GOTT FYRIR HELGINA
hjá LK og VOX ARENA í frumleikhúsinu
17.--20. MARS Sjá blaðið og Suðurnesjamagasín
40%
40%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Bæonne skinka
Nautagúllas
KR/KG ÁÐUR: 1.999 KR/KG
KR/KG ÁÐUR: 2.999 KR/KG
1.199
1.799
Miðvikudagur 16. mars 2022 // 11. tbl. // 43. árg.
Veitt á Vatnsnesi Framkvæmdir fyrir 15 milljarða við Keflavíkurflugvöll Uppbygging Keflavíkurflugvallar er í fullum gangi og gengur vel. Útlit er fyrir að 2022 verði metár þegar kemur að framkvæmdum á flugvellinum og munu þær nema 15 milljörðum króna á þessu ári. Á síðasta ári nam sú tala um 5 milljörðum. Framkvæmdir á þessu ári eru við nýja austurálmu flugstöðvarinnar en kostnaður við burðarvirki og veðurkápu hússins nemur 4,5 milljörðum. Verktakafyrirtækið Ístak var lægst í útboði sem opnað var í desember 2021. Byggingin er þrjár hæðir og 21 þúsund fermetrar. Burðarvirkið skiptist í djúpan, steyptan kjallara sem hýsir færibandasal. Á fyrstu hæð verður stækkun á töskusal fyrir ný færibönd. Verslunar- og veitingasvæði ásamt biðsvæðum farþega stækka um 4.000 fermetra. Miðað er við að þessum áfanga ljúki næsta vor. Þá verða framkvæmdir við nýbyggingu við suðurenda flugstöðvarinnar og gerð nýrra flugakbrauta, samtals um 1.200 metra. Allar þessar framkvæmdir skapa mörg hundruð störf.
Meindýr ógna safnkosti Erindi vegna framkvæmda sem þarf að fara í vegna meindýra sem ógna safnkosti Byggðasafns Reykjanesbæjar var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku. Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu, og Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, mættu á fundinn. Kostnaðaráætlun vegna þessa er sex milljónir og sex hundruð þúsund krónur. Bæjarráð samþykkti erindið og vísar því til viðaukagerðar fjárhagsáætlunar 2022.
M E ÐA L E F N I S
Klettarnir við Vatnsnes hafa verið vinsæll staður til veiða í gegnum tíðina. Þessir ungu veiðimenn voru þar með stangir á lofti á dögunum og renndu fyrir fisk. Ekki fer sögum af aflabrögðum. Það er ástæða til að hvetja til varkárni á þessum slóðum þar sem klappirnar geta verið hálar af bleytu og ísingu. VF-MYND: PÁLL KETILSSON
Fjölga starfsmönnum til að bregðast við auknum flóttamannastraumi frá Úkraínu
Óskað hefur verið eftir heimild hjá Reykjanesbæ til að ráða tímabundið í stöðugildi til að unnt verði að sinna þjónustu í samræmi við þjónustusamning um móttöku, aðstoð og þjónustu við flóttafólk
til að bregðast við auknum flóttamannastraumi frá Úkraínu. Gert er ráð fyrir að ráða þrjá starfsmenn tímabundið. Hera Ó. Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, og Helgi Arnarson,
Keflavík byggir á heimastelpum - Sjá íþróttasíðu bls. 14.
sviðsstjóri fræðslusviðs, mættu á fund bæjarráðs og kynntu málið. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og hefur falið Heru og Helga að vinna áfram í málinu. Sjá nánar á síðu 2 í blaðinu.
V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.
DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
A S TA@A L LT.I S | 560-5507
J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508
E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509
U N N U R@A L LT.I S | 560-5506
SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR
S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Sett verði hámark á fjölda flóttafólks sem Reykjanesbær þjónustar – ekki verði reynt um of á innviði samfélagsins Ásta Kristín Guðmundsdóttir, teymisstjóri alþjóðlegrar verndar, og Hilma H. Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála, mættu á fund velferðarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku og fóru yfir stöðu mála varðandi samræmda móttöku flóttafólks en í undirbúningi er endurskoðun þjónustusamnings Reykjanesbæjar og fleiri sveitarfélaga við félagsmálaráðuneytið um móttöku, aðstoð og þjónustu við flóttafólk. Einnig lá fyrir fundinum erindi frá sviðsstjórum fræðslu- og velferðarmála Akureyrarbæjar, Hafnarfjarðar, Reykjavíkurborgar, Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Árborgar þar sem óskað er eftir að við gerð nýs samnings um samræmda móttöku flóttafólks verði samið um sérstakar greiðslur vegna skólaþjónustu, frístunda-, félags- og tómstundaþátttöku barna með flóttabakgrunn svo að sveitarfélögunum verði gert kleift að stuðla að farsælli aðlögun og inngildingu barna að íslensku menntakerfi og samfélagi. Á fundi
sínum þann 17. febrúar síðastliðinn tók bæjarráð Reykjanesbæjar heilshugar undir erindi bréfsins.
Töluverð aukning á fjölda flóttafólks í þjónustu Reykjanesbæja Töluverð aukning hefur orðið á fjölda flóttafólks í þjónustu hjá Reykjanesbæ umfram forsendur þjónustusamningsins við félagsmálaráðuneytið auk þess sem fyrirsjáanlegt er að töluverður fjöldi flóttafólks komi frá Úkraínu á næstunni en
samkvæmt reiknireglu samningsins greiðir ríkið fyrir þjónustu miðað við fjölda flóttafólks í þjónustu. Gert var ráð fyrir tveimur stöðugildum hjá Reykjanesbæ til að þjónusta þennan hóp en ljóst er að það dugir ekki til. Því er óskað eftir heimild til að ráða tímabundið í stöðugildi til að sinna þjónustunni í samræmi við reiknireglu samningsins. Velferðarráð telur mikilvægt að við endurskoðun þjónustusamnings við félagsmálaráðuneytið um móttöku, aðstoð og þjónustu við flóttafólk verði sett hámark á fjölda flóttafólks sem Reykjanesbær þjónustar samkvæmt samningnum þannig að ekki verði reynt um of á innviði samfélagsins. Einnig tekur ráðið undir erindi frá sviðsstjórum fræðslu- og velferðarmála þeirra sveitarfélaga sem eru aðilar að samningnum um að samið verði um sérstakar greiðslur vegna skólaþjónustu, frístunda-, félags- og tómstundaþátttöku barna með flóttabakgrunn.
Umsækjendum um fjárhagsaðstoð fjölgað um 5% milli ára Í febrúar 2022 fengu 166 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 26.128.027. Í sama mánuði 2021 fengu 158 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 24.770.206. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 5% milli febrúar 2021 og 2022. Í febrúar 2022 fengu alls 287 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 4.224.411. Í sama mánuði 2021 fengu 275 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.880.356. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgaði um 6,9% milli febrúar 2021 og 2022.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
Suðurnesjabær reiðubúinn að taka á móti flóttafólki Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir yfir vilja til þess að leggja sitt af mörkum við að hjálpa úkraínsku þjóðinni og lýsir sig reiðubúið til þess að taka á móti flóttafólki eftir bolmagni sveitarfélagsins. Þá mun Suðurnesjabær leggja aukna áherslu á að sinna starfsskilyrðum sínum er kemur að málefnum vegalausra barna við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar
á minnisblaði frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra félagsþjónustu um viðbragðsáætlun vegna umsókna um alþjóðavernd. Mikilvægt er að kanna framboð húsnæðis í sveitarfélaginu og er félagsþjónustu falið að fylgja málefninu eftir og kanna hvaða þjónustu þarf að veita. Íbúar og fyrirtæki í sveitarfélaginu eru hvött til að hafa samband við sveitarfélagið ef þau hafa húsnæði til afnota.
Hestakonan Glódís ásamt kútmagakvöldi og söngleiknum Grease
SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Almenningssamgöngur áfram hjá Bus4U
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að framlengja samning við Bus4U um almenningssamgöngur í Reykjanesbæ til tveggja ára. Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, hefur verið falið að undirrita samninginn.
ENNEMM / SÍA / NM-002091
Fáðu næsta pakka á N1
Renndu við þegar þér hentar Nú geturðu valið að sækja sendinguna þína frá netverslunum ELKO, ASOS o.fl. á hvaða þjónustustöð N1 sem er – jafnvel allan sólarhringinn. Við tökum netverslunina alla leið svo þú getur strax byrjað að hlakka til næsta pakka!
440 1000
n1.is
ALLA LEIÐ
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR
Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ samþykktur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí var samþykktur á fulltrúaráðsfundi í Innri-Njarðvík á laugardag. Prófkjör flokksins fór fram laugardaginn 26. febrúar þar sem ellefu frambærilegir einstaklingar gáfu kost á sér og um 1.350 manns kusu um sex efstu sætin. Það kom svo í hlut kjörnefndar að stilla upp restinni af listanum sem nú hefur verið samþykktur. Margrét Sanders verður áfram oddviti D-listans en að öðru leyti er algjör endurnýjun í efstu sætum. Listinn er skipaður fjölbreyttum hópi einstaklinga með brennandi áhuga og metnað til að bæta samfélagið sitt. Eftir tveggja kjörtímabila veru í minnihluta er mikill hugur í sjálfstæðisfólki fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí og flokkurinn ætlar sér að komast aftur í meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí nk.: 1. Margrét Sanders, bæjarfulltrúi og stjórnunarráðgjafi 2. Guðbergur Reynisson, framkvæmdastjóri 3. Helga Jóhanna Oddsdóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs
4. Alexander Ragnarsson, umsjónarmaður fasteigna 5. Birgitta Rún Birgisdóttir, einkaþj. og geislafræðingur 6.Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfr. 7. Eyjólfur Gíslason, deildarstjóri rekstrarsviðs 8. Eiður Ævarsson, framkvæmdastjóri 9. Guðni Ívar Guðmundsson, sölufulltrúi 10. Steinþór J. Gunnarsson Aspelund, framkvæmdastjóri 11. Anna Lydía Helgadóttir, deildar- og verkefnastjóri 12. Adam Calicki, verkfræðingur 13. Unnar Stefán Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri og knattspyrnuþjálfari 14. Páll Orri Pálsson, lögf.nemi og stjórnarm. hjá Kölku 15. Sigrún Inga Ævarsdóttir, deildarstjóri 16. Guðmundur Rúnar Júlíusson, form. nemendaf. FS 17. Þórunn Friðriksdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri 18. Birta Rún Benediktsdóttir, sálfræðinemi 19. Hjördís Baldursdóttir, íþróttastjóri hjá Keflavík 20. Tanja Veselinovic, lyfsöluleyfishafi og lyfjafræðingur 21. Margrét Sæmundsdóttir, skrifstofustjóri 22. Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is
NÝR ÞÁTTUR ALLA FIMMTUDAGA KL. 19:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Bolafótur 15, Njarðvík, fnr. 2092913, þingl. eig. Artico Seafood ehf., gerðarbeiðandi Hafbakki ehf., þriðjudaginn 22. mars nk. kl. 09:45.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 15. mars 2022
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Halldóra Fríða leiðir lista Framsóknar í Reykjanesbæ Framboðslisti Framsóknar í Reykjanesbæ var samþykktur samhljóða á almennum félagsfundi 10. mars. Oddviti listans er Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, varabæjarfulltrúi og varaþingmaður Suðurkjördæmis. Í ræðu á fundinum sagði Halldóra Fríða að framundan væru spennandi og stór verkefni sem felast meðal annars í því að festa Reykjanesbæ í sessi sem framsæknasta sveitarfélag landsins. „Tækifærin eru allt um kring og það er okkar sem hér búum að grípa þau. Eitt mikilvægasta hlutverk bæjarfulltrúa er að valdefla íbúa til góðra verka, styðja við bakið á góðum hugmyndum og ryðja hindrunum burt. Frambjóðendur Framsóknar munu líkt og síðastliðin fjögur ár halda áfram að fjárfesta í fólki og vera hreyfiafl framfara í samfélaginu.“ 22 öflugir fulltrúar skipa listann: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli og varaþingmaður. Bjarni Páll Tryggvason, forstöðumaður hjá Isavia. Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar. Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari. Trausti Arngrímsson, viðskiptafræðingur. Sighvatur Jónsson, tölvunarfræðingur og fjölmiðlamaður.
