Page 1

náms vísir HAUST 2018

FARSKÓLINN – MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

1


Starfsfólk Farskólans Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri bryndis@farskolinn.is & 455 6014 / 894 6012

Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón námskeiða, kennsla o.fl. Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

johann@farskolinn.is & 455 6011 / 893 6011

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfundabúnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla, Markviss og fleira. Halldór B. Gunnlaugsson verkefnastjóri halldorb@farskolinn.is & 455 6013

Umsjón með námskeiðum, háskólanámi, heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla, Markviss og fl. Gígja Hrund Símonardóttir þjónustustjóri gigja@farskolinn.is & 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrifstofustörf og umsjón með námskeiðum. Sandra Hilmarsdóttir verkefnastjóri og ráðgjafi sandra@farskolinn.is & 455 6160

Ráðgjöf, raunfærnimat, hvatning til náms og umsjón með námskeiðum Farskólans og fl.

Stjórn Farskólans skipa: Guðmundur Finnbogason, Ingileif Oddsdóttir, Guðrún Sighvatsdóttir, Erla Björk Örnólfsdóttir og Halldór Ólafsson. Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans: Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Skagahreppur, Akrahreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Aldan – stéttarfélag Skagafirði, Verslunarmannafélag Skagfirðinga, Starfsmannafélag Skagafjarðar, Stéttarfélagið Samstaða Húnavatnssýslum, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum, Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki, Fisk Seafood Sauðárkróki og Skagaströnd og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra.

Náms- og starfsráðgjöf hjá Farskólanum er ókeypis!

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsvísir Farskólans Útgefandi: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Samantekt efnis og myndir: Starfsfólk Farskólans Hönnun & prentun: Nýprent ehf.

2

Hvað segja bændur ... Í skipulagsskrá Farskólans segir meðal annars: „Farskólinn skal leitast við að greina þarfir fyrir fræðslu á þjónustusvæði sínu og einbeita sér jafnt að atvinnulífinu sem einstaklingum.“ Við leggjum okkur fram um að sinna þörfum atvinnulífsins á Norðurlandi vestra. Sem dæmi um fræðsluverkefni tengd störfum fólks má nefna: fagnámskeið fyrir starfsfólk á heilbrigðisstofnunum, nám fyrir leikskólaliða- og stuðningsfulltrúa, nám fyrir félagsliða, raunfærnimat fyrir slátrara og fisktækna, hluta af fisktækninámi, nám í svæðisleiðsögn, námskeið fyrir ferðaþjónustuaðila og nám sérstaklega sniðið að bændum. Talandi um bændur. Í þessu blaði er viðtal við Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur, bónda á Brúnastöðum í Fljótum. Hún sótti, síðastliðið vor, nám í matarsmiðjunni Beint frá býli. Hún segir okkur örstutt frá högum sínum og reynslu sinni af námskeiðinu í þessu blaði. Ekki er annað að heyra en að hún hafi verið ánægð með námskeiðið og hún er þegar byrjuð að framleiða vörur frá sínu býli. Farskólinn býður á ný upp á matarsmiðjuna Beint frá býli í samstarfi við SSNV og Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Nú beinum við sjónum okkar að bændum í Húnavatnssýslum. Við í Farskólanum erum einnig með hugann hjá foreldrum barna í leik- og grunnskólum. Farskólinn býður þeim upp á frían fyrirlestur um skjánotkun barna og unglinga. Þessi fyrirlestur verður haldinn á fjórum þéttbýlisstöðum og er sá síðasti í röð fyrirlestra í tilefni af 25 ára afmæli Farskólans. Það eru allir velkomnir á þessa fyrirlestra. „Hvað segja bændur?“, sagði frændi minn alltaf í sveitinni í gamla daga þegar hann hitti okkur krakkana. Ég og systkini mín vorum svo lánsöm að fá að vera í sveit á sumrin hjá ömmu okkar og afa vestur á Snæfellsnesi. Þegar ég fyrst man eftir mér í sveitinni var ekkert rafmagn, heldur ljósavél sem sá býlinu fyrir rafmagni þegar dimmt var. Við fengum daglega nýveiddan silung, sem sóttur var í net, í hádegismatinn, þvottadagur var annan hvern fimmtudag og þá var handagangur í öskjunni, við rökuðum með hrífu og hey var sett upp í heysátur og þær síðan dregnar heim að hlöðu. „Um hvað er konan að tala,“ spyrja eflaust einhverjir núna. „Heysátur“, hvað er nú það? Látum það liggja á milli hluta að sinni. Á þessu skólaári gefum við aðeins út einn námsvísi í stað tveggja áður. Við ætlum að vera dugleg að auglýsa námskeið á annan hátt meðal annars á samfélagsmiðlum. Verið velkomin í Farskólann. Við tökum vel á móti ykkur.

Fyrir hönd starfsfólks. Bryndís Þráinsdóttir


HVAR OG HVENÆR: Kennt verður í námsverunum á Norðurlandi vestra skólaárið 2018 – 2019. FJÖLDI: Gert er ráð fyrir 12 – 14 þátttakendum af öllu Norðurlandi vestra.

