Fundargögn aðalfundar BHM 2013

Page 57

ÞEKKING OG HAGSÆLD

Ef nota á einn gjaldstofn er aðeins heildarlaunum til að dreifa. Þau eru nú notuð t.d. sem stofn að greiðslum í orlofs-, styrktar- og sjúkrasjóði. Áhrifin þess að miða gjöldin við heildarlaun eru því annarsvegar að lækka gjöld þeirra sem hafa annan og hærri gjaldstofn en dagvinnulaun og að hækka gjöld hjá þeim félögum þar sem dagvinnan er gjaldstofn og hækka þau verulega hjá þeim félögum sem yfirvinna umtalsverð. Tekjusamsetning félagsmanna eftir félögum er mjög ólík og í minnisblaði Stefáns Aðalsteinssonar frá 31. janúar sl. er skoðað hvaða áhrif það hefði á einstök félög ef gjöldin fyri öll félög yrðu lögð á heidarlaun í stað þess gjaldstofns sem félögin kjósa að nota nú. Í ljós kom að breytingin yrði frá tæplega 42% hækkun til tæplega 10% lækkunar (mynd I). Sú leið að innheimta fast gjald fyrir félagsmann er vel framkvæmanleg, t.d. þannig að gjaldið sé ákveðið um mitt ár og miðist við fjölda félagsmanna að baki aðalfundarfulltrúum. Áhrif þess á félögin og samanburður heildarlauna leiðina sést á mynd I. Ef nota á fast gjald m.v. félagsmann þýðir það flutning gjalda frá félögum þar sem dagvinnulaun eru lág til þeirra þar sem dagvinnulaunin eru hærri. Einnig myndu gjöld þeirra sem hafa hátt hlutfall hlutavinnufólks hækka. Á mynd II sést hvaða áhrif leiðirnar tvær hafa miðað við mismunandi dagvinnulaun. Báðar leiðirnar þýða þyngri byrði þar sem dagvinnulaunin eru lægri. Sé farin heildarlaunaleiðin er þetta samband minna og óljósara, en sé notað fast gjald er þetta meira og sterkara. Þessi samanburður sýnir að félagslega gengur það illa að taka fast gjald. Sú leið, að miða gjöld til bandalagsins við heildarlaun, er erfið en sennilega betri, sérstaklega í ljósi þess misræmis sem þegar hefur skapast og þeirra breytinga sem væntanlegar eru á samsetningu bandalagsins. Þess vegna er lagt til að félögin fá góðan aðlögunartíma þar til breytingar taki gildi Tillaga: Aðalfundur Bandalags háskólamanna 2013 samþykkir að stefna að því að gjöld til bandalagsins miðist við heildarlaun frá og með miðju ári 2016.

Páll Halldórsson, varaformaður BHM


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.