7 minute read
Undanhald og endalok Mjólkurskólans
Rjómabúin stóðu með mestum blóma árin 1905–1912. Í byrjun fyrra stríðsins tók að fjara undan starfi þeirra og þeim fækkaði mjög. Til þess lágu ýmsar ástæður:
Fráfærur lögðust af í mörgum sveitum landsins, kindakjöt hækkaði í verði svo bændur kusu fremur að láta ær ganga með dilkum en færa frá þeim. Erfiðara varð að fá fólk til fjárgæslu og mjalta. Vegna styrjaldarátakanna var bannaður útflutningur á smjöri og sett hámarksverð á það í því skyni að tryggja landsmönnum feitmeti ef tæki fyrir innflutning á smjörlíki. Spurn eftir smjöri innanlands óx. Menn fóru að strokka heima og selja beint þeim er best bauð. Bent hefur verið á að bætt verkun smjörs á heimilunum, sem rekja mátti til starfs Mjólkurskólans og rjómabúanna, hafi saxað mjög á forskot rjómabúsmjörsins og veikt samkeppnisstöðu þess.161 Rjómabúin þurftu líka að taka nokkuð af smjörverðinu til sinna þarfa og því meira sem innleggjundum fækkaði og vinnslumagn hvers bús varð minna. Ekki jók það vilja manna til
Advertisement
þess að skipta við þau þegar önnur leið bauðst: „Báru þeir því minna úr býtum en hinir, er verkuðu smjörið heima, og seldu það „Pjetri og Páli“ fyrir hæsta verð.“ Við það þrengdi enn frekar að rekstri rjómabúanna: „Erfiðleikarnir við að halda þeim á floti hafa steðjað að úr öllum áttum. Það er eins og alt hafi hjálpast að til þess að veikja þau – og fella“, skrifaði Sigurður ráðunautur Sigurðsson árið 1919.162
Samhliða þessum breytingum dró mjög úr aðsókn nemenda í Mjólkurskólann. Rjómabústýrustarfið var ekki jafn aðlaðandi og verið hafði. Mjólkurskólinn tók að glíma við nemendafæð. Líka varð tvísýnt um rekstur hans, m.a vegna „afskaplegs óverðs á kolum“ eins og sagði í bréfi Búnaðarfélags Íslands til Grönfeldts vorið 1917, þar sem Grönfeldt var hvattur til þess að taka upp mó til eldiviðar fyrir skólann „ … ef fáanlegt er sæmilegt mótak og ekki allfjarri og þá helst á Hvítárvöllum.“163 Gerði félagið ráð fyrir að kaupa einnig mó til að hita upp skrifstofur sínar. Áætlað var að 2 tonn af vel þurrum mó hefðu hitagildi á við 1 tonn af kolum og ráðlagði félagið Grönfeldt að miða við það hlutfall „ … og þá heldr freklega það, ef mórinn skyldi vera miðr góðr.“ Heimilt skyldi Grönfeldt þó að kaupa „ … einhverja ögn af kolum … því að líkast til verður ekki hjá því komist“, skrifaði fulltrúi félagsins.164 Grönfeldt tók upp mó um vorið.
Nefna má í þessu sambandi að með þarfir búnaðarskólanna tveggja í huga, á Hvítárvöllum og á Hvanneyri,
sendi Búnaðarfélagið haustið 1917 hvatningu til Stjórnarráðsins um að láta rannsaka kolanámuna við Hreðavatn: „Að áliti fróðra manna er það einhver bezta náman, sem enn er þekt hér á landi, en hængurinn sá, eins og kunnugt er, hvað náman liggur langt [frá] sjó.“165 Við rekjum ekki nánar þann þráð enda vitað að Hreðavatnskol komu hvorugum skólanum að gagni.
Harðindaveturinn 1917–1918, sá er nafntogaður varð, settist að. Það kólnaði illilega í skólahúsinu á Hvítárvöllum þrátt fyrir kolin og með bréfi í desember óskaði Grönfeldt heimildar Búnaðarfélagsins til þess að láta setja tvöfalda glugga í skólahúsið. Skiljanleg var sú bón þegar lesin er lýsing Halldóru Benónýsdóttur frá Háafelli í Skorradal er var nemandi Mjólkurskólans þennan vetur (1918). Eftir henni var m.a. haft:
Reynt var að hafa hita í skólastofunni, þar var kolaofn og líka í svefnherbergjunum, en kolin voru af skornum skammti á stríðsárunum fyrri og erfitt að fá þau til landsins. Stúlkurnar máttu því ekki kveikja upp í herbergjum sínum og var þar því gaddfrost, bæði nætur og daga … Það var í janúar sem frosthörkurnar byrjuðu og rjóminn var venjulega frosinn í brúsunum. Þá var helsta ráðið að láta brúsana ofan í heitt vatn, svo var rjómanum hellt í tunnu, en ekki strokkaður fyrr en næsta dag.166
Ekki var starfs- og námsaðstaðan á Hvítárvöllum þá kræsileg. En það voraði um síðir og um fardaga bar eldiviðarmál Mjólkurskólans aftur á góma í stuttorðu skeyti
Búnaðarfélags Íslands til Grönfeldts er einnig vék að hinu hefðbundna sumarstarfi hans í þágu rjómasölubænda:
Takið upp mó. Ákveðið að þjer ferðist ekki milli rjómabúanna í sumar.167
Með bréfi síðsumars 1918 kynnti Grönfeldt alvarlega stöðu í rekstri skólans:
Hjermeð verð jeg að láta háttvirta stjórn Búnaðarfjelags Íslands vita að Mjólkurskólinn á Hvítárvöllum getur ekki starfað í vetur sökum þess að bændur hafa engan rjóma.
Grönfeldt var þó ekki á þeim buxunum að gefast upp. Honum hefði komið til hugar, skrifaði hann, að halda námskeið á Beigalda, jörðinni er hann sat „… ef að við hjer í hreppnum stofnuðum mjólkursölufélagsmiðstöð hjer á Beigalda.“ Hafði hann hugsað sér kennslu í matargjörð og vinnu að mjólkurstörfunum „við Pasteurisering, homogenisering, Rengjøring o.s.frv. og bóklegt með sama fyrirkomulagi og á Hvítárvöllum.“ Skyldu stúlkurnar greiða 40 kr. hver á mánuði fyrir skólavistina, en Búnaðarfélagið 15 kr. á mánuði með hverjum nemanda og leggja til eftir þörfum „mó í kennslustofu og svefnherbergjum námsmeyja.“168
Veturinn 1918–1919 reyndist ekki grundvöllur fyrir rekstri skólans því aðeins einn nemandi kom. Grönfeldt sótti þá um leyfi Búnaðarfélagsins til þess að halda námskeið í skólahúsinu á Hvítárvöllum fyrir stúlkur 7. janúar
til 11. mars og óskaði eftir styrk til þess. Félagsstjórnin heimilaði honum afnot af húsi og áhöldum og hét 300 kr. styrk til námskeiðsins. „Kenslan verði aðallega fólgin í matreiðslu, smjörgerð og ostagerð, matarefnafræði og heilsufræði.“169 Ekki er að sjá að úr þessum áformum hafi orðið en sýnilega vildi Grönfeldt Forsíða Matreiðslubókar Þóru finna skólanum ný viðfangsÞórleifsdóttur Grönfeldt en Þóra efni í ljósi hinna breyttu veitti nemendum Mjólkurskólans aðstæðna. tilsögn í matargerð. Veturinn 1919–1920 sótti enginn nemandi um skólavist. Árið 1921 sagði Búnaðarfélagið Grönfeldt upp skólastjórastarfinu og með því var Mjólkurskólinn í reynd lagður niður. Nokkrum árum síðar seldi Búnaðarfélagið eignir sínar á Hvítárvöllum. Var þá saga skólans öll. Grönfeldt skólastjóri hafði frá árinu 1908 búið á Beigalda í Borgarhreppi utan skólatíma. Þar stundaði hann mjólkuriðnað er m.a. varð forveri Mjólkursamlags Borgfirðinga, eins og nánar er greint frá á öðrum stað.
