Öryggi í umferðinni

Page 1

Öryggi í umferðinni


Akstur Flest umferðarslys má rekja til mistaka ökumannsins sjálfs en ekki bílsins, vegarins eða umhverfis. Þetta þrennt hefur hins vegar mikil áhrif á hversu alvarleg slys verða. Akstur krefst fullrar athygli sem t.d. farsíminn stelur oft. Að líta á sms við akstur getur tekið 4-5 sekúndur. Á þeim tíma á 90 km/klst hraða er ekin vegalengd sem svarar til eins fótboltavallar og það blindandi, þar sem athyglin er bundin við símann en ekki aksturinn. Bakka Flest umferðartjón hjá viðskiptavinum VÍS verða þegar þeir bakka bifreið. Slys á fólki eru ekki algeng í þeim óhöppum en eignatjón oft töluvert. Meginorsök þeirra er aðgæsluleysi. Fækka má óhöppunum með því að bakka í stæði því þá er bakkað inn á svæði þar sem engin önnur umferð er. Það eitt og sér dregur töluvert úr líkum á tjónum. Bil á milli bíla Næst algengustu tjónin eru aftanákeyrslur. Þar er meginorsökin of stutt bil í næsta bíl á undan, bil sem þarf til að mynda að lengja í hálku og snjó. Gott er að miða við 3ja sekúndna regluna. Ef einhver smokrar sér inn í bilið fyrir framan er eina ráðið að lengja bilið aftur og láta það ekki fara í taugarnar á sér. Stöðvunarvegalengd Dekk, bremsur, athygli, yfirborð vegar og hraði ökutækis hafa áhrif á stöðvunarvegalengdina. Við bestu aðstæður er hún um 13 m á 30 km/klst en um 100 m á 100 km/klst. Við slæm skilyrði getur hún fjórfaldast.

Hraði Hraði er oft stór þáttur í umferðarslysum. Eftir því sem hann er meiri því alvarlegri verða afleiðingarnar. Mikilvægt er að aka ekki umfram hámarkshraða, taka tillit til aðstæðna og fara eftir leiðbeinandi hraðaskiltum sem eru víða við þjóðvegi landsins. Ölvun Akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja er verulegt vandamál hér á landi. Afleiðingar birtast með skýrum hætti í gögnum Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Á fimm ára tímibili frá 2008-2012 létust 58 manns í 55 umferðarslysum. Í 14 þessara slysa, eða fjórðungi, voru ökumenn undir undir áhrifjum áfengis eða lyfja. Stefnuljós Með því að gefa stefnuljós í tíma er öðrum vegfarendum gefin til kynna fyrirhuguð breyting á akstri. Kannanir VÍS sýna að einungis þriðjungur ökumanna gefur stefnuljós er þeir fara út úr hringtorgi. Rétt notkun þeirra stuðlar að auknu öryggi og skilvirkari umferð. Bílbelti Á árunum 2008-2012 telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa að 13 af 58 hefðu lifað umferðarslys af ef þeir hefðu verið í bílbelti. Á 90 km/klst getur höggþyngd einstaklings eða hlutar 130 faldast. Höggþyngd 60 kg manneskju getur þannig orðið nærri 8 tonn og lítils farsíma um 15 kg. Tryggjum því að bæði börn og fullorðnir séu í réttum öryggisbúnaði í bílnum sem og gæludýr, farangur og hvers kyns lausamunir séu vel fest eða skorðuð.


Öryggir bílar Öryggi bílsins ætti að vera það fyrsta sem kaupandi hugar að. Á vef EuroNCAP, www.euroncap.com, er að finna upplýsingar um árekstraprófanir nýrra bíla. Öryggi þeirra er kannað með tilliti til fullorðinna, barna, gangandi vegfarenda og hvernig nýjasta tækni bílsins nýtist í akstri.

vetrardekkja er . Þetta er að finna á hlið hjólbarðanna. Sumardekk eru ómerkt. Réttur loftþrýstingur er jafnframt mjög þýðingarmikill. Dekk slitna fyrr ef hann er ekki réttur, eldsneytiseyðsla eykst, hemlunarvegalengd lengist og meiri hætta er á að missa stjórn á bílnum. Hjólbarðana þarf að þvo af og til með tjöruhreinsi.

Dekk Dekkin eru eini snertiflötur bílsins við veginn. Gæði þeirra skipta því gríðarlega miklu máli, ekki hvað síst á veturna. Þá þarf að aka á góðum heilsárs- eða vetrardekkjum. Dýpt mynsturs ætti ekki að vera minni en 3 mm á veturna og aldrei minni en 1,6 mm samkvæmt reglugerð. Heilsársdekk eru merkt M+S (mud/snow-slabb/snjór) og merking

Útsýni Nauðsynlegt er að sjá vel út úr bílnum. Rúður þurfa að vera hreinar bæði að utan sem innan. Sér í lagi þegar sól er lágt á lofti því þá geta skítugar rúður spillt sýn mikið. Á veturna er mikilvægt að hreinsa snjó af öllum rúðum bílsins sem og ljósum og hliðarspeglum.


VÍS | ÁRMÚLA | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.