7 minute read

Áhrif Mjólkurskólans – og Grönfeldts

Með nemendum sínum hafði Mjólkurskólinn mjög mikil áhrif víða í sveitum – bæði bein og óbein. Mjólkurskólinn veitti fyrstu skipulegu starfsmenntunina á sviði matvælaiðnaðar í landinu, jafnframt því sem skólinn stuðlaði með öðru að nýsköpun aldagamalla atvinnuhátta í landbúnaði. Kristleifur Þorsteinsson bóndi og fræðimaður á Stóra-Kroppi í Borgarfirði skrifaði m.a. svo um rjómabúin:

Ég tel því rjómabúin máttugasta viðreisnaraflið í búnaði bænda á fyrsta tug þessarar [tuttugustu] aldar. Af þeim höfðu bændur mikinn hagnað, beinan og óbeinan, og auk þess varð sú samvinna til þess að glæða félagsanda og bróðurhug. Við bættan hag urðu menn frjálsari á alla lund.177

Advertisement

Það er ekki einfalt að leggja mat á áhrif Mjólkurskólans og starf Grönfeldts skólastjóra. Það er eðli þekkingar að koma þannig að framvindu mála að flestum þyki framfarirnar vegna hennar meira eða minna sjálfsprottnar –

„ÞÚ VERÐUR AÐ NÁ ÞÉR Í PENINGA“

Sumarið 1903 birtist grein í Reykjavíkurblaði er þannig hófst:

Fyrirfarandi sumur hefir íslenzkt smjör verið selt hér á Bretlandi, og þegar borið er saman verð á því og dönsku smjöri á sama tíma, þá sést, að íslenzka smjörið hefir selst nær undantekningarlaust 20 a.[aurum] lægra pundið en danskt smjör … og greinin endaði þannig: … Bóndi sæll! Þú verður að ná þér í peninga. Eini vegurinn til þess að afla þeirra er að láta búa til beztu tegund smjörs úr mjólk þeirri, sem þú hefir, en til þess að geta framleitt bezta smjör, þá verður þú að vinna saman með nágrönnum þínum, og um fram alt verður þú að fá bústýru eða bústjóra til þess að standa fyrir búinu, – bústýru eða bústjóra, sem hafi fullkomna þekkingu á smjörgerð.

Fáfræðin borgar sig ekki, en þekkingin er ómissandi og er borguð í beinhörðum peningum.178

og sjálfsagðar. Vafalítið hefur menntun rjómabústýranna í Mjólkurskólanum átt drjúgan hlut í því, hve vel starf rjómabúanna íslensku gekk þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þau urðu flest 34 og nær undantekningarlaust voru það menntaðar rjómabústýrur sem veittu þeim forstöðu lengst af.

Í Verzlunarskýrslum Íslands árið 1909 sagði m.a.: „Ánægjulegt er að sjá hvernig útflutta smjörið smátt og

Hans Grönfeldt tók að sér að útvega tæki og búnað til mjólkurvinnslu á heimilunum.

smátt hækkar í verði á erlenda markaðinum“ og tveimur árum seinna sagði: „Einhver merkasti viðburðurinn í verslun landsins er smjörútflutningurinn.“179 Áreiðanlega átti Mjólkurskólinn með starfi Grönfeldts og nemenda hans hér mikinn hlut að málum, einkum þó að hinu fyrrtalda.

Og áhrifin hrísluðust víða um sveitir og urðu hvati að starfi sem í dag er ein af helstu forsendum framfara í nautgriparækt. Þannig skrifaði Ágúst bóndi Helgason í Birtingaholti m.a.: „Þegar smjörið var nú orðin verzlunarvara bænda, óx að sjálfsögðu áhugi fyrir mjólkurframleiðslu. Varð starfsemi rjómabúanna beinlínis til þess að vekja áhuga fyrir því að kynbæta kýrnar …“180 Nautgriparæktarfélögin og skýrsluhald á þeirra vegum varð víða afsprengi starfs rjómabúanna eins og áður hefur verið minnt á.

Starfsemi smjörbúanna árin 1901–1924; fjöldi þeirra, framleiðslumagn og framleiðsluverðmæti.