Fyrr á árinu 1919 hafði stjórn Búnaðarfélags Íslands tekið fyrir tilmæli Stjórnarráðsins um flutning Mjólkur-
skólans frá Hvítárvöllum að Hvanneyri, sennilega í von um að með því mætti glæða áhuga á mjólkurmeðferðarnáminu og ná hagkvæmari rekstri með samlegð skyldra verka; að þannig mætti efla Mjólkurskólann og tengja hann hinu stóra kúabúi á Hvanneyri svo sem verið hafði í upphafi starfs skólans. Stjórn Búnaðarfélagsins mælti ekki með flutningnum170 og segir ekki frekar af þeirri hugmynd.
Undir árslokin 1920 sendi Búnaðarfélag Íslands Stjórnarráðinu áætlun sína um starfsemi og fjárþörf til hennar á árinu 1922. Sýnilega voru Búnaðarfélagsmenn ekki búnir að gefa upp alla von um framhald Mjólkurskólans:
Til kenslu í mjólkurmeðferð eru áætlaðar 5000 kr. Eins og sakir standa nú, mætti segja, að þessi starfsemi væri þýðingarlítil. Rjómabúunum fækkar ár frá ári, og hjá þeim, sem starfa, minkar framleiðslan. Ástæður til þessa eru ýmsar: hámarksverð á smjöri, dýrt vinnuafl o.fl. Hins vegar trúum vjer, að möguleikar sjeu hjer til meiri mjólkurframleiðslu, og þess vegna þurfi að halda þessu máli vakandi. Ástæða er til að láta rannsaka, hvort ostagerð eða niðursuða á mjólk, gæti eigi verið hjer eins arðvænleg og smjörgerð.171
Um þessar mundir hafði nokkuð verið unnið að tilraunum með ostagerð hérlendis.172 Meðal annarra vann Anna Friðriksdóttir, einn nemenda Mjólkurskólans sem var áður nefnd, að fræðslu um gerð osta sem „smjörbúastýra“ á vegum Búnaðarfélags Íslands.173
Á Hvítárbakka í Borgarfirði stendur endurreist en breytt hús Mjólkurskólans á Hvítárvöllum, flutt þangað árið 1925. Nú (2016) er unnið að endurbótum á húsinu.
En þótt enn ælu einhverjir með sér von um endurreisn rjómabúanna, og þá eftir hætti með ostagerðina einnig í huga, var á Búnaðarþingi árið 1923 samþykkt að fela stjórn BÍ að athuga „hvort eigi væri rjett, að fjelagið kæmi húsum sínum, og öðrum eignum, á Hvítárvöllum, í peninga á sem haganlegastan hátt“.174 Salan kom til framkvæmda á árinu 1925. Uppboð var haldið á eigum skólans. Söluverð þeirra varð nokkuð undir matsverði.175 Guðmundur Jónsson, fyrir hönd Hvítárbakkaskólans, keypti Mjólkurskólahúsið, tók það ofan og flutti á sleðum upp að Hvítárbakka þar sem það var endurreist
og notað sem mötuneyti fyrir nemendur Alþýðuskólans þar. Má enn ganga að húsinu sem eldri hluta gamla íbúðarhússins á Hvítárbakka. Ólafur bóndi á Hvítárvöllum keypti mjólkurvinnsluskúrinn en um afdrif lausamuna skólans er fátt vitað. Eitthvað af þeim mun líklega hafa fylgt Grönfeldt að Beigalda þar sem nýr þáttur hófst í mjólkursögu hans, eins og Ólafur Davíðsson og Þóra Stefánsbrátt verður vikið að. dóttir, bændur á Hvítárvöllum,
Búnaðarfélagið sá Grön- við leifar vinnsluskála Mjólkurfeldt fyrir nokkrum eftir- skólans þar 2016. launum eftir að hann hætti störfum við Mjólkurskólann. Á árunum 1923–24 tók Anna Friðriksdóttir að sér leiðbeiningar um „fyrirkomulag og útveganir til stofnunar og reksturs rjóma- og ostabúa.“176 Úr því má segja að kennsla og leiðbeiningar í mjólkurmeðferð, eins og hófust árið 1900, væru úr sögunni.