4 minute read

Uppruni nemendanna og afdrif

Next Article
Nafnaskrá

Nafnaskrá

Heilstæð skrá um alla nemendur Mjólkurskólans er ekki til. Hins vegar tók Lára Ágústa Ólafsdóttir saman nemendaskrá130 á grundvelli þeirra skýrslna sem Grönfeldt skólastjóri skilaði reglulega um starf skólans og birtar voru í Búnaðarriti. Frumgögn skólans virðast flest hafa glatast. Í hinum prentuðu skýrslum gat Grönfeldt ýmist þeirra sem hafið höfðu nám, eða brautskráðst. Að fjölda til eru það færri nemendur en taldir eru hafa stundað nám við skólann. Talið er að 192 stúlkur hafi stundað nám við Mjólkurskólann um lengri eða skemmri tíma þá tæpu tvo áratugi sem hann starfaði.131 Mismuninn má sennilega skrifa á tvennt: Vöntun heimilda annars vegar en hins vegar á það að ekki hafi alltaf verið taldir nemendur sem stunduðu nám um skemmri tíma. Þannig er t.d. vitað um nemanda, raunar eina karlnemanda við skólann sem ég hef haft spurnir af, Gunnar Runólfsson frá Rauðalæk í Holtum, sem stundaði nám í mjólkurbúareikningi hjá Grönfeldt um hálfs mánaðar skeið um það leyti er

rjómabú var stofnað þar eystra.132 Þá er einnig vitað um stúlkur er Grönfeldt-hjónin tóku á heimili sitt en sem tóku fullan þátt í námi við skólann þótt ekki teldust formlegir nemendur.133 Þannig segir ennfremur t.d. í minningargrein um Guðlaugu Gísladóttur frá Hólmi á Mýrum eystri:

Advertisement

Hún starfaði í nokkur ár á Hvanneyri og á búi Mjólkurskólans á Hvítárvöllum. Hún var ekki nemi þar í venjulegum skilningi, en hún fylgdist vel með öllu og tileinkaði sér þá fræðslu, sem þar var veitt. [Þetta mun hafa verið á árunum 1904–1908].134

Nemendur Mjólkurskólans voru víða að af landinu. Flestir voru þeir þó úr Árnessýslu en þar varð vegur rjómabúanna einnig mestur, sjá töflu á bls. 110.

Að námi loknu réðust margar stúlknanna til starfa sem rjómabústýrur. Það var áberandi hve starfstími hverrar þeirra við búin var stuttur, aðeins eitt til tvö ár flestar. Spurðu menn því hvort námsstyrkjum til stúlknanna í Mjólkurskólanum væri ef til vill betur varið „til utanfararstyrks til hinna efnilegustu til framhaldsnáms?“136

Bústýrustarfið var árstíðabundið rétt eins og starf búfræðinganna. Þeir réðust þó margir til barnakennslu á vetrum og gátu þannig haft starf um ársins hring. Þá leið virðast hins vegar fáar rjómabústýrur hafa farið. Líklega gæti svar Friðriku Guðmundsdóttur frá Kirkjubóli í Dýrafirði, er varð bústýra við Rjómabúið við Geirsá í Borgar-

Skipting nemenda Mjólkurskólans eftir heimahéruðum, þ.e. þeirra sem þær upplýsingar lágu fyrir um.

135

Árnessýsla 26 Gullbr. og Kjósarsýslur með Rvík 7 Mýra- og Borgarfjarðarsýslur 14 Snæf. og Hnappadalssýslur 2 Dalasýsla 1 Barðastrandarsýslur 2 Ísafjarðarsýslur 3 Strandasýsla 2 Húnavatnssýslur 5 Skagafjarðarsýsla 5 Eyjafjarðarsýsla 5 Þingeyjarsýslur 16 Múlasýslur 15 Skaftafellssýslur 7 Rangárvallasýsla 9

firði, er hún var spurð að því hve lengi hún hefði verið þar, átt við fleiri stallsystur hennar:

Ég var nú ekki nema í tvö ár. Þá þurfti ég að fara að gifta mig. Alveg eins og þetta gerðu þær allar. Sumar vildu ekki vera nema eitt ár, aðrar tvö ár, og sú sem var í þrjátíu ár, hún gifti sig aldrei; hún var held ég fædd undir Eyjafjöllunum.137

Rjómabúið á Baugsstöðum í Flóa. Vatnshjólið undir veggnum sneri vélum búsins. Baugsstaðabúið starfaði lengst allra rjómabúanna – fram á fjórða áratug síðustu aldar. Að því hefur verið hlúð með þakkarverðum hætti svo þar má nú sjá einstakt dæmi um aðstöðu og allan búnað rjómabúanna eins og hann var á blómskeiði þeirra.

Miklar kröfur voru gerðar til rjómabústýranna eins og ítrekað hefur verið nefnt. Starf þeirra réði miklu um hvert verð fékkst fyrir smjörið. Má því auðveldlega ímynda sér að misþakklátt hefur starf þeirra verið. Rjómabústýrurnar þurftu líka að glíma við marga og misjafna innleggjendur hvað skilning snerti á meðferð og gæðum hráefnisins – rjómans. Sigurður ráðunautur vék að hlut rjómabústýranna í ársskýrslu um búin fyrir árið 1907:

Sá er einn galli á mörgum rjómabústýrunum, að þær eru of eftirgefanlegar við félagsmenn búanna, eigi nógu kröfu-

harðar gagnvart þeim, að því er snertir rjómann eða gæði hans og flutningaföturnar. Vitanlega mega þær ekki setja sig á of háan hest; en hinu verða þær að muna eftir, að starfið er ábyrgðarmikið, og að gæði rjómans hafa þýðingu fyrir smjörgerðina, og ráða miklu um það, hvernig smjörið reynist. Þær mega því ekki koma mönnum upp á það, hverjir svo sem eiga í hlut, að taka slæman rjóma í búin, heldur senda hann tafarlaust heim aftur. En um leið ættu þær að láta orðsendingu fylgja um það, hvað er að og hvernig úr því verði bætt.138

Þá var vinnan í búunum mikil og erfið. Má vera að hún hafi líka að sínu leyti skýrt það hve starfstími bústýranna flestra varð stuttur. Sem dæmi um umsvif og vinnuframlag má taka rjómabúið á Rauðalæk í Holtum sumarið 1903. Það starfaði þá tímabilið 19. júní – 14. september. Á tímabilinu voru unnin um 9,5 tonn af smjöri, mest 185 kg á dag. Móttekinn rjómi hefur þá numið um 700 kg á dag. Auk rjómabústýrunnar unnu að smjörvinnslunni tvær stúlkur – þrír fastir starfsmenn, auk þeirra sem slógu saman smjörkvartelin og fluttu smjörið til Reykjavíkur áleiðis á markað.139

Þótt starfstími stúlknanna við rjómabúin hafi verið stuttur má þó ljóst vera að menntun þeirra hefur nýst með ágætum í þeim störfum sem flestra beið – í húsmóðurstörfum til sveita víða um landið, og að þær hafi þannig breitt út nýja og mikilvæga þekkingu. Að því verður aftur vikið síðar.

This article is from: