Úthlutunarreglur STH

Page 1

ÚTHLUTUNARREGLUR

1. Einstaklingar 1.1

Hverjir eiga rétt á að sækja um styrki hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna? Rétt til að sækja um styrki til Starfsþróunarseturs hafa félagsmenn eftirfarandi aðildarfélaga BHM sem iðgjöld eru greidd fyrir til Starfsþróunarsetur háskólamanna: Dýralæknafélag Íslands, Félag geislafræðinga, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag lífeindafræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, Leikarafélag Íslands, Ljósmæðrafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, Stéttarfélag lögfræðinga, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag sjúkraþjálfara og Þroskaþjálfafélag Íslands. Félagsmenn í starfi hjá stofnunum sem falla undir lög nr. 94/1986 teljast fullgildir aðilar um leið og greiðslur iðgjalda hefjast. Annars gildir að réttur hefst þegar iðgjöld hafa verið greidd í 6 mánuði. Við atvinnumissi er hægt að greiða iðgjöld í allt að ár til að viðhalda réttindum hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna. Starfsmenn í fæðingarorlofi geta fengið styrk ef iðgjöld eru greidd til setursins.

1.2

Styrkhæfi verkefna Falli verkefni að starfsþróunaráætlun1 umsækjanda, samkvæmt staðfestingu yfirmanns, er styrkveiting óháð starfshlutfalli umsækjanda. Sé slík staðfesting ekki fyrir hendi er réttur til umsóknar almennt háður því að verkefni teljist vera á háskólastigi eða liður í starfsþróun2 umsækjanda. Rökstyðja þarf umsókn með tilliti til þess, auk þess sem rökstyðja þarf staðarval náms ef það er erlendis. Styrkur á þessum forsendum er veittur í samræmi við starfshlutfall þannig að einstaklingur í 50% starfi eða minna hefur rétt til 50% styrks en starfshlutfall yfir 50% veitir rétt til fullrar greiðslu.

1

Starfsþróunaráætlun snýr að starfsþróun í núverandi starfi. Áætlunin byggir á sameiginlegri niðurstöðu starfsmanns og yfirmanns með þarfir starfsmanns og stofnunarinnar í huga. Markmiðið er að auka árangur starfsmanns og stofnunar og er starfsþróunaráætlun samþykkt af yfirmanni.

2

Starfsþróun gengur út á það að þróast faglega, tileinka sér nýja þekkingu, færni og hæfni.


1.3

Hvað er styrkt Eftirtalið er að jafnaði styrkhæft: A. Skólagjald B. Námskeiðsgjald C. Ráðstefnugjald D. Ferðakostnaður (gildir ekki um ferðir innanbæjar)3

1.4

Styrkfjárhæð Hámarksupphæð styrkja miðast við 370.000 kr. á hverjum 24 mánuðum.

1.5

Greiðsla styrks Greiðsla er innt af hendi gegn framvísun frumrits reiknings eða ígildis þess. Styrkir úr sjóðnum eru að jafnaði greiddir út mánaðarlega. Leitast er við að greiða styrki úr sjóðnum eins fljótt og aðstæður leyfa hverju sinni.

1.6

Fyrning styrkloforða Greiðsla styrks er háð því að reikningur berist innan þriggja mánaða frá því að greiðsla var innt af hendi.

1.7

Aðildarlok Aðild félagsmanna að Starfsþróunarsetrinu lýkur þegar greiðslum iðgjalda er hætt.

2. Stofnanir 2.1

Aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna Fullgild aðild að Starfsþróunarsetri hafa þær stofnanir sem falla undir lög nr. 94/1986 og greiða iðgjöld til setursins vegna félagsmanna BHM sem þar starfa.

2.2

Styrkhæfi verkefna Verkefni þurfa að falla að markmiðum stofnunar í starfsþróunarmálum og taka til starfsmanna sem iðgjöld eru greidd fyrir til Starfsþróunarseturs. Starfsþróunarsetur háskólamanna styrkir eftirfarandi: A. Starfsþróunaráætlanir Að koma upp virku ferli við gerð starfsþróunaráætlana innan stofnunar. B. Verkefni sem byggja á starfsþróunaráætlunum Hér er um að ræða verkefni sem tengjast framþróun stofnana og falla að markmiðum stofnunar í starfsþróunarmálum. Ekki eru styrkt verkefni sem eru hluti af reglubundinni starfsemi stofnunnar heldur þarf að vera um nýbreytni og nýsköpun að ræða.

3

Í ferðakostnaði er innifalið m.a. flug, lestarferðir og kostnaður vegna gistingar.


2.3

Styrkfjárhæð Stjórn ákvarðar hvaða fjármagni verður veitt í styrki til stofnana í samræmi við áherslur stjórnar hverju sinni. Ákvörðun þar að lútandi verður kynnt á heimasíðu setursins. Styrkjum er úthlutað til umsækjenda ársfjórðungslega.

3. Aðildarfélög 3.1

Aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna Rétt til að sækja um styrki til Starfsþróunarseturs hafa eftirtalin aðildarfélög BHM: Dýralæknafélag Íslands, Félag geislafræðinga, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag lífeindafræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, Leikarafélag Íslands, Ljósmæðrafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, Stéttarfélag lögfræðinga, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag sjúkraþjálfara og Þroskaþjálfafélag Íslands.

3.2

Styrkhæfi verkefna. Fagnámskeið, ráðstefnur og verkefni er varða þróun í faginu eða starfi stéttarfélaga eru styrkhæf hvað varðar kostnað vegna fyrirlesara og fundarsala. Senda þarf kostnaðaráætlun og uppgjör að lokinni ráðstefnu, námskeiðum eða verkefnum.

3.3

Styrkfjárhæð Stjórn ákvarðar hvaða fjármagni verður veitt í styrki til aðildarfélaga í samræmi við áherslur stjórnar hverju sinni. Ákvörðun þar að lútandi verður kynnt á heimasíðu setursins. Styrkjum er úthlutað til umsækjenda ársfjórðungslega.

4. Starfsmannaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytis og Bandalag háskólamanna 4.1

Réttur starfsmannaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytis og Bandalags háskólamanna til styrks Rétt til að sækja um styrki til Starfsþróunarseturs hafa starfsmannaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytis og Bandalag háskólamanna.

4.2

Styrkhæfi verkefna Námskeið, ráðstefnur og sérstök átaksverkefni er stuðla að eflingu starfsþróunar og mannauðs ríkisstofnana eru styrkhæf.


4.3

Styrkfjárhæð Stjórn ákvarðar hvaða fjármagni verður veitt í styrki til starfsmannaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytis og Bandalags háskólamanna í samræmi við áherslur stjórnar hverju sinni. Ákvörðun þar að lútandi verður kynnt á heimasíðu setursins. Styrkjum er úthlutað til umsækjenda ársfjórðungslega.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.