Vottaðar námsleiðir

Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins Vottaðar námskrár FA eru fyrst og fremst ætlaðar fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið formlegu framhaldsskólanámi. Námskrárnar eru fjölbreyttar og eru ætlaðar til að mæta jafnt þörfum þeirra sem þær sækja sem og þörfum atvinnulífsins. Nánar má lesa um

námskrárnar, sem eru fjölmargar, á vef FA: www.frae.is.

Matarsmiðja – Beint frá býli Hvammstangi, Blönduós, Skagaströnd LEIÐBEINENDUR: Páll Friðriksson,

32.000 KR.

kjötiðnaðarmeistari og Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari ásamt fleiri sérfræðingum

80 KLST.

LÝSING: Markmið námsins er að þú öðlist grunnþekkingu í meðhöndlun matvæla í tengslum við Beint frá býli hugmyndafræðina. Þú öðlast skilning og getu til að vinna að vöruþróun og einfaldri framleiðslu á matvælum. Einnig tekur þú virkan þátt í því að búa til uppskriftir, reikna út næringargildi, framlegð og rýrnun ásamt því að geta framleitt vöruna. Nánar má lesa um Beint frá býli á heimasíðu Farskólans. KENNSLUFYRIRKOMULAG: Námið er verklegt að hluta. Þátttakendur koma allir saman þegar um sameiginlega kennslu eða verkefni er að ræða. Að öðru leyti vinna þátt-takendur sjálfstætt í smiðjunni að sínum eigin verkefnum. HVAR: Í námsverum og Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. HVENÆR: Smiðjan hefst um leið og sláturtíð lýkur. FJÖLDI: Lágmarksfjöldi er 10 þátttakendur.

Ýmsir leiðbeinendur.

200 KLST. EÐA 300 KEST.

Hófst þú nám í framhaldsskóla en laukst ekki námi? Fórstu snemma út á vinnumarkaðinn? Hefur þú áhuga á að fara aftur í skóla? Ef þú svarar þessum spurningum játandi er námsleiðin ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“ klárlega fyrir þig. Í náminu er lögð áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir, einstaklingsmiðað nám og að þátttakendur læri að læra. LÝSING: „Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“ er ætluð þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa ekki lokið almennum bóklegum greinum. INNIHALD NÁMSINS: Enska, danska, íslenska og stærðfræði. Athugið að nánari upplýsingar um áfanganúmer er að finna á heimasíðu Farskólans. KENNSLUFYRIRKOMULAG: Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar í tíma og heima, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Námið verður kennt frá Sauðárkróki en kennt verður í gegnum SKYPE ef námsmenn koma víða að á Norðurlandi vestra. HVAR OG HVENÆR: Námið hefst 2. október 2018 og því lýkur í maí 2019. FJÖLDI: Gert er ráð fyrir 10 – 12 þátttakendum af öllu Norðurlandi vestra TIL ATHUGUNAR: Námið verður kennt í nánu samstarfi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Sjá nánar: http://frae. is/files/Almennargreinar_930832405.pdf

Skrifstofa á Sauðárkróki

– MIKILL OG GÓÐUR TÖLVUGRUNNUR Ýmsir.

65.000 KR.

LEIÐBEINENDUR:

Hagnýtar upplýsingar um Farskólann

Skrifstofunám LEIÐBEINENDUR:

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

61.000 KR. 180 KLST.

LÝSING: Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra, hefur stutta formlega skólagöngu að baki, vinnur við almenn skrifstofustörf eða stefnir að því að starfa á skrifstofu. INNIHALD NÁMSINS: Námsdagbók og markmiðasetning, samskipti, sjálfstraust, námstækni, tölvu- og upplýsingatækni, verslunarreikningur, þjónusta, handfært bókhald, Navison tölvubókhald, færnimappa og ferilskrá og fl. KENNSLUFYRIRKOMULAG: Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Námið verður kennt frá Sauðárkróki en kennt verður í gegnum SKYPE ef námsmenn koma víða að á Norðurlandi vestra.

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Við Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010

Námsver og námsstofur: Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Vigdís Lillý Sigurjónsdóttir Sími 896 1345 / 451 2607 Blönduós Kvennaskólinn, Árbraut 31. Umsjón: Þekkingarsetrið á Blönduósi & 452 4030 / 899 9271, Katharina Schneider Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Ólafur Bernódusson Sími 452 2772 / 899 3172 Sauðárkrókur Við Faxatorg Farskólinn & 455 6010

3


Raunfærnimat Fáðu reynslu þína og þekkingu í starfi metna til eininga • Hefur þú starfað við verslunarstörf, hestamennsku eða iðnaðarstörf? • Langar þig að styrkja stöðu þína á vinnumarkaði eða bæta við menntun þína? • Ert þú orðin/orðinn 23 ára og hefur að minnsta kosti 3 ára starfsreynslu? Þá er raunfærnimat fyrir þig. Farskólinn býður nú í haust upp á raunfærnimat á móti - Hestabraut í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra - Verslunarfulltrúa - Ýmsum iðngreinum í samstarfi við Iðuna. Raunfænimat er þátttakendum að kostnaðarlausu. Hafðu samband við Söndru ráðgjafa Farskólans í síma 455-6160 eða sandra@farskolinn.is

Námskeið fyrir bændur og aðra áhugasama Allt hráefni sem notað er á eftirtöldum námskeiðum er innifalið í verði þeirra. Þátttakendur taka afurðirnar með sér heim að námskeiði loknu. Ef þátttakendur fara á fyrsta námskeiðið (úrbeining) og koma með hráefni á næsta námskeið sem þeir sækja, þá lækkar verðið á því námskeiðinu sem nemur efnisgjaldi. Það verð er sýnt innan sviga. Námskeiðin eru styrkt og niðurgreidd af SSNV.

Úrbeining á kind LEIÐBEINANDI:

25.900 KR.

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

Fyrir

Skjánotkun barna og unglinga ... og okkar hinna!

í boði lestur F í tilefn arskólans i af 25 afmæli ár skólan a s!

LEIÐBEINANDI:

FRÍTT

Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. LÝSING: Hverjar eru hættur netsins? Er til eitthvað sem kallast netfíkn? Hvernig birtist hún? Rannsóknir sýna að 12% þeirra sem nota netið reglulega ánetjast því. Það er mikilkvægt að foreldrar skilji vandann og hvað sé best að gera í málinu. Með réttri vitneskju og nálgun eiga allir að geta notið netsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða án vandkvæða. HVAR OG HVENÆR:

Í námsstofunni á Hvammstanga, 28. nóv, kl. 17. Í sal Samstöðu á Blönduósi, 28. nóv. kl. 20. Í námsstofunni á Skagaströnd, 29. nóv. kl. 20. Í Farskólanum við Faxatorg, 29. nóv., kl. 17. TIL ATHUGUNAR. Nauðsynlegt er að skrá sig á fyrirlesturinn upp á húsnæði og kaffi að gera í síma 455 – 6010 eða á farskolinn@farskolinn.is.

4

7 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu fær hver þátttakandi sinn skrokk og úrbeinir hann undir leiðsögn. Sýndar verða mismunandi leiðir að frágangi og fullvinnslu afurða. Þátttakendur eiga sinn grip og annað hvort taka hann með sér heim eða geyma á staðnum, ef þeir ætla að taka þátt í fleiri námskeiðum. Boðið er uppá fimm dagsetningar eða fimm aðskilin námskeið. HVAR: Í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. FJÖLDI: 6 þátttakendur. TÍMI: 9:00 - 16:00. DAGSETNINGAR: 27., 28. sept. og 4. október (3 námskeið).

Heitreyking og reyking á villibráð LEIÐBEINANDI:

9.900 KR.

Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari. LÝSING: Á námskeiðinu verður farið yfir muninn á aðferðum við heit- og kaldreykingu og þeim undirbúningi sem hvor aðferð kallar á. Heitreyktar verða gæsabringur á námskeiðinu sem þátttakendur taka með sér heim að námskeiði loknu. HVAR: Í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TÍMI: 13:00 - 17:00. DAGSETNINGAR: 11. eða 12. október (2 námskeið).

4 KLST.


Að þurrka og grafa kjöt

Pate- og kæfugerð LEIÐBEINANDI:

16.900 KR. (15.400)

Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

6 KLST.

LEIÐBEINANDI:

11.900 KR. (9.900)

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

5 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verður farið í gegnum ferlið við það að þurrka og grafa kjöt. Þeir þátttakendur sem hafa setið fyrri námskeið halda áfram að vinna sína vöru en aðrir fá hráefni til vinnslu. HVAR: Í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. FJÖLDI: 6 þátttakendur. TÍMI: 10:00 - 15:00. DAGSETNINGAR: 15. eða 16.nóvember (2 námskeið)..

LÝSING: Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til hinar ýmsu gerðir af pate og kæfum, bæði úr lifur og kjöti. Þátttakendur taka afurðir námskeiðsins með sér heim að námskeiði loknu. HVAR: Í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. FJÖLDI: 6 þátttakendur. TÍMI: 10:00 - 16:00. DAGSETNINGAR: 18. eða 19. október (2 námskeið).

Fars-, pylsu- og bjúgnagerð LEIÐBEINANDI:

18.900 KR. (15.900)

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

7 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verður farið í gegnum ferlið við að útbúa fars, pylsur og bjúgu. Þeir sem voru á fyrra námskeiði vinna áfram með sitt hráefni, aðrir fá hráefni á staðnum. Ekki er nauðsynlegt að hafa farið á fyrri námskeið. HVAR: Í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. FJÖLDI: 6 þátttakendur. TÍMI: 9:00 - 16:00. DAGSETNINGAR: 25. eða 26. október (2 námskeið).

Hrápylsugerð LEIÐBEINANDI:

17.900 KR. (15.900)

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

7 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verða kenndar grunnaðferðir við hrápylsugerð og útbúnar nokkrar tegundir af pylsum. HVAR: Í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. FJÖLDI: 6 þátttakendur. TÍMI: 9:00 - 16:00. DAGSETNINGAR: 1. eða 2. nóvember (2 námskeið).

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

Vissir þú að Farskólinn tekur að sér að skipuleggja fræðslu og námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir um allt Norðurland vestra. Við leggjum áherslu á að styðja stjórnendur og fyrirtæki við þarfagreiningar fyrir fræðslu, stefnumörkun og uppbyggingu mannauðs í takt við stefnu fyrirtækisins með fræðslu að leiðarljósi. Við bjóðum meðal annars upp á:

Söltun og reyking LEIÐBEINANDI:

Fyrir fyrirtæki og stofnanir

10.900 KR. 4 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verður farið í mismunandi söltunaraðferðir; sprautun, pæklun, þurrsöltun. Tvær stundir af fjórum verða í fyrirlestrarformi. Þá tekur við sýnikennsla og að lokum er þátttakendum leyft að spreyta sig. HVAR: Í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TÍMI: 13:00 - 17:00. DAGSETNINGAR: 8. eða 9. nóvember (2 námskeið).

• Stök námskeið og námskeiðsraðir sniðnar að ykkar þörfum. • Heildstæðar fræðsluáætlanir byggðar á þarfagreiningu fyrirtækja. • Þarfagreiningar fyrir fræðslu, hvort sem er fyrir fyrirtækið í heild sinni eða einstaka deildir/svið. • Náms- og starfsráðgjöf fyrir starfsfólk. Farskólinn býður upp á náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum, starfsmönnum og fyrirtækjum að kosnaðarlausu. • Aðstoð við að sækja um styrk í fræðslu- og starfsmenntasjóði.

Vertu í sambandi og við finnum lausnina fyrir þig! Frekari upplýsingar gefa: Halldór 455 - 6013, halldorb@farskolinn.is eða á Jóhann 455 - 6011, johann@farskolinn.is

5


VIÐTAL við Stefaníu Hjördísi um Beint frá býli

...vorum heppin að fá að taka þátt í námskeiðinu Beint frá býli... Jóhannes og Stefanía Hjördís á Brúnastöðum. MYND: FRÍÐA EYJÓLFS

Vorið 2018 var haldin í Farskólanum matarsmiðja – Beint frá býli. Námskeiðið var sérstaklega sniðið að bændum. Hátt í 20 þátttakendur skráðu sig til leiks og þar á meðal Stefanía Hjördís Leifsdóttir. Stefanía Hjördís, sem í daglegu tali er kölluð Hjördís, er fædd árið 1965 og er uppalin í Keldudal í Hegranesi. Hún er gift Jóhannesi Ríkharðssyni og eiga þau fjögur börn. Hjördís og Jóhannes eru búsett á Brúnastöðum í Fljótum. Segðu okkur frá lífinu á Brúnastöðum? „Á Brúnastöðum rekum við sauðfjárbú,

6

með um 800 vetrarfóðruðum kindum, stundum skógrækt, rekum ferðaþjónustu og fósturheimili. Elsta dóttir okkar Ríkey Þöll er komin í HÍ, tveir synir: Kristinn Knörr og Ólafur Ísar og ein fósturdóttir, hún Júlía Agar eru í menntaskóla og yngsti sonurinn Leifur Hlér og fóstursonur Eldur Máni eru í 7. bekk í Grunnskólanum austan Vatna. Auk þess dvelja hjá okkur að jafnaði einn til tveir verknemar frá Landbúnaðarskólanum í Upernavirasuk í Grænlandi, en þeir eru hjá okkur ár í senn. Svo heimilið hefur alltaf verið mannmargt og mikið fjör. Við leigjum út tvö stór hús til ferðamanna og sjáum auk þess um rekstur félagsheimilisins Ketiláss.

Í tengslum við ferðaþjónustuna er opinn hjá okkur lítill húsdýragarður á sumrin,” segir Hjördís. Hvernig var skólaganga þín? „Ég er stúdent frá FNV og ég stundaði síðan háskólanám í Osló þar sem ég lagði stund á félagsmannfræði, trúarbragðasögu og stjórnmálafræði. Ég tók síðan framhaldsskólakennararéttindi frá HA,” segir hún. Hjördís kenndi við FNV og vann um tíma hjá Svæðisstjórn um málefni fatlaða á Norðurlandi vestra. Hver eru þín helstu áhugamál? „Áhugamálin lúta að ferðalögum,“ segir


Hjördís. „Ég ferðaðist mjög mikið, mest um þriðja heiminn svokallaðan, áður en móðurhlutverkið tók yfir. Ég hef einnig mikið yndi af ræktun hverskonar. Ég elska blóm og tré og á risastóran garð og er þátttakandi í nytjaskógræktarverkefni á lögbýlum. Í tengslum við það verkefni höfum við plantað um 70.000 trjáplöntum í um 32 ha lands. Ég er líka mikill lestrarhestur og hef mjög gaman af eldamennsku,“ segir hún og bætir við: „sem er eins gott þar sem marga munna er að metta á heimilinu.“ Hvers vegna ákvaðst þú að skella þér í matarsmiðjuna – Beint frá býli hjá Farskólanum? Hjördís segir að hún og Jóhannes hafi haldið geitur í nokkur ár „okkur og ferðafólki sem heimsækir okkur til skemmtunar enda eru geitur með eindæmum mannelskar skepnur,“ segir hún. Þau hjón voru mjög oft spurð um það hvort þau nýttu ekki afurðir þeirra og byggju til osta úr mjólkinni. Eftir töluverða umhugsun ákváðu þau að kaupa mjaltabás frá Danmörku og mjólka bæði geitur og sauðfé og gera osta heima á býlinu. „Eðlilega er maður hikandi við að fara af stað í eitthvað sem er nýtt af nálinni og sem mann skortir kunnáttu til,“ segir Hjördís og bætir við: „því þó að við þekkjum það frá dreifbýli allstaðar í Evrópu og víðar að bændur selji handunnar afurðir sem eitthvað einstakt til ferðamanna og íbúa, þá þekkist það nánast ekki á Íslandi þó aðferðin við að geyma nýmjólk með því að breyta henni í ost bæði frá kúm og ekki síst sauðfé og geitum hafi haldið í okkur lífinu um aldir. Ég er sannfærð um að heimavinnsla er stórkostlega vannýtt tækifæri, t.d. í ferðaþjónustu. Við erum með frábært hráefni í höndunum. Hér eru dýrin alin á grasi, fersku eða þurrkuðu. Við erum laus við eiturefni og sýklalyfjanotkun er í

lágmarki. Aðbúnaður dýranna er góður á fjölskyldureknum búum og neytendur vita um uppruna og innihald vörunnar sem er langt í frá sjálfgefið. Tækifærin eru því sannarlega til staðar,“ segir hún. Hjördís segir að staða sauðfjárbænda sé afleit um þessar mundir. Bændur munu vonandi reyna að fá meiri virðisauka út úr því sem þeir framleiða með því að fara í auknum mæli í að vinna vöruna meira sjálfir og selja beint til neytenda. „Bara eitt dæmi um það hve lítið verður eftir í vasa bóndans sem frumframleiðanda er að sláturleyfishafinn greiðir okkur sirka 3.600 kr fyrir 30 kg skrokk af fullorðinni kind en neytandinn getur keypt þennan sama skrokk af sláturhúsinu, grófsagaðan, á 24.000 kr. Við erum að hugsa um að reyna að vinna þá vöru sem við erum að framleiða meira og selja beint til neytandans. Við vorum heppin að fá að taka þátt í námskeiðinu Beint frá býli,“ segir hún. Getur þú sagt okkur aðeins frá námskeiðinu sjálfu? „Á námskeiðinu eru þátttakendur leiddir í gegnum alla helstu þætti heimavinnslu, t.d hreinlætis og örverufræði, úrvinnslu kjöts, gæðahandbók, markaðssetningu, rekstur og afkomu, auk þess sem starfsmaður Mast kom

og fór yfir lög og reglugerðir. Við fengum einnig marga gestafyrirlesara og fórum í heimsóknir í fyrirtæki. Starfsmenn SSNV og Nýsköpunarsjóðs komu og kynntu þá ráðgjöf og utanumhald sem þeir veita. Við skipulögðum svo sjálf heimsókn við lok námskeiðsins til nær allra heimavinnsluaðila í Eyjafirði og Suður Þingeyjarsýslu,“ segir Hjördís. „Aukabónusinn var svo að kynnast öllu hinu skemmtilega fólkinu á námskeiðinu sem er að hugsa í svipaðar áttir og maður sjálfur, sá félagsskapur er mikilvægur og verður það vonandi áfram í gegnum ferlið. Það er nauðsynlegt að fá stuðninginn og hvatninguna hvert frá öðru,“ segir Hjördís. Varstu ánægð með skipulag námskeiðsins? „Mér fannst námskeiðið vel skipulagt en samt sveigjanlegt. Leitast var við að finna fólk sem gat komið og svarað þeim spurningum sem á okkur brunnu. Einnig er mjög þægilegt að vera ekki bundin af því að mæta á alla fyrirlestra þar sem öllu var streymt á netið,“ segir Hjördís. „Námskeiðið gerir mann tvímælalaust öruggari í því sem maður er að velta fyrir sér að gera í sambandi við heimavinnslu afurða,“ segir Hjördís að lokum. Stefanía Hjördís með ref en þau hjón eru með húsdýragarð á Brúnastöðum. MYND: FRÍÐA EYJÓLFS

7


Vinyl prentun á efni/textíl LEIÐBEINANDI: Karitas Björnsdóttir, verkefnastjóri og umsjónarmaður FabLabsins á Sauðárkróki.

Sigraðu sjálfan þig 13.500 KR. 3 KLST.

LÝSING: Karitas fer yfir ferlið sem þarf til að koma hugmynd yfir á efni. Þú býrð til þína eigin mynd, texta eða mynstur og lærir að vinna þannig að hægt sé að skera, til dæmis myndina, út í vinylskera og færa svo yfir á efnið. Þú getur komið með þínar eigin prufur en einnig verða efnisprufur á staðnum. Þú kemur með einn hlut, til dæmis bol, til að prenta á. HVAR: Í Verknámshúsi FNV á Sauðárkróki. HVENÆR: 1. október, kl. 19:00 – 22:00. FJÖLDI: Hámark 6 þátttakendur.

13.500 KR. 9 KLST. / 13,5 KEST.

LÝSING: Karitas kennir hvað þarf til að koma hugmynd í framkvæmd. Þú smíðar lítið húsgagn út frá fyrirfram gefnum hugmyndum sem þú síðan aðlagar að þínum eigin smekk. Þú færir hugmyndina þína yfir í tölvutækt form og þaðan fer hún yfir í fræsarann. Þú smíðar einn hlut sem þú síðan tekur með þér heim. HVAR: Í Verknámshúsi FNV á Sauðárkróki. HVENÆR: 29. og 31. október og 1. nóvember, klukkan 19:00 – 22:00. FJÖLDI: Hámark 6 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Efnisgjald er innifalið. Þátttakendur eru hvattir til að skoða rétt sinn hjá sínum fræðslusjóði.

Náms- og starfsráðgjöf Sandra Hilmarsdóttir sinnir ráðgjöf hjá Farskólanum. Þú getur leitað til hennar hvort sem þú ert að hugsa um: Nám eða störf Þarft aðstoð við að gera þína eigin ferilskrá Skrifa kynningarbréf með starfsumsókn Vilt auka sjálfstraustið Greina áhugasvið þitt. Síminn hjá Söndru er 455 6160.

8

29.900 KR. 6 ½ KLST / 10 KEST.

LÝSING: Á

Húsgagnasmíði með yfirborðsfræsara LEIÐBEINANDI: Karitas Björnsdóttir, verkefnastjóri og umsjónarmaður FabLabsins á Sauðárkróki.

LEIÐBEINANDI: Ingvar Jónsson, markaðsfræðingur og höfundur bókarinnar „Sigraðu sjálfan þig“.

námskeiðinu lærir þú leiðir til að brúa bilið á milli raunveruleikans – hver sem hann er – og þess veruleika sem þig dreymir um. Boðið er upp á fjölmörg verkfæri til sjálfsskoðunar. Þú finnur leiðina upp úr djúpum hjólförum vanans og temur þér nýja siði sem á endanum koma þér þangað sem þú stefnir. Þetta er námskeiðið sem tryggir það að þú byrjir á réttum enda og náir árangri í stað þess að gefast upp. Námskeiðið byggir á hugmyndafræði markþjálfunar. Nánari lýsing á heimasíðu Farskólans. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg. HVENÆR: Mánudaginn 8. október, kl. 9:00 - 17:00. FJÖLDI: 12 þátttakendur að lágmarki. TIL ATHUGUNAR. Innifalið í námskeiðsgjaldi er bókin „Sigraðu sjálfan þig“ að verðmæti 4.290,- og NBI-huggreining að verðmæti 11.900 kr. Námskeiðið er einnig í boði á fleiri stöðum.

Viskínámskeið – Vetur, sumar, vor og haust LEIÐBEINANDI:

Snorri Guðvarðsson, viskísérfræðingur.

9.000 KR. 3 KLST.

LÝSING: Snorri spyr: „Hvaða viskí er nú best? Ja, ég meina núna?“ Auðvitað eru sveiflur eftir árstíðum, hvar áhuginn liggur hjá flestum. Létt og leikandi vor. Hlý, flókin og sæt sumarviskí. Krydduð, notaleg og sérstök á haustin. Reykt, sterk og fyrirferðarmikil á veturna. Spáum í árstíðirnar og pörum smá við þær. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg. HVENÆR: 9. nóvember, kl 19:00. TIL ATHUGUNAR. 20 ára aldurstakmark og þátttakendur mega ekki keyra sjálfir heim að námskeiði loknu. Námskeiðin með Snorra eru í boði um allt Norðurland vestra.


Mannlegi millistjórnandinn LEIÐBEINANDI:

95.000 KR.

Hagvangur LÝSING: Markmið námskeiðsins er að styrkja stjórnendur í störfum sínum. Fjórar 4 klst. námslotur sem leggja áherslu á mikilvægustu og hagnýtustu þætti nútímalegrar stjórnunar út frá sjónarhorni hins mannlega stjórnanda. Lota 1 – Þekktu sjálfan þig: Persónuleg árangursstjórnun Trúverðugur leiðtogi í nútímaumhverfi þarf að halda mörgum boltum á lofti. Í fyrstu lotu er farið yfir það hvernig stjórnandinn getur tekist á við aukið álag í lífinu með því að nýta sér sjónarhorn orkustjórnunar. Lota 2 – Kjarninn: Að stjórna fólki Önnur lotan fjallar um hlutverk millistjórnandans og síbreytileg viðfangsefni hans tengd stjórnun á fólki. Farið er í aðferðir við ráðningar, móttöku og þjálfun starfsmanna og fl. Lota 3 – Leysum hnútinn: Árangursrík samskipti Farið er yfir ábyrgð einstaklinga þegar kemur að samskiptum og mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin samskiptatækni og farið yfir árangursríkar leiðir til að takast á við erfið mál s.s. samskiptavanda, agamál og óánægju, meðal annars í gegnum æfingar. Lota 4 – Leiðtogahlutverkið og þjónandi forysta Fjórða og síðasta lotan fjallar um leiðtogann og mismunandi nálganir. Fjallað er um mikilvægi mótunar og miðlunar framtíðarsýnar, farsæla breytingastjórnun og þjónandi forystu. Nánari lýsingu má finna á heimsíðu Farskólans. Tvær heilsdags vinnustofur, unnið með lotur 1 og 2 á fyrri deginum og lotur 3 og 4 á þeim seinni. Hver lota tekur 4 klukkustundir.

Menntun er málið – átt þú rétt á styrk? Viltu sækja þér aukna fræðslu, framhalds- og háskólanám, tungumálanám, tölvunámskeið, aukin ökuréttindi tómstundanám og allt starfstengt nám, auk ýmissa annarra námskeiða ? Ef þú ert félagsmaður í Stéttarfélaginu Samstöðu og hefur greitt til félagsins í a.m.k. sex mánuði af síðustu tólf áttu rétt á styrk úr starfsmenntasjóðum þeim sem Samstaða er aðili að. Leitaðu upplýsinga hjá félaginu um réttindi þín .

& 452 4932 og 451 2730

HVAR: Í Farskólanum

við Faxatorg. HVENÆR: 30. október og 13. nóvember, kl. 9:00 – 18:00. NÁNARI UPPLÝSINGAR:

Guðjón Svansson, gudjon@hagvangur.is og Sveina Berglind Jónsdóttir, sveina@hagvangur.is.

Starfslokanámskeið fyrir starfsfólk HSN og aðra áhugasama LEIÐBEINENDUR:

FRÍTT

Ýmsir. LÝSING: Ertu að huga að starfslokum eða ertu þegar komin á eftirlaun? Heilbrigðisstofnun Norðurlands býður starfsfólki sínu, sem er að nálgast starfslok upp á námskeið. Fleiri eru velkomnir í hópinn. Farið verður í: Andlegar og félagslegar hliðar þess að eldast, lífeyrissjóðsmál (LSR), líkamlegar breytingar þegar við eldumst, líkamsrækt og hreyfingu, hreyfiseðla, almannatryggingar og fl. HVAR: Í fundarsal HSN á Sauðárkróki. HVENÆR: 30. október og 31. október klukkan 15:00 – 18:45.

Félagsmenn stéttarfélaga eiga rétt á styrkjum vegna náms eða námskeiða sem þeir stunda. Aldan stéttarfélag á aðild að eftirtöldum sjóðum: Landsmennt fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði, Sveitamennt fyrir starfsmenn sveitafélaga, Sjómennt fyrir sjómenn og Ríkismennt fyrir ríkisstarfsmenn.

Nú er tækifæri til að skella sér í námið sem þig hefur alltaf langað í! Kynntu þér málið á skrifstofu stéttarfélaganna

BORGARFLÖT 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 5433

9


Fjölmennt

FULLOR Ð FRÆÐS INSFATLAÐ LA S FÓLK S

– námskeið 2018 - 2019 Heimshornaflakk - heimilisfræði LEIÐBEINANDI: Ásta Búadóttir,

matreiðslumeistari og kennari.

11.800

KR.

15 KEST. / 5 SKIPTI.

Eldaðir verða réttir frá fimm ólíkum löndum og matarmenning skoðuð í leiðinni. Löndin sem heimsótt verða eru: Ítalía. Kína, Spánn, Mexíkó og Bandaríkin. HVAR: Á Sauðárkróki og Hvammstanga. HVENÆR: Tímasetning ákveðin í samráði við þátttakendur. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: 6. LÝSING:

Zumba - dansnámskeið LEIÐBEINANDI: Ragndís Hilmarsdóttir

11.500

KR.

10 KEST.

LÝSING: Allir dansa zumba þessa dagana og hentar dansinn öllum aldurshópum. Tónlistinni sem fylgir dansinum fylgir gleði og hún fær þig til að hreyfa þig og uppgötva danshæfileika þína. HVAR: Í Húsi frítímans. HVENÆR: Á vorönn 2019. Nánari tímasetning ákveðin í samráði við þátttakendur. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: 6 – 8 þátttakendur.

Boðið til veislu - smáréttir LEIÐBEINANDI: Ásta Búadóttir,

matreiðslumeistari og kennari.

12.400

KR.

15 KEST. / 5 SKIPTI.

Viltu geta boðið gestum þínum upp á smárétti? Á þessu námskeiði lærir þú að elda smárétti. Í hverjum tíma eldum við tvo rétti. Í loka tímanum eldum við síðan fjóra af þeim átta réttum sem við höfum eldað og höldum veglega veislu. Kennt einu sinni í viku. HVAR: Á Sauðárkróki og Hvammstanga. HVENÆR: Tímasetning ákveðin í samráði við þátttakendur. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: 6. LÝSING:

Tækjaleikfimi - Þreksport LEIÐBEINANDI: Guðrún Helga

Tryggvadóttir, íþróttakennari.

12.000 KR. 20 KEST., / 10 SKIPTI

LÝSING: Þú færð góða leiðsögn um líkamsræktarstöðina og lærir helstu reglur sem þar gilda. Þú lærir á tækin. Áhersla er lögð á æskilega vinnuröð, upphitun og teygjur, vinnu í tækjunum og svo teygjur í lokin. Markmið námskeiðsins er einnig að vera hvatning fyrir þig að æfa sjálfstætt inni á líkamsræktarstöð að námskeiði loknu. HVAR: Þreksport á Sauðárkróki. HVENÆR: Á haustönn 2018, eftir nánara samkomulagi við þátttakendur. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: 6.

Komdu að synda LEIÐBEINANDI: Karl Lúðvíksson og fl.

Smíðanámskeið með Atla LEIÐBEINANDI: Atli M. Óskarsson,

16.500

húsasmíðameistari og framhaldsskólaken-

15 – 18 KEST.

KR.

