Benedikt – útgáfan haust 2024

Page 1


Útgáfan2024

Himintungl yfir heimsins ystu brún

Hvort er mikilvægara, að segja sannleikann eða vernda þá sem maður elskar?

Árið er 1615, og veröldin er gengin úr lagi, því jörðin er ekki lengur miðdepill alheimsins. Presturinn

Pétur á Meyjarhóli skrifar bréf – eða skýrslu, jafnvel ákæruskjal – til að henda reiður á atburðum sem hafa skekið sveitina á Brúnasandi og kippt stoðum undan tilveru hans og ástvina hans. Á ystu rönd heimsins blása alþjóðlegir vindar og flytja með sér nýja heimsmynd, hugmyndir og bækur, enskar duggur, spánska hvalfangara og tilskipanir frá konunginum í Kaupinhafn, sem ekki fara alltaf vel saman. Og hjörtu mannanna lúta engum lögum nema sínum eigin.

Jón Kalman Stefánsson fjallar um ástina, mennskuna og ábyrgðina sem við berum hvert á öðru.

Um fyrri verk Jóns:

„Þessi íslenski höfundur er engum líkur: ímyndunarafl hans er náttúruafl.“

– Liberation

„Fegurð með þungri undiröldu frá hinum íslenska Dickens.“

– Irish Examiner

„Dásamlega fallegt og heillandi“ POLITIKEN

Eldri konur

Ung kona gefur lesendum rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum. Hún rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsáranna gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana.

Eldri konur er röntgenmynd af ástandi. Lesandi kynnist konunni með ólíkum brotum af sögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu, ástum, sigrum og ósigrum.

Eva Rún Snorradóttir hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Heimsendir fylgir þér alla ævi, Tappi á himninum og Fræ sem frjóvga myrkrið sem og sagnasveiginn Óskilamunir. Eldri konur er hennar fyrsta skáldsaga.

Um fyrri verk Evu Rúnar:

Óskilamunir er saga sögð á áhrifaríkan hátt, hún hrífur lesandann með sér og höfundi tekst á einstakan hátt að halda þræði í gegnum óvenjulega uppbygginguna og ólínulega framvinduna þannig að það er ómögulegt að leggja bókina frá sér.

-Bókmenntavefurinn

„Vægast sagt stórbrotið ritverk” Morgunblaðið

Sporðdrekar

Eldsnemma föstudagsmorguninn 28. október: Fyrir utan rautt bárujárnshús í Hafnarfirði bíður maður í felum. Hann er nýkominn til landsins, hann skelfur af kulda, hann er um það bil að hefja eftirförina. Þetta er afmælisdagurinn hennar Stellu og hún hefur slæma tilfinningu fyrir kvöldinu. Svo byrjar að snjóa.

Sporðdrekar er meistaralega fléttuð skáldsaga um leyndarmál og svik, ástir og vináttu.

Þetta er tíunda bók Dags Hjartarsonar en fyrir þá síðustu hlaut hann tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Um fyrri verk Dags:

„Ljósagangur er í senn furðuleg og falleg bók, vel skrifuð, húmorísk og snjöll.“

– Morgunblaðið

Höfundurinn blandar ástarsögu og vísindaskáldskap saman á skemmtilegan hátt og opnar glugga skáldsögunnar til þess að hleypa inn ljóðlist.“

– Fréttablaðið

„Húmorísk og snjöll” Morgunblaðið

Brynja Hjálmsdóttir

Friðsemd

„Til að leysa glæpamál með sómasamlegum hætti þarf maður helst að vera einn að verki og umfram allt að treysta innsæinu.“

Friðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í erótískum spennusögum, sem Fatima, besta vinkona hennar, framleiðir á færibandi. Hennar eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi. Þegar besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum heldur Friðsemd í háskaför og áður en hún veit af er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt.

Friðsemd er bráðskemmtileg og óhefðbundin spennusaga um missi, von og vináttu í brothættum heimi.

Brynja Hjálmsdóttir hefur áður sent frá sér bækurnar Okfruman (2019), Kona lítur við (2021) og Ókyrrð (2022). Hún er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur, Ljóðstafs Jóns úr Vör og Bóksalaverðlaunanna. Friðsemd er hennar fyrsta skáldsaga.

„Hrífandi

og metnaðarfull“ Lestrarklefinn

Tómas Ævar Ólafsson

Breiðþotur

Gagnaleki af áður óþekktri stærðargráðu skekur heimsbyggðina. Þeir sem lýsa yfir ábyrgð krefjast róttækra aðgerða í loftlagsmálum og hóta frekari gegnumlýsingu internetsins. Áhrifa lekans gætir hjá krökkunum í Þorpinu. Umbi flytur með föður sínum aftur heim til Ítalíu, þar sem vaxandi órói setur mark sitt á allt samfélagið. Tveimur áratugum síðar snýr Umbi aftur en kannast varla við sig á Íslandi. Hann mætir mótstöðu frá Jóku og Fransisku sem undirbúa sig og Þorpið undir næsta gagnaleka; þann sem mun afhjúpa öll leyndarmálin.

Breiðþotur er grípandi og frjó saga um vináttu og söknuð; tæknihyggju og uppgang öfgaafla.

Tómas Ævar hefur áður sent frá sér ljóðabókina umframframleiðsla (2021), sem vakti verðskuldaða athygli. Breiðþotur er hans fyrsta skáldsaga.

Um fyrri verk Tómasar Ævars:

„umframframleiðsla er ljómandi vel heppnuð frumraun, afmörkuð og öguð, frjó og áleitin.”

–Morgunblaðið

„Frjó

og áleitin“ Morgunblaðið

Þórdís Gísladóttir

Aðlögun

Ég er gallaða manneskjan sem man sjaldan tölur og þar af leiðandi ekki afmælisdaga.

Aðlögun er sjötta ljóðabók höfundar sem hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir sitt fyrsta verk og hefur tvívegis hlotið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Þórdís er þýðandi Æsku eftir Tove Ditlevsen sem er nýkomin út hjá Benedikt.

Um fyrri verk Þórdísar:

„Fáir höfundar hafa jafn gott lag á því að draga upp myndir af persónum og aðstæðum hversdagsleikans”

– Starafugl Óútskýranlegur sannleikur Morgunblaðið

Halla Þórðardóttir

Sólin er hringur

Lenda lokastökkið

úr kápu

úr brjóstum

úr rifjum

sýna hjartað bíða merkis

það verður Óskýrt ég lofa

Halla Þórðardóttir er menntaður dansari og starfaði með Íslenska dansflokknum um árabil.

Sólin er hringur er hennar fyrsta skáldverk.

Bíddu af þér fjarlægar stjörnur fyrir nálæga stjörnu er það stjörnufræði að horfa útí nóttina?

Nýr höfundur með undurfallegt verk

Benjamin Labatut

Þegar við hættum að skilja heiminn

Hér segir frá nokkrum af snjöllustu vísindamönnum 20. aldar, lífi þeirra, þráhyggju, hugarórum og rannsóknum, ásamt ófyrirséðum afleiðingum uppgötvana þeirra .

Þegar Fritz Haber vann að framleiðslu hins öfluga skordýraeiturs Zyklon hvarflaði ekki að honum að nasistar myndu nota það nokkrum árum síðar til að drepa ættingja hans og milljónir annarra gyðinga í gasklefunum. Skammtafræðin og óvissulögmál

Heisenbergs kipptu stoðunum undan hefðbundinni eðlisfræðii og opnuðu dyr að svo örum tæknilegum breytingum að við erum hætt að skilja heiminn.

Þegar við hættum að skilja heiminn var tilnefnd til Booker verðlaunanna 2021 og sett á lista New York Times Book Review yfir tíu bestu bækur sama árs.

Þýðandi: Sigrún Ástríður Eiríksdóttir

Ein af 10 bestu bókum ársins NY Times Book Review

Ingvild H. Rishöi

Stargate

Stargate er jólaævintýri úr samtímanum sem fjallar um fullorðna sem villast af leið og börn sem þrá ekkert heitar en að þau læri að rata.

Pabbi Ronju og Melissu hefur fengið starf sem jólastréssölumaður og jólunum virðist bjargað. En kráin Stargate og bjórinn sem þar flæðir hefur ekki misst aðdráttarafl sitt. Þegar pabbinn skiptir ullarpeysunni og grenitrjánum aftur út fyrir leðurjakkann og drykkjufélagana taka systurnar til sinna ráða og fá í leiðinni að kynnast því að bæði grenigreinar og ólíklegasta fólk geta veitt skjól undir köldum himni heimsins.

Ingvild H. Rishøi (1978) er stjarna í bókmenntaheimi Noregs og bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál. Stargate er saga sem lifir með lesandanum lengi, lengi.

Þýðandi: Kari Ósk Grétudóttir

„Töfrandi, sorgleg og raunsæ. “ Bok365

Æska

Æska er annar hlutinn í endurminningaþríleik Tove Ditlevsen. Í bókinni segir hún frá fyrstu fullorðinsárum sínum þegar hún fer út á vinnumarkaðinn, flytur að heiman, trúlofast og vinnur að því að fá ljóð sín gefin út. Með húmor og einstakri næmni lýsir hún samskiptum kynjanna og hvernig stéttaskipting og áhersla á hefðbundin kynhlutverk leggur hömlur á möguleika kvenna.

Tove Ditlevsen (1917-1976) þykir með merkari höfundum Dana og hefur notið vinsælda hjá mörgum kynslóðum lesenda. Verk hennar gefa einstaka innsýn í líf kvenna á 20. öld og eru nú lesin sem sígildar bókmenntir.

Bernska, fyrsti hluti þríleiksins, og Gift, lokahlutinn, eru þegar komnir út í þýðingu Þórdísar Gísladóttur.

Þýð: Þórdís Gísladóttir

„Meistaraverk”

New York Times

Benedikt bókaútgáfa

Melhagi 20-22

107 Reykjavík

www.benedikt.is

benedikt@benedikt.is

Ábm.
Guðrún
Vilmundardóttir Myndir af Brynju, Degi, Evu Rún, Höllu og Þórdísi tók
Sigurjón
Ragnar Mynd af Tómasi
Ævari
tók
Eva Schram
Mynd af Jóni
Kalman tók
Einar Falur

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.