Aneta Zdzislawa Grabowska, einkaþjálfari, zumba kennari og snyrtifræðingur. Sigurður Guðjónsson, framkvæmdastjóri, bílasali. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri. Bjarney Rut Jensdóttir, lögfræðingur. Birna Ósk Óskarsdóttir, grunnskólakennari. Unnur Ýr Kristinsdóttir, verkefnastjóri hjá KFUM og K á Íslandi. Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri í eldvarnareftirlit.i Andri Fannar Freysson, tölvunarfræðingur. Birna Þórðardóttir, viðurkenndur bókari hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Halldór Ármannsson, trillukall. Karítas Lára Rafnkelsdóttir, ráðgjafi hjá Björginni. Eva Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandair og MBA nemi. Ingibjörg Linda Jones, hjúkrunarnemi og starfsmaður Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja. Sævar Jóhannsson, húsasmíðameistari. Kristinn Þór Jakobsson, viðskiptafræðingur og innkaupastjóri. Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 5
Fordæmisgefandi og ógnar sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga um ókomna tíð
Heiður Björk, Gunnar Egill, Brynjar Eldon og Karen Sævarsdóttir.
Prótínstykki, léttur þurrmatur og starfsmannafatnaður til Úkraínu Samkaup afhentu Golfsambandi Íslands næringu og fatnað sem nýtist á átakasvæðum Úkraínu og hafa virkjað söfnun í samstarfi við Rauða krossinn í Samkaups-appinu. Starfsfólk Samkaupa lagði allt kapp á að svara kalli Golfsambands Íslands og afhentu þau Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa, þeim Brynjari Eldon Geirssyni og Karen Sævarsdóttur hjá Golfsambandi Íslands yfir þrjú þúsund prótínstykki, steinefnablöndur og léttan þurrmat, sem flogið var með til Úkraínu. Golfsamband Íslands tók að sér að aðstoða Félag Úkraínumanna á Íslandi við söfnun ýmiskonar hjálpargagna og koma þeim út hvar Golfsambands Úkraínu tekur á móti og sér um að útbýta á rétta staði. „Það er mikilvægt að bregðast hratt við svona beiðni og starfsfólkið okkar fór á fullt í að útvega
það sem Golfsambandið óskaði eftir á þessum tímapunkti, sem er næring fyrir Úkraínubúa á átakasvæðunum. Það skiptir höfuðmáli að senda næringu út sem ekki er háð flóknum geymsluskilyrðum og eru prótínstykkin og þurrmaturinn því besti kosturinn í þessum skelfilegu aðstæðum sem Úkraínubúar standa frammi fyrir. Auk þess að óska eftir næringu er mikil vöntun á fatnaði, peysum og jökkum og öðru slíku, fyrir þau sem standa vaktina og við fundum til yfir 200 peysur og jakka sem vonandi geta nýst,“ sagði Gunnar Egill um aðkomu Samkaupa að átakinu. Í Samkaups-appinu hefur verið virkjaður hnappur sem leiðir notendur inn á framlagasíðu Rauða krossins á einfaldan hátt þar sem styrkja má hjálparstarf.
„Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hvetur sveitarfélög landsins og Samband íslenskra sveitarfélaga til að veita umsögn og taka afstöðu til frumvarps til laga um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi til lagningar Suðurnesjalínu 2 í lofti í sveitarfélaginu. Með frumvarpi þessu er gengið gegn grundvallaratriði stjórnskipunar um að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum. Verði þetta frumvarp að lögum mun það verða fordæmisgefandi og ógna sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga um ókomna tíð. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga skorar á önnur sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga að standa vörð um lögvarið skipulagsvald sveitarfélaga.“ Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga frá 2. mars síðastliðnum. „Það skal skýrt tekið fram að Sveitarfélagið Vogar er ekki andvígt lagningu Suðurnesjalínu 2 og telur mikilvægt að auka afhendingaröryggi raforku á svæðinu. Sveitarfélagið Vogar leggur áherslu á það sé að fara eftir þeirri umgjörð sem valkostagreiningin bauð upp á og vill að línan verði lögð í jörðu,“ segir jafnframt í bókuninni. Bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga og umsögn um frumvarpið er eftirfarandi: Frumvarp þetta var til umfjöllunar á 151. löggjafarþingi, 353. mál. Sveitarfélagið Vogar skilaði inn umsögn um frumvarpið, sem samþykkt var á 327. fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga, þ. 17.3.2021. Með umsögn þessari ítrekar bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fyrri umsögn sína um málið, sem var svohljóðandi:
„Það er mat Sveitarfélagsins Voga að með frumvarpinu vegi flutningsmenn þess að þeirri vald- og ábyrgðarskiptingu sem gildir á milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að skipulagsmálum. Ekki með nokkrum rökum getur Sveitarfélagið Vogar samþykkt að víkja frá þeirri megin skiptingu á ábyrgð skipulagsmála sem fram kemur í skipulagslögum 123/2010. Í greinargerð með frumvarpi til skipulagslaga sem lagt var fram á 138. löggjafarþingi kemur skýrt fram í rökstuðningi með hvaða hætti skipting valdssviðs og ábyrgðar skuli vera og teljum við að framkomið frumvarp stríði gegn vilja löggjafans með setningu skipulagslaga 123/2010. Í frumvarpinu er lagt til að skipulagslögum sé kippt úr sambandi og að 3. gr. og 13. gr. laganna sé með öllu hunsuð. Útgáfa framkvæmdaleyfa og eftirlit með framkvæmdum líkt og kemur fram í 1. mgr. 13. gr. 123/2010 er á forræði sveitarfélaga. Sveitarfélagið Vogar telur að með tillögu sinni vegi flutningsmenn frumvarpsins að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í landinu. Með samþykkt frumvarpsins yrði gefið fordæmi um að hvenær sem er geti löggjafinn svipt sveitarfélög í landinu sjálfsákvörð-
unarrétti sínum í einstaka málum. Það er að okkar mati áhyggjuefni m.a. í ljósi eignarhalds ríkisins á stóru landsvæði í Sveitarfélaginu Vogum. Það veldur okkur hjá Sveitarfélaginu Vogum að auki áhyggjum að slík hugmynd komi fram, jafnvel áður en sveitarstjórnin hefur fengið ráðrúm til að afgreiða erindi Landsnets á formlegan hátt. Það er mat okkar að hagsmunir sveitarfélaga í landinu til sjálfsákvörðunar í sínum innri málum sé með frumvarpi þessu fórnað. Ekki verður hér fjallað sérstaklega um rökstuðning flutningsmanna sem fram kemur í greinargerð hvort sem litið er til mikilvægis raforkuflutninga eða með hvaða hætti raforkuflutningum er háttað. Grundvallarhugsun frumvarpsins snýr að fyrrnefndri verkaskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga í landinu og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Við leggjumst því alfarið gegn því að frumvarp þetta verði samþykkt.“ Þessu til viðbótar skal upplýst að umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 er nú til umfjöllunar að nýju hjá sveitarstjórn. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að það fái ráðrúm til að fjalla efnislega um málið og komast að niðurstöðu.
ATVINNA/WORK
Íbúar við Vesturbraut í Keflavík hafa sent bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ undirritaða áskorun um viðbrögð við aksturslagi ökumanna og þungaumferð um Vesturbraut. Lagðar eru fram tillögur til úrbóta: Komið verði fyrir tveimur til þremur hraðahindrunum í samráði við íbúa. Hámarkshraði verði lækkaður í 30 km/klst. Gangbraut verði gerð milli hringtorgs og blikksmiðju og merktar gangbrautir verði við hringtorg. Þungatakmörkun við 7,5 tonn og þungaumferð beint um höfnina frá Helguvík. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar þakkar fyrir erindið og tekur undir með íbúum. Starfsmönnum umhverfissviðs er falið að gera umferðarmælingar og koma með tillögur að úrbótum.
McRent Iceland, motorhome rental company, is looking for energetic and hard working people to join up with our experienced team in Reykjanesbær (Keflavík). The following positions are immediately available for interested applicants. Please send us an e-mail to: iceland@mcrent.is.
Allir starfsmenn hljóta þjálfun vegna starfsins. Umsækjendur verða að geta talað góða ensku, önnur tungumálakunnátta er kostur. Umsækjendur þurfa að vinna eftir vel skilgreindum verkferlum, þurfa að vera vandvirkir og duglegir í starfi og geta unnið vel í hóp.
All positions: must be able and willing to follow a well defined work process, be attentive and efficient as well as work as part of a team. Training will be provided for all positions.
AFGREIÐSLA: McRent Iceland ehf. leitar eftir duglegum einstak-
lingum í afgreiðslu og skjalavinnslu við útleigu húsbíla ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Bílpróf er skilyrði fyrir ráðningu. Lágmarksaldur umsækjenda er 22 ár.
INNIÞRIF OG UNDIRBÚNINGUR HÚSBÍLA FYRIR LEIGU: Inniþrif á húsbílum og undirbúningur þeirra fyrir leigu (ísetning aukahluta og þess háttar).
ÚTIÞRIF OG STANDSETNING HÚSBÍLA FYRIR LEIGU: Útiþrif og standsetning húsbíla fyrir leigu og önnur tilfallandi verkefni, m.a. léttar viðgerðir undir leiðsögn. Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf.
VIÐGERÐARMAÐUR: Viðhald húsbíla undir leiðsögn mjög reynds viðgerðarmanns. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem eru áhugasamir um viðhald ferðatækja. Gott er ef að umsækjendur hafa reynslu af viðgerðum á húsbílum en ekki skilyrði, smíðakunnátta eða önnur verkkunnátta er góð. Bílpróf er skilyrði fyrir ráðningu.
Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá á: iceland@mcrent.is / please send your application with CV to: iceland@mcrent.is.
CUSTOMER SERVICE Documentation of rental files and other tasks. Requirements: good command of English, other language skills are a plus – driver´s license mandatory. Minimum age of applicants is 22 years.
INTERIOR PREPARTION The cleaning and preparation of interiors
in motorhomes on a specified timeline. Stocking motorhomes with accessories and extras.
EXTERIOR PREPARATION AND MAINTENANCE Includes exterior
cleaning and preparations with light maintenance under guidance on a specified timeline. Driver´s license is mandatory.
MECHANIC/REPAIRS Work includes maintenance of motorhomes
under guidance of very experienced mechanic. This is a great opportunity for anyone interested in the maintenance of motorhomes. Requirements: experience of motorhome repairs or vehicle repairs, carpentry or other traits are a great plus. Driver´s license mandatory.
Smiðjuvellir 5 a, 230 Reykjanesbæ
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Umferðarhraði við Vesturbraut verði lækkaður
McRent Iceland ehf. leitar eftir duglegum einstaklingum í eftirfarandi störf á starfsstöð okkar í Reykjanesbæ. Störfin eru öll laus nú þegar, við biðjum áhugasama allra vinsamlegast að senda okkur tölvupóst á póstfangið: iceland@mcrent.is.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Jón Steinar Sæmundsson
Björgunarsveitin Þorbjörn.Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er ein öflugasta sjóbjörgunarsveit landsins og er sú sveit sem hefur bjargað flestum mannslífum úr sjávarháska. Hún var til að mynda fyrsta sveitin til þess að nota fluglínutæki er þeir björguðu 38 skipverjum af franska síðutogaranum Cap Fagnet 1931. Síðan þá hafa Þorbjarnarmenn bjargað rúmlega 200 manns til viðbótar með fluglínutækninni. Fluglínutækin eru til ennþá og klár til notkunar ef á þarf að halda en einnig hafa ný og öflug björgunartæki bæst í vopnabúr sveitarinnar síðan þá og á þau þurfa meðlimir sveitarinnar að læra sem og að kunna á aðstæðurnar sem þeir þurfa að eiga við hverju sinni. Æfingin skapar meistarann segir máltækið og það vita meðlimir sveitarinnar og nota hvert tækifæri sem gefst til æfinga.
