Samantekt Hér hefur verið komið inn á þá þætti sem vonandi geta nýst þeim kennurum sem takast á við það krefjandi hlutverk að vera kennari barns með krabbamein. Það er aldrei auðvelt en kennarar eru lykilpersónur í lífi skólabarna og nemendur sem tekist hafa á við krabbamein nefna umsjónarkennarann sinn oft sem mikilvægan einstakling í veikindaferlinu. Sérstaklega er hann hélt sambandi og lét vita af sér, var þátttakandi í lífi barnsins og opnaði fyrir tengslin við skólann og bekkjarfélagana. Það eru líka til sögur af skólum og kennurum sem höfðu ekki samband, upplýstu nemendur sína lítið um stöðuna og sýndu lítinn áhuga á samstarfi við foreldra. Við þær aðstæður er alltaf erfiðara fyrir nemandann að koma til baka og kennari sem starfar á þann hátt er að bregðast nemanda sínum þegar síst skyldi.