Opið hús á morgun, fimmtudaginn 14.okt Pósthússtræti 5, 17:00-17:30 Útsýnisíbúðir við sjávarsíðuna með lyftu og bílakjallara Verð frá 55,9 millj.
Pósthússtræti
Hafnargötu 29, 18:00-18:30 2ja – 4ja herbergja íbúðir, miðsvæðis, með lyftu og bílakjallara Verð frá 40,9 millj.
Hafnargata
Miðvikudagur 13. október 2021 // 38. tbl. // 42. árg.
Bæjaryfirvöld vilja skipta upp Heiðarlandi Vogajarða Bæjarstjórn og bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hafa haft til umfjöllunar málefni Heiðarlands Vogajarða, sem er í sameiginlegri eigu sveitarfélagsins og nokkurra annarra aðila, vegna úthlutunar lóða, gerðar vatnsbóls og fleiri framkvæmda. Í nýjustu fundargerð bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga segir að erfitt hafi verið að ná samstöðu um hin ýmsu mál við sameigendur sveitarfélagsins. Bæjarráð hefur því samþykkt að fela bæjarstjóra, í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins, að óska eftir viðræðum, samstarfi og samvinnu við meðeigendur sveitarfélagsins að landinu um að því verði skipt upp í hlutfalli við eignarhlutdeild aðila í Heiðarlandi Vogajarða.
Æft fyrir Fyrsta kossinn Söngleikurinn Fyrsti kossinn verður frumsýndur hjá Leikfélagi Keflavíkur í Frumleikhúsinu föstudaginn 22. október nk. Stór hópur leikara hefur síðustu vikur æft af kappi fyrir frumsýninguna á þessu verki sem byggt er á sögu og tónlist Rúnars Júlíussonar. Í Víkurfréttum í dag er viðtal við aðalleikara sýningarinnar og í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kíkjum við á æfingu og fáum að sjá og heyra á hverju er von. Myndin var tekin á æfingu í byrjun vikunnar. VF-mynd: Páll Ketilsson
ATVINNULEYSI HEFUR MINNKAÐ MIKIÐ
Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur lækkað um 17% á síðustu átta mánuðum en það var 26% í upphafi árs á meðan það var 12,8% á landinu öllu. Á bak við 26% atvinnuleysi voru 3.871 eintaklingur. Núna er
atvinnuleysi 9,7% á Suðurnesjum en 5,1% á landinu öllu. „Það er ljóst að samstillt átak Vinnumálastofnunar, atvinnurekanda, sveitarfélaga og félagasamtaka hefur skilað sér í minnkuðu at-
LJÓSLEIÐARINN er kominn!
vinnuleysi og nú reynir á hverju framvindur þegar átakið „Hefjum störf“ líður undir lok í árslok 2021. Enn verður opið fyrir um-
sóknir út þetta ár þannig að unnt er að ráða fleiri inn til 30. desember sem halda þá vinnu út mitt ár 2022,“ segir Hildur J. Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum í grein sem birtist í Víkurfréttum.
MEÐAL EFNIS Í BLAÐI VIKUNNAR
Líf og fjör hjá þrítugum eldri borgurum
BARION DAGAR 24%
24%
Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER
11.490,- kr/mán.
20%
584
296
áður 769 kr
áður 389 kr
Barion hamborgarar 2x140 gr
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
kr/pk
kr/pk
Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
VF-mynd: Ellert Grétarsson
Barion hamborgarabrauð 2 stk
Barion sósur
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sex einstaklingar sóttu um stöðu slökkviliðsstjóra í Grindavík Staða slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Grindavíkur var nýlega auglýst laus til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 4. október síðastliðinn. Á vef Grindavíkurbæjar segir að nú taki við vinna við úrvinnslu umsókna en það er ráðgjafafyrirtækið Intellecta sem sér um ráðningarferlið.
Eftirfarandi sóttu um stöðuna: Davíð Arthur Friðriksson, atvinnuslökkviliðsmaður og björgunarstjóri, Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsmaður og verkefnastjóri, Gísli Briem, sjálfstæður atvinnurekandi, Sturla Ólafsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, Theodór Kjartansson, öryggis- og vinnuverndarfulltrúi, og Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur á sviði brunavarna.
Takmarkað lóðaframboð í Garði Flestum lóðum í fyrri hluta Teiga- og Klapparhverfis í Suðurnesjabæ hefur nú verið úthlutað og afar takmarkað lóðaframboð er nú til staðar í Garði, þar sem hverfin tvö eru. „Því nauðsynlegt að huga að frekari innviðauppbyggingu og skipulagsmálum áframhaldandi íbúðabyggðar,“ segir í fundargerð framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar. Skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins er falið að vinna að tillögum um breytingu deiliskipulags á seinni hluta Teiga- og Klapparhverfis.
Horft yfir svæðið á Miðnesheiði þar sem ratsjárstöð Varnarliðsins, Rockville, var starfrækt til ársins 1997. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi
Vilja Rockville undir umhverfisvænar íbúðaeiningar Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir að fá Rockvillesvæðinu í Suðurnesjabæ úthlutað til þróunarverkefnis á umhverfisvænum íbúðareiningum. Í Rockville rak Varnarliðið ratstjárstöð sem var byggð árið 1953. Hún var starfrækt til ársins 1997, þegar henni var lokað og ný stöð opnuð skammt frá. Rockville varð að draugaþorpi um hríð en síðan fékk meðferðarstöðin Byrgið að-
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
setur í Rockville en yfirgaf svæðið í júní 2003. Þá var hafist handa við að rífa byggingar í Rockville og því verki lauk skömmu áður en tilkynnt var um brotthvarf Varnarliðsins frá Íslandi árið 2006. Það eru fyrirtækin Anný ehf. og HS Dreifing sem hafa óskað eftir að fá Rockville svæðinu úthlutað. Í fundargerð framkvæmda- og skipulags-
ráðs Suðurnesjabæjar segir að vinna við Aðalskipulag Suðurnesjabæjar standi yfir og ekki liggur fyrir hvaða áherslur verður lagt upp með varðandi landnotkun á Rockville-svæðinu. Skipulagsfulltrúa og formanni ráðsins var á fundinum falið að eiga frekari viðræður við umsækjendur.
Farþegafjöldi nærri tvöfaldast á næsta ári — segir í spá Isavia. Verði orðnir fleiri árið 2024 en þeir voru 2019
Ný samantekt Isavia um mögulegan fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll næstu þrjú árin sýnir að ef bjartsýnustu spár ganga eftir gætu fleiri farþegar farið um flugvöllinn árið 2024 en árið 2019, þ.e. áður en Covid-19 heimsfaraldurinn skall á. Rúmlega sjö milljónir farþegar fóru um völlinn árið 2019 en í fyrra voru þeir aðeins 1,3 milljónir í samdrættinum vegna faraldursins. Sviðsmyndir félagsins gera ráð fyrir að þeir verði um 2,2 milljónir í ár, á bilinu 4–5 milljónir á næsta ári, 4–6 milljónir 2023 og síðan á bilinu 5,5 til 7,9 árið 2024. Samantekt þessi er ekki eiginleg farþegaspá eins og Isavia gaf út árlega fyrir heimsfaraldurinn. Síðasta farþegaspá, fyrir árið 2020, kom út í lok árs 2019. Síðan þá hefur fullkomin óvissa verið í flugheiminum vegna Covid og ómögulegt að spá nokkru um þróun mála.
„Þessar sviðsmyndir sem hér um ræðir eru gerðar m.a. til að auðvelda rekstraraðilum á flugvellinum að gera áætlanir fram í tímann og setja fram mögulegar forsendur, t.d. í samkeppni um aðstöðu fyrir þjónustu á vellinum,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. „Við gerð þessara farþegaforsendna var m.a. stuðst við opinberlega birtar áætlanir flugfélaga sem fljúga um Keflavíkurflugvöll.“ Gangi bjartsýnasta spáin fyrir árið 2024 eftir og farþegar um Keflavíkurflugvöll verða tæpar 7,9 milljónir talsins yrði það þriðji mesti farþegafjöldi sem farið hefur um flugvöllinn á einu ári. Farþegar voru fleiri árin 2017 og 2018. „Rétt er þó að hafa í huga að lítið má í raun út af bregða til að þessar spár rætist ekki,“ segir Guðmundur Daði. „Endurheimt flugfarþega um
Keflavíkurflugvöll þarf að vera hraðari en í sumar og haust. Harðar og síbreytilegar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum fæla erlend flugfélög frá landinu. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Flugtengingar tapast eða þeim fjölgar a.m.k. ekki en þessar tengingar eru mikilvæg forsenda lífsgæða á Íslandi.“ Guðmundur Daði bendir á að sumarið hafi gengið vel á Keflavíkurflugvelli - endurheimtin verið betri en á samkeppnisflugvöllum annars staðar í heiminum. „Keflavíkurflugvöllur hefur í ár endurheimt 79% þeirra áfangastaða sem voru í boði 2019 samanborið við 72% í Kaupmannahöfn, 71% í Ósló, 67% í Stokkhólmi og 59% í Helsinki. Mikilvægt er að glutra þessu ekki niður nú þegar vel gengur.“
Ð O B L I T R A G L E H G GIRNILE GILDA 14.--17. OKTÓBER
VERÐSPRENGJA!
22%
30% AFSLÁTTUR
BÆONNE-SKINKA
51%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Pítubuff 6x60 g - með brauðum
Andalæra-confit í dós - 1,35 kg
KR/PK ÁÐUR: 2.099 KR/PK
KR/STK ÁÐUR: 3.799 KR/STK
1.469
2.963 Toscana-brauð 550 g
979
30%
KR/KG
AFSLÁTTUR
ÁÐUR: 1.998 KR/KG
319
KR/STK ÁÐUR: 459 KR/STK
Avókadó 2 stk - forþroskuð
249
KR/PK ÁÐUR: 498 KR/PK
50% AFSLÁTTUR
Grísahakk 3x1 kg
VSPER ÐRE NGJA!
593
KR/KG
Lamba-fillet 2 bitar
GOTT VERÐ!
Heilsuvara vikunnar!
4.778
KR/PK ÁÐUR: 5.899 KR/PK
BLEIKA SLAUFAN FÆST Í ÖLLUM VERSLUNUM NETTÓ OG Í NETVERSLUN
25% AFSLÁTTUR
HREKKJAVÖKUGRASKERIN ERU KOMIN!
Rauðrófur Iceherbs - 400 mg
1.274
KR/STK ÁÐUR: 1.699 KR/STK
FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum Nettó verslunum. Lægra verð – léttari innkaup
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Félagarnir Gunnar Örlygsson og Arthur Galvez í vinnslusal í AG-Seafood í Sandgerði. VF-mynd: pket
„Nýir spennandi markaðir opnast“ – segir Gunnar Örlygsson hjá IceMar og AG-Seafood „Það eru mjög spennandi tímar framundan. Að fá Selaska í eigendahóp IceMar og AGSeafood mun hafa mjög jákvæð áhrif og styrkja alla markaðssetningu og dreifingu afurða frá Íslandi. Nýju meðeigendurnir eru hrifnir af ábyrgri veiði Íslendinga,“ segir Gunnar Örlygsson hjá IceMar fisksölufyrirtækinu og AG-Seafood í Sandgerði. Selaska hefur keypt 60% hlut í sölufyrirtækinu IceMar í Reykjanesbæ og fjórðungshlut í AG-Seafood í Sandgerði. Gunnar mun áfram eiga 40% í IceMar og 24% hlut í AG-Seafood en Arthur Galvez sem stýrt hefur fyrirtækinu mun áfram eiga 51% í því.
„Við erum að styrkja okkar stöðu á móti stærri aðilum í sjávarútvegi með því að opna á spennandi nýja markaði. Við höfum frá upphafi keypt allt hráefni á fiskmörkuðum þar sem við höfum ekki haft útgerð samhliða vinnslunni og erum eitt
fárra fyrirtækja sem hefur lifað af þá erfiðu samkeppni sem fylgir því að vera algjörlega háð fiskmörkuðum með hráefnisöflun. Við erum ekki að selja aflaheimildir heldur fyrst og fremst að stækka markaði okkar,“ segir Gunnar.
Selaska er samvinnufélag þjóðflokkana Tlingit, Haida og Tsimshian en í þeim eru 25 þúsund hluthafar og var stofnað árið 1972. Höfuðstöðvarnar eru í Juneau í Alaska og hefur umsjón með nærri 1500 ferkílómetra af landi sem bandarísk stjórnvöld afhentu þjóðflokkunum árið 1971. Velta fyrirtækisins hefur sexfaldast frá árinu 2015. Gunnar segir að í framhaldi af þessum viðskiptum eigi hann von á því að umsvifin muni aukast á næstu misserum, m.a. í Bandaríkjunum
og Kanada. Ætlunin sé að efla enn frekar uppbyggingu þar. Í fréttatilkynningu frá Selaska segir að fyrirtækið sé mjög ánægt og spennt fyrir nýju samstarfi við Íslendingana og muni styrkja enn frekar starfsemina og skapi ný tækifæri.
eldsneytisnotkunar, orkunotkunar, rútuferða starfsfólks, meðhöndlunar úrgangs og flugferða. Kolefnisbókhald fyrirtækisins er vaktað og plastspor þess kortlagt til að keyra áfram stöðugar umbætur í rekstri og draga úr áhrifum þess á umhverfið. „Bláa lónið hefur fengið stjórnkerfi sitt vottað í samræmi við alþjóðlega viðurkennda gæðastjórnunarstaðalinn ISO 9001, umhverfisstjórnunarstaðalinn ISO 14001, öryggis- og heilsustjórnunarstaðalinn ISO 45001 sem og IST 85:2017 jafnlaunastaðalinn. Þetta er hluti af vegferð okkar, að efla fyrirtækið með það að leiðarljósi að byggja upp örugga og gæðadrifna ferðaþjónustu á Íslandi og vöruframboð með ríka
áherslu á umhverfisvitund, verndun og virðingu gagnvart náttúruauðlindum landsins,“ segir Grímur. Bláa lónið er löngu orðið heimsþekkt heilsulind, vörumerki þess, Blue Lagoon Iceland, er eitt þekktasta vörumerki landsins og jarðsjórinn sem myndar Bláa lónið er á lista National Geographic sem eitt af 25 undrum veraldar. Bláa lónið er í samstarfi við Reykjanes Unesco Global Geopark (RGP), Jarðvang, og sveitarfélögin á Suðurnesjum um að styrkja Reykjanesið sem áfangastað, stuðla að sjálfbærri nýtingu í sátt við náttúru, bæta þekkingu, viðhorf og verndarstöðu jarðminja.
Páll Ketilsson pket@vf.is
Bláa lónið er Umhverfisfyrirtæki ársins 2021 Bláa lónið hlaut verðlaun sem Umhverfisfyrirtæki ársins en þau voru veitt af Samtökum atvinnulífsins við hátíðlega athöfn í Hörpu í síðustu viku. Það var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem tilkynnti um verðlaunin. Verðlaunin eru veitt fyrirtæki sem hefur meðal annars innleitt umhverfisstjórnunarkerfi, aflað fyrir starfsemi sinni og afurðum viðurkenningar. Fyrirtæki sem hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni, hefur
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
dregið úr úrgangi og gengið lengra en lög og reglur segja til um til að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið. Bláa lónið hefur í tæp 30 ár, frá stofnun árið 1992, nýtt jarðsjó, gufu og koltvísýring sem fellur til við framleiðslu á grænni raforku frá nærliggjandi jarðvarmaveri. Það er einstakt á heimsvísu. Sjálfbærni er í senn kjarni og uppspretta Bláa lónsins. Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að fjölnýta og
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
fullnýta jarðvarmastrauma í upplifun gesta sem og í framleiðslu á vörum. Bláa lónið hefur ávallt unnið að því að draga úr sóun og að lágmarka umhverfisspor sitt. Fyrirtækið hefur markað sér skýra stefnu í umhverfismálum með megináherslu á að auka sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, draga úr plastnotkun og koltvísýringslosun. „Metnaðarfull stefnumörkun í umhverfismálum og þátttaka allra starfsmanna er lykillinn að okkar árangri en umhverfismálin varða okkur öll. Við finnum það einnig að gestir okkar og viðskiptavinir kunna afar vel að meta þessar áherslur. Það er okkur því mikill heiður að hljóta þessi verðlaun og eru þau mikil hvatning til áframhaldandi góðra verka á sviði umhverfismála og nýtingu náttúruauðlinda með sjálfbæra þróun að leiðarljósi,“ sagði Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, við afhendingu verðlaunanna.
Stjórnkerfi Bláa lónsins ISO vottað Bláa lónið hefur kolefnisjafnað allan rekstur sinn frá 2019 með ræktun örþörunga og plöntun trjáa m.t.t.
Vi óskum nemendum, starfsfólki og samstarfsa ilum okkar gle ilegra jóla og farsældar á n ju ári.
Skólameistari/ framkvæmdastjóri Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, óskar eftir að ráða skólameistara/framkvæmdastjóra. Leitað er að öflugum leiðtoga sem brennur af áhuga á menntamálum.
Helstu verkefni og ábyrgð • • • • • •
Daglegur rekstur og áætlanagerð Stefnumótun og áframhaldandi þróun og nýsköpun í skólastarfi Mótun skólastarfs á grundvelli laga aðalnámskrár framhaldsskóla Yfirsýn og eftirfylgni með uppbyggingu námsbrauta Samskipti við nemendur, starfsfólk og stjórn Samningagerð og eftirfylgni með samningum
Hæfniskröfur • • • • • • •
Háskólamenntun sem nýtist í starfi Kennsluréttindi kostur Menntun og/eða reynsla af þróun nýsköpunar í skólastarfi Menntun og/eða reynsla af uppbyggingu nýrra námsbrauta Marktæk reynsla af stjórnun og rekstri Ríkir samskiptahæfileikar Reynsla og þekking á stefnumótun og mótun framtíðarsýnar menntastofnana • Gott vald á íslensku og ensku í bæði töluðu og rituðu máli • Framúrskarandi leiðtogahæfileikar
hagvangur.is
Vinnuverndarskóli Íslands
• !"#$ %$&
Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er leiðandi og framsækið menntafyrirtæki á Suðurnesjum. Keilir hefur það að markmiði að byggja upp námsmannasamfélag þar sem boðið er upp á vandað nám með áherslu á nýstárlega kennsluhætti og fyrsta flokks aðstöðu. Námið skiptist í fjögur sérhæfð meginsvið sem innihalda fjölbreytt námsframboð þar sem áhersla er á að laga sig að þörfum og kröfum nútímanemenda. Sviðin eru Háskólasetur, Flugakademía, Menntaskólinn og Heilsuakademía. Keilir starfar samkvæmt þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið um kennslu á framhaldsskólastigi.
Nánari upplýsingar um störfin er að finna á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. október nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi. Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON
Svona gerum við ekki Það er óhætt að segja að ákvörðun Birgis Þórarinsson, þingmanns, að hætta í Miðflokknum og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn nánast daginn eftir kosningar hafi farið öfugt ofan í landsmenn, alla vega langflesta. Skal engan undra. Ákvörðunin er vægast sagt sérstök. Vissulega má í mörgum tilfellum sýna því skilning að fólk gangi yfir í aðra stjórnmálaflokka en því miður er mjög erfitt að skilja þessa ákvörðun Vogamannsins sem nú er kominn í þriðja flokkinn á fjórum árum. Kosninganóttin var varla liðin þegar hann var búinn að hafa samband við Sjálfstæðisflokkinn. Það hlýtur að teljast óeðlilegt. Við segjum bara: Svona gerum við ekki. Í frétt í blaðinu segjum við frá nýjum hluthöfum í Suðurnesjafyrirtækjunum Icemar og AG-Seafood. Það fyrra er fisksölufyrirtæki en hitt nútíma frystihús í Sandgerði. Ritstjóri Víkurfrétta leit við í húsnæði AG-Seafood í vikunni og það var áhugavert og nokkuð óvænt að sjá umfangsmikla starfsemina. Nýjasta tækni við fiskvinnsluna í bland við handflakara á fleygiferð blasti við
augum fréttamannsins í húsnæði sem eigendurnir hafa lagað að starfseminni en þar var áður fiskvinnsla. Það sem er áhugavert við reksturinn er að alla tíð hefur starfsemin keypt fisk af fiskmarkaði þar sem það hefur ekki verið í útgerð. Gunnar Örlygsson sem hefur verið í forystu hjá báðum fyrirtækjunum segir að það séu spennandi tímar framundan eftir að hafa selt stórum erlendum aðilum hlut í félögunum. „Við erum að styrkja okkar stöðu á móti stærri aðilum í sjávarútvegi með því að opna á spennandi nýja markaði. Við höfum frá upphafi keypt allt hráefni á fiskmörkuðum þar sem við höfum ekki haft útgerð samhliða vinnslunni og erum eitt fárra fyrirtækja sem hefur lifað af þá erfiðu samkeppni sem fylgir því að vera algjörlega háð fiskmörkuðum með hráefnisöflun. Við erum ekki að selja aflaheimildir heldur fyrst og fremst að stækka markaði okkar,“ segir Gunnar í stuttu viðtali í blaðinu. Í blaði vikunnar er fjölbreytt efni. Víkurfréttir fóru í 30 ára afmæli hjá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum og í undanförnum blöðum höfum við sagt frá undirbúningi Fyrsta kossins
en það er nafnið á nýjum söngleik Leikfélags Keflavíkur sem fagnar 60 ára afmæli á árinu. Starfsemin hjá báðum þessum aðilum er til fyrirmyndar og sömuleiðis hjá Tónlistarskóla Grindavíkur sem hefur farið aðra leið í kennsluaðferðum. Í blaðinu er ítarlegt viðtal við skólastjórann en skólinn er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna. Að lokum um forsíðufréttina og grein frá forstöðumanni Vinnumálastofnunar Suðurnesja. Atvinnuleysi hefur snarminnkað á árinu en úrræði stofnunarinnar og ríkisins til styrktar atvinnulífinu hafa gengið vel. Vonandi erum við komin upp úr vandræðunum sem sköpuðust í heimsfaraldri. Alla vega eru allar flugvélar frá Íslandi fullar af fólki á leið í sólina. Það er vonandi ávísun á að staðan sé orðin mun betri.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI Jón Steinar Sæmundsson
Það var í janúarmánuði 2013 þegar verið var að sprengja vegna dýpkunarframkvæmda í Grindavíkurhöfn að töluvert magn af síld drapst. Einhverra hluta vegna hafði síld gengið inn í höfnina, eitthvað sem menn rak ekki minni til að hafi gerst áður í svona miklu magni. Þegar svo ein sprengingin reið af þá hreinlega tók síldin flugið, eðlilega brugðið við lætin. Töluvert af síldinni drapst en sumt virtist nú bara vankast og svo jafna sig. Í kjölfarið tók svo við heilmikil átveisla hjá fuglinum. Eins dauði er annars brauð – eins og þar stendur.
Þegar síldin tók flugið
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
! u ð a s m a r g g o u d m Ko
MARKAÐSDAGAR Lýkur um helgina
50% aukaafsláttur*
u ð r e G r æ b á fr ! p u a k
* nema reiðhjól sem eru á auka 15% afslætti
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Krimmapresturinn í Keflavík
Fritz Jörgenson, prestur í Keflavíkurkirkju, henti fyrstu fimmtíu síðunum sem hann skrifaði í nýjustu glæpasögu sína, HJÁLP, en hún er sjöundi krimminn sem hann skrifar. Á fallegum sumardegi finnst lík af nakinni konu í sorpgeymslu við safnaðarheimili Dómkirikjunnar í Reykjavík. Henni hafði verið misþyrmt með hrottafengnum hætti. Brátt vakna grunsemdir um að fleiri konur kunni að vera í hættu. Jónas og félagar hans hjá sérdeild rannsóknarlögreglunnar vinna í kappi við tímann að leysa málið en það teygir anga sína í óvæntar áttir. Úr verður æsispennandi atburðarrás.
Fritz með nýju bókina, HJÁLP. VF-mynd: Hilmar Bragi
Sérviska „Vinnan að bókinni gekk mjög vel, ég reyndar lofa mér alltaf á haustin að nú ætli ég að skrifa jafnt og þétt yfir veturinn, nota einhvern ákveðin tíma á dag í þetta en einhvern veginn hentar það mér ekkert sérlega vel. Þannig að ég skrifa bara þegar ég skrifa en aldrei á ákveðnum tímum. Þegar ég var að skrifa HJÁLP og var búinn með fyrstu 40–50 síðurnar
þá ákvað ég að henda öllu og skrifa upp á nýtt, ég hef gert þetta áður og finnst gaman að sjá hvað gerist en finnst þetta virka vel og hafa góð áhrif á framhaldið en líklega er þetta bara einhver sérviska. Svo er þetta þannig að þegar það er eitthvað spennandi að gerast í sögunni þá á ég mjög erfitt að hætta að skrifa því ég verð sjálfur svo spenntur að sjá hvað gerist næst – og þegar ég er farinn að nálgast lokin á skrifunum
Fundur fulltrúaráðs Festu lífeyrissjóðs Í samræmi við nýja gr. 5.4 í samþykktum Festu lífeyrissjóðs, boðar stjórn lífeyrissjóðsins til fundar í fulltrúaráði sjóðsins miðvikudaginn 27. október n.k. á Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík. Fundarstörf hefjast kl.: 18:00. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum.
þá fer ég oftast alveg inn í þetta og hverf meira og minna inn í söguna í smá tíma. Skrifa þá við öll tækifæri og á erfitt með að sinna öðru en bara vinnu og skrifum og svo þegar bók er til, þá er ég yfirleitt búinn að fá alveg nóg en mér finnst samt alltaf jafn gaman og gott að fá nýja bók upp í hendurnar, halda á henni, opna hana og finna þessa einstöku lykt og yfirbragð sem er af nýjum bókum,“ segir Fritz þegar hann er spurður út í spennusöguskrifin.