Ein sú öflugasta á landinu
FRÉTTIR
Lagði til að efla félagsstarf eldri borgara Anna Sigríður Jóhannesdóttir, aðalmaður í lýðheilsuráði Reykjanesbæjar, fór yfir tillögu á síðasta fundi ráðsins þar sem hún lagði til að efla félagsstarf eldri borgara í Reykjanesbæ. Hún benti á mikilvægi þess að að koma í veg fyrir félagslega einangrun og draga úr einmanaleika fólks á efri árum. Mögulega væri hægt að nýta Nettóhöllina eða akademíuna hluta úr degi fyrir eldra fólk til að koma saman í kaffi, spila golf, fá fræðslu eða hitta annað fólk. Lýðheilsuráð hefur falið lýðheilsufulltrúa að vinna áfram í málinu og kortleggja þær tómstundir sem eru í boði fyrir eldri borgara nú þegar.
Vilja rúmlega þrefalda fiskeldi að Kalmanstjörn á Reykjanesi Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn um umhverfismatsskýrslu um stækkun fiskeldis Benchmark Genetics Iceland að Kalmanstjörn á Reykjanesi. Reykjanesbær gerir ekki athugasemd við umhverfismatsskýrsluna og telur að nægjanlega sé skýrt hvernig unnið verði að umhverfismati framkvæmdarinnar en framkvæmdin er byggingarleyfisskyld. Benchmark Genetics Iceland hefur leyfi til framleiðslu á allt að 190 tonnum af laxi á ári í eldisstöðinni við Kalmanstjörn og hyggst auka framleiðsluna í 600 tonna hámarkslífmassa. Með framkvæmdinni getur fyrirtækið aukið hrognaframleiðslu í stöðinni. Áætlað er að auka þurfi vinnslu jarðsjávar á svæðinu um 700 l/s (ísalt vatn og jarðsjór) til að mæta framleiðsluaukningunni og grunnvatnsvinnsla vegna eldisins verði þá í heildina allt að 1.500 l/s meðalrennsli
á ári. Áhrif aukinnar framleiðslu á laxi í eldinu við Kalmanstjörn og aukinnar vinnslu á grunnvatni þar eru metin óveruleg fyrir grunnvatn, jarðmyndanir og fornleifar. Áhrif á lífríki í fjörunni eru metin óveruleg til nokkuð neikvæð ef fráveitan verður áfram með núverandi fyrirkomulagi (kostur A) og áhrifin eru metin óveruleg ef fráveitan verður hreinsuð áður en eldisvatni er veitt í fjöruna (kostur B). Verði frárennsli hreinsað eru áhrif á fuglalíf metin óveruleg (kostur B) en óveruleg til nokkuð jákvæð verði fyrirkomulag fráveitunnar óbreytt frá því sem nú er (kostur A).
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Suðurnesjamenn fá enga loðnu Og þá kemur enn einn pistillinn sem er skrifaður á degi þar sem er snarvitlaust veður og því enginn á sjó. Þessi pistill er reyndar skrifaður frá Hótel Dyrhólaey skammt frá Vík í Mýrdal. Ekki er nú hægt að finna neina tengingu Suðurnesjanna, bátalega sé, við þetta svæði – fyrir utan einn hlut. Það eru ufsaveiðar í net. Undanfarin ár hefur Grímsnes GK verið á ufsaveiðum á þessu svæði, utan við Vík og suður og austur með landinu út frá þessum punkti. Lengra aftur í tímann þá voru t.d. aflakóngarnir Oddur Sæm á Stafnesi KE, Grétar Mar á Bergi Vigfús GK og Gaui Braga á Vatnsnesi KE og fleiri bátum. Ég sjálfur var t.d. á Bergi Vigfúsi GK á ufsaveiðum á þessu svæði. Nóg um það, núna er kominn um miðjan mars, veiði bátanna er búin að vera mjög góð og mestallur flotinn er búinn að vera að róa frá Sandgerði. Dragnótabátarnir hafa verið að veiða mjög vel og þegar þetta er skrifað þá eru þrír aflahæstu bátarnir á landinu allir frá Sandgerði. Sigurfari GK er með 82 tonn í níu róðrum og mest 17 tonn, Siggi Bjarna GK 64 tonn í níu og mest 20 tonn, Benni Sæm GK 63 tonn í níu og mest 24 tonn, Maggý VE 56 tonn í sex og mest 14 tonn og Aðalbjörg RE með 19 tonn í fjórum. Margir línubátar eru búnir að vera á veiðum utan við Sandgerði og eins og hjá dragnótabátunum hefur veiðin verið mjög góð. Stóru línubátarnir hafa líka verið þar á veiðum en eru dýpra úti og eru meira í nánd við Snæfellsnes. Sighvatur GK er með 296 tonn í tveimur róðrum og mest 149 tonn, Páll Jónsson GK 241 tonn í tveimur,
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
báðir landa í Grindavík, Fjölnir GK 217 tonn í tveimur, Valdimar GK 178 tonn í tveimur, báðir lönduðu í Grindavík og Hafnarfirði. Hrafn GK 108 tonn í einum róðri. Síðan koma minni bátarnir. Sandfell SU 85 tonn í átta, Hafrafell SU 64 tonn í sjö, Óli á Stað GK 61 tonn í sjö og Kristján HF 60 tonn í sex, allir hafa landað í Sandgerði. Auður Vésteins SU 45 tonn í átta, Vésteinn GK 36 tonn í fjórum en Vésteinn GK hefur landað í Grindavík. Margrét GK 34 tonn í fimm og Gísli Súrsson GK 32 tonn í sex, báðir í Sandgerði. Geirfugl GK og Sævík GK voru báðir að landa í Sandgerði en þurftu að landa einni löndun hvor í Keflavík því bilun kom upp í báðum bátunum og fóru þeir báðir í slipp,
reyndar ekki á sama deginum. Var bilunin í báðum bátunum ekki alvarleg og voru þeir ekki lengi frá veiðum. Einn er sá veiðiskapur sem líka er búinn að vera stundaður þarna fyrir utan, og líka inn í Faxaflóa sem og í Breiðafirðinum, en það eru loðnuveiðar. Bæði íslensk skip og skip frá Færeyjum hafa verið á loðnuveiðum þarna á þessu svæði en því miður þá fáum við Suðurnesjamenn ekkert af þessari loðnu – sem er eiginlega sorglegt, því það voru bátar frá Suðurnesjunum sem hófu loðnuveiðar og það var bræðsla í Sandgerði sem var fyrsta fiskimjölsverksmiðjan á landinu sem tók á móti loðnu í bræðslu. Frekar ömurleg staðreynd og hef ég áður minnst á þetta og hvað varð um bræðslurnar sem voru hérna. Það er reyndar fiskimjölsverksmiðja í Helguvík en Síldarvinnslan á Neskaupstað, sem á hana, lokaði henni fyrir nokkrum árum síðan.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 7 Texti: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson • Myndir: Sigurbjörn Daði og Hilmar Bragi Bárðarson
Kútmagi og nýmóðins matur Í FJ Á R Ö F LU N A R V E I S LU L I O N S-M A N N A Í G R I N DAV Í K Hið geysivinsæla kútmagakvöld Lions í Grindavík, var haldið með pompi og prakt í íþróttahúsi Grindavíkur á föstudaginn. Skemmst frá því að segja að umrætt kvöld var síðasta skemmtunin sem haldin var í Grindavík áður en COVID-veiran tók líf allra heimsbúa í gíslingu í ársbyrjun 2020. Mikil eftirvænting var í loftinu og minnti stemmningin kannski á þegar beljunum er hleypt út á vorin. Húsið opnaði með sýningu ýmissa fyrirtækja sem tengjast sjávarútveginum á einhvern máta og gátu gestir gætt sér á léttum guðaveigum í leiðinni. Borðhald hófst eftir að röggsamur veislustjórinn, Gísli Einarsson, hafði messað yfir mannskapnum og var góður rómur gerður af matnum sem Bíbbinn eini sanni, Bjarni Ólason, hafði yfirumsjón með en líklega hefur Bjarni alltaf tekið þátt í þessu kútmagakvöldi síðan það hófst í kringum 1980! Allur matur á kútmagakvöldi er fiskmeti og er sjálfur kútmaginn
gerður úr þorski en hann samanstendur af maga þorsksins, sem er skafinn að innan og utan, og í hann sett þorsklifur og rúgmjöl. Það er grunnuppskriftin en svo er hægt að fara ýmsar krókaleiðir og t.d. gera Lions-menn í Grindavík sína kútmaga en þá er hrognum bætt í kokteilinn. Kútmaginn er venjulega látinn standa í pækli áður en hann er soðinn en eins er hægt að salta áður. Sagan segir að það skilji á milli manna og músa eftir því hvort kútmaginn er settur á diskinn eða ekki en mýsnar geta annars gætt sér á
fiskigratíni eða öðrum nýmóðins mat. Hugsanlega þyrfti að bjóða upp á fiskiPIZZUR svo að sumir myndu eitthvað borða! Eftir matinn tóku skemmtiatriði völdin og voru hláturtaugarnar rækilega kitlaðar af Ara Eldjárni og Halla Melló og ein af stjörnum Verbúðarinnar, Selma Björns, lokaði svo kvöldinu með söng og dansi. Í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í þessari viku er kútmagakvöldinu gerð skil með viðtölum við valinkunna Grindvíkinga og stemmningunni gerð skil í myndum.
Góð mæting var á kútmagakvöldið og stemmningin góð. Landsliðsfólk úr skemmtanageiranum tróð upp í Grindavík.
Sjáið kútmagakvöldið í Suðurnesjamagasíni í fimmtudagskvöld kl. 19:30
Kútmaginn er ljúffengur.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Páll Ketilsson pket@vf.is
Glódís lifir fyrir hestana „Ég hef verið í hestum allt mitt líf. Afi og amma voru í þessu og einnig mamma og í raun öll fjölskyldan alla tíð, þannig að ég hef farið í gegnum þetta með þeim,“ segir Glódís Líf Gunnarsdóttir, sautján ára hestakona úr Reykjanesbæ. Glódís er í hesthúsinu á Mánagrund í Reykjanesbæ mest allan daginn og sinnir umhirðu hestanna. Hún þjálfar flest hrossin sín sjálf ásamt því sem hún er að hjálpa yngri systur sinni við þjálfun hennar hesta. Dagurinn hefst þó á því að pabbi hennar sér um að gefa á morgnanna. Glódís er svo komin í hesthúsin um klukkan níu og byrjar á því að hreinsa undan
hrossunum og setja nýtt sag í undirlagið og sinnir almennri umhirðu. Þá fer hún að vinna með hrossin og þjálfa en hún er með hestunum alla daga. Hún sér um hádegisgjöfina og fer svo heim fljótlega upp úr hádegi, þar sem hún stundar fjarnám við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Glódís kemur svo aftur í hesthúsið um kvöldið og gefur kvöldgjöfina.
Glódís á Gutta í gerðinu á Mánagrund.
Glódís á yngri árum ríðandi í vatni. Glódís er keppnismanneskja og hefur verið virkur þátttakandi í keppni í hestaíþróttum í mörg ár og gengið vel. „Það geta allir haft gaman af þessu og samvera með hestum er svo gefandi og góð. Það er hægt að ná sér í kennslu og verða betri. Allir sem vilja vera í þessu geta byrjað og æft sig og gert sitt allra besta,“ segir Glódís.
Þriggja ára á fyrsta mótið Glódís var þriggja ára þegar hún tók þátt í sínu fyrsta móti í hestamennsku og þá teymdi afi hennar, hestinn á mótinu. Þetta eru margar greinar í hestamennskunni. Hver er þín uppáhalds? „Ég hef verið mjög sterk í fjórgangi og slaktaumatölti. Töltið finnst mér líka mjög skemmtilegt. Þá finnst mér einnig gaman í fimmgangi og skeiði.“
Í hverju ertu best? „Mínar sterku greinar eru fjórgangur og slaktaumatölt.“ Fjórgangurinn eru allar gangtegundir hestsins nema skeiðið. Hægt tölt, brokk, fet, stökk og greitt tölt. Hver eru markmiðin framundan? „Það er landsmót í sumar og ég ætla að gera mitt besta og halda áfram á sömu braut.“ Það er vel búið að hestafólki á Mánagrund. Þar er góð reiðhöll sem Glódís er dugleg að nýta sér við þjálfun hestanna og einnig eru fínar reiðleiðir út frá Mánagrund. Þá er grasi gróin grundin og þar er einnig hægt að ríða út.
Ekki margir krakkar í hestamennskunni Glódís segir að það séu ekki margir krakkar í hestamennskunni á Suður-
nesjum, en einhverjir þó og það sé jákvætt. „Við erum nokkrar hérna á Mánagrund,“ segir hún. Glódís stefnir á að klára stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla, þar sem hún er í fjarnámi, og fara þaðan í nám að Hólum í Hjaltadal en þar er nám á hestabraut. „Ég kann helling en það má alltaf læra meira.“
Magnaður Magni Uppáhaldshestur Glódísar heitir Magni frá Spágilsstöðum og hefur farið með henni á tvö Landsmót og skilað henni tvisvar í fjórða sæti í A-úrslitum. „Hann skilar mér alltaf í úrslit þegar ég hef keppt á honum. Hann er algjör höfðingi,“ segir Glódís um hann Magna sem er þrettán vetra. Magni er alveg magnaður og Glódís fékk hann þegar hún var níu ára, þannig að þau hafa verið gott teymi í nokkuð mörg ár. „Við höfum
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9
Þorbjörn semur um smíði á nýjum ísfisktogara Það eru mörg handtök á hverjum degi í hesthúsinu. þróað sambandið okkar mikið. Hann hefur verið frábær kennari og systir mín hefur fengið að keppa á honum. Það er gaman að hafa einn svona höfðingja sem kennir.“ Fjölskylda Glódísar er með tvö hesthús á Mánagrund og öll hrossin þar, utan tveggja, eru keppnishestar. Glódís er á kafi í þjálfun hesta og hefur nóg að gera í því alla daga. Hún nýtir sér aðstöðu í reiðhöllinni á morgnanna fyrir þjálfunina. Þannig að lífið snýst bara um hestamennsku? „Já, það hefur alltaf verið þannig.“ Hvernig er undirbúningur fyrir keppni? „Ég undirbý mig vel fyrir keppni og er vel tilbúin í slaginn. Ég er alltaf frekar róleg fyrir keppni. Það er alltaf gaman og ég verð ekkert stressuð. Ég þjálfa hrossin mín sjálf og veit því hvernig þau eru og þekki þau því oftast út í gegn.“ Hvernig fer þjálfunin fram? „Ég þjálfa mismunandi eftir hestum. Sumir þurfa mikla innivinnu og að byggja upp vöðva, jafnvægi og styrk á meðan aðrir eru þannig að maður getur verið mikið á þeim úti og þeir eru vel þjálfaðir og kunna vel flest. Þetta er mjög misjafnt eftir hrossum hvernig þjálfunin þarf að fara fram.“
Ekki góð keppnishross en frábær til útreiðar Sum hross eru einfaldlega betri en önnur í keppni, þau fara til útlanda og koma ekki aftur. Að sögn Glódísar eru önnur jafnvel ekki góð keppnishross en frábær til útreiðar og til að fara með í hestaferðir og hafa gaman. Aðspurð hvort vinir hennar séu einnig í hestasportinu, svarar Glódís því játandi og bætir við að það séu Glódís með systur sinni, Helenu Rán, ungum að árum í hesthúsinu.
vinir sem hún hafi kynnst í gegnum hestamennskuna. Vinahópurinn sé í hestasportinu og hún vilji frekar verja sínum tíma í hesthúsinu, frekar en í félagslífi niðri í bæ með krökkum á sínu reki.
Þarf að sinna dýrunum allt árið Það er ekki spurt um árstíðir í hestamennskunni, það þarf að sinna dýrunum allt árið. Hestar eru ekki settir í geymslu eins og golfsettið yfir harðasta veturinn. Í lok ágúst er hrossunum gefið algjört frí og sett í haga og fá þannig frí þar til þau eru tekin aftur á hús um miðjan október til byrjun nóvember. Á meðan þau ganga frjáls í haganum eru unghross tekin í þjálfun, þannig að það er verið að vinna með hesta allt árið um kring. Það geta verið miklar tilfinningar sem tengjast hestamennskunni þegar hestamenn þurfa að láta frá sér hross. „Ég get orðið leið þegar sumir fara en maður getur líka orðið ánægður þegar maður selur hross og veit að það fer á góðan stað. Það er alltaf gaman að fylgjast með þeim á nýjum og góðum stað.“
Þorbjörn hf. í Grindavík hefur gert samning við Skipasmíðastöðina Armon í Gijón á Spáni um smíði á 58 metra löngum og 13,6 metra breiðum ísfisktogara. Ráðgert er að smíðinni ljúki á fyrri hluta ársins 2024. Þetta er fyrsta nýsmíðin sem Þorbjörn hf. ræðst í síðan 1967, en á undanförnum 50 árum hafa fjölmörg fiskiskip komið við sögu félagsins ýmist við sameiningar við önnur útgerðarfyrirtæki eða við bein kaup. Fyrirtækið hefur staðið fyrir meiriháttar endurnýjun og breytingum á eldri skipum og breytt þeim úr t.d. uppsjávarveiðiskipum yfir í línuskip og ísfisktogurum yfir í frystiskip. Undanfarin ár hefur Þorbjörn hf. tekið úr rekstri þrjú línuskip og tvo frystitogara en í staðinn hefur fyrirtækið keypt frystitogara frá Grænlandi og ísfisktogara frá Vestmannaeyjum. Nú heldur Þorbjörn hf. áfram endurnýjun skipaflota fyrirtækisins og væntanlega verða enn nokkrar breytingar á núverandi útgerð þó að það hafi ekki enn verið ákveðið. Skipið er hannað af Sævari Birgissyni skipatæknifræðingi hjá Verkfræðistofunni Skipasýn ehf. í nánu samstarfi við starfsmenn Þorbjarnar hf. og liðsinnti hann starfsmönnum Þorbjarnar hf. við samningsgerðina á Spáni. Við hönnun skipsins hefur verið lögð rík áhersla á að draga úr orkunotkun og þar með að umhverfisáhrif
þess verði sem minnst. Aðalvél skipsins sem verður um 2400 KW. mun knýja skrúfu sem verður 5 metrar í þvermál. Stærð og snúningshraði skrúfunnar verður lægri en áður hefur þekkst í eldri fiskiskipum af sambærilegri stærð. Skipið verður þess vegna sérlega sparneytið og því í hópi sparneytnustu skipa í þessum flokki. Þá verður skipið búið til veiða með tveimur botnvörpum samtímis og togvindurnar knúnar rafmagni. Í hönnun skipsins er sérstaklega litið til sjóhæfni þess með tilliti til öryggis og bættrar vinnuaðstöðu. Áhersla er lögð á að aðbúnaður áhafnar verði sem bestur og allir skipverjar hafa sínar eigin vistarverur og hreinlætisaðstöðu. Gert er ráð fyrir því við hönnun skipsins að auðvelt verði að breyta því í frystitogara ef það hentaði á einhverjum tíma skipsins. Mesta breytingin frá eldri skipum Þorbjarnar hf. varðandi vinnslu og meðferð aflans er sú að sjálfvirk flokkun á aflanum fer fram á vinnsludekki skipsins og frágangur aflans í fiskikör fer fram á einum stað á vinnsludekkinu. Þaðan fer aflinn í lyftum niður í lest og verður lestarvinnunni eingöngu sinnt af fjarstýrðum lyftara sem rennur á loftbita í lest skipsins. Auk þess að annast flutning og stöflun á fiskikörum verður lyftarinn notaður við losun skipsins þegar það kemur til hafnar.
Hestar eiga ekki afturkvæmt til Íslands Glódís segist ekki ennþá hafa farið á Heimsmeistaramót íslenska hestsins en það sé stefnan, að fara og horfa og jafnvel keppa. Það er stór ákvörðun að fara út með sinn keppnishest, því þeir eiga ekki afturkvæmt til Íslands vegna reglna. Þátttakendur á heimsmeistaramóti eru því annað hvort búnir að selja keppnishestinn til útlanda fyrir mót eða selja hann á meðan mótinu stendur. „Svo eru hestar sem maður myndi ekki týma að fara með út,“ segir Glódís, ein efnilegasta hestakona á Suðurnesjum.
Gert er ráð fyrir því við hönnun skipsins að auðvelt verði að breyta því í frystitogara ef það hentaði á einhverjum tíma skipsins.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ
Hún byrjaði snemma að keppa. Hér er hún á fleygiferð.
Við þökkum þeim 1.352
sem kusu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
Ung og hæfileikarík
FS-ingur vikunnar: Andri Sævar Arnarsson
Andri Sævar Arnarsson er átján ára og lýsir sér sem sönnum Keflvíkingi. Hann þjálfar Taekwondo og er formaður Vox Arena. Andri er ræðumaður í liði Fjölbrautaskóla Suðurnesja í ræðukeppninni MORFÍs. Hann er einnig að leika í leikritinu Grease sem fjölbrautaskólinn er að setja upp í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur.
Á hvaða braut ertu? Ég er á íþrótta- og lýðheilsubraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn við FS er sá að félagslífið er að verða miklu betra, fjölbreyttara og skemmtilegra. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Róbert Andri er líklegastur til að verða frægur. Hann er bara sjúklega skemmtilegur, æðislegur söngvari og gítar spilari. Skemmtilegasta sagan úr FS: Það hefur náttúrulega allt verið frekar dautt undanfarið en skemmtilegasta sagan er mögulega síðasta JÁJÁ þegar það voru einhverjir gæjar að hoppa ofan á tjöld og svona. Hver er fyndnastur í skólanum? Róbert er langfyndnastur. Hver eru áhugamálin þín? Mín helstu áhugamál er leiklist, hreyfing og félagsskapur, ef það er hægt að telja það sem áhugamál. Hvað hræðistu mest? Ég hræðist langmest höfnun. Get hana ekki, þoli hana ekki en hey, stundum þarf maður bara að bíta á jaxlinn.
Sólrún Glóð Jónsdóttir er þrettán ára og kemur frá Keflavík. Sólrún æfir dans með Danskompaní og hefur gaman af félagsstörfum og leiklist. Hún situr í nemendaráði Holtaskóla sem og unglingaráði Fjörheima. Í hvaða bekk ertu? Ég er í 8. bekk. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Holtaskóla.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég get eiginlega ekki valið mér eitt uppáhaldslag en uppáhaldshljómsveitin mín er KALEO. Bubbi er líka alltaf í uppáhaldi. Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er að ég er alltaf til í að gera eitthvað. Hver er þinn helsti galli? Minn helsti galli er að ég get eiginlega aldrei ákveðið mig. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Helstu forrit sem ég nota eru Instagram, Snapchat og Messenger. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Ég held að besti eiginleiki í fari fólks sé heiðarleiki eða húmor. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan mín fyrir framtíðina er að fara í skóla úti, ég er einmitt að fara til New York í júní að læra leiklist í smá tíma. Svo bara reyna að finna eitthvað sem mér finnst skemmtilegt að gera. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Óákveðinn. Thelma Hrund Hermannsdóttir
Hvað gerir þú utan skóla? Ég hef verið nánast daglega upp í Danskompaní á æfingum að undanförnu fyrir undankeppni í DanceWorldCup, þannig ég hef eiginlega ekki haft tíma fyrir neitt annað. Ég var í körfu en þurfti að taka pásu vegna mikilla æfinga í dansinum. Ég er líka í nemendaráðinu í Holtaskóla og í unglingaráðinu í Fjörheimum og fer á fundi með þeim í hverri viku og mæti á opin hús. Hvert er skemmtilegasta fagið? Úff, ætli það sé ekki bara íþróttir þá getum við krakkarnir öll verið saman að gera eitthvað skemmtilegt. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Vá, núna veit ég ekki. Örugglega Sóldís Embla, veit ekki alveg af hverju en hef það einhvern veginn á tilfinningunni að hún verði fræg fyrir að vera módel. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar kennararnir klæddu sig eins og trúðar og gerðu sig að fíflum í matsalnum. Hver er fyndnastur í skólanum? Ég myndi segja Ásdís Alda eða Anna María séu fyndnastar því þær fá mig einhvern veginn alltaf til að hlægja án þess að segja neitt.
thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru dans, körfubolti, félagsstörf og leiklist.
Ung(menni) vikunnar: Sólrún Glóð Jónsdóttir
t s i ð æ r H n u n f ö h
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Hvað hræðistu mest? 100% öll skordýr og flugelda. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Svo mörg lög að ég get ekki valið eitt. Hver er þinn helsti kostur? Ég er heiðarleg, góðhjörtuð, gefst aldrei upp og er alltaf til staðar fyrir fólk. Hver er þinn helsti galli? Stundvísi er alls ekki mín sterkasta hlið og að eiga pening, hann virðist alltaf hverfa bara út af kortinu mínu. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat og Instagram, nota þau eiginlega of mikið. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Mér finnst að bestu eiginleikarnir hjá fólki þegar þau eru skemmtileg, heiðarleiki, umhyggja og traust. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég stefni á að fara beint í framhaldsskóla og gera það sem mér finnst gaman að gera. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ef ég ætti að lýsa mér í einu orði þá væri það mögulega hæfileikarík.
HVERNIG VAR HÉR SUÐUR MEÐ SJÓ ÁRIÐ 1872?
Skólinn í Vatnsleysustrandarhreppi, sem nú er Sveitarfélagið Vogar, er þriðji elsti barnaskóli landsins, hefur starfað samfellt í 150 ár, frá 1872, alla tíð í eigin húsnæði og stundum á tveimur stöðum samtímis. Í Reykjavík reis skóli aðeins áratug fyrr, í leiguhúsnæði. 150 ár eru u.þ.b. sex kynslóðir. Hugsanlega hefur langalangalangafi eða -amma lesendans verið meðal fyrstu nemenda skólans! Það var öðruvísi um að lítast hér fyrir 150 árum, aðrir lífshættir og ólíkar aðstæður. Hér var þéttbýlt á þess tíma mælikvarða, byggð með mestallri ströndinni frá Hvass-
ahrauni að Vatnsnesi við Keflavík, ef Njarðvíkur eru taldar með. Hér var mikil árabátaútgerð vegna nálægðar við góð fiskimið og einnig gerð út þilskip (skútur) að sumarlagi á fjarlægari mið. Á útmánuðum flykktist vertíðarfólk hingað svo fólksfjöldinn gat tvöfaldast. Þjappað var í híbýlin og einnig búið í verbúðum.
Farið var að byggja vegleg hús hér í sveit á þessum tíma. Þá þóttu steinlímd hús flottari en torfhús. Síðari hluta átjándu aldar og þá nítjándu stóðu Danir fyrir byggingu steinlímdra húsa, fyrst Viðeyjarstofu 1755, síðan Hóladómkirkju, Bessastaðastofu, Nesstofu, Stjórnarráðshúsið, Viðeyjarkirkju, Landakirkju, Bessastaðakirkju og dómkirkjuna í Reykjavík, allt laust fyrir 1800. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var byggt 1871. Sama ár byggir Sverrir Runólfsson, fyrsti lærði íslenski steinsmiðurinn, steinhús í Stóru-Vogum, líklega fyrsta steinhúsið í einkaeigu, sjá nánar á ferlir. is (https://ferlir.is/elsta-steinhus-aislandi/). Rúst þess stendur enn á lóð Stóru-Vogaskóla, börnum að leik, sjá mynd. Síðan voru byggð hér fleiri minni steinhús, m.a. útihús. Timburhús voru unnvörpum byggð hér þegar mikið framboð varð af góðu timbri úr strandi seglskipsins Jamestown í Höfnum árið1881 en það var fulllestað gæðatimbri. Í kjölfarið reis stærsta sveitakirkja landsins á Kálfatjörn 1893. Margt breytist á 150 árum. Skólinn okkar var stofnaður tveimur árum áður en kóngurinn kom hingað með stjórnarskrá (sem við notum enn að
á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
Þó nú útvegsbændur væru margir ágætlega vel efnaðir, þá var þó mikill fjöldi af blásnauðu fólki innan um og meiri munur á efnahag manna en víða annars staðar ... nokkru leyti). Þarna eru líka harðindaár þegar margt fólk flúði land til Vesturheims, til að freista gæfunnar þar, þó líklega ekki margir úr okkar sveit. Þó tíðarfar og afli væri misjafn á 19. öld efldist efnahagur og íbúum fjölgaði. Þar réð miklu að margir bændur eignuðust jarðir sem áður höfðu verið eign kirkjunnar og Viðeyjarklausturs og síðar konungs, svonefnt Viðeyjargóss. En efnahagur var afar misjafn og kann sú misskipting að hafa verið hvati þess að
séra Stefán Thorarensen drífur í því að stofna hér skóla fyrir alla – en ekki síst þá sem minna máttu sín. Þorvaldur Thoroddsen, náttúrufræðingur (1855– 1 9 2 1 ) , s e m fó r rannsóknarferðir um allt land, fór hér um 1884 og lýsir byggðinni þannig: „Hverfi eða þorp eru hér alls staðar fram með sjónum og mjög mannmargt, enda er hér einhver hin mestu fiskiver á Íslandi. Bændur voru og margir efnaðir og byggingar hvergi jafngóðar á Íslandi: svo að segja eintóm timburhús, vel vönduð og útbúin, þó voru gamaldags kofar innan um á stöku stað. Þó nú útvegsbændur væru margir ágætlega vel efnaðir, þá var þó mikill fjöldi af blásnauðu fólki innan um og meiri munur á efnahag manna en víða annars staðar.“
11. ÞÁTTUR
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11
Tjaldur á hraðferð frá Írlandi heim til Sandgerðis
Elíza Newman gefur út Maybe Someday Nýtt lag með Elízu Newman kallast Maybe someday er komið út og er önnur smáskífan af komandi fimmtu breiðskífu hennar sem kemur út á vormánuðum 2022. Lagið er kæruleysislegt trall sungið á íslensku og ensku með fiðlu og blístri og boðar vor og betri tíma. Það fjallar um sveimhuga sem fer sínar eigin leiðir en ratar samt alltaf aftur heim. Á umslaginu er mynd af Mjálmari Randalín. Upptöku stjórnaði Gísli Kjaran Kristjánsson og syngur Elíza og spilar á gítar, fiðlu, ukulele, rafmagnsgítar og bassa. Gísli trommar og spilar á hljómborð.
Flugleiðin heim til Sandgerðis er merkt rauð. Bláa línan er leiðin sem tjaldurinn fór út til Írlands.
Sölvi Rúnar Vignisson, fuglafræðingur, segir frá því á fésbókarsíðunni Sandgerði og Sandgerðingar að fyrsti GPSmerkti tjaldurinn í Suðurnesjabæ sem stundaði far er kominn heim. Hann hélt til í Enniscrone á Írlandi í vetur en lenti í Lóni þann 5. mars 2022 og var svo kominn á leiruna í Sandgerði daginn eftir. Tjaldurinn var 23 og hálfan tíma til Íslands og svo tíu tíma frá Lóni og heim í Sandgerði. Nú fer hann á fullt að safna orku og finna makann sinn fyrir varp og verja óðalið sitt við Hólkot. Vorið er á næsta leiti, segir Sölvi Rúnar í færslunni.
Tjaldur.
Sölvi Rúnar Vignisson, fuglafræðingur.
Framhaldsskólanemendur setja upp söngleikinn Grease
Um Elízu Newman: Tónlistarkonan Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum hér um árið. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Elíza hefur farið víða í tónlistarsköpun sinni, og samið allt frá pönki til óperu til eurovision-laga með smá stoppi á Eyjafjallajökli og nú síðast Fagradalsfjalli! Hún starfaði erlendis lengi og hefur gefið út fimm plötur með Kolrössu/ Bellatrix, eina með hljómsveitinni Skandinavia og fjórar sóló plötur til þessa sem allar hafa hlotið lof gagnrýnenda bæði heima og erlendis og hlaut síðasta breiðskífa Elízu, Straumshvörf m.a tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins og lag ársins.
Maybe Someday á Spotify:
Leikfélag Keflavíkur er um þessar mundir að æfa söngleikinn Grease í samstarfi við leikfélag NFS, Vox Arena. Æfingar á söngleiknum hófust í janúar en byrjuðu af fullum krafti um miðjan febrúar þegar sýningum lauk á Fyrsta kossinum. Leikhópurinn samanstendur af átján krökkum á framhaldsskólaaldri sem hafa mismikla reynslu í leiklist, söng og dansi en öll eru þau að standa sig stórkostlega vel. Það
Myndband við Mindless FRÁ MIDNIGHT LIBRARIAN
Hljómsveitinni Midnight Librarian er um þessar mundir að gefa út tónlistarmyndband fyrir lag af fyrstu plötu sveitarinnar. Myndbandið er við lagið Mindless af fyrstu plötunni, From Birth til Breakfast, sem sveitin gaf út í ágúst í fyrra. Í Midnight Librarian eru sjö upprennandi tónlistarmenn af Suðurnesjum. Þeir gáfu út fyrrnefnda plötu í fyrra, héldu tvenna útgáfutónleika í kjölfarið sem að seldist upp á og lagið Funky Fresh sem komast á A lista Rásar 2. Í tilkynningu frá sveitinni kemur fram að mikil vinna var lögð í myndbandið og eru meðlimir sveitarinnar rosalega ánægðir með útkomuna. Þá er sveitin að vinna að nýju efni sem er væntanlegt á næstunni.
reyndist listrænum stjórnendum mjög erfitt að velja í hlutverk en u.þ.b. 30 einstaklingar mættu í prufur. Auk leikara er sex manna hljómsveit á sviðinu sem sér um þau fjölmörgu og líflegu tónlistaratriði sýningarinnar. Tónlistarstjóri er Sigurður Smári Hansson sem hefur verið virkur meðlimur Leikfélags Keflavíkur í mörg ár og er jafnframt formaður þess.
Danshöfundur sýningarinnar er Sigríður Rut Ragnarsdóttir Ísfeld og er þetta frumraun hennar sem danshöfundur. Leikstjórn er í höndum Brynju Ýrar Júlíusdóttur en þetta er í annað skipti sem hún leikstýrir sýningu hjá Vox Arena en hún leikstýrði einnig Burlesque árið 2018 sem er jafnframt síðasta sýning sem Vox Arena setti upp. Það veitir Leikfélagi Keflavíkur mikla gleði að geta hjálpað nemenda-
félagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja að byrja aftur með leiklistarstarf fyrir nemendur skólans og fleiri nemendur á framhaldsskólaaldri en í sýningunni eru nemendur úr ýmsum framhaldsskólum. Við hvetjum bæjarbúa að sjálfsögðu til að mæta á sýninguna og styðja við öflugt menningarstarf hjá leikfélögum bæjarins. Söngleikurinn verður frumsýndur föstudaginn 18. mars og miðasala fer fram á tix.is.
TÓNL EIKAR FORSKÓL A 2 OG L Ú Ð R A S V E I T A R Tvennir stórtónleikar forskóladeildar verða haldnir í Stapa, Hljómahöll, fimmtudaginn 17. mars. Fram koma nemendur Forskóla 2 ásamt elstu lúðrasveit skólans. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17. Forskólanemendur úr Háaleitisskóla, Holtaskóla og Stapaskóla. Seinni tónleikarnir hefjast kl.18. Forskólanemendur úr Akurskóla, Heiðarskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla. Allir velkomnir. Tónleikunum verður jafnframt streymt á Youtube-rás skólans.
Skólastjóri
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Að sá fyrir sumrinu Ritari nýtur þeirra forréttinda að eiga sér gróðurhús á lóðinni. Það er hálf-kalt hús þar sem hita gætir mest frá geislum sólar auk affalsvatns frá íbúðarhúsinu eftir að það hefur runnið gegnum snjóbræðslulögn stétta og bílastæðis. Þrátt fyrir það má ætla að vorið birtist þar tveimur mánuðum fyrr en ella, rósirnar byrja að laufgast upp úr miðjum janúar, svo koll af kolli. Í þessum rituðu orðum er þar innanglers 15 stiga hiti enda sólarglenna nú um miðjan daginn. Margar ánægjustundir hefur hús þetta veitt mér, en ekki allar áhyggjulausar. Stormbyljir þessa árs hafa t.a.m. haldið fyrir mér vöku, enda er ég brenndur af febrúarveðrinu 1991 en þá við horfðum út um glugga á samskonar hús jafnast við jörðu. Ekkert annað í stöðunni en að byggja það hús aftur en styrkja með öflugum miðjuprófíl og skástífum festum við hann til beggja gafla á húsinu. Síðan þá hefur húsið staðið af sér allt. Í húsinu er rafmagn og vatn og næstu daga má þar greina að kvöldlagi ljósbirtu frá ódýrum led-ljósum sem stýrt er með klukkurofa frá Ikea til að auka við sólarganginn. Ég ætla nefnilega að fara dreifplanta og sá fyrir fleiri sumarblómum, auk matjurta. Þá verða settir þar inn tveir olíufylltir rafmagnaofnar til að auka við hita að næturlagi. Að sá fyrir eigin blómum og matjurtum veitir mikla lífsfylli. Að fylgjast með örlitlu fræi verða að fullmótaðri plöntu, sem ýmist blómstrar eða gefur af sér aldin, fær úreldan fæðingalækninn til að endurlifa sköpunarverkið í starfi þá hann fylgdist með slíkri þróun í mannheimum.
Sáning er í eðli sínu einföld athöfn, á færi allra sem taka sér tíma og tileinka sér vinnubrögð, sem lúta lögmáli náttúrunnar um upphaf, þroska og viðhaldi lífsins. Í bók bókanna segir frá sáðmanni er gekk út að sá sæði sínu (Lúkas 8) og örlögum þess allt eftir því í hvern jarðveg það féll og hvernig að því varð hlúð. Þótt hér sé átt við guðsorð með dæmisögu er vegferðin í raun sú sama þegar við viljum að fræið sem við sáum beri góðan ávöxt. Við þurfum heppilegan jarðveg til að sá í, svo fræið megi spíra, á þeim tíma ekki of kröftugan til að hindra myndun frumplöntunnar. Þá fyrst rótarkerfi plöntunnar þroskast færum við að henni næringu í litlu mæli til að byrja með, en bætum síðan í til að uppfylla þarfir hennar. Ljós og vökvun eru lykilatriði til að viðhalda lífi plöntunnar enda er hún háð hvort tveggja, þá hún hefur ljóstillífun. Hún þarf líka meira rými þegar hún vex, þess vegna fær hver planta sérstaka athygli í sínum eigin potti. Við ætlum að fjalla um sáningu sumarblóma og matjurta á fyrsta
fundi garðyrkjudeildarinnar sem haldinn verður miðvikudaginn 16. mars í húsi leikskólans Tjarnarsels, Tjarnargötu 19. Hefst fundurinn kl 20. Sýnikennsla fer fram og þáttakendur fá efnivið til sáningar í hendur, aðgangseyrir er 1000 kr. Á síðastlinu vori afhenti Reykjanesbær Suðurnesjadeild G.Í til umsjónar og varðveislu 25 veglega gróðurkassa, sem staðsettir eru í nýjum fjölskyldureit við Njarðvíkurskóga. Þar hefur farið fram metnaðarfull uppbygging á útivistarsvæði fyrir það fjölmenningarsamfélag sem við búum í. Þar gefst tækifæri til að safna saman fólki af mismundandi uppruna og deila gagnkvæmri reynslu, sem gjarnan er uppruni virðingar og vinskapar. Um leið og við lútum höfði og hugsum til Úkraínu og þeirra hörmunga sem fólkið þar nú tekst á við, þá minnum við okkur sjálf á að ræktun er ein leið til þess að öðlast frið í sálinni. Oft er gott að sækja á þau mið þegar á bjátar.
Séð inn í gróðurhús greinarhöfundar, undirbúningur í fullum gangi.
Efniviður til sáningar.
Konráð Lúðvíksson.
Gróður kassar í Njarðvíkurskógum.
Stórtónleikar Forskóladeildar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Fimmtudaginn 17. mars, stendur Forskóladeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fyrir tvennum Stórtónleikum í Stapa, Hljómahöll. Á tónleikunum koma fram nemendur í Forskóla 2, sem eru allir nemendur 2. bekkjar grunnskólanna (sjö ára börn) ásamt lúðrasveit T.R. og einni af rokkhljómsveitum skólans. Fyrri tónleikarnir verða kl. 17 og á þeim koma fram forskólanemendur úr Akurskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Stapaskóla. Seinni tónleikarnir verða kl. 18 og á þeim koma fram forskólanemendur úr Háaleitisskóla, Heiðarskóla og Njarðvíkurskóla. Tónleikarnir taka um 30 mínútur hvor. Forskóladeildin hefur um árabil staðið fyrir tónleikahaldi einu
sinni á vetri, ásamt lúðrasveitinni. Á fyrstu tónleikunum voru það einungis um 40 forskólanemendur sem léku sem gestir með lúðrasveitinni á tónleikum í
Kirkjulundi, en strax árið eftir var ákveðið að fara með tónleikana á milli allra grunnskólanna þar sem forskólinn væri í fyrirrúmi og hafa aðra hljómsveit með auk lúðrasveitarinnar, sem hafa ýmist verið rokkhljómsveit, trommusveit eða strengjasveit. Þessu fyrirkomulagi var haldið þar til fyrir fjórum árum, að ákveðið var að fara ekki í grunnskólana með tónleikahaldið, heldur halda tvenna tónleika í Stapa, þeim glæsilega tónleikasal sem þá var kominn til skjalanna. Mikil ánægja hefur verið með það fyrirkomulag og forskólatónleikarnir verða því með sama sniði nú. Á tónleikunum koma fram alls um 320 börn og unglingar, þar af um 285 forskólanemendur, sem flytja fjölbreytta og stórskemmtilega efnisskrá. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna Sýning Listasafns Reykjanesbæjar, Tegundagreining eftir Steingrím Eyfjörð, er tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022. Tegundagreining var sambland endurlits og nýrra verka eftir Steingrím Eyfjörð. Sýningin er tilraun listamannsinns til að skýra kveikjuna að eigin myndsköpun, þar sem verkin eru afmörkuð og staðsett með flokkunarkerfi, mynstri sem þróast hefur á löngum ferli listamannsins. Listasafn Reykjanesbæjar gaf út veglega sýningarskrá í tilefni af sýningu Steingríms Eyfjörð, þau sem rita texta eru: Halldór Björn Runólfsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Benedikt Hjartarson, Jón Bjarni Atlason og Helga Þórsdóttir. Einnig skrifaði listamaðurinn eigin skýringar á myndverkunum.
Í texta Aðalsteins Ingólfssonar um Steingrím segir: „Steingrímur er auðvitað eins konar ofurhetja á ystu nöf, Mad Max-týpa sem berst við að rimpa saman eftirhreytur vitundarlífsins í samfélagi sem komið er að þolmörkum, ekki með því að hamra á því „þekkta“, ekki einu sinni því „óþekkta þekkta“, svo vitnað sé í fleyg orð Donalds Rumsfeld, heldur með því að tefla fram sögum, minningum og draumum. Þegar allt annað þrýtur, er þessi þrenning haldreipið.“ Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Nýlistasafnið lánuðu verk eftir Steingrím Eyfjörð á sýninguna ásamt fjölmörgum einkasöfnurum sem lánuðu sýningunni myndverk.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13
Aldrei eins mikið samráð við íbúa í skipulagsmálum Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs og formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Áhugi íbúa Reykjanesbæjar á skipulagsmálum hefur farið vaxandi undafarin ár sem er mjög ánægjulegt, því það er gott fyrir bæinn að sem flestir bæjarbúar komi að því að móta umhverfi okkar og hafi áhrif á hvernig bærinn þróist. Frá 2014 hefur stefnan verið að upplýsa íbúa markvisst um skipulagsmál og auðvelda aðkomu þeirra að skipulagsvinnu – því þannig gerum við bæinn okkar einfaldlega betri. Ákveðin áskorun hefur falist í því að virkja þennan áhuga, beina athugasemdum og ábendingum bæjarbúa í skýra farvegi sem gott verklag í stjórnsýslunni og skipulagslög kalla á. Íbúafundir um öll stærri mál Þetta höfum við m.a. gert með því að upplýsa íbúa um skipulagsverkefni í vinnslu, t.d. með ítarlegum fundargerðum umhverfis- og skipulagsráðs með lýsandi fylgigögnum, aðgengilegum á vef bæjarins. Einnig með opnum íbúafundum þegar stór deili-
skipulagsverkefni eru í auglýsingu svo bæjarbúar hafi tækifæri til þess að koma með ábendingar og athugasemdir áður en skipulagið kemur til bæjarstjórnar til lokasamþykktar. Þá hefur verið leitast við að tryggja sem best aðkomu bæjarbúa að endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar. Boðað var til íbúaþings í byrjun aðalskipulagsvinnunnar og í framhaldinu voru haldnir íbúafundir í öllum hverfum bæjarins þar sem gott samtal átti sér stað og góðar hugmyndir komu fram. Stýrihópur vann svo úr framkomnum hugmyndum og ábendingum íbúa og vinnslutillaga að aðalskipulaginu var kynnt í haust, m.a. með kynningarfundi í streymi á netinu. Í ferlinu öllu hafa fjölmargir bæjarbúar sent inn ábendingar og athugasemdir sem hafa skilað sér til stýrihópsins sem vinnur að endurskoðun aðalskipulagsins. Aðalskipulagstillagan hefur tekið breytingum í öllu þessu ferli enda margar góðar hugmyndir og gagnlegar ábendingar komið frá íbúum. Tillaga
að endurskoðuðu aðalskipulagi fer svo í auglýsingu fyrir lok þessa mánaðar og þá gefst bæjarbúum aftur tækifæri til þess að kynna sér skipulagið og koma með athugasemdir áður en aðalskipulagið fer fyrir bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. Mikill kraftur verður lagður í kynningu, s.s. með kynningarfundi í Hljómahöll – sem verður líka í streymi – og íbúafundum í öllum hverfum bæjarins í framhaldinu. Má bjóða þér í umhverfis- og skipulagsrölt 26. mars? Það er aldrei nógu mikið rætt og spjallað um bæinn okkar að mínu mati, hvernig við viljum byggja hann til framtíðar. Því vil ég bjóða bæjarbúum í umhverfis- og skipulagsrölt um áhugaverð svæði í bænum og spjall um bæinn okkar. Fyrsta röltið á þessu ári verður um Njarðvíkurskóga laugardaginn 26. mars og hefst kl. 12.00 frá nýja hundagerðinu við grillaðstöðuna og þrautabrautina í Njarðvíkuskógum. Allir velkomnir í röltið.
Ljóðasamkeppnin Dagstjarnan Hin árlega ljóðasamkeppni Dagstjarnan á vegum Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst er hafin og verður verðlaunaafhending í Útskálakirkju kl. 14:00 á sumardaginn fyrsta 21. maí næstkomandi. Ljóðakeppnin er fyrir alla aldurshópa í Suðurnesjabæ og eru allir sem gaman hafa af ljóðagerð hvattir til að taka þátt. Dómnefnd mun fara yfir ljóðin og velja þau bestu í hverjum aldursflokki og verða verðlaun veitt yngstu börnunum sem eru á leikskólaaldri, grunnskólabörnum og fullorðnum. Þemað að þessu sinni er Bærinn minn og ég. Ljóðahöfundar eru beðnir að merkja ljóðin sín á baksíðu með nafni, heimilisfangi og símanúmeri og senda þau í umslagi á bæjarskrif-
stofu Suðurnesjabæjar Sunnubraut 4, 250 Garði fyrir 12. apríl næstkomandi. Hollvinafélagið biður ljóðahöfunda að taka fram á baksíðu ljóðsins ef ljóð þeirra mega ekki birtast á vegum félagsins. Fyrirhugað er að safna öllum ljóðunum saman og sýna þau gestum í Sjólyst og einnig hefur forstöðumaður safna í Suðurnesjabæ beðið um samstarf í verkefninu „Ljóð í lauginni“ sem Bókasafn Suðurnesjabæjar verður með í sundlaugum bæjarins. Þá geta sundlaugagestir lesið „plöstuð“ ljóð í heitu pottunum. Með bestu kveðjum og von um góða þátttöku, Stjórn Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst.
