VÍS fréttir 2013

Page 9

„Mér þykir vænt um að viðskiptavinir sem keypt hafa tryggingu af mér leiti til mín síðar ef þeir lenda í tjóni eða erfiðleikum í tengslum við dýrin. Ég lít ekki bara á mig sem sölumann þessara gæðatrygginga heldur er ég líka til taks að aðstoða viðskiptavini í smáu sem stóru. Ég þekki af eigin raun hvernig er að missa hjartfólgið dýr og skil svo vel fólkið sem situr hér og grætur yfir slíkum missi. Það á samúð mína alla og ef ég get liðsinnt því með einhverjum hætti er það meira en sjálfsagt.“

VÍS bakhjarl Meistaradeildarinnar

Fjölbreytt dýravernd Auk þeirra trygginga sem að ofan er getið má fá afnotamissis-, umönnunar- og líftryggingar fyrir dýrin. „Mörg verðmætustu hross landsins eru tryggð hér. Við höfum sérfræðingum á að skipa sem skynja og skilja hvert raunverulegt verðmæti dýranna er hverju sinni. Það er það sem við tryggjum en hvorki tilfinningar né væntingar. Til dæmis er ekki hægt að tryggja folald með því fororði að það eigi eftir að verða mikill gæðingur í framtíðinni. Þess í stað minnum við á mikilvægi þess að fara reglulega yfir allar tryggingar til að þær endurspegli eiginlegt verðmæti hins tryggða á hverjum tíma,“ segir Brynja sem leggur ávallt áherslu á að fræða viðskiptavini um hvað hver trygging felur í sér og að sama skapi hvað ekki. Þannig séu allir vel upplýstir og ánægðir ef á reynir. Sjálf hefur hún notið góðs af því að vera vel tryggð. „Um síðustu verslunarmannahelgi þurfti tíkin mín að fara í bráðakeisaraskurð. Þarna varð óvænt og ófyrirséð áfall sem hefði kostað mig vel á annað hundrað þúsund krónur ef ekki hefði komið til kasta sjúkrakostnaðartryggingarinnar. Margir hundaræktendur láta góðan tryggingapakka fylgja hvolpum frá sér og ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem sýna í verki svo mikla ábyrgð í ræktunarstarfi sínu.“

Hestamenn sýni meiri ábyrgð „Mér finnst allt of margir hestamenn kærulausir gagnvart ábyrgð sinni valdi hrossin þeirra tjóni. Við höfum fjölmörg dæmi þess að hross sleppi úr girðingu og valdi skemmdum á bílum og því miður geta þau líka valdið alvarlegum slysum. Tökum sem dæmi að maður örkumlist af völdum hests sem sleppur út úr girðingu og inn á svæði þar sem lausaganga búfjár er bönnuð. Eigandi hestsins gæti verið skaðabótaskyldur fyrir tugum milljóna króna vegna líkamstjóns þess sem í slysinu lendir. Flestir yrðu líkast til gjaldþrota við að lenda í slíku,“ segir Brynja og er mikið niðri fyrir. „Mér finnst sorglegt hve fáir hestamenn leiða hugann að þessu. Aðeins hluti af hestakosti landsins er ábyrgðartryggður. Svona trygging kostar ekki nema um 400 krónur á mánuði.“ Elías Þórhallsson hrossaræktandi og ráðgjafi í dýratryggingum hjá VÍS tekur heils hugar undir með Brynju. „Það er eiginlega óskiljanlegt hversu fáir hestar eru ábyrgðartryggðir miðað við það tjón sem þeir geta valdið. Þá er sjúkrakostnaðartrygging hesta ekki síður mikilvæg. Hún kostar um 1.100 krónur á mánuði og borgar sig snarlega veikist hrossið, því VÍS borgar allt að 860.000 kr. á ári í sjúkrakostnað fyrir hvern hest.“

VÍS hefur verið aðalbakhjarl Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum undanfarin 8 ár og verður áfram í vetur. Kristinn Skúlason formaður stjórnar Meistaradeildarinnar segir dyggan stuðning VÍS mjög þýðingarmikinn. „Það þarf að leita hófanna víða til að keppnishaldið verði sem best úr garði gjört og þar skiptir framlag VÍS verulegu máli. Án bakhjarla yrði ekki sami glæsibragur á mótaröðinni og raun ber vitni.“ Mótin voru sjö í fyrra og húsfyllir í hverri keppninni á fætur annarri. Guðmundur F. Björgvinsson bar sigur úr býtum í heildarstigakeppninni og Viðar Ingólfsson varð annar. Í liðakeppninni sigraði Top Reiter / Ármót. Sigurliðið skipuðu Jakob Sigurðsson, Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Guðmundur F. Björgvinsson. Guðmundur var ennfremur valinn fagmannlegasti knapinn af áhorfendum sem og lið hans.

Spurt & svarað Ég var að kaupa mér nýjan bíl, hvernig sný ég mér til að tryggja hann? Með því að hafa samband við þjónustuver VÍS í síma 560-5000 er hægt að tryggja bílinn um leið og eigendaskiptin eru komin í gegn eða VÍS fær sölutilkynningu frá bílasala.

Vinur minn borgaði utanlandsferð fyrir mig með sínu VISA korti þannig að ég veit ekki hvort eða hvernig ég er tryggður á ferðalaginu. Hvað geri ég? Ef vinur þinn borgaði ferðina með VISA korti og þú ert einnig með VISA kort þá virkjast sjálfkrafa tryggingin á þínu korti. Ef þú átt ekki VISA kort en ert með fjölskyldutryggingu hjá VÍS þá könnum við hvort ferðatrygging felist í henni. Ef svo er ekki en þú ert viðskiptavinur VÍS leiðbeinum við þér við kaup á ferðatryggingu.

9 |


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.