Page 1

náms vísir VOR 2018

FARSKÓLINN – MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

1


Starfsfólk Farskólans Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri bryndis@farskolinn.is & 455 6014 / 894 6012

Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón námskeiða, kennsla o.fl. Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

johann@farskolinn.is & 455 6011 / 893 6011

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfundabúnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla, Markviss og fleira. Halldór B. Gunnlaugsson verkefnastjóri halldorb@farskolinn.is & 455 6013

Umsjón með námskeiðum, háskólanámi, heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla, Markviss og fl. Nanna Andrea Jónsdóttir þjónustustjóri nanna@farskolinn.is & 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrifstofustörf og umsjón með námskeiðum. Sandra Hilmarsdóttir verkefnastjóri og ráðgjafi sandra@farskolinn.is & 455 6160

Ráðgjöf, raunfærnimat, hvatning til náms og umsjón með námskeiðum Farskólans og fl.

Stjórn Farskólans skipa: Guðmundur Finnbogason, Ingileif Oddsdóttir, Guðrún Sighvatsdóttir, Erla Björk Örnólfsdóttir og Halldór Ólafsson. Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans: Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Skagahreppur, Akrahreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Aldan – stéttarfélag Skagafirði, Verslunarmannafélag Skagfirðinga, Starfsmannafélag Skagafjarðar, Stéttarfélagið Samstaða Húnavatnssýslum, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum, Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki, Fisk Seafood Sauðárkróki og Skagaströnd og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra.

Náms- og starfsráðgjöf hjá Farskólanum er ókeypis!

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsvísir Farskólans Útgefandi: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Samantekt efnis og myndir: Starfsfólk Farskólans Hönnun & prentun: Nýprent ehf.

2

Fyrrum námsmaður í Farskólanum valinn fyrirmynd í námi fullorðinna 2017... Árið 2017 voru slegin ný met í Farskólanum hvað fjölda námskeiða varðar. Farskólinn skipulagði og hélt utan um 111 námskeið en það er 30% fjölgun frá árinu áður. Inni á heimasíðu Farskólann má lesa nánar um starfsemina í gegnum tíðina. Þann varnagla skal þó slá strax að Farskólinn er ekki í neinni keppni um fjölda námskeiða heldur reynum við að hafa gæðin sem okkar leiðarljós. Í janúar útskrifaði Farskólinn átta svæðisleiðsögumenn. Námsmenn komu af öllu svæðinu okkar og leiðbeinendur komu einnig víða að. Námið var skipulagt í samstarfi við Leið-söguskólann í Kópavogi og vottað af þeim. SSNV veitti styrk til verkefnisins. Nýtt nám hefst í haust ef áhugi reynist fyrir því. Í þessu blaði er viðtal við Dagnýju Marín Sigmarsdóttur, sem útskrifaðist úr svæðisleiðsögunáminu og við fáum að kynnast henni og þeim verkefnum sem hún er að vinna að, meðal annars í tengslum við ferðaþjónustuna í hennar heimabyggð. Nú er nýhafin svokölluð Opin smiðja – Beint frá býli sem er 120 kennslustunda nám. Þátttakendur eru um 20 talsins og það er gríðarlegur áhugi fyrir náminu hér í Skagafirði. Farskólinn er að feta sig inn á nýjar brautir í kennslu meðal annars með því að taka upp fyrirlestra og setja þá á netið þannig að ef þátttakendur geta ekki mætt í tíma eða vilja rifja upp hvað fór fram í tímanum þá geta þeir gert það heima hjá sér. Þátttakendur koma úr Skagafirði en stefnt er að því að bjóða upp á samsvarandi smiðju í Húnavatnssýslu og Húnaþingi vestra næsta haust. Þetta nám er skipulagt í samstarfi við BioPol á Skagaströnd, þar sem þátttakendur fá aðgang að nýju vörueldhúsi, og SSNV. Farskólinn skipuleggur nám fyrir starfsfólk HSN á Sauðárkróki og Blönduósi og sveitarfélagið Skagafjörð í kjölfar verkefnisins Fræðslustjóri að láni. Í haust lauk greiningarvinnu í Húnaþingi vestra og framundan er slík vinna hjá sveitarfélögum í austur Húnavatnssýslu. Áfram verður boðið upp á námskeið og fyrirlestra um hin ýmsu efni. Þó má segja að áherslan sé áfram á heilbrigði og vellíðan. Farskólinn tilnefndi tvo af sínum námsmönnum sem fyrirmynd í námi fullorðinna árið 2017. Okkur til mikillar ánægju fékk Ólafur Björn Stefánsson, pípulagningarmeistari á Sauðárkróki viðurkenningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem fyrirmynd í námi fullorðinna. Ólafur sagði okkur sögu sína í síðasta námsvísi og hvernig honum tókst með elju, dugnaði og á endanum réttu hugarfari að ljúka sínu meistaranámi þrátt fyrir lesblindu. Ólafur hefur verið duglegur við að kynna raunfærnimatið hjá Farskólanum, enda hefur hann sjálfur góða reynslu af því. Hann er því góður bandamaður okkar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga og löngun til að fara aftur í skóla eftir nokkurt hlé til að hafa samband og fá viðtal hjá ráðgjafa Farskólans. Það kostar ekkert að hitta ráðgjafann. Síminn hjá henni er: 455 – 6160. Að lokum vill Farskólinn nota tækifærið og þakka þeim sem hafa kennt og leiðbeint við skólann í gegnum árin. Leiðbeinendur koma víða að af landinu og leggja oft mikið á sig til að koma til okkar og kenna. Við þökkum þessu góða fólki þeirra framlag til fræðslu fullorðinna hjá Farskólanum í gegnum tíðina. Verið velkomin í Farskólann – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, hvort sem þið ætlið að sækja námskeið, fá náms- og starfsráðgjöf eða fara í raunfærnimat. Fyrir hönd Farskólans. Bryndís Þráinsdóttir


Skrifstofuskólinn 52.000 KR.

LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

Vottaðar námsleiðir

Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins FabLab smiðja fyrir frumkvöðla LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

32.000 KR. 80 KLST. EÐA 120 KEST.

Smiðjan er fyrir þá sem eru orðnir 20 ára eða eldri, hafa ekki lokið framhaldsskóla og eru á vinnumarkaði. LÝSING: Megin áhersla er á að þátttakendur öðlist innsýn í stafræna framleiðslutækni og auki áhuga sinn á nýsköpun og hönnun. Að loknu námi í smiðjunni hefur námsmaður: • Fengið innblástur til nýsköpunar • Lært hvernig fara má frá hugmynd til fullbúinnar vöru með stafrænni framleiðslutækni, hvort sem það er frumgerð, listaverk eða önnur hönnun KENNSLUFYRIRKOMULAG: Námið er verklegt að stórum hluta. Þátttakendur koma allir saman þegar um sameiginlega kennslu eða verkefni er að ræða. Að öðru leyti vinna þátttakendur sjálfstætt í smiðjunni að sínum eigin verkefnum. HVAR OG HVENÆR: Á haustönn 2018 í verknámshúsi FNV á Sauðárkróki.

Opin smiðja

Ýmsir sérfræðingar.

LÝSING: Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra, hefur stutta formlega skólagöngu að baki, vinnur við almenn skrifstofustörf eða stefnir að því að starfa á skrifstofu. Að loknu námi hefur námsmaður: • Aukið sjálfstraust sitt, öryggi og færni til faglegra starfa á skrifstofu. • Aukið þjónustufærni sína. • Náð valdi á tölvufærni sem krafist er við almenn skrifstofustörf. • Aukið námsfærni sína. INNIHALD NÁMSINS: Námsdagbók og markmiðasetning, samskipti, sjálfstraust, námstækni, tölvu- og upplýsingatækni, verslunarreikningur, þjónusta, handfært bókhald, Navison tölvubókhald, færnimappa og ferilskrá og fl. KENNSLUFYRIRKOMULAG: Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Námið verður kennt frá Sauðárkróki en kennt verður í gegnum SKYPE ef námsmenn koma víða að á Norðurlandi vestra. HVAR OG HVENÆR: Námið hefst á vorönn 2018 og því lýkur á haustönn. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: Gert er ráð fyrir 12 – 14 þátttakendum af öllu Norðurlandi vestra.

Hagnýtar upplýsingar um Farskólann Skrifstofa á Sauðárkróki

– BEINT FRÁ BÝLI LEIÐBEINENDUR:

160 KLST. EÐA 240 KEST.

32.000 KR. 80 KLST. EÐA 120 KEST.

Farskólinn kannar áhuga á opinni smiðju – Beint frá býli sem yrði kennd í Húnavatnssýslum. Verið er að kenna slíkt námskeið í Skagafirði nú. MARKMIÐ OG ÁHERSLUR: Viðmið er að þátttakendur öðlist grunnþekkingu í meðhöndlun matvæla í tengslum við Beint frá býli hugmyndafræðina. Að þátttakendur öðlist skilning og getu til að vinna að vöruþróun og einfaldri framleiðslu á matvælum. Þátttakendur taka virkan þátt í gerð uppskrifta, útreiknings á næringargildi, framlegð og rýrnun ásamt því að geta framleitt vöruna. HVAR: Í námsverum Farskólans og Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. HVENÆR: Stefnt er að því að smiðjan verði haldin haustið 2018 eftir sláturtíð. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við halldorb@farskolinn.is. FJÖLDI: Lágmarksfjöldi er 10 þátttakendur.

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Við Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010

Námsver og námsstofur: Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Vigdís Lillý Sigurjónsdóttir Sími 896 1345 / 451 2607 Blönduós Kvennaskólinn, Árbraut 31. Umsjón: Þekkingarsetrið á Blönduósi & 452 4030 / 899 9271, Katharina Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Ólafur Bernódusson Sími 452 2772 / 899 3172 Sauðárkrókur Við Faxatorg Farskólinn & 455 6010

3


Viltu verða öflugri starfsmaður? ÁHERSLA Á TÖLVUNÁM 32.000 KR.

LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir sérfræðingar.

150 KEST. SAMANLAGT MEÐ HEIMAVINNU.

Námið er ætlað fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og sem vill auka færni sína í upplýsingatækni og tölvum. Tilgangur námsleiðarinnar er að auka færni námsmanna til að takast á við breytingar, stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til starfa, nýjunga, upplýsingatækni, samskipta og símenntunar og gera þá að eftirsóknarverðari starfsmönnum. Í náminu er lögð mikil áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem nýtast námsmönnum bæði í leik og starfi. HELSTU VIÐFANGSEFNI: Office pakkinn; ritvinnsla, töflureiknir, tölvupóstur, glærur, myndvinnsla. Færnimappa, vinnustaðamenning og skipulag. KENNSLUFYRIRKOMULAG: Efni er lagt fyrir bæði í kennslustofu og heima. Verkefni unnin í kennslustofu undir leiðsögn. HVAR OG HVENÆR: Á Norðurlandi vestra, þegar næst í hóp. LÝSING:

Gagn & gaman

Hafðu trú á eigin getu - GOTT SJÁLFSTRAUST ER LYKILL AÐ VELGENGNI LEIÐBEINANDI:

Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur.

Kvikmyndasmiðja

7.500

KR.

3 KLST.

– FRÁ HANDRITI TIL STUTTMYNDAR 32.000 KR.

LEIÐBEINANDI:

Árni Gunnarsson.

HEILDARVINNA ER 80 KLST. EÐA 120 KEST.

LÝSING: Námið er ætlað fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og sem vill læra að taka upp stuttmynd. Í lotu 1 vinna námsmenn handrit að stuttmynd samkvæmt verklýsingu undir verkstjórn leiðbeinanda. Í lotu 2 taka námsmenn upp stuttmynd og í lotu 3 fullvinna námsmenn stuttmyndina ásamt því að sýna hana. KENNSLUFYRIRKOMULAG: Námið er bæði í formi fyrirlestra, sýnikennslu og síðan vinna námsmenn sjálfir að stuttmynd sinni. HVAR OG HVENÆR: Á Sauðárkróki á haustönn 2018.

LÝSING: Námskeiðið, sem er í formi fyrirlesturs, umræðu og æfinga, er ætlað öllum þeim sem vilja styrkja sig enn frekar auk þess að hafa jákvæð áhrif á aðra. Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, tökum ákvarðanir og hvernig við vinnum undir álagi. Því má segja að gott sjálfstraust sé lykill að velgengni. Um er að ræða þjálfunarnámskeið þar sem áherslan er lögð á aðferðir til að efla sjálfstraust og ákveðni og skoðað hvað einkennir einstaklinga með hátt/lágt sjálfsmat. Þá verður einnig fjallað um áhrif hugarfars á hegðun og líðan. HVAR OG HVENÆR: Á Blönduósi 10. apríl og á Sauðárkróki 11. apríl frá kl.18:00 – 21:00.

Sefur barnið þitt nóg? - FYRIRLESTUR LEIÐBEINANDI:

Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur.

6.500 KR. 2 KLST. EÐA 3 KEST.

Náms- og starfsráðgjöf Sandra Hilmarsdóttir, sinnir ráðgjöf hjá Farskólanum. Þú getur leitað til hennar hvort sem þú ert að hugsa um nám eða störf, þarft aðstoð við að gera þína eigin ferilskrá eða skrifa kynningarbréf með starfsumsókn, vilt auka sjálfstraustið eða greina áhugasvið þitt. Á hverju ári koma á milli 2-300 manns í viðtal hjá ráðgjafa Farskólans. Síminn hjá Söndru er 455 6160.

4

LÝSING: Góður svefn er grunnstoð heilsu. Skortur á svefni getur haft margvíslegar neikvæðar afleiðingar á heilsu og líðan barna og fullorðinna. Fjallað um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu með sérstakri áherslu á svefn barna og unglinga. HVAR OG HVENÆR: Á Sauðárkróki, fimmtudaginn 5. apríl. TIL ATHUGUNAR: Námskeiðið er í boði um allt Norðurland vestra.


Mannlegi millistjórnandinn LEIÐBEINANDI:

Google - SKYPE námskeið 95.000

KR.

Hagvangur LÝSING: Markmið námskeiðsins er að styrkja stjórnendur í störfum sínum. Fjórar námslotur sem hver um sig er fjórar klukkustundir að lengd, leggja áherslu á mikilvægustu og hagnýtustu þætti nútímalegrar stjórnunar út frá sjónarhorni hins mannlega stjórnanda, sem leggur áherslu á að laða fram það besta í hverjum og einum starfsmanni.

Lota 1 – Þekktu sjálfan þig: Persónuleg árangursstjórnun Í fyrstu lotu er farið yfir það hvernig stjórnandinn getur tekist á við aukið álag í lífinu með því að nýta sér sjónarhorn orkustjórnunar. Þannig eykur hún/hann gæði sinnar vinnu, afköst og framlegð, jafnframt því að stuðla að auknu heilbrigði og starfsánægju vinnustaðarins. Lota 2 – Kjarninn: Að stjórna fólki Önnur lotan fjallar um hlutverk millistjórnandans og síbreytileg viðfangsefni hans tengd stjórnun á fólki. Farið er í aðferðir við ráðningar, móttöku og þjálfun starfsmanna auk þess sem lögð er áhersla á frammistöðustjórnun. Lota 3 – Leysum hnútinn: Árangursrík samskipti Farið er yfir ábyrgð einstaklinga þegar kemur að samskiptum og mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin samskiptatækni, áhrif tilfinninga og viðbrögð. Farið er yfir mikilvægi sjálfstrausts þegar kemur að stjórnun og samskiptum almennt. Lota 4 – Leiðtogahlutverkið og þjónandi forysta Fjórða og síðasta lotan fjallar um leiðtogann og mismunandi nálganir. Þátttakendur skoða mismunandi tengsl við undirmenn sína og hvernig megi nýta þau til að auka árangur heildarinnar. Tvær heilsdags vinnustofur, unnið með lotur 1 og 2 á fyrri deginum og lotur 3 og 4 á þeim seinni. Hver lota stendur yfir í fjórar klukkustundir. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Guðjón Svansson, gudjon@ hagvangur.is og Sveina Berglind Jónsdóttir, sveina@ hagvangur.is. HVENÆR: Dagsetningar auglýstar síðar. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg

12.400 KR.

LEIÐBEINANDI:

Hermann Jónsson.

3,5 KLST. EÐA 5 KEST

LÝSING: Allir þekkja Google leitarvélina, en Google býður upp á margt fleira en bara leitarvélina. Google býður okkur, meðal annars, upp á Office pakka, þeir bjóða okkur skýjaþjónustu og margt fleira sem vert er að skoða. Á þessu námskeiði skoðum við hvað Google býður upp á og hvernig það getur nýst okkur dags daglega. Við skoðum meðal annars: Chrome, Gmail, Gdrive, Maps, Google Docs, Foto, Hangout og Google calendar. Við munum líka taka umræðuna um netöryggi og hvort það sé rétt að Google sé alltaf að njósna um okkur. HVAR OG HVENÆR: Í námsverum á Norðurlandi vestra, 22. mars klukkan 16:30 – 20:00. Námskeiðið verður kennt í gegnum Skype for buisness og þátttakendur mæta í námsverin á svæðinu með sína fartölvu.

Mitt eigið páskaegg LEIÐBEINANDI: Halldór Kr. Sigurðsson, bakari og konditormeistari.

10.900 KR. 2 KLST.

Þátttakendur búa til tvö egg úr ekta Nóa Sírius rjómasúkkulaði. Þátttakendur læra að tempra súkkulaðið. Allt hráefni fyrir í páskaeggjagerðina er innifalið í námskeiðsgjaldi. HVAR OG HVENÆR: Námskeiðin eru í boði á öllum þéttbýlisstöðum fyrir páskana og verða dagsett þegar þátttöku er náð. TIL ATHUGUNAR: Þátttakendur þurfa að hafa með sér eftirfarandi: Svuntu, ílát fyrir páskaeggin, nammi eða glaðning (t.d hring) og málshætti/orðsendingu sem á að vera inn í eggjunum. Gott er að miða við eitthvað létt nammi eins og Nóa kropp eða sambærilegt. Gert er ráð fyrir 14 þátttakendum á hvert námskeið. LÝSING:

Andleg vellíðan í lífi og starfi LEIÐBEINANDI:

Sigríður Ólafsdóttir, ACC markþjálfi/ráðgjafi..

12.900

KR.

3 KLST.

LÝSING: Hafðu áhrif á eigið líf. Hvað er farsæld og vellíðan í lífi og starfi og hvernig get ég eflt hana? Synda fiskar alltaf með straumnum? Hverju veitum við athygli? Hvað eru möguleikar og val? Púff … markmið… Er eitthvað vit í þeim? Hvernig virkar markþjálfun? ÁVINNINGUR:

Fulltrúar stýrihóps á Hvammstanga í Fræðslustjóri að láni haustið 2017.

• Aukin meðvitund um eigið ágæti og möguleika. • Fróðleikur, hvatning og vonandi stöku bros. HVAR OG HVENÆR: Námskeiðið eru í boði á öllum þéttbýlisstöðum og verður dagsett þegar þátttöku er náð.

5


Viskínámskeið á Blönduósi

Íslenskar lækningajurtir 8.500 KR.

LEIÐBEINANDI:

Snorri Guðvarðsson, viskísérfræðingur.

2 KLST. EÐA 3 KEST.

LÝSING: Veistu hvað þú ert að drekka? Þekkir þú söguna? Er viskíið gullið eða rafgullið? Er það „Highland“ eða „Lowland“? Hvað er „Speyside“ og „Islay“? Farið verður í söguna, upphaf viskíframleiðslu og þróunina til dagsins í dag, um lönd og svæði með áherslu á Skotland og mismunandi tegundir smakkaðar. HVAR: Í Kvennaskólanum á Blönduósi. HVENÆR: Föstudaginn 23. febrúar kl. 19:00 - 22:00. FJÖLDI: 15 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR. Námskeiðin hans Snorra hafa verið vinsæl undanfarin ár. Hann heldur námskeið um allt Norðurland vestra þar sem áhugi er fyrir því. Endilega hafið samband við johann@farskolinn.is.

8.500

KR.

2 KLST. EÐA 3 KEST.

LÝSING: Ertu sautján? Ertu með ökuskírteini? Hver er munur

á 10 ára viskíi og því sem komið er á bílprófsaldurinn? Hvaða galdur er það, sem bruggmeistarar stunda? Með Snorra Guð berum við saman – og spáum í „bílprófsaldurinn" í viskíheiminum. HVAR OG HVENÆR: Sauðárkrókur, föstudaginn 2. mars kl. 19:00 – 22:00. FJÖLDI: 15 þátttakendur.

Taktu betri ljósmyndir LEIÐBEINANDI:

Daníel Starrason, ljósmyndari.

2 KLST.

LÝSING: Námskeið þar sem áhersla er lögð á hvernig við getum tekið betri ljósmyndir, óháð myndavél, jafnvel bara á símann okkar. Fjallað verður um myndbyggingu og góð ráð gefin þegar teknar eru myndir af fólki. Hvað ber að varast og hvernig hægt er að bregðast við mismunandi aðstæðum. HVAR OG HVENÆR:

Sauðárkrókur: Laugardaginn 17. mars, kl. 9:00 – 11:00. Blönduós: Laugardaginn 17. mars, kl. 12:30 – 14:30. Hvammstangi: Laugardaginn 17. mars, kl. 16:00 – 18:00.

6

KR.

2,5 KLST.

LÝSING:

Smyrslanámskeið – VILTU GERA ÞÍN EIGIN SMYRSL? 11.500 KR. 2,5 KLST.

LÝSING:

• Fjallað um algengar íslenskar jurtir sem notaðar eru í smyrsl. • Sýnikennsla á staðnum og allir fá smyrsl með sér heim. • Uppskrift og námskeiðsgögn fylgja með. LÁGMARKSÞÁTTTAKA: 15 þátttakendur, ekki fleiri en 20. HVAR OG HVENÆR: Á Sauðárkróki, 28.apríl, klukkan 16:00 – 18:30.

Skemmtibátapróf – VERIÐ ER AÐ KANNA ÁHUGA Á ÞESSU NÁMSKEIÐI LEIÐBEINANDI:

9.500 KR.

8.500

• Fjallað um áhrifamátt jurta sem auðvelt er að finna og tína í náttúrunni. • Dæmi um helstu aðferðir við vinnslu úr jurtum. • Kennt að búa til te og seyði – nokkrar uppskriftir fylgja með. • Fjallað m.a. um bláber, burnirót, vallhumal, blóðberg, hvönn, birki, túnfífil og margar fleiri jurtir. LÁGMARKSÞÁTTAKA: 15 manns. HVAR OG HVENÆR: Á Sauðárkróki 28. apríl, klukkan 13:00 – 15:30 í húsnæði Farskólans.

Anna Rósa, grasalæknir.

„NÁLÆGT BÍLPRÓFSALDRI 15 -18 ÁRA VISKÍ“ Snorri Guðvarðsson, viskísérfræðingur.

Anna Rósa, grasalæknir.

LEIÐBEINANDI:

Viskínámskeið á Sauðárkróki LEIÐBEINANDI:

LEIÐBEINANDI:

Pálmi Jónsson, stýrimaður.

54.000

KR.

30 KEST.

LÝSING: Kennd verða bókleg atriði sem krafist er samkvæmt námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Bóklegt og verklegt próf veitir siglingaréttindi á 24 m skemmtibáta. Námskeiðinu lýkur með bóklegu og verklegu prófi til að fá útgefið skemmtibátaskírteini. Námskeiðið er 26 kennslustundir auk 4 tíma prófs. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Þátttakendur þurfa að útvega sér samsíðung, hringfara (sirkill) og reglustiku, almenn ritföng og glósubók. Sjókort eru innifalin í verði en ekki önnur gögn. Bóklegt og verklegt próf er innifalið í verði.


Borðum okkur til betri heilsu LEIÐBEINANDI: Sólveig Sigurðardóttir, ástríðukokkur og leiðbeinandi.

Svæðisleiðsögn – nýtt námskeið

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS 2 KLST. EÐA 3 KEST.

LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir sérfræðingar.

310.000 KR. 22 EININGAR

LÝSING: Að breyta um lífsstíl er ekki kúr né átak. Heilsan í fyrsta sæti, ætti að vera markmið okkar allra. En hvað er breyttur lífsstíll og hvað gerum við í þeim málum? Sólveig hefur breytt sínum lífsstíl og öðlast heilsu sína til baka. Hún ætlar að hitta okkur og fara yfir hvað það er sem skiptir máli í átt að betra og léttara lífi eftir að hafa misst heilsuna vegna ofþyngdar og MS sjúkdómsins og náð að breyta lífi sínu með betra mataræði og breyttum lífsvenjum. Í dag starfar Sólveig sem leiðbeinandi hjá Heilsuborg á hinum ýmsu námskeiðum ásamt að vera ástríðukokkur Heilsuborgar. HVAR OG HVENÆR:

Sauðárkrókur: 16. apríl kl. 18:00 í Farskólanum við Faxatorg. Hvammstangi: 17. apríl kl. 18:00. TIL ATHUGUNAR. Það þarf að skrá sig á fyrirlesturinn upp á húsnæði að gera.

Bætt öndun og aukin súrefnisinntaka LEIÐBEINANDI: Birgir Skúlason, alþjóðlegur fríköfunarkennari frá AIDA, PADI og SSI og einnig skyndihjálparkennari.

12.500 KR. 3 KLST

LÝSING: Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja bæta sig á æfingum hvort sem þeir eru að hlaupa, synda, hjóla, lyfta, stunda fjallgöngu eða aðrar tegundir af hreyfingu. Myndir þú vilja auka súrefnisupptöku þína? Jafna þig hraðar milli æfinga? Læra að halda púlsinum niðri eða ná púlsinum neðar? Hafa stjórn á spennustiginu? Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig! ÁHERSLURNAR Á NÁMSKEIÐINU ERU EFTIRFARANDI: Að bæta öndun og auka súrefnisupptöku. Flýta fyrir „recovery“ í stuttum pásum og á milli æfinga, púlsslökun. Rétt öndun fyrir, á meðan og eftir æfingar. Sérstakar æfingar fyrir lungu, þind og millirifjavöðva. Spennulosun og slökun sem hægt er að framkvæma allstaðar. Ásamt mörgu öðru sem hjálpar okkur bæði fyrir, við, milli og eftir æfingar. HVAR OG HVENÆR: Námskeiðið eru í boði á öllum þéttbýlisstöðum og verður dagsett og þegar þátttöku er náð.

Skráðu þig núna! Hringdu í síma 455 6010, sendu okkur póst á farskolinn@farskolinn.is eða skráðu þig bara á www.farskolinn.is

LÝSING: Námið er samtals 22 einingar og skiptist í tvennt; kjarna og svæðisbundið leiðsögunám. Nám í kjarna er 17 einingar. Nám í svæðisþekkingu er 5 einingar og felur í sér sérhæfingu á Norðurlandi vestra. Námið er kennt í samstarfi við Leiðsöguskóla Íslands (Menntaskólann í Kópavogi) og jafngildir fyrri önninni í leiðsögunámi MK auk 5 eininga í sérhæfingu á Norðurlandi vestra. Námið hefst í september 2018 ef nægri þátttöku verður náð, og lýkur í maí 2019. Kennt verður tvö kvöld í viku auk vettvangs- og æfingaferða. Fjarkennt verður í námsverin á Norðurlandi vestra. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins. Þeir þurfa að hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám/reynslu að baki ásamt því að hafa mjög gott vald á einu erlendu tungumáli, auk íslensku. Nemendur þurfa að standast munnlegt inntökupróf í ensku áður en skólavist er heimiluð. Hér er um krefjandi og skemmtilegt nám að ræða. HVAR OG HVENÆR: Skólaárið 2018 – 2019. Kennt verður í gegnum SKYPE. TIL ATHUGUNAR: Farskólinn hvetur alla sem hafa áhuga á að skrá sig sem fyrst. Staðan verður svo tekin endanlega í maí mánuði hvort af náminu verður eða ekki haustið 2018.

Hversu mikilvæg er heilbrigð þarmaflóra? LEIÐBEINANDI: Birna G. Ásbjörnsdóttir, MSc í næringarlæknisfræði.

8.100 KR. 2 KLST. EÐA 3 KEST.

LÝSING: Birna fjallar um þarmaflóruna

og áhrif hennar á heilsu okkar, um áhrif þarmaflórunnar á líkams-þyngd, áhrif mataræðis á þarmaflóruna, þarmaflóru og geðheilsu. Hvernig hægt er að byggja upp heilbrigða þarmaflóru með mataræði og mjólkursýrugerlum. Sjá nánar á heimasíðu Farskólans og á www. jorth.is/namskeið/

HVAR OG HVENÆR:

Sauðárkrókur: 23. apríl kl. 18:30 – 20:30 í Farskólanum við Faxatorg. Blönduós: 24. apríl kl. 18:30 – 20:30.

7


Er ekki allt gott að frétta? LEIÐBEINANDI:

Sigríður Ólafsdóttir, ACC markþjálfi/ráðgjafi.

12.900

KR.

3 KLST.

LÝSING: Hversu oft spyrjum við „er ekki allt gott að frétta?“ eða fáum þessa spurningu frá öðrum? Hversu oft svörum við og/eða fáum svarið „jú bara allt gott“? Á námskeiðinu ætlum við að skoða og ræða það þegar við vildum helst svara einhverju allt öðru en að allt sé „gott“ eða þegar við vitum að samstarfsaðili okkar er í þeim sporum. Fyrirlestur, verkefni og umræður út frá hugtökunum: kvíði, streita, þunglyndi og kulnun. Skoðuð verða bjargráð og leiðir til hamingjuríkara lífs.

Fjölmennt

ÁVINNINGUR:

• Aukin meðvitund um eigin líðan og annarra. • Fróðleikur, hvatning og vonandi stöku bros. HVAR OG HVENÆR: Námskeiðið er í boði á öllum þéttbýlisstöðum og verður dagsett þegar þátttöku er náð.

Heimilisfræði - HEIMSHORNAFLAKK LEIÐBEINANDI:

Ákveðinn síðar.

Ostagerð LEIÐBEINANDI: Þórarinn Egill Sveinsson

mjólkurverkfræðingur.

15.900

KR.

7 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verður farið í einstaka þætti ostaframleiðslu. Framleiðsla einstakra ostategunda skoðuð til að fá tilfinningu fyrir hver er munur á vinnsluaðferðum á t.d. skyri, brauðosti, gráðaosti og smurostum. Sýnikennsla og verklegar tilraunir gerðar með einfalda framleiðslu. Farið yfir heimaframleiðslu í samanburði við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt ýtarlega um tæki, tól og aðstöðu, sem þarf fyrir hverja ostategund. Tími gefinn í umræður um framleiðsluaðstæður og möguleika þátttakenda á heimavinnslu mjólkurafurða. HVAR OG HVENÆR: Í Árskóla 24. febrúar frá kl. 10:00 – 17:00.

Flökun, hnífabrýningar og hnútagerð LEIÐBEINANDI: Rúnar Kristjánsson, netagerðarmeistari.

5.900 KR. 3 KLST.

Upplagt fyrir frístundatrillukarla og konur. Á námskeiðinu lærir þú að flaka mismunandi tegundir fiska, hvernig þú átt að halda hnífunum þínum flugbeittum og lærir að nýta hnúta og splæsingar. Einnig fræðist þú um mismunandi veiðarfæri og aðferðir við að ná í ýmiskonar hnossgæti á sjávarbotninn og færð ráðleggingar um matreiðslu. Grill og pottur verða á staðnum til að elda. HVAR OG HVENÆR: Námskeiðið er haldið í húsnæði Ísnets á Sauðárkróki þegar nægri þátttöku er náð. LÝSING:

8

11.800

KR.

FIMM SKIPTI SAMTALS 15 KEST.

LÝSING: Eldaðir réttir frá fimm ólíkum löndum og matarmenning skoðuð í leiðinni. Löndin sem tekin verða fyrir eru: Ítalía, Kína, Spánn, Mexíkó og Bandaríkin. HVAR OG HVENÆR: Á Sauðárkróki og Hvammstanga. Tímasetning ákveðin í samráði við þátttakendur.

Tónlist LEIÐBEINANDI:

Kristín Halla Bergsdóttir.

5.400

KR.

5 KLST., 5 SKIPTI.

LÝSING: Á tónlistarnámskeiðinu er unnið með tónlist og hreyfingu tengda henni. Þar fá einstaklingar að kynnast töfrum tónlistar í gegnum leik og hreyfingu. Allir taka virkan þátt í tímum og skapa þannig minningar og þroskast saman í gegnum tónlist. Unnið verður í gegnum söng, hljóðfæraleik, hlustun og hreyfingu og áhersla lögð á að upplifa og tjá sig í gegnum tónlist. Notast verður við tónlist sem við þekkjum flest en einnig framandi tónlist sem heyrist sjaldnar. HVENÆR: Sunnudagar kl 14:00 -15:00. HVAR: Hús frítímanns á Sauðárkróki.

Myndlist LEIÐBEINANDI:

Kristín Ragnarsdóttir, listakona.

17.500

KR.

16 KLST., 8 SKIPTI.

LÝSING: Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast akrýlmálningu og hvernig hægt er að nota hana á mismunandi efni og notkun áhalda. Farið verður í grunnlitina og blöndun þeirra, en aðallega verður áherslan á frjálsa tjáningu og að virkja sköpunargleði þátttakenda og að þeir fái að njóta sín þar sem þeir eru staddir.


Íslenska – Icelandic language courses Fyrirtækjum og stofnunum er bent á að Farskólinn getur skipulagt íslenskunámskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir; allt eftir þörfum starfseminnar. Athugið með styrki stéttarfélaga, þeir eru oftast 75% Please note that the Union´s grant could cover a part of course fee/rate; usually 75%. Związki zawodowe dofinansowują kursy, najczęściej 75 % kosztów, ale po ukończeniu kursu.

Íslenska fyrir útlendinga 2 SAUÐÁRKRÓKUR LEIÐBEINANDI:

Nanna Andrea Jónsdóttir.

43.800 KR. 40 KLST. EÐA 60 KEST.

LÝSING: Unnið með þætti sem tengjast daglegu lífi og starfi

einstaklingsins til að auka orðaforða hans. Lögð er áhersla á að þátttakendur geti gert sig skiljanlega og tekið þátt í einföldum samræðum um dagleg málefni. If you have finished the first level or acquired the basics in Icelandic you can pass on to level 2. At level 2 vocabulary is expanded with the aim of students becoming capable of using simple sentences relating to everyday life. Speaking, understanding, reading and writing are practiced with the emphasis on speaking through diverse learning methods. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg á Sauðárkróki. HVENÆR: Kennt tvo daga í viku; 2 klst. í hvert sinn í 10 vikur, í Farskólanum við Faxatorg. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Námsgögn eru innifalin í námskeiðsverði.

Íslenska fyrir útlendinga 4 BLÖNDUÓSI LEIÐBEINANDI

Anna Margrét Sigurðardóttir, grunnskólakennari.

43.800 KR. 40 KLST.

LÝSING: Námskeiðið er ætlað þeim sem geta talað íslensku í daglegu lífi. Áherslan er á talað mál og aukinn orðaforða. If you have a strong base in Icelandic or finished the third level then Icelandic 4 is the right step to take. At level 4 an expansion of vocabulary is continued through diverse and more demanding topics relating to current events and other relative matters. Diverse learning methods are applied with the aim of maximizing students’ confidence in speaking and understanding as well as reading and writing. Grammar is added on the basis of what students have already learned. HVAR: Í Blönduskóla á Blönduósi. HVENÆR: Kennt í 2 klst í senn í 10 vikur. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Íslenska fyrir útlendinga 2 HVAMMSTANGA LEIÐBEINANDI:

Sigrún Þórisdóttir, sérkennari og náms- og starfsráðgjafi.

43.800 KR. 40 KLST.

LÝSING: Unnið með þætti sem tengjast daglegu lífi og starfi einstaklingsins til að auka orðaforða hans. Lögð er áhersla á að þátttakendur geti gert sig skiljanlega og tekið þátt í einföldum samræðum um dagleg málefni. If you have finished the first level or acquired the basics in Icelandic you can pass on to level 2. At level 2 vocabulary is expanded with the aim of students becoming capable of using simple sentences relating to everyday life. Speaking, understanding, reading and writing are practiced with the emphasis on speaking through diverse learning methods. HVAR: Í fjarnámsstofunni á Hvammstanga. HVENÆR: Þegar lágmarksfjölda er náð. Kennt er 2 klst. í senn, tvo daga í viku í 10 vikur. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Íslenska fyrir útlendinga 3 SAUÐÁRKRÓKUR LEIÐBEINANDI: Sara Níelsdóttir,

framhaldsskólakennari í tungumálum.

43.800 KR. 40 KLST.

LÝSING: Í þessum áfanga er lögð áhersla á talað mál og aukinn orðaforða. If you have finished level 2 then Icelandic 3 is your next step in your learning process. Level 3 is also suitable for students who have acquired the basics in Icelandic up to this point. Vocabulary is still expanded with selected topics relating to practical social aspects of life in Iceland. Students grow in their confidence to speak, using simple syntax, as they continue to practice their speaking, understanding, reading and writing in Icelandic through diverse learning methods. Grammar is taken further on the basis of what has been learned in level 1 and 2. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg. HVENÆR: Á vorönn 2018. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Raunfærnimat Ertu með langa starfsreynslu, orðin/nn 23 ára og með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu og langar að ná þér í starfsréttindi? Þá er raunfærnimat hugsanlega fyrir þig? Árið 2018 leggur Farskólinn áherslu á raunfærnimat á móti námskrá fyrir verslunarfulltrúa, iðngreinar og á móti námskrá á hestabraut hjá FNV. Sandra Hilmarsdóttir, ráðgjafi veitir allar nánari upplýsingar í síma 455 6160.

9


VIÐTAL við Dagnýju Marín Sigmarsdóttur nemanda Farskólans

„Ég lærði að lesa á hvolfi ...“ Nú í janúar útskrifaði Farskólinn átta svæðisleiðsögumenn eftir tveggja anna nám. Einn af nemendum var Dagný Marín Sigmarsdóttir frá Skagaströnd. Dagný er fædd á Skagaströnd árið 1962 og alin þar upp. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Angantýsdóttir og Sigmar Jóhannesson. Hún á eina systur. Dagný er í sambúð með Adolf H. Berndsen og eiga þau þrjú börn: Sverri Brynjar, Sonju Hjördísi, Sigurbjörgu Birtu og þrjú barnabörn. Hver eru þín helstu áhugamál? „Ég hreinlega elska að spila golf. Mér finnst gaman að fara í ferðalög, lesa góðar bækur, fara í leikhús, hlusta á tónlist og svo er ég forfallinn föndrari og hekla á síðkvöldum“, segir Dagný og bætir við: „Ég á það líka til að setjast við trönurnar og mála“. Dagný hefur sinnt ýmsum störfum um ævina. „Verandi alin upp í sjávarþorpi, vann ég í frystihúsi á unglingsárum og seinna pillaði ég rækju í rækjuvinnslu. Ég vann um tíma í leikskóla og var skrifstofustjóri og bókari hjá sveitarfélaginu. Ég var aðalbókari hjá útgerðarfélaginu Skagstrendingi hf í fimm ár og Fisk Seafood um tíma. Ég hef síðastliðin átta ár séð um rekstur Spákonuhofsins á Skagastönd og vinn þar einnig sem spákona og leiðsögumaður. Svo er ég í hlutastarfi á skrifstofunni hjá Sorphreinsun Vilhelms.

10

Dagný Marín svæðisleiðsögumaður. MYND: ÚR EINKASAFNI

Einnig eigum við Adolf saman fyrirtæki sem heitir Marska sem selur sjófrystan fisk og er umboðsaðili fyrir Olís og Sjóvá, þannig að þar vinn ég líka og það er alltaf nóg að gera“, segir Dagný. Segðu okkur frá skólagöngu þinni? „Ég lærði að lesa á hvolfi“, segir Dagný. „Já, reyndar var ég ekki á hvolfi, heldur sat ég á móti Báru systur, sem er þremur árum eldri en ég, þegar mamma var að láta hana lesa heima og ég fyldist spennt með. Grunnskólaárin mín voru í

Höfðaskóla á Skagaströnd. Síðan lá leið mín í Reykjaskóla í Hrútafirði veturinn ´78 -´79 en þar var þá framhaldsskóli. Eftir þennan vetur þá ákvað kella að fara á vinnumarkaðinn til að eiga fyrir skólavist í Reykjavík“, segir Dagný. Framtíðarplön Dagnýjar gengu ekki alveg eftir því hún stofnaði heimili og eignaðist sitt fyrsta barn. Hún fór síðar í tölvu- og skrifstofunám og í Verkmenntaskólann á Akureyri og tók bara þau fög sem henni fannst skemmtileg; bókmenntir, listasögu og þess

háttar. Árið 2008 fór Dagný í nám við endurmenntun HR og útskrifaðist þaðan sem viðurkenndur bókari. Hvaða námskeið hefur þú sótt hjá Farskólanum í gegnum tíðina? „Ég hef sótt námskeið hjá Farskólanum, eins og ljósmyndun og markaðssetningu á netinu fyrir ferðaþjónustu, námskeið í spænsku, myndlestur og hugarkort, matreiðslunámskeið og öruggleg eitthvað fleira sem ég er að gleyma“, segir Dagný og bætir við: „ég bíð alltaf spennt eftir að sjá hvað


er í boði í námskeiðahaldi hjá Farskólanum“. Nú varstu að útskrifast frá Farskólanum sem svæðisleiðsögumaður. Hvers vegna valdir þú að fara í það nám? „Ég hef verið að vinna við ferðaþjónustu undanfarin ár og sá að þetta nám gæti nýst mér í þeirri vinnu og einnig aukið almenna þekkingu mína á Norðurlandi vestra. Mér gekk bara alveg ágætlega í náminu. Ég þurfti alveg að hafa fyrir því og satt að segja hugsaði ég stundum, hvað var ég nú að gera með að byrja í þessu námi. En svona eftir á þá verð ég bara að segja það, að mér finnst ég hafa lært alveg helling og er full af fróðleik um land og þjóð“, segir Dagný. Eitthvað sem Farskólinn getur bætt í tengslum við skipulagningu náms af þessu tagi? „Mér fannst vont að þurfa að slíta námið í sundur yfir sumartímann, sem var samt óhjákvæmilegt. Það hefði verið betra að byrja að hausti og vera búinn að sumri. Próf og verkefnaskil ættu að vera strax að loknu hverju námsefni, áður en farið er í það næsta. Stundum vorum við að vinna í verkefnum og undirbúa vettvangsferð eða taka próf í allt að þremur fögum á sama tíma. Það virkar ekki alveg nógu vel fyrir fólk á miðjum aldri með athyglisbrest“, segir Dagný. Nú hittust þið Skagstrendingarnir í Námverinu við Einbúastíg. Finnst þér skipta máli að það myndist námshópur? „Já, það var mjög gott að koma sama og hittast í námsverinu, það er bara svo miklu skemmtilegra að vera í hóp og geta rætt um námsefnið, þó svo að við höfum líka notað spjallborðið á Skype mikið til að hafa samskipti við nemendur sem

voru í öðrum námsverum og svo kennara“, segir Dagný. „Mér fannst alltaf gaman að fara í tíma í námsverinu og hitta strákana, Jonna og Óla, í mínum námshóp hér á Skagaströnd“ bætir hún við. Viltu deila með okkur sögu úr náminu í Svæðisleiðsögn? „Nú, seint í haust þá fengum við það verkefni hjá Hafdísi Sturlaugsdóttir, sem var að kenna okkur allt um fugla, að framkvæma fuglaskoðun og talningar. Áttum við hvert okkar að velja okkur svæði í okkar nánasta umhverfi og skrifa niður þá fulga og telja þá sem við sáum. Ég valdi mér svæðið hér í nágrenni við heimili mitt, nefnt Hólanes. Það liggur við sjó og getur oft verið þó nokkuð af fulgum hér í víkum og klettum. Það er ansi kalt að stunda fuglaskoðun nóvember svo ég útbjó mig því vel með teppi, kaffi á brúsa, fuglabók og hafði einnig með mér kíki. Það verður að segjast eins og er að íbúrar hér í nágrenninu voru ekki svo ýkja hrifnir. Töldu flestir að ég væri nú algjörlega orðin vitlaust, norpandi úti undir teppi að njósna um nágranna mína með kíki og skrifandi eitthvað niður í minnisbók. Já, þetta leit svona út fyrir þá sem til mín sáu og ég er enn að leiðrétta þennan misskilning, að ég hafi verið í fuglaskoðun, en ekki að góna inn um glugga hjá nágrönnum mínum á hér á nesinu. En verkefnið gekk vel og ég þekki miklu fleiri fugla í dag en áður. Að vísu læddust nokkrar hænur inn á mitt talningarblað. Já, þær voru þarna á vappi hænurnar í Breiðabliki, akkúrat þegar ég var að telja“, segir Dagný brosandi að lokum. lokum.

Menntun er málið – átt þú rétt á styrk? Viltu sækja þér aukna fræðslu, framhalds- og háskólanám, tungumálanám, tölvunámskeið, aukin ökuréttindi tómstundanám og allt starfstengt nám, auk ýmissa annarra námskeiða ? Ef þú ert félagsmaður í Stéttarfélaginu Samstöðu og hefur greitt til félagsins í a.m.k. sex mánuði af síðustu tólf áttu rétt á styrk úr starfsmenntasjóðum þeim sem Samstaða er aðili að. Leitaðu upplýsinga hjá félaginu um réttindi þín .

& 452 4932 og 451 2730

Félagsmenn stéttarfélaga eiga rétt á styrkjum vegna náms eða námskeiða sem þeir stunda. Aldan stéttarfélag á aðild að eftirtöldum sjóðum: Landsmennt fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði, Sveitamennt fyrir starfsmenn sveitafélaga, Sjómennt fyrir sjómenn og Ríkismennt fyrir ríkisstarfsmenn.

Nú er tækifæri til að skella sér í námið sem þig hefur alltaf langað í! Kynntu þér málið á skrifstofu stéttarfélaganna

BORGARFLÖT 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 5433

11


Styrkur þinn til náms

Þín leið til fræðslu

Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni.

Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni.

Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is

Landsmennt

Sveitamennt

Menntun skapar tækifæri

Átt þú rétt á styrk ?

Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Ríkismennt 12

Sjómennt

Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is

Namsvisir vor 2018  

namsvisir vor 2018

Namsvisir vor 2018  

namsvisir vor 2018

Advertisement