Þáttur Hans Grönfeldt Jepsen var gildur; á herðum hans hvíldi stjórn Mjólkurskólans og öll kennsla, en einnig leiðbeiningar til starfsfólks rjómabúanna, verk sem hann vann öll af „mikilli árvekni og dugnaði,“ svo notuð séu orð Guðmundar Jónssonar skólastjóra frá Hvanneyri. Sigurður Guðbrandsson mjólkurbússtjóri í Borgarnesi lét hafa þessi ummæli eftir sér að Grönfeldt látnum árið 1945:

Mjólkurskóli H.J. Grönfeldts bætti tvímælalaust mikið alla vöruvöndun á sviði mjólkurafurðanna. Af Grönfeldt

lærðu fleiri en þeir, sem hjá honum dvöldu. Nemendur hans fræddu bæði nágranna sína og heilar sveitir um rétta meðferð á mjólk. Varð nemendahópur hans þannig margfalt stærri en hópur sá, sem dvaldi við sjálfan skólann. Lærðu rjómabússtýrurnar, sem búsettar eru hér í héraði, eru alltaf í hópi þeirra mjólkurframleiðenda, er bezta mjólk senda til Mjólkursamlags Borgfirðinga.181

Almennt bera heimildir sem og munnmæli úr héraði með sér að Grönfeldt hafi með undraskjótum hætti fallið inn í borgfirskt samfélag þótt kæmi úr öðru landi og allt annarri menningu. Fjölmenntaður sem hann var hafði hann miklu að miðla og tók virkan þátt í samfélagi sínu. Augljóst er líka að jafnræði hefur verið með þeim hjónum og hafa ófáir borgfirskir heimildarmenn borið lof á þau Grönfeldt og Þóru Þórleifsdóttur í mín eyru.

Það tilheyrir þessum kafla að nefna það starf sem Grönfeldt sneri sér að eftir að fjarað hafði undan Mjólkurskólanum. Hann hafði forgöngu um stofnun Mjólkurfélagsins Mjallar og skapaði því aðstöðu á ábýlisjörð sinni, Beigalda í Borgarhreppi. Hann fékk þrjá nágrannabændur í lið með sér, þá Jóhann Magnússon á Hamri, Jón Björnsson á Ölvaldsstöðum og Pál Jónsson í Einarsnesi sem einnig var þá kennari á Hvanneyri. Frumstæð var aðstaðan í fyrstu: Rjóminn soðinn niður í þvottapotti, sem Grönfeldt átti. Brátt var aðstaðan bætt, bæði að húsrými og tækjum auk þess sem starfsemin var opnuð öðrum héraðsmönnum og hafin var niðursuða á mjólk. „Nú virtist svo, að þessi

SÓKN Í MENNTUN BÆNDAFÓLKS Í BYRJUN NÝRRAR ALDAR

Fyrsti áratugur tuttugustu aldar var tími vakningar í starfsmenntun á sviði landbúnaðar. Skipan búnaðarskólanna var endurnýjuð árið 1907. Félagsstarf bænda efldist einnig, með búnaðarfélögum og búnaðarsamböndum. Þegar búnaðarblaðinu Frey frá þessum tíma er flett vekja athygli þau mörgu og fjölbreyttu námskeið sem bændafólki buðust: Um var að ræða námskeið t.d. í garðyrkju, plægingum, slátrun, eftirliti á vegum nautgriparæktarfélaganna, matreiðslu og útrýmingu fjárkláða, auk mjólkurvinnslunnar. Sú starfsmenntun varð formlegust, eins og hér hefur verið rakið, þótt ekki næði hún sömu stöðu og hin almenna búnaðarmenntun – bændaskólarnir.

stofnun væri komin yfir alla byrjunarörðugleika og framundan væri greið og góð leið, svo að brautryðjandinn gæti farið að sjá árangur af þrautseigju sinni og erfiði“, skrifaði nágranni Grönfeldts.182 „En það fór á annan veg. Annan des. 1925 brann verksmiðjan og allar vélar stórskemmdust. Þetta óhapp fékk mikið á Grönfeldt þótt hann ærðist ekki. Hann dró sig í hlé frá mjólkuriðnaðinum og kom ekki að honum eftir það…“ Enn hafði húsbruni kollvarpað hvunndegi Grönfeldts og högum fjölskyldu hans.

Úr Baugsstaðabúi: Smjörhnoðunarborðið reimknúið frá vatnshjólinu, sjá mynd á bls. 111. Strokkurinn fjær.

Hins vegar er það staðreynd að frumkvöðulsstarf Hans Grönfeldt á Beigalda var sögulegur áfangi í nútímavæðingu íslensks mjólkuriðnaðar – að kalla má næsta stig á eftir kennslu í frumatriðum mjólkurmeðferðar og -vinnslu, og fag- og félagslegrar uppbyggingar rjómabúanna (smjörbúanna).

Sigurður Sigurðsson ráðunautur skrifaði yfirlitsgrein um starfsemi smjörbúanna, er hann nefndi svo, þegar mjög hafði úr starfi þeirra dregið (1919). Hann óttaðist að þar með yrðu að engu þær umbætur í smjörgerð sem búin höfðu komið til leiðar; umbæturnar væru aðallega tvenns konar: „Það hefir verið framleitt meira smjör í landinu en áður var, miðað við málnytu; þrifnaður allur

Úr Baugsstaðabúi: Smjörtunna til hægri og smjörmótunarborð þar nær. Smjörvog á borði og þar undir eru ostapressurnar.

í meðferð mjólkur er alment meiri en gerðist fyrir 20 árum, og smjörverkunin hefir stórum batnað.“ Ýmislegt fleira taldi hann mega rekja til starfsemi smjörbúanna: „Má þar meðal annars nefna notkun vagna og akstur. Smjörbúafjelagsskapurinn undirbjó, beint og óbeint, sláturhúsa-fjelagsskapinn hjer á landi. Smjörbúin ruddu þar brautina.“ Rekstrarform smjörbúanna hafði kynnt bændum kosti samvinnureksturs. Sigurður óttaðist kyrrstöðu eða öllu heldur afturför ef smjörbúafélagsskapurinn liði undir lok „Verklega kunnáttan í smjörverkun, sem mjólkurskólinn kom til leiðar, hverfur smátt og smátt“, skrifaði Sigurður.183

Rjómabúin, sem Mjólkurskólinn var svo nátengdur,

færðu bændum peninga, sem ekki var algengt að menn fengju í hendur á þessum árum sjálfsþurftabúskapar. Rjómabúin voru rekin á samvinnugrundvelli; það glæddi „félagsanda og bróðurhug“ eins og Kristleifur bóndi Þorsteinsson á Stóra-Kroppi orðaði það. Að sögn Einars í Runnum, sonar Kristleifs, ýttu rjómabúin einnig undir meira hreinlæti í öllum vinnubrögðum en almenningur hafði átt að venjast. Hann gat einnig hinna félagslegu áhrifa: Rjómabúið við Geirsá í landi Stóra-Kropps varð til dæmis samkomustaður unga fólksins í Reykholtsdal, enda samkomuhús þá engin utan kirkjur. Áreiðanlega gerðist það víðar. Rjómabústýrurnar og stöllur þeirra, oft langt að komnar, fönguðu athygli heimafólksins. „Á blíðviðriskvöldum, einkum um helgar, sé ég í anda, er hópar af ungu fólki fóru á gæðingum sínum að rjómabúinu. Og þaðan mátti heyra um langa vegu óma söngva þess í kvöldkyrrðinni … “ Einar rekur stofnun Ungmennafélags Reykdæla (1908) að nokkru leyti „… til sama fólksins og ættjarðarsöngvarnir ómuðu frá hjá Geirsárbúinu.“184

Í bókarlok skal enn vikið að hlut kvenna í þeirri nýsköpun búskapar hérlendis sem Mjólkurskólinn var mikilvægur hvati að. Frá fornu fari hafði mjólkurmeðferðin á heimilunum verið hlutverk kvenna. Ráðamönnum þótti eðlilegt að svo yrði einnig þegar kom að þeirri nýbreytni sem rjómabúin voru. Þetta var ekki séríslensk þróun. Í Danmörku hefur verið bent á að í miklum mjólkurframleiðsluhéruðum hafi konur öðlast

sterka stöðu í krafti ábyrgðar sinnar á vinnslu og söluverðmæti afurðanna, smjörs og osta.185 Heimildir benda til þess að svipaðrar tilhneigingar hafi gætt hérlendis.186 Skammur tími rjómabúanna hér á landi og tíð skipti bústýra þeirra ollu því hins vegar að það samfélagslega hlutverk þeirra síðarnefndu náði ekki að festa sig í sessi í sama mæli og gerðist ytra.

Engu að síður var mjólkurfræðimenntunin og rjómabústýruhlutverkið liður í því að styrkja stöðu íslenskra kvenna. Þær áttu því, rétt eins og bent hefur verið á að gerðist í Danmörku,187 sinn drjúga þátt í að ryðja nútímanum braut í íslenskum landbúnaði. Með rjómabúunum komu nýir verkhættir, bæði í vinnslu þeirra verðmæta sem mjólkin var og er, sem og í samvinnu um afurðasölu að ógleymdum þeim peningum sem inn í rjómabúasveitir bárust og urðu kraftur til annarrar nýsköpunar þar.

This article is from: