Njarðvíkingurinn flaug þyrlunni til gamla heimabæjarins
Njarðvíkingurinn Þórarinn Ingi
Ingason, flugstjóri á þyrlum Landhelgisgæslunnar flaug TF GRÓ til gamla heimabæjar síns, Njarðvíkur, í tilefni minningarstundar sem haldin var í Ytri-Njarðvíkurkirkju síðasta sunnudag um þá sem hafa látist í umferðarslysum. Tóti flaug yfir gamla skólann sinn, Njarðvíkurskóla, og sagði að það hefði ekki annað komið til greina en að hann myndi fljúga þyrlunni til Reykjanesbæjar. Nánar um minningarstundina á bls. 2. VF/pket.
Vinna við uppsetningu jólaskreytinga í Reykjanesbæ hófst fyrr í mánuðinum.
Grindvísk börn finna enn fyrir afleiðingum neyðarflutninga
Börn sem neyddust til að yfirgefa heimili sín í Grindavík í nóvember 2023 vegna jarðhræringa á Reykjanesi meta lífsánægju sína lakari en jafnaldrar annars staðar á landinu. Þetta sýna nýjar niðurstöður fræðimanna við Háskóla Íslands sem kynntar voru á málþingi í Háskóla Íslands í vikunni.
Rannsóknin er hluti af Íslensku æskulýðsrannsókninni, sem lögð er árlega fyrir nem-
endur í 6.–10. bekk. Í ár var bætt við sértækum spurningum til barna úr Grindavík til að meta áhrif neyðarflutninganna á líðan þeirra. Niðurstöðurnar sýna að börnin upplifa minni lífsánægju, veikari tengsl við skóla og meiri skólasóknarvanda en jafnaldrar. Þau finna oftar fyrir depurð, kvíða, höfuðog magaverkjum og eru lítillega líklegri til að hafa neytt áfengis eða vímuefna. Stúlkur meta líðan og félagsleg tengsl síðri en drengir.
Áhrifin virðast óháð efnahagslegri stöðu fjölskyldna.
Fræðimennirnir að baki rannsókninni telja að rýming Grindavíkur hafi haft djúpstæð og víðtæk áhrif á börnin og leggja áherslu á að velferð þeirra verði í forgrunni viðbragða við náttúruhamförum. Þá sé brýnt að tryggja samþætta þjónustu og áframhaldandi ráðgjöf fyrir börn, foreldra og starfsfólk. Unnið er að fræðigrein um niðurstöðurnar.
Umferðin er sameiginlegt samfélagsverkefni
Vel sótt minningarstund í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Tóti Njarðvíkingur lenti þyrlunni fyrir framan kirkjuna
Það var vel við hæfi að Njarðvík ingurinn Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri á þyrlu Landhelgisgæslunnar flygi suður með sjó en hann lenti henni svo fyrir framan Ytri-Njarðvíkurkirkju áður en minningarstund um fórnarlömp umferðarslysa fór fram í kirkjunni síðasta sunnudag.
Það gustaði vel á nærstadda þegar Tóti lenti þyrlunni en flugstjórinn flaug yfir Njarðvíkurskóla á leiðinni en þar stundaði drengurinn sitt grunnskólanám. Fjölmenni mætti á minningarstundina sem fór fram í kirkjunni. Hún hófst á slaginu tvö þegar
„I think of angels“ eftir KK en lagið var spilað á öllum útvarpsstöðum landsins á sama tíma og er einkennislag þessa minningardags sem haldinn er árlega. Í kirkjunni mátti sjá lögreglu- og sjúkraliðsfólk, félaga úr björgunarsveitum auk fleiri gest.a Séra Helga Kolbeinsdóttir sagði frá tilurð dagsins og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ flutti ávarp og sagði m.a.: „Umferðin er sameiginlegt samfélagsverkefni. Þar byggir öryggið á samkennd, tillitsemi og virðingu,“ sagði bæjarstjórinn.
Aðstöðumálum „verulega ábótavant“
Íþrótta- og tómstundaráð Suðurnesjabæjar hvetur bæjarstjórn til að „huga betur að íþrótta- og tómstundastarfi“ í áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2026 (mál nr. 2509061).
Í bókun ráðsins kemur fram að aðstöðumálum í sveitarfélaginu sé „verulega ábótavant“ og að mikilvægt sé að skoða vel þær tillögur sem félagasamtök hafa lagt fram. Ráðið segir tækifærin sannarlega fyrir hendi og að nú þurfi að grípa
þau til að styrkja íþrótta- og tómstundastarf í bænum.
Ráðið beinir því til bæjarstjórnar að þessi sjónarmið verði lögð til grundvallar í næstu skrefum fjárhagsáætlunargerðar.
thai heilsunudd Ný nuddstofa í Hólmgarði 2 Keflavík
venjulegt nudd, svæða nudd, heitsteinanudd og olíunudd.
Tímapantanir í s. 764-4224
OPIÐ:
Þriðjudaga kl. 15:30-20:00
Fimmtudaga kl. 15:30-20:00
Föstudaga kl. 12:30-20:00
Laugardaga kl. 12:30-20:00
Sunnudaga kl. 12:30-20:00
Lokað mánud. og miðvd.
KSK áfram öflugur þátttakandi
Garðar Newman stjórnarmaður í KSK og fulltrúi félagsins í stjórn Dranga sagði frá uppbyggingu þess og starfsemi. Stefnt er að því að Drangar verði skráð á hlutabréfamarkað árið 2027. Kaupfélagið er 80 ára í ár, stofnað 13. ágúst 1945. Í tilefni af því flutti Eysteinn Eyjólfsson, varaformaður stjórnar erindi um
Suðurnesja og komið víða við. Í nýrri stefnu félagsins sem kynnt var á aðalfundi í vor ætlar Kaupfélagið að halda því áfram þótt með öðrum hætti verði en áður. Það hefur verið venja á haustfundum fulltrúaráðs að veita styrki til góðra málefna á svæðinu og varð engin breyting á því. Að þessu sinni hlaut Velferðarsjóður Suðurstjórnarmaður í sjóðnum, honum viðtöku. Velferðarsjóðurinn styður við efnalitlar barnafjölskyldur á svæðinu, greiðir fyrir skólamat, tómstundir og fleira. Að loknum hefðbundnum fundi fluttu nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar nokkur lög en síðan bauð Kaupfélagið fundarmönnum til kvöldverðar.
Kvennakór Suðurnesja opnaði minningarstundina þegar hann söng i think of angels.
Kjartan Már bæjarstjóri og fleiri heilsuðu upp á Þórarin flugstjóra. VF/pket.
Fjölmargir viðbragðsaðilar á Suðurnesjum mættu á stundina og í myndatöku.
Velferðarsjóður Suðurnesja hlaut einnar milljón króna styrk og veitti Guðbjörg Kristmundsdóttir, stjórnarmaður í sjóðnum, honum viðtöku frá Sigurbirni Gunnarssyni.
Sköpum minningar um jólin
Verið velkomin
í A4 Reykjanesbæ, Hafnargötu 27a.
Opið virka daga 9 - 18, og laugardaga 10 - 17
Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum
í Reykjanesbæ - Unnar býður sig fram
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ ákvað á félagsfundi sínum nýlega að halda leiðtogaprófkjör 31. janúar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum kom fram að nokkrir einstaklingar hefðu lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram en þeir voru ekki nafngreindir. Einn þeirra er Unnar Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla. Hann staðfesti það við VF og sendi tilkynningu í kjölfarið.
Vitað er að Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, er að íhuga að bjóða sig fram.
Haldið verður leiðtogaprófkjör og svo mun uppstillingarnefnd koma með tillögu að frambjóðendum í 2.–22. sæti listans, sem síðan verður lögð fyrir fulltrúaráðið til samþykktar. Yfirkjörstjórn mun á næstunni senda frá sér tilkynningu um fyrirkomulag leiðtogaprófkjörsins. Á
Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi er hástökkvarinn
Miðflokkurinn bætir við sig manni í Suðurkjördæmi og er hástökkvarinn með nærri tvöfalt meira fylgi en í síðustu könnun Gallup og RÚV. Miðflokkurinn fær 21,9% og er aðeins lægri en Sjálfstæðisflokkur og Samfylking.
Miðflokkurinn eykur fylgi sitt frá því í síðasta mánuði um rúm átta prósentustig og bætir við sig manni frá síðustu alþingiskosningunum en Samfylking og
Sjálfstæðisflokkurinn tapa lítillega í prósentum talið en nóg til að síðarnefndi flokkurinn tapar þriðja þingmanninum sem hann vann í síðustu könnun. Flokkur fólksins sem var sigurvegari alþingiskosninganna 2024 og fékk tvo menn með 20% atkvæða heldur áfram að dala, hefur fallið um helming frá kosningunum og fær nú 9,9% og einn mann.
Emil Páll Jónsson látinn
Emil Páll Jónsson, fyrrverandi ritstjóri á Víkurfréttum, lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum í Reykjanesbæ 16. nóvember sl. eftir veikindi, 76 ára að aldri.
Emil var fæddur 10. mars 1949 og uppalinn í Keflavík. Hann kvæntist Svanhildi Benónýsdóttur 1973 en hún lést árið 2019. Hún átti fyrir Halldór Grétar Guðmundsson sem Emil gekk í föður stað en saman eignuðust þau dótturina Helgu Katrínu 1984. Emil var annar tveggja stofnenda Víkurfrétta ehf. árið 1983 sem tók við útgáfu blaðsins af stofnendum þess í Prentsmiðjunni Grágás og starfaði sem annar tveggja ritstjóra til ársins 1993.
Hann vann einnig við blaðið þegar það var í eigu Grágásar en þar á undan starfaði hann á skrifstofu
Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, hann stundaði sjómennsku í nokkur ár og var um tíma fréttaritari fyrir
Ríkisútvarpið. Eftir árin á Víkurfréttum kom Emil að útgáfu fleiri bæjar- og kynningarblaða á Suðurnesjum og var auk þess áfram með ljósmyndavélina á lofti og var duglegur að mynda báta og skip sem voru hans ær og kýr.
Víkurfréttir þakka Emil fyrir samfylgdina og hans framlag í starfsemi blaðsins. Útför hans verður þriðjudaginn 25. nóvember kl. 13.
