Víkurfréttir 45. tbl. 42. árg.

Page 21

VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Njarðvíkingar sigursælir í Svíþjóð Bílaverkstæði Þóris býður

Mynd: Fotbolti.net

17% afslátt af vinnu

Sveindís Jane skorar og skorar fyrir Ísland

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék gegn Kýpur í undankeppni HM á þriðjudag. Fyrri leik liðanna lauk með fimm marka sigri Íslands og frammistaða liðsins á útivelli var ekki mikið síðri. Öruggur fjögurra marka sigur staðreynd og Ísland er komið með níu stig eftir fjóra leiki en Holland er með ellefu stig og hafa leikið einum leik fleiri en íslenska liðið. Ísland komst yfir á 7. mínútu með marki Karólínu Leu Vil­hjálms­dótt­ur beint úr aukaspyrnu. Þá kom að þætti Sveindísar Jane en hún átti góðan sprett upp í hornið á 14. mínútu og gaf góða fyrirgjöf á Berg­lindi Björgu Þor­valds­dótt­ur sem skoraði annað mark Íslands. Sveindís skoraði svo sitt sjötta mark fyrir A-landsliðið þegar hún tók á móti hárri fyrirgjöf, lagði boltann fyrir sig og negldi í markið, 3:0. Karólína skoraði annað mark sitt í seinni hálfleik (62’) en fleiri urðu mörkin ekki. Keflvíski framherjinn skeinuhætti sýndi einni flotta takta í síðustu viku þegar Ísland lék vináttuleik gegn sterku liði Japan. Þar skoraði Sveindís fyrra mark Ís­ lands þegar hún keyrði upp völlinn, inn í teig Japans og lét þrumufleyg vaða í markið – óverjandi fyrir þá japönsku. Ísland sigraði leikinn með tveimur mörkum

Alhliða Guðmundur Stefán fellir andstæðing sinn með fallegu kasti. bílaverkUm þarsíðustu helgi fór fram Södra stæði Judo Open. Mótið er hefur verið smátt í sniðum síðustu ár en þetta árið var algjör sprenging. Á fjórða hundruð skráninga var í mótið sem er frábært. Sjö Njarðvíkingar voru skráðir til leiks. Það voru þau Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, Jóhannes Pálsson, Lena Andrejenko, Fenrir Frosti Guðmundsson, Ýmir Eldjárn Guðmundsson, Helgi Þór Guð­ mundsson og Guðmundur Stefán Gunnarsson. Guðmundur átti frábært mót Heiðrún Fjóla og sigraði fjóra af andstæðingum (hvítum galla) við sínum. Alla á glæsilegum köstum. það að komast Ýmir Eldjárn, Lena Andrejenko í góða stöðu. og Heiðrún Fjóla kræktu sér í silfur eftir að hafa staðið sig vel í sínum flokkum og þá vann Fenrir Frosti til brons­ verðlauna. Aðrir unnu ekki til verðlauna þrátt fyrir að hafa sigrað viðureignir í sínum flokkum.

gegn engu en Japan er í þrettánda sæti styrkleikalista FIFA á meðan Ísland er í því sautjánda. Sveindís Jane flytur nú búferlum eftir þessi verkefni með landsliðinu til þýska stórliðsins Wolfsburg eftir að hafa verið í eitt ár með sænska úrvalsdeildarliðinu Kristi­ anstad svo það eru spennandi tímar framundan hjá þessari heitustu knattspyrnukonu Íslands um þessar mundir. Fyrrum fyrirliði Keflvíkinga, Natasha Anasi, lék sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið þegar henni var skipt inn á í hálfleik gegn Kýpur en Anasi skipti yfir í Breiðablik fyrir skemmstu eins og flestum ætti að vera kunnugt.

Borðtennisfélag Reykjanesbæjar stendur vel að vígi Um síðustu helgi fór fram deildar­ helgi Borðtennissambands Íslands í Hagaskóla í Reykjavík. Borðtennis­ félag Reykjanesbæjar (BR) leikur suðvesturriðli 3. deildar. A-lið og B-lið BR mættust í inn­ byrðis viðureign en það sama var uppi á tengingnum í fyrstu umferð deildarkeppninnar. Þá hafði B-liðið betur en í þetta skiptið náði A-lið BR fram hefndum og sigraði lið B 3:2, bæði lið unnu að auki lið KR-C og Víking-D. Lið BR sitja í efstu sætum riðilsins með sextán stig en þau hafa bæði sextán stig og unnið allar sínar viðureignir nema innbyrðisviður­ eignirnar. Næst kemur KR-D með fjórtán stig.

út desember

Komdu í dekkjaskipti til okkar Þjónustuaðili fyrir: Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Kia- Suzuki

Deiliskipulag í Reykjanesbæ Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Nesvalla Tillagan að breytingu á deiliskipulagi Nesvalla fjallar um að lóðir við Móavelli verði aðlagaðar að nýju fyrirkomulagi bygginga, hægt verði að stækka þjónustumiðstöð inn á milli Móavalla 8 og 10 með möguleika á tengigangi milli Móavalla 4 og 8, einnig milli Móavalla 8 og 12 með stækkaðri þjónustumiðstöð. Ekki verði gert ráð fyrir bílakjallara en bílastæði verði öll á yfirborði s.br. uppdrætti THG arkitektar ehf dags. 16. nóvember 2020 Tillagan er til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 1. desember 2021 til 16. Janúar 2022. Tillagaðan er einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16. Janúar 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is Reykjanesbær, 1. desember 2021. Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar

Leikmenn A-liðs BR: Piotr Herman, Abbas Rahman Abdullah, Damian Kossakowski og Mateusz Marcykiewicz.

Opið borðtennismót í jólamánuðinum

BR heldur opið borðtennismót þann 18. desember 2021. Mótið er fyrir annars flokks leikmenn, það eru þeir sem eru undir 1.500 BTI stigum, og verður keppt í fjórum flokkum sem hér segir: Konur, sextán ára og yngri (áætluð byrjun kl. 10:00) Konur, eldri en sextán ára (áætluð byrjun kl. 11:00) Karlar, sextán ára og yngri (áætluð byrjun kl. 12:30) Karlar eldri en sextán ára (áætluð byrjun kl. 14:30) Salurinn verður opinn frá klukkan 9:00 á keppnisdegi, Hringbraut 125 í Keflavík (gamla slökkviliðsstöðin) Keppnisfyrirkomulagið er þannig að keppt verður í riðlum og í fjölmennari flokkum fara sigurvegarar úr riðlum og keppa í einföldum úrslætti. Spilað verður í riðlum og fara tveir upp úr hverjum riðli í einfaldan úrslátt. Vinna þarf þrjár lotur af fimm í riðlum og fjórar lotur af sjö í úrslætti. Einnig verður leikið um þriðja sætið í hverjum flokki. Þátttökugjald er 1.000 krónur og greiðist á staðnum. Tekið er við skráningum til 15. desember 2021 og nánari upplýsingar eru veittar tölvupósti: herminator@wp.pl Þeir sem vilja taka þátt í keppninni og eru ekki enn í neinum borðtennisklúbbi verða skráðir sem leikmenn BR. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir efstu þrjú sætin og glæsileg verðlaun fyrir sigurvegara hvers flokks.

Borðtennismót Adidas Fyrr í mánuðinum var borðtenn­ ismót sem var styrkt af Adidas haldið í Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur (TBR). Nokkrir kepp­ endur frá Borðtennisfélagi Reykja­ nesbæjar tóku þátt í mótinu og höfðu verðlaun upp úr krafsinu. Jón Gunnarsson vann til silfurverð­ launa í flokki eldri keppenda, Piotr Herman og Damian Kossakowski unnu til bronsverðlauna í sínum flokkum. Þeir félagar segja að nokkur mót eigi Jón Gunnarsson varð annar í eftir að vera haldin sínum flokki. fram á vor og mun Borðtennisfélag Reykjanesbæjar án efa senda sína fulltrúa til að berjast um verðlaun á þeim mótum.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Njarðvíkurskóli – Þroskaþjálfi óskast Stapaskóli – Þroskaþjálfi óskast

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 45. tbl. 42. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu