18 minute read
Kennslan og námið
Árlegar skýrslur Grönfeldts og fáeinir vitnisburðir námsmeyja eru helstu heimildirnar um kennslu hans í Mjólkurskólanum. Svo virðist sem hún hafi borið nokkur merki þróunarstarfs svo sem vænta mátti, að viðfangsefnin hafi nokkuð breyst í áranna rás í ljósi fenginnar reynslu, en líka vegna þess að námskeiðin virðast hafa tekið mið af því hvort um húsmæðrafræðslu mjólkurvinnslunnar hafi verið að ræða eða menntun verðandi rjómabústýra, eins og þegar hefur verið vikið að.
Það kemur ekki á óvart að kennsluskipanin í Mjólkurskólanum hafi að ýmsu leyti verið sniðin eftir erlendum háttum og að Mjólkurskólinn í Ladelund hafi verið helsta fyrirmyndin að kennslunni á Hvanneyri, en þar höfðu bæði Sigurður ráðunautur og Grönfeldt mjólkurfræðingur numið sín fræði, þessir tveir höfuðpaurar mjólkurfræðikennslunnar á Hvanneyri og Hvítárvöllum. Í Ladelund voru m.a. boðin 4–5 mánaða vetrarnámskeið fyrir „Mejerister og Mejersker“ með herslu á mjólkurfræði, bókhald og umönnun nautgripa.114 Svipuð skipan
Advertisement
Heimilisfólk og nemendur Mjólkurskólans á Hvítárvöllum. Hans Grönfeldt skólastjóri og Þóra Þórleifsdóttir, kona hans, honum til hægri handar. Aðrir eru óþekktir. Stúlkan lengst til hægri virðist hafa komið beint frá verkum sínum í rjómabúinu megi marka klæðnað hennar.
var í þekkt fleiri löndum, t.d. Írlandi, þar sem stúlkum bauðst 6 vikna mjólkurfræðinám.115 Má því segja að fyrsta form skólans hafi verið byggt á sama grunni og hliðstætt nám í nágrannalöndum.
Í Danmörku hafði Hið konunglega búnaðarfélag landsins staðið fyrir menntun rjómabústýra (mejersker) á árabilinu 1837–1875. Með vaxandi iðnvæðingu greinarinnar óx hlutur karla í starfinu á kostnað kvennanna. Í ljósi þess hefur verið bent á að eiginlega hafi konur rutt nútíma landbúnaði braut.116
Það var ekki fyrr en Mjólkurskólinn kom að Hvítárvöllum sem starf hans tók að mótast til frambúðar. Starfstíminn á Hvanneyri varð of knappur til þess og veturinn í Reykjavík var eins konar björgunarstarf. Sigurður ráðunautur Sigurðsson var ánægður með hvernig skólastarfið fór af stað, og kvað kennsluna svo góða, „sem framast má vænta, þegar litið er á allar ástæður, stuttan undirbúningstíma, ónóg húsakynni, fjárskort og fleira“ eins og segir í grein hans um kennsluna frá sumrinu 1901.
Þótt Grönfeldt skólastjóri væri þægilega kátur og spaugsamur þegar því var að skipta þótti námsmeyjum hann nokkuð strangur og siðavandur eins og vera bar. Þóra, kona hans, Þórleifsdóttir frá Skinnastað í Öxarfirði sem hann kvæntist 1902, var mikilhæf kona og fékk orð fyrir að vera síkát, skemmtin og í öllu hin ágætasta húsfreyja. Saman sköpuðu þau notalegt og aðlaðandi skólaheimili.
Að jafnaði dvöldu 8–10 stúlkur við nám í Mjólkurskólanum á hverju kennsluskeiði eftir að hann kom að Hvítárvöllum. Grönfeldt annaðist kennsluna að mestum hluta einn, en Þóra kona hans kom einnig nokkuð að henni. Sigurður ráðunautur var alla tíð prófdómari og eftirlitsmaður við skólann.
Í skýrslu Grönfeldts skólastjóra um fyrsta starfsárið er lítillega vikið að kennslugreinunum, sem voru mjaltir, verkleg meðferð mjólkur, smjör og ostagjörð, þvottur og ræsting, mjólkurreikningshald, bæði á mjólkurbúum
HVERNIG MJÓLKURSKÓLASTÚLKA SKYLDI KLÆÐAST
Grönfeldt gerði sérstakar kröfur um klæðnað námsmeyjanna:
Þær stúlkur, sem ætla sér á skólann, þurfa að eiga hentug verkaföt sem auðvelt er að þvo og svo vel fallin til vinnunnar, sem unt er …
Ein föt, treyju að minsta kosti, til þess að mjólka í, með stuttum ermum.
Tvennan klæðnað til að vera í við meðferð mjólkurinnar, með stuttum ermum og ekki of síðu pilsi; það er ávalt illa til fallið, ef pilsið dregst með gólfinu, og þá er ekki hægt að halda því hreinu.
Margar hvítar svuntur, mjólkurbúshúfu og loks eina tréskó; þeir eru beinlínis óhjákvæmilegir á hverju mjólkurbúi; stúlkur geta veikst af að vera á íslenzkum skóm við þá
og heimilum, fræðsla í mjólkurmeðferð, bæði skrifleg og munnleg, mæling á fitu með „Gerbers“ fitumæli o.s.frv.
Mjólkurskólinn undir stjórn Grönfeldts varð í forystu um nýja tækni við mat á mjólkurgæðum og meðferð afurðanna. Þar voru t.d. mælingar á fitumagni rjómans fastur verkliður, en fitumælingar mjólkur urðu mikilvægur þáttur í ræktunar- og kynbótastarfi bænda sem efldist mjög á fyrri árum Mjólkurskólans. Grönfeldt varð sér einnig snemma úti um gerilsneyðingartæki. Það pantaði hann að ráði Bøggilds prófessors sumarið 1903 frá
Tvær mjólkurskólastúlkur á Hvítárvöllum í fullum skrúða, sennilega veturinn 1913–1914, þær Guðbjörg Kristjánsdóttir (t.v.) og Aldís Jónsdóttir (t.h.).
vinnu, því að þeir verða alt af vatnsósa og þar af leiðandi kaldir, þegar auk þess alt af er gengið á köldu mjólkurhússgólfinu. Þeir eru yfirleitt í meira lagi óhentugur skófatnaður við mjólkurgerð, þar sem alt á að bera merki um reglu og þrifnað, alt frá tréskóm stúlkunnar til tárhreins strokksins.117
Burmeister & Wain. Tækið kostaði sem nam að minnsta kosti hálfu tonni af smjöri, 350 kr., og virðist stjórn Búnaðarfélagsins hafa greitt það með nokkrum semingi.118 Þá var gerilsneyðing mjólkur og rjóma nýlunda hérlendis.
Eftir að skólinn flutti að Hvítárvöllum óx smjörframleiðslan þar sem úr meiri rjóma var að vinna en Mjólkurskólinn hafði haft aðgang að á Hvanneyri. Samkvæmt skýrslum Grönfeldts skólastjóra nam hún framan af 6000–8000 pundum árlega (3–4 tonnum).
Undralítið hefur varðveist af náms- og kennsluefni úr
REIKNAÐ Í KÖNNUM OG KVINTUM
Um dagleg störf í Mjólkurskólanum á fyrstu árum hans er fremur lítið vitað. Kristín Ólafsdóttir, sem dvaldi í skólanum 1904–1905, lýsti þó starfinu m.a. svo:
Verklega kennslan fór fram fyrir hádegi, byrjaði klukkan 8. – Kennt var: Mjaltir, meðferð mjólkur, smjör- og ostagerð, fitumæling og sýring. Sumar stúlkurnar tóku á móti rjómanum, eftir röð, að viðstöddum skólastjóra, og áttum við að vega hann og segja til um það hvort hann væri „tækur“ eða ekki, ef svo var ekki, þá hvað væri að honum. Þetta þótti okkur stúlkunum ekki gott verk, því við urðum að smakka á rjómanum frá hverju heimili, en þau voru nokkuð mörg, og misjafnt var bragðið … Þær stúlkur, sem ekki tóku á móti rjóma þann daginn, sáu um strokkinn og „tóku af honum“, söltuðu smjörið og settu í vatn, þangað til gengið var endanlega frá því. Eftir hádegið byrjaði bóklega námið. Kennt var í fyrirlestrum að mestu, og áttum við að skilgreina hvaðeina í smáritgerðum. En það var um meðferð mjólkur og rjóma, gerlafræði og húsdýrafræði. Svo var reikningurinn, sem okkur stúlkunum fannst svo þungur og margbrotinn. Alt var reiknað út í „könnum og kvintum“. Eitt dæmið gat orðið svo umfangs-
Mjólkurskólanum. Í leitirnar hafa aðeins komið fáeinar uppskriftir námsmeyja, einkum frá fyrstu starfsárum skólans. Þær eru þrenns konar að efni: • leiðbeiningar um hirðingu mjólkurkúa og kálfa, svo og fræðsla um fóðurþarfir og fóðrun nautgripa; • færsla kúaskýrslna, þar sem áhersla var lögð á feitimagn
Dæmi um rjómabúsreikning nemanda við Mjólkurskólann veturinn 1902–1903.
mikið að það tók yfir heila opnu í meðal stílabók. Jeg taldi einu sinni aðferðirnar og afbrigðin við að reikna út vikusmjör 42 manna og taldist mjer þær 18 … Vafalaust tel jeg þó, að þessi margbrotni reikningur, með öllum sínum brotabrotum, „könnu og kvinta“-reikningi, hafi vakið athyglina og skerpt hugsanir okkar nemendanna. En þar veitti víst ekki af …119
(smjör) mjólkurinnar. Notuð voru dæmi úr kennslufjósunum; • færsla viðskiptareikninga fyrir rjómabú.
Efnið ber með sér að hafa verið hagnýtt, svo sem til stóð, en jafnframt á háu faglegu stigi. Er bersýnilegt að Grönfeldt skólastjóri hefur kunnað mjög vel til allra verka
ÞAÐ SEM PRÝÐIR GÓÐA RJÓMABÚSTÝRU
„Skilyrðin fyrir því að geta verið rjómabústýra“ er yfirskrift kafla í glósubók Sesselju Stefánsdóttur nemanda Mjólkurskólans frá árinu 1903:
Sá kvenmaður, sem tekur að sér mjólkur- eða rjómabú, hefur margs að gæta, til að geta leyst starf sitt vel af hendi. Eg heyri marga leggja áherslu á reikninginn, sem aðalskilyrði fyrir að geta staðið vel í þeirri stöðu, en af þeirri litlu kynningu, sem eg hef af starfssviði bústýrunnar, vil eg segja að það sé það minnsta. Fyrir utan nægilega verklega þekkingu þarf hún að hafa þá kosti sem taldir eru góðri húsmóður til gildis: reglusemi, hreinlæti og samviskusemi. Reglusemina til að vinna alt á ákveðnum tíma; og ef hún er það við sjálfa sig mun hún geta verkað á meðlimi mjólkurbúsins svo þeir gjöri sig ekki seka í óreglu með sendingu mjólkurinnar eða rjómans, sem mun vera afar óþægilegt. Hreinlætis þarf hún að gæta í öllu, ekki einungis í hennar eigin verkahring: í meðferð mjólkur og smjörs heldur þarf hún að hafa eftirlit með heimilum sem mjólkin er frá, því aldrei verður gott smjör úr þeirri mjólk, sem ekki er farið hreinlega með á heimilunum og máske ekki heldur ílátin sem mjólkin er flutt í, og verður hún að hafa strangar gætur á því, og vanda um ef þarf, og als ekki taka á móti þeirri mjólk, sem eitthvað er gölluð. Hún þarf að vera samviskusöm, hafa vakandi áhuga á þvísem henni er trúað fyrir, svo hver geti haft sem mestan arð af sinni mjólk, og umfram alt að hver njóti síns, hver sem hann er.
Þetta finst mér nú vera þeir helztu kostir, sem hver bústýra þarf að hafa, en að telja upp hvað eina, sem hún hefur
Kristjana Jónatansdóttir frá Fjalli í Aðaldal nam við Mjólkurskólann veturinn 1902–1903, fór til framhaldsnáms í mjólkurvinnslu í Danmörku og átti síðan langan starfsaldur sem rjómabústýra á Hvanneyri. Hér er hún við vélknúna skilvindu rjómabúsins þar, líklega um 1930.
að gæta, finst mér enga þýðingu hafa, því það kemur af sjálfu sér ef hún skilur köllun sína rétt.“120
og lagt sig fram við kennsluna. Eftirlitsstörf hans með rjómabúunum og afurðum þeirra, sem hann stundaði á sumrum, auðvelduðu honum vafalaust einnig að sníða kennsluna að brýnustu þörfum rjómabústýranna.
Tvenn viðfangsefni önnur má nefna sem virðast hafa verið nokkur fyrirferðar í kennslunni. Fyrst það sem kalla mætti hússtjórnarfræði, s.s. matargerð og næringarfræði, sem virðist hafa vaxið að fyrirferð eftir því sem starfsárin liðu. Líklega kom þar til hlutur Þóru, eiginkonu Grönfeldts, er kunni vel til þeirra fræða, hafði m.a. skrifað bók um matargerð, eins og áður var getið. Hins vegar var það leikfimi sem á þessum árum taldist vera nokkur nýlunda. Gætti þar án efa áhrifa hinna dönsku lýðháskóla í anda Grundtvigs, en Nils Pedersen, skólastjóri Grönfeldts í Ladelund, hafði einmitt verið kennari á lýðháskólanum í Askov, skóla sem mikið orð fór af um þær mundir. Grönfeldt var því meðal frumkvöðla leikfimikennslu hérlendis.
Í flestum skýrslna sinna greinir Grönfeldt helst frá námsgreinunum í almennum orðum. Skólaárið 1914–15 gerir hann þó undantekningu og skrifar:
Nokkur breyting á kenslunni var gerð, og er henni nú þannig hagað:
1. Verkleg kensla: Smjörgerð og ostagerð, fitumæling, vatnsmæling í smjörinu (Ostagerð er aukin að miklum mun, með því búið er til mikið af ostum úr ósúrum áfum), innanhússtörf, ræsting, matartilbúning, brauðagerð, kökubakstur o. fl.
Dauðhreinsunarskápur, úr fórum Grönfeldts skólastjóra.
2. Mjólkurfræði: Fyrirlestrar, samtalstímar og stílar. 3. Húsdýrafræði: Fyrirlestrar og stílar. 4. Heilsufræði: Fyrirlestrar, samtalstímar og stílar. 5. Samsetning fæðutegundanna: Fyrirlestrar. 6. Reikningur, skriflegur og munnlegur. 7. Réttritun. 8. Söngur.121
Breytingin mun helst hafa falist í því að heimilisfræðin fengu aukið vægi í kennslunni enda var þá farið að bera á samdrætti í starfsemi rjómabúanna.
Halldóra Benónýsdóttir frá Háafelli í Skorradal var
nemandi á Hvítárvöllum síðasta starfsvetur skólans, frostaveturinn 1918. Þannig lýsti hún námi og starfi þar:
Þennan vetur voru 5 stúlkur í skólanum og 1 í eldhúsi. Rjómavinnslan var í sérstöku steinhúsi með tígul steina gólfi, en svo var búið í öðru húsi. Þar var eldhús og búr og borðstofa niðri og svefnherbergi hjónanna, en tvö svefnherbergi uppi og stofa til að kenna í. Bóklegu fögin voru íslenska, danska, reikningur, mjólkurfræði og heilsufræði. Frú Þóra kenndi íslensku og eitthvað fleira …
Rjóminn var fluttur á reiðingshestum til búsins, það er að segja sunnan ár, en ferjað yfir Hvítá á meðan hún var auð, en þá báru menn víst brúsana á sjálfum sér frá ánni. Eftir að Hvítá lagði var hægt að fara með sleða … Það var notaður mótor til að strokka, en sá mótor var ekki notaður til annars. Strokkurinn var stór, í líkingu við tunnu, bara stærri. Grind innan í honum sem snérist, en einhvers konar ás eða hjörur undir, svo að hægt var að halla honum, og renna áfunum frá þegar búið var að strokka. Smérið var þvegið í strokknum að miklu leyti, síðan sett í það salt og svo látið á sérstakt hringlaga borð með brúnum utanum, svo smérið færi ekki út af borðinu, síðan var það hnoðað með sérstökum valtara og drepið niður í kvartel. Kvartelin komu í stöfum upp að Ferjukoti, en voru sett þar saman.
Ostur var búinn til úr áfunum. Áfirnar velgdar upp í 34 stig, hleypir settur í og látið bíða nokkra stund. Síðan var skorið í þetta langsum og þversum marga skurði og svo hrært í þangað til allt var orðið kyrningur, saltað og hrært meira. Mysan var ausin af, en draflinn settur í ostamót og pressu. Ostamótin voru ferköntuð en ekki mjög stór.
Ostarnir voru látnir standa minnst sólarhring í þessum pressumótum, síðan settir í saltpækil og látnir vera þar í nokkra daga. Svo var þeim raðað upp í hillu, en snúið öðru hvoru. Stöku sinnum þvegnir úr saltvatni. Þessi ostur hét hvítostur, og stundum nefndur saltostur. Það var kallað að láta ostana gerast, meðan þeir voru á hillunni.122
Heillegustu námsgögn Mjólkurskólans, sem ég hef séð, eru frá hendi Sesselju Stefánsdóttur frá Guðmundarstöðum í Vopnafirði, er var í Mjólkurskólanum veturinn 1903. Öll gögnin handskrifuð að sjálfsögðu. Texti þeirra er að hluta á íslensku en að hluta á dönsku. Enginn er lengur til frásagnar um það hvernig bókleg kennsla Grönfeldts fór fram utan áðurnefnt: Fyrirlestrar og samtalstímar, auk stílagerðar. Nemendur hafa sjálfir þurft að koma efni fyrirlestra Grönfeldts, sem ef til vill hafa verið á blönduðu máli, yfir á þá skýru íslensku, sem lesa má í glósubókum Sesselju. Danski textinn kann þá að hafa verið afritaður frá Grönfeldt sjálfum. Efni Sesselju, t.d. um fóðurfræði nautgripa, sýnir að það var býsna fræðilegt og í fljótu bragði séð sambærilegt við fóðurfræði búnaðarskólanna á þessum árum.
Heiti kafla mjólkurfræðihlutans í glósubók Sesselju frá Guðmundarstöðum eru líka athyglisverð:
• Mjaltirnar • Holsteinsk mjólkurmeðferð • Um júgrið
• Um hirðingu mjólkur og rjómans, sem sendur er til mjólkurbúanna • Um vatnið • Um skilvindur • Um sýruna • Meðferð og sýring rjómans • Slæm mjólk • Um eiginleika mjólkurinnar • Um smjörverkun • Um smjörið og verðmæti mjólkurinnar • Skilyrðin fyrir því að geta verið rjómabústýra
Hér var sýnilega ekki yfirborðsleg fræðsla á ferð en þó tekur steininn úr þegar kemur að reikningunum. Á grundvelli mælinga á magni og efnum mjólkur og rjóma, þar sem fituprósentan var lykilstærð, voru gerðir útreikningar á væntanlegu smjörmagni og verðmæti smjörsins, allt fært í krónum og aurum í lokaniðurstöðu – og þá með „kontói“ fyrir hvern og einn innleggjanda og fyrir hin ýmsu innleggstímabil. Í ljósi hins skamma námstíma virðist því ljóst að nemendur hafi þurft að halda sig vel við efnið, því að auk hins bóklega þáttar var mikill hluti námsins verklegur eins og fram hefur komið.
Grönfeldt sótti um stuðning til Danmerkurferðar sumarið 1905, bæði til Búnaðarfélags Íslands og Hins konunglega danska búnaðarfélags. Búnaðarfélagið veitti honum 500 kr. og danska landbúnaðarráðuneytið, að tilmælum danska búnaðarfélagsins, 150 kr. af endurmenntunarfé
Fitumælingabúnaður, úr fórum Grönfeldts skólastjóra.
þarlendra mjólkurfræðinga. Í ferðinni hugðist Grönfeldt finna kennslustofnanir til framhaldsnáms fyrir rjómabústýrur, „udvælge Læresteder for islandske mejersker hvor de kan uddanne dem videre paa …“. Einnig að fara á smjörsýningar sem þá voru reglulegt og mikilvægt markaðsframtak í Danmörku og loks að „bese smørtransportskibene …“123 en smjörflutningurinn frá Íslandi á hinn erlenda markað var mjög viðkvæmur hluti viðskiptaferilsins. Ferðina fór Grönfeldt.
Kaflinn er úr glósubók Sesselju Stefánsdóttur nemanda Mjólkurskólans frá árinu 1903:
Þegar mjólk og rjómi er sendur til mjólkurbúanna, verður að viðhafa það hreinlæti, sem framast er unt, því án þess verður varan óútgengileg og mjólkur- og rjómabúin ná þá ekki tilgangi sínum. Hver, sem er hluthafi í mjólkurbúunum, verður því að styðja að því, að farið sé þannig með mjólkina og rjómann, að það valdi ekki neinum afkeim. Ílátin, sem flutt er í, standi ekki í fjósinu eða nokkursstaðar, þar sem þau geta dregið í sig óloft eða reyk, og að þau séu þvegin vandlega í hvert skifti, sem þau eru losuð og eins áður en látið er í þau aftur. Ef ekki er hægt að fara með mjólkina undir eins og búið er að mjólka verður undir eins að kæla hana, og má gjöra það í brunni á þann hátt, að band er sett í flutningsfötuna, og hún hengd ofan í brunninn, þá þannig að hún snerti ekki vatnið, eða þá að saga ofan af olíufati, láta í það kalt vatn og fötuna þar ofan í, og má þá ekki vatnið vera neðar en mjólkin er í fötunni; skifta verður um vatnið að 1 kl.tíma liðnum. Rjómabúin ætti ekki að stofna nema þar sem flutningur á mjólkinni er of erfiður, því það er ennþá vandfarnara með rjómann en mjólkina að því leyti, að hann er ennþá næmari fyrir að draga í sig reyk og ryk en mjólkin og verður því herbergið, sem skilvindan er í, að vera bjart og loftgott og þar sem ekki getur komist að því reykur. Ef ekki er hægt að fara með rjómann undir eins og búið er að skilja – sem aldrei ætti að hjá líða þó hann sýnist lítill að flytja –
Áhöld úr rjómabúinu á Hvanneyri, nú varðveitt í Landbúnaðarsafni Íslands: Vélknúinn strokkur fjær t.v. Stúlkan stendur við bullustrokk en nær eru aðrar og nýlegri gerðir handstrokka.
verður að kæla hann þegar í stað, og má ekki lokið verða fast ofan yfir á meðan – og þess verður að gæta með mjólkina líka – svo gufan geti rokið upp, því annars er hætt við að rjóminn fái afkeim og þá smjörið líka. Varast verður að blanda rjóma frá 2 málum saman, fyr en hann er orðinn kaldur og ætti helzt ekki að gjöra það þá, ef hægt er að komast hjá því.
Athyglisverð er hugmyndin um framhaldsnám íslensku stúlknanna í Danmörku og má hún skoðast sem metnaður skólastjórans til þess að ná sem lengst á sviði mjólkurfræðimenntunar fyrir Íslendinga. Hins vegar hafa ekki fundist margar heimildir um stúlkur sem til framhaldsnáms héldu. Þó er getið tveggja ónafngreindra sem það gerðu haustið 1904, með styrk Búnaðarfélagsins „for paa danske Mejerier at sætte dem bedre ind i Gerning som Bestyrerinder.“124 Vera kann að önnur þeirra hafi verið Kristjana Jónatansdóttir, brautskráð frá Mjólkurskólanum veturinn 1903, er dvaldist um tveggja ára skeið í Danmörku við mjólkurfræðinám, en varð síðan vel þekkt sem rjómabústýra Bændaskólans á Hvanneyri.125 Þótt vart hafi staðið á hvatningu Grönfeldts voru aðstæður á þeim árum ekki hagstæðar konum til framhaldsnáms en hitt líka að spurn eftir þeim nýútskrifuðum til starfa á rjómabúunum var mjög mikil. Á veltiárum íslensku rjómabúanna biðu þeirra vel launuð bústýrustörf í rjómabúunum strax að námi loknu.
Að „bese smørtransportskibene“ – að skoða flutningaskipin – var brýnt í ljósi langrar siglingaleiðar frá Íslandi til enska smjörmarkaðarins og í ljósi þess, hve tækni til kælingar og geymslu jafnviðkvæmrar vöru og smjörs var frumstæð á þeim tíma. Ekki var nóg að rjómabústýrurnar vönduðu verk sín. Tryggja varð bestu meðferð smjörsins yfir hafið og á borð kröfuharðra breskra neytenda.
Lengd hvers námskeiðs við Mjólkurskólann var
BÚSTÝRUHÖRGULL Í BYRJUN ALDAR
Hörgull var á rjómabústýrum á fyrstu árum Mjólkurskólans og rjómabúanna. Að jafnaði var um að ræða tveggja til þriggja mánaða sumarstarf. Sigurður ráðunautur Sigurðsson hafði eðlilega nokkra milligöngu um útvegun þeirra. Í bréfi til Helgu Björnsdóttur frá Svarfhóli haustið 1903, sem rúmu ári fyrr hafði lokið námi við Mjólkurskólann, skrifaði hann að í þetta sinn yrði
… mesti bústýruhörgull svo þér megið til að taka að yður eitt einhversstaðar. – Segið mjer bara með hvaða kjörum þjer gefið kost á yður til að standa fyrir rjómabúi.126
breytileg. Svo virðist sem þau hafi lengst er frá leið. Styttri námskeiðin voru fremur sniðin að þörfum „góðra húsmæðra“ en hin lengri fyrir þær sem vildu verða rjómabústýrur.127
Ekki er að finna margar heimildir varðandi almennar umræður um starf Mjólkurskólans. Þær fóru einkum fram innan Búnaðarfélags Íslands, í stjórnarnefnd þess og á Búnaðarþingi. Sigurður ráðunautur Sigurðsson hafði þar mótandi forystu, eins og þegar hefur komið fram. Ber mest á áhrifum hans framan af starfstíma Mjólkurskólans en er leið á það virðist Grönfeldt hafa mótað skólastarfið að mestu einn og óstuddur – og þannig breyst úr mjólkurmeðferðarkennara í mjólkurskólastjóra svo einfölduð sé
þróunin sem lesa má úr því hvernig Grönfeldt var titlaður. Sigurður ráðunautur fékk líka fullar hendur með ráðgjöf og eftirliti með æ fleiri og vaxandi rjómabúum – smjörbúunum er hann oftast kallaði svo í skrifum sínum.
Mjólkurmeðferðarkennslan á Hvítárvöllum kom til umræðu á fundi í Þjórsártúni 19. janúar 1905 en þar stofnuðu þá sunnlensku rjómabúin með sér formleg samtök, Rjómabúasamtök Suðurlands.128 Á fundinum „… voru allir fundarmenn á því, að þessa kenslu þyrfti að auka og bæta …“ skrifaði Sigurður ráðunautur í grein sinni um fundinn.129 Þótt mikill hugur væri í bændum þar sakir velgengni smjörsölunnar þótti þeim ekki vænlegt að stofna annan mjólkurskóla. Nær væri að efla þann sem fyrir væri: … Þegar mjólkurskólinn er borinn saman við aðra skóla hér á landi, sem honum eru einna skyldastir, svo sem búnaðarskólana og kvennaskólana, þá leynir það sér ekki, að þeir eru að ýmsu leyti betur útbúnir en mjólkurskólinn. – Í búnaðarskólunum eru menn 2 ár, nemendur oftast 9–12, að Hólaskóla undanskildum, og kennarar að minsta kosti tveir við hvern þeirra. Við kvennaskólana, sem kenna alt og ekkert, er námstíminn 2–3 vetur, og kennarar eða kenslukonur tíðast 2 … … Satt að segja er smjörgerðin svo mikið vandaverk, að hún lærist eigi til hlítar á 6 mánuðum, einkum þegar það er svo margt annað, sem kent er á sama tíma, og einum manni er ætlað að kenna þetta alt. Það þarf meira en meðalmann til þess að komast yfir slíkt, svo vel sé.
Engri rýrð væri með þessu kastað að Grönfeldt, skrifaði greinarhöfundur, en með ýmsum hætti þyrfti að efla skólann og bæta kennsluna, svo mikil verðmæti væru í húfi og smjörgæðin „… mjög mikið undir því komin hvernig smjörbúunum er stjórnað.“ Á hverju sumri væri kvartað yfir smjörgöllum „… og það er enginn vafi á því, að margir af þessum göllum eiga að meira eða minna leyti rót sína að rekja til smjörbúanna, eða með öðrum orðum til vankunnáttu þeirra í smjörgerð, er veita þeim forstöðu. Þetta segi eg ekki til ámælis, hvorki kennara eða nemendum skólans en það stafar af fyrirkomulaginu, ónógum undirbúningi nemendanna, of stuttum námstíma, og ofmiklum kenslustörfum, sem þar er hrúgað á einn mann.“
En þrátt fyrir þessar alvarlegu ábendingar virðist fátt hafa verið gert til þess að breyta skólanum, hvorki með því að lengja hann að ráði eða með því útvega honum meira fjármagn eða fleiri kennslukrafta.