Veit ekki hvaðan hugmyndir koma Hann segist ekkert vita hvaðan hugmyndirnar komi en er þó með í kollinum fyrirfram hvað bókin muni snúast um. „Ég veit svo nokkurn veginn um hvað sagan fjallar og hef einhverjar hugmyndir um endinn. Hef svona ramma af henni í höfðinu, svo skrifa ég inn í þann ramma og auðvitað verður margt til á þeirri leið, sumt breytist, það verða til nýir karakterar og mér finnst alltaf ótrúlega gaman að kynnast þessu fólki þegar það
verður til. Öll nöfn og staðhætti og svoleiðis fæ ég jafnóðum til mín og þarf ekkert að velta slíku fyrir mér en svo er annað sem þarf að skoða og rannsaka því það verður auðvitað að fara rétt með staðreyndir og þess háttar.“
Les sjálfur inn á Storytel Bókin kom út fyrir skömmu og fór mjög vel af stað, komst inn á metsölulista hjá Eymundsson nánast um leið og hún kom út. Svo er Fritz að undirbúa útgáfuna á Storytel. „Ég les hana sjálfur inn og hlakka til að gera það, finnst það ótrúlega skemmtilegt. Planið er að HJÁLP komi á Storytel í byrjun desember. Síðan var ég að fá í hendurnar enska þýðingu á Drottningunni sem kom út í fyrra en hún er væntanlega á leiðinni í eitthvað ferðalag út í heim,“ segir krimmapresturinn í Keflavíkurkikju.
Páll Ketilsson pket@vf.is
Mikið magn kannabisefna fannst í geymslu
Dagskrá: 1. Setning fundar 2. Kynning á afkomu Festu lífeyrissjóðs m.v. 30.06.2021 3. Kynning á framvindu og fylgni við fjárfestingarstefnu sjóðsins 4. Önnur mál
Stjórn Festu lífeyrissjóðs
Mikið magn kannabisefna fannst í geymslu íbúðarhúsnæðis í umdæmi lögreglunnar í síðustu viku þegar þar var gerð húsleit að fenginni heimild. Að auki fundust þar tól ætluð til undirbúnings fíkniefnasölu. Fjármunir fundust einnig í geymslunni og hjá húsráðanda
sem var handtekinn grunaður um sölu fíkniefna. Hann játaði eign sína á efnunum en neitaði að stunda sölu. Karlmaður sem var að koma frá Amsterdam reyndist vera með kannabisefni í fórum sínum þegar tollverðir stöðvuðu hann. Tekin var af honum vettvangsskýrsla.
Handtekinn eftir árekstur á Reykjanesbraut Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut í síðustu viku þegar bifreið var ekið aftan á aðra. Ökumaður hinnar síðarnefndu var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sjúkrabifreið en hinn handtekinn þar sem hann játaði neyslu á fíkniefnum.
Í Sandgerði var ekið á fótgangandi vegfaranda og hlaut viðkomandi opið beinbrot. Unglingspiltur datt af vespu og hlaut skrámur á handlegg og fæti.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Veiði loksins hafin á elstu línumiðum landsins Tíminn líður áfram. Við erum úna að detta í miðjan október og smá gleðiefni í gangi því núna eru loksins komnir bátar á veiðar á línu við Suðurnesin á miðum sem má segja að séu ein elstu línumið íslands. Þá er ég þá að tala um miðin útaf Sandgerði en sögu þessara miða má rekja meira en hundrað ár aftur í tímann. Til að mynda má fara aðeins í söguna og nefna að fyrirtækið Brim ehf. sem áður hét Grandi hf. á nú að hluta til ættir að rekja til Sandgerðis. Það er nefnilega þannig að Grandi var sameinað Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi og það fyrirtæki tók yfir Miðnes hf. í Sandgerði og lagði það fyrirtæki niður með gríðarlegum atvinnumissi fyrir Sandgerðinga sem og að mjög stór kvóti hvarf út byggðarlaginu. Þegar Haraldur Böðvarsson hóf útgerð sína árið 1906 fór hann snemma með bátana sína til Sandgerðis og lét þá róa þaðan til línuveiða á miðunum þar fyrir utan. Haraldur Böðvarsson reisti nokkur fiskvinnsluhús í Sandgerði og árið 1942 selur hann húsin og reksturinn til bræðranna Ólafs og Sveins Jónssona og þeir ásamt Axel Jónssyni stofnuðu saman fyrirtækið Miðnes HF. Samhliða þessu voru mjög margir bátar gerðir út frá t.d Keflavík á línu og þeir fóru líka út á þessi mið útaf Sandgerði og svo var Guðmundur á Rafnkelsstöðum í Garðinum líka með báta í Sandgerði, t.d Víðir II GK. Kannski fer ég nánar í þessa sögu í seinni pistlum. Núna 100 árum síðar eru nokkrir bátar byrjaðir á línuveiðum á þessi sögufrægu miðum og óhætt er að
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
segja að það byrji mjög vel. Þrír bátar hafa verið á línuveiðum og von er á þeim fjórða frá Skagaströnd núna þegar þessi pistill kemur út. Þeir bátar sem hafa verið að róa eru Katrín GK sem hefur landað alls um þretttán tonnum í þremur róðrum og mest tæp sex tonnum í einni löndun. Addi Afi GK sem hefur landað sautján tonnum í þremur róðrum og þar af sjö tonnum í einni löndun og Gulltoppur GK sem hefur landað fjórtán tonnum í þremur róðrum og mest um 6,5 tonnum. Þetta er ansi góður afli og eins og ég hef oft skrifað um hérna í þessum pistlum þá þarf nú engan stærðfræðing til þess að reikna út að svona veiði margborgar sig miðað við að fá sama afla fyrir norðan eða austan með tilliti til flutningskostnaðar. Reyndar er þorskurinn í litlu magni en á móti er mikið af ýsu og löngu. Já og fjórði báturinn sem kemur heitir Sigrún GK og er það gamli Addi Afi GK. Von er líka á að Guðrún Petrína GK komi suður en hún fór til Skagastrandar og hefur landað þar 3,5 tonnum í einni löndun. Reyndar fóru handfærabátarnir Ragnar Alfreðs GK og Margrét SU líka í Húnaflóann en ekki er nú hægt að segja að þeir hafi fiskað mikið þar, Ragnar Alfreðs GK með 2,1 tonn í tveimur róðrum og Margrét SU þrjú tonn í þremur róðrum.
Reyndar eru nú ekki margir handfærabátar að róa frá Suðurnesjunum núna en þeir fóru nokkrir á sjóinn um síðustu helgi en þegar þessi orð eru skrifuð þá var ekki vitað um aflann hjá þeim. Þeir bátar sem fóru á sjó voru Grindjáni GK, Þórdís og Sæfari GK frá Grindavík og Steini GK frá Sandgerði. Margrét GK sem var fyrir norðan hefur fært sig til Austurlands og þar er reyndar meira af þorski en hérna fyrir sunnan. Þó svo að veiðin sé nú ekkert sérstök hefur báturinn landað 39,5 tonn í sjö róðrum og mest tólf tonnum í einni löndun, meðaltal 5,6 tonn í róðri. Ef við lítum aá aðra báta sem eru fyrir austan þá má nefna að Daðey GK er með 37 tonn í sex og mest 9,7 tonn. Auður Vésteins
SU er með 32 tonn í átta róðrum eða aðeins 4 tonn í róðri. Þetta er frekar lítill afli. Vésteinn var með 28 tonn í sex róðrum, Óli á Stað GK 20 tonn í fimm á Siglufirði, Sævík GK 19 tonn í fjórum og reyndar er einn af þessum róðrum í Grindavík en þangað kom báturinn með fjögur tonn úr einni löndun. Að lokum má geta þess að miðin útaf Grindavík hafa nú verið í ansi góðri pásu núna í haust, enda fáir
sem enginn bátar þar á veiðum, nú er reyndar breyting þar á, því að Grímsnes GK er kominn á Selvogsbankann án nokkurs félagsskapar og reynir fyrir sér á ufsanum þar. Um leið og verður vart við meiri þorsk hérna fyrir sunnan þá munu hinir hægt og rólega koma sér suður, allavega lofar hún ansi góðu um framhaldið þessi góða byrjun utan við Sandgerði.
Allar bryggjur voru á kafi í sjó á stórstraumsflóði á fimmtudag í síðustu viku. Ástæða þess að bryggjur eru oftar á kafi nú en áður er að sjór í heimshöfunum hækkar um u.þ.b. þrjá millimetra á ári að meðaltali. Í öðru lagi sígur land á suðvesturhorni landsins og er það líklega vegna flekareksins. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur (Ph.D.) Prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir í færslu á Facebook að í Keflavík sé land að síga um tvo til þrjá millimetra á ári skv. GPS-mælingum sem gerðar voru árin 1993 til 2004. „Það vantar efni til að bæta við flekana þegar þá rekur í sundur,“ segir Páll. Efnið sem vantar er kvika sem núna kemur t.d. upp með eldgosi í Fagradalsfjalli. VF-mynd: Páll Ketilsson
Starfsmaður í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingi til starfa í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Um vaktavinnu er að ræða.
Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og
Helstu verkefni og ábyrgð: • Loftrýmiseftirlit, eftirlit með umferð á hafi og stuðningur við loftrýmisgæslu • Samskipti við stjórnstöðvar Atlantshafsbandalagsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
fer með löggæslu á hafinu.
• Gott almennt nám tengt tæknimálum er kostur
Gildi Landhelgisgæslunnar eru:
• Grunnnám í flugumferðarstjórn, flugnám eða annað
Öryggi - Þjónusta - Fagmennska
flugtengt nám er kostur
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu
• Eftirlit með fjargæslukerfum
• Skipstjórnarnám eða annað tengt nám er kostur
• Skýrslugerð og greining gagna
• Góð tækniþekking og reynsla í tækniumhverfi er kostur
• Önnur tengd verkefni
• Góðir samskiptahæfileikar
Stefnt er að ráðningu frá 1. janúar 2022.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði
Starfsmaður vinnur dagvinnu þar til
• Reglusemi, nákvæmni, snyrtimennska og stundvísi
undirbúningsnámi er lokið en þá fer
*Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skulu starfsmenn uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.
• Sjálfstæði og agi í vinnubrögðum • Geta til að stunda vaktavinnu • Ökuréttindi skilyrði • Búseta á Suðurnesjum er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
Íslands má finna á: www.lhg.is.
starfsmaður á 8 tíma vaktir samkvæmt uppsettu vaktaplani. Nánari upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu Intellecta: www.intellecta.is.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fyrsti kossinn er krefjandi verk með miklum söng og hljóðfæraleik
Leikhópurinn er mjög þéttur og yndislegur Þau Tara Sól Sveinbjörnsdóttir og Sigurður Smári Hansson fara með stór hlutverk í Fyrsta kossinum sem Leikfélag Keflavíkur frumsýnir í næstu viku. Víkurfréttir fengu þau til að svara nokkrum spurningum um verkið og hvernig það er að taka þátt í svona veigamikilli sýningu. Nú veit ég að þið hafið bæði leikið og sungið á sviði áður með leikfélaginu en hvernig var að vera valin í svona stór hlutverk þar sem reynir á leik, hljóðfæraleik, mikinn söng og að mér skilst tilfinningar og átök? Smári: „Það er auðvitað mikill heiður að vera treyst fyrir svona hlutverki og það er jú virkilega krefjandi að leika stórt hlutverk með miklum söng og hljóðfæraleik en maður er í þessu til að takast á við þessar áskoranir.“
Tara: „Það var auðvitað mikið stress sem fylgdi því að sjá nafnið mitt á „castinu“ en líka mikill spenningur og tilhlökkun.“ Nú eruð þið vel kunnug höfundum verksins, hvernig kom handritið ykkur fyrir sjónir við fyrsta lestur? Smári: „Ég var ekki með einhverjar brjálaðar væntingar þegar þau sögðu mér frá því á stjórnarfundi að þau væru með handrit sem þau vildu að við læsum með þeim en eftir að lesa það í fyrsta skiptið sá ég
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umhverfissvið - Verkefnisstjóri skipulagsmála Háaleitisskóli – Starfsmaður skóla Háaleitisskóli – Kennari Nýheima, móttökudeild fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Viðburðir í Reykjanesbæ Safnahelgi á Suðurnesjum
Verið velkomin á Safnahelgi á Suðurnesjum helgina 16.-17. október. Safnahelgin er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Suðurnesjum sem opna dyrnar sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins. Safnahelgin er uppfull af fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum um allan Reykjanesskagann. Inn á safnahelgi.is, er hægt að nálgast upplýsingar um dagskrá og viðburði. Þess ber að geta að það er ókeypis á alla viðburði.
strax að þetta væri verk sem hefði mikla möguleika.“ Tara: „Ég sá strax að þetta handrit var að fara að breytast í stórt og flott leikrit.“ Hvað kom ykkur mest á óvart? Smári: „Það kom mér virkilega á óvart hversu vel þau náðu að fletta söngtextana við söguþráðinn.“ Tara: „Það sem kom mér mest á óvart var að leikritið endar ekki eins og flest leikrit gera.“ Segið mér aðeins frá leikhópnum. Smári: „Leikhópurinn er mjög þéttur og það er gaman að sjá svona margt nýtt fólk sem er að standa sig frábærlega.“ Tara: „Leikhópurinn er yndislegur, ekki oft sem stór leikhópur eins og þessi nær svona vel saman.“ Er þessi uppsetning ólík öðrum sem þið hafið tekið þátt í og þá hvernig? Smári: „Já það er auðvitað sérstakt að setja upp nýjan söngleik, ég hef séð einhverjar gamlar uppsetningar af flestum sýningum sem við höfum sett upp en núna hefur maður ekkert til að bera saman við sem gerir manni kleift að skapa karakterinn sinn alveg frá grunni.“ Tara: „Já ég myndi segja að þetta verk sé ólíkt öðrum þar sem allt byggist ekki á gríninu, það koma svo
miklar tilfinningar fyrir í þessu verki og ég held að áhorfendur muni ekki vita hvernig þeim líður á pörtum.“ Hvernig hafa æfingar gengið? Smári: „Æfingar hafa gengið mjög vel, við erum mjög vel stödd miðað við hversu „langt“ er í frumsýningu.“ Tara: „Æfingarnar hafa gengið mun betur en ég bjóst við. Það er rosalega mikið að gerast í þessari sýningu og það er eiginlega bara aðdáunarvert hversu fljótt strákarnir í hljómsveitinni, dansarar og leikarar eru búnir púsla sýningunni saman.“ Hvað er erfiðast við að vera áhugaleikari? Smári: „Ég held að það sé erfiðast að finna klukkutímana í sólarhringnum til að sinna þessu almennilega verandi í 100% vinnu og að maður er nánast ekkert heima hjá sér í sjö til níu vikur – en það hjálpar mér hvað ég á ofboðslega þolinmóða konu.“ Tara: „Erfiðast er örugglega að skipulag er besti vinur manns, maður þarf að púsla saman vinnu, námi, æfingum og tíma með ástvinum.“ Hvað er skemmtilegast? Smári: „Það er þessi félagsskapur, þegar maður vinnur svona mikið og lengi með sama hópnum verður
hann svo náinn og maður er alltaf að kynnast nýju fólki, nú er ég búinn að vera í leikfélaginu í tíu ár og mörgum af mínum bestu vinum hef ég kynnst hér.“ Tara: „Félagsskapurinn er auðvitað það skemmtilegasta, það eru allir þarna á sömu forsendum og er það áhuginn fyrir leikhúsinu.“ Eigið þið ykkur draumahlutverk/ sýningu að setja upp? Smári: „Ég held að það sé Litla hryllingsbúðin og ég er svo heppinn að hafa leikið í þeirri sýningu árið 2017.“ Tara: „Draumasýning sem ég væri til í að taka þátt í er ábyggilega Mamma Mia þar sem blandað væri eldri og nýju myndunum saman.“ Hvernig er að leika á sviði með höfundum verksins? Smári: „Ég hef auðvitað leikið mikið með þeim síðustu ár en það er í rauninni ekkert öðruvísi þar sem þau hafa sett sýninguna í hendur leikstjórans.“ Tara: „Það getur stundum verið skrítið þar sem maður vill alltaf gera hlutina eins og þau voru búin að ímynda sér en Brynja og Ómar eru svo yndisleg og vilja að allir myndi sinn eigin karakter.“ Hvernig er leikstjórinn Karl Ágúst að standa sig? Smári: „Karl Ágúst er algjör fagmaður fram í fingurgóma! Ég vann með honum í Fló á skinni og þegar tækifærið gafst fyrir okkur að fá hann í þetta verkefni þá þurftum við ekki að hugsa okkur um tvisvar. Það hefur verið frábært að vinna með honum að þessu verki og ég vona innilega að þetta verði ekki síðast verkefni sem við vinnum með honum.“ Tara: „Kalli er svo æðislegur og stendur sig frábærlega. Hann vill allt það besta fyrir alla og erum við komin mjög langt með verkið miðað við að það er rúm vika í frumsýninguna og það er honum að þakka.“
ORMARNIR
Í NJARÐVÍKURSKÓLA
klára nestið fyrir nemendur í 2. bekk
þrítugsafmæli FÉLAGS ELDRI BORGARA Á SUÐURNESJUM
N N I S S O K I T S R Y F Í S E X T U G SA F M Æ L I L E I K F É L AG S K E F L AV Í K U R
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Óskum Reykjanesbæ
til hamingju með n
www.vokvun.is
æ og knattspyrnufólki
nýjan gervigrasvöll
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Félagsmenn í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum eru næstum 2500 talsins og það var líka fjölmennt í þrítugsafmæli félagsins á Nesvöllum síðasta föstudag.
FÉLAG ELDRI BORGARA Á SUÐURNESJUM 30 ÁRA
ALLTAF EITTHVAÐ FJÖR Félag eldri borgara á Suðurnesjum, FEBS, fagnaði 30 ára afmæli á Nesvöllum síðasta föstudag. Húsfyllir var í veislunni þar sem boðið var til fjölbreyttrar skemmtidagskrár með söng og glens og þá fengu afmælisgestir rjómatertu og aðrar kaffiveitingar. Guðrún Eyjólfsdóttir er formaður félagsins og í viðtali við Víkurfréttir er hún fyrst spurð af því hvernig starfsemin gangi. „Starfsemin gengur vel eins og sjá má á þessari afmælishátíð okkar og það er mikil ánægja með hana,“ segir Guðrún en í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum eru tæplega 2.500 félagsmenn. Allir Suðurnesjamenn 60 ára og eldri eru gjaldgengir í félagsskapinn. Guðrún segir að alltaf sé að bætast í hópinn en núverandi félagar eru duglegir að vekja athygli á starfinu við fólk í sínu umhverfi. Hvað eruð þið að gera í félaginu. Er verið að fara í ferðir og spila? „Við erum með bingó einu sinni í viku og einnig bridds og félagsvist. Svo eru hérna gönguhópar og sundleikfimi. Svo förum við saman í leikhús og í ferðir. Við gistum jafnvel
á hóteli uppi í sveit. Við erum nýlega komin úr gistingu á hóteli á Selfossi, sem var mjög skemmtileg og flott tveggja daga ferð. Það er alltaf verið að reyna að gera eitthvað skemmtilegt. Svo höfum við einnig þorrablót, árshátíð og ýmislegt svoleiðis.“ Er þátttakan hjá félagsmönnum góð? „Já. Hún er mjög góð og það er eiginlega alveg sama hvað við gerum að það er mjög vel sótt.“ Er þessi félagslegi þáttur ykkur mikilvægur? „Ég held það og sérstaklega nú eftir að Covid-faraldurinn gekk þá voru margir einmana og einir heima.
Núna er það sem betur fer gengið yfir og kemur vonandi ekki aftur. Þá er fólk alveg tilbúið að koma og vera með okkur og vill hafa líf í kringum sig.“ Fannst þér Covid koma illa við marga úr hópi eldri borgara? „Ég held það, frekar. Það kom líka illa við félagsstarfið hjá okkur. Við vorum búin að undirbúa ýmiskonar ferðir, svo sem í leikhús og margt sem við ætluðum að gera en svo var alltaf smellt í lás, þannig að við erum bara núna að byrja aftur af fullum krafti.“ Nú er félagið 30 ára, þannig að það sýnir að það hefur verið góð starf-
Elmar Þór Hauksson söng, Arnór Vilbergsson lék á píanó og Kjartan Már Kjartansson tók fram fiðluna í 30 ára afmæli félags eldri borgara.
Guðrún Eyjólfsdóttir, formaður Félags eldri norgara á Suðurnesjum. semi fyrir eldri borgara á Suðurnesjum í áratugi. „Já, Styrktarfélag aldraðra var forveri þessa félags og var stofnað 1975. Sá félagsskapur hófst í samstarfi við Gísla á Grund og það var upphafið að þessu. Styrktarfélagið var svo lagt niður og Félag eldri borgara á Suðurnesjum var stofnað.“ Og margir félagsmenn búa hér á Nesvöllum sem má segja að sé ykkar félagsmiðstöð. „Já og það er gott fyrir þá sem eiga ekki auðvelt með að fara úr húsi eða gott með gang að koma hingað niður. Alla föstudaga eru Léttir föstudagar. Við erum með hljómsveit annan föstudaginn og þá eru spiluð og sungin ættjarðarlög og boðið upp á óskalög og við erum með söngbækur.
Hinn föstudaginn sjá Hrafnista eða Reykjanesbær um skemmtiatriði. Það er alltaf eitthvað fjör hér alla föstudaga fyrir utan alla hina dagana líka.“
Tvær úr Tungunum mættu í veisluna.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Nýjasta tískan frá Kóda Félagskonum í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum er margt til lista lagt. Þær settu upp tískusýningu á afmælishátíðinni þar sem hausttískan frá versluninni Kóda í Keflavík var sýnd. Hér að neðan má sjá hópinn sem tók þátt í sýningunni. Sigurður Jónsson og Eyjólfur Eysteinsson eru báðir fyrrverandi formenn FEBS og tóku við blómum ásamt Ragnheiði Stefánsdóttur fyrir bónda síns, Jóns Sæmundssonar, sem einnig er fyrrverandi formaður, og átti ekki heimangengt. Með þeim á myndinni er Guðrún Eyjólfsdóttir núverandi formaður FEBS.
Nú er bjart framundan Sigurður Jónsson, fv. bæjarstjóri í Garði, var um tíma formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Hann var mættur í afmælisfagnaðinn á Nesvöllum. „Þetta hefur verið öflugur félagsskapur og félagið á Suðurnesjum er það næststærsta á landinu með mjög öflugt starf,“ segir Sigurður í samtali við Víkurfréttir. Þú hefur tjáð þig reglulega um stöðu eldri borgara. Hefur þú áhyggjur af henni? „Já, vissulega. Ég segi að stærsti hluti eldri borgara hefur það alveg ágætt en það er hluti af eldri borgurum sem er í neðsta þrepinu og þeir hafa það mjög slæmt. Ég hef haft áhyggjur af því að stjórnvöld hafa ekki viljað gera neitt fyrir þennan hóp. Það er hægt að laga kjörin og við höfum bent á það með því t.d. að hækka svokallað frítekjumark á lífeyrissjóðstekjum. Það er alveg skömm að það er verið að refsa þér ef þú ert með 25.000 krónur eða meira þá færðu 45% skerðingu á öllu umfram það, sem þýðir að þú heldur eftir um 20 krónum af hverjum 100 krónum. Það eiga allir að sjá að þetta
gengur ekki. Ég segi líka á móti að það er óþarfi að ríkisvaldið sé að borga fólki sem hefur milljón eða meira á mánuði. Í því liggur munurinn en því miður og ég segi það sem góður og gegn sjálfstæðismaður að ég er óhress með mína menn að hafa ekki viljað hlusta á aðra í þessu efni“. Ertu duglegar að sækja samkomur og viðburði hjá félaginu? „Já, ég hef verið það í gegnum tíðina. Nú fer að rætast úr eftir Covid-ástandið. Nú verður fjör aftur. Ég held að fólki sé létt því að margir sem búa einir og þetta hefur verið skelfilega erfitt ástand fyrir þá en nú er bjart framundan.“
ORGÓBER 17. október kl 17.00
KÁRI ÞORMAR KÁRASON, organisti við Dómkirkjuna, leikur valin orgelverk Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma
ÞÓRA JÓNSDÓTTIR Vallarbraut 6, Njarðvík
lést miðvikudaginn 6. október 2021. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 21. október kl. 13:00 Sigurður Bergmann Sólveig Steinunn Guðmundsdóttir Aðalheiður Kristjánsdóttir Barnabörn
www.keflavikurkirkja.is
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Þetta á að vera gaman „Leiðarljós okkar er að ef nemandinn getur ekki lært á þann hátt sem við kennum þá verðum við að kenna á annan hátt“ Inga Þórðardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Grindavík, segir að gott b akland sé lykilatriði í þeirri þróunarvinnu sem starfsfólk skólans hefur mótað sínar kennsluaðferðir eftir til að mæta þörfum nemenda þar sem þeirra styrkur liggur. Tónlistarskólinn fékk hvatningarverðlaun Grindavíkurbæjar síðasta vor og hefur nú verið tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna. námi, hvað hefði auðveldað manni lífið eins og tæknin hefur upp á að bjóða í dag. Svo ég fór að skoða hvað við gætum gert til að hjálpa nemendunum með heimanámið. Tónlistarskólar eru oft frekar íhaldssamir, þú ferð í þinn hljóðfæratíma og þar færðu kennsluna. Síðan áttu að æfa þig heima, þetta byggist allt á æfingunni. Það er hins vegar oft að þegar maður er kominn heim þá man maður ekki alveg hvernig maður átti að gera þetta eða hitt. Það er svolítill akkilesarhæll því svo kemur nemandinn kannski í næsta tíma og hefur ekki getað æft það sem fyrir hann var lagt af því að hann skildi ekki alveg eða er búinn að temja sér einhverja
Kennslan fer heim með nemandanum Þið hafið verið að gera flotta hluti hér í Tónlistarskólanum í Grindavík, hlutuð hvatningarverðlaun Grindavíkurbæjar síðasta vor og nú hefur skólinn verið tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna. Hvað eruð þið að gera umfram aðra skóla? „Leiðarljósið okkar í gegnum allt starfið er að ef barn getur ekki lært það sem við kennum þá verðum við að kenna á þann hátt að barnið geti lært. Þetta er svona leiðarljósið okkar í öllu okkar starfi og við höfum alltaf á bak við eyrað.“ Tónlistarskólinn í Grindavík hefur þróað nýja nálgun í kennsluaðferð sinni og kallast hún eftirfylgni aðferðin. „Þróun okkar við eftirfylgniaðferðina er orðin margra ára saga. Þetta byrjaði þannig að maður fór að hugsa út frá sjálfum sér, og sínu
vitleysu, það er svo grátlegt. Svo við hugsuðum hvernig við gætum fylgt nemandanum heim og aðstoðað hann heima – og það gerum við með því að beita nútímatækni. Hugsaðu þér hvað Beethoven og Bach hefðu getað gert þó þeir hefðu ekki haft nema bara rafmagn og tölvu, hver yrði framleiðslan?“ Kennarar nýta sér tæknina í tímum og nemandinn hefur alltaf aðgang að kjarna kennslustundanna á sínu svæði. „Við gerum þetta þannig að við notum spjaldtölvur við kennsluna. Í upphafi tímans er farið inn á svæði nemandans og þegar verið er að leggja áherslu á eitthvað tækniatriði eða eitthvað nýtt, bara eitthvað sem þarf að hamast á heima, þá tökum
Tónlistarskólar eru oft frekar íhaldssamir, þú ferð í þinn hljóðfæratíma og þar færðu kennsluna. Síðan áttu að æfa þig heima, þetta byggist allt á æfingunni ... við það upp og það er svo aðgengilegt nemandanum hvenær sem er en allir nemendur hafa aðgang að sínu svæði. Það er ýtt á upptöku og útskýrt fyrir nemandanum; tækni, fingrasetning, hraði eða hvað sem er. Þetta truflar ekkert hið hefðbundna nám en þegar nemandinn er kominn heim getur hann haft myndskeiðið til hliðsjónar meðan hann æfir sig. Við tökum ekki upp allan tímann, bara þessi áherslubrot sem skipta mestu máli, kjarnann í kennslustundinni. Þessi aðferð hefur þróast á mjög jákvæðan hátt. Þetta hjálpar nemendunum og kennarinn sér þegar þeir hafa opnað myndskeiðið heima, þannig að afsökunin: „Ég gat ekki æft heima af því að …,“ er ekki lengur til staðar. Þetta er líka brú til foreldranna og þeir verða virkari. Þegar barn byrjar í námi þá getur foreldri verið tengiliður og aðstoðað út frá því sem hann sér á skjánum. Þeir geta verið svolítið leiðandi og tekið þátt í náminu. Þeir þurfa ekki að hafa neinn bakgrunn í sjálfu sér til að geta fylgt barninu fyrstu skrefin. Svo ef það er eitthvað sem þau skilja
Nemendum í fjórða bekk gefst tækifæri til að kynnast þremur hljóðfærum yfir veturinn.
johann@vf.is
vinna verkefnin sín beint á iPad og kennarinn fer yfir þau. Svo ræður kennarinn hvenær hann lokar fyrir skil á verkefnum en getur opnað allt aftur til upprifjunar þegar byrjað er að æfa sig fyrir próf.“ ekki eða ná ekki þá geta þau tekið upp myndskeið. „Hvað erum við að gera vitlaust hér?,“ og svo fer myndbandið til kennarans sem getur þá útskýrt hvað sé vandamálið.“
Tímar falla síður niður Inga segir að eftirfylgniaðferðin hafi reynst vel og margir skólar séu að horfa til þess sem þau í Tónlistarskólanum eru að gera. „Þarna fara fram samskipti, við getum haft lifandi fjarkennslu og við höfum góða reynslu af því í gegnum Covid, þegar við lentum í því að tveir kennarar fóru í sóttkví þá gátu þeir kennt að heiman. Þá falla tímar ekki niður þótt Reykjanesbrautin sé ófær því kennarar sinna þá kennslu að heiman og krakkarnir mæta í stofuna sína hér í skólanum. Núna er samspil að fara í gang og kennarar eru búnir að vera að taka upp hverja rödd fyrir sig [hvert hljóðfæri], þannig geta krakkarnir æft sinn hlut og mátað sig við hina sem eru að spila. Oft þegar við erum að æfa fyrir tónleika þá tekur undirleikarinn upp sinn undirleik og nemandinn getur æft sig heima eins og flutningurinn verður á tónleikunum. Við getum sent allt í gegnum þetta kerfi, eins og hljóðfæla og lesglærur. Öll tónfræðikennsla hjá okkur fer fram í gegnum iPad jafnvel þótt tímar fari fram í stofunni hérna. Áður sneri kennarinn baki í nemendur og skrifaði eitthvað á krítartöfluna, nú er taflan bara komin í iPad og henni varpað á sjónvarp. Kennarinn snýr að nemendum sínum og skrifar útskýringar inn á verkefnin sem verið er að vinna. Svo geta krakkarnir farið betur yfir þetta þegar þau eru komin heim, þau
Hvað eruð þið búin að vera lengi að þróa þetta kerfi? „Það eru búnar að vera margar andvökunætur til að finna út hvernig væri hægt að gera þetta. Ég tók við hérna 2008 og þá vorum við þegar farin að hugsa um þetta því þá fengum við fyrstu spjaldtölvurnar. Svo gekk maður með þetta lengi í maganum, hvernig væri hægt að leysa þetta. Ég fór upp á Ásbrú, í Keili, til að kynna mér speglaða kennslu en hún hentaði ekki alveg þannig lagað sér. Þannig að við þróuðum þetta út frá þeirri hugmynd, tókum það besta og aðlöguðum að okkar þörfum, tónlistarkennslu. Hins vegar myndi þetta ganga í öllum skólakerfum.“
Gott bakland Nú hlýtur þetta að hafa verið kostnaðarsamt ferli. Hafið þið fengið einhverja styrki út á verkefnið? „Nei en Grindavíkurbær er mjög styðjandi. Við höfum flotta fræðslunefnd sem hvetur til dáða og við höfum haft mjög gott bakland. Lions er góðvinur skólans. Við förum alltaf og höldum tónleika hjá þeim og þeir hafa verið að hjálpa okkur, hjálpuðu okkur t.d. með fyrstu iPadana og fleira sem vantar. Þá hafa einkaaðilar einnig komið að málum og gefið gjafir svo við eigum marga velunnara. Hins vegar er bærinn mjög styðjandi og hvetjandi, fólki er gefið svigrúm til að vinna að svona þróunarverkefnum og þeir taka þátt í því. Það er mjög gott að vinna hjá Grindavíkurbæ hvað þetta varðar. Þú mætir skilningi og færð stuðning. Nú erum við t.d. að hefja vegferð með lærdómssamfélag þar sem allir
VF-myndir: JPK
Tónlistarskólinn í Grindavík hefur 94 nemendur í einkanámi á aldrinum sex til 57 ára, 241 nemendur í forskóla fá kennslu í Hópsskóla og fjórði bekkur grunnskóla kemur í hljóðfæraval í Tónlistarskólann þar sem þau hafa úr sex hljóðfærum að velja. Kennt er í þremur lotum yfir veturinn og á þeim tíma fá börnin að kynnast starfsemi skólans og þremur hljóðfærum. „Tónlistarnámið er vinsælt og það er vöxtur í aðsókn,“ segir Inga þegar hún tók á móti Víkurfréttum í skólanum. „Við ætluðum að vera mjög sniðug og taka mjög marga inn núna en það lengist alltaf í biðlistunum þrátt fyrir það – en aðsóknin er líka misjöfn eftir hljóðfærum.“
Jóhann Páll Kristbjörnsson
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17
Tónlistarnámið er fjölbreytt og skemmtilegt í Tónlistarskólanum í Grindavík.
Ef að kennslan væri færð í þetta form, hugsaðu þér hvað við gætum gert; í sérkennslunni, í öllum fögum. Þetta hentar í öll fög, ef þetta hentar í tónlist þá hentar þetta allsstaðar annarsstaðar ... skólar bæjarfélagsins eru að innleiða lærdómssamfélagið. Það byrjaði á því að formaður fræðslunefndar stakk upp á þessu og í kjölfarið var keypt námskeið frá Háskóla Íslands sem var kennt hér í Grindavík. Allir skólastjórnendur fóru á þetta námskeið, þ.e. allir sem höfðu yfir mannaforráðum að gera, með það að markmiði að hefja þetta ferli. Svo fengum við styrk frá Sprotasjóði og nú eru kennarar frá Háskólanum á Akureyri að hjálpa okkur að innleiða lærdómssamfélagið og fyrsta innleiðing var í lok september þar sem allt skólasamfélagið var tekið, verkefnið útskýrt og starfsfólk leitt inn í vinnuna.“
Allir hafa rödd Inga segir að lærdómssamfélagið gangi út á það að allir hafi rödd og á þá sé hlustað. Að á vinnustaðnum þínum hafir þú eitthvað að segja um hvað fari þar fram og getir tjáð skoðanir þínar. „ Að þetta sé ekki allt háð ákvörðun einhvers stjórnanda og þú getir tekið þátt í ákvarðanatöku. Það er unnið mikið í teymisvinnu þar sem allir eru jafnir, hugmyndafræðilega. Við höfum lengi unnið svona mjög hér, eins og í þessum skóla er mjög frjótt starfsfólk sem gaman er að vinna með því það koma upp svo margar flottar hugmyndir. Þannig að við erum komin svolítið áleiðis, við höfum forskot.“ Það er nefnilega þannig í svona stofnunum að keðjan er aldrei
sterkari en veikasti hlekkurinn. Þannig að ef einhverjum líður illa, finnst aldrei hlustað á hann eða eitthvað slíkt, þá verður hann óvirkur á endanum. Það að allir hafi rödd og að við séum saman í þessu, það kemur svo mikill kraftur út úr því. Þá eru allir líka „all in“ í því að vinna verkefnin.“
Þú lendir á veggjum Oft hefur verið talað um að ein kennsluaðferð henti ekki öllum og ómögulegt sé að setja alla undir sama hatt. Það skapi jafnvel vanlíðan hjá börnum og brottfall þeirra úr námi sem falla ekki undir þennan tiltekna hatt.
„Það að stofnanir reyni ekki að festa nemendur inn í einhverju boxi, heldur lagi sig að þörfum þeirra, skiptir miklu. Það að vera fastur í einni aðferð er svo dapurt gagnvart þeim sem hafa verið á jöðrunum og kannski aðeins þurft aðra nálgun, bara smá aðstoð til að klífa þá veggi sem á vegi þeirra verða. Tónlistarnám er þannig að þú lendir á veggjum og ef þú kemst ekki yfir þá ertu einfaldlega hættur, gefst upp – og hvað er betra en að fylgja nemandanum heim og reyna að aðstoða hann, gera foreldrana að millilið til þess að komast yfir þá hjalla sem á vegi þeirra verða. Það hlýtur að vera ávinningur í því myndi ég halda. Það sama á t.d. við um lesblindu. Ég held að grunnskólinn gæti gert rosalega góða hluti ef hann tæki upp þetta kerfi, eftirfylgniaðferðina. Þá mætirðu einstaklingnum alltaf á sínu svæði, þar sem hann er öruggur. Ef að kennarinn hættir að snúa sér upp Skólinn eru búinn fullkomnu upptökuveri.
Samspil er mikilvægur þáttur í tónlistarnáminu.
Þau eru að vinna með þolinmæði og aga. Það þarf gríðarlegan aga til þess að æfa sig tímunum saman á einhverju hljóðfæri, hjakka í því sama til að ná einhverjum árangri. Það þarf festu, þolinmæði og þrautsegju ... að töflu og leggur til hliðar þessa innlagnaraðferð, ef þú ert á klósettinu þá missir þú bara af, leiðinlegt fyrir þig. Ef að kennslan væri færð í þetta form, hugsaðu þér hvað við gætum gert; í sérkennslunni, í öllum fögum. Þetta hentar í öll fög, ef þetta hentar í tónlist þá hentar þetta allsstaðar annarsstaðar því að við erum bæði með verklegar og bóklegar greinar. Eftirfylgniaðferðin hefur líka reynst rosalega vel í bóklega náminu, til að útskýra fyrir nemandanum og þannig. Það er svo grátlegt að þegar kreppir að börnunum í grunnskóla vegna einhverra örðugleika, hvað er þá oft gert? Þau eru tekin úr því sem þau eru að blómstra í af því að þau þurfa að sinna hinu betur. Þú verður að ná þessu jafnvel þótt þú hafir ekki náð inntakinu í því í tíu ár, þú verður að einblína á það sem þú ert veikastur í staðinn fyrir að fá að njóta þín þar sem styrkurinn liggur. Mér finnst að öll börn eigi að fá að blómstra þar sem styrkur þeirra liggur, það er svo augljóst en ekki þar með sagt að það sé raunveruleikinn.“ Inga talar um hve mikinn metnað Grindavíkurbær hafi fyrir skólastofnanir sínar og hlúi vel að þeim. „Maður fær að prófa, maður fær að þróa, maður fær að henda því sem ekki gengur og þegar það gerist kemur maður bara og segir að þetta hafi ekki gengið upp. Það er ekkert mál. Ef við fengjum ekki að þróa okkar starf þá værum við ennþá að kenna á sama hátt og Bach og Beethoven var kennt. Það væru ennþá sömu vandamálin og ennþá sama brottfallið. Það breytist ekkert nema einhver fái að þróa og breyta. Það eru fáir sem fara í grunnpróf í tónlistarnámi miðað við þá sem byrja og ástandið snarversnar við miðpróf, svo eru afar fáir sem fara í framhaldsnám.“
Þetta á að vera gaman Tónlistarnám er einstaklingsmiðað nám en þátttaka í samspili er samt sem áður stór þáttur í því að verða tónlistarmaður. Tónlistarskólinn í Grindavík er ekki með lúðrasveit en þar æfa saman tvær popphljómsveitir. „Það er voðalega vinsælt á unglingastigi að vera í popphljómsveit og koma svo saman og djamma. Það verður að vera með, þau geta ekki bara verið í klassísku námi og mega aldrei leika sér með það sem þau eru að læra. Það er heldur ekki hægt að vera einungis í klassísku námi og geta ekki einu sinni spilað afmælissönginn. Hljóðfæranám er fyrst og fremst einstaklingsnám þar sem þú vinnur maður á mann með kennaranum en þú þarft að sinna félagslega þættinum líka. Börnin þurfa að læra að vinna með öðrum og finna að það sem þau eru að gera reynist öðrum líka erfitt. Tónlistarnám þjálfar börnin upp í svo mörgu og það er margsannað að börn sem byrja ung í hljóðfæranámi nota heilann öðruvísi en aðrir, þau virkja heilastöðvar sem annars eru ekki notaðar – og hvað eru þau að læra í tónlistarnámi? Þau eru að vinna með þolinmæði og aga. Það þarf gríðarlegan aga til þess að æfa sig tímunum saman á einhverju hljóðfæri, hjakka í því sama til að ná einhverjum árangri. Það þarf festu, þolinmæði og þrautsegju. Þetta færðu allt út úr tónlistarnámi – fyrir utan það að verða spilandi þá færðu svo marga eiginleika sem nýtast þér í lífinu, eins og þjálfun í að koma fram og láta salinn ekki hrella þig. Það eru þessir eiginleika sem þú tekur með þér út í lífið.“
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Haugánarnir mættir í vinnuna. Þeir ætla að sjá um að breyta lífrænum úrgangi sem fellur til í nestistímum nemenda í 2. bekk Njarðvíkurskóla í moltu og sérstakt te sem notað verður sem áburður á plöntur.
Fyrsti lífræni úrgangurinn kominn í grænkerið hjá 2. bekk í Njarðvíkurskóla. Banani, appelsína, vínber og sitthvað fleira sem haugánarnir ætla að gæða sér á næstu daga.
HAUGÁNAR Í MOLTUGERÐ N E M E N D U R Í 2 . B E K K N J A R Ð V Í K U R S KÓ L A TA K A F Y R S TA G R Æ N K E R I Ð Í N O T K U N
„Þetta er rosalega spennandi verkefni en við höfum verið að bíða eftir því að geta búið til moltu og okkur hlakkar rosalega mikið til,“ sagði Katrín K. Baldvinsdóttir, kennari í Njarðvíkurskóla, en hún á sæti í umhverfisteymi Njarðvíkurskóla. Nemendur í 2. bekk Njarðvíkurskóla eru byrjaðir að vinna moltu úr lífrænum úrgangi en verkefninu var ýtt úr vör síðasta föstudag þegar fyrsta svokallaða Grænkerið var tekið í notkun hjá krökkunum. Notaður verður lífrænn úrgangur sem fellur til í skólastofum hjá 2. bekk í vetur. Hann er settur í Grænkerið. Í kerinu eru haugánar eða maðkar sem hafa það starf að brjóta niður lífræna úrganginn og búa til moltu.
Hvernig varð þetta verkefni til? „Við vorum að fara af stað með vinnuna hjá okkur í haust og m.a. að endurnýja umsókn skólans um Grænfánann sem Njarðvíkurskóli hefur haft frá árinu 2007. Við vildum bæta við umhverfismálin hjá okkur og sáum þá þetta Grænker og skólastjórinn sagði þetta nýja hugmynd inn í púkkið. Við kynntum
okkur kerið og heyrðum í þeim sem selja þetta og urðum mjög spennt. Við vorum eiginlega spenntari en krakkarnir og iðuðum í skinninu að sjá hvernig þetta virkar,“ segir Steindór Gunnarsson, deildarstjóri í Njarðvíkurskóla, sem einnig á sæti í umhverfisteyminu. Allur lífrænn úrgangur er flokkaður í sérstakt box í skólastofum og svo fer ál og pappír í annað box. Lífræni úrgangurinn fer svo í Grænkerið til haugánanna sem brjóta úrganginn niður og búa til moltu annars vegar og svo hálfhert te sem er mjög góður áburður fyrir plöntur. Hvernig eru krakkarnir að taka þessu Katrín? „Þau eru rosalega spennt. Við erum reyndar bara nýbyrjuð að sýna þetta og eigum eftir að fara með þetta út um allan skólann og það fá allir að fylgjast með þessu. Við
Grænkerið sem notað verður við moltugerðina kynnt fyrir nemendum. ætlum að byrja smátt og sjá hvernig það gengur og svo verður framtíðin að bera það í skauti sér hvað gerist.“ Það er óhætt að segja að þið byrjið umhverfisverndina snemma með svona ungum krökkum, að fá þau í lið með sér? „Það er alltaf best að byrja á þessum litlu. Þau læra þetta í leikskóla og svo verðum við að halda
áfram. Þau fara með þetta heim og segja foreldrum sínum og þannig virkar þetta,“ segir Katrín og Steindór bætir við: „Ungt fólk er hugsandi yfir málum framtíðarinnar. Þegar við byrjum að kenna þeim þetta svona ungum þá skilja þau þetta miklu betur og það þarf að gera gangskör í öllum þessum málum.“
Flokkun í Njarðvíkurskóla er orðin hluti af skólamenningu. Bekkirnir í skólanum skipta niður á sig vikum í að taka upp rusl af skólalóðinni og þá er einnig allt rusl sem fellur til í skólastofum flokkað og sama á við um matsalinn. „Það fer allt þangað sem það á að fara og við erum að gera okkar besta,“ segir Katrín.
Pappír, pappi, plast, málmar og gler! Kalka minnir á 9 grenndarstöðvar á Suðurnesjum og hvetur íbúa til að nýta sér þessa nýju þjónustu
Haukánarnir í Njarðvíkurskóla eiga uppruna sinn á Sólheimum í Grímsnesi og því með íslenskt blóð í æðum.
Reykjanesbær: Geirdalur, Innri Njarðvík Stapabraut, Innri Njarðvík Krossmói, Ytri Njarðvík Sunnubraut, Keflavík Skógarbraut, Ásbrú Hafnir, í vinnslu Grindavíkurbær: Ránargata, Grindavík
Suðurnesjabær: Strandgata, Sandgerði Gerðavegur, Garður Sveitarfélagið Vogar: Vogavegur, Vogar
Nánar um staðsetningar á www.kalka.is
ORMARNIR OG GRÆNKERIN Í ÞÆTTI VIKUNNAR FIMMTUDAG KL. 19:30 Á VF.IS OG HRINGBRAUT
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
Alþjóðalega ráðstefnan What Works Tourism í Hljómahöllinni Alþjóðalega ráðstefnan What Works Tourism verður haldin í Hljómahöllinni 14. október í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og mun að þessu sinna beina kastljósinu að því sem er að gerast í ferðaþjónustu víðsvegar um heim allan og áhrif hennar á félagslegar framfarir. Á What Works Tourism ráðstefnunni koma saman sérfræðingar á ýmsum sviðum, opinberir aðilar jafnt sem einkaaðilar, sem allir eru að deila ráðum og hugmyndum í nýjum heimi. Ráðstefnan verður einnig send út rafræn en meðal gesta sem ávarpa hana eru forsetahjónin, Guðni Th.
Jóhannesson og Eliza Reed. Þá er ferðamálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir meðal annarra tuttugu frummælenda. „Heimsfaraldurinn Covid-19 hefur leikið margan grátt en enga atvinnugrein jafn illa og ferðaþjónustu. Áhrifa hans hafa varpað skýrara ljósi á það, að atvinnugreinin er ekki einungis mikilvæg í efnahagslegu tilliti, heldur er ferðaþjónustan drifkraftur framfara víðsvegar um allan heim,“ segir í tilkynningu frá ráðstefnuhöldurum.
Það hefur verið í nógu að snúast hjá starfsfólki Hljómahallar síðustu daga og vikur. Nýlokið er ferðakaupstefnunni Vestnorden, sem haldin var í húsinu, og nú er það Alþjóðalega ráðstefnan „What Works Tourism“.
Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má sjá dagskrána með því að smella hér
Bókasafnið sprungið
„Nauðsynlegt er að ræða um hlutina á mannamáli“ – Forvarnir frá skóla og alla leið heim Verkferlar ef grunur er um fíkniefnasölu og/eða neyslu í skólum Reykjanesbæjar eru nú til skoðunar hjá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar. Nefndin leggur til að sviðsstjóri fræðslusviðs og teymisstjóri barnaverndar taki eftirfarandi til skoðunar og ákveði í framhaldinu næstu skref varðandi gerð verkferla sem gilda fyrir alla skóla í Reykjanesbæ. Mælt er með að slíkt verði unnið í góðu samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Verkferlar verði svo lagðir fyrir fund barnaverndarnefndar þegar þeir eru tilbúnir og taki gildi eigi síðar en 1. janúar 2022 og fyrr ef hægt er.
Meðal annars verði skoðað: • Tiltæk viðbrögð og úrræði • Hvaða viðbrögð, úrræði og stuðningur þurfa að vera til staðar • Fyrirkomulag forvarna • Samstarf heimila og skóla „Ef upp koma slík mál í skólum okkar er nauðsynlegt að bregðast við á viðeigandi hátt. Nauðsynlegt er að ræða um hlutina á mannamáli, hvað skal varast og hvað skal til bragðs taka ef nemendur, starfsmenn skóla eða aðrir verða vitni að sölu og/eða neyslu fíkniefna á skólalóð. Barnaverndarnefnd hefur áhyggjur af unga fólkinu okkar.
Mjög mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn séu upplýstir svo hægt sé að taka samtalið heima og vera meðvitaður um stöðuna, fræða börnin okkar um hættuna og halda umræðunni gangandi til þess að vera vakandi í nærumhverfi barnsins. Með þessu vill barnaverndarnefnd árétta að ein af megináherslum í stefnu Reykjanesbæjar er Börnin mikilvægust. Í því felst að styðja börn svo þau blómstri í fjölskyldunni, skólum, íþróttum og tómstundum til að auka kraft samfélagsins,“ segir í fundargerð nefndarinnar.
Bókasafn Reykjanesbæjar er með 1.246 metra af hillum í júlí 2021 og safnið gjörsamlega sprungið miðað við þá þjónustu sem íbúar Reykjanesbæjar eiga að fá að njóta. Til að ná lágmarki þarf safnið að minnsta kosti að fá 1.423 metra af hillum eins og safnkostur er í dag en það gefur safninu samt ekki kost á að þróast með stækkandi samfélagi. Þetta kemur fram í kynningu sem Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður bókasafns Reykjanesbæjar, hélt fyrir menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar á dögunum. Í þessum tölum er ekki reiknað með stærri nærgeymslu en geymslan er 385 hillumetrar í dag og þyrfti að stækka um helming, eða í 770 hillumetra, til að mæta þörfinni. Miðað við meðalfólksfjölgun í Reykjanesbæ samkvæmt byggðaspá Byggðastofnunar til tíu ára eru þarfir safnsins 2.000 metrar af hillum, eða 2.800 metrar ef stækkun á geymslu í Ráðhúsi er tekin með. Þá er áætlaður fermetrafjöldi safnsins um 2.300 svo að vel sé. Mikilvægt er að styrkja bókasafnið sem aðalsafn. Reykjanesbær er fjórða stærsta byggðarlagið á landinu, því er mikilvægt að styrkja stoðir bókasafnsins sem aðalsafn miðað við
þann fjölda sem safnið á að sinna. Bókasafn Reykjanesbæjar verður óhjákvæmilega leiðandi safn á Suðurnesjum sökum stærðar. Um starfsemi bókasafnsins gilda bókasafnalög nr. 150/2012. Bókasöfn eru þjónustustofnanir sem starfa í þágu almennings og eigenda sinna og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Sameiginlegt markmið bókasafna, sem undir lög þessi falla, er að veita aðgang að fjölbreyttu safnefni og upplýsingum á mismunandi formi. Þau skulu efla menningar- og vísindastarfsemi, menntun, símenntun, atvinnulíf, íslenska tungu, ánægjulestur og upplýsingalæsi. Hlutverk bókasafna er að jafna aðgengi að menningu og þekkingu.
Staða atvinnuleysis á Suðurnesjum F. h Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður. Í byrjun ársins 2021 var atvinnuleysið á Suðurnesjum 26% á meðan heildaratvinnuleysi á landinu öllu var 12,8%. Á bak við töluna 26% voru 3.871 einstaklingar, fleiri konur voru atvinnulausar en karlar og aðeins fleiri atvinnuleitendur voru með erlent ríkisfang en íslenskt. Ríkisstjórnin setti á fót átakið „Hefjum störf“ og úthlutaði því verkefni til Vinnumálastofnunar í mars á þessu ári með það markmið að minnka atvinnuleysi á landinu í kjölfar COVID-19-faraldurins sem hafði neikvæð áhrifa á fjölda starfa í boði. Staðan í ágústlok var þessi: • 2.232 ráðningarstyrkir hafa verið gerðir • 758 samningar voru gerðir á forsendum „Hefjum störf“-reglugerðarinnar • 113 fóru í úrræðið „Nám er tækifæri“ Atvinnuleysi mældist 9,7% á Suðurnesjum í lok ágúst 2021 og á landinu 5,5%. Í lok sept-
ember voru tölurnar 9,1% á Suðurnesjum og 5,1% á landinu öllu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur því lækkað um tæp 17% á átta mánuðum. Það er ljóst að samstillt átak Vinnumálastofnunar, atvinnurekanda, sveitarfélaga og félagasamtaka hefur skilað sér í minnkuðu atvinnuleysi og nú reynir á hverju fram vindur þegar átakið „Hefjum störf“ líður undir lok í árslok 2021. Enn verður opið fyrir umsóknir út þetta ár þannig að unnt er að ráða fleiri inn til 30. desember sem halda þá vinnu út mitt ár 2022. Sótt er um í gegnum „mínar síður“ á heimasíðu stofnunarinnar. Starfsfólk Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum hefur staðið sína vakt með sóma við afar krefjandi aðstæður og vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa tekið þátt í verkefninu. Saman erum við sterkari.
Listaverk í Thorkelli-stofu í Akurskóla Í mars 2004 þegar fræðsluráð Reykjanesbæjar ákvað að nafn nýs grunnskóla í Innri-Njarðvík skyldi vera Akurskóli var ákveðið á sama tíma að upplýsinga- og bókasafn skólans skyldi heita Thorkelli-stofa. Nafnið er til heiðurs Jóni Þorkelssyni Thorchillius, Skálholtsrektor, sem er fæddur í Innri-Njarðvík og bókagjöf hans til barna í Njarðvíkursókn á sínum tíma. Á síðasta skólaári unnu nemendur í 7. bekk listaverk til að gera nafni upplýsinga- og bókasafnsins hærra undir höfði. Listaverkinu hefur nú verið komið fyrir og prýðir vegg skólans þegar gengið er upp stigann. Verkið var unnið undir handleiðslu Helgu Láru Haraldsdóttur, myndlistarkennara.
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fjölbreytt dagskrá á Safnahelgi á Suðurnesjum 16.–17. október Suðurnesja í Garðinum verður opið og þá opnar Ásgeir Hjálmarsson Braggann sinn í Garðinum en hann mun einnig fara yfir sögu Guðna á trukknum á Byggðasafninu. Sýning um sögu Reykjanesvita verður í nýuppgerðu húsnæði neðan við við Reykjanesvita og þá verður Söguog minjafélag Vatnsleysustrandar og Heilsuleikskólinn Suðurvellir með sameiginlega ljósmyndasýningu í Gamla Skólanum í Norðurkoti sem staðsettur er við Kálfatjarnarkirkju. Á Safnahelgi verða sögustundir og upplestrar og fleira mætti nefna en sjá má kynningar og upplýsingar um alla viðburði á vefsíðunni safnahelgi.is.
Það verða margir viðburðir, fyrirlestrar, sýningar og tónleikar á Safnahelgi á Suðurnesjum sem nú er haldin í tólfta sinn helgina 16.–17. október. Öll söfn í sveitarfélögunum á Suðurnesjum verða opin laugardag og sunnudag. Að minnsta kosti fernir tónleikar verða í boði þar sem hljómsveitirnar Flott, JFDR, Midnight Librarian og systkinin Fríða Dís og Smári Guðmundsbörn koma fram.
Tónlistarfólkið og systkinin Fríða Dís og Smári koma fram á Rokksafni Íslands laugardaginn 16. október kl. 14.
Áhugaverðar sýningar eru víða á Suðurnesjum, m.a. margar í Duus Safnahúsum í Keflavík en einnig víðar í hinum sveitarfélögunum. Þá verða áhugaverðir viðburðir eins og Sögustund með Alla á Kvikunni í Grindavík, Sjólyst, hús Unu, Völvu
Laugardagurinn 16. október kl. 14 mætir Alli „á Bryggjunni“ í Kvikuna og segir vel valdar sögur af lífinu í Grindavík gegnum árin.
Smá-brot tónlistarútgáfu Suðurnesjum Bókasafn Reykjanesbæjar hefur að geyma safn af plötum tengdum átthögum Reykjaness. Nú hefur safnið dustað rykið af þessum gögnum og opnað sýninguna Smá-brot sem sýnir brot af tónlist og útgáfa á Suðurnesjum. Sýningin er sett er upp í kringum þessa safneign auk ýmissa lánsmuna sem velviljaðir vinir safnsins hafa lánað.
Markmiðið sýningarinnar er ekki að vera með yfirgripsmikla sögusýningu heldur sýna skemmtileg brot frá liðnum tíma, nær og fjær. Sýningin er öllum opin alla virka daga frá 90 til 18. Um Safnahelgi er opið á laugardaginum frá 11 til 17 og sunnudeginum frá 13 til 16. Enginn aðgangseyrir og öll hjartanlega velkomin.
„ÞAÐ SEM STRÍÐIÐ SKILDI EFTIR“ Í safnamiðstöðinni í Ramma verður boðið upp á sýningu einkasafnara og Byggðasafns Reykjanesbæjar á munum tengdum hernaði. Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur verið með söfnunarátak á munum og minjum sem tengjast veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hluti þess sem safnast hefur verður til sýnis á sýningu í Safnamiðstöðinni í Ramma við Seylubraut 1. Ásamt Byggðasafninu verða fimmtán einkasafnarar sem sýna hluta af afrakstri söfnunar sinnar á munum sem tengjast veru hers á Íslandi. Þar má meðal annars sjá farartæki, líkön, vopn, orður og einkennisbúninga. Sýningin verður opin gestum og gangandi milli kl. 12 og 17 laugardaginn og sunnudaginn 16.–17. október.
Fyrsti fundur ungmennaráðs Reykjanesbæjar á nýju skólaári:
Fleiri ruslafötur og meiri fræðslu um andlega heilsu
Frá fundi ungmennaráðs Reykjanesbæjar. Ungmennaráð Reykjanesbæjar hvetur bæjarfélagið að auka úrval bóka á bókasafni fyrir unglingaaldurinn þrettán til átján ára og segir það vera mjög lítið. Þetta kemur fram í fundargerð frá fyrsta fundi ráðsins sem haldinn var 1. október en þar þakkar ráðið fyrir nokkra þætti en bendir einnig á fjóra einfalda hluti sem það telur að Reykjanesbær gæti gert strax til að þjónusta ungmenni betur. Þessir fjórir þættir sem ungmennaráð telur að að hægt væri að gera núna eru að auka úrval bóka á bókasafninu, fjölga ruslatunnum í bænum, m.a. við skóla, leikvelli og við Fjörheima/88 húsið. Þá vill ráðið sjá skólana bjóða oftar upp á meiri fræðslu um andleg veikindi og andlega heilsu. Ráðið er einnig með áhugaverða ábendingu um að of margar nýbyggingar í bæjarfélaginu væru gráar eða hvítar. „Sum hverfi í bænum eru alltof einsleit. Ung-
Frá opnun sýningarinnar Smá-brot, tónlist og útgáfa á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi
mennaráðið vill hvetja Reykjanesbæ til að fjölga byggingum með listveggjum. Einnig má lífga upp á Hafnargötuna með litríkum litum og skemmtilegri lýsingu,“ segir í fundargerðinni. Þá bendir ráðið á fjögur lykilatriði sem nauðsynlegt sé að breyta til að tryggja að öll börn og ungmenni fái jöfn tækifæri. Í fyrsta lagi að samræma skólalóðir og þær allar verði endurbættar í samræmi við skólalóðina við Stapaskóla sem
ungmennum finnst frábær. Í öðru lagi telur ráðið að endurskoða þurfi aðgengi nemenda að hjúkrunarfræðingum í skólum. Í þriðja lagi að fá fleiri félagsmiðstöðvar, m.a. í Innri-Njarðvík. Í fjórða og síðasta lagi er ungmennaráð ósátt við nýtt strætókerfi og bendir á að ungmenni í Innri-Njarðvík og Ásbrú telja þjónustuna ekki nógu góða. Ungmennaráð er alls ekki ósátt með alla hluti og ræddi á fundi þess hvar Reykjanesbæjar er að standa sig vel í málefnum ungmenna. Þar er bent á hvatagreiðslurnar sem séu háar miðað við mörg önnur sveitarfélög og hvetur Reykjanesbæ að halda áfram á sömu braut í þeim efnum. Ráðið er ánægt með vinnu starfsfólks Fjörheima en hvetur til þess að bæta við opnunum fyrir 7. og 10. bekk. Þá er ráðið afar ánægt með skólalóð Stapaskóla og eins vel heppnaðar framkvæmdir í Sundmiðstöð/Vatnaveröld og lengri opnunartíma til bóta. Telja þó að hægt sé að gera enn betur og að opnunartími verði lengdur til samræmis við sundlaugar í Reykjavík. „Ungmennaráðið hlakkar mjög til að ræða þessa hluti við bæjarstjórn í nóvember og vinna saman að breytingum til góðs,“ segir í lok fundargerðinnar.
Laugardaginn 16. október kl. 16 flytur hljómsveitin Midnight Librarian þrjú lög í Bókasafni Reykjanesbæjar í tengslum við sýninguna Smá-brot.
Aldraðir aftur á Garðvang Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að ganga til samninga um leigu á húsnæði fyrir dagdvöl aldraðra, einnig að farið verði í þær úrbætur sem þörf er á húsnæðinu fyrir starfsemina í samræmi við minnisblað. Þá hefur bæjarstjórn veitt heimild til að ganga frá samningum við Sjúkratryggingar Íslands vegna dagdvalarinnar sem verður til húsa á Garðvangi, þar sem áður var rekið dvalarheimili aldraðra áður en sú starfsemi
fluttist á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Suðurnesjabær tekur á leigu hluta húsnæðis Garðvangs en um er að ræða nýjasta hluta þess húss þar sem m.a. var dagstofa og ýmis önnur þjónusta á Garðvangi.
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
FÓTBOLTI HJÁ KEFLAVÍK! Knattspyrnudeild Keflavíkur býður öllum börnum og unglingum að koma og prófa fótbolta. Við bjóðum upp á fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar fyrir alla aldurshópa. Allar æfingar fara fram í Reykjaneshöllinni eða á nýja gervigrasinu aftan við Reykjaneshöllina. Hlökkum til að sjá sem flesta koma og prófa æfingar!
Nánari upplýsingar: solrun@keflavik.is
Skráning er hafin á sportabler.com/shop/keflavik/fotbolti
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is
sport
Miðvikudagur 13. október 2021 // 38. tbl. // 42. árg.
Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? „Nei, er kannski ekki með einhverja sömu rútínu. Fer eiginlega allt eftir því klukkan hvað leikurinn er en ég borða alltaf hafragraut með eplum í morgunmat og síðan er ég mætt upp í hús u.þ.b. tveimur klukkutímum fyrir leikinn.“ Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? „Ég byrjaði í körfubolta þegar ég var sex ára og það aðallega af því að allar vinkonurnar voru í körfu en svo æfði líka eldri bróðir minn körfubolta þá.“
Þoli ekki fólk sem labbar hægt NAFN:
Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? „Myndi segja Kobe Bryant.“ Hver er þín helsta fyrirmynd? „Mamma hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd og konan sem ég vil líkjast sem mest í framtíðinni en þegar það kemur að körfubolta þá horfi ég líklegast mest upp til Brenton Birmingham og Loga Gunnarssonar.“ Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? „Að landa öðru sætinu á Norðurlandamótinu með U-18.“
VILBORG JÓNSDÓTTIR ALDUR:
18 ÁRA TREYJA NÚMER:
6
Helena Rafnsdóttir í leik með Njarðvík.
STAÐA Á VELLINUM:
ÁS EÐA LEIKSTJÓRNANDI MOTTÓ:
YOU WIN SOME, YOU LOSE SOME OG ÁFRAM GAKK Nýliðar Njarðvíkur í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik hafa heldur betur byrjað tímabilið af krafti og þó þær séu nýliðar í deildinni bera þær þess ekki merki. Njarðvík vann tvo fyrstu leikina í Subway-deild kvenna, gegn Haukum og Fjölni, og eru til alls líklegar. Vilborg Jónsdóttir er ein af ungu og efnilegu leikmönnum liðsins og fyrirliði þess. Hún svaraði nokkrum laufléttum spurningum Víkurfrétta.
Hver er besti samherjinn? „Ég get ekki sleppt því að segja Helena Rafnsdóttir af því að við höfum spilað alla okkar körfuboltaleiki saman síðan í fyrsta bekk en svo var líka mjög lærdómsríkt að spila með Chelsea Jennings á síðasta tímabili.“ Hver er erfiðasti andstæðingurinn? „Ég myndi segja að Ariel Hearn í Fjölni hefur verið erfiðasti andstæðingurinn.“ Hver eru markmið þín á þessu tímabili? „Markmið mín á þessu tímabili er að halda áfram að bæta upp sóknarleikinn minn og skotið.“
UPPRENNANDI KÖRFUBOLTASNILLINGUR KÖRFUBOLTASNILLINGUR Í NJARÐVÍK NAFN:
HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGAST VIÐ KÖRFUBOLTA?
STEFÁN LOGI AGNARSSON
AÐ KEPPA.
ALDUR:
HEFURÐU EIGNAST MARGA VINI Í KÖRFUBOLTANUM?
10 ÁRA
JÁ, MJÖG MARGA.
SKÓLI:
HVERJIR ERU BESTU LEIKMENN NJARÐVÍKUR KARLA OG KVENNA?
NJARÐVÍKURSKÓLI
DEDRICK [DEON BASILE] OG HELENA [RAFNSDÓTTIR].
HVAÐ ERTU BÚIN(N) AÐ ÆFA KÖRFUBOLTA LENGI?
HVER ER BESTUR Í HEIMI?
SÍÐAN Í LEIKSKÓLA, FIMM ÁR.
GIANNIS ANTETOKOUNMPO [NBA: MILWAUKEE BUCKS].
Vilborg stefnir á háskólanám í Bandaríkjunum. Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? „Ég stefni út í háskóla í Bandaríkjunum.“ Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? „Ég myndi henda í ungt lið held ég: Elísabeth Ýr Ægisdóttir (Haukar), Helena Rafnsdóttir (Njarðvík), Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir (Fjölnir) og Lára Ösp Ásgeirsdóttir (Njarðvík).“ Fjölskylda/maki: „Ég á stóra samsetta fjölskyldu og sex systkini í heildina.“ Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? „Ég myndi segja að það væri að ég sé að klára framhaldsskólann á tveimur og hálfu ári.“ Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? „Já, mér finnst mjög gaman að lyfta og hlaupa lengri hlaup. Síðan segir mamma að ég eigi mér sérstakt áhugamál, að panta mér föt af netinu.“ Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? „Ég myndi örugglega bara sofa út til tilbreytingar og síðan myndi ég fá mér eitthvað gott að borða.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Folaldalund með rjómasósu.“ Ertu öflug í eldhúsinu? „Já, ég myndi segja að ég væri nokkuð liðtæk.“ Býrðu yfir leyndum hæfileika? „Já, það kom mér að óvart hvað ég er góð á saumavélinni.“ Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? „Óstundvísi er óþolandi og fólk sem labbar hægt.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
VIÐSPYRNU STYRKUR
200
ALLAVEGA
Ferðavefir sérhæfa sig í umsóknum á viðspyrnustyrkjum. Hefur þú fengið tekjufallsstyrk? Þá eru líkurnar á að þú fáir viðspyrnustyrk góðar.
Hafðu samband og kynntu þér hvað þú átt rétt á.
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir var heiðruð á lokahófi knattspyrnudeildar Keflavíkur um síðustu helgi en Arndís afrekaði í sumar að verða leikjahæsti leikmaður meistaraflokks kvenna frá upphafi. Arndís hefur leikið 158 leiki fyrir Keflavík og er hvergi hætt. „Ég byrjaði tíu, ellefu ára gömul í fótbolta. Var fyrst í fótbolta á sumrin en alltaf í fimleikum á veturna,“ segir Arndís sem hefur alla tíð leikið með Keflavík. „Svo þegar ég byrjaði í fjórða flokki einbeitti ég mér algerlega að fótboltanum.“ Hvenær byrjaðir þú að leika með meistaraflokki? „Það var sumarið 2011, rétt áður en ég varð sautján ára. Ég er á besta aldri núna og mun halda áfram á meðan heilsan leyfir – maður hættir ekki á meðan það er gaman.“ Arndís segir að tímabilið í sumar verið svolítið upp og niður. „Mér fannst óheppni einkenna leikina okkar, maður hefði oft viljað sjá betri ákvarðanir hjá dómurunum. Það gerist stundum en ég held að fleiri séu sammála mér í þeim málum. Við enduðum tímabilið hins vegar mjög vel, við vorum ákveðnar að halda okkur uppi og gerðum allt sem við gátum. Í síðustu fimm leikjunum gáfum við allt í botn og enduðum sumarið mjög vel.“
Í byrjun vikunnar kynnti Keflavík að búið væri að ná áframhaldandi samningum við þjálfarateymi meistaraflokks kvenna fyrir næstu leiktíð og mun Gunnar Magnús Jónsson þjálfa liðið áfram. Hjörtur Fjeldsted verður aðstoðarþjálfari, Óskar Rúnarsson leikgreinandi, Freyr Sverrisson tækniþjálfari og Sævar Júlíusson sinnir markmannsþjálfun. Nú er Keflavík búið að gefa út þjálfarateymið fyrir næsta tímabil, hvernig líst þér á það? „Gunni og Hjörtur verða áfram og ég held að það sé bara jákvætt. Gunni þekkir okkur stelpurnar vel og við hann, svo kom Hjörtur mjög vel inn í þetta núna á þessu tímabili.“
Arndís býr með kærastanum sínum, Orra Sigurðssyni, sem er einnig knattspyrnumaður og spilar með Val. Þau eru búin að vera saman í fimm ár og búa í Kópavogi, samt ætlar hún að vera áfram með Keflavík.
Íslandsmótið í taekwondo-formum (poomsae) var haldið um síðustu helgi. Margir tæknilegustu taekwondo-kappar landsins tóku þátt og meðal þeirra voru þrettán keppendur frá Keflavík sem náðu góðum árangri.
tímabilið og ferðast aðeins. Annars er það þetta venjulega, að hitta vinkonurnar og fjölskylduna og gera eitthvað skemmtilegt saman. Mér finnst nú skemmtilegast að fara í ferðalög.“ Hvað heldurðu að þú eigir eftir að ná mörgum leikjum? „Eigum við ekki að stefna á nálægt 200 leikjum, allavega það,“ segir leikjahæsti leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Keflavík að lokum. JPK
upplysingar@ferdavefir.is
Fylgstu með á
Stöðugar uppfærslur og úrslit íþróttaleikja
Vinsældir glímunnar aukast Góður árangur Njarðvíkinga á Haustmóti Glímusambands Íslands
Lífið snýst um knattspyrnu
Góður árangur Keflvíkinga á Íslandsmótinu í formum Árangur Keflavíkur: Dagfríður Pétursdóttir (gull og brons) Þorsteinn Helgi Atlason (tvö gull) Alexandra S. Matthíasdóttir (tvö gull og eitt brons) Jón Steinar Mikaelsson (gull og silfur) Jón Ágúst Jónsson (silfur og brons) Klaudia Dobrenko (silfur og tvö brons) Bergur Ingi Stefánsson (silfur og brons) David Ivan Konstantinsson (þrjú silfur) Sindri Sveinsson (gull) Kristján Pétur Ástþórsson (tvö brons)
En hvað gerir Arndís fyrir utan fótboltavöllinn? „Ég er sérkennari í leikskóla og var að byrja í mastersnámi í kennslufræðum. Ég er nýbyrjuð svo ég á tvö ár eftir af náminu og í framtíðinni langar mig að vinna með börnum með greiningar, það er stefnan. Það er ekkert rosalega mikill frítími sem maður hefur með vinnu og fótbolta – og kærastinn í fótbolta líka. Við reynum að fara erlendis eftir
s: 554 5414 | ferdavefir.is
Arndís lætur finna fyrir sér í leik með Keflavík í sumar.
Haustmót Glímusambands Íslands fór fram á Blönduósi um helgina. Mótið var hið glæsilegasta enda 70 skráningar frá sex félögum og greinilegt er að vinsældir glímunnar hafa aukist til muna. Opnu fullorðins flokkarnir voru gríðar stórir en níu þreyttu keppni í opnum flokki karla og sex í opnum flokki kvenna. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir sigraði opinn flokk kvenna og var önnur í +70 kg flokki. Guðmundur Stefán Gunnarsson varð annar í opnum flokki karla eftir harða úrslitarimmu við Mývetninginn Einar Eyþórsson. Guðmundur varð einnig annar í þyngri flokki karla. Birkir Freyr Guðbjartsson varð varð þriðji í opnum flokki karla og þungavigt. Gunnar Örn, sonur Guðmundar, vann svo léttari flokk karla en
Gunnar vann einnig -74 kg flokk unglinga og varð þriðji í +74 kg flokki unglinga en þann flokk sigraði einmitt bróðir Heiðrúnar Pálsdóttur, Jóhannes Pálsson. Shoukran Aljanabi vann -70 kg flokk unglinga og varð þriðja í +70 kg flokki unglinga. Njarðvíkingar unnu því þrjá af fjórum unglingaflokkum og tvo af fimm fullorðinsflokkum. Í barnaflokkum unnu Mariam Badawy í flokki þrettán ára stúlkna, Helgi Þór, bróðir Gunnars og sonur Guðmundar, í flokki þrettán ára drengja, Nderine Sopi í flokki ellefu ára stúlkna og Lena Andrejenko varð önnur í sama flokki. Rinesa Sopi varð önnur í flokki fjórtán ára stúlkna. Þróttarinn og bikarmeistari síðasta árs í sínum flokki, Oliwer Josep, varð svo þriðji.
Glæsilegur hópur glímufólks af Suðurnesjum.
Mundi Mikið rosalega fengu sjálfstæðismenn slæmt exem um helgina.
Í hugmyndasöfnun sem fór fram á íbúavefnum Betri Reykjanesbær kom tillaga um að gera skrúðgarðinn í Keflavík að ævintýralegu leiksvæði en sú hugmynd fékk flest atkvæði. Til stendur að tengja þessa hugmynd við verkefnið Aðventugarðurinn. Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar, fór yfir tillögu um að setja upp skautasvell í skrúðgarðinum á síðasta fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar sem
var haldinn í Gömlu búð 4. október síðastliðinn. Erindið var lagt fyrir framtíðarnefnd Reykjanesbæjar í lok september sem hefur samþykkt að kostnaður vegna kaupa á búnaði fyrir skautasvell verði tekin af fjárveitingum vegna hugmyndasöfnunar á Betri Reykjanesbæ. Menningar- og atvinnuráð fagnar þessu framtaki, segir í fundargerð ráðsins.
Það þarf vart að taka það fram á þessum vettvangi að ég er dyggur lesandi Víkurfrétta – það gefur hreinlega auga leið. Og búandi í útlöndum er það auðvitað hluti af daglega fréttarúntinum um Internetið að athuga hvað helst er að frétta úr heimahögunum. Það hefur svo sem ekki vantað neitt upp á fréttirnar upp á síðkastið, eldgos, jarðskjálftar, kosningar og allskonar hrókanir og vistaskipti þeim tengdum hafa haldið Palla Ketils og félögum vel við efnið. Það var hins vegar önnur frétt sem hreyfði við mér og fyllti hjarta mitt af einskæru þakklæti, en það var frétt af 50 ára afmæli leikskólans Gimli. Ég veit að ég tala fyrir hönd margra núverandi og fyrrverandi Gimli foreldra þegar ég lýsi aðdáun minni og virðingu fyrir því öfluga starfi sem unnið er á þessum yndislega leikskóla. Það
var eitthvað sérstakt andrúmsloft sem mætti okkur á fyrsta degi sonar okkar á Gimli – endalaus kærleikur, gleði og gagnkvæm virðing starfsfólks og barnanna sem var inngreypt í menningu skólans. Það var allt svo áreynslulaust og eðlilegt. Endalaus knús og faðmlög og börnin ávörpuð sem „kæri vinur“ eða „kæra vinkona“ sem skilaði sér þráðbeint til barnanna sem töluðu við hvort annað af sömu virðingu. Þetta skiptir einfaldlega máli, ekki síður en metnaðurinn í skólastarfinu sjálfu sem skein alls staðar í gegn og var ekki síst tryggður í gegnum farsælt samstarf við Hjallastefnuna. Það var afar áhugavert að lesa grein Karenar Valdimarsdóttur, rekstrarog skólastýru Gimlis, þar sem hún fór yfir hálfrar aldar sögu skólans. Stórmerkileg saga og sannkallað heillaskref þegar bæjaryfirvöld gerðu þjónustusamning við Karenu sem
LOKAORÐ
Kaupa búnað fyrir skautasvell í skrúðgarðinum
Takk Gimli
RAGNHEIÐAR ELÍNAR gerðu henni og hennar góða fólki kleift að koma með nýja strauma inn í leikskólaflóru bæjarins. Það er sagt að fjarlægðin geri fjöllin blá og kannski þess vegna sem þessi litla frétt hreyfði svo við mér. En okkur Helga Matthías langar einfaldlega bara að senda kærar afmælisóskir til Gimli héðan frá París og þakka innilega fyrir okkur – takk elsku Kæja, Gunna og þið öll hin. Megi allar góðar vættir fylgja Gimli um ókomna tíð.
SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM Guðni á trukknum og vélarnar hans JFDR Völva Suðurnesja FJÖLFELDI – HLUTFELDI – MARGFELDI Skessan í hellinum Sirkus Íslands
Sögustund með Alla Hljómsveitin Flo
ALLIR ÞESSIR VIÐBURÐIR OG FLEIRA Á SAFNAHELGI.IS