LÝSING: Atli mun leiðbeina þér að meðhöndla þau tæki og tól sem notuð eru til að smíða einfaldan hlut. Þú ákveður hvað þú vilt smíða, í samráði við leiðbeinanda, hannar hlutinn og smíðar. HVAR: Í Verknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. HVENÆR: Á vorönn 2019 (skráningar hafnar). FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: 6.

10

13.400

KR.

15 KEST. EÐA 10 KLST.

LÝSING: Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að þú syndir ákveðna vegalengd með þinni aðferð. Markmiðið er að þú munir að loknu námskeiði stunda sund reglulega þér til heilsubótar. Í upphafi námskeiðs setur þú þér markmið í samráði við þjálfara. HVAR: Á Sauðárkróki og Hvammstanga. HVENÆR: Á vorönn 2019. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: 6. TIL ATHUGUNAR: Þetta námskeið er fyrir þá sem geta synt.


Íslenska fyrir útlendinga 3

Íslenska – Icelandic language courses Fyrirtækjum og stofnunum er bent á að Farskólinn getur skipulagt íslenskunámskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir; allt eftir þörfum starfseminnar. Athugið með styrki stéttarfélaga, þeir eru oftast 75% af þátttökugjaldi. Please note that the Union´s grant could cover a part of course fee/rate; usually 75%. Związki zawodowe dofinansowują kursy, najczęściej 75 % kosztów, ale po ukończeniu kursu.

HVAMMSTANGI, SAUÐÁRKRÓKUR LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

43.800 KR. 40 KLST. EÐA 60 KEST.

LÝSING: Í þessum áfanga er lögð áhersla á talað mál og aukinn orðaforða. If you have finished level 2 then Icelandic 3 is your next step in your learning process. Level 3 is also suitable for students who have acquired the basics in Icelandic up to this point. Vocabulary is still expanded with selected topics relating to practical social aspects of life in Iceland. Students grow in their confidence to speak, using simple syntax, as they continue to practice their speaking, understanding, reading and writing in Icelandic through diverse learning methods. Grammar is taken further on the basis of what has been learned in level 1 and 2. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg og í námsverinu á Hvammstanga. HVENÆR: Á haustönn 2018. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Íslenska fyrir útlendinga 1 BLÖNDUÓS, HVAMMSTANGI, SAUÐÁRKRÓKUR LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

43.800 KR. 40 KLST. EÐA 60 KEST.

LÝSING: Farið er í stafrófið og framburð. Grunnorðaforði, úr daglegu lífi, er æfður með mjög einföldum setningum. Nemendur læra að segja svolítið frá sér, að spyrja einfaldra spurninga og að skilja mjög létta texta. This is a course for beginners where students learn the Icelandic alphabet, pronunciation and basic vocabulary. Students practice speaking, understanding, reading and writing basic sentences through diverse learning methods. HVAR: Í námsverunum. HVENÆR: Þegar lágmarksfjölda er náð. Kennt er 2 klst. í senn, tvo daga í viku í 10 vikur. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Frá íslenskunámskeiði á Hvammstanga. MYND: Farskólinn

Íslenska fyrir útlendinga 2

Íslenska fyrir útlendinga 4

HVAMMSTANGI

BLÖNDUÓS, SAUÐÁRKRÓKUR

LEIÐBEINANDI:

Sigrún Þórisdóttir, sérkennari og náms- og starfsráðgjafi.

43.800 KR. 40 KLST. EÐA 60 KEST.

LÝSING: Unnið með þætti sem tengjast daglegu lífi og starfi til að auka orðaforða. Lögð er áhersla á að þátttakendur geti gert sig skiljanlega og tekið þátt í einföldum samræðum um dagleg málefni. If you have finished the first level or acquired the basics in Icelandic you can pass on to level 2. At level 2 vocabulary is expanded with the aim of students becoming capable of using simple sentences relating to everyday life. Speaking, understanding, reading and writing are practiced with the emphasis on speaking through diverse learning methods. HVAR: Í námsverinu á Hvammstanga. HVENÆR: Á haustönn 2018. Kennt tvo daga í viku; 2 klst. í hvert sinn í 10 vikur. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Námsgögn eru innifalin í námskeiðsverði.

LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir kennarar.

43.800 KR. 40 KLST. EÐA 60 KEST.

LÝSING: Námskeiðið er ætlað þeim sem geta talað íslensku í daglegu lífi. Áherslan er á talað mál og aukinn orðaforða. If you have a strong base in Icelandic or finished the third level then Icelandic 4 is the right step to take. At level 4 an expansion of vocabulary is continued through diverse and more demanding topics relating to current events and other relative matters. Diverse learning methods are applied with the aim of maximizing students’ confidence in speaking and understanding as well as reading and writing. Grammar is added on the basis of what students have already learned. HVAR: Í Blönduskóla á Blönduósi og í Farskólanum á Sauðárkróki. HVENÆR: Á haustönn 2018. Kennt í 2 klst í senn í 10 vikur. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

11


Styrkur þinn til náms

Þín leið til fræðslu

Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni.

Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni.

Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is

Landsmennt

Sveitamennt

Menntun skapar tækifæri

Átt þú rétt á styrk ?

Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Ríkismennt 12

Sjómennt

Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is

Námsvísir haust 2018  

námsvísir

Námsvísir haust 2018  

námsvísir

Advertisement