Víkurfréttir 21. tbl. 44. árg.

Page 1

MEÐAL EFNIS

Heiðarskóli sigurvegari í Skólahreysti í 5. sinn

n Hörð keppni milli tveggja grunnskóla úr Reykjanebæ n Holtaskóli hafnaði í öðru sæti

Það voru grunnskólar úr Reykjanesbæ sem höfnuðu í tveimur efstu sætunum í úrslitakeppni Skólahreysti 2023 sem fram fór í Laugardalshöll um síðustu helgi. Heiðarskóli stóð uppi sem sigurvegari með 67 stig af 72 mögulegum og Holtaskóli hafnaði í öðru sæti með 55,5 stig. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn tryggir sér 1. sætið í Skólahreysti en þrisvar sinnum hefur skólinn orðið í 2. sæti.

Eftir átta keppnir í undanriðlum kepptu tólf skólar til úrslita; Álfhólsskóli, Flóaskóli, Garðaskóli, Heiðarskóli, Holtaskóli, Hvolsskóli, Lágafellsskóli, Laugalækjarskóli, Lundarskóli, Stapaskóli, Vallaskóli og Varmahlíðarskóli. Átta sigurvegarar undanriðlana unnu sér beint rétt í úrslit auk fjögurra uppbótarskóla.

Heiðarskóli vann þrjár greinar af fimm; Alísa Myrra varð þriðja í armbeygjum og þriðja í hangi, Guðlaug Emma Erlingsdóttir og Sigurpáll Magni Sigurðsson unnu hraðaþrautina á tímanum 2:09 og þá gerði Jón Ágúst Jónsson sér lítið fyrir og tók 52 upphífingar og 49 dýfur.

Það liggur því ljóst fyrir að hraustustu ungmenni landsins koma úr Reykjanesbæ.

Jónas Þórhallsson

Reykjanesið er ótrúleg náttúruperla

Guðmundur djákni af Ströndinni

Síður 21–23

Helga er FKA-kona mánaðarins

Síða 16

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Miðopna Síða 8
Miðvikudagur 24. Maí 2023 // 21. tbl. // 44. árg.

Mörg og stór tækifæri á Suðurnesjum

n Húsnæðis- og orkuskortur helsta áhyggjuefnið.

„Það er mikil ánægja hjá okkur sem fórum um svæðið hvað við fengum góðar móttökur. Við heimsóttum iðnfyrirtæki af ýmsum stærðum og gerðum, smá og stór, og það sem einkenndi það er einhvers konar kraftur sem við fundum mjög fyrir hjá fólki í fyrirtækjunum og einnig á fundinum sem við héldum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Víkurfréttir. Samtök iðnaðarins héldu opinn fund á Courtyard by Marriott í Reykjanesbæ á mánudag um uppbyggingu öflugs atvinnulífs á Suðurnesjum.

möguleikar til uppbyggingar en sveitarfélagið hefur yfir miklu landsvæði að ráða til fjölbreyttrar uppbyggingar.

aðarins, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna.

„Maður sér að það eru mörg tækifæri hér til atvinnuuppbyggingar og þróunar, tækifæri sem vonandi verður hægt að sækja á næstu árum,“ sagði Sigurður í samtali við Víkurfréttir.

Húsfyllir var á fundinum þar farið var nokkuð vítt yfir hvað væri í deiglunni á Suðurnesjum. Halldór

Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnamála hjá Reykjanesbæ, kynnti þau verkefni sem eru í gangi og í farvatninu. Hann fór einnig yfir helstu vaxtarsvæði Reykjanesbæjar og hvar væru

Guðmundur Rúnar Daðason, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, greindi frá framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli, en þar er í gangi mikil uppbygging og fyrirliggjandi milljarða króna framkvæmdir á næstu árum.

Samúel Torfi Pétursson, þróunarstjóri Kadeco, kynnti þróunarverkefnið K64 sem unnið er í sam-

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

starfi Kadeco, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar og snýr að uppbyggingu við Keflavíkurflugvöll og nærumhverfi til næstu áratuga.

Einnig fluttu tölu þeir Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðn-

Sigurður sagði að það hafi komið fram í heimsóknum sínum til iðnfyrirtækja á Suðurnesjum að það geti verið erfitt að fá fólk til vinnu og það ráðist m.a. af lágu atvinnuleysi heilt yfir. „Við fengum einnig skýr skilaboð um að það skorti húsnæði og þá bar orkumál einnig á góma. Það var mjög gott að heyra frá fólki hérna á svæðinu, annars vegar hvað orkuöflun skiptir máli og að það verði virkjað meira til að hægt sé að nýta þau tækifæri sem eru hér. Og ekki síður eru það tengingarnar og þá er ég að vísa í Suðurnesjalínu II. Við fengum mjög

skýr skilaboð um nauðsyn þess að sú lína verði reist sem allra allra fyrst. Við tökum heilshugar undir það og fólk hér á Suðurnesjum á algjöran bandamann í okkur hvað þetta varðar,“ segir Sigurður. Hann segir að stjórn samtakanna hafi áttað sig á því áður en hún kom í heimsókn til Suðurnesja hversu mikil hugur væri í fólki en það hafi komið á óvart hversu tækifærin væru mörg og stór. Iðnmenntun var rædd í heimsókn stjórnar SI til Suðurnesja og sérstaklega í ljósi þess hversu erfitt væri að fá iðnmenntað fólk til starfa. Stjórnvöld vilja leggja meiri áherslu á iðnnám en bóknám næsta áratuginn og Sigurður sagði áhugavert að sjá hvað það muni þýða fyrir Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem sé öflugur framhaldsskóli á svæðinu. „Það er svakalegur skortur á fólki með iðnmenntun“.

SAR skorar á stjórnvöld, Landsnet og Sveitarfélagið Voga

Aðalfundur Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi, SAR, var haldinn föstudaginn 12. maí sl. Mikil og hvöss umræða skapaðist vegna tafa á Suðurnesjalínu II, og hættunnar á að uppbygging á svæðinu muni stöðvast innan fárra ára ef ekki verði byrjað strax á lagningu línunnar, segir í tilkynningu frá fundinum.

Stofnaður var starfshópur undir forystu Guðbergs Reynissonar til þess að komast til botns í hvað tefur og sendi fundurinn frá sér meðfylgjandi ályktun: Afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum hefur verið í uppnámi í meira en tvo áratugi. Suðurnesjalína II er ekki einungis mikilvæg fyrir 30.000 manna byggð sveitarfélaganna á Reykjanesi vegna raforkuöryggis heldur einnig vegna þeirra fyrir -

tækja og alþjóðaflugvallarins sem treysta á að geta haldið áfram starfsemi og frekari uppbyggingu

á svæðinu.

Mörg stór verkefni eru fyrirhuguð og sum hver komin vel áleiðis. Hér er um mörg hundruð störf að ræða, mikla verðmætasköpun og samkeppnishæfni svæðisins er í húfi. Því er algjörlega óásættanlegt með öllu að láta þetta gríðarlega mikilvæga mál reka á reiðanum.

Ljóst er að lausn sem uppfyllir ýtrustu kröfur allra aðila er ekki til og verða því aðilar máls að taka ábyrgð. Eins fylgir því líka ábyrgð að leiða framkvæmdavald stjórnsýslunnar sem kemur að málum. Ætla stjórnvöld (innviðaráðherra og umhverfis- orku og loftlagsráðherra ) og sveitarfélagið Vogar að halda orkuöryggi og vaxtatækifærum Suðurnesja áfram í gíslingu?

Þar sem Suðurnesjalína II hefur uppfyllt allan þann langa og flókna leyfaferil sem þarf til framkvæmdaleyfis skorar SAR á stjórnvöld, Landsnet og Sveitarfélagið Voga að veita tafarlaust framkvæmdarleyfi við lagningu Suðurnesjalínu II.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
n Vantar fólk með iðnmenntun til starfa. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Frá fjölmennum fundi Samtaka iðnaðarins sem haldinn var á Courtyard by Marriott í Reykjanesbæ á mánudag um uppbyggingu öflugs atvinnulífs á Suðurnesjum. VF/Hilmar Bragi Suðurnesjalína II er ekki einungis mikilvæg fyrir 30.000 manna byggð sveitarfélaganna á Reykjanesi vegna raforkuöryggis heldur einnig vegna þeirra fyrirtækja og alþjóðaflugvallarins sem treysta á að geta haldið áfram starfsemi og frekari uppbyggingu á svæðinu.
2 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

TÓNLEIKAR OG BALL

Fimmtudaginn 1.júní kl. 21:00 - 01:00

Húsið opnar kl. 19:00

THE HONKY TONKS og Maggi Kjartans

Tónleikar

frá 21.00 til 22.00 með hljómsveit og gestasöngvurum Arney Ingibjörgu

Sigurbjörnsdóttur og Magga Kjartans.

Sveitaball Óskalög

með Honky Tonks frá 22.00 til 23.00

með OPEN MIC fyrir gesti.

Íslenskt og erlent gæða sveitaballapopp/rokk

frá 23.00 til 01.00 .

Burgers og Happy Hour frá kl.19.00 til 21.00

Tónleikar og Ball kr. 2.900 á mann

Burger, Tónleikar og Ball aðeins kr. 4.900 á mann

Guðrún P. Ólafsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Guðrún P. Ólafsdóttir ráðin sviðsstjóri hjá Vogum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að ráða Guðrúnu P. Ólafsdóttur í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Guðrún var valin úr hópi umsækjenda eftir ráðningarferli sem stýrt var af Hagvangi. Alls sótti 21 einstaklingur um starfið.

Guðrún lauk Cand.Oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál árið 2002 og M.sc gráðu í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla árið 2012.

Guðrún hefur starfað við fjármála- og rekstrarstjórnun síðastliðin tíu ár hjá Icepharma en starfaði áður við fjárfestingabankastarfsemi, m.a. við lánastjórn og fyrirtækjaráðgjöf.

„Um leið og við bjóðum Guðrúnu velkomna í hópinn og óskum henni farsældar í starfi er öðrum umsækjendum þakkaður sýndur áhugi og óskað velfarnaðar,“ segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Betri niðurstaða hjá Reykjanesbæ

Ársreikningur bæjarsjóðs Reykjanesbæjar og tengdra stofnana var samþykktur í seinni umræðu um ársreikninginn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þriðjudaginn 16. maí.

Heildartekjur samstæðu A og B hluta voru 31,3 milljarður króna og rekstrargjöld 24,9 milljarðar króna. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, fjármagnsliði, skatta og hlutdeild minnihluta nam 6,4 milljörðum króna. Að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan

jákvæð um 1.084 milljónir króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir 355 milljóna króna halla á samstæðu sveitarfélagsins. Heildartekjur A-hluta bæjarsjóðs námu 21,4 milljörðum króna. Rekstrargjöld bæjarsjóðs námu 19,4 milljörðum króna. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 2 milljarða króna en að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan jákvæð um 476 milljónir króna.

Áætlun ársins gerði hins vegar ráð fyrir 1,1 milljarða króna halla á bæjarsjóði og er þetta því mun betri niðurstaða en gert var ráð fyrir. Munar þar mest um hærri útsvarstekjur og framlög úr jöfnunarsjóði. Eignir samstæðu A og B hluta nema 83 milljörðum króna og A-hluta bæjarsjóðs 43,8 milljörðum króna. Veltufjárhlutfall A og B hluta í árslok 2022 var 1,31 en var 1,19 í árslok 2021 og hefur því hækkað á árinu. Engar lán -

tökur áttu sér stað á árinu 2022 og nema skuldir á hvern íbúa 1.330 þúsundum króna.

Skatttekjur og framlög úr jöfnunarsjóði námu 848 þúsund króna á hvern íbúa á árinu 2022 í stað 788 þúsund króna á árinu 2021. Skuldaviðmið A hluta bæjarsjóðs skv. reglugerð 502/2012 er 90,25% og samstæðu A og B hluta 113,64%. Þetta kemur frá í tilkynningu frá Reykjanesbæ vegna ársreiknings 2022.

Góð niðurstaða ársreiknings

n Hækkandi tekjuframlag frá ríkinu, minni þjónusta en í sambærilegum sveitarfélögum, segir í bókun sjálfstæðismanna.

„Ársreikningur Reykjanesbæjar lítur í heild vel út, með jákvæða rekstrarniðurstöðu. Skuldir hafa þó hækkað um rúmlega 4 milljarða miðað við fyrra ár. Þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við, að svipaðri stærð, eru ýmist með svipaða eða betri niðurstöðu en önnur verri,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ vegna ársreiknings 2022.

Tekjur og hagnaður

vf isÞað vekur athygli að framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fara enn hækkandi. Sérstaklega er há upphæð sem er tekjujöfnunarframlag uppá 900 milljónir vegna lágra tekna sveitarfélagsins enda eru tekjur frá Jöfnunarsjóði til Reykjanesbæjar í heild 3,5 milljarðar sem eru 16,3% af heildartekjum sveitarfélagsins. Einnig er athyglisvert að sjá að sveitarfélagið er að fá um 700 milljónir í þjónustutekjur vegna flóttafólks og innflytjenda samkvæmt ársreikningi.

Greiðslur frá HS veitum í ársreikningi sveitarfélagsins eru 540 milljónir, óvenjuháar 2022. Þrátt fyrir framangreint er hagnaður einungis um 476 milljónir.

Rekstrarkostnaður kemur til með að hækka verulega

Rekstrarkostnaður Reykjanesbæjar sem hlutfall af tekjum er sambærilegur og í viðmiðunarsveitarfélögum en þó þannig að áherslur eru aðrar s.s. að Reykjanesbær er með lægri framlög til íþrótta- og æskulýðsmála heldur

en sambærileg sveitarfélög en það stendur til bóta samkvæmt framlögðum tillögum. Einnig er meðalaldur barna sem komast inn á leikskóla í Reykjanesbæ 22 mánaða meðan að önnur sveitarfélög eru með yngri en 20 mánaða inntöku og jafnvel mun lægri aldur. Þetta stendur til bóta enda eru þrír 6 deilda leikskólar á áætlun og þegar þeir verða teknir í notkun bætist við rekstrarkostnaður uppá 300 milljónir á hvern leikskóla eða 900 milljónir samkvæmt því hvað kostaði 2022 að reka sambærilegan leikskóla. Þetta er áhyggjuefni og þarf því að skoða vel hvers vegna rekstrarkostnaður Reykjanesbæjar er svipaður öðrum sveitarfélögum þegar þjónustustigið núna er lægra. Mikill uppsafnaður kostnaður er nú vegna mylguvandamála í fasteignum sveitarfélagsins og verður

áfram. Ekki er hægt að skrifa það alfarið á skort á viðhaldi en klárlega að hluta til, að spara í viðhaldi er einungis ávísun á mun meiri kostnað síðar.

Eins og sjá má á framangreindu þá er fjárhagsstaða Reykjanesbæjar góð en undirliggjandi mikil kostnaðaraukning. Því ítrekum við Sjálfstæðismenn að mun meiri áhersla verði á að laða að fjölbreytt fyrirtæki og betur launuð störf til að auka tekjur sveitarfélagsins enda er óviðunandi að mesta aukning á tekjum sé í framlögum frá ríkinu sem er ekki sjálfbært til framtíðar.

Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Sjálfstæðisflokki.

BATI Í REKSTRI SVEITARFÉLAGSINS VOGA

Þrátt fyrir almennt versnandi ytri skilyrði í íslensku efnahagslífi og neikvæð áhrif verðbólgu á afkomu endurspeglar ársreikningur 2022 bata í rekstri Sveitarfélagsins Voga. Á árinu 2022 var afkoma sveitarfélagsins neikvæð um 109 m.kr. borið saman við 228. m.kr. neikvæða afkomu á árinu 2021.

Jákvæð þróun sem mikilvægt er að fylgja vel eftir

Ársreikningar Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2022 voru lagðir fram til síðari umræðu í bæjarstjórn í dag. Bæjarstjóri segir reikningana endurspegla þróun í rétta átt en verkefninu sé þó hvergi nærri lokið.

„Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis á sér nú stað í Vogum og sveitarfélagið þarf að vera í stakk búið til að mæta þeirri auknu þjónustuþörf sem slíkri uppbyggingu óhjákvæmilega fylgir. Með auknum íbúafjölda aukast að sjálfsögðu rekstrartekjur sveitarfélagsins og með stækkandi bæ má reikna með því að reksturinn verði sömuleiðis skilvirkari. Uppbygging innviða þarf hins vegar að haldast í hendur

við íbúaþróunina og það er stóra verkefnið framundan. Til þess að sveitarfélagið geti staðið undir því mikilvæga verkefni og veitt góða þjónustu þarf reksturinn að vera traustur og skila nægjanlegri framlegð. Við þurfum því að halda áfram á þessari jákvæðu vegferð og treysta enn frekar rekstrargrundvöll sveitarfélagsins, auka skilvirkni

í rekstri allra málaflokka, gæta

aðhalds og vinna að því að skapa aðstæður fyrir öfluga atvinnuuppbyggingu á svæðinu,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri.

Bætt framlegð og skuldaviðmið lækkar

Rekstrartekjur samstæðu jukust um 10,7% frá fyrra ári en rekstrargjöld fyrir afskriftir og fjármagns-

liði jukust talsvert minna, eða um 3,2%. Framlegð, þ.e. er reglulegar tekjur að frádregnum rekstrargjöldum, án afskrifta og fjármagnsliða, batnaði því að sama skapi talsvert milli ára og nam um 78 m.kr. á árinu 2022, eða sem nemur 4,6% af reglulegum tekjum. Aukin verðbólga setti hins vegar talsverðan svip á afkomuna

og voru fjármagnsliðir neikvæðir um 123 m.kr. á árinu, eða um 51 m.kr. umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri um 70 m.kr. á árinu en áætlun sveitarfélagsins gerði ráð fyrir að veltufé frá rekstri yrði jákvætt um 19 m.kr.

Til samanburðar var veltufé neikvætt um 46 m.kr. á árinu 2021. Skuldaviðmið samstæðunnar í árslok nam 83% samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga en var 87,8% árið 2021. Skuldaviðmið í A-hluta var 83% í árslok en var 85,5% árið áður. Veltufjárhlutfallið var 1,32 í árslok 2022 en var 0,6 árið áður.

Horft yfir Dalshverfi í Reykjanesbæ á vormánuðum 2023. VF/Hilmar Bragi Þéttbýlið í Sveitarfélaginu Vogum. Ljósmynd: vogar.is
4 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Betri flokkun, ekkert vesen

Við kynnum nýtt flokkunarkerfi sorps: Nú verður fjórum úrgangsflokkum safnað frá hverju heimili.

Setja skilyrði um tímamörk í uppbyggingu á Vallargötu 7–11

Öðlist sem mesta þekkingu á rafeldsneytisvinnslu

Fyrirtækið IðunnH2 hefur skipulagt kynnisferð til Danmerkur þar sem skoðaður verður þróunarreitur rafeldsneytisvinnslu en horft hefur verið til að setja upp slíka framleiðslu á Reykjanesi.

Á síðasta fundi stjórnar Reykjaneshafnar var eftirfarandi lagt fram og samþykkt samhljóða: „Sú framþróun sem á sér stað í vinnslu rafeldsneytis kallar á að hagaðilar séu meðvitaðir um hvað í því felst, m.a. rýmisþörf og ásýnd slíkrar vinnslu. Með hliðsjón af því að horft er til upp -

byggingar á slíkri framleiðslu í Reykjanesbæ eða nærumhverfi hans telur stjórn Reykjaneshafnar rétt að fulltrúar sveitarfélagsins öðlist sem mesta þekkingu á þessum málum og mælir með að fulltrúar sveitarfélagsins taki þátt í fyrirhugaðri ferð.“

Slíta fyrirkomulagi varðandi álverslóð

Reykjaneshöfn hefur verið milliliður samkomulags milli ríkissjóðs og Norðuráls Helguvíkur ehf. varðandi leigu lóðarinnar þar sem reisa átti álverið í Helguvík. Nú þegar fyrir liggur að sú starfsemi verður ekki á viðkomandi lóð hafa Reykjaneshöfn

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur veitt heimild til að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Vallargötu 7-11 í Keflavík þegar settir hafa verið inn skilmálar deiliskipulags um skilyrtan gildistíma.

Um skilyrtan gildistíma deiliskipulags segir að flatarmáli skal a.m.k. 50% bygginga á öllum lóðum innan skipulagsmarka hafa náð fokheldisstigi innan þriggja ára og innan fimm ára verði byggingar á öllum lóðum innan skipulagsmarka fullgerðar að utan, lóð jöfnuð í rétta hæð, rykbundin og gróðri komið fyrir, svo og gengið frá mörkum við aðrar lóðir, götur og/eða opin svæði. Standist framvinda uppbyggingar ekki tímamörk samkvæmt úttekt byggingarfulltrúa hafa skipulagsyfirvöld heimild til að fella deiliskipulagið úr gildi. Tímamörk miðast við lokaafgreiðslu sveitarfélagsins á deiliskipulagi. Þá segir að kynningarfundur verði haldinn á auglýsingatíma.

JeES arkitektar ehf. höfðu lagt fram tillögu að breytingu á

og Kadeco, f.h. ríkissjóðs, komist að samkomulagi varðandi slit á því fyrirkomulagi. Stjórn Reykjaneshafnar hefur samþykkt fyrirliggjandi samkomulag samhljóða og falið hafnarstjóra að undirrita það.

Áhugavert sjónvarp frá Suðurnesjum á vf.is

Ljú engur heimilismatur

Svona áður en áfram er haldið ætla ég að kíkja á dagatalið. Hmm já, það er víst 22. maí þegar ég skrifa þennan pistil en ekki 22. mars eins og mætti halda því að veðráttan hjá okkur á Suðurnesjunum er vægast sagt búin að vera furðuleg.

Mjög kalt og jafnvel éljagangur svo allt varð hvítt. Ofan í þetta hefur verið mjög mikill vindur og það hefur komið mjög illa við strandveiðibátana sem lítið gátu komist á sjóinn í síðustu viku.

Til að mynda þá eru 60 bátar í Sandgerði á strandveiðum og einungis örfáir þeirra náðu að skjótast út og helst voru það stærstu bátarnir eins og Tjúlla GK. Spáin fyrir þessa viku er nú ekkert til þess að hrópa húrra fyrir en vonandi verður þó veður svo að þessi stóri floti komist út, því það virðst vera nægur fiskur á færasvæðunum frá Grindavík og að Garðskagavita.

deiliskipulagi gamla bæjarins í Keflavík. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að skapa nýtt heildstætt umhverfi íbúðarhúsa

í nánd við elsta hluta Reykjanesbæjar með sameiningu lóðanna

Vallargötu 9, 9a og 11 fyrir samsett fjölbýlishús með bílakjallara, færa eldri hluta íbúðarhússins á

Vallargötu 9 á lóðina Vallargötu 7 og styrkja Klapparstíg með göngutengingu frá Kirkjuvegi niður að Hafnargötu. Auk þess verða gerðar

minniháttar breytingar á gildandi deiliskipulagi á lóðunum Kirkjuvegi 8 og Klapparstíg 11, sem felst í breytingu fyrirkomulags húsanna innan lóðar, til að skapa samræmi og heildstæða ásýnd húsbygginga innan skipulagssvæðisins. Lóðirnar Vallargata 9, 9a og 11 verða sameinaðar í Vallargötu 9. Heimilt verður að byggja fjölbýlishús að hámarki tvær hæðir og ris með allt að 36 íbúðum, 45-75m2 að stærð. Bílakjallari er undir hluta lóðar.

unum og Ragnar Alfreðs GK hefur verið aflahæsti færabátur landsins og er auk þess sá smábátur sem mestum ufsa hefur landað.

a F la F r É ttir á S uður NESJ u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu

HEYRN.IS

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn

í hádeginu Opið: 11-13:30

alla virk a daga

HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF

Útgefandi: Víkurfréttir

kt. 710183-0319.

Það eru reyndar ekki allir færabátarnir á strandveiði, til að mynda þá er Addi Afi GK kominn á ufsann og komin með 6,3 tonn í þremur róðrum og mest 4,1 tonn í einni löndun. Af þessum afla er ufsi 5,9 tonn. Annar stór bátur er líka kominn á ufsann og sá bátur er nú ansi þekktur á þeim veiðum. Ragnar Alfreðs GK sem er plastbátur, smíðaður á Skagaströnd 1978 en ansi margir plastbátar voru smíðaðir á Skagaströnd á árunum frá sirka 1975 til um 1985. Til að mynda er Sunna Líf GK líka smíðaður á Skagaströnd 1978 og Svala

Dís KE er líka smíðaður á Skagaströnd, en reyndar mun seinna en hinir tveir eða árið 1983. Svölu Dís KE og Sunnu Líf KE er búið að breyta nokkuð, til að mynda lengja og breikka. Aftur á móti þá er Ragnar Alfreðs GK óbreyttur eins og hann var 1978.

Gamall og góður segir einhvers staðar og það má alveg segja það, í það minnsta þá hefur Robbi sem á og gerir út bátinn og er skipstjóri á bátnum, verið mjög fengsæll á fær-

Ragnar Alfreðs GK er sem sé byrjaður og verður fróðlegt að sjá hvernig þessum gamla góða báti muni ganga. Hann byrjar nokkuð vel, var með 6,4 tonn í aðeins tveimur róðrum og mest 4,7 tonn í róðri, af þessum afla er ufsi 3,7 tonn. Eins og mörg ykkar vitið þá er ég víst eini Íslendingurinn sem hefur verið að safna saman aflatölum í ansi mörg ár. Ég á aflatölur aftur til ársins 1894 og margir angar eru af þessari aflasöfnun minni, til að mynda þessir pistlar sem þið eruð að lesa og líka aflafrettir.is Ég hef líka verið með smá útgáfustarfsemi í gangi og nýjasta afurð mín ef kalla mætti svo, er vertíðaruppgjörið 2023. Þarna er ég fjalla um alla þá báta sem náðu yfir 400 tonn á vertíðinni 2023. Til samanburðar fer ég aftur í árið 1973 og 1993 og skoða alla þá báta sem náðu yfir 400 tonn þessar þrjár vertíðir. Ansi gaman að sjá muninn, til að mynda voru aðeins 57 bátar sem náðu yfir 400 tonn á vertíðinni 2023 en á vertíðinni 1973 þá voru bátarnir 195.

Samhliða þessu er fjallað um togaranna og loðnuveiðarnar öll þessi þrjú ár. Því miður markaði árið 1993 smá leiðindi fyrir Sand-

gerðinga því að þetta var síðasta árið sem að loðnuskipið Sjávarborg GK var gerð út og í raun landaði Sjávarborg GK aðeins í eitt skipti, um 450 tonnum snemma á árinu 1993 á Raufarhöfn.

Eftir það var skipið selt og þar með lauk nokkuð fengsælli útgerð á þessum stærsta loðnubáti sem að Sandgerðingar hafa átt.

Ritið er 46 blaðsíður af stærð og í því eru 22 ljósmyndir. Þið getið pantað ritið með tölvupósti á gisli@aflafrettir.is eða í síma 6635575 (Gísli) eða 774-3616 (Hrefna Björk).

Rétturinn
Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir
Hlíðasmára
//
19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //
ehf., Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rafeldsneytisvinnsla gæti orðið í Helguvík.
Nægur fiskur á færasvæðunum frá Grindavík og að Garðskagavita
vf is
6 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Í BYKO 8-18 VIRKA DAGA 9-15 LAUGARDAGA LOKAÐ SUNNUDAGA SJÁUMST
PALLINUM -20% AF ÖLLUM GARÐHÚSGÖGNUM -20% AF ÖLLUM SUMARBLÓMUM Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Grill-, sumarblómaog garðhúsgagnatilboð gilda til 31. maí, eða á meðan birgðir endast.
Á

Þegar höggið kemur, þá finnur þú engin svör á Instagram

SEGIR GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON DJÁKNI AF VATNSLEYSUSTRÖND

guðmundur brynjólfsson er djákni á Selfossi. guðmundur er fæddur og uppalinn á vatnsleysuströnd og predikaði í kálfatjarnarkirkju á sérstökum kirkjudegi sem haldinn var í tilefni af 130 ára afmæli kálfatjarnarkirkju nú á dögunum en kirkjan var vígð 1893. Predikun guðmundar var bæði létt og hressandi, blönduð af húmor og einnig alvarlegum undirtóni. guðmundur náði að hreyfa við kirkjugestum og prestum kálfatjarnarkirkju þótti svo mikið til predikunar guðmundar koma að þeir fengu kirkjugesti til að standa upp og klappa fyrir predikaranum.

og fótbolta, með hvaða liði þeir haldi í íþróttum. Þessir aðdáendur segjast ekki halda með

Guðmundur gerði skoðanakannanir að umtalsefni í prédikun sinni, þar sem honum þykir halla á kirkjuna, þar sem spurningar sem fólk fái séu kannski ekki endilega þær réttu. Hvað finnst þér um kirkjuna þína? „Já, mér fannst skoðanakönnun sem gerð var um skoðun fólks á þjóðkirkjunni, ekki sanngjörn. Þetta á alls ekki bara við um þessa skoðanakönnun um kirkjuna, heldur finnst mér þetta í mun víðara samhengi. Fólk er spurt hvaða hug það ber til Landhelgisgæslunnar t.d. en hvað veit fólk um þá starfsemi yfir höfuð? Ekki neitt. Þegar fólk er spurt hvaða hug það ber til þjóðkirkjunnar, er erfitt fyrir fólk að tjá sig að einhverju viti því þjóðkirkjan er ekkert annað en yfirheiti yfir allar kirkjur landsins. Þetta er svipað og spyrja aðdáendur Njarðvíkur og Keflavíkur í körfu

KKÍ [Körfuknattleikssamband Íslands] eða KSÍ [Knattspyrnusamband Íslands], þeir halda með sínum liðum. Það sama gildir um kirkjuna, nær væri að spyrja viðkomandi um hug þess til sinnar kirkju. Þjóðkirkjan sem slík er bara bákn, með sínu embættisfólki í vinnu sem er að sýsla með fjármagn, fasteignir, eitt og annað. Stundum kemur upp gagnrýni á að það fari miklir peningar í þessi málefni og það má alveg vera réttmæt gagnrýni en ef fólk ákveður að segja sig úr þjóðkirkjunni, er það að skerða heimaþjónustuna. Í því felst barnastarfið, eldriborgarastarfið o.s.frv. sem fram fer í kirkjunum. Sóknargjöldin fara í það og ef fólk ákveður að segja sig úr þjóðkirkjunni, er það að skerða þessa þjónustu við heimabyggð sína, þjónusta sem er mjög mikilvæg. Það skiptir engu máli

þótt viðkomandi segi sig úr þjóðkirkjunni, það bákn mun alltaf verða til enda borgar ríkið þann kostnað. Þess vegna vona ég að fólk staldri við og hugleiði hvaða hug það beri til sinnar kirkju, svona skoðanakönnun ætti því miklu frekar að fjalla um kirkju viðkomandi, ekki þjóðkirkjuna.“

Hvað skyldi hafa rekið Guðmund í þá átt sem hann starfar við í dag?

„Ég hef alltaf haft áhuga á trúmálum og verið trúaður yfir höfuð. Ég starfaði hitt og þetta og lærði guðfræðina frekar seint. Ég hef verið nokkuð mikið í afleysingum þar sem vantaði fólk tímabundið, ég hef aldrei verið niðurnegldur á einhverjum einum stað. Í dag er ég t.d. að vinna á Selfossi, hef verið þar síðan síðasta haust. Ég er mikið að vinna með eldri borgurum þar og sé hversu mikilvægt þetta starf er. Svo það er trúin sem rekur mig áfram, ég hef sinnt öðru í gegnum tíðina, skrifað bækur og leikrit, sinnt háskólakennslu og fræðistörfum. Mér lætur líklega best að gera eitt og annað, að vera með eggin í fleiri en einni körfu,“ segir Guðmundur.

Kirkjan mun alltaf lifa

Guðmundur hefur ekki áhyggjur af minni kirkjusókn og er með sínar skýringar.

„Fólk fer í kirkju þegar það þarf að fara í kirkju. Það eimir ennþá af COVID, það eru fleiri aðilar en kirkjan sem finna fyrir minni mætingu áður en heims-

Þegar allt er í blóma kaupir fólk frekar nýja þvottavél og ferð fyrir alla fjölskylduna til Toscana á Ítalíu. Svo kreppir að og þá þarf fólk að líta inn á við, að eiga samtal við sjálft sig.

faraldurinn reið yfir. Svo er veruleikinn orðinn öðruvísi en hann var, fólk telur sig næra sig í dag á því að skrifa færslu á Facebook eða setja mynd af sér frá Tene inn á Instagram en þegar höggið kemur, þá fer það ekki inn á Instagram, það finnur engin svör þar. Fólk mun áfram þurfa láta skíra börnin sín, ferma o.s.frv. og þá er hátíð og það blundar held ég alltaf í fólki, þörfin á að lifa andlegu lífi. Þú nærir þann hluta ekki á neinu veraldlegu, það kemur í raun kirkjunni ekkert við.

Alls staðar er fólk að sækja í eitthvað dulið og hulið

Það er ekki hægt að fara neitt út í heim og finna þar samfélag sem gerir ekkert nema nærast, míga,

skíta og þræla, alls staðar er fólk að sækja í eitthvað dulið og hulið, það þarf á því að halda til að næra í sér sálina, það er margsannað mál. Ég er á því að þessa næringu sé að finna í boðskap Jesú Krists. Allt leitar jafnvægis, t.d. mæting fólks í leikhús en ég er nokkuð tengdur inn í þann heim. Oft hafa komið upp áhyggjuraddir með mætinguna vegna Netflix t.d. en það hafa komið miklu stærri byltingar en það fyrirbæri. Leiklist hefur tíðkast frá því að mannfélög á jörðu urðu til svo ég hef engar áhyggjur af því. Sama með bókina, vissulega hefur lestur bóka minnkað en fólk hlustar í staðinn meira á hljóðbækur. Þetta fer allt í hringi og t.d. er segin saga að þegar fjárhagskreppa skellur á, eykst bóksala. Þá hugsar fólk með sér að bók sé ekki svo dýr gjöf en þegar allt er í blóma kaupir fólk frekar nýja þvottavél og ferð fyrir alla fjölskylduna til Toscana á Ítalíu. Svo kreppir að og þá þarf fólk að líta inn á við, að eiga samtal við sjálft sig. Þar kemur bænin svo sterk inn, hún þarf ekki að snúast um að biðja til Guðs, heldur bara að tala við sjálfan sig, að finna þann hluta af sér sem maður veit að er góður. Maður getur verið óttalegur skíthæll að sumu leyti, en allir hafa eitthvað gott inn í sér og það er nauðsynlegt að tala við þann aðila í sér, sá mun leiða þig til góðs,“ sagði Guðmundur að lokum.

VOGAR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
8 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
OPIÐ 24/7 REYKJANESBÆ Frosnar pizzur, allar teg. 5 fyrir 4 COMBO TILBOÐ! * OPIÐ ALLA HVÍTASUNNUHELGINA Kristall / Kristall Mexican Lime / Pepsi Max / Applesín / Appelsín án sykurs 12x330ml 1.199 Pepsi / Pepsi Max 4x2L kr. stk. kr stk. 999 Ben & Jerry’s ís 465ml kr. stk. 899 Quality Street konfekt 2kg kr. stk. 1.999 Pepsi / Pepsi Max 2l, Doritos 170g & Doritos Dip kr stk. 799

VILJA BETRI SAMGÖNGUR MILLI SUÐUR -

NESJA OG HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

n Mikilvægt að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar og tengja svæðin betur saman, segir í sameiginlegri ályktun nefndanna.

vallist á, greiðum, vistvænum og öruggum samgöngum fyrir atvinnulíf, gesti og íbúa.

Nefndirnar hvetja ríkisstjórnina að beita sér fyrir bættum samgöngum milli svæðanna, fyrir alla ferðamáta. Þar verði lögð sérstök áhersla á að:

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðis hvetja ríkisstjórnina fyrir því að beita sér fyrir bættum samgöngum milli svæðanna, m.a. að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. Nefndirnar hittust á fundi 12. maí í Reykjanesbæ þar sem rædd voru sameiginleg viðfangsefni og hagsmunamál og til að leggja grunn að öflugra samstarfi milli svæðanna í framtíðinni. Í sameiginlegri ályktun nefndanna segir einnig: Svæðisskipulagsnefndirnar eru sammála um að höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin eru hluti af einu vinnusóknar- og búsetusvæði, og að lífsgæði og samkeppnishæfni svæðanna grund-

Staðið verði við fyrirliggjandi áform um aðskilnað akstursleiða á Reykjanesbraut milli þéttbýlissvæðanna en um hana fara nánast allir ferðamenn sem koma til landsins með flugi. Það er því mikilvægt að klára tvöföldun hennar, bæði fyrir gesti sem fara þar um og ekki síður íbúa Suðurnesja og höfuðborgarsvæðis.

Svæðin verði tengd saman með tíðum, gæðamiklum almenningssamgöngum með aðgengi fyrir alla sem nýtist íbúum, starfsfólki og flugfarþegum. Bæta þarf sér-

staklega aðgengi fólks með skerta hreyfigetu. Aðgengi að almenningssamgöngum við Keflavíkurflugvöll verði bætt, til dæmis með því að vagnar sæki og sleppi farþegum upp við flugstöðvarbyggingu, að merkingar fyrir almenningssamgöngur verði í forgrunni í flugstöðvarbyggingu, að greiðslukerfi sé samþætt við greiðslukerfi Suðurnesja og höfuðborgarsvæðis, og að aðgengi fyrir alla sé tryggt. Skipulagt verði heildstætt göngustíga- og hjólanet um

svæðin, sem tengi saman helstu atvinnu, íbúða, þjónustu- og útivistarsvæði. Lokið verði við að leggja og merkja öruggar hjólaleiðir milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. Nefndirnar telja jafnframt mikilvægt að öryggi veitukerfa, Reykjanesbrautar og annarra samgönguinnviða milli svæðanna sé tryggt með tilliti til almannavarna, veðurs og náttúruvár.

Sjónvarp Víkurfrétta er í snjallsjónvarpinu þínu!

Smelltu á og leitaðu að Sjónvarp Víkurfrétta. Þegar þú hefur fundið rásina smellir þú á Í ÁSKRIFT Auðvitað er áskriftin að Sjónvarpi Víkurfrétta ókeypis!
10 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Nefndirnar hittust og ræddu málin á Ásbrú í Reykjanesbæ. VF/Hilmar Bragi

VÉLSTJÓRI FRAUÐVERKSMIÐJU Á ÁSBRÚ

Við leitum að öflugum starfsmanni til að taka við stöðu vélstjóra í frauðverksmiðju Borgarplasts

á Ásbrú sem endurnýjuð var árið 2018. Framundan er frekari uppbygging og aukin sjálfvirknivæðing

á verksmiðjunni. Vélstjóri heyrir undir tæknistjóra.

Helstu verkefni

• Yfirumsjón með viðhaldi allra véla og tækja sem notuð eru í framleiðslunni

• Daglegt viðhald véla, mótaskipti og ýmislegt fleira

• Innleiðing á fyrirbyggjandi viðhaldi fyrir verksmiðjuna í samstarfi við tæknistjóra

• Samskipti við birgja og þjónustuaðila í tengslum við viðhald og rekstur vélbúnaðar í verksmiðjunni

• Verkstjórn viðhalds starfsmanna og afleysing verkstjóra í verksmiðju

• Tryggja að allar skráningar í samræmi við gæðakerfi félagsins séu framkvæmdar

• Þétt samstarf og stuðningur við afgreiðslu- og verkstjóra

• Stuðningur við sölu og vöruþróun á frauðvörum fyrir viðskiptavini félagsins

• Umsjón með fasteign félagsins að Grænásbraut 501

Borgarplast ehf. er iðnfyrirtæki sem starfrækir frauðverksmiðju á Ásbrú og rekur auk þess hverfisteypu í Mosfellsbæ sem framleiðir fiskiker, fráveitulausnir og ýmsar aðrar vörur. Stærstu viðskiptavinir félagsins eru sjávarútvegsfyrirtæki, fiskeldisfyrirtæki og verktakar.

Kröfur um menntun og reynslu

• Menntun á sviði vélfræði, vélstjórnar eða sambærilegra greina

• Mikil reynsla í viðhaldi vélabúnaðar sem nýtist í starfi

• Reynsla af uppbyggingu viðhaldsáætlana

• Reynsla af rekstri gufukerfa kostur

• Hæfni í mannlegum samskiptum

• Þekking á Microsoft Dynamics NAV er kostur

Umsóknarfrestur er til 6. júní 2023.

Umsóknir og kynningarbréf sendist í gegnum starfsauglýsingu Borgarplast á vefsíðunni Alfred.is eða á tryggvi@borgarplast.is

Erfiðustu útköll slökkviliðs, djákninn af Ströndinni og 100 ára afmæli Gunnars

Jónssonar er hluti af nýjasta sjónvarpsefninu úr smiðju Víkurfrétta sem þú finnur á vf.is

Sjónvarp frá Suðurnesjum á vf.is

víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 11

Reykjanesið er ótrúleg náttúruperla

– segir ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar grindavíkur, sem er ötull áhugaljósmyndari og hafa glæsilegar landslagsmyndir hans heillað marga. Má þar kannski helst nefna stórbrotnar ljósmyndir ingibergs frá gosstöðvunum í Meradölumsem hafa m.a. birst í miðlum víkurfrétta og víðar.

„Ég hef oft hugsað um að klára ljósmyndanámið sem ég byrjaði á en það er orðið svo ógeðslega langt síðan. Ég fór á samning í ljósmyndun en endaði svo á að fara á sjóinn af því að afi átti bát,“ segir Ingibergur sem fékk ljósmyndabakteríuna þegar hann var í grunnskóla.

„Ég eignaðist fyrstu myndavélina mína þegar ég var tólf eða þrettán ára gamall. Það var austur-þýsk 35

mm vél af gerðinni Praktica, ég á meira að segja mynd af mér með hana um hálsinn.

Siggi Ágústar, lögreglumaður, var með ljósmyndaklúbb í Grunnskóla Grindavíkur og dró mig þangað inn. Maður var að framkalla svarthvítar myndir, þar byrjaði ég og gerði ekkert annað. Þetta var ógeðslega gaman, ég hélt tvær ljósmyndasýningar áður en ég varð fimmtán ára gamall.“

Hefurðu alltaf verið í landslagsmyndum, eða mannlífsmyndum og allskonar?

„Landslagið hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Mér finnst mjög gaman að ferðast og taka myndir af fólki úti á gangi, svona „street life“ eins og þeir kalla það. Þegar ég þarf að hreinsa hausinn og fá smá frið og ró þá finnst mér voðalega gott að fara eitthvert upp á fjöll með vélina og drónann og mynda landslagið,“ segir Ingibergur en hann og Jón Þorkell, bróðir hans, hafa verið sérstaklega iðnir við að leggja land undir fót og mynda það sem fyrir augu ber. „Ég ýtti honum út í það að byrja að mynda aftur. Hann átti enga vél en við erum búnir að vera mjög duglegir, svo hef ég haft allt of lítinn tíma undanfarið. Það er svo mikið að gera í vinnu,“ segir hann en Ingibergur hefur atvinnu af því að mynda fasteignir. „Það er svona aukavinna hjá mér en ég er að vinna í Össur Iceland. Þetta er sex þúsund manna alþjóðlegt fyrirtæki og ég sé til þess að fólk komist erlendis og heim aftur. Mitt er að skipuleggja ferðir, það eru kannski tíu manns að fara á vegum fyrirtækisins og þá þarf kannski tvo, þrjá bíla og þar fram eftir götunum. Mitt er svo að sækja fólkið, sem býr kannski vítt og breytt um höfuðborgina, og koma þeim á réttum tíma í flug og skila þeim svo heim aftur. Ég keyri svona tíu til tólf þúsund kílómetra á mánuði. Svo er maður náttúrlega í körfunni svo það er brjálað að gera.“

Þú ert líka eitthvað að fjórhjólast, er það ekki?

„Jú, helling. Gerði meira af því en ég geri í dag. Ég er búinn að vera í Melrökkum í nokkur ár og ferðast mikið upp á hálendið. Ég er með hjólhýsi á Flúðum, þannig að það er stutt að fara upp í Kerlingarfjöll, Landmannalaugar eða taka Sprengisand. Ég er í þessum félagsskap og er búinn að hjóla fleiri þúsund kílómetra um hálendið með þeim.“

Ertu þá að taka lengri ferðir og gista á hálendinu?

„Já, við höfum tekið Flúðir, Kaldadal og sofið í Húsafelli. Keyrt vestanmegin upp með Langjökli,

FRÍSTUNDIN

þaðan inn á Kjöl og upp í Kerlingarfjöll, gist þar og keyrt bara heim. Við höfum tekið Sprengisand alla leið norður í Varmárhlíð og til baka, gist í fjóra daga og farið í Hólaskóg og Mælifellssandinn, inn í Eldgjá og gert þetta allt á þremur, fjórum dögum. Ég er búinn að fara nokkrar svona þriggja til fjögurra daga ferðir. Ógeðslega gaman.“

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
12 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Ingibergur tólf, þrettán ára gamall með Praktica-vélina um hálsinn.

Ég keyrði eins og óður maður hérna austur eftir og þeir lokuðu veginum þannig að ég henti drónanum upp og flaug einhvern þrjá og hálfan kílómetra til að ná þessari mynd ...

Er helsjúkur fíkill

Ingibergur hefur ekki þorað að fara út í veiði en hann segist vera algjör fíkill þegar kemur að áhugamálum. „Ég á marga vini sem eru í veiðinni og þeir hafa legið í mér að byrja. Ég hef farið í laxveiði í nokkrar ár en ef ég myndi byrja þá færi ég „all in“. Ég er svo mikill fíkill. Ég á fjórar myndavélar, nú er ég kominn með fimmuna [Canon EOS R5] sem er speglalaus og ég sá fyrir mér að fara rólega í það að skipta yfir í hana. Það gekk auðvitað ekki eftir og núna er maður kominn með allar linsurnar, maður er náttúrlega sjúkur,“ segir Ingibergur og beinir talinu að fjórhjólinu sínu.

„Það er eins með fjórhjólið mitt, þú finnur ekki öflugra hjól á landinu. Það er á þrjátíu tommu dekkjum, stærra en á Yaris sko, þetta er svakalegt. Ég þyrfti nú að taka þig hring og sýna þér hérna á Reykjanesinu. Ef þú hefur bara keyrt bíl á Reykjanes þá áttu eftir að sjá margt, þetta er ótrúleg náttúruperla. Það segja margir að hér sé ekkert að sjá en það er svo mikið kjaftæði.

Ég hef mjög gaman af því að mynda vötnin hérna og svo eru tveir fossar á Reykjanesi. Ég spyr stundum að gamni á Facebook: „Vitið þið hvaða vatn þetta er?“

Fólk veit ekki neitt, það hefur ekki skoðað þetta svæði. Reykjanesið á túrismann svolítið inni, þetta hefur ekki verið mikið sótt af ferðamönnum. Ég er búinn að fara þetta allt og þekki svæðið eins og lófann á mér.“

Fyrstur til að mynda gos á Reykjanesi síðustu átta hundruð ár

„Það er gamana að segja frá því að ég held að ég hafi náð fyrstu myndinni af rennandi hrauni sem hefur verið tekin hérna síðustu átta hundruð árin,“ segir Ingibergur. „Ég keyrði eins og óður maður hérna austur eftir og þeir lokuðu veginum þannig að ég henti drónanum upp og flaug einhvern þrjá og hálfan kílómetra til að ná þessari mynd. Hún er ekkert sérstök en söguleg. Svo bara daginn eftir hringir RÚV í mig og vill fá að komast upp að gosstöðvunum. Ég hringdi í þrjá aðra félaga mína í Melrökkum og við fórum með þá uppeftir og komum fyrir fyrstu vefmyndavélinni sem allur heimurinn horfði svo á. Það var svolítið gaman.

Ég á GPS-track af mér þar sem ég var á þeim stað sem gígurinn myndaðist viku fyrr. Þetta var leiksvæðið okkar, Meradalir og sérstaklega á veturna þegar allt var á kafi í snjó. Við leikum okkur ekki meira þarna, alla vega ekki næstu tíu árin.“

Mikill hugur í Grindvíkingum

Að lokum beinist talið lítillega að körfuboltanum í Grindavík en þar er mikill hugur í mönnum og hafa nokkrir leikmenn gengið til liðs við Grindavík fyrir næsta tímabil.

Menn eins og Dedrick Basile frá Njarðvík, Valur Orri Valsson frá Keflavík og þá hefur Ólöf Rún Óladóttir snúið aftur heim eftir að hafa leikið undanfarin tímabil með Keflavík. Einnig hafa nokkrir útlendingar bæst í hóp Grindvíkinga

og virðist stefnan tekin á að vinna titla.

„Það væri mjög gaman að fara alla leið með bæði liðin og það er ekkert leyndarmál að okkur langi það. Það var haldinn fundur og við komumst að því að það væri allt of lítill peningur til hjá deildinni.

Við höfum verið að reka karla- og

kvennaliðið fyrir minni pening en Höttur var að reka karlaliðið sitt. Þannig að við blésum til sóknar og höfum fengið góðan meðbyr hjá stuðningsfólki og styrktaraðilum. Það gekk einnig ótrúlega vel að semja við leikmenn og við bíðum spennt eftir næsta tímabili,“ sagði Ingibergur Þór að lokum.

Mikilfenglegt sjónarspil.

Eldsumbrotin í Merardal urðu myndefni margra en Ingibergur var að öllum líkindum fyrstur til að ná myndum af rennandi hrauni á gosstöðvunum. Það myndskeið mun fylgja vefútgáfu viðtalsins sem birtist á vf.is.

"Ég er með gigt og er misjöfn eftir árstíma

Ef að ég sleppi inntöku af GeoSilica þá versnar mér mjög fljótt og það tekur lengri tíma að ná verkjunum niður. Ég er því farin að muna eftir inntöku daglega " Ásta

Sölustaðir í Reykjanesbæ: Reykjanesapótek, Apótekarinn, Lyfjaval Apótek Suðurnesja, Fríhöfnin og á www.geosilica.is

Smellið á myndin (í rafrænni útgáfu Víkurfrétta) til að fara á Instagram-síðu Ingibergs en þar er mikið safn fallegra mynda. Margar mynda Ingibergs eru hreinasta listaverk.
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 13

Frá fundinum Sjálfbær Suðurnes í Sandgerði.

SJÁLFBÆR SUÐURNES

n Orkuskipti í flugi, græn orka og sameiginlegt kolefnisbókhald. n Vel heppnaður fundur hjá Suðurnesjavettvangi.

Sjálfbærni í framkvæmdum og rekstri sveitarfélaga, orkuskipti í flugi, eldsneyti framtíðarinnar og þá nýjung sem felst í sameiginlegu kolefnisbókhaldi var meðal málefna á fjölmennum fundi undir yfirskriftinni Sjálfbær Suðurnes sem haldinn var af Suðurnesjavettvanginum miðvikudaginn 3. maí 2023. Suðurnesjavettvangurinn er samstarf sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesjum – þ.e. Grindavíkur, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Voga, Isavia, Kadeco og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Ísland kolefnislaust 2040

Meðal gesta á fundinum voru Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisorku og loftslagsráðherra, sem flutti erindi um leiðina að árangri í loftslagsmálum. Þar fór hann m.a. yfir þau markmið að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040 og óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.

Hann fór yfir áskoranirnar á veginum og hvernig væri verið að færa okkur nær þessum markmiðum með kortlagningu möguleikanna og aukinni samvinnu.

Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, fór síðan yfir verkefnið um sjálfbært Ísland.

Hann ræddi stefnumótunarferlið í því verkefni og kynningarfundi forsætisráðherra um það sem hefðu verið haldnir víða um land nýverið.

Búið væri að vinna Grænbók um stöðuna og næsta skref Hvítbók um verkefnið til framtíðar. Niðurstaðan verður þingsályktunartillaga ráðherra til Alþingis sem verði að stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.

Sjálfbærni hjá Isavia

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia, og Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkefnastjóri hjá Isavia, fóru síðan yfir sjálfbærnivegferð félagsins. Þar var rætt um leiðina að kolefnisleysi í rekstri Isavia sem á að ná árið 2030. Farið var yfir kortlagningu

á kolefnisspori Keflavíkurflugvallar sem hefur verið unnin, tæknilegar áskoranir fyrir mismunandi

ný flugvélaeldsneyti vegna orkuskipta í flugi á Keflavíkurflugvelli og orkuþörf millilandaflugs sem áætlað er að verði orðin sem samsvarar 14,7-16,5 Svartsengis virkjunum árið 2050.

Auk annarra samstarfsverkefna sveitarfélaganna undir hatti sjálfbærni

kynnti Berglind

Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga

á Suðurnesjum, sameiginlegt kolefnisbókhald þeirra sem hefur það markmið að reikna losun gróðurhúsalofttegunda á Suðurnesjum.

Samvinna aðila á Suðurnesjum til mikillar fyrirmyndar

n segir Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála.

Til þess var tekið í gagnið umfangsmikið mælaborð til að greina stöðuna og hringrásarhagkerfi innleitt.

Grænn iðngarður

Þá fjallaði Kjartan Eiríksson um grænan iðngarð á Suðurnesjum, þ.e. Reykjanesklasinn Iceland Eco-Business Park. Græni iðngarðurinn verður staðsettur í Helguvík, í kerskálum sem voru reistir í tengslum við álver þar. Stór nýsköpunarverkefni hafa komið sér þar fyrir, m.a. tvö stór gagnaver og líftæknifyrirtækið Algalíf. Þarna er mikil og góð aðstaða fyrir t.d. ylrækt, fiskeldi, matvælaframleiðslu, rannsóknarstarfsemi, flutningastarfsemi og fleira. Góð nálægð við Keflavíkurflugvöll og höfuðborgarsvæðið. Í lok fundar var síðan boðið upp á samtal um málefni fundarins þar sem fundarstjóri, Theodóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Isavia, og gestir á fundinum gátu spurt Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, alþingismann, og Hrönn Ingólfsdóttur, forstöðumann stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia, nánar um efni fundarins. Guðrún var þar einnig sem formaður starfshóps um umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um leiðir til að hraða orkuskiptum í flugi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála segir að bjartsýni og stórhugur á Suðurnesjum sé til fyrirmyndar og komi vel fram þegar sveitarfélögin og atvinnulífið og fleiri á svæðinu séu að vinna saman. Það sé besta leiðin til að ná árangri. Ráðherra var gestur og ávarpaði ráðstefnuna

Sjálfbær Suðurnes.

„Þessi fundur vekur miklar vonir. Það eru gríðarleg tækifæri og það þarf að nýta þau. Ánægjulegt að sjá að það er verið að gera það hér í góðri samvinnu margra aðila.

Hið augljósa er að við þurfum græna orku á Íslandi, við þurfum auðvitað að nýta orku sem allra best en það er óhjákvæmilegt að búa til græna orku. Við höfum farið í gegnum orkuskipti 1 og 2 og erum á leið í orkuskipti 3. Það eru mikilvæg, efnahagsleg og tilfinningaleg verðmæti í náttúrunni okkar og þetta er spennandi verkefni sem við þurfum að vinna saman.

Flugið og ferðaþjónustan eru lang stærstu þættirinir þegar kemur að grænni orku. Við eigum alla möguleika á því að vera með grænasta millilandaflugið ef við höldum rétt á spilunum. Mín framtíðarsýn er mjög skýr. Við erum land sem verður grænast á öllum sviðum. Við berum virðingu fyrir náttúrunni en á sama tíma erum við fremst þjóða þegar kemur að loftslagsmálum Það er hægt en það gerist ekki nema við vinnum skipulega saman og þessi fundur er gott dæmi um góða samvinnu,“ sagði Guðlaugur Þór.

Hugmyndin um grænan iðngarð í Helguvík segir ráðherra vera frábært dæmi um hvernig hægt sé að nýta tækifærin. Þarna hafi átt að vera stóriðja en þegar hugmyndir um iðngarðinn í Helguvík verða að veruleika verði þær gríðarlegur styrkur fyrir Suðurnesin og landið allt.

Víkurfrétta er í snjallsjón varpinu þínu Smelltu á og leitaðu að
Víkurfrétta. Þegar þú hefur fundið rásina smellir þú á Í ÁSKRIFT Auðvitað er áskriftin að Sjónvarpi Víkurfrétta ókeypis! 14 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Sjónvarp
Sjónvarp

„Falling for you“

MEÐ MÁ GUNNARSSYNI KOMIÐ ÚT

Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson hefur sent frá sér nýtt lag. Síðastliðna níu mánuði hefur Már búið í Englandi þar sem hann er að stunda nám við enskan tónlistarháskóla.

„Það hefur verið áskorun fyrir okkur leiðsöguhundinn Max að læra inn á nýjar aðstæður og bjarga okkur úti í þessum stóra heimi en fjölmörg tækifæri hafa gefist og ég er spenntur að sjá hvað koma skal,“ segir Már í samtali við Víkurfréttir.

„Nú þegar er ég farinn að koma fram á ýmsum viðburðum í London næsta nágrenni, unnið tónlist með frábæru tónlistafólki í Metropolis Studios og síðast en ekki síst unnið að minni eigin tónlist ásamt pródúsent í Liverpool“.

Lagið „Falling for you“ er fyrsta lagið af nokkrum sem Már tekur upp í Liverpool í samstarfi við Dan Scholes, pródúsent.

„Textahöfundur lagsins er góðvinur minn í Lúxemborg, Tómas Eyjólfsson. Höfundur lagsins er ég sjálfur og meðhöfundur Guðjón Steinn Skúlason. Lagið heitir

Boðflenna í Listasafni Reykjanesbæjar

tengir saman gamalt og nýtt með fallegri laglínu og nútíma útsetningu,“ segir Már Gunnarsson að

Listasafn Reykjanesbæjar, opnaði yfirlitssýningu Snorra Ásmundssonar, Boðflennu, miðvikudaginn 17. maí síðastliðinn. Sýningin Boðflenna mun standa til og með 20. ágúst 2023. Sköpun og gjörðir Snorra verða til þar sem hann stendur og hvíla í honum sjálfum. Þannig er myndsköpun hans ekki skáldskapur eða vel nært „alter egó“. Listamaðurinn er gjörsneiddur leiklistarhæfileikum. Að þessari ástæðu má mögulega halda því fram að Snorri sé stórtækasta lifandi listaverk íslenskrar listasögu. Í raun er aðeins hægt að bera Snorra saman við bresku listamennina Gilbert og George sem framkvæma eigið líf sem lifandi skúlptúr þar sem efni

Snorra Ásmundssonar til listarinnar, til íslensku þjóðarinnar og heimsins líka. Æsa Sigurjónsdóttir segir að listamenn hafi gert til sín miklar kröfur um að vísa þjóðinni leiðina til framtíðar á fyrri hluta tuttugustu aldar. Listamaðurinn átti að vera brautryðjandi, landnámsmaður og sjáandi, andlegur viti sem bryti niður hið gamla og úrelta og benti á hið nýja sem koma

inni. Hann hefur unnið sem andlegur leiðbeinandi, sjáandi yogi, brautryðjandi tímatengdrar listar, jafnvígur í söng og píanóleik, listamaður sem leggur sig sannarlega fram við að brjóta niður það gamla og úrelta á sama tíma og hann er óþreytandi að benda á nýjar leiðir og það sem koma skal. Hver man eftir forsetaframboðinu 2004? Vinstri Hægri Snú framboðinu? Kattaframboðinu? Besta píanóleikara Evrópu? Fjallkonunni? Listasafn Reykjanesbæjar ætlar að ramma inn og færa persónu- og myndsköpun Snorra í ákveðinn farveg sem mun auka skilning almennings á gagnrýninni samfélagslegri gjörningalist á Íslandi. Sýningarstjóri Helga Þórsdóttir.

TIL HAMINGJU HEIÐARSKÓLI MEÐ SIGURINN Í SKÓLAHREYSTI! víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 15

Tækifæri til að tengjast öflugum konum

Helga Björg Steinþórsdóttir er FKA kona mánaðarins. Hún er eigandi og stofnandi AwareGo, netöryggisfyrirtækis á alþjóðlegum markaði

Við hvað starfar þú og hvar? Eigandi og stofnandi AwareGo sem er netöryggisfyrirtæki á alþjóðlegum markaði. Ég var svo að klára námið og er að mestu í dag í sjálfboðavinnu í nefndum og stjórnum ásamt því að vinna að því að lækka forgjöfina í golfi og njóta þess að vera með fjölskyldunni.

Hver eru helstu verkefni? Að láta gott af mér leiða til næstu kynslóðar kvenna með því að vera mentor fyrir þær konur sem eru að taka við keflinu og leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að bæta vinnuumhverfi kvenna í framtíðinni.

Er eitthvað sem gerir verkefnið eða fyrirtækið einstakt, forvitnilegt? Það er einstaklega gefandi verkefni að geta gefið til baka, að vinna með þessum frábæru kraftmiklu konum eru forréttindi. Að hafa stofnað fyrirtæki eins og AwareGO með eiginmanni mínum, Ragnari Sigurðsyni, hefur verið ferðalag sem er ævintýri líkast. Í dag er AwareGO alþjóðlegt fyrirtæki sem þjónustar stórfyrirtæki um allan heim. Fyrirtækið er rekið af einstaklega flottum hópi starfsmanna sem eru allir sérfræðingar á sínu sviði. Einnig ákvað ég fyrir ári síðan, eftir að hafa setið í stjórn AwareGO frá upphafi, ásamt Þórði og Ingvari sem eru stórstjörnur í þeim fræðum, að láta eftir stjórnarsætið mitt til næstu kynslóðar. Dóttir mín Sigrún Inga Ævarsdóttir, lögfræðingur, tók við sæti mínu og ég tel það mjög góða ákvörðun.

Nafn: Helga Björg Steinþórsdóttir

Aldur: 57 ára

Menntun: Sérfræðingur í leiðtogafræðum og stefnumótun frá Harvard háskóla

tími eða peningar, en við erum að uppskera af þeirri vinnu í dag. Áður en við stofnuðum AwareGO rak ég fatahönnunina Mýr design þar sem ég hannaði fatalínur ásamt því að sjá um einkennisfötin fyrir Isavia í nokkur ár. Árið 2013 greindist ég með illkynja lungnakrabbamein og við þá reynslu tekur maður aðra stefnu í lífinu og upplifir einstakt þakklæti fyrir hvern dag, það er engin mýta heldur minn raunveruleiki. Í dag legg ég allan minn metnað í að njóta hvers dags, vera með fjölskyldunni gefa til baka, m.a. með því að starfa í FKA ásamt því að vera í Oddfellow og lækka forgjöfina í golfi.

Hversu lengi hefur þú búið á Suðurnesjum? Ég hef alla tíð búið á Suðurnesjum fyrir utan fimm ár sem ég bjó í Linz í Austurríki en ég á sterkar tengingar þangað þar sem Linda systir hefur búið þar í yfir 30 ár.

Hverjir eru kostir þess að búa á Suðurnesjum? Það eru bara kostir við að búa á Suðurnesjum, tækifærin eru endalaus ef fólk er vakandi fyrir þeim. Ég tel til dæmis að ferðaþjónustan á Suðurnesjum eigi mikið inni. Einnig að það séu miklir möguleikar þegar kemur að einkarekinni heilbrigðisþjónustu en ég tel það vera eitthvað sem kemur með tímanum.

Hvernig líst þér á nýja félagið okkar, FKA Suðurnes? Það sýnir mikið hversu mikill kraftur býr í fólkinu á Suðurnesjum, hversu öflugar þær konur sem hafa dregið vagninn fyrir FKA Suðurnes, þær hafa verið til fyrirmyndar í einu og öllu.

Félagslífið er helvíti gott

FS-ingur vikunnar:

Nafn: Birgitta Sól

Aldur: 18 ára

Námsbraut: Félagsvísindabraut Áhugamál: Vera með vinum

Birgitta Sól er átján ára nemandi á félagsvísindabraut sem stefnir á að flytja úr þessu landi í framtíðinni. Birgitta er FS-ingur vikunnar.

Hvað ert þú gömul? Átján ára.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Að geta farið til útlanda án þess að fá fjarvist.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?

Kom eiginlega enginn annar skóli til greina, flestir vinir minir eru í FS og stutt að keyra.

Hver er helsti kosturinn við FS? 100% félagslífið.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Mætti vera betra en mér finnst það helvítið gott.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Betsy Ásta, verðandi forseti Íslands.

Hver er fyndnastur í skólanum? Katrín Ósk.

Hvað hræðist þú mest? Ælu.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt: Valdimar Steinn. Kalt: Skinny Jeans.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Á ekkert uppáhaldslag bara eiginlega allt með Rihönnu.

Hver er þinn helsti kostur? Myndi segja að ég er mjög traust. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok og Snap.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Flytja út úr þessu landi.

Hver er þinn stærsti draumur?

Ná að ferðast út um allan heim.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Ákveðin.

Traust, fyndin og hugmyndarík

Eitthvað áhugavert sem þú ert að gera? Ég var nýlega kosin í stjórn FKA, hlakka mikið til að leggja mitt á vogarskálarnar. Það er virkilega spennandi að fá tækifæri til að taka þátt í því starfi sem þar fer fram og ég hlakka til að geta lagt eitthvað til málanna. Félagið er ört stækkandi og möguleikarnir miklir.

Hvað hefur þú verið að gera? Ég hef verið að mennta mig síðastliðin tvö og hálft ár í Harvard Buisness School online og mæli heilshugar með því námi ef konur og menn hafa tækifæri til að skella sér aftur í frekara nám.

Hvað ertu að gera núna? Þessa stundina er ég að undirbúa mig fyrir að vera þáttakandi í verkefni hjá Harvard sem kallast dæmisöguverkefni.

Framtíðarplön (svolítið sagan þín): Ég hef alla tíð unnið sjálfstætt og meðfram því alltaf verið eitthvað að mennta mig. 2007 fluttum við hjónin til Linz í Austurríki og þar stofnuðum við Linda systir Atelier Einfach sem var og er enn lítið listagallerí. Það var mjög skemmtileg reynsla og mikið ævintýri með Lindu systur, í dag heitir það L.Stein. Á sama tíma vorum við hjónin að stofna AwareGO, sem er alþjóðlegt tölvuöryggisfræðslufyritæki en Ragnar maðurinn minn er tölvuöryggisfræðingur og ég hafði menntað mig sem MCSE, sem er vottaður Microsoft-kerfisfræðingur. AwareGO var lengi vel tveggja manna fyrirtæki og má segja að við höfum lagt í það allt okkar, hvort sem var

Hvað varð til þess að þú skráðir þig í FKA? Saga mín í FKA er frekar frábrugðin flestum. Ég skráði mig í FKA upphaflega eingöngu til að geta tekið þátt í golfferðum og golfmóti FKA. Gerði það í nokkur ár byrjaði, svo að starfa í golfnefndinni og þaðan sá ég alla möguleikana sem voru innan félagsins til að efla sjálfið, læra og tengjast mögnuðum konum. Svo er nú komið að ég er komin í stjórn FKA og stefni á að gera mitt allra besta þar

Hvað finnst þér FKA gera fyrir þig? Að vera meðlimur í FKA hefur gefið mér tækifæri til að tengjast öflugum konum, gefa af mér til baka og taka þátt í viðburðum sem hafa áhrif á viðskiptalífið og gefa fleiri konum tækifæri til að láta ljós sitt skína.

Heilræði/ráð til kvenna á Suðurnesjum? Halda áfram að styðja hver aðra og vera til staðar fyrir hver aðra, það skilar sér alltaf margfalt til baka.

Helga í ferðalagi með fjölskyldunni sinni.

Eva Lind er sextán ára nemandi í Njarðvíkurskóla sem ætlar að verða sálfræðingur í framtíðinni. Hún kann að meta traust og hreinskilni. Eva Lind er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Klárlega íþróttir og íslenska, bæði út af faginu og kennaranum.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Örugglega einhver fyrir íþróttir en það er mjög mikið af íþróttafólki í skólanum, þannig að það er erfitt að velja einn.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar ég og vinkonur mínar vorum reknar úr tíma vegna þess að við vorum að pissa í okkur úr hlátri.

Hver er fyndnastur í skólanum? Kristín Arna.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Örugglega Video Games með Lana Del Rey.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mexíkó kjúklingasúpa.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

Er ekki mikið fyrir bíómyndir en ég er að elska íslenskt sjónvarpsefni.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Kristinu, Írisi og Hildigunni út af það væri geðveikt fyndið.

Ungmenni vikunnar:

Nafn: Eva Lind Magnúsdóttir

Aldur: 16 ára

Skóli: Njarðvíkurskóli

Bekkur: 10. bekkur Áhugamál: Fótbolti, bakstur og fleira

Hver er þinn helsti kostur? Fyndin og ákveðin.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Teleport.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Traust og hreinskilni.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Stefni á FS og vill læra að verða sálfræðingur í framtíðinni.

að vekja athygli á FKA konum í atvinnulífinu á Suðurnesjum, fyrirtækjunum þeirra eða verkefnunum sem þær sinna og sýna hversu megnugar og magnaðar þær eru.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Hugmyndarík.

Markmið með verkefninu er Helga skráði sig í FKA upphaflega eingöngu til að geta tekið þátt í golfferðum og golfmóti FKA.
16 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Sérfræðingur tæknimála á

öryggissvæðinu

á Keflavíkurflugvelli

Hefur þú góða þekkingu og reynslu af tæknimálum og langar að prófa nýjar áskoranir?

Landhelgisgæsla Íslands óskar eftir að ráða áhugasaman og traustan liðsfélaga í samhentan hóp sérfræðinga sem bera ábyrgð á tæknimálum á varnarmálasviði Landhelgisgæslunnar, þar með talið rekstri, viðhaldi, uppsetningu og þróun á kerfis- og tæknibúnaði Atlantshafsbandalagsins hér á landi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

• Viðhald, bilanagreining og uppsetning á hátæknibúnaði Atlantshafsbandalagsins

• Uppfærsla handbóka, leiðbeininga og teikninga

• Skýrslugerð, áætlanir og eftirlit

• Viðhald varahluta, verkfæra og mælitækja Þátttaka í þjálfunarverkefnum

• Þátttaka í tæknisamstarfi Atlantshafsbandalagsins

• Önnur tengd verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Menntun sem nýtist í starfi, s.s. rafiðnmenntun Háskólamenntun í tækni- eða verkfræði er kostur

• Mjög góð tölvukunnátta er skilyrði

• Góð þekking á kerfis- og hugbúnaði ásamt netstjórnun er kostur

• Handlagni og reynsla af viðhaldi og uppsetningu vélbúnaðar og tölvukerfa

• Fagmennska, samskiptahæfni og öguð vinnubrögð

• Frumkvæði og geta til að vinna undir álagi

• Góð enskukunnátta Reglusemi, nákvæmni, snyrtimennska og stundvísi

• Ökuréttindi

• Vegna eðlis starfs og starfseminnar er búseta á Suðurnesjum kostur

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Landhelgisgæslan annast einnig framkvæmd á varnartengdum rekstrarverkefnum í umboði utanríkisráðuneytisins sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og samning við utanríkisráðuneytið, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar og ratsjár- og fjarskipta-stöðva Atlantshafsbandalagsins.

Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 230 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks! Gildi Landhelgisgæslunnar eru: ÖryggiÞjónusta – Fagmennska.

Landhelgisgæslan starfar samkvæmt jafnréttisstefnu og er jafnlaunavottuð.

Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is.

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Nánari upplýsingar má finna á www.intellecta.is.

Technical expert, Defence Operations at the security zone, Keflavik Airport

Do you have good technical knowledge and experience and want to take on new challenges?

The Icelandic Coast Guard is looking for an enthusiastic and reliable team player to work with a group of experts who are responsible for technical systems and tasks in the Icelandic Coast Guard’s defense division, including operation, maintenance, implementation and development of NATO systems and technical equipment in Iceland.

Main tasks and responsibility: Education and qualification requirements:

• Maintenance, troubleshooting and installation of high tech equipment

• Updating manuals, instructions and drawings

• Reporting, planning and monitoring

• Maintenance of spare parts, tools and measuring equipment

• Participation in training projects

• Participation in NATO’s technical cooperation

• Other related projects

• Useful education, e.g. electronic education University education related to technology/engineering is an advantage

• Very good computer skills are required

• Good knowledge of systems and software as well as network administration is an advantage

• Experience in maintenance and installation of electronic equipment and computer systems

• Professionalism, communication skills and disciplined work practices

• Initiative and ability to work under pressure

• Good English skills

• Orderliness, accuracy, neatness and reliability

Driver’s license

• Due to the nature of the job and the work environment, living in Suðurnes Peninsula is an advantage

The Icelandic Coast Guard (ICG) is a law enforcement agency that is responsible for search and rescue, maritime safety and security surveillance, and law enforcement in the seas surrounding Iceland.

The Icelandic Coast Guard is responsible for operational defence tasks in Iceland including but not limited to operation of NATO – Keflavik Air Base, Security Zones, Iceland Air Defence Systems,, its remote radar and communication sites, including Communication and Information Systems. Host Nation Support is provided for all Allied visiting forces operating in Iceland, ref.: https://www.lhg.is/english/varnarmal/

A close-knit group of over 230 people work at the Icelandic Coast Guard whose guiding principle is the slogan: We are always prepared! The Coast Guard‘s values are: Safety – Service – Professionalism

The Coast Guard works according to an equality policy and is equal pay certified. See further information at www.lhg.is

Applicants must meet the Icelandic Coast Guard‘s physical and mental fitness requirements. Employees must also meet the conditions for a security clearance, according to the defense act no. 34/2008 and regulation no. 959/2012.

Application deadline is up to and including June 6, 2023. Applications are to be completed at www.intellecta.is and must be accompanied by a CV and a cover letter detailing the reason for the application and the applicant‘s qualifications for the job. Applications are valid for six months from the date of advertisement. Interested individuals, regardless of gender, are encouraged to apply. Wages are according to the collective agreement of the respective trade union and the Minister of Finance on behalf of treasury. Further information about the job can be found at www.intellecta.is.

For further information, please contact Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) and Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) via tel. 511 1225.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

Þrennir burtfarartónleikar

Það er ekki á hverjum degi að tónlistarnemandi ljúki framhaldsprófi úr sínu tónlistarnámi – hvað þá þrír á einu bretti. Sá merki atburður átti sér stað fyrr í þessum mánuði að þrír nemendur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar héldu burtfarartónleika og eru þá komnir á háskólastig í náminu. Tónleikarnir voru hver öðrum skemmtilegri og kom fjöldi tónlistarmanna fram á þeim með nemendunum.

Tónlistarmennirnir Karl Snorri

Einarsson (rafbassi), Jón Böðvarsson (saxófónn) og Magnús

Már Newman (slagverk) tóku allir framhaldspróf á árinu og eru burtfarartónleikar hluti prófsins. Leið þeirra í gegnum tónlistarnámið er ólíkt en allir eiga þeir það sameiginlegt að

hafa allir byrjað í tónlistarnámi átta ára gamlir. Karl byrjaði í málmblástursdeild

hjá Karen Sturlaugsson í Tónlistarskóla Keflavíkur árið 1990 og að lokum varð trompet ofan á hjá Karli og hans aðalhljóðfæri fram á unglingsár. Hann gerði hlé

á náminu til ársins 2007 er hann

hóf nám að nýju á trompet við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og lauk miðprófi.

Árið 2017 lá leiðin aftur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og stefndi hugur hans þá á klassískan kontrabassa og þar fæddist sú hugmynd að hefja einnig formlegt nám á rafbassa, samhliða kontrabassanum.

Jón byrjaði að læra á klarinett um leið og hann hafði aldur til að hefja hljóðfæranám í tónlistarskólanum. Í áttunda bekk byrjaði hann jafnframt að læra á saxófón sem hefur verið hans aðalhljóðfæri síðan.

Jón tók þátt í uppbyggingu bjöllukórs Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og var einn af þeim sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að spila í Carnegie Hall og á Norður og niður hátíð hljómsveitarinnar Sigur Rósar í Hörpu. Í dag spilar Jón í hljómsveitinni Midnight Librarian sem hefur komið víðsvegar fram og gefið út eina plötu, From Birth til Breakfast (2021), sem var valin plata vikunnar á Rás 2, auk nokkurra smáskífa.

Magnús Már hóf nám í slagverksleik í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en hann var mun yngri

þegar það varð ljóst að hann hefði mikinn áhuga á alls kyns áslætti. Hann var sífellt að tromma á borð og veggi á leikskólaárunum. Þegar hann var fimm ára eignaðist hann fyrsta trommusettið sitt og þá var ekki aftur snúið.

Magnús hefur tvisvar spilað með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrst árið 2021 þegar flutt var Sinfónía nr. 2 í D dúr eftir Jean Sibelius og svo 2022 er Sinfónía nr. 2 í e moll eftir Sergei Rachman-

inoff var flutt. Magnús lék á slagverk á nýárstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Hofi, Akureyri í janúar síðastliðnum og mun svo enn á ný leika með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands við flutning Draumasinfóníunnar eftir Hector Berlioz í september á þessu ári. Þá hefur Magnús verið trommari hljómsveitarinnar Demo síðan 2019 en hljómsveitin hefur m.a. gefið út plötuna Neistar sem var plata vikunnar á Rás 2.

SKÓLASLIT

SKÓLASLIT VERÐA Í STAPA, HLJÓMAHÖLL, FIMMTUDAGINN 25. MAÍ KL.18.00.

Afhending áfangaprófsskírteina. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka veitt. Tónlistaratriði.

Allir velkomnir, skólastjóri.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var viðstaddur tónleikana en nánar verður fjallað um þá og feril tónlistarmannanna á vef Víkurfrétta auk myndskeiðs frá tónleikunum. Slagverksleikarinn Magnús Már. Jón blæs hér í saxófóninn en á myndinni að ofan er hann ásamt stórum hópi tónlistarmanna sem kom fram með honum. Karl Snorri plokkar bassann á tónleikunum. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, rakti námsferil útskriftarnemendanna við tilefnið og óskaði þeim til hamingju með áfangann.
18 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Hljómsveitin Demo.

Að berjast við vindmyllur

Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum. Linda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags VG á Suðurnesjum.

Vald býr í orðum og orð ber að nota af ábyrgð og varkárni. Á það sérstaklega við hjá kjörnum fulltrúum sem vinna í þágu fólksins. Það er ekki hægt að segja að ábyrg og vel upplýst umræða hafi verið höfð að leiðarljósi hjá ákveðnum kjörnum fulltrúum undanfarið í garð flóttafólks og fólks sem leitar hér alþjóðlegrar verndar. Að kjörnir fulltrúar ríkis og sveitarfélaga leyfi sér að fara fram með villandi upplýsingar og sögusagnir að vopni þegar kemur að málefnum þessara hópa er algjörlega óboðlegt. Kjörnum fulltrúum ber að kynna sér málin faglega og ræða út frá staðreyndum. Enda starfa þeir eftir lögum og siðareglum kjörinna fulltrúa og eiga að gæta háttvísi og almannahagsmuna í hvívetna. Einnig ber okkur samkvæmt lögum um málefni innflytjenda, (nr. 116/2012) að stuðla að samfélagi þar sem öll geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Innan þessa lagaramma kemur auk þess skýrt fram að upplýsingum um málefni innflytjenda skal miðlað án fordóma. Málflutningur sem byggir á upplýsingaóreiðu gagnvart minnihlutahópum, sem þurfa oftar en ekki að berjast fyrir sinni tilvist, getur haft slæmar afleiðingar í för með sér og jafnvel ýtt undir frekari fordóma og neikvæða þjóðernishyggju í samfélaginu. Vissulega eru mörg krefjandi verkefni hér á Suðurnesjum en það er til fyrirmyndar hvernig Reykjanesbær, og þær stofnanir sem hér eru, hefur staðið að móttöku flóttafólks og innflytjenda almennt, öðrum sveit-

arfélögum til eftirbreytni. Enda hrekur forsvarsfólk bæjarfélagsins og stofnana þessar flökkusögur auðveldlega með staðreyndum og þekkingu sinni á málefninu. Þá er sveitarfélögum sem taka á móti flóttafólki og fólki í leit að alþjóðlegri vernd sífellt að fjölga sem er mikið réttlætismál þegar kemur að móttöku þessara hópa.

Nú þegar innflytjendur eru um 30% íbúa hér á Suðurnesjum er enn ríkari ástæða til að gera vel og vinna áfram að inngildingu og samlögun okkar allra, í því felst mikill menningarauður. Okkur ber samfélagsleg skylda til að taka vel á móti og hlúa að öllu því fólki sem hingað kemur og bjóða það velkomið í okkar samfélag. Það er fullkomlega eðlilegt að það taki fólk tíma að kynnast og samlagast íslenskri menningu, sérstaklega hjá fólki sem hefur alist upp á fjarlægum slóðum. Sum hafa jafnvel aldrei séð sundlaug og það er gott að hafa í huga að sundlaugamenningar eru ólíkar eftir því hvar þú ert í heiminum og svona mætti lengi telja. Okkar hlutverk er að sýna fólki af erlendum uppruna þolinmæði og umburðarlyndi, þannig hjálpum við því að kynnast gildum íslensks samfélags.

Það er gott að hugsa hvernig við viljum láta koma fram við okkur þegar við flytjum erlendis. Ekki viljum við að neikvætt fordómafullt viðmót mæti okkar unga fólki sem fer erlendis á íþróttastyrkjum eða sem skiptinemar og námsfólk.

Hvað þá þeim hópi sem flyst búferlum í von um betri tíð í öðru landi. Þegar upp er staðið erum

við ekkert ólík öðrum, við erum fjölbreytt flóra fólks með allskonar langanir, áhugamál og styrkleika alveg eins og hver annar jarðarbúi. Heimsmyndin er breytt og jú, það hefur gerst á ógnarhraða. Það er ekki langt síðan við eyjaskeggjar lengst norður í Atlantshafi vorum einsleitt samfélag en í dag erum við fjölmenningarsamfélag þar sem ólík menning þrífst og sú fjölbreytni hefur glætt íslenskt samfélag enn meira lífi og auðgað íslenska menningu.

Oft finnst okkur sem stöndum fyrir upplýstri umræðu eins og við séum að berjast við vindmyllur knúnar af útlendingaandúð, hræðslu, vanþekkingu og fordómum. Það þarf að stíga næstu skref svo hægt sé að skapa málefnalega og upplýsta umræðu byggða á faglegri þekkingu. Við þurfum rannsóknir á málefnum fólks af erlendum uppruna og við þurfum að hlusta á sérfræðinga og fólk með þekkingu og reynslu af því að vera innflytjendur eða flóttafólk.

Það er skýlaus krafa að kjörnir fulltrúar og auðvitað við öll byggjum málflutning okkar á staðreyndum, rannsóknum og sérfræðiþekkingu. Stöndum saman og verjum viðkvæma hópa sem hingað koma í leit að friði, skjóli og mannsæmandi lífi. Hjálpumst að við að gera daga þeirra bærilega þrátt fyrir áföll, sárar minningar og söknuð til heimalands, ættingja, vina og heimilis. Fræðum unga fólkið okkar um mismunandi menningarheima, sýnum gott fordæmi og komum fram eins og við viljum láta koma fram við okkur.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Heilsuleikskólinn Garðasel - Deildarstjóri

Heilsuleikskólinn Heiðarsel - Sérkennari

Leikskólinn Holt - Leikskólakennari

Njarðvíkurskóli - List- og verkgreinakennari

Tjarnarsel - Aðstoðarmatráður

Háaleitisskóli

Kennari á miðstigi

Kennari í nýsköpun

Starfsfólk skóla

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

verður haldinn við Ytri-Njarðvíkurkirkju 30. maí - 1. júní.
Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á timarit.is víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 19

sport

Linli Tu

skoraði sigurmarkið gegn Selfossi

Keflavík fór með sigur af hólmi þegar liðið tók á móti Selfossi í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna á gervigrasinu Reykjanesbæ síðastliðið mánudagskvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum en hin kínverska Linli Tu sá til þess að Keflavík tók öll stigin þegar hún skoraði sigurmarkið.

Keflavík hafði ágætis tök á leiknum og náði að stöðva alla sóknartilburði gestanna þótt þeir hafi pressað nokkuð stíft síðustu mínúturnar. Það voru hins vegar Keflvíkingar sem voru óheppnar að skora ekki annað mark þegar yngsti leikmaðurinn á vellinum, Alma Rós Magnúsdóttir, átti góða sendingu á Elfu Karen Magnúsardóttur í teig Selfoss. Elfa tók boltann viðstöðulaust og skaut bylmingsskoti sem hafnaði í þverslánni.

Þótt Alma Rós sé aðeins fimmtán ára gömul hefur hún sýnt að hún á fullt erindi í efstu deild kvenna. Hún var í fyrsta sinn í byrjunarliði þegar Keflavík bar sigurorð á Selfossi. VF/Hilmar Bragi

Það var jákvæður bragur á leik Keflvíkinga, öflugur varnarleikur skóp sigurinn en Selfoss náði varla að skapa sér færi í leiknum. Mark Keflvíkinga kom þegar þær unnu boltann á miðjum vellinum, sóttu hratt og boltinn barst til Linli

Tu sem sá að markvörður Selfyssinga var staðsettur framarlega. Linli lét þá bara vaða af dágóðu færi og varnarlaus markvörðurinn gat ekkert aðhafst nema horft á boltann svífa yfir sig og í netið (34').

Sextán liða bikarúrslit kvenna um næstu helgi

Bæði Keflavík og Grindavík eiga leiki fyrir höndum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna um næstu helgi.

Keflvíkingar fá Þór/KA í heimsókn á laugardag og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Grindavík fer til Eyja á sunnudag og mætir þar Bestu deildarliði ÍBV klukkan 14:00.

Grindvíkingar á góðri siglingu

Óskar Örn Hauksson í hættulegu færi í leik Grindavíkur og Njarðvíkur. VF/Hilmar Bragi

Grindvíkingar eru heldur betur að gera góða hluti á knattspyrnuvöllunum þessa dagana en bæði lið félagsins eru komin áfram í bikarkeppnum KSÍ.

Karlalið Grindavíkur vann frábæran sigur á Val í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrir skemmstu og mæta eru einu fulltrúar Suðurnesja í átta liðu úrslitum þar sem Grindvíkingar mæta KA fyrir norðan þann 6. júní.

Grindavík fylgdi bikarsigrinum eftir með 1:0 sigri á Njarðvík í Suðurnesjaslag Lengjudeildarinnar síðasta mánudag. Leikurinn var mikill baráttuleikur en heimamenn í Grindavík voru sterkari aðilinn og sigur þeirra

sanngjarn. Það var Marko Vardic sem skoraði úrslitamarkið og það var af dýrari kantinum. Stórglæsilegt skot utan teigs sem hafnaði í bláhorninu án þess að Robert Blakala ætti nokkurn möguleika á að koma höndum á boltann.

Úr sigurleik Grindavíkur á Haukum í annarri umferð Mjólkurbikars kvenna.

Mynd: Petra Rós

KEFLAVÍK OG VALUR SKILDU JÖFN

Keflvíkingar fengu það erfiða hlutskipti að mæta Völsurum í næsta leik þeirra eftir tapleikinn gegn Grindavík í bikarnum og bjuggust flestir við því að Valur myndi valta yfir Keflavík.

Það gekk hins vegar ekki eftir og

Keflvíkingar sóttu stig í markalausu jafntefli á Hlíðarenda þegar liðin

mættust í Bestu deild karla síðasta sunnudag.

Eins og við var að búast sóttu heimamenn meira í leiknum en vel skipulögð vörn Keflvíkinga stóðst álagið og náði að stöðva alla sóknartilburði Vals. Mathias Rosenörn varði mjög vel þegar þess þurfti en heilt yfir átti vörn Keflavíkur góðan dag og á hrós skilið fyrir vinnusemi og agaðan varnarleik.

Með smá heppni hefðu Keflvíkingar getað stolið sigrinum í lokin en það gekk ekki eftir. Marley Blair sýndi fína takta í leiknum og var einna hættulegastur í framlínu Keflavíkur þegar þeir sóttu hratt. Þetta var fyrsta stig Keflvíkinga í síðustu fimm umferðum og situr liðið nú í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig eftir átta umferðir.

Marley Blair í leik gegn HK. Vörnin hjá Keflavík var þétt gegn Val. VF/JPK

Guðfaðir grindvískrar knattspyrnu

Jónas er fæddur og uppalinn í Sandgerði. „Ég er fæddur árið 1956, ólst upp í norðurbænum svo það sé skýrt tekið fram en það var alltaf mikill rígur á milli norðurhluta Sandgerðis og suðurhlutans.

Æskuminningarnar snúast mikið um fótbolta og ég var snemma byrjaður að vinna eins og tíðkaðist þá. Ég hjólaði allt en skólinn var í suðurhlutanum, það var dágóður spölur fyrir mig að komast í skólann en ég hjólaði alla daga, alveg sama hvernig viðraði. Eftir að ég flutti til Grindavíkur, og hóf störf árið 1981 á skrifstofunni hjá Þorbirni, hef ég alltaf hjólað í vinnuna. Líklega er ég haldinn einhverri hjólafíkn en ég hef alltaf haft áhuga á hreyfingu. Ég æfði og keppti með Reyni Sandgerði upp alla yngri flokka og árgangurinn var mjög góður, við spiluðum t.d. úrslitaleik 1970 á Melavellinum við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í

4. flokki. Við vorum í riðli með Breiðablik, FH, Keflavík, Stjörnunni og öllum sterkustu liðunum og unnum t.d. Víði Garði 14:0 og ég skoraði sjö mörk í leiknum en ég var framherji og skoraði mikið af mörkum. Árið 1973 var ég byrjaður að spila með meistaraflokki og við spiluðum úrslitaleik við Ísafjörð um sæti í næstefstu deild, sömuleiðis á Melavellinum. Töpuðum 1:0. Ísfirðingar geta þakkað elsta og besta leikmanninum á vellinum, Birni Helgasyni frænda mínum sem þá var 38 ára gamall. Það var mikil hefð fyrir fótbolta í Sandgerði, miklu meiri en í Grindavík en ég sá það þegar ég flutti hingað árið 1974. Líklega kom þessi sterka fótboltahefð frá Færeyjum en það voru mikil vinatengsl við VB í Færeyjum og margir flottir fótboltamenn fluttu þaðan til Sandgerðis. Svo skemmdi líka ekki fyrir hvað Keflavík var nálægt en ég hafði gífurlegan áhuga á fótbolta, horfði á margar æfingar hjá Keflavík þegar Joe Hooley þjálfaði liðið 1973 en Keflvíkingar voru með yfirburðarlið á þessum tíma. Þvílíkur áhugi, ég tók rútuna sem þá gekk á milli Keflavíkur, Garðs og Sandgerðis og horfði á þessa snillinga æfa en þarna er ég fimmtán,

sextán ára gamall. Á þessum tíma voru komin flóðljós á malarvöllinn í Keflavík og við spiluðum marga æfinga- og mótsleiki í yngri flokkum yfir veturinn í misgóðum veðrum.“

Örlögin drógu Jónas til Grindavíkur

Jónas fékk ungur áhuga á smíðum og hjálpaði Binna bróður sínum (Benóný Þórhallsson, útgerðarmaður í BESA sem á Dúdda Gísla GK-48) að byggja hús í Grindavík þegar örlögin bönkuðu upp á. „Binni bróðir var að byggja hús í Grindavík upp úr 1970 og ég hjálpaði honum, var því mikið í Grindavík á þeim tíma og kynntist konunni minni, Dröfn Vilmundardóttur 1973. Ég flutti til Grindavíkur 1974 og við bjuggum fyrst hjá tengdaforeldrum mínum en við festum síðan kaup á lóð á Selsvöllum 20 árið 1975, byrjuðum að byggja vorið 1976 og fluttum inn í desember 1977. Ég var að aðstoða smiðina, lét aðra sjá um pípulögn, rafmagn og múrverk. Um leið og ég flutti til Grindavíkur byrjaði ég að æfa með Grindavík og vann þá við smíðar á sumrin, fyrst hjá Þórði Waldorff og svo hjá Guðmundi Ívarssyni sem síðar stofnaði trésmíðaverkstæðið Grindina ehf. Á þeim tíma tíðkaðist ekki að æfa fótbolta yfir veturinn nema innanhúss á parketi. Ég var á sjónum allt til ársins 1979. Byrjaði á sjó haustið

1973 á Ljósfara ÞH 40 með Ómari

Einarssyni frænda mínum, fór síðan á Grímseying GK 605 með Willard Fiske Ólasyni, var svo þrjár vertíðir á loðnu með Hrólfi Gunnarssyni á aflaskipinu Guðmundi RE 29, tók eina vertíð

1979 á Kóp GK 175 sem annar stýrimaður en þar var Jóhannes Jónsson skipstjóri. Vertíðin gekk vel og við vorum aflahæstir. Þegar ég hugsa til baka þá skil ég nú ekki alveg hvernig ég gat þetta, bæði unnið við smíðar og byggt eigið hús, spilað fótbolta, verið á sjó á veturna, eignast Ástrúnu mína árið

1976. Þetta hefði ekki verið hægt nema eiga yndislega konu en hún Dröfn mín var einstök kona.

Ég sver það, ég skalf á hnjánum rétt áður en flautað var til leiks en um leið og leikurinn byrjaði þá róuðust taugarnar. Ég var aftastur og skoraði glæsilegt mark með langskoti og við unnum 2:1 og komumst upp í efstu deild ...

Eins og ég nefndi, hefð fyrir fótbolta í Grindavík var ekki mikil þegar ég flutti þangað og við þurftum að gera allt sjálfir má segja, merkja völlinn o.s.frv. en Grindavík var á þessum tíma í SVriðli þriðju deildarinnar. Við vorum ekkert sérstaklega góðir þegar ég kom en ég var heppinn því það var fullt af ungum og efnilegum leikmönnum að koma upp, bræðurnir Siggi, Jobbi og Einar Jón, Krilli, Raggi Eðvalds, Pétur Páls, Gústi

Ingólfs, Steini Símonarson, Svanur Sigurðsson o.fl. Við urðum betri og betri og árið 1977 tók Haukur Hafsteinsson við þjálfun liðsins og Sigurður G. Ólafsson stjórnaði deildinni og við komumst alla leið í úrslit. Haukur kom með mikla fagmennsku úr Keflavík og við nutum góðs af því. Það varð til góður kjarni í Grindavík á þessum tíma og við vorum alltaf í baráttunni um að komast upp í næstefstu deild. Við vorum sömuleiðis mjög góðir í innanhússfótbolta en hann var mjög vinsæll á þessum tíma. Mér er minnisstæður úrslitaleikur í Laugardalshöllinni 1980 við Víði Garði um að komast í efstu deild en höllin var full, rúmir þrjú þúsund áhorfendur því næsti leikur á eftir var úrslitaleikur á milli ÍA og Vals um Íslandsmeistaratitilinn. Ég sver það, ég skalf á hnjánum rétt áður en flautað var til leiks en um leið og leikurinn byrjaði þá róuðust taugarnar. Ég var aftastur og skoraði glæsilegt mark með langskoti og við unnum 2:1 og komumst upp í efstu deild. Ferli mínum sem leikmaður lauk 1984 en þá var ég einungis tuttugu og átta ára gamall. Ég hafði meiðst illa í Garði 1976, sleit krossbönd í hné og jafnaði mig í raun aldrei á þeim meiðslum og það sem fór líklega endanlega með mig var mjög stíft undirbúningstímabil hjá Kjartani Mássyni

eftir áramót fyrir 1983 tímabilið. Við æfðum þá m.a. í Njarðvík, byrjuðum á útihlaupi frá íþróttahúsinu í Njarðvík út að þar sem Duus-hús er núna, hlupum alla Hafnargötuna og Kjartan keyrandi fyrir framan. Svo var lyft og að lokum tekinn innanhússfótbolti kl. 23:30 og spriklað fram á nótt. Hnéð hreinlega þoldi ekki þetta álag og ég neyddist til að leggja skónum eftir næsta tímabil, 1984. Ég var ánægður með ferilinn, eitt af því eftirminnilegasta var þegar við Bjarni Ólason, markmaður, fórum haustið 1981 og æfðum með Arsenal í Englandi. Þarna vorum við í einn mánuð, æfðum með varaliðinu en borðuðum með aðalliðinu í hádeginu en þarna voru miklar stjörnur undir stjórn Terry Neill. Ég man að enska landsliðið, sem var að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik við Ungverja um hvort liðið kæmist á HM ‘82 á Spáni, æfði á æfingasvæði Arsenal og við gátum fylgst með. Þetta var mikið ævintýri. Ég reyndi tvisvar sinnum að fá Terry Neill til að þjálfa Grindavíkurliðið með aðstoð frá Halldóri Einarssyni í Henson en Terry var þá kominn í fjármálaviðskipti,“ segir Jónas.

„Ég vandi mig fljótt á, að tala alltaf við mann númer eitt hjá fyrirtækinu, ég skyldi alltaf komast alla leið upp á toppinn til að bera upp mitt erindi fyrir knattspyrnudeild UMFG, það gekk alltaf upp,“ segir Jónas Karl Þórhallsson sem af mörgum er kallaður guðfaðir grindvískrar knattspyrnu.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 21
Lið meistaraflokks Grindavíkur árið 1980. Jónas er fjórði frá vinstri í efri röð.

Stjórnarmennskan

Jónas hafði komið að stjórnarmennsku hjá knattspyrnudeild

UMFG á meðan hann var ennþá að spila. „Árið 1976 var síðasta útihátíðin við Svartsengi haldin og þá var ég byrjaður að vinna með Gunnari Tómassyni, formanni

UMFG, og Boga Hallgríms en þetta var áður en deildunum var skipt upp. Fram að þeim tíma hafði

UMFG séð um allar greinar en það var mikið gæfuspor þegar hver deild varð sjálfstæð og réði sínum málum. Ég var fljótlega kominn með puttana í starfið því ég eyddi miklum tíma með Sigurði G. Ólafssyni sem stjórnaði deildinni og ég kom svo inn í stjórn knattspyrnudeildar árið 1979, var ritari til að byrja með.

1979 tók ég að mér sölu á getraunum og salan fór upp í hæstu hæðir, um 34 þúsund raðir. Ég setti upp sölukerfi og fór í öll fyrirtæki, setti getraunaseðla í verslanir og linnti ekki látum fyrr en flestir voru búnir að kaupa seðil. Ég var að smíða á þessum tíma og var alltaf með seðlana á mér, þegar ég hitti einhvern seldi ég viðkomandi seðil. Svo þurfti að gera þetta allt saman upp á hverju fimmtudagskvöldi, allt þurfti að stemma og þetta var mikil vinna. Svo þurfti að koma útfylltum seðlum ásamt peningunum til Íslenskra getrauna á hverjum föstudegi í Reykjavík, þessu var pakkað inn, teipað yfir og sent með rútunni frá versluninni Báru. Svona sá ég um þetta í fimm ár og getraunirnar voru langstærsti tekjuliðurinn okkar. Ég lét smíða tvo stóra auglýsingabúkka með skiltum beggja megin sem sýndu þegar potturinn var tvö- eða þrefaldur. Ég var í stjórn þegar ég var leikmaður, hætti að spila haustið 1984 og tók svo við formennsku árið 1986. Líklega er það eftirminnilegasta árið mitt sem formaður því það ár byggðum við bæði Gula húsið og tyrfðum fyrsta grasvöllinn sem í dag er æfingavöllur. Reyndar vildi ég helst ekki vera formaður en ég var mjög gæfusamur með mennina sem voru með mér í stjórn. Árið 1986 var ég formaður,

Gústi Ingólfs varaformaður, Pétur Páls ritari, Hermann Guðmunds gjaldkeri og Raggi Ragg og Hilmar Knúts meðstjórnendur. Svo voru fleiri með mér, Gunnar Vilbergs, Jón Guðmunds, Siggi Gunn, Bjarni Andrésar, Jón Þór, Jón Gísla svo einhverjir séu nefndir og þessi hópur stýrði málum næstu árin. Við vorum mjög samheldnir og líklega var það metnaðurinn sem dreif okkur áfram. Það var gífurleg gleði sem fylgdi því að komast loksins upp úr gömlu 3. deildinni en það tókst í lokaleiknum á grasvellinum okkar árið 1989, undir stjórn Guðjóns Ólafssonar, frænda míns úr Sandgerði, í suðvestan fimmtán vindstigum og mígandi rigningu.“

Upp í efstu deild og

bikarúrslit árið 1994

Jónas er á því að tímabilin 1989 og 1994, þegar Grindavík vann sig upp um deild, og 2000, þegar fyrsti farseðillinn í Evrópukeppni kom, sé hápunkturinn á stjórnarferlinum.

„Okkur gekk upp og ofan fyrstu

árin í næstefstu deild en ég fann að við vorum á réttri leið. Við stigum stórt gæfuspor árið 1992 þegar

Milan Jankovic kom og spilaði

með okkur og tveimur árum síðar réðum við fyrrum liðsfélaga hans

hjá Osjek í Króatíu, Luka Kostic, sem spilandi þjálfara. Luka hafði

komið til Íslands nokkrum árum

fyrr sem leikmaður, fyrst með Þór

Akureyri og svo með ÍA þar sem hann sló algjörlega í gegn. Ég vissi að hann væri að verða kominn á aldur og hitti hann á hótelherbergi á Hótel Íslandi fyrir lokahóf Íslandsmótsins 1993 en þá var hann kosinn leikmaður ársins.

Hann sýndi strax áhuga og kom til Grindavíkur nokkrum vikum seinna og við náðum samningum. Kóli eins og hann var kallaður kom eins og stormsveipur inn í fótboltann í Grindavík og fljótlega sáum við að við myndum vera með sterkt lið þetta sumar enda kom það á daginn. Við unnum

2. deildina nokkuð örugglega og fórum eftirminnilega í gegnum hverja umferðina af fætur annarri í bikarkeppninni eftir vítaspyrnukeppni og mættum að lokum KRingum á Laugardalsvellinum í úrslitaleik. Við þurftum því miður að lúta í lægra haldi en mikið ofboðslega var þetta skemmtilegt tímabil og líklega það eftirminnilegasta sem ég hef upplifað. Kóli var bara með okkur eitt tímabil í viðbót. Við héldum sæti okkar í efstu deild nokkuð örugglega og

það voru mikil vonbrigði þegar hann yfirgaf okkur fyrir KR en lífið er of stutt til að vera í leiðindum. Við Kóli hittumst einhverjum árum síðar og sættumst. Eftir að hann fór tók Gummi Torfa við okkur og var í þrjú ár og oft skall hurð nærri hælum, við björguðum okkur tvisvar sinnum í lokaleik

Íslandsmótsins en mikið ofboðslega var mikið stuð á lokahófinu þá um kvöldið! Janko lagði skóna á hilluna haustið 1998 og tók við þjálfun liðsins 1999 og við náðum fljótlega góðum árangri, lékum alls sex leiki í Evrópukeppni, fjóra leiki undir stjórn Janko og tvo leiki undir stjórn Bjarna Jóhannssonar. Svo þegar öllu er á botninn hvolft er ég stoltur af árangri okkar og allri uppbyggingu íþróttamannvirkja. Ég tók mér einhverja pásu frá stjórnarstörfum, fór í varastjórn og kom svo aftur en sagði svo alveg skilið við formennsku í lok apríl 2018 eftir framhaldsaðalfund. Ég fylgist að sjálfsögðu áfram með mínum mönnum og mæti á völlinn. Ég er með stórt Reynishjarta og hef einnig verið að hjálpa til hjá mínu uppeldisfélagi, Reyni Sandgerði,“ segir Jónas.

Hvað hefði betur mátt fara?

„Ef ég á að nefna eitthvað sem mér finnst gagnrýnivert, er það viðhorf Grindavíkurbæjar gagnvart fótboltanum. Það hefur mikið breyst frá því að Eðvarð Júlíusson var forseti bæjarstjórnar á uppbyggingartíma okkar 1986. Hann sagði þessi orð: „Þennan eldmóð má ekki slökkva!“ Ég hef lengi haldið því fram að bærinn geti gert betur fyrir knattspyrnudeildina. Það er eins og stjórnendur bæjarins átti sig ekki á hversu miklu starfsemin skilar til baka í formi útsvars, svo ég tali nú ekki um forvarnargildið.

Við höfum alltaf verið með allar launagreiðslur uppi á borðum, launaframtalið er um 100 milljónir og því skilar útsvar sér til baka til bæjarins. Ég hefði viljað sjá miklu meiri framkvæmdir við fótboltavöllinn. Hópið er ekki með búnings- og klósettaðstöðu og starfsemin í Hópinu er á undanþágu vegna þess að hreinlætisað-

stöðu vantar. Við þurfum að láta gesta okkar fara á klósett í gámum á leikjum, það er nöturleg staðreynd finnst mér. Ég, ásamt öllum formönnum deilda UMFG, var ekki sammála byggingunni á félagsaðstöðu UMFG á sínum tíma. Af hverju var þetta ekki gert almennilega og í samráði við deildir UMFG? Tvær pínulitlar skrifstofur ásamt litlum sal leysti engan vanda knattspyrnudeildar. Félagsheimilið Festi var gefið án samþykkis allra deilda UMFG sem átti 20% í Festi og í staðinn var byggt sýnishorn af sal (Gjáin) sem á að sjá um alla viðburði í sorg og gleði fyrir íbúa Grindavíkur. Við áttum að halda Festi og stækka félagsheimilið, byggja við félagsheimilið, aðstöðu fyrir bæjarskrifstofur, bókasafn og tónlistarskóla. Þetta var allt teiknað þegar Jóna Kristín var bæjarstjóri. Ég vildi sjá bæinn byggja sunnanmegin við aðalvöllinn, byggingu sem við létum teikna 2016 sem tengist stúkunni og Hópinu og núverandi búningsklefum. Í þessari aðstöðu hefði verið hægt að leysa vanda ótal greina, t.d. aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun, golfhermi o.fl. Síðast en ekki síst átti þetta að leysa húsnæðisvanda leikmanna knattspyrnu- og körfuknattleiksdeilda en báðar deildir hafa þurft að eyða miklum peningum í húsaleigu á hverju ári. Ég hef stundum verið sakaður um að vera of stórhuga en í mínum huga þýðir ekkert annað. Það er bara ein leið, alla leið! Þangað stefndi ég. Úr

neðstu deild með einn malarvöll, upp í efstu deild og Evrópukeppni með aðstöðu sem knattspyrnudeildin byggði upp í sjálfboðavinnu ásamt bæjaryfirvöldum og styrktaraðilum. Fótboltinn hefur alltaf þurft að berjast fyrir bættri aðstöðu. Við þurfum að fá til baka 100% virðisaukaskatt af vinnu og efni frá ríkinu vegna uppbyggingu íþróttamannvirkja. Hér eru hugsjónir, lýðheilsa og almannaheill undir. Hver getur verið á móti þeim gildum? Ríkisstjórnin samþykkti nýlega frumvarp til að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35%. Hver er munurinn á þessum tveim málum?

Í dag eru nágrannar okkar í Reykjanesbæ í sóknarhug og ætla að byggja upp fyrir milljarða við Reykjaneshöllina, einnig eru mikil áform í Suðurnesjabæ. Á sama tíma forðast bæjarfulltrúar Grindavíkurbæjar að eiga samtal við þá sem hafa reynslu og þekkingu á rekstri sjálfboðastarfs. Í dag eru glæpagengi og eiturlyf að vaða yfir okkar samfélag. Íþróttir eru sverð og skjöldur til varnar þeirri vá. Grindavík á tvær skrautfjaðrir sem seint verða af samfélaginu teknar. Það er annars vegar sjómennska, fyrr og nú, og hins vegar öflugur íþróttabær. Íþróttalíf blómstar ekki af sjálfu sér og þá þarf góð aðstaða að vera til staðar. Aðstaða sem laðar að og heldur í fagfólk, aðstaða sem um leið elur upp fagfólk.“

Ég setti upp sölukerfi og fór í öll fyrirtæki, setti getraunaseðla í verslanir og linnti ekki látum fyrr en flestir voru búnir að kaupa seðil ...
Gunnar Vilbergsson, Dagbjartur Einarsson og Jónas á góðri stundu í gula húsinu, þegar Dagbjartur var gerður að stuðningsmanni númer eitt hjá knattspyrnudeild UMFG. Fjórði flokkur Reynis, Jónas er annar frá vinstri í neðri röð.
22
Jónas var kosinn besti leikmaður Grindavíkur árið 1981, hér er hann að afhenda Guðmundi Kristjánssyni, einum þekktasta útgerðarmanni landsins, sömu nafnbót fyrir árið 1982.
//
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Dröfn var einstök kona – framtíðin

Það var ekki hægt að enda viðtalið við þessa goðsögn án þess að ræða um lífsförunaut Jónasar en Dröfn Vilmundardóttir þurfti því miður að játa sig sigraða í baráttunni við krabbamein en hún lést þann 13. janúar 2023. „Dröfn stóð þétt við hliðina á mér allan tímann. Ég hefði aldrei getað áorkað því sem ég náði að áorka nema með fullum stuðningi hennar. Gleymum því líka ekki að ég fluttist til Grindavíkur vegna hennar, ég kynntist henni þegar ég var að hjálpa Binna bróður að byggja. Með okkur tókust ástir og við litum aldrei um öxl. Eignuðumst þrjú yndisleg börn, Ástrún fæddist árið 1976, Gerður Björk árið 1982 og Vilmundur árið 1988, auk þess eru barnabörnin orðin sjö. Dröfn var mér alltaf stoð og stytta í öllu tengdu fótboltanum. Þegar við vorum að spila á gamla malarvellinum og bílarnir voru á hliðarlínunni þá voru Dröfn og aðrar eiginkonur leikmanna að

selja kaffi inn í bílana og þegar Gula húsið opnaði 1986 voru ófáar vinnustundir þessara frábæru kvenna. Við skipulögðum hlutina þannig að það voru alltaf konur í Gula húsinu. Þegar voru æfingar hjá meistaraflokknum voru þær klárar með kaffi og veitingar eftir æfinguna og svo ég tali nú ekki um á leikdegi, alltaf te og rist fyrir leik og svo alvöru máltíð eftir leikina.

Þetta hefði ekki verið hægt án aðkomu þessara stórkostlegu kvenna og sá Dröfn lengi vel um að halda utan um vaktirnar og manna þær.

Auðvitað fór ofboðslegur tími hjá mér í allt tengt fótboltanum og aldrei heyrði ég kvart eða kvein frá Dröfn minni. Hún studdi mig í einu og öllu og ef eitthvað lenti aukalega á henni varðandi heimilishaldið, einfaldlega bætti hún við tönn. Við vorum alltaf mjög samstíga og hún var alltaf inni í öllum málum, t.d. hvort við værum að spá í þessum eða hinum leikmanninum.

Auðvitað eru straumhvörf í mínu lífi núna, að missa klettinn minn en svona er einfaldlega lífið,

það þýðir ekkert að leggjast í kör og væla. Ég ætla að jafna mig á þessu og svo heldur lífið áfram. Mig langar að búa í heitara loftslagi á veturna og sé fyrir mér að kaupa hús á Spáni ásamt börnunum mínum og verja vetrinum þar. Það er mikil hjólamenning á Torrevieja-svæðinu, þar er fólk að hjóla upp í fjöllin, ég hef gaman að hjóla og fara í fjallgöngur. Ég hef alveg látið golf eiga sig en ákvað að prófa aðeins síðasta sumar, ég er alveg viss um að golfið muni henta mér vel og stefni á að ná tökum á þessari skemmtilegu íþrótt. Ég reyni ávallt að hafa gaman af því sem ég tek mér fyrir hendur og hafa nóg að gera. Við eigum að þakka fyrir hvern dag sem við fáum að lifa hér á jörðu og sjá björtu hliðar lífsins með kærleika í hjarta.“

Farðu alla leið

„Ég verð í lokin að minnast á tónlistaráhuga minn en þjóðþekktir tónlistarmenn eru í báðum ættliðum. KK (Kristján Kristjánsson í KK sextett) og pabbi, Þórhallur

Gíslason, voru systrasynir, fæddir í Syðstakoti rétt sunnan við Sandgerði. Í móðurætt, (móðir mín Ástrún Jónasdóttir er frá Súðavík)

eru Björn Helgason, fyrsti landsliðsmaður Ísfirðinga í fótbolta, og ég systrasynir en Björn er pabbi Helga Björns. Einnig eru Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir, og Reynir Guðmundsson, söngvari í Saga Class, náskyldir mér. Tónlist má ekki vanmeta og hefur alltaf verið stór partur af starfsemi knattspyrnudeildarinnar. Við höfum haldið fjáröflunarböll, lokahóf, herrakvöld, Bacalao-mót og Þorrablót. Þá hefur komið sér vel að þekkja til tónlistarmanna og Helgi frændi minn hefur í ófá skiptin komið og skemmt. Ætli sé ekki við hæfi að ég endi þetta viðtal á broti úr texta frá Helga frænda: „Farðu alla leið!“

Dröfn stóð þétt við hliðina á mér allan tímann. Ég hefði aldrei getað áorkað því sem ég náði að áorka nema með fullum stuðningi hennar. Gleymum því líka ekki að ég fluttist til Grindavíkur vegna hennar ...

Tillaga að deiliskipulagi:

Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli

Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli.

Breyting deiliskipulagsins nær yfir svæði fyrir nýtt aðgangshlið að öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Hliðið verður staðsett nærri gatnamótum Þjóðbrautar og Grænásbrautar í Reykjanesbæ. Helstu breytingar eru að afmarka nýjan byggingarreit og svæði fyrir vegi og bílastæði.

Deiliskipulagstillagan er aðgengileg á samráðsgátt stjórnvalda (samradsgatt.is), frá og með 19. maí 2023. samradsgatt. island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3473

Nánari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi öryggissvæða Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrui@lhg.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila má skriflegum athugasemdum í gegnum Samráðsgáttina, með bréfi til Landhelgisgæslu Íslands b.t. Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 262 Keflavíkurflugvöllur eða með því að senda tölvupóst á netfangið skipulagsfulltrui@lhg.is. Frestur til að gera athugasemdir er til 30 júní 2023.

Jónas við teikningar sem gerðar voru árið 2016, af uppbyggingu við knattspyrnuvöllinn. Jónas í leik með Grindavík.
víkur
á S uður NESJ u M // 23
Jónas með Dröfn sér við vinstri hlið, Helga Björns næstan sér til hægri og annan frænda þar við hliðina, Þórhall Benónýsson.
F r É ttir

Í ökkla eða eyra

Enn og aftur voru það ungmenni af Suðurnesjunum sem sköruðu fram úr í hinni árlegu keppni milli grunnskóla landsins í Skólahreysti. Heiðarskóli sigraði og Holtaskóli hlaut svo annað sætið sem er stórglæsilegur árangur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skólar af Suðurnesjunum standa sig vel í þessari keppni og í raun hefur árangur skólanna hérna fyrir sunnan vakið verðskuldaða athygli. Þetta er gjörsamlega frábært og eitthvað sem við getum verið afar stolt af.

Þrátt fyrir þessar jákvæðu fréttir er staðreyndin samt sú að tíunda hvert barn í grunnskólum landsins þjáist af offitu. Hlutfallið í Reykjanesbæ er yfir meðaltali skv. nýjustu tölum frá heilsuvernd skólabarna. Offita er nokkuð algengari hjá börnum utan höfuðborgarsvæðisins og hafa ákveðnir þættir áhrif eins og t.d. verra aðgengi að ferskvöru, minna úrval af hreyfingu fyrir börnin, lægra menntunarstig og meiri fátækt. Þetta eru afar slæm tíðindi og ástandið er mun verra hjá drengjum einhverra hluta vegna. Brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi er svo það mesta sem gerist á Norðurlöndunum en mun líklegra er að drengir flosni úr námi en stúlkur. Ungum karlmönnum í hópi öryrkja hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum en flestir þessara karlmanna eru metnir sem öryrkjar vegna geð -

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON

raskana. Hverjir eru áhrifaþættirnir? Skortur á hreyfingu og heilbrigðu líferni? Úrelt grunnskólakerfi sem hentar engan veginn árið 2023? A.m.k. verðum við að fara að grípa í taumana og bregðast við með einhverjum aðgerðum. Eitt getum við í Reykjanesbæ gert strax, það er að standa undir nafni sem íþróttabær og setja í gang eitt allsherjar átak til þess að laða fleiri börn í íþróttastarfið okkar. Byrja á grunninum, fjárfesta mun meira í ungviðinu. Stefnan okkar og breytingar á grunnskólakerfinu eru svo mun stærri umræða sem við sem þjóð verðum að fara að tækla í eitt skipti fyrir öll!

Að mínu mati getum við gert miklu betur í að laða krakka að íþróttastarfi og halda þeim þar lengur. Rannsóknir sýna að virk þátttaka í skipulögðu íþrótta- og

æskulýðsstarfi skilar miklum árangri í forvarnarstarfi til að bæta andlega og líkamlega heilsu barna. Ekki veitir af.

Skipa starfshóp um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt samhljóða að skipa starfshóp sem er falið að koma með tillögur til bæjarráðs um úrvinnslu þeirra tillagna sem nýlega voru kynntar fyrir bæjarstjórn um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja og -svæða í Reykjanesbæ. Starfshópinn skipa: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S), Margrét A. Sanders (D), Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Milljarðaframkvæmdir vegna myglu

Framkvæmdir við skólahúsnæði víða í Reykjanesbæ vegna mygluskemmda standa yfir en þær kosta marga milljarða króna. Þurft hefur að flytja kennslu í annað húsnæði í bæjarfélaginu. Í Myllubakkaskóla var sett upp bráðabirgðarhúsnæði sem hefur verið notað til kennslu. Hér má sjá flutningabíl koma þangað með mikið af timbri á framkvæmdastað.

Mundi

Er þetta veður ekki líka myglað...???

Sumarsláttur hafin þrátt fyrir kalsatíð

Starfsmenn Reykjasbæjar hófu slátt í vikunni og mátti sjá þá víða um bæinn. Veðurguðirnir hafa haft slæm áhrif á sprettu sem hefur verið minni en venjulega er. Eins og sjá má á myndinni er sláttumaðurinn klæddur eins og um miðjan vetur, í regn- og vindgalla og með höfuðfat sem hlífir öllu höfði og andliti nema augum. VF-mynd/pket