VÍS fréttir 2011

Page 1


VÍS Fréttir - Sept. 2011 Útgefandi: VÍS Ábyrgðarmaður: María Hrund Marinósdóttir Ritstjóri: Björn Friðrik Brynjólfsson Umbrot: Reynir Pálsson Hönnun á forsíðu: Gulli Maggi Ljósmyndir: Ýmsir Auglýsingaefni: Fíton Prentun: Svansprent

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS Ljósmynd: Geir Ó.

Keppnismanneskja sem þrífst á áskorunum „Ég er full eldmóðs að takast á við nýtt og krefjandi starf. VÍS er traust og gott fyrirtæki og ég hlakka til að láta til mín taka á þessum nýja vettvangi. Það er von mín að viðskiptavinir okkar eigi eftir að verða þess varir og VÍS verði ávallt í fararbroddi keppinautanna,“ segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir nýráðinn forstjóri VÍS og Lífís en hún tók við starfinu 1. september síðastliðinn.

5 Enginn veit sína ævina fyrr en öll er 6 Framúrskarandi fyrirmyndarfyrirtæki 7 Lífsviðurværið brann á Böðmóðsstöðum 8 Nýbökuð móðir með brjóstakrabbamein 10 Þjóðaríþróttin nýtur stuðnings VÍS 14 Harpa gefur tóninn 15 Dýratryggingar jafn sjálfsagðar og fjölskyldutryggingar 16 Sérfræðingar í sjávarútvegi 18 Komum heil heim 20 Börnin í 1. sæti 21 Góð samvinna í Norðurþingi 22 Banaslysum í umferðinni fækkar 2


Bílbelti hafa margsannað gildi sitt sem öryggisbúnaður. Samkvæmt tölum frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefðu yfir 40 einstaklingar á árunum 2000 til 2009 lifað af umferðarslys hefðu þeir verið í bílbelti.

Sigrún Ragna er fædd og uppalin í Stykkishólmi, á ættir að rekja til vél- og skipasmiða í Hólminum og byrjaði því snemma að vinna við sjávarútveg eins og gengur og gerist í sjávarplássum landsins. „Mín fyrstu skref í vinnu voru í fjölskyldufyrirtækinu í Stykkishólmi, skipasmíðastöðinni og svo auðvitað í skelinni. Hörpuskelin var gull síns tíma og bæði börn og unglingar tóku þátt í bjarga verðmætum þegar á þurfti að halda. Ef kallið kom á skólatíma, t.d. í útskipun, þá var því hlýtt. Allir sýndu því skilning.“

Brautryðjandi Sigrún Ragna var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka áður en hún gekk til liðs við VÍS. Þar bar hún ábyrgð á fjárhagssviði, fjárstýringu og fjármögnun bankans ásamt ýmsum stefnumarkandi verkefnum. Sigrún Ragna er fyrsta konan sem gegnir forstjórastarfi hjá íslensku tryggingafélagi. Hún vill lítið um þá staðreynd ræða. „Mér finnst þetta ekki skipta máli. Aðalatriðið er að hafa gott samstarfsfólk þar sem allir vinna saman að settu marki í einni liðsheild.“ Hún segir spennandi áskorun að takast á við rekstur tryggingafélags. „VÍS er vel rekið fyrirtæki og eftirsóknarverður vinnustaður. Ég tek við góðu búi og er spennt að takast á við þær ögrandi áskoranir sem framundan eru.“

Enginn nýgræðingur í tryggingageiranum Nýi forstjórinn kemur ekki að tryggingageiranum sem einhver nýgræðingur. Sigrún Ragna vann í liðlega 20 ár hjá Deloitte hf. og fyrirrennurum þess fyrirtækis, áður en hún hóf störf hjá Íslandsbanka. „Ég tók virkan þátt í að byggja upp endurskoðunarfyrirtækið Deloitte þar sem ég var einn eigenda frá 1992 og í stjórn og síðar stjórnarformaður. Ég hef aflað mér víðtækrar stjórnunar- og sérfræðireynslu og hef starfað með fyrirtækjum í flestum atvinnugreinum og þá ekki síst í fjármála- og tryggingageiranum einkum við endurskoðun og ráðgjöf á sviði reikningshalds og skattamála.“ Sigrún Ragna lauk cand. oecon prófi af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands árið 1987, löggildingu sem endurskoðandi árið 1990 og MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007.

Með keppnisandann úr körfuboltanum

mundað golfkylfuna af og til undanfarin ár. Árangurinn á golfvellinum hefur þó látið aðeins á sér standa og forgjöfin lítið þokast niður á við. „Þetta er fyrst og fremst til skemmtunar þar sem markviss árangur næst tæpast nema með mikilli ástundun. Það hefur einfaldlega ekki verið tími til að sinna golfinu.“ Aðaláhugamál Sigrúnar Rögnu, laxveiði, krefst líka talsverðs tíma og segja má að veiðieðli sé henni meðfætt. „Þegar önnur börn fóru með foreldrum sínum í sumarbústað fór ég í veiðihús með mínum að Miðá í Dölum. Þar dvöldum við af og til á sumrin og renndum fyrir lax. Ég er mikið náttúrubarn og er svo lánsöm að maðurinn minn deilir þessum áhuga með mér. Við höldum því í þessa hefð og förum gjarnan með strákunum okkar í hinar og þessar minni ár, ef svo má segja, þar sem fáar stangir eru leyfðar og við sjáum um okkur sjálf.“ Eiginmaður Sigrúnar Rögnu er Eiríkur Jónsson, skrifstofustjóri hjá Endurvinnslunni hf. og eiga þau 14 ára tvíbura.

Viðskiptavinirnir í fyrirrúmi Iðulega fylgja einhverjar áherslubreytingar forstjóraskiptum og segir Sigrún Ragna að það megi búast við því en þau skref verði stigin af mikilli varfærni. „Ég vil fara vel í saumana á stefnu og markmiðum fyrirtækisins til framtíðar en byggja um leið á þeim traustu stoðum sem VÍS hvílir á. Ánægðir viðskiptavinir eru aðall hvers fyrirtækis og við viljum vera í fararbroddi tryggingafélaga hvað það snertir. Við erum hér til að þjóna viðskiptavinunum og uppfylla óskir þeirra með mismunandi tryggingum og vernd sem hentar hverjum og einum.“

Eins og við er að búast af Hólmara var Sigrún Ragna á kafi í körfubolta. Þegar hún flutti til borgarinnar gekk hún til liðs við KR og sankaði þar að sér Íslands- og bikarmeistaratitlum í gullaldarliði KR sem bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína upp úr 1980. Íþróttaáhuginn hefur ekki dofnað þótt körfuboltinn hafi verið lagður á hilluna. Sigrún Ragna sat um skeið í stjórn Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi og svo hefur hún

„VÍS er vel rekið fyrirtæki og efirsóknarverður vinnustaður. Ég tek við góðu búi og er spennt að takast á við þær ögrandi áskoranir sem framundan eru.“

3


Huga þarf vel að börnum þar sem heitir pottar, sundlaugar, vötn, ár eða annað vatn er. Ung börn geta drukknað í 2-5 sm djúpu vatni á mjög skömmum tíma og hljóðlátlega.

Skellt á skeið í Skagafirði Landsmót hestamanna fór fram á Vindheimamelum í Skagafirði í sumar, það 19. í röðinni. Fyrsta mótið var haldið á Þingvöllum árið 1950 þar sem sýnd voru 133 hross. Nú voru fákarnir 777. Mótið á Vindheimamelum fór gríðarlega vel fram og var góður rómur gerður að því, bæði hvað snertir hestakost, aðstöðu, skipulag og framkvæmd. Fremur svalt var í veðri fyrstu daga mótsins en svo snerust veðurguðirnir á sveif með hestamönnum og voru á þeirra bandi þar til mótinu lauk.

Gæðingarnir teknir til kostanna Gestir voru sammála um að hestakosturinn í ár hafi verið stórkostlegur, bæði í gæðingakeppninni sem og í kynbótageiranum. Einnig var mjög gaman að fylgjast með þeim börnum, unglingum og ungmennum sem kepptu á Landsmótinu en oft eru þetta knapar með mikla keppnisreynslu og færir í flestan sjó.

VÍS bústaðurinn vakti mikla athygli

VÍS leiðandi í dýratryggingum Eins og allir dýraáhugamenn vita er Dýravernd VÍS leiðandi í tryggingum fyrir hesta, hunda og ketti. Úrvalið er mikið og tryggingarnar sérsniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. VÍS hefur um árabil verið öflugur bakhjarl Landssambands hestamannafélaga og Landsmóts auk þess að hafa staðið þétt við bak Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum. VÍS var að sjálfsögðu á Vindheimamelum í sumar og vakti bústaður VÍS mikla athygli. Fjölmargir hestamenn kíktu í heimsókn til okkar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Landsmót hestamanna verður haldið í Reykjavík dagana 25. júní – 1. júlí 2012. Sjáumst þá!

Knattspyrnukappar á VÍS móti í Laugardal Knattspyrnufélagið Þróttur og VÍS héldu sannkallaða knattspyrnuhátíð fyrir yngstu iðkendurna, drengi og stúlkur í 6., 7., og 8. flokki dagana 28.- 29. maí í Laugardalnum. Þetta var í annað sinn sem Þróttur og VÍS bjóða til þessarar hátíðar undir merkjum jákvæðs anda og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna. Mikið var lagt upp úr mótinu í ár sem hefur aldrei verið fjölmennara en nú. Um 2.100 krakkar tóku þátt í því í 250 liðum en alls var leikið á 17 völlum bæði á laugardegi og sunnudegi. Fjölmargar myndir frá mótinu má sjá á vef VÍS. 4


VÍS er bakhjarl Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Jóhannes Kristjánsson

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er Sjúkdómatryggingar Lífís voru kynntar til sögunnar síðla árs 1997. Ekki leið á löngu þar til þær sönnuðu gildi sitt og sá sem fyrstur naut góðs af er Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur. „Ég var á rölti niður í bæ og ekki á bílnum þegar allt í einu gerði hellidembu. Ég snaraðist inn í bankann minn og leitaði skjóls. Þar var kona frá VÍS að kynna tryggingarnar og hóaði í mig þegar hún sá mig snúast í hringi inni á gólfi og sagði: Jóhannes þú ættir að fá þér sjúkdómatryggingu. Ég hélt nú ekki. Kornungur maðurinn, við hestaheilsu og veikist aldrei sagði ég henni. En hún sat föst við sinn keip og eftir langt spjall um heima og geima lét ég til leiðast og sagðist prófa í eitt ár.“

Fyrirvaralaus veikindi Þetta var nóvember 1998 og tryggingin hafði vart tekið gildi þegar á hana reyndi. Í febrúar 1999 veiktist Jóhannes skyndilega, fékk kransæðastíflu og þurfti að gangast undir aðgerð í snatri. Hann jafnaði sig á nokkrum vikum en var engu að síður frá vinnu um skeið. „Það kom sér svo sannarlega vel að æðri máttarvöld gripu inn í Austurstrætinu nokkrum mánuðum fyrr.

Ég hefði aldrei fengið mér trygginguna ef ég hefði ekki rambað inn í bankann vegna veðurs. Þetta var drjúg upphæð og bjargaði mér algjörlega fjárhagslega því ég var auðvitað frá vinnu með tilheyrandi tekjutapi. Bætur úr tryggingunni brúuðu bilið og vel það.”

Heilsuhraustir veikjast líka Þótt Jóhannes hafi jafnað sig tiltölulega hratt og vel af þessum veikindum knúðu önnur og stærri dyra liðlega áratug síðar. Árið 2010 fylgdist alþjóð andaktug með þegar hann gekkst undir hjartaskipti í Svíþjóð. Marga rak í rogastans þegar hann var kominn á svið á Þorláksmessu, rúmum þremur mánuðum eftir aðgerðina stóru sem gerð var 1. september. „Ég var fljótur að jafna mig núna eins og í fyrra skiptið. Ég hef hins vegar í tvígang verið rækilega minntur á að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Heilsubrestur getur herjað fyrirvaralaust á heilsuhraustasta fólk. Það er því vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig hvað tryggingarnar snertir. Við höfum minna um hitt að segja.“

„Ég var fljótur að jafna mig núna eins og í fyrra skiptið. Ég hef hins vegar í tvígang verið rækilega minntur á að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Heilsubrestur getur herjað fyrirvaralaust á heilsuhraustasta fólk. Það er því vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig hvað tryggingarnar snertir. Við höfum minna um hitt að segja.“

5


Brýnt er að undirbúa ferðalög erlendis vel og vandlega þar sem mun flóknara getur verið að takast á við hlutina í framandi umhverfi en heima fyrir.

Endurskin er höfuðatriði

Framúrskarandi fyrirmyndarfyrirtæki VÍS hreppti á árinu tvær eftirsóttar viðurkenningar á starfsemi íslenskra fyrirtækja. Annars vegar að komast í hóp fyrirmyndarfyrirtækja VR árið 2011 og hins vegar að vera framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt greiningu Creditinfo. Greining Creditinfo byggist á mati á styrk- og stöðugleika fyrirtækja og varð VÍS í 4. sæti af rúmlega 32.000 fyrirtækjum í hlutafélagaskrá. Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyrirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þeir meðal annars að sýna jákvæða ársniðurstöðu.

„Við stefnum ótrauð að því að vera ofarlega á þessum listum áfram og viðhalda þeim frábæra starfsanda sem hjá okkur ríkir.“

„Við vildum brydda upp á nýjung fyrir viðskiptavini okkar og börn þeirra og fannst tilvalið að leggja áherslu á að endurskin sé höfuðatriði“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi, um nýjar endurskinshúfur sem börnum viðskiptavina VÍS með F plús tryggingu standa til boða í vetur. Ferns konar húfur eru í boði sem höfða til stráka og stelpna á mismunandi aldri. Ekki er vanþörf á að huga að því þarfaþingi sem endurskinsmerki eru í langvinnu skammdeginu hér á landi. Allir ættu því að nota endurskinsmerki, bæði börn og fullorðnir, gangandi, hlaupandi, hjólandi, ríðandi eða hvernig sem er, þar sem viðkomandi sést fimm sinnum fyrr en ella. Ökumaður hefur þannig mun lengri tíma til að bregðast við en þegar einhver birtist fyrirvaralaust í myrkrinu framundan bílnum.

Höfðar til allra Sigrún leggur áherslu á að þótt VÍS-húfurnar höfði fyrst og fremst til barna og unglinga eigi fólk á öllum aldri að bera endurskinsmerki. „Þau eru til í margs konar myndum og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi óháð aldri. Það er alveg jafn mikilvægt að fullorðnir séu sýnilegir í umferðinni eins og börn. Við sem eldri erum þurfum bæði að sýna gott fordæmi og hafa vit fyrir þeim yngri. Bæði með því að nota hefðbundin endurskinsmerki tryggilega fest á viðeigandi stað og klæða börnin í föt og skó með áföstum endurskinsmerkjum sem aldrei fara neitt. Jafnframt þarf að gæta þess að skólataskan endurkasti líka ljósi.“

Jafnframt máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum króna og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 í CIP áhættumati Creditinfo. Með viðurkenningunni er ætlunin að vekja athygli á fyrirtækjum sem skara fram úr í viðskiptum og geta verið fyrirmynd annarra sem vilja ná góðum árangri.

Mikilvægt að viðhalda frábærum starfsanda VÍS varð í 8. sæti í hópi stærri fyrirtækja í VR könnuninni - Fyrirtæki ársins. Þetta er annað árið í röð sem VÍS er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR. Anna Rós Ívarsdóttir starfsmannastjóri VÍS segir stjórnendur fyrirtækisins gríðarlega ánægða og stolta af þessum niðurstöðum. „Við stefnum ótrauð að því að vera ofarlega á þessum listum áfram og viðhalda þeim frábæra starfsanda sem hjá okkur ríkir.“ 6

Hvað VÍS-húfurnar snertir segir Sigrún að lagt hafi verið upp með að bjóða flík sem kæmi öllum að gagni. „Þar sem hér getur orðið býsna kalt á veturna og allir hafa not fyrir húfu þótti okkur þetta við hæfi. Þetta eru skemmtilegar fígúrur og myndir sem Signý Kolbeinsdóttir hjá Tulipop hannaði fyrir okkur og útfærði. Húfurnar eru sannkölluð höfuðprýði.“


VÍS er bakhjarl Borgarleikhússins.

Lífsviðurværið brann á Böðmóðsstöðum

Auðunn Árnason „Eldur kviknaði í rafmagnstöflu í gróðurhúsum að bænum Böðmóðsstöðum í Bláskógabyggð um klukkan sex í morgun. Slökkviliðið á Laugarvatni var kallað á vettvang en þegar það kom höfðu heimamenn náð að slá á eldinn. Gróðurhúsalampar og rúður í grennd við töfluna bráðnuðu og lagði mikinn reyk inn í tvö sambyggð gróðurhús, sem eru samtals 13 hundruð fermetrar að gólffleti með 2.700 tómatplöntum. Ljóst er að töluvert tjón hlaust af, en verið er að meta það og skoða nánar hvernig tómatplöntunum reiddi af.“

Allt ónýtt í reykjarkófi Þessa frétt mátti lesa á Vísisvefnum að morgni miðvikudagsins 26. janúar 2011. Garðyrkjubóndinn á Böðmóðsstöðum, Auðunn Árnason vaknaði upp með andfælum síðla nætur þegar faðir hans hringdi í hann og tilkynnti að eldur væri laus í gróðurhúsi milli bæjanna og stæðu eldtungurnar upp úr þakinu. Báðir brugðust skjótt við og hlupu út í húsið, hvor úr sinni áttinni. Aðkoman var taugatrekkjandi. Gróðurhúsin stútfull af reyk svo ekki sást handa sinna skil en eldurinn ívið minni en í fyrstu. Hann virtist hafa blossað upp á augabragði og svo koðnað hratt niður þar sem eldsmatur var lítill. Þó kraumaði áfram í rafmagnsköplum og tókst Árna að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út eftir þeim. Þótt skemmdir virtust ekki ýkja miklar við fyrstu sýn segir Auðunn áfallið hafa komið daginn eftir þegar hann gerði sér grein fyrir að lífsviðurværið væri horfið. Því þótt hægt væri að endurnýja rafmagnstöflu, kapla og rúður í þaki og veggjum tiltölulega hratt tæki sinn tíma að koma tómataræktuninni í fyrra horf, eða um fjóra mánuði með tilheyrandi tekjumissi. Jafnframt hafði hann áhyggjur af starfsfólkinu sínu og sá fram á að þurfa að segja því upp.

Aðkoma VÍS til fyrirmyndar „Þá kom VÍS til skjalanna og Smári Kristjánsson umdæmisstjóri á Selfossi gerði mér kleift að halda starfsfólkinu með því að heimila því að sjá um þrif eftir eldsvoðann í stað þess að ráða einhverja aðra á vegum tryggingafélagsins til þess. Ég var því miður ekki með rekstrarstöðvunartryggingu þegar þetta gerðist, en að öðru leyti var ég vel tryggður og fékk allt bætt sem bæta bar. Það skipti sköpum og ekki síður að allar ákvarðanir af hálfu VÍS voru teknar með hraði og strax hafist handa að byggja upp. Nánast daginn eftir brunann var ákveðið að henda öllu út og byrja upp á nýtt.“ Allar plönturnar voru dæmdar ónýtar og segir Auðunn það hafa verið fyrir bestu að taka enga áhættu með þær. Tjónið hafi verið talsvert meira en sig hafi órað fyrir í fyrstu. „Auðvitað er þetta mikið áfall og það tekur nokkurn tíma að átta sig fyllilega á því sem hefur gerst. Eitt er að koma út og sjá reykjarkófið og eldinn. Annað að ganga um daginn eftir og horfast virkilega í augu við raunveruleikann. Allt var ónýtt“.

Hraðar hendur við hreinsun Auðunn og hans fólk létu hendur standa fram úr ermum við hreinsunarstarfið, plöntun og ræktun til að komast sem fyrst af stað aftur. Á vormánuðum uppskar hann á ný og yfir sumarmánuðina fékk hann um 7 tonn af tómötum úr húsunum sem brunnu. Ræktunin er því komin á góðan rekspöl sem fyrr og ekki hægt að merkja að í upphafi árs hafi húsin að hluta og plönturnar allar orðið eldi að bráð.

7


VÍS er bakhjarl Menningarhússins Hofs á Akureyri.

Nýbökuð móðir með brjóstakrabbamein „Auðvitað velti ég fyrir mér möguleikanum á því að ég myndi deyja og skilja þá feðga eftir eina. Og hversu ósanngjarnt og hræðilegt það væri“ segir Unnur Ösp Guðmundsdóttir 31 árs Húsvíkingur sem greindist með brjóstakrabbamein aðeins 27 ára gömul.

Nína Fanney, Unnur Ösp og Jakob Fróði Ljósmynd: hag

Unnur Ösp var 26 ára gömul og komin sex mánuði á leið með sitt fyrsta barn í október 2006 þegar hún varð fyrst vör við smá hnút í öðru brjóstinu. Hún spurði ljósmæður og fleiri út í þetta og allir töldu að hnúturinn væri bara stíflaður mjólkurkirtill sem ekki þyrfti að hafa neinar áhyggjur af. Þegar hnúturinn stækkaði og stækkaði eftir að sonurinn, Jakob Fróði, fæddist í febrúar 2007 notaði hún tækifærið í sex vikna skoðun hans og bað lækninn um að líta aðeins á sig í leiðinni. Hann sendi hana beint á Leitarstöð krabbameinsfélagsins og við tók langt og strangt greiningarferli. Eftir árangurslausar sýnatökutilraunir, meðal annars með stórum holnálum, þurfti tvær skurðaðgerðir til að komast að endanlegri niðurstöðu um hvers kyns þykkildið væri. Þegar það lá ljóst fyrir var ekki beðið boðanna með brjóstnám.

Klaufaskapur á spítalanum „Ég fékk algjört áfall við fréttirnar þó að innst inni hafi ég vitað hvað þetta var, enda búin að hafa meira en hálft ár til að velta því fyrir mér. Það var líka mjög klaufalegt hvernig ég fékk að vita að ég væri með krabbamein. Læknirinn minn hringdi í mig og bað mig að koma til fundar við sig á Landspítalann daginn eftir. Áður en til þess fundar kom var hringt um morguninn og ég boðuð í alls kyns rannsóknir. Það kom mjög á mig og viðmælandi minn heyrði það greinilega og spurði hvort ég 8

væri ekki búin að heyra í lækninum? Þegar hún vissi að svo var ekki baðst hún afsökunar en ég var skilin eftir algjörlega í lausu lofti og vissi ekkert hverjar niðurstöður rannsóknanna voru. Síðar um daginn fór ég svo til fundarins.

„Ég fæ sting í hjartað í hvert sinn sem ég heyri af einhverjum sem hefur greinst og hugsa: Ætli hann sé nógu vel tryggður? Þú gerir þér ekki grein fyrir hvað það er mikilvægt fyrr en reynir á. Tryggðu þig í tíma.“

Svo óheppilega vildi til að ég fór deildavillt og lenti inn á legudeild krabbameinssjúklinga þar sem ég sá átakanlega veikt og illa haldið fólk. Mér var svo vísað á réttan stað og þegar ég fann rétt númer deildarinnar sem ég var boðuð á stóð fyrir aftan það: Dagdeild blóð- og krabbameinslækninga.

Það þyrmdi yfir mig þar sem ég stóð og hræðilegt að fá þetta staðfest svona. En ég átti svo góðan fund með læknunum þar sem þeir útskýrðu fyrir mér framhaldið. Og þrátt fyrir þessa óheppilegu kringumstæður vil ég taka skýrt fram að læknarnir mínir og allt hjúkrunarfólk hafa reynst mér ákaflega vel í öllu ferlinu.“


Algengustu tjón í sumarhúsum stafa af vatni. Oft verða miklar skemmdir þar sem talsverður tími getur liðið frá því að lekinn hefst þar til hann uppgötvast.

Brjóstnám í hasti Unnur Ösp vildi komast sem fyrst í brjóstnám og aðeins fimm dögum síðar lagðist hún undir hnífinn. Æxlin voru þrjú, tvö lítil og eitt stórt sem var meira en 6 sentimetrar í þvermál. Í kjölfarið fór hún í stranga lyfja- og geislameðferð. Hjónin vildu hafa vaðið fyrir neðan sig þannig að áður örkuðu þau til ART Medica tæknifrjóvgunarstofu og létu frysta egg, því veruleg hætta var á að Unnur Ösp gæti annars ekki átt fleiri börn eftir meðferðina. Annað kom á daginn þegar stúlka, Nína Fanney, bættist í fjölskylduna fyrr á þessu ári, getin án utanaðkomandi aðstoðar. En Unnur Ösp hugsaði líka fram í tímann á fleiri sviðum. „Ég hugsaði um hvort ég myndi deyja? Hvernig þeim feðgum myndi reiða af án mín og hvað það væri ósanngjarnt að ég fengi kannski ekki að sjá litla strákinn minn stækka og vaxa úr grasi? En ég velti mér ekki mikið upp úr því. Mér leið vel og vissi að allt væri fyrir mig gert sem hugsast gæti til að vinna bug á meininu. Ég trúði því að ég myndi sigrast á þessu. En hins vegar þegar meðferðin var búin og maður tekin úr bómullinni helltist óöryggi yfir mig. Þá mátti ég hvergi finna til án þess að halda að þetta væri komið aftur og ég væri bara að deyja. Þessi ótti hefur snarminnkað en gerir af og til vart við sig enn.“

Hispurslaus og hnyttin Eftir því sem tíminn líður minnka líkurnar á að krabbameinið taki sig upp og samkvæmt fræðunum verður Unnur Ösp alveg komin fyrir veikindi sín í maí á næsta ári. Eftir það eru hvorki meiri né minni líkur á að hún fái krabbamein en hver annar. Hún tók þann pól í hæðina að vera opinská með veikindi sín og getur auðveldlega gert grín að aðstæðum sínum. „Ég hafði þyngst aðeins á Mæðginin álíka hárprúð meðgöngunni og sá t.d. strax þann ljósa punkt að ég myndi örugglega grennast umtalsvert við að gangast undir krabbameinsmeðferð en það var öðru nær! Maður tútnar bara út af bjúg og þess háttar af lyfjunum“ segir hún og hlær innilega. Hún missti líka hárið en lét það ekkert á sig fá, heldur fór ófeimin út á meðal fólks með sinn skínandi skalla. „Aftur á móti var það mér þungbært að missa brjóstið. Ég lét það þó ekki aftra mér að fara í ræktina, sund og þess háttar en það var óneitanlega erfitt. Ég reyndi bara að fela mig bak við handklæðið ef ekki voru

einkaklefar. En núna, eftir að nýtt brjóst var byggt upp og ég alsett örum, er ég svo ánægð með sjálfa mig að ég reigi mig bara og sperri: Sjáið mig, hér er ég!“ segir hún og skellihlær.

Ljósið líknandi Þótt Unnur Ösp sjái spaugilegu hliðarnar á tilverunni og horfi björtum augum til framtíðar er alvarlegur undirtónn í orðum hennar. Í fyrstu lyfjagjöfinni að sauma teppi Félagsskapurinn Ljósið hefur reynst henni mikill styrkur. Gott sé að hitta sína líka, geta rætt málin á hispurslausan hátt, geta gert grín að sjálfum sér og öðrum, fengið stuðning og þurfa bara yfir höfuð ekki að hafa áhyggjur af því hvernig maður er eða hvað maður segi. Nú er hún einnig komin í hlutverk þeirra sem styrkja og styðja þá sem greinast. Það sé í senn gefandi og erfitt.

Tryggðu þig í tíma Unnur Ösp var ekki nema rétt rúmlega tvítug þegar þau, þá hjónaleysin en nú hjónin, fengu sér bæði sjúkdóma- og líftryggingu. Hún var því vel tryggð fyrir áfallinu og segir það hafa hjálpað sér mikið að þurfa ekki ofan á allt annað að hafa fjárhagsáhyggjur. „Ég fæ sting í hjartað í hvert sinn sem ég heyri af einhverjum sem hefur greinst og hugsa: Ætli hann sé nógu vel tryggður? Þú gerir þér ekki grein fyrir hvað það er mikilvægt fyrr en reynir á. Tryggðu þig í tíma.“

Nína Fanney nýkomin í heiminn

9


F plús 3 er vinsælasta fjölskyldutrygging á Íslandi.

Þjóðaríþróttin nýtur stuðnings VÍS VÍS hefur um árabil verið stoltur bakhjarl Handknattleikssambands Íslands og óhætt er að segja að mikið sé umleikis næstu misseri hjá bæði kvenna- og karlalandsliðunum. Strákarnir okkar verða í eldlínunni í úrslitum Evrópumótsins í Serbíu í janúar og stelpurnar okkar í úrslitum heimsmeistaramótsins í Brasilíu í desember. Þetta verður í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið kemst á HM en smjörþefinn af stórmótum fengu stelpurnar í úrslitum EM í Danmörku í fyrra.

Stelpurnar okkar á HM Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins segir frábært afrek að komast í úrslitakeppni HM þar sem liðið etur kappi við Svartfjallaland, Angóla, Noreg, Þýskaland og Kína. Fjögur lið komast upp úr riðlinum. „Andstæðingarnir verða mjög sterkir eins og við var að búast, þar sem við erum í neðsta styrkleikaflokki. Ég tel þó eðlilegt að setja markið hátt og stefna að því að komast áfram. Við höfum á að skipa sterku liði sem getur á góðum degi gert andstæðingunum skráveifu. Stelpurnar okkar búa að reynslunni af EM og nú ætlum við að gera betur.“ Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði segir mikla tilhlökkun að takast á við verkefnið. „Þetta verður auðvitað mjög krefjandi og erfitt en að sama skapi skemmtilegt og gott innlegg í reynslubankann. Þetta er okkur mikil hvatning og vonandi líka ungu stúlkunum sem fylgjast spenntar með. Fyrir íslenskan handbolta eru þetta tímamót. Fyrsta úrslitakeppni HM sem kvennalandsliðið tekur þátt í en svo sannarlega ekki sú síðasta.“

„Þetta verður auðvitað mjög krefjandi og erfitt en að sama skapi skemmtilegt og gott innlegg í reynslubankann. Þetta er okkur mikil hvatning og vonandi líka ungu stúlkunum sem fylgjast spenntar með. Fyrir íslenskan handbolta eru þetta tímamót. Fyrsta úrslitakeppni HM sem kvennalandsliðið tekur þátt í en svo sannarlega ekki sú síðasta.“

Undankeppni EM að hefjast Þótt HM sé stór áfangi leggja bæði fyrirliðinn og þjálfarinn áherslu á að liðið megi ekki einblína bara á það. Því fyrst hefst undankeppni EM 2012 með leikjum gegn Úkraínu og Spáni í október. „Spánverjar eru með besta liðið í riðlinum og baráttan um að fylgja þeim eftir stendur á milli hinna þriggja, þar sem Sviss er einnig um hituna. Þótt við höfum unnið Úkraínu nokkuð örugglega í umspilinu um HM sætið verður liðið erfiðara viðureignar núna“ segir Ágúst. Rakel Dögg tekur glaðbeitt undir. „Við vitum að þetta verður strembið. En að sama skapi tel ég mjög raunhæft að okkur takist að komast aftur á EM. Við ætlum að gera okkar besta til að skemmta þjóðinni árlega í skammdeginu með reglulegri þátttöku í úrslitum stórmóta.“

10


Góð þumalputtaregla til að meta hvort nægjanlegt bil sé á milli bíla byggir á því að miðað er við ákveðinn stað sem bíllinn á undan ekur fram hjá. Ef minna en þrjár sekúndur líða áður en komið er að staðnum þá er bilið á milli bílanna of lítið og ástæða til að lengja það.

Strákarnir stefna hátt Strákarnir okkar stíga á stóra sviðið í Serbíu í janúar venju samkvæmt. Fyrst etja þeir kappi við Króatíu, Noreg og Slóveníu og gangi allt að óskum bíður þeirra mjög erfiður milliriðill. „Það eru engar nýjar fréttir að andstæðingarnir séu góðir á EM. Það gildir um öll liðin þar. Við erum þó hvergi bangnir heldur setjum markið hátt“, segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sem er þó algjörlega ófáanlegur til að gefa upp hversu hátt. „Við gerum það aldrei opinberlega. Það væri líka fráleitt þegar svona langt er í mótið. Leikmennirnir eiga eftir að spila stíft næstu þrjá mánuði með sínum félagsliðum og verða undir miklu álagi. Að því loknu sjáum við hvaða mannskapur stendur til boða.“

Stuðningurinn skiptir sköpum Guðmundur dregur enga dul á hvað samstarf HSÍ við bakhjarla er þýðingarmikið. „Það er óhætt að taka sterkt til orða. Landsliðið væri hvorki fugl né fiskur án þeirra. Í það minnsta væri það langt frá þeim stalli sem það stendur á núna. Allur rekstur þess er mjög kostnaðarsamur enda meira og minna talinn í evrum vegna mikilla ferðalaga. Bakhjarlarnir gera okkur einfaldlega kleift að halda liðinu úti af þeim krafti sem nauðsynlegur er. Í þrengingunum sem þjóðarbúið hefur glímt við er samstarf HSÍ við öfluga bakhjarla enn brýnna en áður. Við erum mjög þakklát fyrir þann stuðning sem við njótum og hann heldur í raun og veru lífi í landsliðinu.“

Forvarnarráðstefna á þorra Síðastliðin tvö ár hafa VÍS og Vinnueftirlitið haldið forvanar-ráðstefnu í byrjun febrúar. Ráðstefnurnar hafa heppnast einkar vel og verið húsfyllir hjá VÍS þar sem stjórnendur fyrirtækja ásamt ýmsum sérfræðingum hafa haldið kjarnmiklar kynningar um forvarnar- og öryggismál fyrirtækja. Dæmi um erindi eru árangur Strætó í fækkun slysa eftir forvarnarsamstarf við VÍS, frásögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS af eldsvoðum í fyrirtækjum, rétt vinnubrögð í hættulegri vinnu svo sem í loftlitlum rýmum. Á ráðstefnunni eru veitt forvarnarverðlaun VÍS til þeirra fyrirtækja sem skara framúr á því sviði. Rio Tinto Alcan fékk verðlaunin 2011 en Þörungaverksmiðjan á Reykhólum árið áður. Undirbúningur að forvarnarráðstefnu 2012 er þegar hafinn. Hún verður auglýst tímanlega til að áhugasamir missi ekki af því sem hæst ber í forvarnarmálum fyrirtækja hverju sinni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 11


Öflugt þjónustunet


Við tökum á móti þér opnum örmum áhyggjur fjúka og tár af hvörmum. Því alla þá sem að Ísland byggja er okkar hlutverk að vernda og tryggja.


F plús 4 er víðtækasta fjölskyldutrygging á Íslandi.

Harpa gefur tóninn Tónlistarhúsið Harpa er stærsta húsbygging sem ráðist hefur verið í á Íslandi í einum áfanga. Það var því ekki fordæmunum til að dreifa þegar VÍS tókst á hendur það viðamikla verkefni að tryggja framkvæmdina. Íslenskir aðalverktakar sáu um byggingu hússins sem hófst árið 2006. Verkið fór rólega af stað þar sem tíma sinn tók að steypa sökkul með hliðsjón af því að húsið færi ekki á flot þegar fram í sækti þar sem sjór liggur að því. Uppihald varð svo á framkvæmdunum um talsvert skeið í kjölfar efnahagshrunsins en síðan fór allt á fullt með tilheyrandi áhættu.

Harpa í hnotskurn 700 starfsmenn þegar mest var 30.000 m3 af steypu utan bílakjallara eða sem svarar til 400 meðalstórra einbýlishúsa 700 akkeri tryggja að bílakjallari fljóti ekki upp 700 hurðir Glerhjúpur: 12.000 m2 10.000 rúður 1.100 mismunandi tegundir rúða > 10.000 teikningar > 10.000 síður af útreikningum

Ljósmynd: hag

Ríkar forvarnir VÍS hefur frá byrjun verkefnisins unnið mjög náið með aðalverktaka hússins að öryggismálum og forvörnum og hefur aldrei lagt jafn ríka áherslu á þau atriði. Starfsmenn fóru reglulega í eftirlitsferðir og fylgdust grannt með framgangi verksins með tilliti til þessara þátta. Takast þurfti á við ýmsar nýjar áskoranir og atvik í öryggis- og brunamálum en engu að síður tókst vel til. Gott samstarf VÍS og Íslenskra aðalverktaka skilaði góðum árangri og býr félagið að þeirri reynslu næst þegar annað eins verkefni rekur á fjörurnar. Þótt vel hafi gengið má alltaf gera betur í öryggismálum og verður leitast við það hér eftir sem hingað til.

Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Austurhafnarverkefnis hjá Íslenskum aðalverktökum segir áherslur VÍS í öryggismálum til fyrirmyndar. Gott hafi verið að vinna með starfsmönnum félagsins og leitast hafi verið við að uppfylla kröfur þeirra hratt og vel. „Við leggjum alltaf kapp á að öryggismálin séu í lagi. Okkar fólk er meðvitað um mikilvægi þess og þótt stöku starfsmanni kunni að finnast þetta eða hitt eitthvað smámál vita menn betur innst inni.”

„Við leggjum alltaf kapp á að öryggismálin séu í lagi.”

Engin feilnóta

Öryggið ofar öllu

Þrátt fyrir að kviknað hafi nokkrum sinnum í út frá raf- og logsuðu hlaust lítið sem ekkert tjón af, jafnvel þó að allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi tvívegis komið til skjalanna. Á heildina litið gekk bygging Hörpu svo vel fyrir sig að líkja má því við að vart hafi feilnóta verið slegin.

„Bygging Hörpu er umfangsmesta framkvæmd sem við höfum ráðist í fyrir utan virkjanir og því venju fremur nauðsynlegt að hafa þetta allt á hreinu. Eitt af því sem ég er hvað stoltastur af við þessa miklu framkvæmd er að hafa skilað öllum starfsmönnum þess heim til sín aftur án þess að nokkur þeirra hlyti varanlega áverka. Öryggið er fyrir öllu.“

14


Dýr þurfa að vera fest í bíla líkt og farangur og mannfólkið. Bílbelti fyrir hunda eru til í nokkrum stærðum. Best er að vera með búr dýranna í bílnum og búrið þá fest niður með öryggisbelti eða á annan hátt.

Sirrý Halla og nokkrir úr fjölskyldunni Ljósmynd: hag

Dýratryggingar jafn sjálfsagðar og fjölskyldutryggingar

„Þú getur sagt þeim allt og þeir kjafta aldrei frá“, segir Sirrý Halla Stefánsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð um hvað heilli við hundaræktina. Þetta séu trúnaðarvinir sem hægt sé að stóla á hvar og hvenær sem er. Sirrý Halla ræktar þýska fjárhunda undir ræktunarnafninu Kolgríma og býr um þessar mundir ásamt fjölskyldu sinni með átta fimm vikna hvolpum og foreldrum þeirra. „Ævintýrið hófst fyrir nokkrum árum þegar ég eignaðist fyrsta hundinn. Markmiðið með ræktuninni er að rækta góða, vinnuglaða, heilbrigða og fallega fjölskylduhunda. Þegar fólk falast eftir hvolpi kemur oft öll fjölskyldan í heimsókn til að skoða. Miklu máli skiptir að viðkomandi hafi alla burði til að ala önn fyrir dýrinu. Enginn fær hvolp í gegnum síma eða netið.“

brjótast hingað inn. Þótt hundarnir séu ljúfir sem lömb og dagfarsprúðir verja þeir sitt og sína ef nauðsyn krefur. Fyrir nokkrum árum reyndi þjófur að nappa nýju grilli af verönd-inni. Hann lét sig hverfa í skyndi út í nóttina þegar hann heyrði í hundunum og grillið stóð eftir út við hlið. Öryggið er gulltryggt fyrir fjölskylduna og heimilið.“

Ríkar kröfur til kaupenda

„Ég tók þá ákvörðun í upphafi að tryggja alla hvolpa sem frá mér fara. Það er sjálfsagt að ræktandinn sýni gott fordæmi og héðan fara þeir slysa-, sjúkra- og líftryggðir í gegnum Dýravernd VÍS. Það getur ýmislegt komið upp á og ég vil einfaldlega að hvolpaeigendurnir mínir geti fengið tjón sitt bætt verði einhver skaði,“ segir Sirrý Halla og bætir við. „Það er með þetta eins og annað í lífinu. Veikindi eða slys geta steðjað óvænt að og krafist umtalsverðra fjárútláta. Hundarnir eru hluti fjölskyldunnar og oft mikil tilfinningatengsl þar á milli. Það er alveg nóg fyrir fólk að þurfa Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir að takast á við missinn þótt fjárhagslegur skaði fylgi ekki líka. Mér finnst jafn sjálfsagt að tryggja dýrin fyrir skakkaföllum eins og aðra í fjölskyldunni.“

„Mér er það mikið kappsmál að sjá hvern einasta hvolp fara á gott heimili, að tryggt sé að vel sé um hann hugsað og að eigendurnir hafa metnað fyrir hundinum sínum,“ segir Sirrý Halla sem hvetur kaupendur til að fara á viðeigandi námskeið. Þá er í öllum tilfellum gengið þannig frá hnútum að geti eigandinn af einhverjum ástæðum ekki haldið hundinn, skal honum skilað aftur til hennar en honum ekki ráðstafað áfram eða hann svæfður. Hún heldur því hlífðarskyldi yfir hverjum hvolpi sem frá henni fer og gætir þess að þeir fari ekki á flakk.

Mikil skuldbinding „Þetta er lífsstíll og mikil skuldbinding. Ég set hundana aldrei í pössun neitt, heldur flytur einfaldlega einhver hingað inn og gætir þeirra ef ég þarf að heiman. Það gerist sem betur fer ekki oft,“ segir Sirrý Halla kankvís. Hundarnir eru stórir, glæsilegir á velli og ekki árennilegir að sjá enda segir Sirrý Halla að heimilið sé mjög öruggt með þá innandyra. „Það þarf hálfvita til að láta sér detta í hug að

Tryggingarnar þarfaþing

15


Á hverju heimili er nauðsynlegt að hafa reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi. Máttur þessa eldvarnarbúnaðar er mikill, kostnaður og fyrirhöfn við að koma honum fyrir lítill.

Sérfræðingar í sjávarútvegi

Friðrik Bragason frkvstj. vátryggingasviðs, Sigurður Ingi Viðarsson deildarstj. fyrirtækjaþjónustu, Óskar Kristjánsson fyrirtækjafulltrúi, Árni Sverrisson sérfr. í sjótryggingum, Hlynur Angantýsson deildarstj. fyrirtækjaviðskipta, Ingvaldur Mar Ingvaldsson skoðunar- og matsmaður sjótjóna, Agnar Óskarsson frkvstj. tjónasviðs og Auður Björk Guðmundsdóttir frkvstj. sölu- og þjónustusviðs Ljósmynd: hag

„Við leggjum mikið upp úr faglegri ráðgjöf fyrir alla okkar viðskiptavini og farsælum og varanlegum tengslum við þá. Hvað sjávarútveginn snertir má benda á okkar öfluga þjónustunet með skrifstofum á 42 stöðum á landinu. Þar er valinn maður í hverju rúmi og ávallt einhver sem þekkir í þaula þarfir útgerða og fiskvinnslna. Öll sjávarútvegsfyrirtæki í viðskiptum við okkur hafa eigin ráðgjafa hjá félaginu sem leitar hagkvæmustu lausna fyrir viðkomandi og sér til þess að vátryggingarverndin henti sem best hverju sinni“, segir Sigurður Ingi Viðarsson deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu VÍS.

Sjómenn tryggi sig vel utan vinnu

Fjölbreyttar tryggingar

Forvarnir fyrir alla

Sjávarútvegsfyrirtæki þurfa tryggingar bæði fyrir útgerð og starfsemi sína í landi. Skip hafa húftryggingar sem eru verðmætatengdar og mikilvægt að farið sé vel yfir allar forsendur í upphafi. Stærri útgerðir taka gjarnan aflaog veiðarfæratryggingar samhliða. Áhafnatryggingar samanstanda af tryggingum á eigum skipverja, ábyrgð útgerðarmanns og lögbundinni slysatryggingu sjómanna, sem vegur þungt í útgjöldum útgerðanna.

VÍS leggur ríka áherslu á forvarnir og að viðskiptavinir tileinki sér þær eftir bestu getu. „Okkur er mikið í mun að fækka slysum og óhöppum. Bæði til að draga úr óþægindum og sársauka fólks og til að lækka megi þau fjárútgjöld sem þessu fylgja, bæði iðgjöld eða bótagreiðslur. Það er til mikils að vinna fyrir alla“ segir Sigurður Ingi Viðarsson.

16

Sigurður Ingi segir sjómenn þurfa að huga sérstaklega að tryggingavernd sinni meðal annars í ljósi þess að útgerðir tryggi þá ekki utan vinnutíma, heldur við störf og á leiðinni til og frá skipi. „Þeir ættu því að gaumgæfa vel réttindi sín, til dæmis vegna frítímaslysa. Við bjóðum meðal annars sérstaka örorkutryggingu til að mæta þeim þörfum. Reynsla og rannsóknir sýna að sjómönnum í landi er hættara við slysum en flestum öðrum. Þeim er því sérstaklega mikilvægt að hafa tryggingar sínar í lagi.“


Aukum öryggi um borð!

Gætum fyllsta öryggis með því að nota hjálma, flotgalla, líflínur og réttar merkingar við störf. Höfum forvarnir ávallt að leiðarljósi.

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is


VÍS býður viðskiptavinum sínum sem eru með F plús eða heimilistryggingu allt að 70% afslátt af þjónustu Tryggs bílahjálpar.

Komum heil heim Undanfarin ár hefur banaslysum á sjó fækkað jafnt og þétt með auknum áherslum á öryggismál sjómanna. Árið 2008 urðu þau tímamót að enginn sjómaður lést á hafi úti. Þrátt fyrir þennan merka áfanga hefur ekki náðst sambærilegur árangur í að koma í veg fyrir alvarleg slys á sjómönnum. Þvert á móti fjölgaði þeim um 15% milli 2009 og 2010 þegar 279 sjómenn slösuðust. Það er trú og sannfæring VÍS að öll slys á sjó séu óviðunandi og að mikil sóknarfæri séu til umbóta í öryggismálum og forvörnum. Í því ljósi hóf félagið árið 2009 formlegt forvarnarsamstarf við útgerðir og Slysavarnaskóla sjómanna um að skapa nýja öryggismenningu um borð í fiskiskipum til að koma í veg fyrir slys á sjómönnum. Fjórar útgerðir eiga nú í formlegu samstarfi við VÍS á þessu sviði, um borð í sjö fiskiskipum og lofar samstarfið góðu.

Sigurður Ingi Viðarsson deildarstj. fyrirtækjaþjónustu, Hlynur Angantýsson deildarstj. fyrirtækjaviðskipta, Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, Árni Sverrisson sérfr. í sjótryggingum, Gísli Níls Einarsson forvarnarfulltrúi og Ingvaldur Mar Ingvaldsson skoðunar- og matsmaður sjótjóna

Brautryðjendastarf með Slysavarnaskóla sjómanna VÍS hóf fyrst tryggingafélaga formlegt forvarnarsamstarf við Slysavarnaskóla sjómanna til að stuðla að bættri öryggismenningu um borð í fiskiskipum. Samstarfið er til þriggja ára og meðal annars gefur VÍS skólanum 10 flotgalla árlega til að nota við æfingar og kennslu í sjóbjörgun. Skólinn vinnur svo með félaginu að námskeiðum, kennslu og fræðslu sjómanna. „Þekkingin var til staðar en hana þurfti að virkja markvisst og með þessu frumkvæði VÍS var stigið mikilvægt skref í baráttunni gegn slysum á sjómönnum. Samstarf Slysavarnaskóla sjómanna og VÍS hefur verið gjöfult og skilað mjög góðum árangri í slysavörnum þeirra skipa sem þátt taka í samstarfsverkefninu,“ segir Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna. Stjórnendur útgerðanna og sjómenn taka virkan þátt í forvarnastarfinu og vinna út frá fyrirfram skilgreindum viðmiðum. Gerð er úttekt á núverandi stöðu öryggismála, skipuð öryggisnefnd um borð í skipunum, sjómönnum kennt að meta hættur í starfi sínu með gerð áhættumats og tekin upp virk skráning á atvikum sem leiða næstum því til slyss um borð. Slík skráning gegnir mikilvægu hlutverki í að bæta öryggismenninguna og gerir mönnum kleift að bæta úr áður en vinnuslysin verða. Skipaður er öryggisstjóri í landi sem sér um allt skipulag og eftirfylgni s.s. gerð áhættumats, að atvikskráning sé virk, starfsemi öryggisnefnda um borð sé fullnægjandi og gerðar séu úrbætur til að draga úr slysahættu.

18


VÍS er bakhjarl Leikfélags Akureyrar.

„Þekkingin var til staðar en hana þurfti að virkja markvisst og með þessu frumkvæði VÍS var stigið mikilvægt skref í baráttunni gegn slysum á sjómönnum. Samstarf Slysavarnaskóla sjómanna og VÍS hefur verið gjöfult og skilað mjög góðum árangri í slysavörnum þeirra skipa sem þátt taka í samstarfsverkefninu.“

Skinney-Þinganes skarar fram úr Útgerðum hefur gengið vel að innleiða nýja öryggismenningu og mikil og jákvæð viðbrögð fengist, bæði hjá sjómönnunum sjálfum sem og stjórnendum. Allir sem að samstarfinu koma eru sammála um að aukin áhersla á öryggismálin hafi eflt mjög öryggisvitund áhafna. Jafnframt átta menn sig á hve miklum árangri er hægt að ná með litlum tilkostnaði með því að nýta sér áhættumat og atvikaskráningu. Gott dæmi um þetta er að á sjómannadaginn 2011 hlaut áhöfn Ásgríms Halldórssonar SF 250 viðurkenningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu fyrir að hafa sýnt öðrum fremur góða öryggisvitund á námskeiðum skólans. „Eftir að við tókum upp forvarnarsamstarf við VÍS hefur öryggisvitund sjómanna aukist til muna.

innleitt sem og virk atvikaskráning, öryggisþjálfun verið endurskoðuð og öryggisnefnd komið á laggirnar um borð í öllum skipaflotanum. Ennfremur eru öryggismál nú hluti af gæðamálum útgerðarinnar sem hefur stuðlað að nýjum og betri vinnubrögðum í öryggis- og forvarnarmálum í landvinnslu fyrirtækisins, í samræmi við áherslurnar úti á sjó.

Slysin gera boð á undan sér Með reynslunni af forvarnarstarfinu og skráningu atvika sem leiddu næstum því til slyss kemur í ljós að slysin gera boð á undan sér. Skráningin gerir útgerðum því kleift að bæta strax úr áður en óhapp verður. Með slíkum vinnubrögðum er hægt að afstýra þjáningum og spara um leið gríðarlega fjármuni vegna kostnaðar sem hlýst af alvarlegum slysum sjómanna.

Síðan haustið 2009 hafa um 300 atvik verið skráð hjá skipum í forvarnarsamstarfi við VÍS og samkvæmt þeim er mannleg hegðun, þ.e. aðgæsluleysi, rangt verklag, fljótfærni og þess háttar, aðalorsök slysanna eða í 40% tilfella. Tæplega fimmtungur stafar af falli og 16% vegna bilunar í tækjabúnaði en athygli vekur að veður er einungis tilgreint sem orsakaþáttur í 8% tilfella. Jafnframt kemur í ljós að flest atvik eiga sér stað á trolldekki, vinnsludekki og í lest, sem er í samræmi við hvar mestu hætturnar og atgangurinn er um borð.

Framtíðarsýn VÍS í öryggismálum sjómanna

Öryggisteymi VÍS stekkur úr Sæbjörgu Ljósmynd: Alfreð Ingvar

Þegar breyta þarf einhverju um borð er öryggisþátturinn hafður að leiðarljósi frá upphafi til enda. Flest atriði sem snúa að úrbótum um borð voru smávægileg og ljóst að við fengum mikið út úr því fé sem við lögðum í lagfæringar. Breytingarnar hafa haft mikið að segja fyrir öryggi áhafnanna,“ segir Ásgeir Gunnarsson útgerðarstjóri SkinneyjarÞinganess.

Öryggismál snúast fyrst og fremst um viðhorf og hegðun stjórnenda og starfsmanna til þeirra. Öryggismál úti á sjó eru á sameiginlega ábyrgð stjórnenda útgerða og skipverja. Mikilvægt er að allir staldri við og temji sér ákveðinn hugsunarhátt og verklag til að koma í veg fyrir slysin. Framtíðarsýn VÍS er að vera í fararbroddi við að skapa nýja arfleifð í öryggismálum sjómanna með ríkari áherslu á öryggi og forvarnir bæði til sjós og lands svo allir komi heilir heim úr sinni vinnu.

FISK í fararbroddi Fyrirmyndardæmi um hve vel hefur tekist til við að skapa nýja öryggismenningu um borð í fiskiskipum er hjá útgerðinni FISK-Seafood á Sauðárkróki. Þar hefur áhættumat verið 19


VÍS er bakhjarl Hundarræktarfélags Íslands og Kynjakatta - Kattaræktarfélags Íslands.

Börnin í 1. sæti Fyrir tæpum 20 árum hóf VÍS að leigja út barnabílstóla. Á þeim tíma voru rúmlega 30% barna laus í bílum þannig að þörfin á að efla öryggi þeirra var gríðarleg. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og foreldrar orðnir mun meðvitaðri um mikilvægi forvarna. Nú er hlutfall lausra barna í bílum komið undir 3% sem er frábær árangur. Betur má þó ef duga skal því ekkert barn á að vera laust í bíl.

Eldri börnin gleymast Sigrún Þorsteinsdóttir forvarnarfulltrúi hjá VÍS segir foreldrum hins vegar hætta til að slaka á klónni þegar börnin eldast. Allt að 8% barna sem koma á leikskóla séu eingöngu í bílbelti sem er ekki réttur öryggisbúnaður fyrir leikskólabörn. Allir verði að gera sér grein fyrir þörfinni á viðeigandi öryggisbúnaði fram eftir aldri. „Barn þarf a.m.k. þrjá bílstóla á þroskaskeiði sínu, svo að hámarksöryggi sé tryggt og öryggisbúnaður henti stærð barnsins. Barn má ekki nota bílbelti eingöngu fyrr en það er orðið 36 kg. að þyngd. Þar til börn hafa náð því eiga þau að vera í sérstökum öryggisbúnaði umfram bílbelti sem tekur mið af þyngd þeirra.“

Yngstu börnin vel varin “Foreldrar eru almennt vel meðvitaðir um nauðsyn þess að búa vel að barni sínu í bíl“, segir Elísabet Benedikz yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. „Það er sem betur fer af sem áður var. Þegar ég var barn lékum við lausum hala aftur í, enginn í belti, hvað þá bílstól og iðulega staðið á milli sætanna. Þetta er allt annað nú. Ætli það hafi ekki verið á níunda áratugnum sem þetta breyttist til batnaðar. Hingað koma fremur fá börn sem slasast í bílslysum og nær engin ungabörn. Ég man ekki eftir því undanfarin ár. Öryggi þeirra virðist best tryggt. Stólarnir tryggilega festir og þau í þá.“

Elstu og yngstu ökumennirnir hættulegastir Elísabet Benedikz yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala segir unglinga í mesta áhættuhópnum hvað snerti bílslys. Ungir bílstjórar séu of oft sjálfum sér og öðrum hættulegir. „Margir þeirra hugsa lítið sem ekkert um eigið öryggi og farþegarnir ekki heldur. Stundum eru margir saman í bíl, óspenntir í bílbelti, sumir að drekka og jafnvel bílstjórinn líka. Við höfum því miður of mörg dæmi um banaslys við slíkar aðstæður. Það mætti vel hækka bílprófsaldurinn, t.d. upp í 19 ár og þyngja ökuprófið verulega. Æskilegt væri líka að ökunemar gætu hitt fórnarlömb alvarlegra bílslysa og fengið þannig beint í æð hverjar afleiðingar glannaskapar geta verið. Elstu ökumönnum þarf jafnframt að gefa sérstaka gaum,“ segir Elísabet og bætir við. „Þeir eru nefnilega líka of oft sjálfum sér og öðrum hættulegir þótt af öðrum ástæðum sé en hjá þeim ungu. Eftir því sem aldurinn færist yfir hægir á öllum viðbrögðum okkar sem og ökuhraðanum. En þó að varlega sé farið skapar of hægur akstur hættu rétt eins og of hraður. Þeir elstu og yngstu í umferðinni þurfa því sérstakrar athugunar við.“ Elísabet Benedikz

20


Jarðskjálftar gera sjaldnast boð á undan sér. Forvarnir á heimilum eru því mikilvægar þar sem með þeim má minnka líkur á slysum og tjónum.

Öflug forvarnarvinna með sveitarfélögum Á meðal þeirra sveitarfélaga sem gjörst hafa nýtt sér stöðumat fyrirtækja hjá VÍS er Norðurþing og lýkur Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri lofsorði á samstarfið. „Það hefur verið til algjörrar fyrirmyndar. Öll samskipti greið og góð sem hentar okkur ákaflega vel.“ Árið 2009 var gert stöðumat í flestum stofnunum Norðurþings ásamt úttekt á öllu lausafé þar sem skráningu eigna var í ýmsum tilfellum ábótavant. Því var fylgt eftir í Húsavík og Bergur Elías Ágústsson fyrra og gengið úr skugga um að viðeigandi úrbætur hefðu verið gerðar þar sem brýnust þörf var á. Bergur Elías segir að þrátt fyrir takmörkuð fjárráð hafi vitaskuld verið tekið á verstu tilvikunum í samræmi við ábendingar. Þetta sé þó langtímaverkefni þar sem stöðugt megi gera betur. „Norðurþing lét til að mynda vinna fyrr á árinu lögbundið áhættumat fyrir sveitarfélagið. Það hefur nýst okkur vel í þessu forvarnarstarfi.“

Einkunnin hækkar hratt Heildarforvarnareinkunn Norðurþings hækkaði um rúmlega fimmtung milli áranna 2009 og 2010. Það er ekki hvað síst að þakka aukinni öryggisvitund starfsmanna, betri brunavörnum og bættri umgengni. Þess er til að mynda betur gætt að slökkvitæki séu yfirfarin árlega og greið leið að þeim. Jafnframt að brunahólfun sé fullnægjandi, útiljós ávallt kveikt og söfnun rusls í lágmarki. Með markvissu og stöðugu eftirliti hefur tekist að færa margt til betri vegar báðum til hagsbóta. Enda er þetta samstarf VÍS og Norðurþings orðið að hornsteini forvarnarvinnu VÍS með fyrirtækjum á svæðinu.

Stöðumat styrkir starf allra

Stöðumat forvarna

VÍS hefur gert svokallað stöðumat á starfsemi fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga um tæplega þriggja ára skeið. Það er úttekt á öryggismálum, innbrotavörnum, brunavörnum og umgengnismálum. Allt eru þetta lykilþættir í að fyrirbyggja slys og tjón. Þrettán hundruð staðir hafa verið heimsóttir og mikilvægur gagnagrunnur byggður upp sem á engan sinn líka á Íslandi. Stöðumatið er afar gagnlegt til að fylgja eftir að viðeigandi úrbætur séu gerðar og tryggingar viðkomandi geti endurspeglað raunverulega áhættu og hagsmuni. Atvinnurekendur eru þakklátir fyrir ábendingarnar og telja stöðumatið auka vægi þess að tryggja hjá VÍS. Verðmætagildið felist til dæmis í því að félagið deili ekki einungis áhættunni með viðskiptavinum heldur vinni líka markvisst að því að lágmarka hana. 21


Dekkin eru eini snertiflötur bílsins við veginn og gæði þeirra skipta því miklu máli. Þau hafa mikið að segja um stöðugleika bílsins og eru einn af mikilvægustu öryggisþáttum hans.

Banaslysum í umferðinni fækkar Árið 2010 létust átta manns í sjö umferðarslysum á Íslandi. Það eru 9 færri en árið áður. Þegar litið er á þróunina undanfarin ár sést að banaslysum í umferðinni hefur fækkað jafnt og þétt frá árinu 2000, ef undan er skilið árið 2006.

Ágúst Mogensen

Ágúst Mogensen forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa (RNU) segir að greining á banaslysum síðastliðinna ára sýni að mun færri vegfarendur í fólksbílum láti lífið en áður.„Færa má rök fyrir því að úrbætur á vegum, áróður og betri ökutæki eigi sinn þátt í því. Ekki er þó hægt að horfa framhjá því að dregið hefur úr akstri sem skýrir þróunina að einhverju leyti. Þegar rýnt er í slysagögn þar sem mikil meiðsl verða sést að bifhjólafólk, hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur slasast verr en áður. Huga þarf sérstaklega að auknum forvörnum hjá þessum óvörðu vegfarendum.”

Rík ábyrgð bílstjóra Farmflytjendur, og þeir sem vinna að hleðslu á farmi, verða að átta sig á ábyrgð sinni að valda ekki öðrum vegfarendum tjóni. „Rannsókn á banaslysi sem varð í Langadal árið 2010 leiddi í ljós að beisli tengivagns, sem flutti steinrör, var bogið og vagninn sjálfur í óforsvaranlegu ástandi að mati RNU. Vagninn fór yfir á öfugan vegar-helming og rakst á framhorn vöruflutningabifreiðar, sem ekið var úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að ökumaður hennar lést. Ökumaður fyrrnefnda bílsins hafði ekki ekið vörubifreið og tengivagni með viðlíka farmi áður þótt hann hefði til þess réttindi. Hemlar tengivagnsins voru því sem næst óvirkir og vagninn ekki rétt búinn til flutnings á slíkum farmi,“ segir Ágúst Mogensen.

Eftirliti ábótavant Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að eftirliti með ástandi stórra ökutækja á vegum úti sé ábótavant á Íslandi. Ágúst segir mjög mikilvægt að slíkt umferðareftirlit á þjóðvegum sé öflugt. „Eftirlit með ástandi ökutækja er í höndum lögreglu en eftirlit með hleðslu, frágangi farms og fleiru er í höndum lögreglu og eftirlitsmanna Vegagerðarinnar. Að meta ástand ökutækja er mjög vandasamt og sérhæft verkefni sem lögreglumenn, einir og sér, hafa að jafnaði hvorki tæki né þekkingu til að sinna svo vel sé.“ Ágúst segir þetta þarfnast tækjabúnaðar og aðkomu fagmanna sem hafi skoðun eða viðhald stórra ökutækja að atvinnu.

Banaslys við kjöraðstæður Það er erfitt að alhæfa um breytingar á orsökum slysa út frá gögnum um banaslys, en af þeim 7 sem urðu árið 2010 voru tvö vegna ölvunaraksturs og tvö vegna þess að ökumaður virti ekki biðskyldu. Árið er helst frábrugðið öðrum að því leyti að hraðakstur var ekki eins áberandi orsök og verið hefur. Flest banaslys í umferðinni verða að degi til við bestu aðstæður, þegar vegur er þurr og auður og bjart. Slysin verða helst í dreifbýli (70%) þar sem hámarkshraði er 90 km/klst (55%). Ungir karlmenn, 15-24 ára, eru líklegastir til þess að láta lífið í umferðinni.

22

Ökumönnum beri að sýna varkárni í akstri, fylgja umferðarreglum og þeim reglum sem gildi hverju sinni á viðkomandi vegi. Farmflutningar hafi hins vegar nánast alfarið flust af sjó yfir á vegakerfi landsins án þess að samhliða hafi fylgt nauðsynlegar vegabætur.


VÍS er bakhjarl Ferðafélags Íslands.

Tryggjum eigið öryggi Að mörgu er að hyggja þegar tryggja skal öryggi heimilisins en það mikilvægasta að mati markaðsstjóra Öryggismiðstöðvarinnar er að sýna almenna skynsemi og huga að fyrirbyggjandi aðgerðum. „Mikilvægt er að læsa vandlega hurðum og loka gluggum. Hafa læsingar og krækjur í lagi. Sýna aðgát með eld. Slökkva á rafmagnstækjum þegar þau eru ekki í notkun og tryggja að vatnsinntök séu í lagi. Þá er mikilvægt að ræða innan fjölskyldunnar hvað gæti mögulega komið upp á og samræma viðbrögð,“ segir Ómar Örn Jónsson.

Bæði á vef VÍS, vis.is og Öryggismiðstöðvarinnar, oryggi.is má finna margvíslegan fróðleik og ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. Þá eykur öryggiskerfi verulega öryggi heimilisins. Það lætur ekki einungis vita af óboðnum gestum heldur sendir það jafnframt boð ef upp kemur eldur eða jafnvel vatnsleki.

Sérkjör fyrir viðskiptavini VÍS Viðskiptavinir VÍS njóta sérkjara hjá Öryggismiðstöðinni og fá fyrstu 4 mánuðina af Heimaöryggi gjaldfrjálsa auk þess sem slökkvitæki og eldvarnarteppi fylgir viðskiptunum sem kaupauki. „Jafnframt stendur öllum til boða að kaupa úrval öryggisvara á hagstæðum kjörum á vef VÍS og Öryggismiðstöðvarinnar. Þar geta þeir sem vilja kynna sér Heimaöryggi nánar heimsótt Trausta netráðgjafa sem spyr nokkurra spurninga og veitir ráð,“ segir Ómar Örn Jónsson markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar.

Tékkaðu þig inn í Traustakot á vis.is - nöfn vinningshafa dregin út í desember


Heilladrjúgar á hafi víðu hetjur standa í blíðu og stríðu. Hvert sem þeirra leiðir liggja leynist jafnan örugg bryggja. – Okkar hlutverk er að tryggja.

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3

| 108 Reykjavík | Sími 560 5000

| vis.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.