1 minute read
Eftirmáli
Við gerð þessarar bókar hef ég notið aðstoðar margra og eru nöfn flestra þeirra talin í skrá um heimildarmenn og hjálparhellur hér á eftir. Sérstakra liðsveitenda við efnisöflun er getið í inngangi bókarinnar. Guðmundur Jónsson prófessor las handritið á lokastigi og benti mér á ýmislegt sem betur mætti fara. Það sama gerði Sigurður Svavarsson útgefandi er liðsinnti mér bæði hvað snerti efnistök og texta. Sigurður mótaði einnig þá bókargerð sem valin var og sá um að breyta handritinu í bók. Kona mín, Ásdís B. Geirdal, aðstoðaði mig sem fyrr við ritverkin; m.a. las hún handritið og lúði brott ýmsar villur sem lakara væri að sloppið hefðu hjá. Þá er loks að nefna að Mjólkursamsalan veitti Landbúnaðarsafninu vel þeginn fjárstyrk til útgáfunnar. Það gerðu líka Kaupfélag Borgfirðinga, Uppbyggingarsjóður Vesturlands og Menningarsjóður Borgarbyggðar. Þessum öllum færi ég kærar þakkir fyrir liðveisluna.
Advertisement