Ástkær eiginkona mín og besti vinur, mamma okkar, amma og tengdamamma
SVANHILDUR SKÚLADÓTTIR
fundinum var samþykkt að Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir yrði formaður yfirkjörstjórnar.
Eftirfarandi einstaklingar voru skipaðir í uppstillingarnefnd:
Sigurgeir Rúnar Jóhannsson
Axel Jónsson
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir
Hermann Helgason
Anna Lydía Helgadóttir
Guðni Ívar Guðmundsson
Andri Örn Víðisson
Tilraunaborun vegna varavatnsbóls á Vatnsheiði samþykkt
Innviðanefnd Grinda víkurbæjar hefur samþykkt umsókn um fram kvæmda leyfi vegna borunar tilraunaborholu á Vatnsheiði í landi Hrauns. Markmið framkvæmdarinnar er að kanna möguleika á nýju varavatnsbóli fyrir bæinn.
Staður þar sem fólk
vill vinna og blómstra
„Reykjanesbær á að vera staður þar sem fólk vill búa, vinna og blómstra,“ segir Unnar Stefán Sigurðsson skólastjóri en hann sendi frá sér yfir lýsingu um framboð til leiðtogasætis Sjálfstæðis flokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitar stjórnarkosningar.
„Ég býð fram krafta mína, reynslu og skýra framtíðarsýn fyrir bæinn okkar. Markmið mitt
Fyrir hönd Grindavíkurbæjar sækir Sigurður R. Karlsson um leyfið, en Vatnaveita Grindavíkur stendur fyrir framkvæmdinni. Leyfi landeigendafélags Hrauns liggur fyrir og hefur verið staðfest í tölvupósti dags. 17. september 2025.
Gert er ráð fyrir að bora um 120 metra djúpa holu, kanna vatnsgæði og framkvæma rennslismælingar. Svæðið sem um ræðir er ógróinn melur, og því verður jarðrask samkvæmt umsókn lítið sem ekkert.
Innviðanefnd fellst á útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa að gefa leyfið út.
skipti í Reykjanesbæ
Viðreisn mun bjóða fram lista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ en þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn býður fram í sveitarfélaginu. Ákveðið var að stilla upp á lista.
„Ég fer inn í þetta verkefni fullur tilhlökkunar og ég veit að við eigum svo sannarlega erindi“, segir Arnar Páll Guðmundsson, formaður Viðreisnar á Suðurnesjum. „Síðustu mánuði höfum við verið að byggja upp öfluga grasrót og erum tilbúin og staðráðin í að mynda öflugt, ábyrgt en umfram allt fjörugt framboð í Reykjanesbæ.
Með skýra framtíðarsýn, öflugu baklandi og jákvæðu hugarfari er Viðreisn tilbúin að stíga næstu skref og leggja sitt af mörkum til framfara í Reykjanesbæ“. Í uppstillingarnefnd sem kosin var sitja Bjarklind Sigurðardóttir, Haukur Hilmarsson, Ingi Eggert Ásbjarnarson, Jón Garðar Snædal Jónsson og Þórey Svanfríður Þórisdóttir. Stefnt er að því að framboðslistinn verði tilbúinn í lok janúar. Áhugasamir geta haft samband við Viðreisn á Suðurnesjum með því að senda póst á sudurnes@vidreisn.is.
KENNARI, Týsvöllum 6, Keflavík, lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn 13. nóvember á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 12:00.
Hörður Jóhann Geirsson
Anna Rut Ingvadóttir
Ásrún Harðardóttir
Laufey Rún Harðardóttir
Húni Hinrichsen
Emilía Nótt Erlingsdóttir
Kristján Örn Rúnarsson barnabörn og kisur
Ný nuddstofa opnar í
Hólmgarði í Keflavík
Kósí thai heilsunudd er ný nuddstofa sem opnaði nýlega í Hólmgarði í Keflavík. Nuddarinn heitir Mantana Nontanum og er tælensk. Hún og Jón Viðarsson, maður hennar, hafa innréttað á smekklegan hátt húsnæði í Hólmgarði þar sem áður var hárgreiðslustofa. Mantana starfar hjá Hrafnistu við umönnun en lærði thainudd
í heimalandi sínu árið 2012 og starfaði um tíma á nuddstofu í Póllandi. Hún býður uppá venjulegt nudd, svæða nudd, heitsteinanudd og olíunudd. Hægt er að panta tíma í s. 764-4224 og er opið á stofunni alla daga nema mánudaga og miðvikudag frá kl.15.
Landsréttur staðfestir eignarnám á línuleið Suðurnesjalínu 2
Landsréttur hefur hafnað kröfu nokkurra landeigenda um að ógilda ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra frá 21. júní 2024 um heimild Landsnets til eignarnáms vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 í Sveitarfélaginu Vogum. Með dóminum er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur staðfest um að fullnægjandi lagaheimild hafi verið til staðar og að málsmeðferð hafi verið í samræmi við lög. „Þessi niðurstaða er mikilvægt skref í að ljúka framkvæmdinni. Til stóð að taka Suðurnesjalínu 2 í rekstur í haust en það hefur tafist vegna dómsmála,” segir Ragna Árnadóttir forstjóri Landsnets. Mál er varðar framkvæmdaleyfi Voga er nú til meðferðar í Hæstarétti, án viðkomu í Landsrétti. Landsnet og Sveitarfélagið Vogar voru áður sýknuð af kröfu um ógildingu framkvæmdaleyfisins í Héraðsdómi Reykjaness. Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 eru sagðar langt komnar og eftir stendur að vinna á þeim jörðum sem tengjast eignarnáminu. Áætlaður verktími þar er um fjórir mánuðir.
Frá fundi Viðreisnar í Reykjanesbæ.
Stærsti dagur ársins hjá Kompunni
Stútfullur jólamarkaður og hundruð viðskiptavina
Jólamarkaður Kompunnar hjá Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum var opnaður sl. fimmtudag og má með sanni segja að um stærsta dag ársins hafi verið að ræða hjá versluninni. Markaðurinn var stútfullur af alls kyns jólavörum sem nú fá tækifæri til að öðlast nýtt líf á nýjum heimilum.
Löng röð var komin fyrir utan Kompuna löngu áður en opnað yfir 400 færslur skráðar í kassa. Þá var gestum boðið upp á kakó og
Lögreglustjórinn
Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - Sími 444 2200
af jólaseríum, dúka og fjölbreytt skraut, auk ýmissa fígúra á borð við hnotubrjóta og álfa. Vörurnar eru á viðráðanlegu verði og markmiðið er að sem mest af góðum munum fái áframhaldandi notagildi í stað þess að enda í ruslinu.
Þorvarður Guðmundsson, for stöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið bæði krefjandi og ánægju legan fyrir unga fólkið sem starfar í Fjölsmiðjunni og í Kompunni. „Ungmennin sem vinna í Fjöl smiðjunni hafa allar tegundir af bakgrunni, greiningar og reynslu sem mörgum reynist farartálmi, en þau mæta vígreif og ganga í verkin og eru öll staðráðin í að gera sitt besta,“ segir Þorri. Hann bætir við að afraksturinn sé „glæsilegasti jólamarkaður í sögu okkar“ og að vonir þeirra um að toppa markaðinn frá fyrra ári hafi gengið eftir. Að hans sögn fór starfsfólkið langt út fyrir þægindarammann þennan stóra dag. „Í dag skoruðum við á unga fólkið okkar og þau tóku áskoruninni, fóru vel út fyrir þæg indahringinn sinn og fóru heim þreytt, illt í fótunum og sumum illt í maganum af kakóþambi, en öll sátt við eigin frammistöðu og sigra,“ segir Þorri. Hann er afar þakklátur fyrir þann stuðning sem Fjölsmiðjan og Kompan fá frá samfélaginu á Suðurnesjum. „Þakklæti er orðið sem lýsir skærast í mínum huga núna. Takk þið öll fyrir að gefa okkur svona flottar jólavörur, takk þið sem komuð og versluðuð við okkur og stórt takk, kæra starfs fólk, fyrir frábært framlag,“ sagði Þorvarður að lokum.
Hjálpaðu okkur að móta framtíð Vatnsholtsins!
Taktu þátt í spurningakönnuninni með því að skanna QR kóðann hér fyrir neðan
á Suðurnesjum
Tímabundið Lögreglustjórinn
TÍMABUNDIÐ LEYFI TIL SÖLU SKOTELDA Í SMÁSÖLU OG LEYFI TIL SKOTELDASÝNINGA
Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu og leyfis til skoteldasýninga frá og með 28. desember 2025 til og með 6. janúar 2026.
Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu og leyfis til skoteldasýninga frá og með 28. desember 2025 til og með 6. janúar 2026. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölustað skotelda í smásölu og vegna skoteldasýninga í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum fyrir og eftir áramót 2025-2026, ber að sækja um slíkt leyfi inn á Island.is með rafrænum skilríkjum í síðasta lagi mánudaginn 1. desember 2025. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda.
Athugið:
• Umsóknaraðilar skila inn umsókn í síðasta lagi 1. desember 2025, á sudurnes@logreglan.is.
• Umsóknir um sölustaði sem berast eftir 1. desember 2025 verða ekki teknar til afgreiðslu. Umsóknaraðilar skulu vera komnir með leyfin í hendur laugardaginn 27. desember 2025.
• Óheimilt er að hefja sölu, nema söluaðilar hafi í höndum leyfisbréf frá lögreglu.
• Söluaðilar fá send leyfisbréf með rafrænum hætti.
• Sækja þarf um skoteldasýningar með 5 vikna fyrirvara – vegna skyldu HES til að auglýsa starfsleyfi.
Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi:
1. Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn viðkomandi slökkviliðs til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaði. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda.
2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, föstudaginn 19. desember 2025 svo lokaúttekt geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 fermetrar og búnir samkvæmt kröfum slökkviliðs viðkomandi sveitarfélags.
Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað, sem hefur sérþekkingu á skoteldum og hefur náð 18 ára aldri.
Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að sala og meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember 2025 til og með 6. janúar 2026. Reykjanesbær 17. nóvember 2025. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.
Upplýsingar
með 28. Þeir aðilar
Suðurnesjabæ, slíkt leyfi Leyfi eru
Athugið:
• Umsóknaraðilar
• Fylgigögn
• Umsóknir
• Umsóknaraðilar
• Óheimilt
• Söluaðilar
• Sækja
Sérstök 1. Leyfi geymslustaði. næðis 2. Ef fyrirhugað desember samkvæmt
Að gefnu
Reykjanesbær Lögreglustjórinn
Guðbjörg GK-9 er glæsileg á sjó utan við Grindavík. VF/Jón Steinar Sæmundsson
Guðbjörg GK-9 komin heim til Grindavíkur
Hvað var um að vera
í nóvember 2008?
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
eigendur Stakkavíkur, Hermann Guðbjörg Sigríður Hermannsdóttir, Gestur Kristmundsdóttir með nýja bátinn í baksýn. VF/hilmarbragi
Núna er nóvember hálfnaður og lítið fer fyrir því að vetur sé kominn. Það er lítill sem enginn snjór og veðrið hefur verið nokkuð gott enn sem komið er, þannig að færabátarnir hafa náð að fara í nokkra róðra. Reyndar er einn færabátur dottinn úr leik í bili. Það er Dímon GK, sem hefur róið nokkuð duglega núna í haust, en hann fór til Njarðvíkur þar sem verið er að skipta um vél í bátnum. Núverandi vél hefur verið í Dímoni GK alveg frá því að báturinn var smíðaður
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á AFLAFRÉTTIR
Að þessu sinni ætla ég aðeins að breyta út af vananum. Ég geri það stundum að fara aftur í tímann og núna langar mig aðeins að kíkja örlítið til baka. Ekki langt, heldur skoða nóvember árið 2008, frá 1. til 17. nóvember, sem er svipaður tími og núna þar sem nóvember er svo
Það fyrsta sem ég tek eftir er að þá voru svo til engir færabátar á veiðum í nóvember, samanborið við 13 færabáta sem hafa róið núna
Lítum aðeins á hvað var í gangi í höfnum á Suðurnesjum hluta úr
Í Grindavík var Farsæll GK með 23 tonn í 9 róðrum og Askur GK með 15 tonn í 8 róðrum, báðir á dragnót. Milla GK var með 14 tonn í 7 róðrum á línu með bölum. Tómas Þorvaldsson GK landaði
hluti bátanna sem róa og landa í Keflavík og Njarðvík netabátar, og það voru nokkrir bátar á netum. Til dæmis var Maron GK með 24 tonn í 10 róðrum, Hraunsvík GK með 10 tonn í 8 og Árni í Teigi GK með 6 tonn í 5 róðrum. Enginn togari landaði í Keflavík/Njarðvík. Í Sandgerði var einnig töluvert mikið um að vera. Þar landaði meðal annars trollbáturinn Óskar RE sem var með 23 tonn í 1 róðri. Það má geta þess að þessi bátur hét lengi vel Óskar Halldórsson RE og skipstjóri á honum árið 2008 var aflakóngurinn Sævar Ólafsson í Sandgerði, sem á sér mjög langa sögu sem trollskipstjóri, að mestu frá Sandgerði. Nokkuð margir bátar voru á línu frá Sandgerði í nóvember 2008, til dæmis Steini GK sem var með 25 tonn í 8 róðrum, Kiddi Lár GK með 15 tonn í 3, Máni GK með 10 tonn í 4 og Freyja KE með 10 tonn í 5 róðrum.
Netabáturinn Ósk KE, sem landaði til skiptis í Keflavík og Sandgerði en þó mest í Sandgerði, var með 53 tonn í 11 róðrum. Það má einnig geta þess að þessi bátur heitir árið 2025 Maggý VE og er að mestu gerður út á dragnót frá Sandgerði.
Töluvert margir bátar voru á netaveiðum á skötusel árið 2025 en árið 2025 var enginn netabátur á netaveiðum. Ársæll Sigursson HF var með 9,1 tonn í 7 róðrum, Svala Dís KE með 9,2 tonn í 6 og Maggí Jóns KE með 4,8 tonn í 4 róðrum. Núna árið 2025 hefur einn bátur verið að landa sæbjúgu í Njarðvík og er það Jóhanna ÁR. Enginn bátur landaði sæbjúgu í Keflavík/ Njarðvík árið 2008 en þeir voru tveir í Sandgerði: Sæfari ÁR 2 tonn í 2 róðrum og Dalaröst GK 4 tonn í 4 róðrum.
FÉLAGS-
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS
// RÁÐGJÖF
Núna árið 2025 er ansi mikið um báta frá Suðurnesjum sem eru á veiðum fyrir austan og norðan, og þá eru það að mestu 30 tonna bátar. Árið 2008 voru engir 30 tonna línubátar til og mjög fáir bátar frá Suðurnesjum voru á veiðum fyrir norðan og austan
OG FAGGREINAFUNDUR
Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, sigurbjorn@vf.is. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Prentun: Landsprent. 11-13:30 alla virk a daga
verður haldinn í Krossmóa 4 Reykjanesbæ mánudaginn 24. nóvember kl: 18.00
Dagskrá fundarins. Kjaramál – kjarakönnun FIT. Lífeyrismál. Önnur mál.
Veitingar í boði félagsins. Stjórnin
VF/Jón Steinar Sæmundsson
Grindavík – Saman í sókn
Endurreisn, efling og framtíðarmótun atvinnulífs í Grindavík
Verkefnið Grindavík – Saman í sókn hófst með öflugum staðarfundi í Gjánni 12. nóvember þar sem stjórnendur og lykilstarfsmenn frá 21 fyrirtæki í Grindavík komu saman til að hefja sameiginlegt starf í átt að endurreisn, eflingu og framtíðarmótun atvinnulífs bæjarins. Verkefnið stendur yfir frá nóvember 2025 til febrúar 2026.
Verkefnið er á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, unnið í nánu samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness og Grindavíkurbæ. Íslenski ferðaklasinn leiðir framkvæmd verkefnisins í samstarfi við marga góða aðila, s.s Sjávarklasann, Íslandsstofu og fleiri. Verkefnið er fjármagnað úr sjóði Byggðaáætlunar 2022-2036.
Sterkur vilji, samstaða og framtíðarsýn
Á fundinum ríkti sterkur andi samstarfs og bjartsýni á framtíðina. Þátttakendur lýstu sameiginlegum vilja til að endurbyggja samfélagið, skapa ný tækifæri og efla atvinnulíf Grindavíkur með framsýni, seiglu og nýsköpun að leiðarljósi. Í umræðum kom fram skýr þörf á að byggja á þeim sterku gildum sem Grindavík hefur löngum staðið fyrir. Jafnframt var bent á mikilvægi þess að auka skilning þeirra sem starfa utan svæðisins á sérstöðu Grindavíkur og tryggja að þau tækifæri sem felast í sameigin-
legri nálgun atvinnulífsins verði nýtt til fulls.
Sérstaka athygli vakti þátttaka nýs fyrirtækis í sælgætisframleiðslu sem nýverið hefur hafið starfsemi í Grindavík – skýr vísbending um trú á framtíðinni og þann kraft sem býr í samfélaginu.
Sameiginlegur vettvangur atvinnulífsins
Verkefnið Grindavík – Saman í sókn er sameiginlegur vettvangur fyrirtækja í Grindavík til að:
• efla rekstrarhæfni fyrirtækja eftir áföll,
• auka verðmætasköpun og þróa ný verkefni,
• styðja við uppbyggingu bæjarins til framtíðar,
• styrkja tengsl og samvinnu ólíkra atvinnugreina.
Sérstök áhersla er lögð á ferðaþjónustu, bláa hagkerfið, þjónustu, skapandi greinar og iðnað – stoðir sem saman endurspegla fjölbreytni og styrk atvinnulífs Grindavíkur.
Fundarröð og vinnustofur
Fundurinn í Gjánni markaði upphaf að sex vinnustofulotum þar sem fyrirtækin taka þátt í samræðu, greiningu og framtíðarmótun á grundvelli aðferða samkeppnishæfni og klasasamstarfs.
Markmiðið er að kortleggja tækifæri, greina þarfir fyrirtækja og móta sameiginlega sýn til næstu ára.
MESTA ATVINNULEYSI Á SUÐURNESJUM Í LANGAN TÍMA
Samkvæmt opinberum tölum Vinnumálastofnunar er skráð atvinnuleysi á Suðurnesjum nú 7,1%. Í tilkynningu frá VMST segir að sú þróun gefi tilefni til markvissra aðgerða af hálfu Vinnumálastofnunar, í samræmi við lög um atvinnuleysistryggingar og um vinnumarkaðsaðgerðir. Atvinnuleitendur sem skráðir eru hjá Vinnumálastofnun eru hvattir til að hafa samband við þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Þar veita ráðgjafar einstaklingsmiðaða þjónustu sem felur í sér ráðgjöf, stuðning við atvinnuleit, hæfnimat og kynningu á úrræðum sem standa til boða.
Nánari upplýsingar og skráning á: https://xs is/vidburdir
Hvaða sögu vilja Grindvíkingar segja?
Sú vinna verður leiðarljós áframhaldandi uppbyggingar og ímyndarvinnu bæjarins.
Þátttakendur í Grindavík
– Saman í sókn
Fishhouse
Fisktækniskóli Íslands
Guðlaugsson ehf
Fjórhjólaævintýri ehf
Grindavíkurbær
Hérastubbur
Sæbýli hf.
PGV Framtíðarform ehf
Neskja ehf.
HH smíði
Converted Water Tower
Vísir ehf.
VIGT
Grindin ehf
Rúnar málari og Hárhornið
Vélsmiðja Grindavíkur ehf
Gistihús Grindavíkur ehf
Grindavík Seafood ehf
Hótel Grindavík
Sólskip ehf
Discover Grindavík
„Þátttakendur lýstu sameiginlegum vilja til að taka þátt í að endurbyggja samfélagið, skapa ný tækifæri og efla atvinnulíf Grindavíkur með framsýni, seiglu og nýsköpun að leiðarljósi.“
Njarðvíkurhöfn Suðursvæði, Brimvarnargarður 2025
Reykjaneshöfn óskar eftir tilboðum í verkið „Njarðvíkurhöfn Suðursvæði, Brimvarnargarður 2025“.
Um er að ræða nýjan 470 m langan brimvarnargarð á suðursvæði Njarðvíkurhafnar.
Helstu magntölur:
Kjarnafylling 65.000 m3.
Grjótvörn 34.000 m3. Grjót og kjarnarframleiðsla 37.000 m3.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2027.
Útboðsgögn eru afhent rafrænt í TendSign útboðskerfinu. Afhending gagnanna er án endurgjalds, frá og með föstudeginum 14. nóvember 2025.
Tilboði skal skila rafrænt í TendSign útboðskerfinu https://tendsign.is/ fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. desember 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð.
NÆRMYND // SIGURBJÖRG RÓBERTSDÓTTIR
Margir sem ég hef unnið með eru mínar fyrirmyndir
SIGURBJÖRG RÓBERTSDÓTTIR hefur umgengist skólabörn nær alla sína starfsævi en hún er skólastjóri Akurskóla sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Við vildum vita meira um þessa skólakonu og í nærmyndinni kemur ýmislegt áhugavert í ljós um Sibbu.
Árgangur: 1969
Búseta: Reykjanesbær, Keflavík. Hverra manna ertu og hvar uppalin(n)? Fædd og uppalin í Njarðvík og tel mig alltaf vera Njarðvíking. Foreldrar mínir Róbert og Hafdís í Bústoð.
Starf: Skólastjóri Akurskóla. Hvað er í deiglunni: Næst á dagskrá er utanlandsferð til Florida til að heimsækja foreldra mína sem dvelja í USA 6 mánuði á ári og spila smá golf. Svo bara jólin og notalegheit.
Hvernig nemandi varstu? Ég held að ég hafi verið góður og stilltur nemandi þó að okkur í árgangi 69 í Njarðvíkurskóla hafi stundum dottið einhver vitleysa í hug og ég tekið þátt í einstaka fíflaskap. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ætli það sé ekki kjóllinn og svo að ég mátti ekki nota maskara, mér fannst það ekki gott.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég leiddi aldrei hugann að því svo ég muni. Það að verða kennari gerðist eiginlega bara eftir að ég útskrifaðist sem stúdent og fór að vinna sem leiðbeinandi í Gerðaskóla. Þá var ekki aftur snúið. Það er svo skemmtilegt starf að kenna þó að mér finnist enn meira gaman að vera skólastjóri. Áttu einhverja sérstaka fyrirmynd? Svo margir sem ég hef unnið með sem hafa verið mínar fyrirmyndir og líka bara í lífinu sjálfu. Maður lærir eitthvað af öllu því fólki sem maður umgengst og rekst á á lífsins leið.
Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ætli það hafi ekki verið Barbie-dótið okkar systra. Besti ilmurinn? Mugler Angel, bleiki.
Á hvernig bíl lærðir þú fyrir bílprófið? Guð minn góður! Það eru fjörutíu ár síðan. Mig minnir að hann hafi verið vínrauður. Annað man ég ekki.
Á hvaða bíl fórstu fyrsta rúntinn eftir prófið og með hverjum?
Sennilega VW sem hafði verið nýkeyptur handa okkur systrum og ég fór örugglega með vinkonum mínum úr Njarðvíkurskóla.
Hvernig slakarðu á? Að grípa í prjónana er góð afslöppun og núvitund.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Raunveruleikaþáttum.
Uppáhaldsvefsíðan? akurskoli.is
Hvað heldurðu að skjátími þinn sé mikill á hverjum degi að jafnaði?
Alltof mikill, vinn við tölvu og þetta
„Til hamingju,
Reykjanesbær
– þið eruð að gera fallega hluti hér“
Forseti Íslands hrósar skólastarfi í Reykjanesbæ.
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Páll Ketilsson pket@vf.is
Halla Tómasdóttir forseti Íslands
heimsótti á dögunum tvo grunnskóla í Reykjanesbæ, Háaleitisskóla og Akurskóla. Þar kynnti hún sér skólastarf með sérstakri áherslu á fjölmenningu, vellíðan og gildi virðingar í skólasamfélaginu.
Tilefni heimsóknarinnar í Akurskóla var 20 ára afmæli skólans, þar sem haldin var lífleg afmælishátíð. VÆB-drengirnir sáu um að loka dagskránni með miklum söng og stemningu.
Viljum tala styrkleikana upp – ekki niður
eru örugglega 6-10 tímar á dag fyrir framan skjá.
Besta bíómyndin? Ég get horft á Notting Hill aftur og aftur.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Ég fylgist með flestum íþróttum og ætli Björgvin
Páll sé ekki í pínu uppáhaldi.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Allt, þar sem ég geri allt sjálf.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Kjúklingaréttirnir mínir.
Þeir klikka ekki.
Hættulegasta helgarnammið?
Lakkrís.
Hvernig er eggið best? Linsoðið. Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Að vera andvaka.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti.
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Veldur hver á heldur.
Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar við systur vorum að leika okkur á Vatnsnesvegi 12 þar sem Bústoð var að opna árið 1975. Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Trump og ég myndi segja af mér og fara að spila golf. Allt of mikið álag á þessum gamla manni og kominn tími til að hann setjist í helgan stein.
Hver er uppáhaldsbókin þín og rithöfundur? Ég er alæta á bókmenntir og hlusta mikið á skáldsögur og ævisögur. Finnst Yrsa, Ragnar og Arnaldur mjög góð. Orð eða frasi sem þú notar mikið? Munið að þetta er eins og staðan er í dag (Mikilvægt er að endurtaka þennan frasa oft í síbreytilegu skólastarfi).
Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ætli maður myndi ekki vilja hitta einhverja sem eru farnir? Ég myndi sennilega vilja borða með Röggu Ragg og Kristínu Gunnars sem ég vann með í Heiðarskóla og voru góðar vinkonur mínar. Ég myndi síðan bjóða Bryndísi Guðmundsdóttur vinkonu minni með. Það yrði skemmtilegt matarboð þar sem við myndum rifja upp skemmtilegar minningar. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Verslunarmannahelgin 1984 í Þjórsárdal. Skemmtileg helgi en ég týndi bakpokanum mínum.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Hvert skal halda? Ein utanlandsferðin enn!
„Það var sannarlega mikið fjör,“ sagði forsetinn eftir heimsóknina og bætti við að gleðin í skólanum væri „alveg áþreifanleg“.
Um morguninn hafði forseti heimsótt Háaleitisskóla sem nýverið hlaut hvatningarverðlaun Menntaverðlauna forseta Íslands fyrir metnaðarfullt starf og uppbyggilegt samstarf til margra ára. Sjö af hverjum tíu nemendum af erlendum uppruna
Í Háaleitisskóla eru um sjö af hverjum tíu nemendum af erlendum uppruna. Halla segir það ekki veikleika heldur styrk þegar vel sé staðið að málum.
„Mér fannst sérstaklega merkilegt að þar eru sjö af hverjum tíu nemendum af erlendum uppruna. Það er styrkleiki skólans, ekki veikleiki, ef vel er gert,“ segir hún og leggur áherslu á að nemendur séu á mikilli siglingu í íslenskunámi og andinn í skólanum sé mjög góður.
Forsetinn segir að sagan úr Háaleitisskóla sýni að fjölmenning geti orðið að mikilli auðlind. „Þið megið vera stolt af því sem er að gerast í þessum skóla, í alvöru,“ segir hún og á þar við bæði starfsfólk, nemendur og samfélagið í kringum skólann.
Halla segist hafa áhyggjur af því að of mikið sé talað niður þegar kemur að menntakerfinu og samfélaginu í heild.
„Við getum talað okkur inn í ónýtt menntakerfi, við getum talað okkur inn í hægt hagkerfi, við getum talað okkur inn í átök og hatur,“ segir hún, en undirstrikar að sama gildi í hina áttina:
„Við getum líka talað okkur inn í gleði, hugrekki, virðingu, jákvæðni og styrkleika.“
Hún telur að nauðsynlegt sé að breyta því sem betur má fara í skólakerfinu, en að það verði að gerast í sameiningu. „Ég held að þetta sé sameiginlegt verkefni kennara, nemenda, foreldra og alls samfélagsins,“ segir forsetinn og spyr hvernig Ísland geti byggt eitt sterkasta menntakerfi heims.
lítur til Finna – virðing fyrir kennurum er lykilatriði Í máli Höllu kom einnig fram að hún hafi nýlega kynnt sér finnska skólakerfið, sem margir líta til sem fyrirmyndar.
„Ég spurði bæði kennara, skólayfirvöld og forseta Finnlands hvers vegna finnska skólakerfið nýtur svona mikillar virðingar,“ segir hún.
Svarið hafi verið einfalt: „Af því að við sýnum kennurum og kennarastéttinni og menntun virðingu.“
Forsetinn bendir á að eitt af gildum Akurskóla sé einmitt virðing – og það sé fyrsta gildið.
„Ég held að virðing og gleði skili velgengni,“ segir hún og varar við því að stöðug leiðindi og átök um menntamál skili litlu nema stöðnun.
Fjölbreytt starfsfólk styrkir skólann
Í umfjöllun um Háaleitisskóla nefndi forsetinn sérstaklega að þar starfaði líka kennarar og stjórnendur af erlendum uppruna, meðal annars aðstoðarskólastjóri frá Litháen sem talar nú reiprennandi íslensku.
Að hennar mati er það skýr styrkur fyrir skólann. Þegar starfsfólk endurspegli fjölbreytni nemendahópsins skapist betri tenging við börn og foreldra og trú á skólann eflist.
Halla tekur þó fram að það skipti miklu að vanda til verka í öllu fjölmenningarstarfi. „Við megum ekki gera þetta illa. Það þarf að gera þetta vel,“ segir hún og á þar við móttöku nýrra nemenda, tungumálastuðning og samstarf við foreldra.
„til hamingju, Reykjanesbær.“ Heimsókn forseta Íslands í skólana í Reykjanesbæ einkenndist af jákvæðum tónum og hvatningu til að lyfta því upp sem vel er gert. „Ég held að það sé margt gott að gerast í skólamálum og stundum gleymum við að lyfta því. Til hamingju, Reykjanesbær – þið eruð að gera fallega hluti hér,“ segir Halla að lokum.
Gróðursettu 400 plöntur í afmælislundi
Nemendur úr 7. bekk í Akurskóla gróðusettur 400 plöntur, við Kamb í Innri-Njarðvík dögunum. Plönturnar komu úr Yrkju-sjóði æskunnar, sem styrkir árlega trjáplöntun grunnskólabarna um land allt. Markmið sjóðsins er að kynna mikilvægi skógræktar og ræktunar fyrir ungu kynslóðinni og stuðla þannig að aukinni umhverfisvitund. Gróðursetningin fór fram í afmælislundi Reykjanesbæjar, og verður ánægjulegt fyrir nemendur og bæjarbúa að fylgjast með trjánum vaxa og veita skjól á komandi árum. Starfsfólk umhverfis- og framkvæmdasviðs, Sigríður María úr garðyrkjudeild og Kristján frá skógræktinni, aðstoðaði börnin við gróðursetninguna. Þau kenndu nemendum hvernig á að nota verkfærin, hvað tré þurfa til að dafna og hvernig best er að velja þeim stað í náttúrunni.
hverfi, en hefur síðan gengið í gegnum miklar breytingar, bæði í stærð og áherslum. Í dag eru um 340 nemendur í skólanum og segir skólastjórinn, Sigurbjörg Róbertsdóttir, að sú stærð sé mjög heppileg.
Frá 550 nemendum niður í „þægilega stærð“
Akurskóli var fyrsti grunnskólinn í Innri-Njarðvík og tók á sínum tíma á móti börnum í 1.–5. bekk. Eftir því sem hverfið fyrir ofan Urðarbraut byggðist upp fjölgaði hratt í skólanum og bekkjum fjölgaði og nú eru þar nemendur í 1. til 10. bekk.
„Við fórum í 550 nemendur á álagstímum,“ segir Sigurbjörg. „Þá var þetta erfiðara. Nú erum við í 340 nemendum og það er þægileg stærð. Þá getum við stýrt betur og skilað betri árangri.“
Hún segir sögu skólans síðustu tvo áratugi bæði litríka og lærdómsríka. Vöxtur hverfisins, tilkoma Stapaskóla og breytt samfélag hafi haft mikil áhrif á daglegt starf. Og tíminn líður hratt. „Mér finnst ég eiginlega bara nýkomin hingað,“ segir Sigurbjörg og brosir. „Ég byrjaði árið 2012 og allt í einu eru komin 20 ár. Tíminn flýgur.“
Festa í námi – en meiri áhersla á líðan
Þrátt fyrir að margt hafi breyst frá því Sigurbjörg var sjálf í skóla telur hún að grunnurinn sé enn sá sami: festan í námskröfum og grunngreinum. Hins vegar hafi vægi líðanar og farsældar barna stóraukist, sem hún segir jákvæða þróun. „Það er alltaf ákveðin festa í skólastarfi og hún þarf að vera til staðar,“ segir hún. „Auðvitað eigum við að leggja áherslu á árangur í grunngreinum en líðan, vellíðan og farsæld barna skiptir meira máli núna að mínu mati og það er gott.“
Sigurbjörg segir að Akurskóli leggi mikla áherslu á samband nemenda og kennara. Traustið sé lykill að góðu námi.
„Við höfum komið mjög vel út í rannsóknum á sambandi nemenda og kennara. Það er gott traust og það skiptir gríðarlega miklu máli. Þá getur nám farið fram.“
Stoðþjónusta og einstaklingsmiðað nám
Til að styðja við líðan og nám nemenda hefur skólinn byggt upp öfluga stoðþjónustu og sértæk úrræði.
„Við erum með mikla stoðþjónustu, mikið einstaklingsmiðað nám, nemendaráðgjafa, sértækt námsúrræði og námsver,“ segir
Sigurbjörg. Markmiðið sé að mæta ólíkum þörfum barna og skapa umhverfi þar sem þau upplifi öryggi og trú á eigin getu.
Símar, samfélagsmiðlar og ábyrgð fullorðinna
Símanotkun barna hefur verið heitt umræðuefni síðustu ár, ekki síst í tengslum við nýtt símabann í skólum. Sigurbjörg rifjar upp að blaðamaður hafi tekið viðtal við hana fyrir um 13 árum um sama mál.
„Þá sagði ég að símar væru komnir til að vera og ég held það enn,“ segir hún. Hún segist hins vegar ekki fagna lagasetningu um símabann.
„Mér finnst við, fullorðna fólkið, bera ábyrgð. Við erum með þetta
Hins vegar telur hún samfélags miðlana vera stærra vandamál en símann sjálfan.
„Samfélagsmiðlar eru allt annað mál. Þeir voru ekki eins ríkjandi fyrir 13 árum þegar ég tók við þessum skóla. Þeir eru miklu meira vandamál. Síminn sem slíkur er ekki vandamál.“
tækni og gervigreind í þjónustu náms
Tæknin gegnir sífellt stærra hlut verki í skólastarfi Akurskóla. Nemendur í 7. bekk og upp úr eru með eigið spjaldtölvunámstæki og skólinn er enn með hefðbundið tölvuver, sem skólastjóri segir skipta máli.
„Tölvuverið finnst mér mjög mikilvægt. Þar getum við kennt forritun og ýmsa skapandi hugsun,“ segir hún. Kennarar nýta einnig nýjustu tækni í undirbúningi kennslu, meðal annars gervigreind. „Við erum að nýta gervigreind. Kennarar nota hana til að und irbúa kennslu og aðlaga námsefni að mismunandi þyngd og þörfum nemenda. Þetta er mikið til hags bóta.“
Að hennar mati er tæknin nú al mennt að nýtast skólastarfinu vel – svo lengi sem hún sé notuð með markvissum hætti.
litið um öxl og fram á veginn
Að lokum segir Sigurbjörg 20 ára afmæli Akurskóla kjörið tækifæri til að líta bæði um öxl og fram á veginn.
„Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími og mikil saga,“ segir hún. „Við erum stolt af því sem hefur tekist á þessum 20 árum
Skólastjórnendur úr Reykjanesbæ fjölmenntu í afmælið og fögnuðu 20 árunum með afmælisbarninu.
í þætti vikunnar
Akurskóli 20 ára
Forsetahjónin Halla og Björn ásamt Sigurbjörgu Róbertsdóttur, skólastjóra og nemendunum Jaka og Guðrúnu.
Foreldrafélag akurskóla færði skólanum að gjöf 200.000 krónur til kaupa á myndavél sem á að nota til að skrá minningar úr skólanum.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, mætti í veisluna og færði akurskóla bókagjöf.
VÆB bræður voru hressir þegar þeir sungu á afmæli akurskóla. Nemendur tóku undir og voru ánægðir með þessa heimsókn.
Fyrsti togarinn í Garði breytti öllu
Um þessar mundir eru liðin fimmtíu ár frá því fyrsti togarinn kom til Garðs og Sandgerðis. Togarinn var Erlingur GK 6, norsk nýsmíði frá Sterkoder Mek. Verksted A/S í Kristiansund. Útgerð skipsins var í höndum Fjarðar hf. þar sem Guðbergur Ingólfsson og synir í Garði áttu 80% hlut og Jón Erlingsson í Sandgerði 20%.
Erlingur kom nýr til landsins á Þorláksmessu 1975. Sveinn Jónsson var skipstjóri og Sigurður Guðmundsson 1. vélstjóri. Þórarinn Guðbergsson var framkvæmdastjóri útgerðar og er hálfri öld síðar enn að fást við skip, nú sem skipasali.
Þórarinn segir að tilkoma fyrsta togarans í Garði hafi valdið stakkaskiptum og gjörbreytt aðfangaöryggi, atvinnu og skipulagi vinnslu í heimabyggð.
Nýsmíðin og afhendingin
Feðgarnir hófu að skoða nýsmíði árið 1974. Eftir um árs undirbúning var samið í maí 1975 um smíði 42 metra skuttogara. „Við tökum svo við skipinu í Noregi 13. desember 1975,“ rifjar Þórarinn upp.
Glöggir sjá að það liðu einungis um átta mánuðir frá undirritun samnings til afhendingar. Skipasmíðastöðin var afar öflug; árið 1975 smíðaði hún sjö skuttogara og tvö flutningaskip til viðbótar.
Hvernig var að kaupa skuttogara á þessum árum?
„Það tók meira en ár að fá öll leyfi. Það þurfti ýmis gögn og formlegar heimildir, við fórum m.a. á fund forsætisráðherra. Stuðningur Odds Ólafssonar, þá þingmanns Sjálfstæðisflokksins, Matthíasar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra og Sverris Júlíussonar forstjóra Fiskveiðisjóðs skipti miklu.“
Hvernig voru kaupin fjármögnuð?
„Of stór hluti var eigið fé og það gekk hratt á, sem gerði annan rekstur erfiðan enda vorum við vanfjármögnuð í byrjun. Með þrotlausri vinnu gekk þetta þó þar til við seldum skipin og vinnsluna í Gerðum 1985.“ til upphafsins
Guðbergur Ingólfsson var öflugur fiskverkandi í Garði frá miðri síðustu öld og fram á tíunda áratuginn. Hann hóf saltfiskverkun 1952 í Útgarðinum og byggði hana jafnt og þétt upp. Í Gerðum var rekið Hraðfrystihús Gerðabátanna frá 1942 sem lenti í kröggum og fór til Landsbankans. Bankinn leitaði
til Guðbergs og bauð honum að kaupa frystihúsið í samvinnu við Gerðabræður. Allt gekk vel í góðu samkomulagi; vilji var til að halda starfseminni í húsinu og að heimamenn hefðu reksturinn á sínum höndum.
Stór saltfiskverkun í Útgarðinum og hraðfrystihúsið í Gerðum kölluðu á mikið hráefni. Fram til 1975 kom aflinn frá hefðbundnum vertíðarbátum. Með tilkomu Erlings GK, fyrsta skuttogarans í Garði, varð mikil breyting: fiskur fór að streyma í hús í áður óþekktu magni.
Erlingur kom til landsins 23. desember og fór strax til veiða á milli hátíða. 2. janúar 1976 kom hann að landi með fullfermi, 120 tonn.
Fyrirtækið gerði síðar einnig út skuttogarann Sveinborgu GK 70 (frá 1981) og Ingólf GK 42 (frá 1979), sem sagður er hafa verið síðasti síðutogarinn í útgerð á Íslandi.
Fyrir tíma kvótakerfisins
Útgerð Erlings GK hófst fyrir kvótakerfið. Í gildi var svokallað skrapdagakerfi sem bannaði t.d. veiðar á þorski á ákveðnum dögum; þá var veiddur karfi eða aðrar tegundir, og um tíma var stunduð rækjuveiði. Þá daga sem mátti veiða þorsk gátu menn veitt að vild.
Erlingur GK sótti mikið á Vestfjarðamið og á skrapdögum í Grindavíkurdýpið og á sker suður og vestur af Reykjanesi. Nánast ekkert var sótt austur fyrir land. Tilkoma togarans var bylting í veiðum og vinnslu. Haustin höfðu áður verið léleg, línuveiðar takmarkaðar og erfitt að ná jöfnum
rekstri. Eftir að Erlingur GK kom var aldrei vöntun á fiski og stundum sigldi hann með fisk á
Þórarinn Guðbergsson var útgerðarstjóri erlings GK 6 þegar hann kom til landsins í desember fyrir 50 árum. Hér er hann í fyrirtæki sínu alasund Shipbrokers ehf. í Reykjanesbæ. VF/hilmarbragi
erlenda markaði þegar of mikið var fyrir húsið. Aflinn fór í vinnslu hjá Ísstöðinni í Gerðum og í saltfiskverkun Guðbergs; einnig var skreið verkuð. Jón Erlingsson, 20% hluthafi í Erlingi GK, fékk jafnframt fisk til vinnslu hjá sér í Sandgerði, og eftir þörfum af Ingólfi GK og Sveinborgu GK. Sumrin gátu orðið erfið í landvinnslu vegna mikils afla og vinnubann um helgar (frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns) auðveldaði ekki hlutina. Þá var saltað og hengt upp þegar of mikið var, og jafnvel siglt á erlenda markaði.
„óvanur“ skipstjóri sem rótfiskaði
Þegar Erlingur GK kom 1975 þótti athyglisvert að skipstjórinn var óvanur sem togaraskipstjóri. Sveinn Jónsson hafði verið skipstjóri á hefðbundnum vertíðarbátum á netum. Erlingur GK lék í höndum Sveins; hann rótfiskaði og var öll árin meðal tíu aflahæstu togaraskipstjóra landsins, á tímum þegar skuttogararnir voru um hundrað talsins.
Það var engin tilviljun að Sveinn endaði í Garði. Jónatan Stefánsson vélstjóri (sem nú er látinn) þekkti Svein vel og mælti með honum. Sveinn fór í nokkra túra með öðrum skuttogurum til að kynnast veiðunum og kom með góða þekkingu sem nýttist m.a. til breytinga á Erlingi GK áður en hann kom til landsins.
Áhöfnin taldi 15 menn hverju sinni; um tíu þeirra voru í áhöfn allan áratuginn sem skipið var gert út frá Garði.
Vegna takmarkaðrar hafnaraðstöðu í Garði var aflanum landað í Keflavík og síðar í Sandgerði og ekið í vinnsluna í Garðinum. Þá eins og nú þurfti iðnaðarmenn um borð þegar skip kom í
höfn. Lögð var áhersla á að nýta fólk úr heimabyggð. „Pabbi var mikill talsmaður þess að halda uppi vinnu og við vorum svolítið eins og Grindvíkingar að nota allt sem hægt var úr plássinu,“ segir Þórarinn.
Yfir 200 í landvinnslu
Samhliða togaraútgerðinni var öflug landvinnsla í Garði, með yfir tvö hundruð starfsmenn lengst af. Vinnslan hélst vel á starfsfólki og margir unnu hjá fyrirtækjunum árum saman. Hjá Ísstöðinni í Gerðum var mikið unnið í smærri pakkningar, sem skapaði mikla atvinnu. Starfsfólk kom úr Garði og Keflavík, var sótt með rútum á morgnana, því ekið heim í hádegismat og aftur í lok vinnudags. Vörubílstjórar fóru víða um land að sækja saltfisk, jafnvel austur á Höfn og Breiðdalsvík og fluttu í Garðinn. Þetta var áður en Skeiðará var brúuð og því þurfti að aka um Norðurland og þræða Austfirði, oft á misgóðum malarvegum. Starfsemi Ísstöðvarinnar var seld árið 1985 og togararnir fóru á sama tíma. Guðbergur Ingólfsson hélt áfram saltfiskverkun í Útgarðinum inn á tíunda áratug síðustu aldar. Guðbergur lést 1. nóvember 1995. Síðar tóku Theodór og Sævar, synir hans, við keflinu og héldu saltfiskverkun áfram í sama húsakosti. Þeir eru báðir látnir. Þórarinn hélt til útlanda og starfaði við sölu fiskafurða um skeið, þar til hann kynntist skipamiðlun og skipasölu sem hann starfar við enn í dag hjá Alasund Shipbrokers ehf. ásamt syni sínum.
landað úr Sveinborgu GK 70 við Gerðabryggju í Garði.
Fleiri myndir úr fiskvinnslunni í Garði og úr veiðiferð með erlingi GK verða með vefútgáfu þessarar greinar á vf.is á næstu dögum.
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
áhöfn erlings GK árið 1976.
erlingur GK kemur nýr til landsins í desember 1975.
Sveinn Jónsson skipstjóri lengst til vinstri og hluti áhafnar erlings GK.
Tónlistarmaðurinn og ólympíufarinn Már hélt tvenna tónleika á Íslandi í síðustu viku ásamt 30 manna stórhljómsveit frá Manchester. Tónleikar voru haldnir í Salnum í Kópavogi og Hljómahöll í Reykjanesbæ. Öllu var öllu tjaldað til en hljómsveitina skipar glæsilegt hrynband, 12 manna strengjasveit, tré- og málmblásturshljóðfæri, slagverk og söngvarar. Á tónleikunum fengu áhorfendur að heyra tónlist Más í bland við sígilda slagara í nýjum
Það er mikið fyrirtæki fyrir ungan tónlistarmann að setja upp viðburð eins og þennan og fjölmargir lögðu Má lið í verkefninu en styrktaraðilar tónleikanna eru: Uppbyggingarsjóður Suðurnesja, Courtyard by Marriott Reykjavík Keflavík Airport, K. Steinarsson, Menningarsjóður Reykjanesbæjar, Skólamatur, Langbest, Rétturinn, Bus4U, Kökulist, Reykjanesapótek, Sporthúsið Reykjanesbæ, Hamborgarabúlla Tómasar Reykjanesbæ og T.ark arkitektar. Már með
sinfónískum útsetningum. Heiðursgestur sýningarinnar var hinn víðfrægi enski söngvari Wayne Ellington. Í nóvember 2024 hélt Már sína fyrstu tónleika ásamt The Royal Northern College of Music Session Orchestra við frábærar undirtektir. Í framhaldi hefur hann komið fram með sveitinni á fjölda viðburða í Englandi; má þar helst nefna tvenna uppselda tónleika í Manchester, og framkomu á tónlistarhátíðinni Candle Calling.
Meðal gesta á tónleikunum var söngkonan María Baldursdóttir, ekkja Rúnars Júlíussonar, en hún heilsaði upp á kappann að loknum tónleikunum.
Pálmi fór á kostum „á trúnó“
Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson fór á kostum „á trúnó“ tónleikum í Bergi í Hljómahöll á fimmtudag í síðustu viku. Um hundrað manns nutu flestra af þekktustu lögum sem Pálmi hefur sungið í gegnum tíðina en kappinn fór líka „á trúnó“ og sagði margar skemmtilegar sögur frá löngum tónlistarferli.
Undirtekir í salnum voru mjög góðar og gestir tóku undir og sungu með Pálma í lögum eins og Þitt fyrsta bros, Vegurinn heim og Hvers vegna varstu ekki kyrr? Ég er á leiðinni með Brunaliðinu. Pálmi sem er kominn yfir sjötugt gaf ekkert eftir á tónleikunum í söng og sögum en með honum var Þórir Úlfarsson á píanó en hann hefur líka verið lengi í hópi bestu tónlistarmanna landsins.
Pálmi samdi á ferlinum tvö lög og hann flutti annað þeirra á tónleik-
unum. Hann hefur átt langt samstarf við Magnús Eiríksson en þeir hafa verið í Mannakornum svo lengi sem menn muna og Maggi hefur verið öflugur lagasmiður en Pálmi séð að mestu leyti um sönginn. Pálmi notaði tækifærið á tónleikunum og sagði að það væri gaman að vera í fyrsta skipti í þessum sal sem tekur um 100 manns í sæti en hljóðgæði og lýsing er eins og gerist best. Hann sagði að tónlistarlífið á Íslandi ætti keflvískum tónlistarmönnum mikið að þakka og
Í hópi gesta var elsti núlifandi íbúinn á Suðurnesjum, hinn 102 ára Gunnar Jónsson sem sjá má á þessari
Jólakveðjur
Jólablað Faxa kemur út í desember, 85. árið í röð.
Þau sem vilja senda jólakveðju eða auglýsa í jólablaðinu 2025 geta haft samband við Eystein formann blaðstjórnar – eysteinne@gmail.com eða 698 1404.
Málfundafélagið Faxi.
sagði framlag þeirra til tónlistar á Íslandi ómetanlegt en Pálmi hefur sungið mörg lög eftir Magnús Kjartansson og Gunnar Þórðarson, svo einhverjir séu nefndir.
Pálmi tók flest sín bestu lög og gestir tókku undir. Þórir Úlfarsson spilaði undir hjá kappanum.
mynd.
Sigurður Helgi, sonur Pálma, var auðvitað mættur með konu sinni, Ragnheiði Möller, Kristjáni Möller og Hófí Karlsdóttur.
Forsetahjónin, bæjarstjórahjónin og forseti bæjarstjórnar Grindavíkur voru meðal gesta.
Forsetahjónin á tónleikum
Grindavíkurdætra
Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, voru gestir á tónleikum Grindavíkurdætra sem haldnir voru í Hljómahöll 10. nóvember.
Tónleikarnir voru haldnir í tilefni af því að þá voru liðin tvö ár frá því rýma þurfti Grindavík kvæð lög um von og framtíð, sem og baráttulög sem endurspegla styrk og seiglu samfélagsins. Sérstakir gestir voru Sigga Beinteins, Vigdís Hafliðadóttir og Tómas Guðmundsson. Kórstjóri: Berta Dröfn Ómarsdóttir.
Pólverjarnir fóru í skrúðgöngu í tilefni dagsins.
nesbæjar, sem lagði til húsnæði og aðstoð við framkvæmd dagsins. Þetta kemur fram í frétt frá leikskólanum.
Hátíðin hófst í Njarðvík með skrúðgöngu barna og fjölskyldna með hvítum og rauðum fánum. Genginn var hringur í Njarðvík sem hófst við Hljómahöllina og endaði aftur í bókasafninu þar sem dagskráin hélt áfram.
sem þau bjuggu til pólska erni með rauðum pappír í klippiverk (úrklippum) og unnu listaverk innblásin af pólskum táknum og litum fánans. Þau sungu einnig föðurlandslög og barnalög með gleði og stolti. Að lokum nutu börnin, foreldrar og kennarar samverustundar í hlýlegu og gleðilegu andrúmslofti og drukku heitt kakó.
framt studd af sendiráði Póllands í Reykjavík.
„Við erum þakklát yfirvöldum Reykjanesbæjar og stjórn Háaleitisskóla fyrir stuðning og opna afstöðu sem styrkir menningarleg tengsl og samstarf milli Íslands og Póllands,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar.
komin langt þegar hann sá dós og við urðum að snúa við til að sækja poka.
Fórum svo í Njarðvíkurskóga og þar var hann með röntgen augu á allt rusl, þegar heim var komið var vel hálfur innkaupapoki af rusli.
Einnig stoppaði hann á leiðinni og hreinsaði laufin ofan af öllum niðurföllum. Þetta finnst mér frábært
Mér finnst þetta skemmtilegt og vildi láta ykkur
unnar t.v. með verðlaunaskjalið. Forsetahjónin fengu skemmtilegar mótttökur í skólanum. VF/hilmarbragi.
Háaleitisskóli hlaut hvatningarverðlaunin
„Ég er svo ótrúlega stoltur af ykkur,“ sagði Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri Háaleitisskóla, eftir að skólinn hlaut hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna nýlega.
Unnar að viðurkenningin endurspegli samstillt og markvisst starf alls hópsins í skólanum. Í þakkarorðum sínum til starfsfólksins leggur hann áherslu á að daglegt skólastarf byggi á hlýju, fagmennsku og metnaði.
„Á hverjum degi sýnið þið nemendum alúð, fagmennsku, metnað og hlýju,“ segir Unnar og bætir við að samvinna, nemendamiðuð nálgun og skapandi skólastarf geri Háaleitisskóla að „lifandi samfélagi þar sem hvert barn fær að blómstra“.
Skólastjórinn segir verðlaunin vera viðurkenningu á sameiginlegu starfi: „Þau minna okkur á að markviss vinna, skýr
Átta börn úr Reykjanesbæ í Jólapartíi Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu
Emma Máney Emilsdóttir er ein af 16 börnum sem taka þátt í jólasýningu Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu í ár, en þess má einnig geta að 8 börn úr Reykjanesbæ eru þátttakendur.
Emma Máney er búin að æfa dans í 7 ár og er meðlimur í Ungleikhúsinu. Hún segir þetta vera mikið ævintýri og gaman að vera í svona stórum hópi leikara, söngvara og dansara en meðal annarra í sýningunni eru þau Páll Óskar og Jóhanna Guðrún. Æfingar hófust 18. maí á einum heitasta degi ársins og nú er loksins komið að frumsýningu sem verður næstkomandi laugardag 22. nóvember.
emma Máney og sjö aðrir Suðurnesjakrakka eru í sýningunni.
sýn og jákvæð menning skapa raunveruleg tækifæri fyrir nemendur, starfsfólk og samfélagið í heild.“
Að lokum hvetur Unnar til áframhaldandi sóknar: „Við höldum áfram á sömu braut, styrkjum það sem vel gengur og lærum af því sem mætti betur fara – stígum næstu skref í framúrskarandi skólastarfi. Ég er svo stoltur af ykkur og hlakka til næstu skrefa saman.“
Snjótörnin kom á óvart
n Góðar viðtökur hjá Dekkjahöllinni í Reykjanesbæ
Fyrstu mánuðirnir hafa gengið afar vel og við höfum fundið fyrir miklum áhuga frá íbúum á svæðinu. Viðtökurnar hafa verið framar vonum og það hefur verið ánægjulegt að fá þetta traust strax frá upp hafi,“ segir Reynir Stefánsson, framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar sem opnaði á Fitjum í Njarðvík í haust.
„Snjótörnin kom öllum á óvart snemma í október, en starfsfólkið hjá okkur stóð sig frábærlega. Við vorum með gott verklag og tókst að taka móti öllum sem komu án mjög langra biðraða. Þessi snjótörn var góð prófraun á nýja verkstæðið og tækjabúnaðinn – og við stóðumst hana vel.“
Reynir segir að boðið sé upp á alla helstu dekkjaþjónustu: dekkjaskipti, jafnvægisstillingu, viðgerðir á dekkjum og dekkjahótel. „Við erum líka með felgur frá MAK og bjóðum ráðgjöf varðandi stærðir, öryggi og hentugustu lausnir fyrir hvert ökutæki.“
Eruð þið með gott úrval af vetrarog heilsársdekkjum, hvaða merki eru vinsælust hjá ykkur?
„Já, við erum með mjög breitt vetrar- og heilsársdekkjaúrval. Vinsælustu merkin hjá okkur eru Continental, Falken og Yokohama, en við bjóðum líka Triangle og Sonar sem eru hagkvæmur og góður kostur fyrir marga. Þetta eru allt merki sem við höfum reynslu af og vitum að skila góðri frammistöðu í íslenskum aðstæðum.“
Hvað með vetrardekk með nöglum eða ekki. Eruð þið að hvetja fólk til að sleppa nöglum?
„Við ráðleggjum viðskiptavinum út frá þeirra aksturslagi og að
um skoðun, merkingu og að dekkin séu í toppstandi fyrir næstu árstíð.“
Hvað varð til þess að þið ákváðuð að opna Dekkjahöllina í Reykjanesbæ og hvað skiptir mestu máli fyrir ykkur á nýjum stað?
„Við höfum séð mikla uppbyggingu á svæðinu og fannst vanta öfluga þjónustuaðstöðu fyrir íbúa og fyrirtæki. Það skiptir mestu máli fyrir okkur að vera nálægt fólkinu, bjóða upp á trausta þjónustu og vera rekstur sem stendur með samfélaginu.“
Að sögn Reynis eru starfsmennirnir með mikla reynslu úr dekkjaog bílgreinum. „Við leggjum mikla áherslu á fagmennsku og góða
fyrir persónulegri ráðgjöf. Stærsta áskorunin er að halda uppi hraðri þjónustu þegar álagið er mest, en það er jafnframt tækifæri til að sýna okkar styrkleika.“
Hvernig tryggið þið hraða og góða þjónustu á annatíma þegar langur biðtími í tímabókanir myndast víða annars staðar? „Við leggjum mikið upp úr skipulagi, réttu flæði á verkstæðinu og góðri þjónustu. Á annatímum er teymið okkar samstillt og við byrjum snemma og vinnum seint ef þarf. Við viljum vera staðurinn þar sem fólk fær afgreiðslu án þess að þurfa bíða í margar vikur eftir tíma. Hjá okkur afgreiðum við úr röðinni og hægt að komast að samdægurs.“
Reynir segir að eitt af markmiðum Dekkjahallarinnar sé að vera þjónustuaðili sem fólk getur treyst, skapa störf í bænum og taka þátt í að byggja upp jákvætt atvinnulíf í Reykjanesbæ. „Við ætlum að vera til staðar fyrir íbúa, fyrirtæki og félög – og leggja okkar af mörkum til öryggis í umferðinni með góðri ráðgjöf og faglegri þjónustu.
Í nóvember er opið á laugardögum milli 10:00 og 14:00. Á virkum dögum er opnunartíminn klukkan 8:00 til 17:00.
Jóhann með draumahögg
„Ég hitti boltann mjög vel en svo hvarf hann okkur sjónum þegar hann bar við stöngina og við héldum að hann hafi farið aftur fyrir hana. Svo var hann bara ofan í og það var ánægjuleg sjón,“ segir Jóhann G. Sigurbergsson, kylfingur í Golfklúbbi Suður nesja en hann fór holu í höggi á 16. braut á Hólmsvelli í Leiru í 11. nóvember.
Jóhann var með 19 gráðu trékylfu í draumahögginu en þetta er í fyrsta skipti sem hann fer holu í höggi en oft verið nálægt. „Þetta var gaman. Við fórum á gulu teigana og því var 16. brautin aðeins lengri en vanalega. Það var smá mótvindur en höggið var gott. Snorri spilafélagi minn brosti minna en ég - því hann hefur ekki enn náð þessu,“ sagði Jóhann og hló þegar kylfingur.is spurði hann út í höggið.
Þeir félagar hafa verið duglegir í góða veðrinu að undanförnu og farið oft í Leiruna sem enn skartar sumarflötum. Jóhann sagði völlinn í fínu standi þó það væri komið vel fram í nóvember, enn væri góður
Þeir eru með duglegri kylfingumspurður sagðist Jói alltaf skrifa og hann væri með yfir fimmtíu skorkort heima en þeir færu þó oft bara 9 holur.
Þú hefðir ekkert viljað skrá skorið inn rafrænt í golfboxið?
„Ég er nú hálfgerð risaeðla og kann það ekki en ég get þó skráð okkur á teig. Við fórum seinni níu holurnar núna. Ég myndi nú frekar vilja hafa völlinn eins og hann var áður, ég kunni betur við það en annars er Leiran búin að vera mjög fín,“ sagði Jóhann.
Átta Íslandsmeistaratitlar á ÍM 25
Lið ÍRB vann til átta Íslandsmeistaratitla, ásamt því að vinna einnig til átta Íslandsmeistarartitla í unglingaflokki á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug sem fram fór í Laugardalnum um næst síðustu helgi.
Keppt er til úrslita í unglingaflokki í undanrásum og síðan til úrslita í opnum flokki síðdegis.
Fremst í flokki hjá ÍRB voru þau Guðmundur Leo Rafnsson og Eva Margrét Falsdóttir en þau urðu bæði Íslandsmeistarar í þremur greinum.
Denas Kazulis varð þrefaldur Íslandsmeistari unglinga og setti jafnframt glæsilegt unglingamet í 50m skriðsundi.
Að loknu ÍM 25 á ÍRB þrjá sundmenn sem náðu lágmörkum á Norðurlandamótið, en það voru þau Daði Rafn Falsson, Denas Kazulis og Eva Margrét Falsdóttir, en jafnframt náði einn sundmaður lágmörkum á Evrópumeistaramótið en það var Guðmundur Leo Rafnsson.
Þeir sem urðu Íslandsmeistarar úr liði ÍRB.
Fannar Snævar Hauksson. 100m fjórsund
Guðmundur Leo Rafnsson 50, 100m og 200m baksund.
Eva Margrét Falsdóttir 200m bringusund, 400m fjórsund og 200m fjórsund.
Nikolai Leo Jónsson 200m bringusund.
Þeir sem urðu Íslandsmeistar unglinga úr liði ÍRB
Denas Kazulis 50, 100 og 200m skriðsund.
Margrét Anna Lapas 50m og 100m bringusund.
Nikolai Leo Jónsson 200m bringusund.
Árni Þór Pálmason 800m skriðsund.
Daði Rafn Falsson 100m fjórsund.
Golf í sumarblíðu
Kylfingar suður með sjó hafa verið duglegir síðustu vikurnar eftir að snemmkominn snjór lét sjá sig í lok október en hvarf fljótt. Veður hefur verið með eindæmum gott og kylfingar hafa sótt golfvellina í Leiru og í Sandgerði mjög vel en báðir vellirnir hafa verið með opið á sumarflatir. Meðal kappa sem hafa nýtt blíðuna eru þremenningarnir Þorsteinn Erlingsson og bræðurnir Einar Guðberg og Lúðvík Gunnarsson. Þessar myndir voru teknar af þeim nýlega. Lúlli slær á efri myndinni inn á 3. flötina, einbeittur á svip en Steini og Einar eru brosmildir á hinni.
Knattspyrnudeild
Njarðvíkur hefur ráðið Davíð Smára sem nýjan þjálfara meistaraflokks karla. Hjalti Már Brynjarsson, formaður deildarinnar, segir í samtali við VF að um sé að ræða draumaráðningu – Davíð hafi verið efstur á óskalistanum frá upphafi og félagið hafi beðið lengi eftir því að fá hann.
Síðustu
„Við erum ofboðslega fegnir að ná að landa Davíð,“ segir Hjalti.
„Davíð er sannur sigurvegari og búinn að sýna það. Hann var fyrstur á lista hjá okkur og við erum búin að bíða rosalega þolinmóð eftir honum.“
Sársaukafullt sumar – en lærdómurinn nýtist
Njarðvík var í toppbaráttu í sumar og spilaði að sögn Hjalta mjög góðan fótbolta, en missti af sæti í Bestu deildinni á lokasprettinum og tapaði meðal annars gegn nágrönnum sínum.
„Við náðum ekki okkar markmiðum. Við ætluðum okkur meira, lögðum mikið í þetta og ætluðum okkur að fara lengra. Það er tapsárt að ná ekki upp – og ennþá tapsárara að tapa fyrir nágrönn unum,“ segir hann og bætir við að nú sé bara eitt að gera: „Nú eru þeir komnir upp og við þurfum að fylgja þeim á eftir.“
leysi í svona stöðu hafi mögulega spilað inn í.
spilað marga leiki, en stóru leik irnir skipta mestu máli. Við töp uðum ekki á einum leik heldur mörgum leikjum þar sem við
púslin
„Við þurfum að vera töffarar líka þegar
það byrjar að rigna og kunna að vinna leiki
þá. Og ég held að við séum komnir með rétta manninn sem kann að vinna leiki í lokin líka.“
til að verða meiri töffarar
hefðum getað náð í úrslit. Við spiluðum frábæran fótbolta en þurfum að fylgja því eftir með úrslitum.“
Þrátt fyrir vonbrigðin sér hann mikinn ávinning.
„Þetta sumar fer beint í reynslubankann. Við gleymum þessu aldrei. Við erum að þessu til að læra og lifa.“
„Við verðum að vera töffarar líka þegar byrjar að rigna“
Hjalti er minntur á að hann hafi lýst Njarðvík sem „sætustu stelpunni á ballinu“ þegar liðið var á toppnum í sumar. Sú líking standi enn, en hann segir að vantað hafi aðeins harðfylgni á lokakaflanum.
enn sætasta stelpan
„Við vorum alltaf sætasta stelpan, en við vorum ekki nógu
og Bóa.
„Allir sem koma hingað leggja sína hönd á plóg og hjálpa okkur að verða meiri töffarar og meiri sigurvegarar. Við teljum að nú séum við komin með síðasta púsl sem við vildum til að standa beinir í baki.“
Hafnar sameiningarumræðu –treystir á gott fólk og styrktaraðila
Umræða hefur verið á svæðinu um mögulega sameiningu Kefla-
víkur og Njarðvíkur í fótbolta – og jafnvel körfubolta – en Hjalti segist lítið geta séð fyrir sér slíka vegferð.
„Á svæðinu eru ellefu fótboltalið á Suðurnesjum og mér finnst rosalega skrítin umræða að þurfa að sameina tvö stærstu félögin á meðan önnur geta ekki sameinast,“ segir hann. „Iðkendur í fótbolta eru rosalega margir. Við þurfum í raun bara betri umgjörð og betri mannvirki frá sveitarfélaginu. Þessi sameiningaumræða er fyrir mér bara ekkert í boði.“
Rekstur knattspyrnudeildar í næstefstu deild er krefjandi, en Hjalti segir félagið vel rekið.
„Verkefnið er mjög flókið, en við höfum sem betur fer gott fólk. Við erum rosalega lánsöm með stjórnarfólk, leikmannaráð, kvennaráð og allt þetta. Fólk er ofboðslega tilbúið að ná í peninga og styðja við félagið. Við höfum rekið okkur með hagnaði í öll okkar ár og það eru margir tímar sem fara í þetta, en líka mikill vinskapur sem mun alltaf vera okkur til góðs. Við erum gríðarlega lánsamt félag með marga góða styrktaraðila.“
Skýr markmið: upp í Bestu deild
Að lokum er Hjalti beðinn um að setja orð á markmiðin fyrir næsta tímabil – og svarar án þess að hika.
„Stefnan er upp í Bestu deild. Við ætlum okkur þangað á næsta ári,“ segir formaðurinn ákveðinn, sannfærður um að með Davíð Smára við stjórnvölinn sé Njarðvík skrefi nær því að festa sig í sessi meðal bestu liða landsins.
Brynjar Vilmundarson heiðraður af Félagi hrossabænda
Brynjar Vilmundarson hlaut nýlega heiðursverðlaun Félags hrossabænda á hrossaræktarráðstefnu fagráðs í hrossarækt fyrir einstakt ævistarf í þágu ræktunar íslenska hestsins. Brynjar rak hrossaræktarbúið Fet þar sem hann ræktaði hundruð gæðinga, þar á meðal fjölda verðlaunahrossa og heiðursverðlaunahryssna og stóðhesta, og hlaut Fet margoft viðurkenninguna Ræktunarbú ársins. Árangur Brynjars hefur markað djúp spor í íslenska hrossarækt og mun áhrifa hans gæta í stofninum
um ókomin ár. Greint er frá heiðursverðlaununum á vef Eiðfaxa og þar er ítarlega fjallað um feril Brynjars.
Það voru fleiri Suðurnesjamenn verðlaunaðir og árangur Mánamanna var góður. Margeir Þorgeirsson og Ástríður Lilja Guðjónsdóttir á Vöðlum fengu tilnefningu sem ræktunarbú ársins. Bragi Guðmundsson og Valgerður Þorvaldsdóttir ásamt Sveinbirni syni þeirra fengu tilnefningu fyrir stóðhest með 1. verðlaun fyrir afkvæmi.
Gumma Steinars, Steinar, Rabba, Bjarna Jó
F.v. ástríður, Margeir, Brynjar, Bragi og Valgerður. ljósmynd: Pétur Bragason
Páll Ketilsson pket@vf.is
Hjalti og davíð Smári handsöluðu samninginn í félagsheimili Njarðvíkinga nýlega.
ÍRISAR VALSDÓTTUR
F-orðið
Nú þarf ég að leggja fyrir ykkur spurningu. Svo virðist sem það séu ekki allir á sama máli um þessa enskuslettu sem virðist með öllu hafa tekið yfir íslenskt tungumál og komist svo langt að oft má heyra slíkt blótsyrði í annarri hverri setningu hjá
Okkar fámenna þjóð hefur lagt mikið upp úr því að undanförnu að halda sem fastast í íslenskuna. En sjaldnast má heyra orð eins og fjandinn, fjárinn, skrambinn, ansans og endemis... nú eða bara helvítis og andskotans. Það er allt saman f þetta og f hitt, og er það bæði notað yfir jákvæðar og neikvæðar staðhæfingar. F-orðið virðist þannig ekki lengur vera talið blótsyrði heldur einhvers konar áhersluorð í daglegu tali. Ég las meira að segja grein fyrir ekki svo löngu þar sem því var staðfastlega haldið fram að konur sem notuðu f-orðið væru taldar gáfaðri en þær sem gerðu Þegar ég fór að leita skýringa á þessu fann ég rannsókn þar sem talað var um að konur sem blóta byggju yfir betri orðaforða. Það er nú varla hægt að tengja slíkt saman ef aðeins er um þetta eina Einn frægasti barnabókahöfundur landsins kom fram í þætti Ísdrengjanna fimm og sagði vart meira en eina setningu. Í þessari einu setningu var sérstök áhersla lögð á þetta fræga blótsyrði. Sonur minn, fimm ára, horfði undrunaraugum á mig og sagði: „Mamma, hún sagði f-orðið.“ Þegar börnin okkar eru farin að taka eftir þessu svona snemma, hvert stefnir þetta þá? Kannski er þetta bara hluti af eðlilegri breytingu tungumálsins. En á sama tíma er spurning hvort við séum um leið að missa eitthvað –litríkari orðaforða og menningarlega sérstöðu sem fylgir gömlu íslensku blótsyrðunum. Spurningin mín er því sú: Er þetta af eða á? Ég hallast eindregið að því að þetta sé af – og væri ekki verra ef við rifjuðum upp gamla góða skrambann.