VÍS fréttir 2013

Page 1

NÓVEMBER 2013

Skínandi húfur

Barnabílstólar VÍS

Til þjónustu reiðubúin

JÁKVÆÐ, ÁRÆÐIN

OG HUGRÖKK

Vilborg Arna á toppi tilverunnar


Það er gott hjá þér að hugsa fram í tímann fyrir þá sem treysta á þig LÍF- OG SJÚKDÓMATRYGGING FYRIR ÞIG OG FÓLKIÐ ÞITT Það er gott hjá þér að hugsa um heilsuna á hverjum degi, því þú veist að hún skiptir öllu máli, bæði fyrir þig og þá sem treysta á þig. Taktu næsta skref í dag og

láttu líf- og sjúkdómatryggja þig. Hafðu samband og starfsfólk VÍS veitir þér persónulega ráðgjöf. VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.

VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

| 2

LÍFTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF.


VÍS fréttir - nóvember 2013 || Útgefandi: VÍS || Ábyrgðarmaður: María Hrund Marinósdóttir || Ritstjóri: Björn Friðrik Brynjólfsson Umbrot & hönnun: Kristján Gíslason || Ljósmyndir: Ýmsir || Prentun: Prentsmiðjan Oddi

Ljósmynd: Helga Laufey Guðmundsdóttir

Skínandi skemmtilegar húfur - VÍS húfurnar slá í gegn, þriðja árið í röð

Líkt og undanfarin ár bauð VÍS viðskiptavinum með F plús fjölskyldutryggingu að næla sér í húfu fyrir börnin á næstu þjónustuskrifstofu. Undanfarin tvö ár hafa 18 þúsund húfur runnið út á methraða um allt land. Það sama var upp á teningnum í haust og svaraði húfufjöldinn til þess að fjögur af hverjum tíu börnum á aldrinum 3ja til 12 ára skarti þessari höfuðprýði. María Hrund Marinósdóttir markaðsstjóri VÍS segir viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. „Þegar við ð réðumst í þetta stóra verkefni fyrst í samstarfi við Tulipop sem hannar húfurnar, óraði okkur ur ekki fyrir því að þær myndu slá svona rækilega í gegn. Að þúsundir húfa myndu einfaldlega ga klárast á örfáum vikum kom okkur ánægjulega á óvart. Það koma nýjar útgáfur á hverju ári. Við reynum að hafa þetta fjölbreytt þannig að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Húfurnar nar hafa vakið mikla lukku og skemmtilegt að sjá hvernig í sumum bæjarfélögum hefur myndast ast eins konar hópefli þannig að nánast allir velji sömu tegund.“ 3 |


Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS

Til þjónustu reiðubúin - Starfsfólk VÍS um allt land Starfsemi VÍS má rekja til ársins 1917 þegar Brunabótafélag Íslands var stofnað og svo til stofnunar Samvinnutrygginga árið 1946. Félögin gengu í eina sæng árið 1989 undir merki VÍS. Forverarnir bjuggu að gríðarlega öflugu þjónustuneti sem VÍS hefur hnýtt að sínum þörfum með 40 þjónustuskrifstofum víðsvegar um landið. Þannig er hvarvetna lögð áhersla á beint samband við viðskiptavini enda nýtur VÍS sterkrar stöðu á markaðnum með um þriðjungs hlutdeild.

Ánægðir viðskiptavinir Til að fá vitneskju um viðhorf viðskiptavina kannar VÍS reglulega hug þeirra til þjónustunnar. Niðurstöðurnar eru notaðar til að þróa þjónustu og tryggingar félagsins enn frekar. Almennt eru viðskiptavinir fyrirtækisins ánægðir enda leggja starfsmenn sig í líma við að sýna umhyggju og fagmennsku með árangursríkum hætti. Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS segir metnaðarmál að gera enn betur á þessu sviði. „Samhliða því að veita framúrskarandi persónulega þjónustu viljum við jafnframt skara fram úr | 4

með öflugri rafrænni þjónustu. Þannig að kjósi viðskiptavinurinn svo, geti hann sinnt flestum og helst öllum sínum tryggingamálum og erindum hjá okkur rafrænt. Þar kemur Mitt VÍS sterkt inn.“ Um Mitt VÍS er fjallað nánar á síðu 30.

Háar bætur Oft heyrist kvartað undan að tryggingar séu einungis ómæld útgjöld fyrir fólk. Eðli þeirra er að fjöldinn deilir áhættunni og sem betur fer lenda færri en fleiri í tjóni. Fólk kýs þó engu að síður að hafa tryggingar ef ófyrirséð slys eða óhapp yrði. „Þeim sem eru svo heppnir að þurfa aldrei á tjónaþjónustu


Þjónustuloforð VÍS • Okkur er umhugað um öryggi viðskiptavina og samfélagsins í heild og notum hvert tækifæri til að hvetja til forvarna. • Við veitum faglega og persónulega ráðgjöf í samræmi við þarfir hvers og eins um vátryggingavernd. • Við komum fram af umhyggju, erum heiðarleg og stöndum við það sem við segjum.

Tryggingar frá örófi alda

• Við sýnum frumkvæði, upplýsum um stöðu mála og næstu skref. • Við fögnum kvörtunum og ábendingum, því í þeim felast tækifæri til að gera enn betur. • Við tökum jákvætt á móti erindum og bregðumst eins hratt við og kostur er. Við svörum tölvupóstum og fyrirspurnum innan 24ra tíma og veitum þjónustu allan sólahringinn í neyðartilfellum.

Tryggingar eiga sér aldalanga sögu og fyrstu heimildir um þær eru frá þriðju og annarri öld fyrir Krist hjá kínverskum og babílonskum kaupmönnum. Þeir vildu deila áhættunni af flutningi á vörum sínum og þannig lágmarka ófyrirséð tjón sitt ef til kæmi. Babíloníumenn stigu svo skrefi lengra þegar komið var á fót fyrsta tryggingafélaginu þar sem unnt var að kaupa sér tryggingu fyrir tilteknu tjóni gegn viðeigandi greiðslu. Í stuttu máli má segja að tryggingafélög samtímans byggi á þessum babílonska grunni mats á áhættu og þóknun. Lundúnabruninn mikli árið 1666 markaði ákveðin tímamót á tryggingasviðinu. Þá brunnu 13.200 hús, 87 kirkjur og margt fleira í þriggja daga stórbruna. Talið er að 70.000 manns hafi misst heimili sitt. Í kjölfarið komu brunatryggingar. Þegar fram liðu stundir urðu tryggingar fjölbreyttari og með tíð og tíma hafa þær tekið til flestra þátta samfélagsins.

Endurtryggingar jafna sveiflur

Ljósmynd: Birgir Ísleifur Gunnarsson

tryggingafélags að halda kann í sumum tilfellum að þykja þeir greiða mikið fyrir lítið. Þegar á reynir vilja hins vegar allir vera tryggðir. Enda sýnir það sig að ánægðustu viðskiptavinir VÍS eru þeir sem hafa lent í tjóni og þurft á þjónustunni að halda. Ef til vill kemur mörgum á óvart hve háar fjárhæðir eru greiddar í tjónabætur í hverjum mánuði eða um 1.000.000.000 króna að meðaltali,“ segir Sigrún Ragna.

Forvarnir fyrirferðamiklar VÍS er traust, leiðandi og framsækið þjónustufyrirtæki sem veitir viðskiptavinum viðeigandi vátryggingavernd og stuðlar þannig að öryggi í samfélaginu með öflugum forvörnum. Hjá félaginu starfa þrír sérfræðingar í forvörnum, bæði gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. Þeir sinna meðal annars margháttaðri fræðslu í umferðarmálum, bruna-, innbrota-, vatns- og slysavörnum. Sigrún Ragna bætir við að allir starfsmenn VÍS hafi að leiðarljósi að þeir séu forvarnarfulltrúar bæði innan og utan vinnu. „Oft hafa þeir bent á eitt og annað sem betur má fara um borg og bý til að stuðla að meira öryggi almennings. Undantekningarlaust bregðast þeir vel við sem fá ábendingu um slíkt og kippa því snarlega í liðinn.“

Hefðbundin tryggingafélög lágmarka áhættu sína í hverju tjóni með því að kaupa svo kallaðar endurtryggingar hjá öðrum. Hlutverk endurtrygginga er að koma í veg fyrir að einstök tjón hafi afgerandi áhrif á rekstrarniðurstöðu frumtryggingafélaga, eins og VÍS, vegna stórra tjóna sem á því lenda. Þannig kemur félagið í veg fyrir miklar sveiflur í eigin tjónahlutfalli. Upphaf endurtrygginga er rakið aftur til 1370 þegar þriðji aðili endurtryggði farm frá Genoa, en það er þó ekki fyrr í lok 17. aldar að endurtryggingar á einstökum áhættum innan sjótrygginga verða algengar. Fyrsti raunverulegi endurtryggingasamningurinn sem heimildir eru um var gerður 1821 milli La Compagnie Nationale d’Assurances í París og Compagnie des Proprétaires Réunis í Brussel. Fyrsti sjóendurtryggingasamningurinn var gerður 1843 milli tveggja ítalskra félaga og um svipað leyti var fyrsti lífendurtryggingasamningurinn gerður. Fyrstu alhliða endurtryggingafélögin Cologne Re í Þýskalandi, sem nú er hluti af General Re og Swiss Re í Sviss voru stofnuð 1852 og 1863. Swiss Re verður því 150 ára á þessu ári og hélt m.a. ráðstefnu í Hörpu í ágúst í tengslum við afmæli sitt.

5 |


Eldvarnir

Snorri Guðmundsson þjónustufulltrúi VÍS og slökkviliðsmaður á Akranesi.

Mæðgur lokaðar inni í reykjarkófi Íhugaði að stökkva út af fjórðu hæð Klukkan 9:46 miðvikudaginn 12. júní 2013 hringdi Eva Guðbjörg Leifsdóttir á Akranesi í ofboði í Neyðarlínuna. Eldur logaði í íbúðinni hennar á fjórðu hæð í blokk og sótsvartur hnausþykkur reykur varnaði útgöngu. Hún lokaðist inni í einu herbergi og 12 ára dóttir hennar í öðru við hliðina. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa hræðslunni sem greip mig. Við fastar inni í sitt hvoru herberginu og öll sund lokuð.“ Morguninn sem kviknaði í var allt með hefðbundnu sniði hjá fjögurra manna fjölskyldunni. Fimmtán ára dóttir Evu Guðbjargar fór í vinnuskólann og hún með 5 ára son sinn á leikskólann á meðan sú 12 ára fékk að sofa aðeins áfram. „Þegar ég kom úr leikskólanum ákvað ég að leggja mig því ég var að vinna kvöldið áður. Ég hrekk svo upp og finn skrýtna lykt, opna herbergishurðina og við mér blasir ekkert. Það sást ekki neitt nema svartur og mikill reykur. Mér dauðbrá, skellti en kíkti nær samstundis fram á ný til að athuga hvort mig væri nokkuð að dreyma.“

Þakklát Neyðarlínunni Eftir að hafa lokað aftur öskraði Eva Guðbjörg á dóttur sína í herberginu við hliðina. „Hún var vöknuð og ég skipaði henni út í glugga. Sem betur fer var ég með gsm símann inni í herbergi í hleðslu og hringdi strax á Neyðarlínuna. Konan sem svaraði sagði | 6


Hárrétt viðbrögð Segir Snorri Guðmundsson slökkviliðsmaður og þjónustufulltrúi VÍS á Akranesi „Leiðin er ekki löng úr herbergjunum og út úr íbúðinni en þær mæðgur brugðust hárrétt við með því að halda kyrru fyrir. Þær hefðu ef til vill getað gengið út en ef þær hefðu hrasað eða ruglast eitthvað þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Það sást akkúrat ekki neitt svo hættan á mistökum var yfirgnæfandi. Þetta fór allt vel en þeim var veruleg hætta búin. Sér í lagi hefðu þær tekið sénsinn á að komast út,“ segir Snorri Guðmundsson slökkviliðsmaður og þjónustufulltrúi VÍS á Akranesi, sem var með fyrstu mönnum á vettvang þegar eldurinn kviknaði hjá Evu Guðbjörgu.

Ljósmynd: Kolbrún Ingvarsdóttir

Slökkviliðið í bænum er svo kallað hlutastarfandi lið sem þýðir að liðsmenn þess sinna öðru aðalstarfi og eru kallaðir út þegar þörf krefur. „Ég rauk héðan út af skrifstofunni þegar kallið kom. Í því sagði meðal annars að tvær manneskjur væru fastar inni í brennandi íbúð. Ég fór beint upp á slökkvistöð og innan þriggja mínútna frá útkallinu var fyrsti bíll lagður af stað. Þegar við mættum hafði lögreglan þurft frá að hverfa enda íbúðin smekkfull af reyk og ekki sáust handa sinna skil. Við útbjuggum okkur tveir til reykköfunar. Ég hafði komið í húsið mánuði áður vegna tjóns og vissi því hvernig herbergjaskipan var í íbúðunum. Í

okkur að halda kyrru fyrir, troða einhverju í rifuna undir hurðinni og bíða við gluggana því hjálpin væri á leiðinni. Ég var stjörf af hræðslu og átti erfitt með að verða við því að loka rifunni. En hún var mjög róandi og indæl í símanum og talaði við mig þar til yfir lauk. Mér fannst ég ekki alveg eins hjálparvana að hafa hana í eyranu allan tímann. Mér hefur oft orðið hugsað til hennar með miklu þakklæti.“

Tíminn lengi að líða Eva Guðbjörg segist hafa upplifað það sama og svo margir aðrir við sambærilegar aðstæður. Henni fannst hjálpin óratíma á leiðinni og var farin að velta fyrir sér hvernig hún stykki út um glugga á fjórðu hæð. „Þeir voru auðvitað snöggir á staðinn þrátt fyrir að mér þætti tíminn aldrei ætla að líða. Reykkafarar björguðu okkur út og fluttu upp á sjúkrahús. Ég fékk reyndar algjört áfall þegar dóttur minni var bjargað úr sínu herbergi. Þá heyrði ég eitthvert sog og skrítin hljóð frammi en hafði ekki hugmynd um hvað væri að gerast. Þá var það í búnaðinum þeirra en það hvarflaði að mér að reykurinn væri kominn af krafti inn til dóttur minnar. Það var hræðilegt að komast ekki einu sinni til hennar.“

Reykskynjarinn batteríslaus Eldurinn var lítill og kom upp í uppþvottavél. Þar voru hins vegar plastdiskar og glös auk plasts innan í vélinni sem bráðnaði og olli reykjarkófinu svarta. Það tekur á Evu Guðbjörgu að rifja atburðinn upp. „Það er alveg skelfilegt að lenda í svona. Ég trúði því eiginlega ekki að þetta hefði gerst. Svo fór maður að ímynda sér það

stað þess að taka vinstri leit sem kallað er, eins og jafnan er gert, tókum við hægri leit beint inn í herbergin. Eftir að hafa bjargað mæðgunum út leituðum við eldsupptakanna og fundum þau fljótt í uppþvottavélinni. Eldurinn var mjög lítill en reykurinn svakalegur af alls konar plasti.“ Slökkviliðið reykræsti íbúðina og þegar búið var að ganga frá dreif Snorri sig heim í sturtu. „Ég mætti svo aftur innan skamms til að meta tjónið. Ég hef tvisvar lent í þessu á rúmu ári sem starfsmaður VÍS. Við gerðum hvað við gátum að vinna þetta hratt og vel og gott að vita að Eva Guðbjörg er ánægð með þjónustuna.“

versta. Hvað ef við hefðum ekki verið með dyrnar á herbergjunum lokaðar? Þá hefðum við kannski alls ekki vaknað. Við sluppum vel frá þessu.“ Einn reykskynjari er í íbúðinni en þegar á reyndi var hann batteríslaus. „Ég veit ekki hvort hann var það þegar ég flutti inn tveimur árum fyrr eða hvort ég hef tekið batteríið úr einhvern tíman án þess að muna. Núna er þetta og verður í lagi og ég tékka reglulega á hvort reykskynjarinn virki ekki. Ég tel mig alltaf hafa verið gætna gagnvart öllu sem getur valdið bruna. Farið gætilega með kerti og þess háttar. En nú hef ég ekki lengur þvottavélar og slík tæki í gangi nema þegar ég er heima og vakandi.“

Þjónusta VÍS fyrsta flokks Eva Guðbjörg ber VÍS mjög vel söguna og ekki hvað síst Snorra Guðmundssyni þjónustufulltrúa á Akranesi. Hann hafi lagt kapp á að allar endurbætur gengju hratt og vel fyrir sig svo fjölskyldan gæti flutt sem fyrst inn á ný. Þetta gerðist um mitt síðasta sumar og erfitt að fá iðnaðarmenn en það bjargaðist allt á mettíma. „Snorri á reyndar miklu stærri hlut í þessu með okkur en það, því hann ásamt öðrum slökkviliðsmanni bjargaði okkur út úr íbúðinni. Ég reyndar áttaði mig ekki á því þegar hann kom að meta tjónið skömmu eftir að hafa slökkt eldinn og reykræst. Það er kannski ekkert skrítið við þessar aðstæður að kveikja ekki á perunni að reykkafarinn og tryggingamatsmaðurinn sé einn og sami maðurinn,“ segir Eva Guðbjörg og brosir út í annað við tilhugsunina. 7 |


Dýratryggingar

Það marg borgar sig að tryggja dýrin - segir Brynja Tomer ráðgjafi í dýratryggingum hjá VÍS Kostnaður við dýrahald getur rokið hratt upp ef ferfætlingurinn veikist eða lendir í slysi. Því býður VÍS fjölbreytt framboð trygginga fyrir hesta, hunda og ketti. „Þær verja eigendur dýranna fyrst og fremst fyrir fjárhagslegu tjóni rétt eins og aðrar tryggingar,“ segir Brynja Tomer ráðgjafi í dýratryggingum hjá VÍS og farsæll hundaræktandi um árabil. „Sjúkrakostnaðartryggingin og ábyrgðartryggingin eru bráðnauðsynlegar og oftar reynir á þá fyrrnefndu. Hún er ekki kostnaðarsöm og eiginlega má segja að það sé fásinna að vera ekki með þessa tryggingu. Það er nær útilokað að dýr fari í gegnum heilt æviskeið án þess að þurfa á læknisþjónustu og lyfjum að halda.“

Umhyggja ofar öllu VÍS leggur áherslu á að ef dýr lendir í alvarlegu slysi eða veikist skyndilega sé aðstoðar dýralæknis leitað strax, óháð stað og stund. Ef viðkomandi dýr er með sjúkrakostnaðartryggingu greiðir félagið aukakostnað sem til fellur vegna dýralæknisheimsóknar utan hefðbundins vinnutíma. VÍS er í samstarfi við mörg hagsmunafélög í þessum geira; Landssamband hestamannafélaga, Hundaræktarfélag Íslands og Kynjaketti svo nokkuð sé nefnt. Þá nefnir Brynja líka góða samvinnu við Dýralæknafélag Íslands. „Öll höfum við velferð ferfætlinganna að leiðarljósi og ég hef verið svo heppin að kynnast ógrynni umhyggjusamra dýraeigenda í mínu starfi.“

| 8


„Mér þykir vænt um að viðskiptavinir sem keypt hafa tryggingu af mér leiti til mín síðar ef þeir lenda í tjóni eða erfiðleikum í tengslum við dýrin. Ég lít ekki bara á mig sem sölumann þessara gæðatrygginga heldur er ég líka til taks að aðstoða viðskiptavini í smáu sem stóru. Ég þekki af eigin raun hvernig er að missa hjartfólgið dýr og skil svo vel fólkið sem situr hér og grætur yfir slíkum missi. Það á samúð mína alla og ef ég get liðsinnt því með einhverjum hætti er það meira en sjálfsagt.“

VÍS bakhjarl Meistaradeildarinnar

Fjölbreytt dýravernd Auk þeirra trygginga sem að ofan er getið má fá afnotamissis-, umönnunar- og líftryggingar fyrir dýrin. „Mörg verðmætustu hross landsins eru tryggð hér. Við höfum sérfræðingum á að skipa sem skynja og skilja hvert raunverulegt verðmæti dýranna er hverju sinni. Það er það sem við tryggjum en hvorki tilfinningar né væntingar. Til dæmis er ekki hægt að tryggja folald með því fororði að það eigi eftir að verða mikill gæðingur í framtíðinni. Þess í stað minnum við á mikilvægi þess að fara reglulega yfir allar tryggingar til að þær endurspegli eiginlegt verðmæti hins tryggða á hverjum tíma,“ segir Brynja sem leggur ávallt áherslu á að fræða viðskiptavini um hvað hver trygging felur í sér og að sama skapi hvað ekki. Þannig séu allir vel upplýstir og ánægðir ef á reynir. Sjálf hefur hún notið góðs af því að vera vel tryggð. „Um síðustu verslunarmannahelgi þurfti tíkin mín að fara í bráðakeisaraskurð. Þarna varð óvænt og ófyrirséð áfall sem hefði kostað mig vel á annað hundrað þúsund krónur ef ekki hefði komið til kasta sjúkrakostnaðartryggingarinnar. Margir hundaræktendur láta góðan tryggingapakka fylgja hvolpum frá sér og ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem sýna í verki svo mikla ábyrgð í ræktunarstarfi sínu.“

Hestamenn sýni meiri ábyrgð „Mér finnst allt of margir hestamenn kærulausir gagnvart ábyrgð sinni valdi hrossin þeirra tjóni. Við höfum fjölmörg dæmi þess að hross sleppi úr girðingu og valdi skemmdum á bílum og því miður geta þau líka valdið alvarlegum slysum. Tökum sem dæmi að maður örkumlist af völdum hests sem sleppur út úr girðingu og inn á svæði þar sem lausaganga búfjár er bönnuð. Eigandi hestsins gæti verið skaðabótaskyldur fyrir tugum milljóna króna vegna líkamstjóns þess sem í slysinu lendir. Flestir yrðu líkast til gjaldþrota við að lenda í slíku,“ segir Brynja og er mikið niðri fyrir. „Mér finnst sorglegt hve fáir hestamenn leiða hugann að þessu. Aðeins hluti af hestakosti landsins er ábyrgðartryggður. Svona trygging kostar ekki nema um 400 krónur á mánuði.“ Elías Þórhallsson hrossaræktandi og ráðgjafi í dýratryggingum hjá VÍS tekur heils hugar undir með Brynju. „Það er eiginlega óskiljanlegt hversu fáir hestar eru ábyrgðartryggðir miðað við það tjón sem þeir geta valdið. Þá er sjúkrakostnaðartrygging hesta ekki síður mikilvæg. Hún kostar um 1.100 krónur á mánuði og borgar sig snarlega veikist hrossið, því VÍS borgar allt að 860.000 kr. á ári í sjúkrakostnað fyrir hvern hest.“

VÍS hefur verið aðalbakhjarl Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum undanfarin 8 ár og verður áfram í vetur. Kristinn Skúlason formaður stjórnar Meistaradeildarinnar segir dyggan stuðning VÍS mjög þýðingarmikinn. „Það þarf að leita hófanna víða til að keppnishaldið verði sem best úr garði gjört og þar skiptir framlag VÍS verulegu máli. Án bakhjarla yrði ekki sami glæsibragur á mótaröðinni og raun ber vitni.“ Mótin voru sjö í fyrra og húsfyllir í hverri keppninni á fætur annarri. Guðmundur F. Björgvinsson bar sigur úr býtum í heildarstigakeppninni og Viðar Ingólfsson varð annar. Í liðakeppninni sigraði Top Reiter / Ármót. Sigurliðið skipuðu Jakob Sigurðsson, Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Guðmundur F. Björgvinsson. Guðmundur var ennfremur valinn fagmannlegasti knapinn af áhorfendum sem og lið hans.

Spurt & svarað Ég var að kaupa mér nýjan bíl, hvernig sný ég mér til að tryggja hann? Með því að hafa samband við þjónustuver VÍS í síma 560-5000 er hægt að tryggja bílinn um leið og eigendaskiptin eru komin í gegn eða VÍS fær sölutilkynningu frá bílasala.

Vinur minn borgaði utanlandsferð fyrir mig með sínu VISA korti þannig að ég veit ekki hvort eða hvernig ég er tryggður á ferðalaginu. Hvað geri ég? Ef vinur þinn borgaði ferðina með VISA korti og þú ert einnig með VISA kort þá virkjast sjálfkrafa tryggingin á þínu korti. Ef þú átt ekki VISA kort en ert með fjölskyldutryggingu hjá VÍS þá könnum við hvort ferðatrygging felist í henni. Ef svo er ekki en þú ert viðskiptavinur VÍS leiðbeinum við þér við kaup á ferðatryggingu.

9 |


ENNEMM / SÍA / NM54662

Hundavernd VÍS tryggir hundinn þinn Hið óvænta gerir ekki boð á undan sér og því er mikilvægt að hafa hundana rétt tryggða. Líftrygging er góður kostur fyrir þá sem vilja líftryggja hundinn sinn. Sjúkrakostnaðartrygging færir hundinum bestu meðhöndlun sem völ er á ef hann veikist eða

VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

| 10

slasast. Auk líf í - og sjúkrakostnaðartrygginga býður VÍS upp á afnotamissistryggingu, umönnunartryggingu og ábyrgðartryggingu fyrir hunda. Dýravernd VÍS tryggir einnig hesta og ketti og hún kostar minna en þú heldur.


Barnabílstólar

Sérfræðingar í öryggi barnanna Í barnabílstólaafgreiðslu VÍS í Ármúla 3 ráða Arnþór Þórðarson og Sveinn Þórir Guðmundsson ríkjum. Það er ekki í kot vísað að kíkja við hjá tvímenningunum. Fallegt fiskabúr gleður augu ungviðisins og framúrskarandi þjónustulund og fræðsla þá fullorðnu. „Héðan fer helst enginn með stól án þess að við festum hann í þann bíl sem hann á að vera. Einstaka sinnum kemur fólk á öðrum bíl til að sækja stól en þá biðjum við viðkomandi að koma aftur á hinum svo við getum gulltryggt að rétt sé frá öllu gengið og barnið fullkomlega öruggt í stólnum. Því er alltaf vel tekið enda öllum umhugað um öryggi barnanna,“ segir Arnþór.

Einfalt að panta stól Fólk pantar stól á vef VÍS og getur séð þar hvort bið er eftir viðkomandi stól eður ei. Mjög æskilegt er að skrá við pöntun hvenær þörf er á stólnum. Því lengri sem fyrirvarinn er því meiri líkur eru á að stóllinn verði tilbúinn til afgreiðslu á tilteknum degi. Pöntun er staðfest samstundis í tölvupósti og svo er látið vita þegar má sækja. „Auðvitað kemur oft fyrir að fólk þarf stól samstundis. Það er sennilega algengast hjá verðandi foreldrum þegar barnið fæðist aðeins fyrr en ætlað var,“ segir Arnþór kankvís. „Það getur reynst örðugt að bregðast svo skjótt við en við gerum okkar besta hverju sinni og höfum meira að segja fært nýbakaðri móður stól á sjúkrahúsið. En það er nú undantekning. Þá eru árvissir álagspunktar hjá okkur um jól og áramót þegar Íslendingar búsettir erlendis flykkjast heim og vantar stóla tímabundið.“

Sápuþvottur og sótthreinsun Þegar stól er skilað inn er hann allur tekinn í sundur, þrifinn, sótthreinsaður og grandskoðaður með tilliti til skemmda og álags. „Áklæðið er sett í öfluga þvottavél og sótthreinsað í kjölfarið. Það sama á við um hvern einasta hlut í stólnum sem við sápuþvoum tvívegis og sótthreinsum. Þótt stóll sé notaður má treysta því að hann er tandurhreinn og í fullkomnu lagi. Við berum mikla umhyggju fyrir unga fólkinu og það kæmi aldrei til greina að láta stól úr húsi sem ekki hefur farið í gegnum þetta ferli,“ segir Sveinn Þórir.

Stólar við hæfi og allt rétt fest „Við erum boðnir og búnir að aðstoða fólk bæði hér á staðnum og í síma. Ef menn lenda í einhverjum vandræðum til dæmis við að festa stól þá er um að gera að renna við og við reddum málunum. Það gerist tvisvar þrisvar á dag. Stóll kann að vera fastur í bíl en það þýðir ekki endilega að hann sé rétt festur,“ segir Arnþór af festu. Það er ekki bara nóg að stóllinn sé rétt festur í bílinn heldur þarf barnið að vera það líka. „Í hvert sinn sem barn er losað úr stól á að draga böndin út svo unnið sé með nýja stillingu næst þegar það er 11 |


sett í stólinn. Þá er það ekki þvingað niður með afli t.d. ef það er komið í úlpu og meira um sig en áður. Þegar búið er að spenna böndin, á að byrja á að strekkja þau yfir lærin og draga svo upp á axlir. Þetta er gert til að taka allt sem heitir los á böndum. Þá má herða að og barnið er vel fest.“ Allir barnbílstólar á vegum VÍS eru gefnir upp fyrir ákveðna þyngdarflokka. Mjög æskilegt er að börn noti hvern stól þar til

hámarksþyngd í hann er náð. Þannig er öryggi þeirra best tryggt. Jafnframt skal nota bakvísandi stól eins lengi og kostur er. Með ungbarnastólnum má fá dokku þannig að ekki þurfi að festa þá sérstaklega með belti í hvert sinn sem farið er í bílinn. Arnþór og Sveinn Þórir eru boðnir og búnir að aðstoða hvern sem er í tengslum við barnabílstóla. Síminn hjá þeim er 560-5365.

Stóll afhentur á sjúkrahúsi „Það var hringt að norðan á fimmtudegi. Nýbökuð móðir þurfti stól í einum grænum. Pósturinn var farinn úr borginni en það vildi svo heppilega til að ég var að fara til Akureyrar daginn eftir. Ég tók því stól með mér. Fór beint upp á sjúkrahús þegar norður var komið. Afhenti stólinn og gekk frá leigusamningnum. Ég held að mér sé óhætt að segja að ég hafi kvatt alsæla móður á sjúkrahúsinu,“ segir Arnþór. Það staðfestir hin nýbakaða móðir, Hjördís Elfa Sigurðardóttir frá Sauðárkróki. „Strákurinn fæddist 6 vikum fyrir tímann og maðurinn minn var nýfarinn á sjó í mánaðar túr. Við vorum ekki búin að gera viðeigandi ráðstafanir með stól. Svo þegar líða fór að heimferð voru góð ráð dýr. Það var frábært hvernig Arnþór leysti málið og færði okkur stól beint á sjúkrahúsið síðla á föstudegi. Svona þjónustulund er til mikillar fyrirmyndar og VÍS má vera stolt af þessari umhyggju síns manns.“

Bílstólar VÍS iZi Sleep

einnig fáanlegur með isoFix

iZi Combi

Þyngd

Aldur

Vísun

0-13

0-1 ára

Aftur

iZi Comfort

| 12

einnig fáanlegur með isoFix

Þyngd

Aldur

0-18

6m 4ára

iZi Kid

Vísun

Aftur

iZi Up

Þyngd

Aldur

9-18

9m 4ára

Vísun

Fram

Vísun

Þyngd

Aldur

Vísun

Fram

0-18

6m 4ára

Aftur

Þyngd

Aldur

Vísun

15-36

4-12 ára

Fram

Be Safe 1-2-3

Þyngd

Aldur

15-36

4-12 ára

Vísun

Fram


Barnabílstólar

Örugg börn í bíl með BeSafe - Bakvísandi stólar fimmfalt öruggari Í hartnær tuttugu ár hefur VÍS leigt út barnabílstóla til viðskiptavina sinna. Tæplega 6.000 stólar eru í útleigu og skipta viðskiptavinir tugþúsundum sem hafa nýtt sér þjónustuna í gegnum tíðina. VÍS hefur ávallt lagt áherslu á að bjóða fyrsta flokks stóla og alla tíð hvatt til notkunar bakvísandi stóla, enda sýna rannsóknir að á fyrstu árum barnsins eru þeir fimmfalt öruggari en framvísandi. VÍS býður norska BeSafe stóla til leigu. Þeir hafa komið mjög vel út í árekstrarprófunum og fengið hverja viðurkenninguna á fætur annarri fyrir öryggi. Framleiðandi BeSafe hefur tekið nýju i-Size evrópsku öryggiskröfunum fyrir barnabílstóla og bíla fagnandi. Þær gera auknar kröfur til öryggis barna í bílum og að þau séu lengur í bakvísandi stólum en áður. BeSafe hefði þó viljað ganga enn lengra og miða við fjögurra ára aldur en ekki aðeins fimmtán mánaða.

Frá og með 1. júlí hefur eingöngu mátt flytja inn til landsins barnabílstóla sem uppfylla kröfur evrópsku staðlana ECE R44.04 fyrir barnabílstóla. Fram að því var leyfilegt að flytja inn stóla sem uppfylla staðla fyrir Bandaríkja- og Kanadamarkað. Breytingin er gerð í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins og til að stuðla að auknu öryggi barna í bílum þar sem evrópski staðalinn er strangari en hinir.

Hvað er i-Size? I-Size er ný evrópsk reglugerð sem kynnt var í júlí á þessu ári og kemur til með að leysa ECE R44.04 staðalinn af hólmi þegar fram líða stundir. Jafnframt munu bílar þurfa að uppfylla i-Size kröfur. Í framtíðinni eiga eingöngu i-Size stólar að vera á markaðinum og passa í alla i-Size bíla.

Í i-Size er lögð áhersla á að: • Börn séu í bakvísandi stól að 15 mánaða aldri hið minnsta. • Allir i-Size stólar passi í bíla sem merktir eru sem slíkir. • Verja höfuð og háls betur. • Tekið sé mið af hæð barns við val á stólum í stað þyngdar. • Minnka líkur á rangt festum stól með notkun ISOfix.

13 |


Umferðaröryggi

Ný úrræði gegn ölvunar- og lyfjaakstri - Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa Akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja er verulegt vandamál hér á landi eins og víða annars staðar. Afleiðingarnar birtast með skýrum hætti í gögnum Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Á fimm ára tímabili frá 2006-2011 fórust 95 manns í 85 umferðarslysum. Af þessum 95 fórust 24 í slysum sem rekja má til aksturs undir áhrifum áfengis eða lyfja. Þetta er fjórðungur allra sem létust í umferðarslysum á tímabilinu. Að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa er brýnt að rannsaka hvaða úrræði hafa gefist vel í öðrum löndum og leitt geta til breyttrar hegðunar ökumanna sem aka ítrekað undir áhrifum áfengis og/eða lyfja. Nefndin hefur hér helst í huga meðferðarúrræði og námskeið, undir virkri stjórnun og eftirliti, sem nýjan valkost í refsivörslukerfinu. Mikilvægt er að gera ökumönnum sem aka undir áhrifum áfengis og vímuefna grein fyrir hættunni sem þeir skapa almenningi og sínum nánustu í umferðinni. Í mörgum tilvikum er það ökumaðurinn sjálfur sem ferst eða slasast en einnig eru of mörg dæmi um að ökumaður undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna sé valdur að alvarlegu umferðarslysi sem leiðir til dauða og örkumlunar annarra, en lifir sjálfur slysið af. Í 7 af 24 banaslysum þar sem ölvunar- eða lyfjaakstur var orsök árin 2006-2011 fórust aðrir en ökumaðurinn sem slysinu olli.

Ítrekuð brot Við skoðun þessa máls hefur rannsóknarnefndin átt samstarf við sérfræðinga hjá SÁÁ og embætti Ríkislögreglustjóra. Þeir staðfestu mat nefndarinnar á vandamálinu. Stór hópur ökumanna | 14

sem tekinn hefur verið fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur hér á landi er staðinn að broti á ný á innan við ári, eða um 20% þessara ökumanna (sjá töflu 1). Fjöldi brota 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 Alls:

Fjöldi einstaklinga

Hlutfall (%)

1.512 258 63 27 11 4 4 2 2 0 0 1 1

80,2 13,7 3,3 1,4 0,6 0,2 0,2 0,1 0,1 0,0 0,0 0,1 0,1

1.885

100

Tafla 1. Fjöldi einstaklinga sem grunaðir voru um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna árið 2012, greint eftir fjölda brota. Heimild: Ríkislögreglustjóri


Erlendar rannsóknir hafa sýnt að nokkur hluti ökumanna sem ekur ölvaður á við áfengisvandamál að stríða. Þeir neyta mikils magns áfengis með reglulegu millibili og aka oft ölvaðir. Á ensku eru þessir ökumenn nefndir „hard-core drinking drivers“ en mismunandi er hvaða skilgreiningar eru notaðar til að afmarka hópinn. Sumir eiga einungis við áfengisvandmál að stríða á meðan aðrir eru í blandaðri neyslu áfengis, lyfja og annarra vímuefna. Brotaferill þessara ökumanna einskorðast ekki við ölvunarakstur. Algengt er að þeir séu með önnur umferðarlagabrot á ökuferli sínum eða önnur afbrot. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ökumönnum sem hafa verið sviptir ökuréttindum benda til þess að allt að 75% þeirra aki áfram réttindalausir. Þeir virðast kæra sig kollótta um hugsanlegar afleiðingar gjörða sinna. Þessi staðreynd vekur upp spurningar um hvaða fleiri úrræði eru fyrir hendi en eftirlit lögreglu gegn ölvunar- og fíkniefnaakstri. Rannsóknarnefndin hefur bent á í skýrslum sínum að skoða beri hvort taka eigi upp svonefndan áfengislás, sem gæti verið raunhæft úrræði fyrir áfengissjúklinga. Það úrræði er talið hafa gefist vel víða erlendis gegn ölvunarakstri en eðli málsins samkvæmt kemur áfengislás ekki í veg fyrir lyfjaog fíkniefnaakstur.

Breyttar áherslur Á fundi með sérfræðingi frá SÁÁ, sem hélt erindi um þetta málefni á Umferðarþingi, kom fram að ýmis meðferðarúrræði hafi

gefið góða raun hjá þeim sem hafa átt við vímuefnavandmál að stríða. Ástæða er til að kanna nánar hvort þeim úrræðum megi beita í tilviki ökumanna sem gerast sekir um þessi alvarlegu og síendurteknu umferðarlagabrot. Ræddi hann sérstaklega um einstaklinga sem teknir eru ölvaðir við akstur eða undir áhrifum vímuefna og hljóta dóm fyrir. Telur hann að dómari eigi að hafa heimild til að dæma menn í meðferð að fullnægðum öllum skilyrðum. Í þeim tilvikum þyrfti að liggja fyrir greining á því hvort sjúklingur á við áfengis- og vímuefnavandamál að etja sem meðferðarúrræði eru til við. Í dómsniðurstöðunni þyrfti að hans mati m.a. að kveða á um skyldur dómþola í meðferðarferlinu, sér í lagi að viðkomandi einstaklingur þurfi að skila þvagprufum eða lífsýnum til meðferðaraðila til greiningar á vímuefnum án nokkurs fyrirvara þegar eftir því er leitað. Mjög góða samvinnu þyrfti við heilbrigðiskerfið til að gera þetta úrræði mögulegt. Rannsóknarnefndin tekur undir þessi sjónarmið og leggur til að meðferðarúrræði, samhliða sviptingu og refsingu og eftir atvikum notkun áfengislása, verði tiltækt í sem flestum slíkum málum. Þannig gæti einstaklingur sem játar slíkt brot, og undirgengst lögreglustjórasátt, fallist á að hluti af viðurlögunum verði að hann sæki viðurkennda meðferð auk þess sem þessi heimild yrði tiltæk í málum sem rata fyrir dómstóla. Að mati nefndarinar er mjög brýnt að starfshópur verði skipaður um þetta málefni sem hafi það verkefni að finna gerlega, skilvirka og öfluga aðferð til að ná til þessa hóps ökumanna.

Ölvaðir ökumenn krafðir um endurgreiðslu Hér á landi verða árlega ekki færri en 250 umferðarslys sem rekja má til ölvunaraksturs. Í um fimmtungi þeirra slasast fólk og þrír til fjórir láta lífið á ári. Samkvæmt rannsóknum ráða tilviljun, skammtímasjónarmið og brengluð dómgreind mestu um að fólk ákveður að aka drukkið. Þá ekur margur of snemma af stað daginn eftir djamm þannig að áfengi er enn í blóðinu. Tryggingafélög geta krafið einstaklinga um endurgreiðslu tjónaog slysabóta ef umferðarslysi er valdið af ásetningi eða stórkost-

legu gáleysi. Árið 2011 stöfuðu 84% endurkrafa af ölvunar- og/ eða lyfjaástandi ökumanna. Hæstu kröfurnar námu 4,5 milljónum króna. Þrír af hverjum fjórum sem eru krafðir um endurgreiðslu eru karlmenn og í 44% tilfella ungir ökumenn. Mjög margir átta sig ekki á hversu mikil áhrif áfengi hefur á líkamlega og andlega færni og aka eftir að hafa fengið sér drykk. Ef allir tækju þá staðföstu ákvörðun að aka aldrei eftir að hafa neytt áfengis drægi stórlega úr slysum. Láttu þitt ekki eftir liggja. 15 |


Markaðsmál

Við vitum að allt getur gerst! F plús er vinsælasta fjölskyldutryggingin frá upphafi

„ | 16

Það eru engar ýkjur að við vitum að allt getur gerst enda byggja nýju auglýsingarnar fyrir F plús fjölskyldutrygginguna okkar á sönnum atburðum. Þó er örlítið fært í stílinn eins og gjarnan er gert með spaugilegar sögur,“ segir María Hrund Marinósdóttir markaðsstjóri VÍS.


F plús hefur frá upphafi verið vinsælasta fjölskyldutryggingin á Íslandi enda ávallt þróast í takt við tímann. Hún tekur til fjölda óhappa og tjóna sem hent geta í dagsins önn.

Breið skírskotun Fjölmargir starfsmenn VÍS lögðu hönd á plóg að gera auglýsingarnar sem best úr garði og auglýsingastofan ENNEMM útfærði sögurnar. Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður í knattspyrnu leikstýrði og framleiðslan var í höndum Sagafilm. Í auglýsingunni má sjá ýmis skondin atvik byggð á sönnum atburðum sem komið hafa til greiðslu hjá VÍS í gegnum tíðina. María Hrund segir viðtökurnar hafa verið framar vonum og nær einróma lof komið skemmtilega á óvart. „Við höfum aldrei fengið jafn jákvæð og góð viðbrögð við neinni herferð. Til marks um vinsældirnar má nefna að á efnisveitunni Youtube var horft yfir 40.000 sinnum á auglýsinguna fyrstu tvo sólarhringana eftir frumsýningu. Fjöldinn fór mjög fljótt yfir 50.000 sem þýðir að þetta er ein vinsælasta, ef ekki bara vinsælasta, íslenska, auglýsing sem þangað hefur ratað. Þá rignir yfir okkur tölvupóstum með árnaðaróskum og símtölin eru ófá. Við erum mjög stolt af útkomunni og ánægð að geta gert F plús fjölskyldutryggingunni svona góð skil þar sem hún er okkar flaggskip.“ En það er ekki bara sjónvarpsauglýsingin sem skapar sérstöðu heldur líka ýmis konar umhverfisgrafík. Til að mynda blaktir fatnaður í lausu lofti utan á gafli höfuðstöðva VÍS við Ármúla 3 líkt og hann fjúki út í veður og vind upp úr tengdamömmuboxi. Þá hefur trampólín „fokið“ á gafl húss við Vesturlandsveg og situr þar fast á þakskeggi og auglýsingu.

Plús fyrir alla Litbrigði lífsins eru óendanleg og þótt best sé auðvitað að fyrirbyggja slysin getur það á stundum reynst þrautin þyngri. Ef ekki tekst að byrgja brunninn í tíma er gott að eiga góða að. F plús veitir þá víðtæku tryggingavernd sem flestir þurfa. Allar nánari upplýsingar má fá hjá þjónustuveri í síma 560-5000, í netspjalli á vef VÍS, á næstu þjónustuskrifstofu og vis.is. Á vefnum geta viðskiptavinir til dæmis fengið heildarsýn yfir öll tryggingamál sín á svæðinu Mitt VÍS. Þar er sótt um aðgang og lykilorð sent í heimabanka viðkomandi.

Auglýsing verður til Áður en auglýsing er kvikmynduð er atburðarásin rissuð upp. Hér að neðan má sjá veiðiatriðið óborganlega úr auglýsingunni góðu.

Njótum lífsins áhyggjulaus með F plús fjölskyldutryggingu.

17 |


Tjónamál

Þorsteinn Þorsteinsson deildarstjóri eigna-, skipa- og farmtjóna.

Ljósmynd: Helga Laufey Guðmundsdóttir

Farsælast að vera vel tryggð og árvökul - Þorsteinn Þorsteinsson deildarstjóri eigna-, skipa- og farmtjóna tekinn tali Ólíkt því sem margir halda gera tjón og óhöpp oft boð á undan sér. Þá er það undir okkur komið að taka eftir þeim merkjum. En hver eru þau? Þorsteinn Þorsteinsson deildarstjóri eigna-, skipa- og farmtjóna hjá VÍS segir útilokað að tíunda það nákvæmlega í stuttu spjalli en aftur á móti sé sumt algengara en annað.

F plús trygging víðtæk og góð

Eldur og vatn hættulegust

„Tjónin falla flest undir F plús tryggingar. Þar vegur innbúskaskótryggingin þyngst. Hún er bæði víðtæk og góð og tekur á skyndilegum og ófyrirsjáanlegum utanaðkomandi atvikum. Dekkar fólk að segja má fyrir hugsunarleysi, klaufaskap og óhappatilvikum. Tölvutjón eru hvað algengust. Mörg þeirra má fyrirbyggja til dæmis með því að láta rafmagnssnúru tækjanna ekki liggja í gangvegi eða hafa vökva nálægt þeim. Tjón við þessar aðstæður eru í sjálfu sér ekki ófyrirsjáanleg en fólk nýtur í flestum tilfellum vafans.“

Vatnstjón eru tíð á heimilum og oft háar fjárhæðir undir. Þessi tjón geta verið snúin og á stundum erfitt að festa hönd á hvað nákvæmlega gerðist. „Við aðstoðum húseigendur við að finna ástæður leka. Ef við finnum orsakir sem bótaréttur er fyrir í viðkomandi vátryggingu er tjónið afgreitt í samræmi við það af okkar skoðunarmanni og með utanaðkomandi aðstoð ef hann telur ástæðu til þess.“

Athygli hefur vakið hve mjög tilkynningum um þessi tjón fjölgar undir haust þegar skólarnir byrja. Sömuleiðis skemmast margir símar í aðdraganda þess að ný týpa af þeim kemur á markað. Enn ein sveifla sem festa má hönd á er hversu mörg gleraugu verða fyrir hnjaski er líður að jólum. Þótt tjón á tölvum og símum séu tíðust höggva þau í fæstum tilfellum djúp skörð í fjárhagsstöðu viðkomandi. Alvarlegustu tjónin stafa ýmist af bruna, vatni eða þjófnaði. Lendi fólk í slíku án þess að vera vel tryggt getur það haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðuna. „Ef þessi vá knýr dyra hjá fólki viljum við vera til staðar og standa þétt að baki þess,“ segir Þorsteinn með þunga. | 18

Þorsteinn nefnir næst til sögunnar brunatjón sem séu hvað afdrifaríkust. „Viðkomandi fjölskylda verður oft og tíðum húsnæðislaus um skemmri eða lengri tíma. Við leggjum okkur alltaf fram um að ganga hratt og vel til verks en í þessum tilfellum er ofurkapp lagt á að flýta framkvæmdum og endurbótum. Ávallt er þó haft að leiðarljósi að viðgerð sé fagleg og fullnægjandi. Ef tjónþoli vill lagfæra sjálfur þá kveða lög á um að það má ekki greiða út bætur fyrr en viðgerð er lokið. Eða eins og segir í lögunum: Vátryggjanda er skylt að sjá til þess að bótum sé réttilega varið. Það er því ekki hægt að fá fé greitt út úr brunatryggingu og ráðstafa því fé í eitthvað annað. Öðru máli gegnir um bótarétt sem handhafar F plús tryggingar eða húseigendatryggingar eiga fyrir þann tíma sem íbúð þeirra er óíbúðarhæf. Þar er allt greitt út án nokkurra kvaða.“


Viðhald og árvekni lykilatriði Tjón gera oftast boð á undan sér en illu heilli fara þau boð of oft fram hjá fólki. Almennt má segja að til að fyrirbyggja tjón sé gott viðhald besta forvörnin og að skilja vel við eigur sínar. „Læsa húsinu, loka gluggum og krækja aftur þegar farið er að heiman. Svo þarf að vera vakandi fyrir rakamyndun í veggjum, hafa auga með þéttingum við bað, sturtur og vaska svo fátt eitt sé nefnt. Ef slíkt er farið að láta á sjá eða gefa sig kallar það á tafarlaus viðbrögð. Eftir því sem árveknin er betri og viðbrögðin skjótari þeim mun áfallaminna verður lífshlaup fólks,“ segir Þorsteinn og brosir. Hann bætir þó við að ávallt þurfi að draga línu milli þess sem kalla megi eðlilegt tjón og lélegs viðhalds. Það geti reynst þrautin þyngri þannig að allir uni vel við sitt. Ef viðhald hafi verið gott séu litlar sem engar líkur á slíkri togstreitu.

Hér brann bústaður til kaldra kola og stóð ekkert eftir nema skorsteinninn.

Tryggingasvik ávallt kærð Öll tryggingafélög hafa varann á gagnvart hvers kyns tryggingasvikum. Miðað við reynslu annarra ríkja nema þau um 10% en ekki eru til nákvæmar tölur um umfang tryggingasvika hér á landi. Hjá VÍS fylgist sérstakur hópur grannt með slíku. Svindl eins kemur niður á öllum hinum heiðvirðu viðskiptavinunum og því mikilvægt að uppræta svikin. „Við göngum að sjálfsögðu út frá því að fólk sé heiðarlegt og tortryggjum ekki frásagnir þess nema við rekum okkur á að hallað sé réttu máli. Við þekkjum ákveðin hegðunarmynstur í tengslum við svikamálin og komum auga á vísbendingar. Þegar grunur um svindl kviknar leitum við ýmissa leiða til að afla upplýsinga. Lögregluskýrslur eru oft gagnlegar og stundum fáum við utankomandi rannsókn,“ segir Þorsteinn. Ef einhver er staðinn að tryggingarsvikum er viðkomandi undantekningarlaust kærður til lögreglu. Þorsteinn segir ákæruvaldið ekki hafa lagst neitt sérstaklega þungt á árarnar með tryggingafélögunum að vinna bug á þessum svikum. Sönnunarbyrðin sé þung en nokkur dæmi um tryggingasvindl komi upp á hverju ári.

Spurt & svarað Hvaða tryggingaviðskipti þarf ég að hafa til að fá viðskiptakjör á barnabílstólum VÍS? Viðskiptakjör á barnabílstólum bjóðast þeim sem eru með F plús fjölskyldutryggingu eða bílatryggingu hjá VÍS. Veittur er afsláttur ef fleiri en einn stóll er leigður. Hvaða tryggingar eru í boði fyrir námsmenn og skiptinema erlendis? Slysatryggingar, sjúkrakostnaðartryggingar, lausafjártrygging á farangri og frjáls ábyrgðartrygging. Stundum er eitthvað af þessum tryggingum innifalið í gegnum skiptinemasamtökin eða fjölskyldu sem neminn býr hjá erlendis. Þær tryggingar sem upp á vantar er hægt að kaupa hjá VÍS. Alla jafna er gerð krafa um að önnur tryggingaviðskipti séu fyrir hendi hjá viðkomandi eða fjölskyldu hans til að hægt sé að fá þessar tryggingar. Ég var að kaupa mér rafhjól, þarf að tryggja það sérstaklega? Rafhjólið er tryggt sem lausafé í gegnum F plús tryggingu sé henni til að dreifa og frítímaslysatrygging F plús gildir fyrir þá fjölskyldumeðlimi sem falla undir F plús. Ef hjólið er lánað þarf viðkomandi að vera með slysatryggingu sem gildir á hjólinu. Við ráðleggjum kaup á ábyrgðartryggingu gagnvart þriðja aðila þar sem hún er ekki innifalin í F plús.

19 |


Að tilkynna tjón Hvað á að gera? • Tilkynna tjónið eins fljótt og auðið er og lágmarka frekara tjón. • Þegar tjónstilkynning er fyllt út er betra að skrifa meira en minna.

• Útvega öll nauðsynleg gögn til að flýta fyrir þjónustu.

Hvernig ber ég mig að?

Flestir gripu í tómt þegar á reyndi! Huga þarf betur að eldvörnum í sumarbústöðum Flest íslensk sumarhús eru úr timbri og eldsmatur þar nægur. Þá er gróður gjarnan töluverður í kring og nokkur hætta getur verið á sinubruna þegar þannig árar. Í sumarhúsum sem og annars staðar er mikilvægt að huga að eldhættu, ekki hvað síst þar sem þau eru flest. Á Suðurlandi eru yfir 6.000 sumarhús skráð og meira en 2.500 á Vesturlandi. Íbúum þessara svæða fjölgar því um nokkur þúsund á sumrin og jafnvel um helgar á veturna. Við sinubruna í Skorradal vorið 2013 voru íbúar og gestir í um 25 sumarhúsum beðnir að sækja slökkvitæki sín til að nota við slökkvistarfið. Aðeins þrír áttu slík tæki og einungis eitt þeirra virkaði. Vonandi gefur þetta ekki til kynna hvernig brunavörnum er almennt háttað í sumarhúsum. Þetta er a.m.k. mun verra en á heimilunum því á tveimur af hverjum þremur þeirra er slökkvitæki, samkvæmt könnun sem gerð var árið 2012. Reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarteppi þurfa að vera vel aðgengileg í öllum sumarhúsum og kunnátta til að nota búnaðinn fyrir hendi. Jafnframt ætti að vera vatnsslanga sem nær hringinn í kringum húsið og sinuklöppur til að geta brugðist við sinueldi. Brýnt er að sýna árvekni við meðhöndlun elds. Gæta þarf vel að einnota grillum, notkun eldavélar, varðeldi, logandi sígarettum, kertum, gasgrilli og útiarni og tryggja að börn fikti hvorki með eld né eldfæri.

| 20

Hægt er að tilkynna tjón á eftirfarandi stöðum: • Þjónustuskrifstofum VÍS sem eru 40 víðsvegar um landið. • Tjónaþjónustu VÍS í síma 560-5000 • Vef VÍS, www.vis.is/einstaklingar/tjon/tjonstilkynningar/ • Mitt VÍS • Netspjalli VÍS

Hvað næst? Á tjónstilkynningunum kemur fram hvaða fylgigögn þurfa að berast og skal skila þeim inn annað hvort rafrænt eða á næstu þjónustuskrifstofu. Gott er að hafa eftirfarandi í huga: • Í öllum þjófnuðum þarf lögregluskýrsla frá viðeigandi landi að fylgja. • Í eignatjónum þarf alltaf að skila kvittun fyrir eignarhaldi á persónulegum munum. • Í líkamstjónum og veikindum ber að skila læknisvottorði og frumriti reikninga.

Hvað ef þetta er enn flókið? Þá er velkomið að hafa samband við Tjónaþjónustu VÍS í síma 560-5000 eða í netspjalli á vef VÍS. Einnig er hægt að koma við á næstu skrifstofu og fá aðstoð við að fylla út tjónstilkynningar og svör við hvers kyns spurningum sem kunna að vakna vegna tjónsins. Eftir að öllum gögnum hefur verið skilað inn er tjónið afgreitt eins fljótt og auðið er.

Neyðarþjónusta Ef alvarlegt tjón verður utan afgreiðslutíma og brýn þörf er á aðstoð strax má hafa samband við neyðarþjónustu VÍS í síma 560 5070. Þetta á sérstaklega við um bruna- og vatnstjón. Ef alvarleg slys eða veikindi verða erlendis þá er hægt að hafa samband við SOS International í Kaupmannahöfn sem VÍS á samstarf við. Þar er þjónusta allan sólarhringinn í síma +45 7010 5050.

Forvarnir í fyrirrúmi Oft er gott að fara aftur yfir atburðinn; meta hvort eitthvað hefði mátt betur fara til að koma í veg fyrir tjónið og fyrirbyggja í kjölfarið ef ástæða er til.


VÍSarar til þjónustu reiðubúnir Viðskiptavinir gera kröfur um hraða, öryggi og góða þjónustu. Að því geta þeir gengið vísu í þjónustuveri VÍS. Þar er veitt öll þjónusta sem unnt er í gegnum síma, tölvupóst og netspjall. Sem dæmi má nefna upplýsingar um fjölskyldu- og heimilistryggingar, líf- og sjúkdómatryggingar, bílatryggingar, bruna- og húseigendatryggingar og ferðatryggingar. Með þessu spara viðskiptavinir sér sporin og eiga greiðan aðgang að þægilegri þjónustu. Í tjónaþjónustu VÍS hafa viðskiptavinir skjótan aðgang að upplýsingum um fyrstu viðbrögð eftir tjón. Starfsfólk tekur á móti tilkynningum, leiðbeinir viðskiptavinum vegna tjóna og hvernig bregðast skuli við því ástandi sem upp er komið. Forvarnarsérfræðingar VÍS; Jón Sveinsson, Sigrún Þorsteinsdóttir og Gísli Níls Einarsson.

Forvarnir leiðarljós VÍS Forvarnir hafa lengi skipað stóran sess hjá VÍS og stöðugt er unnið að því að efla þær. Forvarnir eru hluti af menningu fyrirtækisins og sýnilegur hluti starfseminnar. Tilgangurinn er að fækka slysum og tjónum meðal viðskiptavina og í samfélaginu öllu.

Lengri afgreiðslutími Afgreiðslutími þjónustuversins og tjónaþjónustunnar er frá klukkan 8-17 alla virka daga; ívið lengri en á skrifstofunum. Því hafa viðskiptavinir möguleika á að sinna tryggingarmálum sínum utan hefðbundins skrifstofutíma. Málin eru leyst hratt og vel í síma 560 5000, á netfanginu vis@vis.is og netspjallinu á vefnum. Þess utan geta viðskiptavinir hringt í neyðarþjónustu ef brýna nauðsyn ber til vegna eignatjóna, í síma 560 5070. Ef viðskiptavinur hefur athugasemdir við þjónustu VÍS eða vill benda á eitthvað sem má betur fara er óskað eftir tölvupósti á vis@vis.is. Slíkum ábendingum er tekið fagnandi því þær hjálpa fyrirtækinu að byggja upp þjónustu í samræmi við þarfir og væntingar viðskiptavina.

Allir starfsmenn VÍS eru forvarnarfulltrúar og nota hvert tækifæri sem gefst til að fræða viðskiptavini um hvaðeina er að málefninu lýtur. Markmiðið er að bæta lífsgæði fólks því þótt tryggingabætur létti undir er margan skaða alls ekki hægt að meta til fjár.

Sérfræðingar að störfum Þrír sérfræðingar í forvörnum starfa hjá VÍS og leiða forvarnarstarfið eftir stefnu og starfsáætlun fyrirtækisins hverju sinni. Liður í því er að fræða og þjálfa aðra starfsmenn þannig að þeir séu betur í stakk búnir að sinna forvarnarhlutverki sínu. VÍS leggur mikla áherslu á að hjá félaginu geti viðskiptavinir nálgast helstu upplýsingar um hvers kyns forvarnir. Þar er vefur félagsins, www.vis.is, án efa mesti upplýsingabrunnurinn með fjölbreyttu og viðamiklu efni. Þar getur meðal annars að líta forvarnarheimilið þar sem má kynna sér með gagnvirkum og skemmtilegum hætti eld-, innbrota-, vatns- og slysavarnir. Einnig má finna gagnlegar upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, öryggi í umferðinni, frítímanum, heilsu og náttúruvá ásamt gátlistum og fleiru. Efni sem gott er að kynna sér með það að leiðarljósi að auka öryggi sitt og sinna. 21 |


Á toppi tilverunnar! Vilborg Arna Gissurardóttir

Það er mikilvægt að vera pínulítið hræddur en þú mátt ekki vera óttaslegin. Ef óttinn nær undirtökunum er hætta á að paníkera sem er stórhættulegt. Ég þrífst á áskorunum og að leysa úr krefjandi verkefnum. Ég verð bara eirðarlaus ef ég hef ekki eitthvað slíkt að glíma við,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir ævintýrakona.

Vilborgu Örnu þarf vart að kynna fyrir landsmönnum eftir hið ótrúlega afrek hennar að ganga ein síns liðs á suðurpólinn. Þangað komst hún 17. janúar 2013 eftir 60 daga göngu. Nú ætlar hún á hæsta fjallstind hverrar heimsálfu og og stefnir á að ljúka þeim leiðangri á Everest tindi í maí 2014.

Norðurpóllinn næstur Þá hlýtur að blasa við að Vilborg leggi til atlögu við norðurpólinn þegar tindunum sjö sleppir og játar hún því hiklaust. „Já ég stefni að því. Þá verð ég búinn að gera þetta allt tveimur og hálfu ári sem er met hjá konu. En reyndar hefur aðeins ein kona gert þetta hingað til,“ segir hún hlæjandi. Það sé tvennt ólíkt að

| 22

takast á við þessar áskoranir ein líkt og á pólnum eða með öðrum eins í fjallgöngunum. Á tind Elbrus í Kákasus í Rússlandi fylgdu sex Íslendingar henni. Fjórar konur og tveir karlar. „Hvort tveggja hefur sína kosti og galla. Eðli máls samkvæmt hugsar maður bara um sjálfa sig ein á ferð. Þá ber maður náttúrlega alla ábyrgð á eigin öryggi og lífi og þarf að komast af við harðneskjulegustu og erfiðustu aðstæður sem hugsast geta. Það er svakaleg erfitt að hafa engan til að deila með hvort heldur gleðistundum eða erfiðleikum. Það er líka einmanalegt. Þá tala ég við sjálfa mig. Í ferð með öðrum deilir maður og upplifir saman. Fær hvatningu og hvetur. Að tárast með ferðafélaga á langþráðum toppi er frábært. Ef manni þykir örlítið vænt um


kjölfarið. Þótt maður þekki fólk ekki persónulega er samkenndin við þessar aðstæður mikil og allir finna til. Denali er erfitt fjall og yfirleitt láta um 10 manns lífið þar á hverju ári.“

Nákomnir á nálum Vilborg segist ekki hafa fengið neina bakþanka í þessu stóra verkefni. „Ekki enn í það minnsta. En þetta hefur verið erfitt fyrir marga sem standa mér næst. Ég sagði þeim til dæmis ekki frá því að ég væri á leiðinni á pólinn fyrir en á síðustu stundu. Ég vissi að þau myndu hafa áhyggjur og vildi ekki að þær byrjuðu fyrr en nauðsyn krefði. Þau geta náttúrlega ekkert gert úr órafjarlægð og verða bara að treysta því að ég viti hvað ég er að gera. Þar sem ég á ekki maka er a.m.k. einum færri með áhyggjur,“ segir hún með bros á vör. „Ég undirbý mig alltaf mjög vel fyrir hvert verkefni. Les mér mikið til og skoða aðstæður á vefnum. Ég sé mig fyrir mér í þessum aðstæðum og hvernig ég tækist á við þær áskoranir sem urðu á vegi fyrirrennaranna. Svo sé ég alltaf fyrir mér hvernig ég klára gönguna og kemst á toppinn. Það er mjög mikilvægt sálfræðilega.“ Á það reyndi svo sannarlega þegar Vilborg lenti í vandræðum á leiðinni á topp Denali í Alaska og háfjallaveiki gerði henni erfitt fyrir ásamt slæmu veðri. „Möguleikar mínir versnuðu með hverri mínútu en þá fór ég í mikla hugarleikfimi í heilan dag. Fór í gegnum gildin mín; jákvæðni, áræðni og hugrekki. Með þau að leiðarljósi hugsaði ég stöðugt um sjálfa mig á toppnum og ímyndaði mér hvernig ég færi síðustu metrana upp. Þótt þetta hafi ekki áhrif á háfjallaveikina gaf það mér mikið sjálfstraust sem er alveg nauðsynlegt til að ná árangri. Með því að taka til í kollinum gekk allt upp.“

Góðar fyrirmyndir nauðsynlegar

sjálfan sig og sína nánustu þá undirbýr maður sig vel. Gerir áhættumat og viðbragðsáætlun sem þarf að vera þannig að þú bregðist ósjálfrátt við þegar óvæntar aðstæður koma upp.“

Lífshættulegur lífsstíll Vilborg Arna viðurkennir með semingi að hún hafi lent í lífshættu en vill þó ekki gera mikið úr því. Mestan lærdóm hafi hún aftur á móti dregið af því að þurfa að snúa við í leiðangri yfir Grænlandsjökul. Að vaða í ísköldu vatni upp á mið læri en finna enga leið út hafi verið gríðarlega strembið. „Stundum verður maður að hafa þá skynsemi til að bera að hætta við og kalla á hjálp. Þyrla sótti mig og félaga minn. Ég grét úr mér augun heima á hóteli í kjölfarið. Þetta voru svo mikil vonbrigði. En eftir á er ég mjög þakklát. Það er ekki ólíklegt að ég þurfi einhvern tíman aftur að snúa frá settu marki og þá er gott að búa að þessari reynslu. Hafa verið svo skynsöm að hverfa frá í tíma.“ Í ferðum sem þessum getur allt gerst og hefur Vilborg ekki farið varhluta af því. „Ég hef verið frekar lánssöm en þó upplifað eitt og annað. Það dó maður á Denali í Alaska þegar ég var þar. Hann lést líklega úr hjartaáfalli og þetta tók mikið á. Það var átakanlegt að horfa upp á félaga hans sem margir hættu við gönguna í

Bókin Ein á enda jarðar um lífshlaup Vilborgar Örnu, skráð af Sigmundi Erni, lýsir ævintýrum hennar hingað til en þó ekki síður manneskjunni að baki. Eins og sjá má í broti úr kafla í bókinni á næstu opnu í blaðinu var risið á ævintýramanneskjunni ekki hátt um 18 ára aldurinn. „Ég fann mig í þessu sporti og þetta bjargaði mér hreinlega frá tómu rugli á sínum tíma. Endalaus ástríða er drifkrafturinn minn; fyrir náttúrunni, fjöllum og áskorunum. Mér líður rosalega vel í tjaldinu mínu og úti í náttúrunni.“ Vilborg Arna segir mikilvægt að eiga sér fyrirmyndir. Flestar sínar séu úr fjallamennskunni og þar hafi Haraldur Örn pólfari og fjallagarpur komið fyrstur í röðinni. Tvo Íslendinga aðra nefnir Vilborg sérstaklega. „Ólafur Stefánsson handboltamaður er einstakur. Baráttugleði, úthald og teymishugsun hans eru alveg sér á parti. Vigdís Finnbogadóttir er mér líka mikil fyrirmynd.“ Hún segist horfa til fyrirmynda sinna við undirbúning leiðangranna. „Ég skipulegg hverja ferð þannig að hægt sé að fagna mörgum smærri sigrum á leiðinni að lokatakmarkinu. Þá hefur maður alltaf eitthvað til að gleðjast yfir sem færir manni aukakraft. Í fjallagöngunum þarf að vera vel vakandi fyrir háfjallaveiki bæði hjá sjálfum sér og öðrum því hún er lífshættuleg. Á Suðurpólnum kól ég og ber þess merki fyrir lífstíð með 14 misstórum örum á fótunum. Ef maður gætir sín ekki getur farið illa.“ 23 |


Vilborg Arna á toppi Elbrus í Kákasusfjöllum

Hollt að misstíga sig Vilborgu Örnu vefst tunga um tönn um hvað sé það erfiðasta sem hún hafi lent í. „Ég veit það ekki en hef oft velt þessu fyrir mér. Ef ég lendi í erfiðleikum einblíni ég á tækifærin sem felast í þeim. Hvað get ég lært af þessu og grætt? Ég hef óteljandi sinnum lent í mjög erfiðum aðstæðum og yfirþyrmandi. Þá finnur maður fyrir smæð sinni.“ Allt hafi verið lærdómsríkt og hún hefði ekki viljað missa af neinu. „Ætli það erfiðasta geti ekki bara verið að ákveða að taka þetta stökk. Ég vissi að þetta hefði áhrif á svo marga. Ekki bara fjölskylduna heldur var ég til dæmis nýbyrjuð á nýjum vinnustað eftir langt umsóknarferli. Ég fékk svakalegt samviskubit og fannst ég bregðast skyldum mínum. Þegar upp er staðið var þetta þó allra hagur en ég óttaðist að vera að gera mistök. Það er hins vegar enginn heimsendir að misstíga sig og í raun öllum hollt. Mistök eru ekki mistök nema þú lærir ekkert af þeim.“

Ein á enda jarðar - týnd í eigin lífi Ég fer í Menntaskólann í Sund þegar ég hef aldur til, en kannski ekki þroskann, hvað þá einbeitinguna eða úthaldið. Enn sem fyrr er ég eins og fluga á flögri um gagnsæjan skjá og sé ekki umhverfið fyrir rúðunni. MS er samt í sjálfu sér nærtækur kostur, sambyggður Vogaskóla og þangað fer líka Lára vinkona mín og Inga Rut, sem báðar eru í innsta kjarna vinkvennahópsins frá barnaskólaárunum. Ég fylgi straumnum. Þangað leita þeir sem hafa ekki uggana. Og fer að reykja, eins og gengur – og byrja að drekka, af því iðuköstin hrífa mig með sér. Það á ekki fyrir mér að liggja að samlagast skólakerfinu. Kannski er það einfaldlega svo að ég get ekki hugsað rökrétt innan fjögurra veggja. Ég er sveimhugi á braut um annað kerfi en íslenskir skólafrömuðir hafa upp á að bjóða. Og ég hef engan bakgrunn, enga viðspyrnu og hvata til að takast á við þetta nýja verkefni. Það sést kannski best á því að fyrr en varir er ég komin í að minnsta kosti þrjú hliðarverkefni meðfram skólanum á fyrsta vetri mínum í MS; það er ekki einasta að ég sé byrjuð að þrífa og taka til í heimahúsum, heldur er ég líka farin að taka að mér liðveislu fyrir fólk með þroskahömlun – og, hafi þetta ekki verið nóg, er líka óumræðilega svalt að þjálfa yngri flokkana í blaki hjá íþróttafélaginu Þrótti inni á milli annars umstangs. Sjálfsmynd mín er krot á blaði. Mér finnst að líf mitt hafi hvorki upphaf né endi, hvað þá leiðir að settu marki – og í sjálfu sér hef ég aldrei verið að velta því neitt sérstaklega fyrir mér hvort líf manns eigi að fylgja einhverjum leiðum og lúta ákveðnum markmiðum. Ég er vön að vakna, hrista úr mér strengina og standa svo af mér daginn þar til myrkrið svæfir sáluna. Það er ekki mikið merkilegra. Ég hætti í MS áður en kuldinn linar tök sín á túni og völlum. Ég veit sem er að ég var aldrei þátttakandi í skólanum, hvorki á haustönn né vorönn – og eina minningin sem situr eftir að áliðnum vetri er einhver hnútur af vansæmd og minnkun; hvað þykist ég vera að

| 24

vaða uppá dekk. Það er nú ekki eins og ég og æðri menntun fari beint saman, hugsa ég, og krota enn eitt strikið á krumpaða sjálfsmynd mína. Ég fæ vinnu um stund í fjölskyldufyrirtæki Ingu Rutar eftir að ég flosna upp úr skólanum. Þar er mér falið að umstafla innfluttum vörum áður en þær fara á íslenskan markað. Næsta haust skrái ég mig á íþróttabrautina í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þá er ég búin að vera undir öskubergsfjöllunum á Geirlandi um sumarið eins og hver annar farfugl – og Erla frænka hefur náð að trekkja upp í mér innra virkið með lagni sinni og langlund. Ég veit að íþróttir eru mitt svið, eða þær skulu að minnsta kosti vera það. Ég reyni hvað ég get, en er rekinn úr skóla eftir jól. Ég er ekki vitlausari en svo að ég álít helstu ástæðuna fyrir málalokunum vera þá að ég mætti lítið í tíma, eða reyndar ekki neitt. Ég er týnd í eigin lífi. Ég veit upp á mig sökina, en líðan mín, eða öllu heldur vanlíðan, hefur smækkað allar væntingar. Hún hefur sannfært mig um að ég geti ekki gert betur. Hún minnir mig í sífellu á hvaðan ég er komin; frá brotnu heimili – og það mátti allt eins heita mín afsökun fyrir því hvernig komið var fyrir mér. Ekki svo að skilja að ég hafi verið að bera í bætifláka fyrir það hvar líf mitt var statt. Það tók því ekki að reyna að milda veruleikann; hann var augljós öllum sem í kringum mig voru. Amma á Patró orðaði það einfaldlega svo að ég væri á leiðinni með að verða ónytsamur Íslendingur. Hún kaus að koma umhyggju sinni fyrir í eftirminnileg orð. Og hún var ekki ein um að hafa áhyggjur af mér. Æ, það var og, hugsa ég og fer að vinna í Samsölubakaríinu í Árbænum. Það er þægileg innivinna sem hentar örugglega ótemju eins og mér, hugsa ég, eins og minnkuð mynd af sjálfri mér. Vandinn er bara sá að ég virðist hafa ofnæmi fyrir einhverjum efnum sem eru


Vilborg Arna og VÍS á toppnum VÍS leggur Vilborgu Örnu lið í að ná takmarki sínu með því að styðja hana fjárhagslega. Hún segir stuðninginn ómetanlegan. „Þetta úthald er mjög kostnaðarsamt og gífurlega mikilvægt fyrir mig að fá öfluga bakhjarla. Til að mynda kostar 7,3 milljónir króna bara að fá að glíma við Everest, það er fyrir leyfi og þjónustu á fjallinu. Ofan á það bætist kostnaður við búnað og ferðalög. Fyrir tilstilli VÍS og fleiri góðra fyrirtækja eru allir vegir færir. Við komumst saman á toppinn,“ segir Vilborg Arna full tilhlökkunar. Leiðangur Vilborgar Örnu er ekki hættulaus. Því skipta góðar forvarnir sköpum í hverjum áfanga og mikilvægt að huga að öllum áhættuþáttum. Það gerir Vilborg Arna samviskusamlega eins og sjá má af lýsingum hennar hér að framan. Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS segir fyrirtækinu heiður að styðja við bak Vilborgar Örnu. „Hún er góð fyrirmynd og hvatning til allra að láta drauma sína rætast. Afrekum hennar verður varla lýst með orðum. Þrautseigjan, útsjónarsemin og skynsemin sem hún sýndi á suðurpólnum er aðdáunarverð og markmiðin áfram

notuð til að þrífa allt heila galleríið. Þar fór í verra. Ég er jafn oft veik og ég er í vinnu. Ég flyt mig yfir á matsölumarkaðinn, það hlýtur að vera fínna en litlaus hrávaran; sjálfur Hrói höttur selur pizzur í JL-húsinu og þangað er ég mætt eins og hver önnur 18 ára stelpa í svartri og nýpressaðri svuntu sem er bundin þétt um mig miðja – og bíð góðan daginn með bros á vör, get ég aðstoðað? Ég er komin í framlínuna á frægum stað, að svo miklu leyti sem ég læt vinnuna þvælast eitthvað fyrir eftirsóknarverðu næturlífinu. Ég er aðallega að skemmta mér. Lífið virðist vera miklu smellnara en lokuð vinna og því ber að taka bjarmann fram yfir myrkrið, hugsa ég og sé ekki lífið fyrir fjörinu. Í tvö ár samfellt hef ég djammað um hverja einustu helgi, nema tvær – og hvers áttu þær að gjalda, hugsa ég gáttuð, þegar hafa ber í huga allar lystisemdir og nautnir skemmtistaðanna Nellys og Astrós, Kjallarans og Thomsens, Tunglsins og Ingólfscafé.

Sigrún Ragna forstjóri VÍS og Vilborg Arna við undirskrift samningsins á dögunum.

mjög metnaðarfull. Við erum samstíga í að stuðla að góðum undirbúningi, fagmennsku og forvörnum í hverju því sem að höndum ber. VÍS er stolt af að vera í liði með valkyrjunni Vilborgu Örnu.“

stundum að maður verði að finna veikleika sína áður en komið er auga á sjálfan sig. Og þegar hér var komið sögu var ég vissulega búin að finna alla mögulega og ómögulega veikleika mína á slarkinu á milli skóla og vinnustaða. Þá er líka gott að hafa mikilvægt atriði í huga; það eru ekki veikleikarnir sem gera okkur að minni manneskjum. Ef okkur lánast að læra á þá, vinna með þá og þekkja til hlítar, þá efla þeir mann og stæla. Þeir bæta mann og styrkja. Og skýra alla kostina. Það er hægt að byggja sterkan grunn á sjálfum veikleikunum, því oftar en ekki vísa þeir á styrkleikana. Og á þeim sterka grunni er hægt að byggja hallir, sama hver fortíð manns er, hvað maður heitir og hvaðan maður kemur.

Um haustið skrái ég mig aftur í FÁ. Þaðan er ég rekin fyrir jól. Ég kann varla að mæta í vinnu, hvað þá í skóla. Ég sé einfaldlega ekki lífið í réttu ljósi og hef ekki hugmynd um hvað það hefur upp á að bjóða. Og það er heldur enginn sem bendir mér á það að öll skemmtunin og rallið er aðeins leið mín til að flýja hversdagsleikann sem var engan veginn að mínu skapi. Ég er týnd, veit ekki hvar ég á að leita, veit ekki hvert ég á að leita. Einhvern morguninn um þetta leyti vakna ég og er búin að fá nóg; mína fylli og mína skál. Það bankar eitthvað upp á; einhver hönd, eða hnefi, kannski samankrepptur. Innantóm horfi ég á daufan spegilinn inni á klósetti í enn einni íbúðinni á lífsleiðinni – og hugsa með mér að hérna vanti eitthvert andlit, hérna vanti alveg karakter.

Já, ég fann smám saman hvaðan ég gat risið upp á ný. Viðspyrnan var að verða jafn augljós og veikleikarnir. Og svo er hitt að það er aldrei nógsamlega þakkað fyrir þau góðu gildi sem gott fólk kennir manni. Þau sitja alltaf á sínum stað í þankanum – og breytast ekki svo auðveldlega. Mér verður alltaf hugsað til gamla fólksins í lífi mínu þegar veruleikinn kippir í mig; vísast blíðustu manneskjur sem lífið hefur fært mér. Þau hafa líklega verið mestu lærimeistarar mínir um dagana. Og það er líka þeim líkt að minna á gildin sín; engum öðrum hefur tekist að hafa jafn mikil áhrif á mig án orða og atlætis, engum öðrum hefur tekist að fá mig til að sitja stundunum saman á litlum eldhúskolli – og engum öðrum hefur tekist að taka betur til í kvikum og órólegum huga mínum. Slíka og þvílíka botnfylli af réttlætiskennd hafa þau innrætt mér á barnsaldri að það kom aldrei annað til greina en að vatnið litaðist þegar upp úr syði. Já, loksins finn ég akkeri mitt í lífinu og næ einhverri botnfestu, hugsa ég – og sé fyrir mér gamla manninn stokka spilin á eldhúsborðinu. Það þarf að gefa upp á nýtt.

Ég veit ekki í fyrstu hvað það er sem leitar á mig og setur mér loksins einhver mörk, en líklega er það meðfædd réttlætiskenndin sem loksins skýtur upp kollinum eins og korktappi sem hefur legið undir óljósu fargi á botni vatnsbalans. Ég veit að ég kann ekki allt, en ég veit samt muninn á réttu og röngu. Og hægt og sígandi er ég farin að átta mig á því að líf mitt stefnir ekki í rétta átt. Líklega er það svo á

Ég verð að brjóta upp líf mitt, hugsa ég – og þar sem engir vegvísar standa við mikilvægustu krossgötur lífsins, fer ég að grufla í öllum skúmaskotum hugans; já, hvað er til bragðs, hvað á ég gera af mér? Og allt í einu rifjast upp löngu flogin fregn um einhverja íslenska konu í Svíþjóð sem vantaði húshjálp. Ég man ekki betur en vinkona mömmu hafi sagt mér frá henni í óspurðum fréttum.

25 |


Tjónamál

Ókeypis viðgerð á framrúðu - Þrefalda má fjöldann og spara samfélaginu stórfé Steinvala sem kastast í framrúðu bíls getur valdið tjóni. Ef skemmdin er smærri en 100 króna peningur og ekki í sjónlínu ökumanns er oftast hægt að gera við hana. Jóhann Hermannsson framkvæmdastjóri Orku ehf. þekkir vel til þessara mála og hvetur fólk til að nota framrúðuplástur um leið og stjarna myndast. „Með því að þurrka vel yfir skemmdina og líma plásturinn fast á þá komast hvorki vatn né óhreinindi í sárið. Þannig er líklegra að hægt sé að gera við. Þetta þarf að gera sem fyrst. Ég tala nú ekki um ef frost er úti.“ Panta þarf tíma á næsta verkstæði þar sem hægt er að gera við rúður eftir steinkast. Þau eru um allt land og tekur viðgerð að jafnaði tvö til þrjú korter. „Þetta eru eitt til tvö tilfelli á dag svo það er mikill þjóðhagslegur sparnaður af því að gera við. Ný rúða með öllum fylgihlutum og vinnu kostar 60-70 þúsund krónur. Það er hreinn gjaldeyrissparnaður í hvert sinn og nú geta menn bara reiknað summuna á ársgrundvelli,“segir Jóhann.

Hægt að gera við fjórðung Í fyrra voru 5.500 rúðutjón tilkynnt til VÍS. Viðgerð kostar ekki krónu fyrir viðskiptavini sem eru með bílrúðutryggingu. Þurfi að skipta um rúðu greiða þeir aftur á móti 12-15 þúsund krónur í eigin áhættu. Hjá VÍS hefur hlutfall viðgerða á móti skiptum vaxið úr 3,6% árið 2010 í rúm 8% í ár. Jóhann telur að þetta ætti að geta orðið fjórðungur án mikillar fyrirhafnar. „Margir hafa ekki hugmynd um að þetta sé hægt og fara því á mis við þennan möguleika.“ Viðgerð á framrúðu er varanleg og í fæstum tilfellum sjást nokkur ummerki hennar. Hægt er að fá framrúðuplástur á næstu þjónustuskrifstofu VÍS ásamt leiðbeiningum um notkun.

Spurt & svarað Get ég séð yfirlit yfir tryggingarnar mínar einhversstaðar eða þarf ég alltaf að hringja eða senda tölvupóst til að fá upplýsingar? Á vef VÍS getur þú skráð þig inn á Mitt VÍS sem er þitt eigið heimasvæði þar sem til dæmis má sjá yfirlit, hvaða tryggingar eru í gildi og hver greiðslustaðan er.

| 26

Er bíllinn minn tryggður ef ég lána hann? Já hann er tryggður og allir sem í honum eru. Annarsvegar í gegnum slysatryggingu ökumanns og eiganda og hins vegar með ábyrgðartryggingu ökutækisins.


Fyrirtækjaþjónusta

Alhliða þjónusta við fyrirtæki um allt land Viðtal - Viðskiptastjórar við ölluvið búnirÞorvald I. Birgisson Hjá fyrirtækjaþjónustu VÍS í Ármúla starfa sjö sérhæfðir viðskiptastjórar. Þjónustunet VÍS teygir anga sína víða um land og því er merki fyrirtækjaþjónustunnar haldið hátt á lofti á skrifstofum um allt land. Hver viðskiptastjóri er ábyrgur fyrir sínum fyrirtækjum. Hlutverk hans er að veita viðskiptavinum VÍS vandaða og faglega ráðgjöf um vátryggingavernd, forvarnir og öryggismál. Markmiðið er að bjóða vátryggingavernd sniðna að þörfum hvers og eins samhliða framúrskarandi þjónustu.

Þorvaldur Ingi Birgisson, deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu VÍS, segir starfsfólkið með fjölbreytta og víðtæka reynslu. „Viðskiptastjórarnir þurfa eðli máls samkvæmt hafa hafa mikla þekkingu á tryggingum fyrir atvinnulífið. Við sinnum alhliða þjónustu og erum alltaf til taks. Gildi VÍS; umhyggja, fagmennska og árangur eru leiðarljós í starfi okkar ásamt þjónustuloforðunum sex.” Þau má sjá hér framar á síðu 5. Fyrirtækin eru af öllum stærðum og gerðum og úr öllum starfsgreinum. Mikið er lagt upp úr persónulegri þjónustu. „Flest fyrirtæki vilja hafa einn tengilið sem sér um þeirra mál og þau sem hafa slíkan mælast ánægðari með viðskiptasambandið. Við bjóðum því fyrirtækjum uppá að hafa sinn eigin viðskiptastjóra og vinnum stöðugt að því,“ segir Þorvaldur Ingi. Forvarnir eru hluti af fyrirtækjamenningu VÍS. Kapp er lagt á að virkja samstarfsfyrirtæki til góðra verka á því sviði með sérstakri áherslu á hvers kyns öryggismál enda öllum til hagsbóta að fyrirbyggja slys og tjón. Þetta er meðal annars gert með reglulegu stöðumati þar sem farið er yfir forvarnar- og öryggismál við-

komandi. Unnið er út frá sérsniðnum gátlista og fyrirtækjum gefin forvarnareinkunn í samræmi við niðurstöðurnar. Mikið er lagt upp úr góðu samstarfi og veita sérfræðingar VÍS allt það lið sem óskað er. Ábendingum um hvað betur má fara undantekningarlaust vel tekið segir Þorvaldur Ingi. „Það vilja allir hafa öryggi vinnustaðarins sem best. Oft er einfalt að bæta úr og aðeins þarf að vekja athygli á því. Fólk hættir oft að taka eftir því augljósa í sínu nánasta umhverfi og þá er gott að fá utanaðkomandi heimsókn. Öflugar forvarnir stuðla að betri ímynd fyrirtækja, bæta rekstraröryggi og síðast en ekki síst auka öryggi starfsmanna. Að þessu viljum við stuðla með markvissum hætti.“

Kylfingur og hestamaður Þorvaldur Ingi tók við stjórn fyrirtækjaþjónustunnar á haustdögum. Hann er fæddur í Reykjavík, og bjó fyrstu ár ævinnar í Langholtshverfinu en fluttist síðar í Efra-Breiðholtið, þar sem hann bjó fram yfir unglingsárin. Hann er ættaður frá Vestfjörðum í

27 |


báðar ættir, menntaður rekstrarhagfræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, þar sem hann bjó og starfaði í rúm 6 ár. Síðastliðin 8 ár hefur hann verið í tryggingabransanum. Áhugamálin eru m.a. hestamennska og golf. „Það má segja að ég hafi leiðst inn í hestamennsku í gegnum konuna mína en hún hefur verið í henni frá blautu barnsbeini. Ég hef síðan notið góðs af því með tengdafjölskyldunni; á minn eigin hest sem er frábær reiðhestur. Við höfum farið á hverju ári í lengri eða skemmri ævintýraferðir á hestbaki m.a. með ferðahópi sem við höfum verið

í til margra ára.“ Ekki er loku fyrir það skotið að áhugann sæki hann að einhverju leyti til langafa síns sem var á meðal síðustu landpósta þjóðarinnar. Þá má ekki gleyma golfinu. „Ég verð að gangast við því. Það fer talsverður tími í að lækka forgjöfina og gengur bara bærilega. En betur má ef duga skal,“ segir Þorvaldur Ingi og bætir við í léttum dúr að það fari stundum vel á því að taka einn og einn viðskiptafund úti á velli.

VÍS á toppViðtal tíu í markaðsmálum við Þorvald I. Birgisson - Eina tryggingafélagið í góðum hópi úrvalsfyrirtækja

Auglýsingar VÍS með leikkonunni Önnu Svövu þar sem slegið er á ögn léttari strengi en tíðkast hefur í tryggingageiranum hafa heldur betur slegið í gegn. Þær ásamt nýju merki VÍS og ásýnd fleyttu fyrirtækinu í hóp þeirra tíu sem stóðu sig best í markaðsmálum á liðnu ári að mati markaðsstjóra liðlega 400 stærstu auglýsenda landsins. Þetta kom fram í könnun sem Capacent gerði fyrir ÍMARK og kynnt var á Íslenska markaðsdeginum. Skemmtunina alla með Önnu Svövu má sjá á vef VÍS.

| 28


Bílahjálp VÍS bjargar málunum! Fjölmargir viðskiptavinir VÍS með F plús tryggingu hafa notið góðs af Bílahjálp VÍS undanfarin misseri. Ef bíllinn bilar, verður bensín- eða rafmagnslaus, dekk springur, rúður brotna eða annað slíkt er hjálpin á næsta leiti í síma 560-5000. Þjónustan er á hagstæðum kjörum fyrir F plús tryggingartaka og í boði allan sólarhringinn á stofnvegum utan hálendis, tengivegum, héraðsvegum og sveitarfélagsvegum. Nánari upplýsingar má finna á: vis.is/bilahjalp

Mitt VÍS á vefnum Viðskiptavinir VÍS geta sótt um sitt eigið heimasvæði á vis.is undir hlekknum mitt.vis.is. Þar eru allar upplýsingar viðkomandi á einum stað og auðvelt að fá heildarsýn yfir öll tryggingamál sín hvenær sem er.

Konur við stjórnvölinn Eftir stjórnarkjör VÍS síðastliðið vor eru konur í fyrsta sinn í meirihluta stjórnar félagsins. Hana skipa Guðrún Þorgeirsdóttir, Helga Jónsdóttir, Steinar Þór Guðgeirsson, Ásta Dís Óladóttir og Friðrik Hallbjörn Karlsson. 1. september síðastliðinn tóku gildi ákvæði laga um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Stjórn og varastjórn VÍS uppfylla ákvæðin og hefur verið svo með skipan stjórnar frá árinu 2010. Jafnframt má geta þess að í framkvæmdastjórn VÍS eru þrjár konur og fjórir karlar. Auk Sigrúnar Rögnu Ólafsdóttur forstjóra félagsins er framkvæmdastjórn VÍS skipuð Agnari Óskarssyni framkvæmdastjóra tjónasviðs, Önnu Rós Ívarsdóttur framkvæmdastjóra mannauðssviðs, Auði Björk Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs, Friðriki Bragasyni framkvæmdastjóra vátryggingasviðs, Guðmari Guðmundssyni framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Þorvaldi Jacobsen framkvæmdastjóra þróunarsviðs. Þá eru um 40% millistjórnenda VÍS konur.

Stór skref hafa verið tekin síðastliðna mánuði í þróun á heimasvæði Mitt VÍS. Er þetta liður í almennum umbótum á rekstrarumhverfi og viðmóti þess en gera má ráð fyrir enn frekari úrbótum og nýjungum á næstu mánuðum. Bætt rekstrarumhverfi færir viðskiptavinum hraðvirkara Mitt VÍS og skilvirkari upplýsingar í rafrænni þjónustu.

Notendavænt Á Mitt VÍS er nú hægt að skoða yfirlit hreyfinga og stöðu tryggingarskírteina, fá upplýsingar fyrir skattframtal og prenta má út staðfestingu á ferðatryggingu áður en farið er utan. Hægt að tilkynna rafrænt um tjón og þannig setja mál sitt í vinnslu á fljótlegan og þægilegan máta. Afgreiðsla, eftirfylgni og uppgjör er svo í höndum tjónaþjónustu VÍS sem tekur hratt og vel á erindum. Mitt VÍS er mjög notendavænt og greiður aðgangur að því í spjaldtölvum og snjallsímum auk hefðbundinna tölva. Það er einfalt sækja um aðgang að Mitt VÍS. Á forsíðu VÍS undir Mitt VÍS stofna viðskiptavinir aðgang og fá lykilorð sent í heimabanka sem birtist þar undir rafrænum skjölum. Einnig er hægt að fá aðgang að Mitt VÍS með rafrænum skilríkjum til auðkenningar við innskráningu. En þá þarf að tengja skilríkið við kortalesarann og slá inn PIN númer skilríkjanna (kortsins) sem viðskiptabankinn hefur gefið út. Nánari upplýsingar má finna á skilriki.is. 29 |


Ljósmynd: Helga Laufey Guðmundsdóttir

Sérsniðin sumarhúsatrygging - Viðtal við Hildi Jónu Þorsteinsdóttur deildarstjóra einstaklingsviðskipta Í gegnum tíðina hafa Íslendingar vanið komur sínar í sumarbústaði landsins. Áður fyrr var notkunin nær einskorðuð við sumrin en í seinni tíð hafa heils árs hús rutt sér til rúms. Húsakosturinn hefur því breyst og tryggingarþörfin með og taka sumarhúsatryggingar VÍS mið af því. „Brunatryggingar eru lögboðnar fyrir hvers kyns húsnæði en til annarra trygginga þarf hver og einn að taka afstöðu út frá eigin forsendum,“ segir Hildur Jóna Þorsteinsdóttir deildarstjóri einstaklingsviðskipta hjá VÍS. Hún bætir við að allt of margir tryggi ekki sumarbústaði sína nema með lögboðinni brunatryggingu. Slík áhætta geti verið mjög kostnaðarsöm fyrir eigandann. Nefna megi að undanfarin ár hafi altjón á sumarhúsum hjá viðskiptavinum VÍS verið tíðara vegna vatns en bruna. Með sumarhúsatryggingu hjá VÍS geti allir verið vel tryggðir, annað sé glapræði. Inn í sumarhúsatrygginguna má flétta viðbótarbrunatryggingu, húseigendatryggingu sem og tryggingum fyrir innbú, orlofstæki, ofhitnun á þvotti, kæli- og frystivöru, sólpall, frístandandi hús og heitan pott. Á tryggingaskírteini fyrir sumarhús sést glöggt hvaða tryggingavernd hefur verið valin og jafnframt hvað hefur ekki verið valið. „Með þessu viljum við gefa viðskiptavinum sem skýrasta mynd af stöðunni,“ segir Hildur Jóna.

Orlofstækin tryggð Sumarhúsatryggingin er sérsniðin eins og nafnið gefur til kynna. Hildur Jóna segir lítinn mun á innbústryggingu í henni og F plús | 30

en aftur á móti bjóðist ýmsar sérlausnir. „Til dæmis gefst kostur á að tryggja sérstaklega orlofstæki sem geymd eru að staðaldri í sumarhúsinu eins og sæþotu, kajak, sláttuvélartraktor, snjóblásara, seglbretti, kanóa, árabát, golfbíl, slöngubát og önnur sambærileg tæki. Tryggingin tekur til þeirra tækja sem fram koma á lista tengdum skírteininu og bætir tjón vegna eldsvoða, vatns, innbrota, snjóþunga og óveðurs.“ Húseigendatrygging sumarhúsa er sambærileg þeirri sem húseigendur hafa á íbúðarhúsnæði sínu en þó löguð að aðstæðum. „Tökum dæmi; frostsprungutjón eru bætt á lagnagrind utan bústaðarins ef hitakerfi hússins bilar óvænt og skyndilega. Vatnstjón sem sumarhúsaeigendur lenda í geta verið mjög umfangsmikil. Með lokuðu hringrásarkerfi og lagnagrind utanhúss má draga verulega úr líkum á tjóni ef lagnir gefa sig,“ segir Hildur Jóna. Þeir sem eru með þessa húseigendatryggingu geta einnig valið að tryggja sólpalla, skjólveggi, hlið, girðingar, frístandandi hús á lóðinni og heitan pott. Verndin er mismunandi fyrir hvern og einn lið. Hafa þarf í huga hvort búið sé að taka tillit til þessara þátta í brunabótamati sumarbústaðarins og ef svo er, er ekki þörf á að velja þá.


Spurt & svarað Get ég dreift iðgjaldinu mínu? Það eru ýmsar leiðir í boði og um að gera að hafa samband við þjónustuver VÍS í síma 560-5000 og kanna málið.

Hvernig get ég tryggt hundinn minn? Þú fyllir út beiðni sem hægt er að nálgast á vef VÍS. Hægt er að kaupa ábyrgðartryggingu ef hún er ekki innifalin í hundaleyfinu hjá sveitarfélaginu þínu. Einnig má fá sjúkrakostnaðartryggingu og líftryggingu svo tvær þær vinsælustu sé nefndar. Þá er afnotamissistrygging mjög góð fyrir ræktendur.

Hildur Jóna segir sumarhúsaeigendur þurfa að vera meðvitaða um hvaða tryggingar þeir séu með og hverjar þeir hafi þörf fyrir. „Þarfirnar eru mjög mismunandi. Við teljum að með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á sumarhúsatryggingunni sé komið mjög vel til móts við þennan hóp.“

Ég var að flytja, hvað geri ég varðandi fjölskyldutrygginguna mína? Fjölskyldutryggingin þín fylgir lögheimili. Hún flyst því á milli staða um leið og þú breytir lögheimilinu þínu.

Forvarnir sumarhúsa Hvernig má fyrirbyggja vatnstjón? • Reglulegt viðhald húss utandyra. • Veggir, fúgur og þéttingar kringum sturtu og vaska séu vatnsþétt. • Farið yfir tengingar við frárennsli sturtu, vaska, klósett og þvotta- og uppþvottavélar árlega. • Slanga að og frá þvotta- og uppþvottavél sé tryggilega fest, samskeyti þétt og frárennsli ofan við miðja hæð véla. • Skrúfað fyrir vatn þegar þvottavél er ekki í notkun. • Skrúfað fyrr neysluvatn þegar hús er yfirgefið. • Lagnir séu í frostfríum jarðvegi. • Lagnagrind höfð í sér rými og lokað hringrásarkerfi á hitakerfi hússins.

• Styrkleiki pera ekki meiri en perustæði er gefið upp fyrir. • Eldstæði í samræmi við byggingarreglugerð m.a. með tilliti til frágangs á gólfefnum og veggklæðningu. • Kolsýrlingsskynjari í lofti ef rými er hitað upp með opnum eldi. Hvers þarf að gæta þegar grillað er úti? • Grill sé ekki of nálægt glugga og vegg. • Gaskútur látinn standa uppréttur við hlið grillsins eða í þar til gerðum skáp undir því. • Grill sé opið þegar kveikt er upp í því og kveikt um leið og skrúfað hefur verið frá gasinu. • Skrúfa fyrir gaskútinn þegar búið er að grilla. Hvers þarf að gæta þegar sumarhúsið er yfirgefið?

Að hverju þarf að gæta í sambandi við eldvarnir og eldhættu? • Reykskynjari á öllum hæðum og í öllum herbergjum.

• Skrúfa fyrir neysluvatn og tæma lagnir.

• Skipta um rafhlöðu í reykskynjurum einu sinni á ári.

• Tæma vatnslagnir og setja frostlög í vatnslása og klósett ef bústaður er óupphitaður yfir vetur.

• Gasskynjari í eldhúsi ef gas er notað við eldamennsku.

• Taka raftæki úr sambandi.

• Lagnir milli gaskúts og eldavélar skoðaðar árlega.

• Ganga frá verðmætum eins og sláttuvél og grilli í læsta geymslu.

• Eldvarnarteppi á aðgengilegum stað.

• Ganga frá lausum munum og/eða fergja þá.

• Slökkvitæki yfirfarið og á aðgengilegum stað við útgöngu.

• Loka gluggum og krækja aftur.

• Tvær greiðar flóttaleiðir af efri hæð.

• Læsa útidyrahurðum.

• Eldfæri geymd þar sem börn ná ekki til þeirra.

• Láta verðmæti ekki sjást utan frá.

• Ávallt slökkt á kertum áður en viðkomandi rými er yfirgefið.

• Setja öryggiskerfi á.

• Eldavél ekki yfirgefin á meðan eldað er.

• Loka hliði að bústaðnum.

• Fatnaður ekki lagður yfir rafmagnsofna.

• Koma nágrannavörslu á. 31 |


Huga þarf að ljósabúnaði bíla Samkvæmt könnun VÍS í nóvember reyndust framljós tuttugasta hvers bíls á höfuðborgarsvæðinu ófullnægjandi. Ýmist voru þeir alveg ljóslausir eða eineygðir. Hið sama átti við að aftan en um 4% bílanna sem í úrtakinu lentu voru alveg ljóslausir eða eineygðir. Skoðuð voru ljós 4.458 bíla. Þó svo að ljósin séu í ólagi hjá allt of mörgum er þetta mikil breyting til batnaðar frá því í september þegar framljósin voru ófullnægjandi á tíunda hverjum og afturljósin á 13%. Þá voru skoðaðir 3.945 bílar. Í janúar var hlutfallið 3% bæði að framan og aftan. Í umferðarlögunum er kveðið á um að við akstur vélknúins ökutækis skuli lögboðin ljós eða önnur viðurkennd ökuljós jafnan vera tendruð. Æ fleiri nota dagljósabúnað í björtu fremur en aðalljósin. Tilgangurinn getur verið að spara perur, hlífa ljósum og draga úr eldsneytiseyðslu. Þetta er heimilt samkvæmt reglugerðar-

Tvöþúsund börn á VÍS móti Hátt í 2.000 stúlkur og drengir á aldrinum 4-9 ára í 230 liðum reyndu með sér í vor á VÍS móti Þróttar í Laugardal í Reykjavík. Ætla má að annar eins fjöldi foreldra og aðstandenda hafi lagt leið sína í Laugardalinn þessa skemmtilegu helgi að ógleymdum um 200 sjálfboðaliðum frá Þrótti sem gera þennan viðburð ógleymanlegan á ári hverju. Í leikslok voru allir keppendur leystir út með verðlaunapeningi, vatnsbrúsa, buffi og ýmsu góðgæti frá VÍS. Þetta er í níunda sinn sem mótið er haldið og sem fyrr undir merkjum jákvæðs anda og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna. Eins og glöggt má sjá af myndum frá mótinu gekk það eftir.

| 32

breytingu í fyrra um gerð og búnað ökutækja. Þar segir að dagljós megi nota í stað aðalljósa þegar hvorki er skuggsýnt né lélegt skyggni. Sumir nýir bílar eru búnir skynjara sem kveikir á aðalljósunum ef dagljósin eru á þegar skyggir. Þeir sem kjósa dagljós en hafa ekki þennan sjálfvirka búnað verða að muna eftir að kveikja aðalljósin þegar rökkva tekur eða skyggni er lélegt. Á mörgum nýrri bílum kvikna afturljósin ekki samhliða notkun dagljósa. Það er samkvæmt Evróputilskipun og gert með orkusparnað að leiðarljósi en ekki umferðaröryggi. Ökumenn ættu því að ganga úr skugga um hvort afturljós bifreiðar þeirra kvikna sé dagljósabúnaður notaður. Ef ekki þá er skynsamlegt að aka með aðalljósin kveikt til að tryggja sýnileika sinn, í það minnsta í skammdeginu hér á norðurhjara.


Helmingurinn beltislaus Annar hver farþegi í aftursæti leigubíla spennir ekki beltið samkvæmt talningu sem bílstjórar hjá Hreyfli/Bæjarleiðum gerðu fyrir VÍS helgarnótt eina á haustdögum. Af farþegunum 435 spenntu aðeins 218 beltin. Samkvæmt síðustu talningu VÍS á bílbeltanotkun ökumanna á höfuðborgarsvæðinu voru 93,9% spenntir.

Þessar niðurstöður sýna að víða er pottur brotinn í beltanotkun og til að mynda leiða símakannanir Samgöngustofu í ljós töluverðan mun eftir því hvort ekið er innan eða utan bæjarmarka. Um fjórðungur bæði bílstjóra og farþega hefur verið í bíl innanbæjar án öryggisbeltis, hálfu ári eða skemur áður en könnunin var gerð, á móti um tíunda hverjum utanbæjar.

Of södd fyrir bílbeltið Heita má að það sé hálfgerð lenska að farþegar leigubíla noti ekki bílbelti. Daníel Orri Einarsson, einn bílstjóranna sem tók þátt í könnun VÍS á dögunum, segir afsakanir fyrir beltisleysi jafn fjölbreyttar og fjöldi farþega. „Konu nokkurri var til að mynda fyrir-

munað að spenna bílbeltið því hún var svo södd eftir matinn. Það fylgdi þó sögunni að hún setti alltaf á sig beltið í leigubílum erlendis óháð magamáli. Ég held að þetta sé til merkis um hve óbilandi traust farþegar bera til leigubílstjóra. Það er ekki til meiri flónska að mínu mati því ekki stýrum við gjörðum annarra.“ Daníel Orri spennir alltaf á sig bílbeltið. Það séu mun meiri líkur á að lenda í árekstri en hættulegum farþegum sem kunni að nota beltið til árásar. „Ég óttast ekki farþegana heldur miklu frekar umferðina þar sem ölvaðir ökumenn og ökuníðingar skemmta sér með félögunum með því að taka áhættu. Mér finnst sýnileiki lögreglu hafa minnkað og slysahættan á götum úti að sama skapi vaxið.“

Börn eru á ábyrgð bílstjóra Þótt fullorðnum sé í sjálfsvald sett hvort þeir spenna á sig bílbeltið eður ei í aftursæti gildir ekki hið sama um 15 ára og yngri. Ökumenn bera ábyrgð á öryggi þeirra. Daníel Orri segist hafa fengið foreldra upp á móti sér út af þessu. Hann neiti að aka með börn sem ekki séu í viðeigandi öryggisbúnaði. „Ég hef skilning á því þegar foreldrar koma með sofandi barn í fanginu og vilja hafa það þar til að raska ekki ró þess. Aftur á móti er ábyrgðin mín og ég fer ekki af stað fyrr en barnið er spennt.“ Þrátt fyrir þetta einfalda og sjálfsagða öryggistæki sem bílbelti er stöndum við frammi fyrir því að Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að á árunum 2002-2012 hefðu 42 einstaklingar lifað umferðarslys af ef þeir hefðu verið í bílbelti. Þegar umferðarslys verður á 90 km/klst hraða leysast miklir kraftar úr læðingi eins og skemmdir á farartækjum gefa glöggt til kynna. Höggþungi 60 kg manneskju, sem ekki er með bílbelti, getur numið allt að 8 tonnum þegar hún kastast til. Enginn vildi verða fyrir slíku höggi. Þótt ekki væri nema bara vegna eigin öryggis ættum við aldrei að ferðast í bíl með neinum án bílbeltis

33 |


Bændafulltrúar VÍS um land allt Vesturland og Strandir - Snorri Guðmundsson Vestfirðir - Hilmar Pálsson Norðurland vestra og Eyjafjörður - Gísli Arnór Pálsson Þingeyjarsýslur - Þorsteinn Ragnarsson Austurland - Methúsalem Einarsson Suðurland - Guðmundur S. Ólafsson

Bændafulltrúar VÍS á hverju strái - Spjallað við Gísla Arnór Pálsson bændafulltrúa VÍS á Norðurlandi VÍS býður bændum sérsniðna landbúnaðartryggingu sem löguð er að þörfum hvers og eins. Til að fylgja því sem best úr hlaði hefur félagið sérstaka bændafulltrúa í hverjum landshluta sem sinna sínu svæði af alúð og þekkingu. Þeir heimsækja bændur eftir föngum og fara yfir tryggingaþörfina á hverju býli. Landbúnaðartryggingin er fyrir bændur sem stunda hefðbundinn búskap. Hún bætir tjón á búfé, heyi, kjarnfóðri og tilbúnum áburði. Einnig eru vélar, áhöld og tæki tryggð. Tryggingin tekur jafnframt til óveðurs og felur í sér ábyrgðartryggingu. Forðagæsluskýrsla er forsenda vátryggingafjárhæðar á búfé og fóðri og þarf skriflegt umboð frá bændum til að hægt sé að kalla eftir þeim upplýsingum hjá Bændasamtökum Íslands.

Bóndi og tryggingaráðgjafi Gísli Arnór Pálsson bændafulltrúi VÍS á Norðurlandi hefur í mörg horn að líta enda með eitt stærsta þjónustusvæðið undir. Það teygir sig allt frá Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu í austri til Hrútafjarðar og hluta Stranda í vestri. Gísli er bóndasonur frá Dagverðartungu í Hörgárdal og hefur ásamt systkinum sínum verið með tómstundabúskap þar í tuttugu ár. Mörgum kann að þykja búskapurinn örlítið stærri í sniðum en svo að kalla megi tómstundagaman en systkinin hafa haft 130-200 fjár á fóðrum á ári í gegnum tíðina. „Þetta styrkir taugina við æskustöðvarnar, hjálpar til við að halda tengslum við stéttina og eflir mig því í starfi. Þegar maður hefur lokið vinnudeginum á

| 34

skrifstofunni og vill kúpla sig frá erli og áreiti felst hrein hvíld í því að setjast á garðabandið og fylgjast með skepnunum éta.“

Bjargráð bóndasonar Undanfarin þrettán ár hefur Gísli helgað sig þjónustu og ráðgjöf við bændur og búalið. „Ég er búinn að vera í þessum bransa vel á þriðja áratug og alla þessa öld í sveitinni ef svo má segja. Ég man vel þegar ég tók þetta að mér um aldamótin að þá voru 1.008 lögbýli með einhvers konar búskap á mínu starfssvæði. Ég hef komið á mikinn meirihluta bæjanna og reyni að gera víðreist.“ Gísli nýtir ferðir sínar vel og heimsækir allt að fimm bæi á dag. „Ég drekk mikið kaffi og þykir gott. Það tilheyrir.“ segir Gísli hlæjandi. Hann fer yfir og útskýrir tryggingavernd viðkomandi fjölskyldu og býlis. Kannar hvort einhverju sé ábótavant eða ofaukið. „Ég ráðlegg öllum að vera með ábyrgðartryggingu. Þótt þörfin sé breytileg, t.d. eftir búsetu, er þetta nauðsynleg trygging. Við sníðum hverjum og einum stakk eftir vexti þannig að allir séu tryggðir með viðeigandi hætti. Svo reyni ég að slá botn í heimsóknir með því að veita góð ráð um forvarnir. Það er allra hagur að þær séu sem bestar til að fyrirbyggja slys og óhöpp.“


Ljósmyndir: Kristín Bogadóttir

Samfélagsábyrgð til sjós - VÍS styrkir Slysavarnaskóla sjómanna Undanfarin ár hefur VÍS fært Slysavarnaskóla sjómanna tíu björgunargalla að gjöf til notkunar við kennslu og æfingar. „Það er kostnaðarsamt að reka skólann og þessi höfðinglega gjöf hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Gallarnir eru mikið notaðir og því nauðsynlegt að endurnýja hluta þeirra árlega. VÍS hefur svo sannarlega sýnt það í verki að fyrirtækið leggur sitt af mörkum í baráttunni gegn slysum á sjó,“ segir Hilmar Snorrason skólastjóri. Af þessu tilefni tóku fulltrúar VÍS þátt í björgunaræfingu Slysavarnaskólans og Landhelgisgæslunnar og kynntust þannig af eigin raun starfseminni í verki. Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs VÍS segir einstakt að fá að upplifa að vera hífð frá borði og upp í þyrluna. „Það er ekki hægt að setja sig í spor þeirra sem lenda í raunverulegum háska. En að kynnast þessu svona frá fyrstu hendi gefur okkur enn betri sýn á hversu mikilvægt starf Slysavarnaskóli sjómanna og Landhelgisgæslan vinna í að þjálfa sjómenn í að temja sér rétt viðbrögð í björgun úr sjávarháska. VÍS er umhugað um öryggi íslenskra sjómanna og eru björgunargallarnir tíu táknrænir fyrir það. Það var mjög fræðandi og skemmtilegt að taka þátt í æfingunni með nemendum Slysavarnaskólans. Sjá hve vel undirbúnir þeir voru og einbeittir í öllum aðgerðum. Ef á reynir geta þessar æfingar skipt sköpum.“

35 |


VÍS lætur gott af sér leiða VÍS hefur markað sér stefnu um samfélagsábyrgð. Með henni er leitast við að starfsemi félagsins og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir samfélagið, umhverfið og eigendur félagsins. Samfélagsábyrgð VÍS byggist á 6 meginstoðum; forvörnum, samstarfsaðilum, stjórnarháttum, mannauði, umhverfi og samfélagi. Í samræmi við samfélagsábyrgð sína styður og styrkir VÍS á hverju ári fjölmörg líknarfélög, íþróttafélög og menningarstarf sem til heilla horfir fyrir land og þjóð. Dæmi um slíkt er stuðningur við Vinafélag Móvaðsbarna sem á vordögum fékk sérútbúna bifreið afhenta fyrir tilstuðlan VÍS og fleiri bakhjarla. Að Móvaði búa fimm alvarlega fötluð ungmenni og skiptir bifreiðin sköpum fyrir íbúana að sögn Sigríðar Kristínar Hrafnkelsdóttir móður eins þeirra. „Með svona sérútbúnum bíl hefur tekist að rjúfa einangrun íbúanna og auka lífsgæði. Fram að þessu þurftum við að panta þjónustu með sólarhrings fyrirvara til að þau kæmust leiðar sinnar en nú er hægt að bregðast við með engum fyrirvara þegar svo ber undir. Við erum öll í sjöunda himni með bílinn og Vinafélag Móvaðs kann stóru bakhjörlunum öllum; VÍS, Öskju, Atlantsolíu, Styrktarsjóði Hringsins, Velferðarsjóði barna og Velferðarráðuneyti bestu þakkir fyrir að gera þennan draum að veruleika.“

| 36

Anna Halldórsdóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd VÍS. „Það var einstaklega gaman að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði. Ánægjan skein úr hverju andliti og það er virkilega gefandi að geta lagt þessu málefni lið. Vonandi njóta ungmennin þessa nýfengna ferðafrelsis til hins ýtrasta, vel tryggð hjá VÍS á vegum úti.“


Samfélagsábyrgð VÍS stufyrirtæki sem veitir viðskiptaVÍS er traust, leiðandi og framsækið þjónu r að öryggi í samfélaginu með vinum viðeigandi vátryggingavernd og stuðla ingar um fólk. öflugum forvörnum. Hjá okkur snúast trygg VÍS við að starfsemi þess og Með stefnu um samfélagsábyrgð leitast fyrir samfélagið, umhverfið og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi eigendur félagsins. stoðum; forvörnum, Samfélagsábyrgð VÍS byggir á sex megin umhverfi og samfélagi. auði, samstarfsaðilum, stjórnarháttum, mann

Forvarnir

g að Forvarnarstarf félagsins hefur þann tilgan VÍS og mikilvægur hlekkur í starfsemi þess. Forvarnir eru hluti af fyrirtækjamenningu r. lltrúa VÍS eru forvarnarfu na og í samfélaginu í heild. Allir starfsmenn fækka slysum og tjónum meðal viðskiptavi

Samstarfsaðilar VÍS gerir kröfur um að samstarfsaðilar félags

ins hagi starfsemi sinni á samfélagslega

ismála. ábyrgan hátt á sviði umhverfis- og örygg

Stjórnarhættir

Iceland kja sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq OMX fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtæ VÍS framfylgir góðum stjórnarháttum og þess. a mann starfs og ins og eykur ábyrgð félags Þessi rammi tryggir upplýsingagjöf, gagnsæi og Samtök atvinnulífsins gáfu út í mars 2012.

Mannauður

ikum óháð kyni. Með virkri jafnréttisáætlun hver og einn starfsmaður sé metinn að verðle að g þanni tti jafnré ja trygg að VÍS mið a Það er mark bestan hátt. VÍS er aðili að jafnréttissáttmál eika og færni allra starfsmanna sinna á sem í þeim er stuðlað að því að félagið nýti sér hæfil væði frumk hafa álum, ttism vinna að jafnré að VÍS skuldbindur sig siðferðislega til að UN Women og UN Global Compact. Í því felst og sýna samfélagsábyrgð.

Umhverfi VÍS leggur áherslu á að starfsemi félagsins umhverfisvænastan máta.

ru og förgun úrgangs í kjölfar tjóna á sem

stuðli að sem minnstri mengun, hreinni náttú

Samfélag

inum Þannig ber félagið ábyrgðina með viðsk iptav fni sem til heilla horfa fyrir land og þjóð. Það er stefna VÍS að styðja og styrkja verke gildi. gt eru á verkefni sem hafa forvarnarle afélög og menningarstarf. Megináherslur sínum. VÍS styrkir fjölmörg líknarfélög, íþrótt

37 |


VÍS hlýtur viðurkenningu VÍS var í 30. sæti á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki síðasta árs. Af 32 þúsund fyrirtækjum í hlutafélagaskrá komust 358 inn á lista þeirra framúrskarandi. Framúrskarandi fyrirtæki uppfylla skilyrði um góðan rekstur síðastliðin þrjú ár. Horft er til upplýsinga í ársreikningum, krosseignatengsl og stjórnunartengsl. Fyrirtækin þurfa jafnframt að hafa skilað rekstrarhagnaði á þessum þremur árum, með eignir upp á 80 milljónir króna og hafa 20% eigið fé eða meira. Einnig þurfa að vera minni líkur en 0,5% á alvarlegum vanskilum, skv. áhættumati Creditinfo. Þá var VÍS í 16. sæti af 87 í sínum stærðarflokki á lista VR yfir fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2013. Könnun VR byggist á viðhorfi starfsmanna viðkomandi fyrirtækja til lykilþátta í starfsumhverfi sínu

Sigrún Þorsteinsdóttir afhenti Lóu Erlingsdóttur glæsilegan iPhone 5 síma.

Ég lofa Góð þátttaka í Facebook verkefni VÍS Hátt í þrjú þúsund manns tóku þátt í verkefninu Ég lofa sem VÍS stóð að í vor á vef sínum og facebook. Þar voru vegfarendur hvattir til að lofa sjálfum sér og öðrum að bæta a.m.k. einn þátt í umferðarhegðun sinni. Bæði var hægt að velja úr nokkrum fyrirfram gefnum loforðum sem og búa til sín eigin. Nær daglega voru birtar áhugaverðar fréttir úr umferðinni sem vöktu fólk til umhugsunar um eitt og annað sem má betur fara. Fjölmiðlar sýndu fréttunum mikinn áhuga og birtust þær víða. Viðtökur vegfarenda voru í samræmi við það en alls tók 2.751 einstaklingur þátt í verkefninu. Dregið var vikulega úr hópi þeirra sem skráðu sig til leiks og fengu liðlega 40 manns bíómiða fyrir sig og sína fjölskyldu eða miða á landsleiki í handknattleik. Aðalvinningarnir voru tveir. iPhone 5 féll í skaut Lóu Erlingsdóttur og fría bifreiðatryggingu í eitt ár hreppti Vilhjálmur E. Vilhjálmsson. VÍS þakkar þeim og öllum öðrum fyrir þátttökuna.

Smáa letrið er ekki svo smátt! Tryggingaskilmálar eru samningur þinn og vátryggingafélagsins. Skilmálar eru jafn mismunandi og þeir eru margir og því mikilvægt að kynna sér þá vel. Gott er að hafa tryggingaskírteinið til hliðsjónar þegar farið er yfir skilmála en á því má sjá hvaða tryggingar eru í gildi, vátryggingarfjárhæðir og eigin áhættur. Tryggingaskírteinið má nálgast á Mitt VÍS á vef VÍS. Flestir skilmálar eru settir þannig upp að fyrst er farið yfir almenn atriði tengd skilmálanum, næst kemur fram hvað og hverjir eru | 38

vátryggðir og síðan bótasviðið og takmarkanir á því. Í skilmálanum má einnig finna t.d. varúðarreglur, kafla um iðgjöld, vátryggingarfjárhæðir, ákvörðun bóta, undirtryggingu og samsömun en með því síðasttalda er átt við að hægt sé að yfirfæra háttsemi þína á einhvern annan eða öfugt. Með undirtryggingu er átt við að sú vátryggingarfjárhæð sem valin er dugar ekki fyrir heildarverðmæti þess sem tryggt er komi til altjóns. Mikilvægt er að kynna sér vel hvert bótasvið tryggingarinnar er, þ.e. hvað er bætt og hvað ekki, áður en tryggingin er tekin.


Algengustu tryggingar VÍS Fjölskyldan F plús F plús er víðtæk fjölskyldutrygging fyrir þig og fjölskylduna þína en tryggingin hefur verið sú vinsælasta í um aldarfjórðung. Engar tvær fjölskyldur eru nákvæmlega eins og því getur tryggingaþörfin verið ákaflega breytileg. VÍS býður upp á val um fjórar mismunandi F plús tryggingar, þannig ættu allir að finna tryggingu við sitt hæfi.

F plús 1

F plús 2

F plús 3

Innbústrygging

Afnotamissir íbúðarhúsnæðis

Sviksamleg notkun greiðslukorts

Ábyrgðartrygging

Málskostnaðartrygging

Áfallahjálp

Val

Val

Val

Bilanatrygging raftækja

-

-

-

Frítímaslysatrygging

Umönnunartrygging barna

-

-

Sjúkrahússlegutrygging

-

-

-

Forfallatrygging

-

Val

Val

Val

Ferðasjúkra- og ferðarofstrygging

-

Val

Val

Val

Farangurstrygging

-

Val

Val

Val

Farangurstafatrygging

-

Val

Val

Val

Innbúskaskó

F plús 4

Heimilistrygging Heimilistrygging felur í sér innbústryggingu og ábyrgðartryggingu en jafnframt er hægt að fá innbúskaskó. Tryggingin veitir takmarkaðri vernd en F plús. 39 |


Líf og heilsa Líftrygging Líftrygging er eingreiðslutrygging sem er greidd út til eftirlifandi erfingja látist vátryggður á tryggingartímabilinu. •

Líftrygging er æskileg til að erfingjar geti haldið óbreyttu lífsmynstri við fráfall tryggingartaka og staðið undir fjárhagsskuldbindingum. •

Við val á vátryggingarfjárhæð er mikilvægt að spyrja sig eftirfarandi spurninga: •

Hef ég fyrir öðrum að sjá?

Hverjar eru skammtímaskuldbindingar mínar (yfirdráttur, kreditkort, skuldabréf, o.fl)?

Er ég í fjárhagslegum skuldbindingum fyrir aðra?

Eru aðrir í fjárhagslegum skuldbindingum fyrir mig?

Á ég sparifé sem nýtist eftirlifandi fjölskyldu til framfærslu?

Hvað þarf að vera til fyrir útfararkostnaði?

Sjúkdómatrygging Sjúkdómatrygging er eingreiðslutrygging sem er greidd út greinist þú með einhvern þeirra alvarlegu sjúkdóma sem tryggingin tekur til á tryggingartímabilinu. •

Með sjúkdómatryggingu bætast fjárhagsáhyggjur ekki ofan á alvarleg veikindi. •

Við val á vátryggingarfjárhæð er mikilvægt að spyrja sig eftirfarandi spurninga: •

Hef ég fyrir öðrum að sjá?

Hverjar eru skammtímaskuldbindingar mínar (yfirdráttur, kreditkort, skuldabréf, o.fl)?

Er ég í fjárhagslegum skuldbindingum fyrir aðra?

Eru aðrir í fjárhagslegum skuldbindingum fyrir mig?

Á ég sparifé sem nýtist til framfærslu?

Hvaða fjárhæð þarf ég til að getað verið frá vinnu í t.d. 1 eða 2 ár?

Slysatrygging Almenn slysatrygging felur í sér dánarbætur, bætur vegna varanlegrar örorku og dagpeninga vegna tímabundinnar örorku af völdum slyss eftir því sem vátryggingartaki velur. •

Við val á vátryggingarfjárhæð vegna varanlegrar örorku, dánarbóta og dagpeninga vegna tímabundinnar óvinnufærni er mikilvægt að spyrja sig eftirfarandi spurninga: •

Hver er núverandi tryggingavernd mín?

Hef ég réttindi hjá vinnuveitanda, ef svo er hver eru þau?

Hvaða aðrar bætur bjóðast, t.d. hjá sjúkrasjóðum lífeyrissjóða, verkalýðsfélögum og Sjúkratryggingum Íslands.

Sjúkratrygging Sjúkratrygging felur í sér bætur vegna varanlegrar örorku og dagpeninga vegna tímabundinnar örorku af völdum tiltekinna sjúkdóma •

| 40

Við val á vátryggingarfjárhæð vegna varanlegrar örorku og dagpeninga vegna tímabundinnar óvinnufærni er mikilvægt að spyrja sig eftirfarandi spurninga: •

Hver er núverandi tryggingavernd mín?

Hef ég réttindi hjá vinnuveitanda, ef svo er hver eru þau?

Hvaða aðrar bætur bjóðast, t.d. hjá sjúkrasjóðum lífeyrissjóða og Sjúkratryggingum Íslands.


Ökutæki Lögboðin ábyrgðartrygging ökutækis •

Ábyrgðartryggingin bætir eigna- og líkamstjón sem ökumaður veldur öðrum með notkun ökutækisins en bætir ekki skemmdir á ökutækinu sjálfu. Í henni felst líka slysatrygging ökumanns og eiganda sem bætir líkamstjón sem ökumaður og eigandi ökutækisins, séu þeir farþegar í því, verða fyrir. •

Samkvæmt lögum eiga öll ökutæki að vera ábyrgðartryggð. Eigandi eða varanlegur umráðamaður þess ber ábyrgð á að svo sé.

Tryggingin gildir á Evrópska efnahagssvæðinu og í Sviss. Annars staðar þarf að gera sérstakar ráðstafanir sem fá má leiðbeiningar um hjá VÍS.

Bílrúðutrygging er valfrjáls og bætir tjón á fram-, aftur- og hliðarrúðum ökutækisins. •

Ef skemmd í rúðu er smærri en 100 krónu peningur og ekki í sjónlínu ökumanns er oftast hægt að gera við hana tryggingartaka að kostnaðarlausu.

Tryggingin gildir á Evrópska efnahagssvæðinu og í Sviss. Annars staðar þarf að gera sérstakar ráðstafanir sem fá má leiðbeiningar um hjá VÍS.

Kaskótrygging ökutækis •

Kaskótrygging ökutækis er valfrjáls og bætir eignatjón á ökutæki þegar eigandi eða ökumaður á sjálfur sök á óhappinu, ef ökutækið verður fyrir utanaðkomandi tjóni eða ef því er stolið. •

Við hvert tjón greiðir tryggingartaki eigin áhættu sem tilgreind er í vátryggingarskírteini.

Kaskótrygging gildir á ferðalagi innan Evrópska efnahagssvæðisins og í Sviss í allt að 92 daga.

Bifhjólatryggingar •

Ábyrgðartrygging bifhjóls bætir eigna- og líkamstjón sem ökumaður bifhjóls veldur öðrum með notkun bifhjólsins en bætir ekki skemmdir á bifhjólinu sjálfu. Í henni felst líka slysatrygging ökumanns og eiganda sem bætir líkamstjón sem ökumaður og eigandi bifhjólsins, sé hann farþegi á því, verða fyrir. •

Samkvæmt lögum eiga öll bifhjól að vera ábyrgðartryggð. Eigandi eða varanlegur umráðamaður þess ber ábyrgð á að svo sé.

Tryggingin gildir á Evrópska efnahagssvæðinu og í Sviss. Annars staðar þarf að gera sérstakar ráðstafanir sem fá má leiðbeiningar um hjá VÍS. •

Kaskótrygging bifhjóls er valfrjáls og bætir eignatjón á bifhjóli þegar eigandi eða ökumaður á sjálfur sök á óhappinu, ef bifhjólið verður fyrir utanaðkomandi tjóni eða ef því er stolið á Íslandi. •

Við hvert tjón greiðir tryggingartaki eigin áhættu sem tilgreind er í vátryggingarskírteini.

Kaskótrygging bifhjóls gildir á Evrópska efnahagssvæðinu og í Sviss í allt að 92 daga. Vátryggður er ekki tryggður gagnvart þjófnaði á bifhjólinu erlendis.

Hlífðarbúnaðartrygging er valfrjáls fyrir eigendur bifhjóla sem eru með ábyrgðartryggingu og bætir skemmdir sem verða á hlífðarbúnaði við notkun á bifhjólinu, vegna þjófnaðar við innbrot og vatns- og brunatjóna. •

Undanþegin eru tjón í tengslum við notkun á torfæruhjóli, krossara eða klifurhjóls og ef tjón verður í aksturskeppni.

Hlífðarbúnaður er ekki tryggður með lögboðinni ábyrgðartryggingu fyrir ökumann og eiganda hjólsins ef ekki verður líkamstjón. Í fjölskyldutryggingu felst takmörkuð vernd og því kemur hlífðarbúnaðartrygging sér vel við ákveðnar aðstæður.

Hlífðarbúnaðartrygging gildir á Evrópska efnahagssvæðinu og í Sviss í allt að 92 daga.

Húsvagnatrygging Húsvagnatrygging er kaskótrygging fyrir hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna og pallhýsi. •

Tryggingin gildir á Evrópska efnahagssvæðinu og í Sviss í allt að 92 daga.

Ef húsvagninn er geymdur inni á veturna má undanskilja foktjón úr bótasviði tryggingarinnar á tímabilinu 1. október – 30. apríl ár hvert og fæst þá 20% afsláttur af iðgjaldi.

41 |


Húsnæði H plús húsnæðistrygging •

Lögboðin brunatrygging bætir tjón á fasteign vegna eldsvoða •

Allir húseigendur eru með þessa tryggingu. Við kaup á fasteign er send ósk um tryggingu í nafni húseigenda til þess tryggingarfélags sem viðkomandi óskar eftir að tryggi eignina.

Viðbótarbrunatrygging bætir einnig brunatjón á fasteign og hentar þeim sem telja að brunabótamat húseignarinnar endurspegli ekki raunverulegt verðmæti hennar. •

Til að mynda ef gerðar hafa verið endurbætur á húseigninni sem ekki hafa leitt til hærra mats hjá Þjóðskrá Íslands.

Æskilegt er að tryggingarfjárhæðin dugi til að koma eigninni að fullu í fyrra horf eftir bruna.

Húseigendatrygging bætir tjón á fasteign vegna vatns innan veggja hússins, rúðubrots, hruns á innréttingum, brots á hreinlætistækjum, brots á keramikhelluborði, skemmda eftir innbrot, málskostnaðar o.fl. •

Fasteign og fastir fylgihlutir tryggðir fyrir fleiru en bruna. Ef húsfélag í fjölbýli er ekki með þessa tryggingu þarf eigandi fasteignar þar að huga sérstaklega að henni.

Ert þú eigandi einbýlishúss eða raðhúss, þá mælum við með þessari tryggingu fyrir þig. •

Mjög mikilvægt er að hafa þetta í huga við flutning úr fjölbýli í sérbýli.

Sumarbústaðatrygging •

Lögboðin brunatrygging bætir tjón á fasteign vegna eldsvoða •

Allir sumarhúseigendur eru með þessa tryggingu. Við kaup á fasteign er send ósk um tryggingu í nafni húseigenda til þess tryggingarfélags sem viðkomandi óskar eftir að tryggi eignina.

Viðbótarbrunatrygging bætir einnig brunatjón á fasteign og hentar þeim sem telja að brunabótamat húseignarinnar endurspegli ekki raunverulegt verðmæti hennar. •

Til að mynda ef gerðar hafa verið endurbætur á húseigninni sem ekki hafa leitt til hærra mats hjá Þjóðskrá Íslands.

Æskilegt er að tryggingarfjárhæðin dugi til að koma eigninni að fullu í fyrra horf eftir bruna.

Innbústrygging bætir helstu tjón sem verða á innbúi sumarbústaðarins vegna bruna, vatns,innbrots, ráns, óveðurs eða hruns. •

Mikilvægt er að verðmeta innbúið rétt svo það sé ekki vantryggt.

Viðskiptavinir sem eru með innbústryggingu sumarbústaða hafa möguleika á að bæta við orlofstækjatryggingu, tryggingu vegna ofhitnunar á þvotti og kæli- og frystivörutryggingu. •

Orlofstækjatrygging bætir tjón á orlofstækjum vegna bruna, vatns, innbrots, óveðurs og snjóþunga. Góð trygging fyrir þá sem geyma einhvers konar orlofstæki að staðaldri í sumarhúsinu og vilja tryggja slíkt sérstaklega.

Kæli- og frystivörutrygging bætir tjón á matvælum vegna ófyrirséðar stöðvunar á kælikerfi frystis eða kæliskáps.

Trygging fyrir ofhitnun á þvotti bætir tjón á þvotti sem ofhitnar í þvottavél eða þurrkara ef tjónið stafar af bilun í tækinu.

Húseigendatrygging bætir tjón á fasteign vegna vatns innan veggja hússins, rúðubrots, hruns á innréttingum, brots á hreinlætistækjum, brots á keramikhelluborði, skemmda eftir innbrot, málskostnaðar o.fl. •

Fasteign og fastir fylgihlutir tryggðir fyrir fleiru en bruna. •

Við kaup á sumarhúsi er mikilvægt að óska eftir þessari tryggingu hjá sínu tryggingarfélagi standi hugur kaupanda til þess að tryggja sig fyrir fleiru en bruna

Þeir viðskiptavinir sem eru með húseigendatryggingu sumarhúss og vilja víðtækari tryggingar geta bætt við tryggingum fyrir sólpalla, skjólveggi, hlið og girðingar, frístandandi hús og heita potta. Trygging fyrir sólpalla, skjólveggi, girðingar og hlið á sumarbústaðarlóðinni bætir tjón vegna bruna-, sóttfalls-, vatns-, óveðurs- og innbrotstjóna. Trygging fyrir frístandandi hús á sumarbústaðarlóðinni bætir tjón vegna bruna-, sóttfalls-, vatns-, loftfara-, frostsprungu-, óveðurs- og innbrotstjóna. Trygging fyrir heitan pott á sumarbústaðarlóðinni bætir tjón vegna bruna-, loftfara-, óveðurs-, frostsprungu- og þjófnaðartjóna.

| 42

Við mat á þörf á tryggingunum er mikilvægt að vita hvort tekið sé tillit til þessara þátta í brunabótamati sumarbústaðarins.

Ef tekið er tillit til þessara þátta þar er ekki þörf á þessari tryggingu.


Dýr Hestavernd VÍS býður sjö mismunandi tryggingar ásamt hóplíftryggingu fyrir 15 eða fleiri hesta. Hægt er að velja á milli trygginga eða raða saman eftir þörfum hvers og eins. • Við val á vátryggingarfjárhæð er mikilvægt að spyrja sig eftirfarandi spurninga: • Hvert ert markaðsvirði hestsins? • Hefur hann unnið til einhverra verðlauna? •

Hvort er hann reiðhestur, stóðhestur eða annað?

Sjúkrakostnaðartrygging bætir lækniskostnað vegna skoðunar og meðferðar hests vegna sjúkdóms eða slyss. Jafnframt eru greiddar bætur fyrir bæklunaraðgerðir vegna fæðingargalla folalda til og með eins og hálfs árs aldurs vegna tilgreindra sjúkdóma.

Góðhestatrygging er samsett líf- og afnotamissistrygging og víðtækasta líftryggingin í Hestavernd VÍS.

Reiðhestatrygging er samsett líf- og afnotamissistrygging. Líftryggingin er ekki eins víðtæk og í góðhestatryggingunni en tekur þó til margra mikilvægra þátta.

Kynbótahryssutrygging felur, auk líftryggingar og afnotamissistryggingar, í sér tryggingu fyrir fyl og folöld. Ákvæði líftryggingarinnar eru þau sömu og í reiðhestatryggingu. Ef hryssa er bæði með líf- og sjúkdómatryggingu er folald sem henni fylgir sjálfkrafa tryggt í 30 daga.

Takmörkuð líftrygging er hagkvæm og tekur til margra mikilvægra áhættuþátta.

Ófrjósemistryggingu fyrir stóðhesta bætir tjón vegna varanlegrar ófrjósemi stóðhests sem getur ekki lengur sinnt hryssum eða fyljað þær vegna sjúkdóms eða slyss. Trygginguna er hægt að taka til viðbótar við góðhesta-, reiðhesta- og/eða takmarkaða líftryggingu.

Ábyrgðartrygging bætir tjón af mögulegri skaðabótaskyldu sem fellur á eiganda hests vegna tjóns sem hesturinn veldur utanaðkomandi aðila.

Hóplíftrygging hesta er hagkvæm og ætluð fyrir minnst 15 hesta í einu og tryggingaverðmæti hvers hests getur hæst verið 2.000.000 kr. •

Þær tryggingar sem hægt er að taka sem hóplíftryggingu hesta eru góðhesta- og reiðhestatrygging, takmörkuð líftrygging og kynbótahryssutrygging.

Hundavernd VÍS býður fimm mismunandi tryggingar sem hægt er að velja á milli eða raða saman eftir þörfum hvers og eins. •

Sjúkrakostnaðartrygging bætir lækniskostnað vegna skoðunar og meðferðar hunds vegna sjúkdóms eða slyss.

Líftrygging felur í sér bætur ef hundurinn deyr, hvort sem er af völdum sjúkdóms eða slyss. Jafnframt eru greiddar bætur ef hundurinn slasast svo illa að dýralæknir telur nauðsynlegt að aflífa hann. •

Við val á vátryggingarfjárhæð er mikilvægt að spyrja sig eftirfarandi spurninga: • Hvert ert markaðsvirði hundsins? • Er hann hreinræktaður? • Hefur hann unnið til einhverra verðlauna? •

Hvort er hann heimilishundur, ræktunarhundur, vinnuhundur eða annað?

Afnotamissistrygging bætir tjón vegna hunda sem verða ófærir til vinnu eða ræktunar. •

Þessa tryggingu er er eingöngu hægt að kaupa sem viðbót við líftryggingu og er vátryggingarfjárhæð hennar hlutfall líftryggingarfjárhæðarinnar.

Umönnunartrygging felur í sér að ef eigandi slasast svo alvarlega, eða veikist, að ekki er hægt að veita hundinum þá umönnun sem hann þarfnast, greiðir félagið kostnað við vistun og gæslu hundsins á dýrahóteli eða sambærilegri stofnun í tiltekinn tíma.

Ábyrgðartrygging bætir tjón af mögulegri skaðabótaskyldu sem fellur á eiganda hunds vegna tjóns sem hundurinn veldur utanaðkomandi aðila. •

Í mörgum sveitarfélögum er ábyrgðartrygging innifalin í leyfisgjaldinu.

Kattavernd VÍS býður fimm mismunandi tryggingar sem hægt er að velja á milli eða raða saman eftir þörfum hvers og eins. •

Sjúkrakostnaðartrygging bætir lækniskostnað vegna skoðunar og meðferðar kattar vegna sjúkdóms eða slyss.

Líftrygging felur í sér bætur ef kötturinn deyr, hvort sem er af völdum sjúkdóms eða slyss. Jafnframt eru greiddar bætur ef kötturinn slasast svo illa að dýralæknir telur nauðsynlegt að aflífa hann. •

Við val á vátryggingarfjárhæð er mikilvægt að spyrja sig eftirfarandi spurninga: • Hvert ert markaðsvirði kattarins? • Er hann hreinræktaður? • Hefur hann unnið til einhverra verðlauna? •

Hvort er hann heimilisköttur, ræktunarköttur eða annað?

Afnotamissistrygging bætir tjón vegna katta sem verða ófærir til ræktunar. •

Þessa tryggingu er er eingöngu hægt að kaupa sem viðbót við líftryggingu og er vátryggingarfjárhæð hennar hlutfall líftryggingarfjárhæðinnar.

Umönnunartrygging felur í sér að ef eigandi slasast svo alvarlega, eða veikist, að ekki er hægt að veita kettinum þá umönnun sem hann þarfnast, greiðir félagið kostnað við vistun og gæslu kattarins á dýrahóteli eða sambærilegri stofnun í tiltekinn tíma.

Ábyrgðartrygging bætir tjón af mögulegri skaðabótaskyldu sem fellur á eiganda kattar vegna tjóns sem kötturinn veldur utanaðkomandi aðila.

* Upplýsingar um tryggingar í VÍS fréttum eru ekki tæmandi. Ítarlega er fjallað um bótasvið og takmarkanir hverrar tryggingar í viðeigandi skilmála á vef VÍS.

43 |


Eftir að hafa verið hluti af fjölskyldunni í áraraðir vitum við að allt getur gerst

ENNEMM / SÍA / NM59858

ÞESS VEGNA ER F PLÚS VINSÆLASTA FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN Á ÍSLANDI Best er auðvitað að fyrirbyggja slysin. En eins og við vitum eru nánast engin takmörk fyrir því óvænta sem getur komið upp á. F plús veitir víðtæka tryggingavernd sem sniðin er að VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

breytilegum þörfum fjölskyldunnar á hverjum tíma. Njótum lífsins áhyggjulaus með F plús fjölskyldutryggingu. VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.