Page 1

VÍS FRÉTTIR J Ú N Í 2012

Þú ert ekki eilífur

Heilræði fyrir hestamenn Lifir með sorginni

Friðarspillar fíkniefnasala


Þú átt góða að

um allt land

Þjónustunet VÍS

Hvert sem þú ferðast innanlands er alltaf traust hjálparhella frá VÍS á næstu grösum. Við erum með öflugt þjónustunet um allt land og tökum hvarvetna vel á móti þér. Njótum ferðarinnar og komum heil heim.

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is


VÍS fréttir - júní 2012 Útgefandi: VÍS Ábyrgðarmaður: María Hrund Marinósdóttir Ritstjóri: Björn Friðrik Brynjólfsson Umbrot: Reynir Pálsson Hönnun á forsíðu: ENNEMM Ljósmyndir: Ýmsir Prentun: Svansprent

Hestatrygging getur verið fljót að borga sig „Við tryggjum dýrmætustu hrossin og höfum alltaf gert. Þetta var dýrt til að byrja með en mér finnst ekkert vit í öðru. Hver tryggir til dæmis ekki nokkurra milljóna króna bílinn sinn? Verðlagið hefur lagast svo mér finnst gamla viðhorfið ekki forsvaranlegt. Það að menn sætti sig bara við ákveðin afföll því þannig hafi það alltaf verið. Nú er mögulegt að fá tryggingar fyrir hestana og hví skyldi maður sleppa þeim og sitja einn uppi með allt tjónið? Sjúkdómatryggingin er til dæmis mikið þarfaþing og getur verið mjög fljót að borga sig,“ segir Marteinn Njálsson hrossaræktandi á Vestri-Leirárgörðum.

Marteinn og Dama frá Vestri-Leirárgörðum

Leirársveitin skartar sínu fegursta þegar VÍS fréttir ber að garði og er Marteinn úti í haga að huga að fylfullum hryssum í blíðunni. Fjórar hafa kastað á þessu vori og fjórar eru eftir. Marteinn er fæddur og uppalinn á Vestri-Leirárgörðum. Hann er lærður smiður og er í fullri vinnu með hrossabúskapnum sem umsjónarmaður fasteigna hjá sveitarfélaginu. „Við hjónin vorum með blandaðan búskap framan af en fyrir 20 árum fórum við alfarið í hrossaræktina og létum ærnar og kýrnar fara. Við stofnuðum fyrirtæki, Hestafl hrossarækt, utan um reksturinn með dóttur okkar og tengdasyni. Nú er búið að opna tamningastöð í Leirárgörðum og við tökum að okkur tamningar og annað tilfallandi fyrir aðra.“

Ríkar kröfur í ræktuninni

Undanfarin ár hafa fæðst 8 – 10 folöld á búinu en ráðgert er að fækka þeim í 5 – 7. „Fyrstu verðlauna hryssur þurfa ekki endilega að vera kynbótagripir. Ef afkvæmin reynast ekki móðurbetrungar þá notum við hryssurnar ekki til frekari ræktunar. Það verður að gera kröfur til að ná árangri. Efniviðurinn er misjafn og alls ekki víst að hægt sé að gera alla hesta að söluvöru. Fólk verður að vanda til verka og gæta sín á að láta ekki lélega gripi frá sér. Maður sendir svoleiðis hross frekar í sláturhúsið. Þæg hross, góðir keppnishestar og kynbótagripir skapa gott orðspor.“ Marteinn segir framúrskarandi kynbótagripi eða keppnishesta ekki seljast á undir fimm milljónum króna. „Ef það er minna, til dæmis 2,5 – 3 milljónir króna sem er nokkuð algengt verð, þá

er það fyrir góðan reiðhest. Dýrustu hestarnir seljast á tugi milljóna. Oftast fara þeir til útlanda og maður sér eftir þeim úr ræktuninni hér heima. Menn aka með hryssur um allt land til að koma þeim í hólf hjá réttum fola hverju sinni og það getur verið mikill missir að svona kjörgripum.“

Tryggingarnar létta undir

„Við misstum fylfulla hryssu í vor og fyl undan þekktum stóðhesti. Þetta var mikill skaði. Hún lá bara flöt úti í haga. Ég fór að huga að henni og reyna að hjálpa á fætur. Hún gat hins vegar ekki staðið upp og gaf bara hreinlega upp öndina í höndunum á mér. En svona gengur þetta. Ég mæli því hiklaust með að menn tryggi hrossin sín en hafi um leið yfirsýn yfir hvaða hestar eru tryggðir hverju sinni. Ekki skella þessu bara í beingreiðslur og hugsa svo ekki meira um það,“ segir Marteinn. Ekki er hægt að taka hús á hestamanni án þess að minnast á Landsmót sem Marteinn hefur sótt um áratuga skeið. Hann segir kröfurnar stöðugt aukast og hrossin verða sífellt betri. Landsmót á höfuðborgarsvæðinu sé óneitanlega með öðrum brag en úti á landi. „Það tókst vel til árið 2000 þegar Landsmótið var haldið í Reykjavík. Sveitastemninguna mun þó vanta og það skemmtilega andrúmsloft sem skapast þegar allir eru á sama stað sólarhringum saman. Þetta verður ágætis æfing fyrir heimsmeistaramótið sem að þessu sinni verður haldið í Berlín, en hefur hingað til verið úti í sveit.“ 3


Bílbelti er gert fyrir einstakling sem hefur náð 36 kg þyngd. Fram að þeim tíma á barn að nota barnabílstól eða sessu með eða án baks sem tekur mið af þyngd þess.

VÍS með Meistaradeildinni Líkt og undanfarin ár var VÍS aðalbakhjarl Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum á nýliðnu keppnistímabili. Artemisia Bertus hrósaði sigri með 48.5 stig en hún er fyrsta konan sem vinnur keppnina. Hún var einnig kosin fagmannlegasti knapinn af áhorfendum, dómurum og stjórn deildarinnar. Í liðakeppni bar Top Reiter / Ármót sigur úr býtum með 321 stig. Liðið skipuðu Guðmundur Björgvinsson, Jakob Svavar Sigurðsson, Sigurður Óli Kristinsson og Þorvaldur Árni Þorvaldsson. Í Meistaradeildinni var keppt í smala, fjórgangi, slaktaumatölti, gæðingafimi, fimmgangi, 150 m skeiði, gæðingaskeiði, tölti og flugskeiði. Úrslit réðust á lokamótinu í Ölfushöllinni þegar keppt var í fimmgangi. Artemisia Bertus sigurvegari Meistaradeildar VÍS 2012

Ljósmynd: Eiðfaxi

Hestavernd VÍS tryggir hestinn þinn Hjá VÍS er hægt að velja á milli átta mismunandi trygginga fyrir hesta. Verndin að baki hverrar og einnar er mismunandi eins og þarfir og óskir viðskiptavina. Með fjölbreyttu úrvali eiga allir að geta fundið viðeigandi tryggingu fyrir hestinn.

Sjúkrakostnaðartrygging

Vinsælasta hestatrygging VÍS. Hún bætir lækniskostnað skv. skilmálum VÍS.

Góðhestatrygging

Samsett líf- og afnotamissistrygging. Líftryggingin í Góðhestatryggingu er víðtækasta líftryggingin í Hestavernd VÍS.

Reiðhestatrygging

Samsett líf- og afnotamissistrygging. Hún er góður kostur fyrir þá sem vilja ódýrari tryggingu sem er ekki eins víðtæk og Góðhestatryggingin en nær þó til margra mikilvægra áhættuþátta.

Kynbótahryssutrygging

Sérhönnuð fyrir kynbótahryssur og felur í sér, auk líftryggingar og afnotamissistryggingar, tryggingu fyrir fyl og folöld. Ákvæði líftryggingarinnar eru þau sömu og í reiðhestatryggingu. Ef hryssa er bæði með líf- og sjúkdómatryggingu er folald sem fylgir henni sjálfkrafa tryggt í 30 daga.

Takmörkuð líftrygging

Hagkvæm líftrygging sem nær til margra mikilvægra áhættuþátta.

4

Ófrjósemistrygging

Fyrir stóðhesta bætir tjón vegna varanlegrar ófrjósemi stóðhests sem getur ekki lengur sinnt hryssum eða fyljað þær vegna sjúkdóms eða slyss. Trygginguna er hægt að taka sem viðbót við Góðhesta-, Reiðhesta- og/eða Takmarkaða líftryggingu.

Ábyrgðartrygging

Tryggir gegn mögulegri skaðabótaskyldu sem fellur á eiganda hestsins vegna tjóns sem hesturinn veldur utanaðkomandi aðila.

Hóplíftrygging

Hagkvæm lausn fyrir þá sem vilja tryggja marga hesta í einu. Hóplíftryggingin er ætluð fyrir minnst 15 hesta þar sem tryggingarverðmæti hvers hests er að hámarki 2.000.000 kr.

Aðrar tryggingar fyrir hestamenn

VÍS mælir t.d. með tryggingum fyrir hestakerrur, reiðtygi, hnakka og hesthús. VÍS leggur áherslu á að veita hestamönnum góða þjónustu með sérhæfðum ráðgjöfum í dýratryggingum. Á vef VÍS, www.vis.is, geta hestaeigendur m.a. kynnt sér hvað hafa ber í huga þegar tryggja skal hesta, reiknað iðgjöld hestatrygginga og fræðst um forvarnir í hestamennsku.


Í skráningarskírteini kemur fram hversu þungan eftirvagn viðkomandi ökutæki má draga. Ekki má hlaða það miklum búnaði í eftirvagninn að hann fari yfir leyfða heildarþyngd.

Heilræði fyrir hestamenn Til að njóta hestamennskunnar til hins ítrasta er mikilvægt að hafa öryggið ofar öllu. Þar skiptir miklu máli að hafa skilning og kunnáttu á eðli og hegðun hestsins og vera með réttan búnað sem uppfyllir öryggiskröfur fyrir persónuhlífar. Öryggisbúnaður sem seldur er hér á landi á að vera CE merktur sem segir að hann uppfylli þær lágmarkskröfur sem gerðar eru á Evrópska efnahagssvæðinu. •

Lágmarksöryggisbúnaður hestamanns ætti ávallt að vera hjálmur, öryggisvesti, reiðskór, endurskinsmerki, hanskar og öryggisístöð. Miða þarf búnaðinn við aðstæður hverju sinni og þau verkefni sem fara á í. Sömu reiðskórnir henta ekki endilega í hesthúsinu og í útreiðartúrnum. Í hesthúsinu er gott að hafa grófamynstraða sóla til að renna síður til. En í útreiðatúrnum er betra að botninn sé fínni og með hæl til að hann festist síður í ístaðinu og alltaf er gott að hafa stáltá í skónum.

Hjálmurinn þarf að passa, má hvorki vera of gamall né hafa lenti í hnjaski og þarf að sitja rétt á höfðinu því annars veitir hann falska vörn.

Margar tegundir mismunandi hvað

öryggisístaða eru til og hentar hverjum. Ístöð með

grind henta t.d. vel fyrir börn en hér á landi eru öryggisístöð með s-boga algengust hjá fullorðnum. •

Víða erlendis eru öryggisvesti skylduútbúnaður fyrir knapa yngri en 14 ára. Vestið veitir vörn gegn áverka á baki og brjóstkassa og er notkun þess hér á landi sífellt að aukast, sér í lagi hjá yngri aldurshópum.

Nauðsynlegt er að hestamenn sjáist vel. Áberandi fatnaður er mikilvægur þegar bjart er og endurskin nauðsyn þegar dimma tekur, bæði á hestamanninum og hestinum.

Hanskar auka gripið en mikilvægt er að nota hlýja hanska yfir veturinn þar sem gripið linast með loppnum höndum.

Á vis.is og í bæklingnum Öryggi í hestamennsku er að finna allt um hvernig má koma í veg fyrir slys og óhöpp í hestamennsku.

5


Þetta er einfalt. Notum bílbelti – alltaf.

- 09-1054

ALLTAF

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Ef þú hrasar og dettur fram fyrir þig má gera ráð fyrir að hraðinn sé um 7 km á klst. þegar þú skellur á jörðina. Þú berð hendurnar fyrir þig og sleppur stórslysalaust frá fallinu. Ef þú lendir í árekstri á 50 km hraða samsvarar það falli úr 8,6 m hæð. Engar hendur ráða við það.


Á árunum 2000-2010 létust 49 í umferðarslysum. Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að þeir hefðu lifað slysið af hefðu þeir notað bílbelti. Engu að síður eru 9% ökumanna í Reykjavík án bílbeltis samkvæmt könnunum VÍS.

Betra heilt en vel gróið Sigrún Ragna Ólafsdóttir tók við starfi forstjóra VÍS síðastliðið haust og eitt af hennar fyrstu verkum var að efna til umfangsmikillar stefnumótunarvinnu þar sem allir starfsmenn VÍS lögðu sitt lóð á vogarskálarnar við að móta framtíðarsýn fyrirtækisins til næstu fimm ára. „Við lögðumst öll á eitt og stefnumótunin er í senn metnaðarfull, markviss og raunhæf. Hlutverk okkar er að veita framúrskarandi þjónustu, vernd og stuðla að öflugum forvörnum. Þetta gerum við af umhyggju, fagmennsku og með árangursríkum hætti svo viðskiptavinir verði þess áþreifanlega varir. Við ætlum til að mynda að verða í fararbroddi með rafræna þjónustu þar sem vefsvæðið Mínar tryggingar, sem þegar er komið í gagnið, verður vettvangur allrar slíkrar þjónustu við viðskiptavini VÍS“, segir Sigrún Ragna.

Meira en milljarður á mánuði í tjón

Forvarnir munu gegna lykilhlutverki á komandi árum. Sigrún segir að þótt allir starfsmenn VÍS séu forvarnarfulltrúar beri tveir þeirra hitann og þungann af daglegu vafstri á þessu sviði, annars vegar gagnvart einstaklingum og hins vegar fyrirtækjum. „Eflaust kemur mörgum á óvart hve gríðarlega háar fjárhæðir eru greiddar út í hverjum mánuði í bætur vegna tjóna og slysa. Í fyrra námu tjón ársins hátt í 13 milljörðum króna eða meira en milljarði á mánuði og tjónin voru ríflega 30 þúsund á árinu eða yfir 80 á dag.“ Sigrún Ragna segir að hins vegar megi ekki einblína á tölfræðina. „Að baki hennar er fólk sem okkur er umhugað um. Þar nístir mann harðast þeir sem eiga um sárt að binda. Við getum þurft að liðsinna fólki á erfiðustu stundum lífs þess. Krónur og aurar skipta litlu máli við slíkar aðstæður. Þegar á reynir er mannlegi þátturinn mikilvægastur; að koma fram af alúð og virðingu. Við megum heldur aldrei missa móðinn og gefa okkur að slys séu óhjákvæmileg. Ef við leyfum okkur að hugsa þannig getum við allt eins lagt árar í bát. Við viljum efla áhættuvitund þjóðarinnar og stuðla að öryggi í samfélaginu með öflugum forvörnum því betra er heilt en vel gróið.“ Í framhaldi af þessu leiðist talið að mikilvægi þess að fjölskyldur og fyrirtæki séu bæði rétt og vel tryggð hverju sinni. „Við höfum áhyggjur af þessu. Þú veist aldrei hvenær þörf er á góðri vernd. Þegar herðir að líkt og undanfarin ár getur fólk neyðst til að draga úr tryggingavernd sinni. Því miður getur það leitt til þess að hún sé ekki fullnægjandi við alvarlegt áfall. Við leggjum mikið upp úr að okkar viðskiptavinir njóti sem bestrar verndar hverju sinni og séu rétt tryggðir. Það borgar sig ekki að flana að neinu í þessum efnum heldur leita ráða hjá sérfræðingum.“

Nóg að gera - Sigrún Ragna afhenti Hilmari Snorrasyni skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna 10 björgunargalla að gjöf á dögunum.

Fjölbreyttur og skemmtilegur vettvangur

Sigrún Ragna segir tryggingageirann bæði spennandi og skemmtilegan en viðurkennir þó um leið að fyrirfram hafi hún talið starf sitt öllu niðurnjörvaðra en raun ber vitni. „Það sem hefur komið mér mest á óvart er hve gríðarlega fjölbreytt þetta er. Þótt dagurinn virðist skipulagður í þaula að morgni veit maður aldrei fyrir víst hvað hann ber í skauti sér. Fyrr en varir get ég verið kominn út á sjó eða inn á gólf í einhverri verksmiðjunni. Ég hef lagt mig í líma við að hitta viðskiptavini á þeirra heimavelli og meðal annars farið víða um land til þess. Það er vissulega auðveldara gagnvart fyrirtækjum en einstaklingum.“ Hún á aftur á móti enn eftir að fara víða enda ekki haft tök á að hitta jafnmarga og hún helst vildi. „Í tengslum við stefnumótunarvinnuna buðum við viðskiptavinum og samstarfsaðilum til fundar við okkur því ábendingar þeirra og sjónarmið skipta okkur miklu máli. Ég er þeim afar þakklát fyrir að gefa sér tíma til að miðla af sinni reynslu til okkar. Fyrir vikið hefði ég vart getað fengið betra og skilvirkara hraðnámskeið um starfsemi VÍS og tryggingamarkaðarins en fólst í þessari ítarlegu vinnu við stefnumótunina. Við höfðum fulltrúa allra með í ráðum og ég er starfsmönnum VÍS sérstaklega þakklát fyrir þeirra framlag og hve mikið þeir lögðu á sig. Nú göngum til móts við framtíðina full af bjartsýni og krafti á grunni trausts og öflugs fyrirtækis með skýrt hlutverk.“

Hlutverk okkar er að veita framúrskarandi þjónustu, vernd og stuðla að öflugum forvörnum. Þetta gerum við af umhyggju, fagmennsku og með árangursríkum hætti svo viðskiptavinir verði þess áþreifanlega varir.


Hraða verður alltaf að miða við aðstæður hverju sinni. Á þjóðvegum landsins hafa verið sett upp 1400 umferðarskilti um leiðbeinandi ökuhraða fyrir ökumenn á stöðum þar sem slysahætta er mikil.

“Þú ert ekki eilífur” „Það fyrsta sem kom upp í hugann hjá mér þegar ég fékk fréttirnar um krabbameinið voru áhyggjur af konunni og dætrunum. Maður veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Á ég mánuð eftir, á ég ár, fimm ár, tíu eða verður þetta ekkert mál? Maður sér hins vegar bara fyrir sér versta möguleikann og þá situr konan eftir með allar skuldirnar, sem er hrikaleg tilhugsun,“ segir Victor Kristinn Helgason sem hefur glímt við ristilkrabbamein og meinvörp í lifur síðan í febrúar 2011.

Victor settur niður grunnvatnsmæla við Blöndulón

Hjónin voru forsjál og höfðu fengið sér sjúkdómatryggingu fyrir hartnær áratug. Þau áttuðu sig reyndar ekki á gildi hennar fyrr en um tveimur mánuðum eftir sjúkdómsgreininguna. „Auðvitað vona allir að það reyni aldrei á líf- og sjúkdómatryggingar en þegar fólk setur þetta í samhengi er ekki forsvaranlegt að sleppa þeim. Ég hugsaði: Þrjár dætur – í hvaða stöðu verða þær ef eitthvað kemur fyrir? Því fyrr sem fólk leiðir hugann að þessu því betra. Jafnaldrar mínir eru kannski á síðasta snúningi með þetta en ef ég get vakið yngra fólk til umhugsunar með því að deila sögu minni og sýna fram á hversu þýðingarmikið það er að vera rétt tryggður þá er til einhvers unnið. Foreldrar ættu til dæmis að huga að þessu með börnum sínum þegar þau verða sjálfráða. Ég er að eðlisfari feiminn og ég veit því eiginlega ekki af hverju mér finnst ég þurfa að vekja athygli fólks á þessu. En það getur sannarlega borgað sig að hugsa fram í tímann - þú ert ekki eilífur.“

Tíminn fer með mann

Victor hefur aldrei fundið fyrir neinum verkjum út frá æxlinu en segir að eftir á að hyggja hafi hann líklega logið að sjálfum sér í heilt ár að allt væri í lagi. „Meltingin var ekki í lagi en ég taldi mér alltaf trú um að þetta væri betra í dag en í gær og að í næstu viku yrði allt gott því þá yrði ekki sama álagið og í 8

þessari. Svona lét ég þetta ganga allt of lengi til að þurfa ekki að horfast í augu við raunveruleikann. Mér hafði hins vegar ekki dottið í hug að ég gæti verið með krabbamein heldur hugsaði ég um garnaflækju, gyllinæð og eitthvað þess háttar.“ Hann viðurkennir fúslega að það hafi verið áfall að greinast með illvígt krabbamein. Lyfjameðferð hófst í mars og stóð í fyrstu út maí. Þá hafði meinið í lifrinni minnkað verulega og Victori var gefið lyfjafrí allt síðasta sumar. „Það var frábær tími og fríið kærkomið. Svo hófust lyfjagjafir aftur um haustið. Það var viðhaldsmeðferð, sem kallað er, án versta lyfsins sem veldur kuldaóþoli. Þegar á leið kom í ljós að ég þurfti stóma og gera varð hlé á lyfjagjöfinni. Stómað er frábært því ég væri dauður án þess. En í janúar síðastliðnum kom í ljós að meinvörpin í lifrinni höfðu stækkað verulega aftur og þá þurfti ég að fara í sams konar lyfjagjöf og í upphafi. Þetta er mjög erfitt en ég svara lyfjagjöfinni vel þótt hún dragi verulega úr manni kraftinn. Sem dæmi um aukaverkanir þynnist húðin mikið bæði á höndum og fótum. Bara það að ganga berfættur á flísum er sársaukafullt. Það er í sjálfu sér léttvægt í heildarmyndinni en til lengdar er það erfitt. Tíminn fer með mann. Ég er búinn að vera í þessu í rúmt ár og held núna áfram í lyfjagjöfinni. En það er ekkert vitað hve lengi eða hve mikið. Það ræðst bara af því hvernig líkaminn bregst við,“ segir Victor.


Akstur krefst allrar athygli bílstjóra en notkun síma truflar hana jafnvel þótt handfrjáls búnaður sé notaður. Erlendar rannsóknir sýna að ökumenn sem tala í síma eru fjórfalt líklegri en aðrir að lenda í umferðarslysi og aksturseinbeiting skerðist um 37%

þetta? Þá fékk ég strax útprentað blað með nafni mínu og réttindum mínum. Allt á hreinu og engar vöflur með neitt. Ég hef svakalega fínan veikindarétt og óskoraðan stuðning yfirmanna til að haga vinnunni eins og best hentar. Það var mikill léttir að halda vinnunni - ekki það að nokkurn tímann hafi leikið vafi á því, óbreyttum launum, hafa góðan veikindarétt og finna þennan mikla stuðning. Helmingurinn af áhyggjunum hvarf þarna í upphafi.“

Grunnvatnsmæling í Kvíslaveitu

„Hálfgerður aumingi“

„Ég hafði orð á því síðastliðið haust að hausinn á mér funkeraði ekki eins og fyrr. Ég væri farinn að tapa minni og treysti mér ekki í ýmis verkefni eins og áður. Alls konar smotterí sem ég veigraði mér við að takast á við. Þá benti konan mín mér á að ástand mitt væri stöðugt í undirmeðvitundinni og hefði alltaf áhrif á mig og nagaði. Þá er heilinn náttúrlega ekki eins vel í stakk búinn að gera það sem hann er vanur. Mér finnst samt kraft- og þrekleysið verst. Að geta ekki gert allt það sama og áður og vera bara hálfgerður aumingi. Vegna stómans er vont að beygja sig og vinda upp á sig. Það er ýmislegt sem ég treysti mér bara ekki til að gera lengur. Það er ekki beysið, miðað við það sem var, að vera svona viðkvæmur fyrir kulda, tiplandi um sárfættur og illt í höndunum,“ segir Victor og glottir út í annað. „Það er mín vörn að stilla þessu upp svona og halda mínu striki af fremsta megni. Annars fer maður bara inn í sjálfan sig og veltir sér upp úr þessu engum til góðs. Þetta er mín leið til að takast á við þetta.“

Nokkrum vikum síðar kom svo upp úr dúrnum hve góða sjúkdómatryggingu Victor var með. „Þegar það bættist við hugsaði ég bara að nú yrði eftirleikurinn auðveldur. Ég þyrfti að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af skuldunum gagnvart fjölskyldunni. Ekki það að þær séu horfnar, það er nóg eftir, en að geta losað sig við stóran hluta þeirra var ótrúlegur léttir. Peningar eru ekki allt en áhyggjurnar snúast um peninga. Mér finnst ég í raun sigla lygnan sjó núna.“

Lífsnauðsyn að vera virkur

Victor hefur haldið áfram að vinna nánast af fullum krafti. „Ég vinn um það bil 95-99% fulla vinnu. Síðasta sumar gat ég slakað vel á og valið mér verkefni sem hentuðu. Ég mætti í vinnuna og fékk bæði stuðning og félagsskap sem hvort tveggja er mér mjög mikilvægt. Það hafa orðið talsverðar breytingar á starfi mínu hjá Landsvirkjun. Ég er jarðfræðingur og hef fylgst með fjölmörgum mælum um allt land í gegnum tíðina. Ég hef hins vegar þurft að draga mikið úr útivinnu því eitt af þeim lyfjum sem ég fæ gerir það að verkum að ég þoli ekki kulda. Þá þýðir ekkert fyrir mig að fara út.“ Victor hefur tekist á við meinið með því að halda sínu striki eftir föngum. „Þetta er mikið áfall og ég finn það á dætrum mínum þremur að rútínan er mjög mikilvæg. Það skiptir gríðarlega miklu máli að daglegt líf sé eins og áður. Og fyrir mig er mjög þýðingarmikið að vera virkur, geta skilað einhverju og haldið áfram. Það er mér kleift hjá Landsvirkjun. Ef ég ofgeri mér fer ég heim og hvíli mig. En ég þarf ekkert endilega líkamlega hvíld heldur oft og tíðum miklu frekar að hætta hugsa um krabbameinið.“ Þá sé gott að hafa krefjandi verkefni til að takast á við.

Treystir böndin

Á leið í grunnvatnsholur sunnan við Sveinstind

Laus við fjárhagsáhyggjur

Victor lofar vinnuveitanda sinn, Landsvirkjun, í hástert og hvernig tekið hefur verið á hans málum þar á bæ. „Ég er mjög heppinn með vinnu. Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég greindist og hafði rætt við fjölskylduna var að fara í starfsmannahaldið hjá Landsvirkjun. Ég lagði spilin á borðið og spurði hvað þýðir

„Þetta hefur haft þau áhrif að við reynum að hitta vini okkar og fjölskyldu meira en áður. Það hefur tekist. Konan mín hefur staðið þétt við bakið á mér sem og nákomnir ættingjar. Fjölskylduböndin hafa styrkst við þetta. Sumir þurfa hins vegar að standa einir í þessari baráttu og ég hugsa stundum með mér: Hvernig í ósköpunum er það hægt? Hafa engan til að leita til og spjalla við. Það held ég að sé alveg svakalega erfitt. Vissulega eru til samtök eins og Ljósið og Kraftur þar sem er unnið frábært starf en það hentar ekki öllum. Það hentaði mér til dæmis ekki síðasta haust hvað svo sem síðar verður,” segir Victor. “Mér líður vel núna og ég er búinn að sætta mig við að það gerist bara það sem gerist. Það á enginn rétt á að verða áttræður og kannski er dagurinn í dag sá besti sem ég á eftir. Það þýðir ekkert að gráta það. Undanfarið ár hef ég gengið í gegnum tímabil þar sem ég var alveg að gefast upp. Mér hefur tekist að vera virkur, vinna, halda sambandi við fjölskyldu 9


Allmargir slasast árlega þegar farangur fer af stað í umferðarslysi. Við árekstur á 90 km/klst getur höggþyngd tösku 130-faldast.

og vini og bara lifa lífinu. Alla jafna líður mér mjög vel og því hugsa ég sem svo að ég eigi Ljósið og Kraft inni þar til síðar.“ Victor segist vera vinnualki eins og margur Íslendingurinn. „En núna þegar maður hefur virkilega áttað sig á því hvað skiptir máli í lífinu vill maður ekki eyða allri orkunni í vinnuna. Hún er ekki það mikilvægasta heldur fjölskyldan. Vinnan er mér þó engu að síður mjög mikilvæg og þangað sæki ég bæði styrk og félagsskap. Aðstæður mínar, þ.e. frábær vinnuveitandi, góð réttindi, ásamt góðri sjúkratryggingu og ástríkri fjölskyldu held ég að hafi haft mikið að segja um hvernig gekk í fyrravor. Ég gat kúplað mig vel út, varpað af mér öllum utanaðkomandi áhyggjum og slappað af. Fyrir vikið held ég að líkaminn hafi fengið færi á og gott tóm til að takast á við þetta. Það er ekki vænlegt að vera að drepast úr stressi og hafa þannig ekki tíma til að glíma við krabbameinið til dæmis vegna fjárhagsáhyggna. Maður verður að slá af og slaka á.“

Sjúkdómatrygging hverrar krónu virði

Á sínum tíma dró Victor það upp undir heilt ár að fá sér sjúkdómatryggingu því hann vildi kynna sér í þaula hvað væri í boði hjá öllum. En eftir því sem tíminn leið og ekki komst í verk að skoða þetta gerði hann sér ljóst að það yrði aldrei og sagði því bara já við því að fá sölumann í heimsókn og ganga frá þessu. Victor segist óneitanlega hafa velt því fyrir sér fyrir

hvað væri verið að borga og tekið þátt í umræðum þar sem útgangspunkturinn var sá að þetta væri ansi kostnaðarsamt. „Þetta er dýr trygging. Sem betur fer gerðum við aldrei neitt í að breyta henni og eins og gefur að skilja hefur hún reynst hverrar krónu virði og gott betur. Tryggingin kom sér gríðarlega vel. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að ávaxta peninga með viðunandi hætti. Við fengum háa fjárhæð og höfum notað hana til að greiða upp bæði húsnæðis- og bílalán. Við vorum með þó nokkur tiltölulega lág húsnæðislán hvert og eitt en höfum getað greitt upp meirihluta þeirra fyrir tilstuðlan tryggingarinnar. Það léttir mjög á áhyggjunum að sjá færri lán á skattaskýrslunni.“

Framtíðin óljós

„Þótt ég hafi verið orðinn of feitur og kominn í eitt lægsta póstnúmerið á vigtinni kallaði ég þetta ekki yfir mig með óheilbrigðu líferni. Krabbamein fer ekki í manngreinarálit. Það getur herjað á hvern sem er hvenær sem er. Fyrst það er hægt að tryggja sig fjárhagslega er fásinna að gera það ekki,“ segir Victor. „Ég svara lyfjameðferðinni núna vel og þoli hana vel. Ég er þó í sömu stöðu og fyrir ári. Meinið er til staðar og meinvörp í lifrinni. Ég veit ekkert hvernig framhaldið verður. Verð ég í þessu limbói enn eftir ár eða sé ég fyrir endann á þessu? Eða verður þetta líf með krabbameini? Sem ég geri þá ráð fyrir að verði ekki mjög langt líf.“

„Ég áttaði mig ekki á því fyrr en tveimur mánuðum eftir að ég greindist að hugsanlega gæti ég átt rétt á einhverjum greiðslum út úr sjúkdómatryggingunni. Þá kom í ljós að ég var mjög vel tryggður sem við hjónin höfðum aldrei hugsað neitt út í. Ekki fyrir hverju við værum tryggð eða hvernig nema rétt í upphafi þegar við tryggðum okkur. Þetta kom sannarlega ánægjulega á óvart.“

Fjórðungur yngstu borgaranna með VÍS húfur Viðskiptavinir VÍS með F plús fjölskyldutryggingu létu ekki happ úr hendi sleppa á haustmánuðum þegar þeim stóð til boða að næla sér í húfu með endurskini á næstu þjónustuskrifstofu. Liðlega 18 þúsund húfum var dreift um allt land og miðað við fjölda Íslendinga 16 ára og yngri, lætur nærri að fjórða hvert barn og unglingur hafi fengið húfu. Miðað við íbúafjölda skörtuðu hlutfallslega flestir Skagfirðingar og Hornfirðingar þessari höfuðprýði sem og allir Grímseyingar á grunn- og leikskólaaldri. „Við renndum blint í sjóinn með viðtökurnar en þær voru svo sannarlega framar vonum. Fyrir vikið höfum við ákveðið að endurtaka leikinn næsta haust með nýjum litum og merkingum. Enda lífsnauðsyn að sjást vel í okkar langvinna skammdegi“, segir Sigrún Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS og bætir við. „Þetta var virkilega skemmtilegt verkefni. Við höfðum til dæmis spurnir af því að börn hafi skammað foreldra sína fyrir að vera ekki hjá réttu tryggingafélagi. Við erum auðvitað snögg að kippa því í liðinn og gera fólki tilboð í tryggingarnar“ segir Sigrún sposk. 10

Víðförlar húfur - Alexandra Líf og Safír Steinn í Smöla í Noregi


Á hverju ári fjúka húsbílar, fellihýsi, hjólhýsi og tjaldvagnar út af í hvassviðri. Það er góð regla að aka ekki með eftirvagn ef meðalvindhraði nær 15 m/s, kynna sér veðurspá og draga úr hraða þegar hvessir.

VÍS er hlekkur í Heillakeðju barnanna VÍS styrkti Heillakeðju barnanna á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi um eina milljón króna á vormánuðum í tilefni þess að fyrirtækið var apríl-hlekkur keðjunnar. Starfsfólk VÍS lagði söfnuninni einnig lið með eigin heillakeðju og safnaði 275 þúsund krónum í sínum ranni.

Heillakeðja starfsmanna VÍS

Ljósmynd: hag

Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS segir þátttöku VÍS í Heillakeðjunni hlekk í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins. „Við viljum leggja okkar af mörkum í þágu barnanna og stuðningur við frábært starf Barnaheilla gerir samtökunum vonandi kleift að beita sér í mannúðarmálum af enn meiri krafti en áður. Ég er líka ákaflega stolt af hvernig starfsfólk VÍS hafði frumkvæði að sinni eigin heillakeðju. Nú skora ég á þá sem á eftir koma í Heillakeðju barnanna að halda uppteknum hætti svo samtökin njóti góðs af.“ Barnaheill – Save the Children á Íslandi eiga í ár, samstarf við tólf íslensk fyrirtæki sem mynda stuðningskeðju og styrkja hvert og eitt samtökin með einhverjum áberandi hætti í einn mánuð. VÍS lagði verkefninu lið með því að láta 15% af iðgjöldum líf- og sjúkdómatrygginga sem seldar voru í mánuðinum renna til samtakanna. Sigríður Guðlaugsdóttir

verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir stuðning VÍS skipta miklu máli fyrir samtökin sem reki sig að langmestu leiti á framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum; „Samstarfið við VÍS í Heillakeðju barnanna var afar ánægjulegt í alla staði og framlag starfsfólksins kom okkur skemmtilega á óvart, bæði sú háa upphæð sem safnaðist og svo að sjá hvernig samhugur innan fyrirtækisins endurspeglast í því að leggja góðu málefni lið. Við þökkum innilega fyrir samstarfið.“ Markmiðið með Heillakeðju barnanna er að standa vörð um og vekja athygli á réttindum barna sem tíunduð eru í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og safna fé til styrktar verkefna í þágu barna. Barnaheill hafa frá stofnun lagt áherslu á starf innanlands og er megináhersla lögð á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi.

VÍS leggur leikfélögum lið VÍS styður ötullega við menningarlíf um land allt meðal annars með því að bjóða af og til í leikhús. Auk sýninga í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar er leitast við að bjóða fólki á leiksýningar í héraði og þannig sýndur stuðningur í verki við leikhópa vítt og breitt um land allt. Hvarvetna hefur góður rómur verið gerður að skemmtuninni og gestir verið alsælir. Meðfylgjandi mynd er frá sýningu Leikfélags Hornafjarðar á Átta konum sem er franskur sakamálafarsi eftir Robert Thomas í þýðingu Sævars Sigurgeirssonar og leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar.

Kristín G. Gestsdóttir í hlutverki Sæunnar ráðskonu.

11


Greinargóð ferðaáætlun sem einhver heimafyrir þekkir hefur margoft sannað gildi sitt. Tilgangur hennar er að auka líkur á að hægt sé að aðstoða fljótt og vel ef eitthvað kemur upp á.

Friðarspillir fíkniefnasala „Lögregluhundurinn Buster á Selfossi komst á snoðir um kannabisræktun í íbúðarhúsi í uppsveitum Árnessýslu í nótt þegar hann var á ferð þar með mennskum starfsfélögum sínum. Buster hafði verið hleypt út úr lögreglubílnum til að spræna en tók þegar í stað stefnu að nærliggjandi húsi. Laganna verðir bönkuðu upp á og kannabislyktin leyndi sér ekki þegar húsráðandi kom til dyra. Við leit fundust tæplega 40 kannabisplöntur. Lögreglan lagði hald á ræktunina og búnað. Auk þess var húsráðandi handtekinn og yfirheyrður. Hann viðurkenndi brot sitt.“ Svo hljóðaði frétt í Útvarpinu 28. október 2011 þar sem sagt var frá einu af mörgum afrekum fíkniefnahundsins Busters á Selfossi. Hann er af springer spaniel kyni og Íslandsmeistari fíkniefnaleitarhunda. Buster er í eigu lögreglunnar í Árnessýslu og umsjón Guðjóns Smára Guðjónssonar lögregluþjóns á Selfossi.

