Víkurfréttir 15. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 14. apríl 2021 // 15. tbl. // 42. árg.

Fermingar í skugga Covid-19

Séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur í Útskálaprestakalli stóð í ströngu síðasta sunnudag. Þá fóru fram fimm fermingarathafnir í Útskála- og Hvalsnessóknum. Vegna samkomutakmarkana var aðeins hægt að ferma örfá börn í einu og því var hafist handa snemma dags við fermingar að Útkálum. Á hádegi var síðan farið yfir í Sandgerðiskirkju og þar voru þrjár fermingarathafnir. Bara þeir allra nánustu gátu verið viðstaddir og kirkjukórinn var skipaður tveimur söngkonum. Víkurfréttir sáu samt til þess að aðstandendur gátu fylgst með þessari hátíðlegu stund því öllum athöfnunum var streymt inn á vefsíðu þar sem ömmur og afar, frænkur og frændur gátu fylgst með. Fermingum í Suðurnesjabæ verður svo haldið áfram annan sunnudag, 25. apríl. Myndin var tekin í Útskálakirkju þar sem samtals tíu börn voru fermd síðasta sunnudag. VF-mynd: Hilmar Bragi

Þúsund ný störf á Keflavíkurflugvelli Tólf milljarða hlutafjáraukning ríkisins í Isavia tryggir mannaflsfrekar framkvæmdir. Um eitt þúsund störf verða til vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli og við flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia er bjartsýnn á endurkomu flugsins en segir að 12 milljarða hlutafjárinnspýting ríkisins í fyrirtækið sér gríðarlega mikilvæg og verði upphafið að nýrri endurreisn starfseminnar á Keflavíkurflugvelli. „Þessar fyrirætlanir sem við kynntum í upphafi árs eru að verða að veruleika. Við höfum verið að undirbúa þær með útboðum, verðfyrirspurnum og fleiru. Tímaáætlanir eru að standast. Við erum frekar að ná að spýta í frekar en hitt miðað við upphaflegu fyrirætlanir, þannig að við erum mjög spennt

FLJÓTLEGT OG GOTT! 25%

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

32%

2

1.499

kr/stk

1

kr/pk áður

1.999 kr

Kjúklingaborgari 4 stk – með brauði

399

fyrir

Pepsi og Pepsi Max 500 ml

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

áður

589 kr

Sóma samloka Með túnfisksalati

ALLT FYRI R ÞIG Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, er í viðtali við Suðurnesjamagasín í þessari viku. fyrir þessum framkvæmdum sem eru að hefjast.“ Sjá nánar viðtal á síðum 10-11 í Víkurfréttum í dag og umfjöllun í Suðurnesjamagasíni á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 21:00.

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

DÍSA EDWARDS

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

PÁLL ÞORBJÖRNSSON

ASTA@ALLT.IS 560-5507

JOHANN@ALLT.IS 560-5508

DISAE@ALLT.IS 560-5510

ELINBORG@ALLT.IS 560-5509

PALL@ALLT.IS 560-5501

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 15. tbl. 42. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu