Page 1

Þekking og hagsæld

Aðalfundur Bandalags háskólamanna 2013


Efnisyfirlit 1.

Dagskrá aðalfundar 2013

2. 3.

Aðalfundarfulltrúar Ávarp formanns

4.

Veikindaréttur, heilsufar og líðan

5.

Jafnlaunamál

6. 7.

Nýjungar í réttindamálum vegna sí- og endurmenntunar Skýrsla stjórnar 2012-2013

8.

Ársreikningur BHM 2012

9.

Aðildarumsóknir Félag íslenskra leikara Félag sjúkraþjálfara Stéttarfélag tómstunda- og félagsmálafræðinga

10.

Stefnuskrá og starfsáætlun BHM 2013-2014

11. 12.

Fjárhagsáætlun BHM 2013 Ákvörðun ársgjalds

13.

Tillaga uppstillingarnefndar um kjör í trúnaðarstöður

14.

Tillaga stjórnar um stofn iðgjalds til BHM

VIÐAUKI Skýrslur og reikningar sjóða í tengslum við BHM 1.

Orlofssjóður BHM. Skýrsla stjórnar og ársreikningur

2.

Sjúkrasjóður BHM. Skýrsla stjórnar og ársreikningur

3.

Starfsmenntunarsjóður BHM. Skýrsla stjórnar og ársreikningur

4.

Styrktarsjóður BHM. Skýrsla stjórnar og ársreikningur

5.

Starfsþróunarsetur háskólamanna. Skýrsla stjórnar og ársreikningur

Ritstjórn og umsjón: Ása S. Þórisdóttir Ljósmyndir: Vigfús Birgisson Útlit: Dynamo Reykjavík Prentvinnsla: Pixel ehf


Dagskrá 8:30

Skráning og afhending gagna

9:00

Setning og ávarp formanns BHM

9:15

Kosning fundarstjóra og fundarritara

9:15

'DQVND³9LGHQSLORW´YHUNHIQLèRJiKULIìHVViDWYLQQXP|JXOHLNDKiVNyODPHQQWDèUDt'DQP|UNX

10:15

Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi

11:15

Kaffihlé

11:30

Af Kjarakönnun BHM 2013

12:00

Matarhlé

13:00

Skýrsla stjórnar 2012-2013 og ársreikningur 2012

13:30

Aðildarumsóknir

Rasmus Conradsen, Akademikerne í Danmörku Ragna Árnadóttir, formaður samráðsvettvangsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar

Ævar Þórólfsson, sérfræðingur hjá Maskínu

Stéttarfélag tómstunda- og félagsmálafræðinga Félag íslenskra leikara Félag sjúkraþjálfara 13:50

Stefnuskrá og starfsáætlun til næsta aðalfundar

14:10

Stefnumótun BHM

14:30

Fjárhagsáætlun og ákvörðun ársgjalds

14:50

Kaffihlé

15:10

Skýrslur og reikningar sjóða í tengslum við BHM Orlofssjóður BHM. Skýrsla stjórnar og ársreikningur Sjúkrasjóður BHM. Skýrsla stjórnar og ársreikningur Starfsmenntunarsjóður BHM. Skýrsla stjórnar og ársreikningur Styrktarsjóður BHM. Skýrsla stjórnar og ársreikningur Starfsþróunarsetur háskólamanna. Skýrsla stjórnar og ársreikningur

15:20

Kjör í trúnaðarstöður Tillaga uppstillingarnefndar Kjör varaformanns BHM til tveggja ára Kjör tveggja stjórnarmanna BHM til tveggja ára Kjör tveggja varamanna í stjórn BHM til eins árs Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga og eins varamanns til eins árs Kjör tveggja fulltrúa í kjara- og réttindanefnd til tveggja ára Kjör tveggja fulltrúa í fag- og kynningarmálanefnd til tveggja ára Kjör tveggja fulltrúa í þjónustu- og aðbúnaðarnefnd til tveggja ára Kjör þriggja stjórnarmanna í stjórn Starfsþróunarsetursins til tveggja ára Kjör tveggja stjórnarmanna í stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM Kjör fulltrúa í stjórn Orlofssjóðs BHM til eins árs

15:40

Önnur mál Tillaga stjórnar um stofn iðgjalds til BHM Tillögur að ályktunum aðalfundar BHM

16:00

Fundi slitið og léttar veitingar í húsnæði BHM


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Aðalfundarfulltrúar DÍ DÍ FF FF FG FG FG FH FH FH FH FH FH FH FH FH FH FH FHA FHA FHA FHSS FHSS FHSS FHSS FHSS FHSS FHSS FÍ FÍ FÍ FÍF FÍF FÍF FÍF FÍH FÍH FÍH FÍN FÍN FÍN FÍN FÍN FÍN FÍN FÍN

Guðbjörg Þorvarðardóttir Dagmar Ýr Ólafsdóttur Gunnar Hrafn Jónsson Ægir Þór Eysteinsson Halla Grétarsdóttir Harpa Dís Birgisdóttir Katrín Sigurðardóttir Jörundur Guðmundsson Ármann Höskuldsson Baldvin Zarioh Eva Benediktsdóttir Hákon Hrafn Sigurðsson Helga Birna Ingimundardóttir Karl Skírnisson Michael Dal Ragna Steinarsdóttir Stefán Hrafn Jónsson Dröfn Sigurbjörnsdóttir Guðmundur Engilbertsson Hjördís Sigursteinsdóttir Þóra Rósa Geirsdóttir Arnór Snæbjörnsson Gunnar Alexander Ólafsson Hanna Dóra Hólm Másdóttir Héðinn Svarfdal Björnsson Hildur Jónsdóttir Oddur Einarsson Pétur Berg Matthíasson Guðlaug M. Júlíusdóttir María Rúnarsdóttir Steinunn Bergmann Halldór Valur Pálsson Hugrún R. Hjaltadóttir Gerður Gestsdóttir Katrín H. Baldursdóttir Björn T. Árnason Gunnar Hrafnsson Margret Þorsteinsdóttir Agnes Eydal Einar Sveinbjörnsson Friðþjófur Árnason Haraldur Rafn Ingvarsson Ína Björk Hjálmarsdóttir Kristín Hermanndóttir Lilja Grétarsdóttir Louise le Roux

FÍN FÍN

Maríanna H. Helgadóttir Páll Halldórsson

FÍN FÍN FÍN FÍN FL FL FL FL FLÍ FLÍ FPR FPR FPR FPR FRG FRG FRG FRG FRG FRG FRG FRG FRG FRG FRG FRG FRG FRG FRG FS FS FS FS FS FTK IÞÍ IÞÍ IÞÍ IÞÍ KVH KVH KVH KVH KVH KVH KVH KVH KVH KVH KVH

Svava Steinarsdóttir Vala Friðriksdóttir Þorsteinn Narfason Þóroddur Þóroddsson Arna Auður Antonsdóttir Borghildur F. Kristjánsdóttir Brynja R. Guðmundsdóttir Íris Pétursdóttir Jón Páll Eyjólfsson Una Þorleifsdóttir Anna Guðrún Þórhallsdóttir Kristín Færseth Rúnar Vilhjálmsson Sigurður Konráðsson Anna M. Sigurðardóttir Anna S. Ragnarsdóttir Anna Sigurborg Ólafsdóttir Auður Sigrúnardóttir Birna Bjarnadóttir Bragi Skúlason Gunnlaugur Guðmundsson Halldór K. Valdimarsson Helga Björg Kolbeinsdóttir Ingunn Högnadóttir Kalman le Sage de Fontenay Kristín Ólafsdóttir Óskar M. Sigurðarson Ragnar Karl Jóhannsson Þorvaldur Gröndal Arnbjörg Guðmundsdóttir G. Þóra Andrésdóttir Sigurður Sölvi Svavarsson Steinunn Arnars Ólafsdóttir Veigur Sveinsson Jón Þór Sturluson Ósk Sigurðardóttir Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir Sigríður Pétursdóttir Rósa Gunnsteinsdóttir Guðjón Benediktsson Birgir Guðjónsson Björn Bjarnason Gunnar Gunnarsson Hallur Páll Jónsson Helga Sigurðardóttir Helgi Þór Jónasson Hjálmar Kjartansson Jóngeir Hlinason Ragnheiður Ragnarsdóttir Sigríður Svavarsdóttir


ÞEKKING OG HAGSÆLD

LÍ LÍ LMFÍ LMFÍ LMFÍ SBU SBU SBU SBU SHMN SHMN SHMN SÍ SÍ SÍ SÍ SL SL SL SL SL SL SL ÞÍ ÞÍ ÞÍ ÞÍ ÞÍ ÞÍ

Baldur Trausti Hreinsson Randver Þorláksson Esther Ósk Ármannsdóttir Inga Sigríður Árnadóttir Hafdís Ólafsdóttir Sigrún Guðnadóttir Sigríður Bjarnadóttir Erna Smáradóttir Sveinn Ólafsson Herdís Maríanne Guðjónsdóttir Hrólfur Sigurðsson Sigurður Einarsson Hrund Þrándardóttir Anna Kristín Newton, Þóra Sigfríður Einarsdóttir Halla Þorvaldsdóttir Alda Hrönn Jóhannsdóttir Ásta Valdimarsdóttir Ingi Björn Poulsen Kristinn Jónasson Sveinn Tjörvi Viðarsson Valborg Steingrímsdóttir Þórhildur Lilja Ólafsdóttir Anna Lilja Magnúsdóttir Jón Þorsteinn Sigurðsson Kristín J. Sigurjónsdóttir Laufey Elísabet Gissurardóttir Steinunn Jónsdóttir Þórunn Guðrún Einarsdóttir


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Ávarp formanns Íslenskur vinnumarkaður er auðlindadrifinn, framleiðni lág og vinnutími langur. Þannig má í stuttu máli draga saman niðurstöður greiningar McKinsey ráðgjafahópsins í skýrslu um hagsæld og vaxtarmöguleika Íslands. Sóknarfæri felast öðru fremur í eflingu hins alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki er háður landfræðilegum auðlindum. Það kallar á hærra menntunarstig og markvissara samspil menntunar og atvinnulífs. Framleiðnivandinn er ekki hvað síst í verslun og þjónustu, þar er hagnaður af unnum tímum hvað minnstur. Uppbygging á vinnumarkaði verður að horfa til þess að störf færist frá þessum geira frekar en að bætast þar við. Bent er á þörf fyrir tæknimenntun, auk þess að minna á mikilvægi þess að menntakerfið taki í auknum mæli mið af þörfum atvinnulífsins, svo stuðla megi að öflugri uppbyggingu og langtímaáætlanagerð. Í alþjóðlegum samanburði á Ísland langt í land hvað varðar áætlanagerð og langtímastefnumótun. Vertíðarhugsun á vissulega sinn sess í sögu okkar af lífsafkomu í harðbýlu landi, en hraðar breytingar á undanförnum áratugum ættu þó að leiða okkur inn á nýjar brautir. Að vinna mikið og vinna hratt er ekki lengur eina forsendan fyrir því að komast af og alls ekki vænlegt til árangurs þegar samkeppni við nágrannalöndin er annars vegar.

Menntun, atvinnuleysi og vinnumarkaðsaðgerðir Atvinnuleysi háskólamenntaðra hefur ekki verið í brennidepli á Íslandi, meðal annars á þeim rökum að tíðni atvinnuleysis er minni eftir því sem menntun er meiri. Tölur um atvinnuleysi segja þó ekki alla söguna þegar þörf fyrir störf sem krefjast háskólamenntunar er annars YHJDU6DPNY PWVNêUVOX2(&'Ä(GXFDWLRQDWDJODQFH³  YRUXiULè-29 ára íslenskra kvenna en 11% karla sem höfðu lokið háskólamenntun í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar, t.d. í skrifstofu- eða þjónustustörfum. Áhugavert verður að sjá þróun þessarar tölfræði eftir því sem háskólamenntuðum á vinnumarkaði fjölgar. Menntun veitir forskot þegar sótt er um starf, hvort sem starfið krefst menntunar eður ei. Ef ekki er hugað að uppbyggingu starfa fyrir langskólagengna, er því hætt við að starfstækifæri þeirra sem ekki hafa menntun verði færri.

ÄëHNNLQJDUIUXPKHUMDU³t'DQP|UNX Í nágrannalöndum okkar er farið að bera talsvert á því að nýútskrifað fólk úr háskólum fær ekki starf við hæfi innanlands og leitar út fyrir landsteinana.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Í Danmörku hefur á undanförnum árum verið unnið að eflingu atvinnulífsins fyrir ungt háskólamenntað fólk undir formerkjum þess að tengja saman hefðbundnar atvinnugreinar og nýja þekkingu. Dönsk stjórnvöld hafa veitt fyrirtækjum í smærri kantinum styrki til að ráða til sín starfsfólk með menntun á grundvelli áætlana um útvíkkun og þróun starfseminnar. 9HUNHIQL ìHWWD JHQJXU XQGLU QDIQLQX 9LGHQSLORWHUQH KpU ìêWW VHP ÄëHNNLQJDUIUXPKHUMDU³  RJ gestur frá systursamtökum BHM í Danmörku, Akademikerne mun kynna það fyrir aðalfundargestum í dag. Verkefnið var afmarkað í tíma, en hefur verið endurtekið og þróað með góðum árangri. Athygli hefur vakið að þekking sú sem nýst hefur til að breikka grundvöll hefðbundinna fyrirtækja svo sem í iðnaði, hefur ekki bara verið af raunvísindalegum, markaðs- eða hagfræðilegum toga, heldur hafa félags- og hugvísindi meðal annars komið sterkt inn.

Frumherjar í íslensku atvinnulífi Hérlendis eru þegar til dæmi um nýtingu nýrrar þekkingar í hefðbundnum greinum, t.d. hvað varðar vinnslu hönnunar-, lækninga- og húðvara úr fiskafurðum. Eins mætti nefna svokallaða klasa, t.d. á sviði sjávarútvegs og jarðvarma, þar sem fólk og fyrirtæki með ólíkan bakgrunn kemur saman til að skapa ný sóknarfæri. Vaxandi fyrirtæki með alþjóðlega skírskotun geta þannig byggt styrk sinn jafnt á reynslu rótgróinnar atvinnustarfsemi, nýrrar þekkingar og skapandi frumkvæðis. Ísland hefur sett sér það markmið að auka hlutdeild menntunar á vinnumarkaði. Fjöldi verkefna til að efla þekkingu vinnandi fólks stefna að því marki. Fyrr en síðar þarf að fara að huga að því að hvetja til þess að störfum fyrir háskólamenntaða verði fjölgað með markvissum hætti. Slík uppbygging mun jafnframt gera íslensku atvinnulífi kleift að nýta sóknartækifæri á sviði aljóðlegrar starfsemi og nýtingar þeirrar mikilvægu auðlindar sem við eigum og ekki er bundin við landamæri, sem er ungt vel menntað fólk.

Kjör og réttindi Sögulega séð hefur stærsti viðsemjandi aðildarfélaga BHM verið hið opinbera. Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun félagsmanna á almennum vinnumarkaði, auk þess sem störf hjá hinu opinbera færast frá því að teljast ófaglærð í að krefjast fagþekkingar. Þessar breytingar kalla á nýja nálgun við samningagerð, enda verður samkomulag um laun háskólamenntaðra, hvort sem er á almennum eða opinberum vinnumarkaði, að endurspegla að söluvaran er sérfræðiþekking. Kjarasamningar sem byggja á hugmyndafræði uppmælingar eru illa næmir á verðmæti þekkingar. Undanfarin misseri hefur orðið þjóðarsátt oft heyrst í opinberri umræðu. Ef víxlverkanir launahækkana og gengisfellinga eru að bresta á verður sú samræða óhjákvæmileg. BHM á erfiðar minningar tengdar þeirri þjóðarsátt sem gerð var seint á síðustu öld. Það ætti þó ekki að fæla samtökin frá þátttöku í umræðunni núna. Þó er fjölmörgum spurningum ósvarað áður en hægt verður að setjast að slíku borði. Mun þjóðarsátt um kjör til dæmis fela í


ÞEKKING OG HAGSÆLD

sér samkomulag um stöðnun eða afturför í jafnréttismálum? Og mun ný þjóðarsátt, einsog sú fyrri og nýlegur stöðugleikasáttmáli frá 2009, verða á kostnað háskólamenntaðs millitekjufólks? Gætum við sætt okkur við það?

Mótun lífeyriskerfis á vinnumarkaði framtíðarinnar Lífeyrissjóðir eru fyrst og fremst áhugamál á seinni hluta ævinnar, þegar styttist í að framfærslan verði sótt til þeirra og starfslok verða annað og meira en fjarlæg hugmynd. Vinnandi fólk á öllum aldri tekur þó þátt í uppbyggingu sjóðanna, enda greiðslur í þá lögbundin skylda frá fyrsta starfsdegi. Hafi einhvern tímann verið mikilvægt að ungt fólk láti til sín taka í lífeyrismálum þá er það núna, enda hefur framtíðaruppbygging þeirra verið til umræðu síðustu ár. Í sjálfu orðinu ÄIUDPWtèDUNHUIL³HUDXJOMyVV~VWDèUH\QGDèXSSE\JJLQJìHVVHUI\UVWRJIUHPVWPiOHIQLXQJV fólks sem verður á vinnumarkaði í framtíðinni. Kerfisbreyting á kjörum þeirra sem þegar eru langt komnir með uppbyggingu lífeyris síns er ekki til umræðu af hálfu BHM, nema slíkt verði valkvætt fyrir launafólk. Nýtt kerfi getur þannig fyrst og fremst beinst að sjóðfélögum framtíðarinnar. Við þurfum að leita leiða til að vekja áhuga ungs fólks á þeim málum. Meðal spurninga sem vert er að athuga er hversu stór hluti tekna eigi að renna til uppbyggingar ellilífeyris. Og hvernig á sparnaðurinn að vera saman settur; hversu stór hluti ætti að renna til samtryggingar og hvað vill fólk geta lagt til hliðar með öðrum hætti? Að sama skapi er mikilvægt að íhuga hversu stór hluti greiðslur úr lífeyrissjóðum ættu að vera af framfærslu fólks í ellinni og hvaða aðrar tegundir sparnaðar ættu að vera hluti af þeirri heild.

Samfélag á tímamótum Niðurstöður nýafstaðinna Alþingiskosninga gefa til kynna að tímabil breytinga og umskipta sé ekki um garð gegnið í íslensku þjóðlífi. Aftur varð breyting í hinu pólitíska landslagi og þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir með vissu hverjar niðurstöður stjórnarmyndunarviðræðna verða. Í mínum huga er ekki vafi á því að forsendur fyrir bættum kjörum og réttindum á vinnumarkaði er blómlegt atvinnulíf sem horfir til framtíðar. Hagsæld á vinnumarkaði byggir á sterku menntastigi og góðri nýtingu þekkingar á öllum sviðum. Íslenskur vinnumarkaður verður að nýta vaxtarmöguleikana sem fylgja hækkuðu menntastigi og framsækinni þróun nýrra starfa sem ekki byggja á nýtingu náttúrugæða. Ef það mistekst, mun umræða framtíðarinnar um velferð á vinnumarkaði einkennast af stöðnun. Því er brýnt að við Íslendingar horfum fram á veginn, eflum uppbyggilega þjóðmálaumræðu og mótum trúverðuga framtíðarsýn og nýjar áherslur á grunni sterkara samspils menntunar og vinnumarkaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Veikindaréttur, heilsufar og líðan Í yfirlýsingu forsætis- og fjármálaráðherra með kjarasamningum 19 aðildarfélaga BHM við ríkið, frá því í júní 2011, segir meðal annars: ÄëDXHIQDKDJVOHJXiI|OOVHPGXQLèKDID\ILUKDIDPDKDIWì UDIOHLèLQJDUDèverulega hefur orðið að herða að í rekstri stofnana ríkisins og starfsfólk hefur ekki farið varhluta af því. Stjórnvöld eru reiðubúin til að skipa sérstakan starfshóp með aðild samtaka opinberra starfsmanna til að meta áhrif þessa á heilsufar og líðan starfsfólks, m.a. vegna streitu og iODJV6NDOVWDUIVKySXULQQJUHLQDYDQGDQQRJVHWMDIUDPWLOO|JXUWLOODXVQDU³ Nú, bráðum tveimur árum síðar, hefur þessi sérstaki starfshópur ekki enn verið kallaður saman. Hins vegar er ljóst að þörfin fyrir þetta mat hefur síst minnkað. Því þótt formlega greiningu á heilsufari og líðan félagsmanna BHM hjá ríkinu í tengslum við streitu og álag skorti, er af nógu að taka þegar litið er til óformlegri vísbendinga um neikvæðar afleiðingar álags. Aukið álag á sjúkra- og styrktarsjóði opinberra starfsmanna gæti talist ein slík vísbending. Hjá Styrktarsjóði BHM hafa greiðslur vegna sjúkradagpeninga aukist umtalsvert frá árinu 2007 til 2012. Þar er um að ræða meira en tvöföldun. Svipað er að segja um styrki vegna dvalar á heilsustofnunum, en þeir voru helmingi færri árið 2007 en öll árin eftir það. Styrktarsjóður hefur þurft að skerða heimildir til ýmissa styrkja á undanförnum tveimur árum, sem er afar sjaldgæf ráðstöfun frá því hann hóf göngu sína. Ljóst er að í næstu kjarasamningum við opinbera vinnuveitendur þarf að horfa til iðgjalda í sjóðinn, ef mat forystu BHM verður að þessum halla skuli mæta með hækkun inngreiðslna. Tilkoma sjúkrasjóða hefur að mati margra haft þau áhrif að greiðslur almannatrygginga skerðast eftir því sem sjóðirnir greiða meira. Því er ábyrgðaratriði og ekki allsendis sjálfgefið að auka hlutdeild sjóða fjármagnaðra af launatengdum gjöldum þegar samtrygging vegna heilbrigðiskostnaðar er annars vegar. Stjórn BHM hvetur til þess að áfram verði þrýst á um gerð formlegrar greiningar á álagi og streitu félagsmanna sem starfa hjá ríkinu. Ekki hafa fengist svör við spurningum BHM hingað til um kostnað ríkisins sem vinnuveitanda af veikindum starfsmanna, nema á þá leið að Oracle-kerfið muni í fyllingu tímans geta veitt upplýsingar um umfang veikindaskráningar. Það hlýtur að teljast betri fjárfesting að greiða laun fyrir störf en bætur vegna veikinda. Því hefur jafnan verið haldið fram að veikindaréttur starfsmanna sé betri hjá hinu opinbera en á almennum vinnumarkaði. Ýmislegt bendir þó til þess að sannleiksgildi slíkra staðhæfinga sé á undanhaldi, þegar allt er talið saman, svo sem sjúkradagpeningar. Á það sérstaklega við um fólk með styttri starfsaldur, þ.e. að til að veikindaréttur sé betri hjá hinu opinbera þarf starfsaldur að vera hátt á annan áratuginn. Lakari launakjör hjá hinu opinbera verða m.t.t. þessa ekki réttlætt með því að réttindi vegna veikinda séu betri. Annað sem vert er að athuga í tengslum við veikindarétt opinberra starfsmanna, tengist möguleikum til endurkomu úr veikindaleyfi. Ráðgjafar VIRK hafa bent á að opinberar stofnanir séu tregar til að taka á móti starfsmönnum aftur til vinnu, nema fyrir liggi helst staðfesting á því að veikindin séu úr sögunni. Er þetta tengt túlkun á ávinnslu veikindaréttar í kjölfar leyfis.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Jafnlaunamál Nýliðið starfsár hefur einkennst talsvert af umfjöllun og nefndastarfi um launamun kynjanna. Mælingar gefa til kynna að enn sé nokkuð í land með að honum verði eytt. Vissulega er jákvætt að þessum vanda sé sýndur áhugi, ekki síst í kjölfar ýmissa breytinga til hins verra á því aðhaldsskeiði sem ríkt hefur frá hruni. Má þar nefna skerðingar á réttindum í fæðingarorlofi sem virðast hafa minnkað þátttöku feðra í umönnun barna í frumbernsku. Fæðingarorlofið er mikilvægt tæki til jafnréttis á vinnumarkaði og afar brýnt að það haldi þeirri virkni sem lög um það kveða á um. Stjórnvöld hafa sett á laggirnar starfshópa um jafnlaunamál, annars vegar innan ríkisgeirans, þar sem BHM á tvo fulltrúa og hins vegar yfir þveran vinnumarkað þar sem BHM á einn fulltrúa. Talsverð skörun er á verklýsingum þessara hópa og hafa þeir báðir á upphafsmánuðum starfs varið talsverðum tíma í að átta sig á hlutverki hvors um sig. Til viðbótar við þessa skörun hafa síðan komið yfirlýsingar ríkisstjórnar um málefni tiltekinna hópa heilbrigðisstarfsmanna, sem og aðgerðir sem byggja á þeim yfirlýsingum. Vonandi verður allt þetta starf þó til bóta hvað varðar jafnan rétt kynjanna á vinnumarkaði. Ekki má horfa framhjá hlut aukagreiðslna í launamun kynjanna. Ef umsamin launakjör duga ekki til að halda fólki í stafi þar sem samkeppni ríkir um vinnuafl, virðist niðurstaðan verða að gripið sé til launauppbóta utan við samninga. Þessi veruleiki er oftast sýnilegur í karllægum greinum, en síður innan t.d. heilbrigðis- og menntageiranna, þar sem konur eru í meirihluta. Þessi veruleiki verður til þess að launaskrið sækir frekar til karla en kvenna og vekur þá spurningu hvort grunnröðun sé einfaldlega ekki of lág til að tryggja jöfn laun kynja. Áhugavert verður að sjá niðurstöður úr kjarakönnun BHM um laun karla og kvenna. Í þeirri stefnu sem liggur fyrir aðalfundi 2013 til staðfestingar, er m.a. að finna áherslur í jafnréttismálum. BHM mun héðan eftir sem hingað til beita sér fyrir jöfnum rétti kynja á íslenskum vinnumarkaði.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Nýjungar í réttindamálum vegna sí- og endurmenntunar Réttur til námsleyfis hjá starfsmönnum ríkisins Í síðustu kjarasamningum BHM félaga við ríkið varð breyting á ákvæði um sí- og endurmenntun, á þann veg að þar sem áður hafði verið heimild er nú kveðið á um rétt til til námsleyfis. Nýtt ákvæði, grein 10.1, hljómar svona: Starfsmaður sem unnið hefur í fjögur ár hjá sömu stofnun á rétt á leyfi til að stunda endurmenntun/framhaldsnám enda sé það í samræmi við endurmenntunar/starfsþróunaráætlun viðkomandi stofnunar eða starfsmanns sé hún til staðar. Í leyfinu skal starfsmaður halda reglubundnum launum sbr. skilgreiningu í gr. 12.2.6. Starfsmaður ávinnur sér tveggja vikna leyfi á hverju ári. Þó getur uppsafnaður réttur aldrei orðið meiri en 6 mánuðir og greiðist ekki út við starfslok. Heimilt er að veita skemmri eða lengri námsleyfi á skemmra eða lengra árabili. Heimilt er að greiða ferða- og dvalarkostnað samkvæmt 5. kafla. Ákvæðinu fylgdi bókun (bókun 4), svohljóðandi: Komi til þess að aðsókn eftir því að nýta sér leyfi samkvæmt grein 10.1 valdi erfiðleikum í rekstri stofnunar hefur stofnun heimild til að takmarka þann fjölda sem nýtir réttinn við 10% á ári, annað hvort miðað við fjölda vikna eða fjölda háskólamenntaðra starfsmanna sem falla undir grein 10.1 á stofnuninni. Frá því þessi ákvæði tóku gildi hefur í einhverjum mæli reynt á túlkun þeirra og útfærslu. Það er ljóst að þessi viðbót í kjarasamninga aðildarfélaga BHM er verðmæt og jákvæð. Talsvert hefur verið fjallað um túlkunaratriði, jafnt innan BHM sem við fulltrúa ríkisins. Kjara- og réttindanefnd tók saman minnisblað með áherslum sínum í málinu og Starfsmannaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytisins gaf út leiðbeiningar fyrir stjórnendur á starfsmannavef sínum. Í kjölfar þess ræddu aðilar saman og leituðust við að samræma túlkun og hillir nú undir birtingu afurðar þeirra viðræðna. Ekki er ólíklegt að sí- og endurmenntunarmálin komi aftur til umfjöllunar í næstu kjarasamningum.

Starfsþróunarsetur háskólamanna Á starfsárinu samþykkti stjórn Starfsþróunarseturs, sem er að helmingi skipuð fulltrúum frá BHM og að helmingi fulltrúum ríkisins, úthlutunarreglur varðandi réttindi jafnt félagsmanna, aðila (BHM og Starfsmannaskrifstofu), stofnana og stéttarfélaga til styrkja frá setrinu. Það var langþráður áfangi að þessar reglur litu dagsins ljós og loks hægt að segja að ferlið frá kjarasamningunum 2008 sé komið á leiðarenda. Með tilkomu styrkja úr Starfsþróunarsetri aukast möguleikar félagsmanna til sí- og endurmenntunar. Upplýsingar um styrki og skilyrði fyrir þeim er að finna á heimasíðu setursins, sem er aðgengileg á vefnum www.bhm.is. Skilyrði fyrir styrkjum til einstaklinga og stofnana er að nám geti talist starfsþróun eða starfsferilsþróun hjá viðkomandi starfsmanni/mönnum. Aðild að setrinu eiga félagsmenn


ÞEKKING OG HAGSÆLD

eftirtalinna fÊlaga: DýralÌknafÊlags �slands, FÊlags geislafrÌðinga, FÊlags håskólamenntaðra starfsmanna stjórnarråðsins, FÊlags íslenskra fÊlagsvísindamanna, FÊlags íslenskra nåttúrufrÌðinga, FÊlags lífeindafrÌðinga, FÊlagsråðgjafafÊlags �slands, FrÌðagarðs, IðjuÞjålfafÊlags �slands, KjarafÊlags viðskipta- og hagfrÌðinga, LeikarafÊlags �slands, LjósmÌðrafÊlags �slands, StÊttarfÊlags bókasafns- og upplýsingafrÌðinga, StÊttarfÊlags håskólamanna å matvÌla- og nÌringarsviði, StÊttarfÊlags lÜgfrÌðinga, SålfrÌðingafÊlags �slands, FÊlags sjúkraÞjålfara og ÞroskaÞjålfafÊlags �slands. Ofantalin stÊttarfÊlÜg eiga einnig sjålfstÌðan rÊtt sem lýtur að fagnåmskeiðum, råðstefnum og verkefnum er einkum varða Þróun í faginu eða starfi stÊttarfÊlaga. Starfsmenntunarsjóður BHM à starfsårinu var loks fullnustað åkvÌði úr kjarasamningi aðildarfÊlaga BHM við ríkið, um að endurskoða skyldi skipulagsskrå sjóðsins. +HLWL VMyèVLQV YDU EUH\WW IUi ÏYt Dè YHUD Ä6WDUIVPHQQWXQDUVMyèXU VWDUIVPDQQD UtNLVLQV LQQDQ %+0³tDèYHUDÄ6WDUIVPHQQWXQDUVMyèXU%+0³ÍDUPHèHU|OOXPIpODJVP|QQXP%+0RSLQQ aðgangur að sjóðnum. Nýja skipulagsskrå sjóðsins må nålgast å heimasíðu BHM.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Skýrsla stjórnar BHM starfsárið 2012-2013 Innra starf Breytt lög BHM Á aðalfundi BHM árið 2012 voru samþykktar gagngerar breytingar á lögum bandalagsins, í kjölfar ítarlegrar endurskoðunar lagabreytinganefnda árin á undan.

Formannaráð, stefnumótun, fastanefndir Miðstjórn var lögð niður og í hennar stað kom formannaráð. Þessi breyting var m.a. gerð til að aðlaga starf bandalagsins að nútímanum, en fyrri lög gerðu ráð fyrir talsvert hægari atburðarás en nú tíðkast. Í eldri lögum var gert ráð fyrir því að miðstjórn kæmi saman mánaðarlega og fjallaði um helstu úrlausnarefni hverju sinni. Má þar nefna skipun fulltrúa BHM í nefndir og ráð, ályktanir um málefni líðandi stundar og aðra daglega ákvarðanatöku. Miðstjórn var talsvert fjölmenn og skipan í hana breytileg, sem dró úr samfellu í starfi hennar. Formannaráð er, eins og nafnið gefur til kynna, skipað formönnum aðildarfélaganna ásamt stjórn bandalagsins. Verkefni ráðsins eru öðru fremur af stefnumótandi toga, en lúta síður að daglegri ákvarðanatöku. Markmiðið með því var að efla aðkomu forystufólks aðildarfélaganna að stefnumörkun bandalagsins, auk þess að styrkja hlutverk stjórnar í daglegum málum.

Málefnastarf bandalagsins, eða stefnumótun í einstökum málaflokkum var jafnframt fest í sessi með ákvæðum í lögum BHM um stefnumótunarþing.

Báðar þessar breytingar undirstrika þann mun að aðalfundur og formannaráð, sem fer með æðstu stjórn BHM milli aðalfunda, bera ábyrgð á mótun stefnu bandalagsins, en stjórn fer með framkvæmd hennar.

Fastanefndir BHM eru nú þrjár; nefnd um kjara- og réttindamál, nefnd um þjónustu og aðbúnað og nefnd um fag- og kynningarmál. Sú breyting var gerð í nýjum lögum að auka áherslu á opna fundi þessara nefnda, í því augnamiði að styrkja þær sem vettvang fyrir samskipti aðildarfélaganna um viðfangsefni hverrar og einnar. Kjara- og réttindanefnd hefur frá upphafi haldið talsvert af opnum fundum, þar sem m.a. eru rædd málefni tengd kjarasamningum. Slíkir fundir hafa verið færri hjá hinum tveimur nefndunum, en það er fyllsta ástæða til að aðildarfélögin og bandalagið ræði saman með virkum hætti hvernig framfylgja megi ákvæðum laga um þjónustu á vegum aðila og kynningar- og samskiptamál af ýmsum toga. Slík samræða gefur aukinheldur kost á umtalsverðri hagræðingu t.d. hvað varðar kynningu af ýmsum toga og kaup á þjónustu t.d. í tengslum við heimasíður á netinu.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Opnir fundir á málefnagrunni eru kjörinn vettvangur fyrir umræðu sem áður átti sér stað á mánaðarlegum miðstjórnarfundum.

Réttindi og skyldur aðildarfélaga, aðild og úrsögn Skilyrðum laga BHM um aðild og úrsögn var talsvert breytt. Hér er að hluta til um aðlögun að nútímanum að ræða og því hvernig starfsvettvangur háskólamenntaðra hefur breyst. Fyrri lög gerðu ráð fyrir því að aðildarfélög uppfylltu lagaskilyrði sem stéttarfélög launþega. Nýju lögin gefa svigrúm fyrir annars konar hagsmunafélög háskólamenntaðra, m.a. í samræmi við það að systursamtök BHM á Norðurlöndum hafa innan sinna raða bæði forstöðumenn og sjálfstætt starfandi. Þessi breyting endurspeglar þann raunveruleika að BHM er hagsmunasamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði, óháð því hver greiðir þeim laun eða hvernig.

Kafli um skyldur aðildarfélaga er nýbreytni í lögum BHM. Þar er meðal annars kveðið á um það hvers konar þjónustu félög þurfa að veita félagsmönnum og er þ.a.l. ekki hægt að krefjast af hálfu bandalagsins.

Ákvæðum um úrsögn var jafnframt breytt, kveðið er skýrt á um að félög eiga ekki fjárkröfu á bandalagið við úrsögn svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt er fjallað um samskipti milli aðildarfélags og bandalags við ákvörðun um úrsögn og nýju lögin gera ráð fyrir því að vísa megi félagi úr bandalaginu á grundvelli tiltekinna skilyrða.

Stjórn Í stjórn BHM á starfsárinu sátu Guðlaug Kristjánsdóttir (SSÞ), formaður, Páll Halldórsson (FÍN), varaformaður, Ársæll Baldursson (KVH), gjaldkeri, Bragi Skúlason (Frg), ritari, Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir (SÍ), Torfi H. Tulinius (FPR) og Vilborg Oddsdóttir (FÍ). Varamenn í stjórn voru Áslaug Guðrúnardóttir (FF) og Hanna Dóra Másdóttir (FHSS).

Hefðbundin stjórnarstörf Reglubundnir fundir hafa að jafnaði verið haldnir tvisvar í mánuði, auk vinnufunda þar sem unnið var úr efninu frá stefnumótunardegi aðalfundar BHM 2012. Innleiðing nýrra laga BHM setti mark sitt á störf stjórnar, enda að ýmsu að huga í nýju landslagi. Brotthvarf miðstjórnar og tilkoma formannaráðs hefur áhrif á samskipti innan BHM, enda ekki lengur um mánaðarlegar samkomur að ræða. Það er mat stjórnar að breytingin sé af hinu góða, enda var henni ætlað að skerpa á stefnumótandi hlutverki sameiginlegs vettvangs allra aðildarfélaga og greina störf þess frá daglegri ákvarðanatöku sem er hlutverk stjórnar. Með þessu fæst aukin snerpa í störf BHM, þar sem stjórn fundar oftar og getur brugðist hraðar við breyttum aðstæðum sem 7 manna hópur en samkoma 25-30 aðila á


ÞEKKING OG HAGSÆLD

mánaðar fresti. Jafnframt fæst aukin samfella í því að fulltrúar í formannaráði eru ekki eins dreifður hópur og sat í miðstjórn. Hins vegar gefur fækkun funda stærri hópsins ástæðu til að umræða á verksviði fastanefndanna (kjara- og réttinda-, fag- og kynningar- og þjónustu- og aðbúnaðar-) sé efld, enda hefur verið byrjað á því á árinu. Aðildarfélögum í BHM fjölgar, sem eykur þörfina á sterkum samskiptum um þjónustu við félagsmenn út á við og milli félaganna innbyrðis. Stjórn fjallaði um ýmis mál sem snerta vinnuferli og verklag hennar og bandalagsins almennt, má þar nefna gerð gæðahandbókar, skráningu dagkrár funda sem og fundargerða, samskipti stjórnar og stjórna sjóða á vegum BHM, starfsemi VIRK hjá BHM, almenn starfsmannamál, K~VQ èLVPiO JHUè XPVDJQD WLO $OìLQJLV ÄPtQDU VtèXU³ RJ DQQDè ìMyQXVWXYLèPyW 1RUU QW samstarf, pólitíska þátttöku formanns BHM og annarra í forystu BHM og fleira. Meðal umfjöllunarefna, auk fastra liða eins og fjármála o.þ.h. á árinu var hagfræðiþjónusta BHM og gerð kjarakönnunar. Á aðalfundi 2013 glittir í fyrstu niðurstöður könnunarinnar og í kjölfar hans tekur til starfa hagfræðingur í fullu starfi. Hvort tveggja er til þess fallið að styrkja starf bandalagsins sem aðila á vinnumarkaði. Fjallað var um iðgjald til BHM og greindar forsendur og áhrif þess á aðildarfélögin að því yrði breytt í hlutfall af heildarlaunum í stað dagvinnulauna. Stjórn mótaði að kröfu formannaráðs tillögu um innleiðingu slíkrar breytingar. Þrjár aðildarumsóknir að BHM voru til umfjöllunar og svaraði stjórn þeim öllum jákvætt. Í tveimur tilfellum er um að ræða breytta samsetningu og/eða sameiningu fyrri aðildarfélaga við systurfélög á vinnumarkaði. Í því þriðja er um nýtt félag að ræða sem hingað til hefur fyrst og fremst starfað sem fagfélag en hyggur nú í kjölfar fjölgunar beita sér í kjaramálum félagsmanna sinna. Breytt lög BHM hafa áhrif á meðferð þessara aðildarumsókna, enda gera nýju lögin ekki kröfu um að aðildarfélög hafi lagalega stöðu sem stéttarfélag á grundvelli laga um þau, umfram það að þau séu hagsmunasamtök félagsmanna sinna á vinnumarkaði. Kjaramál voru að sjálfsögðu til umfjöllunar, en nánari grein er gerð fyrir þeim annars staðar í þessari skýrslu.

Stjórn skipaði fulltrúa BHM í eftirfarandi störf á árinu: x x x x x x x x x x

3 samningahópa vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB: EES II, landbúnaðarmál, gjaldmiðilsmál Fulltrúi BHM á aðalfundi Málræktarsjóðs Fulltrúa BHM á ársfund VIRK Fulltrúa BHM í valnefnd vegna hvatningarverðlauna Velferðarráðs Reykjavíkur Samráðshóp um aðgerðaráætlun í málefnum ungs fólks 3 fulltrúa í samráðsnefnd BHM og Sambands íslenskra sveitarfélaga Samráðshóp um gerð framkvæmdaráætlunar fyrir félagsmálasjóð Evrópu Nefnd um málefnalegt mat á launamun kynja Verkefnið Liðsstyrk Jafnréttisnefnd Ríkislögreglustjóra


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Formannaráð Formannaráð fer með æðsta vald í málefnum BHM milli aðalfunda. Því ber að huga að stærri og stefnumótandi ákvörðunum til fyllingar daglegri ákvarðanatöku sem er hlutverk stjórnar. Formannaráð kom fyrst saman í upphafi júní. Á þeim fundi var fjallað um starfið framundan á grundvelli nýsamþykktra laga BHM, fundarmenn ræddu væntingar sínar til ráðsins og vinnulag þess, fundaáætlun fyrir starfsárið og farið var yfir fasta liði funda og fleira. Formannaráð fundar að lágmarki fjórum sinnum á ári, í september, nóvember/desember, janúar/febrúar og mars/apríl. Gert er ráð fyrir að fundir standi í mesta lagi í þrjár klukkustundir hverju sinni. Hvað föst verkefni varðar, skal á seinni fundi haustsins fara yfir drög stjórnar að starfs- og fjárhagsáætlun og ræða árgjöld. Á fyrri fundi vorsins skal fjalla um undirbúning og tímasetningu aðalfundar og skipa uppstillingarnefnd. Á síðari fasta vorfundinum er svo fjallað um lagabreytingartillögur fyrir aðalfund, ef einhverjar eru. Rauði þráðurinn í starfi ársins var umfjöllun um stefnu bandalagsins, sem aðalfundur 2012 hafði falið stjórn að fullgera í kjölfar stefnumótunarstarfs á fyrra degi aðalfundarins. Stjórn tók saman efni stefnumótunardagsins í tvennu lagi og lagði fyrir ráðið þrjú af sex málefnum á septemberfundi þess. Seinni þrjú málefnin voru rædd á fundi í desember. Á grundvelli umræðunnar í ráðinu vann síðan stjórn lokadrög um málefnin, sem voru borin undir formannaráð í tvennu lagi að vorinu og niðurstaða þeirrar vinnu var síðan sú stefna sem nú liggur fyrir aðalfundi til samþykktar. Fjallað var um gerð og framkvæmd kjarakönnunar BHM, sem ráðist var í á vorönn undir forystu kjara- og réttindanefndar. Umræða var um húsnæðismál bandalagsins og aðildarfélaga. Þjónustu- og aðbúnaðarnefnd gekkst fyrir könnun á húsnæðisþörf aðildarfélaganna í náinni framtíð, þar sem var innt eftir viðhorfi til húsnæðis BHM og hvort það fullnægði þörfum. Niðurstaða könnunarinnar gaf ekki tilefni til breytinga að sinni. Jafnframt var fjallað um aðildargjöld bandalagsins, annars vegar þá staðreynd að gjald þarf að hækka til að unnt sé að uppfylla kröfur um þjónustu og umfang starfsins, og hins vegar gjaldstofninn. Hingað til hefur gjaldtakan byggt á dagvinnulaunum félagsmanna, en í tímans rás hefur sú viðmiðun að hluta til misst marks, annars vegar vegna breytinga og hins vegar vegna aukningar á aðild að BHM á almennum vinnumarkaði. Niðurstaða þeirrar umræðu er að auk tillögu stjórnar um hækkun iðgjaldsprósentunnar á óbreyttum grunni frá miðju ári 2013, liggur nú tillaga fyrir aðalfundi um að innheimta iðgjaldsins verði af heildarlaunum frá og með miðju ári 2015. Þegar litið er yfir fundargerðir formannaráðs á fyrsta starfsári þess er óneitanlega athyglivert að þegar fundarsókn var best mættu fulltrúar 18 aðildarfélaga af 25, en lægsta talan er 14. Í formannaráði sitja eins og nafnið bendir til formenn félaganna, nema í þeim tilfellum þar sem formaður er jafnframt í stjórn BHM, en þá er gert ráð fyrir að fulltrúi félags sé varaformaður þess.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Fastanefndir Kjara- og réttindanefnd Í Kjara- og réttindanefnd sitja: Halla Þorvaldsdóttir, Halldór K. Valdimarsson, Helga Birna Ingimundardóttir, Laufey Gissurardóttir Páll Halldórsson, auk þess sitja Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM og Stefán Aðalsteinsson framkvæmdastjóri BHM fundi hópsins. Hópurinn hélt 33 fundi á tímabilinu og 4 opna fundi. Auk þess að fjalla með reglulegum hætti um kjara- og réttindamál félagmanna í aðildarfélögunum voru eftirfarandi mál fyrirferðarmest: 1) Kjarakönnun: Í starfsáætlun aðalfundar 2012 var Kjara- og réttindanefnd falið að standa fyrir kjarakönnun. Verkefnið sem sneri að nefndinni var þríþætt. Fá félög til þátttöku, finna framkvæmdaaðila og taka þátt í samningu spurninga. Þar sem ekki hafði verið gert ráð fyrir að bandalagið kostaði könnunina urðu félögin að skipta kostnaðinum með sér. Öll aðildarfélögin tóku þátt. Leitað var tilboða þriggja fyrirtækja með reynslu í gerð kjarakannana. Niðurstaðan var að samnið var við Maskínu e.h.f. um framkvæmd könnunarinnar. Kjara- og réttindanefnd tók virkan þátt í mótun spurninga 2) Endurskoðun kjarasamninga. Endurskoðun kjarasamninga aðildarfélaganna var samkvæmt ákvæðum þeirra háð niðurstöðu forsendunefndar ASÍ og SA. Sú nefnd ákvað að segja samningum ekki upp þó forsendur væru brostnar heldur gera á þeim lítilsháttar breytingar. Munaði þar mestu að samningstíminn var styttur um tvo mánuði. Sambærilegar breytingar voru gerðar á samningum aðildarfélaga bandalagsins. 3) Vinna í tengslum við bókun 1 með kjarasamningum. Þó komið sé fram yfir öll tímamörk sem bókunin gerði ráð fyrir var ákveðið að reyna að ná sem mestu út úr þeirri vinnu sem fram hefur farið sem mestu. Þannig hefur mestur tíma nefndarinnar seinni hluta vetur farið í að greina þau tölfræðilegu gögn sem aflað hefur verið með það í huga að þau nýtist við komandi samningagerð. Reynt hefur verið að vinna þetta í sem bestu samráði við ríkið þannig að niðurstöðurnar verði ekki umdeildar. Fag- og kynningarmálanefnd Nefndina skipuðu á starfsárinu: Formaður: Vilborg Oddsdóttir, fulltrúi stjórnar Fulltrúi kjörinn á aðalfundi: Valgerður Halldórsdóttir, FÍ Fulltrúi kjörinn á aðalfundi: Ragnheiður Ragnarsdóttir, KVH Formaður BHM, Guðlaug Kristjánsdóttir starfaði með hópnum Lykilstarfsmaður: Ása Sigríður Þórisdóttir, verkefnastjóri fag- og kynningarmála BHM. Helstu verkefni verkefnastjóra, fyrir utan kynningar- og ímyndarmál BHM út á við, voru m.a. skipulag og umsjón með fræðsludagskrá 2012-2013, skipulagning ráðstefna og málþinga á vegum bandalagsins, opinn fundur stýrihópsins og þátttaka í Framadögum háskólanna. Á haustönn 2012 og vorönn 2013 var boðið upp á 45 námskeið/erindi, þar af voru fjögur erindi haldin á Akureyri og átta erindi í boði í gegnum streymið. Fræðsludagskráin var afar vel sótt og tóku rúmlega 1500 manns þátt í henni. Mikilvægt er að reyna að auka enn frekar framboð námskeiða/erinda í gegnum streymið en mikil eftirspurn er eftir slíku á landsbyggðinni. Haldinn var opinn fundur fyrir aðildarfélögin 27. nóvember þar sem farið var yfir starfið, samstarfsfleti og upplýsingaflæði milli BHM og félagana og hvað hægt sé að gera til að efla


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Það enn frekar. Sett var upp svÌði å Vitka (stýrihópur um fag- og kynningarmål) Þar sem finna må ýmsar gagnlegar upplýsingar s.s. fjÜlmiðlalista og upplýsingar um stefnumótun og råðstefnuhald. à FramadÜgum var bryddað upp å Þeirri nýbreytni að efna til spurningarkÜnnunar Þar sem m.a. var spurt um vÌntingar til vinnumarkaðar að nåmi loknu og hvað nemendur teldu vera mikilvÌgast í starfsemi stÊttarfÊlaga. Gríðarlega góð Þåtttaka var í kÜnnuninni og svÜruðu henni 600 manns. LÜgð var åhersla å að virkja kynningarhlutverkið og Þarf að horfa til framtíðar í Þeim efnum. Þar ber hÌst að verið er að leggja lokahÜnd å nýjan vef BHM. Unnið hefur verið í að byggja upp myndabanka tengdan fÊlagsmÜnnum og stÜrfum Þeirra sem nota må å vef, í auglýsingar og útgåfu. Búið er að taka í notkun nýjan glÌrugrunn fyrir bandalagið. Vinna er að hefjast við nýjan kynningarbÌkling og unnið er að heildstÌðu útliti fyrir auglýsingar og útgåfur bandalagsins með auglýsingastofunni Dynamo svo fått eitt sÊ nefnt.

ĂžjĂłnustu- og aĂ°bĂşnaĂ°arnefnd FormaĂ°ur nefndarinnar er Torfi H. Tulinius og meĂ° honum starfaĂ°i framkvĂŚmdastjĂłri BHM. Ă haustdĂśgum 2012 var gerĂ° kĂśnnun meĂ°al aĂ°ildarfĂŠlaga BHM um ÞÜrf Ăžeirra ĂĄ auknu hĂşsnĂŚĂ°i innan HĂşsfĂŠlags BHM sf. og hvort Ăžau teldu ÞÜrf ĂĄ aĂ° auka ĂžjĂłnustu BHM. SĂş kĂśnnun leiddi Ă­ ljĂłs aĂ° ekki virtist grundvĂśllur til aĂ° auka viĂ° hĂşsnĂŚĂ°iĂ° aĂ° svo komnu mĂĄli. Einnig varĂ° skipulagsbreyting innan ĂžjĂłnustuskrifstofunnar HuggarĂ°s sem leiddi til Ăžess aĂ° mĂĄliĂ° fĂłr Ă­ biĂ°stÜðu, en fĂŠlĂśgin innan HuggarĂ°s hĂśfĂ°u mestan ĂĄhuga ĂĄ auknu hĂşsnĂŚĂ°i. Einnig leiddi kĂśnnunin Ă­ ljĂłs aĂ° mikil meirihluti aĂ°ildarfĂŠlaganna taldi ÞÜrf ĂĄ aĂ° auka hagfrĂŚĂ°iog lĂśgfrĂŚĂ°iĂžjĂłnustu BHM. ĂˆEHQGLQJDU NRPX IUDP XP Dè ĂŹ|UI Y UL i Ă„PtQXP VtèXPÂł t WHQJVOXP YLè KHLPDVtèX %+0 bĂŚĂ°i til aĂ° bĂŚta ĂžjĂłnustu sjóða bandalagsins en ekki sĂ­Ă°ur til aĂ° fĂŠlĂśgin gĂŚtu haft Ăśrugg milliliĂ°alaus samskipti viĂ° sĂ­na fĂŠlagsmenn. Haldinn var opinn fundur Ă­ janĂşar 2013 Ăžar sem fulltrĂşi frĂĄ Kennarasambandi Ă?slands kynnti hvernig til hefĂ°i tekist hjĂĄ Ăžeim og hverju Ăžessi ĂžjĂłnusta hefĂ°i skilaĂ° fĂŠlagsmĂśnnum. Hugmyndin var kynnt fyrir stjĂłrnum sjóða BHM sem tĂłku Ăžeim vel. Hafinn heIXU YHULè XQGLUE~QLQJXU Dè Ă„PtQXP VtèXPÂł RJ YHUèD Ï U YRQDQGL teknar Ă­ notkun Ă­ jĂşnĂ­ 2013.

AĂ°rar/tĂ­mabundnar nefndir innan BHM FjĂśldi og starfsemi nefnda innan BHM er mismunandi milli ĂĄra. HĂŠr er gerĂ° grein fyrir stĂśrfum Ăžeirra nefnda sem veriĂ° hafa virkar ĂĄ starfsĂĄrinu. Ă?msar nefndanna eiga svĂŚĂ°i ĂĄ Vitka-vef BHM Ăžar sem nĂĄnar mĂĄ kynna sĂŠr viĂ°fangsefni Ăžeirra og/eĂ°a fundargerĂ°ir.

Bakhópur um lífeyrismål - í samrÌmi við samÞykkt aðalfundar 2009 à aðalfundi BHM 2009 var samÞykkt að stofna sÊrstakan bakhóp til starfa með fulltrúum BHM í stjórnum LSR og LSS. Hlutverk hópsins var í upphafi einkum að fjalla um fjårfestingar sjóðanna.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Hópurinn er opinn þeim félagsmönnum sem áhuga hafa þó fastur 5 til 7 manna kjarni hafi myndast í honum. Fjárfestingar lífeyrissjóða og framtíðarskipan lífeyrismála voru meginverkefni hópsins og hefur hann verð bakland fulltrúa bandalagsins í nefndum um endurskoðun lífeyrismála.

Jafnréttisnefnd Jafnréttisnefnd skipa: Halldór K. Valdimarsson (Huggarði), Páll Halldórsson (FÍN), Jóna Margrét Ólafsdóttir (FÍ) og Guðlaug Kristjánsdóttir (BHM). Jafnréttisnefnd BHM fjallaði á starfsárinu um stefnu BHM í jafnréttismálum, fór m.a. yfir efni frá aðalfundi BHM 2012 um efnið og lagði minnisblað fyrir fund formannaráðs þar sem fjallað var um málið.

Störf fulltrúa bandalagsins

BHM

í

nefndum

og

stjórnum

utan

Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna (KOS) Kveðið er á um tilvist Kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna (KOS) í lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Fulltrúi BHM er formaður, Guðlaug Kristjánsdóttir. Árið 2009 var undirritaður samstarfssamningur KOS og Hagstofu Íslands um launakannanir og aðrar vinnumarkaðsrannsóknir. Ekki var um formlegt starf að ræða á árinu á vettvangi KOS.

HASLA Í kjölfar niðurlagningar Þjóðhagsstofnunar árið 2003, fengu fulltrúar BHM, BSRB, KÍ og SÍB (nú SSF eða Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja) því framgengt að samtökunum skyldi veitt fjárframlag til hagrannsókna ár hvert. Hagrannsóknarstofnun samtaka launafólks í almannaþágu (HASLA) hefur fengið framlag upp á 10 milljónir króna árlega síðan og eru þeir peningar ýmist nýttir til sameiginlegra verkefna eða greiddir til heildarsamtakanna og þá í hlutfalli við félagafjölda. Síðastliðin starfsár hafa framlög verið greidd hlutfallslega til samtakanna enda engin sameiginleg verkefni unnin.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins BHM á aðild að stjórn sjóðsins ásamt BSRB og Kennarasambandinu sem skipa helming stjórnar en hinn helminginn skipa fulltrúar fjármálaráðherra. Fulltrúi bandalagsins í stjórninni er Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM. Í starfsnefnd sem fjallar um lífeyrisrétt einstaklinga sem aðild eiga að sjóðnum situr Stefán Aðalsteinsson fyrir hönd BHM.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Starfið í stjórninni lýtur að tvennu, að tryggja rétt félagsmanna til lífeyris og að verja sjóðinn og fylgjast með ávöxtun hans. Hrein raunávöxtun sjóðsins, þ.e. raunávöxtun þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjárfestingartekjum, var 9,1% á árinu 2012 samanborið við 1,8% ávöxtun árið áður. Tölur um ávöxtun sjóðsins fyrir síðustu 5 og 10 ár hafa farið batnandi eftir því sem frá líður hruni og en meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ára nú -2,7%, en 2,8% sé horft til síðustu 10 ára. Tryggingafræðileg staða A-deildar var neikvæð í árslok 2012. Metinn halli var 12,5% miðað við 13,1% árið á undan. Áfallin staða hefur því aðeins skánað miðað við árið á undan. Fjármálaeftirlitið og Ríkisendurskoðun hafa bæði bent á mikilvægi þess að hækka iðgjöld til að ná sjóðnum í jafnvægi, auk þess sem stjórnarmenn skipaðir af samtökum launafólks í stjórn LSR hafa ítrekað lagt til hækkun iðgjalda. Þær tillögur hafa ætíð fallið á jöfnu vegna mótatkvæða hinna ríkisskipuðu. Eftir hrun voru sett bráðabirgðaákvæði um auknar heimildir til að reka A-deild með halla, en nú í haust munu þær heimildir að óbreyttu renna út. Allt stjórnarfólk LSR gengust undir, og stóðust, hæfnimat hjá Fjármálaeftirlitinu á starfsárinu. Það er mat stjórnarinnar að matsferlið hafi verið gagnlegt og hefur það þegar nýst til að fara yfir og endurskoða ýmislegt í reglubundnu starfi hennar. Fjárfestingaumhverfi lífeyrissjóða er um þessar mundir mjög mörkuð af ríkjandi gjaldeyrishöftum, sem standa í vegi fyrir að hægt sé að dreifa áhættu með fjárfestingum erlendis. Ólík samsetning B- og A-deilda, þar sem sú síðarnefnda tekur við allri nýliðun, veldur því að áhrifa gjaldeyrishaftanna gætir með misjöfnum hætti. Báðar deildirnar eiga eignir erlendis, en hjá A-deildinni verða þær minni hlutfallslega vegna mun meira innstreymis iðgjalda sem einungis er hægt að ráðstafa innanlands.

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga (LSS) var stofnaður með samningi BHM, BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og hefur til þess fullgilt starfsleyfi, sem gefið var út 8. desember 1998. Sjóðurinn rekur tvær samtryggingardeildir (A og V) og eina séreignardeild (S). Stjórn sjóðsins er skipuð 6 stjórnarmönnum, einum fulltrúa BHM, tveimur frá BSRB og þremur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfið í stjórninni lýtur að tvennu, að tryggja rétt félagsmanna til lífeyris og að verja eignir sjóðsins og fylgjast með ávöxtun hans. Fjöldi einstaklinga sem áunnu sér réttindi í samtryggingardeildum sjóðsins á árinu 2012 voru 14.640 í A-deildinni og 8.238 í V-deild hans. Að meðaltali greiddu 10.178 einstaklingar iðgjöld til A-deildar á mánuði og 3.932 til V-deildar, samanborið við 9.327 og 4.810 á árið áður. Iðgjöld í A-deild námu 5.372 m.kr. og jukust um 11%. Iðgjöld í V-deild námu 1.563 m.kr. og jukust um 18%. Lífeyrir í A og V- deildum nam 948 m.kr. á árinu og hækkaði um 25% frá fyrra ári. Að meðaltali fengu 1.917 einstaklingar lífeyri á mánuði í A-deild og 399 í V-deild, samanborið við 1.622 og 314 árið áður. Fjölgun einstaklinga sem fá lífeyri er þannig 380.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Nafnávöxtun sjóðsins í heild var 8,8% og hrein raunávöxtun 4,1%. Sambærilegar tölur fyrir árið 2011 voru 9,0% nafnávöxtun og 3,6% raunávöxtun. Þættir sem helst höfðu áhrif á ávöxtun sjóðsins samanborið við fyrra ár, voru betri ávöxtun erlendra verðbréfa, stöðugra gengi íslensku krónunnar og betri ávöxtun innlendra hlutabréfa. Á móti kemur verri ávöxtun verðtryggðra innlendra skuldabréfa. Hlutfall heildarskuldbindinga umfram heildareignir í árslok 2012 var -12,5% fyrir A-deild samanborið við 11% árið áður. Fyrir V-deild voru heildareignir umfram heildarskuldbindingar 3,2%, samanborið við -5% árið áður. Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður um sameiningu milli lífeyrissjóðsins og nokkurra annarra lífeyrissjóða sem eru í umsjón hans. Markmið viðræðnanna er að viðkomandi lífeyrissjóðir sameinist LSS á yfirstandandi ári og myndi þar sérstaka aðgreinda deild. Sameiningarferlið gengur samkvæmt áætlun í fullri samvinnu við eftirlitsaðila og viðkomandi stjórnvöld. Stjórnendur LSS telja líkur á að sameiningarnar gangi eftir innan fárra mánaða. Fulltrúi BHM í stjórn LSS er Salóme Þórisdóttir. Skipað er í stjórn á fjögurra ára fresti og ný stjórn var skipuð haustið 2010. Stefán Aðalsteinsson framkvæmdastjóri BHM situr í endurskoðunarnefnd sjóðsins. Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 21. maí n.k. kl. 16.30, í sal Bandalags háskólamanna að Borgartúni 6, 3.hæð, Reykjavík. Félagar eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemi sjóðsins VIRK Starfsemi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs hélt áfram að eflast á árinu. Í lok ársins 2012 breyttist og skýrðist hlutverk VIRK m.a. með gildistöku laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. Markmið laganna er að tryggja einstaklingum með skerta starfsgetu í kjölfar veikinda eða slysa atvinnutengda VWDUIVHQGXUK ILQJX $WYLQQXWHQJG VWDUIVHQGXUK ILQJ HU VNLOJUHLQG t O|JXQXP VHP ÄIHUOL VHP felur í sér ráðgjöf og úrræði fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu í kjölfar veikinda eða slysa til að auka starfsgetu þeirra og stuðla markvisst að endurkomu þeirra til vinnu að fullu HèDKOXWD³ Í tölum sjóðsins frá 1. febrúar 2013 kemur fram að frá upphafi höfðu 4218 einstaklingar leitað þjónustu hans. VIRK hóf ráðgjafastarfsemi sína haustið 2009 og á því ári voru 383 nýkomur skráðar. Árið 2010 voru þær 1155, 1305 árið 2011 og 1239 árið 2012 Grunnforsenda fyrir þjónustu hjá VIRK er að til staðar sé heilsubrestur sem skerðir starfsgetu viðkomandi einstaklings. Þjónustan miðar að því að auka vinnugetu og er ætluð þeim sem stefna aftur á vinnumarkað. Einstaklingur þarf að hafa bæði vilja og getu til að taka fullan þátt í þjónustunni og fara eftir þeirri áætlun sem gerð er. Árangursmælingar VIRK styðja þá viðteknu kenningu að snemmtæk íhlutun sé mikilvæg til að markmið um endurkomu til starfa náist. Hlutfall þjónustuþega sem útskrifuðust frá VIRK með vinnugetu eru 94% meðal þeirra sem við upphaf íhlutunar þáðu laun á vinnumarkaði. Sambærilegar tölur voru 74% meðal þeirra sem höfðu framfærslu hjá sjúkrasjóði stéttarfélags, 53% fólks á endurhæfingarlífeyri og 30% fólks á örorkulífeyri við upphaf þjónustu hjá VIRK.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Ársfundur VIRK 2012 samþykkti innkomu fulltrúa Landssamtaka lífeyrissjóða í stjórn og fulltrúaráð VIRK. BHM og KÍ eiga sameiginlegan aðal- og varamann í stjórn VIRK. Í apríl 2012 tók Þórður Hjaltested frá KÍ sæti aðalmanns í stjórn og Páll Halldórsson, BHM, til vara. Á aðalfundi í apríl 2013 höfðu þeir síðan hlutverkaskipti Virkur vinnustaður, þróunarverkefni til 3 ára fór af stað á árinu. Upplýsingar um það má finna hér: http://virk.is/page/virkur-vinnustadur/. Á heimasíðunni, www.virk.is má finna afar ítarlegt efni um starfsemi sjóðsins. Vinnumálastofnun Í stjórn Vinnumálastofnunar situr fyrir hönd BHM Stefán Aðalsteinsson. Vinnumálastofnun heyrir undir félagsmálaráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs. Vinnumálastofnun starfar samkvæmt lögum nr. 55/2006 um vinnumarkaðsaðgerðir og lögum nr. 54/2006 um Atvinnuleysistryggingar. Markmið laganna er að veita einstaklingum viðeigandi aðstoð til að verða virkir þátttakendur á vinnumarkaði, auk þess sem lögunum er ætlað að stuðla að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli í landinu. Stofnunin er með starfstöðvar um land allt og eru svæðisbundin vinnumarkaðsráð skipuð af félagsmálaráðherra. Hlutverk vinnumarkaðsráðanna er m.a. að greina stöðu og þróun atvinnumála á sínu svæði og leggja fram tillögur að könnunum og/eða þróunarverkefnum á sínu svæði. Meðal verkefna Vinnumálastofnunar er að halda skrá yfir laus störf sem í boði eru á landinu öllu, miðla upplýsingum um laus störf til atvinnuleitenda og veita þeim aðstoð við að finna störf við hæfi, og aðstoða atvinnurekendur við ráðningu starfsfólks og veita þeim upplýsingar um framboð á vinnuafli. Vinnumálastofnun annast skipulag vinnumarkaðsúrræða, s.s. námskeiða, starfsúrræða, ráðgjöf, námsúrræða og atvinnutengdrar endurhæfingar. Þjónusta ráðgjafa Vinnumálastofnunar skal miðast við einstaklingsbundnar þarfir hvers og eins atvinnuleitanda. Vinnumálastofnun ber að leggja mat á vinnufærni atvinnuleitanda þegar hann sækir um þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum. Á grundvelli matsins er gerð áætlun um atvinnuleit hans og þátttöku í viðeigandi vinnumarkaðsúrræðum, eða honum leiðbeint um aðra þjónustu ef þörf er talin á. Vinnumálastofnun skal reglulega afla upplýsinga um atvinnuástand, atvinnuleysi og atvinnuhorfur frá einstökum landshlutum. Jafnframt skal hún fylgjast með samsetningu vinnuaflsins í landinu, kanna reglubundið mannaflaþörf og framtíðarhorfur í atvinnugreinum og miðla upplýsingum um atvinnuástandið í landinu. Verkefnið Vinnandi vegur sem hófst í ársbyrjun 2012 skilaði umtalsverðum árangri og voru yfir 1.000 atvinnuleitendur ráðnir í vinnu í tengslum við það. Í framhaldi af því var lögð sérstök áhersla á málefni þeirra atvinnuleitanda sem hafa verið án vinnu um lengri tíma og stefna í að ljúka bótarétti sínum. Mótuð var áætlun um vinnumarkaðsaðgerðir vegna þessa hóps og reynslan af Vinnandi vegi nýtt. Átaksverkefnið Liðsstyrkur var sett í gang í upphafi árs. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Stefnt er að því að öllum atvinnuleitendum sem fullnýttu eða fullnýta rétt sinn á tímabilinu frá 1. september 2012 fram til 31. desember 2013, samtals 3.700 manns, verði öllum boðin vinna eða starfsendurhæfing á árinu 2013 enda skrái þeir sig til þátttöku í átakið. Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8%


ÞEKKING OG HAGSÆLD

framlagi í lífeyrissjóð, samtals kr. 186.417. á mánuði. Atvinnurekandi gerir síðan hefðbundinn ráðningarsamningi við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi. Þeim atvinnuleitendum sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda verður vísað til VIRK, starfsendurhæfingarsjóðs og boðin starfsendurhæfing. Framlag til verkefnisins skv. fjárlögum er í heild um 2,7 milljarðar. Af innri málefnum sjóðsins má nefna að ráðinn var mannauðsstjóri og gerður samningur við endurskoðunarfyrirtæki til að sinna innri endurskoðun, en slíkt er nauðsynlegt í ljósi þeirra fjármuna sem sem Vinnumálastofnun ber ábyrgð á, en það er auk greiðslna atvinnuleysisbóta greiðslur Fæðingarorlofssjóðs. Atvinnuleysistryggingasjóður Í stjórn Atvinnuleysistryggingarsjóðs fyrir hönd BHM (2010-14) situr Guðlaug Kristjánsdóttir. Starfs sjóðsins í ár einkenndist líkt og verið hefur frá hruni af átaksverkefnum, annars vegar framhaldi verkefna fyrri ára og hins vegar nýtt verkefni sem nefnist Liðsstyrkur og beinist að því að útvega störf fyrir langtímaatvinnulausa með ívilnunum til atvinnuveitenda. Samþykkt var fjárveiting til sumarstarfa námsmanna og atvinnuleitenda allt að 250 (150 milljón króna viðbótarframlag við 100 milljón króna fjárheimild úr fjárlögum), líkt og gert var undanfarin 3 ár.

Jafnréttisráð Jafnréttisráð skal samkvæmt lögum starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera velferðarráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Jafnréttisráð skal undirbúa jafnréttisþing í samráði við félags- og tryggingamálaráðherra og leggja fyrir það skýrslu um störf sín. Jafnréttisráð er skipað samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Eftir hverjar alþingiskosningar skipar velferðarráðherra ellefu manna Jafnréttisráð eftir tilnefningum frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Bandalagi háskólamanna, fjármálaráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins, Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands, Kvenréttindafélagi Íslands, Samtökum um kvennaathvarf, Stígamótum, Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Félagi um foreldrajafnrétti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Formaður ráðsins er skipaður án tilnefningar af ráðherra. Varamenn eru skipaðir á sama hátt. Sitjandi ráð var skipað í október 2009 og er fulltrúi BHM og BSRB í ráðinu Guðlaug Kristjánsdóttir. Starf ársins í Jafnréttisráði hefur áfram í ár, líkt og í fyrra, einkennst af umræðum um tilgang þess, störf og samsetningu. Í byrjun starfsársins var haldinn hálfs dags hugarflugsfundur þar sem fjallað var um þau mál í hópavinnu. Á grundvelli niðurstaðna frá þeim fundi var skipaður undirhópur sem vann úr þeim tillögur til lagabreytinga. Tengsl ráðsins við störf velferðarráðuneytisins hafa verið efld, starfsmenn ráðuneytisins hitta ráðið á fundum, sem hefur opnað fyrir bætt samskipti. Undirbúningur jafnréttisþings hefur jafnframt verið á dagskrá ráðsins á starfsárinu. Meðal verkefna ráðsins sl. starfsár hafa verið aðkoma að árlegum hádegisverðarfundi á alþjóðlegum degi kvenna þann 8. mars og tveimur fundum/ráðstefnum um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs sem skipulagðir voru af vinnuhópi um málefnið. Fulltrúi BHM í þeim


ÞEKKING OG HAGSÆLD

vinnuhópi er Alda Hrönn Jóhannesdóttir og má nálgast upplýsingar um verkefnin á vefnum www.hidgullnajafnvaegi.is, meðal annars hlekki á upptökur frá fyrirlestrunum. Nefnd um málefnalegar forsendur við mat á launamun kynjanna Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í nóvember 2012 nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir skráningu upplýsinga í launakerfi ríkisins og skilgreina hvaða skýribreytur teljast málefnalegar varðandi launamun kynjanna. Henni er einnig ætlað að skoða formgerð og uppbyggingu kjarasamninga með það fyrir augum að meta að hve miklu leyti megi rekja kynbundinn launamun til kerfislægra þátta. Þá skal nefndin útbúa leiðbeiningar fyrir forstöðumenn um hvernig beri að bregðast við leiði launagreiningar í ljós kynbundinn launamun. Loks er gert ráð fyrir því að nefndin verði velferðarráðuneytinu til ráðgjafar við gerð áætlunar um kynningu á jafnlaunastaðli. Formaður nefndarinnar er Halldóra Friðjónsdóttir, sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. BHM og BSRB eiga hvort um sig tvo nefndarmenn, Félag forstöðumanna ríkisstofnana tvo og ráðuneytið tvo að Halldóru meðtalinni, auk þess sem annar sérfræðingur hjá ráðuneytinu er nefndinni til liðsinnis. Fulltrúar BHM eru Guðlaug Kristjánsdóttir og Páll Halldórsson. Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til að vinna að launajafnrétti kynjanna Velferðarráðherra skipaði þennan hóp í desember 2012. Formaður hópsins er Birna Hreiðarsdóttir lögfræðingur. Í honum sitja auk hennar fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands, BSRB, ASÍ og BHM. Verkefni aðgerðahópsins er meðal annars að vinna að samræmingu rannsókna á kynbundnum launamun, annast gerð áætlunar um kynningu jafnlaunastaðals, upplýsingamiðlun og ráðgjöf um launajafnrétti kynjanna til stofnana og fyrirtækja Með hópnum starfar verkefnastjóri sem kom til starfa í maímánuði. Starf hópsins hingað til hefur fyrst og fremst falist í gagnaöflun og áætlanagerð. Stjórn Vinnueftirlits ríkisins Velferðarráðherra, skipar stjórn Vinnueftirlitsins ríkisins. Fulltrúi Bandalags háskólamanna í stjórninni er Maríanna Hugrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga, og varamaður er Bragi Skúlason, Fræðagarði. Stjórn Vinnueftirlitsins er skipuð til fjögurra ára í senn og eru stjórnarmenn níu talsins. Ráðherra skipar formann án tilnefningar, en aðrir stjórnarmenn eru tilnefndir af aðilum vinnumarkaðarins, þ.e. ASÍ, BSRB, SA, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fjármálaráðuneytinu og velferðarráðuneytinu. Varamenn í stjórn eru skipaðir með sama hætti. Stjórn Vinnueftirlitsins fundaði alls 6 sinnum á árinu 2012. Stjórn ber ábyrgð gagnvart ráðherra á faglegri stefnumótun Vinnueftirlits ríkisins og er velferðarráðherra og forstjóra Vinnueftirlits ríkisins til ráðgjafar í málum er tengjast bættum aðbúnaði, öryggi og hollustuháttum á vinnustöðum. Stjórnin skal gera tillögur til ráðherra um úrbætur á sviði vinnuverndar, þar á meðal um hvort þörf er á lagabreytingum eða setningu reglugerða eða annarra reglna. Ráðherra og forstjóri skulu leita umsagnar stjórnarinnar við undirbúning að setningu laga, reglugerða og annarra reglna um mál er heyra undir Vinnuverndarlög nr. 46/1980.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Stefna Vinnueftirlitsins Í stefnu Vinnueftirlitsins fyrir árin 2009 til 2012 kemur fram að henni sé ætlað að fela í sér lifandi stefnumótunarferli þar sem meginstefna er mótuð, mælanleg markmið sett og metið hvort árangur hefur náðst, en jafnframt er stefnan sjálf endurmetin reglubundið og endurskoðuð í ljósi þróunar og aðstæðna. Stjórn stofnunarinnar mótar meginstefnuna í samráði við félags- og tryggingamálaráðuneytið og stjórnendur og starfsmenn Vinnueftirlitsins. Ætlunarverk Vinnueftirlitsins er að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi sem jafnan sé í samræmi við félagslega framþróun og bestu þekkingu á hverjum tíma. Sérstök áhersla verði lögð á að efla markvisst vinnuverndarstarf á vinnustöðunum sjálfum. Stjórn VER hefur hafið undirbúning að mótun stefnu VER til 2020, en bakslag kom í þá vinnu á árinu 2012 og því ákvað stjórn að framlengja stefnu Vinnueftirlitsins fyrir árin 2009 til 2012 um eitt ár. Yfirskrift vinnuverndarvikunnar á árinu 2012 og 2013 er Ä9LQQXYHUQG± DOOLUYLQQD³ Frekari upplýsingar um starfsemi Vinnueftirlitsins er að finna á slóðinni: www.ver.is

Nefnd um endurskoðun á reglugerð um einelti Velferðarráðherra, skipaði 2. september 2011 nefnd til að endurskoða reglugerð um einelti. Hlutverk nefndarinnar er að endurskoða reglur í lögum og reglugerðum sem fjalla um einelti á vinnustað, þar á meðal kynferðislega áreitni. Jafnframt skal nefndin meðal annars fjalla um þau álitaefni sem upp hafa komið í tengslum við einelti á vinnustöðum, þar á meðal samspil laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem og um efni rammasamnings aðila vinnumarkaðarins á Evrópuvísu um einelti og ofbeldi á vinnustöðum. Fulltrúi BHM í nefndinni er: Maríanna H. Helgadóttir. Frekari upplýsingar um nefndina er að finna á velferðaráðuneytisins, http://www.velferdarraduneyti.is/raduneyti/nefndir-rad-stjornir/nr/32994. Drög að reglugerðinni er að finna á slóðinni http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33856.

Starfshópur um endurskoðun almannatryggingalaga. Í byrjun árs 2012 var samkvæmt samkomulagi við ríkisstjórn útvíkkaður starfshópur um endurskoðun almannatryggingarlaga. Það var gert með því að bjóða að borðinu aðilum vinnumarkaðar. Af hálfu BHM, BSRB, KÍ og SFR voru Elín Björg Jónsdóttir BSRB og Vilborg Oddsdóttir BHM skipaðar. Lagt var upp með heildarendurskoðun á almannatryggingalöggjöfinni, bæði ellilífeyris og örorkubóta með þeim markmiðum að einfalda löggjöfina. Ekki náðist að endurskoða og leggja fram sem frumvarp nema um réttindi ellilífeyrisþega og má segja að með þeirri endurskoðun, að markmiðið um einföldun hafi náðst og um leið að skýra betur réttindi lífeyrisþega og styrkja stöðu aldraða. Helstu breytingar með nýju frumvarpi eru þær sem snúa að réttindum ellilífeyrisþega og felast í sameiningu bótaflokka gjörbreyttum og einföldum reiknireglum um útreikning bóta vegna tekna þar sem dregið er úr tekjutenginum, samhliða því að frítekjumörk verða afnumin. Almennt munu greiðslur almanntrygginga til ellilífeyrisþega hækka í kjölfar breytinganna. (nánari upplýsingar er hægt að finna á vef ráðuneytisins www.velferdaraduneyti.is.)


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Samhæfingarnefnd um siðferðisleg viðmið Samhæfingarnefnd um siðferðisleg viðmið, þar sem Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir hefur verið skipaður annar fulltrúi BHM, KÍ og BSRB frá 1. okt. 2010 starfar skv. lögum nr 86/2010. Nefndinni er ætlað að stuðla að því að siðferðileg viðmið séu í hávegum höfð í opinberum störfum og veita stjórnvöldum ráðleggingar um ráðstafanir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og spillingu. Framvinda starfsins hefur síðan verið sú að siðareglur ráðherra voru samþykktar í ríkisstjórn Íslands í mars 2011. Þær byggja á lögum um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands og fleiri lögum (siðareglur) nr. 86/2010 sem samþykkt voru frá Alþingi um mitt ár 2010. Þá voru siðareglur fyrir starfsmenn Stjórnarráðs Íslands birtar 4. maí 2012 og siðareglur fyrir starfsmenn ríkisins 22. apríl 2013. Siðareglunar má sjá á ofangreindum hlekkjum.

Liðsstyrkur Verkefnið Liðsstyrkur er atvinnuátaksverkefni fyrir langtímaatvinnulausa sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013. Markmiðið er að virkja þennan hóp fólks til virkrar atvinnuþátttöku að nýju. Liðsstyrkur er samstarfsverkefni fjölmargra aðila vinnumarkaðarins og á BHM fulltrúa í verkefnisstjórn. Stefnt er að því að skapa 2.200 tímabundin ný störf fyrir um 3.700 langtímaatvinnuleitendur á árinu 2013. Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf. Til viðbótar verður þeim sem á þurfa að halda boðin starfsendurhæfing. Allir sem skrá sig í verkefnið munu fá tilboð um starf en markmiðið er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá slíkt tilboð. Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð. Atvinnurekandi gerir síðan hefðbundinn ráðningarsamningi við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi. Sérstakur biðstyrkur er í boði fyrir þá atvinnuleitendur sem hafa verið skemur en 42 mánuði á bótum þegar þeir missa bótarétt sinn. Sá styrkur er tímabundinn í allt að sex mánuði eða þar til viðkomandi fær tilboð um starf. Styrkfjárhæð svarar til fyrri bótaréttar einstaklings. Verkefnisstjórn fundar reglulega og er á fundunum farið yfir framgang verkefnisins og álitamál rædd. Verkefnisstjórn hefur unnið gæðavísa til að fylgjast með verkefninu og er gert ráð fyrir því að stöðuskýrsla verði skrifuð í maí. Sérstök heimasíða var gerð fyrir verkefnið, www.lidsstyrkur.is þar sem er að finna upplýsingar fyrir bæði atvinnuleitendur og atvinnurekendur. Áhersla var lögð á að kynna verkefnið vel í upphafi þess í fjölmiðlum. Skráning í starfabanka verkefnisins fór vel af stað og eru skráð störf fleiri en gert var ráð fyrir. Ráðningar fóru öllu hægar af stað en gert var ráð fyrir en fjöldi starfa í starfabanka er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Til að ráðninga áætlun gengi eftir þyrftu ráðningar að vera um 70 á viku en eru um 50. Í apríllok höfðu um 500 atvinnuleitendur verið ráðnir til starfa í gegnum verkefnið Liðsstyrkur.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Verkefnið er innan fjárhagsramma þar sem gert var ráð fyrir því að framfærslustyrkir vegna starfsendurhæfingar væru mun fleiri en raunin hefur verið en biðstyrkir eru yfir kostnaðaráætlun. Til að renna styrkari stoðum undir stöðuskýrsluna í maí hefur verið ákveðið að gera spurningakönnun meðal atvinnuleitenda og atvinnurekenda sem verður framkvæmd nú í maíbyrjun. María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands er fulltrúi BHM í verkefnisstjórn Liðsstyrks.

Vinnuhópur um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs Á seinni hluta ársins 2012 skipaði velferðarráðherra vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Alda Hrönn Jóhannsdóttir formaður stéttarfélags lögfræðinga var skipuð til starfans fyrir hönd BHM. Var hlutverk vinnuhópsins var meðal annars að framkvæma verkefni nr. 16 í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára sem samþykkt var vorið 2011. Auk þess átti vinnuhópurinn að annast fræðslu til atvinnurekenda og virkra þátttakenda á vinnumarkaði um leiðir til að auðvelda samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þá skyldi vinnuhópurinn fylgja eftir og vinna úr tillögum nefndar um samræmingu fjölskylduog atvinnulífs sem kynntar voru í júní 2011, ásamt því að kanna hagkvæmni þess að stytta vinnuvikuna í 36 klukkustundir. Einnig var vinnuhópnum falið að standa að og undirbúa ráðstefnu í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins þar sem áhersla yrði meðal annars lögð á DèIiIU èLPHQQWLODèIO\WMDHULQGLRJÄI\ULUP\QGDUI\ULUW NL³WLODèN\QQDKYHUQLJìDXNRPDWLO móts við starfsfólk sitt varðandi fjölskyldulíf. Vinnuhópurinn hélt m.a. tvær ráðstefnur, ritaði upplýsingabæklinga, einn fyrir starfsfólk og annan fyrir atvinnurekendur, endurvakti heimasíðuna www.hidgullnajafnvaegi.is og skilaði ítarlegri greinargerð til ráðherra um framkvæmd verkefna og þær aðgerðir sem vinnuhópurinn gerir tillögu um í 12 nánar tilgreindum atriðum. Vinnuhópurinn lauk störfum 26. apríl 2013.

Samskipti við stjórnvöld og önnur heildarsamtök á vinnumarkaði Ráðstefnur um samningagerð á vegum Ríkissáttasemjara, kynnisferð til Norðurlanda Í kjölfar gagnrýni á fyrirkomulag kjarasamningagerðar, sem meðal annars hefur beinst að því að skilvirkni við samningagerð skorti, undirbúningur sé ómarkviss og að markmið um kaupmátt launa hafi ekki gengið eftir, voru aðilar vinnumarkaðar kallaðir saman til þess að fara yfir málin í húsnæði sáttasemjara. Í framhaldinu var skipaður starfshópur aðila og ríkissáttasemjara falið að efna til ráðstefnu um kjarasamningagerð í nóvember 2012, þar sem meðal annars voru fengnir fulltrúar frá Norðurlöndunum til að kynna fyrirkomulagið hver í sínu landi. Í kjölfarið fór starfshópurinn fram á við ríkissáttasemjara að hann skipulegði kynnisferð til Norðurlandanna með þátttöku fulltrúa frá aðilunum. Ríkissáttasáttasemjari leitaði til


ÞEKKING OG HAGSÆLD

sáttasemjara landanna um aðstoð og þeir skipulögðu röð funda í hverju landi fyrir sig með fulltrúum leiðandi samtaka á vinnumarkaði. Formaður BHM tók þátt í ferðinni, skýrsla hópsins er í smíðum og verður kynnt bráðlega. Ljóst er að ýmislegt má læra af fordæmi nágrannaþjóðanna, fyrirkomulagið er nokkuð svipað í Svíþjóð og Danmörku. Noregur hefur ákveðna sérstöðu tengda olíuauði ríkisins, þótt lagaumgjörð og fyrirkomulag sé að miklu leyti svipað fyrrnefndu löndunum. Finnland sker sig úr, enda þótt þar sé nú í gildi rammasamkomulag sem að mörgu leyti svipar til hinna norrænu módelanna. Munurinn felst fyrst og fremst í því að alls er óvíst hvort sá rammi verður látinn gilda til framtíðar eða hvort horfið verður frá honum í næst þegar samningar losna. Í þessum samskiptum aðila vinnumarkaðar og sáttasemjara svífur yfir vötnum orðið þjóðarsátt, sem æ oftar er nú nefnt í opinberri umræðu.

Samráðsvettvangur um aukna hagsæld Eftirfarandi upplýsingar um tilurð og starf samráðsvettvangsins eru fengnar af vefnum www.samradsvettvangur.is. Þar er jafnframt að finna ítarefni og tillögur eftir því sem verkefninu vindur fram. Fulltrúi BHM er Guðlaug Kristjánsdóttir. Settur hefur verið á fót þverpólitískur og þverfaglegur samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi. Vettvanginum er ætlað að stuðla að heildstæðri og málefnalegri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið. Á vettvanginum sitja formenn allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Ragna Árnadóttir er formaður samráðsvettvangsins og Katrín Olga Jóhannesdóttir varaformaður. Verkefnið heyrir undir forsætisráðuneytið, en er stýrt af ofangreindum aðilum. Tilurð samráðsvettvangsins má rekja til óformlegra viðræðna á meðal stjórnmálaleiðtoga um hvernig best mætti koma slíkum umræðuvettvangi á fót m.a. á grundvelli skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company gaf út síðastliðið haust um möguleika Íslands til eflingar langtímahagvaxtar undir nafninu Charting a Growth Path for Iceland. Viðfangsefnið er víðfeðmt og flókið og því er mikilvægt að sníða fyrirkomulag sem getur stuðlað að eins upplýstri og gagnsærri umræðu og kostur er. Skýrslan hefur stuðlað að uppbyggilegri umræðu og hafa margir hagsmunaaðilar tekið undir mikilvægi þess að móta heildstæða hagvaxtarstefnu fyrir Ísland til að tryggja áframhaldandi mikil lífsgæði í landinu. Í því samhengi er ekki síst mikilvægt að málefnaleg umræða eigi sér stað á meðal helstu ráðamanna og áhrifamanna innan samfélagsins um viðfangsefnið. Í kjölfar viðræðna stjórnmálaleiðtoga og fjölmargra hagsmunaaðila hóf skrifstofa forsætisráðuneytisins formlega uppsetningu á umræddum samráðsvettvangi að beiðni forsætisráðherra og hefur verkefninu nú formlega verið hrint úr vör. Meginmarkmið samráðsvettvangsins Samráðsvettvanginum er ætlað að stuðla að heildstæðri og uppbyggilegri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið. Í því felst að:


รžEKKING OG HAGSร†LD

x x x

Skapa รพverpรณlitรญskan umrรฆรฐuvettvang fyrir framsรฝna og mรกlefnadrifna umrรฆรฐu um viรฐfangsefniรฐ Mรณta heildstรฆtt รณhรกรฐ yfirlit yfir aรฐgerรฐir sem geta stuรฐlaรฐ aรฐ langtรญmahagvexti og efnahagslegum stรถรฐugleika Fjalla um รพau skilyrรฐi og รกkvarรฐanir sem รพรถrf er รก til aรฐ hรฆgt sรฉ aรฐ hrinda viรฐkomandi aรฐgerรฐum รญ framkvรฆmd

Samrรกรฐsvettvangurinn er studdur af svo nefndri Sjรกlfstรฆรฐri verkefnisstjรณrn sem ber รกbyrgรฐ รก mรณtun tillagna um aรฐgerรฐir sem geta stuรฐlaรฐ aรฐ langtรญmahagvexti og efnahagslegum stรถรฐugleika. Viรฐfangsefnum verkefnisstjรณrnar verรฐur skipt รญ fimm mรกlaflokka; x x x x x

รžjรณรฐhagslegt umhverfi Innlendi รพjรณnustugeirinn Alรพjรณรฐageirinn Auรฐlindageirinn Opinberi geirinn

Efnislegri vinnu verkefnisstjรณrnar verรฐur stรฝrt af Friรฐriki Mรก Baldurssyni, prรณfessor.

BHM, BSRB og Kร Formenn, varaformenn og framkvรฆmdastjรณrar BHM, BSRB og Kร hafa hist meรฐ reglubundnum hรฆtti รก starfsรกrinu venju samkvรฆmt. Umrรฆรฐuefni รกrsins hafa tengst kjaramรกlum og sameiginlegum hagsmunum opinberra starfsmanna, einkanlega lรญfeyrismรกlum en einnig sameiginlegum verkefnum sem snรบa aรฐ viรฐsemjendum og kjarasamningum.

Nefndir um endurskoรฐun lรญfeyrisrรฉttinda Undanfarin รกr hafa starfaรฐ tvรฆr nefndir um lรญfeyrismรกl, annars vegar alls vinnumarkaรฐar og hins vegar rรญkisstarfsmanna. Annars vegar er um aรฐ rรฆรฐa nefnd sem starfar skv. 9. grein stรถรฐuleikasรกttmรกlans, sem KOMyรจDU VYR ร„5tNLVVWMyUQ VYHLWDUIpO|J RJ DรจLODU YLQQXPDUNDรจDULQV PXQX t VDPHLQLQJX WDND lรญfeyrismรกl og mรกlefni lรญfeyrissjรณรฐa til umfjรถllunar. Fariรฐ verรฐur yfir mรกlin frรก grunni รกn VNXOGELQGLQJDRJIMDOODรจXPIUDPWtรจDUVรชQtรฌHVVXPPiODIORNNLยณ ร nefndinni sitja fulltrรบar, ASร, BHM, BSRB, SA, sveitarfรฉlaga og rรญkisins. Fulltrรบi BHM er Pรกll Halldรณrsson. Afstaรฐa fulltrรบa BHM รญ nefndinni hefur frรก upphafi veriรฐ รญ samrรฆmi viรฐ รพรก stefnu bandalagsins aรฐ forsenda รพess aรฐ samtรถkin taki รพรกtt รญ aรฐ nรก sรกtt um framtรญรฐarskipan lรญfeyrismรกla sรฉ aรฐ staรฐiรฐ verรฐi aรฐ fullu viรฐ lรญfeyrisskuldbindingar og lรญfeyrisloforรฐ rรญkisins viรฐ starfsmenn sรญna. ร รกrinu hefur veriรฐ unniรฐ aรฐ gerรฐ skรฝrslu nefndarinnar, sem er enn รญ smรญรฐum. Hin nefndin, starfshรณpur um lรญfeyrismรกl rรญkisstarfsmanna, var sett af staรฐ รญ kjรถlfar รณskar BHM, BSRB og Kร um viรฐrรฆรฐur viรฐ fjรกrmรกlarรกรฐherra vegna stรถรฐu B- og A-deildar LSR. Fjรกrmรกlarรกรฐherra setti starfshรณpnum erindisbrรฉf, รพar sem honum er faliรฐ รพaรฐ hlutverk aรฐ fara yfir stรถรฐu beggja deilda a og koma meรฐ tillรถgur aรฐ framtรญรฐarlausnum รก vanda รพeirra. Var hรณpurinn skipaรฐur einum fulltrรบa frรก hverju bandalagi um sig og รพremur frรก rรญkinu.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Sjónarmið aðila voru ólík að því leyti að bandalögin vildu þrýsta á um lausnir á vanda Bdeildar með því að sett væri fram áætlun um inngreiðslur í hana þannig að sýnt væri að ríkið hygðist standa við skuldbindingar sínar, og lausn á vanda A-deildar með því að iðgjöld í hana yrðu hækkuð lögum samkvæmt. Fulltrúar ríkisins lögðu hins vegar fram tillögur til að rétta af stöðuna með breytingum á núverandi kerfi, svo sem aldurstengingu réttindaávinnslu og hækkun lífeyristökualdurs. Í kjölfar undirritunar kjarasamninga sumarið 2011 urðu aðilar ásáttir um að víkka út hlutverk starfshópsins, þannig að það tæki jafnframt til sameiginlegra úrlausnarefna sem varða endurskoðun á starfskjörum vegna mögulegra breytinga á lífeyriskjörum, ef kæmi til samræmingar á þeim milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Viðbótarverkefni hópsins á uppruna sinn í yfirlýsingum sem forsætis- og fjármálaráðherra rituðu með kjarasamningum annars vegar BSRB og hins vegar BHM-félaga. Við þetta tækifæri var fjölgað í starfshópnum um einn fulltrúa frá hverju bandalagi. Síðan var verkefnum hópsins skipt í fernt; 1:gerð áætlunar um það með hvaða hætti skuldbindingum ríkisins vegna B-deildar verði mætt, 2:útfærsla á því hvernig nýtt lífeyriskerfi fyrir allan vinnumarkaðinn verði tekið upp hjá lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, 3:launasamanburður milli markaða, 4:mat á nauðsynlegum breytingum á umgjörð og lögum um LSR, byggt á niðurstöðum hópa 1 og 2.

Norrænt samstarf Fundur formanna og framkvæmdastjóra norrænu systursamtaka BHM var haldinn á Íslandi. Meðal umfjöllunarefna var dagskrá Nordisk Akademikerforum sem haldið verður í Kaupmannahöfn á þessu ári, þar sem meðal annars verður fjallað um gæði háskólamenntunar, ævitekjur, frumkvöðlastarf háskólamenntaðra og vinnuumhverfis/vinnumarkaðsmál. Umræður um ólíkt réttindaumhverfi launafólks á Norðurlöndunum, með áherslu á gagnsemi upplýsingagjafar og samskipta bandalaganna fyrir háskólamenntaða starfsmenn sem sækja störf milli landanna voru meðal þess sem rætt var. Jafnframt var fjallað um hlutverk launþegahreyfinga og breytingar í því landslagi í löndunum, þ.e. hverjar væntingar félagsmanna til starfsemi fag/stéttarfélaga og heildarsamtaka þeirra væru til framtíðar litið. Samskiptin við norrænu systursamtökin hafa eflst á undanförnum árum, t.d. með því að fá hingað gestafyrirlesara. Á starfsárinu komu líka fulltrúar frá sænsku systursamtökum BHM, SACO og kynntu kjarakönnun og launaleitarvél sína fyrir kjara- og réttindanefnd BHM. Sá fundur var afar gagnlegur við undirbúning kjarakönnunar BHM og mótun langtímamarkmiða í þeim málum.

Rekstur BHM ± skrifstofan Borgartúni 6 Starfsemi í húsnæði BHM hefur almennt aukist undanfarin ár, bandalagið jafnt sem félögin nýta aðstöðuna afar vel hvort sem um fundi eða námskeið er að ræða. Starfsmönnum BHM fjölgar, en á næstu vikum mun hagfræðingur í fullu starfi hefja störf. Unnið hefur verið að mannauðsstefnu á árinu, haldnir starfsdagar og fengin utanaðkomandi ráðgjöf. Starfið á skrifstofu BHM hefur enda tekið talsverðum breytingum að undanförnu,


ÞEKKING OG HAGSÆLD

bæði á sviði félagspólitísks starfs, rekstrar- og fjármála og í þjónustu við félagsmenn. Nýlega var samþykkt starfsmannastefna BHM og í framhaldi af því þarf að yfirfara starfsmannahandbók og starfslýsingar svo eitthvað sé nefnt. Verkaskipting starfsmanna eykst óneitanlega samfara umfangi skrifstofunnar og má í raun skipta starfinu í þrjár einingar, þótt það hafi enn ekki verið gert með formlegum hætti. Undir félagspólitíska einingu falla störf formanns, hagfræðings, lögfræðings og verkefnastjóra í fagog kynningarmálum. Rekstur og fjármál annast, auk fjármála- og rekstrarstjóra, bókari og starfsmaður í BIB-innheimtu iðgjalda (bókunar- og innheimtumiðstöð BHM). Þjónustu við félagsmenn sinna fulltrúar Orlofs-, Sjúkra-, Styrktar- og Starfsmenntunarsjóða. Framkvæmdastjóri kemur að öllu starfi innan BHM, auk móttökuritara. Þessu til viðbótar starfa ráðgjafar VIRK fyrir félagsmenn BHM, KÍ og SSF innan vébanda BHM, auk hins nýlega Starfsþróunarseturs, þar sem starfandi er forstöðumaður. Það er ljúft og skylt að þakka starfsmönnum BHM fyrir vel unnin störf á árinu. Góður starfsandi er ómetanlegur.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Umsóknir um aðild að BHM Þrjár umsóknir um aðild að BHM bárust á síðasta ári. Samkvæmt lögum BHM kannar stjórn bandalagsins hvort umsóknir uppfylla skilyrði til aðildar. Aðildarskilyrði eru að meirihluti félagsmanna aðildarfélags skal hafa lokið Bachelor gráðu eða sambærilegu námi, en heimilt er að víkja frá fyrrgreindu skilyrði ef öll nýliðun í hlutaðeigandi fagstétt uppfyllir þessa kröfu. Auk þess skulu þau félög sem sækja um aðild láta stjórn BHM í té lög viðkomandi félags, upplýsingar um félagatal, menntun félagsmanna og skilyrði fyrir aðild að félaginu. Jafnframt skal umsókn félags um aðild að BHM skal hafa hlotið samþykki aðalfundar þess félags. Stjórn BHM hefur fjallað um umsóknir þeirra félaga sem sóttu um aðild og öll uppfylltu þau aðildarskilyrði laga BHM. Félag íslenskra leikara (FÍL) sækir um aðild að BHM. Frá 2006 hefur undirfélag þess, Leikarafélag Íslands (leikarar hjá Þjóðleikhúsinu) verið aðili að BHM. Nú telur félagið rétt að það komi sem heild inn í BHM. Með því bætast við leikarar sem vinna utan Þjóðleikhússins, óperusöngvarar, dansarar og leikmynda- og búningahönnuðir. Allir nýir félagsmenn eru með Bachelor gráðu. Félag sjúkraþjálfara er nýtt sameinað félag sjúkraþjálfara. Stéttarfélag sjúkraþjálfara (SSÞ) er aðildarfélag BHM en með sameiningunni á sér stað sameining SSÞ, Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og Félags íslenskra sjúkraþjálfara. Allir félagsmenn eru með Bachelor gráðu að lágmarki. Stéttarfélag tómstunda- og félagsmálafræðinga var stofnað 3. september 2012. Um er að ræða nýtt stéttar- og fagfélag háskólamenntaðra í þessari grein. Allir félagsmenn eru með Bachelor gráðu að lágmarki.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Stefnuskrá og starfsáætlun BHM 2013-2014 Bandalag háskólamanna er heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Stefna stjórnar BHM er að efla bandalagið inn á við sem út á við bæði hvað varðar stærð þess og sýnileika og styrkja þannig stöðu þess sem heildarsamtaka háskólamenntaðra á vinnumarkaði Stjórn mun vinna að því að koma stefnumálum BHM á framfæri og stuðla að því að markmið sem aðalfundur mótar nái fram að ganga. Við skipulag fræðslu og/eða ráðstefnuhalds sem og kynningarmála vill stjórn leggja áherslu á eftirfarandi dagsetningar: 8. mars (alþjóðlegur baráttudagur kvenna), 1. maí, 23. október (afmælisdagur BHM), 8. nóvember (dagur gegn einelti). Áfram verður unnið að innleiðingu nýrra laga BHM og breyttra starfshátta sem þeim fylgja. Stjórn BHM vill efla samskipti innan forystu BHM og aðildarfélaganna. Huga þarf að sameiginlegri framgöngu jafnt hvað varðar kynningarmál, samskipti innbyrðis og út á við, kjaramál og þjónustu við félagsmenn. Á starfsárinu 2013-14 stefnir stjórn að því að koma í framkvæmd aukinni lögfræði- og hagfræðistarfsemi BHM, forsenda fyrir því er að aðildargjöld til bandalagsins hækki á aðalfundi 2013. Kjarakönnun var gerð í ársbyrjun 2013 meðal félagsmanna á öllum vinnumarkaði. Greinargóðar upplýsingar um laun félagsmanna eru undirstaða kjarabaráttu félaganna og ráðgjafar til einstaklinga og hópa. Úrvinnsla könnunarinnar og kynning niðurstaðna er meðal verkefna starfsársins. Norrænt samstarf. Á árinu 2013 verður haldið Akademikerforum í Kaupmannahöfn, þar sem bandalög háskólamenntaðra á Norðurlöndunum hittast og fræðast um vinnumarkaðs- og háskólatengd málefni. Stjórn vill stuðla að breiðri þátttöku frá aðildarfélögum. Frá skrifstofu BHM fara 4 fulltrúar; formaður, framkvæmdastjóri, hagfræðingur og verkefnastjóri í fag- og kynningarmálum.

Skrifstofa BHM

Starfsemi í húsnæði BHM hefur aukist á undanförnum árum og mun að líkindum gera það enn um sinn. Gerð hefur verið könnun um húsnæðisþörf BHM og aðildarfélaga og niðurstöður hennar gáfu ekki tilefni til breytinga að sinni. Málið verður skoðað áfram. Nýsamþykkt starfsmannastefna BHM verður innleidd, m.a. þarf að endurgera starfsmannahandbók, yfirfara starfslýsingar og huga að afmörkun eininga í starfseminni (félagspólitík, fjármál, þjónusta við félagsmenn). Yfirfara þarf þjónustuviðmót gagnvart félagsmönnum aðildarfélaganna. Bæta þarf fyrirkomulag við símsvörun, upplýsingagjöf og notendaviðmót á heimasíðu svo eitthvað sé QHIQW7HNQDUYHUèDtQRWNXQÄPtQDUVtèXU³


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Tillaga stjórnar um aðildargjöld til BHM Stjórn BHM leggur til að aðildargjöld til bandalagsins verði árið 2013: Fastagjald verði kr. 100.000, innheimt af hverju félagi fyrir sig. Aðildargjöld félaga verði 0,17% af dagvinnulaunum fram til 30. júní 2013 en eftir það 0,20% af dagvinnulaunum.


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Tillaga uppstillingarnefndar Tillaga uppstillingarnefndar til stjórnarkjörs, til tveggja ára: Varaformaður: Páll Halldórsson, FÍN. Meðstjórnendur: Alda Hrönn Jóhannsdóttir, SL. Steinunn Bergmann, FÍ. Varamenn til eins árs: Áslaug Guðrúnardóttir, FF. Hanna Dóra Másdóttir, FHSS. Tillaga uppstillingarnefndar um skoðunarmenn til eins árs: Arna A. Antonsdóttir, FL. Gunnar Gunnarsson, KVH. Varamaður: Margrét Geirsdóttir, SHMN. Tillaga uppstillingarnefndar í kjara- og réttindanefnd til tveggja ára: Halla Þorvaldsdóttir, SÍ. Halldór K. Valdimarsson, Fræðagarði. Tillaga uppstillingarnefndar í þjónustu- og aðbúnaðarnefnd til tveggja ára: Erna Björg Smáradóttir, SBU. Hugrún R. Hjaltadóttir, FÍF. Tillaga uppstillingarnefndar í fag- og kynningarmálanefnd til tveggja ára: Ragnheiður Ragnarsdóttir, KVH. Valgerður Halldórsdóttir, FÍ. Tillaga uppstillingarnefndar í stjórn Starfsþróunarseturs til tveggja ára: Bragi Skúlason, Fræðagarði. Elfa Björt Hreinsdóttir, SÍ. Ína Björg Hjálmarsdóttir, FÍN. Tillaga uppstillingarnefndar í stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM til tveggja ára: Halla Sigurðardóttir, KVH. Friðþjófur Árnason, FÍN. Tillaga uppstillingarnefndar í stjórn Orlofssjóðs BHM til eins árs: Ármann Höskuldsson, FH


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Minnisblað um félagsgjöld. Á fundi stjórnar BHM þann 19. febrúar var undirrituðum falið að vinna í samráði við framkvæmdastjóra og fjármálastjóra bandalagsins að tillögu um framtíðarfyrirkomulag gjalda til BHM. Tilefni þessa var tillaga sem formannaráð vísaði til stjórnar þann 3. desember sl. Tillagan hljóðaði svo: Ä)RUPDQQDUièIHOXUVWMyUQ%DQGDODJVKiVNyODPDQQDDèXQGLUE~DWLOO|JXI\ULUDèDOIXQG BHM 2012, varðandi endurskoðun á samningsgjöldum aðildarfélaga, með jöfnuð ìHLUUDDèPDUNPLèL%HQWHUVpUVWDNOHJDiKHLOGDUODXQVHPYLèPLè³ ÈVW èDìHVVÄyMDIQDèDU³VHPWLOODJDQYtVDUWLOHUDèIpODJVJMDOGVVWRIQHUPLVPXQDQGL milli félaga og jafnvel innan félaga. Gjöld til BHM eru reiknuð þannig að tekin eru 0,17% (0,2% síðar á þessu ári) af félagsgjaldsstofni, hvot sem hann er dagvinnulaun, heildarlaun eða eitthvað annað. Það er ljóst að þau félög sem greiða af öðru en daginnulaunum eru að greiða tiltölulega meira til bandalagsins en önnur. Ljóst er að til að ná jöfnuði munu gjöldin til bandalags hækka hjá sumum félögum en lækka hjá öðrum. Hjá stórum hópi félaga er þó ekki um umtalsverðar breytingar að ræða. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu bandalagsins miða langflest félögin eða 17 félagsgjöld við dagvinnulaun , 4 félög miða við heildarlaun, 1 félag innheimtir fast félagsgjald en 3 félög notast við einhverja blöndu af þessu. Flest félög sem eiga félagsmenn á almennum markaði innheimta samkvæmt dagvinnulaunum. Á opinberum vinnumarkaði er dagvinna yfirleitt vel skilgreind og þess vegna nothæfur gjaldstofn. Þegar litið er til uppruna flestra félaga innan BHM er ekki óeðlilegt að þau hafi flest notað dagvinnulaun sem iðgjaldastofn. Á almennum markaði er dagvinnuhugtakið hinsvegar frekar óljóst. Sumstaðar er dagvinna vel skilgeind og yfirvinna greidd skilvíslega ef unnið er umfram skilgreindan vinnutíma, en oft renna dagvinnulaun, föst laun og jafnvel heildarlaun saman í eitt þannig að ógjörningur er að greina í sundur. Gera má ráð fyrir að í mörgum tilvikum sé verið að greiða af hærri upphæð en launum fyrir 40 stunda vinnuviku. Dagvinna er því ónothæfur gjaldstofn á almennum vinnumarkaði. Líklegt er og reyndar að því stefnt að félagsmönnum á almennum markaði fjölgi á komandi árum. Gangi það eftir mun sú skekkja sem stafar af dagvinnulaunaviðmiðinu aukast og verða erfiðari viðfangs í framtíðinni ef ekkert er að gert. Sú krafa er gerð að mögulegt sé að innheimta gjaldið til Bandalagsins stöðugt í hverjum mánuði. Tvær leiðir virðast I UDUWLODèVNDSDÄM|IQXè³iQìHVVDèIDUD~Wt meiriháttar millifærslur. Önnur er að bandalagið skilgreini sambærilegan gjaldstofn, burt séð frá því hvernig félögin kjósa að innheimta félagsgjöld. Hin leiðin er að greitt sé fast gjald fyrir hvern félagsmann


ÞEKKING OG HAGSÆLD

Ef nota á einn gjaldstofn er aðeins heildarlaunum til að dreifa. Þau eru nú notuð t.d. sem stofn að greiðslum í orlofs-, styrktar- og sjúkrasjóði. Áhrifin þess að miða gjöldin við heildarlaun eru því annarsvegar að lækka gjöld þeirra sem hafa annan og hærri gjaldstofn en dagvinnulaun og að hækka gjöld hjá þeim félögum þar sem dagvinnan er gjaldstofn og hækka þau verulega hjá þeim félögum sem yfirvinna umtalsverð. Tekjusamsetning félagsmanna eftir félögum er mjög ólík og í minnisblaði Stefáns Aðalsteinssonar frá 31. janúar sl. er skoðað hvaða áhrif það hefði á einstök félög ef gjöldin fyri öll félög yrðu lögð á heidarlaun í stað þess gjaldstofns sem félögin kjósa að nota nú. Í ljós kom að breytingin yrði frá tæplega 42% hækkun til tæplega 10% lækkunar (mynd I). Sú leið að innheimta fast gjald fyrir félagsmann er vel framkvæmanleg, t.d. þannig að gjaldið sé ákveðið um mitt ár og miðist við fjölda félagsmanna að baki aðalfundarfulltrúum. Áhrif þess á félögin og samanburður heildarlauna leiðina sést á mynd I. Ef nota á fast gjald m.v. félagsmann þýðir það flutning gjalda frá félögum þar sem dagvinnulaun eru lág til þeirra þar sem dagvinnulaunin eru hærri. Einnig myndu gjöld þeirra sem hafa hátt hlutfall hlutavinnufólks hækka. Á mynd II sést hvaða áhrif leiðirnar tvær hafa miðað við mismunandi dagvinnulaun. Báðar leiðirnar þýða þyngri byrði þar sem dagvinnulaunin eru lægri. Sé farin heildarlaunaleiðin er þetta samband minna og óljósara, en sé notað fast gjald er þetta meira og sterkara. Þessi samanburður sýnir að félagslega gengur það illa að taka fast gjald. Sú leið, að miða gjöld til bandalagsins við heildarlaun, er erfið en sennilega betri, sérstaklega í ljósi þess misræmis sem þegar hefur skapast og þeirra breytinga sem væntanlegar eru á samsetningu bandalagsins. Þess vegna er lagt til að félögin fá góðan aðlögunartíma þar til breytingar taki gildi Tillaga: Aðalfundur Bandalags háskólamanna 2013 samþykkir að stefna að því að gjöld til bandalagsins miðist við heildarlaun frá og með miðju ári 2016.

Páll Halldórsson, varaformaður BHM


ÞEKKING OG HAGSÆLD


Skýrsla stjórnar Orlofssjóðs Bandalagsháskólamanna (OBHM) árið 2012, lögð fram á ársfundi 26. apríl 2013 Stjórnina skipa auk undirritaðrar Sigurbjörg Gísladóttir varaformaður, Gunnar Gunnarsson gjaldkeri, Katrín Sigurðardóttir ritari. Meðstjórnendur eru Eyþóra Geirsdóttir Bjarni Bentsson og Hanna Dór Másdóttir. Stjórn hélt 13 fundi á árinu 2012. Stefnumótun Meðal árlegra verkefna stjórnar og starfsmanna sjóðsins milli ársfundar og fulltrúaráðsfundar að hausti er að yfirfara og endurmeta gildandi stefnu. Stefnumótunarfundur var haldinn í húsakynnum BHM í Borgartúni 12. október 2012. Eins og fram kom í gögnum sem lögð voru fram á fulltrúaráðsfundi haustið 2012, tókst í meginatriðum að framfylgja og koma í framkvæmd markmiðum starfsársins. Brekkuskógur Eitt af starfsmarkmiðum sjóðsins á árínu var að kannaður yrði hagkvæmasti kostur við endurnýjun A-húsa í Brekkuskógi og stækkun þeirra. Verkfræðistofa FRV Víðsjá og Verkfræðistofu Suðurlands voru fengnar til að gera úttekt á húsunum. Fyrrnefnda stofan skilaði greinargeð um málið um miðjan september 2011 og síðarnefnda stofan sem falið var að framkvæma úttekt á fjórum A-húsunum með tilliti til kostnaðarmats á lagfæringum, viðhaldi og stækkunar skilaði greinargerð í janúar 2012. Helstu niðurstöður voru að ekki væri hagkvæmt að ráðast í frekari endurbætur á húsunum og lagt var til að húsin yrðu seld til flutnings og ný hús byggð á lóðunum. Í ljósi þessa hóf stjórn undirbúning að þarfagreiningu sem höfð var til hliðsjónar við mótun stefnu um uppbyggingu nýrra húsa á svæðinu. Stefna stjórnar undanfarin ár hefur verið að framtíðar hús séu einnar hæðar og hafa þar fyrst og fremst ráðið öryggis og slysavarnir, óskir sjóðfélaga séu hafðar að leiðarljósi. Niðurstaða viðhorfskönnunar sýndi að flestir aðspurðra töldu að orlofshúsin ættu að vera með þremur (46%) eða tveimur (37%) herbergjum. Lögð hefur verið áhersla á að húsin falli vel að náttúru og umhverfi séu viðhaldslítil, vistvæn efni séu nýtt við byggingu þeirra og orku sé ekki sóað af óþörfu. Stjórn leggur áherslu á að húsin séu aðgengileg fyrir hreyfihamlað fólk, bæði aðkoma og skipulag rýmis innandyra. Lega húsa sé þannig að gestir ónæði sem minnst hver aðra. Lögð er áhersla á að gestir geti notið nánasta umhverfis með það í huga lét stjórn útbúa göngukort fyrir nokkrum árum af áhugaverðum gönguleiðum í nágrenni svæðisins og merkja upphaf göngu þeirra. Við hönnun nýjustu húsanna á svæðinu hefur verið lögð áhersla á að gestir geti notið útsýnis til nálægðra fjalla úr húsunum og af pöllum þeirra. Stjórn samþykkti að fram færi hugmyndaleit vegna nýrra húsa á svæðinu. Í lýsingu að hugmyndaleitinni var tilgangur og markmið verkefnisins að fá fram heilsteyptar, faglegar og hagkvæmar tillögur að frístundahúsum í stað s.k. A-húsa sem nýta mætti á aðra óbyggða reiti á svæðinu. Samþykkt var að bjóða fjórum teiknistofum að gera tillögur, en þær eru: Arkibúllan ehf., Ask arkitektar ehf., Kollgáta og PK arkitektar ehf. Lokaskiladagur tillagna var 15. nóvember 2012

1


Matsnefnd skipuðu Eyþóra Geirsdóttir stjórnamaður, Unnur V. Ingólfsdóttir formaður sjóðsins og faglegur ráðgjafi var Gylfi Guðjónsson arkitekt. Stjórn naut liðsinnis Péturs Jónsonar landslagsarkitekts við lýsingar vegna hugmyndaleitarinnar, hann starfaði einnig með matsnefnd. Matsnefnd lauk störfum 12. desember 2012 og valdi hún PK arkitekta ehf. sem vinningshafa. Fulltrúaráði OBHM voru kynntar niðurstöður matsnefndar á fundi 19 desember 2012. Stjórn hefur unnið áfram að málinu m.a. með því að funda í tvígang með Pálmari Kristmundssyni forsvarsmanni PK arkitekta ehf. þar sem farið hefur verið yfir athugasemdir matsnefndar og sjónarmið sem komu fram á fulltrúaráðsfundinum. Eins og áður hefur komið fram hefur stjórn ekki fengið samþykki fyrir því að byggja ný hús í Hraunvéum, en mikil eftirspurn er eftir húsunum þar. Síðastliðið sumar bauðst stjórn að kaupa eitt hús á svæðinu og var það gert. Lagfæringar á húsinu, sambærilegar þeim sem gerðar voru á húsum sjóðsins sem fyrir eru á svæðinu standa yfir. Húsið fór í útleigu í desembermánuði 2012. Sjóðurinn á þá fimm hús í Hraunvéum. Framkvæmdir Heitt vatn hefur verið lagt í hús sjóðsins á Miðhúsum, ásamt köldu vatni frá Vatnsveitu Egilsstaða. Pallar við húsin voru stækkaðir og þar hefur verið komið fyrir heitum pottum og útisturtum. Að minnsta kosti eitt húsanna verður í vetrarleigu. Hús sjóðsins í Svignaskarði hefur verið selt. Húsið var að mati stjórnar óhentugt og mjög dýrt í rekstri. Framboð og nýting orlofskosta 2012 Boðið var upp á orlofskosti í öllum landshlutum sumarið 2012. Nýting orlofskosta innanlands sumarið 2012 var 97,2% á 10 vikna tímabili, 92,3% á 12 vikna tímabili og 99% erlendis. Markmið stjórnar er að nýting að sumarlagi fari ekki undir 95%. Alls bárust 1.395 umsóknir um orlofshús eða íbúðir innanlands sumarið 2012. Um helmingur umsækjenda fékk úthlutað húsi eða íbúð, en sjóðfélögum stóð til boða 877 leiguvikur í húsum eða íbúðum í öllum landshlutum, auk 95 leiguvikna í íbúðum erlendis (Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi). Hótelmiðum, útilegu- og veiðikortum, gjafabréf Útivistar og Ferðafélags Íslands, gjafabréfum flugfélaganna Icelandair og WOW air er sem fyrr vel tekið. Sumarið 2013 mun orlofssjóðurinn bjóða upp á 80 hús eða íbúðir innanlands og níu erlendis. Fjöldi vikna sem standa til boða eru 925 innanlands og 130 erlendis. Það er umtalsverð aukning frá árinu 2012 þegar þær voru 912 innanlands og 95 erlendis. Önnur mál Í anda umhverfisstefnu sjóðsins hefur gámum fyrir drykkjarumbúðir verið komið fyrir í Brekkuskógi. Unnið er að gerð handbókar sem komið verður fyrir í öllum húsum og íbúðum í eigu sjóðsins og mun hún hafa að geyma fróðleik og hagnýtar upplýsingar um viðkomandi hús og svæði. Að lokum er starfsfólki sjóðsins þökkuð vel unnin störf. Kópavogi 24. apríl 2013, Unnur V. Ingólfsdóttir, formaður

2


Skýrsla stjórnar Sjúkrasjóðs BHM 2012. Stofnfundur sjóðsins var haldinn 1. apríl 1999. Félagsmenn í Sjúkrasjóði BHM eru þeir félagsmenn bandalagsins sem starfa á almennum vinnumarkaði. Þeir eru í alls 22 aðildarfélögum BHM og hefur eitt félag bæst við frá árinu 2011 en það er LMFÍ. Virkir sjóðsfélagar voru 1313 í október 2012. Þeir voru 1164 2011 og 1064 2010. Hefur því orðið allnokkur fjölgun félaga á þessum þremur árum. Sjúkrasjóður er með þjónustusamning við BHM. Hann felur það í sér að greidd er föst upphæð árlega til bandalagsins ásamt því að greiddar voru 1860 kr. fyrir hverja umsókn sem barst sjóðnum árið 2012. Fyrir hvern reiknaðan dagpeningamánuð er greidd hálf sú upphæð. Umsóknum um styrki úr sjóðnum hefur fjölgað nokkuð á milli ára, en árið 2012 voru afgreiddar umsóknir alls 1284 á móti 1110 umsóknum 2011og 827 árið á undan. Stjórn sjóðsins hefur leitast við að endurskoða úthlutunarreglur árlega og hefur verið þörf á að breyta þeim eitthvað á hverju ári. Er þetta gert til þess að koma til móts við óskir og þarfir sem flestra sjóðfélaga. Ný stjórn var kosin á fulltrúaráðsfundi í mars 2012 til tveggja ára. Hún er skipuð þannig: Ingibjörg Halldórsdóttir FL var kosin formaður sjóðsins, Maríanna H. Helgadóttir FÍN varaformaður og Björn Snær Guðbrandsson KVH meðstjórnandi. Til vara Björn Th Árnason FÍH. Miðstjórn BHM tilnefndi jafnframt tvo stjórnarmenn til sama tíma en það eru Anna María Harðardóttir Fræðagarði og Guðbjörg Þorvarðardóttir DÍ. Stjórnin skipti síðan með sér verkum, Björn Snær Guðbrandsson var kosinn gjaldkeri og Anna María Harðardóttir ritari. Einnig voru kjörnir tveir skoðunarmenn reikninga til tveggja ára þeir Gísli Jónsson DÍ og Sigurður Einarsson SHMN. Til vara Gunnar Gunnarsson KVH og Halldór K. Valdimarsson Fræðagarði. Starfsemin Stjórnin heldur fundi einu sinni í mánuði og voru stjórnarfundir alls 13 síðastliðið ár auk ársfundar fulltrúaráðs í mars. Meðal verkefna stjórnar er að meta umsóknir, endurskoða úthlutunarreglur, hafa eftirlit með greiðslu iðgjalda og sjá um ávöxtun sjóðsins. Öll umsýsla Sjúkrasjóðsins er í höndum skrifstofu BHM. Almenna afgreiðslu umsókna og styrkja annaðist Ingunn Þorsteinsdóttir fram til júní 2012 en þá tók Friðrik Hjörleifsson núverandi starfsmaður við allri umsýslu hans. Framkvæmdastjóri BHM Stefán Aðalsteinsson er jafnframt framkvæmdastjóri sjóðsins og Jóhanna Engilbertsdóttir fjármálastjóri bandalagsins annast fjármálin. Úthlutunarreglur. Nokkrum greinum í úthlutunarreglum sjóðsins var breytt og sumar voru alveg teknar út ásamt því að ein ný bættist við. Fimm styrkir voru hækkaðir um áramótin: x Gleraugnastyrkur


x Heilsurækt x Styrkir vegna meðferða á líkama og sál x Tannviðgerðir x Fæðingarstyrkur Tvær greinar voru teknir út: x Námskeið til að hætta að reykja x Göngugreining/innlegg þar var seinniparturinn tekinn alveg út en fyrriparturinn var settur undir grein 12. Ásamt þessu voru gerðar orðalagsbreytingar á grein 12 styrkur vegna meðferðar á líkama og sál og grein 15 um fæðingarstyrk ásamt því að þeir sem greiða minna en 1500 kr í sjóðinn á mánuði geta aðeins fengið hálfa styrk. Einn styrkur bættist við um áramót: x Hjálp vegna starfstengdra áfalla eða óvæntra starfsloka. Gert er ráð fyrir að allar þessar breytingar hækki útgjöld sjóðsins um samtals 7 milljónir á ári. Úthlutanir Heildar úthlutun fyrir árið 2012 var mun hærri en fyrir árið á undan. Úthlutanir námu alls 59 milljónum í stað 53.5 milljóna árið 2011. Munar þar að mestu um að ákveðið var á síðasta ári að hækka hina ýmsa styrki um samtals 8 milljónir. Þar á meðal kom inn nýr styrkur, fæðingarstyrkur og voru úthlutanir í hann samtals 5,2 milljónir. Sjúkradagpeningar lækkuðu hins vegar úr 22,1 milljón árið 2011 í 21,6 milljón. Líkamsræktarstyrkir fóru úr 11.1 í 13,1 milljón og meðferð á líkama og sál hækkaði úr 7,7 í 8,4 milljónir. Aðrir styrkir voru lægri. Fjármál og staða sjóðsins Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og -gjöld voru 11 milljónir í hagnað samanborið við 3,8 milljónir árið 2011. Framlög til sjóðsins á milli áranna 2011 og 2012 hafa hækkað mikið eða úr 62 milljónum í 76 milljónir. Sjóðurinn er ávaxtaður að mestu leiti hjá Íslandsbanka. Stærstur hluti hans er ávaxtaður í innlendum skuldabréfum. Raunávöxtun sjóðsins hjá VÍB árið 2012 var 1,26%. Eignir hans um síðustu áramót voru 97 milljónir borið saman við 82 milljónir árið á undan. Fjárfestingarstefna Fjárfestingarstefnu sjóðsins var síðast breytt á fulltrúaráðsfundi í mars 2010. Í dag er allur okkar sjóður bundinn í skuldabréfum og á innlánsreikningum eins og hefur verið frá því í október 2008. Lokaorð BHM hefur hafið vinnu við gerð þjónustugáttar ´Pínar síðurµ fyrir sjóðsfélaga í sjóðum BHM. Sjúkrasjóður BHM hefur tekið jákvætt í þetta verkefni og stefnt er að því að hægt verði að opna fyrir aðgang að þessum síðum á vormánuðum. Rekstur sjóðsins er í jafnvægi eins og raunar var líka árið 2011. Mun meira kemur inn heldur en greitt er úr honum og hefur það verið stefna núverandi stjórnar að eiga vel fyrir áföllnum skuldbindingum en fara samt ekki í neina verulega sjóðasöfnun.

Ingibjörg Halldórsdóttir formaður SBHM


Skýrsla stjórnar Starfsmenntunarsjóðs Bandalags háskólamanna (STRIB) á aðalfundi 2011 Í Starfsmenntunarsjóði BHM eru um 9.839 sjóðfélagar sem eru í 24 stéttarfélögum. Stjórn sjóðsins kemur saman annan þriðjudag í janúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október og nóvember, alls níu sinnum yfir árið. Á árinu 2012 hækkuðu tekjur sjóðsins um 15,2%, sem skýrist af því að allt árið 2012 var greitt af heildarlaunum til sjóðsins, fjölgun félagsmanna og launahækkunum. Styrkveitingar hækkuðu um 26,7% og er það í samræmi við stefnu stjórnarinnar um að auka styrki til félagsmanna. Stjórn sjóðsins skipa: Lárus Ögmundsson formaður, tilnefndur af fjármálaráðherra. Birgir Guðmundsson, tilnefndur af fjármálaráðherra. Friðþjófur Árnason, FÍN, tilnefndur af aðalfundi BHM. Halla S. Sigurðardóttir, KVH, tilnefnd af aðalfundi BHM. Aðildarfélög sjóðsins: Félagsmenn í eftirtöldum stéttarfélögum eiga aðild að Starfsmenntunarsjóði BHM: Dýralæknafélag Íslands Félag fréttamanna Félag geislafræðinga Félag háskólakennara Félag háskólakennara á Akureyri Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins Félag íslenskra félagsvísindamanna Félag íslenskra náttúrufræðinga Félag lífeindafræðinga Félag tækniháskólakennara Félagsráðgjafafélag Íslands Félag prófessora við ríkisháskóla Fræðagarður

Iðjuþjálfafélag Íslands Kennarafélag Kennaraháskóla Íslands Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga Leikarafélag Íslands Ljósmæðrafélag Íslands Prestafélag Íslands Sálfræðingafélag Íslands Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði Stéttarfélag lögfræðinga Stéttarfélag sjúkraþjálfara Þroskaþjálfafélag Íslands

Umsóknir og styrkir: Árið 2006 Á árinu 2006 bárust alls 852 umsóknir um styrki til Starfsmenntunarsjóðs BHM. Á öllu árinu 2006 voru alls greiddir út styrkir að fjárhæð 23.715.356 kr. en framlög í sjóðinn voru 43.020.704 krónur. Árið 2007 Allt árið 2007 bárust 1044 umsóknir til Starfsmenntunarsjóðs BHM. Á árinu 2007 voru greiddir út styrkir að fjárhæð 34.415.729 krónur en framlög í sjóðinn voru 53.555.103 krónur. Árið 2008 Árið 2008 bárust 1.095 umsóknir til Starfsmenntunarsjóðsins og greiddir voru styrkir að fjárhæð 38.591.817 kr. en framlög ársins voru 60.904.600 kr. Árið 2009 Árið 2009 bárust 1.038 umsóknir til Starfsmenntunarsjóðsins og greiddir voru styrkir að fjárhæð 32.794.461 kr. en framlög ársins voru 65.708.030 kr.


Árið 2010 Árið 2010 bárust 1.471 umsóknir til Starfmenntunarsjóðs og greiddir voru styrkir að fjárhæð 57.184.862 kr. en framlög ársins voru kr. 70.429.603. Árið 2011 Árið 2010 bárust 1.627 umsóknir til Starfmenntunarsjóðs og greiddir voru styrkir að fjárhæð 81.035.669 kr. en framlög ársins voru kr. 85.173.154. Árið 2012 Árið 2012 bárust 1.943 umsóknir til Starfmenntunarsjóðs og greiddir voru styrkir að fjárhæð 102.704.948 kr. en framlög ársins voru kr. 98.125.367. Starfsmenntunarsjóðnum er ætlað að aðstoða sjóðfélaga við öflun viðbótarþekkingar án afskipta launagreiðanda, stundum jafnvel með framgang í starfi eða nýtt starf í huga. Því er mjög mikilvægt að sjóðfélagar séu ekki undir þrýstingi frá vinnuveitanda um það hvernig nota eigi að persónulegan rétt. Reglur sjóðsins eru aðgengilegar á heimasíðu BHM auk þess sem þar er hægt að senda inn rafræna umsókn. Stjórn skoðar allar ábendingar um það sem betur má fara með opnum huga.


Skýrsla stjórnar Styrktarsjóðs BHM 2013 Greiddar umsóknir úr Styrktarsjóði árið 2012 voru 7036 í stað 6720 árið 2012 sem er 4,7% hækkun á milli ára. Úthlutað var um 281 milljón í stað 265 milljóna árið áður. Hæstu fjárhæðirnar liggja nú í sjúkradagpeningum en árið áður var það fæðingarstyrkur. Aðrir háir styrkir auk þessara tveggja eru líkamsræktarstyrkur, tannviðgerðir, meðferð á líkama og sál og Gleraugnastyrkur (og Laseraðgerðir). Sjúkradagpeninga fengu 91 einstaklingur og var úthlutað 77 milljónum en árið áður fengu 71 úthlutað samtals 53 milljónum. Fæðingarstyrk fengu 332 einstaklingar og 64 milljónir samtals en árið áður 64 milljónir til 338 einstaklinga. Styrki vegna tannviðgerða fengu 387 einstaklingar sem er nánast sami fjöldi og árið áður eða 386 einstaklingar. Upphæðin var 26 milljónir 2012 en 24 milljónir 2011. Líkamsræktarstyrk fengu 2864 einstaklingar en 2876 í fyrra og var upphæðin 37 milljónir en 54 milljónir árið áður. Vaxtatekjur voru 11 milljónir en 20 milljónir árið áður. Sjóðurinn var rekinn með 25 milljón króna halla árið 2012 en halli var 21 milljón árið áður. Stjórn Ekki var kosið til stjórnar á síðasta ári og er því stjórnarkjör nú. Aðalheiður K. Þórarinsdóttir, fyrrverandi formaður sagði sig úr stjórn á þessu ári og tók undirritaður, sem varaformaður, hennar sæti sem formaður stjórnar. Inn í stjórn kom Páll Halldórsson, sem áður var varamaður. Tveir stjórnarmenn hætta nú í stjórn, en það eru þær Guðbjörg Edda Hermannsdóttir, gjaldkeri og Lilja Ingvarsson meðstjórnandi. Þeim báðum ásamt Aðalheiði vil ég þakka fyrir einstaklega gott samstarf og vel unnin störf í þágu sjóðsins. Núverandi stjórn skipa: Árni Haraldsson, formaður Guðbjörg Edda Hermannsdóttir, gjaldkeri Lilja Ingvarsson, meðstjórnandi Páll Halldórsson, meðstjórnandi Ragna Steinarsdóttir, ritari Ekki eru til staðar varamenn enda hafa þau Páll Halldórsson og Ragna Steinardóttir bæði tekið sæti í stjórn, en þau voru áður varamenn. Félagskjörnir skoðunarmenn reikninga eru: Margrét Geirsdóttir og Gunnar Gunnarsson Fundir Stjórn fundar að jafnaði einu sinni í mánuði nema í júlí. Einnig hafa verið haldnir aukafundir til þess að endurskoða úthlutunarreglur.


Starfsemin Starfsmaður sjóðsins er Ingunn Þorsteinsdóttir og sér hún um alla almenna afgreiðslu. Öll umsýsla fer fram á skrifstofu BHM og er framkvæmdastjóri BHM Stefán Aðalsteinsson einnig framkvæmdastjóri sjóðsins. Jóhanna Engilbertsdóttir, fjármálastjóri BHM er einnig fjármálastjóri sjóðsins. Eins og ávallt hafa þau öll staðið sig vel og þökkum við í stjórn sjóðsins þeim fyrir samstarfið og vel unnin störf. Málaferlum á milli annars vegar tiltekins hjúkrunarfræðings, í raun fyrir hönd félags hjúkrunarfræðinga, og sjóðsins hins vegar er nú lokið. Það er skemmst frá því að segja að sjóðurinn hafði betur í þeirri deilu. Fjárfestingarstefna Eigið fé sjóðsins var í árslok 2012 198,2 milljónir en 223,4 milljónir í árslok 2011. Fjármunir Styrktarsjóðs hafa verið í markaðsverðbréfum og á bankareikningum. Þessu verða gerð nánari skil þegar reikningar sjóðsins verða kynntir. Breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM Úthlutunarreglur eru í stöðugt í endurskoðun og á það einnig við um síðastliðið ár, en bregðast þurfti við auknu útstreymi úr sjóðnum umfram framlög. Í dag má segja að nokkurt jafnvægi sé á sjóðnum en það kemur þó betur í ljós þegar lengra er liðið á þetta ár. Stjórn Styrktarsjóðs mun áfram gæta að fjárhag sjóðsins. Það liggur nú fyrir að mælt er með því af tryggingastærðfræðingi sem hefur gert úttekt á sjóðnum að eigið fé hans verði byggt upp. Hann gerir væntanlega nánar grein fyrir þessu hér á eftir. Fyrir hönd stjórnar Apríl 2013 Árni Haraldsson Stjórnarformaður Styrktarsjóðs BHM


Skýrsla stjórnar Starfsþróunarseturs háskólamanna (STH) á aðalfundi BHM 2013 Í kjarasamningum BHM og ríkisins frá 28. júní 2008 var kveðið á um í bókun fjögur að sett yrði á stofn Starfsþróunarsetur háskólamanna. Samþykktir voru síðan undirritaðar þann 4. janúar 2011. Í byrjun árs 2012 tók Starfsþróunarsetur formlega til starfa þegar Anna Sigurborg Ólafsdóttir forstöðumaður var ráðin. Aðild að Starfsþróunarsetri eiga fjármála- og efnahagsráðuneyti f.h. ríkissjóðs og eftirfarandi 18 aðildarfélög BHM: Dýralæknafélag Íslands, Félag geislafræðinga, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag lífeindafræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, Leikarafélag Íslands, Ljósmæðrafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, Stéttarfélag lögfræðinga, Sálfræðingafélag Íslands, Félag sjúkraþjálfara og Þroskaþjálfafélag Íslands. Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag prófessora og Félag leikstjóra á Íslandi voru ekki í BHM við undirritun kjarasamningsins 2008 og eiga þess vegna ekki enn aðild að setrinu. Félag háskólakennara og Félag háskólakennara á Akureyri féllu frá þátttöku í Starfsþróunarsetri í kjarasamningum 2011.

Hlutverk og markmið Í samþykktum Starfsþróunarseturs er kveðið á um að setrið sinni hlutverki sínu m.a. með: x x x

Virkri öflun og miðlun upplýsinga til háskólamanna, ríkisstofnana og fræðsluaðila. Afgreiðslu styrkumsókna Stuðningi og fræðslu til stofnana um skipulag og framsetningu starfsþróunaráætlana.

Setrinu er ætlað að hvetja stofnanir til að styðja starfsmenn til að auka og nýta þekkingu sína í starfi, bæta við og/eða endurnýja menntun sína með virkri starfsþróun og veita þeim tækifæri til að þróa faglega hæfni. Markmiðið er að viðhalda verðgildi starfsmanna á vinnumarkaði og efla þannig framþróun stofnana.


Starfsemi Starfsþróunarseturs Stjórn Í stjórn Starfsþróunarseturs eru frá Bandalagi háskólamanna Ína Björg Hjálmarsdóttir, formaður, Guðlaug Kristjánsdóttir og Bragi Skúlason. Fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis eru Ágústa Hlín Gústafsdóttir, varaformaður, Gunnar Björnsson og Guðmundur H. Guðmundsson. Starfsemi Starfsreglur stjórnar voru samþykktar þann 11. janúar 2012. Mikið þróunarstarf var unnið á fyrsta starfsári Starfsþróunarseturs og áætlanir gerðar s.s. starfs-, rekstrar-, markaðs- og kynningaráætlun. Farið var í stefnumótunarvinnu og úthlutunarreglur mótaðar fyrir styrki. Þjónustusamningur var gerður við BHM um bókhald, starfsmannahald ofl. Uppsetning var á heimasíðu og rafrænt umsóknarkerfi hannað og sú nýbreytni hefur verið gerð að umsækjandi hengir skannað eintak af frumriti reiknings við umsókn sína. Var sú leið farin þar sem sönnunarbyrðin gagnvart skattinum liggur hjá einstaklingum. Umsóknir og styrkir Á árinu 2012 voru greiddir styrkir fyrir sí- og endurmenntun sem fór fram á árinu 2011. Var um sérstaka afgreiðslu að ræða þar sem endanlegar úthlutunarreglur lágu ekki fyrir. Bárust 88 umsóknir og námu framlög 9.980.475 kr. Fjármögnun og rekstur Framlag ríkisins til Starfsþróunarseturs var alls 90 mkr., þ.e. stofnframlag að upphæð 25 mkr. sbr. bókun 4 í kjarasamningum frá 28. júní 2008, viðbótarframlag að upphæð 35 mkr. sbr. 6 gr. samþykkta Starfsþróunarseturs frá 31. janúar 2011 og 30 mkr. viðbótarframlag sem kveðið er á um í bókun 6 í kjarasamningum frá 6. júní 2011. Heildariðgjöld fyrir árið 2012 voru 124.863.994 kr. Iðgjöldin hækkuðu úr 0,35% af heildarlaunum í 0,7% 1. júlí 2012. Félagsmenn eru um 5000 og greiða 200 ríkisstofnanir og 70 fyrirtæki með tengisamninga við kjarasamning BHM iðgjöld til setursins. Greiðslur vegna bókunar um starfsþróun á árinu 2002 voru lagðar inn á reikning STH en þær námu 11.613.632 kr. Ekki náðist samkomulag um útfærslu bókunarinnar á sínum tíma.


Bandalag háskólamanna | Borgartúni 6, 105 Reykjavík | Sími 595 5100 | www.bhm.is | bhm@bhm.is

Fundargögn aðalfundar BHM 2013  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you