan grunn í tölvunotkun, aukið sjálfstraust þitt til náms og sjálfstæðra vinnubragða. Þú hefur einnig þjálfast í samstarfi og samvinnu. NÁMSGREINAR ERU: Tölvur, Netið, Word og Excel. Námstækni, skipulag og frumkvæði í starfi, sjálfstyrking og samskipti, vinnustaðamenning og liðsheild og færnimappa. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg og í námsverum á Norðurlandi vestra (fjarkennslusnið). HVENÆR: Á vorönn 2016. Skráningar hafnar. FJÖLDI: Námið hefst um leið og lágmarksþátttöku er náð í fullt nám, sem er 10 þátttakendur. NÁMSMAT: Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka. TIL ATHUGUNAR: Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Sjá http://frae.is/files/SterkariStarfsm_761249251.pdf Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 12 eininga á framhaldsskólastigi.

Almennar bóklegar greinar LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir kennarar á vegum Farskólans

58.000

KR.

300 KEST. EÐA 200 KLST.

Fórstu snemma út á vinnumarkaðinn og ákvaðst að fara ekki í framhaldsskóla? Byrjaðir þú í framhaldsskóla en kláraðir ekki námið? Viltu halda áfram? Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er fyrir þig. Námið er ætlað þeim sem eru orðnir 23 ára og eldri. LÝSING OG MARKMIÐ:

• Að læra íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði á framhaldsskólastigi • Að auka sjálfstraust í námi • Að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu • Að þjálfa tölvunotkun til upplýsingaleitar og verkefnavinnu • Að styrkja stöðu á vinnumarkaði Þær námsgreinar sem teknar eru fyrir eru: íslenska 102 og 202, danska 102, enska 102, 202 og 212 og stærðfræði 102 og 122. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg og í námsverum á Norðurlandi vestra (fjarkennslusnið). HVENÆR: Á vorönn 2016. Skráningar hafnar. FJÖLDI: Námið hefst um leið og lágmarksþátttöku er náð í fullt nám, sem er 10 þátttakendur. NÁMSMAT: Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka. TIL ATHUGUNAR: Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Sjá http://www.frae.is/files/ Almennargreinar_930832405.pdf

3


Postulínsmálun LEIÐBEINANDI:

Guðfinna Rósantsdóttir

9.900 KR. 2 KLST.

Á námskeiðinu eru notaðir sérstakir postulínspennar. Hver þátttakandi fær fjórar könnur til að vinna á námskeiðinu. Hver þáttakandi fær hugmyndabækling með sér heim. Könnurnar eru bakaðar í venjulegum bakaraofni og þola uppþvottavél. Postulínspennar verða til sölu eftir námskeiðið fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa þá. HVAR: Í Námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð á haustönn 2015. FJÖLDI: 10 þátttakendur. LÝSING:

Gagn & gaman Núvitund - (Mindfulness) LEIÐBEINANDI:

Tolli Morthens, myndlistamaður

19.900 KR. 7 KLST. / EINN DAGUR

Núvitund á ættir sínar að rekja til austrænnar heimspeki og felst einkum í því að vera með sjálfum sér og skynjun sinni á líðandi stundu. LÝSING: Fyrirlestur og æfingar. Tolli leiðir þig í gegnum æfingar og hugleiðslu þar sem áhersla er lögð á kærleikann og nauðsyn þess að hafa hann inni í vitund okkar þegar við hugleiðum. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Haustið 2015. Kennt á laugardegi. FJÖLDI: 12 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Hádegisverður og bók um Núvitund eru innifalin í verði námskeiðsins. LÝSING:

Pylsugerð í heimahúsi LEIÐBEINANDI:

Eva Óskarsdóttir

9.900 KR. 3 KLS.T.

Saumanámskeið – Jakkapeysa & kjóll LEIÐBEINANDI:

Kristín Þöll Þórsdóttir, klæðskerameistari

26.500 KR. 10,5 KLST. EÐA EIN HELGI

Frábært námskeið til að læra að sauma peysujakka/Jersey fyrir veturinn

Á þessu námskeiði lærir þú að taka upp snið og saumar einfalda jakkapeysu og jafnvel einfaldan jersey kjól. Ef þú átt uppáhalds jakkapeysu og eða kjól þá er hægt að taka upp snið af þeirri flík. Frábært tækifæri til að dusta rykið af saumavélinni og vera í góðum félagsskap eina helgi. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Helgina 30. og 31. okt. 2015, þar sem þátttaka næst. FJÖLDI: 8 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Þú þarft að taka með þér efni í peysujakkann og tvinna, saumavélina þína og skæri. Með öðrum orðum: taktu saumadótið þitt með. Haft verður samband við alla þátttakendur fyrir námskeiðið. LÝSING:

4

LÝSING: Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem vilja læra að gera pylsur heima hjá sér. Gerum nokkrar mismunandi uppskriftir af pylsum og allir fara heim með smakk. Allt efni innfalið. HVAR: Í heimilisfræðistofum grunnskóla á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Púðar/textíll LEIÐBEINANDI:

Guðfinna Rósantsdóttir

9.900 KR. 2 KLST.

Kennd er aðferð við að setja myndir á púða/ fatnað á einfaldan hátt. Mikið úrval af myndum í boði. Hver þátttakandi gerir einn púða í stærð 40x40 cm og er hann innifalinn í verðinu. Pappír/ efni til að strauja verður selt eftir námskeiðið ef áhugi er fyrir því. HVAR: Í Námsverum á Norð-urlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð á haustönn 2015. FJÖLDI: 10 þátttakendur. LÝSING:


Hundaþjálfun – grunnhlýðni

Orkering LEIÐBEINANDI:

Linda Björk Óladóttir

12.500 KR. 3 – 3,5 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði í nálarorkeringu. Nemendur læra að vinna eftir einföldu mynstri og nota perlur. Unnar verða tvær prufur, eitt grunnstykki og byrjað á keðju með perlum í. Nokkrar uppskriftir, garn og perlur innifaldar í námskeiðsgjaldi en hægt verður að kaupa nálar á kostnaðarverði. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 5–8 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Sjá heimasíðu Lindu Bjarkar: www.lindaola.com

Skiltagerð LEIÐBEINANDI:

Guðfinna Rósantsdóttir

9.900 KR.

Njálssaga – Yndislestur Þorgerður Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari

Vinnusmiðjan er bæði bókleg og verkleg og hentar hundum á öllum aldri en hvolpar þurfa að vera orðnir átta vikna til að fá að taka þátt. LÝSING: Á námskeiðinu færð þú innsýn inn í huga hundsins, eðli hans og atferli. Þú lærir aðferðir í grunnhlýðni; eins og að hlýða innkalli, sitja/liggja, bíða og ganga í taum við hæl. Farið er í mikilvæg atriði til að fyrirbyggja hegðunarvandamál. Steinar og Heiðrún Villa fjalla einnig um fóðrun og umhirðu hunda. HVAR: Á Norðurlandi vestra HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Hundar þurfa að vera bólusettir og ormahreinsaðir til að fá að taka þátt í námskeiðinu með eigendum sínum.

Hundaþjálfun – fyrirtaks hlýðni LEIÐBEINENDUR: Steinar Gunnars-

son sérfræðingur í þjálfun lögregluhunda og Heiðrún Villa hundaatferlisfræðingur

19.900 KR. 12 KLST. / TVÖ SKIPTI BÓKLEGT OG VERKLEGT

LÝSING: Þátttakendur læra aðferðir sem hjálpa til í daglegu lífi og efla samband manns og hunds. Farið er í að styrkja tengingu og hlýðni enn frekar og einnig eru algeng hegðunarvandmál skoðuð. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Fyrir hunda 10 mánaða og eldri. HVAR: Á Norðurlandi vestra HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Hundar þurfa að vera bólusettir og ormahreinsaðir til að fá að taka þátt í námskeiðinu með eigendum sínum.

27.000 KR. 20 KLST

Hefur þú áhuga á að lesa Íslendingasögur þér til ánægju, fróðleiks og skemmtunar? Íslendingasögurnar draga heiti sitt af því að þær fjalla um fólk sem nam hér land og afkomendur þeirra sem reistu sér bú og höfðu búsetu í landinu. Þær fjalla um fólk sem bjó hér í heiðnu bændasamfélagi, voru enn víkingar í eðli og sóttu frægð og frama til nágrannalanda og víðar. Þær fjalla um þjóðfélagslega stöðu einstaklinga, víg og vígaferli, stórbrotnar tilfinningar, ástir og örlög. Í boði er að mynda áhugamannahóp um lestur Njálssögu. Sagan er lesin og hún síðan rannsökuð og rædd undir leiðsögn kennara. HVAR: Í Bóknámshúsi FNV. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur. LÝSING:

19.900 KR. 12 KLST. / TVÖ SKIPTI BÓKLEGT OG VERKLEGT

2 KLST..

LÝSING: Á námskeiðinu gerir hver þáttakandi eitt skilti (stærð 20x30 cm) með texta að eigin vali. Skiltin eru pússuð og gerð „sjúskuð". Plötur og textar verða til sölu eftir námskeiðið ef áhugi er fyrir því. HVAR: Í Námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð á haustönn 2015. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

LEIÐBEINANDI:

LEIÐBEINENDUR: Steinar Gunnarsson sérfræðingur í þjálfun lögregluhunda og Heiðrún Villa hundaatferlisfræðingur

Viskí námskeið – heimshornaflakk með Snorra Guð LEIÐBEINENDUR:

Snorri Guðvarðsson, frá Akureyri

7.500 KR. 3 KLST.

LÝSING: Bornar verða saman

viskítegundir frá Skotlandi, Írlandi, Ameríku og Japan. Smakkað og spjallað. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á föstudagskvöldi í lok september eða byrjun október.

5


Teikning – vinnustofa fyrir alla áhugasama 20.900 KR.

LEIÐBEINANDI: Bryndís Guðrún Björgvinsdóttir, myndlistarmaður og kennari

10 KLST.

Bryndís Björgvinsdóttir, myndlistarkona býður upp á fimm vinnustofur fyrir fullorðna skólaárið 2015–2016. Tvær vinnustofur verða haldnar fyrir áramót og þrjár eftir áramótin og verða þær auglýstar nánar síðar. LÝSING:

Persónuleg færni og samskipti

Teikning - Vinnustofa 1. Vinnustofa

haldin 3. og 4. október. Farið í grunnþætti í teikningu, grunnform, línur og hlutföll. Skissutækni, grátónaskalinn og hvernig beita skal blýanti. HVAR: Á Norðurlandi vestra, þar sem næst í hóp. HVENÆR: 10. og 11. október 2015. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Örnámskeið um meðvirkni LEIÐBEINANDI: Kjartan Pálmason,

Teikning, litir – vinnustofa fyrir alla áhugasama LEIÐBEINANDI: Bryndís Guðrún

Björgvinsdóttir, myndlistarmaður og kennari

ráðgjafi hjá Lausninni – fjölskyldumiðstöð.

20.900 KR. 10 KLST.

Bryndís Björgvinsdóttir, myndlistarkona, býður upp á fimm vinnustofur fyrir fullorðna skólaárið 2015– 2016. Tvær vinnustofur verða haldnar fyrir áramót og þrjár eftir áramótin og verða þær auglýstar nánar síðar.

9.400 KR. 4 KLST.

LÝSING: Hvað er meðvirkni? Hvernig verður meðvirkni til? Hvernig þróast hún og hvaða áhrif hefur hún á fullorðinsár okkar? Hvernig er hægt að takast á við meðvirknina og hvaða úrræði eru í boði? Meðvirkni er allstaðar í kringum okkur, hvort sem um er að ræða á heimilinu, í vinnunni, innan fjölskyldunnar, úti í samfélaginu, í pólitíkinni, í vináttusamböndum eða í ástarsamböndum. Það að losa sig við meðvirknina er að opna fyrir hamingjuna. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015. FJÖLDI: 12 þátttakendur.

LÝSING:

Teikning, litir - Vinnustofa 2.

Áhersla lögð á fjarvídd, rými og lífrænt form. Litir notaðir með. Vatnslitir, blek og trélitir. HVAR: Á Norðurlandi vestra, þar sem næst í hóp. HVENÆR: 7. og 8. nóvember. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Þátttakendur fá tölvupóst um þau gögn sem þarf að taka með.

Líkamsþekking og skapandi hreyfing LEIÐBEINANDI: Alexandra Litaker, framhaldsskólakennari og listamaður

15.300 KR. 12 KLST. / 8 SKIPTI

Á námskeiðinu ætlum við að skoða mismunandi leiðir til að öðlast vellíðan í daglegri og skapandi hreyfingu. Við byrjum með einföldum æfingum sem stuðla að hreyfanleika og mýkt, þróum styrk, jafnvægi og sveigjanleika. Námskeiðið er sambland af æfingum og spuna. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 12 þátttakendur. LÝSING:

6

Andlegt ofbeldi – einkenni og afleiðingar LEIÐBEINANDI:

Theodór Francis Birgisson, ráðgjafi hjá Lausninni - fjölskyldumiðstöð

9.400

KR.

2-3 KLST.

Á námskeiðinu er fjallað um helstu einkenni andlegs ofbeldis og hvaða afleiðingar það hefur á líf okkar og þroska. Fjallað er um ólíkar birtingarmyndir andlegs ofbeldis og útskýrt hvernig það hefur áhrif á líf þess sem fyrir því verður. Andlegt ofbeldi fyrirfinnst á öllum stigum þjóðfélagsins; á vinnustöðum, í parasamböndum, fjölskyldum og á milli vina. Fæstir sem beita andlegu ofbeldi ætla sér að koma illa fram við aðra. Á námskeiðinu lærir þú að þekkja mörkin á milli heilbrigðra samskipta og óheilbrigðra. Þú lærir einnig hvaða skref þú þarft að taka ef þú ert þolandi eða gerandi andlegs ofbeldis. FYRIR HVERJA: Námskeiðið er ætlað þeim sem annað hvort telja sig hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi eða hafa beitt slíku ofbeldi. Ef þú ert ekki viss um hver staða þín gagnvart andlegu ofbeldi er færðu einnig góða innsýn inn í málaflokkinn á þessu námskeiði. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015. FJÖLDI: 12 þátttakendur. LÝSING:


Ferðamennska - í samstarfi við Björgunarskólann

Árangursrík samskipti LEIÐBEINANDI:

Theodór Francis Birgisson, ráðgjafi hjá Lausninni – fjölskyldumiðstöð

9.400

KR.

3 KLST.

Á námskeiðinu verður farið í helstu atriði góðra samskipta, sýndar árangursríkar leiðir til að gera þau einfaldari, innihaldsríkari og skemmtilegri. Hér er um að ræða stutt og skemmtilegt námskeið fyrir alla sem vilja efla sjálfsskoðun, öðlast meiri sjálfsþekkingu um hvernig við komum fram við aðra og hvernig við getum bætt líf okkar með betri samskiptahæfni. Samskipti eru lífæð alls sem við gerum þar sem við erum í stöðugum samskiptum allan daginn. Flest öll vandamál sem upp koma á milli tveggja eða fleiri einstaklinga má rekja til þess að A segir eitthvað og B heyrir eitthvað allt annað. Þessu má auðveldlega breyta með því að læra grundvallaratriði sem snýr að heilbrigðum samskiptum. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015. FJÖLDI: 12 þátttakendur. LÝSING:

Matar – æði LEIÐBEINANDI:

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni - fjölskyldumiðstöð

9.400

KR.

2-3 KLST.

Námskeiðið varpar ljósi á nokkur lykilatriði þegar kemur að því að takast á við mataræðið og þyngdarstjórnun í eitt skipti fyrir öll. Í allri umræðu um þyngdarstjórnun og stjórnleysi í mataræði er lögð mikil áhersla á aðferðir sem virðast ekki gagnast mörgum og hafa litlum árangri skilað þegar á heildina er litið. Á þessu námskeiði er lögð áhersla á nýja nálgun, sem leið til þess að þú getir lifað ánægjulegu lífi, sátt/ur við sjálfan þig og mataræðið. Á námskeiðinu verða fjórir lyklar afhjúpaðir sem hafa mikil áhrif á árangur með þyngdarstjórnun og mataræði almennt. Sjá nánar á www.lausnin.is. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015. FJÖLDI: 12 þátttakendur. LÝSING:

Námstækni og tímastjórnun LEIÐBEINANDI:

Sandra Hilmarsdóttir.

6 KLST.

Vilt þú verða betri námsmaður? LÝSING: Á námskeiðinu verður farið yfir nokkra þætti sem stuðla að velgengni í námi, svo sem lestraraðferðir, fjölbreyttar glósuaðferðir, skipulagningu, minnisaðferðir og tímastjórnun. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að fara aftur í nám eftir hlé og háskólanemum sem vilja efla námstækni. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Haustönn 2015. FJÖLDI: 8–10 þátttakendur. ATH! Ekkert námskeiðsgjald fyrir fjarnema, nemendur Farskólans og þá sem eru 18 ára og eldri.

LEIÐBEINANDI:

Leiðbeinandi frá Björgunarskólanum

15.700

KR.

6 KLST.

LÝSING: Námskeiðið er grunnnámskeið í ferðamennsku og er ætlað björgunarmönnum, ferðaþjónustunni og almenningi sem hyggur á ferðir um óbyggðir. Um sex klst. námskeið er að ræða, sem hefur það að markmiði að gera þátttakendur hæfari að stunda ferðamennsku og útivist af öryggi við erfiðar aðstæður. Á námskeiðinu er farið yfir ferðahegðun, ofkælingarhættu, fatnað, ferðaog útivistarbúnað, mataræði á ferðalögum, veðurfræði, snjóhúsa- og neyðarskýlagerð. Námskeiðið er í formi fyrirlestra. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Haustönn 2015. FJÖLDI: 12 þátttakendur.

GPS námskeið í samstarfi við Björgunarskólann LEIÐBEINANDI:

Leiðbeinandi frá Björgunarskólanum

9.600

KR.

4 KLST.

LÝSING: Almennt GPS námskeið þar sem fjallað er um GPS tækið, helstu virkni og meðferð ferla, punkta og leiða. Tilvalið fyrir þá sem nota GPS til leiðsögu á göngu, í bíl eða á sleða. Á námskeiðinu geta nemendur keypt bókina Ferðamennska og rötun og GPS fyrir alla, sem gefin er út af Björgunarskólanum. Nemendur þurfa að hafa með sér GPS-tæki. Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda. HVAR: Í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Haustönn 2015. FJÖLDI:12 þátttakendur.

Dale Carnegie námskeið LEIÐBEINANDI:

Dale Carnegie þjálfari

149.000 KR . 3 DAGAR KL.8:30-16:30

LÝSING: Langar þig að öðlast sjálfstraust og hugsun sigurvegarans, eflast við hverja raun og vinna markvisst að því að draumar þínir rætist? Þráir þú að ná markmiðum þínum í vinnunni og einkalífinu á auðveldan og skipulagðan hátt? Þú getur skapað þína eigin velgengni í stað þess að efast um eigið ágæti og líta þá öfundaraugum sem ná árangri í lífinu. Þú getur orðið leiðtogi á öllum sviðum og haft stjórn á áhyggjum og streitu. Þér standa allir vegir færir. Ef þú vilt! Á Dale Carnegie námskeiðinu gefst þér kostur á að byggja upp hæfileika þína á fimm sviðum. Þetta eru í raun drifkraftar velgengninnar og markmið námskeiðsins er að: 1) Efla sjálfstraustið 2) Bæta hæfni í mannlegum samskiptum 3) Efla tjáningarhæfileikana 4) Þróa leiðtogahæfileika 5) Bæta lífsviðhorf okkar HVAR: Í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Haustönn 2015. FJÖLDI: 15 þátttakendur.

7


Fjölmennt

Smíðar

– fullorðinsfræðsla fatlaðra

Atli Óskarsson, framhaldsskólakennari

Ásta Búadóttir, kennari

6.900 KR. 10 KLST. / 5 SKIPTI

LÝSING: Þetta námskeið hentar þeim vel sem eru í sjálfstæðri búsetu, sjá um innkaup og elda sjálfir. Kennd eru almenn heimilisstörf til að auka sjálfstæði, virkni og ákvörðunartöku á eigin heimili. Kennt er að útbúa einfaldan, hollan og góðan mat sem einnig má frysta. Farið verður yfir innkaupaferðir, hvernig á að gera lista og kaupa inn fjölbreyttan og hollan mat. Lögð er áhersla á virka þátttöku og frumkvæði. HVAR: Námskeið er haldið á heimili þátttakenda. HVENÆR: Á haustönn 2015. FJÖLDI: 4–5 þátttakendur.

LÝSING: Námskeiðið er fyrir byrjendur í smíði og fyrir þá sem hafa prófað áður að smíða. Þátttakendur spreyta sig á notkun handverkfæra sem notuð eru við smíðar til dæmis þjöl, sandpappír, sporjárni, hamri og hefli. Þeir læra að beita þeim og umgangast á réttan hátt. Þátttakendur smíða litla gripi til dæmis koll, brauðbretti, fuglahús, lyklahús eða annað sem þeim dettur í hug í samráði við leiðbeinanda. HVAR: Verknámshús FNV. HVENÆR: Haustönn 2015. FJÖLDI: 4–5 þátttakendur.

Sjálfsstyrking - Sjálfsvirðing LEIÐBEINANDI:

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir

Vellíðan í vatni LEIÐBEINANDI:

Karl Lúðvíksson, framhaldsskólakennari

8.200

KR.

10 KLST. / 10 SKIPTI

Þátttakendur læra að slaka vel á í sundlaug og láta sér líða vel. Námskeiðið hentar vel þeim sem eiga erfitt með að hreyfa sig eða eru vatnshræddir. Áhersla er lögð á að þátttakendur nýti hreyfifærni sína sem best í vatninu og að þeim líði vel í vatni. Í sumum tilfellum er unnið með skynjun og upplifun; að upplifa eigin líkama, hreyfingu, ásamt samspili og boðskiptum. HVAR: Endurhæfingarlaug Heilbrigðistofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. HVENÆR: Haustið 2015. FJÖLDI: 4–6 þátttakendur. LÝSING:

Leiklist LEIÐBEINANDI:

Á vegum Farskólans

13.700

KR.

15 KLST. (10 VIKUR)

LÝSING: Farið verður í grunnatriði leiklistar og tjáningar, svo

sem raddbeitingu og líkamstjáningu, spuna, rýmisvitund, samvinnu og hlustun. Þátttakendur æfa og þjálfa viðkomandi atriði í gegnum leiki og æfingar og spunavinnu. Þátttakendur æfa leikrit sem verður síðan sett upp og stefnt er að því að sýna í Sæluviku Skagfirðinga. HVAR: Farskólanum. HVENÆR: Vorönn 2016. FJÖLDI: 8–10 þátttakendur.

8

KR.

20 KLST. (10 VIKUR)

Langar þig að læra að smíða?

Hagnýtt heimilishald LEIÐBEINANDI:

21.300

LEIÐBEINANDI:

8.800

KR.

10 KLST. / 8 SKIPTI

Vilt þú sjálf/sjálfur hafa áhrif á og stjórna þínu eigin líf? Vilt þú sjálf/sjálfur setja þér þín eigin markmið? Vilt þú sjálf/sjálfur móta þína eigin framtíð? LÝSING: Fjallað verður um og unnið út frá hugtökunum: sjálfstætt líf, sjálfsákvörðunarréttur, virðing og lýðheilsa og öðrum hugtökum sem mikilvæg eru í umræðunni um lýðræði. Lögð er áhersla á að hver og einn tjái eigin hugsanir, vilja og líðan í tengslum við viðfangsefni hópsins hverju sinni, segi skoðanir sínar og hafi þannig áhrif á umræðuna, markmið og framvindu námskeiðsins. Markmið námskeiðsins er: - Aukin sjálfsþekking. - Að þátttakendur fái skýrari tilfinningu fyrir hæfileikum sínum og möguleikum og þar með bjartari sjálfsmynd. - Að þátttakendur læri að skynja, skilja og tjá tilfinningar sínar og skoðanir. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Vorönn 2016. FJÖLDI: 6 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Reynt verður að koma til móts við óskir varðandi tímasetningar. Vinsamlegast takið fram í athugasemdum hvaða tími hentar alls ekki.


VIÐTAL við Jón Ólaf Sigurjónsson frá Skagaströnd

… ég náði öllum mínum markmiðum … Í júníbyrjun 2015 útskrifaði Farskólinn námsmenn af námskeiðinu „Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“. Jón Ólafur Sigurjónsson frá Skagaströnd var einn þeirra sem lauk náminu. Jón Ólafur, eða Jonni, eins og hann er kallaður er giftur Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur, tónlistakennara og organista og er faðir fjögurra barna. Þau heita Hallbjörg, Kolbrún Camilla, Sóley Sif og Ísak Andri. Hvar ertu fæddur og uppalinn? „Ég er fæddur á Blönduósi þann 5. júlí árið 1978. Ég ólst upp á Skagaströnd umkringdur góðum vinum og fjölskyldu.“ Segðu okkur frá skólagöngu þinni? „Ég gekk í Höfðaskóla á Skagaströnd allan minn grunnskólaferil. Eftir það prófaði ég að fara suður í Vélstjórnarskólann. Það hentaði mér ekki alveg,“ segir Jonni. „Þannig að ég endaði fljótlega aftur á Hótel mömmu,“ bætir hann við. Við hvað hefur þú helst starfað? „Ég hef unnið hvað lengst á Vélaverkstæði Skagastrandar, það fer að nálgast 15 ár.“ Hver eru helstu áhugamál þín? „Mín helstu áhugamál eru tónlist, skotveiðar og ferðalög með fjölskyldu og vinum,“ segir Jonni. Hvað kveikti áhuga þinn á að fara aftur í nám? „Það sem kveikti áhuga minn á því að fara aftur í nám er sennilegast konan mín,“ segir Jonni. „Hún hefur óbilandi trú á mér og vildi endilega að ég menntaði mig í einhverju. Það tók mig svo sem ekki langan tíma að sjá að hún hafði nokkuð til síns máls, eins og venjulega,“ bætir hann við. Eitt af því sem Farskólinn býður upp á er svokallað raunfærnimat. Jonni fór í raunfærnimat í pípulögnum. Hvernig gekk þér í raunfærnimatinu? „Ég fór í raunfærnimat í pípulögnum ásamt

pabba mínum. Við erum báðir sammála um að það hafi gengið vonum framar. Okkur þótti það mjög faglega unnið og það gaf okkur 25 einingar, sem er töluvert forskot,“ segir hann. „Ég get með heilum hug mælt með raunfærnimati fyrir alla þá sem hafa einhverja starfsreynslu á bak við sig. Ég fór í kjölfarið í nám í almennum bóklegum greinum hjá Farskólanum og náði mér í þær einingar sem mig vantaði uppá í pípulagnanáminu. Það var mér mjög mikilvægt að geta unnið með skólanum og get ég því einnig mælt með þessu námsfyrirkomulagi. Ég frétti af þessu námi eftir að hafa fengið heimsókn frá því góða fólki sem vinnur hjá Farskólanum,“ bætir hann við.

Hvernig gekk í skólanum? „Námið gekk mjög vel og náði ég öllum mínum markmiðum. Mér þótti það líka mjög skemmtilegt enda var ég í góðum hópi fólks.“ Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni? „Framtíðin er björt að ég tel. Ég ætla að klára mitt nám í pípulögnum og svo er aldrei að vita nema ég fari í meistaranám að því loknu,“ segir hann. „En ég er sannfærður um það að ef ekki væri fyrir Farskólann og raunfærnimat þá væri ég ekki komin þetta langt í námi,“ segir Jonni að lokum.

Skráðu þig núna! Hringdu í síma 455 6010, sendu okkur póst á farskolinn@farskolinn.is eða skráðu þig á www.farskolinn.is 9


Menntun skapar tækifæri - kynntu þér möguleikana Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni Verkalýðsfélögin sjá um afgreiðslu einstaklingsstyrkja í umboði sjóðsins Sjóðurinn styrkir starfsmenntun í fyrirtækjum

| 105•Reykjavík | Sími• sími: | Fax• fax: | www.landsmennt.is OfanleitiSkipholti 2, 5. hæð (A-hús) 103 Reykjavík 599 1450 • www.landsmennt.is| •landsmennt@landsmennt.is landsmennt@landsmennt.is 50b 599 1450 599 599 14011401

Þín leið til fræðslu Ríkismennt styrkir starfsmenntun innan stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar

| 105• Reykjavík | Sími | Fax | www.rikismennt.is OfanleitiSkipholti 2, 5. hæð50b (A-hús) 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 1401 • www.rikismennt.is|• rikismennt@rikismennt.is 599 1450 599599 1401

Styrkur þinn til náms Sveitamennt styrkir starfsmenntun innan sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar

OfanleitiSkipholti 2, 5. hæð 103 Reykjavík 599 1450 • www.sveitamennt.is| •sveitamennt@sveitamennt.is sveitamennt@sveitamennt.is | 105 •Reykjavík | Sími• sími: | Fax• fax: | www.sveitamennt.is 50b(A-hús) 599 1450 599 599 14011401

10


Tölvur

námskeið Farskólinn aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að setja upp tölvunámskeið sem eru sérsniðin að óskum þeirra. Hafið samband og leitið tilboða.

Word – Ritvinnsla, hagnýtt námskeið

Töflureiknir – Excel, hagnýtt námskeið

LEIÐBEINENDUR:

28.500 KR .

LEIÐBEINENDUR:

28.500 KR .

Á vegum Farskólans

15 KLST.

Á vegum Farskólans

15 KLST.

Hagnýtt námskeið fyrir þá sem starfa í litlum fyrirtækjum eða þá sem þurfa að skrifa bréf og skýrslur í starfi sínu, svo dæmi séu tekin. MARKMIÐ: Að loknu námskeiði ert þú fær um að setja upp formleg bréf, greinagerðir og annað ritað efni á viðurkenndan hátt. Þú hefur náð tökum á því að útbúa möppur undir gögn, vista þær og merkja og prenta út efni úr Word. Þú hefur einnig tök á því að breyta textanum og setja myndir inn í skjalið sem þú vinnur með, svo dæmi séu tekin. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015 þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10–12 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Allt námsefni er innifalið í verði námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja tölvuþekkingu.

Hagnýtt námskeið fyrir þá sem starfa í litlum fyrirtækjum og þurfa að hafa lágmarksþekkingu á Excel. Excel getur einnig nýst vel í tengslum við heimilisbókhaldið. MARKMIÐ: Að loknu námskeiði hefur þú kynnst nokkrum af helstu eiginleikum töflureiknis eða Excel. Þú getur notað Excel til útreikninga og ert fær um að setja upp einföld gröf og lista. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015 þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10–12 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Allt námsefni er innifalið í verði námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja tölvuþekkingu.

Windows, Internetið, tölvupóstur og PowerPoint

LEIÐBEINENDUR:

66.600 KR .

Á vegum Farskólans

40 KLST.

LEIÐBEINENDUR:

Á vegum Farskólans

21.000

KR.

10 KLST.

Hagnýtt námskeið fyrir þá sem starfa í litlum fyrirtækjum og þurfa að hafa lágmarksþekkingu á Windows stýrikerfinu, leit á internetinu, senda og taka á móti tölvupósti og útbúa glærusýningar MARKMIÐ: Að loknu námskeiði átt þú að geta sett upp möppur og vistað skjöl á réttum stað, leitað að öllu hugsanlegu og óhugsanlegu á Internetinu, notað tölvupóst og útbúið glærukynningar HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015 þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10–12 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Allt námsefni er innifalið í verði námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja tölvuþekkingu.

UTN1032 – Tölvunám

Þegar námskeiði er lokið getur þú meðhöndlað gögn á réttan hátt, búið til möppur, vistað þær og skipulagt gögnin í tölvunni. Þú getur skrifað formleg bréf í Word, sett upp fjárhagsáætlanir í Excel, gert tilboð í verk, haldið einfalt heimilisbókhald og fleira. Þú getur líka nýtt þér kosti Internetsins, leitað á skipulagðan hátt með leitarvélum, flokkað og metið upplýsingar, lært að versla á netinu og sinna bankamálum og fl. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015 þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10–12 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Allt námsefni er innifalið í verði námskeiðsins.

11


NÁMSKEIÐ Í SAMSTARFI FARSKÓLANS OG ÞEKKINGARSETURSINS Á BLÖNDUÓSI

Rafræn verkfæri fyrir lesblinda og aðra sem vilja nýta sér tækni við lestur, skrift og fleira 16.000 KR .

LEIÐBEINANDI: Snævar Ívarsson,

framkvæmdastjóri Félags lesblindra.

Námskeið fyrir starfsmenn bókasafna

8 KLST. / TVÖ SKIPTI

Námskeiðið miðar að því að kynna og kenna á þau rafrænu verkfæri sem geta nýst lesblindum og öðrum sem hafa áhuga á að auka færni sína í að nýta slík verkfæri til að auðvelda lestur og skrift. Námskeiðið er sérlega hagnýtt og nýtist jafnt í starfi sem heima. MARKMIÐ OG LÝSING: Að loknu námskeiði hafa þátttakendur kynnist þeim rafrænu verkfærum sem í boði eru og öðlast öryggi og færni í notkun þeirra (hugbúnaður og tæki). Kynntur er hugbúnaður sem les af tölvuskjánum og leiðréttingarhugbúnaður. Nánari lýsingu má sjá á heimasíðu Farskólans. FYRIR HVERJA: Alla sem hafa einhvern tölvugrunn, en það er þó ekki skilyrði og geta þátttakendur jafnvel verið áhorfendur og þannig byrjað að kynnast þeim verkfærum sem í boði eru. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg og í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015. FJÖLDI: 10–12 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Gott er að koma með eigin fartölvu. Snævar mun aðstoða námsmenn við að setja forrit í tölvu hvers og eins. Kennt er á PC tölvur og Android stýrikerfi.

Starfstengd námskeið Stofnun, stjórnun og rekstur fyrirtækja LEIÐBEINANDI: Hildur Þóra Magnús-

dóttir, viðskiptafræðingur

Þetta námskeið er fyrir þá sem reka lítil fyrirtæki eða eru með viðskiptahugmynd og hafa hug á að stofna fyrirtæki í tengslum við hana. LÝSING: Að loknu námskeiði hefur þú fengið þekkingu til að stofna og reka lítið fyrirtæki. Þú hefur fengið innsýn í sölu- og markaðsmál og skattamál. Þú gerir fjárhagsáætlun og viðskiptaáætlun. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

12

LEIÐBEINANDI:

Katharina Schneider og sérfræðingur frá Landskerfi bókasafna.

EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD 8 KLST.

Námskeið fyrir starfsfólk bókasafna á Norðurlandi vestra, bæði skóla- og almenningssafna. LÝSING: Að loknu námskeiði hefur þú kynnst helstu grunnatriðum Gegnis, sem er samskrá velflestra bókasafna á Íslandi ásamt því að hafa fengið kynningu á leitarvefnum leitir.is. Farið í þróun og framtíð bókasafna með áherslu á lítil bókasöfn á landsbyggðinni. HVAR: Á Blönduósi, nákvæm staðsetning ákveðin síðar. HVENÆR: 29. september 2015. Frá klukkan 09:00. FJÖLDI: 10–14 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Allir áhugasamir eru velkomnir á námskeiðið. Hádegismatur og kaffi innifalið.

NÁMSKEIÐ FYRIR SJÚKRALIÐA

Vefjagigt og skyldir sjúkdómar – fjarkennt LEIÐBEINANDI:

Á vegum Framvegis

11.500 KR 4 KLST.

LÝSING: Vefjagigt er heilkenni sem hrjáir 1–5% fólks. Rannsóknir sýna að þessi hópur notar heilbrigðiskerfið mikið, er mikið frá vinnu og fjölmargir lenda á örorku. Ein ástæða þess er skortur á þekkingu og takmörkuð meðferðarúrræði. Bylting hefur orðið í þekkingu á vefjagigt síðastliðinn áratug og sýn á alla þætti heilkennisins er skýrari. Á námskeiðinu verður fjallað um orsakir og eðli vefjagigtar, hvernig best sé að standa að greiningu sjúkdómsins og heildrænu mati og hvernig skilvirk meðferðarúrræði geta snúið sjúkdómsferlinu við í mörgum tilfellum. Mikilvægi snemmgreiningar á vefjagigt verða gerð skil og fjallað um nýlegt, alþjóðlegt skimunarpróf fyrir vefjagigt. HVAR: Í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015. FJÖLDI: 12–14 þátttakendur. ATH.: Sjúkraliðar ganga fyrir en aðrir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

NÁMSKEIÐ FYRIR SJÚKRALIÐA 21.900

KR.

10 KLST.

„Þegar lífið virðist einskisvert“ þunglyndi & kvíðaraskanir – fjarkennt LEIÐBEINANDI:

Á vegum Framvegis

28.350 KR 10 KLST. / 3 SKIPTI

LÝSING: Fjallað verður um kvíða, depurð, þunglyndi og hvaða áhrif áföll geta haft á líf og líðan einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Rætt verður um helstu orsakir, einkenni, afleiðingar, horfur og von. Auk þess verður rætt um að enginn sé eyland og hvernig sjúkdómar hafi áhrif á nærsamfélagið. HVAR: Í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015. FJÖLDI: 12–14 þátttakendur. ATH.: Sjúkraliðar ganga fyrir en aðrir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


NÁMSKEIÐ FYRIR SJÚKRALIÐA

Streita og streitulosun í krefjandi vinnuumhverfi – fjarkennt LEIÐBEINANDI:

Á vegum Framvegis

10 KLST. / 3 SKIPTI

Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að greina sína helstu álags- og streituvalda. Skoðað er hvað það er sem helst skapar spennu, streitu og vanlíðan hjá þátttakendum og farið í leiðir til að mæta því eftir því sem við á hjá hverjum og einum. Fjallað er um algeng streitueinkenni eða varúðarbjöllur og prófaðar ýmsar aðferðir til að losa um spennu og streitu. MEÐAL EFNIS: Sjálfsumhyggja, sjálfsstyrkur, slökunaræfingar, núvitund, hugleiðsluæfingar, samskipti í krefjandi vinnuumhverfi, lífsstíll og fleira. Mikið verður um sjálfsskoðun, verkefni og æfingar. HVAR: Í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015. FJÖLDI: 12–14 þátttakendur. ATH.: Sjúkraliðar ganga fyrir en aðrir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Sandra Hilmarsdóttir

ÁN ENDURGJALDS 6 KLST

Ert þú í atvinnuleit? LÝSING: Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaðnum eða þá sem eru í atvinnuleit. Á þessu námskeiði verður farið yfir nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga við atvinnuleit. Farið verður í gerð ferilskrár; hvernig á að skrifa kynningarbréf, markvissa atvinnuleit og hvað gott er að hafa í huga fyrir atvinnuviðtöl. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015. FJÖLDI: 4 –6 þátttakendur. ATH.: Þetta námskeið stendur fullorðnum til boða án endurgjalds.

Markaðssetning á netinu

VAKINN – gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar Emil Björnsson, verkefnisstjóri hjá SÍMEY og leiðsögumaður og Helgi Þorbjörn Svavarsson, gæðastjóri hjá SÍMEY.

LEIÐBEINANDI:

28.350 KR

LÝSING:

LEIÐBEINENDUR OG RÁÐGJAFAR:

Frá umsókn til atvinnu

5.000 KR Á HVERT FERÐAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI. 8 KLST. TVÆR VINNULOTUR

LÝSING:

Fyrri dagur. Umsóknarferli, hvernig það fer fram. Skráning í Vakann, gátlistar, tengslanet fyrirtækja í sambærilegum rekstri. Gerð öryggisáætlana. Áhættumat, áhættugreining og gerð atvikaskýrslna. Seinni dagur. Staðan, hvernig hefur gengið. Umhverfismál og ferðaþjónusta, græn ferðamennska. Stefnumótun fyrirtækja og innleiðing á gæðakerfum. Hlutverk fyrirtækjastefnu og hvernig hún tengist gæðastjórnun og þeim skilyrðum sem Vakinn setur. HVAR: Á Norðurlandi vestra. Fyrri dagur á Sauðárkróki. Seinni dagur á Blönduósi. HVENÆR: 3. og 10. nóvember klukkan 13:00–17:00. TIL ATHUGUNAR: Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að skrá sig fyrir 15. október 2015.

LEIÐBEINANDI: Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari og frumkvöðull.

16.900 KR 5 KLST

Á þessu námskeiði verður farið í það sem í boði er varðandi markaðssetningu á Netinu og nýtingu þeirra fjölmörgu samfélagsmiðla sem í boði eru. LÝSING: Þú lærir að gera einfalda heimasíðu. Þú færð kynningu á WordPress, Wix, Tackk eða Tumblr. Þú færð kynningu á möguleikum til að markaðssetja þitt fyrirtæki eða þína starfsemi á Netinu og unnið verður með Facebook, Twitter, Pintrest og fleira og sýnt hvernig síðurnar vinna saman og styðja hver við aðra þegar kemur að kynningarstarfi á netinu. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Launabókhald LEIÐBEINANDI:

Elísabet Gunnarsdóttir, sérfræðingur

22.200

KR

14 KLST.

Að loknu námskeiði munu þátttakendur geta fjárhagstengt launaliði í Navison-bókhaldskerfi. Stofnað launþega og nauðsynlegar greiðslutegundir. Stofnað launaseðla og skráð inn á þá launafærslu og prentað. Uppfært laun og gert skilagreinar. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Náist ekki í tilskyldan fjölda á hverjum stað verður fjarkennt á milli staða. MARKMIÐ OG LÝSING:

13


Tungumál

Þýska – fyrstu kynni LEIÐBEINANDI:

Fyrirtækjum og stofnunum er bent á að Farskólinn getur skipulagt tungumálanámskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir; allt eftir þörfum starfseminnar.

Íslenska fyrir útlendinga 1, 2 og 3 36.000 KR

LEIÐBEINENDUR:

Kennarar á Norðurlandi vestra

40 KLST / 60 KEST.

LÝSING: Í Íslensku fyrir útlendinga er boðið upp á þrjú þyngdarstig. Á öllum stigum er lögð mikil áhersla á talað mál. Emphasis on spoken Icelandic. Texts for beginners and the topics deal with the daily life in the community and Iceland. Three levels: Level 1 (60 lessons) is for complete beginners. Level 2 (60 lessons) and level 3 (60 lessons) are for more advanced students. Level 3 includes Icelandic grammar. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Enska – hagnýtt námskeið fyrir byrjendur LEIÐBEINENDUR:

Eva Óskarsdóttir, nemandi í ensku

34.300 KR

Sara Níelsdóttir, framhaldsskólakennari

16 KLST / 8 SKIPTI

Námskeiðið er ætlað þeim sem kunna lítið eða ekkert í þýsku. Markmiðið er að þátttakendur geti bjargað sér í málinu. Unnið verður með orðaforða, framburð og tal. Miðað er við a.m.k. 75% mætingu og virka þátttöku til að ljúka námskeiði. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð á haustönn 2015. FJÖLDI: 8 þátttakendur. LÝSING:

Norska – fyrstu kynni LEIÐBEINANDI:

34.300 KR

Þorgeður Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari

16 KLST / 8 SKIPTI

Námskeiðið er ætlað þeim sem kunna lítið eða ekkert í norsku. Markmiðið er að þátttakendur geti bjargað sér í málinu. Unnið verður með orðaforða, framburð og tal. Miðað er við a.m.k. 75% mætingu og virka þátttöku til að ljúka námskeiði. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð á haustönn 2015. FJÖLDI: 8 þátttakendur. LÝSING:

25.500 KR 10 KLST / 5 SKIPTI

LÝSING: Er feimnin að stríða þér þegar þú talar ensku? Viltu bæta enskukunnáttu þína? Talnámskeið fyrir fólk sem er í sömu sporum og þú. Í lok námskeiðs hefur þú aukið sjálfstraust þitt til samskipta á ensku. Áhersla er á talað mál. Námskeiðið er byggt upp á líflegan máta þar sem áhersla er lögð á spjall, hlustun og raunverulegar aðstæður. Miðað er við a.m.k. 75% mætingu og virka þátttöku til að ljúka námskeiði. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2015. FJÖLDI: 8 þátttakendur.

Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Átt þú rétt á

styrk? r Kynntu þé rétt þinn á

is

sjomennt.

LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

Sjómennt Tækniskólinn | • Skipholti 50b | 105 Reykjavík | Sími 5999601 1450 Sjómennt Ofanleiti 2, 103 Reykjavík Sími 599 1450 • Háteigsvegi,105 Sjómennt|• •Tækniskólinn Tækniskólinn Rvk • •sími 514

14

130193

SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS

starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir meirapróf • kaup á hjálpartækjum vegna lestrareða ritörðugleika

SÍA

sendu okkur póst á farskolinn@farskolinn.is eða skráðu þig á www.farskolinn.is

Hringdu í síma 455 6010,

PIPAR\TBWA

Skráðu þig núna!

Félagsmenn Félagsmenn Sjómenntar Sjómenntar sem semunnið unniðhafa hafa íí að að minnsta minnsta kosti kostisex sexmánuði mánuðiáásíðastliðnum síðastliðnum tólf tólf mánuðum mánuðum geta geta sótt sótt um um styrk styrktil tilsjóðsins: félagsins:


VIÐTAL Sandra Hilmarsdóttir

… ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að vinna með fólki … Þann 1. ágúst síðastliðinn hóf Sandra Hilmarsdóttir störf hjá Farskólanum. Sandra mun starfa sem verkefnastjóri og verður hennar sérsvið námsog starfsráðgjöf. Sandra er Skagfirðingur. Hún er dóttir Höllu Guðleifsdóttur og Hilmars Aadnegard. Sambýlismaður hennar er Birkir Gunnlaugsson og eiga þau þriggja ára gamlan son. Hvernig var þinni skólagöngu háttað? „Það má í raun segja að ég sé búin að vera samfleytt í skóla frá því ég byrjaði á leikskóla. Ég byrjaði á náttúrufræðibraut í FNV en færði mig yfir á félagsfræðibraut eftir tveggja ára nám og útskrifaðist árið 2010. Þá lá leiðin suður þar sem ég hóf grunnnám í kennslufræðum við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með B.Ed gráðu árið 2013. Í framhaldi af því fór ég í meistaranám í náms- og starfsráðgjöf. Núna er ég að klára að skrifa ritgerðina mína og stefni á að klára hana haustið 2015“, segir Sandra. Hvaða störfum hefur þú helst sinnt? „Ég vann fimm sumur hjá Vegagerðinni á Króknum sem fólst aðallega í viðhaldi á vegum og vegsvæðum. Með kennaranáminu starfaði ég í félagsmiðstöð fyrir fatlaða unglinga sem var virkilega gefandi og lærdómsríkt starf. Einnig vann ég eitt sumar í skautsmiðju álversins í Straumsvík“, segir Sandra og bætir við að hún hafi tekið vinnuvélaréttindi þar, enda vann hún bæði á lyftara og krana. Sumarið 2014 starfaði Sandra á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Hver eru þín helstu áhugamál? „Ég hef alltaf verið mikið í íþróttum og upp á síðkastið hef ég stundað blak og líkamsrækt. Ég hef mikinn

Menntun er málið – átt þú rétt á styrk? Viltu sækja þér aukna fræðslu, framhalds- og háskólanám, tungumálanám, tölvunámskeið, aukin ökuréttindi tómstundanám og allt starfstengt nám, auk ýmissa annarra námskeiða ? Ef þú ert félagsmaður í Stéttarfélaginu Samstöðu og hefur greitt til félagsins í a.m.k. sex mánuði af síðustu tólf áttu rétt á styrk úr starfsmenntasjóðum þeim sem Samstaða er aðili að. Leitaðu upplýsinga hjá félaginu um réttindi þín .

áhuga á félagsstörfum og sat meðal annars í stjórn Filíu, nemendafélags nemenda í náms- og starfsráðgjöf. Einnig er ég stuðningsfulltrúi hjá stuðningsfélaginu Krafti“, segir Sandra. Nú ert þú að ljúka meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf. Hvers vegna valdir þú að læra náms- og starfsráðgjöf? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að vinna með fólki og lá leiðin í þá átt eftir framhaldsskóla. Í kennaranáminu kynntist ég starfi náms- og starfráðgjafa og fann þá að þetta var starf sem ég vildi sinna“. Hver verða þín helstu verkefni á sviði náms- og starfsráðgjafar hjá Farskólanum? „Fyrst og fremst að aðstoða einstaklinga við ákvarðanatöku um nám eða starfsþróun“, segir Sandra. „Sem náms- og starfsráðgjafi mun ég veita viðskiptavinum Farskólans upplýsingar og fræðslu um nám og störf, aðstoða fólk við að gera ferilskrá og atvinnuumsókn. Einnig kem ég til með að sinna raunfærnimati og bjóða upp á áhugasviðskannanir. Að lokum vil ég nefna að ég mun aðstoða nemendur við að yfirstíga hindranir í námi meðal annars með því að bjóða upp á námskeið í námstækni“, bætir hún við að lokum.

& 452 4932 og 451 2730

Félagsmenn stéttarfélaga eiga rétt á styrkjum vegna náms eða námskeiða sem þeir stunda. Aldan stéttarfélag á aðild að eftirtöldum sjóðum: Landsmennt fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði, Sveitamennt fyrir starfsmenn sveitafélaga, Sjómennt fyrir sjómenn og Ríkismennt fyrir ríkisstarfsmenn.

Nú er tækifæri til að skella sér í námið sem þig hefur alltaf langað í! Kynntu þér málið á skrifstofu stéttarfélaganna

BORGARFLÖT 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 5433

15


Ókeypis náms- og starfsráðgjöf hjá Farskólanum Upplýsingar – Ráðgjöf – Raunfærnimat • Ertu á tímamótum? • Hefur þú áhuga á að fara í nám? • Viltu uppgötva hæfileika þína og kanna áhugasvið þitt eða færni? • Viltu láta meta færni þína með raunfærnimati? • Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði? • Viltu fá aðstoð við gerð ferilskráar, starfsumsóknar eða skólaumsóknar? Aðalheiður Reynisdóttir, Ólafur Bernódusson og Sandra Hilmarsdóttir, náms- og starfsráðgjafar, starfa hjá Farskólanum og sjá um að veita aðstoð og ráðgjöf til þeirra sem þess óska. Til að panta tíma eða fá frekari upplýsingar um náms- og starfsráðgjöfina er velkomið að hafa samband í síma 455 6010, 455 6160 eða á netfangið sandra@farskolinn.is og heida@farskolinn.is

Hagnýtar upplýsingar um Farskólann Skrifstofa á Sauðárkróki

Þjónusta Farskólans:

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Við Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010

· Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum og í Farskólanum

Námsver og námsstofur: Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Sigríður Tryggvadóttir Sími 692 8440 Blönduós Kvennaskólinn, Árbraut 31. Umsjón: Þekkingarsetrið á Blönduósi & 452 4030 Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Björn Ingi Óskarsson Sími 452 2747 / 868 8774 Sauðárkrókur Við Faxatorg Farskólinn Sími 455 6010

16

· Námskeið af ýmsum toga · Háskólanám heima í héraði · Markviss ráðgjöf og sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir · Greining og ráðgjöf vegna lestrar og skriftarvanda fullorðinna · Raunfærnimat Heimasíða Farskólans: www.farskolinn.is Kíkið á okkur á Facebook: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.