Dropinn holar steininn Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður. Oft á mínum þingferli hef ég vakið máls á málefnum Suðurnesja. Stóra baráttumálið og réttlætismálið er að Suðurnesjamenn fái sambærilega heilbrigðis- og velferðarþjónustu, löggæslu og aðgengi að menntun og aðrir landsmenn. Einn af hornsteinum samfélaganna á Suðurnesjum er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Góð heilsugæsla, bráðaog slysamóttaka og lyflækningar eru lykilatriði fyrir íbúa og nauðsynleg svo íbúar séu sáttir við búsetuskilyrði á svæðinu. Fólk á rétt á heilsugæslu í heimabyggð og á ekki að þurfa að sækja hana um langan veg. Á höfuðborgarsvæðinu eru um 11.500 manns á hverja heilsugæslu. Suðurnesjamenn eru að nálgast 30.000 og við höfum aðgengi að einni heilsugæslu ásamt heilsugæslunni í Grindavík. Til stendur að opna heilsugæslu í Innri-Njarðvík en hún á samkvæmt áætlunum ekki að opna fyrr en 2026. Þeirri framkvæmd verður að flýta og opna einnig heilsugæslu í Suð-
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
urnesjabæ þar sem búa tæplega fjögur þúsund manns. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er allt að vilja gert en álag á hvern starfsmann er mikið enda skortir tuttugu lækna og tugi aðra heilbrigðisstarfsmenn, svo þörf fyrir heilbrigðisþjónustu sé uppfyllt miðað við íbúafjölda. Því sér hver maður að heilbrigðisþjónustan sem fyrir er, nægir ekki og stjórnvöld verða að taka á því ábyrgð. Fjölgun íbúa á Suðurnesjum hefur verið gífurleg undanfarin ár og ef litið er til seinustu tíu ára hefur okkur fjölgað um 35%. En fjárveitingar til HSS hafa ekki fylgt þeirri íbúafjölgun. Ég fullyrði, og þarf ekki annað en að fletta ríkisreikningi til að sjá að það er rétt, að HSS er fjársvelt stofnun. HSS þarfnast fjárveitinga frá Alþingi til að kaupa tæki og bæta aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsmenn. Viðurkenna þarf stofnunina sem kennslustofnun og fjölga stöðugildum lækna í námi í heimilislækningum. Og efla þarf samvinnu
Landspítalans og HSS um lyflækningar ásamt því að bæta til muna mönnun og tækjabúnað á bráða- og slysadeild. Mönnunarvandi er út um allt land en það er ýmislegt hægt að gera til að laða fólk að stofnuninni. Þar skiptir starfsaðstaða og tækjabúnaður miklu. Þann 7. mars síðastliðinn kom heilbrigðisráðherra á fund velferðarnefndar Alþingis að minni beiðni. Eftir þann fund bind ég nokkrar vonir við að ráðherra hafi skilning á sérstöðu HSS og muni sjá til þess að við henni verði brugðist í næstu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og í næstu fjárlögum. Samkvæmt lögum á fjármála- og efnahagsráðherra að mæla fyrir fjármálaáætlun til næstu fimm ára fyrir 1. apríl næstkomandi. Því er ekki langt að bíða að sjá áform ríkisstjórnarinnar um bætta heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Ég mun halda áfram og krefjast úrbóta fyrir okkur Suðurnesjamenn. Við eigum betra skilið.
lést á Hrafnistu, Nesvöllum, sunnudaginn 6. mars. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 17. mars og hefst athöfnin klukkan 13. Gísli Steinar Sighvatsson Ólöf Steinunn Ólafsdóttir Sigrún Sighvatsdóttir Karl Georg Magnússon Steinunn Sighvatsdóttir Gunnar Þórarinsson Guðmundur Ómar Sighvatsson Erna Reynaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
SOFFÍA MAGNÚSDÓTTIR lést á Hrafnistu, Nesvöllum, föstudaginn 4. mars. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 24. mars kl. 13:00.
Er samráðsskyldan uppfyllt í sveitarfélaginu? Allt frá árinu 2018 hefur verið lögbundin skylda á sveitarfélögum að starfrækja notendaráð til að tryggja samráð notenda félagsþjónustu við stefnumörkun og áætlanagerð. Árið 2019 sendi Öryrkjabandalag Íslands erindi á alla sveitarstjóra landsins þar sem brýnd var fyrir þeim skyldan til þess að koma notendaráðum á laggirnar og tryggja þannig samráð fatlaðra íbúa sveitarfélagsins og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Samráð er lykillinn að gæðum í stefnumótun og reglusetningu þegar kemur að mannréttindamálum svo sem félagsþjónustu. Það er því ekki að ástæðulausu að lög geri ráð fyrir skyldu sveitarfélaga til þess að hlusta á raddir þeirra sem þjónustan beinist að. Öryrkjabandalaginu hefur boðist að skipa fjölmarga fulltrúa í notendaráð þar sem þeim hefur verið komið upp. Til þess að sá hópur valdeflist, og hafi bestu mögulegu upplýsingar um störf notendaráða vítt og breitt um landið, starfrækir Öryrkjabandalagið umræðuhóp fyrir fulltrúa sem sem sitja í notendaráðum. Allir fulltrúar fatlaðs fólks í notendaráðum landsins og annars konar samráðshópum við yfirvöld eru velkomnir í þann hóp og geta sett sig í samband við skrifstofu Öryrkjabandalagsins til að komast á póstlistann, til dæmis með tölvupósti á netfangið: mottaka@obi.is. Því miður hefur orðið misbrestur á að öll sveitarfélög hafi komið sér upp fullnægjandi notendaráðum í mál-
INGVELDUR HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR
efnum fatlaðs fólks í samræmi við 8. grein laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í sumum tilfellum hefur verið skipað í slík notendaráð án aðkomu Öryrkjabandalagsins og því höfum við ekki getað veitt fötluðu fólki í þeim notendaráðum stuðning og jafningjafræðslu. Þetta er óásættanlegt og hefur Öryrkjabandalag Íslands því beint því að Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að gerð verði úttekt á því hvaða sveitarfélög hafa ekki enn brugðist við þessari lögbundnu skyldu sinni. Það skiptir alla borgara landsins máli að hlustað sé á fólkið í nærumhverfinu og sérstaklega á fólkið sem sem eru notendur félagsþjónustu. Því skorum við á þig lesandi góður að gera málefni fatlaðs fólks í sveitarfélaginu að þínum og veita sveitarstjórnum og þeim einstaklingum sem bjóða sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum aðhald hvað varðar áherslur fulltrúa í þessari mikilvægu réttindabaráttu. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur
Sveinn Helgason Árdís Gísladóttir Magnús Helgason Björg Gunnsteinsdóttir Rúnar Helgason Þuríður Árnadóttir Smári Helgason Hjördís Björk Garðarsdóttir Kristín Helgadóttir Þorbjörn Pétursson barnabörn og barnabarnabörn
Elskulega rósin okkar,
ELÍNRÓS KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Kirkjubraut 5, Innri-Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 4. mars. Útförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju, Innri-Njarðvík, föstudaginn 18. mars klukkan 13. Guðlaugur Guðjónsson Kristjana E. Guðlaugsdóttir Erlingur J. Leifsson Ingibjörg Jóna Guðlaugsdóttir Þorsteinn Jónsson Una Guðlaugsdóttir Eðvald Heimisson Rannveig Erla Guðlaugsdóttir Leó Ingi Leósson barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu.
sport
Kef lavík byggir á heimastelpum – segir Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, sem hefur verið óhræddur við að láta ungar og efnilegar stelpur leika stór hlutverk með liðinu.
Ég held að þetta sé bara lakasti árangur sem kvennalið Keflavíkur hefur sýnt, Keflavík er alltaf Keflavík og við erum stór klúbbur kvennamegin ...
Það er ljóst að Keflavík mun ekki vera með í úrslitakeppni kvenna á yfirstandandi Íslandsmóti í körfuknattleik. Það er eitthvað sem Keflvíkingar eiga ekki að venjast enda kvennaboltinn sterkur hjá félaginu segir Jón Halldór Eðvaldsson, eða Jonni eins og hann er oftast kallaður, sem þjálfar kvennalið Keflavíkur og mun aðstoða karlaliðið út leiktíðina. „Árangurinn er náttúrlega ekki eins góður og maður var að vonast til, það er nú bara ósköp einfalt. Ég hefði alla vega viljað komast í úrslitakeppnina. Það gerðist ekki. Þessi árangur er kannski eitthvað sem er búið að vera að byggjast upp í nokkur ár. Við missum frá okkur góða leikmenn á hverju ári, það hefur verið að gerast allavega síðustu þrjú, fjögur ár. Það er bara þungt að verða fyrir svona mikilli blóðtöku á hverju einasta ári, maður er nokkurn veginn með nýtt lið í höndunum fyrir hverja einustu leiktíð. Ég held að þetta sé bara lakasti árangur sem kvennalið Keflavíkur hefur sýnt, Keflavík er alltaf Keflavík og við erum stór klúbbur kvennamegin. Þegar maður þjálfar eða spilar fyrir Keflavík þá er bara búist við meiru af þér, sem er frábært. Það er gott að vera í svoleiðis aðstæðum.“
Anna Ingunn Svansdóttir hefur vaxið mikið sem leikmaður og er ein sú besta í deildinni.
Þarf þá ekki að leggja meira til? „Það fer náttúrlega eftir því fyrir hvað klúbburinn vill standa,“ segir Jonni. „Þegar það vantar kannski tvær, þrjár, fjórar stelpur í liðið til að gera það samkeppnishæft um titilinn – eigum við að kaupa þær? Eða eigum við að treysta á uppeldisstefnu félagsins og nota okkar eigin stelpur eins og við höfum verið að gera? Við höfum ekki þurft að hafa áhyggjur af þessu því við höfum verið að fá leikmenn upp úr yngri flokkunum með það þéttu millibili. Núna kemur svona þriggja, fjögurra ára gat sem vantar plús það að við erum að missa frá þremur upp í sex leikmenn á ári. Það var allavega ákvörðun okkar þjálfaranna að vinna með það sem við höfum frekar en að fara að kaupa erlenda leikmenn eða sækja á þá íslensku. Við fengum eina rúmenska stelpu [Tunde Kilin] sem var á end-
Það var hiti í mönnum þegar Keflavík tók á móti KR í Subway-deild karla um helgina – Jonni mun aðstoða karlalið Keflavíkur fram á vor. anum ekki nægilega stór biti fyrir liðið og það skrifast bara hundrað prósent á mig sem þjálfara liðsins, ég tók þessa ákvörðun byggða á hennar ferilskrá. Ég veðjaði á vitlausan hest.“
Eygló Kristín hefur bætt sig mikið í vetur.
Þegar Víkurfréttir spjölluðu við Jonna var hann að búa sig undir að fara í aðgerð en hann axlarbrotnaði á síðasta ári og nú á að fara að lagfæra brotið sem greri illa. En ætlar þú að vera á bekknum hjá strákunum í úrslitakeppninni? „Já, ég ætla að vera það út tímabilið.“
Græðum á þessu til lengri tíma litið Jonni er á því að Keflavík muni græða meira á því en tapa að gefa ungu stelpunum tækifæri til að öðlast leikreynslu og þroskast. „Svo framarlega að þetta sé bara einn vetur. Við erum að láta ungar og efnilegar stelpur eins og Agnesi Maríu [Svansdóttur] og Önnu Láru [Vignisdóttur] fá stærra hlutverk og þær verða bara betri fyrir vikið. Við erum með Ólöfu [Rún Óladóttur] sem kemur frá Grindavík og er búin að vera með okkur í tvö ár og Eygló [Kristínu Óskarsdóttur] sem kom til okkar frá KR, þetta eru stelpur sem koma til okkar af fúsum og frjálsum vilja og er ekki verið að sækja. Þær eru búnar að fá risastórt hlutverk í vetur og koma bara til með að verða betri. Anna Ingunn [Svansdóttir] er orðin einn allra besti leikmaður deildarinnar, hún væri það ekki ef
Verður á bekknum í úrslitakeppninni með höndina í fatla
hún hefði ekki fengið svona stórt hlutverk í þessu liði.“ Jonni segir að þegar til lengri tíma litið muni þetta tímabil, þessi tvö til fjögur ár, skila Keflavík betri leikmönnum. Hann veltir líka upp spurningunni hvað muni gerast eftir tvö, þrjú ár þegar þær stelpur, eða kanónur eins og Jonni kallar þær, sem eru úti í námi núna fara að skila sér aftur heim. „Síðan ég byrjaði að fylgjast með þessu, sem eru orðin ein þrjátíu, fjörutíu ár, hefur Keflavík staðið fyrir það að byggja á heimastelpunum sínum.“
Með höndina í fatla? „Já, það er ekki verið að fara að skera raddböndin á mér,“ segir Jonni ákveðinn og aðspurður um úrslit Íslandsmóta kvenna og karla segir hann að það verði Valur og Haukar sem muni mætast í úrslitum kvenna. „Og Haukar munu taka þetta. Njarðvík hefur verið að gefa eftir og ég held því miður að þær vanti breiddina til að klára mótið. Hjá körlunum verða það Keflavík og Þór sem mætast aftur í úrslitum, rematch – en eigum við ekki að láta þetta falla réttu megin núna?“
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15
Dansskólinn DansKompaní í Reykjanesbæ sendi 24 atriði í forkeppni Dance World Cup
Einstakur árangur Team DansKompaní
STEFNIR Á SIGUR „Team DansKompaní vann tuttugu og tvö gullverðlaun og tvenn silfur – og annað þeirra var í flokki sem við unnum líka gullið,“ sagði Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri DansKompaní, sem eðlilega var í skýjunum yfir árangri nemenda sinna. Helga sagði að dómarar velji einnig sín uppáhaldsatriði og eru veitt átta sérstök dómaraverðlaun fyrir þau. DansKompaní gerði sér lítið fyrir og vann fjögur dómaraverðlaun af átta, eða helming þeirra, en það voru tíu dansskólar sem tóku þátt í forkeppninni.
Með árangrinum eru öll atriði og allir dansarar Team DansKompaní því komin í íslenska landsliðið í dansi en heimsmeistaramótið fer fram í San Sebastian á Spáni í júní og júlí á þessu ári. „Mér heyrist á flestum að þeir ætli að fara út en forkeppnin var bara að klárast í gær [mánudag] svo nú þurfum við að halda fund í vikunni og hefja undirbúning.“ Keppendur frá DansKompaní voru 41 talsins á aldrinum sex til 21 árs. „Þetta er breiður aldurshópur en af þeim aðeins þrír strákar, við viljum endilega fá fleiri stráka,“ sagði Helga jafnframt.
Sveindísi bregst ekki bogalistinn þegar hún fær svona tækifæri. Myndir af Instagram-síðu Sveindísar
Hnefaleikarinn Hildur Ósk Indriðadóttir úr Hnefaleikafélagi Reykjaness vinnur þessa dagana að undirbúningi fyrir Norðurlandamótið í hnefaleikum sem verður haldið á Íslandi í lok mars. Hildur byrjaði árið sterkt með einróma sigri sínum á bikarmóti HFK í janúar og hefur ekkert
látið eftir. Alls eru tíu keppendur að keppa fyrir Ísland en íslenska liðið samanstendur af níu strákum og einni stelpu. Í flokki Hildar eru keppendur frá Noregi, Finnlandi og Svíþjóð en Hildur leggur hart að sér við æfingar með liði sínu og þjálfara úr HFR og stefnir á sigur. Mótið verður haldið í Njarðvík 24.–27. mars.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Akurskóli - Kennari í smíði og hönnun Akurskóli - Kennari í tónmennt á yngsta- og miðstigi Akurskóli - Umsjónarkennari á miðstigi Akurskóli - Umsjónarkennari á unglingastigi Heiðarskóli - Kennari í bóklegum greinum (unglingastig) Heiðarskóli - Kennari í listgreinum Heiðarskóli - Kennari í textílmennt Heiðarskóli - Umsjónarkennari á miðstigi Heiðarskóli - Umsjónarkennari á yngsta stigi
SVEINDÍS JANE
komin á blað í þýsku úrvalsdeildinni Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni þegar liðið sótti Köln heim á föstudag og hafði betur, 1:5. Sveindís skoraði fyrstu tvö mörkin og opnaði þar með markareikning sinn í Þýskalandi. Það tók Sveindísi rétt um tuttugu mínútur að skora fyrsta mark leiksins (21') og hún tvöfaldaði forystu Wolfsburg rúmum tíu mínútum síðar (33') Sveindís fær mikið lof fylgjenda Facebook-síðu kvennaliðs Wolfsburg fyrir frammistöðuna og má sjá á færslum þeirra að hún hafi verið maður leiksins.
„Hún er brjálæðislega hröð og létt á fæti – og hún er ennþá mjög ung. Ég hlakka til að sjá hana þroskast með Úlfunum.“ (Tilvitnun í færslu á Facebook-síðu kvennaliðs Wolfsburg)
Með sigrinum komst Wolfsburg í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, einu stigi upp fyrir Bayern.
Átt þú íþróttafatnað og/eða -búnað sem þú getur séð af?
Safnað fyrir börn á flótta Söfnun hefur verið hrint af stað í Bókasafni Reykjanesbæjar í þeim tilgangi að safna íþróttabúnaði og íþróttafatnaði svo að börn á flótta. Í tilkynningu frá bókasafninu segir m.a.: „Öll börn þarfnast þess að vera sýnd umhyggja og að fá jákvæð viðbrögð. Mikilvægt er að taka vel á móti og halda utan um börn sem koma hingað frá stríðshrjáðum löndum og að þau upplifi sig velkomin. Oftar en ekki koma börnin og fjölskyldur þeirra með ekkert nema fötin utan á sér. Tilgangur söfnunarinnar er stuðla að því að börnin geti tekið þátt í íþróttum og að þau tilheyri þeim hópi þar sem þau eru þátttakendur. Ef þú kæri íbúi lumar á íþróttafatnaði, skóm, boltum eða einhverju öðru sem gæti nýst börnunum og vilt leggja söfnuninni lið getur þú komið fatnaði og búnaði til skila í Bókasafni Reykjanesbæjar.“
Holtaskóli - Dönskukennari Holtaskóli - Grunnskólakennari Holtaskóli - Kennari í heimilisfræði Holtaskóli - Umsjónarkennarar á yngsta- og miðstigi Háaleitisskóli - Grunnskólakennari elsta stig Háaleitisskóli - Grunnskólakennari elsta stig Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á yngsta stig Háaleitisskóli - Grunnskólakennari í námsver Háaleitisskóli - Kennari í Nýheima Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á miðstig Myllubakkaskóli - Umsjónarkennari á miðstigi Myllubakkaskóli - Umsjónarkennari á unglingastigi Myllubakkaskóli - Þroskaþjálfi (sálfræðimenntaður) Myllubakkaskóli - Dönskukennsla á unglingastigi Myllubakkaskóli - List- og verkgreinakennari Njarðvíkurskóli - Kennari á miðstig Njarðvíkurskóli - Kennari á yngsta stig Njarðvíkurskóli - Kennari í heimilisfræði Njarðvíkurskóli - Þroskaþjálfi/félagsráðgjafi Njarðvíkurskóli/Ösp sérdeild - Sérkennari/þroskaþjálfi Stapaskóli - Deildarstjóri eldra stigs. Stapaskóli - Kennari á miðstig Stapaskóli - Kennari á unglingastig Stapaskóli - Kennari á yngsta stig Stapaskóli - Kennari í textílmennt Stapaskóli - Kennari í tónmennt Stapaskóli - kennari í hönnun og smíði Stapaskóli -Sérkennslustjóri á leikskólastig Leikskólinn Holt - Deildarstjórastöður Leikskólinn Holt - Leikskólakennarar Starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Hestakonan Glódís, söngleikurinn og hressir kútmagakarlar í Grindavík FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Það eru fáir tölvupóstar sem hafa glatt mig meira í seinni tíð en sá sem ég fékk frá aðalframkvæmdastjóra OECD í síðustu viku um að frá og með 14. mars yrði grímuskyldu og öllum takmörkunum aflétt hjá stofnuninni. Í samræmi við tilslakanir franskra stjórnvalda mega nú allir koma til vinnu án fjöldatakmarkana og án þess að þurfa að skrá sig sérstaklega, mötuneytið er opið, vinnupartý leyfð aftur og lífið vonandi almennt að færast í eðlilegt horf. Þetta eru stórfréttir sem krefjast munu talsverðrar aðlögunar, aðlögunar að venjulegu lífi. Ég hef unnið hjá OECD í sjö mánuði, umgengist mikið til sama fólkið allan þennan tíma en aldrei séð það grímulaust. Ég sá andlitið á öryggisvörðunum sem hafa tékkað bólusetningarvottorðið mitt á hverjum degi í sjö mánuði í fyrsta sinn í dag. Ég hef spjallað við þá nánast daglega, þeir hafa séð framan í mig þar sem þeir þurfa að tékka hvort andlitið á aðgangskortinu mínu passi ekki örugglega við mitt, en ég hef aldrei séð framan í þá og þekki þá ekki án grímu. Ég óttast að verða álitin mjög merkileg með mig þegar ég mæti fólki á göngunum og þekki það ekki í sjón, því það mun gerast. Ég held nefnilega að ég glími við einhverja persónuleikatakmörkun, því það tók mig fleiri mánuði að þekkja fólk (mína nánustu meðtalda) með grímu
LOKAORÐ
Grímulaus tilvera
Mundi Reykjanesbær getur skapað sérstöðu með stærsta meindýrasafni á Íslandi ...
RAGNHEIÐAR ELÍNAR í upphafi Covid. Og nú þarf ég að læra að þekkja fólk upp á nýtt sem hefur verið með grímu frá því að ég kynntist því! Og það eru ekki bara vinnufélagarnir. Það eru allir sem ég hef kynnst og umgengist frá því að við fluttum hingað til Parísar – afgreiðslufólkið í bakaríinu, uppáhaldsþjónninn minn á hverfisveitingastaðnum, starfsmaðurinn í hreinsuninni, blómabúðinni, apótekinu og allir kennarar sonar míns. Þetta verður eitthvað. En þetta eru dásamlegar fréttir og nú krossar maður fingur að það verði ekki eitthvað nýtt afbrigði til sem skemmi þessa þróun. Ég hef hingað til sjálf sloppið við Covid (7, 9, 13...!), kemst örugglega í heimsfréttirnar þegar þar að kemur sem „konan sem var síðust allra til að veikjast af Covid!“. Veiran hefur skotið sér niður hjá öllu mínu heimilisfólki, nú síðast þegar eiginmaðurinn var svo almennilegur að bera hana alveg óumbeðinn með sér frá Íslandi og lagði yngri soninn með sér. En ég slapp enn og aftur…enn sem komið er. Grímulaus tilvera hljómar ótrúlega vel – ég hlakka til að kynnast fólki alveg upp á nýtt!
Grjótbarinn golfvöllur í Grindavík Húsatóftavöllur í Grindavík hefur fengið að finna fyrir óstuði veðurguðanna fyrstu mánuði ársins. Mikið af fjörugrjóti, stóru sem smærra hefur borist inn á golfvöllinn og í fyrstu óveðurslægðinni í janúar var sjór yfir stórum hluta á neðri parti vallarins. Þar eru fimm brautir vallarins. Þegar fréttamenn Víkurfrétta litu við nýlega mátti sjá mikið af grjóti sem hafði borist inn á brautir og flatir. Fimmtánda flötin er nokkuð skemmd eftir að nokkur stór grjót hreinlega flugu úr fjörunni inn á flötina. Það er ljóst að mikil vinna bíður Golfklúbbs Grindavíkur á næstu vikum að hreinsa grjótið af svæðinu. VF-myndir/pket.
AÐALFUNDUR KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA Aðalfundur KSK verður haldinn fimmtudaginn 17. mars kl. 17:00 í Krossmóa 4, 5. hæð. Aðalfundarfulltrúar eru hvattir til að mæta. Skúli Þ. Skúlason
Dagskrá samkvæmt félagslögum Ávarp flytur Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
formaður KSK
Tónlist flytur Alexandra Chernyshova sópransöngkona, tónskáld og kennari. Boðið er til kvöldverðar að fundi loknum.
Kjartan Már Kjartansson
Alexandra Chernyshova
sópransöngkona, tónskáld og kennari
Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
bæjarstjóri Reykjanesbæjar