Framhaldsskólablaðið: tb.1 2022-2023

Page 1

Hvar eru
1. tölublað skólaárið 2022-2023 • Gefið út af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema • Dreift frítt í alla framhaldsskóla landsins OKTÓBER 2022 Bls. 15 Bls. 18 Bls. 19Bls. 4 Fatamerkið: QUARANTINE Sumarstörf æskulýðsins
aðgerðirnar? Framhaldsskólablaðið Hvaða skiptinám ertu? Íslenska Myndasögusamfélagið Formaður og varaformaður Íslenska Myndasögusamfélagsins, þau Atla Hrafney og Einar Valur Másson, ræða um myndasögulandslagið á Íslandi, Disney, myndasögusultur og margt fleira. Síða 8
Námsmannaíbúðir til leigu Byggingafélag Námsmanna hefur til leigu einstaklings-, par- og fjölskylduíbúðir í Reykjavík og Hafnarfirði, fyrir námsmenn. Stærðir íbúða eru á bilinu 40-70 fermetrar. Hagstætt leiguverð og góð þjónusta umsjónarmanna sem unnt er að kalla til ef eitthvað þarf að laga. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.bn.is eða á skrifstofu félagsins að Skeifunni 19, 4.hæð, s. 570-6600. Opið frá 10.00 – 14.00 alla virka daga.

Gríptu tækifærin án takmarkanna!

Spennandi tímar eru framundan fyrir framhaldsskólanema sem nú hefja nýtt skólaár án takmarkana. Í öllum skólum er loksins að finna mikið líf og fjör, nýnemar mæta á fyrstu böllin sín og nemendaráð fylla viðburðardagatalið eins og aldrei fyrr. Í raun er ekki til betri tími en í dag að vera nýnemi í framhaldsskóla, því miður er ekki sagt það sama við þau sem hefja þriðja og síðasta skólaárið sitt. Fyrstu og einu námsárin þeirra einkenndust af fjarkennslu, grímuskyldu og samkomutakmörkunum. Við sem tilheyrum þessum hóp fáum aldrei þessi ár aftur og tækifærin sem með þeim voru, en það er svo ótalmargt sem við lærum á framhaldsskólaárunum sem ekki er lesið í bók.

mál. Einnig vil ég nýta tækifærið og hvetja öll til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Það er fjöldinn allur af félagasamtökum og ungliðahreyfing um virkum á landinu öllu sem hafa fjölbreytta starfsemi fram að bjóða.

Að taka þátt í nemendaráði og sitja í stjórn félagasamtaka er virkilega gaman, reynsla sem fylgir í kjölfarið er ótrúleg. Tengslanetið mitt hefur þre faldast, sýn mín hefur víkkað og hef ég eignast frábæra vini ásamt því að taka virkan þátt í samfélagsumræðunni. Það er mikilvægt að halda því til haga að framhaldsskólaárin snúast ekki aðeins um námið sjálft, heldur mótun sjálfs mynd okkar, að finna skoðanir sem rýma við gildin okkar, taka ákvarðanir sem leggja línurnar fyrir framtíðina og komast af því hver við erum sem einstaklingar.

En ekki örvænta! Ef þú upplifir

Sumarstörf æskulýðsins

Lengi vel hafa íslensk ungmenni unnið á sumrin. Oftar en einu sinni hefur fullorðin einstaklingur hneykslast á kvarti og kveini yngri kynslóðarinnar. Þau rifja jafnvel upp stritið sem fylgdi þeirra sumarvinnu. Oft voru þetta líkamlega krefjandi störf og langir vinnudagar. Með bættum reglum um vinnutíma barna og almennri virðingu fyrir tilvist þeirra hafa sumarvinnur breyst örlítið. En þá myndast spurningin: hvað voru ungmenni að starfa við í sumar?

Nína

Nína er annars árs nemi á opinni braut í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Mik ilvægasta áhugamálið í hennar lífi er að teikna, en hún hefur gert það í mörg ár. Fyrir utan það spilar hún á gítar og hefur gaman af tónlist. Auk þess les hún mikið. Undanfarið rýnir hún mestmegnis í klass ískar bókmenntir en hún hefur einnig reynt að glugga í bækur um vísindi og sögu. Í sumar starfaði hún á hjúkrunarheim ilinu Grund. Hún útskýrir hvers vegna hún sótti um þá vinnu, en þetta voru ekki bernskudraumarnir að rætast. ,,Ég var svolítið sein að sækja um og þetta var það eina sem var í boði.” Áður en hún byrjaði sá hún aðallega fyrir sér að bursta tennur í fólki og skeina því, sem var ekkert sér lega heillandi. ,,Mér fannst ábyrgðin þung, einhvern veginn,” segir Nína. Hún greinir frá því hvernig tannburstinn og klósett pappírinn vandist hratt en ekki ábyrgðin sem hvílir á manni. ,,Maður þarf að leysa verkefni allt í einu, alltaf. Það er stöðugt. Maður fær ekki break.”

Hún útskýrir að það felst margt í starfs lýsingunni. ,,Ég hjálpa fólki á fætur. Ég set það í fötin. Það er mikið farið með þeim á klósettið. Maður þarf að hafa til fyrir máltíðir og gengur frá eftir máltíðir. Og svona, sjá um fólkið í millitíðinni. Passa að allt sé fyllt á, taka ruslið. Koma fólki í háttinn síðan.” Þótt það sé mikið að gera telur Nína þetta afskaplega þroskandi starf. ,,Ég finn mig þroskast bara á meðan ég geri þetta.” Hún nefnir einnig að starfið styrkir samskiptahæfni og bæti kunnáttu í heimilisstörfum. Nína nefnir að það séu einnig gallar við starfið. ,,Maður þarf að vera mjög meðvitaður um umhverfið sitt, sem ég er ekki mjög góð í.” Hún nefnir einnig að álagið er margbreytilegt; annað hvort er brjálað að gera eða allt pollrólegt.

,,Mér finnst að allir ættu að prófa starfið einhvern tímann um ævina,” segir Nína sem mælir eindregið með starfinu. ,,Maður lærir alveg rosalega mikið.” Hún minnist á að fleiri mættu hlusta á íbúa á hjúkr unarheimilum. ,,Að maður sé ekki bara að búast við því að það sé eitthvað ruglað [...] Líka að það sé gert meira úr því að láta þeim líða þæginlega.”

Að sumrinu loknu hélt Nína aftur í skól ann. Samhliða skólanum teiknar hún mikið. Það er hægt að nálgast listina hennar Nínu á @ninarnartt á Instagram.

framhaldsskólaárin öðruvísi, mundu að lífið heldur áfram, vinirnir koma og ævintýrin bíða þín.

Að lokum er ég með nokkur ráð Til þeirra sem að eru að taka sín fyrstu skref í skólagöngunni segi ég taktu þátt, stígið út fyrir þægindara mmann og njóttu lífsins!

Til eldri nemenda, segi ég það sama Til nemendafélaganna, haldið áfram að vinna þá stórkostlegu vinnu sem þið gerið fyrir samnemendur ykkar. Munum svo að passa vel upp á hvort annað, sína samstöðu, grípa tækifærin, koma vel fram við náung ann og síðast en ekki síst - hafa gaman!

Andrea Jónsdóttir, Forseti Fram kvæmdastjórnar Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema

Mér hefur alltaf fundist starfið hjá UN Women ótrúlega flott Sólveig

Ég hjálpa fólki á fætur. Ég set það í fötin. Það er mikið farið með þeim á klósettið Sólveig

Sólveig

Sólveig er átján ára og stundar einnig nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún tekur virkan þátt í félagslífinu þar. Til að mynda er hún oddviti í skólablaðinu Beneventum. Auk þess skrifar hún smá sögur og ljóð í frítíma sínum.

,,Mér hefur alltaf fundist starfið hjá UN Women ótrúlega flott,” segir Sólveig, ,,og mér hefur alltaf langað að gera eitthvað til þess að hjálpa heiminum.” Sólveig sá starfsauglýsingu á Alfreð og leist strax vel á starfið, enda hefur hún mikinn áhuga á kvennréttindum. Starfið fólst í sér að stöðva gangandi vegfarendur og kynna fyrir þeim starf UN Women. ,,Og reyna auðvitað að láta þau gerast ljósberar,” bætir hún við. Ljósberar eru mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna og fjármagna verkefni í yfir þrjátíu löndum. Sólveig nefnir einnig að þótt fólk sé ekki tilbúið að styrkja er einnig gefandi að fræða fólk sem jafnvel þekkir ekki starfið. ,,Fræi var sáð,” segir hún.

Sólveig segir að starfið hafi verið öðru vísi en hún gerði upprunalega ráð fyrir. ,,Þegar ég sótti um starfið sá ég ekki ‘götu kynnar’; ég sá bara UN Women.” Hún sér þó ekki eftir því að hafa reynt á þetta. ,,Fyrstu vikurnar voru auðvitað svolítið óþægilegar af því að ég hef aldrei starfað við neitt svona áður. En núna er þetta bara ekkert mál. Ég myndi segja að þetta starf hafi líka bara hjálpað mér í skólanum. Ég þori að tala við kennarana mína á ensku

og þori að spyrja spurningar og svona.” Sólveig ætlar að starfa í úthringiveri UN Women með skóla í vetur. Sem gefur ef laust til kynna að þetta hafi verið jákvæð upplifun.

Það eru bæði kostar og gallar við þetta starf eins og hver önnur. ,,Maður er að vinna með skemmtilegu fólki,” segir Sól veig. Hún nefnir að þetta sé einstaklega lærdómsríkt ferli. En á móti kemur getur starfið tekið á andlega. ,,Maður þarf að vera svo meðvirkur og það geta komið slæmir dagar. Maður getur mætt rosalega dónalegu fólki. En oftast er fólkið bara dónalegt af því að það hefur tækifæri til þess.” Hún nefnir einnig að það hafi verið erfitt að kveðja samstarfsfólkið sitt eftir sumarið.

Þótt sumarið sé búið er alltaf hægt að gerast ljósberi. Sólveig hvetur alla sem eru átján ára og eldri (og hafa tök á því) að skrá sig á unwomen.is.

Fyrir utan hjúkrunarheimili og götu kynningar er gífurlegt úrval af störfum í boði fyrir ungt fólk: ísbúðir, verslanir, lagerstörf, sundlaugar og malbikun. Síðan er hægt að þjóta um bæinn með varning, vinna í jafningjafræðslunni, unglinga vinnunni eða jafnvel bakaríi. Sumir eru ef til vill í fleiri en einu starfi. En svo er ekkert að því að njóta bara sumarsins. Áður en þú veist af skríður haustið inn í líf okkar allra. Kannski er betra að vera reiðubúin fyrir næstu áskorun - skólaárið 2022-2023.

" Höfundur: Andrea Jónsdóttir En samt sem áður, verður því ekki breytt og mikilvægt að nemendur sem hafa lítinn tíma eftir til að sanka að sér öllu sem stendur til boða. Nemendafélög skólanna halda úti öflugu félagslífi þar sem allir geta mátað sig í hin ýmis nefndarstörf og kynnst öðrum með sömu áhuga
4 | Framhaldsskólablaðið O KTÓBER 2 022
Nína Sólveig

Hnattræn hlýnun og loftslagsbreytingar vofa yfir okkur. Hver fréttin eftir annarri um þurrka, skógarelda og hitabylgjur í Evrópu fylla netheim okkar og varúðaróp vísindamanna eru orðin veruleiki. Hnattræn hlýnun er ekki fjarlægt krísuástand framtíðar eða komandi kynslóða, hún er orðin hætta í okkar daglega lífi.

Þrátt fyrir það mætir ungt fólk tregðu stjórnmálafólks og stórfyrirtækja frekar en vilja til gjörða og aðgerða. Loforðin sem okkur eru gefin eru langt í frá nóg til að afstýra eða draga úr þessari hættu. Þau eru sjaldnast efnd hvort eð er. Þessi öfl gegn baráttunni geta virst sem himinhár múr sem ekki er hægt að klífa, brjóta eða komast í hjá. En við höfum ekki annan kost en að grípa skeiðarnar og skrapa holu í gegnum múrinn, hversu lengi sem það má taka. Ef margar hendur með skeiðar skrapa saman gætum við brotist í gegn áður en það verður um seinan.

En í þessu nýrra, umhverfisvænna og grænna lífi bíða okkur margar breytingar. Það verður fátækara, fábreyttara og að mörgu leyti erfiðara en líf okkar í dag. Við munum borða einsleitari mat. Við munum ferðast sjaldnar til útlanda, líklegast í færri en lengri ferðir í einu á nokkurra ára fresti í stað helgarferðar í borgum eða vikufrís á Tenerife á hverju eða öðru

hverju ári. Færri munu eiga bíla en þess í stað nýta almenningssamgöngur, ganga hjóla eða samnýta bílanna. Við munum kaupa færri raftæki og eiga þau lengur. Við munum búa í minni húsum og íbúðum.

Hljómar ekki sérlega vel, er það? Ég get lofað ykkur því að mörg munu kvarta og kveina yfir þessu fábreyttu og fátæklegu lífsskilyrðum. En þetta eru lífsskilyrði sem stór hluti mannkyns lifir þegar við. Fáar þjóðir neyta og

eyða jafn miklu og Íslendingar. Við þurfum að stórlega minnka neyslu okkar á öllum sviðum lífs okkar til frambúðar. Þetta er fórn sem við þurfum að færa.

Það er hrein og bein lygi að þetta sé algjörlega á okkar ábyrgð. Jafnvel þótt við öll myndum minnka neyslu okkar yrði það ekki nóg ef aðeins hið ríkasta 1% heimsins héldi áfram sínum lífsstíl. Alþjóðleg stórfyrirtæki, flest hver í eigu 1 prósentsins, eru

helstu sökudólgar umhverfishamfara nútímans. En þessi stórfyrirtæki þjóna þó okkur, hinum almenna neytanda. Þegar þau minnka við framleiðslu sína munum við þurfa að sætta okkur við öðruvísi þægindi en við erum vön. En í þessu felst líka viðhorfsbreyting. Við munum ekki búa við „minni“ þægindi heldur „öðruvísi þægindi“. Við munum búa í grænni borgum. Við munum njóta félagskapar hver annars í stað hluta, við munum

borða hollari og grænni mat, við munum hægja á ofurhröðu lífi okkar, vinna minna og skapa persónu okkar og manngerð úr frá okkur sjálfum í stað eigna og tískuvara. En helstu lífsgæðin verða í því að plánetan okkar virki, að lífsviðurværi okkar verði áfram til staðar, að veðrin verði góð og jörðin okkar byggileg. Ég er til í að fórna lífsháttum okkar í dag fyrir nýja lífshætti framtíðar. En hvað með þig?

Framhaldsskólablaðið | 5O KTÓBER 2022
Að vaxa niður á við og lifa minna Hjöðnun Opnum snemma lokum seint Á morgnana, í hádeginu, á hraðferð heim eða í kvöldsnar lið... við erum til staðar fyrir þig! Ný og spennandi tilboð í hverri viku og alltaf girnilegt Combo tilboð sem þú getur gripið með.

Moss endurholguð

Helga Gunnarsdóttir
MYNDIR O KTÓBER 2 022
Framhaldsskólablaðið | 7O KTÓBER 2022

Íslenska Myndasögusamfélagið

Viðtal við formann og varaformann Íslenska Myndasögusamfélagsins, þau Ötlu Hrafney og Einar Val Másson.

" Embla Waage

Í Nóa Síríus Stúdíó Podcaststöðvar innar sátu ritstjórar Framhaldsskóla blaðsins andspænis formanni og varaformanni Íslenska Myndasögu samfélagsins, þeim Ötlu Hrafney og Einari Vali Mássyni. Í kjölfarið hófust samræður um myndasögulandslagið á Íslandi, Disney, myndasögusultur og margt fleira.

Atla Hrafney er formaður Íslenska Myndasögusamfélagsins og hefur unnið í myndasögugeiranum í um átta ár. Hún er auk þess ritstjóri á vefútgáfu sem heitir Hiveworks Comics. Einar Valur Másson er varaformaður Ís lenska Myndasögusamfélagsins. ,,Ég er líka búin að vera í myndasögum í átta ár,” byrjar hann. ,,Nei, ég ætla að segja níu ár, bara til þess að vera á undan þér.” Hann er auk þess meðhöfundur Bruce the Angry Bear með Jonathan Duffy. Sagan greinir frá Bruce sem er stór, rauður og loðinn samkynhneigð ur maður sem lendir í miklum æv intýrum í borginni Gaykjavík. Hægt er að nálgast Bruce the Angry Bear á https://gayiceland.is/bruce-angry -bear/

Myndasögusultur og hittingar: Fyrst og fremst góður félagsskapur Þegar þau eru spurð um sín fyrstu kynni tekur Atla af skarið: ,,Það var félag sem hét LÍM sem var Lista hátíð íslenskra myndasöguhöfunda. Áður en við hittumst, það var svona 2016, þá ákveða þau að gera ein hverja svona pop-up hittinga.” Hún útskýrir að það stóð til að setja upp sölubása í þeim tilgangi að byggja sambandið aftur upp. ,,Það verkefni fór í annan farveg,” bætir hún við. En á þessum hittingum kynnast nokkrir höfundar, þar á meðal Atla og Einar.

Þau sköpuðu sinn eigin vettvang sem kallast myndasögusultan. Sultan er fyrst og fremst vettvangur fyrir fólk

sem hefur áhuga á myndasögum. Þau hittast oftast á Loft hostel og skapa myndasögur í góðum félagsskap. Áherslan er fremur á félagsskapnum heldur en sölu á verkunum. ,,Það an af byrjuðum við að vinna saman mánaðarlega.” Einar útskýrir að þau tóku öðru hvoru myndasöguhöfunda í viðtal. ,,Svo september 2019, þá bauðst þú [Atla Hrafney] mér og nokkrum öðrum myndasöguhöfund um til Finnlands í myndasöguver kefni þar, í Helsinki.” Þar sáu þau hvernig hægt væri að skipuleggja og hátta myndasögusamfélagi. Einar minnist þess hvað það var skemmti legt að vera í félagsskap og samstarfi með fólki sem hefur brennandi áhuga á því sama og þú.

Þau nefna fleiri verkefni. Til að mynda eru þau, í samstarfi við Borg arbókasafnið, með eigin anime-klúbb fyrir börn og ungmenni. Atla útskýr ir fyrirkomulagið: ,,[Klúbburinn] er tengdur japanskri menningu, mynda sögu- og teiknimyndamenningu. [...] Þetta byrjaði sem einu sinni í viku en er núna tvisvar sinnum. Þau semsagt hittast hjá okkur og spjalla saman, horfa saman á teiknimyndir. Við erum komin með prívat svona manga bóka safn innan í bókasafninu sem við erum með aðgang að og höfum keypt fyrir þau..” Hér er sérstaklega verið að vitna í bókasafnið í Gerðubergi og Grófinni en samtals eru um sex klúbbar. Auk þess eru fleiri bókasöfn að undirbúa sínar deildir. ,,Þetta virðist vera að stækka,” segir Atla.

Duttu óvart í eins konar forvarnarstarf Þau minnast á óvænt hlutverk sem stóð skyndilega frammi fyrir þeim. ,,Þá erum við búin að nálgast tán inga sem eru alltaf að teikna, alltaf að gera eitthvað svona og eru jafnvel í einhverjum áhættuhópum. [...] Við vorum að byrja þetta sem félag sem ætlaði að hittast og krota og eitthvað

svona. Allt í einu er ég byrjuð að díla með krakka sem eru með vandamál þegar kemur að fjölskyldum eða þegar kemur að skóla eða jafnvel sjálfsskaða,” segir Atla. Einar bæt ir við: ,,Þetta byrjaði sem eitthvað athvarf fyrir svona unglinganörda. Svo bara, úps. Allt í einu ertu kom in í eitthvað forvarnarstarf. [...] Við verðum að hjálpa þessum ungling um.” Þetta hlutverk má rekja til upp haf klúbbsins. ,,Manneskjan sem bjó þetta til, fyrsti klúbburinn, bjó þetta til fyrir dóttur sína út af því að hún var bara í 10. bekk og var í anime og það var enginn sem vildi spjalla við hana eða neitt svoleiðis. Núna eru þetta bara orðnir sex klúbbar,” útskýrir Atla. Uppsigling í myndasögulandslaginu Íslenska myndasögulandslagið hef ur verið í uppsiglingu á undanförn um árum. Til dæmis hefur útskrift arverkefnum úr Myndlistaskólanum í Reykjavík tengdum myndasögum fjölgað til muna. Þó finnast viss at riði sem mætti bæta. ,,Það er mynda söguhöfundur sem heitir Pétur Atli Antonsson,” byrjar Atla. ,,Hann að allega myndskreytir þessa dagana,” skýtur Einar inn. ,,Hann myndskreytti kápurnar á nýjustu útgáfunum á Artemis Fowl sem voru endurútgefnar þegar myndin kom út. Þarna, Disney myndin sem engin man eftir,” heldur Atla áfram. Þessar útgáfur urðu síðar þýddar yfir á íslensku. Auk þess skap aði hann kápurnar á nýju Star Wars bókunum. ,,Hann býr hér á Íslandi og það hefði verið núll mál að senda honum eitt e-mail eða eitt messenger skilaboð og segja: ,,hey, viltu koma og teikna Artemis Fowl karaktera” eða vera með lítinn viðburð. En það varð aldrei gert.” Atla minnist á hvað þetta er einkennilegt. Við erum með íslenskan höfund sem myndskreytti bækur með gífurlega stóran og ungan aðdáandahóp; höfund sem var aldrei haft samband við. ,,Íslenskir útgef

endur tóku ekki eftir honum fyrr en Disney fór að ráða hann. Sem er svo sem skiljanlegt af því að… Disney fór að ráða hann,” bætir Einar við. ,,Þetta fjallar meira um samstarf milli lista manna, höfunda og útgefenda; sem gæti kannski verið betra þegar kemur að samskiptum við almenning. Ég held að það sé það stærsta sem gæti orðið betra.” Hægt er að nálgast verk Péturs Atla Antonssonar á https://www.art station.com/artwork/rR0GDE.

Leðurblökumaðurinn eða Batman? Við skiptum í umræður um ís lenska tungumálið - á það heima í myndasögum? Atla minnist á tvær myndasögur sem voru tilnefnd ar til þýðingaverðlauna í ár: ,,það var Eldhugar í gegnum Forlagið og Hundmann; nýjasta Hundmann bókinn.” Hún nefnir að þeir sem eru að þýða mest (eins og Forlagið til dæmis) séu ekki með nákvæma mynd hvernig myndasögulandslagið lítur út á Íslandi. Auk þess eru fleiri hindranir. Í dag er ein vinsælasta myndasagan My Hero Academia, en þær eru um tuttugu og fimm talsins. ,,Bók númer eitt er að seljast geðveikt mikið, alveg í milljóna tali á ensku. En ef við minnkum þetta niður á Íslandi og verðum geðveikt bjartsýn: fimmtán þúsund eintök [...] Það er bara ekki raunhæft fyrir þau að gefa út nákvæmlega þessar bækur sem táningar eru að lesa. Þetta er aðal tegund myndasagna sem þau eru að lesa núna á Íslandi. Þau bara eiga ekki tök á að þýða þetta nema þau fái pening annars staðar: í gegnum ríkið, í gegnum bæjarstjórn. Sá pen ingur er ekki til útaf því að ríkisstjórn veit ekki af þessum þörfum.” Einar bætir við: ,,Það er erfitt að einmitt þýða efni, sérstaklega fyrir svona rosalega lítinn markhóp eins og er á Íslandi. Svo ofan í það ertu að minnka þetta niður í fólk sem hefur

áhuga á myndasögum. Svo fer það auðvitað eftir því hver myndasagan er, hvort fólk hafi áhuga á henni. Svo getur þetta líka verið bara rosa þjált að þýða svona hluti. Batman er mjög cool en Leðurblökumaðurinn - það getur verið svolítið erfitt að kaupa hann.” Þau nefna einnig aðgang að prentiefni, en þetta er afskaplega dýrt á Íslandi.

,,A picture is worth a thousand words”

Það er margt sem gerir myndasöguna alveg einstaka. Atla og Einar þekkja það betur en margir. ,,Ég er núna að vinna þýðingarvinnu á Und erstanding Comics, þar sem einmitt, Scott McCloud talar um að það er ákveðin galdur sem að gerist á milli myndanna í myndasögublaðinu,” segir Einar. ,,Við sjáum staka mynd, síðan sjáum við aðra staka mynd og einhvern veginn er það lesandinn sjálfur sem skapar hvað gerist á milli þessara tveggja ramma [...] Við sköpum söguna í samræmi við myndasöguhöfundinn.” Atla útskýrir að með blað og blýanti getur þú tjáð tilfinningar sem er mun erfiðara að tjá í rituðu máli. ,,Orðatiltakið ,,a picture is worth a thousand words” kemur til greina.”

Það er mikil synd að vanmeta myndasöguna. Fyrir áhugasama lesendur má kynna sér Myndasögu samfélag Íslands á https://myndasog usamfelag.squarespace.com/. Auk þess finnast þau á Facebook og Messenger sem @islenskamyndasogusam felagid. Við hvetjum lesendur að hlusta á restina af viðtalinu á Spotify. Hægt er að skanna Spotify kóðan til þess að hlusta á Hlaðvarp Framhalds skólablaðsins.

VIÐTAL O KTÓBER 2 022

Við erum mörg hver afar meðvituð um ástandið í loftslags- og umhverfismálum. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar minna okkur stöðugt á hamfarahlýnun, súrnun sjávar og hverfandi jökla. Upplýsingaflóðið getur verið mjög yfirþyrmandi – jafnvel svo yfirþyrmandi að þegar tilfinningin um að gera eitthvað hellist yfir okkur þá vitum við ekki hvar við ættum einu sinni að byrja. Góðu fréttirnar eru þær að það eru margar mismunandi leiðir til þess að taka þátt og leggja hönd á plóg í baráttunni. Þess vegna höfum við tekið saman nokkrar einfaldar og praktískar hugmyndir fyrir áhugasama byrjendur í umhverfisverndarmálum. Við hvetjum þig til þess að skoða hvort þú finnir ekki eitthvað áhugavert á honum!

D Spyrja kennara eða skólastjóra um hvernig skólinn þinn leggur sitt af mörkum

D Skrifa þingmönnum og ráðherrum bréf

D Ræða við þitt nánasta fólk um náttúruvernd og loftslagsmál og um allar þær tilfinningar sem koma upp í tengslum við þá þróun sem er að eiga sér stað

D Lesa bækur eða greinar, hlusta á erindi og kynna sér málin

D Skrifa skoðanagrein í fjölmiðla

D Ganga í (eða stofna!) umhverfisverndarfélag í skólanum – kannaðu stöðuna hjá nemendafélaginu þínu

D Taka þátt í loftslagsverkfallinu á Austurvelli alla föstudaga klukkan 12:00

D Ganga í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks og setja loftslagsmálin á dagskrá

D Skapa list sem vekur athygli á mikilvægi umhverfisverndar og loftslagsmála

D Skipuleggja málfund eða fyrirlestra um loftslags- og/eða náttúruverndarmál með nemendafélaginu þínu

D Skrá sig í félög á borð við Landvernd og Fuglavernd og taka þátt í sjálfboðastarfi

D Spyrja yfirmenn og/eða samstarfsfélaga hvort vinnustaðurinn þinn hafi stefnu í umhverfismálum

D Eyða tíma í náttúrunni! Við erum svo heppin með að eiga enn nóg af fallegri náttúru til að njóta, sem getur bæði róað okkur og gefið orku

D Gerast meðlimur Ungra umhverfissinna og taka þátt í starfinu!

Eins og sjá má er eitthvað í boði fyrir alla – og það er líka allt í lagi að taka bara eitt skref í einu og byrja smátt – svo lengi sem þú heldur svo áfram!

Við á Íslandi búum við einstaka náttúrufegurð sem er mikilvægt að standa vörð um – og aðgengi að hreinu, heilbrigðu og sjálfbæru umhverfi eru almenn mannréttindi. Ef við leggjumst á eitt og gerum hlutina vel getum við líka sýnt alþjóðasamfélaginu hvernig á að gera hlutina.

Það sem skiptir mestu máli er að við sameinumst í krafti fjöldans og notum þennan mátt til þess að þrýsta á fólk í valdastöðum þar til það byrjar að setja umhverfisvernd og mannréttindi í fyrsta sæti. Náttúran á alltaf að vera forgangsmál – ekki bara fyrir þig, okkur og komandi kynslóðir – heldur náttúrunnar sjálfrar vegna.

Ekki hika við að skrifa okkur línu á ungir@umhverfissinnar.is ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur!

A) Þú ert Buzz, býflugan á hunangscheerios pökkunum. Þú ert brosmild og jákvæð manneskja. Þú elskar blóm og að vera úti í náttúrunni. Hunang er það besta sem hefur komið fyrir lífið þitt og þú færð þér það óspart út á

svo tælandi.

oftast nokkuð einhæf

en

og til velurðu svart-gult og hristir aðeins upp í þessu.

B)

ert Tony, Frosties tígrisdýrið. Þú ert með heljarinnar líkama og ert óhræddur/-dd/-tt við að sýna hann. Þú tekur stöðugt myndir af þér og pósar alltaf með þumalinn uppi ( ). Þú horfðir á Dóru sem krakki, sást Benna (bláu kúnna) í þáttunum með doppótta hálsklútinn sinn og hugsaðir með þér: „Jah, ef hann getur pullað hálsklútinn, þá get ég það líka!“ Þú verslar aðeins í heilsuhlutanum af matvörubúðum og ert alltaf í ræktinni, en af og til finnst þér gott að fá þér smá ís. Þú ert massatröll í útliti en algjör bangsi að innan.

C)

Þú ert Sonny, snar klikkaði gauksfuglinn á Coco puffs kassanum. Þú ert í stöðugu geðrofi sem er bæði bölvun og blessun. Lífið er miklu skemmtilegra og viðburðarríkara með þér. Þú ert lífið í partýinu og leiðir Stampa med Leroy af fullum krafti. Fólk þolir þig annaðhvort ekki eða elskar þig. Súkkulaði mun samt alltaf vera þín eina ást. Þú gengur ekki menntaveginn. Þú ert klikkaður listamaður sem hefur engann áhuga á að lifa lífinu inn fyrir einhvern ramma. Þú ert æði-pæði manneskja og skítt með hvað öðrum finnst!

D)

Þú ert Lucky, búálfurinn á Lucky Charms pakkanum. Þú hefur alltaf verið heppinn bæði í spilum og í ástum. Lífið hefur samt ekki verið eintóm rennibraut, þó þú sért sífellt að detta í lukkupottinn, því þú notar lukku þína og æpandi klæðnað í aktívisma. Þú ert oddviti samtaka rauðhærðra og missir aldrei af írskum dögum þar sem að þú hreppir alltaf rauðhærðra sigurinn. Þú ert alltaf að hjálpa fólki með erfiði sín með því að skapa nýjar sykurpúðabragðtegundir.

Morgunkorn, vort lifibrauð er ein besta máltíð dagsins. Það er bragðgott, hentugt á hvaða tíma sem er, á pari við matarpening námsmanna og skemmtilegt að borða. Eins og margir góðir menn segja: ,,Eigi skal hönd skorta Cheerios poka.“ Sjálf var ég alltaf með morgunkornakassa í skápnum mínum í skólanum,

hann?

Að geta talað mannamál, sótt réttarhöld og lent flugvélum

Ofurstyrkur, svona eins og pabbinn í Incredibles

Að geta vakið í 10 daga straight

Vinna alltaf í lottói

lyf tekur þú?

Bara vítamín og lýsi

Stera

Geðlyf

Sykurpúða

" Gabriella Sif Bjarndóttir Einfaldar um umhverfið Karl Helga
Framhaldsskólablaðið | 9O KTÓBER 2022
sem kom sér oft mjög vel. En valið um hvaða morgunkorn skuli hafa gat oft á tíðum verið erfitt, skáparnir í skólanum voru nefnilega svo litlir. Ég man eftir því að hafa gengið um gangana og gramsað í hillunum á morgunkornarökkum hugsandi: „Hvaða kassi talar eiginlega til mín?“ Að lokum komst ég að því að í sálum okkar allra býr ein af fjórum morgunkornapersóna. Til þess að enginn þurfi framar að lenda í þessu og fá ekki búðareigendur upp á móti manni hrópandi: ,,Við lokuðum fyrir 45 mínútum! Viltu gjöra svo vel að velja þér þetta blessaða morgunkorn!“ Tók ég saman þetta litla próf. Niðurstöður eftirfarandi prófs mun segja þér hvaða morgunkornapersóna lifir í hjarta þínu og sálu. Hvar byrja ég?
leiðir til að standa vörð
og náttúruna "
Ólafur Hallbjörnsson, Ester Alda H. Bragadóttir,
Hvanndal Björnsdóttir Hvaða morgunkornapersóna ert þú? Hvað pantar þú þér á kaffihúsi? A) Hunangstertussneið og te B) Hollustustykki og hleðslu C) Súkkulaðisnúð og kókómjólk D) Kar af sykurpúðum Uppáhalds bíómynd? A) Bee movie B) Herkules (Disney) C) A Clockwork Orange D) Galdrakallinn í Oz Hvaða lag notar þú sem vekjaraklukku? A) Sugar, Sugar -The Archies B) Eye of the Tiger -Survivor C) Crazy Frog -Axel F D) Get Lucky – Daft Punk feat. Pharrell Williams & Nile Rogers Ef þú hefðir ofurmátt hver væri
A)
B)
C)
D)
Hvaða
A)
B)
C)
D)
te. Þú kýst að klæðast ekki brókum en það faldi aldrei neinn frá því sjarminn þinn og persónuleiki eru
Þú ert samt
manneskja
af
Þú

C)

Vilhjálmur Vilhjálmsson- Þú ert gömul sál og virðulegust. Þú lætur ekki fara mikið fyrir þér og enginn hefur eitthvað slæmt um þig að segja. Það er kannski þægilegt að vera óumdeildur en þú þarft að fara stíga út úr þægindarrammanum.

D)

Salka Sól- Þú ert afslöppuð manneskja og ,, niður á jörðinni “. Þú ert almennileg en þorir að vera ákveðin/n/ð. Kennurum líkar oftast við þig án þess að þú þurfir að vera kennarasleikja.

Hvaða íslenzkur söngvari ert þú?

" Agnes Ósk Ægisdóttir

Þú ert í mathöllinni á Hlemm í spreng og hleypur inn á almenningsklósettið, þú kastar af þér þvagi og líður strax betur. Þegar þú teygir þig í klósettrúllu tekur þú eftir að það er enginn rúlla hjá þér. Hvernig bregst þú við?

A) Ég hlæ af þessu og læt pissubletti ekki stoppa mig.

B) Ég hringi í vini mína og bið þau um að koma með klósettpappír fyrir mig.

C) Ég kalla út hvort það sé einhver frammi sem getur komið með klósettpappír til mín.

D) Ég hristi það af mér, bókstaflega.

Þú ert í Kringlunni og sérð frægan íslenzkan leikara, ferð þú til þeirra að biðja um mynd?

A) Væntanlega!

B) Ég þekki þau nú þegar.

C) Ég bið þau fallega um það og afsaka síðan ónæðið.

D) Nei, ég læt þau í friði. Hvort myndiru frekar keyra Toyota Yaris eða Teslu?

A) Teslu allan daginn!

B) Er Land Rover í boði?

C) Þetta eru skrítin nöfn á hesta.

D) Toyota.

Aðilinn sem þú ert hrifin af er á sama balli og þú, hvað er þín pick-up lína til að heilla þau?

A) Ég hleyp til þeirra og knúsa þau fast og bið þau síðan um að giftast mér.

B) Þau sogast að æðislega persónuleikanum mínum og ég heilla þau með persónutöfrunum mínum.

C) Ég bið þau um að stíga dans.

D) Ég blikka þau og eigum gott samtal um allt milli himins og jarðar.

Barnið þitt var að byrja í nýjum grunnskóla og það er verið að leggja það í andlegt og líkamlegt einelti, hvernig aðstoðar þú barnið þitt?

A) Ég hvet það áfram að vera alltaf jákvætt og bara verða ennþá meira jákvæðri og dreifa hamingju út um allt!

B) Ég læt reka hrekkjusvínið úr skólanum og dreifi síðan upplýsingum um einelti á samfélagsmiðlum.

C) Ég hringi í skólastjórann og læt rassskella hrekkjusvínið.

D) Ég kenni því að svara fyrir sér og verja sig en bara þegar það á við.

Hvaða Bónus verslun ert þú?

Hver er

matvöruverslunin

sérð

úr vasanum og skil það eftir svo hitt sé ekki einmanna

Hvernig er tannburstinn þinn álitinn?

A) Hvítur B) Fjólublár/bleikur

C) Ég bursta ekki tennurnar

D) Bókstaflega allir aðrir litir

Hver er uppáhalds samfélagsmiðillinn þinn?

A) Snapchat B) Instagram C) Reddit

D) Whatsapp

C)

Bónus í Árbænum (Hraunbær) Ef þú ert ekki á leiðinni í sumarbústað átt þú ekkert erindi í þessa Bónusverslun. Rétt eins og þessi verslun ertu aumkunarverður einstaklingur. Það er allt í lagi. Það fyrirfinnst fólk sem finnur samúð með þér. Ég er því miður ekki ein af þeim. Njóttu þess að vera versta Bónusverslunin á landinu.

D)

Bónus í Kringlunni

Þrátt fyrir fremur skuggalegt útlit ert þú gjafmildasta Bónusverslunin.

5. Hver er uppáhalds meðlimurinn þinn í XXX Rottweilerhundum?

A) Erpur B) Ég hlusta ekki á þá

C) Stinni? Lúlli?... Karíus?

D) Bent

Hver er skoðun þín á hnetusmjöri

A) Jájá, það er allt í lagi

B) Myndi drepa fyrir hnetusmjör

C) Hvað er að þér

D) Höfðar ekki til mín

Myndir þú hoppa úr flugvél?

A) Örugglega, ef ég fengi viðeigandi þjálfun

B) Nei

C) Vil helst að mér sé ýtt úr vélinni

D) Já

vera ósýnilegt í örskamma stund. Þér líkar ekki við Bónus, hvers vegna ertu að taka prófið?

B) Bónus í Skeifunni Flestir leita til þín að ásettu ráði, kæra Bónusverslun. Þótt bílastæði þitt sé helvíti á jörðu ertu yndisleg verslun. Þú ert ljósið í þessari grimmu veröld.

Fólk sem kemur í Kringlunna til þess að versla í matinn leitar í Hagkaup. Þess vegna er andrúmsloftið í þessari bónusverslun einstaklega rólegt.

Hér kemur fólk í leit að ódýru nesti.

Aðrir ætluðu á kaffihús en mundu síðan að svartur kaffibolli kostar um 500 krónur og nældu sér í Nocco í staðinn. En langstærsti hópurinn samanstendur af ungu fólki að fylla litlu gjafakörfur fyrir vini sína. Hver hefur ekki ætlað að kaupa kassa úr Söstrene Grene og fylla hann af ,,litlum hlutum” til þess eins að gefa vinum sínum tvo nammipoka í afmælisgjöf?

" Embla Waage
10 | Framhaldsskólablaðið O KTÓBER 2 022
uppáhalds
þín? A) Hagkaup B) Bónus C) Sjálfsalinn næstur mér D) Krónan Þú
veski liggjandi á gangstéttinni, hvað gerir þú? A) Læt það bara eiga sig B) Hringi á lögregluna C) Pissa á það D) Tek veskið mitt upp
A) Jón Jónsson- Þú ert svo glaðmilt að það fer í taugarnar á fólki, en ekki láta annað fólk koma í veg fyrir þína yfirþyrmandi hamingju og haltu áfram að dreifa henni með skjannahvíta brosinu þínu. B) Bríet- Þú ert alltaf svalasta og flottasta manneskjan í herberginu. Þú labbar inn og allir taka eftir þér og svalinu þínu. Það líkar flest öllum við þig og þeir sem segjast ekki gera það eru bara abbó. En þú mátt ekki lifa í sjálfsblekkingu, það eru ekki allir fullkomnir.
A) Bónus á Granda Þegar einhver spyr þig hver áhugamálin þín eru svarar þú sem eftirfarandi: ,,mér finnst gaman að ferðast, hanga með vinum og hlusta á tónlist.” Þetta er allt gott og gilt. Á sama tíma eyðir þú eflaust eftirmiðdögunum heima hjá þér. Mamma þín dregur þig með í Bónus eftir vinnu. Þú stendur á bak við hana allan tíma og svarar henni eins lítið og þú getur. Þú reynir að forðast öll samskipti með því að skoða nákvæmlega ekkert í símanum þínum. Þegar hún hittir gamla vinkonu úr menntaskóla, starfsnámi eða saumaklúbbnum (þótt hún hafi ekki snert nál á ævi sinni) nýtur þú þess að
Framhaldsskólablaðið | FÓLK | 11O KTÓBER 2022 FYRIR HREINAR OG FRÍSKAR TENNUR HUGSAÐU VEL UM TANNHEILSUNA
Víf Ásdísar Svansbur
MYNDIR O KTÓBER 2 022 Grafreitur

3 klassískar kvikmyndir

á íslensku

Hefurðu gaman af kvikmyndum en hefur ekki séð margar gamlar, íslenskar myndir? Langar þér að kynnast því allra besta án þess að dýfa þér með höfuðið á undan ofan í djúpu laugina?

Hér eru nokkrar myndir sem flest ættu að hafa séð.

1. Stella í orlofi (1986)

Húsmóðirin Stella tekur sér frí og dregur börnin og óvart sænskan alkóhólista með sér í sumarbústað. Hins vegar veit hún ekki að maðurinn hennar býr yfir leyndarmáli sem hann vill hylja með öllum ráðum. Allt er í steik og rugli.

Stella í orlofi er klassísk íslensk gamanmynd, farsi upp á sitt besta með stórleikurunum Eddu Björgvins og Ladda. Ég horfði á hana með þeim fyrirvara að hún gæti verið orðin úrelt og gömul en hún hefur elst betur en margar aðrar íslenksar myndir frá þessum tíma.

2. Sódóma Reykjavík (1992)

Axel, ungur bifvélavirki í

Reykjavík, þarf að endurheimta sjónvarpsfjarstýringu mömmu sinnar frá pönksystur sinni, annars verður tappinn tekinn úr baðinu og gullfiskarnir hans skolast niður í holræsið. Í vegferð sinni flækist hann í mannrán, mafíustríð og undirheima Reykjavíkur.

Ef lýsingin fyrir ofan er fáránleg þá get ég lofað þér því að myndin er enn fáránlegri. Hún er B-mynd dauðans og betri fyrir vikið. Fyndin, súr og tekur sig engan veginn alvarlega. Enginn má láta þessa költklassík framhjá sér fara, alveg sama þó lýsingin fyrir ofan hafi hrætt þig smá.

3. Með allt á hreinu Samstarfshljómsveitirnar Stuðmenn og Gærurnar heyja nú harða baráttu sína vegna ósættis aðalsöngvara þeirra. Nú keppast þær við að slá hver aðra út af borðinu í tónleikaferðalagi milli allra félagsheimila landsins. Klassísk Stuðmannalög og Grýlurnar á hátindi íslenskrar dægurlagamenninar.

Vissulega mjög súr B-mynd í alla staði en þessi bíómynd sló öll met í bíóhúsum landsins árið 1986.

Hún hefur elst ekki svo vel, þar af leiðandi fer hún neðar á listann.

A) Subway

Þú ert alveg klassík, ég skal gefa þér

það. Mér sárnar alltaf pínu þegar ég þarfa að borga tæpan 2000 kall fyrir samloku. Það er eitthvað rangt við það en tilboð dagsins eru snilld. Hef ekkert á móti þér, þú ert í lagi. 8/10

B)

KFC

Elsku besti KFC. Þú ert overhyped, sorry. En þú stendur alveg fyrir þínu, eða svona lang oftast. Það er samt eitthvað crusty við þig, ég vil ekki vera með kjúklingafitu á puttunum í allan dag. Samt skárra en pizzufita eða poppfita. Og svo elskum við Dóra DNA. 7/8

C)

Aktu taktu

Ef ég skammaði KFC fyrir að vera crusty, þá damn, hvað er í gangi hér. Ég veit ekki hvort ég eigi að elska þig eða hvort það eitt að nefna þig á nafn vekji upp viðbjóð úr dýpstu forneskju. Hins vegar er alltaf opið til 23:30, sem er lífsbjargvættur ef maður er á kvöldvöktum. 5/9

Flest D) Metro

Þú ógeðslega McDonalds ripoff. Þú hefðir átt að leyfa rauða og gula trúðinum að deyja frekar en að halda lífi í rotnandi líki hans. En franskarnar þínar eru stundum fínn þynnkumatur, svo ég fyrirgef þér.

Hvaða „sitcom“ ert þú?

Svaraðu eftirfarandi tungumála spurningum til þess að komast að því hvaða sitcom þú ert. Ekki taka þessu of alvarlega. Gangi þér vel!

Þú ert að flytja í nýtt land, hvernig lærir þú tungumálið?

A) Ég læri það aldrei B) Ég les barnabækur á tungumálinu

C) Duolingo D) Ég horfi á þætti og myndir með texta á því tungumáli

Hvaða tungumál myndir þú helst læra (úr eftirfarandi lista)?

A) Forngrísku

B) Esperanto C) Latína

D) Morskóði

Ef þú værir tungumál, hvaða tungumál værir þú (úr eftirfarandi lista)?

A) Enska

B) Spænska

C) Franska

D) Þýska

Ef þú gætir talað tungumál úr skáldskap, hvað væri það (úr eftirfarandi lista)?

A) Dothraki B) Minionese

C) Elvish

D) Klingon

Hvernig háttar þú samskiptum við fólk þegar þið talið sitthvort tungumálið?

A) Bý til einhvers konar táknmál

B) Reyni mitt allra besta að skilja ákveðin orð og greina setninguna út frá samhenginu

C) Google translate

D) Tala bara á mínu tungumáli

A)

The Office (US)

Þú ert mjög pirrandi, en þú gerir þér fyllilega grein fyrir því. Fólki þykir vænt um það, raunverulega. Það skiptir engu máli hvað fólk kvartar mikið yfir þér, þér er alltaf boðið í viðburði og matarboð.

B) Community Þú ert hlægilega vanmetin einstaklingur. Örvæntu ekki, kvalir þínar styttast von bráðar. Áður en þú veist af er þér farið að vera sama um hvað öðrum finnst. Kannski ferðu að rétta upp hönd í tíma. Kannski eignast þú nýjan vin. Ég spái að minnsta kosti fyrir einhvers konar hamingju í framtíð þinni.

C)

Parks and Recreation

Þú trúir á sálufélaga og sanna ást. Í bili. Njóttu þess á meðan þú getur.

D)

Big Bang Theory

Hey, ekki hlusta á annað fólk. Það er allt í lagi að hata konur ef þú getur rökstutt það.

*Ég vil taka fram að þetta sé kaldhæðni. Það er aftur á móti allt í

lagi að horfa á þessa þætti, þótt ég mæli eindregið gegn því að deila því með öðru fólki.

14 | Framhaldsskólablaðið O KTÓBER 2 022 Hvaða skyndibitastaður ertu? " Agnes Ósk Ægisdóttir Ertu vinsæl/l/t? A) Já B) Overrated C) Underrated D) Nei, og af ástæðu Ertu crusty? A) Smá B) Pínu C) Já D) Oj Er eitthvað að því að vera crusty? A) Já B) Nei C) crust-positive hérna D) Ekkert að því Hvað ertu með mikið á kortinu? A) 10.000kr B) 5.000kr C) 1.000kr D) 0kr. Berðu virðingu fyrir eigin heilsu? A) Já B) Neee C) Eiginlega ekki D) Alls ekki Saknarðu McDonalds? A) Nei, fæ mér bara í útlöndum B) Gott að vera laus við hann C) Alls ekki D) Sakna hans á hverjum degi

Fatamerkið: QUARANTINE

Þrátt fyrir nafnið sem við í dag tengjum við Covid-19 fæddist þessi hugmynd Hlyns áður en að veirusjúkdómurinn varð til (2019). „Ég byrjaði svona 2019 almennilega, þá hérna framleiddi ég svona fyrstu vöruna mína. En þessi hugmynd er alveg búin að eiga sér stað síðan 2017, og varð að svona þessari hugmynd sem ég þekki núna um 2018, bara í stærðfræði stílabókinni minni. [...] En þetta var samt allt ekkert svakalega líkt því sem ég er að gera núna. Hugmyndin er náttúrulega búin að þróast yfir tímann.“

Hver var fyrsta flíkin sem þú hannaðir? „Fyrsta flíkin, [...] það var bara hvítur Kirkland bolur eða eitthvað úr Costco, sem ég prentaði logo-ið mitt á. [...] Fyrsta flíkin sem ég gaf út var bara svona svartur logo bolur, svona basic, hvítt prent. Það lét ég samt gera hjá fyrirtæki.

Hafðirðu

sem

svona fatahönnun,

sauma föt.“

Hafðirðu séð fyrir þér að þetta færi eitthvað lengra? Já já. Ekkert svona concrete plan samt sko en eins og er er

bara going full on í þetta. Ég ætla ekki að byrja nein önnur verkefni fyrr en að ég er

og að vera starfandi listamaður. „Einhvers staðar

Langtíma markmið Hlyns er að vinna við

svona stofna mitt eigið fyrirtæki og vinna frekar fyrir sjálfann“

Hvert fer ágóðinn? „Bara allt aftur í þetta. Ég er mjög heppinn að þetta rekur sig sjálft.“ Oftast fær Hlynur einhvern gróða sem fer þá í að panta fleiri flíkur og ýmsar vörur. „Ég keypti nýja pressu um daginn, sem þá bætti gæðin alveg svakalega á prentunum.“

Hægt er að fylgja Quarantine fatamerkinu á instagram: @ quarantine.is og á vefsíðunni https://quarantineis.is

" Gabriella Sif Bjarnadóttir Hlynur Sæmundsson ( f.2003) hefur á síðustu árum farið af stað með fatahönnunarverkefni og stofnað sitt eigið fatamerki: Quarantine. Quarantine snýst aðallega um grafík í dystopískum grunge stíl. Ég hitti Hlyn á pop-up viðburði þar sem að hann og listakonan Sarkany sýndu saman flíkur, poka og eyrnalokka frá samstarfs línu þeirra Quarantine x Sarkany.
Framhaldsskólablaðið | 15O KTÓBER 2022
Það var áður en að ég byrjaði að prenta þetta allt sjálfur. [...] Það er svona mest af því sem ég er að gera núna, að prenta á blanks heitir þetta.“
hugsað þér að sauma? „Jú sko ég er í tækniskólanum núna að læra að sauma. Og þú veist, planið er alltaf að vinna síðan að því að búa til mínar eigin flíkur sko en ég veit ekki alveg hvort það eigi sér stað í Quarantine. Mér finnst það svo grafískt verkefni. [...] En ég vonast til að bara getað byrjað annað verkefni í framtíðinni
er þá
ég að búa til og
ég
svona tilbúinn að skilja við þetta sko.
fatahönnun
inni í þessu, þá
Embla Waage
MYNDIR O KTÓBER 2 022 Á ferð og flugi
Framhaldsskólablaðið | FÓLK | 17O KTÓBER 2022 AÐALÞING SÍF 24.09.2022 T A K T U D A G I N N F R Á ! L a u g a r d a g i n n 2 4 s e p t e m b e r H á s k ó l a t o r g i H T 1 0 4 1 1 : 0 0 1 7 : 0 0 V e i t i n g a r á s t a ð n u m A L L I R F R A M H A L D S S K Ó L A N E M A R K J Ö R G E N G I R Í F R A M B O Ð T I L S T J Ó R N A R S Æ T A Á S A M T F O R S E T A A L Þ J Ó Ð A F U L L T R Ú A G J A L D K E R A & V A R A F O R S E T A Í s t a r f i S Í F f á n e m e n d u r t æ k i f æ r i á a ð f e r ð a s t e r l e n d i s o g h i t t a a ð r a n e m e n d u r . T a k a þ á t t í s a m r æ ð u m v i ð s t j ó r n v ö l d . M ó t a s t e f n u f é l a g s i n s o g a u k a t e n g s l a n e t i ð H A F Ð U Á H R I F T A K T U Þ Á T T Ö L L V E L K O M I N N N E M I N N . I S N E M I N N . I S

sig sem fer ekki bara í að fá sér langloku eða pitsusneið í hádeginu. Lausnin við þessu vandamáli er pínlega einföld, margir eru búnir að stunda þetta í marga áratugi og ég þori að veðja að þú og samnemendur þínir gerðu þetta í grunnskóla. Svarið er augljóslega, jú, að taka með sér nesti að heiman.

Að taka með sér nesti sparar ekki bara það sem er í veskinu heldur er það líka gott fyrir umhverfið. Að vera stanslaust að kaupa sér tilbúinn mat út í búð eða sjoppu, oftast í plastumbúðum er ekki gott. Það léttir verulega á að þurfa ekki að pæla hvað maður á að kaupa sér þegar maður veit að maður tók með sér nesti. Nesti manns þarf ekki heldur að vera flókið, það getur verið jafn einfalt og bara afgangar frá kvöldmatnum deginum áður. Einnig getur maður reynt að púsla saman áleggi sem maður á nú þegar heima til að búa til ekki bara gómsætan heldur líka næringarríkan mat. Að eyða að mesta lagi bara fimm mínútur af deginum sínum til þess að búa sér til eða pakka nesti mun eflaust spara þér meiri pening en þig grunar en einnig passað upp á umhverfið í leiðinni og þess vegna hvet ég þig, vini þína og óvini þína að byrja að taka með ykkur nesti.

Hvaða skipti nám

Hefur hugur þinn alltaf leitað til annarra landa? Hefurðu velt því fyrir þér hvert skal fara í skiptinám? En áttu erfitt með að velja? Taktu þetta stutta persónuleikapróf og við getum hjálpað þér að finna þitt land fyrir þitt skiptinám.

" Elís Þór Traustason

Hvernig kaffibolla færðu þér?

A) Svart B) Svart með mjólk

C) Latte

D) Pumpkin spice hazelnut caramel oatmilk latte macchiato

Hvernig stemningu leitastu eftir?

A) Bjór á kránni með bekkjarfélögum

B) Djamm á miðvikudegi

C) Kaffihús og kruðerí

D) Fratpartí

Ertu góð/góður/gott í tungumálum?

A) Já B) Ekkert sérstaklega

C) Mjög

D) Alls ekki

Ertu rómantísk/ur/t?

A) Nei

Smá

Mjög

Alls ekki

A) Danmörk Danmörk er vanmetinn staður fyrir skiptinám. Myndi kannski frekar mæla með að fara þangað í lýðháskóla en ekki í skiptinám. Svipað og Ísland nema bara betra í alla staði. Ekki láta dönskuhatur og Danafóbíu fæla þig frá þessu fína landi.

B) Spánn Spánverjar munu alltaf hrósa spænskunni þinni og kunna að meta að þú leggir það á þig að læra tungumálið, þó að spænska sé með einn auðveldasta framburð fyrir Íslending sem til er. Annars er stemningin góð, djammið er geðveikt og la lengua es muy simple, si tú realmente quieres aprender el idioma de tus amigos españoles. Hins vegar munu þau skamma þig grimmt fyrir að taka langar sturtur og vaska upp á vitlausan hátt (ég tala af reynslu). Slökktu öll ljós þegar þú gengur út úr herbergjum. Það er illa séð að vera orkusóði á Spáni en fyrir utan það er auðvelt að kynnast fólki þar.

C)

Frakkland Þú ert smá pretentious týpa. En það er í lagi, ég er það líka, ég dæmi ekki. Hins vegar ættirðu að búa þig undir franska tungumálið og þá staðreynd að Frakkar hleypa öðrum ekki alltaf að sér. En ekki láta það hræða þig, það er bara stereótýpa, Gott fólk finnst á öllum stöðum. Frönsk menning er líka dásamleg og maturinn æðislegur.

D) Bandaríkin

Þetta skil ég en samt ekki. Þú vilt upplifa drauminn í öllum þessu bandarísku High School myndum. Ég skil að það sé smá rómantík að búa í litlu þorpi úti í rassgati í Illinois og upplifa stemninguna í bandarískum menntaskóla. En búðu þig undir pólitíkina í Bandaríkjunum, meira að segja í frjálslyndari ríkjum er að finna viðhorf sem eru okkur Íslendingum oft framandi. Búðu þig undir að þurfa bíl.

18 | Framhaldsskólablaðið O KTÓBER 2 022
B)
C)
D)
ertu? Nesti " Agnes Ósk Ægisdóttir Það hafa flest ef ekki allir lent í því að ætla að kaupa sér mat í hádeginu bara til að sjá “51 - ekki nóg innistæða” á posanum. Endalausar pælingar um hvað maður eigi að fá sér að borða og hvort maður tími að eyða peningunum sínum á hverjum degi í mat. En að sjálfsögðu ætti maður að kaupa sér mat, spurningin er bara hvenær og hvernig. Maður getur lent í dálítilli klípu að eyða peningum sínum á hverjum degi í mat, maður er korter í að verða blankur nánast hver einustu mánaðarmót út af því. Það er einnig alltaf gott að eiga nóg af pening fyrir

Að detta af hjólinu sínu

Þetta er annað skiptið sem ég byrja í nýjum skóla og dett af hjólinu mínu á leiðinni. Það mætti halda að þetta gerist oft, en það er engan veginn rauninn. Hvers vegna ætli þetta gerist? Í dag var rigning þannig gatan var einstaklega blaut og sleip. En enginn annar virtist detta af hjólinu sínu. Í raun hef ég aldrei séð nokkurn mann detta af hjólinu sínu. Einu sinni hjólaði ég alltaf inn í veturinn þangað til ég rann af hjólinu. Á hverju einasta ári byrjaði fólk að ganga eða taka strætó í skólann. Þau misstu af nokkrum æsispennandi vikum þar sem spennan samanstóð af klassískum ,,will they - won’t they” samskiptum milli mín og gangstéttarinnar. En, loks rann ég af því og reiddi það skömmustulega heim. Daginn eftir labbaði ég í skólann. Eitt skiptið datt ég á símann minn og eyðilagði skjáinn. En það var ekkert

svo hræðilegt að renna af hjólinu. Ég steig á hjólið á hverjum degi, vitandi fullvel að á næstu dögum myndi ég fljúga á hausinn.

En það er öðruvísi á haustin. Þá er ekki meðvituð ákvörðun að detta af hjólinu, eins ótrúlegt og það hljómar. Þú ferð á fætur eins hratt og þú getur og hlærð vandræðanlega þegar gangandi vegfarendur spyrja hvort það sé í lagi með þig. Þú vilt helst að þau láti þig í friði; að þau láti eins og þau hafi ekki séð þig. Það væri jafnvel betra ef þau færu bara að hlæja af þér.

Flestir kunna að hjóla. Fólk veit fullvel að þetta er ekki flókið ferli. Það gerir þessa upplifun einstaklega niðurlægjandi. Ef það fyrirfinnst einhverskonar boðskapur með þessari grein væri sá boðskapur að kaupa strætókort. Þó, mætti líka túlka aðra lausn: hjólaðu aðeins hægar.

Framhaldsskólablaðið | 19O KTÓBER 2022

Fegurð náttúrunnar

Alex Líf Kristinsson
MYNDIR O KTÓBER 2 022
Embla Waage
Framhaldsskólablaðið | FÓLK | 21O KTÓBER 2022 Fimmvörðuhálsinn

Lárétt

2. Fyrstur manna

3. Snjallforrit sem

tungumál, lukkudýrið

4. Höfuðborg Ástralíu

6. Gamanþáttur um sjö nemendur

bandarískum háskóla

7. Fyrirtækið sem framleiddi fyrstu

Týsdagur

Lóðrétt

1. Lakk sem

Háskólanám erlendis

Tímasóun

"

Hver hefur ekki lent í því að hljóta skammir fyrir leti og framtaksleysi? Leti er litin viðurstyggileg af samfélagi okkar sem keyrir sig áfram á vinnu og dugnaði, öll þurfa að vera virk. Sérstaklega framhaldsskólanemar. Samfélagið gerir einfaldlega ráð fyrir því að allir framhaldsskólanemar séu í fullu námi, taki þátt í félagslífinu, sinni hlutastarfi til að afla tekna, hreyfi sig reglulega, hlúi að andlegri heilsu og njóti áhugamála meðfram þessu öllu saman. Þessar kröfur eru ekki beint mannlegar.

Auðvitað er ekkert að virkni, vinnu og dugnaði. En á sama tíma búum við yfir mismikilli orku og þurfum mismunandi orkugjafa. Orkusprauta eins getur verið orkusuga annars. En til að hlúa að okkur sjálfum er nauðsynlegt að sóa tíma.

Tímasóun er æðisleg. Hún er eiginlega uppáhalds tómstundin mín. Að vakna á laugardagsmorgni og hafa bókstaflega ekkert að gera. Engin plön og engar skyldur, allavega ekki áríðandi skyldur. Einfaldlega ganga út úr húsi með ekkert markmið og engan tímaramma, ég geri nákvæmlega það sem mér dettur í hug. Það getur verið gífurlega frelsandi að hafa ekkert sem hvílir á huga manns.

Tímasóun er nefnilega sjaldnast tímasóun. Tímasóun getur verið endurnærandi, frískandi og skilið eftir sig litla hamingjuglóð inn í vikuna. Þá,

sé strangt til orða tekið, telst það varla tímasóun þar sem tímanum var vel nýtt.

Það getur verið gott að taka frá tíma í stundatöflunni (ef þú ert svona upptekin manneskja með upptekna stundatöflu) einu sinni í viku og merkja með stórum stöfum TÍMASÓUN og helst undirstrika og feitletra líka. Gott kannski að hafa það dálítið opið í annan endann svo það sé hægt að týna sér í alveg og missa allt tímaskyn. Tímasóunin má heldur ekki koma á undan einhverju mikilvægu eða stressandi, t.d. eins og prófi. Þá fer öll tímasóunin í að undirbúa sig í huganum fyrir það sem á eftir fylgir, frekar en að lifa í núinu og njóta frelsisins. Einnig er stranglega bannað að skipuleggja fyrirfram hvað á að gera í tímasóuninni, hún á að vera gjörsamlega óskipulögð og frjáls.

Tímasóun er nefnilega ekki svo einföld. Hún er list. Marglaga og flókin en samt einföld list sem býðst hverjum sem er, hvernig sem er og hvenær sem er.

22 | Framhaldsskólablaðið O KTÓBER 2 022
er list 1 2 3 4 5 6 7 8 Krossgáta ION • LONDON COLLEGE OF COMMUNICATIONS • WIMBLEDON COLLEGE OF ARTS. Einnig verður kynning á námi hjá; BOURNEMOUTH UNIVERSITY • BIMM MUSIC UNIVERSITY - LONDON & BERLÍN GLASGOW SCHOOL OF ARTS • MET FILM SCHOOL - LONDON & BERLÍN Aðgangur ÓKEYPIS Námskynning
Elís Þór Traustason
stundum
samkvæmt ásatrú
aðstoðar fólk að læra
er græn ugla
í
sem mynda námshóp
farsímana 8.
heitir nú...
borið er á neglur 5. Hollenskur listmálari sem skapaði verkið ,,Næturverðirnir (e. The Night Watch)“

Ritstjórn mælir með …

Hlaðvarp Fram haldsskólablaðsins

Hlaðvarp

Ritstjórar Framhaldsskólablaðsins fá

Grettista k Bókhaldsstofa Þórhalls

Bifreiðaverkstæði

Better Call Saul

Sjónvarpsþættir

Undanfaraþættir Breaking Bad um lögfræðing Jimmy McGill sem notast við ekki svo löglegar aðferðir til að redda sínum málum og flækist í vef glæpamanna í Albuquerque.

Hvar er hægt að horfa?: Netflix

Behind the Bastards

Hlaðvarp

Stríðsblaðamaðurinn Robert Evans fær til sín góða gesti og rekur sögu verstu illmenna og bastarða mannkynssögunnar fyrir hlustendum sínum. Sagnfræði, sjokkerandi karakterar og grín.

Glæðir blómaáburður

Community

Gamanþættir

Dauðinn og mörgæsin

Skáldsaga

Eftir: Andrej Kúrkov Rithöfundurinn

Dolly Parton’s America

Hlaðvarp

Þáttastjórnandi: Jad Abumrad Geisivinsælt hlaðvarp um æsku, uppsiglingu og frama Dolly Parton. Sérstaklega áhugavert fyrir einstaklinga sem þekkja lítið til hennar.

Viktor er einmana og hans eini vinur og sambýlingur er þunglynda mörgæsin Misha sem hann bjargaði úr dýragarði.

Hann er fenginn til að skrifa minningarorð um fræga einstaklinga fyrir virt dagblað í Kyiv enda deyr fólk í hrönnum þessa dagana. Mikilvægt er að tryggja öryggi og afkomu síns og sinna en Viktor er fljótt dreginn inn í undiröldu þessara morða.

Bílasmiðurinn

Bíldshöfða

Reykjavík

Björn Harðarson Holti 1 801 Selfoss

Bókasafn Reykjanesbæjar Hafnargötu

Keflavík Bókráð Bókhaldsstofa Miðvangi

DMM lausnir Iðavölllum

Egilsstaðir

Keflavík

Eldhestar Völlum 810 Hveragerði Endurskoðun Vestfjarða Aðalstræti 4 415 Bolungarvík Fagtækni Akralind 6 201 Kópavogur Fjölbrautarskóli Norðurlands Sæmundarhlíð 5 550 Sauðárkrókur Fjölbrautarskóli Snæfellinga

Grundargötu 44 350 Grundarfjörður

Hringbraut 10 220 Hafnarfjörður Fossvélar Hellismýri 2 800 Selfoss Framhaldsskólinn á Húsavík Stóragerði 10 640 Húsavík

Flensborg

Græni Hatturinn KLettaborg 25 600 Akureyri Hafrás rafstöðvar Rauðhellu 9 220 Hafnarfjörður Höfðakaffi

Vagnhöfða 11 110 Reykjavík

Garðavegi 15 900 Vestmannaeyjar Norðurpóll Laugabrekku 650 Laugar Nýja kaffibrennslan Tryggvabraut 11 600 Akureyri Pétur O Nikulásson Melabraut 23 220 Hafnarfjörður Rúnar Óskarsson

Nethamar

Stofnun Árna Magnússon

Smiðjuteigi 7 641 Húsavík

Suðurgötu 101 Reykjavík

Verlsunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík

Framhaldsskólablaðið | 23O KTÓBER 2022
Eftirtaldir styrktu útgáfuna
16 112
57 230
2-6 700
96 230
til sín góða gesti í viðtöl. Fyrsta viðtal er við Íslenska myndasögusamfélagið. Hvar er hægt að hlusta?: Spotify
Eftir: Dan Harmon Þættir um sjö háskólanemendur í Bandaríkjunum sem myndi námshóp, en gera eflaust allt nema að læra. Þetta eru laufléttir þættir sem er þægilegt að fylgjast með. Pure Heroine Albúm Eftir: Lorde Klassískt albúm sem flestir þekkja. En það setur hluti í annað samhengi þegar þú áttar þig á því að hún var einungis 16 ára þegar hún birti albúmið. Er ekki komin tími til þess að rifja það upp? Mæli sérstaklega með ‘A World Alone’, ‘Still Sane’ og ‘400 Lux’.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.