Félagarnir Guðjón Smári og Buster

Sinn eigin herra

„Hann er dálítið sinn eigin herra. Þegar ég fékk hann var hann á seinna kynþroskaskeiðinu og kom frá öðrum lögregluþjóni. Þegar þetta spilar saman reynir mikið á og tók sannast sagna mjög á mínar taugar. Oft er sagt að hundar líkist húsbónda sínum en því verður sennilega seint haldið fram að lundarfar okkar sé líkt. Ég á hins vegar Labrador tík sem er einstaklega róleg og yfirveguð og þar má segja að lundin sé lík. Ég er talinn mjög rólegur og þolinmóður að eðlisfari en Buster reyndi á ítrustu þolmörk. Ef hann yrði greindur líkt og barn væri hann eflaust ofvirkur og með athyglisbrest en þegar hann kemst í krefjandi vinnu er hann í essinu sínu og mjög einbeittur. Það tókst að hemja hann og virkja og við erum mjög góðir saman núna,“ segir Guðjón Smári. Það eru orð að sönnu og til marks um það má nefna að Buster á sinn þátt í að á fyrstu þremur mánuðum ársins 2012 upplýsti lögreglan á Selfossi fimm stórfelld fíkniefnamál miðað við tvö allt árið áður.

Eldmóður nauðsynlegur

Í grunninn eru fíkniefnahundar ekkert frábrugðnir öðrum hundum. Þeir eru hins vegar valdir sérstaklega til þessarar þjálfunar ef þeir þykja hafa það sem til þarf strax á hvolpsaldri. Meðal annars er horft til hversu mikið veiðieðli hundurinn sýnir og eldmóð. Ekki er hægt að gera hvaða hund sem er að fíkniefnahundi og tekur þjálfunin eitt til tvö ár þar til þeir eru fullnuma. Það er misjafnt eftir tegundum hve lengi þeir endast í þessu starfi. Sjö til átta ár er algengt en svo fara þeir bara á eftirlaun. En hvernig er eftirlaunum fíkniefnahunda háttað? „Annað hvort eru þeir áfram hjá sínum umsjónarmanni eða komið fyrir hjá góðri fjölskyldu sem annast dýrið vel,“ segir Guðjón Smári. Færni hundanna er haldið við með reglulegum æfingum. Umsjónarmönnum þeirra ber skylda til að halda þeim í góðri þjálfun og hittast teymi með þá nokkrum sinnum á ári til krefjandi æfinga. Þess á milli er dagleg þjálfun hjá hverjum og einum. Á dagvöktum æfir Guðjón Smári Buster gjarnan með fíkniefnahundinum á Litla Hrauni en á næturvöktum eru æfingarnar umfangsminni og félagarnir bara tveir um hituna. Eftir að hafa séð til Busters á slíkri æfingu er ekki neinum blöðum um það að fletta að hann er á réttri hillu. Á örfáum mínútum fann hann vel falin fíkniefni á fimm stöðum víðs vegar um húsnæðið. Og launin? Fyrst og fremst góð útrás og ánægja af árangursríku starfi.

Ekki háður dópi

Buster í essinu sínu

12

Sumir halda að fíkniefnahundar séu vandir á efnin í þjálfuninni og því séu þeir svo ákafir í leit sinni á eftir. Þetta segir Guðjón Smári tóma vitleysu. „Þeir læra að þekkja lyktina af hverju og einu fíkniefni. Eitt sinn þegar ég kom á vaktina hélt ég að hann væri að verða vitlaus. Um leið og ég hleypti honum út úr bílnum tók hann strikið að geymsluhúsnæði við lögreglustöðina og


GAS Eldfimt

Gasnotkun eykst mikið yfir sumarið, bæði heima við og á ferðalögum. Töluverð eld-, eitur- og sprengihætta getur skapast ef ekki er hugað að öllum öryggisatriðum bæði í umgengni og viðhaldi.

gaf til kynna að þar væru fíkniefni. Ég gargaði á hann því ég hélt hann ætlaði að rjúka eitthvað út í buskann en þegar ég kom á eftir honum fór ekkert á milli mála hvað leyndist fyrir innan dyrnar. Þá höfðu félagar okkar fundið ræktun og flutt afurðirnar í hús án þess að við vissum. Þetta átti sér því allt mjög eðlilegar skýringar og Buster brást ekki frekar en fyrri daginn.“

Krefjandi karakter

„Ég myndi frekar vilja eignast fjöldann allan af börnum en annan svona hund,“ segir Guðjón Smári og kímir þegar hann er beðinn að bera saman hegðun Busters og barnanna sinna. „Buster er mjög krefjandi, kraftmikill og þarf ríkan aga líkt og margir springer spaniel hundar. En það er alls ekki slæmt heldur einmitt það sem hann þarf að hafa til að bera í sínu starfi. Hann verður aldrei þreyttur, virðist hafa óþrjótandi orku og er alltaf á vaktinni eins og dæmin sýna.“ Guðjón Smári segir nauðsynlegt að vera vel á varðbergi þegar Buster sé að störfum innan um fólk til dæmis á útihátíðum. „Þar eru alltaf einhverjir svartir sauðir sem honum getur stafað hætta af. Það eru þekkt dæmi þess að misindismenn

sparki í hundanna eða skaði þá með öðrum hætti. Það getur því þurft að halda hundinum í hæfilegri fjarlægð þegar maður hefur grun um að einhverjum sé í nöp við hann. Það hefur ekki verið sparkað í Buster eða veist að honum með öðrum hætti og verður ekki gert,“ segir Guðjón Smári með miklum þunga svo ekki fer á milli mála hve annt honum er um félaga sinn.

Hefði belti bjargað fimmta hverjum sem lést? Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að líklega hefðu 49 einstaklingar af 233 sem létust í umferðarslysum á árunum 2000 til 2010 lifað slysið af ef þeir hefðu verið í bílbelti. Þrátt fyrir alla vitneskju um mikilvægi bílbelta nota 9-20% ökumanna ekki þann sjálfsagða öryggisbúnað í umferðinni samkvæmt könnunum VÍS og Umferðarstofu. Hafa þarf í huga að öllum í bílnum stafar hætta af því ef einhver er ekki spenntur í bílbelti við árekstur og það er jafnhættulegt að vera óspenntur í aftursæti eins og framsæti. Umferðarstofa og VÍS hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á bílbeltanotkun með sjónvarpsauglýsingum þar sem áhersla er lögð á hvaða

Beyglað stýri eftir bílstjóra

áhætta fylgir því að vera ekki í bílbelti. Ísland í dag á Stöð 2 fjallaði einnig um málefnið og tók skemmtikrafturinn Bergur Ebbi í Mið-Íslands hópnum áskorun um sýna hvað það þýðir að lenda í árekstri án bílbeltis á mismunandi hraða. Bergur Ebbi er með eindæmum lofthræddur og fannst það mikil fásinna að kasta sér fram af gámi í um 10 metra hæð. Við lendingu jafngildir hraðinn því að bíll lendir í árekstri á um 55 km/klst. Bergur Ebbi viðurkenndi að hann hefði nú verið í bíl á þeim hraða á lífsleiðinni án þess að nota bílbelti, en þessi áskorun kæmi pottþétt til með að breyta þeirri hegðun til framtíðar.

Brotin framrúða eftir bílstjóra

13


Á hverju sumri verða fjölmörg slys þar sem ekið er á búfé. Ökumenn þurfa að vera meðvitaðir hættuna sem stafar af sauðfé við vegi og draga úr hraða.

Þjóðhátíðinni lauk á banaslysi í Þrengslunum „Þegar bílnum er ekið inn á Suðurlandsveginn sé ég strax hvað er í vændum og ég man að ég hugsaði: Ó nei - á ég að halda í eitthvað? Svo kom þetta gífurlega högg. Það er ekki hægt að ímynda sér hvað þetta er þungt högg sem maður fær. Þetta er svo vont.“ Svona lýsir Jóna Rún Gísladóttir sekúndubrotunum þegar hún lenti í alvarlegu bílslysi fyrir 12 árum. 17 ára systir hennar lést af völum áverka sem hún hlaut í árekstrinum. Vinur Jónu Rúnar keyrði.

Gat ekki kvatt systur sína

Guðrún Björk var send beint í viðamikla aðgerð. Lifrin var illa farin og henni blæddi mikið. „Henni var haldið sofandi og því náðum við ekki að kveðja hana. Dagarnir upp á spítala voru mjög fljótir að líða. Ég var hálf dofinn allan tímann. Við systurnar fengum að baða hana með þvottapokum og á meðan töluðum við við hana. Sögðum henni meðal annars hvað við hlökkuðum til að segja henni frá hvað við værum búnar að stjana við hana. Hún var mjög ólík sjálfri sér í útliti þar sem hún fékk mikinn bjúg. Það var erfitt að horfa á litlu systur sína liggjandi í sjúkrarúminu tengda öllum þessum tækjum sem fylgdust með lífsmörkum hennar og að allar okkar vonir voru bundnar við þessi tæki,“ segir Jóna Rún. „Þegar foreldrar mínir voru svo kallaðir inn til hennar af læknunum og komu aftur til baka inn í aðstandendaherbergið þurfti móðir mín ekki að segja orð. Ég sá strax á henni að Guðrún Björk væri látinn. Við tók endalaus tómleiki innra með mér.“

Beltið ekki rétt staðsett.

Jóna Rún og Guðrún Björk á Þjóðhátíðinni 2000

„Bíllinn kastaðist til baka og ég hugsaði hvernig endar þetta? Það er ótrúlegt hvað maður nær að hugsa um margt á þeirri örskotstund sem þetta gerist. Ég var gripinn ofsahræðslu fyrst því ég hélt að það væri að kvikna í bílnum. Það rauk náttúrlega úr öllu þegar vatn gufaði upp af heitri vélinni.“

Banvænir innvortis áverkar

Jóna Rún var 19 ára þegar hún fór með vini sínum og yngri systur á þjóðhátíð í Eyjum árið 2000. „Ég ákvað að bjóða litlu systur minni, Guðrúnu Björk, með því hana langaði svo mikið en enginn sem hún þekkti ætlaði að fara. Ég vildi því að vera góð systir og mamma gaf leyfi því við gistum hjá ættingjum í Eyjum.“ Eftir skemmtilega verslunarmannahelgi komu þau til Þorlákshafnar á mánudagskvöldi með Herjólfi og óku til Reykjavíkur í gegnum Þrengslin. Á gatnamótunum við Suðurlandsveg ók bílstjórinn í veg fyrir jeppa sem kom frá borginni. Jóna Rún segir að þótt bíll þeirra hafi ekki verið á mikilli ferð hafi áreksturinn verið harður. „Systir mín hlaut alvarlega innvortis áverka. Lifrin sprakk. Hún bar enga áverka útvortis svo heitið gæti en virtist svolítið ringluð. Það var björgunarsveitarbíll rétt á eftir okkur og menn úr honum komu í veg fyrir að Guðrún Björk stæði strax upp eins og hún ætlaði sér. Ég fékk hálfgert lost. Var vafinn inn í teppi og sett inn í bíl. Skömmu síðar sá ég sjúkrabílinn koma og flytja hana burt.” 14

Slysið varð á mánudagskvöldi, frídegi verslunarmanna, í þungbúnu veðri og bleytu. „Við vorum öll spennt í belti en rétt fyrir slysið man ég að systir mín var alveg að sofna og hafði sett bílbeltið undir handarkrikann til að koma sér betur fyrir. Hún lá hálf partinn út af í sætinu, upp að hurðinni og beltið var þar af leiðandi ekki á réttum stað á líkama hennar,“ segir Jóna Rún. Fyrir dómi sagði réttarmeinafræðingur að ekki væri hægt að segja með vissu hvort læknisfræðilegur möguleiki væri á því að staðsetning öryggisbeltisins hefði verið ráðandi þáttur í áverka Guðrúnar Bjarkar. Hugsanlega hefði það þó leitt til meiri áverka á lifur en ella þar sem átakið dreifðist ekki eins mikið og það ætti að gera með beltið yfir öxl. Mögulegt væri þó að hljóta sams konar áverka með beltið rétt spennt. Jóna Rún veltir oft fyrir sér hvað hefði gerst ef Guðrún Björk hefði setið upprétt og með beltið rétt staðsett. „Hvað ef? Ég geng hart eftir því að mitt fólk hafi beltin eins og til er ætlast. Strákunum mínum finnst ég stundum erfið og leiðinleg þegar þeir eru þreyttir og vilja koma sér betur fyrir. En ég get ekki leyft þeim þetta. Það er hræðilegt þegar börn fá að stjórna þessu sjálf og algjört hugsunarleysi foreldra að láta undan.

Kvöl og pína á vegum úti

Jóna Rún og eiginmaður hennar eiga tvo syni, 10 og 4ra ára. „Ég á erfitt með að senda strákana frá mér. Einu sinni þegar maðurinn minn var í útlöndum ætluðu tengdaforeldrarnir aldeilis að stjana við mig og leyfa mér að slaka á og fá frí. Þetta var áður en yngri strákurinn fæddist og þau buðu þeim eldri með í sveitina fyrir vestan. Ég gat ekki hugsað mér að hann færi. Bara af ótta við að eitthvað kæmi fyrir í bílferðinni. Ég veit alveg hvernig ég á eftir að vera þegar þeir


Tjaldsvæði eru líka leiksvæði barna. Því skal aka þar með sérstakri gát og alls ekki bakka nema einhver standi fyrir aftan til að tryggja að þar sé enginn að leik. Kynna þarf svæðið fyrir börnum og segja frá hættum.

Jóna Rún, Bjarki Rafn og Halldór Sölvi

komast á bílprófsaldurinn. Það verður átak að hleypa þeim út í umferðina á eigin vegum. Ég á pottþétt eftir að setja ökurita í bílinn þegar þar að kemur en vonandi eiga þeir eftir að verða mjög góðir bílstjórar eftir áralangar lexíur. Ætli ég sitji ekki í fyrstu árin,“ segir hún kímin enda gæti það reynst þrautin þyngri.„Það er hræðilegt að vera með mér í bíl. Þótt maður treysti sjálfum sér treystir maður engum öðrum. Ég fer helst ekki út á þjóðveg nema í góðu skyggni og krefst þess að ekið sé á löglegum hraða. Það er kvöl og pína ef nauðsynlegt er að taka fram úr.

Guðrún Björk

Ég er öruggari í þéttbýlinu og forðast að leggja land undir fót um svokallaðar ferðahelgar. Við erum t.d. nýbyrjuð að fara aftur út á land um verslunarmannahelgi. Annað hvort hef ég verið heima eða farið til útlanda. Varkárnin hamlar mér mikið en ég ræð ekki við þetta,“ segir Jóna Rún.

Finnur til með bílstjóranum

Jóna Rún og bílstjórinn voru góðir vinir þegar slysið varð en hún segir að fljótlega hafi vináttuböndin trosnað. „Mér fannst erfitt að tala við hann og honum líklega enn erfiðara að tala við mig. Ég var rosalega reið fyrst eftir slysið en núna finn ég mjög til með honum. Það hlýtur að vera hræðilega erfitt að lifa með þessu. Vonandi hefur honum tekist að vinna úr því.“ Upprifjun þessarar sársaukafullu lífsreynslu tekur á Jónu Rún sem kyngir kekkinum í hálsinum af og til meðan hún segir frá. „Maður kemst ekkert í gegnum svona heldur lærir að lifa með sorginni og margar gleðistundir núna í lífinu vekja upp sárar tilfinningar þar sem hún er ekki með okkur til að njóta þeirra. Guðrún Björk var tvíburi og missirinn hefur verið mjög sársaukafullur fyrir tvíburasysturina. Það má segja að hún hafi misst helminginn af sér, “ segir Jóna Rún klökk og fellir tár. „Þótt það séu liðin 12 ár er erfitt að tala um missinn og rifja slysið upp. Fjölskyldan var mjög samheldin og þetta þjappaði okkur enn frekar saman. Ef mamma fengi að ráða myndi hún kaupa risastórt hús og hafa okkur systur allar fjórar undir sama þaki ásamt fjölskyldum. Hún á mjög erfitt með að kveðja okkur. Þótt einhver sé bara að fara rétt út úr bænum þarf hún að taka honum stóra sínum. Maður metur bæði líf sitt og annarra öðru vísi. Það er ekki sjálfgefið. Ætli ég sé ekki bara betri við alla í kringum mig en áður?“

15


Mikilvægt er að tryggja öryggi heimilisins áður en farið er í fríið. Loka og læsa hurðum og gluggum, skrúfa fyrir vatn að þvottavélum, taka rafmagnstæki úr sambandi, láta verðmæti ekki sjást að utan og fá einhvern til að líta til með heimilinu.

Reglubundið eigið eldvarnareftirlit getur gert gæfumuninn Á tímabilinu frá 2006 til 2011 urðu 431 brunatjón hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum tryggðum hjá VÍS, eða 72 að jafnaði á ári. Þriðjungur brunanna varð í verslun og þjónustu og annar þriðjungur í iðnaði. Í flestum tilfellum varð ekki mikill skaði sem má þakka betri brunavörnum en áður. Oftast kviknar í út frá rafmagni, rafmagnsbúnaði og vélbúnaði. Þá er nokkuð algengt að kveikt sé í utanhúss, t.d. í ruslagámum og öðrum brennanlegum efnum s.s. fiskikörum.

EDEN í ljósum logum Ljósmynd: Guðmundur Karl

Tölur úr útkallsskýrslugrunni Mannvirkjastofnunnar sýna að þriðjungur brunatjóna árið 2011 varð hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum eða öðrum stofnunum. Heildarkostnaður tryggingafélaga vegna bruna á árinu var um 4.500 kr. á hvern Íslending eða liðlega 1.4 milljarðar króna.

Brunavörnum ábótavant hjá fyrirtækjum

Síðustu ár hafa brunaviðvörunarkerfi og rétt viðbrögð starfsmanna oft og tíðum komið í veg fyrir mikið tjón vegna eldsvoða. Sömuleiðis hefur almennt eldvarnareftirlit sveitarfélaga eflst og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að gera mun betur í þeim efnum á landsbyggðinni og tækifærin næg. Niðurstöður úr 2.000 sérstökum forvarnarheimsóknum starfsmanna VÍS til fyrirtækja sýna að í 30% þeirra er ekki brunaviðvörunarkerfi. Utan höfuðborgarsvæðisins eru hins vegar 45% fyrirtækja og stofnanna ekki með slíkt kerfi sem er umhugsunarvert í ljósi þess að stærstu brunar undanfarinna ára hafa verið úti á landi. Niðurstöðurnar sýna einnig að í 70% tilfella hefur starfsfólk ekki fengið viðeigandi þjálfun í notkun slökkvitækja, í 27% tilfella loga útljós ekki 16

stöðugt, í 19% tilvika lokast eldvarnarhurðir ekki, í 20% tilfella eru slökkvitæki og/eða brunaslöngur ekki yfirfarin og í 15% tilvika eru slökkvitæki ekki aðgengileg.

Ríkar ástæður til eigin eldvarnareftirlits

Öflugar eldvarnir draga verulega úr líkum á að eldur og reykur valdi tjóni eða slysum. Eigið eftirlit og viðhald með þeim á að vera sjálfsagður liður í rekstri og gæða- og öryggismálum fyrirtækja og stofnana. Þannig má tryggja að fjármunum til eldvarna sé vel varið. Í vor gaf Eldvarnabandalagið út leiðbeiningabækling, veggspjald og gátlista um Eigið eftirlit með eldvörnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Eldvarnabandalagið saman stendur af Mannvirkjastofnun, Félagi slökkviliðsstjóra, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, öllum tryggingafélögum landsins og fleirum. Í bæklingnum er farið yfir það helsta sem fyrirtæki þurfa til að koma á reglulegu eigin eldvarnaeftirliti. Auk þess er fjallað um ábyrgð eigenda og leigjenda atvinnuhúsnæðis, eldvarnastefnu fyrirtækja, tilnefningu á eldvarnarfulltrúa, reglulegar úttektir á eldvörnum, eldvarnafræðslu og þjálfun starfsfólks.


Yfir á skal aldrei aka ef þú treystir þér ekki til að vaða hana. Velja skal af kostgætni hvar ekið er yfir; að jafnaði efst á broti, með straumnum, rólega en ákveðið í fyrsta gír og í samfloti.

Hægt er að nálgast fræðsluefnið á vef VÍS (vis.is/fyrirtaeki/ forvarnir/brunavarnir) eða hafa samband við næstu þjónustuskrifstofu VÍS.

Margt að varast

„Reynsla okkar sýnir að fyrirtæki og stofnanir verða oft fyrir miklu tjóni í eldsvoða og lenda jafnvel í rekstrarstöðvun sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með reglubundnu eigin eldvarnaeftirliti. Dæmi eru um að í slíkum brunum hafi brunaviðvörunarkerfi ekki virkað sem skyldi vegna ófullnægjandi viðhalds og eftirlits. Eldvarnarhurðir ekki lokast sjálfkrafa og eldur og reykur því borist á milli brunahólfa. Jafnvel hefur verið búið að rjúfa gat á milli hólfa. Auk þess er aðgengi að slökkvitækjum oft á tíðum óviðunandi og starfsfólk ekki þjálfað í notkun þeirra. Það veitir falskt öryggi að hafa nóg að slökkvitækjum á vinnustaðnum ef starfsfólk kann ekki að nota þau,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri Forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Brunnin fiskikör

Bætt umgengni kostar ekki neitt

„Ódýrasta leiðin til að efla eldvarnir í fyrirtækjum og stofnunum er að fá starfsfólk í lið með sér að bæta umgengni á vinnustaðnum. Þannig má til að mynda lágmarka alla ruslsöfnun bæði innanhúss og utan og draga úr eldhættu vegna brennanlegra efna. Sömuleiðis tryggir góð umgengni að slökkvitæki eru aðgengileg og allar flóttaleiðir greiðfærar,“ segir Gísli Níls Einarsson sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Hann minnir stjórnendur fyrirtækja á að láta þjónustuaðila skoða brunaviðvörunarkerfi árlega og halda brunaæfingu, gera viðbragðsáætlun vegna eldsvoða, þjálfa starfsmenn á þriggja ára fresti í notkun slökkvitækja og síðast en ekki síst að fyrirtæki og stofnanir taki upp reglubundið eigið eldvarnaeftirlit.

Drasl hindrar aðgengi að slökkvitæki og brunaslöngu

Bílahjálp VÍS bjargar málunum

Bolungarvík

Þórshöfn

Siglufjörður

Ísafjörður

Ólafsfjörður Húsavík

Viðskiptavinir VÍS með F plús tryggingu fá nú notið Bílahjálpar VÍS vítt og breitt um landið á hagstæðum kjörum. Ef bíllinn bilar, verður bensín- eða rafmagnslaus, dekk springur, rúður brotna eða annað slíkt er hjálpin á næsta leiti í síma 560-5000.

Þingeyri

Dalvík Vopnafjörður

Tálknafjörður

Bíldudalur

Sauðárkrókur

Hólmavík Blönduós

Patreksfjörður

Borgarfjörður eystri

Akureyri

Hvammstangi Seyðisfjörður

Egilsstaðir

Neskaupsstaður Reyðarfjörður Snæfellsbær

Stykkishólmur

Búðardalur

Grundarfjörður

Djúpivogur Borgarnes

Þjónustan er í boði allan sólarhringinn á stofnvegum utan hálendis, tengivegum, héraðsvegum og sveitarfélagsvegum.

Akranes Reykjavík Hafnarfjörður

Höfn Mosfellsbær Hveragerði

Reykjanesbær

Þjónustuskrifstofur VÍS

Selfoss Grindavík

Þorlákshöfn

Hella

Flokkun þjóðvega Hvolsvöllur

Stofnvegur Tengivegur

Nánari upplýsingar má finna á: vis.is/bilahjalp

Héraðsvegur Vestmannaeyjar

Vík

17


Góður undirbúningur skiptir höfuðmáli í gönguferðum. Fatnaður, skór, göngustafir, vökvi og nesti eru nauðsynleg ásamt þekkingu á staðháttum, fjarskiptum og veðurspá.

Hætt eftir 47 ára starf hjá VÍS á Akureyri „Ég sagði honum að ég kynni ekki neitt sem gæti nýst í þessu starfi, vissi ekkert um tryggingar og kynni ekki að vélrita en ég gæti kannski lært þetta og orðið að einhverju gagni. Við vorum margar um hituna og keppinautarnir flestir eitthvað menntaðir ólíkt mér. Morguninn eftir hringdi Þórður og sagði: Helga þú ert ráðin. Það datt af mér andlitið.“ einsömul frá Akureyri til Reykjavíkur fyrir tveimur árum, 65 ára. „Ég byrjaði að hjóla fjórum árum fyrr. Maðurinn minn fylgdi mér eftir með hjólhýsi svo ég þurfti ekki að halda stífri áætlun til að komast í næturgistingu. Ég hélt mér þó við efnið og komst til borgarinnar á þremur dögum eftir 25 og hálfrar klukkustundar setu á hnakknum. Nú dreymir mig um að hjóla hringinn í sumar eða til Ísafjarðar og um Vestfirði.“ Sama ár og Helga Elín hjólaði á milli höfuðstaðanna gerði hún sér lítið fyrir og gekk á Hvannadalshnjúk.

Tólf ára dugnaðarforkur

Á Hvannadalshnjúk 2010

Svona lýsir Helga Elín Halldórsdóttir því þegar Þórður Gunnarsson umboðsmaður Brunabótafélags Íslands á Akureyri réð hana í vinnu árið 1965. „Þegar ég gekk á Þórð mörgum árum seinna hvers vegna hann hefði ráðið mig sagði hann: Þú sagðir satt, varst heiðarleg og ég vissi að það yrði ekkert mál að kenna þér það sem þyrfti.“ Í 47 ár hefur hún haldið tryggð við vinnustaðinn, sem varð að VÍS þegar Brunabót og Samvinnutryggingar voru sameinuð 1989, en lét af störfum í lok apríl vegna aldurs.

Allt handskrifað fyrir hálfri öld

Á tæplega hálfri öld liggur í hlutarins eðli að starfsumhverfið hefur gjörbreyst. Helga Elín byrjaði að hamra á eldgamla og hávaðasama ritvél, þá sjaldan kvittanir og þess háttar voru ekki handskrifaðar líkt og tíðkaðist lengi vel. Hún segir að við sameiningu Brunabótar og Samvinnutrygginga hafi nýtt samstarfsfólk samlagast afar vel og sterk tryggðarbönd myndast. „Ég hef borið gæfu til þess að vinna alltaf með frábæru fólki og sömuleiðis viðskiptavinum. Ég hef aldrei gert neinn mannamun. Jón er sami og séra Jón. Ef fólk stendur við orð sín þá er það gott fólk. Að kunna að hlusta og umgangast fólk er mikilvæg kúnst sem starfsfólk tryggingafélaga þarf að tileinka sér í ríkum mæli.“

Hjólaði 65 ára frá Akureyri til Reykjavíkur

Nú þegar Helga Elín hefur lokið störfum hjá VÍS sér hún fram á viðburðaríkt sumar. Hún hefur stundað líkamsrækt af kappi í mörg ár og undanfarin misseri hefur crossfit átt hug hennar allan. „Á mínum aldri hélt ég að fólk gerði ekki betur en að halda sér í formi en þessar æfingar hafa gert gott betur fyrir mig. Ég hef meira þol og þrek.“ Helga Elín lætur þó ekki þar við sitja því á sjötugsaldri tók hún upp á því að hjóla út um trissur og hjólaði til að mynda 18

Helga Elín er fædd að Hamraendum í Borgarfirði árið 1945 en fluttist á fyrsta ári að Steinsstöðum í Öxnadal þar sem hún er alin upp í sveitasælunni. Hún er þriðja í röð 11 systkina, elst systranna og byrjaði að vonum snemma að létta undir með foreldrum sínum. Aðeins 12 ára var hún orðin kaupakona á öðrum bæjum og hugsaði um heimilin meðan húsmæðurnar fæddu börnin sín heima. „Mamma átti börn svo að segja á hverju ári og öll fædd heima. Það veitti því ekki af hjálparhönd og ég saumaði orðið fötin á alla fjölskylduna frá 11 ára aldri eftir að mamma hafði sniðið þau. Ég tók svo einn bróður minn alveg að mér um nokkurra ára skeið þegar hann var þriggja mánaða og ég 13 ára. Sagði bara: Mamma ég skal taka hann að mér og vera honum sem móðir. Ég sá alfarið um allar hans daglegu þarfir enda kallaði hann mig líka mömmu til 18 ára aldurs míns,“ segir Helga Elín og hlýjan leynir sér ekki í röddinni við tilhugsunina. „Við lærðum strax að vinna og urðum að vinna. Það er auðvitað klisja að segja að unga fólkið kunni lítt eða ekki til verka nú orðið en því miður er það samt oft þannig.“

Ég faðmlag þér sendi

Á þessum tímamótum segir Helga Elín sér efst í huga að færa elskulegum vinnufélögum á Akureyri og öllum samstarfsmönnum bæði nær og fjær sem og viðskiptavinum sérstakar þakkir. „Þessi tæplega hálfa öld hefur liðið hratt í góðra vina hópi. Um leið og ég óska öllum viðskiptavinum, starfsfólki og VÍS velfarnaðar óska ég að mannlegi þátturinn verði í heiðri hafður og vil slá botninn í þetta svona:

Að endingu ég segi við þig

-sem þetta lest

Þetta er góður dagur

-hafðu það sem best.

Ég óska þess að hugsanir

-fallegar þig finni.

Ég faðmlag þér sendi

-og kveð þig að sinni.”


ENNEMM / SÍA / NM51800

HESTAVERND VÍS TRYGGIR HESTINN ÞINN


ICE (In case of Emergency) er alþjóðleg merking sem notuð er til að setja fyrir framan þann einstakling í símaskrá farsímans sem þú vilt að haft sé samband við ef slys verður. Merkingin nýtist einnig ef síminn týnist.

Eru vöruflutningar skaðræði á þjóðvegum? Ár hvert lenda tugir vöruflutningabifreiða í umferðarslysum þar sem ökutækin fara út af og velta. Leiða má líkum að því að fjöldi slíkra slysa haldist í hendur við aukna umferð vöruflutninga á vegum landsins eftir að strandsiglingar voru lagðar af. Á tímabilinu 2002-2011 hafa vörubifreiðir lent í 5901 umferðarslysi sem tilkynnt voru til Umferðastofu. Þar af eru 30 banaslys og 84 alvarleg slys. Á sama tímabili lentu 548 vörubifreiðir út af eða í veltum eða um 55 á hverju ári. Í þeim urðu 4 banaslys og 24 alvarleg slys.

þegar færðin er jafnframt verst og talsverðar líkur á hálku og roki. Ennfremur skapast oft vindstrengir undan fjöllum og dölum sem geta orðið þrisvar sinnum sterkari en á sléttlendi. Stærri ökutæki eru í mun meiri hættu vegna vinds en önnur ökutæki. Hættan eykst að sama skapi með eftirvagni, en um þriðja hver vörubifreið dregur slíkan. Stór og létt farartæki sem taka á sig mikinn vind eru sérstaklega varhugaverð.

Fjöldi vörubifreiða  sem  á  aðild  að  umferðarslysi       Banaslys   Alvarleg  slys   Slys  með  litlum  meiðslum    Óhöpp  án  meiðsla    Samtals   2002   3   7   49   515   574   2003   3   12   34   564   613   2004   4   5   31   641   681   2005   2   21   31   737   791   2006   3   12   56   775   846   2007   4   12   67   709   792   2008   4   5   72   404   485   2009   3   4   39   362   408   2010   2   5   31   304   342   2011   2   1   31   335   369   Samtals   30   84   441   5346   5901  

Eitt og annað kemur til: • Ófullnægjandi hleðsla og frágangur á farmi getur leitt til þess að hann færist til og veldur veltu. • Ófullnægjandi viðhald og eftirlit með ástandi vörubifreiða og eftirvagna s.s. bremsa og dekkja auka líkur á umferðarslysum. • Mikill ökuhraði dregur úr viðnámi bifreiða við veginn og því þarf minni vindhviður til að velta ökutækinu eða stuðla að útafakstri. • Skert athygli við akstur, t.d. vegna lítillar hvíldar eða farsímanotkunar við akstur eru einnig miklir áhættuþættir.

Fyrirmyndar bílstjóri sýnir fyrirhyggju

Forvarnarstarf í vöruflutningum er æði misjafnt milli fyrirtækja bæði hvað varðar umfang og eðli. Í sumum tilfellum hefur tekist vel til en því miður eru allt of mörg dæmi þess að ekki séu til neinar skriflegar leiðbeiningar eða formlegar verklagsreglur um öryggismál eins og frágang á farmi, aksturshegðun og farsímanotkun bílstjóra. Rannsóknarnefnd umferðaslysa hefur bent á að ástand stórra vörubifreiða er oft þáttur í banaslysum á þessum bifreiðum og mælir RNU með auknu vegaeftirliti með ástandi ökutækjanna. Akstur þeirra er meiri en venjulegra fólksbifreiða og því ætti að gera ríkari kröfur um reglubundið eftirlit og skoðun. Rannsóknarnefndin telur mikilvægt að fyrirtæki stuðli markvisst að upplýsingagjöf um hættu af vindhviðum og hættu á útafakstri, sér í lagi í tengslum við ástand yfirborðs vega, þ.e.a.s. hvort það er þurrt, blautt eða hált. Fyrirtæki þurfa að vinna eftir viðmiðum í þessu samhengi og leggja áherslu á að í verstu veðrunum sé akstri einfaldlega hætt og beðið þar til vind lægir.

Rannsóknir sýna að athygli ökumanna sem tala í farsíma við akstur skerðist um 35% og þeir eru fjórum sinnum líklegri til að lenda í alvarlegu umferðarslysi. Ennfremur benda þær til að notkun handfrjáls búnaðar auki ekki öryggið við akstur. Síðasta áratug hafa verið gerðar margar rannsóknir á umferðaröryggi vörubifreiða og áhrifum vinda á það. Rannsakendur fullyrða að hvergi í Evrópu sé tíðni sterkra storma hærri en á Íslandi. Vindur er mestur yfir vetramánuðina 20

Vinnuaðstæður vöru- og fólksflutningabílstjóra eru sérlega krefjandi. Efla þarf fræðslu til þeirra og þekkingu á áhrifum vindafars á umferðaröryggi. Staðgóða þekkingu á því, með hliðsjón af upplýsingum um færð og úr vegsjá Vegagerðarinnar, eiga bílstjórar að nýta sér til hlítar og ana ekki út í óvissuna við tvísýnar aðstæður. Fyrirmyndar bílstjóri sýnir ábyrgð í verki og heldur kyrru fyrir þar til aðstæður batna. Ekki verða að skaðræði í umferðinni.


Í utanlandsferð er mikilvægt að taka SOS kortið með og setja SOS númerið +4570105050 í símaskrá farsímans.

Hviðuspár í þróun

Þeir eru ekki færri en 60 til 70 kaflarnir á þjóðvegum landsins þar sem hætt er við snörpum vindhviðum sem feykt geta ökutækjum. Á þekktustu stöðunum og þar sem umferð er mest hefur vindur verið mældur nokkuð lengi, sums staðar um og yfir 15 ár. Vegagerðin miðlar upplýsingum m.a. um mestu vindhviðu, þ.e. vind í 1 sekúndu, til vegfarenda með ljósaskiltum. Eins um netið, á textavarpinu og talvél sem svarar í síma 1779. Vegagerðin í samvinnu við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing vinnur nú að þróun á vindhviðuspám. Til að byrja með á 9 þessara staða: Kjalarnesi, Hafnarfjalli, Hraunsmúla í Staðarsveit, Ingólfsfjalli, Hvammi og Steinum undir Eyjafjöllum, Sandfelli og Kvískerjum í Öræfum og að síðustu í Hamarsfirði. Um er að ræða líkindaspár og miðast við skilgreinda vindhviðu, 30 m/s.

„Bakgrunnur spánna er tölfræðilegur og byggir á tengslum mælinga veðurstöðvanna við vindátt og vindhraða skammt ofan brúna fjalla, en þær upplýsingar fást úr reiknuðum veðurlíkönum. Enn sem komið er, hvað sem síðar verður, hefur gengið frekar illa að spá augnabliksgildum á vindhviðum með hefðbundnum veðurlíkönum,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. „Upplausn spánna er 1 klst. og spáð er 30 klst. fram í tímann. Stefnt er að því að framleiða og uppfæra þessar spár fjórum sinnum á sólarhring á vef Vegagerðarinnar og víðar frá og með komandi hausti, vegfarendum til hagsbóta. En rétt eins og með aðrar veðurspár koma þær mest að gagni þegar menn hafa lært á kenjar þeirra. Vindur við fjöll getur verið afar kvikur og ekki alltaf auðvelt að reikna með vissu hversu harðir hnútarnir verða og hvenær nákvæmlega þeirra er von.“

Lukka á VÍS mótinu í Laugardal Átján hundruð börn í 210 liðum frá 26 félögum öttu kappi á VÍS mótinu í knattspyrnu sem haldið var í blíðskaparveðri í Laugardalnum í Reykjavík í vor. Keppendur voru á aldrinum 4 – 9 ára í 6., 7. og 8. flokki. Allir þátttakendur fengu flottan VÍS bol, buff og verðlaunapening ásamt góðgjörðum að leik loknum. Foreldrar, forráðamenn og börn skemmtu sér hið besta og var góður rómur gerður að mótshaldinu. Myndir af öllum liðunum má nálgast á vef VÍS www.vis.is

Ljósmynd: draumalid.is

21


Öruggari öryggishnappur PIPAR\TBWA • SÍA • 111021

Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt

Öryggismiðstöðin er eini þjónustuaðili öryggishnappa

Ef þú ert með hnapp frá öðrum þjónustuaðila, er einfalt að skipta. Hringdu í síma

sem er með hjúkrunarfræðinga í stjórnstöð á símavakt

570 2400 og kynntu þér málið.

allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar eru til ráðgjafar fyrir hnapphafa auk þess að vera stuðningur við öryggisverði í útköllum. Einnig fylgir hverjum nýjum hnappi reykskynjari sem er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.

Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn

Öryggishnappur Heimaþjónusta

Ferðaþjónusta

Hjálpartæki

Aðlögun húsnæðis


Hálsáverkar eru nokkuð tíðir við aftanákeyrslur. Með rétt stilltum höfuðpúða dregur úr líkum á slíkum áverkum.

„Öryggishnappurinn okkar eina björg“ „Ef ekki væri fyrir öryggishnappinn hefði þetta sennilega endað illa. Ég var í hálfgerðu losti og vissi ekki hvað ég átti að gera. Mundi ekki númerið hjá Neyðarlínunni – 112 - eða neinum öðrum en gat þá ýtt á hnappinn og hjálpin barst um hæl. Þetta var eina björgin sem ég gat okkur veitt.“ Svona lýsir Gígja Möller húsmóðir á Akureyri upplifun sinni þegar Halldór Hallgrímsson eiginmaður hennar datt á heimili þeirra í fyrra. Hann vankaðist við þungt högg á gagnauga og fékk djúpan skurð sem blæddi talsvert úr.

Brugðist skjótt við

„Öryggisvörður frá Öryggismiðstöðinni brást mjög skjótt við er ég sendi neyðarkallið. Hann var eiginlega bara kominn hér inn á gólf eins og skot. Stöðvaði blæðinguna og hlúði að Dóra þar til sjúkrabíllinn kom. Ég er engin bógur til að hjálpa honum við þessar aðstæður. Bóndi minn verður áttræður í sumar og ég er nýorðin 75 ára. Það er því ómetanlegt að geta kallað til aðstoð með einu handtaki,“ segir Gígja. „Við fluttum að Skálateigi hér á Akureyri fyrir 7-8 árum og höfum frá upphafi haft hnappinn okkur til öryggis. Ég er mjög þakklát fyrir þetta. Í stað þess að þurfa að hringja út um allan bæ eftir aðstoð nægir að styðja á hnappinn og hjálpin kemur um hæl. Ég stóla á hann og við erum miklu öruggari fyrir vikið.“ Halldór var skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa til áratuga enda er Dóri á Svalbak nafn sem margir kannast við nyrðra og eflaust víðar. Hann fékk heilablóðfall fyrir nokkrum árum og tapaði þá málinu að mestu. Að öðru leyti hefur hann náð sér nokkuð vel en notar þó af og til hjólastól. Gígja segir þau hjónin fara reglulega í bíltúr niður á bryggju til að anda að sér sjávarloftinu og komast aðeins í snertingu við gamla tíð. „Ég ek um allt ef færðin er ekki því verri og Dóri fylgist mjög grannt með öllum skipaferðum um fjörðinn enda sjáum vel út hann úr sólstofunni okkar.“

Hjálparvana á gólfinu

Öryggismiðstöðin veitir heilbrigðis-, félagsog öryggisþjónustu ásamt liðveislu, ráðgjöf um aðlögun á húsnæði, byltuvarnir og aðgengi í heimahúsum. Áhersla er lögð á sjálfstæði einstaklingsins og lífsgleði með virðingu fyrir sérstöðu hans og faglega þekkingu að leiðarljósi í allri þjónustu. Hjúkrunarfræðingur er á vakt allan sólarhringinn og alla daga ársins í stjórnstöð. Þannig hafa öryggisverðir aðgang að sérþekkingu hvenær sem er. Guðrún Dadda Ásmundardóttir iðjuþjálfi hjá Öryggismiðstöðinni segir hnappinn sanna gildi sitt á hverjum degi. „Eitt eftirminnilegasta dæmið frá síðasta ári er af roskinni konu í Vesturbænum sem var að flóa sér mjólk fyrir svefninn. Hún telur að þetta hafi verið rúmlega níu um kvöldið. Það næsta sem hún veit er að hún liggur í gólfinu, getur ekki risið upp og ýtir því á neyðarhnappinn. Um sjö mínútum síðar kemur öryggisvörðurinn til hennar og getur hleypt sér inn því við erum með lykil að íbúðinni. Konan hafði fengið aðsvif og fallið í gólfið. Greinilegt var að þó nokkur tími hafði liðið frá því

Gígja Möller og Halldór Hallgrímsson Ljósmynd: Kristján Kristjánsson

hún féll í yfirlið því mjólkin var búin úr pottinum og íbúðin full af reyk. Öryggisvörður lét stjórnstöð kalla eftir sjúkrabíl og hlúði svo að húsráðanda, slökkti á hellunni, fór með pottinn út á svalir, opnaði allt og byrjaði að loftræsta. Konan var svo flutt á sjúkrahús en öryggisvörðurinn fór ekki af staðnum fyrr en aðstandendur hennar komu og tóku við að reykræsta.“ Eftir þetta atvik sendi Öryggismiðstöðin tæknimann á staðinn sem setti upp reykskynjara beintengdan stjórnstöð hnappþeganum að kostnaðarlausu. „Konan var mjög ánægð með að geta kallað eftir aðstoð í gegnum hnappinn því annars telur hún að illa hefði farið. Hún gat ekki reist sig upp og engin í blokkinni heyrir á milli íbúða,“ segir Guðrún Dadda.

„Ég er mjög þakklát fyrir þetta. Í stað þess að þurfa að hringja út um allan bæ eftir aðstoð nægir að styðja á hnappinn og hjálpin kemur um hæl. Ég stóla á hann og við erum miklu öruggari fyrir vikið.“

Eitt handtak og hjálp berst

„Eitt af mínum verkefnum er að hringja í hnappþega sem þegið hafa aðstoð. Í þeim samtölum tjá allir, bæði þeir og aðstandendur, sig um hversu mikið öryggi það er að hafa hnappinn. Að vera viss um að einhver komi og aðstoði mann í stað þess að eiga til dæmis á hættu að liggja hjálparvana á gólfinu eftir fall. Eins og Gígja nefnir getur þetta líka veitt mökum mikið öryggi. Eitt handtak og hjálpin er á leiðinni. Ég hef tekið eftir því í þessum samtölum að fólk segist hafa fyllst örvæntingu við að sjá maka sinn hjálparvana og ekkert vitað hvað skyldi taka til bragðs. Hvorki munað númer Neyðarlínunnar né önnur en þá hafi hnappurinn komið sér vel og hjálpin verið á næsta leyti,“ segir Guðrún Dadda hjá Öryggismiðstöðinni.

23


Barn má ekki sitja fyrir framan virkan öryggispúða fyrr en það hefur náð 150 sm hæð.

Lífið getur oltið á reykskynjara „Ódýrara öryggistæki en reykskynjari er vandfundið. Það er hins vegar ekki nóg að hann sé bara til staðar. Reykskynjarinn má ekki liggja rafhlöðulaus niðri á skenk heldur á að vera upp settur með hlöðnu batteríi. Lífið getur oltið á því að hann virki,“ segir Gunnar Magnús Einarsson rafvirkjameistari á Selfossi sem hefur komið að ófáum brunum í bústöðum á hátt í hálfrar aldar ferli í bransanum. þarf að nota gifs eða eldvarðar plötur. Það er ekki nóg að treysta bara á að taflan brenni ekki. Það má ekki setja þær inn í venjulegan timburvegg heldur þarf að klæða þær af með eldtefjandi efni.“

Gunnar Magnús Einarsson rafvirkjameistari

„Það eru nokkur atriði sem ég hef rekið mig á að eru oftar en öðrum ábótavant. Stærð öryggja, lekaliða og sverleiki raftauga skiptir mestu máli og þarf að vera í samræmi við reglugerð. Of stór öryggi skapa hættu á of miklu álagi án þess að slá út. Leiðslurnar og öryggin hitna, slá ekki út og allt getur fuðrað upp.“

Liðónýtir lekaliðar

Gunnar Magnús segir mjög brýnt, ef byggt sé við bústað eða álag aukið umtalsvert á rafkerfi til dæmis með rafkynntum potti eða öðrum straumfrekum tækjum, að uppfæra rafmagnstöfluna og kerfið til samræmis. Raflagnir að pottunum verði að vera fullnægjandi en hann hafi séð allt of mörg dæmi um fúsk í þeim efnum. „Þá verður lekaliðinn að taka mið af álaginu. Hann á aldrei að vera minni en 63 amper í öllum venjulegum sumarhúsum. Ég hef séð marga minni sem hafa hitnað og bráðnað. Stundum með alvarlegum afleiðingum. Að minnsta kosti einu sinni á ári þarf að prófa að slá lekaliðanum út með öryggistakkanum á honum. Ef það virkar ekki er lekaliðinn ónýtur og þarf að skipta. Menn verða svo að gera sér grein fyrir því að það má ekki troða bara sífellt fleiru inn í töfluna heldur verður að stækka hana ef nauðsyn krefur.“ Fara þurfi reglulega yfir töflu og herða upp. „Það slaknar á öllu með tímanum. Þá myndast hiti og getur kviknað í. Nýjar rafmagnstöflur þarf að skoða og yfirfara innan árs og svo á nokkurra ára fresti þaðan í frá. Það kemur fyrir að menn gleyma að herða eina skrúfu. Þá getur snarkað í, hitnað og með tíð og tíma gefur þetta sig. Það á ekki síður við hjá fyrirtækjum en einstaklingum,“ segir Gunnar Magnús

Ekkert óbrennanlegt

Óbrennanlegar rafmagnstöflur segir Gunnar Magnús ofmælt að kalla svo, þótt tregbrennanlegt efni sé notað í þær. „Við ákveðið hitastig láta þær undan. Í kringum rafmagnstöflur 24

Gunnar Magnús segir þriggja fasa rafmagn heppilegt í bústöðum. „Áður fyrr var þetta meira og minna eins fasa en núna er þriggja fasa í boði hvarvetna og er fullkomlega öryggisins virði. Ef til dæmis er byggt við eldri bústaði með eins fasa rafmagni og álagið þannig aukið á rafmagnstöfluna ætti skilyrðislaust að skipta um leið í þriggja fasa. Við það minnkar öll áraun á rafkerfið, bilanatíðni lækkar og sveiflur jafnast. Það er þó rétt að taka fram að þessi predikun á fyrst og fremst við þar sem ekki er hitaveita.“

Að mörgu að hyggja

Gunnar Magnús segir eitt og annað sem mörgum kunni að finnast smálegt geta skilið milli lífs og dauða og nefnir nokkur atriði. „Ganga þarf vel frá tengingum fyrir hitakúta. Þeir taka kannski 3-4 kw og eru stundum tengdir bara með venjulegri kló. Það býður upp á hitamyndun og ég hef margoft komið að öskubrunnum tenglum. Sem betur fer þó án frekari skaða að ég best veit. Það er best að fasttengja kútana en ef ekki, þá þarf stóra kló, 16 amper. Svo á náttúrlega að vera á allra vitorði að rafmagnsofna má aldrei hylja, hvorki með fötum né öðru og um þá þarf að leika loft.“ Nú til dags eigi þeir að slá sjálfkrafa út en þegar menn skelli t.d. rennblautum fötum á heitan ofninn geti voðinn verið vís.

Brunninn lekaliði úr bústað

Ennfremur verði styrkur pera í ljósum og lömpum að vera í samræmi við það sem framleiðandi gefi upp. „Of stór pera í lofti getur til að mynda hitað svakalega út frá sér. Ég hef komið í bústaði þar sem loftið er glóandi heitt vegna þessa. Svo eiga að vera ekki færri en tveir reykskynjarar ef svefnloft er í bústaðnum og slökkvitæki og eldvarnarteppi er algjör nauðsyn. En það á náttúrlega ekki að þurfa að segja sumarhúsafólki slík almælt tíðindi,“ segir Gunnar Magnús kímileitur að lokum.


Notið stefnuljós rétt með því að gefa það um 5 sekúndum eða 30-50 metrum áður en breytt er um stefnu.

Ingibjörg og Darri við olíuborna útidyrahurðina

Ljósmynd: Alfreð Ingvar

Í brunaútkall á sitt eigið heimili „Ég var á sjúkrabíl í útkallinu. Það voru talsverðar krókaleiðir á staðinn, nýtt hverfi og ekki búið að ljúka við allar tengibrautir. Félagi minn í bílnum spurði hvort ég ætlaði ekki að skoða kort til að rata. Ég sagði honum að ég þyrfti ekki á því að halda; þetta væri heima hjá mér.“

ára og hringdi í Neyðarlínuna, 112. Darri hefði auðveldlega slökkt eldinn sem var bundinn við ruslatunnuna en ég ákvað að taka enga sénsa heldur hljóp bara beint út. Eftir að búið var að slökkva og moka leyfunum út kviknaði aftur í tunnunni og tuskunni á planinu því hitinn var svo mikill.“

Svona lýsir Steinþór Darri Þorsteinsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður einu af sínum fyrstu útköllum hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Það var kallað upp í hátalarakerfinu á stöðinni að það væri kviknað í og tilkynnt hvar. Ég vissi um leið hvað hefði gerst. Mér varð auðvitað ekki um sel. En ég heyrði strax að íbúarnir hefðu látið vita af eldinum og væru komnir út. Þá vissi ég að þau væru í það minnsta á lífi.“

Nokkurt tjón varð af reyknum og slökkviduftinu en miðað við aðstæður fór þetta frekar vel. „Gárungarnir gerðu líka grín að okkur í kjölfarið og sögðu að ég hefði bara verið að tékka á hvort Darri væri á vaktinni. Þarna hitti ég náttúrlega vinnufélaga hans í fyrsta skipti sem nú eru góðir kunningjar eða vinir, svo fyrstu kynnin voru óneitanlega mjög eftirminnileg. En að öllu gamni slepptu þá var þetta mjög óskemmtileg lífsreynsla. Ég fæ ennþá hnút í magann þegar ég hugsa um hvað hefði getað gerst ef við hefðum ekki verið með reykskynjarann. Hann bjargaði lífi okkar. Enda biðum við ekki boðanna að setja upp reykskynjara í hvert herbergi og bílskúrinn líka. Þetta sat heillengi í börnunum og þau áttu erfitt með að sofna, sérstaklega sá 10 ára,“ segir Ingibjörg.

Darri, sem alla jafna er bara kallaður seinna nafni sínu, hafði verið að olíubera útidyrahurðina heima hjá sér rétt fyrir vakt. Á húsi sem hann og eiginkonan Ingibjörg Halldórsdóttir voru nýflutt í með tveimur börnum. „Hann fór í vinnuna um kvöldmatarleytið og þá kláraði ég að bera á hurðina. Þegar því var lokið henti ég tuskunum í ruslið úti í skúr. Darri hafði oft varað mig við hættu á sjálfsíkveikju vegna viðarolíu og að ekki mætti henda tuskunum beint í ruslið. En einhverra hluta vegna áttaði ég mig ekki á að ég væri að vinna með þannig efni. Ég las samviskusamlega utan á dósina og þar var ekkert minnst á hættu á sjálfsíkveikju. Það er eiginlega ótrúlegt að þetta hafi komið fyrir mig. Ég er frekar paranojuð gagnvart öllum hættum á heimilum. Er til dæmis þessi týpa sem fer hringinn á kvöldin og tekur allt úr sambandi. En ég var ekki á varðbergi gagnvart þessari óvæntu vá,“ segir Ingibjörg.

Reykskynjari bjargaði fjölskyldunni

Hún vaknaði svo um miðja nótt við væl í reykskynjara. „Þá var ég reyndar búin að vakna einu sinni við rosalega vonda lykt en hélt að hún væri bara af hurðinni. Við vorum nýflutt inn og höfðum sem betur fer einn virkan reykskynjara. Það var ekki einu sinni búið að setja hann upp. Hann var bara upp á hillu. Fyrst hugsaði ég með mér: Bíddu er lyktin svo slæm að reykskynjarinn nemur hana! En svo áttaði ég mig á hvað væri að gerast, kíkti út í skúr og sá að ruslafatan sem var úr plasti var bráðnuð og eldur logaði. Ég fór út með börnin 3ja og 10

Einn er hver einn

Á innan við ári hafa orðið þrjú brunatjón hjá viðskiptavinum VÍS, auk fimm annarra, þar sem sjálfsíkveikjur hafa orðið í þvotti smituðum matarolíu. Í öllum þessum tilfellum var þetta hjá fyrirtækjum en hættan er ekki síður fyrir hendi í heimahúsum. Við sjálfsíkveikju kviknar í vegna efnabreytinga án þess að eldur sé borinn að og nægir 80°C til þess. Auk matarolíu getur einnig kviknað af sjálfu sér í nuddolíu og viðarolíu. Darri er húsasmíðameistari og hefur alltaf gætt þess að ganga frá olíublautum tuskum með viðeigandi hætti. Breiða úr þeim eða hengja upp ef ætlunin er að nota þær aftur. Annars bleyta í þeim og henda í lofttæmdum poka til að fyrirbyggja að hiti geti myndast og eldur kviknað. Hann hefur því ekki þurft að breyta sínum venjum eftir brunann en það hefur Ingibjörg aftur á móti gert. „Já ég læt hann bara um þetta síðan,“ segir hún sposk. „Lærdómurinn er margvíslegur en upp úr stendur að það má ekki láta reka á reiðanum að setja upp reykskynjara. Þótt ekki sé nema einn þá getur hann skipt sköpum.“ 25


Með hreinum bílrúðum, heilum rúðuþurrkum og nægum rúðuvökva eykst öryggið í umferðinni

„Hér á ég heima“ Skagfirðingurinn Magnús Jónsson tók fyrir skemmstu við starfi umdæmisstjóra VÍS á Norðurlandi. Hann er 36 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, í sambúð með Sigurrós Jakobsdóttur starfsmanni Þekkingar á Akureyri og eiga þau tvo unga syni. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera kominn aftur norður. Þótt ég sé fæddur í Vesturbænum í Reykjavík og hafi búið þar lengst af hefur leiðin legið víða og Norðurlandið er mitt heimili. Hér er svo góður andi og gott að búa.“

Römm er sú taug

Að námi loknu réð Magnús sig til Búnaðarbankans í Hamraborg í Kópavogi. Hann fetaði þannig í fótspor afa sína og alnafna, Magnúsar frá Mel sem var bankastjóri Búnaðarbankans frá 1961-1984. Þó með sex ára hléi þegar hann gegndi starfi fjármálaráðherra í Viðreisnarstjórninni.

Magnús Jónsson, umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi.

Magnús er ættaður úr Skagafirði bæði í móður og föðurætt, frá bæjunum Geitagerði og Mel. Hann er gallharður KR-ingur. Spilaði knattspyrnu með félaginu þar til hnén gáfu sig á 18. ári og fylgist grannt með sínum mönnum í boltanum. Enda alinn upp í Vesturbænum fyrstu sex ár ævinnar og bjó þar svo á nýjan leik frá 15 ára aldri. Í millitíðinni bjó hann í Kópavogi í þrjú ár og Danmörku í sex ár þar sem foreldrar hans voru við nám.

Sveitasæla í Skagafirði

Magnús varði nánast öllum sínum frístundum frá barnæsku til fullorðinsára í sveitinni hjá Sveini Steinssyni móðurafa sínum í Geitagerði og var þar hvert einasta sumar. Eftir grunnskóla vann hann samhliða uppbyggilegum sveitastörfum, í rækjuvinnslunni Dögun á Sauðarkróki og á Hótel Áningu. Eftir nám í Menntaskólanum í Reykjavík snaraði hann sér enn og aftur norður og skrapaði í fyrstu skinn hjá Loðskinni. Í kjölfarið endurhannaði hann birgðakerfi fyrirtækisins og varð síðan framkvæmdastjóri vöru- og þjónustusýningar sem efnt var til vegna hálfrar aldar kaupstaðarafmælis Sauðárkróks. „Þá fékk ég að kynnast fyrir alvöru þeirri fjölbreyttu starfsemi sem þrífst í Húnavatnssýslunum báðum og Skagafirði. Fyrirtæki af öllu svæðinu tóku þátt í sýningunni og var ég í miklum samskiptum við forsvarmenn þeirra,“ segir Magnús. Eftir ársdvöl nyrðra lá leiðin í Háskóla Íslands en sem fyrr með annan fótinn í átthögunum. Nú hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Elementi á Króknum þar sem hann vann lokaverkefni sitt í viðskiptafræðinni. 26

Sem fyrr heillaði Norðurlandið Magnús yngri og hann greip því tækifærið, sótti um og fékk starf framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Landsbankans á Akureyri. Þaðan lá leiðin til Húsavíkur í starf útbússtjóra og svo í útbússtjórastól í Árbænum í apríl í fyrra. „Fjölskyldan kom suður í júní en strax fyrir áramót höfðum við áttað okkur á því hvar hjartað slær – fyrir norðan. Hér á ég heima. Ég á tveggja og þriggja ára stráka sem ég sá ekki fyrir sunnan. Bæði vegna mikillar vinnu en líka vegna tímafreks aksturs milli staða í borginni. Þetta er allt annað líf hérna,“ segir Magnús með sæluröddu. „Ég þáði starf í Landsbankanum á Akureyri. En skjótt skipast veður í lofti og nú er ég kominn til VÍS.“ Umdæmi VÍS á Norðurlandi er víðáttumikið. Nær frá VesturHúnavatnssýslu til Norður-Þingeyjarsýslu með þjónustu á Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Húsavík og Þórshöfn og á þriðja tug starfsmanna. Magnúsar bíður því ærinn starfi að setja sig inn í öll málefni umdæmisins og hitta viðskiptavini um það þvert og endilangt. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni á slóðum sem ég þekki vel til á. Ég er ættaður úr umdæminu vestanverðu, vel venslaður austur þar sem tengdamóðirin er frá Raufarhöfn, hef búið á Húsavík og á Akureyri svo ég hlakka mjög til að takast á við þetta og endurnýja fyrri kynni af Norðlendingum.“

„You´ll never walk alone”

Áhugamálin hverfast að miklu leyti um íþróttir. „Ég er forfallinn kylfingur þótt forgjöfin beri þess ekki merki. Golfið hefur vikið fyrir öðru undanfarin ár en nýju samstarfsmennirnir hafa lofað að leggja sitt af mörkum til að bæta úr því,“ segir Magnús kankvís. „Svo er ég gallharður stuðningsmaður Liverpool í ensku knattspyrnunni og horfi mikið á fótbolta. Ég hef óneitanlega grátið gengi minna manna undanfarin ár en eins og venjulega á þessum árstíma eykst bjartsýnin. Púllarar ganga saman í gegnum súrt og sætt og þótt það hafi aðallega verið súrt þessa öldina vitum við sem er: You´ll never walk alone og öll él styttir upp um síðir. En mikið væri nú gott að geta tryggt sig fyrir svona hörmungum,“ segir Magnús og hlær.


Skemmdir vegna vatns eru algengustu tjónin á heimilum samkvæmt tjónaskráningu VÍS. Á forvarnaheimilinu á vis.is má sjá hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir slík tjón.

Finndu fimm villur Finndu fimm villur og skilaðu lausninni, merktri með nafni og símanúmeri á næstu þjónustuskrifstofu VÍS. Fimm heppnir fá boðsmiða í bíó fyrir alla fjölskylduna.

Nafn:

Símanúmer:

27


SÍMI

560 5000

Ef þú þú ert rt með eð F p pllú ús s færð þ þú ú aðs ðsto toð hj hjá B Bíílla ah hjjál álp V VÍÍS Kom om e eiitt eit iittth hv vað að upp up up pp p á? á? Er bí bílli íllinn lllinn lli ll nn ti ttiliil dæ dæm mis is s ra afma ffm ma ag gnslau gns aus, au s, de dek d ek ekk ekk sp pru pr rrun ng ngi g giið eð ða a va ant nttar e elldsne ds dsn sn s ney yti yt ttii? M Með eð F pllús eð ús ú s fjjö öls ls sky ky d kyl du duu tryggi tr gg g gingu g ngu færð þ ng þú ú að ðst ðs s sttoð toð oð hjá hjjá Bí Bílah la ahjjál ah já álp VÍS VÍS S hv hvenæ venæ enær sem se em er er

só sól s óa arh ar rrhrri rin iin ngsi gsin gs ns s og og v víð ða as ast stt hvar á landin lan a din an in nu u.. Hafðu fð ðu samba sa amba mb m b nd d og hj og hjá hjá já álpi llpi lp piin er p er á næ næ næs æsta t lei le eiti. ti Þú ti Þú fi fin finnu nnur nu ur ná ána nar arri u a uppl pplýsin ppl pp singar ga g ar um u m verð og þ þjón jjón jó ónust ón ust us stu á vefsíð í u VÍS íð VÍÍS. V

Vá átr trygg tr gg ggi giing ngafé élla éla ag Ísla Ísla s and nds ds d s | Ár Árm Árm rmúla úla a 3 | 108 10 08 8 Rey yk ykj kj kjja avík víík ví k | 560 56 5 60 60 5 50 0 000 00 0 0 | v vis is s.is is s

ENNEMM / SÍA / NM52438

BÍLAHJÁLP VÍS BJARGAR MÁLUNUM!

VÍS fréttir 2012