Page 1

náms vísir HAUST 2017

FARSKÓLINN – MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

1


Starfsfólk Farskólans Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri bryndis@farskolinn.is & 455 6014 / 894 6012

Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón námskeiða, kennsla o.fl. Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

johann@farskolinn.is & 455 6011 / 893 6011

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfundabúnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla, Markviss og fleira. Halldór B. Gunnlaugsson verkefnastjóri halldorb@farskolinn.is & 455 6013

Umsjón með námskeiðum, háskólanámi, heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla, Markviss og fl. Nanna Andrea Jónsdóttir þjónustustjóri nanna@farskolinn.is & 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrifstofustörf og umsjón með námskeiðum. Sandra Hilmarsdóttir verkefnastjóri og ráðgjafi sandra@farskolinn.is & 455 6160

Ráðgjöf, raunfærnimat, hvatning til náms og umsjón með námskeiðum Farskólans og fl.

Stjórn Farskólans skipa: Guðmundur Finnbogason, Ingileif Oddsdóttir, Guðrún Sighvatsdóttir, Erla Björk Örnólfsdóttir og Halldór Ólafsson. Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans: Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Skagahreppur, Akrahreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Aldan – stéttarfélag Skagafirði, Verslunarmannafélag Skagfirðinga, Starfsmannafélag Skagafjarðar, Stéttarfélagið Samstaða Húnavatnssýslum, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum, Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki, Fisk Seafood Sauðárkróki og Skagaströnd og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra.

Náms- og starfsráðgjöf hjá Farskólanum er ókeypis!

Farskólinn

miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsvísir Farskólans Útgefandi: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Samantekt efnis og myndir: Starfsfólk Farskólans Hönnun & prentun: Nýprent ehf.

2

„Ekki gleyma að njóta augnabliksins...“ Árið 2016 var gott námskeiðsár hjá Farskólanum. Þá voru haldin 84 námskeið af öllum stærðum og gerðum og voru þátttakendur 1123 að tölu og komu þeir af öll Norðurlandi vestra. Vorið 2017 voru haldin 60 námskeið í Farskólanum og þátttakendur komnir hátt í 700. Þessi mikla gróska stafar fyrst og fremst af því að námskeiðum sem tengjast störfum fólks hefur fjölgað. Má þar meðal annars nefna námskeið fyrir starfsfólk sveitarfélagsins Skagafjarðar og Heilbrigðisstofnun Norðurlands, þar sem unnið er eftir formlegum fræðsluáætlunum með það að markmiði að auka fagmennsku og starfsánægju. Um starfið má lesa nánar í Ársskýrslu á heimasíðu skólans. Til okkar í Farskólann kemur fólk sem vill aðstoð við að komast í nám eða ljúka námi sem þegar er hafið. Í þessu blaði eru tekin viðtöl við tvo fyrrum námsmenn Farskólans. Ólafur Björn Stefánsson, pípulagningarmeistari, segir okkur á hispurslausan hátt frá námserfiðleikum sínum sem hann sigraðist á með viljann að vopni og Þóra Dögg Scheel Guðmundsdóttir, nýútskrifuð sem leikskólaliði og stuðningsfulltrúi, segir okkur frá náminu sínu og framtíðarplönum. Farskólinn býður upp á náms- og starfsráðgjöf, sem ekki þarf að borga fyrir. Farskólinn býður einnig upp á raunfærnimat. Ráðgjafi Farskólans veitir allar upplýsingar um þessa þjónustu í síma 455 - 6160. Tómstundanámskeiðum fer fækkandi hjá Farskólanum og þær blikur eru á lofti að þau leggist af með öllu, að minnsta kosti tímabundið. Ástæðuna vitum við ekki fyrir víst, en áhugamál fólks hafa breyst með tímanum og það nær sér einnig í þekkingu á netið hvenær sem hentar. Þegar fólk fer á námskeið þá er það ekki eingöngu að ná sér í þekkingu það er einnig að sækja sér góðan félagsskap; að njóta þess að vera með öðru fólki og eiga með því góðar stundir og njóta augnabliksins. Þessi félagslegi þáttu skiptir máli fyrir fólk. Nú hefur Farskólinn starfað í 25 ár. Alla tíð hefur trygg og áhugasöm stjórn stutt vel við starf skólans og starfsumhverfið batnað verulega, þökk sé Fræðslusjóði og hinu opinbera. Starfsfólk Farskólans hefur þegar brett upp ermarnar og býður ykkur öll velkomin í Farskólann haustið 2017.

Fyrir hönd Farskólans.

Bryndís Þráinsdóttir


Vottaðar námsleiðir

Skrifstofuskólinn LEIÐBEINENDUR:

Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins Hófst þú nám í framhaldsskóla en laukst ekki námi? Fórstu snemma út á vinnumarkaðinn? Hefur þú áhuga á að fara aftur í skóla? Ef þú svarar þessum spurningum játandi er námsleiðin ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“ klárlega fyrir þig. Í náminu er lögð áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir, einstaklingsmiðað nám og að þátttakendur læri að læra.

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

65.000 KR 200 KLST. EÐA 300 KEST.

LÝSING: „Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“ er ætluð þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa ekki lokið almennum bóklegum greinum. Að loknu námi hefur námsmaður meðal annars: • færni til að nota námstækni sem hentar honum • aukið færni sína í að tjá sig og skilja á íslensku • aukið færni sína í að skilja og tjá sig á dönsku • aukið færni sína í að skilja og tjá sig á ensku • færni til að tjá sig fyrir framan hóp annarra námsmanna • aukið færni sína í að afla, vinna úr, varðveita og miðla upplýsingum og þekkingu með tölvu • aukið færni sína í talnareikningi, bókstafareikningi, í að leysa þrautir í röklegri framsetningu með stærðfræði • fær um að vinna verkefni sjálfstætt, skipulega og með með öðrum

Ýmsir.

21.000 KR 160 KLST. EÐA 240 KEST.

LÝSING: Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra, hefur stutta formlega skólagöngu að baki, vinnur við almenn skrifstofustörf eða stefnir að því að starfa á skrifstofu. Að loknu námi hefur námsmaður: • Aukið sjálfstraust sitt, öryggi og færni til faglegra starfa á skrifstofu • Aukið þjónustufærni sína • Náð valdi á tölvufærni sem krafist er við almenn skrifstofustörf • Aukið námsfærni sína Innihald námsins: Námsdagbók og markmiðasetning, samskipti, sjálfstraust, námstækni, tölvu- og upplýsingatækni, verslunarreikningur, þjónusta, handfært bókhald, Navison tölvubókhald, færnimappa og ferilskrá og fl. KENNSLUFYRIRKOMULAG:

Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Námið verður kennt frá Sauðárkróki en kennt verður í gegnum SKYPE ef námsmenn koma víða að á Norðurlandi vestra. HVAR OG HVENÆR:

Námið hefst á haustönn 2017 og því lýkur í maí 2018. FJÖLDI: Gert er ráð fyrir 12 – 14 þátttakendum af öllu Norðurlandi vestra. TIL ATHUGUNAR: Ef ekki næst í námshóp í september 2017 mun námið verða auglýst aftur í janúar 2018.

KENNSLUFYRIRKOMULAG:

Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar í tíma og heima, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Námið verður kennt frá Sauðárkróki en kennt verður í gegnum SKYPE ef námsmenn koma víða að á Norðurlandi vestra. HVAR OG HVENÆR:

Námið hefst á haustönn 2017 og því lýkur í maí 2018. Fjöldi þátttakenda: Gert er ráð fyrir 10 – 12 þátttakendum af öllu Norðurlandi vestra TIL ATHUGUNAR: Námið verður kennt í nánu samstarfi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Sjá nánar: http://frae. is/files/Almennargreinar_930832405.pdf

www.farskolinn. is Kíkið á okkur á Facebook

Hagnýtar upplýsingar um Farskólann Skrifstofa á Sauðárkróki Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Við Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010

Námsver og námsstofur: Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Vigdís Lillý Sigurjónsdóttir Sími 896 1345 / 451 2607 Blönduós Kvennaskólinn, Árbraut 31. Umsjón: Þekkingarsetrið á Blönduósi & 452 4030 / 899 9271, Katharina Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Ólafur Bernódusson Sími 452 2772 / 899 3172 Sauðárkrókur Við Faxatorg Farskólinn & 455 6010

3


Starfstengd námskeið Office 365 m/ Skype for business

EÐA ÖLL ÞRJÚ Á 30.000 KR.

21.000 KR

LEIÐBEINANDI:

Hermann Jónsson, sérfræðingur í Microsoft

4 KLST.

Á þessu námskeiði verðu kennt á Office 365, skýjalausnina frá Microsoft og verða eftirtaldir þættir skoðaðir. Office 365 almennt, OneDrive for business, póstur, video portal, sharepoint, delve, yammer og planner. Einnig verður farið yfir helstu atriði varðandi notkun á samskiptaforritinu Skype for business og verða eftirtaldir þættir skoðaðir. Skypefundir, almenn notkun, upptökur, deila skjá o.fl. HVAR OG HVENÆR: 16. okt., kl. 8:00 – 12:00 á Sauðárkróki. FJÖLDI: 10 þátttakendur. LÝSING:

Verum ástfangin af lífinu - fyrirlestur LEIÐBEINANDI:

Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.

1 KLST.

LÝSING: Þorgrímur fjallar um mikilvægi þessi að vera í góðu jafnvægi í lífinu, í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og mikilvægi þess að setja sér markmið en engu að síður kunna þá kúnst að lifa í núinu. Við eigum öll drauma um „betra líf“ og frábæran árangur en fæstir átta sig á því að litlu hlutirnir, dags daglega, eru lykillinn að því að markmið okkar verði að veruleika. Allir eru beint eða óbeint að leita að innri friði eða sannleika lífsins og svörin eru miklu nær en okkur grunar. HVAR OG HVENÆR: Í fyrirtækjum og stofnunum á Norðurlandi vestra haustið 2017, þar sem áhugi er fyrir hendi. TIL ATHUGUNAR: Þessi fyrirlestur er ætlaður starfsmönnum fyrirtækja og stofnana.

HACCP - Námskeið LEIÐBEINANDI:

Klemenz Sæmundsson, kennari við Fisktækniskóla Íslands.

60.000 KR 20 KLST., 2 DAGAR.

Fjallað er um HACCP gæðakerfi, undirbúning og innleiðingu, fyrstu skrefin, hættugreiningu og ákvörðun mikilvægra eftirlitsstaða. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg. HVENÆR: 14. og 15. nóvember, kl. 8:00 – 18:00 hvorn dag. FJÖLDI: 8 - 12 þátttakendur.

Windows 10

EÐA ÖLL ÞRJÚ Á 30.000 KR.

15.000 KR

LEIÐBEINANDI:

Hermann Jónsson, sérfræðingur í Microsoft

2 KLST.

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra betur á Windows 10 stýrikerfið og nýta sér þá möguleika sem skýjalausnir bjóða upp á. Skoðaðar verða allar nýjungar í stýrikerfinu og hvernig þær nýtast og við lærum hvernig hægt er að deila skjölum með aðstoð skýjalausna. Eftirtaldir þættir verða m.a. skoðaðir: Setja upp og fjarlægja forrit, notkun Microsoft reikninga, stillingar, nota fleiri en eitt desktop, öryggi (vírusvarnir og fl.), cortana, edge, skráarkerfið, oneDrive (ský), dropbox (ský) o.fl. HVAR OG HVENÆR: 16. okt., kl. 16:00 – 18:00 á Sauðárkróki. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

LÝSING:

OneNote og Outlook LEIÐBEINANDI:

EÐA ÖLL ÞRJÚ Á 30.000 KR.

Hermann Jónsson, sérfræðingur í Microsoft

Náms-ogstarfsráðgjöf Sandra Hilmarsdóttir, sinnir ráðgjöf hjá Farskólanum. Þú getur leitað til hennar hvort sem þú ert að hugsa um nám eða störf, þarft aðstoð við að gera þína eigin ferilskrá eða skrifa kynningarbréf með starfsumsókn, vilt auka sjálfstraustið eða greina áhugasvið þitt. Árið 2016 kom 257 í viðtal til ráðgjafa Farskólans. Síminn hjá Söndru er 455 – 6160. 4

18.000 KR 3 KLST.

LÝSING: Námskeið um hvernig er hægt að nota OneNote og Outlook til að halda utan um og skipuleggja verkefni. Þú lærir að vinna eftir aðferðafræðinni „tómt innbox" og hvernig þú skipuleggur þig í Outlook. Þú lærir hvernig Outlook og OneNote samnýta „Task“ og hvernig hægt er að fá yfirlit yfir þau verkefni sem eru á döfinni. Farið er yfir hvernig OneNote heldur utan um verkefni og skjöl sem tengjast verkefnunum. Einnig verður eftirfarandi kynnt og kennt: QuickSteps, búa til reglur (Rules), tasks, tags, forward to OneNote, to do list, hvernig á að deila Notebook og um samvinnu á Notebook. HVAR OG HVENÆR:

16. okt., kl.13:00 – 16:00 á Sauðárkróki. FJÖLDI: 10 þátttakendur.


Næringarfræði fyrir fróðleiksfúsa LEIÐBEINANDI:

Ólafur Sæmundsson, næringarfræðingur.

12.700 KR 3 KLST. EÐA 4,5 KEST.

Að þátttakendur öðlist þekkingu á mataræði sem samræmist lýðheilsumarkmiðum og hæfileika til að skoða eigið mataræði og meta hvað sé vel gert og hvað megi gera betur. LÝSING: Ólafur fjallar um orkuefnin og trefjaefni; grunnatriði næringarfræðinnar, orkuþörf og ráðlagða dagskammta. Fjallað um „áhugaverðar og sígildar“ mýtur og neyslu á fæðubótarefnum. Fjallað um hvers konar mataræði hentar mismunandi hópum; svo sem fyrir þá sem eru í ofþyngd, þá sem eru of grannir eða þá sem stunda mikla hreyfingu. MARKMIÐ:

HVAR OG HVENÆR:

Á Norðurlandi vestra haustið 2017, þar sem áhugi er fyrir hendi. FJÖLDI: 15 námsmenn.

LOTA 3 – LEYSUM HNÚTINN ÁRANGURSRÍK SAMSKIPTI

Farið er yfir ábyrgð einstaklinga þegar kemur að samskiptum og mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin samskiptatækni, áhrif tilfinninga og viðbrögð. Farið er yfir mikilvægi sjálfstrausts þegar kemur að stjórnun og samskiptum almennt. LOTA 4 – LEIÐTOGAHLUTVERKIÐ OG ÞJÓNANDI FORYSTA

Fjórða og síðasta lotan fjallar um leiðtogann og mismunandi nálganir. Þátttakendur skoða mismunandi tengsl við undirmenn sína og hvernig megi nýta þau til að auka árangur heildarinnar með því að laða fram það besta hjá hverjum og einum. Tvær heilsdags vinnustofur, unnið með lotur 1 og 2 á fyrri deginum og lotur 3 og 4 á þeim seinni. Hver lota tekur 4 klukkustundir. NÁNARI UPPLÝSINGAR:

Guðjón Svansson, gudjon@hagvangur.is og Sveina Berglind Jónsdóttir, sveina@hagvangur.is.

Dyravarðanámskeið LEIÐBEINENDUR:

Sérfræðingar á sviði dyravörslu.

51.000 KR 13 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verða kynnt lög og reglugerðir, samskipti við lögreglu, skýrslugerð (atvikaskráning), samskipti og framkoma við gesti, sjálfsvörn, fíkniefni, skyndihjálp og brunavarnir ásamt notkun á handslökkvibúnaði. HVAR: Í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Í nóvember 2017. FJÖLDI: Lágmark 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Fræðslusjóðir styrkja þetta námskeið. Fyrirtæki geta sótt um styrki til að halda námskeið fyrir sína starfsmenn. Sjá www.attin.is. Nánari upplýsingar hjá Farskólanum.

Mannlegi millistjórnandinn LEIÐBEINENDUR:

Hagvangur

95.000 KR

HVAR: Í

24. október og 15. nóvember, kl. 9:00 – 18:00. Farskólanum við Faxatorg

Frá umsókn til atvinnu LEIÐBEINANDI:

Sandra Hilmarsdóttir, ráðgjafi.

Þetta námskeið stendur fullorðnum til boða án endurgjalds.

Ert þú í atvinnuleit? Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaðnum eða þá sem eru í atvinnuleit. Á þessu námskeiði verður farið yfir nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga við atvinnuleit. Farið verður í gerð ferilskrár; hvernig á að skrifa kynningarbréf, markvissa atvinnuleit og hvað gott er að hafa í huga fyrir atvinnuviðtöl. HVENÆR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á haustönn 2017. FJÖLDI: 4 - 6 þátttakendur. LÝSING:

13 KLST.

Markmið námskeiðsins er að styrkja stjórnendur í störfum sínum. Fjórar 4 klst. námslotur sem leggja áherslu á mikilvægustu og hagnýtustu þætti nútímalegrar stjórnunar út frá sjónarhorni hins mannlega stjórnanda, sem leggur áherslu á að laða fram það besta í hverjum og einum starfsmanni.

LÝSING:

LOTA 1 – ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG

Persónuleg árangursstjórnun. Trúverðugur leiðtogi í nútímaumhverfi þarf að halda mörgum boltum á lofti, ná árangri á mörgum vígstöðvum og helst að vera fyrirmynd starfsmanna sinna í leiðinni. Í fyrstu lotu er farið yfir það hvernig stjórnandinn getur tekist á við aukið álag í lífinu með því að nýta sér sjónarhorn orkustjórnunar. LOTA 2 – KJARNINN: AÐ STJÓRNA FÓLKI

HVENÆR:

Önnur lotan fjallar um hlutverk millistjórnandans og síbreytileg viðfangsefni hans tengd stjórnun á fólki. Farið er í aðferðir við ráðningar, móttöku og þjálfun starfsmanna auk þess sem lögð er áhersla á frammistöðustjórnun.

HáskólanámáNorðurlandivestra–fjarnám

Háskólanemar á Norðurlandi vestra sem stunda fjarnám geta komið í námsverið í sinni heimabyggð til stunda sitt nám og taka próf. Þeir fá lykla ef þeir kjósa svo og geta hagað sínu námi eftir eigin hentisemi hverju sinni. Námsver eru á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ingólfsson í síma 455 – 6011. 5


Fjölmennt

FULLOR ÐINSFRÆÐ S FATLAÐ LA S FÓLK S

Gagn & gaman

Vellíðan í vatni LEIÐBEINANDI:

Karl Lúðvíksson, íþróttakennari.

11.000

KR.

10 KLST. EÐA 10 VIKUR

Finnst þér gott að vera í vatni? LÝSING: Karl kennir þátttakendum slökun í vatni. Námskeiðið hentar vel þeim sem njóta þess að vera í vatni og eiga erfitt með að hreyfa sig. Einnig hentar námskeiðið vel fyrir þá sem eru vatnshræddir eða eru óöruggir í vatni eða þá sem vilja æfa sig í sundi. Áhersla er lögð á að þátttakendur nýti sína hreyfifærni sem best í vatninu og að þeim líði vel í vatni. HVAR: Endurhæfingarlaug HSN á Sauðárkróki. HVENÆR: Á fimmtudögum kl. 15:00 - 16:00 og 16:00 17:00.

Albert eldar – ítölsk matargerð 16.500

LEIÐBEINANDI:

Albert Eiríksson, sem heldur úti einu vinsælasta matarbloggi á Íslandi; alberteldar.com.

KR

3 KLST.

Ítölsk matarhefð á sér langa sögu og vaxandi áhugi er á ítölskum mat og matargerð hér á landi. Á námskeiðinu verður fjallað um ítalska matargerð á fjölbreyttan hátt. Þá verða eldaðir nokkrir bragðgóðir ítalskir réttir frá grunni. Námskeiðinu lýkur með því að þátttakendur borða saman. HVAR OG HVENÆR:

Á Sauðárkróki 27. september. Á Blönduósi 25. október. FJÖLDI: 12 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Allt hráefni er innifalið í verði námskeiðsins.

Víravirki - framhaldsnámskeið LEIÐBEINANDI: Júlía Þrastardóttir,

gullsmíðameistari. LÝSING:

Jóganámskeið LEIÐBEINANDI:

Sigþrúður Harðardóttir, þroskaþjálfi.

29.400 KR. 10 KLST., 2 DAGAR

9.500

KR.

8 KLST. EÐA 8 SKIPTI

Langar þig að stunda jóga? LÝSING: Á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði jóga ásamt hugleiðslu og slökun. Kenndar verða jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu. Einning verður farið í einfaldar öndunaræfingar, hugleiðslu og slökun. HVENÆR: Á haustönn 2017.

Á framhaldsnámskeiði í víravirki er farið ítarlegar í aðferðirnar og þá sérstaklega í „að kveikja“. Smíðað er hálsmen úr tveimur blómum sem eru svo kveikt saman og mynda hálfkúlu. Gott er að koma með glósubók og penna. Ekkert annað þarf á námskeiðið nema þolinmæði og jákvæðni og þá erum allir tilbúnir í slaginn! Efni og verkfæri eru innifalin. HVAR OG HVENÆR:

Blönduós og nágrenni. 30. september til 1. október (helgi). Fyrri daginn hefst námskeiðið klukkan 13:00 og þann seinni hefst það kl. 10:00. Umsóknarfrestur til 25. september. FJÖLDI: Lágmark 5 þátttakendur, hámark 8 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR. Byrjendur eru einnig velkomnir. Haft verður samband við þátttakendur þegar nær dregur.

6


Tálgun – fuglar og fígúrur

Pappamassanámskeið með Söru 33.700 KR.

LEIÐBEINANDI: Bjarni Þór Kristjánsson, sérfræðingur í þjóðlegu handverki.

2 DAGAR

LÝSING: Farið verður í grunninn á „anatomíu“ fugla og fólks og því hvernig hnífurinn getur nálgast viðfangsefni sitt. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja grunnþekkingu í tálgun til að hægt sé að fara beint í þrívíddartæknina. Þeir sem eru óvanir byrja fyrri daginn í ferskum við og æfa grunntækni tálgunar. HVAR: OG HVENÆR: 6. og 7. október. FJÖLDI: 8 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Viður og annað efni sem notað er við smíði hlutanna er innifalið í verði námskeiðsins.

Saumasmiðja – refilsaumur, svart- og hvítsaumur LEIÐBEINANDI:

Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir, listakona.

22.500 KR. 10 KLST. LAUGARD. OG SUNNUD.

Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum. Útlínur eru saumaðar fyrst og síðan er fyllt inn í fletina. Að lokum eru saumaðar aukaútlínur, andlit eða önnur atriði sem þurfa áherslu. Svartsaumur. Kennd grunnatriði svartsaums en aðferðin gengur út á að sauma myndir og munstur með svörtu. Gerðar eru prufur en þátttakendur velja sér jafnframt viðfangsefni. Hvítsaumur. Farið er í grunnatriði hvítsaums en einkenni hans eru að saumað er með hvítum þræði í hvítan hör.

LÝSING:

LEIÐBEINANDI:

Sara Jóhanna Vilbergsdóttir, myndlistarmaður.

27.800

KR.

15 KLST.

LÝSING: Grunntækni og efnisnotkun við pappamassavinnu kynnt. Byrjað á að móta með höndunum einföld form úr dagblöðum og silkipappír. Formin síðan skeytt saman og pappamössuð með veggfóðurs og bókbandslími. Einnig verður mótað með hænsnaneti, vír, útskornum pappakössum, pappír úr tætara og búinn til pappamassaleir. Sýnt hvernig hægt er að búa til manneskjur, dýr, myndaramma, klukkur, húsgögn og ílát svo eitthvað sé nefnt. Frjálst val á viðfangsefnum eftir byrjunarverkefnið nema annars sé óskað. Gott að taka með sér hárþurrku til að flýta fyrir þurrki á milli umferða. HVAR OG HVENÆR:

Sauðárkrókur: 14. og 15. október. FJÖLDI: 12 þátttakendur. ATHUGIÐ: Sara Jóhanna er á Facebook. Sjá einnig www. duosisters.com. Þetta námskeið verður í boði á fleiri stöðum á vorönn ef áhugi er fyrir hendi.

HVAR OG HVENÆR:

4. og 5. nóvember. BLÖNDUÓS 11. – 12. nóvember. FJÖLDI: 8 - 12 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Allt efni til sauma er innifalið í verði námskeiðsins. Námskeiðið hentar vel bæði byrjendum og lengra komnum. SAUÐÁRKRÓKUR

Viskí – ferðin til Speyside í Skotlandi LEIÐBEINANDI:

Snorri Guðvarðsson, viskísérfræðingur.

7.900

KR.

3 KLST.

Í apríl stóð Maltviskífélagið fyrir ferð til Speyside, sem er eitt af viskísvæðunum í Skotlandi. Þar eru samankomin yfir sextíu eimingarhús, m.a. risar á við Glenlivet, Macallan, Glenfiddich og Balvenie. Þar eru líka húsin, sem færri þekkja, en framleiða stórkostleg viskí. Mjúk, ríkuleg og flókin, oft vel sæt og með mikið eftirbragð. Hunang, sherry, döðlur, súkkulaði, krydd. Algjör nammibúð. Þetta námskeið er byggt á ferð Snorra Guð til Skotlands vorið 2017. HVAR OG HVENÆR: Í Farskólanum við Faxatorg föstudaginn 27. október kl. 19:00 – 22:00. TIL ATHUGUNAR: Aldurstakmark 20 ár. Ekki hægt að keyra heim að námskeiði loknu ef þátttakendur hafa tekið fullan þátt! Þetta skemmtilega námskeið er í boði um allt Norðurland vestra. LÝSING:

Ferðalag um Ítalíu í vín og mat LEIÐBEINENDUR: Jón Daníel Jónsson, matreiðslu-

meistari og Dominique Plédel Jónsson, vínsérfræðingur.

13.500 KR. 3 KLST.

LÝSING: Þeir sem hafa ferðast um Ítalíu hafa áttað sig á að ítalskur matur er mun fjölbreyttari en eingöngu pítsur og pasta, sem við þekkjum best. Hrísgrjón, maís og trufflur í norðurhluta landsins, korn, tómatar, pasta og afburðagott nautakjöt um miðbik landsins og sjávarfang og bragðmiklir réttir í suðurhluta Ítalíu. Ítölsku vínin eru jafn staðbundin, fjölbreytt og góð og maturinn. Á meðan þau Jón og Dominique fræða þátttakendur um ítölsk vín og matarmenningu munu bragðlaukarnir fylgja með í spennandi ferðalagi um þetta dásamlega land. Bornir verða fram 5 - 6 réttir og vín sem passa hverjum rétti. HVAR OG HVENÆR: Í Farskólanum við Faxatorg föstudaginn 13. október kl. 19:00 – 22:00. FJÖLDI: 12 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Námskeiðið er í boði um allt Norðurland vestra.

7


VIÐTAL við Þóru Dögg Scheel Guðmundsdóttur nemanda Farskólans

„Framtíðarplön mín eru að fara í kennaranám“ Vorið 2017 lauk hópur námi frá leikskólaliðaog stuðningsfulltrúabrú hjá Farskólanum. Meðal þeirra sem útskrifuðust er Þóra Dögg Scheel Guðmundsdóttir frá Blönduósi. Þóra er 24 ára gömul og hún á einn son, Daníel, sem er þriggja ára. Þóra starfar í Blönduskóla á Blönduósi. Hvaðan ertu? „Ég fæddist á Egilsstöðum árið 1992 og bjó þar til sex ára aldurs og fluttist þá til Blönduóss“, segir Þóra. Hver eru þín helstu áhugamál? „Mín helstu áhugamál eru fótbolti og að vera með fjölskyldunni“, segir Þóra. Við hvað hefur þú helst starfað? „Undanfarin þrjú ár hef ég unnið sem stuðningsfulltrúi í Blönduskóla en þetta árið verð ég að kenna 2. bekk við sama skóla“, segir Þóra. Segðu okkur frá skólagöngu þinni? „Ég fór í framhaldsskóla í eitt ár, strax eftir grunnskólann, en hætti“, segir Þóra og bætir við: „Ég fór í nokkra framhaldsskóla á landinu en fann mig hvergi. Ég vissi ekki hvað mig langaði til að verða þegar ég yrði „stór“ og því varð ég bara áhugalaus í námi“. Þóra hóf nám hjá Farskólanum á Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú haustið 2015.

8

Hvernig gekk námið? „Þetta var mjög skemmtilegt nám og átti mjög vel við mig“, segir Þóra. „Mér fannst skipulagið á náminu mjög þægilegt og það hentaði mér mjög vel“. Nú fóru kennslustundirnar fram í gegnum SKYPE. Er eitthvað, að þínu mati, sem er hægt að laga varðandi skipulag og framkvæmd námsins? „Mér finnst lítið þurfa að laga. Mér fannst námið fræðandi og skemmtilegt og ég mæli hiklaust með því. Ég fékk frábæran stuðning frá starfsfólki Farskólans og kennurum“. Hvað með tæknina, má bæta hana? „Kannski fjarskiptabúnaðinn“, segir Þóra hlæjandi. „SKYPE – ið átti það til að vera svolítið óþekkt“, bætir hún við. Leikskólaliðaog stuðningsfulltrúabrú er fyrsta námið sem Þóra sækir hjá Farskólanum og var hún ánægð með það. Einhver framtíðarplön sem þú vilt segja frá? „Ég er að klára nokkra áfanga í fjarnámi hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og framtíðarplön mín eru að fara í kennaranám“, segir Þóra Dögg að lokum.

Fræðslustjóriaðláni Þarf þitt fyrirtæki eða þín stofnun aðstoð við að skipuleggja fræðslumál starfsmanna?

Farskólinn býður upp á „Fræðslustjóra að láni“ í samvinnu við starfsmenntasjóðina. Verkefnið snýst um að lána út ráðgjafa sem fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál starfsmanna sem oftast leiðir til formlegrar fræðsluáætlunar. Hægt er að sækja um fullan styrk fyrir verkefninu og aðstoða starfsmenn Farskólans við þá vinnu. Nánari upplýsingar veitir Halldór B. Gunnlaugsson, verkefnastjóri í síma 455 – 6013.


Íslenska – Icelandic language courses Fyrirtækjum og stofnunum er bent á að Farskólinn getur skipulagt íslenskunámskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir; allt eftir þörfum starfseminnar. Athugið með styrki stéttarfélaga, þeir eru oftast 75% af þátttökugjaldi. Please note that the Union´s grant could cover a part of course fee/rate; usually 75%. Związki zawodowe dofinansowują kursy, najczęściej 75 % kosztów, ale po ukończeniu kursu.

Kennarar á Norðurlandi vestra.

LEIÐBEINANDI

Sara Níelsdóttir, framhaldsskólakennari í tungumálum.

39.500 KR. 40 KLST. EÐA 60 KEST.

LÝSING: Í Íslensku fyrir útlendinga er boðið upp á þrjú þyngdarstig. Á öllum stigum er lögð mikil áhersla á talað mál. Emphasis on spoken Icelandic. Texts for beginners and the topics deal with the daily life in the community and Iceland. Three levels: Level 1 (60 lessons) is for complete beginners. Level 2 (60 lessons) and level 3 (60 lessons) are for more advanced students. Level 3 includes Icelandic grammar. HVAR: Á Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

39.500 KR. 40 KLST.

Námskeiðið er ætlað þeim sem geta talað íslensku í daglegu lífi. LÝSING: Í þessum áfanga er lögð áhersla á talað mál og aukinn orðaforða. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg á Sauðárkróki. HVENÆR: Námskeiðið hefst eftir miðjan október. Kennt 2 klst. í senn, einn dag í viku. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Íslenska fyrir útlendinga 3 Blönduós LEIÐBEINANDI:

Anna Margret Sigurðardóttir, grunnskólakennari.

Íslenska fyrir útlendinga level 1, 2, 3 og 4. LEIÐBEINENDUR:

Íslenska fyrir útlendinga 4 Sauðárkrókur

39.500 KR. 40 KLST.

Námskeiðið er ætlað þeim sem geta talað íslensku í daglegu lífi. LÝSING: Í þessum áfanga er lögð áhersla á talað mál og aukinn orðaforða. HVAR: Í Blönduskóla á Blönduósi. HVENÆR: Námskeiðið hefst 20. nóvember. Kennt 2 klst í senn, mánudaga og fimmtudaga í 10 vikur. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Íslenska fyrir útlendinga 1 byrjendur - Hvammstangi LEIÐBEINANDI:

Sigrún Þórisdóttir, sérkennari og náms- og starfsráðgjafi.

39.500 KR. 40 KLST.

Námskeiðið er ætlað byrjendum í íslensku.

Íslenska fyrir útlendinga 2 Sauðárkrókur LEIÐBEINANDI:

Sara Níelsdóttir, framhaldsskólakennari í tungumálum.

39.500 KR. 40 KLST.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einhverja undirstöðu

LÝSING: Farið er í stafrófið og framburð. Grunnorðaforði, úr daglegu lífi, er æfður með mjög einföldum setningum. Nemendur læra að segja svolítið frá sér, að spyrja einfaldra spurninga og að skilja mjög létta texta. HVAR: Í fjarnámsstofunni á Hvammstanga. HVENÆR: Þegar lágmarksfjölda er náð. Kennt er 2 klst. í senn, tvo daga í viku í 10 vikur. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

LÝSING: Unnið með þætti sem tengjast daglegu lífi og starfi einstaklingsins til að auka orðaforða hans. Lögð er áhersla á að þátttakendur geti gert sig skiljanlega og tekið þátt í einföldum samræðum um dagleg málefni. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg á Sauðárkróki. HVENÆR: Námskeiðið hefst eftir miðjan október. Kennt tvo daga í viku, 2 klst. í hvert sinn í 10 vikur. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Námsgögn eru innifalin í námskeiðsverði.

9


VIÐTAL við Ólafur Björn Stefánsson nemanda Farskólans

„Sagðist aldrei ætla í skóla aftur“ Farskólinn tók viðtal við Ólaf Björn Stefánsson, pípulagningarmeistara sem hefur reynslu af raunfærnimati og námi í Farskólanum. Ólafur er fæddur árið 1971. Hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Foreldrar hans eru Stefán Skarphéðinsson og Ólína Rögnvaldsdóttir. Hann er giftur Helgu Daníelsdóttur og saman eiga þau soninn Stefán Jón sem er 13 ára. Fyrir á Ólafur dótturina Ólöfu Rún og Helga á þrjár dætur; Hildi, Hörpu og Halldóru. Hver eru þín helstu áhugamál? „Áhugamál mín voru hestamennska og flestar íþróttir. Í dag stunda ég golf og vinn í kringum körfuboltadeild Tindastóls og fer mikil tími á veturnar í það“, segir Ólafur. Fórst þú snemma út á vinnumarkaðinn? „Ég fór að vinna í fiski þegar ég var í Gaggó. Þaðan lá leið mín á sjóinn og ég var á sjónum meira og minna fram yfir þrítugt en þá fór ég í land og fór að vinna við pípulagnir“, segir Ólafur og bætir við að hann hafi unnið við þær síðan. Hvernig var skólagangan? „Mín skólaganga hefur alltaf verið erfið. Ég byrjaði í fjölbraut eftir gaggó en hætti fljótt, þar sem lesblindan var mér erfið. Þegar ég var 23 ára fór ég í Fiskvinnsluskólann á Dalvík. Þar gekk námið ágætlega nema tungumálin, íslenska, enska og danska. Allt annað slapp þokkalega. Ég hætti þar án þess að klára

10

Ólafur Björn Stefánsson MYND: ÚR EINKASAFNI

og á því stigi hélt ég því fram að ég gæti ekki lært og sagði við sjálfan mig að ég yrði sjómaður og ég skildi bara vera stoltur af því“, segir Ólafur. Á þessum tíma upplifði hann sig sem „aumingja sem gæti ekki lært“. Upp úr 1996 var skipinu sem Ólafur var á lagt og þá ákvað hann að fara í land og vinna almenna verkamannavinnu. Hann flutti suður og byrjaði að vinna hjá Samskip á lyftara. Anton Kjartansson bauð honum síðan vinnu hjá sér við byggingar. Þar voru smiðir og píparar í vinnu. Fyrsta árið vann Ólafur við smíðar en var svo færður yfir í pípulagnir.

„Þá fóru hlutirnir að breytast hjá mér, mér fannst þetta mun skemmtilegra og fjölbreyttara og ég var að fíla vinnuna í tætlur“, segir Ólafur. „Ekki það að ég væri að fara að læra pípulagnir, nei, ég var enn á þeirri skoðun að ég gæti ekki lært“, bætir hann við. Einn dag í maí árið 1999 kom Anton, vinnuveitnandi Ólafs með blað og sagði honum að skrifa nafnið sitt á það. Þetta var samningur í pípulögnum. „Einmitt, einn skóli í viðbót“. Ólafur neitaði í fyrstu að skrifa undir samninginn því hann ætlaði ekki að fara að læra neitt en lét á endanum undan þrýstingnum frá Antoni. „Í

heilt ár var þessi samningur að poppa upp í hausnum á mér. Ég var á samningi í pípulögnum og hvað ætla ég að gera í sambandi við það? Haustið 2000 lét ég loks slag standa og skráði mig í dagskóla hjá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Ég náði nokkrum fögum en féll í ensku og íslensku, eina ferðina enn“, segir Ólafur og „hætti með það sama og sagðist aldrei ætla í skóla aftur“. Árið 2005 flutti Ólafur heim á Sauðárkrók með fjölskylduna og fór að vinna hjá Jóni Geirmundssyni, pípulagningameistara. Síðar fór hann að vinna í byggingarvörudeild KS.


Einn daginn kom Aðalheiður Reynisdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Farskólanum í heimsókn. „Hún sagði við mig: „Óli, þú þarft að fara að læra“. Ég hristi bara hausinn og sagði bara nei. Heiða hlustaði ekki mikið á það og spyr mig hvað ég vilji læra“ segir Óli. Hann sagði Heiðu að hann langaði að læra pípulagnir. „Ókey, flott“, sagði Heiða þá. „Viltu ekki koma á kynningu í Farskólanum í kvöld, þar sem kynna á raunfærnimat?“. Ólafur fór á kynninguna og skráði sig í raunfærnimat í pípulögnum. Hann fékk meira en helminginn af náminu metinn en eftir sátu tveir áfangar í ensku og einn í dönsku. Óafur segist hafa hugsað: „Einmitt, frábært, og ég sem get ekki lært“. Heiða benti Ólafi á að skrá sig í vottuðu námsleiðina „Nám og þálfun í almennum bóklegum greinum“ hjá Farskólanum. Ólafur segir að

„námið byggi á mætingum og verkefnaskilum í tímum og heima, en engum formlegum prófum. Þarna gekk allt upp hjá mér. Þessi kennslu-fræði smell passaði fyrir mig og þarna stundaði ég nám með fólki sem átti við svipuð vandamál og maður sjálfur, það er lesblindu og prófgeðbilun“, eins og Ólafur orðar það. Eftir að náminu í Farskólanum lauk árið 2014 fór Ólafur suður í Iðnskólann í Hafnarfirði og lauka þaðan sveinsprófi í pípulögnum og meistaranámi í pípulögnum lauk hann frá Tækniskólanum vorið 2017. Eitthvað sem þú vilt deila með okkur að lokum? „Farskólinn er klárlega skóli fyrir fólk sem hefur einhverja löngun til að fara að mennta sig“, segir Óli. „Jafnvel fyrir þá sem eru búnir að

Raunfærnimat Ertu með langa starfsreynslu, orðin/nn 23 ára og með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu og langar að ná þér í starfsréttindi? Þá er raunfærnimat hugsanlega fyrir þig? Árið 2017 leggur Farskólinn áherslu á raunfærnimat á móti námskrá fyrir verslunarfulltrúa, iðngreinar og á móti námskrá á hestabraut hjá FNV. Sandra Hilmarsdóttir, ráðgjafi veitir allar nánari upplýsingar í síma 455 – 6160. afskrifa sig sem menntaða manneskju. Farskólinn kom mér klárlega af stað og án hans væri ég ekki meistari í pípulögnum“, segir Ólafur að lokum.

Menntun er málið – átt þú rétt á styrk? Viltu sækja þér aukna fræðslu, framhalds- og háskólanám, tungumálanám, tölvunámskeið, aukin ökuréttindi tómstundanám og allt starfstengt nám, auk ýmissa annarra námskeiða ? Ef þú ert félagsmaður í Stéttarfélaginu Samstöðu og hefur greitt til félagsins í a.m.k. sex mánuði af síðustu tólf áttu rétt á styrk úr starfsmenntasjóðum þeim sem Samstaða er aðili að. Leitaðu upplýsinga hjá félaginu um réttindi þín .

Félagsmenn stéttarfélaga eiga rétt á styrkjum vegna náms eða námskeiða sem þeir stunda. Aldan stéttarfélag á aðild að eftirtöldum sjóðum: Landsmennt fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði, Sveitamennt fyrir starfsmenn sveitafélaga, Sjómennt fyrir sjómenn og Ríkismennt fyrir ríkisstarfsmenn.

Nú er tækifæri til að skella sér í námið sem þig hefur alltaf langað í! Kynntu þér málið á skrifstofu stéttarfélaganna

& 452 4932 og 451 2730

BORGARFLÖT 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 5433

11


Styrkur þinn til náms

Þín leið til fræðslu

Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni.

Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni.

Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is

Landsmennt

Sveitamennt

Menntun skapar tækifæri

Átt þú rétt á styrk ?

Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Ríkismennt 12

Sjómennt

Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is

Namsvisir haust 2017  

namsvisir

Namsvisir haust 2017  

namsvisir

Advertisement