Víkurfréttir 17. tbl. 42. árg.

Page 1

ÓTLEGR J I FL

Plokk og golf

K

OS

Corny súkkulaði 50 gr

TURIN

N

FLJÓTLEGRI KOSTURINN Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

Mexíkóskt þema í kvöld?

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

>> Síða 14

Miðvikudagur 28. apríl 2021 // 17. tbl. // 42. árg.

MILLJÓNASTYRKUR TIL BLÁA HERSINS frá Útvegsmannafélagi Suðurnesja

„Þetta er stærsti dagur sem Blái herinn hefur upplifað. I love it,“ sagði Tómas J. Knútsson, foringi Bláa hersins, kampakátur þegar hann tók á móti fimm milljóna króna styrk frá Útvegsmannafélagi Suðurnesja til hreinsunarverkefna á Reykjanesskaganum. Það voru þau Erla Pétursdóttir frá Vísi hf. og Heiðar Hrafn Eiríksson frá Þorbirni hf. sem undirrituðu samning við Bláa herinn um hreins­ unarstarfið en auk þessara tveggja útgerðarfélaga eiga Gjögur hf., Nes­ fiskur hf., Saltver hf. og Víkurhraun ehf. aðild að Útvegsmannafélagi Suðurnesja. Erla Pétursdóttir sagði að um­ hverfisvitund væri mál málanna í dag og hreint haf og heilbrigðir fiskistofnar skiptu máli í dag og til framtíðar. Það væri markmiðið að skila hafi og strönd í betra ástandi til komandi kynslóða. „Útgerðarmenn á Suðurnesjum ákváðu að leggja þessu mikilvæga máli lið sem Tómas hefur verið að sinna af myndarskap í gegnum árin og við erum ánægð að taka þátt í átaki í hreinsun á fjörunum á Suður­ nesjum. Tómas hefur gert þetta vel en nú ætlum við öll að leggjast á ár­ arnar og gera enn betur og fá alla í lið með okkur.“ – Útvegsmenn og útgerðarmenn finna til samfélagslegrar ábyrgðar í þessum málum? „Já, við vitum að við berum mikla ábyrgð á þessu og höfum verið að vinna mikið í þessum málum út frá

Hopp-andi kátur

Frá undirritun samkomulags milli Útvegsmannafélags Suðurnesja og Bláa hersins. F.v.: Heiðar Hrafn Eiríksson, Tómas J. Knútsson og Erla Pétursdóttir. VF-mynd: Hilmar Bragi samfélagsstefnu sem við höfum gert. Umhverfismálin eru þar í brenni­ depli. Við viljum skilja vel við hafið, að hafið sé hreint og fiskistofnarnir sjálfbærir skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Þetta skiptir okkur máli, þjóðarbúið allt og komandi kynslóðir og við erum ánægð að fá að taka þátt í þessu.“ Á fréttamannafundi sem haldinn var við þetta tækifæri kom fram að stefnt væri að því að eftir sumarið 2021 yrðu fjörur Suðurnesja hrein­ ustu fjörur á Íslandi. „Við stefnum að því og setjum markið hátt. Þetta er eitthvað sem við gerum í ár og þarf svo að við­ halda. Við erum virkilega ánægð að taka þátt í þessu verkefni. Tómas Knútsson og Blái herinn hafa lyft Grettistaki í umhverfismálum og það er frábært að hafa svona drifkraft á

svæðinu sem drífur okkur áfram til góðra verka,“ sagði Erla Pétursdóttir. Tómas Knútsson sagði við sama tækifæri að öll berum við samfélags­ lega ábyrgð á því að hafið sé hreint. „Og við eigum mjög hreint haf og það er ekkert af nýju rusli að skola á fjörur. Þetta er allt gamalt dót sem er að sópast upp úr hafinu. Það er líka alltaf minna og minna af rusli því það eru sífellt fleiri sem taka sig til og eru að hreinsa sem sést best í átaki eins og plokkdeginum. En það er líka rusl sem er að fjúka frá landi og út sjó,“ segir Tómas. Um þriðjungur styrkfjárhæðar­ innar mun renna til björgunarsveita á Suðurnesjum sem ætla að fara á fimm verstu svæðin og hreinsa en það er hluti af áætlun Suðurnesja­ manna ásamt Reykjanes Geopark til að eignast hreinna umhverfi.

ALLT FYRI R ÞIG

á rafskútu í Reykjanesbæ

Rafskútur frá Hopp eru nú aðgengilegar í Reykjanesbæ. Fimmtíu rafknúin hjól eru nú orðin aðgengileg í bæjarfélaginu en farskjótarnir eru ætlaðir átján ára og eldri. Rafskúturnar má leigja í gegnum app og þar sést hvar laus hjól er að finna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, tók fyrsta rúntinn á rafskútunni um ráðhústorgið í Keflavík. Nánar er sagt frá hjólaleigunni í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld og á Víkurfréttavefnum, vf.is. VF-mynd: pket

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

DÍSA EDWARDS

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

PÁLL ÞORBJÖRNSSON

ASTA@ALLT.IS 560-5507

JOHANN@ALLT.IS 560-5508

DISAE@ALLT.IS 560-5510

ELINBORG@ALLT.IS 560-5509

PALL@ALLT.IS 560-5501

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is Á aðalfundi SAR síðasta mánudag var kosið í nýja stjórn sem er svona skipuð:

Stjórn SAR, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi. VF-mynd: pket

Guðmundur tók aftur við Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi Guðmundur Pétursson tók að nýju við formannakeflinu í SAR, Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi eftir aðalfund félagsins í vikunni. Guðmundur tók við af Guðjóni Skúlasyni sem gegnt hefur embættinu síðan 2017.

Þeir félagar hafa skipt með sér formannsembættinu frá árinu 2010 þegar félagið var stofnað. Guðjón verður áfram í stjórn og mun sinna varaformannsembættinu. Fjöldi að­ ildarfélaga í SAR var 31 við stofnum en yfir 200 félög eru nú tengd SAR

Beitti ofbeldi á leikskóla í Sandgerði Starfsmaður í leikskólanum Sólborg í Sandgerði hefur verið leystur frá störfum eftir að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Málið var kært til lögreglu og er rannsókn þess langt komin en málið kom upp í þessum mánuði. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfesti atvikið í samtali við RÚV. Málið hafi verið kært til lögreglu og rannsóknin sé langt komin.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

úr öllum greinum atvinnulífsins. Félagið hefur alla tíð haldið góðum tengslum við sveitarfélög, ríkið og þingmenn svæðisins, þrýst á mörg góð málefni en þegar félagið var stofnað voru Suðurnesjamenn í sárum eftir bankahrun og þá fór atvinnuleysi upp í rúm 15%. Þegar SAR fagnaði áratugsafmæli á síðasta ári fór atvinnuleysi enn hærra eða í um 25%. Það eru því enn erfiðari verkefni fyrir SAR að kljást við en við stofnun. Þá hefur félagið staðið

fyrir mánaðarlegum fundum frá stofnun að undanskildu Covid ári. Á fundinum kynnti Heiður Björk Finnbjörnsdóttir starfsemi Sam­ kaupa sem hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Í dag starfa yfir 1400 starfsmenn hjá Samkaupum og félagið rekur yfir 60 verslanir um allt land. Höfuðstöðvar þess eru á Suðurnesjum, Kaupfélag Suður­ nesja á 51% í því en nýlega bættu tveir lífeyrissjóðir við sig í félaginu.

Guðmundur Pétursson, formaður, Skólar ehf. Guðjón Skúlason, varaformaður, Airport Associates. Grétar Guðlaugsson, meðstjórnandi ÍAV. Heiður Björk Friðbjörnsson, meðstjórnandi, Samkaup hf. Heiðar Hrafn Eiríksson, meðstjórnandi, Þorbjörn hf. Varastjórn: Rúnar Helgason, Lagnaþjónusta Suðurnesja. Guðmundur Ingólfsson, Rafverkstæði IB. Kjartan Steinarsson, K.Steinarsson. Guðbergur Reynisson, Cargo flutningar. Andri Örn Víðissin, Isavia. Theódór Ingibergsson, Laugafiskur.

Suðurnesjalína 2 til úrskurðarnefndar Landsnet hefur ákveðið að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir sömu framkvæmd. Landsnet byggir kæru sína á því að öll skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún vekur upp mörg álitamál sem nauðsynlegt er að fá skorið úr um, segir í tilkynningu frá Landsneti. „Suðurnesjalína 2 er mikilvæg framkvæmd til að tryggja raforku­ öryggi íbúa og atvinnulífs á Suður­ nesjum og hafa stjórnvöld sett svæðið í forgang við uppbyggingu flutningskerfisins enda öryggi raf­ orkukerfisins á svæðinu ábótavant og mikilvægt að bæta þar úr sem fyrst. Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan mun liggja um, og nær allir landeigendur, hafa samþykkt lagningu hennar. Ákvörðun Voga að hafna framkvæmdaleyfinu, þrátt fyrir að Landsnet hafi uppfyllt öll skilyrði fyrir útgáfu framkvæmda­ leyfis, voru því vonbrigði og setur verkefnið í uppnám“ segir Guð­ mundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.

Ítarlegur undirbúningur og vandað samráðsferli Umsóknir Landsnets um fram­ kvæmdaleyfin fyrir Suðurnesjalínu 2 byggðu á samþykktri kerfisáætlun og ítarlegum undirbúningi þar sem lagt var mat á umhverfisáhrif ólíkra val­ kosta og hagsmunaaðilum tryggð að­ koma í gegnum vandað samráðsferli frá fyrstu stigum. Aðrar umsagnir, álit og leyfi liggja fyrir og samið hefur verið við langstærsta hluta landeig­

enda á línuleiðinni. Beitt var sömu aðferðafræði við umhverfismatið og var við undirbúning framkvæmda við Hólasandslínu 3 og Kröflulínu 3 sem ekki sættu kærum og fram­ kvæmdir eru hafnar við.

Jarðstrengur ekki í samræmi við raforkulög Loftlínuvalkosturinn sem sótt var um framkvæmdaleyfi fyrir tryggir best afhendingaröryggi raforku, af þeim kostum sem voru skoðaðir. Rannsóknir við undirbúning verk­ efnisins sýna að svæðið er útsett fyrir jarðskjálftum og eldgosum sem gerir það að verkum að jarðstrengs­ kostur er ekki góður á þessu land­ svæði. Hætta er á að hraunrennsli og miklar hreyfingar á landinu skemmi jarðstreng en loftlínur þola umtals­ verða hreyfingu auk þess sem hægt er að verja möstrin fyrir hraun­

rennsli með varnargörðum. Lík­ urnar á því að unnt verði að tryggja öruggt rafmagn við erfiðar aðstæður á Reykjanesi eru því mun meiri með loftlínu. Einnig felur jarðstrengsvalkostur í sér umtalsverðan viðbótarkostnað sem notendur raforku þyrftu að borga. Auk þess sem sá kostur fellur ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflína í flutningskerfinu og er ekki í samræmi við raforkulög. Í ljósi þessa er Landsneti að lögum ekki heimilt að ráðast í dýrari fram­ kvæmd enda hafi dómstólar komist að niðurstöðu um að líta beri til sjónarmiða um hagkvæmni og öryggi við ákvarðanir uppbyggingu flutn­ ingskerfisins, m.a. viðmiða stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Á því byggist m.a. ákvörðunin um að kæra höfnun Sveitarfélagsins Voga á framkvæmdaleyfi vegna Suður­ nesjalínu 2.


Baráttan heldur áfram! 1. maí er baráttudagur verkalýðsins Við höldum daginn hátíðlegan bæði til þess að fagna samstöðunni og mætti hennar en einnig til að minnast þess að nauðsynlegt er að halda áfram að berjast fyrir réttlæti og mannsæmandi launakjörum fyrir okkur öll. Til hamingju með daginn!

VR | Kringlunni 7 | 103 Reykjavík | Sími 510 1700 | vr@vr.is | vr.is


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

J A R Ð E L D A R

Í

F A G R A D A L S F J A L L I

Horft yfir hraunflæðið og gjósandi gígana í Fagradalsfjalli. Myndirnar tók Uni Hrafn Karlsson.

Kvikustrókar upp í 50 metra hæð og aukin sprengivirkni í gosinu Kvikustrókar ná nú allt að fimmtíu metra hæð og sprengivirkni hefur aukist í syðsta gígnum af þeim sem mynduðust og eru búnir að vera virkir frá 13. apríl. Það var rétt fyrir kl. 20:30 á mánu­ dagskvöld, 26. apríl, að virkni tók að breytast í „gíg 5“ í Fagradalsfjalli. „Sprengivirknin tók kipp og myndaði 40-50 m háa kvikustróka og þegar þetta er skrifað þá viðheldur gosið þessari kvikustrókavirkni,“ segir í færslu frá Eldfjallafræði og náttúru­ várhópi Háskóla Íslands á Facebook. Jafnframt hefur hraunflæði aukist um hrauná sem rennur úr Geldinga­ dölum. Upprunalegu gígarnir, Norðri og Suðri, virðast vera að þagna en þó var glóð í „Norðra“ aðfaranótt þriðju­ dags. Þeir sem koma reglulega að gos­ stöðvunum tala um að miklar breyt­ ingar verða á umhverfinu og lands­ lagi með hverjum deginum sem líður. Núna eru rúmlega 40 sólarhringar

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

síðan gosið hófst og engin merki um að því sé að ljúka. Virknin virðist vera að færast á einn gíg syðst á gos­ svæðinu.

Kvikan kemur af enn meira dýpi Nýjar efnagreiningar frá Jarðvísinda­ deild HÍ hafa leitt í ljós breytingar í efnasamsetningu kvikunnar sem er að koma upp í Fagradalsfjalli. Nú þegar rúmur mánuður er liðin síðan gosið hófst hefur hlutfall á milli efna­ sambandanna K2O/TiO2 í kvikunni farið hækkandi. Eldfjalla- og nátt­

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Hrauntunga kemur æðandi niður í Meradali laugardaginn 24. apríl. Sjáið fólkið í hlíðinni vinstra megin. úruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu og vísar til heimildar Edward Marshall, vísindamanns við Jarðvís­ indadeild Háskóla Íslands. Þessar breytingar eru taldar til marks um að kvikan sem nú er að koma upp sé að koma af enn meira

ATVINNA

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Opið:

11-13:30

alla virka daga

SMÁAUGLÝSINGAR

Blaðberi óskast hjá Morgunblaðinu. Upplýsingar veitir Guðbjörg í síma 8609199

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

dýpi í möttli jarðar heldur en sú sem kom í upphafi eldgossins. Einnig þykir þessi breyting benda til þess að kvikan hafi myndast við minni hlutbræðslu möttuls, samanborið við kvikuna sem kom upp í upphafi eldsumbrotana.

Skjálftinn talinn tengjast spennuhreyfingum Stóri jarðskjálftinn sem varð á þriðjudagskvöld í síðustu viku í Sundhnúkagígaröðinni um 5 km. norð-norðaustur af Grindavík er líklegast talinn tengjast spennu­ hreyfingum í jarðskorpunni vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. Þetta er stærsti skjálfti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan 15. mars eða frá því áður en gos hófst.

SMÁAUGLÝSINGAR

Spánn - Nýtt líf í nýju landi Handbók fyrir alla þá sem vilja prófa að búa á Spáni. Fæst á lifiderferdalag.is og hjá Eymundsson

Íbúð til leigu Heiðarholti. Falleg og vel með farin 2ja her­ bergja íbúð til leigu frá 1. maí Leiguverð 155 þús á mánuði, hússjóður innifalinn. Trygging 2ja mánaða leiga. Upplýsingar í tölvupósti: brynhildur@nordikatravel.com


Gleðilegt sumar með hollri hreyfingu og skemmtilegri útvist! Óskum íbúum Suðurnesjabæjar til hamingju með nýjan upplýstan göngu- og hjólreiðastíg milli Garðs og Sandgerðis.

Aðalverktaki:


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

FIMMTUDAGUR KL. 21:00

RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON

HRINGBRAUT OG VF.IS

AÐSTÆÐUR FÓLKS ERU MISJAFNAR

Það var mjög áhugavert viðtal við körfuboltakonuna Daniela Wallen Morillo, sem leikur með Keflavík í Domino’s-deild kvenna, í Víkurfréttum nýlega. Orð hennar fær mann til að hugsa um hvaða kjör og aðstæður fólks í þessum heimi eru misjöfn. Hún er fædd í V ­ enesúela en þar er hrikalegt ástand og stjórnarkreppa með tilheyrandi erfiðleikum fyrir íbúa landsins. „Ég vil vera hérna (á Íslandi) eins lengi og ég get. Heima eru mánaðarlaunin kannski fjórir bandaríkjadollarar (um 550 krónur) og fólk er í mörgum störfum til að lifa af, sem er erfitt. Ég hef vinnu og get sent fjölskyldu minni pening til að létta undir hjá þeim,“ sagði hún m.a. Aðspurð sagði hún að Covidástand þar í landi væri slæmt og færi versnandi og því gerði það fólki erfitt fyrir að vinna meira. Það tekur áhættu með því að fara að vinna og gæti þannig frekar smitast - en hefur lítið val því neyðin er svo mikil. Er á milli steins og sleggju. Orð Danielu fá mann til umhugsunar um hvað við séum heppin að búa á Íslandi – og ég er á leið í bólusetningu. Það finnst mér magnað. Fyrir ári síðan, ekki löngu eftir að heimsfaraldur hófst, voru miklar takmarkanir vegna hans fram á síðasta sumar með tíðum aukabylgjum eftir það. Ekki hefði ég getað ímyndað mér að rúmu ári eftir að heimsfaraldur hófst væri ég að fá bólusetningu og sú framkvæmd virðist ganga vel á Íslandi. Við Íslendingar tókum þennan faraldur á kassann og höfum fylgt reglum þríeykisins með góðum

árangri með fáum tilfellum. Við höfðum svo sem ekki mikið val en við höfum jú séð aðrar þjóðir tækla þetta stóra mál á annan hátt en við höfum gert. Heilbrigðisráðherra segir að eftir því sem bólusetningu miðar áfram mun takmörkunum létta og síðla júnímánaðar, þegar um 75% landsmanna verði bólusettir, verði takmörkunum aflétt, nema spritt og kannski grímur við einhver tilefni. Sá sem þetta ritar hlakkar til að hefja venjulegt líf, ef svo má segja, og í þeim viðtölum sem við höfum átt við nokkra lesendur að undanförnu kemur fram að það eru nær allir orðnir hundleiðir á Covid-19. Nú þegar kófinu er að slota eru íþróttirnar ýmis á fullu eða að komast á fullt. Körfuboltinn verður fram í maí eða lengur og fótboltinn er að byrja að rúlla. Takmarkanir verða hvað varðar áhorfendur en munu breytast eftir því sem líður á sumar. Hundruð kylfinga hafa sótt golfvellina heima á síðustu dögum í

byrjun sumars og er það vel. Hestamenn eru í góðum gír eins og fram kom í viðtali við Gunnar Eyjólfsson, formann Hestamannafélagsins Mána á Suðurnesjum, í VF í síðustu viku þannig að það er þokkalega létt yfir fólki þrátt fyrir slæma stöðu í atvinnumálum. Vonast er til að staðan lagist mikið með auknu flugi til Íslands. En talandi um íþróttir er vert að minnast á frábæran árangur tveggja Suðurnesjamanna í síðustu viku, sundfólksins Más Gunnarssonar sem setti heimsmet en hann er í skemmtilegu viðtali í Víkurfréttum í þessari viku og sundkonunnar Evu Margrétar Falsdóttur sem vann Íslandsmeistaratitil í þeim fjórum sundgreinum sem hún tók þátt í, á stærsta sundmóti ársins. Eva Margrét á framtíðina fyrir sér og stefnir hátt en hún þykir ein efnilegasta íþróttakona landsins.

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

Fluggarpurinn knái - Krían

Það styttist í að krían fari að gera vart við sig er hún kemur hingað til varpstöðva sinna. Þessi spengilegi og tígulegi fluggarpur er virkilega skemmtilegt og krefjandi viðfangsefni fyrir ljósmyndara að eiga við. Hún á kannski ekki eins upp á pallborðið hjá öðrum sem þurfa að fara nærri varplöndum hennar sem hún ver af mikilli hörku. Varpheimkynni kríunnar eru allt í kringum Norður-heimskautið, norður til Svalbarða og Grænlands, í Evrópu ná þau suður til Bretlandseyja og Hollands. Krían er langförulust allra fugla. Vetrarstöðvarnar eru í Suður-Atlantshafi (við

Suður-Afríku) og Suður-Íshafi við Suðurskautslandið og allt austur til Ástralíu. Á haustin fara þær annaðhvort suður með Vestur-Evrópu og Vestur-Afríku suður til Suður-Íshafsins eða þær fljúga yfir Atlantshafið sunnan miðbaugs og halda síðan suður með austurströnd Suður-Ameríku uns þær koma í Suður-Íshafið. Á vorin fljúga þær í stóru essi (S) norður eftir Atlantshafinu. Krían fylgir því ætisríkum hafsvæðum á farfluginu og nýtir jafnframt staðvinda til að létta undir með langfluginu. Hún velur sér líka lífrík hafsvæði á veturna og vill helst verpa í nánd við gjöful fiskimið.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


SPARRI ehf. 25 ára

Hafdalur 6 – 14 Reykjanesbæ

Afmæliskaffi og opið hús í Hafdal 14 laugardaginn 1. maí kl. 14 – 16

Tjarnabakki 2 Reykjanesbæ

Dalsbraut 15 Reykjanesbæ

Hólmbergsbraut 9 – 11 Reykjanesbæ


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Benchmark Genetics í Vogum afhendir laxahrogn til útflutnings í hverri viku:

Tölvumynd af nýja hrognahúsinu.

Byggir nýtt og stærra hrognahús í Vogum Benchmark Genetics Iceland (áður Stofnfiskur) mun auka framleiðslugetu sína á laxahrognum umtalsvert með byggingu á nýju og stærra hrognahúsi við laxeldisstöð sína í Vogum á Vatnsleysuströnd. Nýja hrognahúsið verður form­ lega tekið í notkun í haust en fyrstu hrognin verða lögð inn um miðjan júní næstkomandi. Gert er ráð fyrir að framleiðslugeta nýja hússins verði yfir 300 milljónir laxahrogna á ári. Húsið hefur risið hratt þar sem fyrsta skóflustungan var tekin í nóv­ ember sl., búið er að steypa sökklana og veggir fara að rísa. Nýja hrogna­ húsið mun vera með 10.000 fimm

lítra eldisker sem hvert fyrir sig þroskar hrogn undan einni hrygnu. Þetta kerfi mun tryggja góð hrogna­ gæði. „Nýja hrognahúsið tryggir að hin vinsælu kynbættu laxahrogn fyrir­ tækisins verði að bestu gæðum svo og ein heilbrigðustu hrogn í heim­ inum í dag sem hægt er að afhenda allar vikur ársins út um allan heim. Undanfarin misseri hefur áhugi á laxeldi á landi aukist gífurlega og erum við að búa okkur undir að geta annað eftirspurn á þeim markaði út um allan heim segir Jónas,“ segir Dr. Jónas Jónasson, framkvæmdarstjóri Benchmark Genetics Iceland.

Dr. Jónas Jónasson, framkvæmdarstjóri Benchmark Genetics Iceland.

Frá framkvæmdum við nýja hrognahúsið í Vogum.

Eygló Jónsdóttir og Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju hlutu menningarverðlaun Voga Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga voru afhent við hátíðlega athöfn sumardaginn fyrsta, 22. apríl. Vegna samkomutakmarkana var einungis hægt að taka á móti tuttugu gestum og var athöfninni streymt. Þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru afhent. Menningarverðlaun hlutu að þessu sinni rithöfundurinn Eygló Jóns­ dóttir og Kirkjukór Kálfatjarnar­ kirkju. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri, afhenti verðlaunin og í umsögn hans um verðlaunahafa sagði hann meðal annars:

Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju: Kálfatjarnarkirkja á sér langa og merkilega sögu, sem ekki verður rakin öll hér, en árið 1876 kemur fyrst orgel í kirkjuna og var það meðal annars að frumkvæði séra Stefáns Thorarensen. Orgelið kostaði 470 krónur. Í framhaldi af því var farið að huga að því að út­ vega organista og sá eini sem völ var á í starfið var Guðmundur Guð­ mundsson útvegsbóndi og hrepp­ stjóri í Landakoti. Guðmundur var organisti kirkjunnar í 38 ár og það í tveim kirkjum á sama stað. Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju var stofnaður 11. desember 1944 og voru stofnfélagar 22. Í fyrstu fundargerð kórsins stendur: „Það hefur verið draumur okkar hér á Vatnsleysu­ strönd um alllangt skeið, að fá Sigurð Birkis, söngmálastjóra hingað suður til þess að leiðbeina okkur í söng og stofna hér kirkjukór. Nú hefur sá draumur rætst. Í dag mánudag 11. des. 1944 var stofnfundur haldinn í Brunnastaðaskóla, fyrsta kennsludag í hinum nýja barnaskóla að aflokinni kennslu og söngæfingu.“ Sigurður Birkis, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, aðstoðaði við að stofna kórinn sem hefur starfað óslitið síðan. Fyrsti formaður kórsins var Símon Kristjánsson frá NeðriBrunnastöðum og fyrsti stjórnandi kórsins var Stefán Hallsson. Nú­ verandi stjórnandi er Davíð Sigur­ geirsson og formaður kórsins er Þórdís Símonardóttir. Eins og áður sagði hefur kórinn starfað óslitið í 77 ár og eins og gefur að skilja skipst á skin og skúrir. Oft hefur gengið erfiðlega að manna kórinn vegna fámennis sóknarinnar og á stundum hefur gengið erfið­

lega að fá organista til starfa. Í dag er samstarf milli Kálfatjarnarkirkju og Ástjarnarkirkju og sinna sömu prestar og organisti báðum sókn­ unum. Kórinn stofnaði á sínum tíma minningarsjóð um Guðmund Kortsson, einn stofnfélaganna, og var sjóðnum ætlað að styrkja ungt fólk í hreppnum til að læra söng og orgelleik. Seinna var þessi sjóður, í samráði við ekkju Guðmundar, sam­ einaður kirkjusjóði og var varið til kaupa á núverandi orgeli kirkjunnar. Orgelið var vígt 6. október 1985 og kostaði aðeins meira en hið fyrra eða 1.200.000 krónur. Kórinn syngur við allar kirkju­ legar athafnir í Kálfatjarnarkirkju en hefur einnig sungið við ýmsar aðrar athafnir, heima og að heiman. Þegar kórinn varð sextugur árið 2004 var til að mynda farið í tónleikaferðalag til Þýskalands en einnig haldin söng­ skemmtun fyrir bæjarbúa. Þá hefur kórinn haldið árlega aðventutónleika til margra ára og aldrei rukkað að­ gangseyri. Að lokum má nefna að kórinn söng í mörg ár við þrettán­ dagleði og þegar kveikt er á jólatrénu í Aragerði. Kórinn hefur tekið þátt í sameiginlegum kóramótum á vegum Þjóðkirkjunnar. Kórinn æfir einu sinni í viku og ásamt hefðbundinni kirkjutónlist eru æfð margs konar sönglög. Nýir félagar eru alltaf vel­ komnir og vel er tekið á móti þeim.

Eygló Jónsdóttir: Eygló Jónsdóttir, rithöfundur, er fædd og uppalin í Hafnarfirði en flutti í Voga á Vatnsleysuströnd árið 2016 og hefur hún tekið virkan þátt í menningarlífi bæjarins síðan þá. Samhliða ritstörfum starfar Eygló sem framhaldsskólakennari og kennir við Flenborgarskólann í Hafn­ arfirði. Eygló fékk snemma áhuga á bókmenntum og skáldskap og sem unglingur drakk hún í sig bækur Þórbergs Þórðarsonar og vöktu skrif Þórbergs einnig áhuga hennar á heimspeki. Þegar Eygló var svo

Handhafar menningarverðlauna 2021 ásamt bæjarstjóra. Mynd: Sindri Jens Freysson fimmtán ára gömul fékk hún einmitt tækifæri til þess að kynnast Þórbergi persónulega þegar hún vann á Vífil­ staðaspítala þar sem hann dvaldi síðustu mánuðina. Þórbergur varð upp með sér yfir því að unglingurinn skyldi hafa lesið allar bækurnar hans og tengja svona við þær og ræddu þau löngum stundum um skáldskap og heimspeki þvert á kynslóðarbilið. Þessi kynni Eyglóar af skáldinu urðu síðar kveikjan að brennandi áhuga hennar á skáldskap og heimspeki og hefur þessi áhugi fylgt henni ævi­ langt. Börn Eyglóar hafa sagt frá því hvernig, á meðan aðrar mæður sungu vögguvísur fyrir börn sín, las Eygló ljóð og ljóðabálka fyrir þau þegar hún var að svæfa þau er þau voru lítil. Voru þá Síðasta blómið í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar og Tindátarnir eftir Stein Steinar í sér­ stöku uppáhaldi á heimilinu. Börn hennar segja að þessi ljóðalestur hafi mótað þau, og er elsta dóttir Eyglóar einmitt einnig þekkt ljóðskáld í dag. Nú í vor kom út barnabók Eyglóar, Sóley og töfrasverðið, í Ljósaseríunni hjá Bókabeitunni. Bókinn fór beint á metsölulista Eymundsson bæði yfir seldar barnabækur og allar íslenskar bækur en smásagnasafn hennar, Samhengi hlutanna, sem einnig kom út hjá forlaginu Bókabeitunni í fyrra,

2020, fékk verðskuldað lof hjá gagn­ rýnendum. Lestrarklefinn sagði m.e: ,,Samhengi hlutanna er stutt lesning sem fer með lesandann á óvæntar slóðir og vekur kátínu. Sögurnar eru kómískar og innihalda töluvert af gálgahúmor. Smásagnasafnið hefði mátt vera mun lengra.“ Eygló fékk m.a styrk úr höfundasjóði Rithöf­ undasambandsins til þess að skrifa það verk. Eygló er með meistaragráðu í ritlist og situr í ritnefnd fyrir tíma­ ritið Mannúð sem fjallar um frið og mannréttindi. Jólin 2017 gaf hún út barnabókina Ljóti jólasveinninn, sem einnig var litabók og vakti hún verðskuldaða athygli og árið 2018 gaf hún svo út ljóðabókina Áttun. Bókin fjallar um ferðalög, bæði bók­ stafleg og huglæg. Bókin varð til á ferðalagi og í henni leyfir höfundur sér að kanna ókunnugt landslag og nýjar víddir í sjálfum sér. Árið 2019 var Eygló valin til þess að verða fyrsta ljóðskáld Suðurnesja í Skáldaskápnum í Bókasafni Reykja­ nesbæjar en verkefnið hóf göngu sína rétt fyrir jólin 2019 og var Eygló þá fyrsta skáldið til að vera valin í Skáldaskápinn. Þá var hún sömu­ leiðis valin til þess að semja 17. júní ljóð fjallkonunnar fyrir Hafnarfjarð­ arbæ 2019.

Eygló hefur einnig skrifað fjölda greina í blöð/tímarit, haldið fjölda fyrirlestra um friðar og mannúðarmál og ljóð eftir hana og sögur hafa birst í safnritum. Árið 2018 var hún valin af rithöfundasambandinu í verkefnið Skáld í skólum þar sem hún ræddi við nemendur vítt og breitt um landið um hvernig saga verður til. Eygló hefur alla tíð haft brennandi áhuga á samfélagslegum málefnu og hefur hún meðal annars tekið þátt í samstarfshópi friðarhreyfinga í yfir 30 ár og með þeim undirbúið friðar­ gönguna á Þorláksmessu og kerta­ fleytinguna á Reykjavíkurtjörninni í minningu fórnarlamba kjarnorku­ sprengjanna á Hírósíma og Naga­ sakí. Hún hefur skipulagt og haldið alls konar fræðslusýningar um sjálf­ bæra þróun, umhverfisvernd, mann­ réttinda og friðarmál. Síðan er hún formaður Soka Gakkai, alþjóðlegu friðarhreyfingu búddista á Íslandi. Þá hefur Eygló verið dugleg að sinna og skipuleggja ýmsa menn­ ingarviðburði í Vogunum. Má þar nefna að fyrir jólin 2019 skipulagði hún Ljóðakaffi í Álfagerði og var fullt hús áhorfenda. Þá tóku þau hjónin, Eygló og maðurinn hennar, þátt í safnadeginum í Vogum fyrr á því árinu með því að lána stafasafnið sitt og Eygló hefur þar að auki lesið upp ljóð eftir sig á viðburðum bæjarins.


NÁÐU Í SAMKAUP Í SÍMANN OG BYRJAÐU AÐ SPARA

GILDIR Í YFIR 60 VERSLUNUM UM LAND ALLT

MEIRI AFSLÁTTUR OG FRÁBÆR TILBOÐ!

samkaup.is/app


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir ætlar að taka golfið föstum tökum og er með fleiri plön fyrir sumarið:

Frábært að sjá hvað við höfum náð langt í stafrænni þjónustu á stuttum tíma Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri Þjónustu og þróunar hjá Reykjanesbæ er orðin mjög leið á heimsfaraldri. Hún ætlar að ferðast innanlands, bæta sig í golfi en nýta líka sumarið til ferðalaga innanlands. Hvað er efst í huga eftir veturinn? Það er Covid, samkomutakmark­ anir og heimavinna, sem ég eins og allir aðrir, er komin nóg af og bíð ég spennt eftir samkomu-takmarka­ lausum tímum og bólusetningu sem er nú alveg að fara gerast. Ég vona innilega að bólusetningaráætlanir standist og að lífið fari að ganga sinn vanagang á ný.

Hversu leið ertu orðinn á Covid? (Mátt segja ef þú hefur fengið c19) Ég er orðin svo leið á Covid og hlakka til veirulausra tíma en að sama skapi er ég ánægð með hvað Covid hefur gert okkur öll sveigj­ anleg og við höfum öll þurft að hugsa út fyrir rammann til að aðlaga okkur að þeim takmörkunum sem okkur eru sett. Það er gaman að sjá fyrirtæki nýta tæknina og þróa stafrænar leiðir og þjónustu á miklum hraða, við erum að verða svo vön að gera allt með símann upp í sófa, sama hvort það er að kaupa í matinn, skipta um trygg­ ingar eða fara í greiðslumat. Það er frábært að sjá hvað við höfum náð langt í stafrænni þjónustu á stuttum tíma.

Er eitthvað eftirminnilegt í persónulegu lífi frá vetrinum? Það sem að stendur upp úr hjá mér persónulega er að hafa útskrifast úr meistaranámi í febrúar. Síðan standa fjölmörg ferðalög okkar fjölskyldunnar upp úr þar sem við höfum verið dugleg að ferðast innan­ lands í vetur og höfum við meðal annars farið nokkrar ferðir á Siglu­ fjörð þar sem við höfum átt góðar stundir með fjölskyldu og vinum okkar, svo vorum við að koma heim eftir tvær nætur á Hótel Húsafelli þar sem mér fannst magnað að upp­ lifa að fara í Giljaböðin.

Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d. Ætlarðu til útlanda? Nei, ég á ekki von á að fara til útlanda í sumar. En ég er komin með mörg skemmtileg plön innanlands. Þetta á að verða sumarið sem ég byrja í golfi, ég er aðeins að byrja og hlakka mikið til að upplifa Leirulognið sem ég hef heyrt svo mikið um. Svo ætla ég með vinahópi á Strandir og með gönguhópnum mínum í göngu og svo býst ég við að nýta restina af fríinu á Siglufirði þar sem við eigum íbúð. Þar ætla ég að labba á fjöll, við vinkona mín ætlum t.d að labba á Hólshyrnuna sem ég er spennt fyrir. Þangað höfum við fengið mikið af skemmtilegum gestum til okkar síð­ ustu sumur og vona ég að svo verði líka í sumar. Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covidfrír í næstu viku? Ætli ég myndi ekki bóka mig í golf­ ferð svo ég nái þessu golfi einhvern tímann og svo ég verði mér ekki til skammar á völlunum í sumar. Uppáhaldsmatur á sumrin? Ég elska allan grillmat en ætli grilluð nautalund sé þó alveg allra uppá­ halds. Uppáhaldsdrykkur á sumrin? Ískalt hvítvín

Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu(fyrir utan gosslóði)? Ég myndi fara rúnt um Reykjanesið skoða brúnna á milli heimsálfa, ger­ fuglinn, Gunnuhver og Brimketil og enda síðan í Bláa Lóninu í afslöppun. Þegar við kæmum aftur í Reykja­ nesbæ myndi ég svo rölta í mat og drykk á Hótel Keflavík og labba strandleiðina heim. Hver var síðasta bók sem þú last? Það var skólabók. Það er hræði­ legt að segja frá því að frá því að ég kláraði námið um áramótin hef ég bara ekki haft eirð í mér að lesa. Ég er hins vegar búin að hlusta ég rosa­ lega mörg podköst. Ég verð samt að fara taka mig á því ég var alltaf að lesa og öfunda manninn minn sem er alltaf að lesa og mæla með góðum bókum fyrir mig. Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? Ef ástin er hrein með Jóni Jónssyni og GDRN

Fríða Dís með nýtt lag Tónlistar- og söngkonan Fríða Dís var að senda sér nýtt lag af væntanlegri breiðskífu. Don’t Say er dúett ásamt tónlistarmanninum Íkorna og er að finna á öllum helstu streymisveitum.Fríða á bæði lag og texta ásamt því að syngja og leika á bassa. Smári Guðmundsson leikur á rafgítar og Stefán Örn (Íkorni) leikur á píanó, kassagítar og trommu ásamt því að syngja lagið með Fríðu. Upptökur fóru fram hjá Smára í Stúdíó Smástirni og Stefáni í Stúdíó Bambus. Útsetningin er í höndum Fríðu, Smára og Stefáns en Stefán Örn sá einnig um að hljóðblanda lagið. Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk Studios sá svo um hljóðblöndun. „Ég hef verið að vinna að nýrri plötu frá því að ég gaf út mína fyrstu sólóplötu, Myndaalbúm, í febrúar 2020. Undanfarið höfum við Smári bróðir verið að hljóðrita demó í Stúdíó Smástirni í Suðurnesjabæ, sjá svona hvað við erum með í höndunum og finna lögunum listrænan farveg. Ég er mjög spennt fyrir þessari plötu sem verður með textum á ensku. Ég stefni ég á að gefa plötuna út síðla næsta haust ef allt gengur vel en er þó ekki að stressa mig á einhverri

tímasetningu heldur skiptir mig máli að leyfa lögunum að gerjast náttúrulega. Listaverkið við lagið er eftir Fríðu og er stjörnumerki úr fæðingablettum eigin­ manns hennar og hefur ljósmyndin sterka skírskotun í lagið. „Maður iðar í skinninu og vonast til að geta blásið í tónleika ásamt hljómsveit með hækkandi sól og bólusettum tónleika­ gestum,“ segir Fríða Dís.

-Er komin langt með breiðskífu sem kemur út í haust

Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári? Mig langar að sjá að fólk sem á eignir sem hafa dabbast niður taki sig til og snyrti til í kringum sig, - alveg sér­ staklega á Hafnargötunni. Ég vil líka endilega að ferðaþjón­ ustan komist aftur á fullt svo að allir þeir sem misst hafa vinnuna hér á Suðurnesjum og víðar fái hana aftur sem allra fyrst. Reykjanesbær þarf að gera betur í skólamálum, það eru allt of langir biðlistar í greiningar og skólasál­ fræðinga, við eigum að gera miklu betur í þeim málum er snúa að börn­ unum okkar. Við eigum líka að leggja ofur áherslu á nýsköpun í öllum skólum á svæðinu og halda fastar og betur um nýsköpun og sprota­ fyrirtæki og styðja markvissara við bakið á þeim. Svo er ég mjög spennt fyrir að fá betri heilsugæslustöð, mikið innilega vona ég að það verði að veruleika á árinu. Páll Ketilsson pket@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Ráðin hennar Önnu ljósu eru skyldulesning fyrir verðandi foreldra Sigurður Friðrik Gunnarsson er í skýjunum eftir fæðingu dóttur sinnar og segir hápunkt nýliðins vetrar að verða faðir. Hann þjálfar líka unga stráka í körfubolta og tekur svo í gítarinn. Sigurður Friðrik Gunnarsson er nýbakaður faðir og segir það toppa allt að verða foreldri. Hann þjálfar unga körfuboltapeyja og segir það hafa gengið vel þrátt fyrir kófið. Hann segir planið að ferðast innanlands í sumar.

körfubolta- og fótboltaliðin okkar. Svo laumum við okkur eitthvað út fyrir bæjarmörkin þegar færi gefst.

Hvað er efst í huga eftir veturinn? Íþróttastarf barna og unglinga er mér hugleikið efni þar sem ég þjálfa körfubolta hjá Keflavík. Ég er stoltur af ungu strákunum mínum fyrir að hafa haldið góðum dampi í gegnum tvo vetur þar sem Covid-19 hefur sett strik í reikninginn og haft mikil áhrif á æfingar og mótahald. Þeir hafa sýnt frábæran karakter og tekist á við mótlæti og hindranir með já­ kvæðu hugarfari. Við þurfum að halda áfram að hlúa vel að íþróttaog æskulýðsstarfi sem er stórt lýð­ heilsumál fyrir alla í bæjarfélaginu til lengri tíma litið. Forgangsatriði í mínum bókum.

Hvað myndir þú gera ef heimurinn væri Covidfrír í næstu viku? Freistandi væri að henda sér beint til sólarlanda en ég væri þakklátur að komast á árshátíð, góða tónleika eða í leikhús án allra takmarkana.

Ertu farinn að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög til dæmis. Ætlarðu til útlanda? Planið er að ferðast mikið innan­ bæjar í sumar. Göngutúrar með fjöl­ skyldunni til vina og ættingja og auð­ vitað verður farið á völlinn að styðja

Uppáhaldsmatur á sumrin? Allt sem hægt er að skella á grillið! Uppáhaldsdrykkur á sumrin? Cuba libre á meðan ég stend yfir grillinu.

Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári? Vonandi getum við fagnað góðum árangri íþróttaliðana okkar og haldið eins og eina Ljósanótt með öllu til­ heyrandi. Ég bið ekki um meira.

Hvert myndirðu fara með gest á Reykjanesinu fyrir utan gosslóði)? Ég byði upp á góðan sunnudags­ rúnt. Fjaran á Garðsskaga, brú á milli heimsálfa, Brimketill, Kleifarvatn og ís-stopp á Bitanum á leiðinni heim.

Er eitthvað eftirminnilegt í persónulegu lífi frá vetrinum? Fæðing dóttur minnar er hápunktur vetrarins og lífsins fram til þessa. Það toppar ekkert að verða faðir og lánið sem fylgir því að fá að takast á við nýtt hlutverk í lífinu.

Hver var síðasta bók sem þú last? Fyrstu mánuðirnir: Ráðin hennar Önnu ljósu. Skyldulesning fyrir verðandi foreldra segir konan mín. Ég tek undir það. Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? Sólarsamba ábreiðan með GÓSS kemur sterk inn núna með hækk­ andi sól.

Hversu leiður ertu orðinn á Covid19? Það er engin mælistika á það hversu þreytt þetta ástand er orðið. Það eru allir farnir að þrá venjulegt líf aftur og vonandi er farið að glitta í ljósið við enda gangana.

Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi Fyrsti framboðslistinn sem Viðreisn kynnir fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september næst­ komandi er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wol­ fram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur og bæjarfulltrúi í Árborg, skipar þriðja sæti listans og Elva Dögg Sigurðardóttir, tóm­ stunda- og félagsmálafræðingur, er í fjórða sæti. Listinn er skipaður tuttugu öflugum frambjóðendum. Þau eru á öllum aldri með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu og hafa sam­ eiginlega sýn á framtíð íslensks sam­ félags. Notast er við svokallaða fléttulista á framboðslistum Viðreisnar þar sem hver frambjóðandi má ekki vera af sama kyni og sá sem skipar sætið á undan.

Framboðslisti Viðreisnar í Suður­ kjördæmi:

8. Kristina Elísabet Andrésdóttir, viðskiptafræðingur. Reykjanesbær.

1. Guðbrandur Einarsson, for­ seti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Reykjanesbær.

9. Bjarki Eiríksson, sölu- og þjón­ usturáðgjafi. Hella.

2. Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfis­ fræðum. Hveragerði. 3. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur og bæjarfulltrúi í Ár­ borg. Selfoss. 4. Elva Dögg Sigurðardóttir, tóm­ stunda- og félagsmálafræðingur. Reykjanesbær. 5. Axel Sigurðsson, matvæla- og bú­ fræðingur. Selfoss. 6. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lög­ maður. Hveragerði. 7. Arnar Páll Guðmundsson, við­ skiptafræðingur. Reykjanesbær.

10. Jasmina Crnac, stjórnmálafræð­ ingur. Reykjanesbær. 11. Jóhann Karl Ásgeirsson, háskóla­ nemi. Hveragerði. 12. Kristjana H. Thorarensen, geð­ tengslafræðingur. Þorlákshöfn. 13. Halldór Rósmundur Guðjónsson, lögfræðingur. Reykjanesbær. 14. Justyna Wroblewska, deildar­ stjóri í leikskóla og nemi í mannauðs­ stjórnun. Reykjanesbær. 15. Heimir Hafsteinsson, trésmíða­ meistari og aðstoðarmaður bygg­ ingafulltrúa í Rangárþingi ytra. Hella.

Fjögur efstu á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. 16. Kolbrún M. Haukdal Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Vestmanna­ eyjar. 17. Alfreð Alfreðsson, leiðsögumaður. Vestmannaeyjar. 18. Guðbjörg Ingimundardóttir, sér­ kennari. Suðurnesjabær.

19. Hannes Sigurðsson, fram­ kvæmdastjóri. Þorlákshöfn. 20. Ingunn Guðmundsdóttir, við­ skiptafræðingur. Selfoss. Fjórir efstu frambjóðendur Við­ reisnar f.v.: Þórunn Wolfram Pét­ ursdóttir, Sigurjón Vídalín Guð­ mundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

1983

VIÐTÖL VIÐ LAUNÞEGA Í 1983

1989

1983

1987


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

TILEFNI 1. MAÍ Á 9. ÁRATUG SÍÐUSTU ALDAR 1984

1984

1987

198 4

1984


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

MINNA AF RUSLI EN ÁÐUR

– þokkaleg þátttaka á Plokkdegi

Talsvert af drasli var plokkað á plokkdaginn mikla síðasta laugardag á Suðurnesjum. Plokkað var í öllum sveitarfélögum og þátttaka misjöfn. Tómas Knútsson var við störf í Suðurnesjabæ og sagði að kerran hafi verið fyllt og líklega um 300 kg. verið plokkuð. „Það er minna rusl en áður sýnist mér,“ sagði herforinginn knái. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Suðurnesjabæ og í Reykjanesbæ.

FLEIRI MYNDIR Á KYLFINGUR.IS OG VF.IS

Fjölmenni á golfvöllunum Mikil aðsókn hefur verið að golfvöllunum á Suðurnesjum sem allir hafa opnað á sumarflatir og hafa mörg hundruð kylfingar á höfuðborgarsvæðinu nýtt sér það og heimsótt Suðurnesjamenn síðustu daga. Gott veður hefur hjálpað til og ýtt undir aðsóknin og heimafólk hefur að sjálfsögðu verið duglet líka. Á stærri myndinni má sjá kylfinga á 10. teig á Hólmsvelli í Leiru. Hamrabjargið í Bergvík blasir við í öllu sínu veldi og Keilir setur punktinn yfir i-ið fyrir miðri mynd. Útsýnið magnað. Til hliðar má sjá þær stöllur Halldísi Jónsdóttur og Ólöf Einarsdóttir á 8. teig.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Alltaf gott að fá góða steik Páll Þorbjörnsson hlakkar til að sjá nýja uppbyggingu á Suðurnesjum og vill fá aðra matvörubúð í Grindavík Grindvíkingurinn Páll Þorbjörnsson, fasteignasali var ekki lengi að svara spurningunni um það sem væri eftirminnilegast frá vetrinum sem er að líða. Auðvitað eru það jarðskjálftarnir. Honum stóð ekki á sama á tímabili. – Hvað er efst í huga eftir veturinn? Að fá súper sumarveður. – Er eitthvað eftirminnilegt í persónulegu lífi frá vetrinum? Þar sem ég er búsettur í Grindavík þá verð ég nú að nefna jarðskjálfta. Manni stóð ekki alltaf á sama. – Hversu leiður ertu orðinn á Covid? Þetta venst, leiður já, yfir því að við séum að fá upp smit. – Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d. Ætlarðu til útlanda? Planið er útlandaferð í haust og njóta Íslands í sumar.

„Það er svo margt að skoða á Reykjanesinu frá Vígdísarvöllum og út á Reykjanestá. Ætli Gunnuhver væri ekki fyrir valinu.“

– Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid-frír í næstu viku? Bóka ferð út, klárlega. Og hlakka til að sjá uppbyggingu aftur á Suður­ nesjum. – Uppáhaldsmatur á sumrin? Það er alltaf gott að fá góða steik. – Ertu mikill grillari? Hvað finnst þér best á grillið? Svínið er oftast valið, lambið er ekki að heilla mig nema það sé fitulítið. – Uppáhaldsdrykkur á sumrin? Það fer allt eftir tíma sólarhrings.

– Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu (fyrir utan gosslóðir)? Það er svo margt að skoða á Reykja­ nesinu frá Vígdísarvöllum og út á Reykjanestá. Ætli Gunnuhver væri ekki fyrir valinu. – Hver var síðasta bók sem þú last? Er ekki bókaormur. – Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna? Er eiginlega alæta, og ekki neitt eitt lag. – Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári? Klárlega að fjölga störfum, þá helst kvennastörfum, styrkja ferðaþjón­ ustuna og eitt stk. matvörubúð.

Göngum fram með góðu fordæmi Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir um að geyma ekki hjólhýsi, tjaldvagna og kerrur á opnum svæðum í sumar. Með sumarkveðju, Sviðsstjóri Umhverfissviðs

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis óskar félagsmönnum sínum og öllum íbúum Suðurnesja gleðilegrar hátíðar á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Yfirskrift hátíðarhalda að þessu sinni er

„Það er nóg til!“ Aftur þurfum við að halda okkar baráttusamkomu í sjónvarpi vegna Covid og verður hátíðardagskrá á RÚV þann 1. maí klukkan 21.00. Við hvetjum fólk til að koma saman og horfa á þessa dagskrá sem er sett saman í tilefni dagsins.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis


16 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Aftur til veiða eftir hrygningarstopp Mikið var þetta nú ljúft. Þegar þessi pistill er skrifaður þá loksins var fyrsta alvöru blíðan hérna í apríl, því að aprílmánuður er búinn að vera svo til frekar erfiður gagnvart veðrinu og það hefur m.a. bitnað á bátunum og þá helst minni bátunum, sem lítið hafa getað róið. Hrygningarstoppi 2021 er lokið og eins og greint var frá í síðasta pistli þá fóru nokkrir bátar frá Suður­ nesjunum norður til Siglufjarðar til veiða, en komu síðan aftur. Þeir bátar sem fóru í þetta ferðalag voru: Sandfell SU sem landaði 44,5 tonnum í fjórum róðrum. Hann kom síðan til Grindavíkur og hefur landað þar 65 tonnum í fimm róðrum. Indriði Kristins BA var búinn að vera að landa í Grindavík í apríl en fór líka norður og landaði þar 51 tonni í fjórum róðrum. Í þeim tölum eru landanir á Ólafsvík og Bolungarvík. Báturinn kom síðan til Grindavíkur og hefur landað þar 31 tonni í þremur róðrum. Vésteinn GK var með 28 tonn í þremur róðrum. Hann kom síðan til Grindavíkur og hefur landað þar um 45 tonnum í fjórum róðrum. Auður Vésteins SU var aðeins með 20 tonn í þremur róðrum fyrir norðan. Hún kom síðan til Grinda­ víkur og hefur landað þar 40 tonnum í þremur róðrum. Gísli Súrsson GK var með 24,7 tonn í þremur. Hann kom síðan til Grindavíkur og hefur landað þar um 35 tonnum í fjórum róðrum. Þess má geta að síðast­

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

nefndu þrír bátarnir eru allir í eigu Einhamars. Annars er fjöldi báta búinn að vera á veiðum á svæðinu frá Reykjanestá og að Þorlákshöfn. Mest eru það línubátar og hefur veiðin hjá þeim verið nokkuð góð. Stóru línubátarnir hafa líka verið þar á veiðum ásamt því að vera við veiðar útaf Sandgerði. Sighvatur GK er kominn með 342 tonn í þremur veiðiferðum og mest 159 tonn. Páll Jónsson GK með 307 tonn í þremur og mest 126 tonn. Fjölnir GK 233 tonn í þremur og mest 101 tonn í veiðiferð. Línubátar sem landa í Sandgerði hafa líka fiskað vel þó þeir séu ívið færri en bátarnis sem eru að landa í Grindavík. Dóri GK er með 40 tonn í níu og mest 11 tonn. Margrét GK 39 tonn í tíu róðrum og mest sjö tonn. Beta GK 32 tonn í tíu róðrum og mest 8,5 tonn í veiðiferð. Mokveiði hefur verið hjá drag­ nótabátunum og þegar þetta er skrifað er Sigurfari GK kominn

Sandfelli SU. með 225 tonn í tíu róðrum og mest 41 tonn í róðri. Hann er aflahæsti báturinn á landinu. Siggi Bjarna GK er með 190 tonn í níu og næst afla­ hæstur. Benni Sæm GK með 163 tonn í átta og er hann þriðji afla­ hæsti dragnótabáturinn á landinu. Ansi vel gert.

Það má geta þess að gamli Njáll RE, sem fjallað var um hérna í pistil fyrir nokkru síðan, hefur hafið dragnóta­ veiðar frá Breiðdalsvík og hefur landð þar fjórtán tonnum í fjórum rórðum. Báturinn heitir núna Silfurborg SU. Netabátarnir gátu hafið veiðar aftur eftir stoppið og hafa eftir­

farandi bátar landað: Langanes GK 19 tonn í þremur, Grímsnes GK 17,6 tonn í þremur, Maron GK 11,3 tonn, Halldór Afi GK 1,5 tonn og Hraunsvík GK 4,3 tonn, allir eftir þrjá róðra. Allir bátarnir hafa verið á veiðum á Faxaflóa og er þetta nú nokkuð treg veiði hjá þeim.

Skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur Staða skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst næstkomandi. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir víðtækri þekkingu á skólastarfi, hefur sýnt góðan árangur í störfum sínum og hefur getu til að leiða skólann áfram undir merkjum hugmyndafræði uppeldis til ábyrgðar – uppbyggingar sjálfsaga og einkunnarorða skólans um virðingu, vellíðan og virkni. Helstu verkefni og ábyrgð: • Veitir skólanum faglega forystu og leiðir fjölbreytt og skapandi skólastarf í samræmi við grunnskólalög, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu sveitarfélagsins • Samvinna við fræðsluyfirvöld í sveitarfélaginu um stefnumótun og ákvarðanatökur • Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans, m.a. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun • Stuðlar að framförum, árangri, velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks • Þróar og fylgir eftir framsækinni sýn, stefnu og skólamenningu í samstarfi við starfsfólk, nemendur og foreldra • Samstarf við aðila skólasamfélagsins í Grindavík

Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfisbréf sem kennari, auk kennslu- og stjórnunarreynslu í grunnskóla • Viðbótarmenntun í stjórnun eða reynsla sem veitir sérhæfða hæfni, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 95/2019

Grunnskóli Grindavíkur er heildstæður skóli með um 550 nemendur í tveimur skólabyggingum og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. - 3. bekk. Verið er að byggja við starfsstöð yngri nemenda til að mæta fjölgun nemenda og bæta allan aðbúnað. Fyrirhugað er að sú viðbygging verði tekin í notkun um næstu áramót. Sveitarfélagið rekur skóla- og félagsþjónustu sem m.a. sinnir skólaþjónustu fyrir Grunnskóla Grindavíkur.

• Leiðtogahæfni og reynsla af faglegri forystu á sviði skólamála í grunnskóla • Þekking og reynsla á stjórnsýslu, fjármálastjórn og starfsmannamálum

Skólaskrifstofa Grindavíkur fékk nýverið styrk til þriggja ára úr Sprotasjóði til að vinna að innleiðingu hugmyndafræði

• Góð þekking á notkun upplýsingatækni í kennslu

lærdómssamfélags í skólasamfélaginu

• Lipurð í samstarfi og framúrskarandi hæfni í

og tekur grunnskólinn þátt í því verkefni

mannlegum samskiptum

ásamt öðrum skólum í sveitarfélaginu.

• Frumkvæði, sjálfstæði og góðir skipulagshæfileikar

Frekari upplýsingar um grunnskólann má

• Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu

finna á vefsíðu skólans:

og riti

www.grindavik.is/grunnskolinn

Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í stöðu skólastjóra grunnskóla, ásamt afriti af prófskírteinum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Áhugasamir umsækjendur, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225 og Nökkvi Már Jónsson (nmj@grindavik.is), sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs Grindavíkurbæjar, í síma 420 1100.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Þrumustuð í Grindavík Þruman er félagsmiðstöð sem þjónustar fimmta til tíunda bekk í Grunnskóla Grindavíkur. Melkorka Ýr Magnúsdóttir er starfandi forstöðumaður Þrumunnar en fyrri forstöðumaður er í barneignarleyfi. Melkorka segir að í Þrumunni sé skipulögð starfsemi fyrir unglinga, viðburðir sem ýmist starfólk eða nemendur sjá um að skipuleggja og eru yfirleitt á kvöldin. „Við erum með opið þrjú kvöld í viku fyrir krakka úr áttunda til tíunda bekk, eitt kvöld er fyrir klúbbastarf og svo erum við með eitt kvöld fyrir fimmta til sjöunda bekk,“ segir Melkorka Ýr í viðtali við Víkurfréttir. Elti foreldrana að vestan

Krakkarnir í Þrumunni náðu ekki að halda árshátíð í ár.

Þruman vel sótt „Undanfarin ár hefur svipaður fjöldi unglinga sótt félagsmiðstöðina,“ segir Melkorka. „Þegar vel er mætt eru eitthvað yfir tuttugu krakkar en svo er allur gangur á því – við höfum yfirleitt verið að fá ágætis fjölda, fimmtán til tuttugu unglinga.“ – Klúbbastarfið, út á hvað gengur það? „Eins og er erum við með tvo klúbba starfandi, stelpu- og strákaklúbb. Núna erum við svolítið að einblína á að ná inn stelpum og strákum í sitt hvorri grúbbunni. Við erum þá að reyna að ná til þeirra sem eiga erfiðara félagslega og eru ekki að mæta á opnu húsin. Það er aðeins sérhæfðara starf unnið í þessum klúbbum þar sem við erum að vinna mikið með sjálfstyrkingu og sjálfs­ mynd krakkanna.“

– Þú er Ísfirðingur en hvernig stóð á því að þú fluttir til Grindavíkur? „Já, er Ísfirðingur. Ég er 24 ára og hef verið í Grindavík í um fimm ár. Ég elti for­ eldra mína hingað eftir að ég kláraði menntaskólann heima. Mamma og pabbi voru flutt áður en ég kláraði, svo þegar ég var búin með skólann var ekkert annað í stöðunni en að flytja til Grindavíkur. Melkorka er á öðru ári í tómstunda- og félagsmála­ fræði í Háskóla Íslands. Hún á eitt ár eftir og útskrifast á næsta ári. „Ég ætlaði ekkert að leggja tómstunda- og félagsmála­ fræði fyrir mig en eitt leiddi af öðru. Ég byrjaði að vinna hér í Þrumunni sem kvöldstarfsmaður og þegar ég fór að vinna við þetta þótti mér þetta svo skemmtilegt. Sigríður Etna, sem var þá yfir félagsmið­ stöðinni, hafði farið í þetta nám og sannfærði mig um að tómstunda- og félagsmálafræði væri málið fyrir mig. Ég sótti sjálf mikið félagsmiðstöðina heima svo ég þekki vel inn á hvað fer fram á svona stöðum – þetta lá vel fyrir og það er æðislegt að að vinna með krökkum.“ – Þú hefur í nógu að snúast – ert Crossfit-þjálfari, söngkona, í háskóla ... „Já, ég er svolítið virk og vil hafa mikið að gera – helst vera allt í öllu,“ segir hún hlægjandi. „Ég hef mjög breytt áhugasvið, svo maður verður að blanda þessu eitthvað saman. Ég held að ég hafi prófað flestar íþróttir sem voru í boði þegar ég

Skíðaferðirnar eru vinsælar, þá fara krakkarnir snemma að morgni í Bláfjöll og koma aftur heim að kvöldi.

Melkorka með pabba sínum, Magnúsi Gauti, Hrafnhildi Unu, litlu systur sinni, og mömmu, Sigurlínu.

Óttalegur rússíbani

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

var yngri. Ég var í sundi, fótbolta og körfubolta, æfði dans og allskonar svona – en ég entist lengst í fótbolta og stundaði hann mest þegar ég var yngri. Ég hef ógeðslega gaman af íþróttum og fylgist vel með. Körfu­ bolti hefur alltaf verið mitt uppáhald þótt ég hafi aldrei beint verið með hæfileikann í honum – enda er ég bara einn og sextíu á hæð, hef ekki mikið með mér þar.“ Þegar Melkorka fluttist til Grinda­ víkur var hún auðvitað fljót að finna sér nýtt áhugamál. „Svo fann ég Crossfittið þegar ég var tvítug og ánetjaðist það. Það er svipað með Crossfit og aðrar íþróttir, maður er að æfa með hópi og það er stemmning á æfingu – öðruvísi en að vera einn að dandalast í ræktinni. Svo hef ég verið að þjálfa í stöðinni hér í Grindavík síðasta eitt og hálfa árið.“

Búin að syngja frá því hún var barn Melkorka segir að fyrir vestan sé mikið lagt upp úr því að krakkar fari í tónlistarnám. Hún byrjaði fjórtán ára gömul í söngnámi og sér ekki eftir því. „Það var alltaf mikil tónlist á mínu heimili, pabbi minn er mikill tón­ listarkarl og þegar ég var yngri var

Melkorka hefur numið klassískan söng og kemur fram við ýmis tilefni. mjög fjölbreytt tónlist leikin á mínu heimili. Ég er skilgreiningin á alætu á tónlist, ég hlusta á alla tónlist. Ég var búin að vera mikið í kóra­ starfi og kórstjórinn hvatti mig til að fara að læra söng. Ég byrjaði um leið og ég mátti, sem er um fjórtán ára minnir mig, og er búin að vera að syngja síðan þá. Ég sé ekki eftir því.“ – Þú hlustar á alla tónlist en hvaða tónlist flyturðu helst? „Ég er auðvitað klassískt menntuð svo þegar ég hef verið að koma fram hefur það yfirleitt verið tengt klassíkinni – en þegar ég hef verið að koma fram í veislum og svoleiðis þá hefur það oftar en ekki verið popp­ aðri tónlist. Ég er á báða vegu – í klassík og poppaðri tónlist.“

Sem stendur er Melkorka Ýr að leysa Elínborgu Invarsdóttur af sem for­ stöðumaður Þrumunnar en Elínborg er í fæðingarorlofi. En hvað segir Melkorka að sé framundan? „Við erum að klára árið núna. Það er að líða að sumri, svo byrjum við aftur í haust. Í haust verðum við Elínborg meira saman í þessu. Það er margt í gangi en þetta er auð­ vitað búinn að vera óttalegur rússí­ bani í þessu Covid-ástandi. Maður þorir varla að skipuleggja eitthvað fram í tímann. Hér var allt í blóma þegar það rýmkaði til í sóttvarn­ araðgerðum í febrúar, mars og við ætluðum að fara að halda árshátíð og fara í skíðaferðir. Daginn fyrir árs­ hátíðina var öllu skellt aftur í lás svo við bara bíðum eftir að það rýmki til – þá getum við kannski haldið árs­ hátíð eða eitthvað stærra. Annars höfum við verið meira í svona minni viðburðum eins og opnum húsum síðastliðið ár. Skíðaferðirnar sem við förum eru dagsferðir. Þá förum við snemma á morgnana, krakkarnir í sjöunda til tíunda bekk fá frí úr skólanum, og það er tekin rúta í Bláfjöll, skíðað allan daginn og svo rúta aftur heim um kvöldið. Við höfum reynt að fara allavega einu sinni á ári í svoleiðis ferðir en fórum ekki í ár.“

Boran opnar fyrir fullorðna Félagmiðstöðin Boran í Vogum opnaði dyrnar fyrir fullorðnum á sumardaginn fyrsta. Ákveðið var á síðasta fundi frístundaog menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga að nýta félagsmiðstöð sveitarfélagsins fyrir sextán ára og eldri. Því geta nú allir bæjarbúar nýtt félagsmiðstöðina en á mismundandi tímum sem þýðir að Boran er nú fullnýtt frá morgni til kvölds á virkum dögum. Opið er fyrir eldri borgara alla morgna frá átta til tólf, frístund nýtir aðstöðu félagsmiðstöðvar­ innar eftir hádegi. Fjögur kvöld í viku geta börn og unglingar

Hægt er að stunda pool eða aðra afþreyingu í félagsmiðstöðinni.

Fullorðnum hefur nú verið hleypt inn í Boruna, félagsmiðstöð Sveitarfélagsins Voga.

tekið þátt í skipulögðu starfi og sú nýjung er núna tekin upp að það mun vera opið á fimmtudags­ kvöldum frá sjö til níu fyrir full­ orðna. Hægt verður að nýta að­ stöðuna en félagsmiðstöðin er vel búin til þess að gera. Hægt er að spila pool, borðtennis, foosball og

allskonar borðspil. Stefnt er á að bæta við aðstöðuna og dagskránna þegar á líður. Vonast er til að vel verði tekið við þessari viðbót við það frábæra frístunda-, íþrótta- og menning­ astarf sem fram fer í útivistarpara­ dísinni Vogum.


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Eldbólstur og fullt tungl Mengun frá eldgosinu í Fagradalsfjalli er mis sýnileg. Myndarlegt eldbólstur steig upp af gosstöðvunum í fjallinu á mánudagskvöld og sást víða að. Eldbólstur verða til við afmarkað hitauppstreymi frá eldgosum og öðrum sterkum hitauppsprettum. Bólstrið er sambland af gufu og mengandi gufum eða reyk, enda mátti sjá hátt á himni þegar þar sem reykinn lagði út á Faxaflóa og sólsetrið var í sérstökum fjólubláum lit. Hérna er það hins vegar fullt tungl sem sést í gegnum reykinn í ljósaskiptunum á mánudagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Haukur Ottesen – minning (f. 29. maí 1953 – d. 8. apríl 2021) Í ágúst 2005 hóf ég störf í Sundhöll Keflavíkur sem sund­ laugarvörður, þar var sundkennarinn Haukur Ottesen sem hafði starfað í höllinni í 30 ár. Það var hann Vilhjálmur heitinn Ketilsson, skólastjóri á þeim tíma í Myllu­ bakkaskóla, sem réði Hauk til starfa árið 1976 og var Haukur ævinlega þakklátur Vilhjálmi fyrir það. Það var mikil unun að sjá eljuna og áhugann sem hann sýndi í starfi sínu. Haukur var ákveðinn og hann hafði sínar reglur en aldrei ósanngjarn. Hann var stríðinn og þegar krakkarnir báðu um leiktíma var eitt skilyrði í því að þau kölluðu „áfram KR“, enda var Haukur mikill KR-ingur. Þegar tímanum lauk mynduðu krakkarnir tvær raðir til þess að ganga niður í klefana. Í dyra­ gættinni snéru þeir allra hörð­ ustu sér við og kölluðu „áfram Keflavík“, þá brosti minn maður og hafði gaman af. Um haustið

2006 færðist sund­ kennsla Myllubakka­ skóla upp í Sundmið­ stöðina Vatnaveröld og starfaði Haukur þar til ársins 2018. Hann hafði staðið vaktina á bakkanum í 42 ár með börnum okkar Keflvíkinga og keyrði Reykjanesbrautina fimm daga vikunnar. Lífið getur verið grimmt, Haukur náði aðeins tveimur árum með ástvinum sínum eftir að hann hafði lokið ævistarfi sínu. Hann féll frá þann 8. apríl síðastliðinn, eftir erfiða baráttu við illvígann sjúkdóm. Um leið og ég þakka Hauki fyrir samstarfið og góða vináttu, votta ég Guð­ laugu, dætrum, öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Útför Hauks fór fram 23. apríl síðastliðinn í Lindakirkju í Kópa­ vogi. Hvíl í frið kæri vinur, Jón Ásgeir Þorkelsson.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma

JAKOBÍNA ANNA OLSEN Lómatjörn 34, Reykjanesbæ

lést mánudaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á Facebook, Njarðvíkurkirkjur-Útfarir Tómas Snorrason Guðlaugsson Bjarnrún Magdalena Tómasdóttir Jóhann Sveinbjörn Gíslason Guðlaugur Tómasson Anna Kristín Tómasdóttir Sigurður Óli Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn

Lóðarleiga, samstaða í bæjarstjórn Fasteignagjöld skiptast m.a. í fasteignaskatt, lóðarleigu, sorphirðugjald og fleira. Hækkun á fasteignagjöldum hefur verið mikil í sveitarfélaginu, þrátt fyrir að fasteignaskattsprósenta hafi verið lækkuð. Mikið flækjustig er í útreikningi á lóðarleigu sem greidd er í Reykjanesbæ og mikilvægt að ná utan um þessi mál í heild sinni og grípa til þeirra aðgerða sem mögulegar eru.

Bæjarstjórn leggur því til eftirfarandi: 1. Reykjanesbær hefji sem fyrst samningaviðræður við ríkið um kaup eða leigu á lóðum sem eru á Ásbrúarsvæðinu, sem yrðu síðan framleigðar til leiguhafa á Ásbrúarsvæðinu. 2. Reykjanesbær hefji undirbúning á að kaupa þær lóðir innan bæjarmarka sveitarfélagsins sem eru falar. 3. Skoðaðir verði möguleikar á samræmingu á lóðarleigusamningum á þeim lóðum sem Reykjanesbær á.

Það er því ánægjulegt að bæjarstjórn Reykjanesbæjar var samstíga í eftirfarandi bókun á síðasta bæjarstjórnar­ fundi 20. apríl 2021, en bókunin er svohljóðandi: Nú liggur fyrir minnisblað frá fjármálaskrifstofu þar sem tekið hefur verið saman mismunandi lóðarleigu­ samningar sem eru hjá Reykjanesbæ. Eigendur lóða eru Reykjanesbær, ríkið og einstaklingar. Lóðarleiga er mis­ munandi, stór hluti er hlutfall af lóðarmati, aðrir tengdir lægstu launum verkamanns svo dæmi séu tekin. Íbúar Reykjanesbæjar hafa fundið fyrir mikilli hækkun lóðar­ leigu og er mikilvægt fyrir íbúana að þessi mál séu tekin föstum tökum og Reykjanesbær stuðli að því að ná utan um málið og beiti sér eins og hægt er fyrir samræmi.

Margrét Sanders, Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsóknarflokki, Guðbrandur Einarsson, Bein leið, Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki, Gunnar Þórarinsson, Frjálsu afli, Friðjón Einarsson, Samfylkingu, Baldur Þórir Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Sjálfstæðisflokki, Díana Hilmarsdóttir, Framsóknarflokki, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Samfylkingu, Styrmir Gauti Fjeldsted, Samfylkingu. Margrét Sanders, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.


B A RÁT T UK VEÐ J U R TIL VERKAFÓLKS 1. MAÍ

R EY K J A NESB ÆR

vinalegur bær

Það er nóg til. Jöfnuður er réttlæti!

Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu kveðjur!


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hef verið í bandi við laugina síðan ég man eftir mér Heimsmethafinn Már Gunnarsson hefur meira en nóg fyrir stafni. Hann lætur ekki sjónleysi aftra sér og hefur afrekað meira en flestir þótt ungur sé. Már bætti tæplega þrjátíu ára gamalt heimsmet í 200 metra baksundi á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem haldið var um síðustu helgi og tvíbætti um leið Íslandsmetið í greininni. Hænsnabóndi og heimsmethafi. VF-mynd: JPK

„Að vísu hef ég slegið tvö eða þrjú önnur heimsmet, aftur á móti voru þau ekki lögleg og í grein sem er ekki mikið keppt í – þannig að ég vil ekki tala um það. Þetta met er fyrsta alvöru heimsmetið sem ég set. Ég fer svo út til Madeira eftir tvær vikur til að taka þá í Evrópumótinu og stefnan er sett á Ólympíuleikana í Tokyo í haust. Ég er fyrir löngu búinn að ná lágmörkum fyrir bæði þessi mót, öll formsatriði eru frá­ gengin, en ég þarf hins vegar að halda mér sem hæst „rankaði“ sund­ maður á landinu til að eiga rétt á að fara. Það er bara eitt sæti í boði og ég hef það í dag. Hins vegar er Róbert Ísak úr Sundfélagi Hafnarfjarðar flottur strákur og mjög efnilegur kandidat, ég vil helst að við förum báðir og það gæti mögulega gerst. Það eru einhverjir útreikningar sem ráða þessu og sætum er deilt niður á löndin eftir árangri keppenda, höfða­ tölu og svoleiðis.“ Már fæddist lögblindur og segir það vera himinn og haf á milli efri og neðri lögblindumarka. „Ég er mjög neðarlega núna. Ef þú ert í efri lög­ blindumörkum, sem eru um tíu pró­ sent, þá ertu nú bara drullufínn. Þú getur lesið ef letrið er stækkað og alls kyns svona munaður – en þetta hefur bara verið niður á við hjá mér.“ Már byrjaði að æfa sund í áttunda bekk, tólf eða þrettán ára gamall, en hann hafði æft kajak í eitt ár. „Ég æfði kajak þegar við bjuggum úti í Lúxemborg. Það er ógeðslega

gaman, alveg æðislegt sport. Við vorum mikið að pæla í að kaupa okkur kajak í fyrra. Þetta er eina sportið sem ég hef stundað fyrir utan sundið. Ég er búinn að vera í bandi við laugina síðan ég man eftir mér, við vorum alltaf í sundi svo það lá beint við að fara að æfa sund.“

Mikið á sig lagt Framundan er stíft prógram hjá Má til að undirbúa sig fyrir Evrópumót og Ólympíuleika. Hann æfir allt að tíu sinnum í viku og segist enn þurfa að bæta sig. „Helgin var alger snilld – en þetta er ekki nóg. Ég þarf að bæta mig meira til að eiga möguleika á verð­ launasæti í Tokyo og ég hef nokkra mánuði til að gera það. Ég æfi svona níu eða tíu sinnum í viku, svo er músíkin að taka sinn tíma líka. Svo hef ég líka svakalegan hóp fólks í kringum mig; Ingi Þór Einarsson, landsliðsþjálfari, Steindór Gunnarsson sem er minn yfirþjálfari, Daði Hildiberg er tæknilegur þjálfari, svo er Gunni (pabbi) með bankið. Helgi Rafn Guðmundson hefur hjálpað mér með styrk og liðleika en því miður höfum við ekkert getað hist eftir að Covid fór í gang.

Það er reyndar mjög gott að vera í svona einstaklingsíþrótt á svona tíma, ég hef nánast getað haldið minni rútínu sem er meira en flestir aðrir íþróttamenn hafa getað.“

Tónlistin Már er ekki einungis frábær íþrótta­ maður heldur hefur hann náð góðum árangri á tónlistarsviðinu, hann hefur gefið út hljómplötu auk þess að samstarfsverkefni hans og tón­ listarkonunnar Iva Adrichem hefur vakið mikla athygli undanfarið ár. „Ég byrjaði í tónlist sjö ára gamall, þegar ég bjó í Lúxemborg, og hef haldið mig við það síðan. Ég hef

Helgin var alger snilld – en þetta er ekki nóg. Ég þarf að bæta mig meira til að eiga möguleika á verðlaunasæti í Tokyo ...

verið í Tónlistarskóla Reykjanes­ bæjar í níu ár auk þess að vera mikið að vinna upp á mitt einsdæmi, hef verið duglegur að búa mér til alls konar verkefni. Núna er ég búinn með miðstig í rythmískum píanóleik og hef bætt við mig söngnámi. Ég átti að taka miðstigið í klassískum píanóleik þegar ég var fimmtán ára en þá hætti ég og skipti yfir í rythmískan. Ég sé svo sem alveg eftir því núna að hafa ekki lokið því prófi.“ – Er það nokkuð of seint? „Nei, í sjálfu sér ekki. Þá þarf ég bara að læra öll lögin sem þarf í það aftur, ég er búinn að gleyma þeim öllum.

Már og Iva við tökur á tónlistarmyndinu við smellinn þeirra, Barn. VF-mynd: Hilmar Bragi

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Ég hata þegar talað er um „að koma út úr skápnum“ og orðið „hommi“ er ljótasta orð sem til er ...

Ég les ekki nótur, læri bara eftir eyranu og minni.“ Síðasta sumar vakti flutningur Más og Iva Adrichem á lagi Ragnar Bjarnasonar, Barn, mikla athygli og naut lagið og myndbandið mikilla vinsælda. Þau Iva kynntust á nám­ skeiði hjá Blindrafélaginu fyrir meira en tíu árum síðan. „Við höfum verið kunningjar síðan við kynntumst fyrir einhverjum tólk árum síðan en erum góðir vinir í dag. Hún er hámenntuð í klassískum söng og er að klára Listaháskólann núna. Samstarf okkar byrjaði í fyrra með laginu Barn og við höfum verið að troða upp saman síðan þá. Núna vorum við að gefa út nýtt lag, Vin­ urinn vor, en Hilmar Bragi hjá Vík­ urfréttum gerði myndband við bæði lögin.“ – Er mikið að gera hjá þér í að koma fram? „Ekki í Covid en það kemur alltaf eitthvað. Einkasamkvæmi, afmæli, brúðkaup eða jarðafarir. Svo er ég með útvarpsþátt einu sinni í viku sem heitir Unga fólkið og er á Út­ varpi Sögu, þættirnir eru líka að­ gengilegir í hlaðvarpi. Þetta eru við­ talsþættir þar sem ég fæ til mín ungt fólk á öllum aldri sem hefur sögu að segja eða skarað fram úr á einhvern hátt.“

Tilkynningaskylda ömurleg Á síðasta ári talaði Már opinskátt um samkynhneigð sína í viðtali á Stöð tvö, eitthvað sem hann hafði gert opinberlega áður. „Mér finnst ekki að fólk þurfi að opinbera svona þannig séð, sé ekki alveg tilganginn í því. Ég held ástæðan fyrir því að ég fór að tala um það var að aðstæð­ urnar og vettvangurinn þá hafi hæft umræðuefninu. Almennt finnst mér svona tilkynningarskylda ömurleg. Ég hata þegar talað er um „að koma út úr skápnum“ og orðið „hommi“

Pssst ...

Aðeins lengri afgreiðslutími

Feðgarnir Gunnar og Már eru mjög samrýndir og pabbi Más aðstoðar hann í sundinu. VF-mynd: Hilmar Bragi er ljótasta orð sem til er, mér finnst það hljóma eins og líkþorn eða eitt­ hvað. Sagan hefur gert þetta orð niðrandi finnst mér, þótt aðrir í þessu samfélagi sjá það kannski ekki þannig. Mér finnst það bara hljóma illa, það er ekkert músíkalskt í því – er nokkurs konar tónskratti. Svo finnast mér þessar skilgreiningar óþarfar.“

Dýravinur og bóndi í bæ Már hefur í meira en nógu að snúast en hann virðist geta búið til tíma til að sinna fleiri áhugamálum en flestir. Hann er mikill dýravinur og hefur byggt hænsnakofa út í garði. „Já, svo sinni ég mínum hænum. Ég er nefnilega bóndi í bæ,“ segir hann brosandi. „Ég er búinn að eiga hænur núna í eitt ár, elska þær.“ – Eru þá egg í morgunmat alla daga? „Ég held að ég borði svona fjögur til átta egg á dag. Þær eru ekki ánægðar núna, eru búnar að vera í sóttkví í þrjár vikur út af einhverri fugla­ flensu sem er að ganga í Evrópu.

Opið alla daga

8-20 í Krónunni Fitjum

www.kronan.is

Annara er ég mikill dýravinur og finnst gott að hafa dýr í kringum mig. Ég fæ leiðsöguhund í september og get ekki beðið. Það verður fyrsti leiðsöguhundurinn sem kemur til Reykjanesbæjar, pældu í því. Þetta er tveggja ára, stór labradorrakki sem er núna í þjálfun út í Sví­ þjóð þannig að ég hef ekki enn hitt hann. Ég þarf sennilega að spjalla við hann á „svensku“ þegar hann kemur,“ segir Már og skellir upp úr. Ég er mjög spenntur, ég elska hunda. Mér finnst samt fyndið að hæn­ urnar mínar hlýða mér betur en margir hundar hlýða eigendum sínum – ég er ekki að grínast. Þær hlýða mér alltaf á innkalli. Ég gæti ekki átt smáhunda, myndi líklega drepa þá. Ég hef átt tvo hunda hingað til og ég var alltaf að stíga á þá, þeir lifðu það af vegna þess að þeir voru svo stórir og sterkir.“

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is


sport

Eva Margrét Falsdóttir tryggði sér fjóra Íslandsmeistaratitla og bætti við sig EMU lágmarki í 200m fjórsundi. Í lok móts fékk Eva Margrét síðan afhentan Sigurðarbikarinn fyrir besta afrek í bringusundi á mótinu.

Miðvikudagur 28. apríl 2021 // 17. tbl. // 42. árg.

Árangurinn var líka eftir því, heimsmet, tvö piltamet, EMU lágmark, NÆM lágmark, lágmark í landsliðshóp, ellefu Íslandsmeistaratitlar ásamt fullt af öðrum verðlaunum. Eva Margrét Falsdóttir átti afar gott mót en hún tryggði sér fjóra Íslands­ meistaratitla á frá­ bærum tímum og bætti við sig EMU lágmarki í 200m fjórsundi. Í lok móts fékk Eva Margrét síðan af­ hentan Sigurðarbikarinn fyrir besta afrek í bringusundi á mótinu. Þær greinar sem Eva Margrét varð Íslandsmeistari í voru: 200m bringusund 400m fjórsund 100m flugsund 200m fjórsund

Sundfólk ÍRB lét metunum rigna Sjö met, ellefu titlar, lágmörk og fjölmörg verðlaun á Íslandsmótinu í sundi.

Það var svo sannarlega sveifla á sundfólki ÍRB á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Líkt og aðrar íþróttir þá hefur sundið fengið sinn skerf af Covid-takmörkunum. Mikil óvissa var um þetta mót en því hafði verið frestað um þrjár vikur. Loksins tókst þó að halda Íslandsmót sem var virkilega ánægjulegt. Það var því líka gríðarleg spenna og eftirvænting hjá sundmönnum ÍRB að fá loksins að etja kappi við sína helstu keppinauta.

GLEÐILEGT SÓLNINGAR SUMAR!

Már Gunnarsson átti líka frábært mót, hann tryggði sér fjóra Íslands­ meistaratitla í flokki S11, ásamt því að setja Heimsmet og fjögur Íslandsmet. Hann bætti tæplega 30 ára gamalt Heimsmet í 200m baksundi og tvíbætti um leið Íslandsmetið í greininni. Jafnframt setti hann Íslandsmet í 100m skrið­ sundi og 50m baksundi. Þær greinar sem Már varð Íslandsmeistari í voru: 200m baksund 100m skriðsund 50m baksund 100m baksund Karen Mist Arngeirsdóttir átti einnig mjög góða helgi. Hún synti á sínum bestu tímum í bæði 100m bringusundi og 50m bringusundi og varð Íslands­ meistari í báðum greinum. Einnig vann hún silfurverðlaun í 200m bringusundi. Þær greinar sem Karen Mist varð Íslandsmeistari í voru: 100m bringusund 50m bringusund

Fannar Snævar Hauksson stóð sig afar vel um helgina: Hann geri sér lítið fyrir sló tvö Piltamet. Bæði metin voru komin til ára sinna eða 21 árs gömul met.Á föstudaginn sló hann metið í 100m flugundi og varð Íslandsmeistari í greininn. Á sunnudaginn sló hann metið í 50m flugsundi þegar hann hafnaði í öðru sæti í greininni ein­ göngu 14/100 frá EMU lágmarki. Hann vann jafnframt til silfurverð­ launa í 200m flugsundi. Fannar Snævar varð Íslandsmeistari í 100m flugsundi. Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir bronsverðlaun í 400m skriðsundi, 200m skriðsundi og 1500m skriðsundi á sínum bestu tímum, hún náði jafnframt lág­ mörkum á NÆM. Aron Fannar Kristínarson bronsverðlaun í 200m fjórsundi og 400m fjórsundi. Katla María Brynjarsdóttir silfurverðlaun í 1500m skriðsundi á sínum besta tíma. Alexander Logi Jónsson brons­ verðlaun í 200m bringusundi á sínum besta tíma. Kári Snær Halldórsson vann bronsverðlaun í 50m bringusundi á sínum besta tíma, hann náði jafnframt lágmarki inn í unglinga­ landslið SSÍ. Að lokum vann ung og efnileg kvennasveit ÍRB til silfurverðlauna í bæði 4 x 100 fjórsundi og 4 x 200m skriðsundi. Í fjórsundssveitinni voru: Elísabet Jóhannesdóttir (baksund), Karen Mist Arngeirsdóttir (bringu­ sund), Eva Margrét Falsdóttir (flugsund) og Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir (skriðsund). Í skriðsundssveitinni voru þær: Elísabet Jóhannesdóttir, Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, Katla María Brynjarsdóttir og Eva Mar­ grét Falsdóttir.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ SÓLNING í Njarðvík Opið virka daga kl. 8-18. Laugardaga kl. 9-13. Ávallt heitt á könnunni! Verið velkomin!

Njarðvíkurskóli og sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla auglýsa eftir starfsmönnum skóla í 70% -100% stöður frá 15. ágúst n.k. Almenn umsókn – Reykjanesbær Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Fótboltasumarið 2021 er hafið:

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst um helgina Á myndinni er Kristinn með þeim Kára Maríssyni og Haraldi Leifssyni sem spiluðu báðir fyrsta leikinn. Þá er Axel, sonur Kára, á myndinni en hann spilaði 1000. leikinn. Myndina tók Hjalti Árnason sem lék fyrsta leikinn sem Kristinn dæmdi á Sauðárkróki. Mynd af kki.is

Þúsundasti leikur Kristins Keflvíski körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson dæmdi sinn sinn eitt þúsundasta leik í efstu deild karla ef úrslitakeppnin er tekin með á sunnudag. Ekki er langt síðan hann dæmdi sinn 800. leik í úrvalsdeild karla. Kristinn er fyrstur körfuboltadómara til að ná þessum merka áfanga og líklega fyrstur dómara á Íslandi til að dæma 1.000 leiki í einni deild og úrslitakeppni þeirrar deildar. Þessir 1.000 leikir dreifast á fimm áratugi, frá níunda áratugi síðustu aldar og til þriðja áratugs þessarar aldar. Samkvæmt upplýsingum á vef Körfuknattleikssambands Ís­ lands höfðu verið leiknir 5.006 leikir með leiknum sem Kristinn dæmdi á sunnudag, hann hefur því dæmt um fimmtung þeirra. Fyrsti leikurinn sem Kristinn dæmdi í efstu deild var viðureign Njarðvíkur og Tindastóls þann 23. október 1988. Þá var Kári Marís­ son leikmaður Tindastóls. Núna, nærri rúmum þremur áratugum síðar, var sonur Kára, Axel Kárason, að spila með Stólunum. Kristinn var aftur mættur með flautuna á mánudag þegar hann dæmdi leik Stjörnunnar og Grinda­ víkur. Þá var meðdómari hans Ísak Ernir Kristinsson, sonur hans.

Löngu búinn að dæma þúsund leiki Það er langt um liðið síðan Kristinn dæmdi sinn þúsundasta leik á vegum KKÍ en það afrekaði Kristinn þann 4. janúar 2008 þegar hann dæmdi viðureign Vals og Reynis í 1. deild karla. Kristinn ásamt Ísaki Erni, syni sínum, á leik Vals og Reynis í janúar 2008. Mynd úr safni VF

Fótboltasumarið 2021 er farið af stað. Mjólkurbikar karla hófst í síðustu viku og hafa Suðurnesjaliðin Njarðvík, Þróttur og Víðir tryggt sig áfram í næstu umferð á meðan Reynismenn heltust úr lestinni um helgina þegar þeir töpuðu fyrir ÍBV. Grindavík leikur í Mjólkurbikar kvenna á föstudag gegn Hamar frá Hveragerði en bæði Keflavíkurliðin sitja hjá í fyrstu umferð. Á sunnudag hefja Keflvíkingar leik á Íslandsmótinu þegar þeir mæta Víkingum á útivelli. Þetta verður fyrsti leikur Keflavíkur í Pepsi Maxdeild karla síðan 2018 þegar það féll úr efstu deild. Keflvíkingar unnu Lengjudeildina í fyrra og þóttu spila skemmtilegan sóknarbolta, þeir voru nálægt því að slá markametið í næst­ efstu deild og þegar leik var hætt var Joey Gibbs aðeins þremur mörkum frá því að jafna markamet deildar­ innar sem hefur staðið síðan 1976. Það verður spennandi að sjá hvernig Keflvíkingar koma til með að spjara sig í sumar en undirbúningstímabilið gefur góð fyrirheit. Pepsi Max-deild kvenna hefst í næstu viku og á miðvikudag taka Keflvíkingar á móti Selfossi á Nettó­ vellinum. Keflavík tryggði sér sæti á ný í efstu deild eftir árs fjarveru en lið Keflavíkur og Tindastóls báru af í Lengjudeild kvenna á síðasta ári. Lengjudeildir karla og kvenna og neðri deildir hefja einnig leik í næstu viku. Víkurfréttir munu fjalla um öll Suðurnesjaliðin á vef sínum, vf.is, á næstu dögum og spjalla við forsvars­ menn liðanna.

Leikgleðin smitar frá sér til áhangenda

Víkurfréttir heyrðu í Eysteini Húna Haukssyni, öðrum aðalþjálfara Keflavíkur, og spurðum hann út í komandi tímabil. Hverjar væntingarnar væru og hvernig liðið kæmi undan vetri. „Við erum spenntir og ánægðir með liðið okkar og hvernig undir­ búningstímabilið hefur verið. Við teljum okkur eins vel undirbúna og við getum verið og bíðum spenntir eftir að mæta á Víkings­ völlinn í fyrsta leik. Það verður mikil törn í maí, hver leikurinn af öðrum og lykilatriði að halda mönnum í standi. Við eigum í smá basli með nokkra leikmenn núna í byrjun móts en það er ágætis breidd í hópnum og maður kemur í manns stað. Við höfum bætt við mannskap þar sem við töldum þörf á og erum mjög samkeppnishæfir við önnur lið í deildinni – við getum strítt hvaða liði sem er, það hefur sýnt sig á undirbúningstímabilinu þótt

það sé auðvitað misjafnt hvernig menn stilla upp í æfingaleikjum. Keflavík er að færa sig upp á næsta stig og við þurfum að læra fljótt og hratt – megum ekki við að gera mörgum sinnum sömu mis­ tökin, manni er refsað fljótt fyrir það í þessari deild. Hópurinn er eins og við viljum hafa hann og nú bíðum við bara eftir að það verði flautað til leiks. Við viljum fá alla Keflvíkinga með okkur, eins marga og mega koma, við upplifðum það í fyrra í fyrsta sinn að það var uppselt á Nettó­ völlinn. Leikgleðin í hópnum hefur smitað út frá sér til áhangenda og við erum raunsæir á það að við getum staðið okkur vel í þessari deild.“

STARF FORSTÖÐUMANNS ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR SUÐURNESJABÆJAR SUÐURNESJABÆR AUGLÝSIR STÖÐU FORSTÖÐUMANNS ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR LAUSA TIL UMSÓKNAR. SUÐURNESJABÆR SAMANSTENDUR AF TVEIMUR ÍBÚAKJÖRNUM, GARÐI OG SANDGERÐI, OG ER ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐIN MEÐ STARFSSTÖÐVAR Í BÁÐUM ÍBÚAKJÖRNUM MEÐ ALLS FIMM STÖÐUGILDUM. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ SINNIR REGLULEGUM VIÐHALDSVERKEFNUM Í UMHVERFI OG INNVIÐUM SVEITARFÉLAGSINS OG VEITIR MARGVÍSLEGA ÞJÓNUSTU VIÐ STOFNANIR OG ÍBÚA ÞESS. Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á allri almennri verkstjórn við framkvæmdir sem unnar eru af þjónustumiðstöð og annast daglegan rekstur hennar. Starfið felst meðal annars í umsjón og vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir, gatnakerfi, frá- og vatnsveitu og umhirðu opinna svæða á vegum sveitarfélagsins. Starfið er fjölbreytt og samskipti við bæjarbúa veigamikill þáttur þess. Næsti yfirmaður forstöðumanns er deildarstjóri umhverfismála Suðurnesjabæjar. Um framtíðarstarf er að ræða og er starfshlutfall 100%. Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Meginverkefni ■ Verkstjórn starfsmanna þjónustumiðstöðvar ■ Umhirða og viðhald eigna sveitarfélagsins ■ Verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins ■ Viðhald gatna og veitna ■ Eftirlit og vöktun ■ Snjómokstur, sláttur o.fl. ■ Samstarf við sumarvinnu og vinnuskóla ■ Eftirfylgni með ákvörðunum deildarstjóra umhverfismála ■ Dagleg samskipti við starfsmenn og viðskiptavini Suðurnesjabæjar

Hæfniskröfur ■ Iðnmenntun sem nýtist í starfi og/eða mjög góð reynsla af verklegum framkvæmdum ■ Vinnuvélaréttindi / ökuréttindi skilyrði ■ Hæfni og geta til skipulagningar, stýringar verkefna og innleiðingar hugmynda. ■ Góð tölvufærni og þekking á umhverfi Office 365 ■ Góð íslensku- og enskukunnátta ■ Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund og geta sýnt frumkvæði í starfi þar sem reynir á sjálfstæði og öguð vinnubrögð. ■ Reynsla af sambærilegu starfi er kostur sem og búseta í Suðurnesjabæ.

Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 10. maí nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsókn ásamt starfsferilsskrá, staðfestum afritum prófskírteina og kynningarbréfi, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið, á póstfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is. Nánari upplýsingar veitir Einar Friðrik Brynjarsson, deildarstjóri umhverfismála, í síma 425-3000 eða tölvupósti einar@sudurnesjabaer.is.


FIMMTUDAGUR KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS

Rafskútur í Reykjanesbæ

Við Lubbi erum mjög dugleg að fara í göngutúra, eins og áður hefur komið fram hér á þessum vettvangi. Við löbbum daglega stóran hring um bæinn, í öllum veðrum og á öllum árstíðum. Við hittum alls konar fólk á öllum aldri sem upp til hópa er kurteist og almennilegt og heilsar og býður góðan daginn. En, ég get ekki orða bundist, þessi ungdómur nú til dags! Mér er þessi setning úr barnæsk­ unni minnistæð. Hún var sögð af gömlu fólki, dálítið þóttalega, með ranghvolfd augu og í frekar miklum hneykslistón. Í minningunni var þetta sagt oft og víða, en ég man ekkert sérstaklega af hverju. Ég

man bara að ég hafði áhyggjur af því að það yrði aldrei neitt úr þessum blessaða ungdómi. Ég held samt að ungdómurinn hafi ekki verið neitt sérstaklega slæmur í þá daga, alla vega ekkert verri en venjulega. Þetta var frekar bara svona almenn yfir­ lýsing sem lýsti kannski óþolinmæði og skilningsleysi þeirra eldri í garð þeirra yngri. Kannski hefur þetta alltaf verið svona. En þá aftur að ungdómi dagsins í dag og göngutúrunum okkar Lubba og nú ætla ég að fá útrás fyrir miðaldra konuna sem ég er. Mér hefur nefnilega dottið þessi setning aftur og aftur í hug þegar ég mæti krökkum á öllum aldri, frá litlum krílum upp í stálpaða ungl­ inga. Ég verð hreinlega að segja að þessi ungdómur nú til dags kemur mér fyrir sjónir sem alveg einstak­ lega vel heppnaður ungdómur! Það eru litlu hlutirnir sem heilla mig við þessa krakka. Þau eru opin og ófeimin. Almennt er það þannig að krakkarnir brosa og heilsa og bjóða góðan daginn þegar við mætumst á göngunni. Og þegar einhvern langar að fá að klappa Lubba er alltaf spurt um leyfi fyrst, sem er auðvitað auð­ fengið þar sem Lubbi er gæðablóð sem finnst ótrúlega gott að láta klappa sér. En þetta kemur mér alltaf jafn skemmtilega á óvart og ég fór að hugsa þetta aðeins í stærra samhengi.

LOKAORÐ

Þessi ungdómur nú til dags...!

Förum á fjörur við Tómas

RAGNHEIÐAR ELÍNAR Það er eitthvað sérstakt við þessa kynslóð, eitthvað yfirbragð sem ég hreinlega dáist að. Mér finnst þau upplýst og skemmtilega frökk, óhrædd við að segja sína skoðun, hæfileikarík, réttsýn og fylgin sér. Þau eiga auðvelt með að afla sér upplýsinga um allt milli himins og jarðar, og það sem meira er, þau vita allt aðra hluti en við sem eldri eru. Þau þurfa ekki að hafa áhuga á því sem við höfum áhuga á. Þau eru ekki að afla sér upplýsinga um það sama og við þar sem fréttir í línulegri dagskrá er ekki lengur það sem fjöl­ skyldan sameinast um. En það þýðir ekki að þau fylgist ekki með, þau fá upplýsingarnar einfaldlega annars staðar.

Hjólhýsi og tjaldvagna á ekki að geyma á opnum svæðum „Við höfum fengið töluvert að kvörtunum frá bæjarbúum varðandi geymslu á hjólhýsum, tjaldvögnum og kerrum á opnum svæðum en þetta er einn af fylgifiskum sumarsins. Við erum á hverju sumri í töluverðum vandræðum með að slá þessi opnu svæði og sinna almennri umhirðu á þeim þar sem þessi búnaður er fyrir, “ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, en nokkur umræða hefur orðið um málið, m.a. á samfélagsmiðlum. Guðlaugur biður eigendur að færa eignir sínar af þessum svæðum.

Ég er ánægð með þau og finnst þau frekar töff. Þessi ungdómur nú til dags...!

Er kominn tími til að fara með

ferðavagninn eða húsbílinn í skoðun?

30% afsláttur 2. og 8. maí á sérstökum skoðunardögum í Grindavík fyrir ferðavagna og húsbíla Opið kl. 10-16 Sími 570 9090 • www.frumherji.is

Mundi Það er kominn tími til að fara með hjólhýsin ... það verður að vera pláss fyrir rafskúturnar. „Einnig hefur orðið vart um skemmdir á opnum svæðum sem eru með viðkvæmu yfirborði eins og gras þegar farið er inn á þau blaut með þungum hlutum. Við viljum því góðfúslega biðja íbúa um að geyma þessar vistaverur á sínum lóðum svo við getum slegið grasið og hirt.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.