Víkurfréttir 49. tbl. 39. árg.

Page 18

18

JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA

n r a b a l Jeións og mamma Mamma bjó alltaf til sælgæti fyrir jólin og það geri ég einnig. Súkkulaðikaramellur, kókoskúlur og döðlugott er ómissandi fyrir jólahátíðina ...

Sendir fullt af jólakortum

Dísellaog Jökull Orri. Jólabarn eins og móðir mín

Sendum starfsmönnum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár!

Skorið út í laufabrauð.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Óska öllum Suðurnesjamönnum gleðilegrar hátíðar og velferðar á nýju ári

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA

VIÐTAL

Hún bakar alltaf fyrir jólin og minnkar ekki sykurinn í uppskriftunum því það eru jólin og þá má fólk sukka smávegis. Þorbjörg Bragadóttir býr í Sandgerði ásamt eiginmanni, Jóni bónda Sigurðssyni. Hún er ein af þessum kjarnakonum sem bakar, þrífur, býr til jólagjafir og einnig sín eigin jólakort. Það er nóg að gera vikurnar fyrir jól en hún segist elska jólin og allt umstangið í kringum þau.

„Ég baka alltaf og ég minnka ekki sykurinn í uppskriftunum. Það eru bara jólin og þá má sukka. Auðvitað baka ég færri tegundir í dag því krakkarnir okkar eru farnir að heiman og svo hefur fólk minnkað smákökuátið. Ég baka samt alltaf súkkulaðibitasmákökur en sú uppskrift kemur frá bandarískri vinkonu minni sem ég kynntist þegar ég var í einkaritaraskóla á Englandi,“ segir Þorbjörg hressilega og heldur áfram: „Ég er mikið jólabarn alveg eins og mamma mín var. Þegar ég var lítil stelpa föndruðum við mikið fyrir jólin og ég geri það enn. Við systur erfðum þessa áráttu frá móður okkar sem elskaði jólin. Mamma bjó alltaf til sælgæti fyrir jólin og það geri ég einnig. Súkkulaðikaramellur, kókoskúlur og döðlugott er ómissandi fyrir jólahátíðina. Jólahefðirnar koma mikið úr fjölskyldu minni. Maðurinn minn er að norðan og þaðan höfum við tekið upp þann sið að skera út í laufabrauð og steikja. Í dag kaupi ég tilbúið deigið en svo koma allir saman sem geta eina kvöldstund, börn og barnabörn og skera út. Það er ógurlega skemmtileg samverustund.“

„Mér finnst ótrúlega gaman að búa til jólakortin sjálf. Þegar ég er búin hanna þau þá tek ég heila helgi í að búa þau til og skrifa á þau. Jólakortinu fylgir einnig fréttabréf um hver jól þar sem ég segi fréttir af fjölskyldu okkar Jóns, börnum og barnabörnum

Opnunartíminn yfir hátíðarnar:

Virka daga kl. 7:00 - 17:30. Laugardaga kl. 8:00 - 17:00. Þorláksmessa kl. 8:00 - 17:00. Aðfangadagur jóla kl. 7:00 - 13:00. Gamlársdagur kl. 7:00 - 13:00. Lokað verður 25. og 26. desember og á nýársdag. Sigurjónsbakarí // Hólmgarður 2 // 230 Reykjanesbær // Sími 421-5255


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 49. tbl. 39. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu